Nokia 3110 classic, 3109 classic User's Guide [is]

Notandahandbók Nokia 3110 classic/Nokia 3109 classic
9200421 Útgáfa 3
LEYFISYFIRLÝSING
Nokia, Nokia Connecting People, Nokia Care, Visual Radio og Navi eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia. US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright © 1997-2007. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See http:// www.mpegla.com.
Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar. AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA, STARFSMENN ÞESS EÐA SAMSTARFSAÐILAR UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI
EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL. INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA
INNTAKI ÞESSA SKJALS, Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTL TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TILBAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Birgðir á tilteknum vörum og forritum fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokia söluaðila þínum. Þau forrit frá þriðju aðilum sem fylgja með tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða hugverkaréttindi
að þessum hugbúnaði þriðja aðila. Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum hugbúnaði þriðju aðila.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN NOKKURS KONAR ÁBYRGÐAR, BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILINNAR AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILDA, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
Þetta tæki uppfyllir ákvæði tilskipunar 2002/95/EC um takmarkanir á notkun tiltekinna hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði. Útflutningstakmarkanir
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Tilkynning frá FCC/INDUSTRY CANADA Tækið þitt getur valdið truflun í sjónvarps- eða útvarpstækjum (til að mynda þegar sími er notaður mjög nálægt móttökutækjum). FCC (Federal Communications Commission) eða Industry Canada geta krafist þess að þú hættir að nota símann þinn ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Hafðu samband við þjónustuaðila þinn ef þú þarfnast aðstoðar. Þetta tæki fellur undir grein 15 í reglugerðunum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og (2) Tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess. Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Á www.nokia.com/support færðu nýjustu útgáfu þessarar handbókar ásamt upplýsingum og viðbótarþjónustu. Þar geturðu einnig hlaðið niður PC Suite og öðrum hugbúnaði. Þú færð nánari upplýsingar um uppsetningu símans hjá næsta þjónustuaðila.
9200421/Útgáfa 3
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að þessi RM-237/RM-274 vara er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC. Afrit af Samræmisyfirlýsingunni má finna á http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

Efnisyfirlit

Öryggisatriði ....................................................................5
Um tækið...........................................................................5
Sérþjónusta.......................................................................6
Samnýtt minni..................................................................6
Aukahlutir.........................................................................6
1. Almennar upplýsingar................................................7
Aðgangslyklar..............................................................................................7
Öryggisnúmer..........................................................................................7
PIN-númer.................................................................................................7
PUK-númer................................................................................................7
Lykilorð útilokunar.................................................................................7
Stillingaþjónusta........................................................................................7
Niðurhal efnis..............................................................................................7
Hugbúnaðaruppfærslur...........................................................................7
Þjónusta Nokia............................................................................................8
Upplýsingar um þjónustu.....................................................................8
Stillingaþjónusta.....................................................................................8
Nokia PC Suite..........................................................................................8
Þjónustudeild...........................................................................................8
Viðhald.......................................................................................................8
2. Tækið tekið í notkun..................................................8
SIM-kortið og rafhlaðan sett í símann.................................................8
Ísetning microSD-korts.............................................................................8
Rafhlaðan hlaðin........................................................................................9
Loftnet...........................................................................................................9
Höfuðtól........................................................................................................9
Band...............................................................................................................9
3. Tækið...........................................................................10
Takkar og hlutar.......................................................................................10
Kveikt og slökkt á tækinu......................................................................10
Biðstaða......................................................................................................10
Skjár..........................................................................................................11
Orkusparnaður......................................................................................11
Virkur biðskjár.......................................................................................11
Flýtivísar í biðham................................................................................11
Vísar..........................................................................................................11
Flugstilling.................................................................................................12
Takkalás (takkavari)................................................................................12
Aðgerðir án SIM-korts.............................................................................12
4. Símtöl...........................................................................12
Hringja símtal...........................................................................................12
Númeraval..............................................................................................12
Flýtivísar símtala...................................................................................13
Raddstýrð hringing..............................................................................13
Símtali svarað eða hafnað....................................................................13
Valkostir í símtali.....................................................................................13
5. Textaritun...................................................................13
Textastillingar...........................................................................................13
Hefðbundinn innsláttur texta..............................................................14
Flýtiritun.....................................................................................................14
6. Notkun valmyndarinnar..........................................14
7. Skilaboð......................................................................14
Textaskilaboð............................................................................................14
Textaskilaboð skrifuð og send.........................................................15
Textaskilaboð lesin og þeim svarað...............................................15
Margmiðlunarskilaboð...........................................................................15
Margmiðlunarskilaboð skrifuð og send........................................15
Margmiðlunarskilaboð-plús skrifuð og send...............................15
Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað.......................................15
Sending skilaboða...................................................................................16
Póstkort......................................................................................................16
Leifturboð..................................................................................................16
Leifturboð skrifuð.................................................................................16
Leifturboð lesin og þeim svarað......................................................16
Nokia Xpress hljóðskilaboð..................................................................16
Skilaboð búin til....................................................................................16
Hlustað á skilaboð................................................................................16
Minni er fullt..............................................................................................17
Möppur........................................................................................................17
Tölvupóstur...............................................................................................17
Stillingahjálp..........................................................................................17
Tölvupóstur skrifaður og sendur.....................................................17
Tölvupósti hlaðið niður......................................................................18
Tölvupóstur lesinn og honum svarað............................................18
Möppur fyrir tölvupóst........................................................................18
Sía fyrir ruslpóst....................................................................................18
Spjallboð.....................................................................................................18
Aðgangur................................................................................................18
Tenging....................................................................................................18
Spjallforritið...........................................................................................19
Boði tekið eða hafnað.........................................................................19
Spjallskilaboð lesið..............................................................................19
Þátttaka í spjalli....................................................................................19
Spjalltengiliðum bætt við..................................................................19
Lokað og opnað fyrir skilaboð.........................................................19
Hópar........................................................................................................20
Talskilaboð.................................................................................................20
Upplýsingaboð..........................................................................................20
Þjónustuskipanir......................................................................................20
Skilaboðum eytt.......................................................................................20
SIM skilaboð...............................................................................................20
Skilaboðastillingar...................................................................................20
Almennar stillingar..............................................................................20
Textaskilaboð........................................................................................20
Margmiðlunarskilaboð.......................................................................21
Tölvupóstur............................................................................................21
8. Tengiliðir.....................................................................21
Vistun nafna og símanúmera..............................................................21
Vistun upplýsinga....................................................................................21
Stillingar.....................................................................................................22
Hópar...........................................................................................................22
Leit að tengilið.........................................................................................22
Tengiliðir afritaðir eða færðir..............................................................22
Upplýsingum um tengiliði breytt.......................................................22
Tengiliðum eytt........................................................................................22
Samstilling alls..........................................................................................22
Nafnspjöld..................................................................................................23
Flýtivísar símtala......................................................................................23
Upplýsingar, þjónusta og eigin númer.............................................23
9. Símtalaskrá.................................................................23
10. Staðsetning..............................................................23
11. Stillingar...................................................................24
Snið..............................................................................................................24
Þemu............................................................................................................24
Tónar............................................................................................................24
Skjár.............................................................................................................24
Tími og dagsetning.................................................................................24
Eigin flýtivísar...........................................................................................24
Vinstri valtakkinn..................................................................................25
Hægri valtakkinn..................................................................................25
Stýrihnappur..........................................................................................25
Raddskipanir..........................................................................................25
Innrautt.......................................................................................................25
Bluetooth....................................................................................................25
Þráðlaus Bluetooth-tækni..................................................................25
Uppsetning Bluetooth-tengingar....................................................26
Pakkagögn.................................................................................................26
Gagnaflutningur.......................................................................................26
Flutningur gagna í annað tæki........................................................26
Gagnaflutningar með samhæfu tæki.............................................26
Samstilling frá tölvu............................................................................26
E f n i s y f i r l i t
Samstilling frá miðlara.......................................................................27
USB-gagnasnúra.......................................................................................27
Símtöl..........................................................................................................27
Sími..............................................................................................................27
Aukahlutir..................................................................................................28
Stillingar.....................................................................................................28
Öryggi..........................................................................................................28
Hugbúnaðaruppfærsla með ljósvakaboðum..................................28
Stillingar hugbúnaðaruppfærslu.....................................................29
Beiðni um hugbúnaðaruppfærslu...................................................29
Uppsetning hugbúnaðaruppfærslu................................................29
Setja upphafsstillingar...........................................................................29
12. Valmynd símafyrirtækis........................................29
13. Gallerí........................................................................29
Möppur og skrár.......................................................................................29
Prentun mynda.........................................................................................29
Minniskort..................................................................................................30
Minniskort forsniðið............................................................................30
Minniskortinu læst...............................................................................30
Minnisnotkun skoðuð.........................................................................30
14. Miðlar.........................................................................30
Myndavél & myndupptaka....................................................................30
Myndataka..............................................................................................30
Upptaka myndinnskota......................................................................30
Valkostir Myndavélar & myndupptöku..........................................31
Hljóð- og myndspilari.............................................................................31
Tónlistarspil...............................................................................................31
Lagaspilun..............................................................................................31
Valkostir tónlistarspilarans...............................................................31
Útvarp..........................................................................................................32
Vistun útvarpsstöðva...........................................................................32
Hlustað á útvarpið................................................................................32
Raddupptökutæki....................................................................................32
Tónjafnari...................................................................................................33
Steríómögnun...........................................................................................33
15. Kallkerfi.....................................................................33
Kallkerfisrásir............................................................................................33
Gerðir kallkerfisrása.............................................................................33
Rás búin til..............................................................................................33
Kveikt og slökkt á kallkerfinu...............................................................33
Kallað upp og svarað í kallkerfinu......................................................33
Hringt í rás..............................................................................................34
Tveggja manna símtal........................................................................34
Kallkerfissímtal til margra viðtakenda..........................................34
Kallkerfissímtal móttekið...................................................................34
Svarbeiðnir.................................................................................................34
Svarbeiðni send.....................................................................................34
Orðið við beiðni um svarhringingu................................................34
Maður-á-mann tengiliðum bætt við..................................................34
Stillingar kallkerfis...................................................................................34
Stillingar.....................................................................................................35
Tengst við þjónustu................................................................................37
Vafrað um síður........................................................................................38
Vafrað með tökkum símans..............................................................38
Beint val...................................................................................................38
Bókamerki..................................................................................................38
Útlitsstillingar...........................................................................................38
Öryggisstillingar.......................................................................................38
Fótspor.....................................................................................................38
Forskriftir yfir örugga tengingu.......................................................38
Stillingar niðurhals..................................................................................39
Þjónustuinnhólf........................................................................................39
Aðgangur að þjónustuhólfi...............................................................39
Stillingar þjónustuhólfs......................................................................39
Skyndiminni...............................................................................................39
Öryggi vafra...............................................................................................39
Öryggiseining........................................................................................39
Vottorð.....................................................................................................39
Stafræn undirskrift...............................................................................40
19. SIM-þjónusta............................................................40
20. Tenging við tölvu....................................................40
Nokia PC Suite...........................................................................................40
Pakkagögn, HSCSD og CSD.....................................................................40
Bluetooth....................................................................................................40
Gagnasamskiptaforrit............................................................................40
21. Rafhlaða....................................................................41
Upplýsingar um rafhlöðu......................................................................41
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia.................41
Sannvottun heilmyndar......................................................................41
Hvað ef rafhlaðan er ekki ósvikin?..................................................42
Umhirða og viðhald......................................................43
Losun...........................................................................................................43
Viðbótaröryggisupplýsingar.......................................43
Lítil börn.....................................................................................................43
Vinnuumhverfi..........................................................................................43
Lækningatæki...........................................................................................44
Ígrædd lækningatæki.........................................................................44
Heyrnartæki...........................................................................................44
Ökutæki.......................................................................................................44
Sprengifimt umhverfi.............................................................................44
Neyðarhringingar....................................................................................44
UPPLÝSINGAR UM VOTTUN (SAR)..........................................................45
Atriðaskrá.......................................................................46
16. Forrit..........................................................................35
Leikur ræstur.............................................................................................35
Forrit keyrt.................................................................................................35
Valkostir forrita........................................................................................35
Forriti hlaðið niður..................................................................................35
17. Skipuleggjari............................................................35
Vekjaraklukka...........................................................................................35
Áminning stillt.......................................................................................35
Vekjarinn stöðvaður............................................................................36
Dagbók........................................................................................................36
Minnismiða bætt í dagbók................................................................36
Tónn fyrir færslur..................................................................................36
Verkefnalisti...............................................................................................36
Minnismiðar..............................................................................................36
Reiknivél.....................................................................................................36
Tímamælar................................................................................................37
Skeiðklukka................................................................................................37
18. Á vefnum...................................................................37
Stillingar á vafri........................................................................................37

Öryggisatriði

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á notagildi þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota tækið nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í þeirri stöðu sem lýst er í handbókinni sem fylgdi með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetssvæðið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Styðja skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Sláðu inn neyðarnúmerið og ýttu á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í EGSM 900, GSM 1800 og 1900 símkerfunum. Fáðu frekari upplýsingar um símkerfi hjá þjónustuveitunni.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og
annað efni. Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar
notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
5

S é r þ j ó n u s t a

Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og táknum valmynda að hafa verið breytt. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Fyrir sumar aðgerðir í símanum, eins og MMS (margmiðlunarskilaboð), tölvupóst, spjallskilaboð, ytri samstillingu og niðurhal efnis með vafra eða MMS, þarf símkerfisstuðning við viðkomandi tækni.

Samnýtt minni

Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: gallerí, tengiliðir, textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, spjallskilaboð, tölvupóstur, dagbók, verkefni, Java™ leikir og forrit, og minnispunktaforritið. Notkun einnar eða fleiri þessara aðgerða getur minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Tækið getur birt skilaboð um að minnið sé fullt þegar reynt er að nota aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða einhverjum upplýsingum eða færslum sem eru geymdar í aðgerðunum sem samnýta minni áður en haldið er áfram.

Aukahlutir

Gagnlegar leiðbeiningar um aukabúnað og aukahluti
Alla aukahluti og fylgibúnað skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Þegar aukahlutur eða fylgibúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Athuga skal reglulega hvort aukahlutir fyrir bíla séu vel festir og vinni rétt.
Uppsetningu flókinna aukahluta í bíla skal fela fagmönnum.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
6

1. Almennar upplýsingar

Aðgangslyklar

Öryggisnúmer

Öryggisnúmerið (5 til 10 stafir) hjálpar þér við að vernda símann gegn óheimilli notkun. Forstillta númerið er 12345. Þú getur breytt númerinu og stillt símann á að biðja um númerið. Sjá „Öryggi“, bls. 28.

PIN-númer

PIN- og UPIN-númerin (4 til 8 stafir) hindra að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. Sjá „Öryggi“, bls. 28. PIN2-númer (4 til 8 stafir) fylgja oftast með SIM-kortum og eru nauðsynleg til að nota suma valkosti síma. Slá verður inn PIN-númer öryggiseiningar til að fá aðgang að upplýsingunum sem þar eru geymdar. Sjá
„Öryggiseining“, bls. 39.
PIN-númer undirskriftar er nauðsynlegt til að nota stafrænu undirskriftina. Sjá „Stafræn undirskrift“, bls. 40.

PUK-númer

Nauðsynlegt er að slá inn PUK- (personal unblocking key) og UPUK-númer (universal personal unblocking key) (8 tölustafir) til að opna lokuð PIN- og UPIN-númer. Slá þarf inn PUK2-númer (8 tölustafir) til að opna lokað PIN2-númer. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna þína til að fá þau.

Lykilorð útilokunar

Lykilorðs útilokunar (4 tölustafir) er krafist þegar Útilokunarþjónusta er notuð. Sjá „Öryggi“, bls. 28.

Stillingaþjónusta

Tækið þarf að vera rétt stillt til að hægt sé að nota tiltekna sérþjónustu, líkt og internetþjónustu, MMS, Nokia Xpress hljóðskilaboð eða samstillingu við netþjón. Nánari upplýsingar um framboð má fá hjá þjónustuveitunni, næsta viðurkennda söluaðila Nokia eða á þjónustusvæði Nokia-vefsvæðisins. Sjá „Þjónusta Nokia“, bls. 8.
Þegar stillingarnar hafa borist í stillingaboðum birtist textinn St. samskipunar mótteknar ef stillingarnar eru ekki vistaðar sjálfkrafa.
Stillingarnar eru vistaðar með því að velja Sýna > Vista. Ef það er nauðsynlegt skaltu slá inn PIN-númerið sem þú fékkst hjá þjónustuveitunni .
Veldu Hætta eða Sýna > Fleygja til að fleygja mótteknum stillingum.

Niðurhal efnis

Hægt er að hlaða nýju efni (t.d. þemum) niður í símann (sérþjónusta).
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu, verð og gjaldtöku fást hjá þjónustuveitunni.
Hugbúnaðaruppfærslur
Nokia kann að framleiða hugbúnaðaruppfærslum með nýjum möguleikum, bættum aðgerðum eða aukinni virkni. Þú getur nálgast þessar uppfærslum með forritinu Nokia Software Updater PC. Til að uppfæra hugbúnað tækisins þarftu að hafa Nokia Software Updater forritið og samhæfa tölvu með Microsoft Windows 2000 eða XP stýrikerfi, háhraðainternettengingu og samhæfa gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Til að fá meiri upplýsingar og til að hlaða niður Nokia Software Updater forritinu skaltu fara á www.nokia.com/ softwareupdate eða vefsíðu Nokia á þínu svæði.
Ef hugbúnaðaruppfærslur með ljósvakaboðum eru studdar í símkerfinu getur þú einnig beðið um uppfærslur úr tækinu.
Sjá „Hugbúnaðaruppfærsla með ljósvakaboðum“, bls. 28.
Það að sækja hugbúnaðaruppfærslur getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
7

T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n

Þjónusta Nokia

Upplýsingar um þjónustu

Farðu á www.nokia.com/support eða á vefsíðu Nokia fyrir heimaland þitt til að fá nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og aðra þjónustu sem tengist Nokia vörunni þinni.

Stillingaþjónusta

Þú getur einnig sótt ókeypis stillingar, t.d. fyrir MMS, GPRS, tölvupóst og aðra þjónustu, fyrir tækið þitt á www.nokia.com/ support.

Nokia PC Suite

Þú finnur PC Suite og tengdar upplýsingar á heimasíðu Nokia: www.nokia.com/support.

Þjónustudeild

Ef þú þarft að hafa samband við þjónustudeild skaltu skoða lista yfir þjónustustöðvar Nokia á www.nokia.com/ customerservice.

Viðhald

Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næstu þjónustustöð Nokia á www.nokia.com/repair.
2. Tækið tekið í notkun
Allar myndir sýna Nokia 3110 Classic símann.

SIM-kortið og rafhlaðan sett í símann

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð. Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan eða annar
söluaðili. Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-5C rafhlöðu. Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia. Sjá „Leiðbeiningar um sannprófun á
rafhlöðum frá Nokia“, bls. 41.
SIM-kortið og snertiflötur þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf að fara varlega með kortið þegar það er sett í símann eða tekið úr honum.
1. Ýttu á sleppitakkann (1) til að losa um og fjarlægja bakhliðina (2). Fjarlægðu
rafhlöðuna eins og sýnt er á myndinni (3).
2. Opnaðu (4) SIM-kortafestinguna. Settu SIM-kortið í (5) þannig að snerturnar snúi
niður í höldunni. Lokaðu raufinni (6).
3. Gættu að snertum rafhlöðunnar (7) og settu rafhlöðuna í (8). Settu efri hluta
bakhliðarinnar á tækið (9) og lokaðu henni (10).

Ísetning microSD-korts

Aðeins skal nota samhæf microSD kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
1. Slökktu á tækinu, renndu bakhliðinni af því og taktu rafhlöðuna úr því.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
8
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
2. Ýttu festingu minniskortsins til að opna hana (1).
3. Opnaðu festinguna (2) og settu minniskortið í hana þannig að snerturnar snúi inn á við (3).
4. Lokaðu festingunni (4) og renndu henni til þar til hún smellur á sinn stað (5).
5. Settu rafhlöðuna í tækið og settu svo bakhlið þess aftur á það.

Rafhlaðan hlaðin

Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá AC-3 eða AC-4 hleðslutækjunum.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband í innstungu.
2. Stingdu snúru hleðslutækisins í samband neðst á tækinu. Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til
hægt er að hringja. Hleðslutíminn veltur á því hvaða hleðslutæki er notað. Það tekur um 2 klukkustundir og 45 mínútur að
hlaða BL-5C rafhlöðu með AC-3 hleðslutæki þegar tækið er í biðstöðu.

Loftnet

Í tækinu er innbyggt loftnet.

Höfuðtól

Viðvörun: Ekki hafa útvarpið of hátt stillt. Sé það haft hátt stillt í langan tíma getur það valdið heyrnarskaða.
Gæta skal sérstaklega að hljóðstyrk ef önnur höfuðtól eru tengd tækinu.
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal tengja rafspennutæki við Nokia hljóð- og myndtengið.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.

Band

1. Opnaðu bakhliðina.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
9

T æ k i ð

2. Festu bandið í klemmunum eins og sýnt er á myndinni (1) og lokaðu bakhliðinni (2).
3. Tækið

Takkar og hlutar

Nokia 3110 Classic síminn er sýndur.
1 — Eyrnatól (hlust) 2 — Skjár 3 — Vinstri valtakkinn 4 — Hringitakki 5 — Innrautt (IR) tengi 6 — Navi™ takkinn: 4-átta skruntakki og miðvaltakki 7 — Hægri valtakki 8 — Hætta-takki 9 — Takkaborð 10 — Hljóðnemi 11 — Tengi fyrir hleðslutæki 12 — Nokia hljóð- og myndtengi (2,5 mm) 13 — Mini USB-tengi 14 — Hljóðstyrkstakki til lækkunar 15 — Hljóðstyrkstakki til hækkunar 16 — Rofi 17 — Hátalari 18 — Myndavélarlinsa (aðeins Nokia 3110 Classic)

Kveikt og slökkt á tækinu

Kveikt og slökkt er á tækinu með því að halda rofanum inni. Ef beðið er um PIN- eða UPIN-númer skaltu slá það inn (þau birtast sem ****) og velja Í lagi. Tækið kann að biðja þig að slá inn tíma og dagsetningu. Sláðu inn staðartímann, veldu tímabeltið út frá staðartíma Greenwich
(GMT) og sláðu inn dagsetninguna. Sjá „Tími og dagsetning“, bls. 24. Þegar þú kveikir á tækinu í fyrsta skiptið og það er í biðstöðu kann það að biðja þig að sækja stillingaboð frá þjónustuveitunni
þinni (sérþjónusta). Nánari upplýsingar er að finna í Tengjast við þjónustusíðu. Sjá „Stillingar“, bls. 28. Sjá
„Stillingaþjónusta“, bls. 7.

Biðstaða

Tækið er í biðstöðu þegar það er tilbúinn til notkunar en engir stafir eða tölur hafa verið slegnar inn.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
10
T æ k i ð

Skjár

1 — Sýnir sendistyrk farsímakerfisins 2 — Hleðslustaða rafhlöðu 3 — Vísar
4 — Heiti farsímakerfisins eða skjátákn símafyrirtækisins 5 — Klukka 6 — Aðalskjár 7 — Aðgerð vinstri valtakkans er Flýtival eða flýtivísir í annan valkost. Sjá „Vinstri valtakkinn“, bls. 25. 8 — Aðgerð miðvaltakka er Valmynd. 9 — Aðgerð hægri valtakkans er Nöfn eða flýtivísir í annan valkost. Sjá „Hægri valtakkinn“, bls. 25. Símafyrirtæki þitt gæti
einnig kallað takkann öðru nafni, sem þá vísar í heimasíðu sem fyrirtækið hefur valið.

Orkusparnaður

Tækið býður upp á valkostina Rafhlöðusparnaður og Orkusparnaður til að spara rafhlöðuna þegar tækið er í biðstöðu og ekki er ýtt á neina takka. Hægt er að velja hvort þessir valkostir eru notaðir. Sjá „Skjár“, bls. 24.

Virkur biðskjár

Í virkum biðskjá birtist listi yfir valdar aðgerðir í tækinu og upplýsingar sem þú getur fengið beinan aðgang að. Til að gera virkan biðskjá virkan eða óvirkan, skaltu velja Valmynd > Stillingar > Skjá-stillingar > Virkur biðskjár > Virkur
biðskjár > Kveikja eða Slökkva.
Í virkum biðskjá skaltu fletta upp eða niður á listanum og velja Velja eða Skoða. Örvarnar tilgreina að nánari upplýsingar séu í boði. Veldu Hætta til að hætta að fletta.
Hægt er að skipuleggja virka biðskjáinn og breyta honum með því að velja Valkost. og einn af valkostunum í boði.

Flýtivísar í biðham

Þegar ýtt er einu sinni á hringitakkann opnast listi með þeim símanúmerum sem hringt hefur verið í. Veldu númer eða nafn og ýttu á hringitakkann til að hringja í það.
Vafrinn er opnaður með því að halda inni 0. Hringt er í talhólfið með því að halda inni takkanum 1. Notaðu takka sem flýtivísi. Sjá „Eigin flýtivísar“, bls. 24.

Vísar

ólesin skilaboð
ósend skilaboð, skilaboð sem hefur verið hætt við eða sem hafa mistekist
ósvarað símtal
/ Síminn er tengdur við spjallþjónustuna og staðan er tengd/ur eða ótengd/ur.
móttekin spjallboð
Takkar símans eru læstir. Síminn gefur ekki frá sér hljóð ef hringt er í hann eða hann tekur við textaskilaboðum. Kveikt er á vekjaranum. Niðurteljarinn er í gangi.
Skeiðklukkan gengur í bakgrunni.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
11

S í m t ö l

/ GPRS- eða EGPRS-tenging er virk.
/ GPRS- eða EGPRS-tenging er til staðar.
/ GPRS- eða EGPRS-tenging er í bið.
Bluetooth-tengingu hefur verið komið á.
/ Kallkerfistenging er virk eða henni hefur verið slitið. Ef þú notar tvær símalínur er símalína 2 valin.
Öll símtöl eru flutt í annað númer.
Kveikt er á hátalaranum eða þá að tónlistarstandurinn er tengdur við tækið. Aðeins er hægt að hringja í lokaðan notendahóp. Tímastillt snið hefur verið valið.
/ / Höfuðtól, handfrjáls búnaður eða hljóðmöskvi er tengdur við tækið.

Flugstilling

Hægt er að loka fyrir öll samskipti til og frá símanum (útvarpsbylgjur hans) og samt spila leiki og opna dagbókina og símaskrána. Notaðu flugstillinguna á stöðum þar sem útvarpsbylgjur eru óleyfilegar — um borð í flugvélum eða á sjúkrahúsum. vísirinn
sést á skjánum þegar flugstillingin er virk. Veldu Valmynd > Stillingar > Snið > Flug > Virkja eða Eigið val til að virkja eða setja upp flugstillingu. Slökkt er á flugstillingunni með því að velja aðra stillingu. Neyðarsímtal í flugstillingu - Sláðu inn neyðarnúmerið, ýttu á hringitakkann og veldu þegar Óvirkja flugsnið? birtist.
Síminn reynir að hringja í neyðarnúmerið.
Viðvörun: Í flugsniðinu er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið. Ef hringja þarf neyðarsímtal meðan tækið er læst og flugsniðið er virkt kann einnig að vera hægt að slá inn neyðarnúmerið sem er forritað í tækið í reitinn fyrir lykilnúmerið og velja 'Hringja'. Tækið staðfestir að verið sé að gera flugsniðið óvirkt til að hefja neyðarsímtal.

Takkalás (takkavari)

Til að koma í veg fyrir að ýtt sé á takkana í ógáti velurðu Valmynd og ýtir síðan á * innan 3,5 sekúndna til að læsa tökkum símans (takkaborðinu).
Takkaborðið er opnað aftur með því að velja Úr lás og ýta á * innan 1,5 sekúndna. Ef Öryggistakkavari er stilltur á Virkur skaltu slá inn öryggisnúmerið.
Þegar takkarnir eru læstir er símtali svarað með því að ýta á hringitakkann. Takkarnir læsast sjálfkrafa þegar lagt er á eða símtali er hafnað.
Aðrir valkostir eru Sjálfvirkur takkavari og Öryggistakkavari. Sjá „Sími“, bls. 27. Þegar takkavarinn er á kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Aðgerðir án SIM-korts

Hægt er að nota suma valkosti tækisins án þess að SIM-kort sé í því (eins og gagnaflutning á milli símans og tölvu eða annars samhæfs tækis). Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki hægt að nota.
4. Símtöl

Hringja símtal

Númeraval

1. Sláðu inn símanúmerið ásamt svæðisnúmerinu.
Til að hringja á milli landa skaltu ýta tvisvar sinnum á * takkann til að hringja úr landinu (+ táknið kemur í stað 00), velja landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef þörf er á því) og síðan símanúmerið.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
12

T e x t a r i t u n

2. Hringt er í símanúmer með því að ýta á hringitakkann. Til að stilla hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur er ýtt á hljóðstyrkstakkana.
3. Til að ljúka símtali eða hætta við að hringja ýtirðu á hætta-takkann.
Þú getur leitað að vistuðu nafni eða símanúmeri í Tengiliðir. Sjá „Leit að tengilið“, bls. 22. Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið.
Þegar ýtt er einu sinni á hringitakkann í biðstöðu opnast listi með þeim símanúmerum sem hringt hefur verið í. Hringt er í númer með því að velja það (eða nafn) og ýta á hringitakkann.

Flýtivísar símtala

Þú getur tengt símanúmer við hraðvalstakka 2 til 9. Sjá „Flýtivísar símtala“, bls. 23. Hringdu í númerið með því að nota eina af aðferðunum hér á eftir:
Ýttu á tölutakka og síðan á hringitakkann. eða Ef Hraðval er stillt á Virkt skaltu ýta á og halda tölutakka inni þar til hringing hefst. Nánari lýsing er í Hraðval. Sjá „Símtöl“, bls. 27.

Raddstýrð hringing

Hægt er að hringja með því að segja þau nöfn sem eru vistuð á tengiliðalista tækisins. Raddskipanir eru háðar tungumáli. Velja þarf Tungumál raddkennsla áður en raddval er notað. Sjá „Sími“, bls. 27.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
1. Í biðstöðu er hægri valtakkanum eða neðri hljóðstyrkstakkanum haldið inni. Stutt hljóðmerki heyrist og Tala núna birtist.
2. Segðu nafn þess sem þú vilt hringja í skýrt og greinilega. Ef síminn ber kennsl á skipunina birtir hann þær færslur sem passa við hana í lista. Tækið spilar raddskipun færslunnar sem er efst á listanum. Ef hún er ekki rétt skaltu fletta að annarri færslu.
Notkun raddskipana svipar til raddstýrðra hringinga. Sjá „Raddskipanir“, bls. 25.

Símtali svarað eða hafnað

Ýtt er á hringitakkann til að svara símtali. Ýtt er á hætta-takkann til að ljúka símtali. Símtali er hafnað með því að ýta á hætta-takkann. Veldu Hljótt ef þú vilt slökkva á hringingunni. Meðan á símtali stendur er símtali í bið (sérþjónusta) svarað með því að ýta á hringitakkann. Fyrsta símtalið er sett í bið. Ýtt er
á hætta-takkann til að slíta símtalinu sem er í gangi. Þú getur einnig virkjað Biðþjónusta fyrir símtöl. Sjá „Símtöl“, bls. 27.

Valkostir í símtali

Margir þeirra valkosta sem hægt er að velja meðan á símtali stendur flokkast undir sérþjónustu. Upplýsingar um framboð fást hjá þjónustuveitunni.
Meðan á símtali stendur geturðu valið Valkost. og svo einhvern af eftirfarandi valkostum: Valkostir fyrir símtöl eru Hljóðnemi af, Hljóðnemi á, Tengiliðir, Valmynd, Læsa takkaborði, Taka upp, Skýrleiki tals,
Hátalari eða Símtól.
Valkostir símkerfis eru Svara, Hafna, Í bið eða Úr bið, Ný hringing, Bæta í símafund, Leggja á, Ljúka öllum og eftirfarandi:
Senda DTMF-tóna — til að senda tónastrengi
Skipta — til að skipta á milli virks símtals og símtals í bið
Flytja — til að tengja saman símtal í gangi og símtal í bið og aftengjast í leiðinni
Símafundur — til að koma á símafundi
Einkasamtal — til að tala einslega við þátttakanda í símafundi
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
5. Textaritun

Textastillingar

Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn hátt eða með flýtiritun.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
13

N o t k u n v a l m y n d a r i n n a r

Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda inni Valkost. til að skipta á milli venjulegs textainnsláttar, táknaður með , og flýtiritunar, táknuð með . Síminn styður ekki flýtiritun á öllum tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er táknað með yfir í tölustafi, táknað með , með því að halda inni # og velja Talnahamur. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi með því að halda inni # takkanum.
Veldu Valkost. > Tungumál texta til að velja ritunartungumálið.
, eða . Skipt er á milli há- og lágstafa með #. Skipt er úr bókstöfum

Hefðbundinn innsláttur texta

Ýttu endurtekið á tölutakka, frá 2 til 9 þar til stafurinn birtist. Það hvaða tungumál er valið hefur áhrif á það hvaða bókstafir birtast.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist og slá svo inn stafinn. Til að fá aðgang að algengum greinarmerkjum og sérstöfum ýtirðu endurtekið á 1 eða ýtir á * til að velja sérstaf.

Flýtiritun

Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í.
1. Byrjaðu að skrifa orð með tökkunum 2 til 9. Ýttu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf.
2. Þegar þú lýkur við að slá inn orð og það er rétt staðfestirðu það með því að bæta bili aftan við orðið með því að styðja á 0. Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * og velja orðið af listanum. Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki að finna í orðabókinni. Veldu Stafa til að bæta orðinu
inn í orðabókina. Sláðu inn orðið á venjulegan hátt og veldu Vista. Samsett orð eru slegin inn með því að slá fyrst inn fyrri hluta orðsins og fletta svo til hægri til að staðfesta hann. Svo er seinni hluti orðsins sleginn inn og það staðfest.
3. Svo er næsta orð slegið inn.
6. Notkun valmyndarinnar
Í tækinu er fjöldi aðgerða sem eru flokkaðar í valmyndir.
1. Veldu Valmynd til að opna valmyndina.
2. Flettu í gegnum valmyndina og veldu valkost (t.d. Stillingar).
3. Ef sú valmynd inniheldur fleiri undirvalmyndir skaltu velja undirvalmynd (t.d. Símtals-stillingar).
4. Endurtaktu skref 3 ef undirvalmyndin inniheldur aðra undirvalmynd.
5. Veldu stillinguna.
6. Veldu Til baka til að fara aftur í fyrra valmyndarþrep. Veldu Hætta til að loka valmyndinni.
Útliti valmyndarinnar er breytt með því að velja Valkost. > Aðalskjár valm. > Listi, Tafla, Tafla með lýsingu eða Flipi. Til að endurskipuleggja valmyndina skaltu fletta að því sem þú vilt færa og velja Valkost. > Skipuleggja > Færa. Veldu hvert
þú vilt færa valmyndina og veldu svo Í lagi. Breytingarnar eru vistaðar með því að velja Lokið > .

7. Skilaboð

Hægt er að lesa, skrifa, senda og vista textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, tölvupóstskeyti, hljóðskilaboð, leifturboð og póstkort. Öllum skilaboðum er raðað í möppur.

Textaskilaboð

Tækið styður sendingu textaskilaboða sem eru lengri en sem nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra tungumála, taka meira pláss og takmarka þannig þann fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Með SMS-þjónustunni er hægt að senda og taka við textaskilaboðum og taka við skilaboðum sem innihalda myndir (sérþjónusta). Áður en hægt er að senda textaskilaboð er nauðsynlegt að vista númer skilaboðamiðstöðvarinnar .
„Skilaboðastillingar“, bls. 20.
Sjá
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
14
S k i l a b o ð
Til að fá upplýsingar um framboð SMS-tölvupósts og gerast áskrifandi að þjónustunni skaltu hafa samband við þjónustuveituna þína. Hægt er að vista tölvupóstfang í Tengiliðir. Sjá „Vistun upplýsinga“, bls. 21.

Textaskilaboð skrifuð og send

1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Textaskilaboð.
2. Sláðu inn eitt eða fleiri símanúmer eða tölvupóstföng í Til: Til að nota símanúmer eða tölvupóstfang velurðu Bæta við.
3. Til að senda SMS-tölvupóst skaltu slá inn efnið í Efni: reitinn.
4. Skrifaðu skilaboðin þín í Skilaboð: reitinn. Lengdarvísir skilaboðanna efst í horni skjásins sýnir hversu margir stafir eru eftir og í hversu mörgum hlutum þarf að senda
skilaboðin. Til dæmis merkir 673/2 að 673 stafir séu eftir og að skilaboðin verði send í tveimur hlutum.
5. Veldu Senda til að senda skilaboðin. Sjá „Sending skilaboða“, bls. 16.

Textaskilaboð lesin og þeim svarað

1. Ef skoða á móttekin skilaboð er valið Sýna. Hægt er að skoða þau síðar með því að velja Hætta.
2. Til að lesa skilaboðin síðar velurðu Valmynd > Skilaboð > Innhólf. birtist ef þú átt ólesin skilaboð í innhólfinu.
3. Skilaboðunum er svarað með því að velja Svara og svo gerð skilaboðanna.
4. Skrifaðu svartextann.
5. Veldu Senda til að senda skilaboðin.
Sjá „Sending skilaboða“, bls. 16.
Margmiðlunarskilaboð
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir, hljóð og myndskeið. Til að sjá framboð og gerast áskrifandi að þjónustu margmiðlunarskilaboða (MMS) skaltu hafa samband við þjónustuveituna
þína.
Sjá „Skilaboðastillingar“, bls. 20.

Margmiðlunarskilaboð skrifuð og send

1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Margmiðlun.
2. Skrifaðu skilaboðin. Tækið styður margmiðlunarskilaboð sem innihalda margar síður (skyggnur). Skilaboð geta innihaldið dagbókarfærslu og
nafnspjald sem viðhengi. Skyggna getur innihaldið texta, eina mynd og eina hljóðskrá, eða texta og hreyfimynd. Til að setja skyggnu í skilaboðin skaltu velja ; eða velja Valkost. > Setja inn > Skyggnu. Veldu Setja inn til að bæta skrá í skilaboðin.
3. Til að skoða skilaboðin áður en þú sendir þau skaltu velja Valkost. > Skoða áður.
4. Veldu Senda til að senda skilaboðin.
5. Sláðu inn eitt eða fleiri símanúmer eða tölvupóstföng í Til: Til að nota símanúmer eða tölvupóstfang velurðu Bæta við.
6. Til að senda SMS-tölvupóst skaltu slá inn efnið í Efni: reitinn.
7. Veldu Senda til að senda skilaboðin.
Sjá „Sending skilaboða“, bls. 16.

Margmiðlunarskilaboð-plús skrifuð og send

Hægt er að bæta hvaða efni sem er við margmiðlunarskilaboð-plús. Slíkt efni getur verið myndir, myndskeið, hljóðskrár, nafnspjöld, dagbókaratriði, þemu, straumspilunartenglar eða jafnvel óstuddar skrár (t.d. skrár sem hafa verið mótteknar í tölvupósti).
1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Margmiðl.-plús.
2. Sláðu inn eitt eða fleiri símanúmer eða tölvupóstföng í Til: Til að nota símanúmer eða tölvupóstfang velurðu Bæta við.
3. Sláðu inn titil og skrifaðu skilaboðin.
4. Til að setja skrá inn í skilaboðin velurðu Setja inn eða Valkost. > Setja inn og skráargerðina.
5. Til að skoða skilaboðin áður en þú sendir þau skaltu velja Valkost. > Skoða áður.
6. Veldu Senda til að senda skilaboðin. Sjá „Sending skilaboða“, bls. 16.

Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað

Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstboð og margmiðlunarboð geta innihaldið skaðlegan
hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
15
Loading...
+ 33 hidden pages