LEYFISYFIRLÝSING
Við, NOKIA CORPORATION lýsum því yfir og ábyrgjumst að framleiðsluvaran NEM-1 er í samræmi við
eftirfarandi samþykkt: 1999/5/EC.
Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni
http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil
nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Nokia, Nokia Connecting People, Xpress-on og Pop-Port eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia
Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti
viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2003. Tegic
Communications, Inc. All rights reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og
úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu
tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt,
hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal
annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan hentl tiltekinni notkun. Nokia áskilur
sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta
söluaðila Nokia.
Yfirlit um aðgerðir sem fylgja símanum............................................................16
Stafræn tónlistarspilun og upptaka .....................................................................................................16
FM víðóma útvarp .....................................................................................................................................17
Takkar og tengi...........................................................................................................................................20
Skipt um hulstur ........................................................................................................................................36
Hlustað á tónlist ........................................................................................................................................38
Hlustað á útvarp........................................................................................................................................39
Þegar hringingu er svarað eða henni hafnað....................................................................................42
Símtal í bið...............................................................................................................................................43
Valkostir sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur ...............................................................43
Nöfn og símanúmer vistuð (Bæta við tengilið) ................................................................................50
Hvernig vista má mörg símanúmer og athugasemdir við sama nafn .....................................50
Leitað að tengilið í símaskrá..................................................................................................................51
Tengilið breytt ............................................................................................................................................52
Eigin númer.................................................................................................................................................57
Leikur ræstur ........................................................................................................................................ 113
Uppsetning Nokia Audio Manager..................................................................................................... 141
Lög á geisladiskum vistuð með Nokia Audio Manager................................................................ 142
Tónlistarskjöl flutt í símann................................................................................................................. 142
Skrár fluttar með Windows Explorer ................................................................................................ 143
Club Nokia glugginn........................................................................................................................... 143
Aðrar aðgerðir...................................................................................................................................... 144
10. Um rafhlöður.............................................................................................. 145
Hleðsla og afhleðsla .............................................................................................................................. 145
UMHIRÐA OG VIÐHALD................................................................................... 147
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við símabúnað.
FYLGIHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta fylgihluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar síminn er tengdur öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega,
einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
ÖRYGGISAFRIT
Brýnt er að búa til öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum.
VATNSHELDNI
Síminn er ekki vatnsheldur. Halda skal símanum þurrum.
HRINGING
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Símanúmerið ásamt
svæðisnúmeri er fært inn og síðan er stutt á . Stutt er á til að ljúka
símtali. Stutt er á til að svara hringingu.
NEYÐARHRINGINGAR
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Tengisnúran er tekin úr
sambandi við símann, ef hún er tengd. Stutt er á eins oft og þörf krefur
(t.d. til að slíta símtali eða hætta í valmynd o.s.frv.) til að hreinsa skjáinn.
Neyðarnúmerið er valið og síðan er stutt á . Gefa skal upp staðarákvörðun.
Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnum fyrirmælum þess efnis.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa
tækis.
Viðvörun: Kveikt þarf að vera á símanum svo hægt sé að nota allar aðgerðir aðrar
en vekjara. Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma getur
valdið truflunum eða hættu.
■ Símkerfisþjónusta
Þráðlausi síminn sem lýst er í handbókinni er samþykktur til notkunar á EGSM 900- og
GSM 1800-netum.
Tveggja banda virkni fer eftir símkerfinu. Leita skal til þjónustuveitu ef áskrift að slíkri
þjónustu er í boði og hægt er að nota hana.
Nokkrir eiginleikanna sem lýst er í þessari handbók eru kallaðir símkerfisþjónusta. Þetta er
sérstök þjónusta sem hægt er að panta hjá þjónustuveitu. Slíka þjónustu er aðeins hægt að
nýta sér að fenginni áskrift hjá þjónustuveitu á staðnum sem einnig veitir upplýsingar um
notkun hennar.
Til athugunar: Sum símkerfi styðja ekki alla séríslenska bókstafi og/eða þjónustu.
Huga þarf að gerðarnúmeri á hleðslutæki áður en það er notað með þessu tæki. Þetta tæki er
ætlað til notkunar við rafstraum ACP-7 og ACP-12.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og fylgihluti sem framleiðandi
símans hefur samþykkt til nota með tiltekinni tegund síma. Ef notaðar eru aðrar
gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki sem fylgir símanum fallið niður og slíkri
notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega fylgihluti sem samþykktir eru til
notkunar með símanum.
Þegar fylgihlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Á límmiðunum eru mikilvægar upplýsingar um þjónustu við viðskiptavini.
Festa skal límmiðann á ábyrgðarkortið.
Festa skal límmiðann á boðskortið í Nokia-klúbbinn sem fylgir pakkanum.
■ Aðgangsnúmer
• Öryggisnúmer (5 til 10 tölustafir): Öryggisnúmerið fylgir símanum og kemur í
veg fyrir að hann sé notaður í leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Breyta
skal númerinu og halda því leyndu og á öruggum stað annars staðar en með
símanum. Í Öryggisstillingar á bls. 97 er fjallað um það hvernig númerinu er
breytt og síminn stilltur þannig að hann biðji um númerið.
• PIN-númer og PIN2-númer (4 til 8 tölustafir) PIN-númerið (Personal
Identification Number) kemur í veg fyrir að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi.
PIN-númerið fylgir yfirleitt SIM-kortinu.
Best er að stilla símann þannig að PIN-númers sé alltaf krafist þegar kveikt er á
símanum, sjá Öryggisstillingar á bls. 97.
PIN2-númerið fylgir ef til vill SIM-kortinu og kann að vera nauðsynlegt fyrir
sumar aðgerðir, til dæmis þegar stilla þarf inn hringingarkostnað.
Ef rangt PIN-númer er fært inn þrisvar í röð getur textinn SIM-korti lokað birst
og notandi er beðinn að færa inn PUK-númer. PUK-númer fæst hjá
þjónustuveitu.
• PUK og PUK2 númer (8 tölustafir): Þörf er á PUK-númeri (Personal
Unblocking Key) til að breyta lokuðu PIN-númeri. PUK2-númers er krafist
þegar breyta á lokuðu PIN2-númeri.
Hafi númerin ekki fylgt SIM-kortinu skal hafa samband við þjónustuveituna og
biðja um númer.
• Lykilorð vegna útilokunar (4 tölustafir): Lykilorði vegna útilokunar þarf að
beita þegar notuð er Útilokunarþjónusta, sjá Öryggisstillingar á bls. 97.
Þjónustuveita lætur í té þetta lykilorð.
■ Samnýtt minni
Síminn getur notað samnýtt minni fyrir eftirtalið: símaskrá, texta- og margmiðlunarboð,
myndir og hringitóna í Galleríi, dagbók, dagskrárathugasemdir og Java-leiki og aðgerðir.
Notkun slíkra aðgerða getur dregið úr tiltæku minni fyrir aðgerðir sem nota samnýtt minni.
Þetta á einkum við um mikla notkun einhverrar einnar aðgerðar (þó að sumar aðgerðir geti
verið með sérstaklega úthlutað minni til viðbótar samnýtta minninu). T.d. getur vistun
margra mynda, Java-aðgerða o.s.frv. tekið upp allt samnýtta minnið og síminn getur birt boð
um að minnið sé fullt. Í þessu tilviki þarf að eyða upplýsingum eða færslum sem nýta
samnýtta minnið áður en haldið er áfram.
Nokia 3300 síminn hefur fjölda aðgerða sem nýtast daglega, eins og stafrænan
Tónlistarspilara og Upptöku, FM víðóma útvarp, Dagbók, Klukku, Vekjaraklukku,
Reiknivél og margar fleiri. Einnig er fyrirliggjandi úrval af Nokia Xpress-on
litahulstrum á símann. Ef skipta á um hulstur skal fara eftir Skipt um hulstur
á bls. 36.
■ Stafræn tónlistarspilun og upptaka
Í símanum er innbyggður stafrænn tónlistarspilari og hljóðriti. Hægt er að hlusta
á MP3 og AAC tónlistarskár á minniskorti í símanum með höfuðtólum eða
innbyggðum hátalara. Hægt er að taka tónlist upp úr útvarpi eða ytra hljómtæki.
Tónlistin sem tekin er upp er vistuð á minniskortinu í símanum. Tónlistarspilarinn
styður einnig M3U spilunarlista. Sjá Tónlist (valmynd 7) á bls. 99.
Hægt er að flytja tónlistarskjöl og spilunarlista af samhæfri PC-tölvu á
minniskortið í símanum með hugbúnaðinum Nokia Audio Manager PC sem finna
má á geisladiskinum í pakkanum. Þegar Nokia Audio Manager hefur verið sett upp
er einnig hægt að nota Windows Explorer til að flytja tónlistarskrár og
spilunarlista. Sjá Nokia Audio Manager á bls. 140.
Í símanum er innbyggt FM víðóma útvarp. Hægt er að hlusta á útvarpið með því að
nota samhæf heyrnartól eða innbyggðan hátalara. Sjá Tónlist (valmynd 7) á
bls. 99.
■ Tónlistartakki
Síminn hefur sérstakan tónlistartakka til að fljótlegt sé að kveikja á
tónlistarspilaranum og útvarpinu. Með tónlistartakkanum er fljótlegt að skipta á
milli tónlistarforrita og slökkva á tónlistinni.
■ Hátalari
Hægt er að hlusta á tónlist og útvarp í gegnum innbyggða hátalarann.
■ Margradda hljóð
Margradda hljóð er sett saman úr mörgum tónum sem spilaðir eru í einu eins og
lag í hátalara. Hægt er að nota margradda hljóð í hringitónum og viðvörunum um
skilaboð. Í símanum eru tónhlutar úr yfir 128 hljóðfærum sem hægt er að nota í
margradda hljóðum en síminn getur spilað 24 hljóðfæri í einu. Síminn styður
sniðið Scalable Polyphonic MIDI (SP-MIDI).
Hægt er að taka við margradda hringitónum um margmiðlunarþjónustu, sjá
Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað á bls. 74, eða sækja þá um valmyndina
Síminn styður Java 2 Micro Edition (J2METM), sem er sérhönnuð útgáfa af Java
fyrir smærri raftæki. Í símanum eru Java-aðgerðir og leikir og hann styður
heimtöku á nýjum aðgerðum og leikjum frá WAP-þjónustu. Sjá Aðgerðir (valmynd
11 ) á bls. 115 .
TM
aðgerðir
■ Margmiðlunarboðaþjónusta (MMS)
Síminn getur sent margmiðlunarboð sem sett eru saman úr texta og mynd og
tekið við skilaboðum með texta, mynd og hljóði. Hægt er að vista myndirnar og
hringitónana til að geta sniðið símann að eigin þörfum. Sjá Margmiðlunarboð á
bls. 71. Margmiðlunarboðasendingar eru sérþjónusta.
■ GPRS (General Packet Radio Service)
GPRS-tækni gerir það kleift að nota farsíma til að senda gögn og taka við gögnum
um dreifikerfið (sérþjónusta). GPRS er í raun gagnaveita sem veitir aðgang að
gagnakerfum eins og Interneti. Aðgerðir sem geta notað GPRS eru WAP þjónusta,
MMS og SMS skilaboðasendingar og heimtaka Java aðgerða.
Ef nota á GPRS
• Hafa skal samband við símafyrirtækið eða þjónustuveituna í sambandi við
framboð, verð og áskrift að GPRS-þjónustu.
• Vista þarf GPRS-stillingar fyrir allar aðgerðir sem notaðar eru með GPRS.
Sjá Síminn settur upp fyrir WAP-þjónustu á bls. 127, Skilaboðastillingar
á bls. 79 og Stillingar þegar GPRS er valið sem gagnaflutningsmáti: á bls. 129.
Ef nota á WAP, MMS, GPRS og aðra þráðlausa þjónustu þurfa réttar stillingar að
vera í símanum. Hægt er að fá stillingarnar sendar í textaboðum (OTA) og aðeins
þarf að vista stillingarnar í símanum. Nánari upplýsingar má fá hjá næsta
viðurkennda söluaðila Nokia.
■ Minniskort
Símanum fylgir 64 MB forsniðið minniskort til að geyma tónlistarskrár, sóttar
Java-aðgerðir og leiki og AAC/MIDI/MP3 hringitóna sem hafa verið sóttir eða
mótteknir. Sjá Minniskort á bls. 124.
Einnig er hægt að afrita og endurheimta Símaskrá og Dagbók, textaboð og
bókamerki á og af minniskorti. Sjá Afritun og endurheimt á bls. 123.
Aðeins skal nota minniskort sem eru samhæf símanum. Minniskort sem eru
forsniðin fyrir og gögn sem vistuð eru í öðru tæki geta virst skemmd í Nokia 3300
símanum. Hægt er að nota allt að 128 MB samhæf minniskort í símanum.
Sjá Minniskortið fjarlægt og sett á sinn stað á bls. 32.
Síminn er í biðham þegar hann er tilbúinn til notkunar og notandinn hefur ekki
fært inn neina stafi.
1. Gefur til kynna í hvaða farsímakerfi verið er að
nota símann.
2. Sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi
stað. Því fleiri strik, þeim mun meiri sendistyrkur.
3. Sýnir hleðslu rafhlöðunnar. Því fleiri strik, þeim
mun meiri hleðsla.
4. Vinstri valtakkinn í biðham er Valmynd.
5. í biðham er hægri valtakkinn Tengiliðir ef engar
aðrar aðgerðir hafa verið tengdar við hann. Annars er takkinn Flýtival.
6. Sýnir nafn lagsins þegar Tónlistarspilari er í gangi.
Sýnir útvarpsrásina þegar Útvarp er í gangi.
Upplýsingar um það hvernig hægt er að láta símann sýna dag- og tímasetningu í
biðham eru í Klukka á bls. 87 og Dagsetning á bls. 87.
Sjá einnig Mikilvægir vísar í biðham á bls. 23.
Skjávari
Síminn virkjar sjálfkrafa skjávarann, stafræna klukku, til að spara orku í biðham.
Hann er virkjaður þegar síminn hefur ekki verið notaður í tiltekinn tíma. Sjá
Skjávari á bls. 95. Stutt er á hvaða takka sem er til að óvirkja skjávarann.
Skeiðklukkan gengur í bakgrunni. Sjá Skeiðklukka á bls. 121.
GPRS tenging er virk. Vísirinn sést efst til vinstri á skjánum.
Gert er hlé á GPRS-tengingu (hún sett í bið), t.d. ef hringt er í eða úr
símanum meðan GPRS-tengingin er í gangi.
Öllum símtölum er beint til annars númers, Flytja öll símtöl. Ef um er að
ræða tvær símalínur er teiknið fyrir símtalsflutning fyrir fyrri línuna
og fyrir þá síðari er það . Sjá Flutningar á bls. 88.
eða sýnir hvor línan er valin ef hægt er að velja um tvær línur. Sjá Lína til að
hringja á bls. 90.
Hátalarinn er virkur.
Gefur til kynna að símtöl takmarkast við lokaðan notendahóp. Sjá
Öryggisstillingar á bls. 97.
Gefur til kynna að tímastillt snið hafi verið valið. Sjá Snið (valmynd 4) á
bls. 85.
Hægt er að nota víðóma höfuðtólið HDS-3H
eins og sýnt er á myndinni, t.d.
Snúran úr handfrjálsa búnaðinum er
útvarpsloftnet og best að hún fái að hanga.
Símtali svarað meðan höfuðtól eru í
sambandi
Hægt er að styðja á höfuðtólatakkann til að
svara og slíta símtali.
Athugið að þegar höfuðtól eru notuð dregur
það úr getu til að heyra utanaðkomandi
hljóð. Ekki nota höfuðtól þegar það getur
stefnt öryggi í hættu.
■ Meðfylgjandi snúrur tengdar og notaðar
Hægt er að tengja símann við samhæfa PC-tölvu með meðfylgjandi DKU-2
tengisnúru (1). Hugbúnaðurinn Nokia Audio Manager er notaður til að sjá um
tónlistarskrárnar og flytja þær úr tölvunni á minniskortið í símanum. Sjá Nokia
Audio Manager á bls. 140.
Til athugunar: Loka skal öllum aðgerðum í símanum og aftengja
hljóðkapalinn áður en síminn er tengdur við tölvu með tengisnúrunni.
Athuga skal að ekki er hægt að hringja á meðan síminn er tengdur við PC-tölvu.
Til að taka upp tónlist er hægt að tengja símann við hljómtæki með meðfylgjandi
ADE-2 hljóðkapli (2). Sjá Upptaka á bls. 105.
Mikilvægt! Ekki skal tengja símann við tölvuna fyrr en hugbúnaðurinn Nokia
Audio Manager PC hefur verið settur upp af geisladiskinum í pakkanum.
Síminn aftengdur tölvunni
Þegar síminn er tengdur við tölvuna birtist teiknið Aftengja vélbúnað hægra
megin á verkrein Windows sem vísar til þess að USB-geymslubúnaður hafi verið
tengdur við tölvuna. Ef aftengja á símann við tölvuna er smellt á þetta teikn og
valið Stöðva USB risageymslutæki - Nokia 3300. Hægt er að taka kapalinn úr
sambandi þegar gefið er til kynna í Windows að það sé öruggt.
Mikilvægt! Svo tryggt sé að aðgerðum vegna minniskorts sé lokið með öruggum
hætti skal ekki aftengja tengisnúruna fyrr en tilkynnt er að það sé öruggt í
Windows. Stjórnlaus lokun minniskortaaðgerða getur valdið skemmdum á
minniskortinu og upplýsingunum á því. Hugsanlega þarf að forsníða skemmd
minniskort áður en hægt er að nota þau aftur. Þegar minniskort er forsniðið
glatast allar upplýsingar á kortinu fyrir fullt og allt.
2. SIM-kortsfestingin er losuð með því að renna henni aftur (3) og opna hana (4).
3. SIM-kortið er sett í SIM-kortsfestinguna (5).
Ganga skal úr skugga um að SIM-kortið sé
tryggilega á sínum stað og að ávala hornið á
kortinu vísi upp og gylltu snertifletirnir snúi að
snertunum á símanum.