LEYFISYFIRLÝSING
Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION, yfir því að RM-38 er í samræmi við grunnkröfur og
aðrar kröfur, sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni
er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/
0434
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði
að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á
við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki.
Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar, sjá
Eco-yfirlýsingu eða tilteknar landsupplýsingar á slóðinni www.nokia.com.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls
er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Nokia, Visual Radio, Nokia Connecting People, og Pop-Port eru vörumerki eða skrásett
vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér
geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune og Visual Radio eru vörumerki Nokia Corporation.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and
noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance
with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial
activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video
provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information,
including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from
MPEG LA, LLC. See <http://www.mpegla.com>.
Page 3
Þessi vara er háð leyfinu MPEG4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án
viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum
MPEG4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til
notkunar í tengslum við MPEG4-hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi.
Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo
sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá
<http://www.mpegla.com>.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera
breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar
tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu
eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða
orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin
ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki
þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan
henti tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það tilbaka
hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Kannaðu málið hjá næsta
söluaðila Nokia.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og
reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki
samræmast lögum eru óheimilar.
9244355/2. útgáfa
Page 4
Efni
Öryggisatriði ............................. 6
Almennar upplýsingar.............. 9
Listi yfir aðgerðir.................................... 9
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt
eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er
bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur
frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal
ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur
haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt
lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum
í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við
eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem
verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum
með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja
saman ósamhæf tæki.
6
Page 7
Öryggisatriði
VATNSHELDNI
Síminn er ekki vatnsheldur. Halda skal honum þurrum.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar
upplýsingar sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því
vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
NEYÐARHRINGINGAR
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja
skal á hreinsa eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og fara
aftur í upphafsskjáinn. Færðu inn neyðarnúmerið og styddu
svo á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má
slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 900/
1800/1900 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla
notkun þessa tækis, þar með talið höfundarrétt.
Þegar myndir eða myndinnskot eru tekin eða notuð skal fylgja öllum lögum og
virða staðbundna siði auk einkalífs og lögbundinna réttinda annarra.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara,
þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun
þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
■ Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera
fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa
símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum
símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni
áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa
viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta
verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu.
Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
7
Page 8
Öryggisatriði
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar
eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins.
Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan
kann að fela í sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP
samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem netvafur, tölvupóstur,
kallkerfi, spjall og margmiðlunarboð krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
■ Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki.
Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá AC-3 eða AC-4
hleðslutæki. Þetta tæki notar BP-6M rafhlöður.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem
Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar
eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun
getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til
notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Nokkur holl ráð varðandi fylgibúnað og aukahluti:
• Alla aukahluti og fylgibúnað skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
• Þegar aukahlutur eða fylgibúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna,
ekki leiðsluna.
• Athuga skal reglulega hvort aukahlutir fyrir bíla séu vel festir og vinni rétt.
• Uppsetningu flókinna aukahluta í bíla skal fela fagmönnum.
8
Page 9
Almennar upplýsingar
Almennar upplýsingar
■ Listi yfir aðgerðir
Síminn býður upp á ýmsa notkunarmöguleika sem koma sér vel í dagsins
önn og má þar nefna dagbók, tölvupóst, klukku, vekjaraklukku, XHTMLnetvafra og útvarp. Síminn styður einnig eftirfarandi:
• 2 megapixla myndavél með myndbandsupptöku
• Tónlistarspilara með stýritökkum og stuðningi fyrir MP3, WMA, AAC
og eAAC+ skrár
• Raddstýrðar hringingar og raddskipanir
• Bluetooth-tækni
• microSD-minniskort til að auka minni símans
■ Aðgangslyklar
Númerakóði læsingar
Númerakóði læsingar (5-10 tölustafir) hindrar að síminn sé notaður í
leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Breyttu númerinu, og geymdu
nýja númerið á leyndum og öruggum stað sem er fjarri símanum.
Í „Öryggi“ á bls. 95 er fjallað um það hvernig númerinu er breytt
og síminn stilltur þannig að hann biðji um númerið.
Ef þú slærð inn rangt læsingarnúmer fimm sinnum í röð hundsar síminn
frekari innslátt þess. Bíddu í fimm mínútur og sláðu númerið inn aftur.
Þegar tækið er læst getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið
sem er forritað í tækið.
PIN-númer
• PIN-númerið (Personal Identification Number) og UPIN-númerið
(universal personal identification number) (4-8 tölustafir) hindra að
SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. Sjá „Öryggi“ á bls. 95. PIN-númerið
fylgir yfirleitt með SIM-kortinu.
9
Page 10
Almennar upplýsingar
• PIN2-númerið (4-8 tölustafir) fylgir hugsanlega SIM-kortinu og er
nauðsynlegt til að komast í sumar aðgerðir.
• Nauðsynlegt er að slá inn PIN-númer öryggiseiningar til að
fá aðgang að upplýsingum í öryggiseiningunni. PIN-númer
öryggiseiningar fylgir SIM-kortinu ef það inniheldur öryggiseiningu.
• PIN-númer undirskriftar er nauðsynlegt fyrir rafrænu undirskriftina.
PIN-númer undirskriftar fylgir SIM-kortinu ef það inniheldur
öryggiseiningu.
PUK-númer
PUK- (personal unblocking key) og UPUK-númerin (universal personal
unblocking key) (8 tölustafir) þarf til að breyta lokuðum PIN- og UPINnúmerum. PUK2-númer er nauðsynlegt til að breyta læstu PIN2-númeri.
Hafi númerin ekki fylgt SIM-kortinu skaltu hafa samband við
þjónustuveituna til að fá þau.
Lykilorð útilokunar
Lykilorðs vegna útilokunar er krafist þegar Útilokanir er notuð.
Sjá „Útilokanir símtala“ á bls. 98. Þú getur fengið lykilorðið hjá
þjónustuveitunni þinni.
Ef þú slærð inn rangt útilokunarlykilorð þrisvar sinnum í röð lokast
lykilorðið. Hafðu samband við þjónustuveituna eða símafyrirtækið.
■ Stillingaþjónusta
Áður en hægt er að nota margmiðlunarboð, spjall, kallkerfi,
tölvupóstforrit, samstillingu, straumspilun og vafra, verður að slá inn
réttar samskipanastillingar í símanum. Síminn kanna að samstilla vafra, margmiðlunarboða-, aðgangsstaðs- og straumspilunarstillingar
sjálfvirkt samkvæmt SIM-kortinu sem er í notkun. Stillingarnar er
hægt að fá í samskipanaboðum og þá þarf að vista þær í símanum.
Nánari upplýsingar má fá hjá þjónustuveitunni eða næsta viðurkennda
söluaðila Nokia.
10
Page 11
Almennar upplýsingar
Þegar stillingarnar berast í samskipanaboðum, og þær eru ekki vistaðar
og virkjaðar sjálfkrafa, birtist 1 ný skilaboð á skjánum. Veldu Sýna til að
opna skilaboðin. Til að vista stillingarnar skaltu velja Valkostir > Vista.
Ef textinn PIN-númer fyrir stillingar: birtist skaltu slá inn PIN-númerið
fyrir stillingarnar og velja Í lagi. Upplýsingar um PIN-númerið fást hjá
þjónustuveitunni.
Hafi engar stillingar verið vistaðar áður vistar síminn þessar stillingar
og gerir þær að sjálfgefnum samskipanastillingum. Annars birtist
spurningin Nota sem sjálfvaldar stillingar?.
Til að hafna stillingunum skaltu velja Valkostir > Eyða.
■ Niðurhleðsla efnis og forrita
Verið getur að þú getir hlaðið niður efni og forritum, svo sem þemum,
tónum og myndinnskotum og leikjum í símann (sérþjónusta).
Veldu niðurhleðsluaðgerð (t.d. í valmyndinni Gallerí). Til að fara í
niðurhleðsluaðgerðina, sjá viðeigandi valmyndalýsingar. Upplýsingar
um mismunandi þjónustu, verð og gjaldtöku má fá hjá þjónustuveitunni.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá
aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
■ Aðstoð og þjónustuupplýsingar um Nokia
Á www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt
að finna nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar,
efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
Á vefsetrinu er hægt að fá upplýsingar um notkun á Nokia-vörum og
þjónustu. Ef hafa þarf samband við þjónustuborð skal skoða listann
yfir staðbundna Nokia-þjónustuaðila (Nokia contact centers) á
www.nokia.com/customerservice.
Vegna viðhaldsþjónustu skal finna næsta Nokia-þjónustuaðila
(Nokia services center) á www.nokia.com/repair.
11
Page 12
Hafist handa
1.Hafist handa
■ SIM-kort og rafhlaða sett í símann
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er
fjarlægð.
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins.
Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
1. Snúðu símanum þannig að
bakhliðin snúi að þér, styddu á
sleppitakkana á báðum hliðum
símans (1) og lyftu bakhliðinni
(2) upp til að fjarlægja hana.
2. Fjarlægðu rafhlöðuna með því
að lyfta henni eins og sýnt er (3).
12
Page 13
3. Losaðu SIM-kortsfestinguna
með því að renna henni aftur
á bak (4) og lyfta henni (5).
4. Settu SIM-kortið í SIMkortsfestinguna (6). Gættu þess
að skáhornið á kortinu snúi upp.
5. Lokaðu SIM-kortsfestingunni (7)
og renndu henni fram til að læsa
henni (8).
6. Settu rafhlöðuna aftur á sinn
stað (9).
Hafist handa
7. Til að setja bakhliðina aftur á
sinn stað skaltu láta hana nema
við læsingarnar á símanum (10)
og ýta lokinu á sinn stað (11).
13
Page 14
Hafist handa
■ MicroSD-korti komið fyrir
1. Snúðu neðri hluta
símans til að komast
að lokinu á raufinni
fyrir microSD-kortið.
2. Til að opna raufina
skaltu toga í hornið
á lokinu.
3. Komdu kortinu fyrir
þannig að gyllti
snertiflöturinn snúi
að bakhlið loksins og ýttu því niður þar til það smellur á sinn stað.
4. Lokaðu raufinni.
Geyma skal microSD-kort þar sem lítil börn ná ekki til.
Aðeins skal nota samhæf microSD-kort með þessu tæki. Önnur minniskort, svo
sem Reduced Size MultiMedia-kort, passa ekki í raufina fyrir microSD-kortið
og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt
minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu
geta skaddast.
■ MicroSD-kort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki má fjarlægja microSD-kortið í miðri aðgerð þegar verið
er að lesa af kortinu. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á
kortinu geta skemmst.
Þú getur fjarlægt eða skipt um microSD-kort án þess að slökkva
á símanum.
1. Snúðu takkahluta símans til að komast að raufinni fyrir
microSD-kortið.
2. Opnaðu raufina og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
3. Fjarlægðu (eða skiptu um) microSD-kortið og lokaðu raufinni.
14
Page 15
Hafist handa
■ Rafhlaðan hlaðin
1. Stingdu hleðslutækinu í samband
við rafmagnsinnstungu.
2. Stingdu snúrunni úr hleðslutækinu
í samband við hleðslutækistengið á
símanum.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta
liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Hleðslutíminn fer eftir hleðslutækinu og rafhlöðunni.Hleðsla á BP-6M
rafhlöðu með AC-3 hleðslutæki tekur um 3 klukkustundir og með AC-4
hleðslutæki um 2 klukkustundir.
■ Kveikt og slökkt á símanum
Styddu á rofann og haltu honum inni eins
og sýnt er.
Ef beðið er um PIN-númer skaltu slá það
inn og velja Í lagi.
Ef beðið er um læsingarnúmer skaltu
slá það inn og velja Í lagi. Upphaflega
stillingin á læsingarnúmerinu er 12345.
■ Tími og dagsetning stillt
Til að stilla rétt tímabelti, tíma og dagsetningu skaltu velja núgildandi
borg eða næstu borg á listanum sem er í sama tímabelti og slá síðan inn
staðartíma og dagsetningu.
15
Page 16
Hafist handa
■ Hefðbundin notkunarstaða
Síminn notist aðeins í hefðbundinni stöðu.
Í tækinu er innbyggt loftnet.
Til athugunar:Forðast skal óþarfa
snertingu við loftnetið þegar kveikt
er á tækinu eins og gildir um öll önnur
tæki sem senda frá sér útvarpsbylgjur.
Snerting við loftnetið hefur áhrif á
móttökuskilyrði og getur valdið því
að tækið noti meiri sendiorku en
nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta
loftnetssvæðið þegar tækið er notað
verður virkni loftnetsins og líftími
rafhlöðunnar líkt og best verður á kosið.
■ Úlnliðsband fest
1. Fjarlægðu bakhlið símans.
2. Þræddu lykkjuna
á úlnliðsbandinu í
gegnum gatið (1).
3. Settu lykkjuna á
pinnann og hertu að (2).
4. Settu lokið aftur á.
16
Page 17
2.Síminn þinn
■ Takkar og hlutar
• Rofi (1)
• Eyrnatól (2)
• Stýripinni (3)
• Valtakkar (4)
• Valmyndartakki (5)
• Hreinsitakki (6)
• Ritfærslutakki (7)
• Hætta-takki (8)
• Hringitakki (9)
•Talnatakkar (10)
• Spóla hratt áfram ,
súmma inn (11)
• Stöðva (12)
• Spila/hlé , myndatökutakki (13)
• Spóla til baka , súmma út (14)
• Myndavélarlinsa (15)
• Hátalari (16)
• Pop-Port
• Tengi fyrir hleðslutæki (18)
• Lok fyrir Pop-Port-tengi (19)
TM
tengi (17)
Síminn þinn
17
Page 18
Síminn þinn
Geyma skal Pop-Port-tengi þar sem lítil börn ná ekki til.
Geyma skal tækið fjarri segulstáli eða segulsviði þar sem slíkt getur
valdið því að sum forrit, svo sem myndavélin, virki ekki sem skyldi.
■ Mismunandi stöður
Símann er hægt að nota í þrem mismunandi stöðum: samskiptaham,
myndavélarham og tónlistarham. Til að fara úr einum ham í annan
skaltu snúa neðri hluta símans. Þegar skipt er um stöðu líður stuttur
tími þar til hægt er að nota tækið í þeirri stöðu. Þegar síminn er í
samskiptaham skal ekki snúa neðri hluta símans um meira en 90 gráður
til hægri eða 180 gráður til vinstri. Ef reynt er að snúa neðri hluta
símans meira en svo mun síminn verða fyrir skemmdum.
Samskiptahamur
Samskiptahamur er virkur þegar talnatakkarnir á neðri
hlutanum eru sömu megin og skjárinn.
Myndavélarhamur
Til að gera myndavélarhaminn virkan
þegar síminn er í samskiptaham skaltu
snúa neðri hluta símans um 90 gráður
til vinstri þannig að myndavélarlinsan
snúi frá þér þegar þú horfir á skjáinn.
Til að taka sjálfsmynd skaltu snúa neðri
hluta símans um 90 gráður til hægri þannig að myndavélarlinsan snúi að
þér þegar þú horfir á skjáinn.
18
Page 19
Síminn þinn
Tónlistarhamur
Til að gera tónlistarhaminn virkan þegar síminn er
í samskiptaham skaltu snúa neðri hluta símans um
180 gráður til vinstri þannig að takkarnir sem notaðir
eru þegar tónlist er spiluð séu sömu megin og skjárinn.
■ Biðhamur
Þegar kveikt er á símanum, og hann er skráður hjá símafyrirtæki,
er hann í virkum biðham og tilbúinn til notkunar.
Ef skipta á um snið er stutt á rofann og sniðið valið.
Styddu á hringitakkann til að opna lista yfir númer sem hringt hefur
verið í nýlega.
Haltu hægri valtakkanum inni til að nota raddskipanir.
Tengingu er komið á við vefinn með því að halda inni 0.
Virkur biðskjár
Í virkum biðham er hægt að nota aðalskjáinn til að opna mest notuðu
forritin á fljótlegan hátt. Til að velja hvort virkur biðhamur birtist
skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Biðhamur >
Virkur biðskjár > Virkur eða Óvirkur.
Til að opna forrit í virkum biðham skaltu skruna upp eða niður, skruna
síðan að forritinu og velja það. Í virkum biðham birtast sjálfgefnu
forritin efst á skjánum og þar fyrir neðan dagbókin, verkefni og
upplýsingar um það sem verið er að spila hverju sinni. Veldu forrit
eða færslu og styddu á stýripinnann.
19
Page 20
Síminn þinn
Flýtivísar stýripinna í biðham
Sjálfgefið er að síminn sé í virkum biðham og ekki er hægt að nota
flýtivísa stýripinnans sem tiltækir eru í biðham. Gera þarf virkan
biðham óvirkan til að hægt sé að nota eftirfarandi flýtivísa.
Til að opna Tengiliðir skaltu skruna upp eða niður eða styðja á
stýripinnann.
Til að opna Dagbók skaltu skruna til hægri.
Til að skrifa textaboð skaltu skruna til vinstri.
Til að breyta forritaflýtivísum stýripinnans:
2. Skrunaðu að flýtivísinum sem þú vilt breyta og styddu á stýripinnann.
3. Skrunaðu að nýju forriti og styddu á stýripinnann.
Sumir flýtivísar kunna að vera fastir og þeim er ekki hægt að breyta.
■ Vísar
Síminn tengist GSM-símkerfi.
Ein eða fleiri skilaboð hafa borist í möppuna Innhólf í Skilaboð.
Skilaboð bíða sendingar í Úthólf. Sjá „Úthólf“á bls. 41.
Þú hefur ekki svarað einhverjum símtölum. Sjá „Nýleg símtöl“
á bls. 27.
Birtist ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og Viðv.tónn
skilaboða og Viðv.tónn tölvupósts er stillt á Óvirkt. Sjá „Snið“
á bls. 86.
Takkaborðið er læst. Sjá „Takkalás (Takkavari)“ á bls. 23.
Það er kveikt á hátalaranum.
Vekjarinn er á.
Símalína 2 er í notkun. Sjá Lína í notkun í„Símtöl“ á bls. 90.
20
Page 21
Síminn þinn
/
Öll móttekin símtöl eru flutt yfir í talhólf eða annað númer.
Ef þú hefur tvær símalínur er flutningsvísirinn fyrir fyrri línuna
og fyrir þá síðari .
Höfuðtól er tengt við símann.
Hljóðmöskvi er tengdur við símann.
Tengingin við Bluetooth-höfuðtól rofnaði.
/ Gagnasímtal er virkt.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er til staðar.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er virk.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er í bið.
Bluetooth er virkt.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth. Sjá „Bluetooth-tenging“
á bls. 105.
USB-tenging er virk.
Aðrir vísar kunna einnig að birtast.
■ Skrunað og valið með stýripinnanum
Skrunað er með því að færa stýripinnann upp eða niður, til vinstri
eða hægri. Til að velja auðkennda hlutinn skaltu styðja á stýripinnann.
Hlutir í forriti merktir eða afmerktir
Til að merkja eða afmerkja hlut í forriti skaltu halda ritfærslutakkanum
inni og styðja á stýripinnann. Til að merkja eða afmerkja nokkra hluti
í röð skaltu halda ritfærslutakkanum inni og skruna upp eða niður.
■ Valmynd
Úr aðalvalmyndinni er hægt að komast í forrit símans. Aðalvalmyndin
er opnuð með því að velja Valmynd.
21
Page 22
Síminn þinn
Forrit og möppur eru opnaðar með því að skruna að þeim og styðja á
stýripinnann.
Til að breyta útliti valmyndarinnar skaltu velja Valmynd > Valkostir >
Breyta útliti > Tafla eða Listi.
Ef röð aðgerða er breytt í valmyndinni getur hún verið önnur en hin
sjálfgefna röð sem lýst er í þessari notendahandbók.
Til að loka forriti eða möppu skaltu velja Til baka og Hætta eins oft
og þörf krefur til að fara aftur í biðham, eða velja Valkostir > Hætta.
Til að birta og skipta milli opinna forrita skaltu halda
valmyndartakkanum inni. Skiptigluggi forrita opnast þá með lista
yfir þau forrit sem eru opin. Skrunaðu að forriti og veldu það.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma
rafhlöðunnar.
■ Hjálp
Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir þess. Þá má opna
í forritum tækisins eða í aðalvalmyndinni.
Til að skoða hjálpartexta þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir >
Hjálp. Til að skipta milli hjálpartextans og forritsins sem er opið í
bakgrunninum skaltu halda inni takkanum Valmynd. Veldu Valkostir
og úr eftirfarandi valkostum:
Skrá yfir efni — til að skoða skrá yfir tiltæk efni í viðkomandi flokki
Skrá yfir hjálparfl. — til að skoða skrá yfir hjálparflokka
Leita e. efnisorðum — til að leita að hjálparefni með lykilorðum
Til að opna hjálpina úr aðalvalmyndinni skaltu velja Verkfæri > Hjálp.
Í skránni yfir hjálparflokka skaltu velja forrit til að sjá hjálpartexta þess.
Til að skipta milli hjálparskráarinnar, sem táknuð er með , og
lykilorðalista, sem táknaður er með , skaltu skruna til vinstri
eða hægri. Styddu á stýripinnann til að birta hjálpartextann.
22
Page 23
Síminn þinn
■ Kennsluforrit
Í kennsluforritinu er kynning á aðgerðum símans og sýnt er hvernig á að
nota hann. Kennsluforritð fer sjálfkrafa í gang þegar kveikt er á símanum
í fyrsta skipti. Til að ræsa kennsluforritið handirkt skaltu velja
Valmynd > Kennsla og eitthvert atriði.
■ Stilling hljóðstyrks
Til að stilla hljóðstyrk eyrnatóls eða hátalara meðan símtal fer fram
eða þegar hlustað er á hljóðskrá skaltu skruna til vinstri eða hægri.
Til að gera hátalarann virkan meðan símtal fer fram skaltu velja
Hátalari.
Til að gera hátalarann óvirkan meðan símtal fer fram skaltu velja Símtól.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er
notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
■ Takkalás (Takkavari)
Til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist þegar stutt er óvart á takkana
skaltu styðja á vinstri valtakkann og * innan 1,5 sekúndu til að læsa
takkaborðinu.
Til að taka læsinguna af skaltu velja Úr lás og styðja á * innan 1,5
sekúndu.
Þegar takkalásinn er á getur samt verið hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
23
Page 24
Símtöl
3.Símtöl
■ Hringt úr símanum
1. Sláðu inn svæðis- og símanúmerið í biðham. Styddu á hreinsitakkann
til að fjarlægja tölu.
Þegar hringt er til útlanda skaltu styðja tvisvar á * til að fá fram
alþjóðlega forskeytið (+ kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins)
og slá inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo
símanúmerið.
2. Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið.
3. Styddu á hætta-takkann að leggja á eða hætta við að hringja.
Til að hringja úr Tengiliðir skaltu velja Valmynd > Tengiliðir. Skrunaðu
að tilteknu nafni eða sláðu fyrstu stafi nafnsins og skrunaðu að nafninu.
Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) skaltu halda 1 inni þegar síminn
er í biðstöðu. Tilgreina verður númer talhólfs til að hægt sé að hringja
í það. Sjá „Talhólf“ á bls. 85.
Til að hringja í nýlega valið númer skaltu styðja á hringitakkann í
biðham. Listi yfir þau 20 númer sem þú hefur hringt í eða reynt
að hringja í birtist. Skrunaðu að númerinu sem þú vilt hringja í
og styddu á hringitakkann.
Til að hringja kallkerfissímtal, sjá „Kallkerfi“ á bls. 116.
Hraðval
Hægt er að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum 2 til 9.
Sjá „Símanúmer tengt við hraðvalstakka“ á bls. 49.
Hringdu í hraðvalsnúmer með því að nota aðra hvora þessara aðferða:
• Styddu á hraðvalstakkann og síðan á hringitakkann.
•Ef Hraðval is set to Virkt skaltu halda hraðvalstakkanum inni þar
til síminn hringir í númerið. Til að stilla Hraðval á Virkt skaltu velja
Þú getur hringt með því að bera fram raddmerki sem hefur verið vistað
í tengiliðalista símans. Raddskipun bætist sjálfkrafa við allar færslur
í tengiliðalista símans.
Ekki er hægt að nota mjög stutt nöfn. Nota skal löng nöfn og forðast
áþekk nöfn fyrir mismunandi númer.
Hringt með raddstýringu
Ef forrit er að nota pakkagagnatenginguna til að senda eða taka
á móti gögnum þarf fyrst að loka forritinu svo hægt sé að hringja
með raddskipun.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu
umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á
raddstýrt val við allar aðstæður.
1. Haltu hægri valtakkanum inni þegar síminn er í biðham.
Stuttur tónn heyrist og textinn Tala núna birtist á skjánum.
Ef þú notar samhæft höfuðtól með höfuðtólstakka skaltu halda
honum inni.
2. Berðu raddskipunina skýrt fram. Síminn spilar raddskipun þeirrar
færslu sem passar best. Eftir 1,5 sekúndu hringir síminn í númerið;
ef niðurstaðan er röng skaltu velja Næsta og aðra færslu til að
hringja í númer hennar.
Þegar hringt er þjóna raddskipanir og raddstýrð hringing sama
tilgangi. Sjá „Raddskipanir“ á bls. 85.
Símafundi komið á (sérþjónusta)
1. Hringdu í fyrsta þátttakandann.
2. Hringdu í annan þátttakandann með því að velja Valkostir >
Ný hringing. Fyrra símtalið er sjálfkrafa sett í bið.
3. Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn þegar nýju
hringingunni er svarað skaltu velja Valkostir > Símafundur.
• Endurtaktu skref 2 ef þú vilt bæta nýjum þátttakanda við
símtalið og veldu Valkostir > Símafundur > Bæta í símafund.
Síminn styður símafundi með allt að sex þátttakendum.
25
Page 26
Símtöl
• Til að tala einslega við einn þátttakandann skaltu velja
og styddu á Einkamál. Símafundurinn er settur í bið í símanum
þínum. Aðrir þátttakendur geta haldið símafundinum áfram. Til
að taka aftur þátt í símafundinum skaltu velja Valkostir > Bæta í
símafund.
• Til að loka á þátttakanda skaltu veljaValkostir > Símafundur >
Sleppa þátttakanda, skruna að þátttakandanum og velja Sleppa.
4. Styddu á hætta-takkann til að slíta símafundinum.
■ Símtali svarað eða hafnað
Styddu á hringitakkann til að svara símtali.
Til að taka hljóðið af áður en þú svarar skaltu velja Hljótt.
Ábending: Ef samhæft höfuðtól er tengt við símann er hægt
að styðja á takka höfuðtólsins til að svara símtali og leggja á.
Styddu á hætta-takkann til að hafna símtalinu. Sá sem hringir heyrir þá
„á tali“ tón. Ef þú hefur virkjað Símtalsfl. option Ef á tali er símtal einnig
flutt ef því er hafnað.
Til að senda textaboð til þess sem hringdi í þig, þegar þú hafnar símtali,
til að láta hann vita hvers vegna þú gast ekki svarað símtalinu skaltu
velja Valkostir > Senda textaskilaboð. Þú getur breytt texta
skilaboðanna áður en þú sendir þau. Sjá Hafna símtali með SMS og Texti
skilaboða í „Símtöl“ á bls. 89.
Símtöl í bið (sérþjónusta)
Þegar talað er í símann er hægt að svara símtali í bið með því að styðja á
hringitakkann. Fyrra símtalið er sett í bið. Styddu á hætta-takkann til að
leggja á þann sem þú ert að tala við.
Til að virkja aðgerðina Símtal í bið skaltu velja Valmynd > Verkfæri >
Stillingar > Hringing > Símtal í bið > Gera virkt.
Til að skipta á milli símtalanna tveggja skaltu velja Víxla.
26
Page 27
Símtöl
Valkostir meðan á símtali stendur
Margir þeirra valkosta sem hægt er að nota meðan á símtali stendur
flokkast undir sérþjónustu. Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir
nánari upplýsingar um það hvaða valkostir eru í boði.
Veldu Valkostir meðan á símtali stendur til að nýta þér einhvern af
eftirfarandi valkostum:
Hljóðnemi af eða Hljóðn. á; Virkja símtól, Virkja hátalara, eða Virkja
höfuðtól (ef samhæft Bluetooth-höfuðtól er tengt); Slíta símtali í gangi
eða Slíta öllum símtölum; Ný hringing; Símafundur; Svara; Hafna; Víxla;
Í bið eða Úr bið; og Opna virkan biðskjá.
Færa — til að tengja símtal í bið við virkt símtal og aftengja sjálfan þig
Skipta um — til að ljúka virku símtali og svara símtali í bið
Senda DTMF-tóna — til að senda DTMF-tónastrengi (líkt og lykilorð).
Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum í Tengiliðir. Til að slá
inn biðstaf (w) eða hléstaf (p) skaltu styðja endurtekið á *. Til að senda
tóninn skaltu velja Í lagi.
Ábending: Hægt er að bæta DTMF-tónum við reitina Símanúmer
eða DTMF-tónar á tengiliðaspjaldi.
■ Notkunarskrá
Í notkunarskránni geturðu skoðað upplýsingar um símtöl, textaskilaboð,
pakkagagnatengingar og fax- og gagnasímtöl sem síminn hefur skráð.
Þú getur síað notkunarskrána þannig að þú sjáir aðeins eina tegund
samskipta og búið til nýja tengiliði út frá þeim upplýsingum skráarinnar.
Tengingar við ytra pósthólfið, margmiðlunarboðastöðina eða vefsíður
eru sýndar sem gagnasendingar eða pakkagagnatengingar í almennu
notkunarskránni.
Nýleg símtöl
Síminn skráir móttekin símtöl, símtöl sem ekki er svarað og númer
sem hringt var í ásamt áætlaðri lengd símtalanna. Númer móttekinna
símtala og símtala sem ekki er svarað eru aðeins skráð ef símafyrirtækið
27
Page 28
Símtöl
styður þessar aðgerðir, ef kveikt er á símanum og hann innan
þjónustusvæðis.
Hringingum svarað og ekki svarað
Til að skoða lista yfir síðustu 20 símanúmer sem reynt hefur verið
að hringja í þig úr (sérþjónusta) skaltu velja Valmynd > Notk.skrá >
Síðustu símtöl > Ósvöruð símtöl.
Til að skoða lista yfir 20 síðustu símanúmer eða nöfn þeirra sem
hringdu í þig og sem þú svaraðir (sérþjónusta) skaltu velja Valmynd >
Notk.skrá > Síðustu símtöl > Móttekin símtöl.
Númer sem hringt er í
Til að skoða síðustu 20 símanúmerin sem þú hringdir í, eða reyndir
að hringja í, skaltu velja Valmynd > Notk.skrá > Síðustu símtöl >
Hringd símtöl.
Listum yfir síðustu símtöl eytt
Til að hreinsa alla lista yfir nýleg símtöl í skjánum Síðustu símtöl skaltu
velja Valkostir > Eyða síðustu símt..
Ef þú vilt aðeins hreinsa einn lista skaltu opna listann sem þú vilt hreinsa
og velja Valkostir > Hreinsa skrá.
Til að hreinsa aðeins eina færslu skaltu opna listann sem inniheldur
færsluna og styðja á hreinsitakkann.
Lengd símtals
Til að sjá lengd inn- og úthringinga þinna skaltu velja Valmynd >
Notk.skrá > Lengd símtala > Síðasta símtal, Hringd símtöl, Móttekin
símtöl eða Öll símtöl.
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og
þjónustu kunna að vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins,
sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku.
Sumir tímamælar, þar á meðal taltímamælir, kunna að verða endurstilltir
við uppfærslu á þjónustu eða hugbúnaði.
28
Page 29
Símtöl
Lengdarteljari símtala hreinsaður
Til að hreinsa lengdarteljar símtala skaltu velja Valkostir >
Hreinsa teljara og slá inn læsingarnúmer. Sjá „Öryggi“ á bls. 95.
Almenn notkunarskrá
Í almennu notkunarskránni geturðu séð nafn sendanda eða viðtakanda,
símanúmer hans, heiti þjónustuveitunnar eða aðgangsstað fyrir hvert
samskiptaatriði. Undiratriði, svo sem skilaboð sem eru send í fleiri en
einum hluta og pakkagagnatengingar, eru skráð sem eitt
samskiptaatriði.
Til að skoða almennu notkunarskrána skaltu velja Valmynd > Notk.skrá
og skruna til hægri.
Til að sía skrána skaltu velja Valkostir > Sía og síu.
Til að eyða varanlega öllu innihaldi notkunarskrárinnar skaltu velja
Valkostir > Hreinsa notkun.skrá > Já.
Teljari pakkagagna og tímamælir tenginga
Til að sjá upplýsingar um hversu mikið magn gagna, mælt í kílóbætum,
hefur verið flutt og áætlaða lengd tiltekinnar pakkagagnatengingar
skaltu skruna í almennu notkunarskránni að innkomnu eða útsendu
atriði sem gefið til kynna með Pakka og velja Valkostir > Skoða frekari
uppl..
Stillingar fyrir notkunarskrá
Til að stilla almennu notkunarskránna skaltu velja Valkostir > Stillingar
og úr eftirfarandi stillingum:
Skráning varir — Færslurnar eru áfram í minni símans í tiltekinn fjölda
daga áður en þeim er sjálfkrafa eytt til að losa um minni. Ef þú velur
Engin skráning er öllu innihaldi notkunarskrárinnar, Síðustu símtöl
skráarinnar yfir nýleg símtöl og skilatilkynningum skilaboða eytt
varanlega.
Sýna lengd símtala — See „Lengd símtals“ á bls. 28.
29
Page 30
Símtöl
Teljari pakkagagna
Pakkagagnateljarinn gerir þér kleift að skoða magn sendra og
móttekinna gagna meðan á pakkagagnatenging (GPRS) var virk.
Til að opna teljarann skaltu velja Valmynd > Notk.skrá > Pakkagögn.
30
Page 31
Ritun texta
4.Ritun texta
Hægt er að slá inn texta, t.d. skilaboð, á hefðbundinn hátt eða með
flýtiritun. Þegar texti er sleginn inn birtist efst til hægri
á skjánum sem gefur til kynna flýtiritun, en gefur til kynna
hefðbundinn innslátt.. Til að kveikja eða slökkva á flýtiritun meðan
texti er ritaður skaltu styðja tvisvar á #innan 1,5 sekúndu, eða styðja
á ritfærslutakkann og veljaKveikja á flýtiritun eða Flýtiritun > Slökkt
á flýtiritun.
, eða birtist við hliðina á innsláttarvísinum og gefur
til kynna há- eða lágstafi. Til að skipta milli há- og lágstafa skaltu styðja
á #.
gefur til kynna tölustafastillingu. Til að skipta milli bókstafa- og
tölustafastillingar skaltu halda # inni eða styðja á ritfærslutakkann og
velja Tölustafir eða Bókstafir.
■ Hefðbundin textaritun
Styddu endurtekið á einhvern talnatakka (1 til 9) þar til tiltekinn stafur
birtist. Það eru fleiri stafir á talnatakka en þeir sem eru prentaðir á hann.
Það veltur á tungumálinu hvaða stafi er hægt að velja. Sjá Tungumál
texta í „Sími“ á bls. 88.
Ef næsti stafur sem slá skal inn er á sama takka og stafurinn sem þú
varst að rita skaltu bíða þar til bendillinn birtist (eða skruna áfram til
að ljúka biðtímanum) og slá inn stafinn.
Til að rita tölustaf skaltu styðja á talnatakkann og halda honum inni.
Alengustu greinarmerki og sérstafi er að finna á takka 1. Til að fá fram
fleiri stafi skaltu styðja á * eða á ritfærslutakkann og velja Bæta í tákni.
Styddu á hreinsitakkann til að eyða staf. Haltu hreinsitakkanum inni til
að eyða fleiri en einum staf.
Styddu á 0 til að setja inn bil. Styddu þrisvar sinnum á 0 til að færa
bendilinn í næstu línu.
31
Page 32
Ritun texta
■ Flýtiritun
Með flýtiritun er hægt að slá inn hvaða staf sem er með því að styðja
aðeins einu sinni á hvern takka. Flýtiritunin er gerð virk með því að
styðja á ritfærslutakkann og velja Kveikja á flýtiritun. Þá er flýtiritunin
virk í öllum ritlum símans.
1. Til að rita tiltekið orð skaltu styðja á takka 2—9. Styddu aðeins einu
sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Orðið breytist í hvert sinn sem þú
styður á takka.
Til að fá fram algengustu greinarmerkin skaltu styðja á 1. Til að fá
fram fleiri greinarmerki og sérstafi skaltu styðja á * og halda inni
eða styðja á ritfærslutakkann og velja Bæta í tákni.
Styddu á hreinsitakkann til að eyða staf. Haltu hreinsitakkanum
inni til að eyða fleiri en einum staf.
2. Þegar þú hefur slegið inn orð og það er rétta orðið skaltu staðfesta
það með því að skruna áfram eða styðja á 0 til að setja inn bil.
Ef orðið er rangt, getur þú valið úr eftirtöldum kostum:
• Til að skoða samsvarandi orð sem orðabókin hefur fundið skaltu
styðja endirtekið á *.
• Til að sjá lista yfir samsvarandi orð skaltu styðja á
ritfærslutakkann og velja Flýtiritun > Finna svipað. Skrunaðu að
orðinu sem þú vilt nota og styddu á stýripinnann til að velja það.
Ef ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vildir rita ekki að finna í
orðabókinni. Til að bæta við orði í orðabókina skaltu velja Stafa eða
styðja á ritfærslutakkann og velja Flýtiritun > Bæta í orði. Sláðu inn
orðið (hámark 32 stafi) með hefðbundnum innslætti og veldu Í lagi.
Orðinu er bætt í orðabókina. Þegar orðabókin er orðin full er elsta
orðinu sem var sett inn í hana skipt út fyrir nýjasta orðið.
Til að opna skjá þar sem þú getur breytt orðinu (þessi valkostur
er aðeins til staðar ef orðið er virkt (undirstrikað)) skaltu styðja
á ritfærslutakkann og velja Flýtiritun > Breyta orði.
32
Page 33
Ritun texta
Ritun samsettra orða
Sláðu inn fyrri hluta samsetts orðs og staðfestu það með því að skruna
áfram. Sláðu inn síðari hluta samsetta orðsins og til að ljúka innslætti
á samsetta orðinu, skaltu styðja á 0 takkann til að bæta inn bili.
■ Afrita og eyða texta
1. Til að velja bókstafi og orð skaltu halda ritfærslutakkanum inni og
skruna samtímis til vinstri eða hægri. Textinn er auðkenndur um leið
og valið færist. Til að velja textalínur skaltu halda ritfærslutakkanum
inni og skruna samtímis upp eða niður.
2. Til að afrita texta á klemmuspjald skaltu halda ritfærslutakkanum
inni og velja samtímis Afrita.
Ef þú vilt eyða valda textanum úr skjalinu skaltu styðja á
hreinstakkann.
3. Til að setja textann inn á tiltekinn stað skaltu skruna þangað,
halda ritfærslutakkanum inni og velja samtímis Líma.
33
Page 34
Skilaboð
5.Skilaboð
Þú getur búið til, sent, tekið á móti, skoðað, breytt og skipulagt
textaboð, margmiðlunarboð, tölvupóstskeyti, kynningar og skjöl. Þú
getur einnig tekið við skilaboðum og gögnum um Bluetooth-tengingu,
tekið við og áframsent myndskilaboð, tekið við þjónustuboðum og
skilaboðum frá endurvarpa og sent þjónustuskipanir.
Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti
og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt
eftir móttökutækinu.
To open the Skilaboð menu, select Valmynd > Skilaboð. Þá geturðu séð
aðgerðina Ný skilaboð og lista yfir sjálfgefnar möppur:
Innhólf — inniheldur móttekin skilaboð, fyrir utan tölvupóstskeyti og
skilaboð frá endurvarpa. Tölvupóstskeyti eru vistuð í möppunni Pósthólf.
Til að lesa skilaboð frá endurvarpa skaltu velja Valkostir > Upplýs. frá
endurv..
Mínar möppur — til að skipuleggja skilaboðin þín með því að raða
þeim í möppur
Pósthólf — Þú getur annaðhvort tengst ytra pósthólfinu þínu til
að sækja ný tölvupóstskeyti eða skoða áður sótt tölvupóstskeyti án
tengingar. Þegar þú hefur tilgreint stillingar fyrir nýtt pósthólf birtist
nafnið á því pósthólfi í stað Pósthólf. Sjá „Stillingar fyrir tölvupóst“ á
bls. 44.
Uppköst — vistar drög að skilaboðum sem hafa ekki verið send
Sendir hlutir — vistar skilaboðin sem send hafa verið, utan þeirra
sem send hafa verið um Bluetooth-tengingu. Þú getur breytt því
hversu mörg skilaboð eru vistuð. Sjá „Aðrar stillingar“ á bls. 47.
Úthólf — vistar tímabundið skilaboð sem bíða sendingar
Tilkynningar (sérþjónusta) — vistar skilatilkynningar textaboða,
sérstakra skilaboðategunda, svo sem nafnspjalda, og margmiðlunarboða
sem þú hefur sent. Hugsanlega geturðu ekki fengið skilatilkynningar um
margmiðlunarboð sem hafa verið send á tölvupóstfang.
34
Page 35
Skilaboð
Til að biðja símafyrirtækið að senda þér skilatilkynningar skaltu velja
Valkostir > Stillingar > SMS-skilaboð eða Margmiðlunarboð > Fá
tilkynningu > Já.
■ Skilaboð rituð og send
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem
bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að
senda hana með MMS.
Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem nemur
lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð
tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við
það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn og stafir úr sumum
tungumálakostum, eins og kínversku, taka meira pláss sem takmarkar þann fjölda
stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Áður en þú getur sent og tekið á móti SMS-skilaboðum,
margmiðlunarboðum eða tölvupósti, eða tengst við ytra pósthólf, verða
réttar tengistillingar að vera fyrir hendi. Sjá „Stillingar skilaboða“ á
bls. 42.
1. Til að búa til skilaboð skaltu velja Valmynd > Skilaboð > Ný skilaboð
og einhvern eftirfarandi valkosta:
SMS-skilaboð — til að búa til textaskilaboð
Margmiðlunarboð — til að búa til margmiðlunarboð (MMS)
Tölvupóstur — til að búa til tölvupóstskeyti. Ef þú hefur enn ekki sett
upp tölvupóstfang er spurt hvort þú viljir gera það.
2. Styddu á stýripinnann til að velja viðtakendur eða hópa úr Tengiliðir
eða sláðu inn símanúmer eða tölvupóstfang viðtakandans í Viðtak.
reitinn. Til að setja inn semíkommu (;) til að aðgreina viðtakendur
skaltu styðja á *.
3. Þegar tölvupóstur eða margmiðlunarboð eru búin til skaltu skruna
niður í efnisreitinn og slá inn hvert efni skilaboðanna er.
4. Skrunaðu niður til að fara í textasvæði skilaboðanna.
5. Skrifaðu skilaboðin.
35
Page 36
Skilaboð
Þegar þú skrifar skilaboðin sýnir lengdarvísir skilaboðanna hve
marga stafi þú getur slegið inn. Til dæmis merkir 10 (2) að enn
megi bæta 10 stöfum í texta sem sendur verður í tveim hlutum.
Til að nota sniðmát fyrir skilaboðin skaltu velja Valkostir > Bæta í >
Sniðmáti. Til að búa til kynningu með sniðmáti sem senda skal sem
margmiðlunarboð skaltu velja Valkostir > Búa til kynningu. Til að
nota sniðmát fyrir margmiðlunarboðin skaltu velja Valkostir > Setja
inn hlut > Sniðmát.
Til að setja miðlunarhlut inn margmiðlunarboð skaltu velja
Valkostir > Setja inn hlut > Mynd, Hljóðskrá eða Myndskeið. Til að
búa til og bæta við nýjum miðlunarhlut skaltu velja Valkostir > Setja
inn nýja > Mynd, Hljóðskrá, Myndskeið eða Skyggnu. Þegar hljóði
hefur verið bætt við birtist táknið .
Til að bæta miðlunarhlut við tölvupóst skaltu velja Valkostir > Bæta
í > Mynd, Hljóðskrá, Myndskeið, Minnismiða eða Sniðmáti.
6. Til að senda skilaboðin skaltu velja Valkostir > Senda eða styðja á
hringitakkann.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja
eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Stillingar fyrir margmiðlunarboð mótteknar
Þú getur fengið stillingar fyrir margmiðlunarboð sendar sem
samskipanaboð frá símafyrirtækinu þínu eða þjónustuveitunni.
Sjá „Stillingar fyrir margmiðlunarboð“ á bls. 43.
Veldu Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Stillingar > Margmiðlunarboð.
Opnaðu Aðg.staður í notkun og veldu aðgangsstaðinn sem þú bjóst til.
Sjá „Stillingar fyrir margmiðlunarboð“ á bls. 43.
Kannaðu framboð og áskrift að margmiðlunarboðaþjónustu hjá
símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti
og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt
eftir móttökutækinu.
36
Page 37
Skilaboð
Stillingar fyrir tölvupóst
Áður en þú getur sent, tekið á móti, sótt, svarað og framsent tölvupóst
verður þú að:
• Samstilla netaðgangsstað (IAP) á réttan hátt. Sjá „Tenging“ á bls. 90.
• Tilgreina stillingar tölvupósts á réttan hátt. Sjá „Stillingar fyrir
tölvupóst“ á bls. 44.
Fylgdu leiðbeiningunum frá ytra pósthólfinu og
internetþjónustuveitunni.
■ Innhólf—taka á móti skeytum
Veldu Valmynd > Skilaboð > Innhólf.
Þegar ólesin skilaboð eru í innhólfinu breytist táknið í .
Eftirfarandi tákn eru meðal þeirra sem geta birst í innhólfinu:
merkir ólesin textaboð
merkir ólesin sérstök skilaboð, svo sem nafnspjald
merkir ólesin margmiðlunarboð
merkir ólesin WAP-þjónustuboð
merkir að ekki er vitað um hvers konar skilaboð er að ræða
Til að opna móttekin skilaboð skaltu velja Valmynd > Skilaboð > Innhólf
og tilteknu skilaboðin.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Hlutir í
margmiðlunarboðum geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða
skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Margmiðlunarhlutir skoðaðir
Til að sjá lista yfir miðlunarhluti sem eru í margmiðlunarboðunum skaltu
opna skilaboðin og velja Valkostir > Hlutir. Hægt er að vista skrána
í símanum eða senda hana um Bluetooth-tengingu eða sem
margmiðlunarboð til annars samhæfs tækis.
37
Page 38
Skilaboð
Sérstakar skilaboðategundir
Síminn getur tekið á móti margs konar skilaboðum, svo sem skjátáknum
símafyrirtækis, nafnspjöldum og hringitónum.
Til að opna móttekin skilaboð skaltu velja Valmynd > Skilaboð > Innhólf
og tilteknu skilaboðin.
Skjátákn símafyrirtækis — Til að vista táknið skaltu velja Valkostir >
Vista. Þá sést tákn fyrirtækisins þegar síminn er í biðstöðu í stað
auðkennis símafyrirtækisins.
Nafnspjald — Til að vista tengiliðaupplýsingarnar skaltu velja
Valkostir > Vista nafnspjald.
Hringitónn — Til að vista hringitóninn í galleríinu skaltu velja
Valkostir > Vista.
Dagbókaratriði — Til að vista atriðið í dagbókinni skaltu velja
Valkostir > Vista í dagbók.
Myndskilaboð — Til að áframsenda myndboðin skaltu velja Valkostir >
Senda áfram.
Til athugunar: Myndboð er eingöngu hægt að nota ef símafyrirtæki
eða þjónustuveita styðja aðgerðina. Aðeins samhæf tæki með
möguleika á myndboðum geta tekið á móti og birt myndboð.
Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Stillingaboð — Þú getur móttekið þjónustunúmer textaboða,
talhólfsnúmer, internetaðgangsstaði, stillingar innskráningar
á aðgangsstaði, stillingar margmiðlunarboða, upplýsingar um
samstillingar eða tölvupóstsstillingar frá símafyrirtækinu þínu eða
þjónustuveitunni í samskipanaboðum. Til að vista stillingarnar skaltu
velja Valkostir > Vista.
Þjónustuboð
Þjónustuboð (sérþjónusta) eru tilkynningar (svo sem fréttafyrirsagnir)
og geta innihaldið textaboð eða veffang vafraþjónustu. Nánari
upplýsingar um framboð og áskrift fást hjá þjónustuveitu.
38
Page 39
Skilaboð
■ Mínar möppur
Hægt að raða skilaboðum í möppur, búa til nýjar möppur og endurnefna
og eyða möppum.
Veldu Valmynd > Skilaboð > Mínar möppur. Til að búa til möppu skaltu
velja Valkostir > Ný mappa og slá inn heiti möppunnar.
■ Pósthólf
Veldu Valmynd > Skilaboð > Pósthólf.
Þegar þú opnar þessa möppu getur þú tengst ytra pósthólfinu
(sérþjónusta) og gert eftirfarandi:
• Sótt tölvupóstsfyrirsagnir eða tölvupóst.
• Skoðað póstfyrirsagnir eða tölvupóst sem þú hefur áður sótt án þess
að tengjast.
Þegar þú skrunar að pósthólfinu þínu og styður á stýripinnann spyr
síminn hvort þú viljir Tengjast pósthólfi?. Veldu Já til að tengjast við
pósthólfið eða Nei til að skoða tölvupóst sem þú hefur áður sótt án
þess að tengjast.
Það er einnig hægt að koma á tengingu með því að velja Valkostir >
Tengja.
Ef þú velur Ný skilaboð > Búa til: > Tölvupóstur eða Pósthólf í
aðalvalmynd skilaboða og hefur ekki sett upp pósthólfið þitt er
beðið um að þú gerir það. Sjá„Stillingar fyrir tölvupóst“ á bls. 37.
Þegar þú býrð til nýtt pósthólf kemur heiti þess pósthólfs sjálfkrafa í
stað Pósthólf í aðalvalmynd skilaboða. Þú getur haft allt að sex pósthólf.
Þegar tenging er virk skaltu velja Valkostir > Aftengja til að slíta
gagnasímtali eða pakkagagnatengingu við ytra pósthólfið.
Tölvupóstur sóttur úr pósthólfinu
1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Pósthólf > Valkostir > Tengja.
Tengingu hefur komið á við ytra pósthólfið.
2. Veldu Valkostir > Sækja tölvupóst og úr eftirfarandi valkostum:
Nýjan — til að flytja allan nýjan tölvupóst í símann
39
Page 40
Skilaboð
Valinn — til að flytja aðeins þann tölvupóst sem hefur verið merktur
Allan — til að flytja allan tölvupóst úr pósthólfinu
Styddu á Hætta við til að hætta við flutninginn.
3. Eftir að þú hefur sótt tölvupóstinn getur þú skoðað hann á meðan
tengingin er ennþá virk. Veldu Valkostir > Aftengja ef þú vilt loka
tengingunni og skoða tölvupóstinn án tengingar.
4. Til að opna tölvupóst skaltu skruna að því tölvupóstskeyti sem þú vilt
skoða og styðja á stýripinnann. Ef tölvupóstskeytið hefur ekki verið
sótt, síminn er ekki nettengdur og þú velur Opna er spurt hvort þú
viljir sækja tölvupóstinn úr pósthólfinu.
Til að skoða viðhengi tölvupósts sem táknuð eru með skaltu velja
Valkostir > Viðhengi. Þú getur sótt, opnað eða vistað viðhengi
með skráarsniði sem síminn styður. Þú getur einnig sent viðhengi
um Bluetooth.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstboð
geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á
einhvern annan hátt.
Tölvupóstskeytum eytt
Eytt úr símanum
Til að eyða tölvupósti úr símanum en vista hann samt áfram í ytra
pósthólfinu skaltu velja Valmynd > Skilaboð > Pósthólf > Valkostir >
Eyða > Síma eingöngu.
Fyrirsögn tölvupóstsins verður áfram í símanum. Ef þú vilt einnig
fjarlægja fyrirsögnina þarftu fyrst að eyða tölvupóstinum úr ytra
pósthólfinu og síðan að koma aftur á tengingu milli símans og ytra
pósthólfsins til að uppfæra stöðuna.
Eytt úr síma og miðlara
Til að eyða tölvupósti úr símanum sem og ytra pósthólfinu skaltu velja
Valkostir > Eyða > Síma og miðlara.
Ef tenging er ekki virk er tölvupóstinum fyrst eytt úr símanum. Honum
er svo sjálfkrafa eytt úr ytra pósthólfinu þegar þú tengist því næst.
40
Page 41
Skilaboð
Ef þú notar POP3-samskiptareglur eru skilaboð sem merkt eru
til eyðingar ekki fjarlægð fyrr en tenging við pósthólfið er rofin.
Hætt við að eyða
Til að hætta við að eyða tölvupósti bæði úr símanum og miðlara, skaltu
skruna að tölvupóstinum sem hefur verið merktur þannig að það eigi að
eyða honum við næstu tengingu og veldu Valkostir > Afturkalla.
■ Úthólf
Mappan Úthólf er tímabundinn geymslustaður fyrir skilaboð sem bíða
sendingar.
Til að opna möppuna Úthólf skaltu velja Valmynd > Skilaboð > Úthólf.
Staða skilaboða:
Sendir — Síminn er að senda skilaboðin.
Í bið/Í biðröð — Síminn bíður eftir að geta sent skilaboð eða tölvupóst.
Senda aftur kl. ... (tími) — Sending hefur mistekist. Síminn reynir
að senda skilaboðin aftur þegar tiltekinn tími er liðinn. Til að hefja
sendingu strax aftur skaltu velja Valkostir > Senda.
Seinkað — Til að setja skjöl í bið meðan þau eru í möppunni Úthólf skaltu
skruna að skilaboðum sem verið er að senda og velja Valkostir > Seinka
sendingu.
Mistókst — Hámarksfjölda senditilrauna hefur verið náð. Ef þú varst að
reyna að senda textaskilaboð skaltu opna skilaboðin og ganga úr skugga
um að sendistillingarnar séu réttar.
■ Skilaboð á SIM-kortinu skoðuð
Áður en þú getur skoðað SIM-skilaboð þarftu að afrita þau í möppu
í símanum.
3. Til að afrita merktu skilaboðin skaltu velja Valkostir > Afrita og
möppuna sem afrita á skilaboðin í..
4. Til að hefja afritun skaltu velja Í lagi.
41
Page 42
Skilaboð
■ Endurvarpi
Þú getur tekið á móti boðum um mismunandi efni frá þjónustuveitunni,
til dæmis um veður og umferð (sérþjónusta). Hafðu samband við
þjónustuveituna til að fá upplýsingar um tiltæk málefni og efnisnúmer
þeirra. Til að kveikja á þjónustunni, sjá Upplýs. frá endurv. stillingar í
„Stillingar fyrir endurvarp“ á bls. 47.
Veldu Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Upplýs. frá endurv..
Á skilaboðalistanum getur þú séð stöðu málefnisins, númer
þess, heiti og hvort það hefur verið merkt ( ) til uppfærslu.
Pakkagagnatenging getur hindrað móttöku upplýsinga frá endurvarpa.
■ Ritill þjónustuskipana
Til að slá inn og senda þjónustuskipanir (einnig þekktar sem USSDskipanir) til þjónustuveitunnar þinnar, s.s. skipanir um ræsingu
símkerfisþjónustu, skaltu velja Valmynd > Skilaboð > Valkostir >
Þjónustuskipun. Til að senda skilaboðin skaltu velja Valkostir > Senda.
■ Stillingar skilaboða
Stillingar fyrir textaboð
Veldu Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Stillingar > SMS-skilaboð og
úr eftirfarandi valkostum:
Skilaboðamiðstöðvar — birtir lista yfir allar skilaboðastöðvar sem hafa
verið valdar
Skb.miðstöð í notkun — tilgreinir hvaða skilaboðamiðstöð er notuð til
að senda textaboð og sérstakar skilaboðategundir, svo sem nafnspjöld
Umritun stafa > Fullur stuðningur — til að velja að allir stafirnir í
sendum skilaboðum birtist. Ef þú velur Minni stuðningur kunna
stafir með kommum og öðrum merkingum að breytast í aðra stafi.
Fá tilkynningu — Þegar stillt er á Já er staða sendra skilaboða (Bíður,
Mistókst, Skilað) birt í Tilkynningar (sérþjónusta). Hugsanlega geturðu
ekki fengið skilatilkynningar um margmiðlunarboð sem hafa verið send
á tölvupóstfang.
42
Page 43
Skilaboð
Gildistími skilaboða — ef ekki næst í viðtakanda skilaboðanna á
gildistímanum er boðunum eytt úr skilaboðastöðinni. Athugaðu
að símkerfið verður að styðja þennan möguleika. Hámarkstími —
hámarkstíminn sem símakerfið leyfir að skilaboðin séu gild
Skilaboð send sem — til að tilgreina hvernig skilaboðin eru send. Texti er
sjálfgefin stilling.
Æskileg tenging — Þú getur sent textaskilaboð um venjulegt
GSM-símkerfi eða um GPRS, ef símkerfið styður það.
Svar um sömu miðst. (sérþjónusta) — Ef þú velur Já og viðtakandi svarar,
þá eru svarskilaboð hans send um sama númer
skilaboðamiðstöðvarinnar. Ekki bjóða öll símafyrirtæki upp á þennan
valkost. Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar
um það hvaða valkostir eru í boði.
Stillingar fyrir margmiðlunarboð
Veldu Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Stillingar > Margmiðlunarboð
og úr eftirfarandi valkostum:
Stærð myndar — Tilgreindu stærð myndar í margmiðlunarboðum:
Lítil (hámark 160 x 120 pixlar) eða Stór ( hámark 640 x 480 pixlar).
Ef þú velur Upprunaleg er myndin ekki kvörðuð.
MMS-gerð — Ef þú velur Með viðvörunum lætur síminn þig vita ef þú
reynir að senda skilaboð sem ekki er víst að viðtökutæki styðji. Til að láta
símann hindra sendingu óstuddra skilaboða skaltu velja Takmörkuð.
Ef þú velur Allt er skilaboðagerð ekki takmörkuð, en ekki er víst að
viðtakandinn geti séð skilaboðin.
Aðg.staður í notkun — Veldu hvaða aðgangsstaður er notaður sem
tenging fyrir margmiðlunarboð. Sjá „Stillingar fyrir margmiðlunarboð
mótteknar“ á bls. 36.
Ef margmiðlunarboðastillingar berast í skilaboðum og þau eru vistuð eru
þær stillingar sjálfkrafa notaðar fyrir aðgangsstaðinn. Sjá „Sérstakar
skilaboðategundir“ á bls. 38.
Móttaka margmiðl. — Til að taka við margmiðlunarboðum á heimaneti
skaltu velja Sjálfvirk í heimakerfi. Móttaka margmiðlunarskilaboða er þá
óvirk þegar síminn er tengdur við annað símkerfi. Til að taka alltaf við
43
Page 44
Skilaboð
margmiðlunarboðum skaltu velja Alltaf sjálfvirk. Til að sækja tölvupóst
handvirkt skaltu velja Handvirkt val. Til að leyfa aldrei móttöku
margmiðlunarboða og auglýsinga skaltu velja Óvirk.
Leyfa nafnl. skilaboð — Til að hafna skilaboðum frá óþekktum sendanda
skaltu velja Nei.
Fá auglýsingar — Tilgreindu hvort þú vilt leyfa móttöku
margmiðlunarboða sem innihalda auglýsingar.
Tilkynning um skil — Ef þú vilt að staða sendra skilaboð (Bíður, Mistókst
eðaSkilað) birtist í Tilkynningar skaltu velja Já.
Neita sendingu tilk. > Já — til að hafna því að skilatilkynningar séu sendar
Gildistími skilaboða (sérþjónusta) — Ef ekki er hægt að ná í viðtakanda
skilaboðanna innan tilgreinds tíma er boðunum eytt úr skilaboðastöð
margmiðlunarboða. Hámarkstími er sá hámarkstími sem símkerfið leyfir
skilaboðum að vera gild.
Ef ekki er búið að tilgreina neinar pósthólfsstillingar er spurt hvort þú
viljir tilgreina þær. Tilgreina þarf gerð pósthólfsins, tölvupóstfang,
miðlara fyrir móttekinn póst, miðlara fyrir útpóst, aðgangsstað og nafn
pósthólfsins. Þjónustuveita tölvupóstsins lætur stillingarnar í té.
Móttekinn tölvupóstur
Veldu Tengistillingar > Móttekinn póstur og úr eftirfarandi stillingum:
Notandanafn — Notandanafn sem þjónustuveitan lætur í té
Lykilorð — Ef reiturinn fyrir lykilorð er skilinn eftir auður þarftu að
slá inn lykilorðið í hvert sinn sem þú tengist við ytra pósthólfið þitt.
Annars er það sent sjálfkrafa.
Miðlari mótt. pósts: — IP-númerið eða hýsilheiti póstmiðlarans
sem tekur á móti tölvupóstinum þínum hjá þjónustuveitunni.
44
Page 45
Skilaboð
Aðg.staður í notkun — Internetaðgangsstaðurinn (IAP) fyrir pósthólfið.
Sjá „Tenging“ á bls. 90.
Nafn pósthólfs — lýsandi heiti fyrir pósthólfið
Tegund pósthólfs — tilgreinir samskiptareglurnar. Þessa stillingu er
aðeins hægt að velja einu sinni og þú getur ekki breytt henni eftir að
þú hefur vistað eða farið út úr stillingum pósthólfs.
Öryggi (gáttir) — Öryggisreglur sem notaðar eru við tengingu við ytra
pósthólfið
Gátt — Til að tilgreina aðra gátt en þá sem er sjálfgefin fyrir tengingu við
ytra pósthólfið skaltu velja Notandi skilgreinir og slá inn gáttarnúmerið.
Örugg APOP-innskr. (aðeins POP3 pósthólf) — Veldu Virk til að dulkóða
sendingar á lykilorðum í ytri tölvupóstmiðlarann.
Útsendur tölvupóstur
Veldu Tengistillingar > Sendur póstur og úr eftirfarandi stillingum:
Tölvupóstfangið mitt —tölvupóstfangið sem þjónustuveitan lét þér í té.
Tölvupóstfangið verður að innihalda stafinn @. Öll svör við skeytunum
þínum eru send á það tölvupóstfang.
Miðlari fyrir útpóst — Sláðu inn IP-númerið eða hýsilheiti póstmiðlarans
sem tekur á móti tölvupóstinum þínum hjá þjónustuveitunni.
Upplýsingar um stillingar fyrir Notandanafn, Lykilorð, Öryggi (gáttir)
og Gátt, sjá stillingar fyrir Móttekinn póstur í „Stillingar pósthólfa“ á
bls. 44.
Notandastillingar
Veldu Notandastillingar og úr eftirfarandi stillingum:
Mitt nafn — Sláðu inn nafnið sem á að birtast í sendum tölvupósti.
Senda tölvupóst (sérþjónusta) — Til að sjá hvenær pósturinn er sendur
skaltu velja Strax eða Í næstu tengingu.
Afrit til sendanda — Veldu Já til að senda afrit af tölvupóstinum
á tölvupóstfangið sem tilgreint er í Tölvupóstfangið mitt.
Nota undirskrift — Veldu Já til að setja undirskrift í tölvupóstskeyti og
til að búa til eða breyta undirskriftartexta.
45
Page 46
Skilaboð
Tilkynning um tölvup. — Til að fá ekki tilkynningar um nýjan tölvupóst
skaltu velja Óvirkt.
Móttökustillingar
Veldu Móttökustillingar og úr eftirfarandi stillingum:
Sótt tölvupóstskeyti — Til að móttaka aðeins fyrirsagnir skaltu velja
Aðeins hausar. Til að takmarka hve mikið af gögnum er móttekið
skaltu velja Stærðartakmörk og slá inn hámarksmagn gagna í hverjum
skilaboðum í kílóbætum. Til að fá skilaboð og viðhengi skaltu velja
Sk.boð & viðhengi. Valkostirnir Stærðartakmörk og Sk.boð & viðhengi
eru einungis tiltækir í POP3-pósthólfum.
Sótt magn — Til að takmarka fjölda skilaboða sem sótt eru úr innhólfi
ytra pósthólfsins skaltu velja Úr innhólfi > Fjöldi tölvupósta og slá inn
hámarksfjölda skilaboða sem sækja skal. Einnig er hægt að takmarka
fjölda skilaboða sem sótt eru úr öðrum möppum í áskrift í Úr möppum
(aðeins IMAP4-pósthólf).
IMAP4 möppuslóð (aðeins IMAP4-pósthólf) — tilgreindu slóð fyrir
möppu í IMAP4-pósthólfum.
Möppur í áskrift (aðeins IMAP4-pósthólf) — Veldu möppur í pósthólfinu
sem þú vilt gerast áskrifandi að. Til að gerast áskrifandi eða hætta áskrift
að möppu skaltu skruna að henni og velja Valkostir > Gerast áskrifandi
eða Hætta í áskrift.
Sjálfvirk tenging
Veldu Sjálfvirk tenging > Síðuhausar sóttir — Til að fá
tölvupóstsfyrirsagnir sjálfkrafa á tilteknum fresti skaltu velja Alltaf
kveikt eða, ef þú vilt aðeins að heimasímkerfið móttaki fyrirsagnir, Bara
á heimakerfi. Aðeins er hægt að taka sjálfvirkt á móti fyrirsögnum í tvö
pósthólf. Hægt er að stilla á hvað dögum, tíma og hve oft fyrirsagnir eru
mótteknar í Dagar til að sækja, Klst. til að sækja og Tímabil til að sækja.
Stillingar þjónustuboða
Veldu Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Stillingar > Þjónustusk.boð og
úr eftirfarandi stillingum:
Þjónustuskilaboð — Veldu hvort þú vilt taka við þjónustuboðum.
46
Page 47
Skilaboð
Hlaða niður skilab. — Veldu hvort hlaða skuli skilaboðum niður sjálfvirkt
eða handvirkt.
Stillingar fyrir endurvarp
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um tiltæka endurvarpa (sérþjónusta)
og hvaða efni og númer eru tiltæk.
endurvarpa og úr eftirfarandi stillingum:
Móttaka —Veldu Virkt eða Óvirkt.
Tungumál — Öll gerir þér kleift að fá skilaboð frá endurvarpa á öllum
fáanlegum tungumálum. Valin gerir þér kleift að velja á hvaða
tungumálum þú vilt fá skilaboð frá endurvarpa. Ef tungumálið finnst
ekki á listanum skal velja Önnur.
Greina nýtt efni — Ef skilaboð berast sem ekki tilheyra fyrirliggjandi efni
má nota Virkt til að vista efnisnúmerið sjálfkrafa. Efnisnúmerið er vistað
á efnislistanum og er sýnt án heitis. Veldu Óvirkt ef þú vilt ekki sjálfkrafa
vista ný efnisnúmer.
Aðrar stillingar
Veldu Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Stillingar > Annað og úr
eftirfarandi stillingum:
Vista send skilaboð — Þegar þessi kostur er valinn vistar síminn afrit af
öllum textaskilaboðum, margmiðlunarskilaboðum og tölvupósti sem þú
hefur sent í möppuna Sendir hlutir.
Fj. vistaðra skilab. — Tilgreinir hversu mörg send skilaboð eru vistuð
í einu í möppunni Sendir hlutir. Þegar þeim mörkum er náð er elstu
skilaboðunum eytt.
Minni í notkun — Veldu hvort skilaboð skulu vistuð í minni símans eða
á minniskorti.
47
Page 48
Tengiliðir
6.Tengiliðir
Hægt er að vista og skipuleggja tengiliðaupplýsinga, svo sem nöfn,
símanúmer og heimilisföng. Þú getur einnig bætt persónulegum
hringitón, raddmerki eða smámynd við tengiliðarspjald. Þú getur búið
til tengiliðahópa og þannig sent textaboð eða tölvupóst til margra
viðtakenda samtímis. Aðeins er hægt að senda upplýsingar um tengiliði
á milli samhæfra tækja.
■ Haldið utan um tengiliði
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Til að bæta við nýjum tengilið skaltu velja Valkostir > Nýr tengiliður.
Fylltu út þá reiti sem þú vilt og veldu Lokið.
Til að breyta upplýsingum um tengilið skaltu skruna að honum og velja
Valkostir > Breyta.
Til að eyða tengilið skaltu skruna að honum og velja Valkostir > Eyða.
Ef tengiliðir hafa verið merktir er þeim hins vegar eytt.
Til að bæta smámynd við tengiliðskaltu skruna að honum og
velja Valkostir > Breyta > Valkostir > Bæta við smámynd.
Til að velja sjálfgefin númer og heimilisföng tengiliðs skaltu velja hann
og síðan Valkostir > Sjálfvalin. Skrunaðu að sjálfgefna valkostinum og
veldu Á númer.
Til að afrita nöfn og númer af SIM-korti yfir í símann þinn skaltu velja
Valkostir > SIM-tengiliðir > SIM-skrá. Skrunaðu að nöfnunum sem
þú vilt afrita eða merktu þau og veldu Valkostir > Afrita í Tengiliði.
Til að afrita símanúmer, faxnúmer, eða símboðanúmer úr tengiliðum yfir
á SIM-kortið þitt skaltu skruna að tengiliðnum sem þú vilt afrita og velja
Valkostir > Afrita > Á SIM-skrá.
■ Haldið utan um tengiliðahópa
Búðu til tengiliðahóp svo að þú getir sent tölvupóst til margra
viðtakenda í einu.
48
Page 49
Tengiliðir
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir, skrunaðu til hægri og veldu Valkostir >
Nýr hópur.
2. Sláðu inn heiti fyrir hópinn eða notaðu sjálfgefna heitið og veldu
Ílagi.
3. Oppnaðu hópinn og veldu Valkostir > Bæta félögum við.
4. Skrunaðu að þeim tengiliðum sem þú vilt bæta í hópinn og styddu
á stýripinnann til að merkja þá.
5. Veldu Í lagi til að setja alla merktu tengiliðina í hópinn.
■ Hringitónn settur inn
Þú getur sett hringitón við hvern tengilið eða hóp. Þegar sá tengiliður
eða einhver í hópnum hringir í þig spilar síminn valda hringitóninn
(ef símanúmer þess sem hringir er sent með hringingunni og síminn
ber kennsl á það).
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir.
2. Til að setja inn hringitón við tengilið skaltu velja hann og síðan
Valkostir > Hringitónn og tiltekinn hringitón.
Til að setja hringitón við hóp skaltu velja hópalistann og skruna að
tengiliðahóp. Veldu Valkostir > Hringitónn og hringitón fyrir hópinn.
Til að fjarlægja hringitón af einstaklingi eða hópi skaltu velja Sjálfvalinn
tónn sem hringitón.
■ Símanúmer tengt við hraðvalstakka
Hraðval er leið til að hringja á fljótlegan hátt í númer sem þú hringir oft
í. Hægt er að tengja símanúmer við hraðvalstakka 2 til 9. Númerið 1 er
frátekið fyrir talhólfið. Gera þarf hraðvalið virkt til að hægt sé að nota
það. Sjá Hraðval í „Símtöl“ á bls. 89.
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir og tengilið.
2. Skrunaðu að númeri og veldu Valkostir > Skrá hraðval. Skrunaðu að
tiltekna hraðvalstakkanum og veldu Á númer. Þegar þú ferð til baka í
tengiliðaskjáinn sérðu hvar birtist við hlið númersins.
49
Page 50
Tengiliðir
Til að hringja í tengiliðinn með því að nota hraðvalið skaltu fara í
biðham eða virkan biðham og styðja á hraðvalstakkann og síðan
hringitakkann. Eða styðja á hraðvalstakkann og halda honum inni.
50
Page 51
Gallerí
7.Gallerí
Veldu Valmynd > Gallerí.
Notaðu Gallerí til að geyma og skipuleggja myndirnar þínar,
myndinnskotin, lög, hljóðinnskot, spilunarlista, straumspilunartengla,
.ram-skrár og kynningar.
Með því að opna Galleríið birtist listi yfir möppurnar í minninu.
Skrunaðu að möppu (til dæmis Myndir) og styddu á stýripinnann
til að opna hana.
Í möppunni geturðu séð:
• Tákn sem sýnir gerð hverrar skráar í möppunni eða smámynd ef
um mynd er að ræða
• Heiti skráarinnar
• Upplýsingar um það hvenær skráin var vistuð eða stærð hennar
Til að opna skrá skaltu skruna að henni og styðja á stýripinnann.
Skráin opnast í réttu forriti.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja
eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
■ Aðgerðir í galleríinu
Veldu Valmynd > Gallerí og möppu.
Til að gera mynd að veggfóðri skaltu velja Myndir og skruna að
myndinni. Veldu Valkostir > Nota sem veggfóður. Til að tengja
myndina við tengilið skaltu velja Setja við tengilið.
Til að gera lag eða hljóðinnskot að hringitóni skaltu velja Lög eða
Hljóðskrár og skruna að laginu eða innskotinu. Veldu Valkostir >
Velja sem hringitón. Til að gera lag eða hljóðinnskot að hringitóni
tengiliðs skaltu velja Setja við tengilið.
Til að afrita skrár í minni símans eða á minniskort skaltu skruna að
skránni eða merkja skrárnar með því að halda ritfærslutakkanum inni,
styðja samtímis á stýripinnann og velja Valkostir > Skipuleggja >
Afrita í minni síma eða Afrita á minniskort.
51
Page 52
Gallerí
Til að búa til lagalista skaltu merkja lögin og velja Valkostir > Nýr
lagalisti.
Til að búa til myndamöppur og setja myndir í þær skaltu velja Myndir,
skruna að mynd og velja Valkostir > Skipuleggja > Ný mappa og slá inn
heiti möppunnar. Merktu myndirnar sem þú vilt setja í möppuna, veldu
Valkostir > Skipuleggja > Færa í möppu og veldu möppuna.
■ Skrám hlaðið niður
Veldu Valmynd > Gallerí, möppuna fyrir þá skráartegund sem þú ætlar
að hlaða niður og síðan niðurhleðsluaðgerðina (til dæmis Myndir >
Sækja myndir). Vafrinn opnast. Veldu bókamerki fyrir síðuna sem þú vilt
hlaða niður af. Sjá „Bókamerki skoðuð“ á bls. 69.
Til að hlaða niður skrám verður þú fyrst að stilla sjálfgefna
aðgangsstaðinn þinn. Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls. 91. Nánari upplýsingar
um niðurhleðslu er að finna í „Niðurhleðsla“ á bls. 72.
52
Page 53
Tónlist
8.Tónlist
■ Tónlistarspilari
Til að gera tónlistarhaminn virkan og ræsa Tónlistarspilari skaltu snúa
neðri hluta símans þannig að takkarnir sem notaðir eru þegar tónlist
er spiluð séu sömu megin og skjárinn. Eða velja Valmynd > Tónlist >
Tónlistarsp..
Tónlistarsafn
Tónlistarsafn er gagnagrunnur með tiltækum lögum. Í tónlistarsafninu
er hægt að velja sér tónlist til að hlusta á og búa til og skipuleggja
spilunarlista.
Til að opna tónlistarsafnið í aðalvalmynd tónlistarspilarans skaltu
skruna að og styðja á stýripinnann.
Til að uppfæra tónlistarsafnið og leita að lögum í minni símans og
á minniskortinu skaltu velja Valkostir > Uppfæra Tónlistarsafn.
Eftir uppfærsluna birtast breytingarnar á safninu á skjánum.
Hægt er að velja tónlist úr safninu á ýmsan hátt. Til að spila t.d. tiltekið
albúm skaltu velja Plötur, skruna að því og velja Valkostir > Spila. Eða til
að hlusta á sérstakt lag í albúminu skaltu velja Plötur og eitthvert
albúm, merkja lögin og velja Valkostir > Spila.
Til að finna tónlist með tilteknum flytjanda skaltu velja Flytjendur
og Valkostir > Leita og slá inn nafn hans. Skrunaðu að flytjandanum
og styddu á stýripinnann. Til að slá inn texta þarftu að gera
samskiptahaminn virkan.
Lagalisti
Til að setja saman og vista eigin lagalista skaltu velja Lagalistar >
Valkostir > Nýr lagalisti. Veldu í hvaða minni á að vista lagalistann og
gefðu honum heiti. Merktu lögin sem velja á og styddu á stýripinnann.
Til að hlusta á lagalista skaltu velja Lagalistar, skruna að lagalista og
velja Valkostir > Spila.
53
Page 54
Tónlist
Hægt er að bæta lögum við vistaðan lagalista á öðrum skjámyndum.
Til að bæta t.d. við albúmi skaltu velja Plötur, finna albúmið, skruna að
því og velja Valkostir > Bæta á lagalista > Vistaður lagalisti. Skrunaðu
að lagalistanum sem bæta á albúminu í og styddu á stýripinnann.
Hlustað á tónlist
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug
áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Til að hefja spilun eða gera hlé á henni skaltu styðja á . Spilun er
stöðvuð með því að styðja á . Skipt er yfir í fyrra eða næsta lag með því
að styðja á eða . Til að spóla áfram eða til baka skaltu halda
eða inni.
Aðeins er hægt að stjórna spilun tónlistar með til þess ætluðu
tónlistartökkunum þegar síminn er í tónlistarham.
Til að sjá listann sem verið er að spila skaltu skruna að og styðja á
stýripinnann.
Til að fara aftur í biðham og hafa tónlistarpilarann í bakgrunni skaltu
styðja á hætta-takkann. Ef Virkur biðskjár er Virkur er lagalistinn sem
verið er að spila sýndur í biðham. Til að stilla hljóðstyrk í biðham skaltu
skruna að laginu sem verið er að spila og síðan til vinstri eða hægri. Til
að opna tónlistarspilarann í biðham skaltu skruna að laginu sem verið er
að spila og styðja á stýripinnann.
Hægt er að nota margar aðgerðir símans og myndavélarinnar á
meðan hlustað er á tónlist (t.d. slá inn og senda textaskilaboð í
samskiptahamnum eða taka myndir í myndavélarhamnum). Þegar þú
hringir úr símanum eða hringt er í þig verður hlé á spiluninni. Þegar
símtalinu lýkur heldur spilunin áfram.
Til að spila lög endurtekið skaltu velja Valkostir > Endurtaka. Veldu Öll
lög til að öll lögin sem verið er að spila séu endurtekin, Eitt til að
endurtaka lagið sem verið er að spila Óvirkt til að ekkert sé endurtekið.
Til að spila lög í handahófskenndri röð skaltu velja Valkostir > Spilun af
handahófi > Virkt.
Til að stilla lagið sem verið er að spila sem hringitón í öllum sniðum
skaltu velja Valkostir > Velja sem hringitón.
54
Page 55
Tónlist
Hljóðstillingar
Með Hljóðstillingar er hægt að stilla hljómburðinn, auka enduróm,
víðóma stillingu og bassa. Veldu Valkostir > Hljóðstillingar.
Tónjafnari
Með Tónjafnari er hægt að auka eða minnka tíðni meðan spilun fer fram
og breyta hljómburðinum.
Veldu Valkostir > Hljóðstillingar > Tónjafnari. Til að nota forstillingu
skaltu skruna að henni og velja Valkostir > Kveikja.
Forstilling búin til
1. Til að búa til forstillingu skaltu velja Valkostir > Ný forstilling og slá
inn heiti hennar.
2. Til að fara milli tíðnisviða skaltu skruna til vinstri eða hægra. Til að
auka eða minnka hljóð á tíðnisviði skaltu skruna upp eða niður.
3. Veldu Til baka.
■ Visual Radio
Þú getur notað Visual RadioTM forritið sem FM-útvarp með því að
stilla og velja stöðvar sjálfvirkt, eða með sjónrænum upplýsingum
um útvarpsefnið, ef þú stillir á stöðvar sem bjóða upp á Visual Radio
þjónustuna. Visual Radio þjónustan notar pakkagögn (sérþjónusta).
Þú getur hlustað á útvarpið á meðan þú notar önnur forrit tækisins.
Til að nota Visual Radio þjónustuna verður að uppfylla eftirfarandi
skilyrði:
• Útvarpsstöðin og símafyritækið verða að styðja þessa þjónustu.
• Það verður að vera kveikt á símanum.
• Þú verður að hafa valið internetaðgangsstaðinn til að fá aðgang að
visual radio miðlara símafyrirtækisins.
• Forstillta útvarpstöðin verður að hafa tilgreint rétt auðkenni Visual
Radio þjónustunnar og bjóða upp á þjónustuna.
Ekki er hægt að kveikja á Visual Radio þegar ótengda sniðið er virkt.
Ef þú hefur ekki aðgang að Visual Radio þjónustunni er ekki víst að
símafyrirtækið þitt og útvarpsstöðvarnar á svæði þínu bjóði upp á Visual
55
Page 56
Tónlist
Radio. Ekki er víst að Visual Radio þjónustan sé til staðar á öllum
svæðum og í öllum löndum.
Þú getur hlustað á FM-útvarp í símanum í innbyggða hátalaranum eða
samhæfu höfuðtóli.
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er á þráðlausa tækinu. Samhæft
höfuðtól eða aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að
virka rétt.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug
áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Þú getur hringt eða svarað í símann meðan þú hlustar á útvarpið.
Það er sjálfkrafa slökkt á útvarpinu þegar talað er í símann.
Gæði útvarpsútsendingarinnar velta á sendistyrk útvarpsstöðvarinnar
á viðkomandi svæði.
Kveikt á útvarpinu
Veldu Valmynd > Tónlist > Radio til að opna Visual Radio.
Eftirfarandi birtist í símanum:
• Sætistala og nafn útvarpsstöðvarinnar.
• Tíðni útvarpsstöðvarinnar sem var notuð síðast.
• Grafískir takkar:
- og til að skruna að næstu eða fyrri stöð sem er vistuð.
Takkarnir eru óvirkir ef engar stöðvar hafa verið vistaðar.
- og til að leita sjálfkrafa að stöðvum
- er notaður til að hefja Visual Radio flutninginn ef auðkenni
Visual Service hefur verið valið eða spyr um auðkennið ef það
hefur ekki verið valið.
Ef þú hefur vistað útvarpsstöðvar áður skaltu skruna að stöðinni sem þú
vilt hlusta á, eða velja staðsetningu hennar í minninu með því að styðja
á takka 1 til 9.
Skruna skal til vinstri eða hægri til að stilla hljóðstyrkinn.
Þegar þú notar samhæft höfuðtól skaltu styðja á höfuðtólstakkann til
að skruna að vistaðri stöð.
Til að slökkva á útvarpinu skaltu velja Hætta.
56
Page 57
Tónlist
Stilla á og vista útvarpsstöð
Til að leita að útvarpsstöðvum þegar kveikt er á útvarpinu skaltu skruna
að eða og styðja á stýripinnann. Leitinni er hætt þegar stöð
finnst. Til að vista stöðvarnar skaltu velja Valkostir > Vista stöð.
Skrunaðu að sæti fyrir stöðina með stýripinnanum og veldu það.
Sláðu inn heiti stöðvarinnar og veldu Í lagi.
Notkun útvarpsins
Þegar kveikt er á útvarpinu skaltu velja Valkostir og úr eftirfarandi
valkostum:
Opna sjónr. þjónustu — Til að hefja sendingu sjónræns efnis.
Stöðvaskrá — Ræsa skal stöðvaskrá (sérþjónusta) til að leita að tiltækum
útvarpsstöðvum og vista þær til notkunar síðar.
Vista stöð — Til að vista útvarpsstöðina.
Stöðvar — Til að opna lista yfir stöðvar.
Handvirk leit — Til að stilla handvirkt á útvarpsstöð. Skruna skal upp eða
niður til að stilla.
Ef þú veist tíðni þeirrar útvarpsstöðvar sem þú vilt hlusta á skaltu slá
hana inn og velja Í lagi.
Virkja hátalara — Til að hlusta á útvarpið með hátalaranum.
Slökkva á hátalara — Til að hlusta á útvarpið með höfuðtólunum.
Spila í bakgrunni — Settu Visual Radio í bakgrunn þannig að biðskjárinn
birtist. Til að fá Visual Radio upp aftur skaltu halda valmyndartakkanum
inni og velja Radio.
Stillingar — Til að breyta eða skoða stillingarnar á Visual Radio.
Hætta — Til að slökkva á útvarpinu.
Stöðvalisti
Þegar kveikt er á útvarpinu skaltu velja Valkostir > Stöðvar.
Stöðvalistinn er notaður til að vinna með vistaðar útvarpsrásir. Þegar
þú opnar listann er stöðin sem verið er að hlusta á auðkennd ef hún
er vistuð. Ef hún er það ekki er fyrsta vistaða stöðin auðkennd.
57
Page 58
Tónlist
Veldu Valkostir og úr eftirfarandi valkostum:
Stöð > Hlusta — Til að hlusta á stöð sem valin er.
Stöð > Breyta — Til að skoða stillingarnar á auðkenndu stöðinni.
Sjá „Uppsetning útvarpsstöðvar“ á bls. 58.
Stöð > Færa — Til að færa stöð í annað sæti á stöðvalistanum:
Auðkenndu stöðina sem þú vilt færa, veldu Færa og auðkenndu svo
sætið sem þú vilt færa stöðina á. Veldu Í lagi til að færa stöðina.
Stöð > Eyða — Til að eyða auðkenndu stöðinni af stöðvalistanum.
Stöðvaskrá — Til að virkja stöðvaskrá (sérþjónusta) þar sem leitað er að
tiltækum útvarpsstöðvum í kerfinu og þær vistaðar.
Virkja hátalara — Til að hlusta á útvarpið með hátalaranum.
Slökkva á hátalara — Til að hlusta á útvarpið með höfuðtólunum.
Hætta — Til að slökkva á útvarpinu.
Uppsetning útvarpsstöðvar
Skrunaðu að stöð á stöðvalistanum, styddu á stýripinnann og veldu
Breyta til að breyta eftirfarandi stillingum:
Heiti — til að breyta nafni stöðvarinnar
Staðsetning — til að breyta sæti stöðvarinnar
Tíðni — til að breyta tíðni stöðvarinnar
Auðkenni sjónr. þjón. — til að breyta auðkenni Visual Service
Ræsa sjónr. þjónustu — til að leyfa eða banna skoðun sjónræns
efnis völdu útvarpsstöðvarinnar
Veldu Til baka til að fara aftur í stöðvalistann.
Skoðun sjónræns efnis
Hægt er að skoða sjónrænt efni stöðvar ef hún er vistuð í
stöðvalistanum og sjónræn þjónusta er virk fyrir stöðina.
Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir upplýsingar um framboð,
kostnað og áskrift að þjónustunni.
Til að skoða sjónrænt efni völdu stöðvarinnar skaltu skruna að
og styðja á stýripinnann.
58
Page 59
Tónlist
Ef auðkenni sjónrænu þjónustunnar er ekki vistað í stöðvalistanum
þarftu að slá það inn. Eftir að þú hefur slegið það inn skaltu velja Í lagi.
Ef þú hefur ekki auðkenni sjónrænu þjónustunnar skaltu velja Sækja til
að komast í stöðvaskrána (sérþjónusta).
Þegar tengingu við sjónrænu þjónustuna hefur verið komið á sést
sjónræna efnið sem verið er að spila á skjánum. Sjónrænt efni getur
samanstaðið af myndum, texta hnöppum og reitum. Þetta efni er
hannað af efnisveitunni.
Skrunaðu upp eða niður til að fletta efninu.
Ef ekkert sjónrænt efni er til staðar frá þjónustunni sést bakgrunnur
Visual Radio.
Til að loka fyrir sendingu sjónræns efnis án þess að loka fyrir útvarpið
skaltu velja Loka. Til að loka fyrir hvort tveggja skaltu velja Valkostir >
Hætta.
Til að stilla ljósið og tímann þar til orkusparnaður verður virkur skaltu
velja Valkostir > Skjástillingar.
Stillingar Visual Radio
Þegar kveikt er á útvarpinu skaltu velja Valkostir > Stillingar og úr
eftirfarandi valkostum:
Opnunartónn — til að gera byrjunartóninn virkan eða óvirkan
Sjálfvirk þjónusta — til að gera sjálfvirkan skjá með sjónrænu efni virkan
eða óvirkan
Aðgangsstaður — til að velja aðgangsstaðinn
Stöðvaskrá
Með stöðvaskránni (sérþjónusta) er hægt að velja Visual Radio eða
venjulegar útvarpsstöðvar af lista, flokkaðar í nokkrar möppur.
Flokkunin í möppunum getur farið eftir landfræðilegum staðsetningum
stöðvanna, svo sem álfum, löndum, svæðum eða borgum og þær geta
innihaldið undirmöppur eða gögn um útvarpsstöðvar.
Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir upplýsingar um framboð,
kostnað og áskrift að þjónustunni.
59
Page 60
Tónlist
Stöðvaskráin opnuð í skjá sjónræns efnis
Til að sækja auðkenni sjónrænu þjónustunnar og ræsa sjónrænt efni fyrir
opna útvarpsstöð skaltu skruna að , styðja og stýripinnann og velja
Sækja. Eftir að tengingu hefur verið komið á við stöðvaskrána skaltu
velja staðsetningu sem er næst þér af lista með möppum og styðja á
stýripinnann.
Tækið ber tíðni útvarpsstöðvanna á listanum við tíðnina sem stillt er á.
Ef samsvarandi tíðni finnst birtist auðkenni stöðvarinnar sem stillt er á.
Veldu Í lagi til að hefja flutning sjónræna efnisins.
Ef það eru fleiri en ein útvarpsstöð með tíðnina eru þær birtar á lista
með auðkenni sínu.
Skrunaðu að tiltekinni útvarpsstöð á listanum og veldu hana. Þá birtist
útvarpsstöðin sem stillt er á ásamt auðkenni sínu. Veldu Í lagi til að
hefja flutning sjónræna efnisins.
Stöðvaskráin opnuð úr Valkostum
Til að opna stöðvaskrána (sérþjónusta) úr stöðvalistanum skaltu velja
Valkostir > Stöðvaskrá.
Eftir að tengingu hefur verið komið á við stöðvaskrána þarftu að velja þá
staðsetningu sem er næst þér af lista með möppum. Skrunaðu að næstu
staðsetningu og styddu á stýripinnann. Endurtaktu þetta þangað til þú
kemur að lista með útvarpsstöðvum sem eru næstar staðsetningu þinni.
Útvarpsstöðvar með sjónrænu efni eru merktar með .
Skrunaðu að stöðinni sem þú vilt velja og styddu á stýripinnann til að
opna valmynd fyrir útvarpsstöðvarnar:
Hlusta — til að stilla á auðkenndu útvarpsstöðina
Til að staðfesta tíðnina skaltu velja Já. Veldu Nei til að fara aftur á
tíðnina sem var stillt á áður. Listi með útvarpsstöðvum birtist aftur
og þú getur valið aðra útvarpsstöð.
Opna sjónr. þjónustu — til að opna sjónrænt efni þeirrar útvarpsstöðvar
sem stillt er á (þegar það er hægt).
Vista — til að vista upplýsingar um stöðina sem er opin á stöðvalistanum.
60
Page 61
Miðlun gagna
9.Miðlun gagna
■ Myndavél
Til að kveikja á myndavélinni skaltu snúa neðri hluta símans. Sjá
„Myndavélarhamur“ á bls. 18. Eða veldu Valmynd > Miðlar > Myndavél.
Til að súmma inn eða út skaltu velja eða . Til að taka mynd
skaltu styðja á . Myndin er vistuð í möppunni Myndir folder in Gallerí
og hún birtist á skjánum. Til að fara aftur í myndgluggann skaltu velja Til
baka. Styddu á hreinsitakkann til að eyða myndinni.
Til að taka myndaröð skaltu velja Valkostir > Myndaröð > Kveikt.
Þegar stutt er á tekur myndavélin sex myndir í röð og birtir
myndirnar á töflu.
Til að nota næturstillingu í daufri birtu skaltu velja Valkostir >
Næturstilling > Kveikt.
Til að nota sjálfvirka myndatöku skaltu velja Valkostir > Sjálfvirk
myndataka og hve langur tími þú vilt að líði áður en myndin er tekin.
Styddu á og tímamælirinn fer í gang.
Til að stilla ljósgjafa eða litáferð skaltu velja Valkostir > Stilla >
Ljósgjafi eða Litáferð.
Til að taka upp hreyfimynd skaltu skruna til hægri til að gera
myndbandsupptöku virka og styðja á til að hefja upptöku.
Stillingar myndavélarinnar
Tækið styður myndupplausn sem er 1600 x 1200 pixlar. Myndupplausnin
í þessum efnum getur virst önnur.
Til að breyta stillingum myndavélarinnar skaltu velja Valmynd >
Miðlar > Myndavél > Valkostir > Stillingar.
Veldu Mynd og úr eftirfarandi stillingum:
Gæði myndar og Upplausn myndar — Því meiri sem gæðin
og upplausnin eru, þeim mun meira minni tekur myndin.
Sýna tekna mynd — Til að birta ekki myndina sem tekin er
skaltu velja Nei.
61
Page 62
Miðlun gagna
Sjálfv. nafn myndar — Til að breyta nöfnum á myndum sem eru teknar.
Minni í notkun — Til að velja hvort vista eigi myndirnar í minni símans
eða á minniskortinu.
Veldu Hreyfimynd og úr eftirfarandi stillingum:
Lengd — Ef stillt er á Hámarks er lengd hreyfimyndarinnar
aðeins takmarkað af því minni sem er tiltækt. Ef stillt er á
Stutt er upptökutíminn ákjósanlegur fyrir MMS-skilaboð.
Upplausn hreyfimyn. — Til að velja milli tveggja upplausna.
Sjálfgefið heiti — Til að velja nafn á myndinnskot.
Minni í notkun —Til að velja hvort vista eigi myndinnskotin í minni
símans eða á minniskortinu.
■ RealPlayer
Með RealOne Player™ geturðu spilað miðlunarskrár, svo sem
myndinnskot, sem eru geymdar í minni símans eða á minniskortinu
og valið tengil til að spila miðlunarskrá þráðlaust með straumspilun.
Til að opna RealPlayer skaltu velja Valmynd > Miðlar > RealPlayer.
RealPlayer styður ekki öll skrársnið eða öll afbrigði þeirra. Til dæmis
kunna sumar .mp4-skrár að innihalda efni sem RealPlayer styður ekki.
Spilun miðlunarskráa
Til að spila miðlunarskrá í RealPlayer skaltu velja Valkostir > Opna og
eftirfarandi:
Nýjustu skrár — til að spila miðlunarskrár sem nýlega hafa verið spilaðar
Vistaða skrá — til að spila miðlunarskrár sem vistaðar eru í símanum eða
á minniskortinu
Til að straumspila efni:
• Veldu straumspilunartengil sem er vistaður í galleríinu.
Komið er á tengingu við straumspilunarmiðlarann.
• Opnaðu straumspilunartengil á meðan þú vafrar á vefnum.
Til að straumspila efni verðurðu fyrst að setja upp stillingar fyrir
sjálfgefinn aðgangsstað þinn. Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls. 91.
62
Page 63
Miðlun gagna
Margar þjónustuveitur fara fram á að þú notir internetaðgangsstað
(IAP) sem sjálfgefinn aðgangsstað. Aðrar þjónustuveitur leyfa notkun
WAP-aðgangsstaða. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Aðeins er hægt að opna rtsp:// vefföng í RealPlayer. Það er ekki hægt
að opna http:// vefföng. Hins vegar ber RealPlayer kennsl á http-tengil
sem vísar í .ram-skrá þar sem .ram-skrá er textaskrá sem inniheldur
rtsp-tengil.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Flýtivísar meðan á spilun stendur
Skrunaðu upp til að fara áfram í skránni eða niður til að fara til baka.
Styddu stýrihnappinum til vinstri eða hægri til að hækka eða lækka
hljóðstyrkinn.
Stillingar
Veldu Valkostir > Stillingar > Hreyfimynd og úr eftirfarandi stillingum:
Birtuskil — Til að breyta birtuskilunum skaltu skruna til vinstri eða hægri.
Endurtaka — Veldu Virk til að láta mynd- eða hljóðskrá sem verið er að
spila byrja sjálfkrafa frá byrjun þegar spilun hennar lýkur.
Veldu Tenging og úr eftirfarandi stillingum:
Proxy — til að tilgreina proxy-miðlara fyrir straumspilun
Símkerfi — til að tilgreina netstillingar
• Sjálfg. aðgangsst. — Til að tilgreina aðgangsstað fyrir
straumspilun.
• Tengitími — Ef þú vilt aftengjast sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma
þegar hlé er á spilun skaltu velja Notandi tilgreinir og slá inn
tímann í mínútum (hámark 30 mínútur).
• Lægsta UDP gátt og Hæsta UDP gátt — Til að tilgreina gáttarsvið
sem nota skal við tenginguna.
63
Page 64
Miðlun gagna
■ Upptaka
Með talupptöku er hægt að taka upp símtöl og talboð. Þegar símtal er
tekið upp heyra allir viðkomandi hljóðmerki meðan á upptöku stendur.
Upptökuskrárnar eru vistaðar í Gallerí. Sjá „Gallerí“ á bls. 51.
Veldu Valmynd > Miðlar > Upptaka. Veldu Valkostir > Taka upp hljóð
eða . Til að gera hlé á upptöku skaltu velja . Til að stöðva upptöku
skaltu velja . Til að spóla til baka eða áfram skaltu velja eða .
Til að hlusta á upptökuna skaltu velja .
■ Flash Player
Með Flash-spilari er hægt að skoða, spila og hafa samskipti við flashskrár í þráðlausum tækjum.
Flash-skrár skipulagðar
Veldu Valmynd > Miðlar > Flash-spil. og skrunaðu til hægri.
Til að opna möppu eða spila flash-skrá skaltu skruna að henni og styðja
á stýripinnann.
Til að senda flash-skrá í samhæft tæki skaltu skruna að henni og styðja á
hringitakkann.
Til að afrita flash-skrá í aðra möppu skaltu velja Skipuleggja >
Afrita í möppu.
Til að færa flash-skrá í aðra möppu skaltu velja Skipuleggja >
Færa í möppu.
Til að búa til möppu fyrir flash-skrárnar skaltu velja Skipuleggja >
Ný mappa.
Valkostir í boði geta verið mismunandi.
Til að eyða flash-skrá velurðu hana og styður á hreinsitakkann.
Flash-skrár spilaðar
Veldu Valmynd > Miðlar >Flash-spil.. Skrunaðu að flash-skránni
og styddu á stýripinnann.
Veldu Valkostir og svo einhvern af eftirtöldum valkostum:
64
Page 65
Miðlun gagna
Hlé — til að gera hlé á spilun
Stöðva — til að stöðva spilun
Hljóðstyrkur — til að stilla hljóðstyrkinn. Til að hækka eða lækka
hljóðstyrkinn skaltu skruna til vinstri eða hægri.
Gæði — til að velja gæði spilunar. Ef spilunin er ójöfn eða hæg skaltu
breyta stillingunni Gæði í Venjuleg eða Lág.
Allur skjárinn — til að nota allan skjáinn við spilun. Til að fara aftur
í venjulegan skjá skaltu velja Venjulegur skjár.
Takkarnir sjást ekki þegar allur skjárinn er notaður en samt getur
verið hægt að nota þá með því að styðja á annanhvorn þeirra fyrir
neðan skjáinn.
Passa á skjá — til að spila skrána í upphafsstærð sinni eftir að hafa
súmmað hana.
Kveikt á skruni — til að geta farið með stýripinnan um skjáinn þegar
súmmað hefur verið inn.
Ekki er víst að valkostir séu í boði fyrir allar flash-skrár. Valkostir í boði
geta verið mismunandi.
■ Hreyfimyndavinnsla
Til að búa til sérsniðin myndinnskot skaltu velja Valmynd > Miðlar >
Ritill hre.m.. Hægt er að sérnsníða eigin myndinnskot, sameina og klippa
myndinnskot og bæta við hljóðinnskotum, umbreytingum og áhrifum.
Umbreyting felst í sjónrænum áhrifum sem þú getur bætt við í upphafi
og við lok hreyfimynda eða á milli myndinnskota.
Ábending! Til að taka einn ramma út úr myndinnskoti skaltu
velja Valkostir > Taka skjámynd á skjánum Klipp. mynsk..
Klippa hreyfimyndir, hljóð og umbreytingu
1. Á skjánum Breyta innsk. skaltu velja Setja inn > Myndinnskot til að
setja inn myndinnskot sem þú vilt breyta.
2. Hægt er að breyta innskotunum með því að klippa þau og bæta við
áhrifum. Hægt er að bæta við hljóðinnskotum og breyta lengd þeirra.
65
Page 66
Miðlun gagna
Til að breyta myndinnskotinu skaltu velja Valkostir og úr eftirfarandi
valkostum:
Kvikmynd > Forskoða — til að forskoða sérsniðna myndinnskotið
Setja inn > Myndinnskot — til að setja inn tiltekna myndinnskotið
Á aðalskjánum birtist smámynd myndinnskotsins. Smámynd
samanstendur af fyrsta ramma myndinnskotsins (sem ekki er
svartur). Heiti og lengd valda myndinnskotsins sjást einnig.
Setja inn > Mynd —til að setja inn mynd
Setja inn > Texta — til að setja inn titil, texta og lista yfir þá sem
unnu að gerð myndarinnar
Setja inn > Hljóðinnskot — til að setja inn tiltekið hljóðinnskot.
Heiti og lengd valda hljóðinnskotsins sést á aðalskjánum.
Setja inn > Nýtt hljóðinnskot — til að taka upp nýtt hljóðinnskot
og vista á völdum stað
Breyta myndinnskoti eða Breyta hljóðinnskoti > Klippa — til að
klippa mynd- eða hljóðinnskotið
Breyta myndinnskoti eða Breyta hljóðinnskoti > Búa til afrit — til að
taka afrit af valda mynd- eða hljóðinnskotinu
Breyta myndinnskoti > Færa — til að færa myndinnskotið á
valinn stað
Breyta myndinnskoti > Bæta við litaáhrifum — til að setja lit í
myndinnskotið
Breyta myndinnskoti > Nota hægspilun — til að hægja á spilun
myndinnskotsins
Breyta myndinnskoti > Taka hljóð af/Setja hljóð á — til að skrúfa
niður eða upp í hljóði myndinnskotsins
Breyta myndinnskoti > Fjarlægja — til að fjarlægja myndinnskotið
úr hreyfimyndinni
Breyta hljóðinnskoti > Færa — til að færa hljóðinnskotið á
valinn stað
Breyta hljóðinnskoti >Fjarlægja — til að fjarlægja hljóðinnskotið
úr hreyfimyndinni
66
Page 67
Miðlun gagna
Breyta umbreytingu — Það eru til þrjár gerðir umbreytinga: í upphafi
hreyfimyndar, lokum hennar og á milli myndinnskota. Hægt er að
velja upphafsumbreytingu þegar fyrsta umbreyting
hreyfimyndarinnar er virk.
3. Veldu Vista til að vista hreyfimyndina þína. Tilgreindu Minni í notkun
í Stillingar. Minni símans er sjálfgefna valið.
Ábending! Í stillingaskjánum getur þú tilgreint Sjálfg. heiti
myndinnsk., Sjálfgefið heiti, Upplausn og Minni í notkun.
Veldu Senda > Með margmiðlun, Með Bluetooth, or Með tölvupósti ef
þú vilt senda hreyfimyndina. Hafðu samband við þjónustuveituna þína
til að fá upplýsingar um það hver hámarksstærð sendra skilaboða er.
Ef hreyfimyndin er of stór til að hægt sé að senda hana í
margmiðlunarskilaboðum birtist .
Ábending! Ef þú vilt senda myndinnskot sem er yfir þeirri
hámarksstærð sem þjónustuveitan þín samþykkir geturðu sent
það um Bluetooth-tengingu. Sjá „Gögn send um Bluetooth“
á bls. 106. Þú getur einnig flutt hreyfimyndirnar þínar um
Bluetooth-tengingu yfir í tölvu sem styður Bluetooth- eða
með því að nota minniskortalesara (innri/ytri).
67
Page 68
Þjónusta
10. Þjónusta
Veldu Valmynd > Þjónusta eða haltu 0 inni í biðham.
Ýmsar þjónustuveitur halda úti síðum sem eru sérstaklega hannaðar
fyrir farsíma. Með farsímavafranum getur þú skoðað þessa þjónustu
sem WAP-síður á HTML sniði, WML, XHTML eða sambland af WML
og XHTML. Ef þú hefur aldrei áður komið á WAP-tengingu með
símanum gætir þú þurft að hafa samband við þjónustuveituna
þína til að fá upplýsingar um hvernig tengingu er komið á.
Athuga skal upplýsingar um þjónustu, verðlagningu og gjaldskrá
hjá símafyrirtæki eða þjónustuveitu. Þjónustuveitur veita einnig
leiðbeiningar um hvernig nota eigi þjónustu þeirra.
■ Undirstöðuatriði varðandi aðgang
1. Vistaðu stillingarnar sem þarf til að opna þá vefþjónustu sem þú
vilt nota. Sjá „Síminn settur upp fyrir vefþjónustuna“ á bls. 68.
2. Tengstu þjónustunni. Sjá „Tengingu komið á“ á bls. 69.
3. Byrjaðu að vafra um vefsíðurnar. Sjá „Vefsíður skoðaðar“ á bls. 70.
4. Rjúfðu tenginguna við þjónustuna. Sjá „Tenging rofin“ á bls. 72.
■ Síminn settur upp fyrir vefþjónustuna
Stillingar mótteknar í samskipanaboðum
Stillingarnar kunna að berast í samskipanaboðum frá símafyrirtækinu
eða þjónustuveitunni sem býður upp á viðkomandi þjónustu. Sjá
„Sérstakar skilaboðategundir“ á bls. 38. Hafðu samband við
símafyrirtækið þitt eða þjónustuveituna til að fá nánari upplýsingar.
Stillingar færðar inn handvirkt
Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar.
1. Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Samband > Aðgangsstaðir
og tilgreindu stillingar fyrir aðgangsstað. Sjá „Tenging“ á bls. 90.
bókamerki. Ritaðu heiti fyrir bókamerkið og veffang vefsíðunnar sem
er skilgreind fyrir núgildandi aðgangsstað.
3. Til að velja viðkomandi aðgangsstað sem sjálfgefinn aðgangsstað
í Þjónusta skaltu velja Þjónusta > Valkostir > Stillingar >
Aðgangsstaður.
■ Tengingu komið á
Þegar þú hefur vistað allar nauðsynlegar tengistillingar geturðu
komist á vefsíður.
Það eru þrjár mismunandi leiðir til að komast á vefsíður:
• Veldu heimasíðu () þjónustuveitunnar þinnar.
• Veldu bókamerki af bókamerkjaskjánum.
• Styddu á takka 1–9 til að byrja að skrifa veffang vafraþjónustu.
Reiturinn Opna neðst á skjánum verður strax virkur og þar geturðu
haldið áfram að rita veffangið.
Þegar búið er að velja síðu eða rita veffang er stutt á stýripinnann til að
sækja síðuna.
■ Bókamerki skoðuð
Tækið kann að vera með nokkrum bókamerkjum fyrir setur sem ekki eru tengd
Nokia. Nokia ábyrgist hvorki né styður þessar síður. Ef valið er að heimsækja
þessi vefsetur skal beita sömu öryggisráðstöfunum og fyrir öll önnur setur.
Á bókamerkjaskjánum getur þú séð bókamerki sem vísa á hinar ýmsu
vefsíður. Bókamerki eru auðkennd með eftirfarandi táknum:
Upphafssíðan sem tilgreind er fyrir sjálfgefna aðgangsstaðinn.
Ef þú notar annan sjálfgefinn aðgangsstað fyrir vefskoðun breytist
upphafssíðan í samræmi við hann.
Sjálfvirka bókamerkjamappan inniheldur bókamerki () sem er
safnað sjálfkrafa þegar þú skoðar vefsíður. Bókamerkjunum í þessari
möppu er raðað sjálfkrafa eftir léni.
Bókamerki sem sýnir heiti eða veffang bókamerkisins.
69
Page 70
Þjónusta
Bókamerkjum bætt við handvirkt
1. Í bókamerkjaskjánum skaltu velja Valkostir > Stj. bókamerkja >
Bæta við bókamerki.
2. Fylltu út reitina. Aðeins er nauðsynlegt að tilgreina veffangið.
Ef ekki er valinn annar aðgangsstaður er sjálfgefni aðgangsstaðurinn
notaður fyrir bókamerkið. Styddu á * til að slá inn sérstafi eins
og /, ., : og @. Styddu á hreinsitakkann til að stroka út stafi.
3. Veldu Valkostir > Vista til að vista bókamerkið.
Bókamerki send í textaskilaboðum
Skrunaðu að bókamerki og veldu Valkostir > Senda > Sem SMS.
Hægt er að senda fleiri en eitt bókamerki samtímis.
■ Öryggi tenginga
Ef öryggisvísirinn birtist á meðan tenging er virk er gagnasending
á milli tækisins og netgáttar eða miðlara dulkóðuð.
Öryggistáknið sýnir ekki að gagnasendingin milli gáttarinnar og efnisþjónsins
(eða staðarins þar sem umbeðin tilföng eru geymd) sé örugg. Þjónustuveitan
tryggir gagnasendinguna milli gáttarinnar og efnisþjónsins.
Veldu Valkostir > Upplýsingar > Öryggi til að skoða upplýsingar um
tenginguna, stöðu dulkóðunar og upplýsingar um miðlara og
notandakenni.
Öryggisaðgerðir geta verið nauðsynlegar fyrir tiltekna þjónustu,
líkt og bankaþjónustu. Þú þarft öryggisvottorð fyrir slíkar tengingar.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar. Sjá einnig „Vottorðastjórnun“
á bls. 97.
■ Vefsíður skoðaðar
Á vefsíðu eru nýir tenglar undirstrikaðir með bláu og tenglar sem áður
hafa verið skoðaðir með fjólubláu. Jaðar mynda sem gegna hlutverki
tengla er blár.
70
Page 71
Þjónusta
Takkar og skipanir þegar vafrað er
Tengill er opnaður með því að styðja á stýripinnann.
Skrunað er um skjáinn með stýripinnanum.
Stafir og tölur eru slegnir inn í reiti með tökkum 0—9. Styddu á * til
að slá inn sérstafi eins og /, ., : og @. Styddu á hreinsitakkann til að
stroka út stafi.
Til að fara til baka um eina síðu þegar þú vafrar skaltu velja Til baka.
Ef Til baka er ekki í boði skaltu velja Valkostir > Valm. í leiðarkerfi >
Forsaga til að skoða lista í tímaröð yfir síður sem þú hefur skoðað.
Listinn yfir fyrri síður er hreinsaður í hvert sinn sem hætt er að vafra.
Reitir eru merktir og valdir með því að styðja á stýripinnann.
Til að sækja nýjasta efnið af miðlaranum skaltu velja Valkostir > Valm. í
leiðarkerfi > Hlaða aftur.
Til að opna undirlista með skipunum eða aðgerðum fyrir vefsíðuna sem
er opin skaltu velja Valkostir > Þjónustuvalkostir.
Bókamerki vistuð
Bókamerki er vistað þegar vafrað er með því að velja Valkostir > Vista í
bókamerkjum.
Bókamerki sem berst í skilaboðum er vistað með því að velja Valkostir >
Vista í bókamerki. Sjá „Sérstakar skilaboðategundir“ á bls. 38.
Vistaðar síður skoðaðar
Ef þú skoðar oft síður með upplýsingum sem eru sjaldan uppfærðar
geturðu vistað þær og skoðað án tengingar.+
Til að vista síðu á meðan þú vafrar skaltu velja Valkostir > Frekari
möguleikar > Vista síðu. Vistaðar síður eru auðkenndar með .
Í skjá vistaðra síðna geturðu búið til möppur fyrir vistaðar síður.
Möppur með vistuðum vefsíðum eru auðkenndar með .
Til að opna skjá vistaðra síðna skaltu skruna í bókamerkjaskjáinn. Í skjá
vistaðra síðna skaltu styðja á stýripinnann til að opna vistaða síðu.
71
Page 72
Þjónusta
Til að hefja tengingu við vefþjónustu og til að sækja síðuna aftur
skaltu velja Valkostir > Valm. í leiðarkerfi > Hlaða aftur.
Síminn er áfram tengdur eftir að þú hefur hlaðið niður síðunni.
■ Niðurhleðsla
Þú getur hlaðið niður hlutum eins og hringitónum, myndum, skjátáknum
símafyrirtækis, hugbúnaði og myndinnskotum með því að nota vafra
símans. Sumir þessara hluta eru ókeypis á meðan aðra þarf að kaupa.
Þegar þú hefur hlaðið þeim niður eru þeir meðhöndlaðir af viðeigandi
forriti símans. T.d. er mynd sem þú hefur hlaðið niður vistuð í galleríinu.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða
framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá
aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
■ Tenging rofin
Veldu Valkostir > Frekari möguleikar > Aftengja til að rjúfa tengingu
og skoða vefsíðuna án tengingar, eða Valkostir > Hætta til að hætta
að vafra og fara aftur í biðham.
■ Skyndiminni tæmt
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef reynt
hefur verið að komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast
aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða
þjónustan sem þú fékkst aðgang að eru vistaðar í skyndiminni símans. Til að
tæma skyndiminnið skaltu velja Valmynd > Þjónusta > Valkostir > Frekari
möguleikar > Hreinsa skyndiminni.
■ Stillingar vafra
Veldu Valkostir > Stillingar og eitthvað af eftirfarandi:
Aðgangsstaður — Til að breyta sjálfgefnum aðgangsstað skaltu styðja
á stýripinnann til að opna lista yfir þá aðgangsstaði sem eru í boði.
Aðgangsstaðurinn sem er í notkun er merktur sérstaklega. Sjá „Tenging“
á bls. 90.
72
Page 73
Þjónusta
Heimasíða — Til að slá inn veffang þeirrar síðu sem þú vilt nota sem
heimasíðu.
Hle. mynda & hljóða — Til að velja hvort þú vilt skoða myndir og heyra
hljóð þegar þú vafrar. Ef þú velur Nei skaltu velja Valkostir > Sýna
myndir til að hlaða myndum og hljóði niður síðar þegar þú vafrar.
Sjálfv. línuskiptingar — Til að stjórna hvort allur texti á vefsíðum
er með sjálfvirkri línuskiptingu Þessi stilling er ekki tiltæk þegar
Frekari möguleikar > Lítill skjár er valið.
Leturstærð — Til að velja leturstærð.
Sjálfvalin kóðun — Þegar þú velur Sjálfvirkt reynir vafrinn sjálfvirkt
að velja rétta umritun stafa.
Sjálfvirk bókamerki — Veldu Virk ef þú vilt að bókamerkin séu vistuð
sjálfkrafa í möppunni Sjálfv. bókamerki þegar síður eru heimsóttar. Þegar
þú velur Fela möppu er bókamerkjunum samt sjálfkrafa bætt í möppuna.
Skjástærð — Til að velja hvernig nota á skjáinn til að skoða síður.
Leitarsíða — Til að slá inn veffang leitarsíðu sem þú vilt opna á meðan
þú vafrar.
Hljóðstyrkur — Til að velja hljóðstyrk tónlistar eða annars hljóðs
á vefsíðum.
Sækja — Til að velja myndgæði síðanna. Með miklum myndgæðum
er síðan lengur að hlaðast niður.
Fótspor > Leyfa/Hafna — Til að heimila eða banna móttöku og sendingu
fótspora (fótspor eru notuð til að bera kennsl á notendur og hvaða efni
þeir vilja helst skoða).
Java/ECMA forskrift —Til að leyfa eða leyfa ekki forskriftir.
Öryggisviðvaranir —Til að fela eða birta öryggisviðvaranir.
Staðf. DTMF-send. > Alltaf/Aðeins 1. skipti — Til að velja hvort þú vilt
staðfesta sendingu DTMF-tóna meðan á símtali stendur. Sjá „Valkostir
meðan á símtali stendur“ á bls. 27. Þú getur t.d. hringt á meðan þú
skoðar vefsíðu, sent DTMF-tóna á meðan símtal er í gangi, og vistað
nafn og númer sem þú fannst á vefsíðu í tengiliðum.
73
Page 74
Eigin forrit
11. Eigin forrit
■ Þemu
Hægt er að breyta útliti símaskjásins með því að virkja þema. Þema
getur innihaldið veggfóður og rafhlöðusparnað. Hægt er að breyta
þema til að sérsníða símann enn frekar.
Veldu Valmynd > Eigin forrit > Þemu. Þá má sjá lista yfir þemu í boði.
Það þema sem er virkt er auðkennt með gátmerki.
Til að forskoða þema skaltu skruna að því og velja Valkostir > Skoða
áður og skoða þemað. Veldu Gera virkt til að virkja þemað. Til að virkja
þemað án þess að forskoða það skaltu velja Valkostir > Gera virkt á
aðalskjánum.
Þema breytt:
1. Skrunaðu að þema, veldu Valkostir > Breyta og síðan eftirfarandi:
Veggfóður — Til að velja mynd úr einu af þemunum eða eigin
mynd úr galleríinu til að nota sem bakgrunnsmynd þegar síminn
er í biðham.
Rafhlöðusparnaður — Veldu hvað sést á stiku rafhlöðusparnaðarins:
tími og dagsetning eða texti sem þú hefur skrifað sjálf(ur).
Staðsetning og bakgrunnslitur stikunnar fyrir rafhlöðusparnað
breytist með vissu millibili á skjánum. Stikan breytist einnig til
að sýna fjölda nýrra skilaboða og ósvaraðra símtala. Hægt er
að stilla tímann þar til rafhlöðusparnaðurinn verður virkur.
Sjá „Sími“ á bls. 89.
2. Skrunaðu að atriðinu sem á að breyta og styddu á stýripinnann.
3. Til að forskoða atriðið skaltu velja Valkostir > Skoða áður.
Ekki er hægt að forskoða öll atriði. Veldu Valkostir > Stilla
til að gera stillingu virka.
Til að virkja aftur upphaflegar stillingar þema skaltu velja Valkostir >
Velja upphafsþema þegar þú breytir því.
74
Page 75
Eigin forrit
■ Hljóðmælir
Með hljóðmælinum er hægt að mæla styrk umhverfishljóða.
Með hljóðmælinum fást lauslegar mælingar til persónulegra nota sem geta
verið frábrugðnar vísindalegum mælingum.
Veldu Valmynd > Eigin forrit > Hljóðmæling til að sýna hljóðstyrkinn
í umhverfi þínu í einingunni db.
Veldu Valkostir og svo einhvern af eftirtöldum valkostum:
Fast hámark — Mælt hámarksgildi er sýnt þar til farið er út úr forritinu.
Valkostir vigtunar — Veldu A-vigtun til að líkja eftir starfsemi eyrans
í hávaðasömu umhverfi, C-vigtun til að líkja eftir starfsemi eyrans
í hljóðlátu umhverfi eða Óvirkt til að mæla án vigtunar-algríms
Breytilegt hámark — Hámarksgildinu er haldið í 5 sek.
Núllstilla hámark — Hámarksgildi er núllstillt.
Ef hámarks- eða núverandi gildi er yfir 114 db eða innan við 50 db
er táknið > eða < birt fyrir framan gildið.
75
Page 76
Skipuleggjari
12. Skipuleggjari
■ Klukka
Veldu Valmynd > Skipuleggj. > Klukka.
Stillingar klukku
Veldu Valkostir > Stillingar til að breyta tímanum eða dagsetningunni.
Nánari upplýsingar um stillingarnar er að finna í „Dagsetning og tími“
á bls. 95.
Stilla vekjara
1. Til að stilla vekjara skaltu velja Valkostir > Stilla vekjara.
2. Sláðu inn tímann og veldu Í lagi. Þegar vekjarinn hefur verið stilltur
sést táknið á skjánum.
Til að slökkva á vekjaranum áður en hringitíminn rennur upp skaltu velja
Valkostir > Slökkva á vekjara.
Slökkt á vekjaranum
Veldu Stöðva til að slökkva á vekjaranum.
Veldu Blunda til að stöðva vekjarann í fimm mínútur og láta hann
síðan hringja aftur. Þetta er hægt að gera að hámarki fimm sinnum.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á
tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef þú velur Slökkva er spurt hvort opna eigi
tækið fyrir símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða Já til að hringja og
svara símtölum. Ekki velja Já þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun
eða hættu.
Vekjaratónninn sérsniðinn
1. Til að sérsníða vekjaratóninn skaltu velja Valkostir > Stillingar.
2. Skrunaðu að Tónn viðvörunar og styddu á stýripinnann.
76
Page 77
Skipuleggjari
3. Þegar þú skrunar um listann yfir tóna getur þú stöðvað á tóni og
hlustað á hann áður en þú velur hvort þú vilt nota hann eða ekki.
Veldu tóninn.
■ Dagbók
Veldu Valmynd > Skipuleggj. > Dagbók.
Í dagbókinni er hægt að fylgjast með og stjórna bókuðum tímum,
fundum, afmælisdögum, tímamótum og öðrum viðburðum. Þú getur
einnig stillt viðvaranir í dagbókinni og þannig látið símann minna þig
á atburði í vændum.
Dagbókaratriði búin til
1. Veldu Valkostir > Nýtt atriði og einhver eftirfarandi atriði:
Fundur — til að minna þig á fund með tiltekinni dagsetningu og tíma.
Minnisatriði — til að skrifa almenna færslu fyrir tiltekinn dag
Afmæli — til að minna þig á afmæli og aðra merkisdaga.
Afmælisdagafærslur eru endurteknar á hverju ári.
Verkefni — til að gera minnispunkt
2. Útfylla skal reitina.
Efni/Tilefni — Skrifaðu lýsingu á viðburðinum.
Staður — Færðu inn fundarstað (valfrjálst).
Byrjunartími, Lokatími, Fyrsti dagur og Lokadagur
Viðvörun — Styddu á stýripinnann til að gera reitina Tími viðvörunar
and Dagur viðvörunar virka.
Endurtaka — Styddu á stýripinnann til að breyta atriðinu þannig
að það verði endurtekið. Atriði sem er endurtekið er merkt með
í dagskjánum.
Endurtaka fram til — til að setja lokadag á endurtekna atriðið, t.d.
lokadag vikulegs námskeiðs. Þessi valkostur sést aðeins ef þú hefur
valið að endurtaka viðburðinn.
Samstilling > Einkamál — Eftir samstillingu getur einungis þú séð
dagbókaratriðið þar sem það er falið fyrir öðrum, jafnvel þótt þeir
77
Page 78
Skipuleggjari
hafi aðgang að dagbókinni á netinu. Opinber — Þeir sem hafa aðgang
að dagbókinni þinni á netinu geta séð dagbókaratriðið. Engin —
Dagbókaratriðið verður ekki afritað þegar þú samstillir dagbókina.
3. Veldu Lokið til að vista færsluna.
Þegar endurteknu atriði er breytt eða eytt skaltu tilgreina hvernig þú vilt
að breytingarnar taki gildi:
Í öll skipti — Öllum endurteknum atriðum er breytt. Aðeins þetta skipti —
Aðeins þessari færslu er breytt.
Dagbókarskjáir
Styddu á # á mánaðar-, viku- eða dagsskjá til að auðkenna sjálfkrafa
daginn í dag.
Til að skrifa dagbókaratriði skaltu styðja á hvaða takka sem er (0—9)
á hvaða dagbókarskjá sem er. Fundaratriði opnast og stöfunum sem
þú slærð inn er bætt inn í reitinn Efni.
Til að fara á tiltekinn dag skaltu velja Valkostir > Fara á dagsetningu.
Sláðu inn dagsetninguna og veldu Í lagi.
Verkefni
Veldu Valkostir > Verk efni .
Í Verke fni er hægt að vera með lista yfir verkefni sem þarf að sinna.
Verkefni búið til
1. Styddu á hvaða takka sem er(0—9) ef þú vilt bæta verkefni við
listann. Þá opnast ritillinn og bendillinn blikkar aftan við stafina
sem þú hefur slegið inn.
2. Skrifaðu verkefnið í Efni reitinn. Styddu á * til að slá inn sérstafi.
Til að tilgreina lokafrest verkefnisins skaltu skruna að reitnum
Lokafrestur og tilgreina dagsetninguna.
Til að velja forgang fyrir verkefnið skaltu skruna að Forgangur
reitnum og styðja á stýripinnann.
3. Veldu Lokið til að vista verkefnið.
78
Page 79
Skipuleggjari
Meðferð verkefna
Til að opna verkefni skaltu skruna að því og styðja á stýripinnann.
Til að eyða verkefniskaltu skruna að því og velja Valkostir > Eyða eða
styðja á hreinsitakkann.
Til að merkja verkefni sem lokið skaltu skruna að því og velja Valkostir >
Merkja sem lokið.
Til breyta afloknu verkefni aftur í ólokið skaltu velja Valkostir > Merkja
sem ólokið.
■ Umreiknari
Veldu Valmynd > Skipuleggj. > Umreiknari.
Í umreiknaranum er hægt að umreikna mælieiningar eins og
Lengd úr einni einingu til annarrar, t.d. úr Jardar í Metrar.
Nákvæmni umreiknarans er takmörkuð og sléttunarvillur eru
hugsanlegar.
Umreiknun eininga
Til að umreikna gjaldmiðla verður þú fyrst að tilgreina gengið.
Sjá „Grunngjaldmiðill og gengi skráð“ á bls. 80.
1. Skrunaðu að reitnum Gerð og styddu á stýripinnann til að opna lista
með mælieiningum. Skrunaðu að mælieiningunni sem þú vilt nota og
veldu Í lagi.
2. Skrunaðu að fyrsta Eining reitnum og styddu á stýripinnann til að
opna lista mælieininga. Veldu eininguna sem þú vilt umreikna úr
og veldu Í lagi.
3. Skrunaðu að næsta Eining reitnum og veldu eininguna sem þú vilt
umreikna í.
4. Skrunaðu að fyrsta Magn reitnum og sláðu inn gildið sem þú vilt
umreikna. Hinn Magn reiturinn breytist sjálfkrafa og sýnir
umreiknaða gildið.
Styddu á # til að bæta við aukastaf og á * fyrir +, - (fyrir hitastig) og E
(veldisvísir) merki.
79
Page 80
Skipuleggjari
Röð umreikningsins breytist ef þú slærð inn gildi í síðari Magn reitinn.
Útkoman birtist í fyrsta Magn reitnum.
Grunngjaldmiðill og gengi skráð
Áður en þú getur umreiknað gjaldmiðil þarftu að velja grunngjaldmiðil
(yfirleitt gjaldmiðill heimalands notenda) og tilgreina gengi.
Gildi grunngjaldmiðilsins er alltaf 1. Grunngjaldmiðillinn ákvarðar gildi
umreikningsins fyrir aðra gjaldmiðla.
1. Veldu Gjaldmiðill sem gerð umreikningsins og síðan Valkostir >
Gengisskráning. Listi yfir gjaldmiðla opnast og grunngjaldmiðillinn
birtist þar efstur.
2. Til að breyta grunngjaldmiðlinum skaltu skruna að gjaldmiðlinum
(vanalega gjaldmiðill heimalandsins) og velja Valkostir > Nota s. gr.
gjaldm..
3. Bættu við gengi, skrunaðu að gjaldmiðlinum og sláðu inn nýtt
gengi (þ.e. hversu margar einingar af gjaldmiðlinum samsvara
einni einingu af grunngjaldmiðlinum sem þú valdir).
4. Eftir að þú hefur slegið inn nauðsynlegar gengisskráningar getur
þú umreiknað gjaldmiðla. Sjá „Umreiknun eininga“ á bls. 79.
Til athugunar: Þegar grunngjaldmiðli er breytt verður að færa
inn nýtt gengi því allar fyrri gengistölur hafa verið núllstilltar.
■ Punktar
Veldu Valmynd > Skipuleggj. > Minnismiðar.
Hægt er að senda punkta til annarra tækja. Og hægt er að vista einfaldar
textaskrár (TXT-snið) sem mótteknar eru í punktum.
Styddu á takka 1—9 til að byrja að skrifa. Styddu á hreinsitakkann til að
stroka út stafi. Veldu Lokið til að vista.
■ Reiknivél
Veldu Valmynd > Skipuleggj. > Reiknivél.
80
Page 81
Skipuleggjari
1. Sláðu inn fyrstu tölu útreikningsins. Ef þú gerir mistök skaltu styðja á
hreinsitakkann til að leiðrétta þau.
2. Skrunaðu að reikniaðgerð og styddu á stýripinnann til að velja hana.
3. Sláðu inn næstu tölu.
4. Dæmið er reiknað með því að skruna að og styðja á stýripinnann.
Til athugunar: Nákvæmni reiknivélarinnar er takmörkuð og hún er
ætluð til einfaldra útreikninga.
Til að bæta við aukastaf skaltu styðja á #.
Haltu hreinsitakkanum inni til að eyða út niðurstöðu síðasta
útreiknings.
Notaðu og til að skoða fyrri útreikninga og fletta í gegnum
örkina.
■ Skráarstjórn
Veldu Valmynd > Skipuleggj. > Skr.stj..
Í skráarstjórninni geturðu þú flett í gegnum, opnað og unnið með skrár
og möppur í minni símans eða á minniskortinu.
Opnaðu skráarstjórnina til að sjá lista yfir möppurnar í minni símans.
Skrunaðu til hægri til að sjá möppurnar á minniskortinu.
Þú getur skoðað, opnað og búið til möppur sem og merkt, afritað og
flutt hluti í möppur.
Minnisnotkun könnuð
Ef síminn inniheldur minniskort getur þú valið um tvo minnisskjái,
einn fyrir minni símans og einn fyrir minniskortið.
Styddu stýripinnanum til hægri eða vinstri til að skipta á milli
minnisflipa.
Til að sjá hversu mikið af minninu er laust skaltu veljaValkostir >
Uppl. um minni.
Síminn reiknar út hversu mikið minni er til staðar til að vista ný gögn
og setja upp ný forrit.
81
Page 82
Skipuleggjari
Á minnisskjánum getur þú skoðað minnisnotkun mismunandi gagna:
Dagbók, Tengiliðir, Skjöl, Myndir, Hljóðskrár, Myndskeið, Skilaboð, Forrit,
Notað minni og Laust minni.
Ef minni símans er orðið lítið þarftu að eyða einhverjum skrám eða flytja
þær yfir á minniskortið.
■ Minniskort
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Veldu Valmynd > Skipuleggj. > Minni.
Upplýsingar um hvernig á að setja minniskort í símann er að finna
í „Hafist handa“ á bls. 12. Þú getur notað minniskort til að geyma
margmiðlunarskrár, svo sem myndinnskot, lög og hljóðskrár, myndir,
gögn skilaboða, sem og til að taka öryggisafrit af því efni sem er í
minni símans.
Með símanum fylgir microSD-minniskort sem getur innihaldið
viðbótarforrit frá óháðum framleiðendum. Framleiðendurnir hafa
hannað þessi forrit þannig að þau séu samhæf símanum þínum.
Upplýsingar um hvernig þú getur notað minniskortið með öðrum
aðgerðum og forritum símans er að finna í köflum um viðkomandi
aðgerðir og forrit.
Forrit þriðja aðila sem fylgja með á microSD-kortinu hafa verið búin til af
og eru í eigu einstaklinga eða lögaðila sem tengjast ekki Nokia. Nokia á ekki
höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum hugbúnaði þriðja aðila. Nokia
tekur því enga ábyrgð á stuðningi við notendur eða á virkni þessa hugbúnaðar,
eða á upplýsingunum sem settar eru fram í hugbúnaðinum eða þessu efni. Nokia
veitir enga ábyrgð á þessum hugbúnaði.
NOTANDI VIÐURKENNIR AÐ HUGBÚNAÐURINN OG/EÐA FORRITIN (SAMAN
NEFND HUGBÚNAÐURINN) ERU AFHENT „EINS OG ÞAU KOMA FYRIR“ ÁN
NOKKURS KONAR ÁBYRGÐAR, BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILINNAR AÐ ÞVÍ
MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. HVORKI NOKIA NÉ TENGD
FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA
UNDIRSKILDA, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI,
SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR EÐA ÞVÍ AÐ
HUGBÚNAÐURINN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI,
VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
82
Page 83
Skipuleggjari
Minniskort forsniðið
Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því varanlega.
Sum minniskort eru forsniðin áður en þau eru seld og önnur þarf að
forsníða. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðilanum um hvort forsníða þurfi
minniskortið fyrir notkun.
1. Veldu Valkostir > Forsníða minniskort.
2. Veldu Já til að staðfesta.
3. Þegar búið er að forsníða minniskortið skaltu slá inn heiti fyrir það
(að hámarki 11 stafir eða númer).
Upplýsingar afritaðar og enduruppsettar
Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni símans og setja það á
minniskortið skaltu velja Valkostir > Afrita minni símans
Til að setja upplýsingarnar aftur í minni símans skaltu velja Valkostir >
Endurh. frá korti.
Þú getur aðeins tekið öryggisafrit af minni símans og endursett það
ísama síma.
Minniskortinu læst
Til að velja lykilorð til að læsa minniskortinu þínu og hindra þannig
óleyfilega notkun þess skaltu velja Valkostir > Setja lykilorð.
Beðið verður um að þú sláir inn lykilorð og staðfestir það. Lykilorðið
getur verið allt að átta stafir að lengd.
Lykilorðið er geymt í símanum og þú þarft ekki að slá það inn aftur á
meðan þú notar minniskortið í sama síma. Ef þú vilt nota minniskortið
í öðrum síma verður beðið um lykilorðið.
Minniskort opnað
Ef annað minniskort sem er varið með lykilorði er sett í símann verðurðu
að slá inn lykilorð kortsins. Til að opna kortið skaltu velja Valkostir >
Taka m.kort úr lás.
Þegar lykilorðið hefur verið fjarlægt er minniskortið opið og hægt er að
nota það í öðrum síma án þess að slá inn lykilorð.
83
Page 84
Skipuleggjari
Minnisnotkun könnuð
Til að sjá minnisnotkun mismunandi upplýsinga og það hversu mikið
minni er laust til að setja upp ný forrit eða hugbúnað á minniskortinu
skaltu velja Valkostir > Upplýsing. um minni.
84
Page 85
Verkfæri
13. Verkfæri
■ Raddskipanir
Þú getur hringt í tengiliði og notað valmyndir símans með því að bera
fram raddskipanir.
Til að ræsa aðgerðir símans með raddskipunum skaltu velja Valmynd >
Verkfæri > Raddskipanir. Raddskipanir til að skipta um snið eru í
möppunni Snið.
Til að ræsa nýja raddskipun fyrir forrit skaltu velja Valkostir > Bæta við
forriti og forritið.
Til að halda utan um raddskipanirnar skaltu skruna að aðgerð og velja
Valkostir ásamt einhverju af eftirfarandi:
Breyta skipun eða Fjarlægja forrit — til að breyta raddskipun valinnar
aðgerðar eða gera hana óvirka
Spila raddskipun — til að spila raddskipunina
Upplýsingar um notkun raddskipana er að finna í „Raddstýrðar
hringingar“ á bls. 25.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu
umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á
raddstýrt val við allar aðstæður.
Til að breyta stillingum raddskipunar skaltu velja Valkostir > Stillingar
og úr eftirfarandi valkostum:
Hljóðgervill — til að gera hljóðgervilinn, sem ber fram þekktar
raddskipanir, virkan eða óvirkan
Núllstilla raddaðlögun — til að núlstilla raddaðlögun. Síminn aðlagar sig
rödd notandans til að eiga auðveldara með að þekkja raddskipanirnar.
■ Talhólf
Til að skilgreina eða breyta talhólfsnúmerinu skaltu velja Valmynd >
og slá inn númerið. Talhólfið er sérþjónusta. Símafyrirtækið lætur
þér í té talhólfsnúmer.
85
Page 86
Verkfæri
■ Hraðval
Til að úthluta númeri á hraðvalstakka skaltu velja Valmynd > Verkfæri >
Hraðval, skruna að hraðvalstakkanum og velja Valkostir > Á númer.
Veldu þann tengilið og númer sem setja skal í hraðval.
Til að sjá númerið sem úthlutað hefur verið á hraðvalstakka
skaltu skruna að takkanum og velja Valkostir > Skoða númer.
Til að breyta eða eyða númerinu skaltu velja Breyta eða Fjarlægja.
■ Snið
Veldu Valmynd > Verkfæri > Snið.
Í Snið geturðu stillt og sérsniðið tóna símans fyrir mismunandi viðburði,
umhverfi og viðmælendahópa. Þú getur séð hvaða snið er valið efst á
skjánum í biðham. Ef sniðið Almennt er í notkun sést aðeins
dagsetningin.
Til aðgera snið virkt skaltu skruna að því, styðja á stýripinnann og velja
Gera virkt.
Ábending: Til að skipta í fljótheitum á milli sniðanna Almennt
og Án hljóðs í biðham skaltu halda # inni.
Til að breyta sniði skaltu skruna að því í viðkomandi lista, styðja á
stýripinnann og velja Sérsníða. Til að búa til nýtt snið skaltu velja
Valkostir > Búa til nýtt. Þá opnast listi yfir stillingar sniða. Skrunaðu
að stillingunni sem þú vilt breyta og styddu á stýripinnann til að opna
valkostina:
Hringitónn — Til að stilla hringitón fyrir símtöl skaltu velja tón
af listanum. Styddu á hvaða takka sem er til að slökkva á tóninum.
Þú getur einnig breytt hringitónum í tengiliðum. Sjá „Hringitónn settur
inn“ á bls. 49.
Segja nafn hringj. — Veldu Kveikt til að síminn spili nafn þess sem hringir
hverju sinni.
Gerð hringingar — Þegar Styrkur eykst er valið byrjar hljóðstyrkurinn á
lægsta stigi og hækkar svo stig af stigi þar til því stigi sem hefur verið
valið er náð.
86
Page 87
Verkfæri
Hljóðst. hringingar — Til að velja hljóðstyrk hringitóna og hljóðmerki
skilaboða.
Viðv.tónn skilaboða — Til að velja tón texta- og margmiðlunarboða.
Viðv.tónn tölvupósts — Til að velja tón fyrir tölvupóstskeyti.
Varar við með titringi — Til að láta símann titra þegar einhver hringir
í þig eða sendir þér skilaboð.
Takkatónar — Til að stilla hljóðstyrk takkatónanna.
Aðvörunartónar — Til að gera viðvörunartóna virka eða óvirka. Síminn
gefur frá sér viððvörunartón, t.d. þegar rafhlaðan er við það að tæmast.
Gera viðvart um — Til að stilla símann þannig að hann hringi aðeins
þegar hringt er úr símanúmeri sem tilheyrir tilteknum hópi tengiliða.
Ekkert heyrist þegar fólk utan hópsins hringir í þig. Valkostirnir eru
Allar hringingar eða listi yfir tengiliðahópa, ef þú hefur búið þá til.
Ræsitónn myndavélar og Ræsitónn tónlistarsp. — Til að velja
upphafstóna fyrir myndavélina og tónlistarspilarann.
Nafn sniðs — Til að gefa sniðinu nafn.. Þessi stilling birtist ekki
í sniðunum Almennt og Ótengdur.
Þegar sniðið Ótengdur er notað er síminn ekki nettengdur. Hægt er
að nota tilteknar aðgerðir símans án SIM-korts með því að kveikja á
símanum í Ótengdur.
Í ótengdu sniði getur þurft að færa inn lykilnúmer og breyta yfir í hringisnið áður
en hringt er, einnig í neyðarnúmer.
Viðvörun: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja eða svara úr
símanum, þar á meðal eru neyðarsímtöl, eða nota aðrar aðgerðir
sem þurfa stuðning símkerfis. Eigi að hringja verður fyrst að virkja
símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið
læst skal færa inn lykilnúmerið.
87
Page 88
Verkfæri
■ Stillingar
Sími
Almennar
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Almennar og úr
eftirfarandi valkostum:
Tungumál síma — til að velja annað tungumál fyrir skjátexta í símanum.
Þessi breyting kann einnig að hafa áhrif á snið dag- og tímasetningar
sem og skiltáknin sem notuð eru, t.d. í útreikningum. Ef Sjálfvirkt er valið
velur síminn tungumálið út frá upplýsingum á SIM-kortinu. Þegar þú
velur nýtt tungumál skjátexta endurræsist síminn.
Þegar stillingunum Tungumál síma eða Tungumál texta er breytt, hefur
það áhrif á öll forrit í símanum og breytingin helst þar til stillingunum
hefur verið breytt aftur.
Tungumál texta — til að breyta innsláttartungumáli símans. Þegar
tungumálinu er breytt hefur það áhrif á stafi og sértákn sem eru til
staðar þegar texti er ritaður og flýtiritun eru notuð.
Flýtiritun — til að stilla flýtiritun Virk eða Óvirk í öllum ritlum símans.
Veldu tungumál fyrir flýtiritun af listanum. Til að breyta þessari stillingu
þegar ritill er opinn skaltu styðja á ritfærslutakkann og velja Flýtiritun >
Slökkt á flýtiritun eða Kveikja á flýtiritun.
Opnun.kv. eða táknm. — til að stilla á opnunarkveðjuna eða táknið sem
birtist í stutta stund í hvert sinn sem þú kveikir á símanum. Til að nota
sjálfgefnu myndina eða hreyfimyndina skaltu velja Sjálfvalin. Til að
skrifa eigin opnunarkveðju (hámark 50 stafi) skaltu velja Texti. Til að
velja mynd úr galleríinu skaltu opna Mynd.
Upprun. símastillingar — til að færa sumar stillinganna aftur í
upprunalegt horf. Nota þarf læsingarnúmer. Sjá „Öryggi“ á bls. 95. Þegar
stillingar hafa verið færðar í upprunalegt horf getur tekið lengri tíma að
kveikja á símanum. Öll skjöl og skrár sem þú hefur búið til eru óbreytt.
Biðhamur
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Biðhamur og úr
eftirfarandi valkostum:
88
Page 89
Verkfæri
Virkur biðskjár — til að stilla virkan biðham Virkur eða Óvirkur.
Sjálfgefið er að virkur biðhamur sé á. Sjá „Virkur biðskjár“ á bls. 19.
Vinstri valtakki og Hægri valtakki — til að úthluta flýtivísi á vinstri og
hægri valtakkana í biðham.
Forrit. í virk. biðskjá — til að velja þá forritaflýtivísa sem þú vilt að birtist í
virkum biðham. Þessi stilling er aðeins í boði ef Virkur biðskjár er stilltur
á Virkur.
Stýrihnapp. til hægri, Stýrihnapp. til vinstri, Stýrihnappur niður,
Stýrihnappur upp og Valtakki — til að úthluta aðgerðaflýtivísun
til að skruna í ýmsar áttir eða styðja á stýripinnann í biðham.
Stýripinnaflýtivísarnir eru ekki í boði ef Virkur biðskjár er Virkur.
Skjátákn símafyrirt. — þessi stilling er aðeins sýnileg ef þú hefur
móttekið og vistað skjátákn símafyrirtækis. Hægt er að velja hvort
skjátákn símafyrirtækis birtist.
Skjár
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Skjár og úr eftirfarandi
valkostum:
Skjábirta — til að stilla birtustig skjásins
Sparnaður hefst eftir — til að stilla tímann þar til rafhlöðusparnaðurinn
verður virkur. Þegar rafhlöðusparnaðurinn er virkur er viðkomandi stika
sýnileg en skjárinn að öðru leyti auður. Rafhlöðusparnaðurinn er gerður
óvirkur með því að styðja á hvaða takka sem er.
Tímamörk ljósa — til að stilla tímann þar til slokknar á skjálýsingu símans
Símtöl
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Hringing og úr eftirfarandi
valkostum:
Senda mitt númer (sérþjónusta) — til að símanúmerið þitt birtist (Já) eða
birtist ekki (Nei) þeim aðila sem þú hringir í. Einnig getur gildið verið
stillt af símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni þegar númer er fengið
(Stillt af símkerfi).
Símtal í bið (sérþjónusta) — til að símkerfið láti þig vita ef hringt er í þig
á meðan þú ert að tala í símann. Til að senda beiðni til símkerfisins um
89
Page 90
Verkfæri
að gera símtal í bið virkt skaltu velja Gera virkt. Til að senda beiðni
til símkerfisins um að gera símtal í bið óvirkt skaltu velja Ógilda.
Til að kanna hvort þjónustan er virk skaltu velja Athuga stöðu.
Hafna símtali með SMS — til að hægt sé að hafna símtali með
textaskilaboðum. Sjá „Símtali svarað eða hafnað“ á bls. 26.
Texti skilaboða — til að slá inn texta sem á að senda í textaboðum þegar
þú hafnar símtali.
Sjálfvirkt endurval — til að láta símann gera allt að tíu tilraunir til að
hringja aftur í númer sem ekki náðist samband við. Styddu á hættatakkann til að gera sjálfvirka endurvalið óvirkt.
Samantekt e. hring. — til að láta símann birta í stutta stund áætlaða
lengd síðasta símtals
Hraðval > Virkt — til að láta símann hringja í númerin sem úthlutað
hefur verið á hraðvalstakkana 2 til 9 með því að halda inni viðkomandi
talnatakka
Takkasvar > Virkt — til að geta svarað símtölum með því að styðja á
hvaða takka sem er, fyrir utan hægri valtakkann, rofann og hættatakkann
Lína í notkun (sérþjónusta) — þessi stilling sést aðeins ef SIM-kortið
styður tvö númer í áskrift, þ.e. tvær símalínur. Veldu hvora símalínuna
(Lína 1 eða Lína 2) þú vilt nota til að hringja og senda skilaboð. Hægt er
að svara símtölum á báðum línum, án tillits til þess hvor línan er valin.
Þú getur ekki hringt ef þú velur Lína 2 og ert ekki áskrifandi að þeirri
sérþjónustu.
Til að hindra val á línum skaltu velja Línuskipting > Gera óvirka ef
SIM-kortið styður það. Til að breyta þessari stillingu þarftu að hafa
PIN2-númerið.
Tenging
Síminn þinn styður pakkagagnatengingar , svo sem GPRS á
GSM-símkerfi. Sjá „Vísar“ á bls. 20. Aðgangsstaður er nauðsynlegur
til að koma á gagnatengingu. Þú getur tilgreint mismunandi gerðir
aðgangsstaða:
90
Page 91
Verkfæri
• MMS-aðgangsstaðir til að senda og taka við margmiðlunarboðum,
• Aðgangsstaður fyrir vefforritið til að skoða WML- eða XHTML-síður
• Internetaðgangsstaður (IAP) (til dæmis til að senda og taka við
tölvupósti)
Kannaðu hjá þjónustuveitunni hvers konar aðgangsstað þú þarft að nota
fyrir þá þjónustu sem þú vilt fá aðgang að. Símafyrirtækið þitt eða
þjónustuveita gefa upplýsingar um pakkagagnaþjónustu og áskrift
að henni.
Móttaka stillinga fyrir aðgangsstaði
Þú getur fengið stillingar fyrir aðgangsstaði í skilaboðum frá
þjónustuveitu. Einnig getur verið að stillingarnar séu forstilltar
í símanum þínum.
Aðgangsstaðir
Til að búa til nýjan aðgangsstað eða breyta gildandi aðgangsstað skaltu
velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Samband > Aðgangsstaðir >
Valkostir > Nýr aðgangsstaður eða Breyta. Ef þú býrð til nýjan
aðgangsstað skaltu nota stillingar gildandi aðgangsstaðar sem grunn
með því að velja Nota gildandi stillingar eða byrja með sjálfgefnum
stillingum og velja Nota sjálfv. stillingar.
Fylgdu leiðbeiningum símafyrirtækisins eða þjónustuveitunnar.
Nafn tengingar — til að gefa tengingunni lýsandi heiti
Flutningsmáti — Valkostirnir eru Pakkagögn, Gagnasímtal og Háhr. gögn
(GSM). Það fer eftir því hvaða gagnatenging er valin hvaða stillingareitir
eru tiltækir. Fylltu út í alla reiti sem eru merktir með Þarf að skilgr. eða
stjörnu. Aðra reiti þarf ekki að fylla út nema þjónustuveitan hafi tekið
það fram.
Til að hægt sé að nota gagnatengingu þarf símafyrirtækið eða
þjónustuveitan að styðja hana og, ef með þarf, virkja hana fyrir
SIM-kortið.
Nafn aðgangsstaðar (aðeins fyrir pakkagögn) — Nauðsynlegt er að velja
heiti aðgangsstaðar til að koma á tengingu við GPRS-símkerfið. Þú
getur fengið heiti aðgangsstaðarins uppgefið hjá símafyrirtækinu þínu
eða þjónustuveitunni.
91
Page 92
Verkfæri
Innhringinúmer (aðeins fyrir gagnasímtöl) — símanúmer mótaldsins
fyrir aðgangsstaðinn
Notandanafn — Notandanafn getur verið nauðsynlegt til að koma
á gagnatengingu og þjónustuveita lætur það yfirleitt í té. Í
notandanafninu er oft gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.
Biðja um lykilorð —Ef þú vilt þurfa að slá inn nýtt lykilorð við hverja
innskráningu á miðlara, eða ef þú vilt ekki vista lykilorðið í símanum
skaltu velja Já.
Lykilorð — Lykilorð kann að vera nauðsynlegt til að koma á
gagnatengingu og það fæst yfirleitt hjá þjónustuveitunni.
Í lykilorðum er oft gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.
Aðgangskort — Venjulegt eða Öruggt
Heimasíða — Slá skal inn veffangið eða veffang skilaboðamiðstöðvar
margmiðlunarboða, eftir því hvort verið er að setja upp
internetaðgangsstað eða MMS-aðgangsstað.
Tegund gagnasímtals (aðeins fyrir gagnasímtöl) — Hliðræn, ISDN v.110
eða ISDN v.120 tilgreinir hvort síminn notar hliðræna eða stafræna
tengingu. Þessi stilling ræðst bæði af GSM-símafyrirtækinu og
internetþjónustuveitunni þar sem sum GSM-kerfi styðja ekki
ákveðnar tegundir ISDN-tenginga. Nánari upplýsingar fást
hjá internetþjónustuveitunni. Ef ISDN-tengingar eru tiltækar
komast þær hraðar á en hliðrænar tengingar.
Hámarks gagnahraði (aðeins fyrir gagnasímtöl) — Valkostirnir eru
Sjálfvirkur, 9600, 14400, 19200, 28800, 38400 eða 43200, eftir því
hvað þú valdir í Tegund gagnasímtals. Þessi valkostur gerir þér kleift
að takmarka hámarks sendihraðann þegar þú notar gagnatengingu.
Hraðinn merkir hámarkshraða tengingarinnar. Gagnaflutningshraðinn
getur verið minni meðan tengingin er virk, hann fer eftir álaginu sem er
á kerfinu hverju sinni.
Veldu Valkostir > Frekari stillingar til að breyta eftirfarandi valkostum:
Gerð símkerfis (aðeins fyrir pakkagögn) — til að velja
internetsamskiptareglur (IP) símkerfisins: IPv4 eða IPv6. Aðrar stillingar
velta á því hvaða gerð af símkerfi þú velur.
92
Page 93
Verkfæri
IPv4 stillingar og IPv6 stillingar (aðeins fyrir gagnasímtöl) — til að
velja stillingar fyrir internetsamskipti. Stillingarnar fara eftir gerð
símkerfisins.
IP-tala símans (fyrir IPv4) — til að slá inn IP-tölu símans
DNS-veffang — til að slá inn IP-tölu aðal- og aukanafnamiðlarans
Veff. proxy-miðlara — til að slá inn IP-tölu proxy-miðlarans
Númer proxy-gáttar — til að slá inn gáttarnúmer proxy-miðlarans
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar stillingar.
Eftirfarandi stillingar birtast ef þú hefur valið gagnasímtal sem gerð
tengingarinnar:
Nota svarhringingu > Já — til að gera miðlara kleift að hringja aftur í þig
eftir að þú hefur hringt í hann. Hafðu samband við þjónustuveituna
til að gerast áskrifandi að þessari þjónustu.
Síminn gerir ráð fyrir að við svarhringingu séu notaðar sömu stillingar
gagnasímtals og í símtalinu þar sem beðið var um svarhringinguna.
Símkerfið verður að styðja þessa gerð símtals í báðar áttir, bæði til
símans og frá honum.
Teg. svarhringingar — Valkostirnir eru Nota nr. miðlara og Nota annað
nr.. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um réttar stillingar.
Nr. fyrir svarhring. — til að slá inn símanúmerið sem svarhringimiðlarinn
notar. Yfirleitt er þetta númer gagnasímanúmer símans.
Nota PPP-þjöppun — Til að hraða gagnasendingunni skaltu velja Já
ef ytri PPP-miðlarinn styður það. Ef þú átt í vandræðum við að koma
á tengingu skaltu velja Nei. Hafðu samband við þjónustuveituna til að
fá frekari leiðbeiningar.
Nota innskráningu > Já — til að nota innskráningu þegar tengingu
er komið á
Innskráning — til að slá inn innskráningarforskriftina
Setja upp mótald (strengur til að setja upp mótald) — til að stýra
símanum með AT-skipunum mótalds. Sláðu inn skipanir sem
símafyrirtækið þitt eða internetþjónustuveitan tilgreinir ef þess er þörf.
93
Page 94
Verkfæri
Pakkagögn
Pakkagagnastillingar hafa áhrif á alla aðgangsstaði sem nota
pakkagagnatengingar.
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Samband > Pakkagögn og úr
eftirfarandi valkostum:
Pakkagagnatenging — Ef þú velur Ef samband næst og síminn er tengdur
við símkerfi sem styður pakkagögn skráist hann inn á GPRS-kerfið og
SMS eru send um GPRS. Einnig verður fljótlegra að ræsa virka
pakkagagnatengingu, t.d. til að senda og taka við tölvupósti. Ef þú velur
Ef með þarf notar síminn aðeins pakkagagnatengingu ef þú ræsir forrit
eða aðgerð sem þarfnast hennar. Loka má GPRS-tengingunni þegar
ekkert forrit þarf hana lengur.
Ef ekkert GPRS-samband er til staðar og þú hefur valið Ef samband næst
reynir síminn reglulega að koma á pakkagagnatengingu.
Aðgangsstaður — Til að nota símann sem pakkagagnamótald
fyrir tölvuna þarf að slá inn heiti aðgangsstaðarins.
SIP-stillingar
SIP-snið (Session Initiation Protocol) nota SIP fyrir stillingar á
samskiptalotum, svo sem kallkerfissamtölum. Til að skoða, búa til og
breyta SIP-sniðum skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar >
Samband > SIP-stillingar.
Gagnasímtal
Stillingin Gagnasímtal hefur áhrif á alla aðgangsstaði sem nota
GSM-gagnasímtal.
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Samband > Gagnasímtal
og úr eftirfarandi valkostum:
Tími á netinu — til að láta gagnasímtalið rofna sjálfkrafa eftir tiltekinn
tíma ef ekkert er í gangi. Til að velja tiltekinn tíma skaltu velja Notandi
skilgr. og slá inn mínútufjöldann. Ef þú velur Ótakmarkaður er
gagnasímtalið ekki rofið sjálfkrafa.
94
Page 95
Verkfæri
Samskipanir
Tilteknar aðgerðir, svo sem netvafur og margmiðlunarboð, kunna
að krefjast samskipunarstillinga. Þú getur fengið stillingarnar hjá
þjónustuveitunni þinni. Sjá „Stillingaþjónusta“ á bls. 10.
Til að skoða listann yfir samskipanir sem vistaðar eru í símanum þínum
skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Samband > Samskipanir.
Til að eyða samskipun skaltu skruna að henni, styðja á stýripinnann og
velja Eyða.
Dagsetning og tími
Til að tilgreina dag- og tímasetningu fyrir símann og breyta sniði þeirra
og skiltáknum skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Dags. og
tími og úr eftirfarandi valkostum:
Tími og Dagsetning — til að stilla tímann og dagsetninguna.
Tímabelti — til að stilla tímabelti viðkomandi staðar. Ef þú stillir Sjálfv.
tímauppfærsla > Sjálfvirk uppfærsla birtist staðartími.
Dagsetningarsnið — til að velja sniðið fyrir dagsetningu
Skiltákn fyrir dags. — til að velja skiltákn fyrir dagsetningu
Tímasnið — til að velja milli 24-tíma og 12-tíma tímasniðanna
Skiltákn fyrir tíma — til að velja skiltákn fyrir tíma
Útlit klukku — til að velja hvort skífuklukka eða stafræn klukka
birtist í biðham eða virkum biðham. Sjá„Klukka“ á bls. 76.
Tónn viðvörunar — til að velja vekjaratóninn
Sjálfv. tímauppfærsla (sérþjónusta) — til að leyfa símkerfinu að uppfæra
tímann, dagsetninguna og tímabelti í símanum. Ef þú velur Sjálfvirk
uppfærsla eru allar virkar tengingar aftengdar. Kannaðu alla vekjara þar
sem stillingin kann að hafa áhrif á þá.
Öryggi
Sími og SIM-kort
Þú getur breytt eftirtöldum númerum: læsingarnúmeri, PIN-númeri
og PIN2-númeri. Þessi númer geta aðeins innihaldið tölur frá 0 til 9.
95
Page 96
Verkfæri
Forðastu að nota aðgangsnúmer sem líkist neyðarnúmeri, t.d. 112, til að
komast hjá því að velja óvart neyðarnúmer.
Til að setja upp öryggisstillingarnar skaltu velja Valmynd > Verkfæri >
Stillingar > Öryggi > Sími og SIM og úr eftirfarandi valkostum:
Númer í notkun — til að velja virka númerið PIN or UPIN fyrir virka
USIM-kortið. Þetta birtist aðeins ef virka USIm-kortið styður UPIN
og því er ekki hafnað.
Beiðni um PIN-nr. (eða Beiðni um UPIN-nr.) — til að láta símann biðja um
númerið í hvert sinn sem kveikt er á honum. Sum SIM-kort leyfa ekki að
beiðni um PIN-númer sé gerð Óvirk. Ef þú velur Númer í notkun > er
UPIN, Beiðni um UPIN-nr. birt í staðinn.
PIN-númer (eða UPIN-númer) /PIN2-númer /Númer fyrir læsingu —
til að skipta um númer
Sjálfv. læsingartími — til að stilla á tiltekinn tíma þar til síminn
læsist sjálfkrafa. Þegar nota á símann aftur þarf að slá inn rétta
læsingarnúmerið. Til að gera sjálfvirka læsingartímann óvirkan
skaltu velja Enginn.
Læsa ef skipt um SIM — til að láta símann biðja um númer fyrir læsingu
þegar óþekkt eða nýtt SIM-kort er sett í hann. Síminn heldur saman lista
yfir þau SIM-kort sem hann viðurkennir sem kort eigandans.
Lokaður notendahópur (sérþjónusta) — til að tilgreina hóp fólks sem þú
getur hringt í og sem getur hringt í þig. Hafðu samband við
símafyrirtækið þitt eða þjónustuveituna til að fá nánari upplýsingar. Til
að virkja sjálfgefna hópinn sem samið hefur verið um við símafyrirtækið
skaltu velja Sjálfvalinn. Ef nota á annan hóp (notandinn verður að þekkja
númer hópsins) skaltu velja Virkur.
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun,
lokaður notendahópur og fast númeraval) getur samt verið hægt að hringja
í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Staðfesta SIM-þjón. (sérþjónusta) —til að stilla símann þannig
að staðfestingarboð birtist þegar SIM-aðgerðir eru notaðar
96
Page 97
Verkfæri
Vottorðastjórnun
Stafræn vottorð tryggja ekki öryggi: Þau eru notuð til að staðfesta
uppruna hugbúnaðar.
Til að skoða lista yfir heimildavottorð sem vistuð hafa verið í símanum
skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Öryggi >
Vottorðastjórnun. Til að skoða lista yfir persónuleg vottorð, ef hann er til
staðar, skaltu skruna til hægri.
Nota ætti stafræn vottorð ef tengjast á netbanka eða öðru vefsvæði
eða fjartengdum miðlara vegna aðgerða sem fela í sér sendingu
trúnaðarupplýsinga. Einnig ætti að nota þau til að minnka hættuna
á vírusum eða öðrum skaðlegum hugbúnaði og tryggja áreiðanleika
hugbúnaðar sem hlaðið er niður af netinu og settur upp.
Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem
fylgir fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau
rétt svo að aukið öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér.
Vottorðastjórinn verður að vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg
vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð eru bundin tilteknum tíma.
Ef textinn Útrunnið vottorð eða Ógilt vottorð birtist þó að vottorðið
ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt dag- og tímasetning er á tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega
megi treysta eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem
tilgreindur er.
Upplýsingar um vottorð skoðaðar og sannvottun könnuð
Þú getur aðeins verið viss um rétt kenni miðlara þegar búið er að kanna
undirskrift og gildistíma miðlaravottorðsins.
Síminn lætur þig vita ef uppruni miðlarans er ekki staðfestur eða ef ekki
er rétt öryggisvottorð í símanum.
Til að sjá upplýsingar um vottorð skaltu skruna að því og velja
Valkostir > Upplýs. um vottorð. Þegar upplýsingar um vottorð eru
opnaðar er gildi vottorðsins kannað og ein eftirfarandi athugasemda
getur birst:
Vottorð útrunnið — Gildistími vottorðsins er útrunninn.
Vottorð ekki enn gilt — Valda vottorðið hefur ekki enn tekið gildi.
97
Page 98
Verkfæri
Vottorð skemmt — Ekki er hægt að nota vottorðið. Hafðu samband
við útgefanda vottorðsins.
Vottorði ekki treyst— Ekkert forrit notar vottorðið.
Trauststillingum breytt
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um
að örugglega megi treysta eiganda þess og að það tilheyri í raun
eigandanum sem tilgreindur er.
Skrunaðu að heimildarvottorði og veldu Valkostir > Stillingar f. traust.
Listi, sem fer eftir vottorðinu sem valið er, birtist yfir forritin sem geta
notað það.
Öryggiseining
Til að skoða eða breyta öryggiseiningum skaltu velja Valmynd >
Verkfæri > Stillingar > Öryggi > Öryggiseining.
Flutningur símtals
1. Til að flytja innhringingar í talhólf eða annað símanúmer skaltu velja
Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Símtalsfl.. Nánari upplýsingar má
fá hjá þjónustuveitunni.
2. Veldu hvaða innhringingar þú vilt flytja: Símtöl, Gagnasímtöl eða
Faxsendingar.
3. Veldu flutningsvalkost. Til að flytja til dæmis símtöl þegar númerið
er á tali eða símtölum er hafnað skaltu velja Ef á tali.
4. Til að gera flutningsvalkostinn virkan eða óvirkan skaltu velja
Valkostir > Gera virkan eða Ógilda. Til að kann hvort þjónustan er
virk skaltu velja Athuga stöðu. Margir flutningsvalkostir geta verið
virkir samtímis.
Útilokun og flutningur símtala getur ekki verið virkt samtímis.
Útilokanir símtala
Með útilokun símtala (sérþjónusta) geturðu takmarkað hringingar úr
og í símann. Til að breyta stillingunum þarftu lykilorð útilokanna frá
þjónustuveitunni þinni.
2. Skrunaðu að tilteknum útilokunarvalkosti og til að senda beiðni til
símkerfisins um að virkja takmarkanirnar skaltu velja Valkostir >
Gera virkar. Til að afnema þær takmarkanir sem hafa verið valdar
skaltu velja Ógilda. Til að kanna hvort símtölin eru útilokuð skaltu
velja Athuga stöðu.
Til að breyta lykilorði útilokunar skaltu velja Breyta lykli f. útilok..
Til að hætta við allar virkar útilokanir skaltu velja Ógilda all.
útilokanir.
Útilokun og flutningur símtala getur ekki verið virkt samtímis.
Þegar símtöl eru útilokuð getur samt verið hægt að hringja í tiltekin opinber
neyðarnúmer.
Símkerfi
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Símkerfi og úr eftirfarandi
valkostum:
Val á símafyrirtæki — Til að stilla símann þannig að hann leiti að og velji
eitt af þeim símkerfum sem eru í boði skaltu velja Sjálfvirkt. Til að velja
símkerfi handvirkt af lista skaltu velja Handvirkt. Ef tengingin við
símkerfið sem valið var handvirkt rofnar, spilar síminn hljóðmerki og
biður þig um að velja símkerfi aftur. Símkerfið sem valið er verður að
vera með reikisamning við heimasímkerfið þitt, þ.e. fyrirtækið sem lét
þig fá SIM-kortið þitt.
Uppl. um endurvarpa (sérþjónusta) — Til að stilla símann þannig að
hann gefi til kynna þegar hann er notaður í símkerfi sem byggist á
örbylgjutækni (MCN) og til að virkja móttöku upplýsinga um endurvarpa
skaltu velja Virkar.
Aukahlutir
Til að breyta stillingum á aukahlut skaltu velja Valmynd > Verkfæri >
Stillingar > Aukahlutir and an enhancement, such as Höfuðtól. Veldu
úr eftirfarandi valkostum:
99
Page 100
Verkfæri
Sjálfvalið snið — til að velja það snið sem þú vilt að verði virkt þegar
þú tengir aukahlutinn við símann.
Sjálfvirkt svar — til að stilla símann þannig að hann svari símtali
sjálfkrafa 5 sekúndum eftir að þú tengir þennan aukahlut við hann.
Ef Gerð hringingar er stillt á Pípa einu sinni eða Án hljóðs er ekki hægt
að nota sjálfvirkt svar og þú verður að svara símtölum handvirkt.
Ljós — Til að ljósið í símanum lýsi stöðugt á meðan aukahluturinn
er í notkun skaltu velja Kveikt.
Til að nota textasímann skaltu velja Textasími > Nota textasíma > Já.
■ Stjórnandi forrita
Þú getur sett upp tvenns konar forrit og hugbúnað í símanum þínum:
TM
J2ME
forrit byggð á JavaTM tækni með endingunni .jad eða
.jar. Ekki hlaða niður PersonalJavaTM forritum í símann þar sem
þú getur ekki sett þau upp.
Önnur forrit og hugbúnaður sem henta Symbian-stýrikerfinu.
Uppsetningarskrárnar hafa endinguna .sis. Settu aðeins upp
hugbúnað sem er sérstaklega hannaður fyrir símann.
Hægt er að flytja uppsetningaskrár í símann þinn frá samhæfðri tölvu,
hlaða þeim niður meðan þú vafrar eða senda þær til þín sem
margmiðlunarboð, sem tölvupóstsviðhengi eða með Bluetoothtengingu. Þú getur notað Nokia Application Installer í Nokia PC Suite til
að setja upp forrit í símanum eða á minniskorti.
Til að opna Stjórn. forrita skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stj. forrita.
Uppsetning forrits
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá
aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Áður en forrit er sett upp skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stj. forrita,
skruna að uppsetningarskránni og velja Valkostir > Skoða frekari uppl.
til að skoða t.d. upplýsingar um gerð forritsins, útgáfunúmer og seljanda
eða framleiðanda forritsins.
100
Loading...
+ hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.