Nokia 2100 User's Guide [is]

Notendahandbók
9355576
3. útgáfa
LEYFISYFIRLÝSING Við, NOKIA CORPORATION, lýsum því yfir og ábyrgjumst að framleiðsluvaran NAM-2 er í
samræmi við eftirfarandi samþykkt: 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity.
Copyright © 2003 Nokia. Öll réttindi áskilin.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2003. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
Nokia, Nokia Connecting People, Xpress-on, Space Impact, Snake II og Link5 eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan henti tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það tilbaka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia.
Efni
ÖRYGGISATRIÐI ..................................................................................................... 7
Almennar upplýsingar.........................................................................................10
Límmiðar í kassanum................................................................................................................................10
Aðgangslyklar............................................................................................................................................10
1. Þegar hafist er handa .....................................................................................12
SIM-kort sett inn.......................................................................................................................................12
Rafhlaðan hlaðin ....................................................................................................................................... 13
Kveikt og slökkt..........................................................................................................................................14
Birtingar- og biðhamur............................................................................................................................14
Skipt um hulstur ........................................................................................................................................15
Mynd sett á bakhliðina............................................................................................................................16
2. Hringiaðgerðir..................................................................................................17
Hringt............................................................................................................................................................17
Hringt úr símaskrá ................................................................................................................................. 17
Símafundur ..............................................................................................................................................17
Endurval....................................................................................................................................................18
Hraðval......................................................................................................................................................18
Símtali svarað.............................................................................................................................................19
Hlustað á talboð ........................................................................................................................................ 19
Aðgerðir meðan á símtali stendur........................................................................................................19
Tökkunum læst ........................................................................................................................................... 19
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
3
3. Texti ritaður .....................................................................................................21
Sjálfvirk ritun gerð virk eða óvirk ......................................................................................................... 21
Texti ritaður með sjálfvirkri ritun.......................................................................................................... 21
Samsett orð rituð...................................................................................................................................22
Texti ritaður með gamla laginu.............................................................................................................23
4. Símaskrá (Nöfn)...............................................................................................24
Leitað að nafni og símanúmeri..............................................................................................................24
Símaskrárstillingar..................................................................................................................................... 25
5. Valmyndaraðgerðir ..........................................................................................26
Listi yfir valmyndaraðgerðir ...................................................................................................................27
Skilaboð (valmynd 01)..............................................................................................................................30
Skrifa skilaboð (valmynd 01-1)..........................................................................................................30
Textaboð lesin (Innhólf: valmynd 01-2) ..........................................................................................31
Upplýsingar um vistuð skilaboð skoðaðar
(Úthólf: valmynd 01-3).........................................................................................................................31
Spjall (valmynd 01-4) ...........................................................................................................................32
Myndsendingar (valmynd 01-5) ........................................................................................................32
Tekið á móti myndskilaboðum........................................................................................................33
Valkostir fyrir myndboð ....................................................................................................................33
Nafnalistar (valmynd 01-6).................................................................................................................33
Skjalasnið (valmynd 01-7)................................................................................................................... 34
Broskarlar (valmynd 01-8)................................................................................................................... 34
Eyða skilaboðum (valmynd 01-9)......................................................................................................34
Skilaboðastillingar (valmynd 01-10)................................................................................................34
Snið (valmynd 01-10-1)...................................................................................................................34
Almennt (valmynd 01-10-2) ........................................................................................................... 35
Upplýsingaþjónusta (valmynd 01-11)..............................................................................................35
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
4
Númer talhólfs (valmynd 01-12).......................................................................................................36
Þjónustuskipanir (valmynd 01-13) ...................................................................................................36
Símtalaskrá (valmynd 2)..........................................................................................................................36
Nýleg símtöl.............................................................................................................................................36
Teljarar ......................................................................................................................................................37
Snið (valmynd 3)........................................................................................................................................37
Stillingar (valmynd 4)...............................................................................................................................38
Tónastillingar (valmynd 4-1) ..............................................................................................................38
Símtalsstillingar (valmynd 4-2) .........................................................................................................39
Símastillingar (valmynd 4-3) ..............................................................................................................40
Tíma- og dagsetningarstillingar (valmynd 4-4) ............................................................................41
Klukka (valmynd 4-4-1)....................................................................................................................41
Stilla dagsetningu (valmynd 4-4-2)..............................................................................................41
Tími og dagur uppf. sjálfir (valmynd 4-4-3)...............................................................................41
Stillingar fyrir takkavara (valmynd 4-5)..........................................................................................41
Stillingar fyrir aukabúnað (valmynd 4-6)........................................................................................42
Öryggisstillingar (valmynd 4-7) .........................................................................................................42
Velja upphafsstillingar (valmynd 4-8)..............................................................................................44
Vekjaraklukka (valmynd 5)......................................................................................................................44
Áminningar (valmynd 6)..........................................................................................................................44
Leikir (valmynd 7)......................................................................................................................................45
Aukakostir (valmynd 8) ............................................................................................................................45
Reiknivél (valmynd 8-1) .......................................................................................................................46
Útreikningur ......................................................................................................................................... 46
Gjaldmiðilsumreikningur .................................................................................................................. 46
Skeiðklukka (valmynd 8-2)..................................................................................................................47
Mæling hringtíma og millitíma ......................................................................................................47
Niðurteljari (valmynd 8-3) .................................................................................................................. 47
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
5
Myndritill (valmynd 8-4)......................................................................................................................48
Mynd teiknuð....................................................................................................................................... 48
Teiknivalkostir......................................................................................................................................49
Hljóðvinnsla (valmynd 8-5).................................................................................................................49
SIM-þjónusta (valmynd 9) ...................................................................................................................... 50
6. Um rafhlöður ...................................................................................................51
Hleðsla og afhleðsla .................................................................................................................................51
UMHIRÐA OG VIÐHALD......................................................................................53
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR...............................................................55
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
6
ÖRYGGISATRIÐI
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Brot á reglum kann að vera hættulegt og getur varðað við lög. Nánari upplýsingar er að finna í handbókinni.
Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Ekki má nota handsíma við akstur.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta orðið fyrir truflunum sem hafa áhrif á notagildi þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Fylgja ber öllum settum reglum. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki má nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Ekki má nota símann þar sem verið er að sprengja. Virða skal takmarkanir og fara að settum reglum.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við símabúnað.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
7
FYLGIHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta fylgihluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Síminn er ekki vatnsheldur. Halda skal símanum þurrum.
ÖRYGGISAFRIT
Brýnt er að búa til öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar síminn er tengdur öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
HRINGING
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Símanúmerið ásamt svæðisnúmeri er fært inn og síðan er stutt á . Stutt er á til að ljúka símtali. Stutt er á til að svara hringingu.
NEYÐARHRINGINGAR
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Stutt er á eins oft og þörf krefur (t.d. til að slíta símtali eða hætta í valmynd o.s.frv.) til að hreinsa skjáinn. Neyðarnúmerið er valið og síðan er stutt á . Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnum fyrirmælum þess efnis.
Sérþjónusta
Þráðlausi síminn sem lýst er í handbókinni er samþykktur til notkunar á EGSM900 og GSM1800.
Tveggja banda virkni fer eftir símkerfinu. Leita skal til þjónustuveitu ef áskrift að slíkri þjónustu er í boði og hægt er að nota hana.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
8
Nokkrir eiginleikanna sem lýst er í þessari handbók eru kallaðir símkerfisþjónusta. Þetta er sérstök þjónusta sem hægt er að panta hjá þjónustuveitu. Slíka þjónustu er aðeins hægt að nýta sér að fenginni áskrift hjá þjónustuveitu á staðnum sem einnig veitir upplýsingar um notkun hennar.
Til athugunar: Sum símkerfi styðja ekki alla séríslenska bókstafi og/eða þjónustu.
Fylgihlutir
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu símtæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar við rafstraum úr ACP-7, ACP-8 og LCH-9.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og fylgihluti sem framleiðandi símans hefur samþykkt til nota með tiltekinni tegund síma. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki sem fylgir símanum fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega fylgihluti sem samþykktir eru til notkunar með símanum.
Þegar fylgihlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
9
Almennar upplýsingar
Límmiðar í kassanum
Á límmiðunum eru mikilvægar upplýsingar um þjónustu við viðskiptavini. Geyma skal límmiðana á öruggum stað.
Festa skal límmiðann á boðskortið í Nokia-klúbbinn sem fylgir pakkanum. Festa skal límmiðann á ábyrgðarkortið.
Aðgangslyklar
Öryggisnúmer: Þetta númer, sem fylgir símanum, ver símann fyrir notkun án
heimildar. Forstillta númerið er 12345.
Í Öryggisstillingar (valmynd 4-7) á bls. 42 er fjallað um það hvernig það virkar.
PIN-númer: Þetta númer, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir notkun án
heimildar.
Stillt með Krefjast PIN-númers í valmyndinni Öryggisstillingar (sjá
Öryggisstillingar (valmynd 4-7) á bls. 42), þannig að beðið sé um númerið í
hvert skipti sem kveikt er á símanum.
Ef PIN-númerið er fært rangt inn þrisvar í röð er SIM-kortinu læst. Færa verður
inn PUK-númer til að opna SIM-kortið og setja nýtt PIN-númer.
PIN2-númer: Þetta númer fylgir sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt við
vissar aðgerðir, svo sem kostnaðarteljara. Ef PIN-númerið er fært rangt inn
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
10
þrisvar í röð birtist textinn Lokað fyrir PIN2-númer og beðið er um PUK2-
númerið.
Öryggisnúmerinu, PIN-númerinu og PIN2-númerinu er breytt í Breyta
aðgangslyklum í valmyndinni Öryggisstillingar (sjá Öryggisstillingar (valmynd
4-7) á bls. 42). Nýju lyklunum skal haldið leyndum og á öruggum stað annars
staðar en með símanum.
PUK og PUK2-númer: Þessi númer fylgja yfirleitt SIM-kortinu. Ef svo er ekki
skal hafa samband við þjónustuveitu.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
11
1. Þegar hafist er handa
SIM-kort sett inn
• Öll SIM-örkort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
• SIM-kort og snertisvæði þess geta auðveldlega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Það þarf því að meðhöndla kortið af varkárni þegar það er sett í símann eða fjarlægt.
• Áður en SIM-kort er sett í símann þarf að gæta þess að slökkva fyrst á símanum og að hann sé ekki tengdur við hleðslutæki, þá má fjarlægja rafhlöðuna.
1. Smellt er á losunarhnappinn á bakhliðinni (1), hún er opnuð ofan frá (2) og fjarlægð.
2. Rafhlöðunni er lyft upp með hakinu (3). SIM-kortslokið er opnað með því að snúa því (4).
3. SIM-kortinu er rennt varlega inn í raufina (5). Tryggja þarf að gylltu tengin á kortinu snúi niður og að skáhornið sé hægra megin. SIM-kortslokinu er snúið til baka til að loka SIM-kortinu (6).
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
12
4. Gylltu tengin á rafhlöðunni eru látin nema við samsvarandi tengi á símanum og ýtt á hinn endann á rafhlöðunni þar til hún smellur á sinn stað (7).
5. Neðri hluti bakhliðarinnar er látinn nema við neðri hluta símans og þrýst á bakhliðina þar til hún smellur á sinn stað (8).
Rafhlaðan hlaðin
Ekki skal hlaða rafhlöðuna ef önnur hvor hlið símans hefur verið fjarlægð.
1. Leiðslan úr hleðslutækinu er tengd við símann.
2. Hleðslutækið er tengt við rafmagn. Hleðsluvísirinn fer á hreyfingu.
• Hleðsla BLD-3 rafhlöðu með ACP-7
hleðslutækinu tekur allt að 3 klst. og 30 mínútur.
• Ef textinn Hleður sig ekki birtist er beðið smástund, hleðslutækið aftengt,
tengt aftur og síðan reynt aftur. Hafa skal samband við söluaðila ef enn er ekki hægt að hlaða.
3. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin hættir vísirinn að hreyfast. Hleðslutækið er tekið úr sambandi við símann og innstunguna.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
13
Kveikt og slökkt
Viðvörun: Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð
eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Stutt er á og haldið niðri.
ÁBENDINGAR TIL AÐ NÁ SEM BESTRI VIRKNI:
Innbyggt loftnet er í símanum. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á símanum. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að síminn noti meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Loftnetið og síminn vinna best ef ekki er snert á loftnetinu meðan á símtali stendur.
Birtingar- og biðhamur
Vísarnir sem lýst er hér á eftir sjást þegar síminn er tilbúinn til notkunar og engir stafir hafa verið færðir inn. Talað er um að skjárinn sé í ‘biðham’.
1. Sýnir hvaða farsímakerfi síminn notar. Þetta getur verið heiti símaþjónustu eða merki.
2. Sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi stað.
3. Sýnir hleðslu rafhlöðunnar.
4. Sýnir hlutverk valtakkanna hverju sinni.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
14
Skipt um hulstur
Áður en skipt er um fram- og bakhlið skal alltaf slökkva á símanum og aftengja hann hleðslutækinu eða öðrum tækjum. Alltaf skal geyma og nota símann með áföstum fram- og bakhliðum.
1. Þrýst er á losunarhnappinn á bakhliðinni (1), hún er opnuð ofan frá (2) og fjarlægð.
2. Framhliðin og takkastykkið eru fjarlægð varlega (3).
3. Takkastykkið er sett í nýju framhliðina (4).
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
15
4. Efri hluti framhliðarinnar er látinn nema við efri hluta símans og þrýst á framhliðina þar til hún smellur á sinn stað (5).
5. Neðri hluti bakhliðarinnar er látinn nema við neðri hluta símans og þrýst á bakhliðina þar til hún smellur á sinn stað (6).
Mynd sett á bakhliðina
Hægt er að setja allt að 40 mm x 28,5 mm mynd í bakhliðina. Bakhliðin er fjarlægð eins og lýst var að framan, sjá Skipt um hulstur á bls. 15.
1. Myndarammanum er lyft varlega úr bakhliðinni (1).
2. Myndin er sett í og myndflöturinn látinn snúa að gegnsæja glugganum á bakhliðinni (2).
3. Myndaramminn er skorðaður á sínum stað (3).
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
16
2. Hringiaðgerðir
Hringt
1. Svæðis- og símanúmer er valið. Millilandasímtöl: Fært er inn "+" með því að styðja tvisvar á og síðan er
landsnúmerinu bætt inn framan við svæðisnúmerið (0 fremst eytt ef þarf). Stutt er á Hreinsa til að eyða tölustafnum vinstra megin við bendilinn,
bendillinn færður til með því að styðja á eða ef þarf.
2. Stutt er á til að hringja í númerið. Stutt er á til að hækka eða
til að lækka í eyrnatækinu eða heyrnartólinu.
3. Stutt er á til að slíta samtalinu (eða hætta við hringinguna).
Hringt úr símaskrá
Í biðham er stutt á eða til að ná í viðkomandi nafn. Stutt er á til að hringja í númerið.
Símafundur
Símafundur er sérþjónusta sem gerir það kleift að allt að fjórir taki þátt í sama símtali.
1. Hringt er til fyrsta þátttakanda. Símanúmerið er fært inn eða þess leitað í símaskránni og stutt á Hringja.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
17
2. Hringt er til nýs þátttakanda með því að styðja á Valkostir og velja kostinn
hringing.
3. Þegar hringingunni hefur verið svarað er símtalinu bætt við fundinn með því að styðja á Valkostir og velja Símafundur.
4. Ef bæta á nýjum þátttakanda í símtalið eru 2. til 3. liður endurteknir.
5. Ef ljúka á símafundinum er stutt á .
Endurval
Ef hringja á aftur í eitt af síðustu númerum sem hringt hefur eða reynt hefur verið að hringja í: Er stutt á í biðham, skrunað með eða að viðeigandi nafni eða númeri og stutt á .
Hraðval
Stutt er á Nöfn og valinn kosturinn Hraðvalsnúmer. Viðkomandi takki er valinn ( til ) og stutt á Velja. Viðkomandi nafn er valið og stutt á Velja.
Þegar símanúmer hefur verið tengt tölutakka er hægt að hraðvelja númerið á eftirfarandi hátt:
• Stutt er á viðkomandi tölutakka og síðan á eða
•Ef Hraðval er virkt er stutt á viðkomandi tölutakka og honum haldið niðri uns símtal hefst (sjá Símtalsstillingar (valmynd 4-2) á bls. 39).
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
18
Símtali svarað
Í biðham er stutt á . Ef ljúka á símtalinu eða hafna því án þess að svara er stutt á .
Hlustað á talboð
Talhólf er sérþjónusta. Nánari upplýsingar og númer talhólfsins fást hjá þjónustuveitu. Hringt er í eigið talhólf með því að styðja á og halda niðri í biðham. Ef breyta á talhólfsnúmerinu, sjá Númer talhólfs (valmynd 01-12) á bls.
36.
Ef beina á símtölum í talhólfið, sjá "Símtalsflutningur" á bls. 39.
Aðgerðir meðan á símtali stendur
Í símtali er hægt að styðja á Valkostir ef beita á einhverjum aðgerðanna sem hér eru taldar. Margar þeirra eru sérþjónusta. Hljóðnema af eða Hljóðnema á, Í bið eða Úr bið, Ný hringing, Svara, Hafna, Ljúka öllum, Símaskrá, Senda DTMF, Víxla og
Valmynd.
Tökkunum læst
Takkalásinn kemur í veg fyrir að óvart sé stutt á takka. Tökkum læst eða þeir opnaðir: Í biðham er stutt á Valmynd og síðan snöggt á
.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
19
Einnig er hægt að láta símann læsa tökkunum sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma. Sjá
Stillingar fyrir takkavara (valmynd 4-5) á bls. 41. Þegar takkarnir eru læstir birtist
vísirinn efst á skjánum.
Til athugunar: Þegar kveikt er á takkaverði gæti eftir sem áður verið hægt að hringja í neyðarnúmerið sem síminn er stilltur á (t.d. 112 eða annað opinbert neyðarnúmer). Neyðarnúmerið er valið og síðan er stutt á . Númerið birtist ekki fyrr en síðasti stafurinn í því hefur verið valinn.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
20
3. Texti ritaður
Hægt er að færa inn texta á tvenns konar hátt, með hefðbundinni textaritun, sem sýnd er með , eða með aðferð sem er kölluð sjálfvirk ritun og er sýnd með
.
Sjálfvirk ritun gerð virk eða óvirk
Þegar texti er ritaður er stutt á Valkostir og valinn kosturinn Orðabók.
• Sjálfvirk ritun er gerð virk með því að velja tiltækt tungumál af listanum með orðabókinni. Sjálfvirk ritun er aðeins tiltæk á þeim tungumálum sem skráð eru í listann yfir valkosti í orðabók.
• Skipt er aftur yfir í ritun með gamla laginu þegar valið er Orðabók óvirk.
Ábending: Fljótlegt er að gera sjálfvirka ritun virka eða óvirka ef stutt er tvisvar á meðan texti er ritaður eða styðja á Valkostir og halda niðri.
Texti ritaður með sjálfvirkri ritun
Sjálfvirk ritun er þægileg aðferð við ritun texta. Sjálfvirk ritun byggist á innbyggðri orðabók sem einnig er hægt að bæta í nýjum
orðum.
1. Orðið er fært inn með því að styðja á hvern takka einu sinni fyrir einn staf. Orðið breytist í hvert sinn sem stutt er á takka. Eigi t.d. að skrifa ‘Nokia’ og enska orðabókin er valin er stutt á , , , , .
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
21
• Ef fjarlægja á stafinn vinstra megin við bendilinn er stutt á Hreinsa. Ef
hreinsa á skjáinn er stutt á þennan takka og honum haldið niðri.
• Ef víxla á milli hástafa og lágstafa eða milli hefðbundinnar og sjálfvirkrar
ritunar er stutt á hvað eftir annað og litið á vísinn efst á skjánum.
• Stutt er á og honum haldið niðri til að skipta milli bókstafa og
tölustafa.
• Greinarmerki fást með því að styðja hvað eftir annað á .
• Listi yfir sérstafi fæst með því að styðja á og halda niðri, velja
viðkomandi staf og styðja á Nota.
• Ef rita á tölustaf er stutt á samsvarandi takka og honum haldið niðri. Ef rita
á margar tölur er stutt á og haldið niðri og tölurnar færðar inn.
2. Ef orðið sem birtist er rétt er stutt á og byrjað á því næsta.
• Ef breyta á orði er stutt hvað eftir annað á þar til rétta orðið birtist.
• Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið ekki í orðabókinni. Ef bæta
á orðinu í orðabókina er stutt á Stafa, orðið er fært inn (með gamla laginu) og stutt á Í lagi.
Samsett orð rituð
Fyrri hluti orðsins er færður inn, stutt á og síðari hlutinn síðan færður inn.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
22
Texti ritaður með gamla laginu
Stutt er á takkann með stafnum sem á að rita hvað eftir annað þar til stafurinn birtist.
Eftirfarandi aðgerðir eru notaðar til að færa inn textann og breyta honum:
• Ef bæta á við bili er stutt á .
• Ef bæta á við greinarmerki eða sérstaf er stutt endurtekið á eða stutt á
, rétti stafurinn valinn og stutt á Nota.
• Stutt er á eða til að hreyfa bendilinn til vinstri eða hægri.
• Ef fjarlægja á stafinn vinstra megin við bendilinn er stutt á Hreinsa. Ef hreinsa á skjáinn er stutt á þennan takka og honum haldið niðri.
• Víxlað er milli hástafa og lágstafa með því að styðja á .
• Tölustaf er bætt við með því að styðja á viðkomandi takka og halda niðri. Stutt er á og honum haldið niðri til að skipta milli bókstafa og tölustafa.
• Ef færa á inn staf sem er á sama takka og fyrri stafur er stutt á eða
(eða beðið þar til bendillinn birtist) og nýi stafurinn færður inn.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
23
4. Símaskrá (Nöfn)
Hægt er að vista nöfn og símanúmer í minni símans (símaskrá símans) og í minni SIM-kortsins (SIM-símaskrá). Símaskráin í símanum getur geymt allt að 100 nöfn.
Farið er í símaskrána með því að styðja á Nöfn í biðham. Farið er í símaskrána á meðan á símtali stendur með því að styðja á Valkostir og velja Símaskrá.
Leitað að nafni og símanúmeri
Í biðham er stutt á Nöfn og valið Leita. Ritaður er fyrsti stafur eða stafir í nafninu sem leitað er að og stutt á Leita. Stutt er á eða til að finna réttu nöfnin.
Ef nafnið eða númerið er vistað í minni SIM-kortsins sést efst til hægri á skjánum; ef það er vistað í minni símans sést .
HRAÐLEIT: Stutt er á eða í biðham og fyrstu stafirnir í nafninu ritaðir. Skrunað er með eða til að finna rétta nafnið.
Einnig má nota eftirfarandi valkosti:
Þjónustunúmer til að hringja í þjónustunúmer þjónustuveitunnar ef þau fylgja með á SIM-kortinu (sérþjónusta).
Upplýs.númer til að hringja í upplýsinganúmer þjónustuveitunnar ef þau fylgja með á SIM-kortinu (sérþjónusta).
Bæta nafni við til að vista nöfn og símanúmer í símaskránni.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
24
Eyða til að eyða nöfnum og númerum úr símaskránni, einu í einu eða öllum.
Afrita til að afrita nöfn og símanúmer öll í einu eða eitt og eitt úr minni símans yfir á SIM-kortið eða öfugt.
Tengitónn til að stilla símann þannig að hann spili tiltekinn hringitón þegar hringt er úr tilteknu númeri. Valið er símanúmer eða nafn og stutt á Velja. Athuga skal að þessi aðgerð virkar ekki nema bæði símafyrirtækið og síminn geti borið kennsl á þann sem hringir og sent um hann upplýsingar.
Símaskrárstillingar
Í biðham er stutt á Nöfn og valið Stillingar. Síðan er valið:
Minni í notkun: til að velja um hvort nöfn og númer skuli vistuð undir Sími eða
SIM-kort. Athuga skal að þegar skipt er um SIM-kort er SIM-kort sjálfkrafa
valið.
Sýna símaskrá: til að velja hvernig nöfnin og númerin skuli birt, annaðhvort
Nafnalisti (þrjú nöfn í einu) eða Nafn og númer (eitt nafn og númer í einu) eða Stórt letur (eitt nafn í einu).
Staða minnis: til að kanna hversu mörg nöfn og símanúmer eru þegar vistuð og hversu mörg til viðbótar er enn hægt að vista í hvorri símaskrá.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
25
5. Valmyndaraðgerðir
Hægt er að nota lykilaðgerðir valmyndanna á eftirfarandi hátt:
Með skruni
1. Stutt er á Valmynd í biðham.
2. Stutt er á eða til að skruna í viðkomandi aðalvalmynd og stutt á
Velja til að fara í hana. Stutt er á Hætta til að hætta í aðalvalmynd.
3. Ef undirvalmyndir eru í valmyndinni er skrunað í viðkomandi valmynd og stutt á Velja til að fara í hana. Stutt er á Til baka til að hætta í undirvalmynd.
Ef ekki á að vista breytingar á valmyndastillingum er stutt á eða stutt á
Til baka og haldið niðri.
Með flýtivísun
Valmyndir, undirvalmyndir og stillingakostir eru með númer. Númerin kallast flýtivísanir.
Í biðham er stutt á Valmynd og flýtinúmer valmyndarinnar fært inn í snatri, innan þriggja sekúndna. Þetta er endurtekið fyrir undirvalmyndir.
Eigi t.d. Biðþjónusta fyrir símtöl að vera virk er stutt á Valmynd, (fyrir
Stillingar), (fyrir Símtalsstillingar), fyrir Biðþjónusta fyrir símtöl),
(fyrir Gera virkt).
Athuga skal að flýtinúmerið fyrir Skilaboð er 01.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
26
Listi yfir valmyndaraðgerðir
1. Skilaboð
1. Búa til skilaboð
2. Innhólf
3. Send skjöl
4. Spjall
5. Myndsendingar
6. Nafnalistar
7. Skjalasnið
8. Broskarlar
9. Eyða skilaboðum
10.Skilaboðastillingar
11. Upplýsingaþjónusta
12. Númer talhólfs
13. Þjónustuskipanir
2. Símtalaskrá
1. Hringingum ekki svarað
2. Hringingum svarað
3. Hringt var í
4. Eyða nýlegum símtölum
5. Lengd símtals
1. Sést ef til vill ekki ef símafyrirtæki eða þjónustuveita hefur vistað númer talhólfsins á SIM­kortinu.
1
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
27
6. Kostnaður við símtöl
7. Stillingar fyrir kostnað við símtöl
8. Inneign
3. Snið
1. Almennt
2. Hljótt
3. Hljóðlátt
4. Hátt
5. Mínar stillingar
6. (tómur)
4. Stillingar
1. Tónastillingar
2. Símtalsstillingar
3. Símastillingar
4. Stillingar á tíma og dagsetningu
5. Stillingar fyrir takkavara
6. Stillingar f. aukabúnað
7. Öryggisstillingar
8. Velja upphafsstillingar
5. Vekjaraklukka
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
28
6. Áminningar
1. Bæta við nýrri
2. Skoða allar
3. Eyða
7. Leikir
8. Aukakostir
1. Reiknivél
2. Skeiðklukka
3. Niðurteljari
4. Myndritill
5. Hljóðvinnsla
9. SIM-þjónusta
1. Úrval, heiti og innihald fer eftir SIM-kortinu sem er notað.
1
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
29
Skilaboð (valmynd 01)
Skrifa skilaboð (valmynd 01-1)
Hægt er að skrifa og senda samsett textaboð (sérþjónusta). Reikningsfærsla fer eftir fjölda venjulegra skilaboða sem notuð eru í samsett skilaboð. Ef notaðir eru sérstafir (Unicode) getur þurft fleiri hluta fyrir skilaboðin en ella. Athuga skal að sjálfvirk ritun getur notað Unicode-stafi.
Ef senda á skilaboð verður númer skilaboðamiðstöðvarinnar að vera vistað í símanum. Sjá Skilaboðastillingar (valmynd 01-10) á bls. 34.
1. Skilaboðin eru færð inn. Fjöldi tiltækra stafabila og númer hlutans birtist efst í hægra horninu á skjánum.
2. Þegar boðunum er lokið er stutt á Valkostir, valið Senda, símanúmer viðtakanda fært inn og stutt á Í lagi.
Ef senda á skilaboðin til margra er valið Sendingarkost. og Senda á marga, skrunað að fyrsta viðtakandanum og stutt á Í lagi. Þetta er endurtekið fyrir hvern viðtakanda og stutt á Búið til að ljúka.
Ef send á skilaboð á fyrirfram skilgreindan nafnalista er valið Sendingarkost. og
Senda á lista. Um nafnalista er fjallað í Nafnalistar (valmynd 01-6) á bls. 33.
Aðrir valkostir eru: Nota skjalasnið, Setja inn brosk., Orðabók, Sendi snið (sjá
Skilaboðastillingar (valmynd 01-10) á bls. 34), Vista og Eyða.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
30
Til athugunar: Þegar skilaboð eru send um SMS-kerfið gætu orðin Skilaboð send
(Skilaboð send) birst á skjánum. Þetta er merki um að skilaboðin hafi verið send úr símanum í þjónustuversnúmerið sem stillt er í símanum. Þetta er ekki sönnun þess að skilaboðin hafi komist á áfangastað. Þjónustuveitur veita nánari upplýsingar um SMS-þjónustu.
Textaboð lesin (Innhólf: valmynd 01-2)
Þegar textaboð berast í biðham sést fjöldi boða og á skjánum.
1. Stutt er á Lesa til að skoða boðin strax. Ef skoða á boðin seinna er stutt á Hætta. Farið er í valmyndina Innhólf
(valmynd 01-2) þegar á að lesa skilaboðin.
2. Skruntakkarnir eru notaðir til að fletta gegnum skilaboðin.
3. Meðan boðin eru lesin er hægt að styðja á Valkostir og velja eftirfarandi: Eyða,
Svara, Spjalla, Breyta, Taka númer, Sem áminningu, Framsenda og Uppl. um skilab.
Upplýsingar um vistuð skilaboð skoðaðar (Úthólf: valmynd 01-3)
Í valmyndinni Send skjöl er hægt að skoða skilaboð sem hafa verið vistuð í valmyndinni Búa til skilaboð (valmynd 01-1). Stutt er á Valkostir til að fá eftirfarandi: Eyða, Breyta, Taka númer, Sem áminningu, Framsenda.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
31
Spjall (valmynd 01-4)
Hægt er að spjalla við fólk með þessari skilaboðaaðgerð sem er hraðvirkari. Spjall er hafið með því að styðja á Valmynd, velja Skilaboð og Spjalla eða velja Valkostir og Spjalla þegar verið er að lesa textaboð sem hafa borist.
1. Símanúmer viðmælandans er fært inn eða sótt í símaskrána og stutt á Í lagi.
2. Viðurnefni er fært inn og stutt á Til baka.
3. Skilaboðin eru rituð, stutt á Valkostir og valið Senda.
4. Svarið frá viðmælandanum kemur fyrir ofan boðin sem voru send. Ef svara á skilaboðunum er stutt á Í lagi og þrep þrjú er endurtekið.
Þegar skilaboð eru skrifuð er hægt að styðja á Valkostir og velja Spjallnafn til að breyta viðurnefninu.
Myndsendingar (valmynd 01-5)
Hægt er að taka við og senda boð sem eru með myndum (sérþjónusta). Til athugunar:
Bent skal á að hver myndboð eru gerð úr nokkrum textaboðum. Þess vegna kann að vera dýrara að senda ein myndboð en ein textaboð.
Þar sem myndskilaboð eru vistuð í símanum er ekki hægt að skoða þau ef SIM­kortið er notað í öðrum síma.
Til athugunar: Þessa aðgerð er eingöngu hægt að nota ef símafyrirtæki eða þjónustuveita styðja hana. Aðeins símar með möguleika á myndboðum geta tekið á móti og birt myndboð.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
32
Tekið á móti myndskilaboðum
Ef skoða á skilaboðin strax er stutt á Skoða. Hægt er að vista boðin í möppunni með því að styðja á Vista eða eyða þeim með því að styðja á Til baka og Hætta.
Valkostir fyrir myndboð
Myndboð eru valin og stutt á Skoða. Stutt er á Valkostir og valið Framsenda til að senda boðin án breytinga, Breyta mynd til að breyta myndinni, sbr. Myndritill
(valmynd 8-4) á bls. 48 eða valið er Breyta texta til að breyta texta áður en sent er
eða Skoða áður til að skoða boðin í heild.
Nafnalistar (valmynd 01-6)
Ef oft þarf að senda skilaboð til sama hóps viðtakenda er hægt að skilgreina nafnalista og nota við sendingu skilaboða. Hægt er að skilgreina allt að 6 nafnalista með 10 viðtakendum hvern. Síminn sendir textaboð til hvers viðtakanda fyrir sig.
Ef skoða á og breyta nafnalistum er stutt á Valmynd og valið Skilaboð og
Nafnalistar.
Ef sending mistekst í einhverju tilviki birtist yfirlit yfir fjölda villna, sendingar sem tókust og nöfn sem ekki fundust. Hægt er að velja hvern flokk með því að styðja á
Velja.
• Nöfn sem ekki hafa fundist eru nöfn í nafnalistanum sem hefur verið eytt úr símaskránni. Hægt er að fjarlægja þau úr listanum með því að styðja á Færa.
Endursenda til að senda skilaboðin aftur til þeirra sem ekki tókst að senda til.
Skoða til að skoða listann yfir sendingar sem mistókust.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
33
Skjalasnið (valmynd 01-7)
Hægt er að skoða eða breyta forstilltu skilaboðunum (skjalasniðum) sem er hægt að nota þegar skilaboð eru skrifuð.
Broskarlar (valmynd 01-8)
Hægt er að breyta og geyma broskarla eins og ":-)" og nota þá í skilaboðum.
Eyða skilaboðum (valmynd 01-9)
Stutt er á Valmynd, valið Skilaboð og Eyða skilaboðum. Ef eyða á öllum lesnu boðunum í möppu er skrunað að möppunni og stutt á Í lagi.
Síðan er stutt á Í lagi þegar Eyða öllum lesnum skilab. úr möppu? birtist. Ef eyða á öllum lesnum boðum úr öllum möppum er skrunað að Öllum lesnum og
stutt á Í lagi. Síðan er stutt á Í lagi þegar Eyða lesnum skilaboðum úr öllum
möppum? birtist.
Skilaboðastillingar (valmynd 01-10)
Tvenns konar skilaboðastillingar eru í símanum: stillingar sem eiga við hvern Stillingahóp og stillingar sem eiga við öll textaskilaboð.
Snið (valmynd 01-10-1)
Snið er safn stillinga sem þarf við sendingu texta og myndboða.
1. Fjöldi stillingahópa fer eftir því hve marga hópa SIM-kortið styður.
1
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
34
Hver Stillingahópur hefur eftirfarandi stillingar: Númer miðstöðvar, Skilaboð send
sem, Gildistími skilaboða og Endurskíra sendingarsnið. Ef senda á texta- og
myndboð þarf númer miðstöðvar. Þjónustuveita lætur þetta númer í té.
Almennt (valmynd 01-10-2)
1
Stillingar í þessari undirvalmynd eiga við um öll textaskilaboð sem send eru, án tillits til valins stillingahóps. Tiltækar stillingar eru: Tilkynningar um skil, Svar í
gegnum sömu miðstöð og Stuðningur við stafi.
Valið er Stuðningur við stafi til að skilgreina hvernig síminn eigi að fara með sérstafi í textaboðum.
2
Ef valkosturinn Óbreytt er valinn sendir síminn alla Unicode-stafina, svo sem Á, á, Ð, ð, Í, í, Ó, ó, Ú, ú, Ý, ý, Þ, þ og kýrilíska stafi, í textaboðum sem slíka, ef símafyrirtækið styður það.
Ef kosturinn Breytt er valinn reynir síminn að breyta Unicode-stöfunum í samsvarandi stafi sem ekki eru Unicode, t.d. ’á’ í ’a’, og breytir grískum lágstöfum í hástafi. Ef slíkir hliðstæðir stafir eru ekki til eru stafirnir sendir sem Unicode-stafir.
Upplýsingaþjónusta (valmynd 01-11)
Með þessari sérþjónustu er hægt að taka við skilaboðum um ýmis efni (svo sem ástand vega) frá þjónustuveitunni. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.
1. Flýtinúmerið fer eftir fjölda tiltækra stillingahópa. Hér er gert ráð fyrir að aðeins einn stillingahópur sé tiltækur.
2. Það fer eftir þjónustuveitunni hvort valmyndin er tiltæk eða ekki.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
35
Númer talhólfs (valmynd 01-12)
Hér er hægt að vista og breyta símanúmeri talhólfsins (sérþjónusta).
Þjónustuskipanir (valmynd 01-13)
Hægt er að senda þjónustuskipanir til þjónustuveitunnar. Viðeigandi stafir eru færðir inn. Stutt er á og honum haldið niðri til að skipta milli bókstafa og tölustafa. Stutt er á Senda til að senda skipunina.
Símtalaskrá (valmynd 2)
Móttekin símtöl, símtöl sem ekki er svarað og númer sem hringt er í eru skráð í símanum ásamt áætlaðri lengd símtala og kostnaði við þau. Einnig er hægt að skoða og breyta stillingum á fyrirframgreiddu SIM-korti (sérþjónusta).
Síminn skráir mótteknar hringingar og hringingar sem var ekki svarað svo fremi að kveikt sé á honum, hann sé innan þjónustusvæðis og símstöðin styðji þessar aðgerðir.
Nýleg símtöl
Þegar stutt er á Valkostir í valmyndinni Hringingum ekki svarað, Hringingum
svarað eða Hringt var í er hægt að skoða tíma hringingarinnar, skoða eða hringja í
símanúmerið, bæta því í símaskrána eða eyða því af listanum. Einnig er hægt að senda textaboð (Senda skilaboð).
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
36
Teljarar
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir hringingar og þjónustu kunna
að vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku.
Lengd símtals Sýnir lengd símtala í og úr símanum. Hægt er að endurstilla þessa símtalateljara með því að velja Núllstilla teljara (valmynd 2-5-5).
Kostnaður við símtöl Sýnir áætlaðan kostnað við síðasta símtal eða símtöl í skrefum sem tilgreind eru í aðgerðinni Sýna kostnað í (valmynd 2-7-2).
Stillingar fyrir kostnað við símtöl: Með Kostnaðarhámark er hægt að takmarka símtalakostnað við tiltekinn skrefafjölda eða peningaupphæð (sérþjónusta). Með Sýna kostnað í er hægt að velja einingarnar sem síminn á að sýna eftirstöðvar taltíma í (þjónustuveitan gefur upplýsingar um skrefaverð).
Inneign: Þegar fyrirframgreitt SIM-kort er notað er aðeins hægt að hringja þegar næg innistæða er á SIM-kortinu (sérþjónusta). Valkostir: Birtir inneign (sýna eða fela inneign í biðham), Inneign (upphæð inneignar), Kostnaður
síðustu notkunar,Innborgunarstaða (staða endurhleðslu).
Til athugunar: Þegar inneign á hleðslukorti eða öðru sambærilegu er búin gæti aðeins verið hægt að hringja í neyðarnúmerið sem síminn er stilltur á (t.d. 112 eða annað opinbert neyðarnúmer).
Snið (valmynd 3)
Hægt er að sérsníða símatónana svo hæfi mismunandi tilefnum og aðstæðum. Byrjað er á að laga stillingarnar, sniðin, að eigin óskum og síðan þarf að gera snið virkt til að geta notað þær.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
37
Snið virkjað og stillingum þess breytt
Í valmyndinni Snið er valið Gera virkt. Ef breyta á stillingum sniðsins sem var valið skal velja Eigið val. Valið er:
Hringitónn, Styrkur hringingar, Hringing, Hringing fyrir skilaboð, Takkatónar, Aðvörunarhljóð, Titringur, Taktf. bakljósa áminning, Skjávari eða Endurskíra (ekki
tiltækt undir Almennt). Viðkomandi valkostur er valinn og stutt á Í lagi. Einnig er hægt að breyta stillingum sniðsins sem hefur verið valið undir
Tónastillingar (valmynd 4-1), sjá bls. 38.
Ábending: Ef virkja á snið í biðham eða meðan á símtali stendur: Er stutt snöggt á skrunað að sniðinu og stutt á Í lagi.
Stillingar (valmynd 4)
Í þessari valmynd er hægt að breyta ýmsum stillingum símans. Einnig er hægt að breyta sumum stillingum í sjálfgildin með
Velja upphafsstillingar.
Tónastillingar (valmynd 4-1)
Hægt er að breyta stillingum sniðsins sem er valið: Hringitónn, Styrkur hringingar,
Hringing, Hringing fyrir skilaboð, Takkatónar, Aðvörunarhljóð, Titringur, Taktf. bakljósa áminning og Skjávari.
Hringing fyrir skilaboð: stillir tóninn sem heyrist þegar textaboð berast.
Ábending: Ef valið er Hringitónn er hægt að velja hringitón sem viðvörunartón skilaboða.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
38
Taktf. bakljósa áminning: lætur ljósin á símanum leiftra í takt við skilaboðatóninn eða hringitóninn þegar skilaboð berast eða hringt er.
Símtalsstillingar (valmynd 4-2)
Símtalsflutningur Til að beina símtölum í talhólfið eða annað símanúmer (sérþjónusta)..
Valinn er flutningskostur, t.d. Flytja þegar síminn er á tali ef flytja á símtöl þegar síminn er á tali eða þegar notandi ákveður að svara ekki hringingu.
Margir flutningskostir geta verið virkir samtímis. Þegar Flytja öll símtöl er virkt sést á skjánum í biðham.
Valkosturinn er hafður á (Gera virkt) eða (Fella úr gildi), hægt er að sjá hvort valkosturinn er á með því að velja Ath. stillingar eða tilgreina hlé á flutningi í
Stilla biðtíma (ekki tiltækt fyrir alla flutningskosti).
Sjálfvirkt endurval: Til að láta símann reyna allt að tíu sinnum að hringja aftur þegar ekki hefur náðst samband.
Hraðval: Þegar hraðval er á er hægt að hringja í nöfn og símanúmer sem tengd eru tökkunum til með því að styðja á og halda niðri viðkomandi takka.
Biðþjónusta fyrir símtöl: Þegar þessi sérþjónusta er virk lætur símafyrirtækið vita ef hringt er meðan notandinn er að tala í símann. Stutt er á til að svara símtalinu sem bíður. Fyrra símtalið er sett í bið. Stutt er á til að rjúfa símtalið sem stendur yfir.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
39
Birta upplýsingar um mig: Stilla símann þannig að númerið birtist () eða birtist ekki (Nei) á síma þess sem hringt er til (sérþjónusta). Ef valið er Skv.
áskrift er notuð sú stilling sem samið hefur verið um við þjónustuveituna.
Lína til að hringja: Með þessari sérþjónustu er hægt að velja línu 1 eða 2 til að hringja eða hindra val á línu, ef SIM-kortið styður það.
Hægt er að svara símtölum óháð vali á línu. Ekki er þó hægt að hringja á línu 2 án þess að vera áskrifandi að þessari þjónustu. Þegar lína 2 er valin sést "2" á skjánum í biðham.
Símastillingar (valmynd 4-3)
Tungumál: Tungumál er valið fyrir skjátexta símans. Upplýsingar um endurvarpa: Til að síminn gefi til kynna ef hann er notaður á
farsímakerfi sem byggist á MCN-tækni (Micro Cellular Network, sérþjónusta). Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Opnunarkveðja: Hægt er að færa inn skilaboð sem birtast andartak á skjánum
þegar kveikt er á símanum.
Val á neti: Til að stilla símann þannig að hann velji sjálfkrafa símanet sem er
tiltækt á svæðinu, eða að það sé valið handvirkt. Símanetið sem er valið verður að vera með reikisamning við heimanet notandans.
Staðfesta SIM- þjónustuaðg.: Til að láta símann sýna eða fela staðfestingarboð
þegar SIM-kortsþjónusta er notuð (sjá SIM-þjónusta (valmynd 9) á bls. 50).
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
40
Tíma- og dagsetningarstillingar (valmynd 4-4)
Klukka (valmynd 4-4-1)
Til að láta símann sýna tímann í biðham, stilla tímann og velja 12 eða 24 stunda klukku. Ef rafhlaðan er fjarlægð úr símanum gæti þurft að stilla klukkuna aftur.
Stilla dagsetningu (valmynd 4-4-2)
Til að stilla rétta dagsetningu. Ef rafhlaðan er fjarlægð úr símanum gæti þurft að stilla dagsetninguna aftur.
Tími og dagur uppf. sjálfir (valmynd 4-4-3)
Þessi sérþjónusta sér til þess að tími og dagsetning uppfærist sjálfkrafa samkvæmt tímabelti hverju sinni.
Stillingar fyrir takkavara (valmynd 4-5)
Hægt er að láta símann læsa tökkunum sjálfkrafa eftir tiltekinn biðtíma,
Sjálfvirkur takkavari eða hægt er að læsa þeim handvirkt með því að nota
öryggisnúmer símans, Lykilorð fyrir takkavara.
Sjálfvirki takkavarinn gerður virkur:
Þegar Sjálfvirkur takkavari sést er stutt á Velja og Virkur. Tíminn er færður inn í mínútum og sekúndum þegar Stilla biðtíma: birtist.
Til athugunar: Þegar kveikt er á takkaverði gæti eftir sem áður verið hægt að hringja í neyðarnúmerið sem síminn er stilltur á (t.d. 112 eða annað opinbert neyðarnúmer).
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
41
Lykilorð takkavara gert virkt:
Valið er Lykilorð fyrir takkavara, lykilorðið fært inn og valið Virk. Þegar lykilorðið hefur verið virkjað er beðið um það í hvert sinn sem reynt er að
opna takkana.
Stillingar fyrir aukabúnað (valmynd 4-6)
Valmyndin Stillingar fyrir aukabúnað er aðeins sýnd ef síminn er eða hefur verið tengdur við aukabúnað, svo sem heyrnartól eða hljóðmöskvann LPS-3.
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar og Stillingar f. aukabúnað. Valið er Höfuðtól,
Handfrjálst eða Heyrnartól.
• Valið er Sjálfvalið snið til að velja sniðið sem síminn notar þegar aukabúnaðurinn er tengdur.
• Valið er Sjálfvirkt svar til að stilla símann þannig að hringingu sé svarað sjálfkrafa eftir fimm sekúndur. Ef Hringing er stillt á Eitt bíp eða Slökkt verður sjálfvirk svörun ekki notuð.
• Valið er Ljós til að setja ljósin varanlega á og síðan Kveikja. Valið er Sjálfvirkt til að láta ljósin loga í 15 sekúndur eftir að stutt hefur verið á takka. Valkosturinn
Ljós býðst aðeins þegar Handfrjálst hefur verið valið.
Öryggisstillingar (valmynd 4-7)
Til athugunar: Þegar öryggiseiginleikar sem takmarka hringingar eru í notkun
(hringilokun, lokaður notendahópur og fastir valkostir við númeraval), gæti eftir sem áður verið hægt að hringja í tiltekin neyðarnúmer í sumum símkerfum (t.d. 112 eða annað opinbert neyðarnúmer).
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
42
Krefjast PIN-númers: Stilla má símann þannig að hann krefjist PIN-númers SIM-kortsins þegar kveikt er á símanum. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að slökkva á þessum eiginleika.
Útilokunarþjónusta: Með þessari sérþjónustu er hægt að takmarka hringingar úr símanum og í hann. Einn útilokunarkosturinn er valinn og stilltur þannig að hann sé á (Gera virkt) eða af (Fella úr gildi) eða kannað er hvernig hann er stilltur (Athuga stöðu).
Fast númeraval: Hægt er að takmarka símtöl úr símanum við tiltekin númer (sérþjónusta).
Lokaður notendahópur: Með þessari sérþjónustu er hægt að tilgreina hóp fólks sem notandinn getur hringt til og getur hringt í til notandans.
Öryggisstig: Til að láta símann biðja um öryggisnúmer þegar nýtt SIM-kort er sett í símann, Sími, eða þegar valin er símaskráin í símanum, Minni.
Athuga skal að þegar öryggisstiginu er breytt eru hreinsaðir allir listar yfir nýjustu hringingar, þær sem ekki var svarað og númer sem hringt hefur verið í.
Breyta aðgangslyklum: Hægt er að breyta öryggisnúmerinu, PIN- og PIN2­númerinu eða lykilorðinu vegna útilokunar. Þessi númer geta aðeins innihaldið tölur á bilinu 0-9.
Athugið að nota helst ekki aðgangsnúmer sem líkist neyðarnúmeri, t.d. 112, til að komast hjá því að neyðarnúmer sé valið fyrir slysni.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
43
Velja upphafsstillingar (valmynd 4-8)
Til að setja sumar valmyndarstillingar á upphafleg gildi. Stutt er á Valmynd og valið Stillingar og Velja upphafsstillingar. Öryggisnúmerið er fært inn og stutt á Í
lagi. Nöfnum og símanúmerum í símaskránni er ekki eytt.
Vekjaraklukka (valmynd 5)
Hægt er að stilla vekjaraklukkuna þannig að hún hringi á tilsettum tíma einu sinni eða endurtekið, t.d. alla virka daga.
Þegar klukkan hringir er hægt að stöðva hana með því að styðja á Hætta. Ef stutt er á Blund hættir hringingin og byrjar aftur eftir fimm mínútur. Ef hringingin varir eina mínútu stöðvast hún og byrjar aftur eftir um fimm mínútur.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og hringingartíminn rennur upp á meðan slökkt er á símanum kveikir síminn á sér og hringir. Ef stutt er á Hætta er spurt hvort kveikja skuli á símanum. Stutt er á Nei (Nei) til að slökkva á símanum eða Já (Já) til að kveikja á honum.
Til athugunar: Ekki má styðja á (Já) þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Áminningar (valmynd 6)
Með þessari aðgerð er hægt að vista stutta texta með hringingu. Hringingin hefst þegar viðkomandi dagsetning og tími rennur upp.
Til athugunar: Þessa aðgerð er aðeins hægt að nota ef kveikt er á símanum. Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
44
Velja má eftirfarandi valkosti: Bæta við nýrri, Skoða allar, Breyta, Í dagbók og Eyða til að bæta við nýjum áminningum, skoða þær eða eyða þeim einni í einu eða öllum.
Þegar tími áminningarinnar rennur upp er hægt að stöðva hringinguna með því að styðja á Í lagi. Ef stutt er á Blund byrjar síminn aftur eftir um tíu mínútur.
Leikir (valmynd 7)
Í símanum eru nokkrir leikir. Hverjum leik fylgir stuttur hjálpartexti.
Til athugunar: Þessa aðgerð er aðeins hægt að nota ef kveikt er á símanum. Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Algengum leikjastillingum breytt
Valið er Stillingar . Hægt er að stilla hljóð, ljós og titring (Titringur) fyrir leikinn. Athuga skal að þegar Aðvörunarhljóð (valmynd 4-1-6) er óvirkt og þegar Hljóð er á og Titringur (valmynd 4-1-7) er óvirkur titrar síminn ekki þótt Titringur sé virkur fyrir leiki.
Aukakostir (valmynd 8)
Til athugunar: Þessa aðgerð er aðeins hægt að nota ef
kveikt er á símanum. Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
45
Reiknivél (valmynd 8-1)
Í símanum er reiknivél sem einnig má nota til grófra gjaldmiðilsumreikninga.
Nákvæmni reiknivélarinnar er takmörkuð og villur vegna sléttunar gætu orðið, einkum í deilingu með margra stafa tölum.
Aðgangur að þessari valmynd: Stutt er áValmynd í biðham og valið Aukakostir og
Reiknivél.
Útreikningur
• Takkarnir til setja inn tölustaf. setur inn tugabrotskommu. Stutt er á Hreinsa til að eyða síðasta tölustafnum. Formerkinu er breytt með því að velja Valkostir og Breyta merki.
• Stutt er á einu sinni fyrir "+", tvisvar fyrir "-", þrisvar fyrir "*" og fjórum sinnum fyrir "/".
• Niðurstaða fæst með því að styðja á Valkostir og velja Jafnt og. Stutt er á
Hreinsa og haldið niðri til að hreinsa skjáinn fyrir nýjan útreikning.
Gjaldmiðilsumreikningur
Gengið vistað: Stutt er á Valkostir, valið Gengi, valið Erlendur gjaldmiðill í eigin
mynt eða Eigin gjaldmiðill í erlendri mynt, gildið er fært inn (stutt á til að fá
kommu) og stutt á Í lagi. Umreikningurinn: Upphæðin sem á að umreikna er færð inn, stutt á Valkostir og
valið Í innlendum eða Í erlendum.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
46
Skeiðklukka (valmynd 8-2)
Aðgangur að þessari valmynd: Stutt er áValmynd í biðham og valið Aukakostir og
Skeiðklukka.
Mæling hringtíma og millitíma
Valið er Millitímar eða Hringtímar og stutt á Byrja. Stutt er á Millitími til að taka millitíma, Hringur til að taka hringtíma eða Hætta til að hætta tímatöku. Hægt er að fletta gegnum skráðu tímana sem sjást fyrir ofan heildartímann.
Þegar tímatöku er lokið er hægt að styðja áValkostir til að Byrja (aðeins millitímar), Vista, eða Núllstilla. Ef valið er Byrja heldur tímataka áfram þar sem frá var horfið. Ef valið er Núllstilla eru tímarnir núllstilltir.
Tímataka látin halda áfram í bakgrunni
Meðan tímataka er í gangi er stutt á . Á meðan skeiðklukkan er í gangi birtist
í biðham. Ef fylgjast á með tímatökunni er farið í valmyndina Skeiðklukka og
valið Halda áfram. Keyrsla skeiðklukkunnar gengur á rafhlöðuna. Því ætti ekki að láta hana ganga að
ástæðulausu í bakgrunni.
Niðurteljari (valmynd 8-3)
Hægt er að láta símann hringja eftir tiltekinn mældan tíma. Stutt er á Valmynd, valið Aukakostir og Niðurteljari. Tíminn er valinn og stutt á
Byrja. Einnig er hægt að breyta tímanum og stöðva teljarann.
Á meðan tímaniðurtalning stendur yfir birtist í biðham.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
47
Þegar tíminn sem stillt var á rennur upp heyrist viðvörunarhljóð úr símanum og á skjánum blikkar tiltekinn texti. Stutt er á hvaða hnapp sem er til að slökkva á hljóðinu.
Myndritill (valmynd 8-4)
Hægt er að búa til nýjar myndir eða breyta myndum sem fyrir eru og vista í símanum.
Í biðham er stutt á Valmynd, valið Aukakostir og Myndritill. Valið er Búa til nýja til að teikna nýja eða Breyta núv. til að breyta mynd sem fyrir er. Einnig er hægt að breyta myndum í valmyndinni Myndsendingar með því að velja Breyta mynd af valkostalistanum.
Myndsnið er valið: Myndskilaboð eða Klippimyndir. Myndin er teiknuð.
Mynd teiknuð
Penni: Hægt er að teikna með penna sem hreyfist með bendlinum. Penninn stýrir
því hvort teiknað er (Penni virkur, ) eða ekki (Penni óvirkur, ). Valið er
Penni virkur til að teikna línu eða Penni óvirkur til að hætta að teikna. Í Penni óvirkur er hægt að færa bendilinn í myndinni.
Fljótlegt er að víxla á milli óvirks og virks penna með því að styðja á eða
.
Bendill: Hægt er að færa bendilinn með eftirtöldum tölutökkum:
og færa bendilinn upp og niður, og til vinstri og hægri.
Takkarnir , , og samsvara hornáttunum.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
48
Miðja bendilsins sýnir lit punktsins fyrir neðan. Ef stutt er á breytist litur punktsins úr hvítu í svart eða öfugt.
Teiknivalkostir
Stutt er á Valkostir meðan teiknað er til að skoða eftirfarandi valkosti aðra: Litur,
Setja inn, Fylla, Hreinsa allar, Snúa litum við, Vista í, vista, Hætta og Afturkalla.
Valið er
Litur: til að breyta lit línunnar sem er verið að teikna. Valkostirnir eru Svartur,
Hvítur eða Doppóttur. Fljótlegt er að breyta lit með .
Setja inn: til að setja línu, ferhyrning, hring, texta eða klippimynd í myndina. Viðkomandi valkostur er valinn og stutt á Setja inn. Talnatakkarnir eru notaðir til að teikna línu, ferhyrning eða hring.
Fylla: til að fylla umlukta svæðið með litnum sem hefur verið valinn. Farið er með bendilinn í svæðið og stutt á Fylla.
Snúa litum við: til að gera svarta díla í myndinni hvíta og öfugt.
Hljóðvinnsla (valmynd 8-5)
Hægt er að búa til eigin hringitóna. Valinn er tónn sem á að breyta og nóturnar færðar inn. T.d. er stutt á fyrir nótuna f.
styttir (-) og lengir (+) tíma nótunnar eða
hvíldarinnar. setur inn hvíld. setur áttundina. skerpir nótuna (ekki tiltækt fyrir nóturnar e og b). og
færa bendilinn til vinstri eða hægri. Stutt er á Hreinsa til að eyða nótu eða
hvíld vinstra megin við bendilinn.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
49
SIM-þjónusta (valmynd 9)
Þessi valmynd birtist aðeins ef SIM-kortið býður viðbótarþjónustu. Heiti og efni valmyndarinnar fara eftir tiltækri þjónustu.
Til athugunar: Upplýsingar um notkun, verð og framboð á SIM-þjónustu fást hjá söluaðila SIM-kortsins, til dæmis símafyrirtæki, þjónustuveitu eða öðrum söluaðilum.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
50
6. Um rafhlöður
Hleðsla og afhleðsla
Síminn gengur fyrir rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða. Hafa ber hugfast að rafhlaða nær ekki fullum afköstum fyrr en hún hefur verið hlaðin og
afhlaðin tvisvar til þrisvar sinnum! Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún
gengur úr sér. Þegar vinnslutími (taltími og biðtími) er orðinn áberandi stuttur er tímabært að kaupa nýja rafhlöðu.
Aðeins má nota rafhlöður sem samþykktar eru af framleiðanda símans og aðeins má endurhlaða rafhlöðu með hleðslutækjum sem framleiðandinn hefur samþykkt. Taka skal hleðslutækið úr sambandi þegar það er ekki í notkun. Óráðlegt er að rafhlaða sé tengd hleðslutæki lengur en vikutíma þar sem ofhleðsla getur stytt endingartíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða afhleðst sjálfkrafa með tímanum ef hún er ekki í notkun.
Sveiflur í hitastigi geta haft áhrif á hleðslugetu rafhlöðunnar. Aðeins má nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð. Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki eða rafhlöðu. Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni
þegar málmhlutur (mynt, bréfaklemma eða penni) veldur beinni tengingu milli + og ­skautanna á rafhlöðunni (málmrandanna á rafhlöðunni), til dæmis þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
51
Ef rafhlaðan er skilin eftir í miklum hitum eða kuldum, til dæmis í lokuðum bíl að sumar- eða vetrarlagi, dregur það úr afkastagetu hennar og endingu. Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf höfð í hita á bilinu frá 15 °C til 25 °C. Sími með of heitri eða of kaldri rafhlöðu getur orðið óvirkur um tíma, þó svo að rafhlaðan sé fullhlaðin. Einkum hefur mikið frost áhrif á rafhlöður.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld! Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundnar reglugerðir (t.d. endurvinnslu). Ekki má
fleygja þeim með heimilisúrgangi.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
52
UMHIRÐA OG VIÐHALD
Í símanum fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega með. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að uppfylla skilmála ábyrgðarinnar og geta stuðlað að betri endingu.
• Geyma skal símann og alla fylgihluti hans þar sem börn ná ekki til.
• Halda skal símanum þurrum. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar.
• Ekki má nota símann á rykugum og óhreinum stöðum né geyma hann þar. Færanlegu hlutirnir í honum geta skemmst.
• Ekki má geyma símann á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu rafeindatækja, skemmt rafhlöður og undið eða brætt sum plastefni.
• Ekki má geyma símann í miklum kulda. Þegar síminn hitnar (upp að eðlilegu hitastigi) getur raki myndast innan í símanum og hann getur skemmt rafrásaspjöld.
• Ekki skal reyna að opna símann. Meðhöndlun viðvaninga gæti skemmt símann.
• Símanum má ekki henda, ekki má banka í hann eða hrista hann. Óvarleg meðferð skemmt innri rafrásarspjöld.
• Ekki má nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að þrífa símann.
• Ekki má mála símann. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
• Aðeins má nota loftnetið sem fylgir með símanum eða samþykkt varaloftnet. Ósamþykkt loftnet, breytingar á því eða viðbætur, gætu skemmt símann og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
53
Allar ofangreindar ábendingar eiga jafnt við símann, rafhlöðuna, hleðslutækið eða annan fylgibúnað. Ef einhver þessara hluta vinnur ekki rétt skal leita til næsta viðurkennda þjónustuaðila og starfsfólk þar aðstoðar notandann og sér um viðgerð ef þörf krefur.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
54
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Umferðaröryggi
Ekki má nota handsíma við akstur ökutækis. Alltaf skal festa símann í þar til gert hald, ekki má leggja símann í farþegasæti eða þar sem hann getur kastast til við árekstur eða skyndilega stöðvun.
Hafa ber í huga að umferðaröryggi gengur fyrir!
Vinnuumhverfi
Hafa ber í huga að farið sé að öllum sérstökum reglugerðum sem gilda á hverju svæði og að slökkva alltaf á símanum þar sem notkun hans er bönnuð, eða þar sem hann kann að valda truflun eða hættu.
Síminn notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Hlutar símans eru segulmagnaðir. Ekki má láta málmefni dragast að símanum og fólk með
heyrnartæki ætti ekki að halda símanum upp að eyranu með heyrnartækinu. Alltaf skal festa símann í haldinu því málmefni gætu dregist að heyrnartólinu. Ekki má geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt símanum því upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.
Rafeindatæki
Flest nýleg rafeindatæki eru varin fyrir útvarpsmerkjum (RF). Þó kunna sum rafeindatæki að vera óvarin fyrir útvarpsmerkjum frá þráðlausa símanum.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
55
Gangráðar
Framleiðendur gangráða mæla með því að 20 sm (6 tommu) lágmarksbil sé haft á milli þráðlauss handsíma og gangráðs til þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun í gangráðinum. Þessi tilmæli eru í samræmi við sjálfstæða rannsókn og tilmæli frá Wireless Technology Research. Notendur gangráða:
• skyldu alltaf halda símanum í meira en 20 sm (6 tommu) fjarlægð frá gangráðinum þegar kveikt er á símanum;
• skyldu ekki ganga með símann í brjóstvasa;
• skyldu nota eyrað sem er fjær gangráðinum til að draga úr líkum á truflunum.
• Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á símanum tafarlaust.
Heyrnartæki
Tilteknir stafrænir þráðlausir símar geta truflað tiltekin heyrnartæki. Komi til slíkrar truflunar er ráðlegt að leita til þjónustuveitunnar.
Önnur lækningatæki
Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra síma, kann að trufla virkni lækningatækja sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til þess að komast að því hvort það sé nægilega vel varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari upplýsinga. Slökkva skal á símanum í námunda við heilsugæslustöðvar ef auglýstar reglugerðir þess efnis kveða á um að það sé gert. Sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar kunna að nota búnað sem getur verið næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.
Ökutæki
Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki nægilega varin (t.d. getur verið um að ræða rafeindastýrða eldsneytisgjöf,
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
56
rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn) rafeindastýrð hraðakerfi, loftpúðakerfi). Hafa skal samráð við framleiðanda eða umboðsmann hans varðandi ökutækið. Einnig er rétt að leita upplýsinga hjá framleiðanda um hugsanlegan aukabúnað með ökutækinu.
Skilti
Slökkva skal á símanum ef skilti segja til um það.
Sprengifimt andrúmsloft
Slökkva skal á símanum á svæðum þar sem hætta er á sprengingum og fara að öllum tilmælum sem sjást á skiltum og leiðbeiningum. Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll.
Notendum er ráðlagt að slökkva á símanum við eldsneytisdælur (á bensínstöðvum). Notendur eru minntir á að virða takmarkanir á notkun útvarpsbúnaðar í eldsneytisgeymslum (svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram), efnaverksmiðjum og þar sem verið er að sprengja.
Svæði þar sem sprengihætta er mikil eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Sem dæmi má nefna svæði undir þilfari á bátum; svæði þar sem sterk efni eru geymd eða búin til flutnings; ökutæki sem nýta fljótandi svartolíugas (própan eða bútan); svæði þar sem í lofti eru efni eða agnir, til dæmis korn, ryk eða málmduft; og öll þau svæði þar sem yfirleitt er mælst til þess að menn slökkvi á bílvélinni.
Ökutæki
Aðeins á að fela fagmönnum að gera við síma eða setja upp síma í ökutæki. Gölluð uppsetning eða viðgerð kann að valda hættu og ógilda hvers kyns ábyrgð sem kann að vera á tækinu.
Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus símabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
57
Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir eða sprengifim efni í sama rými og símann, hluta úr honum eða fylgihluti með honum.
Ef ökutæki er búið loftpúða skal hafa hugfast að loftpúðinn blæs út af miklum krafti. Ekki má setja hluti, þar með talinn uppsettan eða færanlegan þráðlausan búnað, á svæðið yfir loftpúðanum eða á útþenslusvið loftpúðans. Ef þráðlaus búnaður í bíl er illa settur upp og loftpúðinn þenst út getur slíkt orsakað alvarleg meiðsl.
Notkun símans meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva skal á símanum áður en gengið er um borð í flugvél. Notkun þráðlausra síma í flugvél kann að skapa hættu við stjórn flugvélarinnar, rjúfa þráðlaust símasamband og vera brot á lögum.
Ef ekki er farið að þessum leiðbeiningum kann það að leiða til þess að viðkomandi verði synjað um þjónustu eða henni hætt, hann verði sóttur til saka eða hvort tveggja verði gert.
Neyðarhringingar
Mikilvægt:
Líkt og aðrir þráðlausir símar nýtir þessi sími útvarpsmerki, þráðlaus kerfi og kapalkerfi, auk notendaforritaðra aðgerða. Því er ekki hægt að tryggja tengingu við hvaða skilyrði sem er. Því skyldi notandi aldrei treysta eingöngu á þráðlausan síma ef um er að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti (t.d. í bráðatilvikum).
Neyðarhringingar eru ef til vill ekki mögulegar í öllum þráðlausum símkerfum eða þegar tiltekin símkerfisþjónusta og/eða eiginleikar símans eru í notkun. Hafa skal samráð við þjónustuveitu á staðnum.
Neyðarhringing:
1. Ef slökkt er á símanum skal kveikja á honum. Athuga skal hvort nægilegur sendistyrkur sé fyrir hendi.
Í tilteknum símkerfum kann að vera farið fram á að gilt SIM-kort sé rétt sett í símann.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
58
2. Stutt er á eins oft og þörf krefur (t.d. til að slíta símtali eða hætta í valmynd o.s.frv.) til að hreinsa skjáinn og undirbúa símann fyrir hringingu.
3. Valið er það neyðarnúmer sem gildir á viðkomandi stað (t.d. 112 eða annað opinbert neyðarnúmer). Neyðarnúmer eru breytileg eftir stöðum.
4. Stutt er á takkann .
Ef ákveðnir eiginleikar eru í notkun þarf ef til vill að gera þá óvirka áður en neyðarhringing er möguleg. Fletta skal upp í þessari handbók og hafa samráð við þjónustuveitu á staðnum.
Við neyðarhringingu ber að hafa hugfast að gefa þarf upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og kostur er. Hafa ber í huga að þráðlausi síminn er ef til vill eina fjarskiptatækið á vettvangi slyss – ekki má leggja á fyrr en að fengnu leyfi viðmælandans.
Upplýsingar um vottun (SAR)
ÞESSI SÍMATEGUND ER FRAMLEIDDUR Í SAMRÆMI VIÐ KRÖFUR STJÓRNVALDA UM ÁHRIF AF ÚTVARPSBYLGJUM.
Farsíminn er útvarpssendir og móttökutæki. Hann er hannaður og framleiddur með tilliti til leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum (RF) sem alþjóðanefnd um fjarskipti (ICNIRP) mælir með. Þessar takmarkanir eru hluti ítarlegra leiðbeininga og eru viðmiðunarreglur um leyfileg mörk útvarpsmerkja sem almenningur geti komist í snertingu við. Þessar leiðbeiningar voru settar af sjálfstæðum vísindastofnunum með reglubundnu og ítarlegu mati á viðeigandi vísindarannsóknum. Í stöðlunum eru öryggisfrávik talsverð til að tryggja öryggi allra, burtséð frá aldri eða heilsufari.
Í staðli um útvarpsbylgjur úr þráðlausum farsímum er notuð mælieiningin SAR (Specific Absorption Rate). Efri mörk SAR samkvæmt alþjóðlegu leiðbeiningunum eru 2,0 W/kg*. Mælingar á SAR eru gerðar í hefðbundnum stöðum þegar síminn sendir af mesta leyfða styrk á öllum mældum tíðnisviðum. Þó að magn SAR sé mælt á hæsta sendistyrk er SAR-styrkur símans í notkun oft mun lægri en hámarks sendistyrkur. Það er vegna þess að síminn er hannaður til að vinna á mörgum styrkstigum en notar hverju sinni aðeins þann styrk sem
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
59
þarf til að ná sambandi við símkerfið. Almennt gildir að því nær sem notandinn er grunnstöð, þeim mun minni styrk notar síminn.
Hæsta SAR-gildi fyrir þessa símategund þegar hún var mæld við notkun við eyrað eru 0,55 W/kg. Þó að SAR-mælingar geti verið breytilegar eftir símtegundum og stöðum eru þær allar í samræmi við viðeigandi alþjóðlegar leiðbeiningar um snertingu við útvarpsmerki.
*Efri mörk SAR fyrir almenna notkun farsíma eru 2,0 wött/kílógramm (W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvefjum. Í leiðbeiningunum eru talsverð öryggisfrávik til að auka vernd almennings og taka tillit til frávika í mælingum. SAR-gildi kunna að vera breytileg milli landa sökum mismunandi upplýsingaskyldu og tíðnisviði. Upplýsingar um SAR í öðrum löndum má finna í upplýsingum um vörur á www.nokia.com.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
60
TAKMÖRKUÐ ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA
Gildir fyrir neytendur í ákveðnum hluta Evrópu & Afríku
Þessi takmarkaða ábyrgð gildir fyrir kaupanda að vörum frá Nokia Mobile Phones í ákveðnum hluta Evrópu & Afríku, nema að önnur ábyrgð hafi verið veitt kaupanda af seljanda vörunnar eða af einhverjum fyrri eiganda. Nokia Corporation, Nokia Mobile Phones (Nokia) ábyrgist, með þeirri takmörkun sem greint er frá að neðan, að þessi NOKIA-vara (Varan) er gallalaus varðandi efni, hönnun og framleiðslu þegar hún er afhent neytanda.
1. Þessi takmarkaða ábyrgð gildir aðeins fyrir lokaneytanda vörunnar (Neytandi). Þessi takmarkaða ábyrgð takmarkar ekki i) þann rétt sem Neytandi kann að hafa samkvæmt ófrávíkjanlegum lögum eða ii) þann rétt sem Neytandi kann að hafa gagnvart seljanda Vörunnar.
2. Ábyrgðartíminn er tólf (12) mánuðir frá því að Varan var fyrst afhent Neytanda. Ef Neytandi selur Vöruna áfram, getur nýi neytandinn aðeins nýtt sér þessa takmörkuðu ábyrgð þann tíma sem eftir er af ábyrgðartíma Neytanda. Þessi takmarkaða ábyrgð gildir aðeins þegar Varan hefur verið keypt í landi sem er aðili að Evrópubandalaginu eða í Bosníu, Búlgaríu, Eistlandi, Íslandi, Ísrael, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Makedoníu, Möltu, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Sviss, Tékklandi, Tyrklandi eða í Ungverjalandi.
3. Á meðan á ábyrgðartíma stendur sér Nokia um, samkvæmt eigin vali, að annaðhvort gera við galla í efni, hönnun eða framleiðslu Vörunnar eða afhenda aðra vöru. Nokia sér um að, með viðgerð eða annarri vöru, afhenda Neytanda Vöru sem er gallalaus. Allir hlutir í Vörunni sem Nokia hefur skipt verða eign Nokia.
4. Ábyrgðartíminn hvorki lengist né endurnýjast fyrir Vöru sem búið er að gera við eða skipta.
5. Þessi takmarkaða ábyrgð gildir ekki vegna galla í máluðum hulstrum eða öðrum breytingum á Vörunni sem gerðar hafa verið að frumkvæði Neytanda. Ef nauðsynlegt er að opna eða loka s.k. SIM-lock símstöðvar, hefur Nokia rétt að krefjast þess að Neytandi snúi sér fyrst til símstöðvarinnar til þess að opna eða loka SIM-lock símstöðvarinnar áður en Nokia gerir við Vöruna eða afhendir aðra Vöru.
6. Þessi takmarkaða ábyrgð gildir ekki vegna slits af völdum eðlilegrar notkunar. Þessi takmarkaða ábyrgð gildir ekki heldur ef
(i) gallinn stafar af því að Varan hefur verið notuð án þess að fylgja leiðarvísi (owner’s / user manual), verið meðhöndluð ógætilega, lent í raka eða vökva eða miklum hita eða kulda eða öðrum kröftugum umhverfisáhrifum eða lent í skyndilegum breytingum á hitastigi eða öðrum umhverfisáhrifum, ryði, oxideringu, ei viðurkenndum breytingum eða tengingum, ei viðurkenndri opnun eða viðgerð, viðgerð með ei viðurkenndum varahlutum, hirðuleysi,
9360660/02
rangri tengingu, slysi, náttúruöflum, mat- eða vökvarestum, áhrifum frá efnasamböndum eða öðrum atburðum sem ekki eru á valdi Nokia (að meðtöldum, án takmarkana, galla í hlutum með takmarkaða lífstíð, svo sem rafhlöðum eða brotið eða skemmt loftnet), nema ef gallinn hefur orsakast beint af galla í efni, hönnun eða framleiðslu; (ii) Neytandi hefur ekki látið Nokia, eða viðurkennt þjónustuverkstæði Nokia, vita af gallanum innan þrjátíu (30) daga frá því að gallinn uppgötvaðist á meðan á ábyrgðartímanum stóð; (iii) Varan hefur ekki verið send Nokia, eða viðurkenndu þjónustuverkstæði Nokia, innan þrjátíu (30) daga frá því að gallinn uppgötvaðist á meðan á ábyrgðartímanum stóð; (iv) búið er að fjarlægja, breyta eða gera ólæsilegt seríunúmer, accessory date kóda eða IMEI-númer Vörunnar; (v) gallinn var afleiðing af galla í farsímanetinu; (vi) gallinn var afleiðing af því að Varan hefur verið notuð með eða tengd við fylgihlut/útbúnað, sem Nokia hefur ekki framleitt eða boðið fram eða ef Varan hefur verið notuð á annan hátt en ætlast er til; (vii) gallinn var afleiðing af skammhlaupi í rafhlöðu eða að samskeytin í rafhlöðuhólfi eða rafhlaðan sjálf er gölluð eða sýna fram á merki um ytra tjón eða að rafhlaðan hefur verið notuð í öðrum útbúnaði en ætlast er til eða hefur annars verið notuð í öðrum tilgangi en ætlast er til; eða (viii) þörf er á uppfærslu á hugbúnaði Vörunnar vegna breytinga í farsímanetinu.
7. Til þess að geta gert kröfur samkvæmt þessari takmörkuðu ábyrgð þarf Neytandi annað hvort að i) sýna læsilegt og óbreytt frumrit af ábyrgðarskírteini, með upplýsingum um nafn og heimilisfang seljanda Vörunnar, dag- og staðsetningu kaupmála, vörugerð og IMEI-númer eða annað seríunúmer, hjá seljanda Vörunnar eða ii) sýna læsilegt og óbreytt frumrit af innkaupskvittun, með sömu upplýsingum og voru nefndar varðandi ábyrgðarskírteini, hjá seljanda Vörunnar.
8. Þessi takmarkaða ábyrgð skýrir til hlítar frá réttindum Neytanda gagnvart Nokia og skýrir líka til hlítar frá skyldum Nokia gagnvart Neytanda vegna galla í Vörunni. Þessi takmarkaða ábyrgð kemur í staðinn fyrir alla aðra ábyrgð, sem kann að hafa verið veitt, hvort sem slík ábyrgð byggist á munnlegum eða skriflegum upplýsingum, frávíkjanlegum lögum, samningi, skaðabótareglum eða öðrum réttarreglum. Nokia ábyrgist ekki undir neinum kringumstæðum fylgiskaða eða óbeint tjón. Nokia ábyrgist ekki heldur undir neinum kringumstæðum beint tjón, kostnað eða útgjöld ef Neytandi er lögaðili.
9. Ekki má vitna til breytinga eða viðbóta við þessa takmörkuðu ábyrgð, ef Nokia hefur ekki fyrirfram samþykkt breytinguna eða viðbótina skriflega.
WARRANTY CARD
FYLLIST Í MEÐ STÓRUM STÖFUM
Nafn Neytanda: Heimilisfang:
Land: Símanúmer:
Dagsetning kaupmála (dag/mán/ár): Vörugerð (miði undir rafhlöðu): Vörumódel (miði undir rafhlöðu): Seríunúmer (miði undir rafhlöðu):
//
//
Staðsetning kaupmála: Sölustaður: Heimilisfang sölustaðar:
/
Stamp
Loading...