LEYFISYFIRLÝSING
Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION, yfir því að RM-189 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur, sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC.
Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
0434
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að
líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki. Hendið þessum vörum
ekki með heimilisúrgangi.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu
samþykki Nokia.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2006. Tegic Communications, Inc.
All rights reserved.
Nokia og Nokia Connecting People eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd
eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er
í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði,
tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin,
á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan henti
tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það tilbaka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Þjónusta Nokia á netinu....................................................................................................................................................................... 8
1. Síminn tekinn í notkun.................................................................................................................... 9
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir..................................................................................................................................................... 9
Kveikt og slökkt á símanum.............................................................................................................................................................. 10
Takkar og hlutir.................................................................................................................................................................................... 11
Flýtivísar í biðham............................................................................................................................................................................... 12
Hringt og svarað.................................................................................................................................................................................. 13
Skilaboð í talhólf ................................................................................................................................................................................. 13
5. Upplýsingar um rafhlöðu............................................................................................................... 26
Hleðsla og afhleðsla ........................................................................................................................................................................... 26
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia .............................................................................................................. 27
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla
notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum
eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur.
Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu
við loftnetið.
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Símtækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi.
Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja skal á hætta-takkann eins oft og þarf til að hreinsa
skjáinn og fara aftur í upphafsskjáinn. Neyðarnúmerið er valið og svo er stutt á hringitakkann. Gefa skal upp
staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til notkunar í EGSM 900 og GSM 1800 símkerfunum.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjarans, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal
kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru
háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf
getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft
að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa
áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er
birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela
í sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Öryggisnúmerinu, sem fylgir með símanum, er ætlað að hindra að síminn sé notaður í leyfisleysi. Forstillta
númerið er 12345.
PIN-númerinu, sem fylgir með símanum, er ætlað að hindra að kort símans sé notað í leyfisleysi. PIN2-númerið,
sem fylgir sumum símum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú slærð inn rangt PIN- eða
PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða PUK2-númerið. Ef þau fylgja ekki SIM-kortinu
skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
Veldu Valm. > Stillingar > Öryggisstillingar til að velja hvernig síminn notar aðgangsnúmerin
og öryggisstillingarnar.
■ Samnýtt minni
Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: Skilaboð og Tónsmiður. Notkun einnar eða fleiri
þessara aðgerða getur minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Til dæmis getur vistun
margra textaskilaboða notað allt tiltækt minni. Tækið getur birt boð um að minnið sé fullt þegar reynt er að
nota aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða einhverjum upplýsingum eða færslum sem eru geymdar
í aðgerðunum sem samnýta minni áður en haldið er áfram. Sumar aðgerðir, svo sem Tengiliðir, geta fengið
tiltekið magn af minni úthlutað í viðbót við minni sem er samnýtt með öðrum aðgerðum.
■ Þjónusta Nokia á netinu
Á www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt að finna nýjustu útgáfuna af þessari
handbók, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan,
símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Þessi sími er ætlaður til notkunar með BL-5C rafhlöðu.
1. Styddu á sleppitakkann og renndu bakhliðinni af símanum (1). Lyftu rafhlöðunni upp og fjarlægðu hana (2).
2. Lyftu SIM-kortsfestingunni varlega úr stöðu sinni (3). Settu SIM-kortið í festinguna þannig að skáhorn þess
snúi upp og til hægri og gyllti flötur þess snúi niður (4). Lokaðu SIM-kortsfestingunni og styddu á hana til
að læsa henni (5).
3. Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn stað (6, 7).
Til athugunar: Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður en fram-
og bakhlið eru fjarlægðar. Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um framog bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota tækið með áföstum fram- og bakhliðum.
■ Rafhlaðan hlaðin
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota
með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður
og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til
notkunar þegar það er hlaðið orku frá AC-2 rafhlöðu.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar.
1. Stingdu hleðslutækinu í rafmagnsinnstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við símann. Þá byrjar hleðsluvísirinn að hreyfast. Þegar rafhlaðan
er fullhlaðin hættir hleðsluvísirinn að hreyfast.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á
skjánum eða þar til hægt er að hringja.
■ Kveikt og slökkt á símanum
Styddu á hætta-takkann og haltu honum inni.
Notaðu símann aðeins í hefðbundinni stöðu.
Til athugunar: Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á tækinu eins og gildir um öll önnur tæki
sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að tækið
noti meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta loftnetssvæðið þegar tækið er notað verður virkni
loftnetsins og líftími rafhlöðunnar líkt og best verður á kosið.
Til athugunar: Forðast skal snertingu við þetta tengi þar sem aðeins er ætlast til
að viðurkenndir þjónustuaðilar noti það.
■ Takkar og hlutir
Þegar síminn er tilbúinn til notkunar og engir stafir hafa verið slegnir inn er hann
í biðham.
Heiti símkerfis eða tákn símafyrirtækis (1)
Sendistyrkur símkerfis (2)
Hleðslustig rafhlöðu (3)
Eyrnatól (4)
Hátalari (5)
Aðgerðir valtakka (6)
Valtakkar (7)
Skruntakki (8)
Hringitakki (9)
Hætta-takki og rofi (10)
Takkaborð (11)
Tengi fyrir hleðslutæki (12)
Tengi fyrir höfuðtól (13)
Viðvörun: Skruntakkinn á tækinu kann að innihalda nikkel. Hann má ekki vera í stöðugri snertingu
við húðina. Ef nikkel er í stöðugri snertingu við húðina getur það valdið nikkelofnæmi.
■ Flýtivísar í biðham
Skrunaðu upp til að opna Símtalaskrá.
Skrunaðu niður til að fá upp nöfn og númer sem vistuð eru í Tengiliðir.
Skrunaðu til vinstri til að rita skilaboð.
Skrunaðu til hægri til að opna dagbókina.
Styddu á og haltu henni niðri til að kveikja á útvarpinu.
Styddu á hægri valtakkann (Opna) til að skoða aðgerðirnar á flýtivísalistanum.
Styddu einu sinni á hringitakka til að fá upp lista yfir númer sem hringt hefur verið í. Skrunaðu að nafninu
eða númerinu sem þú vilt velja og styddu á hringitakkann til að hringja í það.
■ Takkaborðinu læst
Til að læsa takkaborði og koma í veg fyrr að slegið sé óvart á takkana í biðham skaltu velja Valm. og styðja
snöggt á *; til að taka það úr lás skal velja Úr lás og styðja snöggt á *.
Til að takkaborðið læsist sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma þegar síminn er í biðstöðu, og engin aðgerð hefur verið í
notkun, skaltu velja Valm. > Stillingar > Símastillingar > Stillingar takkavara > Sjálfvirkur takkavari > Virkur.
Til að síminn biðji um öryggisnúmer þegar takkaborðinu er aflæst skaltu velja Lykilorð fyrir takkavara.
Þegar takkalásinn er á kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Færðu
inn neyðarnúmerið og styddu svo á hringitakkann. Neyðarnúmerið sem fært var inn birtist kannski ekki á skjánum.
Til að hringja skaltu slá inn símanúmerið, ásamt landsnúmerinu og svæðisnúmerinu ef nauðsyn krefur.
Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið. Skrunaðu til hægri til að auka hljóðstyrk heyrnar- eða
höfuðtólsins meðan á símtali stendur eða til vinstri til að minnka hann.
Símafundur (sérþjónusta) gerir allt að fimm einstaklingum kleift að taka þátt í sama símtalinu. Til að hringja
í nýjan þátttakanda skaltu velja Valkost. > Nýtt símtal; velja Hreinsa til að hreinsa skjáinn, ef þarf. Færðu inn
viðeigandi númer og styddu svo á hringitakkann. Þegar símtalinu hefur verið svarað skal bæta viðkomandi
aðila við símafundinn með því að velja Valkost. > Símafundur.
Til að svara innhringingu skaltu styðja á hringitakkann. Styddu á hætta-takkann til að hafna símtali án þess
að svara.
■ Hátalari
Hægt er að velja Hátalari eða Símtól til að nota hátalara eða heyrnartól símans meðan talað er í hann, sé um
slíkt að ræða.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur
verið mjög mikill.
■ Skilaboð í talhólf
Hringt er í talhólfið með því að styðja á takkann 1 og halda honum inni í biðham (sérþjónusta). Þegar hringt
er í fyrsta sinn þarf e.t.v. að slá inn númerið. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá talhólfsnúmerið.
Hægt er að slá inn texta með hefðbundinni textaritun eða með flýtiritun . Með hefðbundinni
textaritun skaltu styðja endurtekið á viðkomandi takka þar til stafurinn birtist. Til að stilla á flýtiritun þegar
texti er sleginn inn skaltu velja Valkost. > Orðabók og viðkomandi tungumál; til að slökkva á henni skaltu
velja Valkost. > Orðabók óvirk.
Þegar þú notar flýtiritun skaltu styðja einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Ef orðið sem birtist er það
orð sem þú ætlaðir að skrifa skaltu styðja á 0 og byrja að skrifa næsta orð. Til að velja annað orð skaltu
styðja endurtekið á * þar til orðið sem þú vilt fá fram birtist. Ef ? birtist fyrir aftan orðið er það ekki að finna
í orðabókinni. Orðinu er bætt inn í orðabókina með því að velja Stafa, slá inn orðið (með hefðbundinni
textaritun) og velja Í lagi.
Ábendingar um textaritun: Styddu á 0 til að setja inn bil. Hægt er að skipta fljótlega á milli
textaritunaraðferðanna með því að styðja endurtekið á # og fylgjast með vísinum efst á skjánum.
Til að setja inn tölustaf skaltu styðja á viðeigandi tölutakka og halda honum inni. Styddu á * til að fá
upp lista yfir sértákn þegar hefðbundin ritun er notuð; styddu á * og haltu inni þegar flýtiritun er beitt.
Til að fá aftur upp skilaboðin í ritvinnsluglugganum skaltu velja Valkost. > Hætta v. hreins..
Símaaðgerðirnar eru flokkaðar í valmyndir. Ekki er öllum aðgerðum eða valkostum lýst hér.
Veldu Valm. í biðham og síðan viðkomandi valmynd og undirvalmynd. Veldu Hætta eða Til baka til að fara
út úr valmynd. Styddu á hætta-takkann til að fara beint í biðham.
■ Skilaboð
Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustu ef hún er studd af símafyrirtækinu eða
þjónustuveitunni.
Skilaboðastillingar
Til að breyta skilaboðum skaltu velja Valm. > Skilaboð > Skilaboðastillingar og svo úr eftirfarandi:
Sendisnið—Veldu Númer skilaboðamiðstöðvar til að vista símanúmerið sem þarf til að geta sent texta-
og myndboð. Númerið fæst hjá þjónustuveitunni. Veldu Skilaboð send sem (sérþjónusta) til að velja tegund
skilaboða (Texta, Fax, Símboð eða Tölvupóst). Veldu Gildistími skilaboða (sérþjónusta) til að velja hve lengi
símkerfið á að reyna að koma boðum til skila.
Leturstuðningur (sérþjónusta)—til að stilla hvort kóðunin Fullur stuðn. eða Minni stuðn. er notuð þegar
textaboð eru send.
Skimuð númer—til að skoða eða breyta lista yfir síuð númer. Skilaboð frá síuðu númerunum vistast beint
í möppuna Skimuð skilaboð.
Skrifa skilaboð
Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri
skilaboð verða send sem röð tvennra eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir
sem nota kommur eða önnur tákn og stafir úr sumum tungumálum, t.d. kínversku, taka meira pláss sem takmarkar þann
fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Fjöldi tiltækra stafa og númer boða í samsettum skilaboðum sést efst til hægri á skjánum (t.d. 918/1).
1. Veldu Valm. > Skilaboð > Skrifa skilaboð.
2. Skrifaðu skilaboðin.
3. Til að senda skilaboðin skaltu velja Valkost. > Senda, slá inn símanúmer móttakanda og velja Í lagi.
Til athugunar: Þegar skilaboð eru send kann Skilaboð send að birtast á skjánum. Þetta er merki um að skilaboðin
hafi verið send úr tækinu í þjónustuversnúmerið sem forritað er í tækið. Þetta er ekki sönnun þess að skilaboðin
hafi komist á áfangastað. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um skilaboðaþjónustu.
Innhólf, Sendir hlutir og Drög
Þegar þú móttekur textaboð sést fjöldi nýrra skilaboða og á skjánum í biðham. Veldu Sýna til að skoða
skilaboðin strax, eða Hætta til að skoða þau seinna í Valm. > Skilaboð > Innhólf.
Í Drög getur þú skoðað þau skilaboð sem þú vistaðir með valmyndinni Vista skilaboð. Í Sendir hlutir getur
þú skoðað afrit af þeim skilaboðum sem þú hefur sent.
Spjall
Þú getur spjallað við annað fólk með því að nota Spjall (sérþjónusta). Hver spjallboð eru send sem aðskilin
textaboð. Skilaboð sem eru send og móttekin í spjalllotu eru ekki vistuð.
Til að hefja spjalllotu skaltu velja Valm. > Skilaboð > Spjall; en þegar þú lest móttekin textaboð skaltu velja
Þú getur móttekið og sent skilaboð sem innihalda myndir (sérþjónusta). Móttekin myndboð eru vistuð í Innhólf.
Hver myndboð eru samsett úr nokkrum textaboðum. Þess vegna kann að vera dýrara að senda ein myndboð
en ein textaboð.
Til athugunar: Myndboð er eingöngu hægt að nota ef símafyrirtæki eða þjónustuveita styðja aðgerðina.
Aðeins samhæf tæki með möguleika á myndboðum geta tekið á móti og birt myndboð. Útlit skilaboða
getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Eyða skilaboðum
Til að eyða öllum skilaboðum sem lesin hafa verið eða öllum skilaboðum í möppu skaltu velja Valm. >
Skilaboð > Eyða skilaboðum > Öllum lesnum eða viðkomandi möppu.
■ Tengiliðir
Hægt er að vista nöfn og símanúmer í minni símans og í minni SIM-kortsins. Í innbyggðu
símaskránni er hægt að vista allt að 200 nöfn.
Til að finna tengilið skaltu skruna niður í biðham og slá inn fyrstu stafina í nafninu. Skrunaðu
að nafninu sem þú vilt velja.
Einnig er hægt að velja Valm. > Tengiliðir og úr eftirfarandi valkostum:
Bæta við tengilið—til að vista nöfn og símanúmer í símaskránni.
Afrita—til að afrita nöfn og símanúmer, annaðhvort öll í einu eða eitt í einu, úr innbyggðu símaskránni yfir
í símaskrá SIM-kortsins, eða öfugt.
Eyða—til að eyða nöfnum og símanúmerum úr símaskránni, annaðhvort öllum í einu eða einu í einu.
Hraðval—til að virkja hraðvalið og til að tilgreina hvaða númerum er úthlutað á hraðvalstakkana.
Mín númer—til að skoða símanúmer tengd SIM-kortinu, ef þau fylgja því.
Veldu Valm. > Tengiliðir > Stillingar og úr eftirtöldum valkostum:
Minni í notkun—til að velja hvort nöfn og símanúmer eru vistuð í Sími eða SIM-kort. Þegar þú skiptir
um SIM-kort er SIM-kort minnið valið sjálfkrafa.
Sýna tengiliði—til að velja hvernig nöfn og símanúmer birtast. Þegar þú skoðar Upplýs. um tengilið, er nafnið
eða símanúmerið sem vistað er í minni SIM-kortsins merkt með og nafnið eða símanúmerið sem vistað
er í minni símans með .
Staða minnis—til að sjá hversu mörg nöfn og símanúmer eru vistuð í símaskránum og hvað hægt er að vista
mörg nöfn og símanúmer til viðbótar.
■ Símtalaskrá
Síminn þinn skráir númer ósvaraðra, móttekinna og hringdra símtala, áætlaða lengd þeirra og
fjölda sendra og móttekinna skilaboða. Símkerfið verður að styðja þessar aðgerðir og það verður
að vera kveikt á símanum og hann innan þjónustusvæðis.
Veldu Valm. > Símtalaskrá > Ósvöruð símtöl, Móttekin símtöl eða Hringd símtöl > Valkost. til að sjá hvenær
hringt var; breyta, skoða eða hringja í skráð símanúmer, bæta því við símaskrána eða lista yfir skimuð númer,
eða eyða því af listanum yfir nýleg símtöl. Einnig er hægt að senda textaskilaboð. Til að núllstilla lista nýlegra
símtala skaltu velja Valm. > Símtalaskrá > Eyða nýlegum símtölum og þá lista sem þú vilt.
Veldu Valm. > Símtalaskrá > Lengd símtals til að skoða áætlaða lengd síðasta símtals, allra móttekinna
símtala, allra hringdra símtala eða allra símtala.
Til að núllstilla teljarana skaltu velja Núllstilla teljara, slá inn öryggisnúmerið og velja Í lagi.
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að vera breytilegir eftir eiginleikum
símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku.
Í þessari valmynd geturðu breytt ýmsum stillingum í símanum. Til að gera sumar
valmyndarstillingar aftur sjálfgefnar skaltu velja Velja upphafsstillingar.
Tónastillingar
Veldu Valm. > Stillingar > Tónastillingar og úr eftirtöldum valkostum:
Hringitónn—til að velja tón fyrir innhringingar.
Hringistyrkur—til að stilla hljóðstyrk hringitóna og skilaboðatóna. Ef Hringistyrkur er stilltur á stig 2 eða hærra,
þá hringir síminn með hljóðstyrk sem hækkar frá stigi 1 upp í það stig sem valið var fyrir innhringingar.
Titringur—til að láta símann titra þegar einhver hringir í þig eða sendir þér textaboð.
Skilaboðatónn—til að stilla tóninn sem hljómar þegar textaboð berast.
Aðvörunartónar—til að velja ýmsa tóna, t.d. til að láta símann gefa frá sér hljóðmerki þegar rafhlaðan
er að tæmast.
Skjástillingar
Veldu Valm. > Stillingar > Skjástillingar og úr eftirtöldum valkostum:
Þemu— Skrunaðu að tilteknu þema og veldu Valkost. > Virkja eða Breyta til að virkja það eða breyta því.
Litaþemu til að stilla litaval á þemanu sem notað er.
Sparnaðarklukka —til að sýna stafrænu eða venjulegu klukkuna og öll aðalskjáteikn sem skjávara.
Tími skjálýsingar—til að stilla hvort ljós skjásins logi í 15 sekúndur (Venjuleg birting), í 30 sekúndur
(Löng birting) eða hvort slökkt sé á þeim (Óvirk). Jafnvel þótt stillingin Óvirk sé valin, þá loga ljósin
í 15 sekúndur þegar kveikt er á símanum.
Skjávari —til að kveikja eða slökkva á skjávaranum, til að tilgreina tímann sem á að líða þangað til skjávarinn
verður virkur (Tímalengd) eða velja mynd á skjávarann (Skjávari).
Þú getur breytt sniðum, t.d. látið snið innihalda hringitóna og skjávara.
Veldu Valm. > Stillingar > Snið, sniðið sem þú vilt breyta og Sérsníða.
Tímastillingar
Veldu Valm. > Stillingar > Tímastillingar > Klukka til að fela eða sýna klukkuna, stilla tímann eða breyta
tímsniðinu. Veldu Stilla dagsetningu til að stilla dagsetningu.
Ef rafhlaðan er fjarlægð úr símanum þarf ef til vill að slá aftur inn tíma og dagsetningu.
Símtalsstillingar
Veldu Valm. > Stillingar > Símtalsstillingar og úr eftirtöldum valkostum:
Símtalsflutningur (sérþjónusta)—til að flytja innhringingar í talhólfið þitt eða í annað símanúmer. Skrunaðu
að þeim flutningsvalkosti sem þú vilt og veldu Virkja til að stilla á þann valkost og Hætta við til að slökkva á
honum. Til að athuga hvort sá valkostur sem valinn var sé virkur skaltu velja Ath. stillingar. Til að tilgreina
biðtíma tiltekins flutnings skaltu velja Velja biðtíma (ekki fyrir hendi fyrir alla flutningsvalkosti). Hægt er að
hafa marga flutningsvalkosti virka samtímis. Þegar Flytja öll símtöl er virkt birtist á skjánum í biðham.
Til að slökkva á öllum símtalsflutningi skaltu velja Hætta við alla símtalsflutninga.
Birta uppl. um mig (sérþjónusta)—til að velja hvort símanúmerið þitt birtist eða birtist ekki á skjá þess síma
sem þú hringir í.
Sjálfvirkt endurval—til að láta símann reyna að hringja allt að 10 sinnum í símanúmer sem ekki tókst
að hringja í.
Biðþjónusta símtala (sérþjónusta)—til að símkerfið láti þig vita ef einhver reynir að hringja í þig á meðan
þú ert að tala í símann.
Lína til að hringja (sérþjónusta)—til að nota símalínu 1 eða 2 þegar þú hringir, eða hindra val á símalínum,
Veldu Valm. > Stillingar > Símastillingar > Tungumál til að velja tungumál fyrir skjátexta símans, Val símkerfis
til að láta símann velja farsímakerfi sjálfkrafa eða til að velja það handvirkt, Opnunartónn til að velja hvort
síminn gefi frá sér tón þegar kveikt er á honum, eða Opnunarkveðja til að slá inn skilaboð sem birtast í stutta
stund á skjánum þegar kveikt er á símanum.
Stillingar kostnaðar
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að vera breytilegir eftir eiginleikum
símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku.
Veldu Valm. > Stillingar > Stillingar kostnaðar > Fyrirfram greidd inneign (sérþjónusta) til að sjá upplýsingar
um inneign; Lengd símtals til að ákvarða hvort tímasetning símtals birtist eða Samantekt símtals til að ákvarða
hvort lengd símtals birtist.
Til athugunar: Þegar inneign á hleðslukorti eða öðru sambærilegu er búin gæti aðeins verið hægt að hringja
í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Stillingar fyrir aukahluti
Teiknið fyrir aukahluti verður aðeins sýnilegt eftir að aukahlutur hefur verið tengdur við símann.
Veldu Valm. > Stillingar > Stillingar fyrir aukahluti > Höfuðtól eða Hljóðmöskvi.
Til að síminn svari innhringingum sjálfvirkt skaltu velja Sjálfvirkt svar. Ef hringitónninn er stilltur á Eitt píp
eða virka símasniðið er Án hljóðs er slökkt á sjálfvirkri svörun.
Stillingar hægri valtakka
Í biðham er hægt að velja Opna til að fá upp lista yfir flýtivísa. Til að skilgreina eða raða flýtivísum skaltu velja
Valm. > Stillingar > Stillingar hægri valtakka. Til að velja aðgerðir fyrir flýtivísa skaltu velja Valmöguleikar,
til að breyta röð flýtivísanna á listanum skaltu velja Skipuleggja.
Til að stilla vekjarann skaltu velja Valm. > Vekjaraklukka > Stilla klukku. Til að velja tón
hringingarinnar skaltu velja Hringing klukku. Til að stilla vekjarann þannig að hann hringi aðeins
einu sinni eða endurtekið á tilteknum vikudögum skaltu velja Endurtekin hrin.. Þegar vekjarinn
hringir skaltu velja Stöðva til að stöðva hann eða Blunda til að stöðva hann og láta hringja aftur eftir
10 mínútur.
Ef vekjarinn hefur verið stilltur og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef þú velur
Stöðva er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða Já til að hringja og svara
símtölum. Ekki velja Já þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
■ Útvarp
Hægt er að hlusta á útvarpið með höfuðtólum eða hátalara. Hafðu höfuðtólin tengd við símann. Snúran á
höfuðtólinu virkar sem loftnet fyrir útvarpið.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Veldu Valm. > Útvarp til að kveikja á útvarpinu. Þá birtist staðsetningarnúmer útvarpsstöðvarinnar, nafn
hennar (ef hún hefur verið vistuð) og tíðni. Hafi útvarpsstöðvar þegar verið vistaðar skaltu skruna upp eða
niður að stöðinni sem þú vilt hlusta á eða styðja á viðeigandi talnatakka til að velja útvarpsstöð.
Aðgerðir útvarpsins
Þegar kveikt er á útvarpinu skaltu ýta skruntökkunum upp eða niður til að leita að útvarpsstöðvum. Leitin
stöðvast þegar útvarpsstöð er fundin. Til að vista stöðina skaltu velja Í lagi til að stilla tíðnina, sláðu inn nafn
stöðvarinnar og vistaðu hana þar sem þú vilt hafa hana.
Þegar kveikt er á útvarpinu skal stilla hljóðstyrk þess með því að skruna til vinstri og hægri.
Veldu Valkost. og úr eftirfarandi valkostum:
Mynstur > Sýna mynstur > Kveikt—til að síminn sýni breytingar á útvarpshljóði á myndrænan hátt. Til að breyta
því hvernig breytingar eru sýndar skaltu velja Gerð mynsturs.
Vista stöð—til að vista útvarpsstöð sem þú hefur stillt á.
Sjálfvirk leit eða Handvirk leit—til að leita að stöð á sjálfvirkan eða handvirkan hátt.
Eyða stöð eða Endurnefna —til að eyða eða endurnefna stöð.
Stilla tíðni—til að færa inn tíðni þeirrar stöðvar sem þú vilt hlusta á.
Hátalari eða Höfuðtól—til að hlusta á útvarpið með hátölurum eða höfuðtólum.
Útvarpsklukka—til að stilla tækið þannig að í stað vekjaratóns kvikni á útvarpinu.
Yfirleitt er hægt að hringja eða svara símtölum á meðan hlustað er á útvarpið. Hljóðið er tekið af útvarpinu
meðan á símtali stendur.
■ Áminningar
Til að vista stutta minnispunkta með áminningartónum skaltu velja Valm. > Áminningar >
Bæta við nýrri. Þegar tími áminningar rennur upp skaltu velja Hætta til að stöðva
áminningartóninn eða Fresta til að hringt sé aftur eftir 10 mínútur.
■ Leikir
Stuttur skýringartexti fylgir hverjum leik.
Til að breyta algengum leikjastillingum skaltu velja Valm. > Leikir > Stillingar. Þú getur stillt hljóð
(Hljóð leiks) og titring (Titringur) fyrir leikinn.
Til athugunar: Nákvæmni reiknivélarinnar er takmörkuð og hún er ætluð til einfaldra útreikninga.
Veldu Valm. > Aukakostir > Reiknivél.
1. Styddu á takka 0 til 9 til að setja inn tölur og # til að setja inn tugabrotskommu. Til að breyta tákni
innsleginnar tölu skaltu styðja á *.
2. Skrunaðu upp eða niður til að velja +, -, x, eða / hægra megin á skjánum.
3. Endurtaktu lið 1 og 2 ef þarf.
4. Til að fá fram niðurstöðuna skaltu velja Samtals.
Umreiknari
Til að umreikna mismunandi mælieiningar skaltu velja Valm. > Aukakostir > Umreiknari. Til að opna síðustu
fimm umreikninga skaltu velja Síð. 5 umreik.. Þú getur einnig notað þær sex einingar sem er að finna
í símanum: Hitastig, Þyngd, Lengd, Flatarmál, Rúmmál og Gjaldmiðill.
Til að bæta við eigin umreikningum skaltu velja Mínir umreikn..
Skrunaðu upp eða niður til að skipta um einingar við umreikning.
Dagbók
Veldu Valm. > Aukakostir > Dagbók til að opna dagbókina á 2 vikna yfirliti.
Veldu Valm. > Aukakostir > Tónsmiður og tón. Sláðu inn nótur til að búa til eigin hringitóna.
Styddu t.d. á 4 fyrir nótuna f. Styddu á 8 til að stytta (-) og 9 til að lengja (+) nótuna eða hlé.
Styddu á 0 til að setja inn hlé, * til að tilgreina áttund og # til að gera nótuna sterkari
(ekki í boði fyrir nóturnar e og b).
Þegar tónninn er tilbúinn skaltu velja Valkost. > Spila, Vista, Taktur, Senda, Hreinsa skjá
eða Hætta.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
■ SIM-þjónusta
Vera kann að SIM-kortið bjóði upp á annars konar þjónustu sem þú getur notað. Þessi valmynd
birtist eingöngu ef SIM-kortið styður hana. Heiti og efni valmyndarinnar fer eftir SIM-kortinu.
Tækið gengur fyrir rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða. Rafhlaða nær ekki fullum afköstum fyrr en hún hefur verið hlaðin
og afhlaðin tvisvar til þrisvar sinnum. Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur
að hún gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um rafhlöðu. Aðeins skal nota
rafhlöður sem samþykktar eru af Nokia og aðeins skal endurhlaða rafhlöðu með hleðslutækjum sem Nokia hefur samþykkt
til notkunar með þessu tæki.
Ef verið er að nota vararafhlöðu í fyrsta skipti eða ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt
að tengja hleðslutækið og aftengja það síðan og tengja aftur til að hefja hleðsluna.
Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu og tækið þegar það er ekki í notkun. Ekki má hafa fullhlaðna
rafhlöðu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni
smátt og smátt ef hún er ekki í notkun.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Aðeins skal nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð. Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki eða rafhlöðu.
Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur, svo sem
mynt, bréfaklemma eða penni veldur beinni tengingu milli + og - skautanna á rafhlöðunni. (Þau líta út eins og málmrendur
á rafhlöðunni.) Til dæmis getur þetta gerst þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur
valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Ef rafhlaðan er skilin eftir í miklum hitum eða kuldum, til dæmis í lokuðum bíl að sumar- eða vetrarlagi, dregur það úr
afkastagetu hennar og endingu. Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C til 25°C (frá 59°F til 77°F).
Tæki með of heitri eða of kaldri rafhlöðu getur orðið óvirkt um tíma, þó svo að rafhlaðan sé fullhlaðin. Einkum hefur mikið
frost takmarkandi áhrif á rafhlöður.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Rafhlöður geta einnig sprungið ef þær skemmast. Farga skal
rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir. Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja
þeim með heimilisúrgangi.
■ Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia
Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia til að tryggja öryggi þitt. Til að tryggja að þú fáir rafhlöður frá Nokia skaltu kaupa þær hjá
viðurkenndum söluaðila Nokia, ganga úr skugga um að 'Nokia Original Enhancements' táknið sé á umbúðunum og skoða
heilmyndarmiðann á eftirfarandi hátt:
Þó svo að þessum fjórum skrefum sé fylgt nákvæmlega er það ekki fullkomin trygging fyrir því að rafhlaðan sé sannvottuð.
Ef þú hefur minnstu ástæðu til að ætla að rafhlaðan þín sé ekki ósvikin Nokia-rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur fara
með hana til viðurkennds þjónustu- eða söluaðila Nokia. Viðurkenndir þjónustu- og söluaðilar Nokia kanna sannvottun
rafhlöðunnar. Ef ekki er hægt að staðfesta sannvottunina skaltu skila rafhlöðunni til verslunarinnar þar sem þú keyptir hana.
Sannvottun heilmyndar
1. Þegar þú horfir á heilmyndina á miðanum ættirðu að sjá Nokia-handabandstáknið frá einu
sjónarhorni og „Nokia Original Enhancements“ táknið frá öðru.
2. Þegar þú snýrð heilmyndinni til vinstri, hægri, upp eða niður ættirðu að sjá 1, 2, 3,
eða 4 punkta, allt eftir staðsetningu hennar.
3. Skafðu hliðina á miðanum og þá á að koma í ljós 20 stafa tala, t.d. 12345678919876543210.
Snúðu rafhlöðunni þannig að tölurnar vísi upp. 20 stafa talan byrjar í efri röðinni og heldur
áfram í neðri röðinni.
4. Fáðu staðfestingu á því að 20 stafa talan sé gild með því að fylgja leiðbeiningunum
á www.nokia.com/batterycheck.
Til að búa til textaskilaboð skaltu slá inn 20 stafa töluna, t.d 12345678919876543210,
og senda hana á +44 7786 200276.
Gjaldskrá innlendra og erlendra símafyrirtækja gildir.
Þá áttu að fá skilaboð sem segja til um hvort hægt er að sannvotta töluna eða ekki.
Hvað ef rafhlaðan er ekki ósvikin?
Ef þú getur ekki staðfest að Nokia-rafhlaðan með heilmyndinni á miðanum sé ósvikin Nokia-rafhlaða skaltu ekki nota
rafhlöðuna. Farðu með hana til næsta viðurkennda þjónustuaðila eða sölustaðar Nokia til að fá aðstoð. Notkun rafhlaða sem
eru ekki samþykktar af framleiðanda getur verið hættuleg. Hún getur jafnframt leitt til þess að tækið og aukahlutir þess virki
ekki sem skyldi eða skemmist. Notkun þeirra kann jafnframt að ógilda allar þær samþykktir eða ábyrgðir sem eiga við tækið.
Nánari upplýsingar um ósviknar Nokia-rafhlöður er að finna á www.nokia.com/battery.
Í tækinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega með. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við
að halda tækinu í ábyrgð.
• Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið
blotnar skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna alveg áður en rafhlaða er sett í aftur.
• Ekki skal nota tækið á rykugum og óhreinum stöðum né geyma það þar. Færanlegu hlutirnir og rafrænir hlutar þess
geta skemmst.
• Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu rafeindatækja, skemmt rafhlöður og undið
eða brætt sum plastefni.
• Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því
og hann getur skemmt rafrásaspjöld.
• Ekki skal reyna að opna símann öðruvísi en tilgreint er í þessari handbók.
• Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásarspjöld
og fíngerðan búnað.
• Ekki skal nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að þrífa tækið.
• Ekki skal mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
• Aðeins skal nota loftnetið sem fylgir með símanum eða samþykkt varaloftnet. Ósamþykkt loftnet, breytingar á þeim
eða viðbætur, gætu skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga og reglugerða um senditæki.
• Nota skal hleðslutæki innandyra.
• Alltaf skal taka öryggisafrit af gögnum sem á að geyma (eins og tengiliðum og dagbókaratriðum) áður en tækið er sent
til þjónustuaðila.
Allar ofangreindar ábendingar eiga jafnt við tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið eða aðra aukahluti. Ef tæki vinnur ekki rétt skal
fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila til lagfæringar.
Í tækinu og aukahlutum þess geta verið litlir hlutir. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
■ Vinnuumhverfi
Hafa ber í huga að farið sé að öllum sérstökum reglugerðum sem gilda á hverju svæði og að slökkva alltaf á tækinu þar sem
notkun þess er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflun eða hættu. Tækið notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Þetta
tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun annaðhvort í hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar
það er haft að minnsta kosti 2,2 sentímetra (7/8 tommur) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar
tækið er borið á líkamanum við notkun ætti slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu að minnsta kosti
í þeirri fjarlægð frá líkamanum sem nefnd var hér á undan.
Svo að hægt sé að senda gagnaskrár eða boð þarf þetta tæki góða tengingu við símkerfið. Í sumum tilvikum getur sending
gagna eða boða tafist þar til slík tenging er tiltæk. Tryggja skal að ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum sé fylgt þar til
sendingu er lokið.
Hlutar tækisins eru segulmagnaðir. Málmefni geta dregist að tækinu. Ekki má geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða
hluti með geymsluminni nálægt tækinu því upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.
■ Lækningatæki
Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra síma, kann að trufla virkni lækningatækja
sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til þess að komast
að því hvort það sé nægilega vel varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari upplýsinga. Slökkva
skal á tækinu í námunda við heilsugæslustöðvar ef auglýstar reglur þess efnis kveða á um að það sé gert. Sjúkrastofnanir
eða heilsugæslustöðvar kunna að nota búnað sem getur verið næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.
Gangráðar
Framleiðendur gangráða mæla með því að 15,3 sm (6 tommu) lágmarksbil sé haft á milli þráðlauss síma og gangráðs til
þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun í gangráðinum. Þessi tilmæli eru í samræmi við sjálfstæða rannsókn og tilmæli
frá Wireless Technology Research. Notendur gangráða ættu:
• alltaf að halda tækinu í meira en 15,3 sm (6 tommu) fjarlægð frá gangráðinum
• að hafa tækið við eyrað sem er fjær gangráðinum til að draga úr líkum á truflunum.
Ef grunur leikur á að tækið trufli gangráðinn skal slökkva á því og færa það í burtu.
Heyrnartæki
Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki. Ef truflun verður skal leita til þjónustuaðila.
■ Ökutæki
Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki nægilega
varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf, rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrð hraðakerfi og
loftpúðakerfi. Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda bílsins eða búnaðarins sem bætt hefur verið við eða fulltrúa hans.
Aðeins á að fela fagmönnum að gera við tækið eða setja tækið upp í ökutæki. Gölluð uppsetning eða viðgerð kann
að valda hættu og ógilda hvers kyns ábyrgð sem kann að vera á tækinu. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur
þráðlaus tækjabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt. Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir
eða sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða aukahluti með því. Ef ökutæki er búið loftpúða skal hafa hugfast
að loftpúðar blásast út af miklum krafti. Ekki má setja hluti, þar með talinn uppsettan eða færanlegan þráðlausan búnað,
á svæðið yfir loftpúðanum eða á útþenslusvið loftpúðans. Ef þráðlaus búnaður í bíl er illa settur upp og loftpúðinn þenst
út getur slíkt orsakað alvarleg meiðsl.
Notkun tækisins meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva skal á tækinu áður en gengið er um borð í flugvél. Notkun
þráðlausra fjarskiptatækja í flugvél getur skapað hættu við stjórn flugvélarinnar, rofið þráðlaust símasamband og
verið ólögleg.
■ Sprengifimt umhverfi
Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem hætta er á sprengingum og fara að öllum tilmælum sem sjást á skiltum og
leiðbeiningum. Sprengifimt andrúmsloft telst vera á svæðum þar sem yfirleitt er beðið um að drepið sé á vél bifreiðar.
Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll. Slökkva
skal á símanum á eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir á notkun
útvarpsbúnaðar í eldsneytisgeymslum, svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða
þar sem verið er að sprengja. Svæði þar sem sprengihætta er mikil eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal
eru svæði undir þilfari á bátum; svæði þar sem sterk efni eru geymd eða búin til flutnings; ökutæki sem nýta fljótandi
svartolíugas (própan eða bútan) og svæði þar sem í lofti eru efni eða agnir, til dæmis korn, ryk eða málmduft.
■ Neyðarhringingar
Mikilvægt: Þráðlausir símar, þar á meðal þetta tæki, nota útvarpsmerki, þráðlaus kerfi, kapalkerfi og
notendaforritaðar aðgerðir. Því er ekki hægt að tryggja tengingar við hvaða skilyrði sem er. Því skyldi
aldrei treysta eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti, t.d. í bráðatilvikum.
Neyðarsímtal:
1. Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort nægilegur sendistyrkur sé fyrir hendi.
Í tilteknum símkerfum kann að vera farið fram á að gilt SIM-kort sé rétt sett í tækið.
2. Styðja skal á hætta-takkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og gera tækið tilbúið fyrir símtöl.
3. Opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði er valið. Neyðarnúmer eru breytileg eftir stöðum.
4. Stutt er á hringitakkann.
Ef ákveðnar aðgerðir eru í notkun þarf ef til vill að gera þær óvirkar áður en neyðarsímtal er mögulegt. Nánari upplýsingar
má fá í þessari handbók eða hjá þjónustuveitunni.
Í neyðarsímtali þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og kostur er. Þráðlausa tækið getur verið
eina samskiptatækið á slysstað. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ Upplýsingar um vottun (SAR)
Þetta þráðlausa tæki samræmist viðmiðunarreglum um áhrif af útvarpsbylgjum.
Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er hannað með tilliti til leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum
sem alþjóðlegar viðmiðunarreglur mæla með. Þessar viðmiðunarreglur voru þróaðar af óháðu vísindastofnuninni ICNIRP
og innihalda öryggismörk sem ætlað er að tryggja öryggi allra, óháð aldri og heilsufari.
Í viðmiðunarreglum um útvarpsbylgjur úr þráðlausum tækjum er notuð mælieiningin SAR (Specific Absorption Rate). Efri
mörk SAR, samkvæmt leiðbeiningum ICNIRP, eru 2,0 vött/kílógramm (W/kg)* að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvef.
Mælingar á SAR eru gerðar í hefðbundnum stöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á öllum mældum tíðnisviðum.
Raunverulegur SAR-styrkur tækis í notkun getur verið lægri en hámarksgildið, þar sem tækið er hannað til að nota aðeins
þann styrk sem þarf til að ná sambandi við símkerfið. Fjöldi þátta hefur áhrif á styrkinn, t.d. hversu langt notandinn
er frá grunnstöð. Samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP er hæsta SAR-gildi fyrir notkun tækisins við eyra 0,64 W/kg.
Notkun aukabúnaðar getur valdið því að SAR-gildið verði annað. SAR-gildi kunna að vera breytileg milli landa sökum
mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og tíðnisviðs. Viðbótarupplýsingar um SAR má finna í upplýsingum um vörur á
www.nokia.com.