LEYFISYFIRLÝSING
Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION, yfir því að RM-38 er í samræmi við grunnkröfur og
aðrar kröfur, sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni
er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/
0434
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði
að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á
við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki.
Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar, sjá
Eco-yfirlýsingu eða tilteknar landsupplýsingar á slóðinni www.nokia.com.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls
er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Nokia, Visual Radio, Nokia Connecting People, og Pop-Port eru vörumerki eða skrásett
vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér
geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune og Visual Radio eru vörumerki Nokia Corporation.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and
noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance
with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial
activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video
provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information,
including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from
MPEG LA, LLC. See <http://www.mpegla.com>.
Þessi vara er háð leyfinu MPEG4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án
viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum
MPEG4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til
notkunar í tengslum við MPEG4-hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi.
Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo
sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá
<http://www.mpegla.com>.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera
breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar
tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu
eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða
orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin
ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki
þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan
henti tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það tilbaka
hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Kannaðu málið hjá næsta
söluaðila Nokia.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og
reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki
samræmast lögum eru óheimilar.
9244355/2. útgáfa
Efni
Öryggisatriði ............................. 6
Almennar upplýsingar.............. 9
Listi yfir aðgerðir.................................... 9
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt
eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er
bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur
frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal
ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur
haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt
lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum
í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við
eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem
verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum
með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja
saman ósamhæf tæki.
6
Öryggisatriði
VATNSHELDNI
Síminn er ekki vatnsheldur. Halda skal honum þurrum.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar
upplýsingar sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því
vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
NEYÐARHRINGINGAR
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja
skal á hreinsa eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og fara
aftur í upphafsskjáinn. Færðu inn neyðarnúmerið og styddu
svo á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má
slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 900/
1800/1900 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla
notkun þessa tækis, þar með talið höfundarrétt.
Þegar myndir eða myndinnskot eru tekin eða notuð skal fylgja öllum lögum og
virða staðbundna siði auk einkalífs og lögbundinna réttinda annarra.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara,
þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun
þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
■ Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera
fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa
símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum
símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni
áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa
viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta
verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu.
Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
7
Öryggisatriði
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar
eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins.
Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan
kann að fela í sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP
samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem netvafur, tölvupóstur,
kallkerfi, spjall og margmiðlunarboð krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
■ Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki.
Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá AC-3 eða AC-4
hleðslutæki. Þetta tæki notar BP-6M rafhlöður.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem
Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar
eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun
getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til
notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Nokkur holl ráð varðandi fylgibúnað og aukahluti:
• Alla aukahluti og fylgibúnað skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
• Þegar aukahlutur eða fylgibúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna,
ekki leiðsluna.
• Athuga skal reglulega hvort aukahlutir fyrir bíla séu vel festir og vinni rétt.
• Uppsetningu flókinna aukahluta í bíla skal fela fagmönnum.
8
Almennar upplýsingar
Almennar upplýsingar
■ Listi yfir aðgerðir
Síminn býður upp á ýmsa notkunarmöguleika sem koma sér vel í dagsins
önn og má þar nefna dagbók, tölvupóst, klukku, vekjaraklukku, XHTMLnetvafra og útvarp. Síminn styður einnig eftirfarandi:
• 2 megapixla myndavél með myndbandsupptöku
• Tónlistarspilara með stýritökkum og stuðningi fyrir MP3, WMA, AAC
og eAAC+ skrár
• Raddstýrðar hringingar og raddskipanir
• Bluetooth-tækni
• microSD-minniskort til að auka minni símans
■ Aðgangslyklar
Númerakóði læsingar
Númerakóði læsingar (5-10 tölustafir) hindrar að síminn sé notaður í
leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Breyttu númerinu, og geymdu
nýja númerið á leyndum og öruggum stað sem er fjarri símanum.
Í „Öryggi“ á bls. 95 er fjallað um það hvernig númerinu er breytt
og síminn stilltur þannig að hann biðji um númerið.
Ef þú slærð inn rangt læsingarnúmer fimm sinnum í röð hundsar síminn
frekari innslátt þess. Bíddu í fimm mínútur og sláðu númerið inn aftur.
Þegar tækið er læst getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið
sem er forritað í tækið.
PIN-númer
• PIN-númerið (Personal Identification Number) og UPIN-númerið
(universal personal identification number) (4-8 tölustafir) hindra að
SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. Sjá „Öryggi“ á bls. 95. PIN-númerið
fylgir yfirleitt með SIM-kortinu.
9
Almennar upplýsingar
• PIN2-númerið (4-8 tölustafir) fylgir hugsanlega SIM-kortinu og er
nauðsynlegt til að komast í sumar aðgerðir.
• Nauðsynlegt er að slá inn PIN-númer öryggiseiningar til að
fá aðgang að upplýsingum í öryggiseiningunni. PIN-númer
öryggiseiningar fylgir SIM-kortinu ef það inniheldur öryggiseiningu.
• PIN-númer undirskriftar er nauðsynlegt fyrir rafrænu undirskriftina.
PIN-númer undirskriftar fylgir SIM-kortinu ef það inniheldur
öryggiseiningu.
PUK-númer
PUK- (personal unblocking key) og UPUK-númerin (universal personal
unblocking key) (8 tölustafir) þarf til að breyta lokuðum PIN- og UPINnúmerum. PUK2-númer er nauðsynlegt til að breyta læstu PIN2-númeri.
Hafi númerin ekki fylgt SIM-kortinu skaltu hafa samband við
þjónustuveituna til að fá þau.
Lykilorð útilokunar
Lykilorðs vegna útilokunar er krafist þegar Útilokanir er notuð.
Sjá „Útilokanir símtala“ á bls. 98. Þú getur fengið lykilorðið hjá
þjónustuveitunni þinni.
Ef þú slærð inn rangt útilokunarlykilorð þrisvar sinnum í röð lokast
lykilorðið. Hafðu samband við þjónustuveituna eða símafyrirtækið.
■ Stillingaþjónusta
Áður en hægt er að nota margmiðlunarboð, spjall, kallkerfi,
tölvupóstforrit, samstillingu, straumspilun og vafra, verður að slá inn
réttar samskipanastillingar í símanum. Síminn kanna að samstilla vafra, margmiðlunarboða-, aðgangsstaðs- og straumspilunarstillingar
sjálfvirkt samkvæmt SIM-kortinu sem er í notkun. Stillingarnar er
hægt að fá í samskipanaboðum og þá þarf að vista þær í símanum.
Nánari upplýsingar má fá hjá þjónustuveitunni eða næsta viðurkennda
söluaðila Nokia.
10
Almennar upplýsingar
Þegar stillingarnar berast í samskipanaboðum, og þær eru ekki vistaðar
og virkjaðar sjálfkrafa, birtist 1 ný skilaboð á skjánum. Veldu Sýna til að
opna skilaboðin. Til að vista stillingarnar skaltu velja Valkostir > Vista.
Ef textinn PIN-númer fyrir stillingar: birtist skaltu slá inn PIN-númerið
fyrir stillingarnar og velja Í lagi. Upplýsingar um PIN-númerið fást hjá
þjónustuveitunni.
Hafi engar stillingar verið vistaðar áður vistar síminn þessar stillingar
og gerir þær að sjálfgefnum samskipanastillingum. Annars birtist
spurningin Nota sem sjálfvaldar stillingar?.
Til að hafna stillingunum skaltu velja Valkostir > Eyða.
■ Niðurhleðsla efnis og forrita
Verið getur að þú getir hlaðið niður efni og forritum, svo sem þemum,
tónum og myndinnskotum og leikjum í símann (sérþjónusta).
Veldu niðurhleðsluaðgerð (t.d. í valmyndinni Gallerí). Til að fara í
niðurhleðsluaðgerðina, sjá viðeigandi valmyndalýsingar. Upplýsingar
um mismunandi þjónustu, verð og gjaldtöku má fá hjá þjónustuveitunni.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá
aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
■ Aðstoð og þjónustuupplýsingar um Nokia
Á www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt
að finna nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar,
efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
Á vefsetrinu er hægt að fá upplýsingar um notkun á Nokia-vörum og
þjónustu. Ef hafa þarf samband við þjónustuborð skal skoða listann
yfir staðbundna Nokia-þjónustuaðila (Nokia contact centers) á
www.nokia.com/customerservice.
Vegna viðhaldsþjónustu skal finna næsta Nokia-þjónustuaðila
(Nokia services center) á www.nokia.com/repair.
11
Hafist handa
1.Hafist handa
■ SIM-kort og rafhlaða sett í símann
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er
fjarlægð.
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins.
Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
1. Snúðu símanum þannig að
bakhliðin snúi að þér, styddu á
sleppitakkana á báðum hliðum
símans (1) og lyftu bakhliðinni
(2) upp til að fjarlægja hana.
2. Fjarlægðu rafhlöðuna með því
að lyfta henni eins og sýnt er (3).
12
3. Losaðu SIM-kortsfestinguna
með því að renna henni aftur
á bak (4) og lyfta henni (5).
4. Settu SIM-kortið í SIMkortsfestinguna (6). Gættu þess
að skáhornið á kortinu snúi upp.
5. Lokaðu SIM-kortsfestingunni (7)
og renndu henni fram til að læsa
henni (8).
6. Settu rafhlöðuna aftur á sinn
stað (9).
Hafist handa
7. Til að setja bakhliðina aftur á
sinn stað skaltu láta hana nema
við læsingarnar á símanum (10)
og ýta lokinu á sinn stað (11).
13
Hafist handa
■ MicroSD-korti komið fyrir
1. Snúðu neðri hluta
símans til að komast
að lokinu á raufinni
fyrir microSD-kortið.
2. Til að opna raufina
skaltu toga í hornið
á lokinu.
3. Komdu kortinu fyrir
þannig að gyllti
snertiflöturinn snúi
að bakhlið loksins og ýttu því niður þar til það smellur á sinn stað.
4. Lokaðu raufinni.
Geyma skal microSD-kort þar sem lítil börn ná ekki til.
Aðeins skal nota samhæf microSD-kort með þessu tæki. Önnur minniskort, svo
sem Reduced Size MultiMedia-kort, passa ekki í raufina fyrir microSD-kortið
og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt
minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu
geta skaddast.
■ MicroSD-kort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki má fjarlægja microSD-kortið í miðri aðgerð þegar verið
er að lesa af kortinu. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á
kortinu geta skemmst.
Þú getur fjarlægt eða skipt um microSD-kort án þess að slökkva
á símanum.
1. Snúðu takkahluta símans til að komast að raufinni fyrir
microSD-kortið.
2. Opnaðu raufina og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
3. Fjarlægðu (eða skiptu um) microSD-kortið og lokaðu raufinni.
14
Hafist handa
■ Rafhlaðan hlaðin
1. Stingdu hleðslutækinu í samband
við rafmagnsinnstungu.
2. Stingdu snúrunni úr hleðslutækinu
í samband við hleðslutækistengið á
símanum.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta
liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Hleðslutíminn fer eftir hleðslutækinu og rafhlöðunni.Hleðsla á BP-6M
rafhlöðu með AC-3 hleðslutæki tekur um 3 klukkustundir og með AC-4
hleðslutæki um 2 klukkustundir.
■ Kveikt og slökkt á símanum
Styddu á rofann og haltu honum inni eins
og sýnt er.
Ef beðið er um PIN-númer skaltu slá það
inn og velja Í lagi.
Ef beðið er um læsingarnúmer skaltu
slá það inn og velja Í lagi. Upphaflega
stillingin á læsingarnúmerinu er 12345.
■ Tími og dagsetning stillt
Til að stilla rétt tímabelti, tíma og dagsetningu skaltu velja núgildandi
borg eða næstu borg á listanum sem er í sama tímabelti og slá síðan inn
staðartíma og dagsetningu.
15
Hafist handa
■ Hefðbundin notkunarstaða
Síminn notist aðeins í hefðbundinni stöðu.
Í tækinu er innbyggt loftnet.
Til athugunar:Forðast skal óþarfa
snertingu við loftnetið þegar kveikt
er á tækinu eins og gildir um öll önnur
tæki sem senda frá sér útvarpsbylgjur.
Snerting við loftnetið hefur áhrif á
móttökuskilyrði og getur valdið því
að tækið noti meiri sendiorku en
nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta
loftnetssvæðið þegar tækið er notað
verður virkni loftnetsins og líftími
rafhlöðunnar líkt og best verður á kosið.
■ Úlnliðsband fest
1. Fjarlægðu bakhlið símans.
2. Þræddu lykkjuna
á úlnliðsbandinu í
gegnum gatið (1).
3. Settu lykkjuna á
pinnann og hertu að (2).
4. Settu lokið aftur á.
16
2.Síminn þinn
■ Takkar og hlutar
• Rofi (1)
• Eyrnatól (2)
• Stýripinni (3)
• Valtakkar (4)
• Valmyndartakki (5)
• Hreinsitakki (6)
• Ritfærslutakki (7)
• Hætta-takki (8)
• Hringitakki (9)
•Talnatakkar (10)
• Spóla hratt áfram ,
súmma inn (11)
• Stöðva (12)
• Spila/hlé , myndatökutakki (13)
• Spóla til baka , súmma út (14)
• Myndavélarlinsa (15)
• Hátalari (16)
• Pop-Port
• Tengi fyrir hleðslutæki (18)
• Lok fyrir Pop-Port-tengi (19)
TM
tengi (17)
Síminn þinn
17
Síminn þinn
Geyma skal Pop-Port-tengi þar sem lítil börn ná ekki til.
Geyma skal tækið fjarri segulstáli eða segulsviði þar sem slíkt getur
valdið því að sum forrit, svo sem myndavélin, virki ekki sem skyldi.
■ Mismunandi stöður
Símann er hægt að nota í þrem mismunandi stöðum: samskiptaham,
myndavélarham og tónlistarham. Til að fara úr einum ham í annan
skaltu snúa neðri hluta símans. Þegar skipt er um stöðu líður stuttur
tími þar til hægt er að nota tækið í þeirri stöðu. Þegar síminn er í
samskiptaham skal ekki snúa neðri hluta símans um meira en 90 gráður
til hægri eða 180 gráður til vinstri. Ef reynt er að snúa neðri hluta
símans meira en svo mun síminn verða fyrir skemmdum.
Samskiptahamur
Samskiptahamur er virkur þegar talnatakkarnir á neðri
hlutanum eru sömu megin og skjárinn.
Myndavélarhamur
Til að gera myndavélarhaminn virkan
þegar síminn er í samskiptaham skaltu
snúa neðri hluta símans um 90 gráður
til vinstri þannig að myndavélarlinsan
snúi frá þér þegar þú horfir á skjáinn.
Til að taka sjálfsmynd skaltu snúa neðri
hluta símans um 90 gráður til hægri þannig að myndavélarlinsan snúi að
þér þegar þú horfir á skjáinn.
18
Síminn þinn
Tónlistarhamur
Til að gera tónlistarhaminn virkan þegar síminn er
í samskiptaham skaltu snúa neðri hluta símans um
180 gráður til vinstri þannig að takkarnir sem notaðir
eru þegar tónlist er spiluð séu sömu megin og skjárinn.
■ Biðhamur
Þegar kveikt er á símanum, og hann er skráður hjá símafyrirtæki,
er hann í virkum biðham og tilbúinn til notkunar.
Ef skipta á um snið er stutt á rofann og sniðið valið.
Styddu á hringitakkann til að opna lista yfir númer sem hringt hefur
verið í nýlega.
Haltu hægri valtakkanum inni til að nota raddskipanir.
Tengingu er komið á við vefinn með því að halda inni 0.
Virkur biðskjár
Í virkum biðham er hægt að nota aðalskjáinn til að opna mest notuðu
forritin á fljótlegan hátt. Til að velja hvort virkur biðhamur birtist
skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Biðhamur >
Virkur biðskjár > Virkur eða Óvirkur.
Til að opna forrit í virkum biðham skaltu skruna upp eða niður, skruna
síðan að forritinu og velja það. Í virkum biðham birtast sjálfgefnu
forritin efst á skjánum og þar fyrir neðan dagbókin, verkefni og
upplýsingar um það sem verið er að spila hverju sinni. Veldu forrit
eða færslu og styddu á stýripinnann.
19
Síminn þinn
Flýtivísar stýripinna í biðham
Sjálfgefið er að síminn sé í virkum biðham og ekki er hægt að nota
flýtivísa stýripinnans sem tiltækir eru í biðham. Gera þarf virkan
biðham óvirkan til að hægt sé að nota eftirfarandi flýtivísa.
Til að opna Tengiliðir skaltu skruna upp eða niður eða styðja á
stýripinnann.
Til að opna Dagbók skaltu skruna til hægri.
Til að skrifa textaboð skaltu skruna til vinstri.
Til að breyta forritaflýtivísum stýripinnans:
2. Skrunaðu að flýtivísinum sem þú vilt breyta og styddu á stýripinnann.
3. Skrunaðu að nýju forriti og styddu á stýripinnann.
Sumir flýtivísar kunna að vera fastir og þeim er ekki hægt að breyta.
■ Vísar
Síminn tengist GSM-símkerfi.
Ein eða fleiri skilaboð hafa borist í möppuna Innhólf í Skilaboð.
Skilaboð bíða sendingar í Úthólf. Sjá „Úthólf“á bls. 41.
Þú hefur ekki svarað einhverjum símtölum. Sjá „Nýleg símtöl“
á bls. 27.
Birtist ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og Viðv.tónn
skilaboða og Viðv.tónn tölvupósts er stillt á Óvirkt. Sjá „Snið“
á bls. 86.
Takkaborðið er læst. Sjá „Takkalás (Takkavari)“ á bls. 23.
Það er kveikt á hátalaranum.
Vekjarinn er á.
Símalína 2 er í notkun. Sjá Lína í notkun í„Símtöl“ á bls. 90.
20
Síminn þinn
/
Öll móttekin símtöl eru flutt yfir í talhólf eða annað númer.
Ef þú hefur tvær símalínur er flutningsvísirinn fyrir fyrri línuna
og fyrir þá síðari .
Höfuðtól er tengt við símann.
Hljóðmöskvi er tengdur við símann.
Tengingin við Bluetooth-höfuðtól rofnaði.
/ Gagnasímtal er virkt.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er til staðar.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er virk.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er í bið.
Bluetooth er virkt.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth. Sjá „Bluetooth-tenging“
á bls. 105.
USB-tenging er virk.
Aðrir vísar kunna einnig að birtast.
■ Skrunað og valið með stýripinnanum
Skrunað er með því að færa stýripinnann upp eða niður, til vinstri
eða hægri. Til að velja auðkennda hlutinn skaltu styðja á stýripinnann.
Hlutir í forriti merktir eða afmerktir
Til að merkja eða afmerkja hlut í forriti skaltu halda ritfærslutakkanum
inni og styðja á stýripinnann. Til að merkja eða afmerkja nokkra hluti
í röð skaltu halda ritfærslutakkanum inni og skruna upp eða niður.
■ Valmynd
Úr aðalvalmyndinni er hægt að komast í forrit símans. Aðalvalmyndin
er opnuð með því að velja Valmynd.
21
Síminn þinn
Forrit og möppur eru opnaðar með því að skruna að þeim og styðja á
stýripinnann.
Til að breyta útliti valmyndarinnar skaltu velja Valmynd > Valkostir >
Breyta útliti > Tafla eða Listi.
Ef röð aðgerða er breytt í valmyndinni getur hún verið önnur en hin
sjálfgefna röð sem lýst er í þessari notendahandbók.
Til að loka forriti eða möppu skaltu velja Til baka og Hætta eins oft
og þörf krefur til að fara aftur í biðham, eða velja Valkostir > Hætta.
Til að birta og skipta milli opinna forrita skaltu halda
valmyndartakkanum inni. Skiptigluggi forrita opnast þá með lista
yfir þau forrit sem eru opin. Skrunaðu að forriti og veldu það.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma
rafhlöðunnar.
■ Hjálp
Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir þess. Þá má opna
í forritum tækisins eða í aðalvalmyndinni.
Til að skoða hjálpartexta þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir >
Hjálp. Til að skipta milli hjálpartextans og forritsins sem er opið í
bakgrunninum skaltu halda inni takkanum Valmynd. Veldu Valkostir
og úr eftirfarandi valkostum:
Skrá yfir efni — til að skoða skrá yfir tiltæk efni í viðkomandi flokki
Skrá yfir hjálparfl. — til að skoða skrá yfir hjálparflokka
Leita e. efnisorðum — til að leita að hjálparefni með lykilorðum
Til að opna hjálpina úr aðalvalmyndinni skaltu velja Verkfæri > Hjálp.
Í skránni yfir hjálparflokka skaltu velja forrit til að sjá hjálpartexta þess.
Til að skipta milli hjálparskráarinnar, sem táknuð er með , og
lykilorðalista, sem táknaður er með , skaltu skruna til vinstri
eða hægri. Styddu á stýripinnann til að birta hjálpartextann.
22
Síminn þinn
■ Kennsluforrit
Í kennsluforritinu er kynning á aðgerðum símans og sýnt er hvernig á að
nota hann. Kennsluforritð fer sjálfkrafa í gang þegar kveikt er á símanum
í fyrsta skipti. Til að ræsa kennsluforritið handirkt skaltu velja
Valmynd > Kennsla og eitthvert atriði.
■ Stilling hljóðstyrks
Til að stilla hljóðstyrk eyrnatóls eða hátalara meðan símtal fer fram
eða þegar hlustað er á hljóðskrá skaltu skruna til vinstri eða hægri.
Til að gera hátalarann virkan meðan símtal fer fram skaltu velja
Hátalari.
Til að gera hátalarann óvirkan meðan símtal fer fram skaltu velja Símtól.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er
notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
■ Takkalás (Takkavari)
Til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist þegar stutt er óvart á takkana
skaltu styðja á vinstri valtakkann og * innan 1,5 sekúndu til að læsa
takkaborðinu.
Til að taka læsinguna af skaltu velja Úr lás og styðja á * innan 1,5
sekúndu.
Þegar takkalásinn er á getur samt verið hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
23
Símtöl
3.Símtöl
■ Hringt úr símanum
1. Sláðu inn svæðis- og símanúmerið í biðham. Styddu á hreinsitakkann
til að fjarlægja tölu.
Þegar hringt er til útlanda skaltu styðja tvisvar á * til að fá fram
alþjóðlega forskeytið (+ kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins)
og slá inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo
símanúmerið.
2. Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið.
3. Styddu á hætta-takkann að leggja á eða hætta við að hringja.
Til að hringja úr Tengiliðir skaltu velja Valmynd > Tengiliðir. Skrunaðu
að tilteknu nafni eða sláðu fyrstu stafi nafnsins og skrunaðu að nafninu.
Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) skaltu halda 1 inni þegar síminn
er í biðstöðu. Tilgreina verður númer talhólfs til að hægt sé að hringja
í það. Sjá „Talhólf“ á bls. 85.
Til að hringja í nýlega valið númer skaltu styðja á hringitakkann í
biðham. Listi yfir þau 20 númer sem þú hefur hringt í eða reynt
að hringja í birtist. Skrunaðu að númerinu sem þú vilt hringja í
og styddu á hringitakkann.
Til að hringja kallkerfissímtal, sjá „Kallkerfi“ á bls. 116.
Hraðval
Hægt er að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum 2 til 9.
Sjá „Símanúmer tengt við hraðvalstakka“ á bls. 49.
Hringdu í hraðvalsnúmer með því að nota aðra hvora þessara aðferða:
• Styddu á hraðvalstakkann og síðan á hringitakkann.
•Ef Hraðval is set to Virkt skaltu halda hraðvalstakkanum inni þar
til síminn hringir í númerið. Til að stilla Hraðval á Virkt skaltu velja
Þú getur hringt með því að bera fram raddmerki sem hefur verið vistað
í tengiliðalista símans. Raddskipun bætist sjálfkrafa við allar færslur
í tengiliðalista símans.
Ekki er hægt að nota mjög stutt nöfn. Nota skal löng nöfn og forðast
áþekk nöfn fyrir mismunandi númer.
Hringt með raddstýringu
Ef forrit er að nota pakkagagnatenginguna til að senda eða taka
á móti gögnum þarf fyrst að loka forritinu svo hægt sé að hringja
með raddskipun.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu
umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á
raddstýrt val við allar aðstæður.
1. Haltu hægri valtakkanum inni þegar síminn er í biðham.
Stuttur tónn heyrist og textinn Tala núna birtist á skjánum.
Ef þú notar samhæft höfuðtól með höfuðtólstakka skaltu halda
honum inni.
2. Berðu raddskipunina skýrt fram. Síminn spilar raddskipun þeirrar
færslu sem passar best. Eftir 1,5 sekúndu hringir síminn í númerið;
ef niðurstaðan er röng skaltu velja Næsta og aðra færslu til að
hringja í númer hennar.
Þegar hringt er þjóna raddskipanir og raddstýrð hringing sama
tilgangi. Sjá „Raddskipanir“ á bls. 85.
Símafundi komið á (sérþjónusta)
1. Hringdu í fyrsta þátttakandann.
2. Hringdu í annan þátttakandann með því að velja Valkostir >
Ný hringing. Fyrra símtalið er sjálfkrafa sett í bið.
3. Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn þegar nýju
hringingunni er svarað skaltu velja Valkostir > Símafundur.
• Endurtaktu skref 2 ef þú vilt bæta nýjum þátttakanda við
símtalið og veldu Valkostir > Símafundur > Bæta í símafund.
Síminn styður símafundi með allt að sex þátttakendum.
25
Símtöl
• Til að tala einslega við einn þátttakandann skaltu velja
og styddu á Einkamál. Símafundurinn er settur í bið í símanum
þínum. Aðrir þátttakendur geta haldið símafundinum áfram. Til
að taka aftur þátt í símafundinum skaltu velja Valkostir > Bæta í
símafund.
• Til að loka á þátttakanda skaltu veljaValkostir > Símafundur >
Sleppa þátttakanda, skruna að þátttakandanum og velja Sleppa.
4. Styddu á hætta-takkann til að slíta símafundinum.
■ Símtali svarað eða hafnað
Styddu á hringitakkann til að svara símtali.
Til að taka hljóðið af áður en þú svarar skaltu velja Hljótt.
Ábending: Ef samhæft höfuðtól er tengt við símann er hægt
að styðja á takka höfuðtólsins til að svara símtali og leggja á.
Styddu á hætta-takkann til að hafna símtalinu. Sá sem hringir heyrir þá
„á tali“ tón. Ef þú hefur virkjað Símtalsfl. option Ef á tali er símtal einnig
flutt ef því er hafnað.
Til að senda textaboð til þess sem hringdi í þig, þegar þú hafnar símtali,
til að láta hann vita hvers vegna þú gast ekki svarað símtalinu skaltu
velja Valkostir > Senda textaskilaboð. Þú getur breytt texta
skilaboðanna áður en þú sendir þau. Sjá Hafna símtali með SMS og Texti
skilaboða í „Símtöl“ á bls. 89.
Símtöl í bið (sérþjónusta)
Þegar talað er í símann er hægt að svara símtali í bið með því að styðja á
hringitakkann. Fyrra símtalið er sett í bið. Styddu á hætta-takkann til að
leggja á þann sem þú ert að tala við.
Til að virkja aðgerðina Símtal í bið skaltu velja Valmynd > Verkfæri >
Stillingar > Hringing > Símtal í bið > Gera virkt.
Til að skipta á milli símtalanna tveggja skaltu velja Víxla.
26
Símtöl
Valkostir meðan á símtali stendur
Margir þeirra valkosta sem hægt er að nota meðan á símtali stendur
flokkast undir sérþjónustu. Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir
nánari upplýsingar um það hvaða valkostir eru í boði.
Veldu Valkostir meðan á símtali stendur til að nýta þér einhvern af
eftirfarandi valkostum:
Hljóðnemi af eða Hljóðn. á; Virkja símtól, Virkja hátalara, eða Virkja
höfuðtól (ef samhæft Bluetooth-höfuðtól er tengt); Slíta símtali í gangi
eða Slíta öllum símtölum; Ný hringing; Símafundur; Svara; Hafna; Víxla;
Í bið eða Úr bið; og Opna virkan biðskjá.
Færa — til að tengja símtal í bið við virkt símtal og aftengja sjálfan þig
Skipta um — til að ljúka virku símtali og svara símtali í bið
Senda DTMF-tóna — til að senda DTMF-tónastrengi (líkt og lykilorð).
Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum í Tengiliðir. Til að slá
inn biðstaf (w) eða hléstaf (p) skaltu styðja endurtekið á *. Til að senda
tóninn skaltu velja Í lagi.
Ábending: Hægt er að bæta DTMF-tónum við reitina Símanúmer
eða DTMF-tónar á tengiliðaspjaldi.
■ Notkunarskrá
Í notkunarskránni geturðu skoðað upplýsingar um símtöl, textaskilaboð,
pakkagagnatengingar og fax- og gagnasímtöl sem síminn hefur skráð.
Þú getur síað notkunarskrána þannig að þú sjáir aðeins eina tegund
samskipta og búið til nýja tengiliði út frá þeim upplýsingum skráarinnar.
Tengingar við ytra pósthólfið, margmiðlunarboðastöðina eða vefsíður
eru sýndar sem gagnasendingar eða pakkagagnatengingar í almennu
notkunarskránni.
Nýleg símtöl
Síminn skráir móttekin símtöl, símtöl sem ekki er svarað og númer
sem hringt var í ásamt áætlaðri lengd símtalanna. Númer móttekinna
símtala og símtala sem ekki er svarað eru aðeins skráð ef símafyrirtækið
27
Símtöl
styður þessar aðgerðir, ef kveikt er á símanum og hann innan
þjónustusvæðis.
Hringingum svarað og ekki svarað
Til að skoða lista yfir síðustu 20 símanúmer sem reynt hefur verið
að hringja í þig úr (sérþjónusta) skaltu velja Valmynd > Notk.skrá >
Síðustu símtöl > Ósvöruð símtöl.
Til að skoða lista yfir 20 síðustu símanúmer eða nöfn þeirra sem
hringdu í þig og sem þú svaraðir (sérþjónusta) skaltu velja Valmynd >
Notk.skrá > Síðustu símtöl > Móttekin símtöl.
Númer sem hringt er í
Til að skoða síðustu 20 símanúmerin sem þú hringdir í, eða reyndir
að hringja í, skaltu velja Valmynd > Notk.skrá > Síðustu símtöl >
Hringd símtöl.
Listum yfir síðustu símtöl eytt
Til að hreinsa alla lista yfir nýleg símtöl í skjánum Síðustu símtöl skaltu
velja Valkostir > Eyða síðustu símt..
Ef þú vilt aðeins hreinsa einn lista skaltu opna listann sem þú vilt hreinsa
og velja Valkostir > Hreinsa skrá.
Til að hreinsa aðeins eina færslu skaltu opna listann sem inniheldur
færsluna og styðja á hreinsitakkann.
Lengd símtals
Til að sjá lengd inn- og úthringinga þinna skaltu velja Valmynd >
Notk.skrá > Lengd símtala > Síðasta símtal, Hringd símtöl, Móttekin
símtöl eða Öll símtöl.
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og
þjónustu kunna að vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins,
sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku.
Sumir tímamælar, þar á meðal taltímamælir, kunna að verða endurstilltir
við uppfærslu á þjónustu eða hugbúnaði.
28
Símtöl
Lengdarteljari símtala hreinsaður
Til að hreinsa lengdarteljar símtala skaltu velja Valkostir >
Hreinsa teljara og slá inn læsingarnúmer. Sjá „Öryggi“ á bls. 95.
Almenn notkunarskrá
Í almennu notkunarskránni geturðu séð nafn sendanda eða viðtakanda,
símanúmer hans, heiti þjónustuveitunnar eða aðgangsstað fyrir hvert
samskiptaatriði. Undiratriði, svo sem skilaboð sem eru send í fleiri en
einum hluta og pakkagagnatengingar, eru skráð sem eitt
samskiptaatriði.
Til að skoða almennu notkunarskrána skaltu velja Valmynd > Notk.skrá
og skruna til hægri.
Til að sía skrána skaltu velja Valkostir > Sía og síu.
Til að eyða varanlega öllu innihaldi notkunarskrárinnar skaltu velja
Valkostir > Hreinsa notkun.skrá > Já.
Teljari pakkagagna og tímamælir tenginga
Til að sjá upplýsingar um hversu mikið magn gagna, mælt í kílóbætum,
hefur verið flutt og áætlaða lengd tiltekinnar pakkagagnatengingar
skaltu skruna í almennu notkunarskránni að innkomnu eða útsendu
atriði sem gefið til kynna með Pakka og velja Valkostir > Skoða frekari
uppl..
Stillingar fyrir notkunarskrá
Til að stilla almennu notkunarskránna skaltu velja Valkostir > Stillingar
og úr eftirfarandi stillingum:
Skráning varir — Færslurnar eru áfram í minni símans í tiltekinn fjölda
daga áður en þeim er sjálfkrafa eytt til að losa um minni. Ef þú velur
Engin skráning er öllu innihaldi notkunarskrárinnar, Síðustu símtöl
skráarinnar yfir nýleg símtöl og skilatilkynningum skilaboða eytt
varanlega.
Sýna lengd símtala — See „Lengd símtals“ á bls. 28.
29
Símtöl
Teljari pakkagagna
Pakkagagnateljarinn gerir þér kleift að skoða magn sendra og
móttekinna gagna meðan á pakkagagnatenging (GPRS) var virk.
Til að opna teljarann skaltu velja Valmynd > Notk.skrá > Pakkagögn.
30
Loading...
+ 107 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.