Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-543 er í samræmi við grunnkröfur
og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni
tónmerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða
vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að
fyrirfram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in
connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer
engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a
licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including
that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See http://
www.mpegla.com
Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum
við upplýsingar sem hafa verið kóðaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum
tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá
hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar,
sem varða til dæmis notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://
www.mpegla.com
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers
konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA EÐA EINHVERJIR AF LEYFISVEITENDUM ÞESS UNDIR ENGUM
KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU,
TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT,
HVORKI BERUM ORÐUM NÉ UNDIRSKILIN, Á NÁ KVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS. Á ÞAÐ MEÐAL ANN ARS,
EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT
TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TIL BAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu
það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokia söluaðila þínum.
Útflutningstakmarkanir
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í
Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem
ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia tekur
því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða
efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila. MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ
FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ
ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD
FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU
ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN
EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
9214260/Útgáfa IS2
Efnisyfirlit
Öryggi..........................................6
1. Almennar upplýsingar.............7
Um tækið....................................................7
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða
varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar
sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar
sem verið er að sprengja.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 900 og
1800 MHz símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og
lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda,
tónlistar og annars efnis.
Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir vefsíður þriðju aðila. Einnig er hægt
að skoða vefsíður þriðju aðila í tækinu. Vefsíður þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia
hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slíkar síður skaltu beita
öryggisráðstöfunum.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að
vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur
valdið truflun eða hættu.
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem
geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Sérþjónusta
T il a ð h æ gt s é a ð n o ta t æk i ð verða notendur að ver a áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa
síma. Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er hægt að nota þessa
valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á
sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Notkun netþjónustu felur í sér sendingu
gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar
reiki er notað á öðrum netum. Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir
þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem hafa
áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska
bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða
ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann
einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og táknum valmynda að hafa verið
breytt. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP
samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem margmiðlunarskilaboð (MMS),
netvafur og tölvupóstforrit, krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: margmiðlunarskilaboð (MMS),
tölvupóstforrit, spjallskilaboð. Notkun einnar eða fleiri þessara aðgerða getur minnkað
tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Tækið getur birt skilaboð um að
minnið sé fullt þegar reynt er að nota aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða
einhverjum upplýsingum eða færslum sem eru geymdar í aðgerðunum sem samnýta
minni áður en haldið er áfram.
Lykilorð
Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja símann gegn óheimilli notkun. Forstillta
númerið er 12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta símann biðja um
númerið. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir
númerinu og síminn er læstur mun síminn þarfnast viðgerðar og því getur fylgt
aukakostnaður. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða seljanda
símans.
PIN-númerið, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir notkun án heimildar. PIN2-númerið,
sem fylgir sumum símum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú slærð
inn rangt PIN- eða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða PUK2númerið. Ef þau fylgja ekki SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að fá aðgang að upplýsingum í
öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt til að nota
stafrænu undirskriftina. Slá þarf inn lykilorð útilokunar þegar útilokunarþjónustan er
notuð.
Hægt er að velja hvernig síminn no tar aðgangsnúmer og öryggis stillingar í Valmynd >
Stillingar > Öryggis-stillingar.
Þjónusta Nokia
Á www.nokia.com/support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu geturðu athugað
með nýjustu útgáfu þessarar handbókar, frekari upplýsingar, hluti til niðurhals og
þjónustu fyrir Nokia vöruna þína.
Stillingaþjónusta
Þú getur sótt ókeypis stillingar t.d. fyrir MMS, GPRS, tölvupóst og aðra þjónustu fyrir
símann þinn á www.nokia.com/support.
Nokia PC Suite
PC Suite og tengdar upplýsingar er að finna á vefsvæði Nokia á www.nokia.com/
support.
Nokia Care þjónusta
Ef þú þarft að hafa samband við Nokia Care þjónustuna skaltu skoða
lista yfir Nokia Care þjónustuver á þínu svæði á www.nokia.com/
customerservice.
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næsta Nokia Care þjónustuveri á
www.nokia.com/repair.
2. Tækið tekið í notkun
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
SIM-kortið og innihald þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf
að fara varlega með kortið þegar það er sett í eða tekið úr.
1. Ýttu á sleppitakkann sem losar bakhliðina (1) og fjarlægðu hana (2).
2. Fjarlægðu rafhlöðuna (3).
3. Opnaðu SIM-kortsfestinguna og komdu SIM-kortinu fyrir þannig að snertiflöturinn
snúi niður (4). Lokaðu SIM-kortsfestingunni.
4. Komdu rafhlöðunni fyrir (5) og settu bakhliðina aftur á sinn stað (6).
Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að
tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1. Tengdu hleðslutækið við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka
hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið
á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Loftnet
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Líkt og gildir um öll önnur
tæki sem senda eða taka við útvarpsbylgjum ætti að forðast að snerta
loftnetið að óþörfu við móttöku eða sendingu útvarpsbylgna. Snerting
við slíkt loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti
meiri orku en annars er nauðsynlegt og getur minnkað líftíma rafhlöðu
þess.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum.
Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu
tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki
skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
Takkar og hlutar
1Eyrnatól
2Tengi fyrir hleðslutæki
3Tengi fyrir höfuðtól
4Skjár
5Valtakkar
6Navi™-takki; hér eftir kallaður skruntakki
7Hringitakki
8Hætta-takki/rofi
9Takkaborð
10Sleppitakki
11Hátalari
12Hljóðnemi
Til athugunar: Forðastu að snerta tengið þar sem það er aðeins ætlað til