LEYFISYFIRLÝSING
Við, NOKIA CORPORATION lýsum því yfir og ábyrgjumst að framleiðsluvaran RH-53 er í samræmi við
eftirfarandi samþykkt: 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://
www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með
vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig
um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki. Hendið þessum vörum ekki með
heimilisúrgangi.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil
nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Nokia og Nokia Connecting People eru skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti
fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2005. Tegic
Communications, Inc. All rights reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og
úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu
tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt,
hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal
annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan hentl tiltekinni notkun. Nokia áskilur
sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta
söluaðila Nokia.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í
Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru
óheimilar.
Rafhlaða sett í........................................................................................................................................... 20
6. Upplýsingar um rafhlöðu .............................................................................. 90
Hleðsla og afhleðsla ................................................................................................................................ 90
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia ................................................................... 91
Umhirða og viðhald........................................................................................... 94
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað
við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar
sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á
notagildi þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða
sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem verið er að sprengja.
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni.
Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Síminn er ekki vatnsheldur. Halda skal símanum þurrum.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar
sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega,
einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja skal á eins oft
og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Neyðarnúmerið
er valið og síðan er stutt á . Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta
símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
■ UM TÆKIÐ
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til notkunar í EGSM 900 og GSM
1800 símkerfum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um netkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa
tækis.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera
kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur
valdið truflun eða hættu.
■ Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi.
Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi
sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á
sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu.
Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga
við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota
sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki
gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að
hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á
valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP
samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem margmiðlunarboð (MMS) og
vefskoðun krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
■ Samnýtt minni
Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: tengiliðalisti, texta- og
margmiðlunarboð, nafnalistar, myndir og hringitónar í valmyndinni Gallerí, minnispunktar í
dagbók og Java
TM
-leikir og forrit. Notkun einnar eða fleiri þessara aðgerða getur minnkað
tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Til dæmis getur vistun margra mynda
valdið því að minnið fyllist. Tækið getur birt boð um að minnið sé fullt þegar reynt er að nota
aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða einhverjum upplýsingum eða færslum sem
eru geymdar í aðgerðunum sem samnýta minni áður en haldið er áfram. Sumar aðgerðirnar,
svo sem skyndiminni og bókamerki, geta fengið tilteknu minni úthlutað í viðbót við það
minni sem þær samnýta með öðrum aðgerðum.
■ Hleðslutæki og aukahlutir
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu símtæki. Þetta
tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá AC-1, ACP-7, ACP-8, ACP-12, LCH-9
og LCH-12 hleðslutækjunum.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur
samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll
ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Viðvörun: Ekki má nota útdraganleg Nokia HDC-10 heyrnartól með þessum síma.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar.
Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Á límmiðanum er að finna mikilvægar upplýsingar um þjónustu og aðstoð við
viðskiptavini. Geyma skal límmiðann á vísum stað.
Festu límmiðann á ábyrgðarskírteinið þitt.
■ Aðgangsnúmer
• Öryggisnúmer: Þetta númer sem fylgir símanum ver hann gegn óleyfilegri
notkun. Forstillta númerið er 12345.
Frekari upplýsingar um notkun öryggisnúmers er að finna í Öryggisstillingar á
bls. 67.
• PIN-númer: Þetta númer sem kann að fylgja SIM-kortinu ver kortið gegn
óleyfilegri notkun. Ef þú virkjar Krefjast PIN-númers aðgerðina í valmyndinni
Öryggisstillingar er beðið um númerið í hvert skipti sem kveikt er á símanum.
Ef rangt PIN-númer er slegið inn þrisvar í röð lokast SIM-kortið. Þú verður að
slá inn PUK-númer til að opna SIM-kortið aftur og velja nýtt PIN-númer.
• PIN2-númer: Þetta númer kann að fylgja SIM-kortinu og er áskilið til að
komast í sumar aðgerðir, líkt og gjaldmæla.
Breyttu öryggisnúmerinu, PIN-númerinu og PIN2-númerinu í Aðgangslyklar í
valmyndinni Öryggisstillingar. Haltu nýju númerunum leyndum og geymdu þau
á öruggum stað fjarri símanum.
• PUK- og PUK2-númer: Þessi númer fylgja ef til vill SIM-kortinu. Ef svo er ekki
skal hafa samband við þjónustuveituna.
• Lykilorð vegna útilokunar: Lykilorðið er áskilið til að nota aðgerðina
Útilokunarþjónusta í valmyndinni Öryggisstillingar.
■ Ljósmerki
Ljósin í skjánum og takkaborðinu láta þig vita um mismunandi aðgerðir símans
með því að lýsa. Það gerist t.d. við eftirfarandi aðgerðir símans:
• Þegar einhver hringir í þig.
• Þegar þér berast SMS- eða margmiðlunarboð.
• Þegar minnispunktur í dagbók eða tíma niðurteljara er lokið, eða þegar
vekjaraklukkan eða rafhlöðuvísirinn koma af stað vekjara- eða
viðvörunarmerki.
Þú getur virkjað ljósmerkin með því að nota Ljósabúnaður aðgerðina í
valmyndinni Sérsnið, sjá bls. 57.
■ Niðurhleðsla efnis og forrita
Mögulegt er að þú getir hlaðið niður nýju efni (til dæmis myndum eða
hringitónum) og Java-forritum af vefsetrum í símann (sérþjónusta).
Tækið kann að vera með nokkrum bókamerkjum fyrir setur sem ekki eru tengd Nokia. Nokia
hvorki ábyrgist né hvetur til notkunar þessara vefsetra. Ef valið er að heimsækja þessi
vefsetur skal beita sömu öryggisráðstöfunum og fyrir öll önnur setur.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá aðilum
sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
■ GPRS
GPRS-tækni (General Packet Radio Service) er sérþjónusta sem gerir kleift að nota
farsíma til að senda og taka á móti gögnum um net sem byggist á internetsamskiptareglum (IP). Með GPRS-tengingu geturðu t.d. sent og tekið við
margmiðlunarboðum (sérþjónusta).
Til að nota GPRS-þjónustu skaltu stofna til áskriftar að henni hjá símafyrirtækinu
eða þjónustuveitunni þinni og vista GPRS-stillingarnar fyrir aðgerðir sem þú vilt
nota á GPRS-netinu. Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir upplýsingar um
verð, framboð og gagnasendingarhraða.
Athugaðu að fyrir sumar aðgerðir, líkt og fyrir WAP og skoðun xHTML-síðna, er
mögulegt að þú getir valið á milli GPRS eða GSM-gagnasend. (CSD, Circuit
Switched Data).
Sjá má upplýsingar um vísana sem birtast meðan GPRS-tenging er virk í GPRS-
tenging á bls. 62
■ Upplýsingar um þjónustu Nokia
Á www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt að finna
nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og
þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
Á vefsetrinu má nálgast upplýsingar um notkun vara og þjónustu frá Nokia. Ef
leita þarf til þjónustudeildar skal skoða listann yfir þjónustuaðila Nokia á hverjum
stað á www.nokia.com/customerservice.
Ef viðhaldsþjónustu er óskað skal athuga hvar næsta þjónustuver Nokia er
staðsett á www.nokia.com/repair.
1. Sýnir merkisstyrk farsímakerfisins þar sem þú
ert.
2. Rafhleðslustaða.
3. Heiti farsímakerfisins eða skjátákn
símafyrirtækisins.
4. Valkostir vinstri valtakka.
5. Valkostir hægri valtakka.
Hægri valtakkinn getur verið Tengiliðir,
aðgerðin sem valin er í Hægri valtakki
stillingunni í Persónulegir flýtivísar valmyndinni,
eða heiti eða skjátákn sem auðkennir
símafyrirtækið.
6. Valtakkar og hafa þá virkni sem lýst
er fyrir ofan þá.
7. Skruntakkar í fjórar áttir (, ,
og )
Virkjar skrun í gegnum nöfn, símanúmer, valmyndir eða stillingar. Meðan á
símtali stendur, styddu á til að auka hljóðstyrk heyrnartólsins og á
til að minnka hann. Í biðham, styddu á
Opnaðu SIM-hlífina á hlið símans með því að
toga hana út og beygja hana niður (1). Settu
SIM-kortið í símann þannig að afskorna
hornið vísi til hægri (2). Ýttu SIM-kortinu inn
og lokaðu SIM-hlífinni (3).
Athugaðu að ef þú fjarlægir SIM-kortið á
meðan síminn er í notkun birtist Setja SIM-
kort í á skjánum. Settu SIM-kortið aftur í
símann og sláðu inn PIN-númerið til að
endurræsa hann.
■ Rafhlaða sett í
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja
hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Losaðu krækjuna (1). Fjarlægðu bakhliðina (2). Settu rafhlöðuna í (3). Settu
bakhliðina aftur á sinn stað (4).
þjónustuveituna. Síminn styður ekki 5 volta SIM-kort og því getur verið þörf á
nýju korti.
Í tækinu er innbyggt loftnet.
Til athugunar: Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið
þegar kveikt er á tækinu eins og gildir um öll önnur tæki sem
senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur
áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að tækið noti
meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta
loftnetssvæðið þegar tækið er notað bætir það virkni
loftnetsins og líftíma rafhlöðunnar.
1. Opnaðu símann og sláðu inn símanúmerið, þar með talið svæðisnúmer.
Hringt til útlanda: Styddu tvisvar á til að fá + merkið og sláðu inn
landsnúmerið, svæðisnúmerið (slepptu núllinu fremst ef þess þarf) og
símanúmerið.
Styddu á Hreinsa til að eyða tölustafnum sem síðast var sleginn inn.
2. Styddu á til að hringja í númerið. Styddu á til að auka hljóðstyrk
heyrnar- eða höfuðtólsins og á til að minnka hann.
3. Styddu á eða lokaðu símanum til að slíta símtalinu eða hætta við að
hringja.
Hringt í númer af tengiliðalista
Styddu á eða í biðham til að finna nafnið sem þig vantar. Styddu á
til að hringja í númerið.
Hringt í nýlega valið númer
Til að velja aftur eitt af þeim tuttugu símanúmerum sem þú hefur síðast hringt í
eða reynt að hringja í, skaltu styðja einu sinni á þegar síminn er í bið, skruna
að símanúmerinu eða nafninu sem þú vilt velja og styðja á .
Til að hringja í talhólfið þitt (sérþjónusta) í biðham, styddu á og haltu inni eða
styddu á og .
Þegar þér hafa borist talskilaboð kann að birtast efst á skjánum
(sérþjónusta). Styddu á Hlusta á til að hringja í talhólfið.
Nánari upplýsingar um talskilaboð má finna í Talboð á bls. 45.
Símanúmer hraðvalið
Ef þú hefur úthlutað einum takkanna til símanúmeri geturðu hringt í
símanúmerið með því að velja annan af valkostunum tveimur hér að neðan:
• Styddu á takkann í biðham sem samsvarar númerinu þú vilt velja og síðan
á.
• Ef aðgerðin Hraðval er virk, styddu þá á tölutakkann og haltu honum inni í
biðham þar til símtalið hefst.
Frekari upplýsingar um úthlutun hraðvalstakka má finna í Hraðvalsnúmer
á bls. 56.
Frekari upplýsingar um Hraðval aðgerðina er að finna í Símtalsstillingar
á bls. 63.
Aðgerðir sem eru virkar meðan á símtali stendur
Þú getur stutt á Valkostir til að nota einhverjar af eftirtöldum aðgerðum meðan á
símtali stendur:
Hljóðnemi af eða Hljóðnemi á, Leggja á, Ljúka öllum, Tengiliðir, Valmynd, Í bið eða
Úr bið, Ný hringing (sérþjónusta), Símafundur (sérþjónusta), Einkasamtal
Flytja (sérþjónusta), Höfuðtól, Hljóðstjórnun virk eða Hljóðstj. óvirk.
Veldu
• Hljóðstjórnun virk / Hljóðstj. óvirk til að virkja eða óvirkja sjálfvirka stjórnun
hljóðstyrks. Sjá Símtalsstillingar á bls. 63.
• Flytja til að tengja símtal í bið við virka símtalið og til að leggja sjálf(ur) á.
• Höfuðtól til að flytja virkt símtal í viðkomandi aukabúnað þegar
aukabúnaðurinn er tengdur við símann.
Til að hringja annað símtal meðan á símtali stendur (sérþjónusta), styddu á
Valkostir og veldu Ný hringing. Sláðu inn símanúmerið eða leitaðu að því í
tengiliðunum og styddu á Hringja eða . Fyrra símtalið er sett í bið.
• Til að skipta á milli símtalanna, styddu á Víxla eða . Til að slíta virka
símtalinu, styddu á eða á Valkostir og veldu Leggja á. Til að slíta báðum
símtölunum, styddu á Valkostir og veldu Ljúka öllum.
• Til að sameina símtölin á símafund (sérþjónusta), styddu á Valkostir og veldu
Símafundur. Til að stofna til einkasamtals við einn þátttakenda símafundarins,
veldu Einkasamtal og síðan viðmælandann. Til að taka aftur þátt í
símafundinum, veldu Símafundur. Til að ljúka símtalinu, styddu á .
■ Innhringingu svarað eða henni hafnað
Opnaðu símann og styddu á til að svara símtalinu. Ef þú styður ekki á
innan fimm sekúndna er símtalinu svarað sjálfkrafa. Ef þú vilt að hringitónninn
heyrist ekki, styddu á Hljótt.
Til að hafna símtalinu, styddu á eða á Valkostir og veldu Hafna. Þú getur líka
opnað símann og lokað honum innan 1,5 sekúndna til að hafna símtali. Símtalið er
þá flutt ef valkostur símtalsflutnings, líkt og valkosturinn Flytja þegar síminn er á
tali, er virkur.
Símtal í bið
Þú getur svarað símtali meðan á öðru símtali stendur ef þú hefur virkjað
aðgerðina Biðþjónusta fyrir símtöl í valmyndinni Símtalsstillingar (sérþjónusta). Til
að svara símtali í bið, styddu á Svara eða . Fyrra símtalið er sett í bið.
■ Takkalás (Takkavari)
Þú getur læst takkaborðinu til að koma í veg fyrir að stutt sé óvart á takkana.
Til að læsa takkaborðinu, styddu á Valmynd í biðham og síðan strax á .
Takkavarinn virkjast ekki þegar þú lokar símanum. Þegar takkaborðið er læst sést
efst á skjánum. Til að aflæsa takkaborðinu, styddu á Úr lás og svo strax á .
Þegar takkaborðið er læst geturðu svarað símtali með því að styðja á . Hægt
er að nota aðgerðir símans á venjulegan hátt meðan á símtali stendur. Þegar þú
lýkur eða hafnar símtali læsist takkaborðið sjálfkrafa.
Upplýsingar um það hvernig má stilla takkaborðið þannig að það læsist sjálfkrafa
eftir ákveðinn tíma er að finna í Sjálfvirkur takkavari á bls. 65.
Þegar takkalásinn er á getur verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað
í tækið.
Þú getur slegið inn texta á tvo mismunandi vegu, með hefðbundinni textaritun
eða með því að nota hjálparritun (innbyggða orðabók) .
Til að skipta á fljótlegan hátt á milli textaritunaraðferða þegar þú skrifar, styddu
tvisvar á .
Texti skrifaður með hefðbundinni textaritun Styddu endurtekið á takkann sem
merktur er með þeim staf sem þú vilt fá fram þar til stafurinn birtist.
Texti ritaður með hjálparritun
1. Sláðu inn það orð sem þú vilt með því að styðja aðeins einu sinni á hvern takka
fyrir hvern staf. Orðið breytist í hvert sinn sem stutt er á takka. Til þess að skrifa
t.d. ‘Nokia’ þegar enska orðabókin er valin skaltu styðja á , , ,
, .
2. Ef orðið sem birtist er orðið sem þú vildir fá fram skaltu styðja á og byrja
að skrifa næsta orð.
• Ef þú vilt fá fram annað orð skaltu styðja endurtekið á þar til það orð
sem þú vilt fá fram birtist.
• Ef „?“ birtist fyrir aftan orðið er það ekki að finna í orðabókinni. Til að bæta
orðinu í orðabókina, styddu á Stafa, sláðu inn orðið (með hefðbundinni
textaritun) og styddu svo á Í lagi.
Ábendingar um ritun texta með hefðbundinni ritun og með hjálparritun:
• Til að færa bendilinn til vinstri eða hægri, styddu á eða eftir því
sem við á.
• Styddu á til að setja inn bil.
• Til að eyða stafnum vinstra megin við bendilinn, styddu á Hreinsa. Til að
hreinsa skjáinn, styddu á og haltu inni Hreinsa.
• Til að skipta á milli há- og lágstafa, eða á milli hefðbundinnar ritunar og
hjálparritunar, styddu endurtekið á og athugaðu vísinn efst á skjánum.
• Til að skipta á milli bók- og tölustafa, styddu á og haltu inni .
• Til að setja inn tölustaf, styddu á viðeigandi takka og haltu honum inni.
• Til að fá fram lista yfir sértákn, styddu á og haltu inni , veldu svo táknið
sem þú vilt nota og styddu á Nota. Í hefðbundinni textaritun geturðu einnig
sett inn greinarmerki og viss sértákn með því að styðja endurtekið á .
• Hefðbundin ritun: Til að slá inn staf sem er á sama takka og næsti stafur á
undan, styddu á eða (eða bíddu þar til bendillinn birtist) og sláðu
inn nýja stafinn.
• Hjálparritun: Til að setja inn samsett orð skaltu slá inn fyrri helming orðsins,
styðja á og slá svo inn síðari orðsins.
Flestum valmyndaraðgerðunum fylgir stuttur hjálpartexti. Til að skoða
hjálpartexta valmyndar skrunaðu að þeirri valmyndaraðgerðinni bíddu í 15
sekúndur.
Upplýsingar um hvernig á að kveikja og slökkva á Kveikir á hjálpartextum er að
finna í Símastillingar á bls. 65.
■ Aðgerð valmyndar opnuð
Með skruni
1. Styddu á Valmynd í biðham.
2. Styddu á eða til að skruna að aðalvalmyndinni sem þú vilt velja og
styddu á Velja til að opna hana.
3. Skrunaðu að undirvalmynd og styddu á Velja.
Ef undirvalmyndin inniheldur frekari undirvalmyndir skaltu endurtaka þetta
skref.
4. Styddu á Til baka til að fara aftur á fyrra valmyndarstig, eða á Hætta eða
til að fara aftur í biðham.
Með flýtivísunarnúmeri
Valmyndirnar, undirvalmyndirnar og stillingarkostirnir eru tölusettir.
Flýtivísunarnúmerið sést efst til hægri á skjánum.
Styddu á Valmynd í biðham. Skrifaðu, innan tveggja sekúndna, flýtivísunarnúmer
aðalvalmyndarinnar sem þú vilt opna. Endurtaktu þetta fyrir undirvalmyndina og
stillingarkostina.