LEYFISYFIRLÝSING
Við, NOKIA CORPORATION lýsum því yfir og ábyrgjumst að framleiðsluvaran NEM-1 er í samræmi við
eftirfarandi samþykkt: 1999/5/EC.
Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni
http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil
nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Nokia, Nokia Connecting People, Xpress-on og Pop-Port eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia
Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti
viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2003. Tegic
Communications, Inc. All rights reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og
úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu
tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt,
hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal
annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan hentl tiltekinni notkun. Nokia áskilur
sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta
söluaðila Nokia.
Yfirlit um aðgerðir sem fylgja símanum............................................................16
Stafræn tónlistarspilun og upptaka .....................................................................................................16
FM víðóma útvarp .....................................................................................................................................17
Takkar og tengi...........................................................................................................................................20
Skipt um hulstur ........................................................................................................................................36
Hlustað á tónlist ........................................................................................................................................38
Hlustað á útvarp........................................................................................................................................39
Þegar hringingu er svarað eða henni hafnað....................................................................................42
Símtal í bið...............................................................................................................................................43
Valkostir sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur ...............................................................43
Nöfn og símanúmer vistuð (Bæta við tengilið) ................................................................................50
Hvernig vista má mörg símanúmer og athugasemdir við sama nafn .....................................50
Leitað að tengilið í símaskrá..................................................................................................................51
Tengilið breytt ............................................................................................................................................52
Eigin númer.................................................................................................................................................57
Leikur ræstur ........................................................................................................................................ 113
Uppsetning Nokia Audio Manager..................................................................................................... 141
Lög á geisladiskum vistuð með Nokia Audio Manager................................................................ 142
Tónlistarskjöl flutt í símann................................................................................................................. 142
Skrár fluttar með Windows Explorer ................................................................................................ 143
Club Nokia glugginn........................................................................................................................... 143
Aðrar aðgerðir...................................................................................................................................... 144
10. Um rafhlöður.............................................................................................. 145
Hleðsla og afhleðsla .............................................................................................................................. 145
UMHIRÐA OG VIÐHALD................................................................................... 147
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við símabúnað.
FYLGIHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta fylgihluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar síminn er tengdur öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega,
einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
ÖRYGGISAFRIT
Brýnt er að búa til öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum.
VATNSHELDNI
Síminn er ekki vatnsheldur. Halda skal símanum þurrum.
HRINGING
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Símanúmerið ásamt
svæðisnúmeri er fært inn og síðan er stutt á . Stutt er á til að ljúka
símtali. Stutt er á til að svara hringingu.
NEYÐARHRINGINGAR
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Tengisnúran er tekin úr
sambandi við símann, ef hún er tengd. Stutt er á eins oft og þörf krefur
(t.d. til að slíta símtali eða hætta í valmynd o.s.frv.) til að hreinsa skjáinn.
Neyðarnúmerið er valið og síðan er stutt á . Gefa skal upp staðarákvörðun.
Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnum fyrirmælum þess efnis.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa
tækis.
Viðvörun: Kveikt þarf að vera á símanum svo hægt sé að nota allar aðgerðir aðrar
en vekjara. Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma getur
valdið truflunum eða hættu.
■ Símkerfisþjónusta
Þráðlausi síminn sem lýst er í handbókinni er samþykktur til notkunar á EGSM 900- og
GSM 1800-netum.
Tveggja banda virkni fer eftir símkerfinu. Leita skal til þjónustuveitu ef áskrift að slíkri
þjónustu er í boði og hægt er að nota hana.
Nokkrir eiginleikanna sem lýst er í þessari handbók eru kallaðir símkerfisþjónusta. Þetta er
sérstök þjónusta sem hægt er að panta hjá þjónustuveitu. Slíka þjónustu er aðeins hægt að
nýta sér að fenginni áskrift hjá þjónustuveitu á staðnum sem einnig veitir upplýsingar um
notkun hennar.
Til athugunar: Sum símkerfi styðja ekki alla séríslenska bókstafi og/eða þjónustu.
Huga þarf að gerðarnúmeri á hleðslutæki áður en það er notað með þessu tæki. Þetta tæki er
ætlað til notkunar við rafstraum ACP-7 og ACP-12.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og fylgihluti sem framleiðandi
símans hefur samþykkt til nota með tiltekinni tegund síma. Ef notaðar eru aðrar
gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki sem fylgir símanum fallið niður og slíkri
notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega fylgihluti sem samþykktir eru til
notkunar með símanum.
Þegar fylgihlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Á límmiðunum eru mikilvægar upplýsingar um þjónustu við viðskiptavini.
Festa skal límmiðann á ábyrgðarkortið.
Festa skal límmiðann á boðskortið í Nokia-klúbbinn sem fylgir pakkanum.
■ Aðgangsnúmer
• Öryggisnúmer (5 til 10 tölustafir): Öryggisnúmerið fylgir símanum og kemur í
veg fyrir að hann sé notaður í leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Breyta
skal númerinu og halda því leyndu og á öruggum stað annars staðar en með
símanum. Í Öryggisstillingar á bls. 97 er fjallað um það hvernig númerinu er
breytt og síminn stilltur þannig að hann biðji um númerið.
• PIN-númer og PIN2-númer (4 til 8 tölustafir) PIN-númerið (Personal
Identification Number) kemur í veg fyrir að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi.
PIN-númerið fylgir yfirleitt SIM-kortinu.
Best er að stilla símann þannig að PIN-númers sé alltaf krafist þegar kveikt er á
símanum, sjá Öryggisstillingar á bls. 97.
PIN2-númerið fylgir ef til vill SIM-kortinu og kann að vera nauðsynlegt fyrir
sumar aðgerðir, til dæmis þegar stilla þarf inn hringingarkostnað.
Ef rangt PIN-númer er fært inn þrisvar í röð getur textinn SIM-korti lokað birst
og notandi er beðinn að færa inn PUK-númer. PUK-númer fæst hjá
þjónustuveitu.
• PUK og PUK2 númer (8 tölustafir): Þörf er á PUK-númeri (Personal
Unblocking Key) til að breyta lokuðu PIN-númeri. PUK2-númers er krafist
þegar breyta á lokuðu PIN2-númeri.
Hafi númerin ekki fylgt SIM-kortinu skal hafa samband við þjónustuveituna og
biðja um númer.
• Lykilorð vegna útilokunar (4 tölustafir): Lykilorði vegna útilokunar þarf að
beita þegar notuð er Útilokunarþjónusta, sjá Öryggisstillingar á bls. 97.
Þjónustuveita lætur í té þetta lykilorð.
■ Samnýtt minni
Síminn getur notað samnýtt minni fyrir eftirtalið: símaskrá, texta- og margmiðlunarboð,
myndir og hringitóna í Galleríi, dagbók, dagskrárathugasemdir og Java-leiki og aðgerðir.
Notkun slíkra aðgerða getur dregið úr tiltæku minni fyrir aðgerðir sem nota samnýtt minni.
Þetta á einkum við um mikla notkun einhverrar einnar aðgerðar (þó að sumar aðgerðir geti
verið með sérstaklega úthlutað minni til viðbótar samnýtta minninu). T.d. getur vistun
margra mynda, Java-aðgerða o.s.frv. tekið upp allt samnýtta minnið og síminn getur birt boð
um að minnið sé fullt. Í þessu tilviki þarf að eyða upplýsingum eða færslum sem nýta
samnýtta minnið áður en haldið er áfram.
Nokia 3300 síminn hefur fjölda aðgerða sem nýtast daglega, eins og stafrænan
Tónlistarspilara og Upptöku, FM víðóma útvarp, Dagbók, Klukku, Vekjaraklukku,
Reiknivél og margar fleiri. Einnig er fyrirliggjandi úrval af Nokia Xpress-on
litahulstrum á símann. Ef skipta á um hulstur skal fara eftir Skipt um hulstur
á bls. 36.
■ Stafræn tónlistarspilun og upptaka
Í símanum er innbyggður stafrænn tónlistarspilari og hljóðriti. Hægt er að hlusta
á MP3 og AAC tónlistarskár á minniskorti í símanum með höfuðtólum eða
innbyggðum hátalara. Hægt er að taka tónlist upp úr útvarpi eða ytra hljómtæki.
Tónlistin sem tekin er upp er vistuð á minniskortinu í símanum. Tónlistarspilarinn
styður einnig M3U spilunarlista. Sjá Tónlist (valmynd 7) á bls. 99.
Hægt er að flytja tónlistarskjöl og spilunarlista af samhæfri PC-tölvu á
minniskortið í símanum með hugbúnaðinum Nokia Audio Manager PC sem finna
má á geisladiskinum í pakkanum. Þegar Nokia Audio Manager hefur verið sett upp
er einnig hægt að nota Windows Explorer til að flytja tónlistarskrár og
spilunarlista. Sjá Nokia Audio Manager á bls. 140.
Í símanum er innbyggt FM víðóma útvarp. Hægt er að hlusta á útvarpið með því að
nota samhæf heyrnartól eða innbyggðan hátalara. Sjá Tónlist (valmynd 7) á
bls. 99.
■ Tónlistartakki
Síminn hefur sérstakan tónlistartakka til að fljótlegt sé að kveikja á
tónlistarspilaranum og útvarpinu. Með tónlistartakkanum er fljótlegt að skipta á
milli tónlistarforrita og slökkva á tónlistinni.
■ Hátalari
Hægt er að hlusta á tónlist og útvarp í gegnum innbyggða hátalarann.
■ Margradda hljóð
Margradda hljóð er sett saman úr mörgum tónum sem spilaðir eru í einu eins og
lag í hátalara. Hægt er að nota margradda hljóð í hringitónum og viðvörunum um
skilaboð. Í símanum eru tónhlutar úr yfir 128 hljóðfærum sem hægt er að nota í
margradda hljóðum en síminn getur spilað 24 hljóðfæri í einu. Síminn styður
sniðið Scalable Polyphonic MIDI (SP-MIDI).
Hægt er að taka við margradda hringitónum um margmiðlunarþjónustu, sjá
Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað á bls. 74, eða sækja þá um valmyndina
Síminn styður Java 2 Micro Edition (J2METM), sem er sérhönnuð útgáfa af Java
fyrir smærri raftæki. Í símanum eru Java-aðgerðir og leikir og hann styður
heimtöku á nýjum aðgerðum og leikjum frá WAP-þjónustu. Sjá Aðgerðir (valmynd
11 ) á bls. 115 .
TM
aðgerðir
■ Margmiðlunarboðaþjónusta (MMS)
Síminn getur sent margmiðlunarboð sem sett eru saman úr texta og mynd og
tekið við skilaboðum með texta, mynd og hljóði. Hægt er að vista myndirnar og
hringitónana til að geta sniðið símann að eigin þörfum. Sjá Margmiðlunarboð á
bls. 71. Margmiðlunarboðasendingar eru sérþjónusta.
■ GPRS (General Packet Radio Service)
GPRS-tækni gerir það kleift að nota farsíma til að senda gögn og taka við gögnum
um dreifikerfið (sérþjónusta). GPRS er í raun gagnaveita sem veitir aðgang að
gagnakerfum eins og Interneti. Aðgerðir sem geta notað GPRS eru WAP þjónusta,
MMS og SMS skilaboðasendingar og heimtaka Java aðgerða.
Ef nota á GPRS
• Hafa skal samband við símafyrirtækið eða þjónustuveituna í sambandi við
framboð, verð og áskrift að GPRS-þjónustu.
• Vista þarf GPRS-stillingar fyrir allar aðgerðir sem notaðar eru með GPRS.
Sjá Síminn settur upp fyrir WAP-þjónustu á bls. 127, Skilaboðastillingar
á bls. 79 og Stillingar þegar GPRS er valið sem gagnaflutningsmáti: á bls. 129.
Ef nota á WAP, MMS, GPRS og aðra þráðlausa þjónustu þurfa réttar stillingar að
vera í símanum. Hægt er að fá stillingarnar sendar í textaboðum (OTA) og aðeins
þarf að vista stillingarnar í símanum. Nánari upplýsingar má fá hjá næsta
viðurkennda söluaðila Nokia.
■ Minniskort
Símanum fylgir 64 MB forsniðið minniskort til að geyma tónlistarskrár, sóttar
Java-aðgerðir og leiki og AAC/MIDI/MP3 hringitóna sem hafa verið sóttir eða
mótteknir. Sjá Minniskort á bls. 124.
Einnig er hægt að afrita og endurheimta Símaskrá og Dagbók, textaboð og
bókamerki á og af minniskorti. Sjá Afritun og endurheimt á bls. 123.
Aðeins skal nota minniskort sem eru samhæf símanum. Minniskort sem eru
forsniðin fyrir og gögn sem vistuð eru í öðru tæki geta virst skemmd í Nokia 3300
símanum. Hægt er að nota allt að 128 MB samhæf minniskort í símanum.
Sjá Minniskortið fjarlægt og sett á sinn stað á bls. 32.
Síminn er í biðham þegar hann er tilbúinn til notkunar og notandinn hefur ekki
fært inn neina stafi.
1. Gefur til kynna í hvaða farsímakerfi verið er að
nota símann.
2. Sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi
stað. Því fleiri strik, þeim mun meiri sendistyrkur.
3. Sýnir hleðslu rafhlöðunnar. Því fleiri strik, þeim
mun meiri hleðsla.
4. Vinstri valtakkinn í biðham er Valmynd.
5. í biðham er hægri valtakkinn Tengiliðir ef engar
aðrar aðgerðir hafa verið tengdar við hann. Annars er takkinn Flýtival.
6. Sýnir nafn lagsins þegar Tónlistarspilari er í gangi.
Sýnir útvarpsrásina þegar Útvarp er í gangi.
Upplýsingar um það hvernig hægt er að láta símann sýna dag- og tímasetningu í
biðham eru í Klukka á bls. 87 og Dagsetning á bls. 87.
Sjá einnig Mikilvægir vísar í biðham á bls. 23.
Skjávari
Síminn virkjar sjálfkrafa skjávarann, stafræna klukku, til að spara orku í biðham.
Hann er virkjaður þegar síminn hefur ekki verið notaður í tiltekinn tíma. Sjá
Skjávari á bls. 95. Stutt er á hvaða takka sem er til að óvirkja skjávarann.
Skeiðklukkan gengur í bakgrunni. Sjá Skeiðklukka á bls. 121.
GPRS tenging er virk. Vísirinn sést efst til vinstri á skjánum.
Gert er hlé á GPRS-tengingu (hún sett í bið), t.d. ef hringt er í eða úr
símanum meðan GPRS-tengingin er í gangi.
Öllum símtölum er beint til annars númers, Flytja öll símtöl. Ef um er að
ræða tvær símalínur er teiknið fyrir símtalsflutning fyrir fyrri línuna
og fyrir þá síðari er það . Sjá Flutningar á bls. 88.
eða sýnir hvor línan er valin ef hægt er að velja um tvær línur. Sjá Lína til að
hringja á bls. 90.
Hátalarinn er virkur.
Gefur til kynna að símtöl takmarkast við lokaðan notendahóp. Sjá
Öryggisstillingar á bls. 97.
Gefur til kynna að tímastillt snið hafi verið valið. Sjá Snið (valmynd 4) á
bls. 85.
Hægt er að nota víðóma höfuðtólið HDS-3H
eins og sýnt er á myndinni, t.d.
Snúran úr handfrjálsa búnaðinum er
útvarpsloftnet og best að hún fái að hanga.
Símtali svarað meðan höfuðtól eru í
sambandi
Hægt er að styðja á höfuðtólatakkann til að
svara og slíta símtali.
Athugið að þegar höfuðtól eru notuð dregur
það úr getu til að heyra utanaðkomandi
hljóð. Ekki nota höfuðtól þegar það getur
stefnt öryggi í hættu.
■ Meðfylgjandi snúrur tengdar og notaðar
Hægt er að tengja símann við samhæfa PC-tölvu með meðfylgjandi DKU-2
tengisnúru (1). Hugbúnaðurinn Nokia Audio Manager er notaður til að sjá um
tónlistarskrárnar og flytja þær úr tölvunni á minniskortið í símanum. Sjá Nokia
Audio Manager á bls. 140.
Til athugunar: Loka skal öllum aðgerðum í símanum og aftengja
hljóðkapalinn áður en síminn er tengdur við tölvu með tengisnúrunni.
Athuga skal að ekki er hægt að hringja á meðan síminn er tengdur við PC-tölvu.
Til að taka upp tónlist er hægt að tengja símann við hljómtæki með meðfylgjandi
ADE-2 hljóðkapli (2). Sjá Upptaka á bls. 105.
Mikilvægt! Ekki skal tengja símann við tölvuna fyrr en hugbúnaðurinn Nokia
Audio Manager PC hefur verið settur upp af geisladiskinum í pakkanum.
Síminn aftengdur tölvunni
Þegar síminn er tengdur við tölvuna birtist teiknið Aftengja vélbúnað hægra
megin á verkrein Windows sem vísar til þess að USB-geymslubúnaður hafi verið
tengdur við tölvuna. Ef aftengja á símann við tölvuna er smellt á þetta teikn og
valið Stöðva USB risageymslutæki - Nokia 3300. Hægt er að taka kapalinn úr
sambandi þegar gefið er til kynna í Windows að það sé öruggt.
Mikilvægt! Svo tryggt sé að aðgerðum vegna minniskorts sé lokið með öruggum
hætti skal ekki aftengja tengisnúruna fyrr en tilkynnt er að það sé öruggt í
Windows. Stjórnlaus lokun minniskortaaðgerða getur valdið skemmdum á
minniskortinu og upplýsingunum á því. Hugsanlega þarf að forsníða skemmd
minniskort áður en hægt er að nota þau aftur. Þegar minniskort er forsniðið
glatast allar upplýsingar á kortinu fyrir fullt og allt.
2. SIM-kortsfestingin er losuð með því að renna henni aftur (3) og opna hana (4).
3. SIM-kortið er sett í SIM-kortsfestinguna (5).
Ganga skal úr skugga um að SIM-kortið sé
tryggilega á sínum stað og að ávala hornið á
kortinu vísi upp og gylltu snertifletirnir snúi að
snertunum á símanum.
4. SIM-kortsfestingunni er lokað og henni læst (6) og (7).
5. Rafhlaðan er sett á sinn stað (8).
Þegar bakhliðin er sett aftur á er byrjað á því að setja læsingarnar á bakhlið
símans í samsvarandi raufar á símanum. Bakhliðinni er rennt til þannig að hún
festist (9).
Þegar setja á minniskortið aftur í símann er
því ýtt varlega á sinn stað (3) á meðan
lausnarhnappi minniskortsins (4) er haldið
inni. Tryggja skal að gyllti snertiflöturinn á
kortinu snúi niður.
4. Þegar kortið er örugglega á sínum stað er
rafhlaðan sett aftur í og bakhliðinni rennt
aftur á sinn stað. Sjá lið 5 í SIM-korti og
rafhlöðu komið fyrir á bls. 29.
■ Hleðsla
1. Snúrunni úr hleðslutækinu er stungið í
samband efst á símanum.
2. Hleðslutækinu er stungið í samband.
Textinn Rafhlaða hleður sig birtist
snöggvast ef kveikt er á símanum. Ef
rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar
mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á
skjánum eða hægt er að hringja.
Óhætt er að nota símann meðan verið er að hlaða hann.
Hleðslutíminn fer eftir hleðslutækinu og rafhlöðunni. Til dæmis getur tekið allt að
fjóra klukkutíma og 30 mínútur að hlaða BLD-3 rafhlöðu með ACP-7 hleðslutæki
ef rafhlaðan er alveg tóm.
Viðvörun: Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð
eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Stutt er á rofann og honum haldið niðri .
Ef þá birtist textinn Setja SIM-kort í þótt gengið hafi verið úr
skugga um að búið sé að koma SIM-kortinu fyrir, eða Styður
ekki SIM-kort, skal hafa samband við símafyrirtæki eða
þjónustuveitu. Síminn getur ekki nýtt 5 volta SIM-kort og ef til
vill þarf að fá nýtt kort.
• Ef beðið er um PIN-númer er það fært inn (það birtist sem
****), og svo er stutt á Í lagi.
• Ef beðið er um öryggisnúmer er það fært inn (það birtist sem *****), og svo er
stutt á Í lagi.
Sjá einnig Aðgangsnúmer á bls. 14.
ÁBENDINGAR TIL AÐ NÁ SEM BESTRI VIRKNI: Innbyggt loftnet
er í símanum. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar
kveikt er á símanum og gildir það einnig um öll önnur tæki sem
senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif
á móttökuskilyrði og getur valdið því að síminn noti meiri
sendiorku en nauðsynlegt er. Loftnetið og síminn vinna best ef
ekki er snert á loftnetinu meðan á símtali stendur.
Þessi aðgerð læsir tökkunum svo að ekki verði stutt á þá í ógáti, til dæmis þegar
síminn er geymdur í veski.
• Tökkunum læst
Í biðham er stutt á Valmynd og síðan á innan
tveggja sekúndna.
• Læsing tekin af tökkunum
Stutt er á Úr lás og síðan (innan 1,5
sekúndna).
Ef svara á símanum meðan takkalásinn er á er stutt á
. Hægt er að nota aðgerðir símans á venjulegan
hátt í símtali. Þegar símtali er slitið eða því hafnað
læsast takkarnir sjálfkrafa aftur.
Fjallað er um sjálfvirkan takkalás í Sjálfvirk takkalæsing á bls. 91.
Fjallað er um það hvernig læsa má tökkunum meðan á símtali stendur í Valkostir
sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur á bls. 43.
Til athugunar: Þegar kveikt er á takkaverði gæti eftir sem áður verið hægt að
hringja í neyðarnúmerið sem síminn er stilltur á (t.d. 112 eða annað opinbert
neyðarnúmer). Neyðarnúmerið er valið og síðan er stutt á . Númerið birtist
ekki fyrr en síðasti stafurinn í því hefur verið valinn.
Áður en skipt er um fram- og bakhlið skal alltaf slökkva á símanum og aftengja hann
hleðslutækinu eða öðrum tækjum. Alltaf skal geyma og nota símann með áföstum fram- og
bakhliðum.
1. Bakhlið hulstursins er tekin af símanum. Sjá lið 1 í SIM-korti og rafhlöðu komið
fyrir á bls. 29.
2. Framhliðin er fjarlægð með því að toga
varlega í hana báðum megin (1) og byrja
efst að fjarlægja framhliðina (2).
Hægt er að hlusta á MP3 og AAC tónlistarskrár sem geymdar eru á minniskortinu í
símanum með aðgerðinni Tónlistarspilari eða hlusta á Útvarp. Með
tónlistartakkanum í efra horninu vinstra megin á símanum er fljótlegt að
kveikja og slökkva á aðgerðunum Tónlistarspilari og Útvarp.
Hægt er að nota hugbúnaðinn Nokia Audio Manager til að búa til og sjá um
stafrænar tónlistarskrár og spilunarlista á samhæfri PC tölvu og flytja þær á
minniskortið í símanum. Spilunarlistar birtast sem lagalistar í símanum. Sjá Nokia
Audio Manager á bls. 140.
Einnig er hægt er að taka tónlist upp úr útvarpi eða ytri hljómtæki. Sjá Upptaka á
bls. 105.
Hljóðstyrkur spilunar er stilltur með styrkstillingartakkanum sem er efst í hægri
hluta símans.
Viðvörun! Hlusta skal á tónlist á tónlist á hæfilegum styrk. Það getur valdið
heyrnarskaða að hlusta stöðugt á hátt stillta tónlist.
■ Hlustað á tónlist
Stutt er á tónlistartakkann og valið Tónlistarspilari.
4 átta skruntakkinn er notaður til að velja tónlistaraðgerðir:
• Hægt er að spóla fram og til baka í laginu með því að ýta á eða og halda
Ekki er hægt að hringja á meðan tengisnúran er tengd við símann. Taka skal snúruna úr
sambandi við símann áður en hringt er.
1. Svæðis- og símanúmer er valið. Ef færður er inn rangur stafur er stutt á
Hreinsa til að eyða honum.
Þegar hringt er milli landa er stutt tvisvar á til að hringja úr landi (táknið +
kemur í stað aðgangsnúmers fyrir millilandasímtöl) og svo er valið landsnúmer,
svæðisnúmer og 0 fremst í því fellt niður ef við á, og símanúmer. Símtöl sem
hér er lýst sem millilandasímtölum geta í sumum tilvikum verið á milli svæða í
sama landi.
2. Stutt er á til að hringja í númerið.
3. Stutt er á til að slíta samtalinu eða hætta við hringinguna.
Sjá einnig Valkostir sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur á bls. 43.
Til athugunar: Meðan á símtali stendur er hlé gert á tónlistarspilun og
hljóðstyrkur útvarps deyfður. Þegar símtali er slitið er tónlistarspilun
haldið áfram og sjálfkrafa kveikt á útvarpinu.
Hringt úr símaskrá
• Sjá Leitað að tengilið í símaskrá á bls. 51. Stutt er á til að hringja í
• Í biðham er stutt á einu sinni til þess að fá fram lista yfir síðustu tuttugu
númerin sem valin hafa verið. Skrunað er að viðeigandi númeri eða nafni og
stutt á til að hringja í númerið.
Hringt í talhólf (sérþjónusta)
• Í biðham er stutt á og haldið niðri, eða stutt er á og .
Ef beðið er um númer talhólfs er það valið og stutt á Í lagi. Sjá einnig Talboð á
bls. 78.
Símanúmer hraðvalið
Áður en hraðval er notað skal úthluta símanúmeri á einhvern af
hraðvalstökkunum frá til , sjá Hraðvalsnúmer á síðu 54. Hringt er í
númerið með því að nota aðra hvora aðferðina hér á eftir:
• Stutt er á viðeigandi hraðvalstakka og síðan er stutt á .
•Ef Hraðval er virkt er stutt á hraðvalstakka og honum haldið niðri uns símtal
hefst. Sjá Hraðval á bls. 89.
Raddstýrð hringing
Hægt er að hringja í símanúmer með því að segja eitt eða fleiri orð sem hafa verið
tengd við það. Sjá Raddstýrð hringing á bls. 54.
Um er að ræða sérþjónustu sem gerir kleift að halda símafund með allt að sex
þátttakendum.
1. Hringt er til fyrsta þátttakanda.
2. Hringt er til annars þátttakanda með því að styðja á Valkostir og velja kostinn
Ný hringing.
3. Númer þátttakandans er fært inn eða sótt í minni, síðan er stutt á Hringja.
Fyrsta símtalið er sett í bið.
4. Þegar næstu hringingu er svarað er fyrsti þátttakandinn í símafundinum
sóttur. Stutt er á Valkostir og valið Símafundur.
5. Ef bæta á nýjum þátttakanda í símtalið eru 2. til 4. liður endurteknir.
6. Einkasamtal við einn þátttakenda:
Stutt er á takkann Valkostir, valið Einkamál og síðan þátttakandi að eigin vali.
Til að tengjast símafundi aftur er stutt á Valkostir og valið Símafundur.
7. Ef ljúka á símafundinum er stutt á .
■ Þegar hringingu er svarað eða henni hafnað
Stutt er á til að svara hringingu og á til að ljúka símtali.
Stutt er á til að hafna símtali.
Ef stutt er á Hljótt hættir hringitónninn að heyrast. Síðan er hringingunni svarað
Ef samhæf höfuðtól eru tengd símanum er hægt að svara og slíta símtali með því
að styðja á höfuðtólatakkann.
Ábending: Ef aðgerðin Flytja þegar síminn er á tali er stillt á
símtalsflutning, til dæmis í talhólfið, verður símtal einnig flutt ef því er
hafnað. Sjá Flutningar á bls. 88.
Athugið að þegar hringt er í símann birtist nafn eða símanúmer þess sem hringir
eða textinn Leyninúmer eða Símtal. Ef fleiri en eitt nafn með símanúmerinu sem
hringt er úr finnast í símaskránni birtist aðeins símanúmerið, ef það er tiltækt.
Símtal í bið
Meðan á símtali stendur er stutt á til að svara hringingu í bið. Fyrsta símtalið
er sett í bið. Stutt er á til að rjúfa símtalið sem stendur yfir. Símtal í bið er
sérþjónusta.
Aðferðinni við að gangsetja aðgerðina Biðþjónusta fyrir símtöl er lýst í Símtal í bið
á bls. 89.
■ Valkostir sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur
Margir valkostanna sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur eru sérþjónusta.
Stutt er á Valkostir meðan á símtali stendur og bjóðast þá eftirtaldir valkostir:
Hljóðnemi af eða Hljóðnemi á, Leggja á, Ljúka öllum, Tengiliðir, Valmynd og Í bið
eða Úr bið, Ný hringing, Símafundur, Einkamál, Svara og Hafna.
Senda DTMF-tóna nýtist við að senda DTMF-tóna, til dæmis aðgangsorð eða
reikningsnúmer. DTMF-strengurinn er færður inn eða hans leitað í símaskránni og
stutt á Í lagi. Hægt er að færa inn biðbókstafinn w og hlébókstafinn p með því að
margstyðja á .
Aðgerðin Víxla er notuð til að fara milli símtals og annars í bið, Flytja til að tengja
símtal í bið við yfirstandandi símtal og aftengjast símtölunum.
Hægt er að rita texta, til dæmis skilaboð, með gamla laginu eða sjálfvirkri ritun.
Þegar texti er ritaður er sjálfvirk ritun gefin til kynna með og ritun með
gamla laginu er auðkennd með efst til vinstri á skjánum. Sjá má hvort stillt er
á lágstafi eða hástafi á , eða við hlið ritunarvísisins. Hægt er að
skipta úr hástöfum í lágstafi eða öfugt með því að styðja á . Talnahamur er
sýndur með og hægt er að skipta milli talna og bókstafa með því að styðja á
og halda niðri.
■ Sjálfvirk ritun gerð virk eða óvirk
Þegar texti er ritaður er stutt á Valkostir og valinn kosturinn Orðabók.
• Sjálfvirk ritun er gerð virk með því að velja tiltækt tungumál af listanum með
orðabókinni. Sjálfvirk ritun er aðeins tiltæk á þeim tungumálum sem skráð eru í
listann yfir valkosti í orðabók.
• Skipt er aftur yfir í ritun með gamla laginu þegar valið er Orðabók óvirk.
Ábending: Fljótlegt er að gera sjálfvirka ritun virka eða óvirka ef stutt er
tvisvar á meðan texti er ritaður eða styðja á Valkostir og halda niðri.
■ Texti ritaður með sjálfvirkri ritun
Hægt er að rita hvaða bókstaf sem er með því að styðja einu sinni á takka. Þessi
ritun byggist á innbyggðu orðabókinni sem einnig er hægt að bæta í nýjum orðum.
1. Byrjað er á að rita orð með tökkunum til . Aðeins er stutt einu sinni á
takka fyrir hvern staf. Orðið breytist í hvert sinn sem stutt er á takka.
Dæmi:Ef á að rita Nokia þegar enska orðabókin hefur verið valin er
stutt á einu sinni til að rita N, einu sinni til að rita o,
einu sinni til að rita k, einu sinni til að rita i og einu sinni til
að rita a:
Ef rita á tölu í bókstafaham er stutt á viðkomandi tölutakka og honum haldið
niðri.
Nánari upplýsingar um textaritun eru í Ábendingar um textaritun á bls. 47.
2. Þegar lokið er við að rita orðið og það er rétt er það staðfest með því að bæta
við bili með eða með því að styðja á skruntakkann í einhverja átt.
Bendillinn færist líka þegar stutt er á skruntakka.
Ef orðið er ekki rétt
skal styðja margsinnis á eða styðja á Valkostir og velja Skoða fleiri tillögur.
Þegar rétta orðið birtist er það staðfest.
Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem ætlunin var að rita ekki í
orðabókinni. Ef bæta á orðinu í orðabókina er stutt á Stafa, orðið er fært inn
(með gamla laginu) og stutt á Vista. Þegar orðabókin er orðin full kemur nýja
orðið í stað þess sem lengst er síðan að bætt var við.
Fyrri hluti orðsins er færður inn og hann staðfestur með því að styðja á . Seinni
hluti orðsins er færður inn og hann staðfestur.
■ Texti ritaður með gamla laginu
Stutt er á tölutakka, til , þar til viðkomandi bókstafur birtist. Ekki eru allir
stafir á tölutakka prentaðir á takkann. Tiltækir bókstafir velta á tungumálinu sem
valið hefur verið í valmyndinni Tungumál, sjá Tungumál á bls. 90.
Ef rita á tölu í bókstafaham er stutt á viðkomandi tölutakka og honum haldið niðri.
• Ef næsti bókstafur er á sama takka og sá sem verið er að rita er beðið þar til
bendillinn birtist á ný eða stutt á skruntakkann og síðan er stafurinn valinn.
• Algengustu greinarmerki og sérstafir fást með því að styðja á tölutakkann .
Nánari upplýsingar um textaritun eru í Ábendingar um textaritun á bls. 47.
■ Ábendingar um textaritun
Eftirtaldar aðgerðir kunna einnig að vera tiltækar til textaritunar:
• Bil er fært inn með því að styðja á .
• Ef færa á bendilinn til vinstri, hægri, upp eða niður er stutt á , , eða
á skruntakkanum eftir því sem við á.
• Ef fjarlægja á staf vinstra megin við bendilinn er stutt á Hreinsa. Stutt er á
Hreinsa og honum haldið niðri, þá er fljótlegra en ella að fjarlægja stafina.
Tengiliðir vistast í notuðu minni, sjá Símaskrárstillingar valdar hér á undan.
1. Stutt er á Tengiliðir (eða á Flýtival og valið Tengiliðir) og valið Bæta tengilið
við.
2. Nafnið er fært inn og stutt á Í lagi. Sjá Texti ritaður með gamla laginu á bls. 47.
3. Símanúmerið er valið og stutt á Í lagi.
4. Þegar búið er að vista nafn og númer er stutt á Búið.
Ábending: Hraðvistun Símanúmerið er fært inn í biðham. Stutt er á
Valkostir og valið Vista. Nafnið er fært inn, stutt á Í lagi og Búið.
Hvernig vista má mörg símanúmer og athugasemdir við sama
nafn
Hægt er að vista alls kyns símanúmer og stuttar athugasemdir við hvern tengilið í
símaskrá símans.
Fyrsta númerið sem vistað er verður aðalnúmer og það er auðkennt með ramma
utan um númerstegundina, til dæmis . Þegar nafn er valið úr símaskrá, til
dæmis til að hringja, er aðalnúmerið notað nema annað númer sé valið.
1. Minni í notkun þarf að vera annaðhvort Sími eða Sími og SIM-kort. Sjá
Símaskrárstillingar valdar á bls. 49.
2. Aðgangur að tengiliðalista fæst ef stutt er á eða í biðham.
3. Ef bæta á númeri eða athugasemd við tengilið sem vistaður er í símaskrá
símans er skrunað að tengiliðnum og stutt á Upplýs..
4. Stutt er á Valkostir og valinn kosturinn Bæta númeri við eða Bæta við upplýs..
5. Valin er ein eftirfarandi númeragerða Almennt, Farsími, Heimasími,
Vinnusími og Fax,
eða gerðir texta Netfang, Veffang, Póstfang og Punktur.
Ef breyta á gerð númers eða texta er valinn kosturinn Breyta tegund af lista yfir
valkosti.
6. Númerið er fært inn, eða textinn, og stutt á Í lagi til að vista það.
7. Stutt er á Til baka og síðan á Hætta til að fara aftur í biðham.
Aðalnúmeri breytt
Stutt er á eða í biðham, skrunað að viðeigandi tengilið og stutt á Upplýs..
Skrunað er að númerinu sem á að velja sem aðalnúmer. Stutt er á Valkostir og
valinn kosturinn Gera sjálfvalið.
■ Leitað að tengilið í símaskrá
1. Stutt er á Tengiliðir (eða á Flýtival og valið Tengiliðir) og valið Leita.
2. Rita má fyrstu stafina í nafni tengiliðarins sem leitað er að í leitarreitinn.
Stutt er á og til að skruna í gegnum tengiliðina á listanum og á og
til að færa bendilinn um leitarreitinn.
3. Skrunað er að viðeigandi tengilið og stutt á Upplýs.. Skrunað er til að skoða
upplýsingar með tengiliðnum sem valinn var.
Ábending: Fljótlegt er að hafa uppi á tengilið ef stutt er á eða í
biðham. Fyrstu stafirnir í nafninu eru ritaðir eða skrunað að tengiliðnum
sem velja á.
Ábending: Fljótlegt er að skoða tiltekið nafn með sjálfgefnu símanúmeri
með því að styðja á og halda inni við nafnið þegar flett er í gegnum
þau.
■ Tengilið breytt
Tengiliðurinn sem á að breyta er fundinn og stutt á Upplýs.. Nafnið, númerið eða
athugasemdin sem á að breyta er sótt og stutt á Valkostir. Valinn er kosturinn
Breyta nafni, Breyta númeri eða Breyta upplýsing., svo er nafni, númeri eða texta
breytt og stutt á Í lagi.
■ Tengiliðum eytt
Stutt er á Tengiliðir (eða á Flýtival og valið Tengiliðir) og valið Eyða.
• Ef eyða á einum tengilið í senn er valinn kosturinn Hverju fyrir sig og skrunað
að tengiliðnum sem á að eyða. Stutt er á Eyða og síðan á Í lagi til
staðfestingar.
• Ef eyða á öllum tengiliðum í símaskránni í einu er valinn kosturinn Eyða öllum
og svo er skrunað að símaskránni, Í síma eða Á SIM-korti og stutt á Eyða. Stutt
er á Í lagi og aðgerð staðfest með öryggisnúmeri.
Hægt er að senda nafnspjald sem OTA-boð í samhæfan síma sem notar vCardstaðalinn.
1. Í símaskránni er leitað að tengilið sem á að senda, stutt á kostinn Upplýs. og
Valkostir og valinn kosturinn Senda nafnspjald.
2. Ef senda á nafnspjaldið sem OTA-boð er valinn kosturinn Sem SMS.
■ Hraðvalsnúmer
Númeri er úthlutað á hraðvalstakka með því að styðja á Tengiliðir, (eða styðja á
Flýtival og velja Tengiliðir), velja Hraðvalsnúmer og skruna að hraðvalstakkanum
sem á að nota. er frátekinn fyrir talhólfsnúmerið.
Stutt er á Velja, svo er stutt á Leita og tengiliðurinn valinn og síðan númerið sem á
að tengja við hraðvalstakka. Ef þegar er búið að tengja númer við takkann er stutt
á Valkostir og þá er hægt að skoða, breyta eða eyða viðkomandi númeri. Ef
aðgerðin Hraðval er óvirk spyr síminn hvort kveikja eigi á henni. Stutt er á Já til að
gera aðgerðina virka. Sjá Hraðval á bls. 89.
Hringt með hraðvalstökkum, sjá Símanúmer hraðvalið á bls. 41.
■ Raddstýrð hringing
Hægt er að hringja í símanúmer með því að segja eitt eða fleiri orð (raddmerki)
sem því eru tengd. Raddmerkið getur til dæmis verið nafn.
Ekki er hægt að nota raddstýrðar hringingar á meðan síminn sendir eða tekur við
gögnum um GPRS-tengingu.
Raddmerki eru vistuð í símanum. Öllum raddmerkjum er eytt ef annað SIM-kort er
sett í símann og ný raddmerki vistuð.
Athugasemdir um notkun á raddstýrðum hringingum
Áður en raddstýrt val er notað skal bent á eftirfarandi:
• Raddmerki eru ekki háð tungumáli. Þau eru háð rödd þess sem talar.
• Raddmerki eru næm fyrir umhverfishljóðum. Þau skal hljóðrita og nota í hljóðlátu
umhverfi.
• Þegar raddmerki er hljóðritað eða hringt er með því að gefa raddmerki er símanum
haldið í hefðbundinni stöðu við eyrað.
• Ekki er hægt að nota mjög stutt nöfn. Nota skal löng nöfn og forðast áþekk nöfn fyrir
mismunandi númer.
Til athugunar: Nafnið þarf að bera fram nákvæmlega eins og það var hljóðritað.
Þetta gæti verið erfitt, til dæmis í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því
ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Raddmerki tekið upp
Stutt er á eða í biðham, skrunað að viðkomandi nafni og stutt á Upplýs..
Stutt er á Valkostir og valið Skrá raddmerki. Stutt er á Byrja og orðin sem nota á
sem raddmerki sögð skýrum rómi.
Stutt er á hægri valtakkann og honum haldið inni í biðham þar til stutt
hljóðmerki heyrist. Raddmerkið er lesið upp skýrt og greinilega og símanum er
haldið að eyranu. Síminn spilar raddmerkið og hringir í samsvarandi símanúmer.
Ef engin samsvörun finnst við raddmerkið fer síminn aftur í biðham.
Ef samhæf höfuðtól eru notuð er stutt á höfuðtólahnappinn og honum haldið inni
þar til stutt hljóðmerki heyrist og raddmerkið mælt skýrum rómi.
Raddmerki spilað, því breytt eða eytt
Í biðham er stutt á Tengiliðir (eða stutt á Flýtival og valið Tengiliðir) og valið
Raddmerki. Viðkomandi nafn eða símanúmer er valið, stutt á Valkostir og
aðgerðina sem óskað er eftir.
■ Upplýsinganúmer
Hægt er að hringja í upplýsinganúmer þjónustuveitunnar ef þau fylgja með á SIMkortinu. Símafyrirtæki eða þjónustuveita veitir nánari upplýsingar um framboð.
Stutt er á Tengiliðir (eða á Flýtival og valið Tengiliðir) og valið Upplýsinganúmer.
Skrunað er að upplýsinganúmeri og stutt á til að hringja í númerið.
Hægt er að hringja í þjónustunúmer þjónustuveitunnar ef þau fylgja með á
SIM-kortinu.
Stutt er á Tengiliðir (eða á Flýtival og valið Tengiliðir) og valið Þjónustunúmer.
Skrunað er að þjónustunúmeri og stutt á til að hringja í númerið.
■ Eigin númer
Símanúmerin sem tengd eru símakortinu eru vistuð í Eigin númer, ef kortið leyfir
það. Hægt er að skoða númerin með því að styðja á Tengiliðir (eða styðja á
Flýtival og velja Tengiliðir) og velja Eigin númer. Skrunað er að viðkomandi nafni
eða símanúmeri og stutt á Skoða.
■ Viðmælendahópar
Hægt er að raða tengiliðunum sem vistaðir eru í símaskránni í viðmælendahópa.
Hægt er að velja sérstakan hringitón fyrir hvern hóp og birta tiltekna mynd á
skjánum þegar einhver úr hópnum hringir. Hægt er að stilla símann þannig að
hann hringi aðeins ef hringt er úr númerum tiltekins hóps, sjá Hringir frá í
Tónastillingar á bls. 95.
Stutt er á Tengiliðir (eða á Flýtival og valið Tengiliðir) og valið Viðmælendahópar
og viðkomandi viðmælendahópur valinn. Valið er
• Heiti hóps, nýtt heiti fyrir hópinn er fært inn og stutt á Í lagi.
• Hringitónn hóps og hringitónn valinn. Sjálfvalinn er tóninn sem valinn var fyrir
sniðið sem er í notkun.
• Hóptákn og valið Virk þannig að síminn birti hóptáknið, Óvirk til að birta það
ekki, eða Skoða til að skoða hóptáknið.
• Hópfélagar til að bæta tengilið í viðmælendahópinn er stutt á Valkostir og
valið Bæta við tengilið. Skrunað er að tengiliðnum sem bæta á í hópinn og
stutt á Bæta við.
Ef fjarlægja á tengilið úr hópi er skrunað að tengiliðnum sem á að fjarlægja og
stutt á Valkostir og valið Fjarlægja tengilið.
Í símanum er fjöldi aðgerða sem flokkaðar eru í valmyndir. Með flestum
valmyndaraðgerðunum er stuttur hjálpartexti. Ef skoða á hjálpartextann er
skrunað að valmyndaraðgerðinni og beðið í 15 sekúndur. Hætt er í
hjálpartextanum með því að styðja á Til baka. Sjá Kveikir á hjálpartextum
á bls. 92.
■ Aðgerð valin af valmynd
Með skruni
1. Aðgangur að valmynd fæst með því að styðja á Valmynd.
2. Skrunað er í valmyndinni með eða og t.d. valið Stillingar með því að
styðja á Velja.
3. Undirvalmynd er valin ef fyrir hendi, t.d. Símtalsstillingar.
4. Ef viðkomandi undirvalmynd hefur fleiri undirvalmyndir er 3. liður endurtekinn,
t.d. Lyklaborðssvar.
5. Viðeigandi stilling er valin.
6. Stutt er á Til baka til að fara aftur í síðustu valmynd og á Hætta til að fara úr
valmyndinni.
Valmyndir, undirvalmyndir og stillingar eru tölusettar og hægt er að komast í þær
flestar með því að nota flýtivísunarnúmer.
• Aðgangur að valmynd fæst með því að styðja á Valmynd. Innan tveggja
sekúndna skal rita númer valmyndaraðgerðarinnar sem á að fara í.
Dæmi: Sé óskað eftir að hafa LyklaborðssvarVirkt, er stutt á Valmynd,
, , og . Stutt er á Til baka til að fara aftur í síðustu
valmynd og á Hætta til að fara úr valmyndinni.
Athugið að til að opna valmyndaraðgerðir á valmynd 1 er stutt á Valmynd og
tölurnar 0 og 1 færðar inn. Síðan er afgangurinn af tölunum í
flýtivísunarnúmerinu færður inn.
Hægt er að lesa, skrifa, senda og vista texta, margmiðlunarboð
og tölvupóstboð. Öllum skilaboðum er raðað í möppur. Texta-,
margmiðlunar- og tölvupóstsendingar eru sérþjónusta.
Áður en hægt er að senda texta-, mynd eða tölvupóstboð þarf að vista
miðstöðvarnúmer, sjá Skilaboðastillingar á bls. 79.
Til athugunar: Þegar skilaboð eða tölvupóstur eru send um SMS-kerfið gætu
orðin Skilaboð send birst á skjánum. Það gefur til kynna að skilaboðin eða
tölvupósturinn hafi verið sendur úr símanum í skilaboðamiðstöðina eða
póstþjóninn sem skilgreind eru í símanum. Þetta er ekki sönnun þess að
skilaboðin eða tölvupósturinn hafi verið móttekinn á áfangastað. Þjónustuveitur
veita nánari upplýsingar um SMS-þjónustu.
Textaboð
Með símanum er hægt að senda og taka við samsettum skilaboðum sem sett eru
saman úr mörgum venjulegum (sérþjónusta). Reikningsfærsla fer eftir því hversu
mörg venjuleg skilaboð þarf í samsett skilaboð.
Hægt er að senda og taka við textaskilaboðum með myndum. Hver myndboð eru
gerð úr nokkrum textaboðum. Þess vegna kann að vera dýrara að senda ein
myndboð en ein textaboð.
Til athugunar: Þessa aðgerð er eingöngu hægt að nota ef símafyrirtæki eða
þjónustuveita styðja hana. Aðeins símar með möguleika á myndboðum geta tekið
á móti og birt myndboð.
Textaskilaboðin nota samnýtt minni, sjá Samnýtt minni á bls. 15.
Skilaboð rituð og send
Fjöldi tiltækra stafabila og númer boðahlutans birtist efst í hægra horninu á
skjánum. Til dæmis þýðir 10/2 enn sé pláss fyrir 10 stafi í texta sem sendur verður í
tvennum skilaboðum.
1. Stutt er á Valmynd og valið Skilaboð, Textaboð, Búa til skilaboð.Ábending: Fljótlegt er að opna skilaboðaritilinn ef stutt er á í
biðham.
2. Boð færð inn. Sjá Texti ritaður á bls. 45. Í Skjalasnið á bls. 70 er lýsing á því
hvernig texta- eða myndsnið er sett inn í skilaboð.
3. Skilaboðin eru send með því að styðja á Valkostir og velja Senda.
4. Símanúmer viðtakanda er fært inn eða leitað að því í símaskránni.
Stutt er á Í lagi til að senda boðin.
Valkostir fyrir boðasendingar
Eftir að búið er að rita boð er stutt á Valkostir og valið Sendingarkostir.
• Ef senda á boðin til fleiri en eins viðtakanda er valið Senda á marga. Þegar
boðin hafa verið send til allra sem eiga að fá þau er stutt á Búið.
• Ef senda á boðin og nota boðasnið er valið Sendi snið og síðan sniðið sem á að
nota.
Sjá Skilaboðastillingar á bls. 79 ef skilgreina á skilaboðasnið.
Tölvupóstur skrifaður og sendur
Áður en tölvupóstur er sendur um SMS (sérþjónusta) þarf að vista stillingarnar
fyrir tölvupóstsendingar, sjá Skilaboðastillingar á bls. 79. Um vistun netfanga í
símaskránni er fjallað í Hvernig vista má mörg símanúmer og athugasemdir við
sama nafn á bls. 50.
1. Stutt er á Valmynd og valið Skilaboð, Textaboð og Búa til tölvupóst.
2. Netfang viðtakanda er fært inn eða leitað að því í símaskránni og stutt á Í lagi.
3. Færa má inn efni tölvupóstsins og síðan er stutt á Í lagi.
4. Tölvupóstboðin eru rituð. Sjá Texti ritaður á bls. 45. Heildarstafafjöldinn sem
hægt er að færa inn sést efst til hægri á skjánum. Netfangið og efnið er talið
með í heildarstafafjöldanum.
Sjá einnig Textasnið sett inn í boð eða tölvupóst á bls. 70. Ekki er hægt að setja
inn myndir.
5. Tölvupóstboðin eru send með því að styðja á Valkostir og velja Senda
tölvupóst. Ef ekki hafa verið vistaðar stillingar á sendingu tölvupósts biður
síminn um númer tölvupóstþjónsins.
Stutt er á Í lagi til að senda boðin.
Þegar textaskilaboð eða tölvupóstur berst birtist vísirinn og tala sem sýnir
fjölda nýrra skilaboða og textinn skilaboð móttekin.
Blikkandi gefur til kynna að boðaminnið sé á þrotum. Eyða þarf einhverjum af
eldri boðunum í möppunni Innhólf áður en hægt er að senda eða taka á móti
nýjum boðum.
1. Stutt er á Sýna til að skoða boð eða á Hætta ef skoða á boðin síðar.
Boðin skoðuð síðar:
Stutt er á Valmynd og valið Skilaboð, Textaboð og Innhólf.
2. Ef fleiri en ein boð hafa verið móttekin eru boðin sem á að lesa valin. Ólesin
textaboð eru merkt með fyrir framan og óskoðuð myndboð með .
3. Meðan boð eru lesin eða þau skoðuð er stutt á Valkostir.
Velja má t.d. um að eyða boðum sem verið er að lesa, framsenda þau eða
breyta þeim sem textaboðum eða tölvupósti og flytja þau. Athugið að vegna
höfundarréttarvarna getur verið að ekki sé hægt að afrita, breyta, flytja eða
framsenda sumar myndir, hringitóna og annað efni.
Valið er Afrita í dagbók til að afrita textann fremst í boðunum yfir í dagbók
símans sem áminningu um athugasemd á viðkomandi degi.
Valið er Upplýs. um skilab. til að skoða t.d. nafn sendandans og símanúmer,
miðstöðvarnúmer og móttökutíma.
Valið er Nota upplýsingar til að taka númer, netföng og vefföng úr boðunum.
Í margmiðlunarboðum getur verið texti, mynd eða hljóð. Síminn getur tekið við en
ekki sent margmiðlunarboð með hljóði. Síminn styður margmiðlunarboð sem eru
allt að 45 KB að stærð. Þegar farið er yfir hámarksstærðina er hugsanlegt að
síminn geti ekki tekið við boðunum. Það fer eftir þjónustufyrirtækinu, en
hugsanlega berast boð með veffangi á Internetinu þar sem hægt er að skoða
margmiðlunarboðin.
Ef mynd er í boðunum lagar síminn stærðina að skjánum.
Til athugunar: Ef Gera móttöku fyrir margmiðlun virka er stillt á Já eða Í
heimaneti er hugsanlegt að símafyrirtækið eða þjónustuveitan taki gjald fyrir
Ef í mótteknum boðum eru einhverjar einingar sem ekki eru studdar getur í
staðinn komið skrárheiti og textinn Form hlutar ótækt.
Bent er á að ekki er hægt að taka við margmiðlunarskilaboðum ef símtal er í gangi,
verið er að keyra leik eða aðrar Java-aðgerðir eða ef WAP-tenging er virk um
GSM-gögn (sjá Þjónustustillingarnar færðar inn handvirkt á blaðsíðu 127). Þar
sem sending margmiðlunarskilaboða getur mistekist af ýmsum ástæðum skal ekki
treysta eingöngu á þau fyrir mikilvæg samskipti.
Margmiðlunarboðin nota samnýtt minni, sjá Samnýtt minni á bls. 15.
Um stillingar vegna margmiðlunarboða (sérþjónusta) er fjallað í Stillingar á
margmiðlunarboðum á bls. 80.
1. Stutt er á Valmynd og valið Skilaboð, Margm.skilaboð og Búa til skilaboð.
2. Boð færð inn. Sjá Texti ritaður á bls. 45.
Hægt er að setja eina mynd inn í margmiðlunarboð. Ef skjóta á inn mynd er
stutt á Valkostir og valinn kosturinn Bæta í mynd. Listi yfir tiltækar möppur í
Gallerí er sýndur. Tiltekin mappa er opnuð, skrunað að mynd, stutt á Valkostir
og valið Bæta í. Vísirinn í boðahausnum gefur til kynna að mynd sé í
viðhengi.
Athugið að vegna höfundarréttarvarna getur verið að ekki sé hægt að afrita,
breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, hringitóna og annað efni.
Ef bæta á inn nafni tengiliðar úr símaskránni er stutt á Valkostir og valið Fleiri
valkostir og Bæta í tengiliði. Skrunað er að réttum tengilið, stutt á Valkostir og
valið Bæta í tengiliði.
Ef setja á inn númer er stutt á Valkostir og valið Fleiri valkostir og Bæta í
númeri. Símanúmerið er fært inn eða þess leitað í símaskránni og stutt á Í lagi.
3. Ef skoða á boðin áður en þau eru send er stutt á Valkostir og valið Skoða áður.
4. Boðin eru send með því að styðja á Valkostir og velja Senda til númers (eða
Senda til tölvup.).
5. Símanúmer (eða netfang) viðtakanda er fært inn eða leitað að því í
símaskránni. Stutt er á Í lagi. Boðin eru færð í möppuna Úthólf til sendingar.
Það getur tekið lengri tíma að senda margmiðlunarboð en textaboð. Meðan
margmiðlunarboðin eru send sést vísirinn og hægt er að nota aðrar
aðgerðir símans. Ef truflun verður meðan boðin eru send reynir síminn
nokkrum sinnum að senda þau aftur. Ef það gengur ekki sitja boðin áfram í
möppunni Úthólf og reyna má að senda þau aftur síðar.
Skilaboðin sem hafa verið send verða vistuð í möppunni Send skjöl ef stillingin
Vista send skilaboð er Já. Sjá Stillingar á margmiðlunarboðum á bls. 80.
Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað
Þegar síminn er að taka á móti margmiðlunarboðum er vísirinn sýndur. Þegar
tekið hefur við skilaboðunum sést vísirinn og textinn Margmiðlunarskilaboð
móttekin birtist.
Blikkandi sýnir að minnið fyrir margmiðlunarskilaboð er fullt, sjá Þegar minni
margmiðlunarboða fyllist á bls. 76.
1. Stutt er á Sýna til að skoða boðin eða á Hætta ef skoða á boðin síðar.
Boðin skoðuð síðar: Stutt er á Valmynd og valið Skilaboð, Margm.skilaboð og
Innhólf.
2. Ef fleiri en ein boð hafa verið móttekin eru boðin sem á að lesa valin. Stutt er á
Valkostir. Einhverjir eftirfarandi kosta kunna að vera tiltækir.
• Eyða skilaboðum til að eyða boðunum.
• Svara til að svara boðunum. Svarið er sent með því að styðja á Valkostir og
velja Senda. Símanúmer (eða netfang) sendanda er sjálfgefið.
• Framsenda til nr. eða Frams. til tölvup. til að framsenda boðin á símanúmer
eða netfang.
• Breyta til að breyta boðum. Aðeins er hægt að breyta boðum sem þú hefur
skrifað. Sjá Margmiðlunarboð skrifuð og send á bls. 73.
• Upplýs. um skilab. til að skoða efni, stærð og flokk boðanna.
• Upplýsingar til að skoða upplýsingar um mynd eða hljóð í viðhengi.
• Spila til að hlusta á hringitóninn í boðunum.
• Vistar hljóðinnsk. til að vista hringitóninn í Gallerí.
• Vista mynd til að vista myndina í Gallerí.
Athugið að vegna höfundarréttarvarna getur verið að ekki sé hægt að afrita,
breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, hringitóna og annað efni.
Möppurnar Innhólf, Úthólf, Vistuð skjöl og Send skjöl
Síminn vistar margmiðlunarboð sem berast í möppunni Innhólf í undirvalmyndinni
Margm.skilaboð .
Margmiðlunarboð sem ekki hafa enn verið send eru færð í möppuna Úthólf í
undirvalmyndinni Margm.skilaboð.
Margmiðlunarboð sem senda á síðar má vista í möppunni Vistuð skjöl í
undirvalmyndinni Margm.skilaboð.
Margmiðlunarboð sem hafa verið send eru vistuð í möppunni Send skjöl í
undirvalmyndinni Margm.skilaboð ef stillingin Vista send skilaboð er stillt á Já. Sjá
Þegar ný margmiðlunarboð bíða og minni fyrir boðin er fullt blikkar vísirinn
og textinn Margmiðl.minni fullt, skoða skb. sem bíða sést. Ef skoða á boðin er stutt
á Sýna. Ef vista á boðin er stutt á Valkostir, valið Vista skilaboð og gömlu
boðunum eytt með því að velja fyrst möppu og síðan gömlu boðin sem á að eyða.
Ef henda á boðunum er stutt á Hætta og síðan á Já. Ef stutt er á Nei er hægt að
skoða boðin.
Skilaboðum eytt
1. Textaboðum er eytt með því að styðja á Valmynd og velja Skilaboð, Textaboð
og Eyða skilaboðum.
Margmiðlunarboðum er eytt með því að styðja á Valmynd og velja Skilaboð,
Margm.skilaboð og Eyða skilaboðum.
2. Ef eyða á öllum skilaboðum í möppu er mappan þar sem eyða á skilaboðum
valin og stutt á Í lagi. Ef ólesin skilaboð eru í möppunni er spurt hvort einnig
skuli eyða þeim.
Ef eyða skal öllum skilaboðum í öllum textaskilaboðamöppum skal velja Öllum
skilaboðum og þegar Eyða öllum skilaboðum úr öllum möppum? birtist skal
styðja á Í lagi. Ef ólesin skilaboð eru í möppunum er spurt hvort einnig skuli
eyða þeim.
Hægt er að spjalla við fólk með þessari skilaboðaaðgerð sem er hraðvirkari
(sérþjónusta). Ekki er hægt að vista boð sem berast eða eru send en hægt er að
skoða þau meðan spjallað er. Hver spjallboð eru send sem ein textaboð.
1. Ef hefja á spjall er stutt á Valmynd, valið Skilaboð og Spjall. Númer þess sem
spjalla á við er fært inn eða fundið í símaskránni og stutt á Í lagi.
Önnur aðferð við að hefja spjall: Þegar skilaboð hafa borist er stutt á Sýna til
að lesa þau. Spjall er hafið með því að styðja á Valkostir og velja Spjalla.
2. Viðurnefni er fært inn og stutt á Í lagi.
3. Spjallboðin eru skrifuð, sjá Texti ritaður á bls. 45.
4. Skilaboðin eru send með því að styðja á Valkostir og velja Senda.
5. Svarboðin frá hinum aðilanum sjást fyrir ofan upphaflegu skilaboðin.
Ef svara á skilaboðunum er stutt á Í lagi og stig þrjú til fjögur er endurtekið.
6. Lotunni er lokið með því að styðja á Valkostir og velja Hætta.
Hægt er að skoða nýjustu skilaboð í spjalllotunni með því að styðja á Valkostir og
velja Spjallsaga. Skilaboðin sem notandinn hefur sent eru auðkennd með "<" og
viðurnefninu og skilaboðin sem hann hefur fengið með ">" og viðurnefni
sendanda. Stutt er á Til baka ef fara á aftur í skilaboðin sem verið er að skrifa.
Hægt er að breyta viðurnefninu með því að velja Spjallnafn.
Talhólf er sérþjónusta sem e.t.v. þarf að fá áskrift að.
Stutt er á Valmynd, valið Skilaboð og Talboð. Valið er
• Hlusta á talboð til að hringja í talhólf símanúmersins sem vistað var í
valmyndinni Númer talhólfs.
Mögulegt er að hver lína hafi eigið talhólfsnúmer, sjá Lína til að hringja
á bls. 90.
• Númer talhólfs til að færa inn, leita að talhólfsnúmerinu eða breyta því, stutt
er á Í lagi til að vista það.
Ef kerfið styður slíkt birtist ef ný talboð hafa borist. Stutt er á Hlusta á til að
hringja í talhólfsnúmerið.
Ábending: Ef stutt er á og haldið inni er hringt í talhólfið hafi
talhólfsnúmerið verið vistað.
Skilaboð með upplýsingum
Með upplýsingaþjónustu er hægt að taka við skilaboðum um ýmis efni frá
þjónustuveitunni. Þess háttar þjónusta getur meðal annars snúist um veður og
umferðarþunga. Þjónustuveitan veitir upplýsingar um tiltæk efni og tengd
efnisnúmer.
• Valið er Svara í gegnum sömu miðstöð til að leyfa viðtakanda boðanna að
senda svar um sömu miðstöð.
• Valið er Endurskíra sendingarsnið til að breyta heiti sniðsins sem er valið.
Stillingar boðasniðs birtast aðeins ef SIM-kortið styður fleiri en eitt snið.
Stillingar þegar skrifað er yfir
Þegar boðaminnið er fullt getur síminn ekki tekið við nýjum boðum eða sent. Þó er
hægt að stilla símann þannig að hann skrifi sjálfkrafa yfir gömul boð í möppunni
Innhólf og Send skjöl með nýjum.
Stutt er á Valmynd og valið Skilaboð, Skilaboðastillingar, Textaboð og Skrifa yfir
skilaboð í innhólfi eða Skrifa yfir send skjöl. Valið er Heimilt til að stilla símann
þannig að hann skipti á gömlum textaboðum og nýjum í möppunni Innhólf eða
Send skjöl eftir því hvort á við.
Stillingar á margmiðlunarboðum
Stutt er á Valmynd og valið Skilaboð, Skilaboðastillingar og Margm.skilaboð Valið
er
• Vista send skilaboð. Valið er Já til að stilla símann þannig að margmiðlunarboð
séu vistuð í möppunni Send skjöl. Ef valið er Nei eru sendu boðin ekki vistuð.
• Gera móttöku fyrir margmiðlun virka. Velja skal Nei ef ekki á að nota
margmiðlunarþjónustu og Já eða Í heimaneti til að nota
margmiðlunarþjónustu. Ef valið er Í heimaneti er aðeins hægt að taka við
margmiðlunarboðum innan heimanetsins.
• Margm.skilaboð sem berast (sést aðeins ef móttaka margmiðlunarboða hefur
verið heimiluð). Velja skal Sækja til að stilla símann þannig að hann sæki ný
margmiðlunarboð sjálfkrafa. Velja skal Hafna til að hafna
margmiðlunarboðum og láta skilaboðamiðstöðina eyða skilaboðunum.
• Tengistillingar. WAP-tengistillingar fyrir móttöku margmiðlunarboða eru
skilgreindar. Stillingasafnið, þar sem vista á tengistillingarnar, er virkjað og
síðan er stillingunum breytt. Símafyrirtæki eða þjónustuveita veitir nánari
upplýsingar.
• Nafn stillinga. Nýtt heiti fyrir tenginguna er fært inn og stutt á Í lagi.
• Veffang. Heimasíða WAP-þjónustunnar sem á að nota er færð inn og stutt á
til að fá punkt, síðan á Í lagi.
• Tegund tengingar. Valið er Áframhaldandi eða Bráðabirgða.
• Gagnaflutningsmáti: Valið er GPRS.
• GPRS-aðgangsstaður. Heiti aðgangsstaðarins er fært inn og stutt á Í lagi.
Heiti aðgangsstaðarins er nauðsynlegt svo hægt sé að tengjast GPRS-neti.
Hægt er að nálgast heiti aðgangsstaðarins hjá símafyrirtæki eða
þjónustuveitu.
• IP-netfang. Netfangið er fært inn og stutt á til að fá punkt og síðan á Í
lagi. Hægt er að nálgast IP-netfangið hjá símafyrirtæki eða þjónustuveitu.
• Tegund aðgangskorts. Valið er Öruggt eða Venjulegt.
• Notandanafn: Nafnið er fært inn og stutt á Í lagi.
• Lykilorð. Lykilorðið er fært inn og stutt á Í lagi.
• Heimila auglýsingar. Hægt er að heimila eða banna að auglýsingar séu sendar í
símann með MMS auglýsingaþjónustu.
Tekið á móti tengistillingum vegna margmiðlunar sem textaboðum
Mögulegt er að þjónustustillingarnar berist sem textaboð frá símafyrirtækinu eða
þjónustuveitunni sem skipt er við (sérþjónusta). Símafyrirtæki eða þjónustuveita
veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að skoða vefsetur Club Nokia
(www.club.nokia.com), framboð getur verið mismunandi eftir löndum.
Stilling á leturstærð
Ef velja á leturstærð fyrir boð er stutt á Valmynd og valið Skilaboð,
Skilaboðastillingar, Fleiri stillingar og Leturstærð.
Þjónustuskipanir
Þjónustuskipanir eru sérþjónusta. Stutt er á Valmynd, valið Skilaboð og
Þjónustuskipanir. Þjónustubeiðnirnar (eða USSD-skipanir) eru færðar inn og
sendar til þjónustuveitunnar, til dæmis skipanir til að gera sérþjónustu virka.
■ Símtalaskrá (valmynd 2)
Móttekin símtöl, símtöl sem ekki er svarað og númer sem hringt
er í eru skráð í símanum ásamt áætlaðri lengd símtala og
kostnaði við þau.
Móttekin símtöl og símtöl sem ekki er svarað eru aðeins skráð ef símafyrirtækið
styður þessar aðgerðir, kveikt er á símanum og hann innan þjónustusvæðis.
Þegar stutt er á Valkostir í valmyndunum Hringingum ekki svarað, Hringingum
svarað og Hringt var í er til dæmis hægt að skoða dagsetningar og tíma símtalsins,
breyta númerinu eða eyða af listanum, vista númerið í símaskránni eða senda
skilaboð á númerið.
Stutt er á Valmynd og valið Símtalaskrá og svo er valið
• Hringingum ekki svarað til að sjá lista yfir síðustu tíu símanúmerin sem reynt
hefur verið að hringja úr (sérþjónusta) Talan framan við (nafn og) símanúmer
sýnir hversu oft var reynt að hringja.
Ábending: Þegar boð birtast um hringingu sem ekki var svarað er
stutt á Skrá til að birta lista yfir símanúmer. Skrunað er að númerinu
sem á að hringja í og stutt á .
• Hringingum svarað til að sjá lista yfir síðustu tíu símanúmerin sem svarað
hefur verið (sérþjónusta).
• Hringt var í til að sjá síðustu 20 símanúmerin sem síðast var hringt í eða reynt
að hringja í. Sjá einnig Síðasta númer endurvalið á bls. 41.
• Eyða nýlegum símtölum til að eyða listum yfir nýleg símtöl. Valið er hvort eyða
eigi öllum símanúmerunum á listanum eða aðeins þeim númerum sem eru á
lista yfir hringingar sem ekki var svarað, móttekin símtöl eða númer sem hringt
var í. Ekki er hægt að afturkalla aðgerðina.
Teljarar
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir hringingar og þjónustu kunna
að vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð
reikninga, sköttum og öðru slíku.
Stutt er á Valmynd og valið Símtalaskrá og svo er valið
• Lengd símtals og skrunað til að skoða áætlaða lengd símtala, sem mæld er í
klukkustundum, mínútum og sekúndum. Ef núllstilla á teljara þarf
öryggisnúmer.
Hverri línu fylgja sérstakir teljarar og teljarar þeirrar línu sem er valin birtast á
skjánum. Sjá Lína til að hringja á bls. 90.
• Kostnaður við símtöl (sérþjónusta). Velja skal Skref síðasta símtals eða Skref
allra símtala til að athuga kostnað við síðasta símtal eða öll símtöl miðað við
skref sem tilgreind eru í aðgerðinni Sýna kostnað í.
Valið er Stillingar f. hringingarkostnað og síðan Hreinsa mæla til að núllstilla
teljara, eða Sýna kostnað í þannig að síminn sýni eftirstandandi taltíma í
skrefum, Í einingum eða gjaldmiðli, Í gjaldmiðli. Þjónustuveitan veitir
upplýsingar um skrefagjald.
Valið er Kostnaðarhámark til að takmarka kostnað við símtöl við ákveðin skref
eða gjaldmiðil. PIN2 númerið þarf til að stilla hringingarkostnað.
Til athugunar: Þegar inneign á hleðslukorti eða öðru sambærilegu er búin gæti
aðeins verið hægt að hringja í neyðarnúmerið sem síminn er stilltur á (t.d. 112
eða annað opinbert neyðarnúmer).
• GPRS-gagnamælir og skrunað til að athuga kostnað við síðast send og
móttekin gögn, heildarupphæð vegna gagnaflutninga og til að núllstilla
teljara. Mælieining teljaranna er bæti. Ef núllstilla á teljara þarf öryggisnúmer.
• Tímamælir á GPRS-tengingu og skrunað til að athuga lengd síðustu GPRS
tengingar eða allra GPRS tenginga. Einnig er hægt að núllstilla teljara. Ef
núllstilla á teljara þarf öryggisnúmer.
Einnig er hægt að nálgast aðgerðirnar á þessari valmynd með því
að styðja á Tengiliðir eða með því að styðja fyrst á Flýtival og
velja síðan Tengiliðir.
Sjá Símaskrá (Tengiliðir) á bls. 49 til nánari upplýsingar.
■ Snið (valmynd 4)
Í símanum eru ýmsar stillingar, snið, sem hægt er að nota til að
sérsníða tóna símans fyrir ólíkar aðstæður og umhverfi. Byrjað
er á að laga sniðið að eigin óskum og síðan þarf að gera það
virkt til að geta notað það. Tiltæk snið eru Almennt, Hljótt, Fundur, Utandyra og
Símboði.
Stutt er á Valmynd og valið Sérsnið. Skrunað er að sniðinu og stutt á Velja.
• Ef gera á valið snið virkt er valið Gera virkt.
• Ef gera á sniðið virkt í ákveðinn tíma, eða í allt að 24 klukkustundir, er valið
Tímastillt og lokatíminn stilltur. Þegar tíminn sem var stilltur er liðinn verður
fyrra sérsniðið, sem ekki var tímastillt, virkt.
• Ef sérsníða á sniðið er valið Eigið val. Stilling er valin og henni breytt.
Einnig er hægt að breyta stillingunni í valmyndinni Tónastillingar, sjá
Tónastillingar á bls. 95.
Einnig er hægt að endurnefna snið, Heiti sniðs. Ekki er hægt að endurnefna
sniðið Almennt.
Ábending: Fljótlegri leið til að breyta um snið er að styðja á rofann ,
skruna að sniðinu sem gera á virkt og styðja á Velja.
■ Stillingar (valmynd 5)
Persónulegir flýtivísar
Hægri valtakkinn
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Persónulegir flýtivísar og Hægri valtakki til
að breyta virkni hægri valtakkans í biðham. Valkostirnir eru Tengiliðir og Flýtival.
Ef valið er Flýtival er síðan hægt að velja þær aðgerðir símans sem á að vera hægt
að nálgast með hægri valtakkanum í biðham.
Velja valmöguleika
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Persónulegir flýtivísar og Velja valmöguleika
til að velja aðgerðirnar sem á að vera hægt að nálgast með hægri valtakkanum í
biðham. Skrunað er að aðgerðinni sem nota á og stutt á Merkja.
Ef eyða á aðgerð af listanum yfir tiltækar aðgerðir er skrunað að aðgerðinni og
stutt á Afmerkja. Ekki er hægt að eyða aðgerðinni Tengiliðir af listanum
Breytingar eru vistaðar með því að styðja á Búið og Já.
Skipuleggja
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Persónulegir flýtivísar og Skipuleggja til að
breyta röð aðgerðanna sem á að vera hægt að nálgast með hægri valtakkanum.
Skrunað er að aðgerðinni sem á að færa, stutt á Færa og viðkomandi valkostur
valinn.
Breytingar eru vistaðar með því að styðja á Búið og Já.
Tímastillingar
Klukka
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Dags- og tímastillingar og Klukka.
Valið er Sýna klukku til að sýna tímann efst til hægri á skjánum í biðham. Velja skal
Stilla tíma til að setja klukkuna á réttan tíma og Tímasnið til að velja 12 tíma eða
24 stunda snið.
Klukkan er einnig notuð í aðgerðunum Skilaboð, Símtalaskrá, Vekjaraklukka, til að
tímastilla Sérsnið og Dagbók og skjávara, svo dæmi séu tekin.
Ef rafhlaðan er fjarlægð úr símanum í langan tíma þarf ef til vill að stilla klukkuna
aftur.
Dagsetning
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Dags- og tímastillingar og Dagsetning.
Valið er Sýna dagsetningu og dagsetningin birtist efst í hægra horni skjásins þegar
síminn er í biðham. Velja skal Stilla dagsetningu til að stilla dagsetningu. Einnig er
hægt að velja snið og skiltákn dagsetningar.
Sjálfvirk uppfærsla á dagsetningu og tíma
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Dags- og tímastillingar og Tími og dagur
uppfærast sjálfir (sérþjónusta). Ef síminn á sjálfkrafa að uppfæra tímann og
daginn í samræmi við tímabelti er valið Virk. Ef notandi vill staðfesta uppfærsluna
áður er valið Staðfesta fyrst.
Sjálfvirk uppfærsla dagsetningar og tíma breytir ekki tímanum sem vekjaraklukkan
er stillt á, dagbók eða hljóðmerki. Þau eru á tímanum sem upphaflega valinn. Ef
tímanum er breytt geta áminningar runnið út við það.
Símtalsstillingar
Flutningar
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og Símtalsflutningur
(sérþjónusta). Hægt er að flytja símtöl í annað númer, t.d. í talhólfið.
Flutningskostir sem ekki eru studdir af SIM-kortinu og símafyrirtækinu birtast
e.t.v. ekki.
Valinn er flutningskostur, t.d. Flytja þegar síminn er á tali ef flytja á símtöl þegar
síminn er á tali eða þegar notandi ákveður að svara ekki hringingu.
Símtalsflutningur er gerður virkur með því að velja Gera virkt og velja síðan
biðtímann þar til símtalið er flutt ef það er mögulegt í flutningsvalkostunum.
Símtalsflutningur er gerður óvirkur með því að velja Fella úr gildi. Hægt er að
skoða hvort símtalsflutningur er virkur eða ekki með því að velja Athuga stillingar
ef það er tiltækt fyrir flutningskostinn. Margir flutningskostir geta verið virkir
samtímis.
Ef skoða á flutningsvísana í biðham, sjá Biðhamur á bls. 22.
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og síðan Lyklaborðssvar. Ef
valið er Virkt er hægt að svara hringingu með því að styðja á hvaða takka sem er,
að , valtökkunum og , tónlistartakkanum , upptökutakkanum
og undanskildum.
Sjálfvirkt endurval
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og Sjálfvirkt endurval. Ef
valið er Virkt og ekki næst samband við það númer sem hringt er í, gerir síminn
sjálfkrafa allt að 10 tilraunir til að koma á sambandi.
Hraðval
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og síðan Hraðval. Valið er
Virkt og hægt er að hringja í nöfn og símanúmer sem hefur verið úthlutað á
hraðvalstakkana til með því að styðja á og halda niðri samsvarandi
tölutakka.
Símtal í bið
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og síðan Biðþjónusta fyrir
símtöl. Valið er Gera virkt til að fá viðvörun ef annar reynir að hringja meðan á
símtali stendur. Sjá Símtal í bið á bls. 43.
Uppl. eftir símtali
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og síðan Samantekt eftir
símtal. Valið er Virk og lengd síðasta símtals og kostnaður við það (sérþjónusta)
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og síðan Birta upplýsingar
um mig. Valið er Já og viðtakandi símtalsins sér númer notandans (sérþjónusta).
Velja skal Samkvæmt áskrift og er þá notuð stillingin sem samið hefur verið um við
þjónustuveituna.
Lína til að hringja
Lína til að hringja er sérþjónusta til að velja línu 1 eða 2 (þ.e. skráða númerið) fyrir
símtöl.
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símtalsstillingar og síðan Lína til að hringja. Ef
Lína 2 er valin og ekki er fyrir hendi áskrift að þessari sérþjónustu er ekki hægt að
hringja. Hins vegar er hægt að svara símtölum á báðum línum, án tillits til
línunnar sem er valin.
Ef slík aðgerð er studd af SIM-kortinu má koma í veg fyrir línuvalið með því að
velja Læsa línunni.
Símafyrirtæki eða þjónustuveita veitir upplýsingar um þær aðgerðir sem bjóðast.
Ábending: Í biðham má fara úr einni línu í aðra með því að styðja á og
halda niðri .
Símastillingar
Tungumál
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símastillingar og Tungumál. Tungumál er valið
fyrir skjátexta símans. Ef Sjálfgefið val er valið velur síminn tungumálið
samkvæmt upplýsingunum á SIM-kortinu.
Til athugunar: Þegar kveikt er á takkaverði gæti eftir sem áður verið hægt að
hringja í neyðarnúmerið sem síminn er stilltur á (t.d. 112 eða annað opinbert
neyðarnúmer). Neyðarnúmerið er valið og síðan er stutt á . Númerið birtist
ekki fyrr en síðasti stafurinn í því hefur verið valinn.
Hægt er að stilla takkana á símanum þannig að þeir læsist eftir ákveðinn tíma
þegar síminn er í biðham og engin aðgerð hefur verið notuð í símanum.
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símastillingar og Sjálfvirkur takkavari.
• Ef virkja á sjálfvirka takkalásinn er valið Virkur og sýnir þá síminn Stilla
biðtíma:. Tíminn er færður inn og stutt á Í lagi. Hægt er að stilla tíma á bilinu
10 sekúndur upp í 60 mínútur.
• Til að óvirkja sjálfvirka takkalásinn skal velja Óvirkur.
Sjá einnig Takkalás (Takkavörður) á bls. 35.
Uppl. um endurvarpa
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símastillingar og Upplýsingar um endurvarpa.
Valið er Virkt til að síminn gefi til kynna ef hann er notaður á farsímakerfi sem
byggist á MCN-tækni (Micro Cellular Network).
Opnunarkveðja
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símastillingar og Opnunarkveðja. Færð er inn
kveðja sem síminn sýnir í stutta stund þegar kveikt er á honum. Ef vista á kveðjuna
er stutt á Valkostir og valið Vista.
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar, Símastillingar og Val á neti. Valið er Sjálfvirkt
val og síminn velur sjálfkrafa eitt af þeim farsímanetum sem tiltæk eru á
viðkomandi svæði.
Ef valið er Handvirkt er hægt að velja farsímakerfi sem er með reikisamning við
símafyrirtæki notandans. Ef Enginn aðgangur birtist þarf að velja annað
farsímakerfi. Síminn verður í handvirkum ham þar til sjálfvirkur hamur er valinn
eða annað SIM-kort sett í símann.
Staðfesta SIM-aðgerð
Sjá SIM-þjónusta (valmynd 14) á bls. 139.
Kveikir á hjálpartextum
Ef ákveða á hvort sími sýni hjálpartexta eða ekki er stutt á Valmynd, valið
Stillingar, Símastillingar og Kveikir á hjálpartextum.
Sjá einnig Notkun valmyndarinnar á bls. 59.
Byrjunartónn
Ef stilla á símann þannig að hann spili byrjunartón eða ekki þegar kveikt er á
honum er stutt á Valmynd, valið Stillingar, Símastillingar og Opnunartónn.
Tónlistarstillingar
Jöfnun
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Tónlistarstillingar og Jöfnun. Hægt er að
velja eina af forstilltu hljóðstillingunum Venjulegt, Rokk, Popp eða R'n'B eða velja
Notandasafn til að skilgreina og vista eigin hljóðstillingar með sérsniðnum
jöfnunarstillingum.
Jafnvægi
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Tónlistarstillingar og Jafnvægi til að stilla
jafnvægið.
Háværð
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Tónlistarstillingar og Háværð til að kveikja
eða slökkva á háværð.
Víðómsvíkkun
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Tónlistarstillingar og Víðómsvíkkun til að
kveikja eða slökkva á víðómsvíkkun.
Endursetja sjálfg. tónlistarstillingar
Stutt er á Valmynd og valið Stillingar, Tónlistarstillingar og Endursetja sjálfg.
tónlistarstillingar til að endurstilla tónlistarstillingar í sjálfgildi.
Sjá Tónlistarstillingar undir Tónlist (valmynd 7) á bls. 107 til nánari upplýsingar.
Skjástillingar
Veggfóður
Hægt er að stilla símann þannig að hann birti bakgrunnsmynd (veggfóður) í
biðham. Nokkrar myndir er að finna í valmyndinni Gallerí. Einnig er hægt að taka
við myndum í margmiðlunarboðum eða sækja þær á WAP-síður og vista þær síðan
í Gallerí. Síminn styður sniðin JPEG, GIF, BMP og PNG.
1. Stutt er á Valmynd og valinn kosturinn Stillingar, Skjástillingar og Veggfóður.
2. Valið er Breyta mynd. Þá birtist möppulistinn í valmyndinni Gallerí.
3. Mappa með myndum er opnuð og skrunað að mynd.
4. Myndin er gerð að bakgrunnsmynd með því að velja Valkostir og velja Nota s.
veggfóður.
Athuga skal að bakgrunnsmyndin sést ekki þegar síminn er með virkum skjávara.
Bakgrunnsmynd gerð virk eða óvirk
Stutt er á Valmynd og valinn kosturinn Stillingar, Skjástillingar og Veggfóður.
Bakgrunnsmyndin er gerð óvirk með því að velja Virkt/Óvirkt eftir því sem við á.
Litaval
Hægt er að breyta litnum á ýmsum hlutum á skjánum, til dæmis á vísum og
merkjum.
Stutt er á Valmynd og valinn kosturinn Stillingar, Skjástillingar og Litaval. Valin er
litasamsetning.
Tákn þjónustuveitu
Ef stilla á símann þannig að hann sýni eða feli skjátákn er stutt á Valmynd, valdar
Stillingar, Skjástillingar og Skjátákn netrekanda. Hafi skjátákn netrekanda ekki
verið vistað er valmyndin Skjátákn netrekanda skyggð.
Tákn þjónustuveitu birtist ekki þegar síminn gangsetur skjávarann.
Símafyrirtæki eða þjónustuveitur veita nánari upplýsingar um tákn þjónustuveitu
Stafaklukkuskjávari er notaður til að spara orku þegar síminn er í biðham. Hann
verður virkur þegar síminn er ekki notaður í tiltekinn tíma. Stutt er á hvaða takka
sem er til að óvirkja skjávarann. Skjávarinn verður líka óvirkur þegar síminn er utan
þjónustusvæðis.
Stutt er á Valmynd og valinn kosturinn Stillingar, Skjástillingar og Tími skjávara
útrunninn. Valinn er biðtíminn sem á að líða þar til stafaklukkan verður virk. Lengd
biðtíma getur verið á bilinu 5 sekúndur til 60 mínútur.
Athygli er vakin á því að skjávarinn kemur í stað mynda og texta sem eru á
skjánum í biðham.
Skjábirta
Hægt er að breyta skjábirtunni á skjá símans.
Stutt er á Valmynd og valinn kosturinn Stillingar, Skjástillingar og Skjábirta.
Skrunað er með og til að minnka og auka birtustigið og stutt er á Í lagi til
að samþykkja það.
Tónastillingar
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar og síðan Tónastillingar Hægt er að finna sömu
stillingar í valmyndinni Sérsnið, sjá Snið (valmynd 4) á bls. 85. Stillingarnar sem
valdar eru breyta stillingunum í virka sérsniðinu.
Valið er Velja hringingu til að velja hvernig síminn lætur vita um hringingar.
Valkostirnir eru Hringja, Hækkar, Ein hringing, Eitt bíp og Slökkt.
Valið er Hringitónn fyrir símtöl sem tekið er við.
• Valið er úr hringitónum sem vistaðir hafa verið undir Gallerí með því að velja
Opna Gallerí í hringitónalistanum.
• Valið er úr hringitónum sem vistaðir hafa verið á minniskortinu með því að
velja Skoða minniskort í hringitónalistanum.
Valið er Styrkur hringingar og Titringur fyrir símtöl og boð sem tekið er við.
Titringurinn er ekki virkur þegar síminn er tengdur við hleðslutæki, er í borðstandi
eða tengdur við bílbúnað.
Ábending: Ef hringitónn er fenginn um OTA eða sóttur á Netið er hægt að
vista hann í Gallerí eða á minniskortinu í símanum.
Valið er Hringing fyrir skilaboð til að stilla tóna fyrir textaboð, Takkatónar eða
Aðvörunarhljóð til að síminn gefi frá sér tóna þegar t.d. rafhlaðan er að tæmast.
Ef valið er Hringir frá er síminn stilltur þannig að hann hringir aðeins þegar um er
að ræða símanúmer í ákveðnum viðmælendahópi. Skrunað er að
viðmælendahópnum eða Öllum og stutt á Merkja.
Stillingar fyrir aukabúnað
Þessi valmynd birtist aðeins ef síminn er eða hefur verið tengdur samhæfum
höfuðtólum eða hljóðmöskva.
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar og Stillingar fyrir aukabúnað. Hægt er að velja
Höfuðtól eða Hljóðmöskvi ef viðkomandi aukahlutur er eða hefur verið tengdur
• Valið er Sjálfvalið snið til að velja sniðið sem gera á sjálfkrafa virkt þegar
fylgibúnaður er tengdur við símann. Hægt er að velja annað snið þegar
fylgibúnaðurinn er tengdur.
• Valið er Sjálfvirkt svar til að stilla símann þannig að hringingu sé svarað
sjálfkrafa eftir fimm sekúndur. Ef Velja hringingu er stillt á Eitt bíp eða Slökkt
verður sjálfvirk svörun ekki notuð.
Öryggisstillingar
Til athugunar: Þegar öryggiseiginleikar sem takmarka hringingar eru í notkun
(hringilokun, lokaður notendahópur og fastir valkostir við númeraval), gæti eftir
sem áður verið hægt að hringja í tiltekin neyðarnúmer í sumum símkerfum
(t.d. 112 eða annað opinbert neyðarnúmer).
Stutt er á Valmynd, valið Stillingar og Öryggisstillingar. Valið er
• Krefjast PIN-númers til að stilla símann þannig að beðið sé um PIN-númer í
hvert sinn sem kveikt er á símanum. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að
gera kröfu um PIN-númer óvirka.
• Útilokunarþjónusta (sérþjónusta) til að útiloka hringingar til og frá símanum.
Krafist er lykilorðs vegna útilokunar.
• Fast númeraval til að takmarka hringingar og skilaboð við ákveðin símanúmer
ef þessi aðgerð er studd af SIM-kortinu. Krafist er PIN2-númers.
Þegar fast númeraval er virkt er ekki hægt að koma á GPRS-tengingum nema
þegar textaskilaboð eru send um GPRS-tengingu. Þá þurfa símanúmer
viðtakandans og skilaboðamiðstöðvarinnar að vera á listanum yfir fast
númeraval.
• Lokaður notendahópur. Lokaður notendahópur er sérþjónusta þar sem hópur
fólks sem hægt er að hringja í og getur hringt í viðkomandi er tilgreindur.
• Öryggisstig. Ef Sími er valið biður síminn um öryggisnúmer í hvert sinn sem
nýtt SIM-kort er sett í símann.
Velja skal Minni og er þá beðið um öryggisnúmer þegar minni SIM-kortsins er
valið og óskað er eftir því að breyta minninu sem er í notkun, (sjá
Símaskrárstillingar valdar á bls. 49) eða afrita úr einu minni í annað (Símaskrár
afritaðar á bls. 53).
• Aðgangslyklar til að breyta öryggisnúmerinu, PIN- og PIN2-númerinu eða
lykilorðinu vegna útilokunar. Númerin geta aðeins verið tölur frá 0 til 9.
Setja upphafsstillingar
Ef færa á einhverjar af valmyndastillingum í upprunalegt horf er stutt á Valmynd,
valið Stillingar og Endurs. stillingar framleiðanda. Öryggisnúmerið er fært inn og
stutt á Í lagi. Athygli er vakin á því að gögn sem hafa verið rituð eða sótt, til dæmis
nöfn og símanúmer sem geymd eru í símaskrá, eyðast ekki.
■ Vekjaraklukka (valmynd 6)
Í vekjaraklukkunni er notað sama tímasniðið og í klukkunni
sjálfri. Vekjaraklukkan virkar einnig þegar slökkt er á símanum.
Stutt er á Valmynd og valið Vekjaraklukka. Tíminn er valinn og
stutt á Í lagi. Vekjarastillingum er breytt með því að velja Virk.
Gefur síminn frá sér hljóðmerki og Vekjari! birtist á skjánum ásamt tímanum.
Stutt er á Hætta til að slökkva á vekjaraklukkunni. Ef síminn er látinn hringja í
mínútu eða ef stutt er á Blund slokknar á vekjaraklukkunni í tíu mínútur eða svo
þar til hringir aftur.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og hringingartíminn rennur upp á meðan slökkt er á
símanum kveikir síminn á sér og hringir. Ef stutt er á Hætta er spurt hvort opna eigi símann
fyrir símtölum, Kveikja á símanum?. Stutt er á Nei til að slökkva á símanum eða Já til að
hringja og svara símtölum. Ekki má styðja á Já þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð
eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
■ Tónlist (valmynd 7)
Hægt er að hlusta á MP3 og AAC tónlistarskrár með því að velja
Tónlistarspilari eða Útvarp í símanum. Einnig er hægt er að taka
tónlist upp úr Útvarp eða ytra hljómtæki. Hægt er að taka upp
eða flytja allt að 2 klukkustundir af tónlist með áþekkum hljómgæðum og í
geislaspilara á 64 MB minniskort.
Hljóðstyrkurinn er stilltur með styrkstillingartakkanum sem er ofaná símanum
hægra megin.
Viðvörun! Hlusta skal á tónlist á tónlist á hæfilegum styrk. Það getur valdið
heyrnarskaða að hlusta stöðugt á hátt stillta tónlist.
Innflutningur tónlistarskjala og spilunarlista úr PC-tölvu: Sjá Nokia Audio
Tónlistartakkinn notaður: Fljótlegt er að slökkva og kveikja og skipta á milli
tónlistaraðgerða með tónlistartakkanum sem er ofaná símanum. Stutt er á
til að velja Tónlistarspilari, Útvarp eða Slökkva á tónlist.
Tónlistarspilari
Tónlistarspilari er notaður til að hlusta á MP3 og AAC tónlistarskrár sem vistaðar
eru á minniskortinu í símanum.
Hægt er að hlusta á tónlist í innbyggða hátalaranum eða í heyrnartólum.
Minniskort þarf að vera í símanum svo hægt sé að nota aðgerðinaTónlistarspilari.
Til að kveikja á aðgerðinni Tónlistarspilari er stutt á Valmynd og valið Tónlist og
Tónlistarspilari.
Þegar Tónlistarspilari er í gangi er stutt á Valkostir og valið
• Spila til að spila valið lag eða Stöðva til að stöðva spilun.
• Lagalisti til að virkja lagalista sem hafa verið búnir til sem spilunarlistar í tölvu
og fluttir á minniskort í símanum. Sjá Lagalisti á bls. 106.
• Spilunarvalmögul.: Velja skal Af handahófi til að spila lögin á gildandi lagalista
í handahófskenndri röð. Velja skal Endurtaka til að spila gildandi lag eða allan
lagalistann endurtekið.
• Tónlistarheimfl. til að tengjast WAP-aðsetrinu sem tengist gildandi lagi. Þessi
aðgerð er aðeins tiltæk þegar WAP-aðsetur er tengt við gildandi lag.
• Staða minnis til að skoða hversu mikið minni er laust og í notkun á
minniskortinu.