• Microsoft, Windows og Windows Vista eru annaðhvort skráð vörumerki eða
vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
• Macintosh, Mac OS og QuickTime eru vörumerki Apple Inc. sem skráð eru í
Bandaríkjunum og öðrum löndum.
• Adobe og Acrobat eru skrásett vörumerki Adobe Systems Inc.
• Merkin SDXC, SDHC og SD eru vörumerki SD-3C, LLC.
• PictBridge er vörumerki.
• Öll önnur vöruheiti sem minnst er á í þessari handbók eða öðrum fylgiskjölum sem
fylgja Nikon vörunni eru vörumerki eða skráð vörumerki eigenda þeirra.
Inngangur
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun
Tökuaðgerðir
Myndskoðunaraðgerðir
Upptaka og spilun kvikmynda
Grunnuppsetning myndavélarinnar
Uppflettikafli
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá
i
Inngangur
Lestu þetta fyrst
Þakka þér fyrir að kaupa stafrænu Nikon COOLPIX S2750 myndavélina. Áður en þú byrjar
að nota myndavélina skaltu lesa upplýsingarnar í „Öryggisatriði“ (Avi-viii) og kynna þér
efni þessarar handbókar. Að lestri loknum skaltu geyma handbókina á vísum stað og
grípa til hennar til að fá meira út úr nýju myndavélinni.
Inngangur
ii
Lestu þetta fyrst
Um þessa handbók
Ef þú vilt byrja að nota myndavélina strax skaltu lesa „Grundvallaratriði varðandi
myndatöku og myndskoðun“ (A13).
Ef þú vilt kynna þér einstaka hluta myndavélarinnar og grunnaðgerðir skaltu lesa „Hlutar
myndavélarinnar og grunnaðgerðir“ (A1).
Aðrar upplýsingar
• Tákn og auðkenni
Í þessari handbók eru eftirfarandi tákn og auðkenni notuð til að auðvelda þér að
finna nauðsynlegar upplýsingar:
TáknLýsing
B
C
A/E/FÞessi tákn vísa á aðrar síður með viðeigandi upplýsingum: E: „Uppflettikafli“;
• SD, SDHC og SDXC minniskort eru kölluð „minniskort“ í þessari handbók.
• Vísað er í stillingar tækisins þegar það er keypt sem „sjálfgefnar stillingar“.
• Heiti valmyndaratriða sem birtast á skjá myndavélarinnar og heiti hnappa eða
skilaboða sem birtast á tölvuskjá eru feitletruð.
• Í þessari handbók er myndum stundum sleppt úr dæmum af skjánum til þess að
skjávísar sjáist greinilega.
• Skýringarmyndir og skjátextar í þessari handbók geta litið öðruvísi út en á skjá
myndavélarinnar.
Þetta tákn stendur hjá varúðarupplýsingum sem ætti að lesa fyrir notkun til þess að
koma í veg fyrir tjón á myndavélinni.
Þetta tákn stendur hjá athugasemdum, upplýsingum sem ætti að lesa áður en
myndavélin er notuð.
F: „Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá“.
Inngangur
iii
Lestu þetta fyrst
Upplýsingar og varúðarráðstafanir
Símenntun
Símenntunarstefna Nikon felur í sér stöðuga aðstoð og fræðslu um vörur okkar með því að færa nýjustu
Inngangur
upplýsingar ávallt inn á eftirfarandi vefsvæði:
• Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
• Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
• Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Austurlöndum nær: http://www.nikon-asia.com/
Á þessum síðum má finna nýjustu upplýsingar um vörur, góð ráð, svör við algengum spurningum (FAQ) og
almennar ráðleggingar um stafræna ljósmyndun. Hugsanlega er hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá
söluaðila Nikon á hverjum stað. Samskiptaupplýsingar er að finna á eftirfarandi vefslóð:
http://imaging.nikon.com/
Notaðu eingöngu rafrænan aukabúnað frá Nikon
Nikon COOLPIX myndavélar eru hannaðar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og í þeim er flókinn
rafeindabúnaður. Einungis rafrænn aukabúnaður frá Nikon (þ.m.t. hleðslutæki, rafhlöður,
hleðslustraumbreytir og straumbreytar) sem er sérstaklega viðurkenndur af Nikon til notkunar með þessari
stafrænu Nikon myndavél er hannaður og vottaður til að virka í samræmi við aðgerða- og öryggiskröfur
þessa rafeindabúnaðar.
NOTKUN Á RAFEINDABÚNAÐI SEM ER EKKI FRÁ NIKON GETUR SKEMMT MYNDAVÉLINA OG KANN AÐ
ÓGILDA ÁBYRGÐINA FRÁ
Notkun á Li-ion hleðslurafhlöðum frá þriðja aðila sem eru ekki með
heilmyndarinnsigli Nikon getur haft truflandi áhrif á venjulega virkni
myndavélarinnar eða valdið ofhitnun, íkveikju, rofi eða leka á rafhlöðunni.
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til að fá frekari
upplýsingar um aukabúnað frá Nikon.
Áður en mikilvægar myndir eru teknar
Áður en myndir eru teknar við mikilvæg tilefni (til dæmis í brúðkaupum eða áður en farið er í ferðalag með
myndavélina) skaltu taka prufumynd til að ganga úr skugga um að myndavélin virki rétt. Nikon er ekki ábyrgt
fyrir tjóni eða tapi sem stafar af bilun í vörunni.
NIKON.
Heilmyndarinnsigli:
Auðkennir tækið sem ekta
vöru frá Nikon.
iv
Lestu þetta fyrst
Um handbækurnar
• Ekki má afrita, senda, fjölfalda eða geyma í hugbúnaði neinn hluta fylgigagna þessarar vöru, né heldur
þýða hann á önnur tungumál með nokkrum hætti án skriflegs leyfis frá Nikon.
• Nikon áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingu vélbúnaðarins og hugbúnaðarins, sem birt er í þessum
fylgiskjölum, hvenær sem er og án frekari fyrirvara.
• Nikon ber ekki ábyrgð á neinum skemmdum sem hlotist geta af notkun á þessari vöru.
• Þótt allt hafi verið gert til þess að tryggja að upplýsingar í þessum fylgiskjölum séu réttar og fullnægjandi
væru ábendingar til umboðsaðila Nikon á þínum stað (heimilisfang veitt sér) um villandi eða ónógar
upplýsingar vel þegnar.
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að ef efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni
myndavél eða öðru tæki er haft undir höndum getur slíkt verið refsivert gagnvart lögum.
• Hlutir sem bannað er með lögum að afrita eða endurgera
Ekki afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf sveitarstjórna, jafnvel
þótt slík afrit eða eftirprentanir séu stimplaðar „Sýnishorn“. Afritun eða endurgerð peningaseðla, myntar eða
verðbréfa sem dreift er erlendis er bönnuð. Afritun og endurgerð ónotaðra frímerkja eða póstkorta sem gefin
eru út af ríkinu er bönnuð, nema með fyrirfram fengnu leyfi frá yfirvöldum. Afritun eða endurgerð frímerkja
sem gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala sem mælt er fyrir um í lögum er bönnuð.
• Viðvaranir varðandi ákveðin afrit og eftirprentanir
Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir varðandi afrit eða eftirprentanir á verðbréfum sem gefin hafa verið út af
einkafyrirtækjum (hlutabréf, reikningar, ávísanir, gjafabréf o.s.frv.), samgöngumiðum eða afsláttarmiðum,
nema í þeim tilfellum þegar nauðsyn er að leggja til lágmarksupplag af afritum til að nota í rekstri fyrirtækis.
Ekki skal heldur afrita eða endurgera vegabréf sem yfirvöld gefa út, leyfisskírteini sem opinberar stofnanir og
lokaðir hópar gefa út, nafnspjöld og miða, eins og aðgangsmiða eða matarmiða.
• Fylgja skal reglum um höfundarrétt
Afritun eða endurgerð á hugverkum sem vernduð eru af höfundarrétti, svo sem bókum, málverkum,
tréristum, kortum, teikningum, kvikmyndum og ljósmyndum heyrir undir landsbundin og alþjóðleg
höfundarréttarlög. Ekki skal nota þessa vöru í þeim tilgangi að gera ólögleg afrit eða til þess að brjóta
höfundarréttarlög.
Gagnageymslubúnaði fargað
Athuga skal að þegar myndum er eytt eða þegar gagnageymslutæki eins og minniskort eða innra minni
myndavélar eru forsniðin eyðast upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er hægt að
endurheimta eyddar skrár af geymslutækjum sem hefur verið fleygt með til þess gerðum hugbúnaði, sem
hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans
að tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Áður en gagnageymslutækinu er fargað eða það fengið öðrum skal eyða öllum gögnum af því með
þartilgerðum hugbúnaði eða forsníða tækið og fylla síðan aftur með myndum sem innihalda engar
viðkvæmar upplýsingar (t.d. myndum þar sem ekkert sést nema himinninn). Gættu þess einnig að skipta út
öllum myndum sem valdar voru fyrir valkostinn Select an image (veldu mynd) í stillingunni fyrir
Welcome screen (kveðjuskjár) (A86). Gæta skal þess að forðast meiðsli eða skemmdir á eignum þegar
gagnageymslutæki eru eyðilögð.
Inngangur
v
Öryggisatriði
Til að koma í veg fyrir tjón á Nikon vörunni eða meiðsli skaltu lesa vandlega eftirfarandi
öryggisatriði í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Geymdu þessar
öryggisleiðbeiningar þar sem allir sem nota búnaðinn geta lesið þær.
Hugsanlegar afleiðingar sé varúðarráðstöfunum þeim sem lýst er í þessum hluta ekki
Inngangur
fylgt eru sýndar með eftirfarandi táknum:
Þetta tákn merkir viðvörun, upplýsingar sem ætti að lesa áður en þessi Nikon vara er
notuð til að koma í veg fyrir hugsanleg meiðsli.
VIÐVARANIR
Slökkva verður ef bilun kemur
upp
Ef reykur eða óvenjuleg lykt berst frá
myndavélinni eða
hleðslustraumbreytinum skal taka
hleðslustraumbreytinn úr sambandi,
fjarlægja rafhlöðuna tafarlaust og gæta
þess að brenna sig ekki. Sé notkun haldið
áfram getur það leitt til meiðsla. Þegar
búið er að aftengja eða fjarlægja
aflgjafann skal fara með búnaðinn til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon til
skoðunar.
Ekki taka í sundur
Ef hlutir inni í myndavélinni eða
hleðslustraumbreytinum eru snertir getur
það leitt til meiðsla. Einungis hæfir
tæknimenn ættu að sinna viðgerðum. Ef
myndavélin eða hleðslustraumbreytirinn
brotnar og opnast vegna falls eða annarra
óhappa skal fara með vöruna til skoðunar
til viðurkennds þjónustuaðila Nikon
þegar búið er að aftengja vöruna og/eða
fjarlægja rafhlöðuna.
Ekki skal nota myndavélina eða
hleðslustraumbreytinn nálægt
eldfimu gasi
Ekki nota rafbúnað nálægt eldfimu gasi
þar sem það getur valdið sprengingu eða
íkveikju.
Fara verður gætilega með
myndavélarólina
Hengið aldrei ólina um hálsinn á
ungbarni eða barni.
Geymið þar sem börn ná ekki til
Sérstaklega skal þess gætt að smábörn
nái ekki að stinga rafhlöðunni eða öðrum
smáhlutum upp í munninn.
Ekki snerta myndavélina,
hleðslutækið eða
straumbreytinn í lengri tíma
meðan kveikt er á tækjunum
eða þegar þau eru í notkun.
Hlutar tækjanna verða heitir. Ef tækin eru
látin vera í beinni snertingu við húðina í
lengri tíma getur það valdið lághita
bruna.
vi
Öryggisatriði
Gætið öryggis við meðhöndlun
rafhlöðunnar
Rafhlaðan getur lekið, ofhitnað eða
sprungið við ranga meðferð. Fylgið
eftirfarandi varúðarráðstöfunum þegar
rafhlaðan er meðhöndluð til notkunar
með vörunni:
• Slökkva verður á búnaðinum áður en
skipt er um rafhlöðu. Sé
hleðslustraumbreytir/straumbreytir í
notkun skal ganga úr skugga um að
hann sé ekki í sambandi.
• Einungis skal nota EN-EL19 Li-ion
hleðslurafhlöðu (fylgir með). Hlaða skal
rafhlöðuna með myndavél sem styður
hleðslu rafhlöðu. Til að gera það þarftu
annað hvort EH-70P
hleðslustraumbreyti (fylgir með) eða
eiginleikann Charge by computer (hleðsla í gegnum tölvu). Einnig er
hægt að hlaða rafhlöðuna án
myndavélarinnar með því að nota
MH-66 hleðslutækið (selt sérstaklega).
• Ekki hafa rafhlöðuna öfuga eða á hvolfi
þegar hún er sett í.
• Ekki valda skammhlaupi í rafhlöðunni
né taka hana í sundur eða reyna að
fjarlægja eða brjóta ytra byrði
rafhlöðunnar.
• Ekki láta rafhlöðuna komast í snertingu
við eld eða mikinn hita.
• Ekki setja rafhlöðuna í vatn og gættu
þess að hún blotni ekki.
• Settu rafhlöðuna í rafhlöðuhylkið áður
en hún er flutt á milli staða. Ekki flytja
eða geyma rafhlöðurnar með
málmhlutum eins og hálsmenum eða
hárspennum.
• Hætta er á að rafhlaðan leki þegar hún
er að fullu tæmd. Til þess að forðast
skemmdir á búnaðinum skal fjarlægja
rafhlöðuna þegar engin hleðsla er eftir.
• Hætta skal notkun rafhlöðunnar
tafarlaust ef vart verður við að
rafhlaðan hafi breyst, t.d. upplitast eða
beyglast.
• Ef vökvi frá skemmdri rafhlöðu kemst í
snertingu við fatnað eða húð skal
hreinsa vökvann tafarlaust af með
miklu vatni.
Fylgja skal eftirfarandi
varúðarráðstöfunum þegar
hleðslustraumbreytirinn er
meðhöndlaður
• Halda skal tækinu þurru. Ef þess er ekki
gætt getur það valdið íkveikju eða
raflosti.
• Ryk á eða nálægt málmhlutum á klónni
skal þurrka burt með þurrum klút.
Áframhaldandi notkun getur valdið
eldsvoða.
• Ekki skal handleika klóna eða nálgast
hleðslustraumbreytinn í þrum uveðri. Ef
þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt
getur það valdið raflosti.
• Ekki skal skemma, toga fast í eða
beygla USB snúruna, setja hana undir
þunga hluti eða láta hana komast í
snertingu við hita eða eld. Ef
einangrunin skemmist og vírarnir
verða berskjaldaðir skal fara með
rafmagnssnúruna til viðurkennds
þjónustuaðila Nikon til skoðunar. Ef
þessara varúðarráðstafana er ekki gætt
getur það valdið íkveikju eða raflosti.
Inngangur
vii
Öryggisatriði
• Ekki skal handleika klóna eða
hleðslustraumbreytinn með blautum
höndum. Ef þessari varúðarráðstöfun
er ekki fylgt getur það valdið raflosti.
Inngangur
• Ekki nota ferðastraumbreyta eða
millistykki sem hönnuð eru til að
breyta einni rafspennu yfir í aðra, og
ekki riðil fyrir umbreytingu frá
jafnstraumi í riðstraum. Ef þessum
leiðbeiningum er ekki fylgt getur
myndavélin skemmst, hún ofhitnað
eða valdið íkveikju.
Nota skal viðeigandi snúrur
Þegar snúrur eru tengdar við inntaks- og
úttakstengin skal eingöngu nota snúrur
sem fylgja með eða eru seldar af Nikon og
uppfylla kröfur sem gerðar eru í
reglugerðum sem varða vöruna.
Fara verður varlega með alla
hreyfanlega hluti
Gæta skal þess að fingur eða aðrir hlutir
klemmist ekki undir linsuhlífinni eða
öðrum hreyfanlegum hlutum.
Geisladiskar
Ekki skal spila geisladiska sem fylgja
þessum búnaði í geislaspilara sem
ætlaður er fyrir hljómdiska. Ef slíkur
geisladiskur er spilaður í hljómtækjum
getur það valdið heyrnarskaða eða
skemmdum á tækjunum.
Sýna skal aðgát þegar flassið er
notað
Ef flassið er notað nálægt augum þess
sem mynd er tekin af getur það valdið
tímabundinni sjónskerðingu. Gætið þess
vandlega við myndatöku á ungbörnum
að flassið sé a.m.k. einn metra frá barninu.
Ekki skal nota flassið þannig að
flassglugginn snerti manneskju
eða hlut
Ef þess er ekki gætt getur það leitt til
bruna eða eldsvoða.
Forðast skal snertingu við
vökvakristal
Ef skjárinn brotnar skal forðast meiðsli af
völdum glerbrota og koma í veg fyrir að
vökvakristall úr skjánum komist í
snertingu við húð eða komist í augu eða
munn.
Slökkva verður á búnaðinum í
flugvélum eða á sjúkrahúsum
Slökktu á búnaðinum þegar þú ert í
flugvél í flugtaki eða lendingu. Fylgdu
leiðbeiningum sjúkrahússins þegar þú ert
á sjúkrahúsi. Rafsegulbylgjur sem
myndavélin gefur frá sér geta truflað
rafræn kerfi flugvéla og búnað sjúkrahúsa.
Ef Eye-Fi-kort er í myndavélinni skaltu
fjarlægja það fyrst, því það er hugsanlega
að valda trufluninni.
viii
Tilkynningar
Tilkynning til viðskiptavina í Evrópu
VARÚÐARUPPLÝSINGAR
HÆTTA ER Á SPRENGINGU EF RÖNG
GERÐ RAFHLAÐA ER NOTUÐ.
FARGIÐ NOTUÐUM RAFHLÖÐUM Í
SAMRÆMI VIÐ LEIÐBEININGAR.
Þetta merki segir til um að
þessari vöru skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Þessari vöru skal fargað sér á
viðeigandi sorp- og
endurvinnslustöðvum. Fleygið ekki
með heimilissorpi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum
sem sjá um úrvinnslu sorps.
Þetta tákn á rafhlöðunni gefur
til kynna að farga eigi henni
sér, aðskilinni frá öðru sorpi.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Öllum rafhlöðum þarf að farga
sérstaklega á viðeigandi
móttökustöðvum, hvort sem þær bera
þetta merki eða ekki. Fleygið ekki með
heimilissorpi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum
sem sjá um úrvinnslu sorps.
Inngangur
ix
Efnisyfirlit
Inngangur ......................................................................................................................................................... ii
Lestu þetta fyrst..................................................................................................................................... ii
Inngangur
Um þessa handbók.............................................................................................................................................. iii
Upplýsingar og varúðarráðstafanir........................................................................................................... iv
Öryggisatriði .......................................................................................................................................... vi
VIÐVARANIR............................................................................................................................................................. vi
Tilkynningar ........................................................................................................................................... ix
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir.......................................................................................... 1
Undirbúningur 3 Minniskort sett í ................................................................................................ 18
Innra minni og minniskort............................................................................................................................. 19
Tökustillingar í boði........................................................................................................................................... 25
Skref 3 Mynd römmuð inn............................................................................................................... 26
Notkun aðdráttar................................................................................................................................................. 27
Skref 4 Fókus stilltur og mynd tekin............................................................................................. 28
Birtingu mynda breytt ..................................................................................................................................... 31
Tiltækar aðgerðir hverrar tökustillingar fyrir sig................................................................................ 52
Notkun á flassi (flassstillingar)...................................................................................................................... 53
a Print Order (prentröð) (DPOF-prentröð búin til) ............................................................ E36
b Slide Show (skyggnusýning)....................................................................................................... E40
d Protect (verja)...................................................................................................................................... E41
f Rotate Image (snúa mynd)........................................................................................................... E43
E Voice Memo (talskýring) .................................................................................................................. E44
h Copy (afrita) (afritun á milli innra minnis og minniskorts)......................................... E46
AF Assist (AF-aðstoð)............................................................................................................................... E58
Digital Zoom (stafrænn aðdráttur) ................................................................................................ E58
Auto Off (sjálfvirk slokknun) ................................................................................................................ E59
Inngangur
xiii
Efnisyfirlit
Format Memory (forsníða minni)/Format Card (forsníða kort)..................................... E60
Language (tungumál)............................................................................................................................. E61
Video Mode (kerfi) .................................................................................................................................... E61
Inngangur
Charge by Computer (hleðsla í gegnum tölvu)...................................................................... E62
Reset All (endurstilla allt)....................................................................................................................... E67
Firmware Version (útgáfa fastbúnaðar) ...................................................................................... E69
Heiti mynd-/hljóðskráa og mappa........................................................................................ E70
Stýrihnappar myndavélarinnar sem notaðir eru í tökustillingu
StýrihnappurHeitiMeginaðgerðA
Tökustillingarhnappur
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
Aðdráttarrofi
Fjölvirkur valtakki
Valmyndarhnappur
Afsmellari
Upptökuhnappur Byrjar eða stöðvar upptöku kvikmynda.78
Myndskoðunarhnappur
Eyða-hnappurEyðir síðustu mynd sem var vistuð.32
Breytir tökustillingu (birtir tökustillingar á
skjánum).
Eykur og minnkar aðdrátt, snúðu að g (i) til
að auka aðdrátt og að f (h) til að minnka
hann.
Frekari upplýsingar eru í „Fjölvirki valtakkinn
notaður“.
Birtir eða felur valmyndina.
Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður
(þ.e.a.s. ef þú stoppar þegar þú finnur örlitla
fyrirstöðu): Stillir fókus og lýsingu.
Þegar ýtt er alla leið niður: Smellir af.
Spilar myndir.
24
27
9, 10
10, 37,
81, 86
28
30, 70,
82
4
Hlutar myndavélarinnar
Stýrihnappar myndavélarinnar sem notaðir eru í
myndskoðunarstillingu
StýrihnappurHeitiMeginaðgerðA
• Breytir myndskoðunarstillingu (birtir
valmynd myndskoðunarstillingar á
Myndskoðunarhnappur
Aðdráttarrofi
skjánum).
• Ef slökkt er á myndavélinni skal halda
þessum hnappi niðri til þess að kveikja á
myndavélinni í myndskoðunarstillingu.
• Þegar myndir eru sýndar er snúið í átt að
g (i) til að stækka mynd og snúið í átt að
f (h) til að sýna smámyndir eða
dagatal.
• Stillir hljóðstyrk.
70
21
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
31
82
Fjölvirkur valtakki
Hnappur til að
staðfesta
Valmyndarhnappur
Eyða-hnappurEyðir myndum.32
Tökustillingarhnappur
Afsmellari–
Upptökuhnappur–
Frekari upplýsingar eru í „Fjölvirki valtakkinn
notaður“.
• Skiptir úr myndskoðun með
smámyndum eða aðdrætti yfir í
myndskoðun á öllum skjánum.
• Bætir við eða fjarlægir eftirlætismyndir.
• Spilar kvikmyndir.
Birtir eða felur valmyndina.
Skiptir yfir í tökustillingu.
9, 10
31
E4,
E5
82
10, 71,
86
–
5
Hlutar myndavélarinnar
10102
9 9 9
9 9 9 9
10
9 9 9
1 60 0
F 3.5
+1.0
1 /2 5 0
2 9 m 0 s
Skjárinn
Upplýsingarnar sem birtast á skjánum meðan á myndatöku og myndskoðun stendur eru
breytilegar eftir stillingum og notkun myndavélarinnar hverju sinni. Í sjálfgefinni stillingu
birtast vísarnir hér að neðan þegar fyrst er kveikt á myndavélinni eða hún er í notkun og
hverfa svo eftir nokkrar sekúndur (þegar Photo info (myndupplýsingar) er stillt á Auto
info (sjálfvirkar upplýsingar) í Monitor settings (skjástillingar) (A86)).
Myndavélin er með tvær grunnstillingar: tökustillingu sem er notuð til að taka myndir og
myndskoðunarstillingu sem er notuð til að skoða myndir.
Í tökustillingu skal ýta á hnappinn c (fyrir myndskoðun) til að skipta yfir í
myndskoðunarstillingu , í myndskoðunarstillingu skal ýta á hnappinn A (fyrir
tökustillingu) til að skipta yfir í tökustillingu.
• Í myndskoðunarstillingu er einnig hægt að skipta yfir í tökustillingu með því að ýta á
• Ef ýtt er á hnappinn A (fyrir tökustillingu) á meðan tökuskjárinn er opinn birtist
tökuvalmynd þar sem velja má eina af þeim tökustillingum sem í boði eru (A24).
• Ef ýtt er á hnappinn c (fyrir myndskoðun) á meðan myndskoðunarskjárinn er opinn
birtist valmynd myndskoðunarstillinga þar sem velja má eina af þeim
myndskoðunarstillingum sem fyrir hendi eru (A70).
8
Grunnaðgerðir
4/ 4
15 / 0 5/ 2 01 3 1 5 : 30
00 0 4 .J P G
Fjölvirki valtakkinn notaður
Notaðu fjölvirka valtakkann með því að ýta upp (H), niður (I), til vinstri (J), eða til
hægri (K), eða með því að ýta á hnappinn k.
Tökustilling
Opnar valmyndina m (flassstilling) (A53)
eða færir bendilinn upp
Opnar valmyndina
n (sjálftakari) (A55)
Sýnir vísinn o (leiðrétting á
lýsingu) (A57)
Gerir val virkt
Opnar valmyndina p (makróstilling) (A56) eða
færir bendil niður
Myndskoðunarstilling
Velja fyrri mynd eða færa til
svæðið sem sést þegar myndin
er stækkuð (A31)
Bæta mynd við myndaalbúm, fjarlægja
mynd úr myndaalbúmi (A70, E4,
E5) eða spila kvikmyndir (A82)*
* Þegar skoðaðar eru smámyndir eða þegar mynd er stækkuð má nota þennan hnapp til að skipta
yfir í birtingu á öllum skjánum.
Velja næstu mynd eða færa
svæðið sem sést þegar
myndin er stækkuð (A31)
Valmyndarskjár
Færir bendilinn upp
Færir bendilinn til hægri
eða fer á næstu skjámynd
(gera val virkt)
Virkjar val (fara á næsta
skjá)
Færir bendilinn til
vinstri eða fer aftur á
fyrri skjá
Færir bendilinn niður
Auto
15/05/2013 15:30
0004.JPG
Panorama assist
Shooting menu
Image mode
White balance
Continuous
ISO sensitivity
Color options
AF area mode
Autofocus mode
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
4/ 4
9
Grunnaðgerðir
7 60
8 m 0 s
4 / 4
1 5/ 0 5/ 2 0 13 15 : 30
0 00 4 .J P G
Notkun valmyndar (hnappurinn d)
Ef ýtt er á hnappinn d meðan tökuskjárinn eða myndskoðunarskjárinn er opinn birtist
valmynd fyrir núverandi stillingu. Hægt er að breyta ýmsum stillingum þegar valmyndin
er opin.
Tökustilling
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
8 m 0s
760
Myndskoðunarstilling
15/05/2013 15:30
0004.JP G
4/ 4
Shooting menu
Flipar
Image mode
White balance
Continuous
ISO sensitivity
Color options
AF area mode
Autofocus mode
A flipi:
Birtir stillingar sem hægt er að breyta í
núverandi tökustillingu (A24). Mismunandi
flipatákn birtast eftir því hvaða tökustilling er
valin.
D flipi:
Sýnir hvaða stillingar eru notaðar við upptöku
kvikmynda.
z flipi:
Opnar uppsetningarvalmyndina þar sem hægt
er að breyta almennum stillingum
myndavélarinnar.
C Ef flipar birtast ekki
Ef ýtt er á hnappinn d og skjárinn þar sem hægt er að skipta um
myndastillingu birtist skal ýta fjölvirka valtakkanum J til að sýna flipana.
10
Playback menu
Flipar
Quick retouch
D-Lighting
Glamour retouch
Filter effects
Print order
Slide show
Protect
c flipi:
Birtir stillingar sem hægt er að breyta í
núverandi myndskoðunarstillingu (A70).
Mismunandi flipatákn birtast eftir því hvaða
myndskoðunarstilling er valin.
z flipi:
Opnar uppsetningarvalmyndina þar sem hægt
er að breyta almennum stillingum
myndavélarinnar.
Image mode
4608×3456
P
4608×3456
×
2448
3264
2272
×
1704
1600
×
1200
640
×
480
4608
×
2592
Skipt á milli flipa
Shooting menu
Image mode
White balance
Continuous
ISO sensitivity
Color options
AF area mode
Autofocus mode
Ýttu fjölvirka
valtakkanum J til að
velja flipann.
Velja atriði
Shooting menu
Image mode
White balance
Continuous
ISO sensitivity
Color options
AF area mode
Autofocus mode
Ýttu fjölvirka valtakkanum
H
eða I til að velja flipa
og ýttu annað hvort á
hnappinn
k
eða K.
Grunnaðgerðir
Set up
Welcome screen
Time zone and date
Monitor settings
Print date
Vibration reduction
Motion detection
AF assist
Viðkomandi valmynd
opnast.
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
Shooting menu
Image mode
White balance
Continuous
ISO sensitivity
Color options
AF area mode
Autofocus mode
Veldu atriði með fjölvirka
valtakkanum H eða I og
Autofocus mode
Single AF
Full-time AF
Veldu atriði með H eða I
og ýttu svo á hnappinn k.
ýttu annað hvort á
hnappinn K eða k.
C Þegar valmyndin nær yfir tvær eða fleiri síður
Flettistikan birtist þegar öll valmyndaratriðin komast ekki fyrir á einum
skjá.
Myndavélarólin fest
Þegar þú hefur lokið við að
breyta stillingum skaltu ýta
á hnappinn d til að loka
valmyndinni.
Set up
Welcome screen
Time zone and date
Monitor settings
Print date
Vibration reduction
Motion detection
AF assist
11
12
Grundvallaratriði varðandi
myndatöku og myndskoðun
Undirbúningur
Undirbúningur 1 Rafhlaðan sett í ...........................................................................................14