Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-543 er í samræmi við grunnkröfur
og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni
tónmerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða
vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að
fyrirfram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in
connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer
engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a
licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including
that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See http://
www.mpegla.com
Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum
við upplýsingar sem hafa verið kóðaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum
tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá
hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar,
sem varða til dæmis notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://
www.mpegla.com
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers
konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA EÐA EINHVERJIR AF LEYFISVEITENDUM ÞESS UNDIR ENGUM
KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU,
TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT,
HVORKI BERUM ORÐUM NÉ UNDIRSKILIN, Á NÁ KVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS. Á ÞAÐ MEÐAL ANN ARS,
EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT
TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TIL BAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu
það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokia söluaðila þínum.
Útflutningstakmarkanir
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í
Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem
ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia tekur
því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða
efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila. MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ
FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ
ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD
FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU
ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN
EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
9214260/Útgáfa IS2
Efnisyfirlit
Öryggi..........................................6
1. Almennar upplýsingar.............7
Um tækið....................................................7
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða
varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar
sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar
sem verið er að sprengja.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 900 og
1800 MHz símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og
lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda,
tónlistar og annars efnis.
Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir vefsíður þriðju aðila. Einnig er hægt
að skoða vefsíður þriðju aðila í tækinu. Vefsíður þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia
hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slíkar síður skaltu beita
öryggisráðstöfunum.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að
vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur
valdið truflun eða hættu.
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem
geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Sérþjónusta
T il a ð h æ gt s é a ð n o ta t æk i ð verða notendur að ver a áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa
síma. Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er hægt að nota þessa
valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á
sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Notkun netþjónustu felur í sér sendingu
gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar
reiki er notað á öðrum netum. Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir
þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem hafa
áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska
bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða
ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann
einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og táknum valmynda að hafa verið
breytt. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP
samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem margmiðlunarskilaboð (MMS),
netvafur og tölvupóstforrit, krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: margmiðlunarskilaboð (MMS),
tölvupóstforrit, spjallskilaboð. Notkun einnar eða fleiri þessara aðgerða getur minnkað
tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Tækið getur birt skilaboð um að
minnið sé fullt þegar reynt er að nota aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða
einhverjum upplýsingum eða færslum sem eru geymdar í aðgerðunum sem samnýta
minni áður en haldið er áfram.
Lykilorð
Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja símann gegn óheimilli notkun. Forstillta
númerið er 12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta símann biðja um
númerið. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir
númerinu og síminn er læstur mun síminn þarfnast viðgerðar og því getur fylgt
aukakostnaður. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða seljanda
símans.
PIN-númerið, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir notkun án heimildar. PIN2-númerið,
sem fylgir sumum símum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú slærð
inn rangt PIN- eða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða PUK2númerið. Ef þau fylgja ekki SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að fá aðgang að upplýsingum í
öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt til að nota
stafrænu undirskriftina. Slá þarf inn lykilorð útilokunar þegar útilokunarþjónustan er
notuð.
Hægt er að velja hvernig síminn no tar aðgangsnúmer og öryggis stillingar í Valmynd >
Stillingar > Öryggis-stillingar.
Þjónusta Nokia
Á www.nokia.com/support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu geturðu athugað
með nýjustu útgáfu þessarar handbókar, frekari upplýsingar, hluti til niðurhals og
þjónustu fyrir Nokia vöruna þína.
Stillingaþjónusta
Þú getur sótt ókeypis stillingar t.d. fyrir MMS, GPRS, tölvupóst og aðra þjónustu fyrir
símann þinn á www.nokia.com/support.
Nokia PC Suite
PC Suite og tengdar upplýsingar er að finna á vefsvæði Nokia á www.nokia.com/
support.
Nokia Care þjónusta
Ef þú þarft að hafa samband við Nokia Care þjónustuna skaltu skoða
lista yfir Nokia Care þjónustuver á þínu svæði á www.nokia.com/
customerservice.
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næsta Nokia Care þjónustuveri á
www.nokia.com/repair.
2. Tækið tekið í notkun
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
SIM-kortið og innihald þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf
að fara varlega með kortið þegar það er sett í eða tekið úr.
1. Ýttu á sleppitakkann sem losar bakhliðina (1) og fjarlægðu hana (2).
2. Fjarlægðu rafhlöðuna (3).
3. Opnaðu SIM-kortsfestinguna og komdu SIM-kortinu fyrir þannig að snertiflöturinn
snúi niður (4). Lokaðu SIM-kortsfestingunni.
4. Komdu rafhlöðunni fyrir (5) og settu bakhliðina aftur á sinn stað (6).
Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að
tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1. Tengdu hleðslutækið við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka
hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið
á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Loftnet
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Líkt og gildir um öll önnur
tæki sem senda eða taka við útvarpsbylgjum ætti að forðast að snerta
loftnetið að óþörfu við móttöku eða sendingu útvarpsbylgna. Snerting
við slíkt loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti
meiri orku en annars er nauðsynlegt og getur minnkað líftíma rafhlöðu
þess.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum.
Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu
tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki
skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
Takkar og hlutar
1Eyrnatól
2Tengi fyrir hleðslutæki
3Tengi fyrir höfuðtól
4Skjár
5Valtakkar
6Navi™-takki; hér eftir kallaður skruntakki
7Hringitakki
8Hætta-takki/rofi
9Takkaborð
10Sleppitakki
11Hátalari
12Hljóðnemi
Til athugunar: Forðastu að snerta tengið þar sem það er aðeins ætlað til
Vinstri valtakkinn er Flýtival til að skoða hvað er á flýtivísanalistanum. Þegar listinn er
skoðaður geturðu valið Valkost. > Valmöguleikar til að skoða atriðin eða Valkost. >
Skipuleggja til að raða þeim.
Takkalás
Til að koma í veg fyrir að ýtt sé á takkana í ógáti velurðu Valmynd og ýtir síðan á * innan
3,5 sekúndna til að læsa tökkum símans (takkaborðinu).
Takkaborðið er opnað aftur með því að velja Úr lás og ýta á * innan 1,5 sekúndna. Ef
kveikt er á öryggistakkavaranum skaltu slá inn öryggisnúmerið þegar beiðni um það
birtist.
Til að láta takkaborðið læsast sjálfkrafa eftir fyrirfram ákveðinn tíma, þegar síminn er í
biðstöðu, velurðu Valmynd > Stillingar > Síma-stillingar > Sjálfvirkurtakkavari > Virkur.
Ýtt er á hringitakkann til að svara símtali þegar takkaborðið er læst. Þegar lagt er á eða
símtali er hafnað læsist takkaborðið sjálfkrafa.
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Aðgerðir án SIM-korts
H æg t er að n ot a su m a v a lk o st i í s ím a nu m án þ es s að S IM - ko rt s é í h on u m, e in s o g va l ko s ti
skipuleggjara og leiki. Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki hægt
að nota.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma
rafhlöðunnar.
3. Símtöl
Símtöl – hringt og svarað
Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt la nds- og sv æð isn úm er i, e f þ es s þa rf me ð.
Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið. Flettu upp til að auka hljóðstyrk heyrnareða höfuðtólsins meðan á símtali stendur og niður til að minnka hann.
Ýttu á hringitakkann til að svara mótteknu símtali. Ýtt er á hætta-takkann til að hafna
símtali.
Hátalari
Hægt er að velja Hátalari eða Símtól til að nota hátalara eða heyrnartól símans meðan
talað er í hann, sé um slíkt að ræða.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því
hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Flýtivísar símtala
Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum (2 til 9) velurðu Valmynd >
Tengiliðir > Hraðvals-númer, flettir að númeri og velur Velja. Sláðu inn símanúmer
eða veldu Leita og svo vistaðan tengil.
Kveikt er á hraðvali með því að velja Valmynd > Stillingar > Símtals-stillingar >
Hraðval > Virkt.
Hringt er með hraðvali með því að halda númeratakka inni í biðstöðu.
4. Textaritun
Textastillingar
Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn hátt eða
með flýtiritun.
Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda inni Valkost. til að skipta á milli venjulegs
textainnsláttar, táknaður með
flýtiritun á öllum tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er táknað með
Skipt er á milli há- og lágstafa með #. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi, táknað með
, með því að halda inni # og velja Talnahamur. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi
með því að halda takkanum # inni.
Veldu Valkost. > Tungumál texta til að velja ritunartungumálið.
, og flýtiritunar, táknuð með . Síminn styður ekki
Ýtt er á tölutakka, 2-9, þar til viðkomandi bókstafur birtist. Það hvaða tungumál er valið
hefur áhrif á það hvaða bókstafir birtast.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til bendillinn
birtist og slá svo inn stafinn.
Til að fá aðgang að algengustu greinarmerkjum og sértáknum ýtirðu á 1. Listi yfir
sérstafi er opnaður með því að ýta á *.
Flýtiritun
Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í.
1. Byrjaðu að skrifa orð með tökkunum 2 til 9. Ýttu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir
hvern staf.
2. Til að staðfesta orð flettirðu til hægri eða bætir við bili.
● Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * og velja orðið af listanum.
● Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki að finna
í orðabókinni. Orðinu er bætt inn í orðabókina með því að velja Stafa. Sláðu inn
orðið á venjulegan hátt og veldu Vista.
● Til að rita samsett orð færirðu inn fyrsta hluta orðsins og flettir til hægri til að
staðfesta. Svo slærðu inn síðari hluta orðsins og staðfestir það.
3. Byrjaðu að skrifa næsta orð.
5. Notkun valmyndarinnar
Símaaðgerðirnar eru flokkaðar í valmyndir. Ekki er öllum aðgerðum eða valkostum lýst
hér.
Í biðstöðu velurðu Valmynd og síðan viðkomandi valmynd og undirvalmynd. Veldu
Hætta eða Til baka til að fara út úr valmynd. Styddu á hætta-takkann til að fara beint
í biðstöðu. Til að breyta útliti valmyndarinnar velurðu Valmynd > Valkost. >
Aðalskjár valm..
6. Skilaboð
Hægt er að skrifa, senda og vista textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, hljóð- og
leifturboð og tölvupóstskeyti. Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustuna ef símkerfið
eða þjónustuveitan styðja hana.
Texta- og margmiðlunarskilaboð
Hægt er að búa til skilaboð og hengja hluti, líkt og myndir, við þau. Síminn breytir
textaskilaboðum sjálfkrafa í myndskilaboð þegar skrá er hengd við skilaboðin.
Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri skilaboð
eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi
við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra tungumála, taka
meira pláss en venjulegir stafir og takmarka þannig þann stafafjölda sem hægt er að
senda í einum skilaboðum.
Lengdarvísir skilaboðanna efst í horni skjásins sýnir hversu margir stafir eru eftir og í
hversu mörgum hlutum þarf að senda skilaboðin.
Áður en þú getur sent skilaboð, verður þú að vista númer skilaboðamiðstöðvarinnar.
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboða-stillingar > Textaboð > Skilaboða-
miðstöðvar > Bæta við miðstöð, sláðu inn heiti og veldu númer þjónustuveitunnar.
Margmiðlunarskilaboð
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir og hljóð- eða myndskeið.
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð.
Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn
fer yfir þessa stærð getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með
MMS.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Skilaboð geta innihaldið
skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um framboð og áskrift að þjónustu
margmiðlunarskilaboða (MMS). Einnig er hægt að hlaða niður stillingunum.
„Þjónusta Nokia“, bls. 8.
Sjá
Texta- eða margmiðlunarskilaboð búin til
1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Skilaboð.
2. Til að bæta við viðtakendum flettirðu að reitnum Til: og slærð inn númer viðtakanda
eða tölvupóstfang, eða velur Bæta við viðtakendur úr valkostum. Veldu Valkost. til
að bæta við viðtakendum og efni og til að stilla sendingarvalkosti.
3. Flettu að reitnum Texti: og sláðu inn texta skilaboða.
4. Til að tengja efni við skilaboð flettirðu að viðhengisslánni neðst á skjánum og velur
rétta efnið.
5. Ýttu á Senda til að senda skilaboðin.
Skilaboðategundin kemur fram efst á skjánum og breytist sjálfkrafa eftir efni skilaboða.
Þjónustuveitur hafa mismunandi gjöld eftir tegund skilaboða. Fáðu nánari upplýsingar
hjá þjónustuveitu.
Tölvupóstur
Hægt er að opna POP3 og IMAP4 tölvupósthólf í símanum til að lesa, skrifa og senda
tölvupóst. Þetta tölvupóstforrit er ólíkt SMS-tölvupóstinum.
Áður en hægt er að nota tölvupóstinn þarf pósthólf og réttar stillingar að vera til staðar.
Tölvupóstþjónustuveitan gefur upplýsingar um tölvupóstsreikninga og stillingar á
tövupósthólfi. Hægt er að fá stillingar tölvupóstsins í stillingaboðum.
Tölvupóstsuppsetning
Stillingahjálpin opnast sjálfkrafa ef engar tölvupóststillingar hafa verið tilgreindar í
símanum. Til að ræsa hjálpina til að setja upp nýtt pósthólf velurðu Valmynd >Skilaboð og svo pósthólfið þitt. Veldu Valkost. > Bæta við pósthólfi til að ræsa
hjálpina. Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.
Tölvupóstur skrifaður og sendur
Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Tölvupóstskeyti til að skrifa nýjan
tölvupóst. Til að setja viðhengi í tölvupóst velurðu Valkost. > Setja inn. Tölvupósturinn
er sendur með því að ýta á hringitakkann. Veldu pósthólf ef þess er þörf.
Tölvupósti hlaðið niður
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Skilaboð geta innihaldið
skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Til að sækja póst velurðu Valmynd > Skilaboð > Skilaboða-stillingar >
Tölvupóstskeyti > Breyta pósthólfum ,svo pósthólfið og loks Stillingar
niðurhals > Gerð móttöku.
Til að hlaða niður tölvupósti velurðu Valmynd > Skilaboð og svo pósthólfið. Staðfestu
beiðnina ef það er nauðsynlegt.
Leifturboð
Leifturboð eru textaskilaboð sem birtast á skjá viðtakandans um leið og þau berast
honum.
1. Til að skrifa leifturskilaboð velurðu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð >Leifturboð.
2. Sláðu inn símanúmer viðtakanda, skrifaðu skilaboðin (allt að 70 staftákn) og veldu
Senda.
Nokia Xpress hljóðskilaboð
Búðu til og sendu hljóðskilaboð á auðveldan hátt með MMS.
1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Hljóðskilaboð. Raddupptakan
opnast.
2. Taktu upp skilaboðin.
3. Sláðu eitt eða fleiri símanúmer inn í Til: reitinn eða veldu Bæta við til að sækja
númer.
Með spjallskilaboðum (IM, sérþjónusta) geturðu sent stutt textaskeyti til nettengdra
notenda. Þú verður að gerast áskrifandi að þjónustu og skrá þig hjá þeirri spjallþjónustu
sem þú vilt nota. Upplýsingar um framboð á þessari þjónustu, verð og leiðbeiningar fást
hjá þjónustuveitunni. Valmyndir geta verið mismunandi eftir spjallþjónustunni.
Til að tengjast þjónustunni velurðu Valmynd > Skilaboð > Spjallboð og fylgir
leiðbeiningunum á skjánum.
Talskilaboð
Talhólfið er sérþjónusta sem e.t.v. þarf að gerast áskrifandi að. Nánari upplýsingar fást
hjá þjónustuveitunni.
Hringt er í talhólfið með því að halda inni takkanum 1.
Veldu Valmynd > Skilaboð > Talskilaboð > Númer talhólfs til að breyta
talhólfsnúmerinu þínu.
Skilaboðastillingar
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboða-stillingar til að segja upp skilaboðav alkosti.
● Almennar stillingar — til að láta símann vista send skilaboð, til að leyfa það að
skrifað sé yfir eldri skilaboð þegar skilaboðaminnið er fullt, og til að setja upp aðra
valkosti fyrir skilaboð
● Textaboð — til að leyfa skilatilkynningar, til að setja upp skilaboðamiðstöðvar fyrir
SMS og SMS-tölvupóst, til að velja stafgerðina og til að setja upp aðra valkosti fyrir
textaskilaboð
● Margm.skilaboð — til að leyfa skilatilkynningar, velja útlit margmiðlunarskilaboða,
leyfa móttöku margmiðlunarskilaboða og auglýsinga og til að setja upp aðra valkosti
sem tengjast margmiðlunarskilaboðum
● Tölvupóstskeyti — til að leyfa móttöku skilaboða, til að stilla stærð mynda í
tölvupósti og til að stilla aðra valkosti sem tengjast tölvupósti
7. Tengiliðir
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Hægt er að vista nöfn og símanúmer í minni símans og á SIM-kortinu. Í símaminninu
getur þú vistað tengiliði með númerum og texta. Nöfn og númer sem eru vistuð á SIMkortinu eru auðkennd með
Til þess að bæta við tengilið velurðu Nöfn > Valkost. > Bæta við tengilið. Til að bæta
upplýsingum við tengilið skaltu ganga úr skugga um að minnið í notkun sé annað hvort
Sími eða Sími og SIM-kort. Veldu Nöfn, flettu að nafni og veldu Upplýs. > Valkost. >
Bæta við upplýs..
Til að leita að tengilið velurðu Nöfn og flettir í gegnum tengiliðalistann eða slærð inn
fyrstu stafina í nafninu.
Til að afrita tengilið á milli minnis símans og SIM-kortsins velurðu Nöfn, flettir að
tengiliðnum og velur Valkost. > Afrita tengilið. Aðeins er hægt að vista eitt
símanúmer með hverju nafni á SIM-korti.
Til að velja SIM-kortið eða minni símans fyrir tengiliði, velja hvernig nöfn og símanúmer
tengiliða birtast, og til að skoða minnisrými fyrir tengiliði velurðu Stillingar.
Hægt er að senda og taka við tengiliðaupplýsingum einstaklings sem nafnspjaldi úr
samhæfu tæki sem styður vCard-staðalinn. Til að senda nafnspjald velurðu Nöfn, leitar
að þe im tengi lið s em þú ætl ar að sen da up plýsing ar um og v elur Upplýs. > Valkost. >
Senda nafnspjald.
8. Símtalaskrá
Til að skoða upplýsingar um símtöl velurðu Valmynd > Notkunarskrá. Eftirfarandi
valkostir kunna að vera í boði:
● Öll símtöl — til að skoða símtöl sem þú misstir nýlega af eða svaraðir og númer sem
hringt var í í tímaröð
● Ósvöruð símtöl, Móttekin símtöl eða Hringd símtöl — til að skoða upplýsingar
um síðustu símtölin þín
● Viðtakendur skilaboða — til að skoða þá tengiliði sem þú hefur nýlega sent
skilaboð til
● Lengd símtals, Gagnamælir pakkagagna eða Telj. pakkagagnateng. — til að
skoða almennar upplýsingar um nýleg samskipti þín
● Skilaboðaskrá eða Samstillingaskrá — til að skoða fjölda sendra og móttekinna
skilaboða eða samstillinga
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að
vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga,
sköttum og öðru slíku.
9. Stillingar
Snið
Í símanum eru nokkrir stillingahópar sem kallaðir eru notandasnið. Með þeim er hægt
að velja hringitóna fyrir mismunandi tilvik og aðstæður.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið, sniðið sem þú vilt og svo einhvern af eftirtöldum
valkostum:
● Virkja — til að virkja valið snið
● Eigið val — til að breyta stillingum sniðsins
● Tímastillt — til að stilla sniðið þannig að það sé virkt í tiltekinn tíma. Þegar tíminn
er liðinn verður fyrra notandasniðið, sem ekki var tímastillt, virkt.
Tónar
Hægt er að breyta tóni þess sniðs sem er í notkun:
Veldu Valmynd > Stillingar > Tóna-stillingar. Þú finnur sömu stillingarnar í Snið
valmyndinni.
Ef þú velur hæsta styrk fyrir hringitóninn tekur það hann nokkrar sekúndur að ná þeim
styrk.
Skjár
Til að skoða eða stilla veggfóður, leturstærð, eða önnur atriði sem snúa að skjá símans,
veldu Valmynd > Stillingar > Skjá-stillingar.
Dagsetning og tími
Veldu Valmynd > Stillingar > Dagsetning og tími.
Veldu Dags- og tímastillingar til að stilla tímann og dagsetninguna.
Til að breyta tíma- og dagsetningarsniðinu velurðu Sniðstillingar dags og tíma.
Ef síminn á að uppfæra tímann og dagsetninguna sjálfkrafa í samræmi við tímabelti
velurðu Tími og dagur uppfærast sjálfir (sérþjónusta).
Flýtivísar
Með þínum eigin flýtivísum getur þú opnað algengar valmyndir símans á fljótlegan hátt.
Veldu Valmynd > Stillingar > Eigin flýtivísar.
Til að velja virkni fyrir hægri eða vinstri valtakkann velurðu Hægri valtakki eða Vinstrivaltakki.
Flýtivísar fyrir skruntakkann eru valdir í Stýrihnappur. Flettu að takka, veldu Breyta
eða Velja og svo virkni af listanum.
Samstilling og öryggisafrit
Veldu Valmynd > Stillingar > Samstilling & öryggisafrit og svo úr eftirfarandi
valkostum:
● Símaflutningur — Samstilltu eða afritaðu valin gögn milli símans þíns og annars
síma.
● Gagnaflutn. — Samstilltu eða afritaðu valin gögn milli símans og annars tæki, tölvu
eða netmiðlara (sérþjónusta).
Tengimöguleikar
Í símanum eru nokkrir valkostir til að tengjast við önnur tæki og flytja gögn.
Þráðlaus Bluetooth-tækni
Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt að tengja símann, með útvarpsbylgjum, við
samhæft Bluetooth-tæki sem er í innan við 10 metra fjarlægð (32 fet).
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 + EDR sem styður eftirfarandi snið:
generic access, generic object exchange, hands-free, headset, object push, file transfer,
personal area network access, dial-up networking, service discovery application, SIM
access og serial port. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetoothtækni skal nota aukabúnað sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal
upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
Þau forrit sem notast við Bluetooth ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu
hennar.
Uppsetning Bluetooth-tengingar
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengi-möguleikar > Bluetooth og fylgdu
eftirfarandi skrefum:
1. Veldu Nafn símans míns og sláðu inn heiti fyrir símann.
2. Til að virkja Bluetooth-tengingu velurðu Bluetooth > Kveikja.
Bluetooth-tenging er virk.
3. Til að tengja símann við hljóðaukahlut velurðu Tengjast við hljóðaukahluti og
tækið sem þú vilt tengjast.
4. Til að para símann við hvaða Bluetooth-tæki sem er innan svæðisins velurðu Pöruðtæki > Bæta við tæki.
Veldu tækið og svo Bæta við.
Sláðu inn lykilorð (allt að 16 stafir) á símann til að heimila tengingu við annað
Bluetooth-tæki.
Hafir þú áhyggjur af öryggi skaltu slökkva á Bluetooth-virkninni eða breyta stillingunni
Sýnileiki símans míns í Falinn. Samþykktu aðeins Bluetooth beiðnir frá þeim sem þú
treystir.
Tengingu tölvu við internetið
Notaðu Bluetooth-tækni til að tengja tölvuna við internetið án þess að nota PC Suite
hugbúnaðinn. Þjónustuveitan verður að styðja aðgang að internetinu og tölvan þarf að
styðja Bluetooth PAN (personal area network). Eftir tengingu við aðgangsstað símans
og pörun við tölvuna opnar síminn sjálfkrafa pakkagagnatengingu við internetið.
sýnir að
Pakkagögn
GPRS-tækni (General Packet Radio Service) er sérþjónusta sem gerir farsímanotendum
það kleift að senda og taka á móti gögnum um net sem byggir á
Internetsamskiptareglum (Internet Protocol, IP).
Tilgreint er hvernig þjónustan er notuð með því að velja Valmynd > Stillingar >Tengi-möguleikar > Pakkagögn > Pakkagagnatenging og svo úr eftirfarandi
valkostum:
● Þegar þörf er — til að koma á tengingu þegar forrit þarf á henni að halda.
Tengingunni er lokað um leið og forritinu.
● Sítenging — til að tengjast sjálfkrafa við pakkagagnakerfi þegar kveikt er á
símanum
Hægt er að nota símann sem mótald með því að tengja hann við tölvu með Bluetooth.
Nánari upplýsingar er að finna í þeim gögnum sem fylgdu með Nokia PC Suite.
Veldu Valmynd > Stillingar > Símtals-stillingar.
Til að flytja móttekin símtöl velurðu Símtalsflutningur (sérþjónusta). Nánari
upplýsingar má fá hjá þjónustuveitunni.
Til að gera tíu tilraunir til að hringja eftir að það mistekst í fyrsta skiptið velurðu
Sjálfvirkt endurval > Virkt.
Til að símkerfið láti þig vita af mótteknu símtali meðan á öðru símtali stendur
Biðþjónusta fyrir símtöl > Virkja (sérþjónusta).
Veldu Birta upplýsingar um mig til að þeir sem þú hringir í sjái símanúmerið þitt
(sérþjónusta).
Til að stilla tungumál skjátexta símans velurðu Valmynd > Stillingar > Síma-
stillingar > Stillingar tungumáls > Tungumál síma.
Aukabúnaður
Þessi valmynd, og ýmsir valkostir henni tengdir, sést aðeins ef síminn er eða hefur verið
tengdur við samhæfan þráðlausan aukahlut.
Veldu Valmynd > Stillingar > Aukahlutir. Veldu aukahlut og valkost í samræmi við
hann.
Stillingar
Hægt er að s till a mis munan di va lkosti s ímans. Þjónustuveitan kann einnig að senda þér
þessar stillingar.
Veldu Valmynd > Stillingar > Samskipan og svo einhvern eftirfarandi valkosta:
● Sjálfgefnar samskipanir — til að skoða hvaða þjónustuveitur eru vistaðar í
símanum og velja eina þeirra sem sjálfgefna
● Virkja sjálfgefið í öllum forritum — til að virkja sjálfgefna stillingu fyrir studd forrit
● Helsti aðgangsstaður — til að skoða vistaða aðgangsstaði
● Tengjast við þjónustusíðu — til að hlaða niður stillingum frá þjónustuveitunni
● Stillingar fyrir stjórnanda tækis — til að leyfa eða leyfa ekki móttöku
hugbúnaðaruppfærslna fyrir símann. Það fer eftir símanum hvort hægt sé að velja
þennan valkost.
● Eigin stillingar — til að bæta handvirkt við nýjum einkaáskriftum fyrir ýmsar
þjónustur og til að virkja þær eða eyða. Til að bæta við nýrri áskrift velurðu Nýr eða
Valkost. > Bæta við nýjum. Veldu þjónustugerðina og færðu inn nauðsynlegar
breytur. Til að virkja reikning velurðu hann og svo Valkost. > Virkja.
Upprunalegar stillingar
Til að nota upprunalegar stillingar símans velurðu Valmynd > Stillingar >
Endurheimta forstillingar og úr eftirfarandi valkostum:
● Endursetja stillingar eingöngu — til að núllstilla símann án þess að eyða
persónulegum gögnum.
● Núllstilla allt — til að núllstilla símann og eyða öllum persónulegum gögnum (t.d.
tengiliðum, skilaboðum og hljóð- og myndskrám).
10. Valmynd símafyrirtækis
Aðgangur að þjónustu sem símafyrirtækið býður upp á. Hafa skal samband við
símafyrirtækið til að fá nánari upplýsingar. Símafyrirtækið getur uppfært þessa valmynd
með þjónustuboðum.
11. Gallerí
Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir opnunarlykill sem tilgreinir
hvernig hægt er að nota efnið.
Ef tækið er með OMA DRM-varið efni skal nota öryggisafritunaraðgerðina í Nokia PC Suite
til að taka öryggisafrit af bæði opnunarlyklunum og efninu. Ef notaðar eru aðrar
flutningsaðferðir er ekki víst að opnunarlyklarnir, sem þarf að endursetja ásamt OMA
DRM-vörðu efni eftir að minni tækisins er forsniðið, verði fluttir með efninu. Einnig gæti
þurft að endursetja opnunarlyklana ef skrár í tækinu skemmast.
Síminn styður notkunarleyfakerfi (Digital Rights Management, DRM) til varnar aðfengnu
efni. Ætíð skal kanna afhendingarskilmála alls efnis og opnunarlykla áður en það er sótt
þar sem það getur verið háð greiðslu.
Til að skoða möppurnar velurðu Valmynd > Gallerí.
12. Miðlar
FM útvarp
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða
aukabúnaður þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Veldu Valmynd > Miðlar > Útvarp eða haltu * inni í biðstöðu.
Ef þú hefur þegar vistað útvarpsstöðvar flettirðu til hægri eða vinstri til að skipta á milli
stöðva eða velur tiltekna stöð með því að ýta á minnistakka hennar.
Til að leita að stöðvum flettirðu skruntakkanum til vinstri eða hægri og heldur honum
inni.
Til að vista stöð sem þú hefur stillt á velur þú Valkost. > Vista stöð.
Til að stilla hljóðstyrkinn flettirðu upp og niður.
Til að hafa kveikt á útvarpinu í bakgrunni ýtirðu á hætta-takkann. Slökkt er á útvarpinu
Ekki er hægt að nota upptökuna þegar gagnasímtal eða GPRS-tenging er virk.
Til að hefja upptöku velurðu Valmynd > Miðlar > Uppt.tæki og svo upptökutakkann
á skjánum.
Til að hlusta á nýjustu upptökuna skaltu velja Valkost. > Spila síðustu uppt.. Upptaka
er send í margmiðlunarskilaboðum með því að velja Valkost. > Senda s. upptöku.
Músíkspilari
Síminn þinn inniheldur músíkspilara til að hlusta á lög eða aðrar MP3 eða AAC hljóðskrár.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Veldu Valmynd > Miðlar > Tónl.spilari.
Til að hefja spilun eða gera hlé á henni ýtirðu á valtakkann í miðjunni.
Til að fara á byrjun lags sem er í spilun er flett til vinstri.
Til að fara í lagið á undan ýtirðu tvisvar á vinstri flettitakkann.
Til að fara í næsta lag flettirðu til hægri.
Til að spóla til baka ýtirðu á vinstri flettitakkann og heldur honum niðri.
Til að spóla áfram ýtirðu á hægri flettitakkann og heldur honum niðri.
Til að stilla hljóðstyrkinn flettirðu upp eða niður.
Kveikt og slökkt er á músíkspilaranum með því að ýta á #.
Til að leyfa tónlist að spila í bakgrunninum ýtirðu á hætta-takkann. Spilarinn er
stöðvaður með því að halda inni hætta-takkanum.
13. Forrit
Í hugbúnaði símans kunna að vera nokkrir leikir og Java-forrit sem eru sérstaklega
hönnuð fyrir Nokia-símann.
Veldu Valmynd > Forrit.
Veldu Leikir eða Safn til að opna leik eða forrit. Flettu að leik eða forriti og veldu
Opna.
Til að skoða hve mikið minni er tiltækt fyrir uppsetningu nýrra leikja og forrita velurðu
Valkost. > Staða minnis.
Veldu Valkost. > Hlaða niður > Hl. niður leikjum eða Hl. niður forritum til að hlaða
niður leik eða forriti. Síminn styður J2ME™ Java-forrit. Gakktu úr skugga um að forritið
sé samhæft símanum áður en því er hlaðið niður.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá traustum
aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með Java
Verified™.
Hægt er að vista sótt forrit í Gallerí í stað Forrit.
14. Skipuleggjari
Vekjaraklukka
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Vekjarakl..
Til að kveikja eða slökkva á vekjaraklukkunni velurðu Áminning:. Til að stilla tíma
vekjarans velurðu Tími vekjara:. Ef stilla á símann þannig að hann hringi á völdum
dögum vikunnar skaltu velja Endurtaka:. Til að velja eða sérstilla vekjaratón velurðu
Vekjaratónn:. Til að stilla tíma fyrir blund velurðu Lengd blunds:.
Veldu Hætta til að stöðva vekjarann. Ef þú lætur klukkuna hringja í eina mínútu eða
velur Blunda, slokknar á vekjaraklukkunni í þann tíma sem blundurinn hefur verið
valinn og svo hringir hún aftur.
Dagbók og verkefni
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Dagbók. Núverandi dagur er með ramma. Ef
færslur eru við daginn er hann feitletraður.
Til að búa til dagbókaratriði flettirðu að dagsetningu þess og velur Valkost. > Skrifaminnismiða.
Til að skoða minnismiða dagsins velurðu Skoða. Dagbókaratriðum er eytt með því að
velja Valkost. > Eyða atriðum > Öllum atriðum.
Til að skoða verkefnalistann velurðu Valmynd > Skipuleggjari > Verkefnalisti.
Verkefnalistinn birtist og er flokkaður eftir forgangi. Til að bæta við, eyða eða senda
verkefni, merkja það sem lokið eða flokka verkefni eftir skilafresti velurðu Valkost..
15. Vefur eða Internet
Þú getur fengið aðgang að ýmiss konar netþjónustu í vafra símans. Útlit vefsíðna getur
verið breytilegt eftir skjástærðinni. Hugsanlega er ekki hægt að skoða allt efni vefsíðna.
Vefskoðunaraðgerðin, sem hér eftir verður nefnd Vefur, birtist hugsanlega sem Vefur
eða Internet í valmyndinni, en það fer eftir símanum þínum.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi
og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu, verð og leiðbeiningar fást hjá þjónustuveitunni.
Þú getur fengið nauðsynlegar stillingarnar fyrir vefskoðun í stillingaboðum frá
Til að tengjast þjónustunni velur þú Valmynd > Vefur > Heim; eða í biðstöðu ýtir þú
á og heldur 0.
Eftir að þú hefur tengst þjónustu geturðu hafið skoðun á síðum hennar. Virkni takkanna
á símanum er mismunandi eftir þjónustuveitum. Fylgdu textaleiðbeiningunum á
símaskjánum. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.
16. SIM-þjónusta
SIM-kortið kann að bjóða upp á meiri þjónustu. Einungis er hægt að opna þe ssa valmynd
ef SIM-kortið styður hana. Heiti og efni valmyndarinnar fer eftir þjónustunni sem er í
boði.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukabúnað sem Nokia
hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti
öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlegan aukabúnað sem samþykktir eru til
notkunar. Þegar aukabúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Rafhlaða
Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki
Tækið gengur fyrir endurhlaðanlegri rafhlöðu. Þetta tæki er ætlað til notkunar með
BL-5C rafhlöðu. Hugsanlega verða hægt að fá aðrar gerðir rafhlaðna frá Nokia fyrir þetta
tæki. Tækið er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið með eftirfarandi hleðslutækjum:
AC-3. Númer hleðslutækisins getur verið mismunandi eftir klónni sem er notuð. Gerð
klónnar er auðkennt af einu af eftirfarandi: E, EB, X, AR, U, A, C eða UB.
Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún
gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um
rafhlöðu. Aðeins skal nota rafhlöður sem samþykktar eru af Nokia og aðeins skal
endurhlaða rafhlöðu með hleðslutækjum sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með
þessu tæki. Notkun ósamþykktra rafhlaða eða hleðslutækja getur valdið eldhættu,
sprengingu, leka eða haft aðra áhættu í för með sér.
E f v er ið e r a ð n ot a ra fh lö ðu í fyrsta skipti, eða ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan
tíma, kann að vera nauðsynlegt að tengja hleðslutækið, aftengja það síðan og tengja
það aftur til að hefja hleðsluna. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur
þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu og tækið þegar það er ekki
í notkun. Ekki má hafa fullhlaðna rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla
getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt og smátt ef hún
er ekki í notkun.
Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (frá 59°F að 77°F).
Of mikill hiti eða kuldi draga úr endingu og líftíma rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri
rafhlöðu kann að hætta að starfa tímabundið. Einkum hefur mikið frost takmarkandi
áhrif á rafhlöður.
Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir
slysni þegar málmhlutur, svo sem mynt, bréfaklemma eða penni veldur beinni tengingu
milli + og - skautanna á rafhlöðunni. (Þau líta út eins og málmrendur á rafhlöðunni.) Til
dæmis getur þetta gerst þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli
skautanna getur valdið skemmdum á rafhlöðunn i eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Rafhlöður geta einnig
sprungið ef þær skemmast. Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og
reglugerðir. Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim
með heimilisúrgangi.
Ekki skal taka sundur, skera, opna, merja, beygja, afmynda, gata eða tæta rafhlöður. Ef
rafhlaða lekur má vökvi hennar ekki komast í snertingu við húð eða augu. Ef slíkt kemur
fyrir skal skola húð eða augu umsvifalaust með vatni, eða leita til læknis.
Ekki skal breyta, endurhanna, reyna að setja hluti í rafhlöðuna sem ekki eiga að vera
þar, dýfa rafhlöðunni í vatn eða aðra vökva, eða bleyta hana.
Röng notkun rafhlöðunnar hefur í för með sér eld- eða sprenghættu, eða aðra hættu.
Ef þú missir tækið eða rafhlöðuna, og þá sérstaklega á hart yfirborð, og telur að
rafhlaðan hafi skemmst, skaltu fara með hana til þjónustuvers til skoðunar áður en þú
heldur áfram að nota hana.
Aðeins skal nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð. Aldrei skal nota skemmt
hleðslutæki eða rafhlöðu. Geyma skal rafhlöðuna þar sem lítil börn ná ekki til.
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia
Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia til að tryggja öryggi þitt. Til að ganga úr skugga um
að þú notir ósvikna Nokia rafhlöðu skaltu kaupa hana af viðurkenndri þjónustumiðstöð
eða söluaðila Nokia og skoða heilmyndarmiðann líkt og lýst er í eftirfarandi skrefum:
Þó svo að þessum skrefum sé fylgt nákvæmlega er það ekki fullkomin trygging fyrir því
að rafhlaðan sé ósvikin. Hafir þú minnstu ástæðu til að ætla að rafhlaðan þín sé ekki
ósvikin Nokia rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur fara með hana til viðurkenndrar
þjónustumiðstöðvar eða söluaðila Nokia og leita aðstoðar. Ef ekki er hægt að staðfesta
sannvottunina skaltu skila rafhlöðunni til söluaðilans.
Sannvottun heilmyndar
1. Þegar þú horfir á heilmyndina á miðanum ættirðu að sjá Nokia-
handabandstáknið frá einu sjónarhorni og „Nokia Original
Enhancements“ táknið frá öðru.
2. Þegar þú snýrð heilmyndinni til vinstri, hægri, upp eða niður
ættirðu að sjá 1, 2, 3 eða 4 punkta, allt eftir staðsetningu hennar.
Ef þú getur ekki staðfest að Nokia-rafhlaðan með heilmyndinni á miðanum sé ósvikin
Nokia-rafhlaða skaltu ekki nota rafhlöðuna. Farðu með hana til næsta viðurkenndu
þjónustumiðstöðvar eða söluaðila Nokia. Notkun rafhlaða sem eru ekki samþykktar af
Nokia getur verið hættuleg. Hún getur jafnframt leitt til þess að tækið og aukabúnaður
þess virki ekki sem skyldi eða skemmist. Notkun þeirra kann jafnframt að ógilda allar
þær samþykktir eða ábyrgðir sem eiga við tækið.
Nánari upplýsingar um ósviknar Nokia rafhlöður er að finna á www.nokia.com/
battery.
Umhirða og viðhald
Í tækinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega með.
Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda tækinu í ábyrgð.
● Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni
sem tæra rafrásirnar. Ef tækið blotnar skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna
alveg áður en rafhlaðan er sett í það aftur.
● Ekk i sk al n ota tækið á ry kug um o g óh reinu m st öðu m né gey ma það þar . Hr eyfan leg ir
hlutir og rafrænir hlutar þess geta skemmst.
● Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu
rafeindatækja, skemmt rafhlöður og undið eða brætt sum plastefni.
● Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi
getur raki myndast innan í því og hann getur skemmt rafrásaspjöld.
● Ekki skal reyna að opna símann öðruvísi en tilgreint er í þessari handbók.
● Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur
skemmt innri rafrásaspjöld og fíngerðan búnað.
● Ekki skal nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að
þrífa tækið.
● Ekki skal mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg
fyrir að þeir vinni rétt.
● Aðeins skal nota loftnetið sem fylgir með símanum eða samþykkt varaloftnet.
Ósamþykkt loftnet, breytingar á þeim eða viðbætur, gætu skemmt tækið og kunna
að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
● Nota skal hleðslutæki innandyra.
● Alltaf skal taka öryggisafrit af gögnum sem ætlunin er að halda, t.d. tengiliðum og
dagbókaratriðum.
● Hægt er að endurstilla tækið af og til og tryggja þannig hámarksafköst með því að
slökkva á tækinu og fjarlægja rafhlöðu þess.
Þessar ábendingar eiga jafnt við um tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið eða annan
aukabúnað. Ef tæki vinnur ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda
þjónustuaðila til lagfæringar.
Skilaðu alltaf notuðum raftækjum, rafhlöðum og umbúðum á viðeigandi sorp- og
endurvinnslustöð. Með því stuðlar þú að takmarkaðri losun á úrgangi og endurvinnslu.
Nánari upplýsingar um safnstaði eru veittar hjá söluaðilum, viðkomandi yfirvöldum á
staðnum, framleiðslueftirliti í viðkomandi landi eða umboðsaðila Nokia á staðnum.
Kannaðu hvernig þú getur endurunnið vörur frá Nokia á www.nokia.com/werecycle eða
á www.nokia.mobi/werecycle ef þú skoðar síðuna í farsíma.
Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu og er á vörunni, rafhlöðunni, bæklingnum
eða umbúðunum táknar að fara verður með allan rafbúnað og rafeindabúnað,
rafhlöður og rafgeyma á sérstaka staði til förgunar að líftíma vörunnar liðnum.
Þessi krafa á við innan Evrópusambandsins. Hendið þessum vörum ekki með
heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar um umhverfismál er að finna í Eco-yfirlýsingum
fyrir vörur á www.nokia.com/environment.
Viðbótaröryggisupplýsingar
Yfirborð þessa tækis felur ekki í sér nikkel.
Lítil börn
Í tækinu og aukabúnaðir þess geta verið litlir hlutir. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná
ekki til.
Vinnuumhverfi
Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun annaðhvort
í hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar það er haft að minnsta kosti 2,2 sentimetrar
(7/8 úr tommu) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar tækið
er borið á réttan hátt á líkamanum ætti slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda
ætti tækinu að minnsta kosti í þeirri fjarlægð frá líkamanum sem nefnd var hér á undan.
Til að hægt sé að senda gagnaskrár eða skilaboð þarf þetta tæki góða tengingu við
símkerfið. Í sumum tilvikum getur sending gagna eða boða tafist þar til slík tenging er
tiltæk. Tryggja skal að ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum sé fylgt þar til sendingu er
lokið.
Hlutar tækisins eru segulmagnaðir. Málmefni gætu dregist að tækinu. Ekki má geyma
kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt tækinu því
upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.
Lækningatæki
Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra
síma, kann að trufla virkni lækningatækja sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal
samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til þess að komast að því hvort
það sé nægilega vel varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari
upplýsinga. Slökkva skal á tækinu í námunda við heilsugæslustöðvar ef auglýstar reglur
þess efnis kveða á um að það sé gert. Sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar kunna að
nota búnað sem getur verið næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.
Framleiðendur lækningatækja mæla með því að 15,3 sentímetra (6 tommu) lágmarksbil
sé haft á milli þráðlauss tækis og ígrædds lækningabúnaðar, eins og gangráðs eða
ígrædds hjartarafstuðstækis til þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun í
lækningabúnaðinum. Einstaklingar með slíkan búnað ættu:
● Haltu alltaf þráðlausu tæki í meira en 15,3 sentímetra (6 tommu) fjarlægð frá
lækningartæki þegar kveikt er á þráðlausa tækinu.
● Ekki að ganga með þráðlausa tækið í brjóstvasa
● Hafa þráðlausa tækið við eyrað sem er fjær lækningabúnaðinum til að draga úr líkum
á truflunum.
● Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á þráðlausa tækinu tafarlaust.
● Lesið og fylgið leiðbeiningum frá framleiðanda ígrædda lækningabúnaðarins.
Ef þú hefur spurningar um notkun þráðlausa tækisins með ígræddum lækningabúnaði
skaltu hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk.
Heyrnartæki
Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki. Ef truflun verður skal leita
til þjónustuaðila.
Ökutæki
Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau
ekki rétt upp sett eða ekki nægilega varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf,
rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrð hraðakerfi og loftpúðakerfi.
Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda bílsins eða búnaðarins sem bætt hefur verið
við eða fulltrúa hans.
Aðeins á að fela fagmönnum að gera við tækið eða setja tækið upp í ökutæki. Gölluð
uppsetning eða viðgerð kann að valda hættu og ógilda hvers kyns ábyrgð sem kann að
vera á tækinu. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus tækjabúnaður í
ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt. Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva,
lofttegundir eða sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða aukabúnað með
því. Ef ökutæki er búið loftpúða skal hafa hugfast að loftpúðar blásast út af miklum
krafti. Ekki má setja hluti, þar með talinn uppsettan eða færanlegan þráðlausan búnað,
á svæðið yfir loftpúðanum eða á útþenslusvið loftpúðans. Ef þráðlaus búnaður í bíl er
illa settur upp og loftpúðinn þenst út getur slíkt orsakað alvarleg meiðsl.
Notkun tækisins meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva skal á tækinu áður en gengið
er um borð í flugvél. Notkun þráðlausra fjarskiptatækja í flugvél getur skapað hættu við
stjórn flugvélarinnar, rofið þráðlaust símasamband og verið ólöglegt.
Sprengifimt umhverfi
Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem hætta er á sprengingum og fara að öllum
tilmælum sem sjást á skiltum og leiðbeiningum. Sprengifimt andrúmsloft telst vera á
svæðum þar sem yfirleitt er beðið um að drepið sé á vél bifreiðar. Neistaflug á slíkum
svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll.
Slökkva skal á tækinu á eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur á
bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir á notkun útvarpsbúnaðar í eldsneytisgeymslum,
svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða þar sem
verið er að sprengja. Svæði þar sem sprengihætta er mikil eru oftast vel auðkennd, en
þó ekki alltaf. Þau eru m.a. neðri þilför skipa, aðstaða til efnaflutninga eða geymslu og
svæði þar sem efni líkt og korn, ryk eða málmagnir eru í lofti. Þú ættir að kanna það hjá
framleiðendum farartækja sem nota jarðgas (líkt og própan eða bútan) til að ákvarða
hvort hægt sé að nota þetta tæki á öruggan hátt nálægt þeim.
Neyðarhringingar
Mikilvægt: Þetta tæki notar útvarpsmerki, þráðlaus staðarnet, kapalkerfi og
notendaforritaðar aðgerðir. Ef tækið styður símtöl á internetinu (netsímtöl) skaltu bæði
kveikja á farsímanum og á netsímtölum. Tækið reynir bæði að koma á neyðarsímtölum
á farsímakerfinu og um þjónustuveitu netsímtala ef bæði eru valin. Ekki er hægt að
tryggja tengingu við allar aðstæður. Því skyldi aldrei treysta eingöngu á þráðlaust tæki
ef um er að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti, t.d. í bráðatilvikum.
Neyðarsímtal:
1. Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort nægilegur sendistyrkur sé
fyrir hendi. Þú gætir einnig þurft að ljúka eftirfarandi, allt eftir tækinu þínu:
● Settu SIM-kort í tækið þitt ef það notar slíkt kort.
● Eyddu öllum takmörkunum sem þú hefur valið í tækinu þínu.
● Breyttu sniðinu þínu úr sniði án tengingar eða flugsniði í virkt snið.
2. Ýttu eins oft á endatakkann og þarf til að hreinsa skjáinn og gera tækið reiðubúið
fyrir símtöl.
3. Veldu opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði. Neyðarnúmer eru breytileg
eftir stöðum.
4. Styddu á hringitakkann.
Í neyðarsímtali þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og
kostur er. Þráðlausa tækið getur verið eina samskiptatækið á slysstað. Ekki má slíta
símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Upplýsingar um vottun (SAR)
Þetta farsímatæki uppfyllir viðmiðunarreglur um áhrif af útvarpsbylgjum.
Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er hannað með tilliti til leyfilegra
marka um áhrif af útvarpsbylgjum sem alþjóðlegar viðmiðunarreglur mæla með. Þessar
viðmiðunarreglur voru þróaðar af óháðu vísindastofnuninni ICNIRP og innihalda
öryggismörk sem ætlað er að tryggja öryggi allra, óháð aldri og heilsufari.
Í viðmiðunarreglum um útvarpsbylgjur þráðlausra tækja er notuð mælieiningin SAR
(Specific Absorption Rate). Efri mörk SAR, samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP, eru 2,0
vött/kílógramm (W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvef. Mælingar á SAR eru
gerðar í hefðbundnum notkunarstöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á
öllum mældum tíðnisviðum. Raunverulegur SAR-styrkur tækis í notkun getur verið lægri
en hámarksgildið, þar sem tækið er hannað til að nota aðeins þann styrk sem þarf til
að ná sambandi við símkerfið. Fjöldi þátta hafa áhrif á styrkinn, t.d. hversu langt
notandinn er frá grunnstöð. Samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP er hæsta SAR-gildi
fyrir notkun tækisins við eyra 0,94 W/kg.
Notkun aukahluta og aukabúnaðar getur valdið því að SAR-gildið sé annað. SAR-gildi
kunna að vera breytileg milli landa sökum mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og
tíðnisviðs. Viðbótarupplýsingar um SAR má finna í upplýsingum um vörur á
www.nokia.com.