LEYFISYFIRLÝSING
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION yfir því að RH-86 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur, sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC.
Eintak um yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni
http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að
líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki. Hendið þessum vörum
ekki með heimilisúrgangi.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrirfram fengnu skriflegu
samþykki Nokia.
Nokia, Nokia Connecting People og Xpress-on eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja
sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 19972006-2005. Tegic Communications, Inc. All rights
reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í
þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði,
tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjal er afhent “eins og það kemur fyrir”. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á
nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan henti tiltekinni
notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær sem er, án undangenginnar tilkynningar. Birgðir á
tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
SIM-kortið og rafhlaðan sett í símann ......................................................................................................................................... 10
Lyklar og hlutar.................................................................................................................................................................................... 13
Hringt og tekið á móti símtali ......................................................................................................................................................... 15
Stillingar fyrir texta- og margmiðlunarskilaboð..................................................................................................................... 17
Símtals- og símastillingar ............................................................................................................................................................. 22
Birta tíma- og dagsstillingar ........................................................................................................................................................ 23
Stillingar fyrir aukahluti................................................................................................................................................................. 24
Vekjaraklukka og dagbók............................................................................................................................................................... 25
Tenging við þjónustu og vafrað á þjónustusíðum .................................................................................................................. 27
Fótspor og skyndiminni.................................................................................................................................................................. 28
6. Upplýsingar um rafhlöðu............................................................................................................... 30
Hleðsla og afhleðsla ........................................................................................................................................................................... 30
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia .............................................................................................................. 31
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla
notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða
hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur.
Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við
loftnetið.
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
RAKAÞOL
Símtækið er ekki rakaþolið. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki
má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa
skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Slá skal inn neyðarnúmerið og ýta á hringitakkann. Gefa skal upp
staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í EGSM900 og GSM1800 símkerfunum.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á
tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru
háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf
getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft
að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa
áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er
birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í
sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis,
svo sem textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð og -forrit og internetþjónusta krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
Öryggisnúmerið með símtækinu ver það gegn óheimilli notkun. Forstillta númerið er 12345.
PIN-númerið með SIM-kortinu ver kortið gegn óheimilli notkun. PIN2-númerið kann að fylgja SIM-kortinu og
er nauðsynlegt til að komast í sumar aðgerðir. Ef PIN- eða PIN2-númer eru slegin vitlaust inn þrisvar í röð er
beðið um PUK- eða PUK2-númer. Ef þessi númer vantar ber að hafa samband við þjónustuveitu.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að komast í upplýsingar í öryggiseiningunni. PIN-númer
undirskriftar kann að vera nauðsynlegt fyrir rafræna undirskrift. Lykilorðs vegna útilokunar er krafist þegar
Útilokunarþjónusta er notuð.
Veldu Valm. > Stillingar > Öryggisstillingar til að stilla hvernig símtækið notar aðgangskóða og
öryggisstillingar.
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið
þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Ath.: Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður en fram- og bakhlið eru fjarlægðar.
Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota
tækið með áföstum fram- og bakhliðum.
1. Fram- og bakhliðar eru fjarlægðar með því að styðja á bakhliðina og renna henni að neðri hluta símans (1).
2. Rafhlaðan er fjarlægð með því að lyfta henni eins og sýnt er á myndinni (2).
3. SIM-kortsfestingin er losuð með því að toga varlega í hana og opna hana svo (3).
4. SIM-kortið er sett í símann þannig að skáhornið vísi upp og til hægri og gyllti snertiflöturinn vísi niður (4).
Loka skal SIM-kortsfestingunni og ýta henni á sinn stað (5).
5. Rafhlaðan er sett í rafhlöðufestinguna (6).
6. Bakhlið símans er sett aftur á hann og rennt upp. Bakhliðinni er síðan ýtt alveg að efri hluta símans til að
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari
tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt
hætta.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til
notkunar þegar það er hlaðið orku með ACP-7, ACP-12 eða AC-2 hleðslutæki. Þetta tæki er ætlað til nokunar
með BL-5C rafhlöðu. Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við rafmagnsinnstungu.
Ath.: Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á tækinu eins og gildir um öll önnur tæki sem
senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að tækið noti
meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta loftnetssvæðið þegar tækið er notað verður virkni
loftnetsins og líftími rafhlöðunnar líkt og best verður á kosið.