KITCHENAID 5K5GB User Manual [is]

Þessi glerskál er hönnuð til að passa á nokkrar mismunandi borðhrærivélar með hallanlegum haus. Notaður er sérhannaður gengjuuhringur með gengjum milli glersins og málmplötunnar til að festa skálina við hrærivélina, til að tryggja að hún passi rétt. Fylgdu þessum leiðbeiningum við að festa glerskálina við borðhrærivélina þína.
1. Snúðu skálinni við.
2. Skrúfaðu plasthringinn með gengjunum réttsælis upp á gengjurnar á botni glerskálarinnar þar til hann er þéttfastur.
Að festa glerskálina á borðhrærivélina
1. Stilltu hraðastýringuna á “O” (AF).
2. Taktu borðhrærivélina.
3. Hallaðu mótorhausnum aftur.
4. Settu skálina á sk álarfestiplötuna.
5. Snúðu skálina varlega réttsælis.
LEIÐBEINING UM FESTINGU GLERSKÁLARINNAR
Losa Festa
ÍSLENSKA
Að taka glerskálina af af borðhrærivélinni
1. Stilltu hraðastýringuna á “O” (AF).
2. Taktu borðhrærivélina.
3. Hallaðu mótorhausnum aftur.
4. Snúðu skálinni rangsælis.
Að taka gengjuhringinn af glerskálinni
1. Snúðu skálinni við.
2. Snúðu gengjuhringnum rangsælis þar til hann losnar af.
3. Ef gengjuhringurinn er of þröngur skal setja skálina aftur í skálarfestiplötuna og snúa henni rangsælis þar til gengjuhringurinn losnar.
Þetta eru flýtileiðbeiningar fyrir notkun glerskálarinnar 5KGB:
Glerskálinn er hönnuð sérstaklega til notkunar með borðhrærivélum með hallanlegum haus (gerðir 5K45, 5KSM150PS og 5KSM156PS). Vinsamlegast lestu leiðbeininga- og uppskriftahandbókina, sem fylgdi með borðhrærivélinni þinni til að fá upplýsingar um notkunina á vélinni.
FYRIR NOTKUN
− Borðhrærivélin þín er sérstaklega stillt í verksmiðjunni fyrir hámarksframistöðu. Þegar glerskálin er notuð getur verið nauðsynlegt að endurstilla bilið á milli hrærara og skálar. Tryggðu að gengjuhringurinn sé nægilega þéttur til að koma í veg fyrir að hrærarinn rekist ekki í skálina. Þegar skálin er rétt staðsett ættu handfangið og stúturinn ekki að snerta stall hrærivélarinnar. Vinsamlegast sjáðu blaðsíðu 7 (bilið á milli hrærara og skálar) í notkunar­og umhirðuhandbók borðhrærivélarinnar þinnar (LEIÐBEININGAR RÉTTA NOTKUN) til að sjá leiðbeiningar um stillingu á bili milli hrærara og skálar.
− Fjarlægðu gengjuhringinn áður en skálin er notuð í örbylgjuofni.
− Til að forðast skemmdir á vörunni skal ekki nota glerskálina þar sem mikill hiti er, til dæmis eins og í ofni eða ofan á eldavél.
ÁBENDINGAR FYRIR NOTKUN
UMHIRÐA OG HREINSUN
− Setja má glerskálina og gengjuhringinn í uppþvottavél. Lokið má setja í uppþvottavél, en aðeins í efstu grind.
− Einnig má hreinsa glerskálina og gengjuhringinn vandlega í heitu sápuvatni
og skola til áður en þurrkað er.
− má setja í uppþvottavél, aðeins í efstu grind
− Hlíf án þéttingar
MERKINGAR Á LOKI
ÍSLENSKA
Lögun sjálfstandandi hrærivélarinnar er vörumerki KitchenAid, BNA Bandaríkin
© 2009. Allur réttur Öll réttindi áskilinn.
W10244243A
4/09
Loading...