LEYFISYFIRLÝSING
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION yfir því að RH-86 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur, sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC.
Eintak um yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni
http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að
líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki. Hendið þessum vörum
ekki með heimilisúrgangi.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrirfram fengnu skriflegu
samþykki Nokia.
Nokia, Nokia Connecting People og Xpress-on eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja
sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 19972006-2005. Tegic Communications, Inc. All rights
reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í
þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði,
tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Page 3
Inntak þessa skjal er afhent “eins og það kemur fyrir”. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á
nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan henti tiltekinni
notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær sem er, án undangenginnar tilkynningar. Birgðir á
tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
SIM-kortið og rafhlaðan sett í símann ......................................................................................................................................... 10
Lyklar og hlutar.................................................................................................................................................................................... 13
Hringt og tekið á móti símtali ......................................................................................................................................................... 15
Stillingar fyrir texta- og margmiðlunarskilaboð..................................................................................................................... 17
Símtals- og símastillingar ............................................................................................................................................................. 22
Birta tíma- og dagsstillingar ........................................................................................................................................................ 23
Stillingar fyrir aukahluti................................................................................................................................................................. 24
Vekjaraklukka og dagbók............................................................................................................................................................... 25
Tenging við þjónustu og vafrað á þjónustusíðum .................................................................................................................. 27
Fótspor og skyndiminni.................................................................................................................................................................. 28
6. Upplýsingar um rafhlöðu............................................................................................................... 30
Hleðsla og afhleðsla ........................................................................................................................................................................... 30
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia .............................................................................................................. 31
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla
notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða
hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur.
Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við
loftnetið.
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
RAKAÞOL
Símtækið er ekki rakaþolið. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki
má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa
skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Slá skal inn neyðarnúmerið og ýta á hringitakkann. Gefa skal upp
staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í EGSM900 og GSM1800 símkerfunum.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á
tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru
háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf
getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft
að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa
áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er
birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í
sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis,
svo sem textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð og -forrit og internetþjónusta krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
Öryggisnúmerið með símtækinu ver það gegn óheimilli notkun. Forstillta númerið er 12345.
PIN-númerið með SIM-kortinu ver kortið gegn óheimilli notkun. PIN2-númerið kann að fylgja SIM-kortinu og
er nauðsynlegt til að komast í sumar aðgerðir. Ef PIN- eða PIN2-númer eru slegin vitlaust inn þrisvar í röð er
beðið um PUK- eða PUK2-númer. Ef þessi númer vantar ber að hafa samband við þjónustuveitu.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að komast í upplýsingar í öryggiseiningunni. PIN-númer
undirskriftar kann að vera nauðsynlegt fyrir rafræna undirskrift. Lykilorðs vegna útilokunar er krafist þegar
Útilokunarþjónusta er notuð.
Veldu Valm. > Stillingar > Öryggisstillingar til að stilla hvernig símtækið notar aðgangskóða og
öryggisstillingar.
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið
þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Ath.: Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður en fram- og bakhlið eru fjarlægðar.
Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota
tækið með áföstum fram- og bakhliðum.
1. Fram- og bakhliðar eru fjarlægðar með því að styðja á bakhliðina og renna henni að neðri hluta símans (1).
2. Rafhlaðan er fjarlægð með því að lyfta henni eins og sýnt er á myndinni (2).
3. SIM-kortsfestingin er losuð með því að toga varlega í hana og opna hana svo (3).
4. SIM-kortið er sett í símann þannig að skáhornið vísi upp og til hægri og gyllti snertiflöturinn vísi niður (4).
Loka skal SIM-kortsfestingunni og ýta henni á sinn stað (5).
5. Rafhlaðan er sett í rafhlöðufestinguna (6).
6. Bakhlið símans er sett aftur á hann og rennt upp. Bakhliðinni er síðan ýtt alveg að efri hluta símans til að
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari
tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt
hætta.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til
notkunar þegar það er hlaðið orku með ACP-7, ACP-12 eða AC-2 hleðslutæki. Þetta tæki er ætlað til nokunar
með BL-5C rafhlöðu. Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við rafmagnsinnstungu.
Ath.: Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á tækinu eins og gildir um öll önnur tæki sem
senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að tækið noti
meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta loftnetssvæðið þegar tækið er notað verður virkni
loftnetsins og líftími rafhlöðunnar líkt og best verður á kosið.
• Hringitakki (5), ýtt er einu sinni á hringitakkann til að ná í númer sem hringt var í
nýlega
• Hætta-takki og rofi (6), takkanum er haldið niðri til að slökkva eða kveikja á
símanum en ýtt er stutt til að ljúka símtali eða hætta í aðgerðum
• Tengi fyrir hleðslutæki (7)
• Tengi fyrir höfuðtól (8)
Ath.: Ekki skal snerta þetta tengi þar sem það er eingöngu ætlað til notkunar af
fagmönnum.
Viðvörun: Flettilykillinn í þessu tæki kann að innihalda nikkel. Hann er ekki ætlaður til að vera í
langvarandi snertingu við húð. Sífelld snerting við húð getur leitt til nikkelsofnæmis.
Síminn er í biðstöðu þegar hann er tilbúinn til notkunar en engir stafir eða tölur hafa verið slegnar inn:
Heiti símafyrirtækis eða skjátákn þess (1)
Sendistyrkur símakerfis (2)
Hleðsla rafhlöðunnar (3)
Vinstri valtakkinn er Flýtival (4) til að skoða valkostina á flýtivísanalistanum þínum.
Veldu Valkost. > Valmöguleikar til að sjá hverju hægt er að bæta á listann. Veldu aðgerðina
Skipuleggja > Færa og staðsetningu til að raða valkostunum á listanum.
Valm. (5) og Hljóðsk. (6)
■ Sýnishorn
Til að kveikja á símanum án SIM-kortsins skal samþykkja Ræsa símann án SIM-korts? Síðan notarðu þær
aðgerðir símans sem ekki krefjast SIM-korts.
■ Takkalás
Veldu Valm. > * til að læsa eða aflæsa takkaborðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist þegar stutt er
óvart á takkana. Þegar takkalásinn er á er samt hægt að svara símtali með því að ýta á hringitakkann.
Þegar lagt er á eða símtali er hafnað læsast takkarnir svo sjálfkrafa aftur.
Veldu Valm. > Stillingar > Símastillingar > Sjálfvirkur takkavari > Virkur til að láta símann læsa tökkunum
sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma þegar hann er í biðstöðu.
Þegar takkalásinn er á getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Símtal er gert með því að slá inn símanúmer ásamt svæðisnúmeri, ef með þarf. Einnig skal velja landsnúmer, ef
þörf er á. Styddu á hringitakkann til að hringja í símanúmerið. Ýttu stýrihnappnum til hægri til að auka eða til
vinstri til að minnka hljóðstyrk í eyrnatóli á meðan símtali stendur.
Svarað er á með því að ýta á hringitakkann. Til að hafna símtali án þess að svara því skal styðja á hætta-takkann.
■ Hátalari
Ef þessi kostur er tiltækur er hægt að velja Hátalari eða Símtól til að nota hátalarann eða eyrnatól á meðan
símtali stendur.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur
verið mjög mikill.
Hægt er að skrá texta sem flýtiritun og venjulega ritun . Venjuleg ritun er notuð með því að styðja
endurtekið á takka þarf til réttur stafur birtist. Til að velja flýtiritun við ritun er valið Valkost. >
Kveikja á flýtiritun; til að slökkva er valið Valkost. > Slökkva á flýtiritun.
Þegar flýtiritun er notuð til að fá það orð sem óskað er skal styðja á takkana fyrir einstaka stafi og ef það orð
sem birtist er orðið sem óskað er eftir skal styðja á 0, og hefja ritun næsta orðs. Orðinu er breytt með því að
styðja endurtekið á * þangað til það orð sem óskað er birtist. Ef ? birtist aftan við orðið er orðið ekki í
orðabókinni. Hægt er að bæta orðinu í orðabókina með því að velja Stafa, skrá orðið (með venjulegri ritun) og
velja Vista.
Ábendingar um textaritun: Styddu á 0 til að setja inn bil. Textaritunaraðferð er breytt á fljótlegan hátt með því
að ýta endurtekið á # og fylgjast með vísinum efst á skjánum. Númeri er bætt við með því að styðja á takka og
halda honum inni. Þegar venjuleg ritun er notuð birtist listi yfir sérstafi með því að ýta á *; þegar flýtiritun er
notuð skal styðja á og halda niðri *.
Aðgerðir símans eru flokkaðar í valmyndir. Ekki er öllum valmyndaraðgerðum eða valkostum lýst hérna.
Í biðham skal velja Valm. og síðan valmynd og undirvalmynd. Veldu Hætta eða Til baka til að hætta í einhverri
valmynd. Ýta skal á hætta-takkann til að fara beint aftur í biðham. Upplýsingar um hvernig á að breyta útliti
valmyndar er að finna í Valkost. > Aðalskjár valmyndar > Listi eða Tafla.
■ Skilaboð
Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustuna ef símafyrirtækið eða þjónustuveitan styður hana.
Stillingar fyrir texta- og margmiðlunarskilaboð
Veldu Valm. > Skilaboð > Skilaboðastillingar > Textaboð > Skilaboðamiðstöðvar. SIM-kortið styður fleiri en
eitt skilaboðatorg, svo velja þarf hvert þeirra á að nota. Hugsanlega þarf að fá númer torgsins frá
þjónustuveitanda.
Myndastærð (margmiðlun), hægt er að skilgreina stærð myndar þegar hún er sett inn í margmiðlunarskilaboð.
Gera móttöku fyrir margmiðlun virka, veldu Nei, Já eða Í heimasímkerfi til að nota margmiðlunarþjónustu.
Stillingar samskipana, veldu sjálfgefna þjónustu fyrir móttöku margmiðlunarskilaboða. Veldu Áskrift til að
skoða þá reikninga sem þjónustuveitandi býður og veldu þann sem á að nota. Stillingarnar eru hugsanlega
sendar sem skilaboð frá þjónustuveitunni.
Leyfa auglýsingar, til að velja hvort taka eigi við skilaboðum sem eru skilgreind sem auglýsingar.
Þessi stilling sést ekki ef Gera móttöku fyrir margmiðlun virka er stillt á Nei.
Veldu Valm. > Skilaboð > Búa til skilaboð >Textaboð.
Með SMS (Short Message Service) getur síminn sent og tekið við skilaboðum sem eru sett saman úr fleiri en
einum venjulegum textaskilaboðum. Kostnaður við sendingu slíkra skilaboða fer eftir því úr hve mörgum
venjulegum skilaboðum þau eru samsett.
Athugið að sérstafir (Unicode) taka meira pláss.
Blikkandi gefur til kynna að minnið fyrir skilaboð sé á þrotum. Þá verður að eyða gömlum skilaboðum áður
en hægt er að taka við nýjum.
Margmiðlunarskilaboð (MMS) (sérþjónusta)
Veldu Valm. > Skilaboð > Búa til skilaboð > Margmiðlun.
Ath.: Aðeins tæki me ð samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur
verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk
getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, hljóð og mynd.
Ekki er hægt að taka við margmiðlunarskilaboðum ef símtal, leikur eða Java-forrit er í gangi. Af ýmsum
ástæðum getur mistekist að koma margmiðlunarboðum til skila og því skal ekki treysta eingöngu á þau fyrir
mikilvæg samskipti.
Vegna ákvæða höfundarréttarlaga kann að vera óheimilt að afrita, breyta, flytja eða áframsenda sumar myndir
og tónlist, þ.m.t. hringitóna og annað efni.
Síminn þinn styður sendingu og móttöku margmiðlunarboða sem innihalda nokkrar síður (skyggnur).
Til að setja skyggnu í skilaboðin skaltu velja Valkost. > Setja inn > Skyggnu. Tíminn sem líður á milli birtingu
skyggna er valinn með Tímas. skyggna.
Þegar ný margmiðlunarskilaboð berast og minni fyrir skilaboð er á þrotum blikkar og sýnir Minnið er fullt.
Get ekki sótt skilaboð. er sýnt. Til að taka við skilaboðum skal velja Í lagi > Já og möppuna til að eyða gömlum
skilaboðum.
Leifturboð (sérþjónusta)
Leifturboð eru textaskilaboð sem birtast strax á skjá viðtakandans.
Velja Valm. > Skilaboð > Búa til skilaboð > Leifturboð.
Ath.: Aðeins tæki sem styðja leifturboð geta tekið við og birt blikkandi stafi.
Hljóðskilaboð
Hægt er að nota margmiðlunarskilaboð til að búa til og senda talskilaboð. Kveikja verður á
margmiðlunarskilboðum áður en hægt er að nota hljóðskilaboð.
Veldu Valm. > Skilaboð > Búa til skilaboð > Hljóðskilaboð. Upptaka opnast. Þegar upptöku hljóðskilaboða er
lokið skal skrá símanúmer móttakanda í reitinn Til: til að senda skilaboðin. Til að skoða tiltæka kosti skal velja
Valkost. Símanúmer er sótt úr Tengiliðir, veldu Bæta v. > Tengiliður.
Þegar símtækið tekur við hljóðskilaboðum er 1 hljóð-skilaboð móttekin eða fjöldi skilaboða og textinn
skilaboð móttekin sýndur. Til að taka við skilaboðum skal velja Spila; eða ef tekið er á móti fleiri en einum
skilaboðum, skal velja Sýna > Spila. Til að hlusta seinna á skilaboðin er valið Hætta. Veldu Valkost. til sjá
tiltæka valkosti. Hljóðskilaboðin eru sjálfkrafa spiluð í gegnum eyrnatól; veldu Valkost. > Hátalari til að láta
hátalarann spila skilaboðin.
Talskilaboð
Talhólfið er sérþjónusta sem þarf e.t.v. að gerast áskrifandi að. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um
númer talhólfs.
Tölvupóstforritið (sérþjónusta) gerir kleift að opna samhæfðan tölvupóstreikning í símanum. Stofna þarf
tölvupóstreikning og tilskyldar stillingar áður en hægt er að senda og taka á móti tölvupósti.
Samhæfingarstillingar gætu borist sem stillingarskilaboð.
Til að skrifa og senda tölvupóst skal velja Valm. > Skilaboð > Tölvupóstur > Skrifa nýjan póst. Ef fleiri en einn
tölvupóstreikningur er skilgreindur þarf að velja þann reikning sem senda á tölvupóst frá. Til að tengja skjal við
tölvupóstinn er valið Valkost. > Hengja við skrá og skjalið er valið í Gallerí. Þegar lokið er við tölvupóst skal
velja Senda > Senda núna.
Til að hlaða niður sendum tölvupóstskilaboðum skal velja Valm. > Skilaboð > Tölvupóstur > Sækja nýjan póst
og réttan reikning, en fyrst er eingöngu fyrirsögnum hlaðið niður. Til að hlaða niður fullbúnum
tölvupóstskilaboðum er valið Til baka > Innhólf og réttan reikning, nýju skilaboðin valin og síðan Sækja.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstskilaboð geta innihaldið skaðlegan hugbúnað
eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Símtækið vistar tölvupóst sem sóttur var af tölvupóstreikningi í möppunni Innhólf, en aðrar möppur eru líklega:
Drög fyrir vistun ókláraðra tölvupóstskeyta, Geymsla fyrir skipulag og vistun tölvupóstskeyta, Úthólf fyrir vistun
á tölvupósti sem ekki hefur verið sendur og Sendir hlutir fyrir vistun sendra tölvupóstskeyta. Til að stýra
tölvupóstmöppum og innihaldið þeirra er valið Valkost. til að skoða tiltæka kosti hverrar möppu.
■ Tengiliðir
Hægt er að vista nöfn og símanúmer í minni símans og á SIM-kortinu. Í minni símans er
hægt að vista tengiliði ásamt nokkrum símanúmerum og texta. Nöfn og númer sem eru
vistuð á SIM-kortinu eru auðkennd með .
Tengiliður er fundinn með því að velja Valm. >Tengiliðir > Nöfn > Valkost. > Leita. Flettu upp eða niður í
tengiliðalistanum eða sláðu inn fyrsta stafinn í nafninu sem leita á að. Nýjum tengilið er bætt við með því að
velja Valm. > Tengiliðir > Nöfn > Valkost. > Bæta við tengilið. Til að bæta fleiri upplýsingum við tengilið þarf
að ganga úr skugga um að minnið sem er notað sé annaðhvort Sími eða Sími og SIM-kort. Veldu nafnið sem þú
vilt bæta nýju númeri eða texta við og veldu Upplýs. > Valkost. > Bæta við upplýs. Tengiliður er afritaður með
því að velja Valkost. > Afrita tengilið. Hægt er að afrita nöfn og símanúmer milli símaminnis og SIM-kortsins.
Á SIM-kortinu er hægt að vista nöfn með einu símanúmeri. Til að úthluta númeri á hraðvalstakka skaltu velja
Valm. > Tengiliðir > Hraðvalsnúmer og fletta að því númeri sem á að setja í hraðval.
Hægt er að senda og taka við tengiliðaupplýsingum sem nafnspjaldi úr samhæfu tæki sem styður vCardstaðalinn. Til að senda nafnspjald skaltu leita að tengiliðnum sem þú vilt senda upplýsingar um og velja
Valkost. > Senda nafnspjald > Með margmiðlun eða Sem SMS. Þegar tekið er á móti nafnspjaldi skal velja
Sýna > Vista til að vista nafnspjaldið í símaminninu. Til að henda nafnspjaldi er valið Hætta > Já.
Veldu Valm. > Tengiliðir > Stillingar til að stilla eftirfarandi fyrir tengiliði: Minni í notkun til að velja minni
símans eða SIM-kortið fyrir tengiliðina þína. Til að sækja nöfn og númer úr báðum minnum skaltu velja
Sími og SIM-kort. Veldu Sýna tengiliði til að velja hvernig nöfn og númer tengiliða birtast. Veldu Staða minnis
til að sjá hversu mikið minni er laust og hversu mikið er í notkun.
■ Símtalaskrá
Síminn skráir móttekin, ósvöruð og hringd símtöl ásamt áætlaðri lengd þeirra (sérþjónusta).
Símafyrirtækið verður að styðja þessar aðgerðir, kveikt verður að vera á símanum og hann
innan þjónustusvæðis.
Veldu Valm. > Notkunarskrá > Lengd símtals, Gagnamælir pakkagagna eða Teljari pakkagagnatengingar til að
sjá áætlaðar upplýsingar um nýlegar gagnasendingar.
Ath.: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins,
sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku.
Veldu Valm. > Notkunarskrá og viðeigandi lista: Ósvöruð símtöl birtir lista yfir símanúmer frá þeim sem hafa
reynt að ná sambandi við þig og hversu oft viðkomandi hefur hringt, Móttekin símtöl birtir lista yfir símtöl sem
þú svaraðir eða hafnaðir og Hringd símtöl birtir lista yfir símtöl sem nýlega var hringt í.
Hreinsa skrár eyðir listum yfir nýleg símtöl. Ekki er hægt að afturkalla þetta val.
Hægt er að skoða dagsetningu og tíma símtalsins, breyta eða eyða símanúmerinu úr listanum, vista númer í
Tengiliðir eða senda skilaboð í númerið.
■ Stillingar
Hægt er að stilla ýmsar símastillingar í þessari valmynd. Hægt er að færa sumar
valmyndarstillingar í upphaflegt horf með því að velja Valm. > Stillingar > Endurheimta
forstillingar.
Tónastillingar
Veldu Valm. > Stillingar > Tónastillingar og breyttu einhverjum tiltækra valkosta. Síminn styður hringtóna með
MP3-sniði. Einnig er hægt að stilla eigin upptökur sem hringitóna.
Veldu Hringir frá til að láta símann aðeins hringja þegar um er að ræða símanúmer í ákveðnum
viðmælendahópi. Veldu viðmælendahóp eða Öllum > Merkja.
Mína flýtivísa
Með því að velja þína eigin flýtivísa getur þú opnað valmyndir símans á fljótlegan hátt.
Veldu Valm. > Stillingar > Eigin flýtivísar > Hægri valtakki til að tengja einn valkost við hægri valtakkann.
Velja Valm. > Stillingar > Eigin flýtivísar > Stýrihnappur til að velja flýtivísi fyrir stýrihnappinn. Veldu áttina,
þá Breyta og loks valkost á listanum. Hægt er að fjarlægja flýtivísi af takkanum með því að velja (tómur).
Veldu Velja til að velja aftur valkost fyrir takkann.
Símtals- og símastillingar
Veldu Valm. > Stillingar > Símtals-stillingar og einn af eftirfarandi valkostum:
Símtalsflutningur (sérþjónusta) til að flytja móttekin símtöl. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Sjálfvirkt endurval > Virkt til að gera tíu tilraunir til að hringa ef það mistókst í fyrstu tilraun.
Biðþjónusta fyrir símtöl > Virkja til að símkerfið láti þig vita þegar einhver hringir í þig á meðan þú ert að tala í
símann (sérþjónusta).
Birta upplýsingar um mig (sérþjónusta) > Stillt af netkerfi, Já eða Nei.
Veldu Valm. >Stillingar > Símastillingar > Stillingar tungumáls > Tungumál síma til að velja skjátungumál
símans. Ef Sjálfgefið val er valið velur síminn tungumálið eftir upplýsingunum á SIM-kortinu.
Birta tíma- og dagsstillingar
Veldu Valm. > Stillingar > Skjástillingar > Rafhlöðusparnaður > Virkja til að spara rafhlöðu símans. Stafræn
klukka birtist á skjánum þegar síminn hefur ekki verið notaður í tiltekinn tíma.
Veldu Valm. > Stillingar > Tími og dagsetning. Veldu Klukka til að sýna klukkuna þegar síminn er í biðstöðu,
stilla klukkuna og velja tímabeltið eða formið. Veldu Dagsetning til að láta símann birta dagsetninguna þegar
hann er í biðstöðu, stilla hana og velja form dagsetningarinnar og skiltáknin. Veldu Tími og dagur uppfærast
sjálfir (sérþjónustu) til að láta símann uppfæra tímann og dagsetninguna sjálfkrafa samkvæmt tímabeltinu.
Tengimöguleikar - GPRS-tenging
General Packet Radio Service (GPRS) (sérþjónusta) er gagnaflutningsmáti sem veitir þráðlausan aðgang að
gagnakerfum líkt og interneti. Forritin sem geta notað GPRS eru MMS, vefskoðun og niðurhal Java-forrita.
Áður en þú getur notað GPRS-tækni þarftu að hafa samband við símafyrirtækið eða þjónustuveituna til að
gerast áskrifandi að þjónustunni. Vistaðu GPRS-stillingarnar fyrir öll forritin sem nota GPRS. Hafðu samband
við símafyrirtækið eða þjónustuveituna til að fá upplýsingar um verð.
Veldu Valm. > Stillingar > Tengimöguleikar > Pakkagögn > Pakkagagnatenging. Veldu Sítenging til að láta
símann tengjast sjálfkrafa við GPRS-kerfi þegar þú kveikir á honum. Veldu Þegar þörf er og þá verður GPRSskráningin og tengingin notuð þegar forrit sem notar GPRS þarf að tengjast og henni svo lokað aftur þegar
forritinu er lokað.
Samhæfður aukahlutur sést aðeins ef síminn er eða hefur verið tengdur við hann.
Veldu Valm. > Stillingar > Aukahlutirog viðeigandi aukahlut. Til dæmis er hægt að velja Sjálfvirkt svar til að
láta símann svara hringingu sjálfkrafa, eftir að höfuðtól hefur verið tengt. Ef Velja hringingu er stillt á Eitt
hljóðmerki eða Slökkt er slökkt á sjálfvirku svöruninni.
Stillingar samskipunar
Réttar stillingar þurfa að vera til staðar í símanum þínum til að hægt sé að nota suma sérþjónustu. Stillingarnar
gæti verið að finna á SIM-kortinu, hægt er að fá þær í stillingaboðum frá þjónustuveitu eða slá inn eigin
stillingar handvirkt.
Veldu Valm. > Stillingar > Samskipun og eftirfarandi: Sjálfgefnar stillingar samskipunar til að skoða lista yfir
þær þjónustuveitur sem eru vistaðar í símanum (sjálfgefin þjónustuveita er auðkennd) og velja aðra
þjónustuveitu sem sjálfgefna. Veldu þjónustuveitu og síðan Upplýs. til að skoða listann yfir studd forrit; Virkja
sjálfgefið í öllum forritum til að láta forritin nota stillingar sjálfgefnu þjónustuveitunnar; Helsti aðgangsstaður
til að velja annan aðgangsstað, en vanalega er aðgangsstaðurinn frá símafyrirtækinu notaður; Tengjast við
þjónustusíðu til að hlaða niður stillingum frá þjónustuveitunni þinni.
Hægt er að slá inn, skoða og breyta stillingum handvirkt með því að velja Valm. > Stillingar > Samskipun >
Eigin stillingar.
■ Valmynd símafyrirtækis
Þessi valmynd veitir aðgang að þeirri þjónustu sem símafyrirtækið býður upp á. Valmyndin fer eftir
símafyrirtækinu. Heitið og táknið fer eftir símafyrirtækinu. Símafyrirtækið getur uppfært valmyndina með
þjónustuboðum. Hafa skal samband við símafyrirtækið til að fá nánari upplýsingar.
Í þessari valmynd er hægt að stjórna þemum, upptökum og tónum. Þessum skrám er raðað í
möppur.
Síminn styður notkunarleyfakerfi (Digital Rights Management, DRM) til varnar aðfengnu
efni. Ætíð skal kanna afhendingarskilmála alls efnis og opnunarlykil áður en þess er aflað því það getur verið
háð greiðslu.
Veldu Valm. > Gallerí, Þemu, Grafík, Tónar, Tónl.skrár, Upptökur og Móttekn. skrár eru upprunalegar möppur.
■ Minni
Raddupptaka
Hægt er að taka upp búta með tali, hljóði eða úr símtali. Þetta er gagnlegt við upptöku nafns og
símanúmers fyrir seinni tíma ritun. Ekki er hægt að nota upptökuna þegar gagnasímtal eða GPRS-tenging er virk.
Veldu Valm. > Miðlar > Upptökutæki > Raddupptaka til að hefja upptöku. Hægt er að hefja upptöku á meðan
símtali stendur með því að velja Valkost. > Taka upp. Þegar símtal er tekið upp skal halda símtækinu í
hefðbundinni stöðu við eyrað. Upptakan er vistuð í Gallerí > Upptökur. Hægt er að hlusta á nýjustu skilaboðin
með því að velja Valkost. > Spila síðustu uppt.. Hægt er að senda nýjustu upptöku í margmiðlunarskilaboðum
með því að velja Valkost. > Senda s. upptöku.
■ Skipuleggjari
Vekjaraklukka og dagbók
Hægt er að láta símann hringja á tilteknum tíma. Veldu Valm. > Skipuleggjari > Vekjaraklukka, veldu síðan
Stilla vekjara til að stilla tíma vekjara. Veldu Endurtaka vekjaratón til að láta símann hringja á ákveðnum
vikudögum og Vekjaratónn til að velja eða sérsníða hringitóninn. Til að stilla tímamörk fyrir blundinn skaltu
velja Lengd blunds og tímann.
Síminn spilar tóninn og Vekjari! birtist á skjá símans ásamt tímanum, jafnvel þó svo að slökkt sé á honum. Veldu
Stöðva til að slökkva á vekjaraklukkunni. Ef þú lætur símann spila tóninn í mínútu, eða velur Blunda, slokknar á
honum í u.þ.b. 10 mínútur áður en hann heyrist aftur.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef valið er
Stöðva er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða Já til að hringja og svara
símtölum. Ekki velja Já þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Veldu Valm. > Skipuleggjari > Dagbók og dagurinn í dag er auðkenndur með ramma. Ef minnismiðar eru við
daginn er hann feitletraður. Til að skoða minnismiða velurðu Skoða. Hægt er að eyða öllum minnismiðum í
dagbókinni með því að velja mánuðinn og Valkost. > Eyða öllum. Aðrir valkostir kunna að vera stofnun, eyðing,
breyting og færsla minnismiða, eða afritun minnismiða á annan dag, sending minnismiða beint í aðra
samhæfða símadagbók, sem textaskilaboð eða sem margmiðlunarskilaboð.
Reiknivél
Með reiknivélinni í símanum er hægt að leggja saman, draga frá, margfalda, deila, reikna veldi og kvaðratrót og
breyta gengi.
Ath.: Nákvæmni reiknivélarinnar er takmörkuð og hún er ætluð til einfaldra útreikninga.
Veldu Valm. > Skipuleggjari > Reiknivél. Þegar 0 birtist á skjánum skal slá inn fyrstu tölu í útreikningi. Ýta skal
á # til að fá fram kommu. Veldu Valkost. > Leggja saman, Draga frá, Margfalda, Deila, Í öðru veldi, Kvaðratrót
eða Breyta +/-. Sláðu inn seinni töluna. Útkoman fæst með því að velja Jafnt og. Til að hefja nýjan útreikning
skaltu halda inni Hreinsa takkanum.
Útreikningur á gengi er gerður með því að velja Valm. > Skipuleggjari > Reiknivél. Gengi er vistað með því að
velja Valkost. > Gengi. Veldu annan hvorn kostinn. Sláðu inn gengið, veldu # fyrir kommu og síðan Í lagi. Til að
framkvæma umreikninginn skaltu slá inn upphæðina sem á að umreikna og velja Valkost. > Í innlendum eða
Íerlendum.
Ath.: Þegar grunngjaldmiðli er breytt verður að færa inn nýtt gengi því allar fyrri gengistölur eru hreinsaðar.
Meðal þess hugbúnaðar sem kann að finnast í símanum þínum geta verið nokkrir leikir og
Java-forrit sem eru sérstaklega hönnuð fyrir þennan Nokia-síma.
Til að sjá hversu mikið minni er laust til að setja upp leiki og forrit skaltu velja Valm. > Aðgerðir > Valkost. >
Staða minnis. Leikur eða forrit er opnað með því að velja Valm. > Aðgerðir > Leikir eða Safn. Veldu leik eða
forrit og síðan Opna. Leik eða forriti er hlaðið niður með því að velja Valm. > Aðgerðir > Valkost. >
Hlaða niður > Hl. niður leikjum eða Hl. niður forritum. Síminn styður J2ME
um að forritið sé samhæft símanum áður en því er hlaðið niður.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp hugbúnað frá fyrirtækjum sem bjóða næga vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Athugaðu að þegar forrit er sótt getur það verið vistað í valmyndinni Leikir í stað valmyndarinnar Aðgerðir.
TM
Java-forrit. Ganga ber úr skugga
■ Vefurinn
Þú getur fengið aðgang að ýmis konar Internet-þjónustu í vafra símans. Kannaðu framboð á
þessari þjónustu, verðlagningu og gjaldskrá hjá símafyrirtækinu þínu eða þjónustuveitu.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum
hugbúnaði.
Tenging við þjónustu og vafrað á þjónustusíðum
Ganga þarf úr skugga um að stillingar hafi verið vistaðar og virkjaðar.
Komdu á tengingu við viðkomandi þjónustu og opnaðu upphafssíðuna, til dæmis heimasíðu þjónusutveitunnar
Valm. > Vefur > Heimasíða eða haltu inni 0 þegar síminn er í biðstöðu. Hægt er að velja bókamerki Valm. >
Vefur > Bókamerki. Ef bókamerkið virkar ekki með þeim þjónustustillingum sem eru virkar skaltu virkja annan
hóp þjónustustillinga og reyna aftur. Einnig er hægt að velja síðasta veffang Valm. > Vefur > Síðasta veffang
eða slá inn þjónustuaðsetur með því að velja Valm. > Vef ur > Fara á veffang og velja Í lagi.
Til að hætta að vafra og loka tengingunni skaltu velja Valkost. > Hætta. Einnig er hægt að ýta tvisvar sinnum á
hætta-takkann eða halda honum inni.
Þegar tengingu við þjónustuna hefur verið komið á er hægt að vafra um síður hennar. Takkar símans geta
virkað á mismunandi hátt eftir þjónustum. Fylgdu leiðbeiningum á skjá símans.
Athugaðu að ef GPRS er valið sem gagnaflutningsmáti birtist vísirinn efst í vinstra horni skjásins á meðan
vafrað er. Ef þér berst símtal eða textaskilaboð eða þú hringir úr símanum meðan GPRS-tenging er virk, sést
vísirinn efst til hægri á skjánum til marks um að hlé hafi verið gert á GPRS-tengingunni (hún sett í bið). Eftir
símtal reynir síminn aftur að koma á GPRS-tengingu.
Þegar vafrað er getur verið hægt að velja valkosti líkt og Heimasíða og Bókamerki eru hugsanlega tiltæk.
Þjónustuveitan kann að bjóða upp á fleiri valkosti.
Tækið kann að vera með nokkrum bókamerkjum fyrir setur sem ekki eru tengd Nokia. Nokia hvorki ábyrgist né
hvetur til notkunar þessara vefsetra. Ef valið er að heimsækja þessi vefsetur skal beita sömu
öryggisráðstöfunum og fyrir öll önnur setur.
Útlitsstillingar vafra
Í biðstöðu skaltu velja Valm. > Vefur > Stillingar > Útlitsstillingar. Veldu Línuskiptingar > Virkar til að leyfa
textanum að halda áfram í næstu línu. Ef Óvirk er valið er textinn styttur. Veldu Sýna myndir > Nei og þá birtast
engar myndir á síðunni. Veldu Viðvaranir > Viðvörun fyrir óörugga tengingu > Já svo að síminn láti vita þegar
örugg tenging verður óörugg meðan vafrað er. Veldu Viðvörun fyrir óörugg atriði > Já svo að síminn láti vita
þegar örugg síða inniheldur óöruggan hlut. Þessar viðvaranir tryggja ekki örugga tengingu. Veldu Kóðun stafa
til að velja stafamengi fyrir vefsíður sem innihalda ekki þær upplýsingar eða til að velja að nota alltaf UTF-8
kóðun þegar veffang er sett í samhæfan síma.
Fótspor og skyndiminni
Fótspor eru gögn sem vefsetur vistar í skyndiminni vafrans í símanum. Gögnin geta t.d. verið
notandaupplýsingar þínar eða upplýsingar um hvaða síður þú skoðar. Fótspor eru vistuð í símanum þangað til
skyndiminnið er hreinsað. Í biðstöðu skaltu velja Valm. > Vefur > Stillingar > Öryggisstillingar > Fótspor.
Veldu Leyfa eða Hafna til að leyfa móttöku fótspora eða ekki.
Ef reynt hefur verið að komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast aðgangsorðs skal
tæma skyndiminnið eftir hverja notkun. Skyndiminnið er tæmt í biðstöðu með því að velja Valm. > Vef ur >
Tæma skyndiminni.
Þjónustuinnhólf (sérþjónusta)
Síminn getur tekið við þjónustuboðum (tilkynningum) frá þjónustuveitunni þinni. Þjónustuskilaboð eru lesin
með því að velja Sýna. Ef þú velurHætta eru skilaboðin flutt yfir í Þjónustuhólf. Veldu Valm. > Vef ur >
Stillingar > Stillingar fyrir þjónustuhólf > Þjónustuskilaboð > Kveikt (eða Slökkva) svo að síminn taki á móti
þjónustuboðum (eða ekki).
Öryggi vafra
Öryggisaðgerðir kunna að vera áskildar fyrir sumar þjónustu, líkt og bankaþjónustu eða netverslun. Fyrir slíkar
tengingar þarf öryggisvottorð og hugsanlega öryggiseiningu sem kann að vera tiltæk á SIM-kortinu.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
■ SIM-þjónusta
SIM-kortið kann að gefa kost á frekari þjónustu. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.
Tækið gengur fyrir rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða. Rafhlaða nær ekki fullum afköstum fyrr en hún hefur verið hlaðin og
afhlaðin tvisvar til þrisvar sinnum. Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún
gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um rafhlöðu. Aðeins skal nota rafhlöður
sem samþykktar eru af Nokia og aðeins skal endurhlaða rafhlöðu með hleðslutækjum sem Nokia hefur samþykkt til notkunar
með þessu tæki.
Ef verið er að nota vararafhlöðu í fyrsta skipti eða ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt
að tengja hleðslutækið og aftengja það síðan og tengja aftur til að hefja hleðsluna.
Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu og tækið þegar það er ekki í notkun. Ekki má hafa fullhlaðna
rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt
og smátt ef hún er ekki í notkun.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Aðeins skal nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð. Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki eða rafhlöðu.
Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur, svo sem
mynt, bréfaklemma eða penni veldur beinni tengingu milli + og - skautanna á rafhlöðunni. (Þau líta út eins og málmrendur á
rafhlöðunni.) Til dæmis getur þetta gerst þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur
valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Ef rafhlaðan er skilin eftir í miklum hitum eða kuldum, til dæmis í lokuðum bíl að sumar- eða vetrarlagi, dregur það úr
afkastagetu hennar og endingu. Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C til 25°C (frá 59°F til 77°F).
Tæki með of heitri eða of kaldri rafhlöðu getur orðið óvirkt um tíma, þó svo að rafhlaðan sé fullhlaðin. Einkum hefur mikið
frost takmarkandi áhrif á rafhlöður.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Rafhlöður geta einnig sprungið ef þær skemmast. Farga skal
rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir. Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja
þeim með heimilisúrgangi.
■ Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia
Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia til að tryggja öryggi þitt. Til að tryggja að þú fáir rafhlöður frá Nokia skaltu kaupa þær hjá
viðurkenndum söluaðila Nokia, ganga úr skugga um að 'Nokia Original Enhancements' táknið sé á umbúðunum og skoða
heilmyndarmiðann á eftirfarandi hátt:
Þó svo að þessum fjórum skrefum sé fylgt nákvæmlega er það ekki fullkomin trygging fyrir því að rafhlaðan sé sannvottuð. Ef
þú hefur minnstu ástæðu til að ætla að rafhlaðan þín sé ekki ósvikin Nokia rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur fara með
hana til viðurkennds þjónustu- eða söluaðila Nokia. Viðurkenndir þjónustu- og söluaðilar Nokia kanna sannvottun
rafhlöðunnar. Ef ekki er hægt að staðfesta sannvottunina skaltu skila rafhlöðunni til verslunarinnar þar sem þú keyptir hana.
Sannvottun heilmyndar
1. Þegar þú horfir á heilmyndina á miðanum ættirðu að sjá Nokia-handabandstáknið frá einu
sjónarhorni og 'Nokia Original Enhancements' táknið frá öðru.
2. Þegar þú snýrð heilmyndinni til vinstri, hægri, upp eða niður ættirðu að sjá 1, 2, 3 eða 4
3. Skafðu hliðina á miðanum og þá á að koma í ljós 20-stafa tala, t.d. 12345678919876543210.
Snúðu rafhlöðunni þannig að tölurnar vísi upp. 20 stafa talan byrjar í efri röðinni og heldur
áfram í neðri röðinni.
4. Staðfestu að 20-stafa kóðinn sé gildur með því að fylgja leiðbeiningum á www.nokia.com/
batterycheck.
Textaskilaboð eru gerð á eftirfarandi hátt:
• Fyrir Asíulönd við Kyrrahaf, að Indlandi undanskildu: Sláðu inn 20-stafa töluna, t.d.
12345678919876543210 og sendu hana á +61 427151515.
• Aðeins fyrir Indland: Sláðu inn “Rafhlaða”, þá 20-stafa töluna, t.d. Rafhlaða 12345678919876543210, og sendu hana á
5555.
Gjaldskrá innlendra og erlendra símafyrirtækja gildir.
Þá áttu að fá skilaboð sem segja til um hvort hægt er að sannvotta töluna eða ekki.
Hvað ef rafhlaðan er ekki ósvikin?
Ef þú getur ekki staðfest að Nokia-rafhlaðan með heilmyndinni á miðanum sé ósvikin Nokia-rafhlaða skaltu ekki nota
rafhlöðuna. Farðu með hana til næsta viðurkennda þjónustuaðila eða sölustaðar Nokia til að fá aðstoð. Notkun rafhlaða sem
eru ekki samþykktar af framleiðanda getur verið hættuleg. Hún getur jafnframt leitt til þess að tækið og aukahlutir þess virki
ekki sem skyldi eða skemmist. Notkun þeirra kann jafnframt að ógilda allar þær samþykktir eða ábyrgðir sem eiga við tækið.
Nánari upplýsingar um ósviknar Nokia rafhlöður er að finna á www.nokia.com/battery.
Í tækinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega með. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að
halda tækinu í ábyrgð.
• Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið
blotnar skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna alveg áður en rafhlaða er sett í aftur.
• Ekki skal nota tækið á rykugum og óhreinum stöðum né geyma það þar. Færanlegu hlutirnir og rafrænir hlutar þess geta
skemmst.
• Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu rafeindatækja, skemmt rafhlöður og undið
eða brætt sum plastefni.
• Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því og hann
getur skemmt rafrásaspjöld.
• Ekki skal reyna að opna símann öðruvísi en tilgreint er í þessari handbók.
• Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásarspjöld og
fíngerðan búnað.
• Ekki skal nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að þrífa tækið.
• Ekki skal mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
• Aðeins skal nota loftnetið sem fylgir með símanum eða samþykkt varaloftnet. Ósamþykkt loftnet, breytingar á þeim eða
viðbætur, gætu skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga og reglugerða um senditæki.
• Nota skal hleðslutæki innandyra.
• Alltaf skal taka öryggisafrit af gögnum sem á að geyma (eins og tengiliðum og dagbókaratriðum) áður en tækið er sent til
þjónustuaðila.
Allar ofangreindar ábendingar eiga jafnt við tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið eða aðra aukahluti. Ef tæki vinnur ekki rétt skal
fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila til lagfæringar.
Í tækinu og aukahlutum þess geta verið litlir hlutir. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
■ Vinnuumhverfi
Hafa ber í huga að farið sé að öllum sérstökum reglugerðum sem gilda á hverju svæði og að slökkva alltaf á tækinu þar sem
notkun þess er bönnuð, eða þar sem hún kann að valda truflun eða hættu. Tækið notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Þetta
tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun annaðhvort í hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar
það er haft að minnsta kosti 2 sm (7/8 tommur) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar tækið er
borið á líkamanum við notkun ætti slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu í þeirri fjarlægð frá
líkamanum sem áður var nefnd.
Svo að hægt sé að senda gagnaskrár eða boð þarf þetta tæki góða tengingu við símkerfið. Í sumum tilvikum getur sending
gagna eða boða tafist þar til slík tenging er tiltæk. Tryggja skal að ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum sé fylgt þar til
sendingu er lokið.
Hlutar tækisins eru segulmagnaðir. Málmefni geta d regis t að sí mtæki nu. Ek ki má geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða
hluti með geymsluminni nálægt tækinu því upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.
■ Lækningatæki
Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra síma, kann að trufla virkni lækningatækja
sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til þess að komast að því
hvort það sé nægilega vel varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari upplýsinga. Slökkva skal á tækinu í
námunda við heilsugæslustöðvar ef auglýstar reglur þess efnis kveða á um að það sé gert. Sjúkrastofnanir eða
heilsugæslustöðvar kunna að nota búnað sem getur verið næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.
Framleiðendur gangráða mæla með því að 15.3 sm (6 tommu) lágmarks bil sé haft á milli þráðlauss síma og gangráðs til þess
að komist sé hjá hugsanlegri truflun í gangráðinum. Þessi tilmæli eru í samræmi við sjálfstæða rannsókn og tilmæli frá
Wireless Technology Research. Notendur gangráða ættu:
• Alltaf skal halda tækinu í meiran en 15,3 sm (6 tommu) fjarlægð frá gagnráðinum,
• ekki bera tækið í brjóstvasa og
• hafa tækið við eyrað sem er fjær gangráðinum til að draga úr líkum á truflunum.
Ef tækið er talið hafa truflandi áhrif skal slökkva á því og fjarlægja.
Heyrnartæki
Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki. Ef truflun verður skal leita til þjónustuaðila.
■ Ökutæki
Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki nægilega
varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf, rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrð hraðakerfi og
loftpúðakerfi. Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda bílsins eða búnaðarins sem bætt hefur verið við eða fulltrúa hans.
Aðeins á að fela fagmönnum að gera við tækið eða setja tækið upp í ökutæki. Gölluð uppsetning eða viðgerð kann að valda
hættu og ógilda hvers kyns ábyrgð sem kann að vera á tækinu. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus
tækjabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt. Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir eða
sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða aukahluti með því. Ef ökutæki er búið loftpúða skal hafa hugfast að
loftpúðar blásast út af miklum krafti. Ekki má setja hluti, þar með talinn uppsettan eða færanlegan þráðlausan búnað, á
svæðið yfir loftpúðanum eða á útþenslusvið loftpúðans. Ef þráðlaus búnaður í bíl er illa settur upp og loftpúðinn þenst út
getur slíkt orsakað alvarleg meiðsl.
Notkun tækisins meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva skal á tækinu áður en gengið er um borð í flugvél. Notkun
þráðlausra fjarskiptatækja í flugvél getur skapað hættu við stjórn flugvélarinnar, rofið þráðlaust símasamband og verið
ólöglegt.
Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem hætta er á sprengingum og fara að öllum tilmælum sem sjást á skiltum og
leiðbeiningum. Sprengifimt andrúmsloft telst vera á svæðum þar sem yfirleitt er beðið um að drepið sé á vél bifreiðar.
Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll. Slökkva skal á
símanum á eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir á notkun
útvarpsbúnaðar í eldsneytisgeymslum, svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða þar
sem verið er að sprengja. Svæði þar sem sprengihætta er mikil eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal eru svæði
undir þilfari á bátum; svæði þar sem sterk efni eru geymd eða búin til flutnings; ökutæki sem nýta fljótandi svartolíugas
(própan eða bútan) og svæði þar sem í lofti eru efni eða agnir, til dæmis korn, ryk eða málmduft.
■ Neyðarhringingar
Mikilvægt: Þráðlausir símar, þar á meðal þetta tæki, nota útvarpsmerki, þráðlaus kerfi, kapalkerfi og
notendaforritaðar aðgerðir. Því er ekki hægt að tryggja tengingar við hvaða skilyrði sem er. Því skyldi aldrei treysta
eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti, t.d. í bráðatilvikum.
Neyðarsímtal:
1. Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort nægilegur sendistyrkur sé fyrir hendi.
Í tilteknum símkerfum kann að vera farið fram á að gilt SIM-kort sé rétt sett í tækið.
2. Styðja skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og gera tækið tilbúið fyrir símtöl.
3. Opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði er valið. Neyðarnúmer eru breytileg eftir stöðum.
4. Stutt er á hringitakkann.
Ef ákveðnar aðgerðir eru í notkun þarf ef til vill að gera þær óvirkar áður en neyðarsímtal er mögulegt. Ef tækið er með
ótengdu sniði eða flugsniði þarf að skipta um snið til að gera símaaðgerðina virka áður en hægt er að hringja neyðarsímtal.
Nánari upplýsingar má fá í þessari handbók eða hjá þjónustuveitunni.
Í neyðarsímtali þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og kostur er. Þráðlausa tækið getur verið
eina samskiptatækið á slysstað. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Þetta þráðlausa tæki samræmist viðmiðunarreglum um áhrif af útvarpsbylgjum.
Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er hannað með tilliti til leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum
sem alþjóðlegar viðmiðunarreglur mæla með. Þessar viðmiðunarreglur voru þróaðar af óháðu vísindastofnuninni ICNIRP og
innihalda öryggismörk sem ætlað er að tryggja öryggi allra, óháð aldri og heilsufari.
Í viðmiðunarreglum um útvarpsbylgjur úr þráðlausum tækjum er notuð mælieiningin SAR (Specific Absorption Rate). Efri
mörk SAR, samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP er 2.0 vött/kílógramm (W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvef.
Mælingar á SAR eru gerðar í hefðbundnum stöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á öllum mældum tíðnisviðum.
Raunverulegur SAR-styrkur tækis í notkun getur verið lægri en hámarksgildið, þar sem tækið er hannað til að nota aðeins
þann styrk sem þarf til að ná sambandi við símkerfið. Fjöldi þátta hafa áhrif á styrkinn, t.d. hversu langt notandinn er frá
grunnstöð. Samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP er hæsta SAR-gildi fyrir notkun tækisins við eyra 0,56 W/kg.
Notkun aukabúnaðar getur valdið því að SAR-gildið verði annað. SAR-gildi kunna að vera breytileg milli landa sökum
mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og tíðnisviðs. Viðbótarupplýsingar um SAR má finna í upplýsingum um vörur á
www.nokia.com