• Microsoft, Windows og Windows Vista eru annaðhvort skráð vörumerki eða
vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
• Macintosh, Mac OS og QuickTime eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og
öðrum löndum.
• Adobe og Acrobat eru skrásett vörumerki Adobe Systems Inc.
• Merkin SDXC, SDHC og SD eru vörumerki SD-3C, LLC.
• PictBridge er vörumerki.
• Öll önnur vöruheiti sem koma fram í þessari handbók eða öðrum fylgiskjölum sem
fylgja Nikon vörunni eru vörumerki eða skráð vörumerki eigenda þeirra.
Inngangur
Fyrstu skrefin
Almenn ljósmyndun og myndskoðun: A (sjálfvirk) stilling
Meira um myndatöku
Meira um myndskoðun
Myndum breytt
Upptaka hreyfimynda og spilun
Tengst við sjónvarp, tölvu og prentara
Grunnstillingar myndavélar
Umhirða myndavélarinnar
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá
i
Öryggisatriði
Til að koma í veg fyrir tjón á Nikon vörunni eða meiðsli skaltu lesa vandlega eftirfarandi
öryggisatriði í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Geymdu þessar
öryggisleiðbeiningar þar sem allir sem nota búnaðinn geta lesið þær.
Hugsanlegar afleiðingar sé varúðarráðstöfunum þeim sem lýst er í þessum hluta ekki
fylgt eru sýndar með eftirfarandi táknum:
Þetta tákn merkir viðvörun, upplýsingar sem ætti að lesa áður en þessi Nikon vara er
notuð til að koma í veg fyrir hugsanleg meiðsli.
VIÐVARANIR
Slökkva verður ef bilun kemur
upp
Ef reykur eða óvenjuleg lykt berst frá
myndavélinni eða
hleðslustraumbreytinum skal taka
hleðslustraumbreytinn úr sambandi og
fjarlægja rafhlöðuna tafarlaust og gæta
þess að brenna sig ekki. Sé notkun haldið
áfram getur það leitt til meiðsla. Þegar
búið er að aftengja eða fjarlægja
aflgjafann skal fara með búnaðinn til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon til
skoðunar.
Ekki taka í sundur
Ef komið er við hluti inni í myndavélinni
eða hleðslustraumbreytinum getur það
leitt til meiðsla. Einungis hæfir
tæknimenn ættu að sinna viðgerðum. Ef
myndavélin eða hleðslustraumbreytirinn
brotnar og opnast vegna falls eða annarra
slysa skal fara með vöruna til skoðunar til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon þegar
búið er að aftengja vöruna og/eða
fjarlægja rafhlöðuna.
ii
Ekki skal nota myndavélina eða
hleðslustraumbreytinn nálægt
eldfimu gasi
Ekki nota rafbúnað nálægt eldfimu gasi,
þar sem það getur valdið sprengingu eða
íkveikju.
Fara verður gætilega með
myndavélarólina
Ekki hengja ólina um hálsinn á ungbarni
eða barni.
Geymið þar sem börn ná ekki til
Sérstaklega skal þess gætt að smábörn
nái ekki að stinga rafhlöðunni eða öðrum
smáhlutum upp í munninn.
Ekki snerta myndavélina,
hleðslutækið eða
straumbreytinn í lengri tíma
meðan kveikt er á tækjunum
eða þegar þau eru í notkun.
Hlutar tækjanna verða heitir. Ef tækin eru
látin vera í beinni snertingu við húðina í
lengri tíma getur það valdið lághita
bruna.
Öryggisatriði
Gætið öryggis við meðhöndlun
rafhlöðunnar
Rafhlaðan getur lekið, ofhitnað eða
sprungið við ranga meðferð. Fylgið
eftirfarandi varúðarráðstöfunum þegar
rafhlaðan er meðhöndluð til notkunar
með vörunni:
• Slökkva verður á búnaðinum áður en
skipt er um rafhlöðu. Ef
hleðslustraumbreytir/straumbreytir er í
notkun skaltu ganga úr skugga um að
slökkt sé á honum.
• Eingöngu skal nota EN-EL19 Li-ion
hleðslurafhlöðu (fylgir með). Hlaða skal
rafhlöðuna með því að nota myndavél
sem styður rafhlöðuhleðslu. Til þess
skal annað hvort nota EH-69P
hleðslustraumbreytinn (fylg ir með) eða
aðgerðina Charge by computer (hleðsla í gegnum tölvu). Einnig er
hægt að nota MH-66 hleðslutæki (selt
sérstaklega) til að hlaða rafhlöðuna án
myndavélarinnar.
• Ekki hafa rafhlöðuna öfuga eða á hvolfi
þegar hún er sett í.
• Ekki valda skammhlaupi í rafhlöðunni
né taka hana í sundur eða reyna að
fjarlægja eða brjóta ytra byrði
rafhlöðunnar.
• Ekki láta rafhlöðuna komast í snertingu
við eld eða mikinn hita.
• Ekki setja rafhlöðuna í vatn og gættu
þess að hún blotni ekki.
• Geymdu rafhlöðuna í hulstri þegar þú
ert á ferðinni. Ekki flytja eða geyma
rafhlöðurnar með málmhlutum eins
og hálsmenum eða hárspennum.
• Hætta er á að rafhlaðan leki þegar hún
er að fullu tæmd. Til þess að forðast
skemmdir á búnaðinum skal fjarlægja
rafhlöðuna þegar engin hleðsla er eftir.
• Hætta skal notkun rafhlöðunnar
tafarlaust ef vart verður við að
rafhlaðan hafi breyst, t.d. upplitast eða
beyglast.
• Ef vökvi frá skemmdri rafhlöðu kemst í
snertingu við fatnað eða húð skal
hreinsa vökvann tafarlaust af með
nægu vatni.
Fylgja skal eftirfarandi
varúðarráðstöfunum þegar
hleðslustraumbreytirinn er
meðhöndlaður
• Halda skal tækinu þurru. Ef þess er ekki
gætt getur það valdið íkveikju eða
raflosti.
• Ryk á eða nálægt málmhlutum á klónni
skal þurrka burt með þurrum klút.
Áframhaldandi notkun getur valdið
eldsvoða.
• Ekki skal handleika klóna eða nálgast
hleðslustraumbreytinn í þrum uveðri. Ef
þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt
getur það valdið raflosti.
• Ekki skal skemma, breyta, toga fast í
eða beygja USB-snúruna, setja hana
undir þunga hluti eða láta hana
komast í snertingu við hita eða eld. Ef
einangrunin skemmist og vírarnir
verða berskjaldaðir skal fara með
rafmagnssnúruna til viðurkennds
þjónustuaðila Nikon til skoðunar. Ef
þessara varúðarráðstafana er ekki gætt
getur það valdið íkveikju eða raflosti.
iii
Öryggisatriði
• Ekki skal handleika klóna eða
hleðslustraumbreytinn með blautum
höndum. Ef þessari varúðarráðstöfun
er ekki fylgt getur það valdið raflosti.
• Ekki nota ferðastraumbreyta eða
millistykki sem hönnuð eru til að
breyta einni rafspennu yfir í aðra, og
ekki riðil fyrir umbreytingu frá
jafnstraumi í riðstraum. Ef þessum
leiðbeiningum er ekki fylgt getur
myndavélin skemmst, hún ofhitnað
eða valdið íkveikju.
Nota skal viðeigandi snúrur
Þegar snúrur eru tengdar við inntaks- og
úttakstengin skal eingöngu nota snúrur
sem fylgja með eða eru seldar af Nikon og
uppfylla kröfur sem gerðar eru í
reglugerðum sem varða vöruna.
Fara verður varlega með alla
hreyfanlega hluti
Gæta skal þess að fingur eða aðrir hlutir
klemmist ekki undir linsuhlífinni eða
öðrum hreyfanlegum hlutum.
Geisladiskar
Ekki skal spila geisladiskana sem fylgja
þessum búnaði á geislaspilara sem
ætlaður er fyrir hljómdiska. Ef slíkur
geisladiskur er spilaður í hljómtækjum
getur það valdið heyrnarskaða eða
skemmdum á tækjunum.
Sýna skal aðgát þegar flassið er
notað
Ef flassið er notað nálægt augum þess
sem mynd er tekin af getur það valdið
tímabundinni sjónskerðingu. Sérstök
aðgát skal höfð þegar teknar eru myndir
af ungbörnum; þá skal hafa flassið a.m.k.
einn metra frá myndefninu.
iv
Ekki skal nota flassið þannig að
flassglugginn snerti manneskju
eða hlut
Ef þess er ekki gætt getur það leitt til
bruna eða eldsvoða.
Forðast skal snertingu við
vökvakristal
Ef skjárinn brotnar skal forðast meiðsli af
völdum glerbrota og koma í veg fyrir að
vökvakristall úr skjánum komist í
snertingu við húð eða komist í augu eða
munn.
Slökkva verður á búnaðinum í
flugvélum eða á sjúkrahúsum
Slökktu á búnaðinum þegar þú ert í
flugvél í flugtaki eða lendingu. Fylgdu
leiðbeiningum sjúkrahússins þegar þú ert
á sjúkrahúsi. Rafsegulbylgjur sem
myndavélin gefur frá sér geta truflað
rafræn kerfi flugvélarinnar eða búnað
sjúkrahússins.
Tilkynningar
Tilkynning til viðskiptavina í Evrópu
VIÐVARANIR
HÆTTA ER Á SPRENGINGU EF RÖNG
GERÐ RAFHLAÐA ER NOTUÐ.
FARGIÐ NOTUÐUM RAFHLÖÐUM Í
SAMRÆMI VIÐ LEIÐBEININGAR.
Þetta merki segir til um að
þessari vöru skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Þessari vöru skal fargað sér á
viðeigandi sorp- og
endurvinnslustöðvum. Ekki má fleygja
þeim með heimilisúrgangi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum
sem sjá um úrvinnslu sorps.
Þetta tákn á rafhlöðunni gefur
til kynna að farga eigi henni
sér, aðskilinni frá öðru sorpi.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Öllum rafhlöðum þarf að farga sér á
sérstökum móttökustöðvum, hvort
sem þær bera þetta merki eða ekki.
Ekki má fleygja þeim með
heimilisúrgangi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum
sem sjá um úrvinnslu sorps.
Tilkynningar ............................................................................................................................................. v
Hnappurinn A (tökustilling)...........................................................................................................................6
Hnappurinn c (myndskoðun).....................................................................................................................6
Hnappurinn b (e fyrir upptöku)...............................................................................................................6
Draga og sleppa......................................................................................................................................................8
Notkun skjápennans.............................................................................................................................................9
Aðalskjámynd skjásins/snertiskjásins og grunnaðgerðir.......................................................10
Myndskoðun (stýrihnappar fyrir aðgerðir)............................................................................................13
Notkun flipa.............................................................................................................................................................14
Fyrstu skrefin.......................................................................................................................................16
Rafhlaðan sett í .....................................................................................................................................16
Kveikt og slökkt á myndavélinni.................................................................................................................21
Skjátungumál, dagsetning og klukka stillt..................................................................................22
Minniskort sett í....................................................................................................................................24
Notkun aðdráttar..................................................................................................................................................29
Skref 3 Fókusinn stilltur og smellt af.............................................................................................30
Skref 4 Myndir skoðaðar og þeim eytt .........................................................................................32
Notkun grunnaðgerða myndatöku...............................................................................................34
m Flassstilling.........................................................................................................................................................34
n Myndir teknar með sjálftakara..............................................................................................................36
p Macro Mode (makróstilling)...................................................................................................................38
o Birtu breytt með leiðréttingu á lýsingu...........................................................................................39
Meira um myndatöku ......................................................................................................................40
Myndir teknar fyrir víðmynd..........................................................................................................................72
Myndir teknar af brosandi andlitum (snjallandlitsmyndastilling)......................................74
Eftirlætismyndir flokkaðar (stilling fyrir eftirlætismyndir) .....................................................86
Myndum bætt við albúm ...............................................................................................................................86
Myndir skoðaðar í albúmi...............................................................................................................................88
Myndir fjarlægðar úr albúmum...................................................................................................................89
Aðgerðir í stillingu fyrir eftirlætismyndir................................................................................................90
Táknum sem tengjast albúmum breytt.................................................................................................91
Myndaleit í sjálfvirkri flokkun...........................................................................................................93
Myndir skoðaðar í stillingunni fyrir sjálfvirka flokkun .....................................................................93
Aðgerðir í sjálfvirkri flokkun............................................................................................................................95
Val á myndum sem teknar voru á tilteknum degi (dagsetningalisti)................................96
Dagsetning valin í dagsetningalista.........................................................................................................96
Aðgerðir í dagsetningalista............................................................................................................................97
Myndir skoðaðar samkvæmt einkunnagjöf.........................................................................................99
b Skyggnusýning spiluð ..............................................................................................................100
d Mikilvægar myndir varðar (Protect (verja)) ......................................................................101
Ein mynd varin....................................................................................................................................................101
Margar myndir varðar.....................................................................................................................................102
Vörn fjarlægð af myndum...........................................................................................................................102
a DPOF-prentröð búin til ............................................................................................................. 103
Prentröð búin til fyrir eina mynd.............................................................................................................103
Prentröð búin til fyrir margar myndir ...................................................................................................105
Hætt við prentröð.............................................................................................................................................106
f Rotate Image (snúa mynd)...................................................................................................... 107
E Voice Memo (talskýring): Upptaka og spilun .....................................................................108
U Paint (málun)................................................................................................................................................112
k Quick Retouch (fljótleg lagfæring): Birtuskil og litamettun aukin..............................115
I D-Lighting: Birtustig og birtuskil aukin.........................................................................................116
P Stretch (teygja): Myndir teygðar.......................................................................................................117
O Perspective control (sjónarhornsstýring): Sjónarhorni breytt........................................118
i Filter Effects (síuáhrif) (stafræn sía)...................................................................................................119
Tengst við sjónvarp, tölvu og prentara ...................................................................................132
Tengst við sjónvarp..........................................................................................................................132
Tengst við tölvu.................................................................................................................................134
Áður en myndavélin er tengd...................................................................................................................134
Myndir fluttar úr myndavél yfir í tölvu.................................................................................................135
Myndavélin hlaðin með tengingu við tölvu ....................................................................................139
Tengst við prentara..........................................................................................................................140
Myndavélin tengd við prentara...............................................................................................................141
Ein mynd prentuð í einu...............................................................................................................................142
Margar myndir prentaðar í einu...............................................................................................................143
Notkun uppsetningarvalmyndar ............................................................................................................147
c Welcome Screen (kveðjuskjár)..........................................................................................................148
d Time Zone and Date (tímabelti og dagsetning)....................................................................149
e Monitor Settings (skjástillingar).......................................................................................................152
f Prin Date (prenta dagsetningu) (dagsetning og tími sett á mynd)............................153
w Electronic VR (rafrænt VR)....................................................................................................................154
U Motion Detection (hreyfiskynjun)...................................................................................................155
h AF Assist (AF-aðstoð)..............................................................................................................................156
u Digital Zoom (Stafrænn aðdráttur) ...............................................................................................156
i Sound Settings (hjóðstillingar).........................................................................................................157
k Auto Off (sjálfvirk slokknun)................................................................................................................158
l/m Format Memory (forsníða minni)/Format Card (forsníða minniskort)..............159
n Language (tungumál) .............................................................................................................................160
o Video Mode (Kerfi) ...................................................................................................................................160
V Charge by Computer (hleðsla í gegnum tölvu).....................................................................161
d Blink Warning (blikkviðvörun)............................................................................................................162
p Reset All (endurstilla allt).......................................................................................................................164
h Copy (afrit) (afrita á milli innra minnis og minniskorts)......................................................167
r Firmware Version (útgáfa fastbúnaðar) .....................................................................................168
Til hamingju með nýju stafrænu Nikon COOLPIX S4150 myndavélina. Þessari handbók er
ætlað að aðstoða þig við að taka myndir á stafrænu Nikon myndavélina þína. Lestu
þessa handbók vandlega fyrir notkun og geymdu hana þar sem allir sem nota búnaðinn
geta lesið hana.
Tákn og auðkenni
Eftirfarandi tákn og auðkenni eru notuð til að auðvelda leit að upplýsingum:
Þetta tákn merkir aðgát, upplýsingar
sem ætti að lesa fyrir notkun til þess
B
að koma í veg fyrir tjón á
myndavélinni.
Þetta tákn merkir góð ráð,
viðbótarupplýsingar sem gætu reynst
D
gagnlegar við notkun myndavélarinnar.
Inngangur
Þetta tákn merkir athugasemdir,
upplýsingar sem ætti að lesa áður en
C
myndavélin er notuð.
Þetta tákn sýnir að frekari upplýsingar
megi finna um þetta annars staðar í
A
þessari handbók.
Táknun
• SD-minniskort (Secure Digital), SDHC-minniskort og SDXC-minniskort eru kölluð
„minniskort“.
• Vísað er í stillingar tækisins þegar það er keypt sem „sjálfgefnar stillingar“.
• Heiti valmyndaratriða sem birtast á skjá myndavélarinnar og heiti hnappa eða
skilaboða sem birtast á tölvuskjá eru feitletruð.
Skjámyndir
Í þessari handbók er myndum stundum sleppt úr dæmum af skjánum til þess að
skjávísar sjáist greinilega.
Skýringarmyndir og skjámyndir
Skýringarmyndir og skjátextar í þessari handbók geta litið öðruvísi út en á skjá
myndavélarinnar.
C Innra minni og minniskort
Hægt er að geyma myndir sem teknar eru með myndavélinni í innra minni myndavélarinnar eða á lausu
minniskorti. Ef minniskort er í myndavélinni vistast allar nýjar myndir á því og allar aðgerðir við að eyða, spila
og forsníða ná eingöngu til mynda á minniskortinu. Fjarlægja þarf minniskortið til þess að hægt sé að
forsníða innra minnið eða fá aðgang að því til þess að geyma myndir, eyða eða skoða.
1
Upplýsingar og varúðarráðstafanir
Símenntun
Nikon styður símenntun með stöðugum vörustuðningi og þjálfun. Á eftirfarandi vefsvæðum má finna
upplýsingar sem stöðugt er verið að þróa og uppfæra:
Inngangur
• Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
• Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
• Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Mið-Austurlöndum: http://www.nikon-asia.com /
Á þessum síðum má finna nýjustu upplýsingar um vörur, góð ráð, svör við algengum spurningum (FAQ) og
almennar ráðleggingar um stafræna ljósmyndun. Hugsanlega er hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá
söluaðila Nikon á hverjum stað. Samskiptaupplýsingar er að finna á eftirfarandi vefslóð:
http://imaging.nikon.com/
Notaðu eingöngu rafrænan aukabúnað frá Nikon
Nikon COOLPIX myndavélar eru hannaðar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og í þeim er flókinn
rafeindabúnaður. Einungis aukabúnaður frá Nikon (þar á meðal hleðslutæki, rafhlöður, hleðslustraumbreytir
og straumbreytar) sem Nikon hefur sérstaklega viðurkennt til notkunar með þessari stafrænu myndavél frá
Nikon er þannig úr garði gerður að virka samkvæmt þeim vinnu- og öryggiskröfum sem gilda um þennan
rafeindabúnað.
NOTKUN Á RAFEINDABÚNAÐI SEM EKKI ER FRÁ NIKON GETUR LEITT TIL SKEMMDA Á MYNDAVÉLINNI OG
KANN AÐ ÓGILDA ÁBYRGÐINA FRÁ
Notkun á Li-ion hleðslurafhlöðum frá þriðja aðila sem eru ekki með
heilmyndarinnsigli Nikon getur haft truflandi áhrif á venjulega virkni
myndavélarinnar eða valdið ofhitnun, íkveikju, rofi eða leka á rafhlöðunni.
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til að fá frekari
upplýsingar um aukabúnað frá Nikon.
Áður en mikilvægar myndir eru teknar
Áður en myndir eru teknar við mikilvæg tilefni (til dæmis í brúðkaupum eða áður en farið er í ferðalag með
myndavélina) skaltu taka prufumynd til að ganga úr skugga um að myndavélin virki rétt. Nikon er ekki ábyrgt
fyrir tjóni eða tapi sem stafar af bilun í vörunni.
Um handbækurnar
• Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumál í nokkru formi neina
hluta þeirra handbóka sem fylgja þessari vöru, án þess að fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi frá Nikon.
• Nikon áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og hugbúnaðar sem lýst er í þessum
handbókum hvenær sem er og án frekari fyrirvara.
• Nikon ber ekki ábyrgð á neinum skemmdum sem hlotist geta af notkun á þessari vöru.
• Þótt allt hafi verið gert til þess að tryggja að upplýsingar í þessum handbókum séu réttar og fullnægjandi
væru ábendingar til umboðsaðila Nikon á þínum stað (heimilisfang veitt sér) um villandi eða ónógar
upplýsingar vel þegnar.
NIKON.
Heilmyndarinnsigli: Sýnir
að þetta tæki er viðurkennd
vara frá Nikon.
2
Upplýsingar og varúðarráðstafanir
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að ef efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni
myndavél eða öðru tæki er haft undir höndum getur slíkt verið refsivert gagnvart lögum.
• Hlutir sem óheimilt er samkvæmt lögum að afrita eða endurgera
Ekki skal afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf gefin út af
staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða endurgerðir séu stimplaðar „Sýnishorn“. Afritun eða endurgerð
peningaseðla, myntar eða verðbréfa sem dreift er erlendis er bönnuð. Afritun og endurgerð ónotaðra
frímerkja eða póstkorta sem gefin eru út af ríkinu er bönnuð, nema með fyrirfram fengnu leyfi frá
yfirvöldum. Afritun eða endurgerð frímerkja sem gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala sem mælt er fyrir
um í lögum er bönnuð.
• Viðvaranir varðandi ákveðin afrit og endurgerðir
Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir varðandi afritun eða endurgerð á verðbréfum sem gefin eru út af
einkafyrirtækjum (hlutabréfum, víxlum, ávísunum, gjafabréfum o.s.frv.), farmiðum eða arðmiðum, nema
þegar nauðsynlegur lágmarksfjöldi afrita er gefinn út til viðskiptanota í fyrirtæki. Ekki skal heldu r afrita eða
endurgera vegabréf sem yfirvöld gefa út, leyfisskírteini sem opinberar stofnanir og lokaðir hópar gefa út,
nafnspjöld og miða, eins og aðgangsmiða eða matarmiða.
• Fylgja skal höfundarréttarlögum
Afritun eða endurgerð hugverka sem varin eru með höfundarrétti, eins og bóka, málverka,
tréskurðarmynda, prentana, korta, teikninga, kvikmynda og ljósmynda er háð staðbundnum og
alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Ekki skal nota þessa vöru í þeim tilgangi að gera ólögleg afrit eða til
þess að brjóta höfundarréttarlög.
Gagnageymslubúnaði fargað
Athuga skal að þegar myndum er eytt eða þegar gagnageymslutæki eins og minniskort eða innra minni
myndavélar eru forsniðin eyðast upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er hægt að
endurheimta eyddar skrár af geymslutækjum sem hefur verið fleygt með til þess gerðum hugbúnaði, sem
hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans
að tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Áður en gagnageymslutækinu er fargað eða það fengið öðrum skal eyða öllum gögnum af því með þar til
gerðum hugbúnaði eða forsníða tækið og fylla síðan aftur með myndum sem innihalda engar viðkvæmar
upplýsingar (t.d. myndir þar sem ekkert sést nema himinninn). Skiptu líka um mynd sem valin er til birtingar á
kveðjuskjánum (A 148). Gæta skal þess að forðast meiðsli eða skemmdir á eignum þegar
gagnageymslutæki eru eyðilögð.
• Ýttu á hnappinn A í myndskoðunarstillingu til að
Inngangur
• Ýttu á hnappinn A í tökustillingu til að opna
Hnappurinn c (myndskoðun)
• Ýttu á hnappinn c í tökustillingu til að skipta yfir í
• Ýttu á hnappinn c í myndskoðunarstillingu til að
• Ef slökkt er á myndavélinni skaltu halda hnappinum
Hnappurinn b (e fyrir upptöku)
• Ýttu á hnappinn b (e fyrir upptöku) í tökustillingu til
að hefja upptöku hreyfimyndar (A 126). Ýttu aftur á
hnappinn b (e fyrir upptöku) til að stöðva upptöku
hreyfimyndar.
• Ýttu á hnappinn b (e fyrir upptöku) í
myndskoðunarstillingu til að skipta yfir í tökustillingu.
skipta yfir í tökustillingu.
tökustillingarvalmyndina og skipta um tökustillingu
(A 40).
myndskoðunarstillingu.
opna valmynd myndskoðunarstillingar og skipta um
myndskoðunarstillingu (A 85).
c niðri til þess að kveikja á myndavélinni í
myndskoðunarstillingu.
6
Grunnaðgerðir
Afsmellari
Myndavélin er búin tveggja þrepa afsmellara. Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður til þess
að stilla fókus og lýsingu og stoppaðu þegar þú finnur fyrirstöðu. Þegar afsmellaranum
er ýtt hálfa leið niður eru fókus og lýsing (gildi fyrir lokarahraða og ljósop) stillt. Fókus og
lýsing haldast læst á meðan afsmellaranum er haldið niðri hálfa leið.
Haltu afsmellaranum í þessari stöðu, slepptu lokaranum og taktu mynd með því að ýta
afsmellaranum alla leið niður. Ekki beita afli þegar þú ýtir afsmellaranum niður þar sem
það getur valdið því að myndavélin hristist og myndin verði óskýr.
Inngangur
Ýttu afsmellaranum hálfa leið
niður til að stilla fókus og
lýsingu
Myndavélarólin fest
Ýttu afsmellaranum alla leið
niður til að taka mynd
7
Notkun snertiskjásins
Skjárinn á COOLPIX S4150 er snertiskjár. Notaðu fingur eða meðfylgjandi skjápenna til að
nota snertiskjáinn.
Inngangur
Pikka
Pikkaðu á snertiskjáinn.
Notaðu þessa aðgerð til þess að:
Velja tákn eða aðrar stýringar
Velja myndir í myndskoðun með smámyndum (A 81)
Taka myndir með snertimyndatöku (A 45), AF/AE-
snertiaðgerð (A 50) eða eltifókus á myndefni (A 48)
Dragðu flipann til að birta stillingar í myndatöku eða
spilun (A 14)
Draga
Dragðu fingurinn yfir snertiskjáinn og lyftu
honum síðan af snertiskjánum.
Notaðu þessa aðgerð til þess að:
Fletta í gegnum myndir í myndskoðun á öllum skjánum
(A 32)
Færa sýnilegan hluta myndar sem hefur verið stækkuð
með aðdrætti í myndskoðun (A 83)
Nota sleða til að stilla leiðréttingu á lýsingu (A 39) eða aðrar stillingar
Draga og sleppa
Settu fingurinn á snertiskjáinn, renndu honum á
staðinn sem óskað er eftir (1) og lyftu honum
síðan af snertiskjánum (2).
Notaðu þessa aðgerð til þess að:
Nota einkunnagjöfina (A 99)
8
Notkun snertiskjásins
Notkun skjápennans
Notaðu skjápennann t.d. til að teikna (A 71) eða
mála (A 112), eða þar sem meiri nákvæmni er þörf
en notkun fingurs gerir mögulega.
Penninn festur
Festu pennann við ólina eins og sýnt er.
B Varðandi snertiskjáinn
• Ekki ýta á snertiskjáinn með beittum hlutum öðrum en meðfylgjandi skjápenna.
• Ekki beita ónauðsynlegum þrýstingi á snertiskjáinn.
B Varðandi pikka/draga
• Myndavélin svarar hugsanlega ekki ef fingur er óhreyfður í of langan tíma á einum stað.
• Myndavélin svarar hugsanlega ekki þegar eftirfarandi er gert.
- Fingri er skellt af skjánum
- Fingurinn er dreginn of stutt
- Skjárinn er strokinn of laust
- Fingur er hreyfður of hratt
• Myndavélin svarar hugsanlega ekki ef eitthvað annað snertir snertiskjáinn þegar þú snertir hann með
fingrinum.
B Varðandi snertiskjáinn
• Geymið skjápennann þar sem ung börn ná ekki til.
• Ekki halda á myndavélinni með skjápennanum. Skjápenninn gæti losnað af ólinni og myndavélin dottið.
Inngangur
9
Aðalskjámynd skjásins/snertiskjásins og grunnaðgerðir
00
1
1
00
F3.2
250
50
Myndataka (upplýsingaskjámynd)
Upplýsingar sem birtast á skjánum eru breytilegar eftir stillingum myndavélarinnar eða
stöðu.
Aðalskjámynd skjásins/snertiskjásins og grunnaðgerðir
AUTO
AUTO
OFF
Notkun flipa
Þegar myndavélin er í töku- eða spilunarstillingu er stillingastjórnunin notuð til að
breyta stillingum fyrir töku eða spilun. Stýringarnar eru birtar með því að ýta á flipana
Inngangur
neðst, vinstra megin og hægra megin á skjánum.
• Pikkaðu á tákn til að sjá viðkomandi stillingar.
• Pikkaðu á z (uppsetning) í stillingastjórnun til að velja grunnstillingar
myndavélarinnar.
• Þegar H eða J birtast á valmyndinni, pikkaðu þá á H til að loka valmyndinni.
Pikkaðu á J til að fara aftur á fyrri skjámynd.
• Pikkaðu aftur á flipann til að fela stillingastjórnunina.
Pikkaðu á flipann til að sýna
tákn þeirra stillinga sem
hægt er að breyta í virkri
stillingu.
333
14
Pikkaðu á tákn til að opna
skjá viðkomandi stillinga.
Pikkaðu á tákn til að nota
stillinguna fyrir atriðið.
Image mode
4320×3240
Pikkaðu aftur á flipann til að
fela stillingastjórnunina.
AUTO
AUTO
OFF
Pikkaðu á z til að opna
uppsetningarvalmyndina.
Farðu aftur á fyrri skjá.
Aðalskjámynd skjásins/snertiskjásins og grunnaðgerðir
AUTO
AUTO
OFF
Myndataka
Hægt er að velja tökustillingar.
• Stillingar eru mismunandi eftir því hvaða tökustilling er valin (A 40).
• Einnig standa tákn fyrir virka stillingu.
m Flash mode (flassstilling)....................... 34
n Self-timer (sjálftakari)............................... 36
c Delete (eyða) ............................................... 33
b Slide show (skyggnusýning)............ 100
2
d Protect (verja)............................................ 101
a DPOF prentröð......................................... 103
U Paint (málun) ............................................. 112
M Retouch (lagfæra)................................... 110
E Voice memo (talskýring) ....................108
z Uppsetning ................................................ 146
3
3
Inngangur
...45
...50
... 128
15
Fyrstu skrefin
Rafhlaðan sett í
Settu EN-EL19 Li-ion hleðslurafhlöðu (fylgir með) í myndavélina.
• Hlaða verður rafhlöðuna áður en hún er notuð í fyrsta skipti eða þegar lítið er eftir á
henni (A 18).
1 Opnaðu rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina.
Fyrstu skrefin
2 Settu rafhlöðuna í.
Notaðu brún rafhlöðunnar til að ýta
appelsínugulu rafhlöðukrækjunni í áttina
sem örin sýnir (1) og settu rafhlöðuna
alveg inn (2).
Þegar rafhlöðunni hefur verið komið fyrir
heldur rafhlöðukrækjan henni á sínum
stað.
B Rafhlaðan sett í
Ef rafhlöðunni er stungið öfugri inn eða hún höfð á hvolfi getur það valdið skemmdum á
myndavélinni. Gakktu úr skugga um að rafhlaðan snúi rétt.
3 Lokaðu rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni.
16
Rafhlöðuhólf
Rafhlaðan sett í
Rafhlaðan fjarlægð
Slökktu á myndavélinni (A 21) og gakktu úr skugga um
að slökkt sé á bæði straumljósinu og skjánum áður en þú
opnar rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina.
Til að ná rafhlöðunni út skaltu opna rafhlöðuhólfið/
minniskortaraufina og renna appelsínugulu
rafhlöðukrækjunni í þá átt sem örin sýnir (1). Þá er hægt
að fjarlægja rafhlöðuna með fingrunum (2).
• Gættu að því að bæði myndavélin, rafhlaðan og
minniskortið geta hitnað við notkun. Sýndu því aðgát þegar rafhlaðan eða minniskort
er fjarlægt.
Fyrstu skrefin
B Varðandi rafhlöðuna
• Lestu og farðu eftir viðvörunum fyrir rafhlöðuna á síðu iii og í kaflanum „Rafhlaðan“ (A170) fyrir notkun.
• Ef ekki stendur til að nota rafhlöðuna í lengri tíma skal hlaða hana á að minnsta kosti sex mánaða fresti og
tæma hana áður en hún er sett aftur í geymslu.
17
Rafhlaðan hlaðin
Hladdu EN-EL19 Li-ion hleðslurafhlöðuna í myndavélinni með því að tengja
meðfylgjandi EH-69P hleðslustraumbreyti við myndavélina með meðfylgjandi UC-E6
USB-snúru og stingdu svo hleðslustraumbreytinum í rafmagnsinnstungu.
1 Hafðu EH-69P hleðslustraumbreytinn tilbúinn.
Fyrstu skrefin
Ef millistykki* fylgir með skaltu tengja millistykkið við klóna á
hleðslustraumbreytinum. Ýttu fast á millistykkið þar til það helst
tryggilega á sínum stað. Þegar búið er að tengja þetta tvennt og reynt er
að fjarlægja millistykkið með afli gæti það skemmst.
* Lögun millistykkisins er breytileg eftir landinu eða svæðinu þar sem
myndavélin var keypt.
Í Argentínu, Brasilíu og Kóreu fylgir hleðslustraumbreytinum áfast
millistykki.
2 Settu rafhlöðuna í (A 16).
Ekki kveikja á myndavélinni.
3 Notaðu USB-snúruna sem fylgir með til að tengja hleðslustraumbreytinn
við myndavélina.
Gakktu úr skugga um að tenglarnir snúi rétt. Ekki hafa tengin skökk þegar stungið er í samband
og ekki beita afli þegar USB-snúran er tengd eða aftengd.
18
USB-snúra
Loading...
+ 178 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.