Nokia ASHA 201 User Manual

Notandahandbók Nokia 201
Útgáfa 1.0
2 Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 4
Tækið tekið í notkun 5
Takkar og hlutar 5 SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir 6 Hleðsla rafhlöðunnar 7 Slökkt eða kveikt á símanum 8 Minniskorti komið fyrir 8 GSM-loftnet 9 Höfuðtól tengt við tækið 10 Úlnliðsbandið fest 10
Grunnnotkun 10
Lykilorð 10 Tökkunum læst 11 Vísar 11 Afritun tengiliða eða mynda úr eldri síma 12 Notkun símans án SIM-korts 12
Símtöl 13
Hringt í númer 13 Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð 13 Hringt í síðast valda númerið 13 Innhringingar framsendar í talhólf eða annað símanúmer 13
Tengiliðir 14
Nafn og símanúmer vistað 14 Hraðval notað 14 Persónuupplýsingar sendar 14
Textaritun 15
Innsláttur texta á takkaborði 15 Flýtiritun 16
Skilaboð 16
Skilaboð send 16
Viðhengi vistað 17 Hlustað á talskilaboð 17 Senda hljóðskilaboð 18
Póstur og spjall 18
Um Póst 18 Póstur sendur 18 Tölvupóstur lesinn og honum svarað 18 Um spjall 18 Spjallað við vini 19
Tengingar 19
Bluetooth 19 USB-gagnasnúra 21
Klukka 22
Dag- og tímasetningu breytt 22 Vekjaraklukka 22
Myndir og hreyfimyndir 22
Myndataka 22 Hreyfimynd tekin upp 23 Mynd eða hreyfimynd send 23 Skrár flokkaðar 23
Tónlist og hljóð 24
Hljóð- og myndspilari 24 FM-útvarp 25
Vafrað á netinu 26
Um netvafrann 26 Vafrað á netinu 27 Bókamerki bætt við 27 Láttu vefsíðuna passa á skjá símans 28 Að spara í gagnakostnaði 28 Vafrayfirlitið hreinsað 28
Um Samfélög 29
Stjórnun tækis 29
Tækið notað til að uppfæra hugbúnað 29
Uppfærsla símahugbúnaðar í tölvu 30 Upphaflegar stillingar endurheimtar 31 Myndir og annað efni afritað á minniskort 31
Umhverfisvernd 31
Orkusparnaður 31 Endurvinnsla 31
Vöru- og öryggisupplýsingar 32
Efnisyfirlit 3
ryggi

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu, til dæmis um borð í flugvélum, á sjúkrahúsum eða nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja. Farðu eftir leiðbeiningum á afmörkuðum svæðum.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

RAFHLÖÐUR, HLEÐSLUTÆKI OG ANNAR AUKABÚNAÐUR

Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og annan aukabúnað sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessu tæki. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.

VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA

Hlusta skal á höfuðtól á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er á hátölurunum.

Tækið tekið í notkun

Takkar og hlutar

1 Tengi fyrir hleðslutæki 2 Eyrnatól 3 Skjár 4 Valtakkar 5 Internettakki 6 Hringitakki 7 Takkaborð 8 Hljóðnemi 9 Höfuðtólstengi/Nokia AV-tengi (3,5 mm) 10 Micro-USB-tengi 11 Gat á úlnliðsbandi 12 Skilaboðatakki 13 Endatakki/rofi 14 Navi™-takki (flettitakki)
Tækið tekið í notkun 5
6 Tækið tekið í notkun
15 Myndavélarlinsa 16 Hátalari 17 Minniskortsrauf

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Þessi sími er ætlaður til notkunar með BL-5J rafhlöðu. Notið alltaf rafhlöður frá Nokia.
1 Settu fingurinn í dældina neðst á símanum og taktu bakhliðina varlega af honum.
2 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í.
Tækið tekið í notkun 7
3 Renndu til SIM-kortahöldunni til að opna hana (1) og lyftu henni svo með nöglinni.
Gættu þess að snertiflötur SIM-kortsins snúi niður þegar það er sett inn (2), komdu SIM-kortinu fyrir í kortahöldunni og leggðu hana svo að símanum (3). Renndu kortafestingunni þannig að hún læsist (4).
4 Gættu þess að rafskaut rafhlöðunnar nemi við tengi rafhlöðuhólfsins og settu
rafhlöðuna á sinn stað. Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu læsihökunum að raufunum og ýta henni niður þar til hún smellur á sinn stað.

Hleðsla rafhlöðunnar

Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda, en ef til vill þarf að endurhlaða hana áður en hægt er að kveikja á símanum í fyrsta skipti. Ef síminn sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1 Tengdu hleðslutækið við innstungu. 2 Tengdu hleðslutækið við símann. 3 Þegar rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við
símann og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota símann á meðan hann er í hleðslu.
8 Tækið tekið í notkun
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist eða þar til hægt er að hringja.
Ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt að tengja hleðslutækið, aftengja það síðan og tengja það aftur til að hægt sé að hefja hleðsluna.

Slökkt eða kveikt á símanum

Haltu rofanum inni
.
Síminn kann að birta beiðni um að stillingar séu sóttar frá þjónustuveitu. Nánari upplýsingar um þessa sérþjónustu fást hjá þjónustuveitunni.

Minniskorti komið fyrir

Aðeins skal nota samhæf minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Síminn styður minniskort sem eru allt að 32 GB að stærð.
1 Opnaðu lok minniskortsraufarinnar. 2 Gakktu úr skugga um að snertiflötur minniskortsins snúi upp og settu kortið inn.
Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
3 Lokaðu minniskortsraufinni.
Tækið tekið í notkun 9
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það
kann að skemma minniskortið og tækið og spilla gögnum sem vistuð eru á kortinu.
Hægt er að fjarlægja eða skipta um minniskort án þess að slökkva á símanum.
Minniskort fjarlægt
Ýttu kortinu inn þar til það losnar og dragðu það svo út.

GSM-loftnet

Loftnetssvæðið er auðkennt.
Forðast skal snertingu við loftnetssvæðið þegar loftnetið er í notkun. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og kann að minnka líftíma rafhlöðu tækisins þar sem orkuþörf tækisins eykst þegar það er í notkun.
10 Grunnnotkun

Höfuðtól tengt við tækið

Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt tækið. Ekki skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið. Ef ytra tæki eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia AV-tengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.

Úlnliðsbandið fest

Fjarlægðu bakhliðina, þræddu bandið eins og sýnt er, hertu það og settu bakhliðina aftur á.
Úlnliðsbandið er fáanlegt eitt og sér.

Grunnnotkun

Lykilorð

Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja símann gegn óheimilli notkun. Þú getur búið til og breytt númerinu og stillt símann á að biðja um númerið. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir númerinu og síminn er læstur þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú gætir þurft að greiða viðbótargjald og persónulegum
Grunnnotkun 11
upplýsingum í símanum kann að verða eytt. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða seljanda símans.
PIN-númerið, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir óleyfilegri notkun. PIN2-númerið, sem fylgir sumum SIM-kortum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú slærð inn rangt PIN- eða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða PUK2-númerið. Ef þau fylgja ekki SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að fá aðgang að upplýsingum í öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt þegar stafræn undirskrift er notuð. Slá þarf inn lykilorð útilokunar þegar útilokunarþjónustan er notuð.
Hægt er að velja hvernig síminn notar aðgangsnúmer og öryggisstillingar í Valmynd >
Stillingar > Öryggi.

Tökkunum læst

Til að koma í veg fyrir að þú hringir óviljandi þegar síminn er í vasa eða tösku skaltu læsa tökkum hans.
Veldu Valmynd og ýttu síðan á *.
Opnað fyrir takkana Veldu Úr lás og ýttu á *.
Takkar stilltir á sjálfvirka læsingu
1Veldu Valmynd > Stillingar og Tæki > Sjálfvirkur takkavari > Virkur. 2 Veldu eftir hve langan tíma takkarnir skulu læsast sjálfkrafa.

Vísar

eða
eða
eða
Þú átt ólesin skilaboð. Þú átt ósend skilaboð, skilaboð sem hefur verið hætt við eða sem hafa
mistekist. Takkaborðið er læst.
Enginn tónn heyrist þegar hringt er í símann eða textaskilaboð berast. Áminning er stillt. Síminn er skráður á GPRS- eða EGPRS-kerfi. GPRS- eða EGPRS-tenging er opin. GPRS- eða EGPRS-tengingin liggur niðri (í bið). Bluetooth-tenging er virk. Ef notaðar eru tvær símalínur er önnur línan í notkun.
12 Grunnnotkun
Öllum símtölum er beint í annað númer. Sniðið sem er í notkun hefur verið tímastillt. Höfuðtól er tengt við símann. Síminn er tengdur við annað tæki með USB-gagnasnúru.

Afritun tengiliða eða mynda úr eldri síma

Viltu afrita efni úr eldri, samhæfum Nokia-síma og byrja þannig að nota nýja símann á fljótlegan hátt. Hægt er að afrita t.d. tengiliði, dagbókarfærslur og myndir yfir í nýja símann án endurgjalds.
1 Kveiktu á Bluetooth í báðum símunum.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth og Kveikja. 2Veldu Valmynd > Stillingar > Samstill./örygg.afrit. 3Veldu Símaflutningur > Afrita í þetta. 4 Veldu efnið sem á að afrita og Lokið. 5 Veldu eldri símann af listanum. 6 Sláðu inn lykilorð í hinn símann ef farið er fram á það. Nauðsynlegt er að slá
lykilorðið, sem þú getur valið sjálf(ur), inn í báða símana. Lykilorð er fyrirfram
skilgreint í sumum símum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók hins
símans.
Lykilorðið gildir aðeins fyrir þessa tilteknu tengingu. 7 Ef beðið er um það skal leyfa tengingu og að afrit sé tekið.

Notkun símans án SIM-korts

Viltu leyfa börnunum þínum að leika sér með símann án þess að þau geti hringt óvart úr honum? Hægt er að nota suma eiginleika símans, líkt og leiki og dagbók, án þess að SIM-kort sé í honum. Ekki er hægt að nota þær valmyndir sem eru dekktar.
Loading...
+ 25 hidden pages