Nokia 2652 User's Guide [is]

Page 1
Notendaleiðbeiningar fyrir Nokia 2652 símann
9243413
1. útgáfa
Page 2
LEYFISYFIRLÝSING Við, NOKIA CORPORATION lýsum því yfir og ábyrgjumst að framleiðsluvaran RH-53 er í samræmi við eftirfarandi samþykkt: 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http:// www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Copyright © 2005 Nokia. Öll réttindi áskilin.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Nokia og Nokia Connecting People eru skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2005. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Page 3
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan hentl tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
9243413 / Útgáfa 1
Page 4
Efnisyfirlit
ÖRYGGISATRIÐI .................................................................................................... 9
Almennar upplýsingar....................................................................................... 14
Límmiði sem fylgir í pakkningunni ...................................................................................................... 14
Aðgangsnúmer .......................................................................................................................................... 14
Ljósmerki ..................................................................................................................................................... 15
Niðurhleðsla efnis og forrita................................................................................................................. 15
GPRS............................................................................................................................................................. 16
Upplýsingar um þjónustu Nokia........................................................................................................... 16
1. Notkun ........................................................................................................... 18
Takkar........................................................................................................................................................... 18
Innsetning SIM-korts............................................................................................................................... 19
Rafhlaða sett í........................................................................................................................................... 20
Úlnliðsólin fest .......................................................................................................................................... 21
Síminn opnaður......................................................................................................................................... 21
Kveikt og slökkt á símanum................................................................................................................... 21
2. Grunnaðgerðir................................................................................................ 23
Hringt........................................................................................................................................................... 23
Innhringingu svarað eða henni hafnað.............................................................................................. 25
Takkalás (Takkavari) ................................................................................................................................. 26
3. Texti ritaður ................................................................................................... 27
4Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 5
4. Notkun valmyndarinnar ................................................................................ 29
Aðgerð valmyndar opnuð....................................................................................................................... 29
Listi yfir valmyndaraðgerðir .................................................................................................................. 31
5. Valmyndaraðgerðir ........................................................................................ 35
Skilaboð (Valmynd 1)............................................................................................................................... 35
Texta- og myndskilaboð (SMS) ......................................................................................................... 35
Texta- eða myndboð skrifuð og send .......................................................................................... 36
Tölvupóstskilaboð skrifuð og send................................................................................................ 37
Textaboð, myndboð eða tölvupóstskilaboð lesin og þeim svarað ....................................... 38
Nafnalistar........................................................................................................................................... 39
Möppur fyrir texta- og myndboð.................................................................................................. 40
Margmiðlunarboð (MMS)................................................................................................................... 40
Margmiðlunarboð skrifuð og send ............................................................................................... 41
Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað ..................................................................................... 44
Skilaboðum eytt .................................................................................................................................... 45
Talboð....................................................................................................................................................... 45
Upplýsingaboð ....................................................................................................................................... 45
Skilaboðastillingar ................................................................................................................................ 46
Stillingar fyrir texta- og tölvupóstskilaboð................................................................................ 46
Stillingar margmiðlunarboða......................................................................................................... 47
Leturstærð stillt.................................................................................................................................. 48
Þjónustuskipanir.................................................................................................................................... 49
Símtalaskrá (valmynd 2)......................................................................................................................... 49
Ósvöruð, móttekin og valin símtöl ................................................................................................... 49
Símtalateljarar og -tímamælar ......................................................................................................... 50
Tengiliðir (valmynd 3).............................................................................................................................. 50
Aðrar leiðir til að komast í aðgerðir þessarar valmyndar.......................................................... 51
Stillingar fyrir tengiliði valdar........................................................................................................... 51
5Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 6
Nöfn og símanúmer vistuð................................................................................................................. 52
Mynd sett við vistað nafn eða númer............................................................................................. 53
Leitað að nafni í tengiliðum .............................................................................................................. 54
Tengiliðum eytt...................................................................................................................................... 54
Nafni, númeri eða textaatriði breytt............................................................................................... 54
Tengiliðir afritaðir................................................................................................................................. 55
Aðrar aðgerðir sem snerta tengiliði................................................................................................. 55
Hraðvalsnúmer ................................................................................................................................... 56
Nafnspjöld ........................................................................................................................................... 56
Stillingar (valmynd 4).............................................................................................................................. 57
Snið........................................................................................................................................................... 57
Tónastillingar.......................................................................................................................................... 58
Nýir hringitónar settir inn í símann ............................................................................................. 59
Skjástillingar........................................................................................................................................... 59
Dags- og tímastillingar........................................................................................................................ 61
Persónulegir flýtivísar .......................................................................................................................... 62
Tengimöguleikar .................................................................................................................................... 62
GPRS-tenging ..................................................................................................................................... 62
Símtalsstillingar..................................................................................................................................... 63
Símastillingar ......................................................................................................................................... 65
Stillingar fyrir aukahluti...................................................................................................................... 66
Vísar aukahluta í biðham ................................................................................................................ 67
Öryggisstillingar..................................................................................................................................... 67
Endurvekja upprunalegar stillingar.................................................................................................. 68
Gallerí (valmynd 5)................................................................................................................................... 69
Valkostir fyrir skrárnar í galleríinu ................................................................................................... 70
Skipuleggjari (valmynd 6)....................................................................................................................... 71
Vekjaraklukka ......................................................................................................................................... 72
Þegar tíminn er útrunninn.............................................................................................................. 72
6Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 7
Dagbók ..................................................................................................................................................... 72
Mismunandi skjáir notaðir í dagbók ............................................................................................ 73
Minnispunkti bætt í dagbók........................................................................................................... 74
Þegar síminn gefur frá sér hljóðmerki vegna punkts .............................................................. 74
Forrit (Valmynd 7) .................................................................................................................................... 75
Leikir ......................................................................................................................................................... 75
Safn........................................................................................................................................................... 76
Aðrir valkostir sem eru tiltækir fyrir forrit eða forritaflokk................................................... 76
Java-forritum hlaðið niður ............................................................................................................. 77
Önnur forrit (Valmynd 8)........................................................................................................................ 78
Reiknivél .................................................................................................................................................. 78
Umreikningur gjaldmiðils................................................................................................................ 78
Skeiðklukka............................................................................................................................................. 79
Niðurteljari.............................................................................................................................................. 79
Þjónusta (valmynd 9) .............................................................................................................................. 80
Undirstöðuatriði varðandi aðgang og notkun á vafraþjónustu............................................... 80
Síminn settur upp fyrir vafraþjónustu............................................................................................. 81
Mótteknar þjónustustillingar vistaðar......................................................................................... 81
Þjónustustillingarnar færðar inn handvirkt ............................................................................... 81
Útlitsstillingar..................................................................................................................................... 82
Stillingar fyrir fótspor....................................................................................................................... 82
Tengingu við vafraþjónustu komið á ............................................................................................... 82
Þjónustusíður skoðaðar ...................................................................................................................... 83
Símatakkarnir notaðir þegar vafrað er ........................................................................................ 83
Valkostir þegar vafrað er ................................................................................................................. 84
Tenging við vafraþjónustu rofin........................................................................................................ 84
Bókamerki................................................................................................................................................ 85
Móttaka bókamerkis ......................................................................................................................... 85
Þjónustuhólf........................................................................................................................................... 86
7Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 8
Skyndiminnið hreinsað........................................................................................................................ 86
Öryggi vafra............................................................................................................................................ 87
Öryggiseining...................................................................................................................................... 87
Vottorð.................................................................................................................................................. 87
Flýtival (valmynd 10)............................................................................................................................... 88
SIM-þjónusta (valmynd 11)................................................................................................................... 89
6. Upplýsingar um rafhlöðu .............................................................................. 90
Hleðsla og afhleðsla ................................................................................................................................ 90
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia ................................................................... 91
Umhirða og viðhald........................................................................................... 94
Viðbótaröryggisupplýsingar.............................................................................. 96
8Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 9
ÖRYGGISATRIÐI
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta verið næmir fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á notagildi þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota símann þar sem verið er að sprengja.
9Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 10
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Síminn er ekki vatnsheldur. Halda skal símanum þurrum.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Styðja skal á eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Neyðarnúmerið er valið og síðan er stutt á . Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
UM TÆKIÐ
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til notkunar í EGSM 900 og GSM 1800 símkerfum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um netkerfi.
10Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 11
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem margmiðlunarboð (MMS) og vefskoðun krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
Samnýtt minni
Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: tengiliðalisti, texta- og margmiðlunarboð, nafnalistar, myndir og hringitónar í valmyndinni Gallerí, minnispunktar í dagbók og Java
TM
-leikir og forrit. Notkun einnar eða fleiri þessara aðgerða getur minnkað
11Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 12
tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Til dæmis getur vistun margra mynda valdið því að minnið fyllist. Tækið getur birt boð um að minnið sé fullt þegar reynt er að nota aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða einhverjum upplýsingum eða færslum sem eru geymdar í aðgerðunum sem samnýta minni áður en haldið er áfram. Sumar aðgerðirnar, svo sem skyndiminni og bókamerki, geta fengið tilteknu minni úthlutað í viðbót við það minni sem þær samnýta með öðrum aðgerðum.
Hleðslutæki og aukahlutir
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu símtæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá AC-1, ACP-7, ACP-8, ACP-12, LCH-9 og LCH-12 hleðslutækjunum.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Viðvörun: Ekki má nota útdraganleg Nokia HDC-10 heyrnartól með þessum síma.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
12Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 13
Rafhlaðan hlaðin
1. Stingdu snúrunni úr hleðslutækinu í samband neðst á símanum.
2. Stingdu hleðslutækinu í rafmagnsinnstungu. Hleðsluvísirinn byrjar að hreyfast.
Þegar rafhlaðan er fullhlaðin hættir hleðsluvísirinn að hreyfast.
3. Taktu hleðslutækið úr sambandi við símann og innstunguna.
Nokkur hollráð varðandi fylgibúnað og aukahluti.
• Alla aukahluti og fylgibúnað skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
• Þegar aukahlutur eða fylgibúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
• Athuga skal reglulega hvort aukahlutir fyrir bíla séu vel festir og vinni rétt.
• Uppsetningu flókinna aukahluta í bíla skal fela fagmönnum.
13Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 14
Almennar upplýsingar
Límmiði sem fylgir í pakkningunni
Á límmiðanum er að finna mikilvægar upplýsingar um þjónustu og aðstoð við viðskiptavini. Geyma skal límmiðann á vísum stað.
Festu límmiðann á ábyrgðarskírteinið þitt.
Aðgangsnúmer
Öryggisnúmer: Þetta númer sem fylgir símanum ver hann gegn óleyfilegri notkun. Forstillta númerið er 12345.
Frekari upplýsingar um notkun öryggisnúmers er að finna í Öryggisstillingar á bls. 67.
PIN-númer: Þetta númer sem kann að fylgja SIM-kortinu ver kortið gegn óleyfilegri notkun. Ef þú virkjar Krefjast PIN-númers aðgerðina í valmyndinni
Öryggisstillingar er beðið um númerið í hvert skipti sem kveikt er á símanum.
Ef rangt PIN-númer er slegið inn þrisvar í röð lokast SIM-kortið. Þú verður að slá inn PUK-númer til að opna SIM-kortið aftur og velja nýtt PIN-númer.
PIN2-númer: Þetta númer kann að fylgja SIM-kortinu og er áskilið til að komast í sumar aðgerðir, líkt og gjaldmæla.
Breyttu öryggisnúmerinu, PIN-númerinu og PIN2-númerinu í Aðgangslyklar í valmyndinni Öryggisstillingar. Haltu nýju númerunum leyndum og geymdu þau á öruggum stað fjarri símanum.
14Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 15
PUK- og PUK2-númer: Þessi númer fylgja ef til vill SIM-kortinu. Ef svo er ekki skal hafa samband við þjónustuveituna.
Lykilorð vegna útilokunar: Lykilorðið er áskilið til að nota aðgerðina
Útilokunarþjónusta í valmyndinni Öryggisstillingar.
Ljósmerki
Ljósin í skjánum og takkaborðinu láta þig vita um mismunandi aðgerðir símans með því að lýsa. Það gerist t.d. við eftirfarandi aðgerðir símans:
• Þegar einhver hringir í þig.
• Þegar þér berast SMS- eða margmiðlunarboð.
• Þegar minnispunktur í dagbók eða tíma niðurteljara er lokið, eða þegar vekjaraklukkan eða rafhlöðuvísirinn koma af stað vekjara- eða viðvörunarmerki.
Þú getur virkjað ljósmerkin með því að nota Ljósabúnaður aðgerðina í valmyndinni Sérsnið, sjá bls. 57.
Niðurhleðsla efnis og forrita
Mögulegt er að þú getir hlaðið niður nýju efni (til dæmis myndum eða hringitónum) og Java-forritum af vefsetrum í símann (sérþjónusta).
Tækið kann að vera með nokkrum bókamerkjum fyrir setur sem ekki eru tengd Nokia. Nokia hvorki ábyrgist né hvetur til notkunar þessara vefsetra. Ef valið er að heimsækja þessi vefsetur skal beita sömu öryggisráðstöfunum og fyrir öll önnur setur.
15Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 16
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
GPRS
GPRS-tækni (General Packet Radio Service) er sérþjónusta sem gerir kleift að nota farsíma til að senda og taka á móti gögnum um net sem byggist á internet­samskiptareglum (IP). Með GPRS-tengingu geturðu t.d. sent og tekið við margmiðlunarboðum (sérþjónusta).
Til að nota GPRS-þjónustu skaltu stofna til áskriftar að henni hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni þinni og vista GPRS-stillingarnar fyrir aðgerðir sem þú vilt nota á GPRS-netinu. Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir upplýsingar um verð, framboð og gagnasendingarhraða.
Athugaðu að fyrir sumar aðgerðir, líkt og fyrir WAP og skoðun xHTML-síðna, er mögulegt að þú getir valið á milli GPRS eða GSM-gagnasend. (CSD, Circuit Switched Data).
Sjá má upplýsingar um vísana sem birtast meðan GPRS-tenging er virk í GPRS-
tenging á bls. 62
Upplýsingar um þjónustu Nokia
Á www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt að finna nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
16Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 17
Á vefsetrinu má nálgast upplýsingar um notkun vara og þjónustu frá Nokia. Ef leita þarf til þjónustudeildar skal skoða listann yfir þjónustuaðila Nokia á hverjum stað á www.nokia.com/customerservice.
Ef viðhaldsþjónustu er óskað skal athuga hvar næsta þjónustuver Nokia er staðsett á www.nokia.com/repair.
17Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 18
1. Notkun
Takkar
1. Sýnir merkisstyrk farsímakerfisins þar sem þú ert.
2. Rafhleðslustaða.
3. Heiti farsímakerfisins eða skjátákn símafyrirtækisins.
4. Valkostir vinstri valtakka.
5. Valkostir hægri valtakka. Hægri valtakkinn getur verið Tengiliðir,
aðgerðin sem valin er í Hægri valtakki stillingunni í Persónulegir flýtivísar valmyndinni, eða heiti eða skjátákn sem auðkennir símafyrirtækið.
6. Valtakkar og hafa þá virkni sem lýst er fyrir ofan þá.
7. Skruntakkar í fjórar áttir ( , , og )
Virkjar skrun í gegnum nöfn, símanúmer, valmyndir eða stillingar. Meðan á símtali stendur, styddu á til að auka hljóðstyrk heyrnartólsins og á til að minnka hann. Í biðham, styddu á
18Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 19
eða til að komast í þau nöfn og símanúmer sem eru geymd í
Tengiliðum
til að skrifa skilaboð
til að fara í Dagbókina
Athugaðu að fyrst þarf að stilla tíma og dagsetningu.
8. hringir í símanúmer og svarar hringingum, eða birtir þau númer sem síðast var hringt í í biðham.
9. bindur enda á virkt símtal eða hafnar símtali. Kveikir einnig og slekkur á símanum. Hættir hvaða aðgerð sem er.
Einnig má hætta í hvaða aðgerð sem er með því að loka símanum.
10. - ritar tölur og bókstafi.
og þjóna mismunandi tilgangi í ólíkum aðgerðum.
Innsetning SIM-korts
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til. Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur
verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
19Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 20
Opnaðu SIM-hlífina á hlið símans með því að toga hana út og beygja hana niður (1). Settu SIM-kortið í símann þannig að afskorna hornið vísi til hægri (2). Ýttu SIM-kortinu inn og lokaðu SIM-hlífinni (3).
Athugaðu að ef þú fjarlægir SIM-kortið á meðan síminn er í notkun birtist Setja SIM-
kort í á skjánum. Settu SIM-kortið aftur í
símann og sláðu inn PIN-númerið til að endurræsa hann.
Rafhlaða sett í
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Losaðu krækjuna (1). Fjarlægðu bakhliðina (2). Settu rafhlöðuna í (3). Settu bakhliðina aftur á sinn stað (4).
20Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 21
Úlnliðsólin fest
Tengdu úlnliðsólina eins og sýnt er.
Síminn opnaður
Til að nota símann verðurðu að opna hann eins og sýnt er á myndinni. Reyndu ekki að þvinga símann til að opnast meira en lömin leyfir.
Lokaðu símanum með því að þrýsta frá efri hluta hans, ekki frá löminni.
Kveikt og slökkt á símanum
Styddu á og haltu inni rofanum lengur en í 3 sekúndur.
• Ef síminn biður um PIN-númer eða öryggisnúmer, sláðu annað hvort þeirra inn og styddu á Í lagi.
• Ef textinn Setja SIM-kort í eða textinn Styður ekki SIM-kort birtist þó svo að SIM-kortið sé á sínum stað skaltu hafa samband við símafyrirtækið eða
21Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 22
þjónustuveituna. Síminn styður ekki 5 volta SIM-kort og því getur verið þörf á nýju korti.
Í tækinu er innbyggt loftnet.
Til athugunar: Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á tækinu eins og gildir um öll önnur tæki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að tækið noti meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta loftnetssvæðið þegar tækið er notað bætir það virkni loftnetsins og líftíma rafhlöðunnar.
22Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 23
2. Grunnaðgerðir
Hringt
1. Opnaðu símann og sláðu inn símanúmerið, þar með talið svæðisnúmer. Hringt til útlanda: Styddu tvisvar á til að fá + merkið og sláðu inn
landsnúmerið, svæðisnúmerið (slepptu núllinu fremst ef þess þarf) og símanúmerið.
Styddu á Hreinsa til að eyða tölustafnum sem síðast var sleginn inn.
2. Styddu á til að hringja í númerið. Styddu á til að auka hljóðstyrk heyrnar- eða höfuðtólsins og á til að minnka hann.
3. Styddu á eða lokaðu símanum til að slíta símtalinu eða hætta við að hringja.
Hringt í númer af tengiliðalista
Styddu á eða í biðham til að finna nafnið sem þig vantar. Styddu á
til að hringja í númerið.
Hringt í nýlega valið númer
Til að velja aftur eitt af þeim tuttugu símanúmerum sem þú hefur síðast hringt í eða reynt að hringja í, skaltu styðja einu sinni á þegar síminn er í bið, skruna að símanúmerinu eða nafninu sem þú vilt velja og styðja á .
23Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 24
Hringt í talhólfið þitt
Til að hringja í talhólfið þitt (sérþjónusta) í biðham, styddu á og haltu inni eða styddu á og .
Þegar þér hafa borist talskilaboð kann að birtast efst á skjánum (sérþjónusta). Styddu á Hlusta á til að hringja í talhólfið.
Nánari upplýsingar um talskilaboð má finna í Talboð á bls. 45.
Símanúmer hraðvalið
Ef þú hefur úthlutað einum takkanna til símanúmeri geturðu hringt í símanúmerið með því að velja annan af valkostunum tveimur hér að neðan:
• Styddu á takkann í biðham sem samsvarar númerinu þú vilt velja og síðan á.
• Ef aðgerðin Hraðval er virk, styddu þá á tölutakkann og haltu honum inni í biðham þar til símtalið hefst.
Frekari upplýsingar um úthlutun hraðvalstakka má finna í Hraðvalsnúmer á bls. 56.
Frekari upplýsingar um Hraðval aðgerðina er að finna í Símtalsstillingar á bls. 63.
Aðgerðir sem eru virkar meðan á símtali stendur
Þú getur stutt á Valkostir til að nota einhverjar af eftirtöldum aðgerðum meðan á símtali stendur:
Hljóðnemi af eða Hljóðnemi á, Leggja á, Ljúka öllum, Tengiliðir, Valmynd, Í bið eða Úr bið, Ný hringing (sérþjónusta), Símafundur (sérþjónusta), Einkasamtal
24Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 25
(sérþjónusta), Svara, Hafna, Víxla (sérþjónusta), Senda DTMF-tóna, Læsa tökkum,
Flytja (sérþjónusta), Höfuðtól, Hljóðstjórnun virk eða Hljóðstj. óvirk.
Veldu
Hljóðstjórnun virk / Hljóðstj. óvirk til að virkja eða óvirkja sjálfvirka stjórnun hljóðstyrks. Sjá Símtalsstillingar á bls. 63.
Flytja til að tengja símtal í bið við virka símtalið og til að leggja sjálf(ur) á.
Höfuðtól til að flytja virkt símtal í viðkomandi aukabúnað þegar aukabúnaðurinn er tengdur við símann.
Til að hringja annað símtal meðan á símtali stendur (sérþjónusta), styddu á
Valkostir og veldu Ný hringing. Sláðu inn símanúmerið eða leitaðu að því í
tengiliðunum og styddu á Hringja eða . Fyrra símtalið er sett í bið.
• Til að skipta á milli símtalanna, styddu á Víxla eða . Til að slíta virka símtalinu, styddu á eða á Valkostir og veldu Leggja á. Til að slíta báðum símtölunum, styddu á Valkostir og veldu Ljúka öllum.
• Til að sameina símtölin á símafund (sérþjónusta), styddu á Valkostir og veldu
Símafundur. Til að stofna til einkasamtals við einn þátttakenda símafundarins,
veldu Einkasamtal og síðan viðmælandann. Til að taka aftur þátt í símafundinum, veldu Símafundur. Til að ljúka símtalinu, styddu á .
Innhringingu svarað eða henni hafnað
Opnaðu símann og styddu á til að svara símtalinu. Ef þú styður ekki á innan fimm sekúndna er símtalinu svarað sjálfkrafa. Ef þú vilt að hringitónninn heyrist ekki, styddu á Hljótt.
25Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 26
Til að hafna símtalinu, styddu á eða á Valkostir og veldu Hafna. Þú getur líka opnað símann og lokað honum innan 1,5 sekúndna til að hafna símtali. Símtalið er þá flutt ef valkostur símtalsflutnings, líkt og valkosturinn Flytja þegar síminn er á
tali, er virkur.
Símtal í bið
Þú getur svarað símtali meðan á öðru símtali stendur ef þú hefur virkjað aðgerðina Biðþjónusta fyrir símtöl í valmyndinni Símtalsstillingar (sérþjónusta). Til að svara símtali í bið, styddu á Svara eða . Fyrra símtalið er sett í bið.
Takkalás (Takkavari)
Þú getur læst takkaborðinu til að koma í veg fyrir að stutt sé óvart á takkana. Til að læsa takkaborðinu, styddu á Valmynd í biðham og síðan strax á .
Takkavarinn virkjast ekki þegar þú lokar símanum. Þegar takkaborðið er læst sést
efst á skjánum. Til að aflæsa takkaborðinu, styddu á Úr lás og svo strax á .
Þegar takkaborðið er læst geturðu svarað símtali með því að styðja á . Hægt er að nota aðgerðir símans á venjulegan hátt meðan á símtali stendur. Þegar þú lýkur eða hafnar símtali læsist takkaborðið sjálfkrafa.
Upplýsingar um það hvernig má stilla takkaborðið þannig að það læsist sjálfkrafa eftir ákveðinn tíma er að finna í Sjálfvirkur takkavari á bls. 65.
Þegar takkalásinn er á getur verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
26Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 27
3. Texti ritaður
Þú getur slegið inn texta á tvo mismunandi vegu, með hefðbundinni textaritun
eða með því að nota hjálparritun (innbyggða orðabók) .
Til að skipta á fljótlegan hátt á milli textaritunaraðferða þegar þú skrifar, styddu tvisvar á .
Texti skrifaður með hefðbundinni textaritun Styddu endurtekið á takkann sem merktur er með þeim staf sem þú vilt fá fram þar til stafurinn birtist.
Texti ritaður með hjálparritun
1. Sláðu inn það orð sem þú vilt með því að styðja aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Orðið breytist í hvert sinn sem stutt er á takka. Til þess að skrifa t.d. ‘Nokia’ þegar enska orðabókin er valin skaltu styðja á , , ,
, .
2. Ef orðið sem birtist er orðið sem þú vildir fá fram skaltu styðja á og byrja að skrifa næsta orð.
• Ef þú vilt fá fram annað orð skaltu styðja endurtekið á þar til það orð
sem þú vilt fá fram birtist.
• Ef „?“ birtist fyrir aftan orðið er það ekki að finna í orðabókinni. Til að bæta
orðinu í orðabókina, styddu á Stafa, sláðu inn orðið (með hefðbundinni textaritun) og styddu svo á Í lagi.
Ábendingar um ritun texta með hefðbundinni ritun og með hjálparritun:
27Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 28
• Til að færa bendilinn til vinstri eða hægri, styddu á eða eftir því sem við á.
• Styddu á til að setja inn bil.
• Til að eyða stafnum vinstra megin við bendilinn, styddu á Hreinsa. Til að hreinsa skjáinn, styddu á og haltu inni Hreinsa.
• Til að skipta á milli há- og lágstafa, eða á milli hefðbundinnar ritunar og hjálparritunar, styddu endurtekið á og athugaðu vísinn efst á skjánum.
• Til að skipta á milli bók- og tölustafa, styddu á og haltu inni .
• Til að setja inn tölustaf, styddu á viðeigandi takka og haltu honum inni.
• Til að fá fram lista yfir sértákn, styddu á og haltu inni , veldu svo táknið sem þú vilt nota og styddu á Nota. Í hefðbundinni textaritun geturðu einnig sett inn greinarmerki og viss sértákn með því að styðja endurtekið á .
Hefðbundin ritun: Til að slá inn staf sem er á sama takka og næsti stafur á undan, styddu á eða (eða bíddu þar til bendillinn birtist) og sláðu inn nýja stafinn.
Hjálparritun: Til að setja inn samsett orð skaltu slá inn fyrri helming orðsins, styðja á og slá svo inn síðari orðsins.
28Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 29
4. Notkun valmyndarinnar
Flestum valmyndaraðgerðunum fylgir stuttur hjálpartexti. Til að skoða hjálpartexta valmyndar skrunaðu að þeirri valmyndaraðgerðinni bíddu í 15 sekúndur.
Upplýsingar um hvernig á að kveikja og slökkva á Kveikir á hjálpartextum er að finna í Símastillingar á bls. 65.
Aðgerð valmyndar opnuð
Með skruni
1. Styddu á Valmynd í biðham.
2. Styddu á eða til að skruna að aðalvalmyndinni sem þú vilt velja og styddu á Velja til að opna hana.
3. Skrunaðu að undirvalmynd og styddu á Velja. Ef undirvalmyndin inniheldur frekari undirvalmyndir skaltu endurtaka þetta
skref.
4. Styddu á Til baka til að fara aftur á fyrra valmyndarstig, eða á Hætta eða til að fara aftur í biðham.
Með flýtivísunarnúmeri
Valmyndirnar, undirvalmyndirnar og stillingarkostirnir eru tölusettir. Flýtivísunarnúmerið sést efst til hægri á skjánum.
29Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 30
Styddu á Valmynd í biðham. Skrifaðu, innan tveggja sekúndna, flýtivísunarnúmer aðalvalmyndarinnar sem þú vilt opna. Endurtaktu þetta fyrir undirvalmyndina og stillingarkostina.
30Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 31
Listi yfir valmyndaraðgerðir
1. Skilaboð
1. Textaboð
1. Búa til skilaboð
2. Innhólf
3. Búa til SMS tölvup.
4. Send skjöl
5. Vistaðir hlutir
6. Skjalasnið
7. Mínar möppur
8. Nafnalistar
9. Eyða skilaboðum
2. Margm.skilaboð
1. Búa til skilaboð
2. Innhólf
3. Úthólf
4. Send skjöl
5. Vistuð skjöl
6. Eyða skilaboðum
3. Talboð
1. Hlusta á talboð
2. Númer talhólfs
1. Birtist aðeins ef hægt er að vista efni upplýsingaboða á SIM-korti.
2. Birtist aðeins ef upplýsingaboð hafa borist.
4. Skilab. með uppl.
1. Upplýsingaþjónusta
2. Efni
3. Tungumál
4. Efni vistað á SIM-kort
5. Lesa
5. Skilaboðastillingar
1. Textaboð
2. Margm.skilaboð
3. Fleiri stillingar
6. Þjónustuskipanir
2. Símtalaskrá
1. Hringingum ekki svarað
2. Hringingum svarað
3. Hringt var í
4. Eyða nýlegum símtölum
1. Öllum
2. Ekki svarað
3. Svarað
4. Hringt í
2
1
31Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 32
5. Lengd símtals
1. Lengd síðasta símtals
2. Lengd allra símtala inn
3. Lengd allra símtala út
4. Lengd allra símtala
5. Núllstilla teljara
6. GPRS-gagnamælir
1. Gögn send síðast
2. Gögn móttekin síðast
3. Samtals gögn send
4. Samtals gögn móttekin
5. Núllstilla teljara
7. Tímamælir á GPRS-tengingu
1. Lengd síðustu tengingar
2. Lengd allra tenginga
3. Núllstilla teljara
3. Tengiliðir
1. Leita
2. Bæta tengilið við
3. Eyða
4. Afrita
1. Birtist ef SIM-kortið styður það. Símafyrirtæki eða þjónustuveita veitir upplýsingar um fram­boð
5. Stillingar
1. Minni í notkun
2. Sýna tengiliði
3. Staða minnis
6. Hraðvalsnúmer
7. Upplýsinganúmer
8. Þjónustunúmer
9. Eigin númer
10. Viðmælendahópar
4. Stillingar
1. Sérsnið
2. Tónastillingar
1. Velja hringingu
2. Hringitónn
3. Styrkur hringingar
4. Titringur
5. Hringing fyrir skilaboð
6. Takkatónar
7. Aðvörunarhljóð
8. Hringir frá
3. Ljósabúnaður
1
1
32Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 33
4. Skjástillingar
1. Veggfóður
2. Litaval
3. Skjátákn símafyrirtækis
4. Tími skjávara útrunninn
5. Skjábirta
6. Valmynd
5. Tíma- og dagsstillingar
1. Klukka
2. Dagsetning
3. Tími og dagur uppfærast sjálfir
6. Persónulegir flýtivísar
1. Hægri valtakki
2. Veldu valmöguleika 'Flýtivals'
3. Skipul. valmöguleika 'Flýtivals'
7. Tengimögul.
1. GPRS-tenging
8. Símtalsstillingar
1. Símtalsflutningur
2. Sjálfvirk hljóðstjórnun
3. Lyklaborðssvar
4. Sjálfvirkt endurval
5. Hraðval
6. Biðþjónusta fyrir símtöl
7. Samantekt eftir símtal
8. Birta upplýsingar um mig
9. Símastillingar
1. Tungumál síma
2. Staða minnis
3. Sjálfvirkur takkavari
4. Upplýsingar um endurvarpa
5. Opnunarkveðja
6. Val símafyrirtækis
7. Kveikir á hjálpartextum
8. Opnunartónn
10. Stillingar fyrir aukahluti
11. Öryggisstillingar
1. Krefjast PIN-númers
2. Útilokunarþjónusta
3. Fast númeraval
4. Lokaður notendahópur
5. Öryggisstig
6. Aðgangslyklar
12. Endurh. stillingar framleiðanda
5. Gallerí
1. Skoða möppur
2. Bæta við möppu
3. Eyða möppu
1. Sést aðeins ef síminn er eða hefur verið tengdur við samhæfan aukahlut.
1
33Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 34
4. Endurskíra möppu
5. Staða minnis
6. Listi opnunarlykla
7. Hlaða niður
6. Skipuleggjari
1. Vekjaraklukka
2. Dagbók
7. Forrit
1. Leikir
2. Safn
9. Þjónusta
1. Heima
2. Bókamerki
3. Tenglar
4. Þjónustuhólf
5. Stillingar
6. Fara á veffang
7. Tæma skyndim.
10. Flýtival
11. SIM-þjónusta
1
8. Aukakostir
1. Reiknivél
2. Skeiðklukka
3. Niðurteljari
1. Sést aðeins ef SIM-kortið styður það. Nafnið og efnið er breytilegt eftir SIM-kortinu
34Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 35
5. Valmyndaraðgerðir
Skilaboð (Valmynd 1)
Áður en þú getur sent texta-, mynd-, margmiðlunar- eða tölvupóstskilaboð verðurðu að tilgreina skilaboðastillingar þínar. Nánari upplýsingar er að finna í Skilaboðastillingar á bls. 46.
Til athugunar: Þegar boð eru send getur tækið birt orðin "Skilaboð send". Þetta er merki um að skilaboðin hafi verið send úr tækinu í þjónustuversnúmerið sem forritað er í tækið. Þetta er ekki sönnun þess að skilaboðin hafi komist á áfangastað. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um skilaboðaþjónustu.
Texta- og myndskilaboð (SMS)
Þú getur skrifað og sent skilaboð í mörgum hlutum sem geta innihaldið myndir og samanstaðið af nokkrum venjulegum textaboðum (sérþjónusta). Gjaldfærsla kann að fara eftir fjölda venjulegra skilaboða sem þarf í ein samsett skilaboð. Fjöldi tiltækra stafa auk númers samsettu boðanna sem verið er að skrifa sést efst til hægri á skjánum, líkt og 120/2. Sérstafir, svo sem úr kýrillíska stafrófinu, taka meira pláss. Séu þeir notaðir, kunna skilaboðin því að skiptast í fleiri hluta en ella. Athugaðu að í flýtiritun kunna að vera notaðir sérstafir.
Til athugunar: Myndboð er eingöngu hægt að nota ef símafyrirtæki eða þjónustuveita styðja aðgerðina. Aðeins samhæf tæki með möguleika á myndboðum geta tekið á móti og birt myndboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
35Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 36
Texta- eða myndboð skrifuð og send
1. Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð, Textaboð og Búa til skilaboð.
2. Sláðu inn boðin. Sjá Texti ritaður á bls. 27.
• Til að setja inn mynd, símanúmer eða nafn af tengiliðalistanum í skilaboðin,
styddu á Valkostir og veldu:
Bæta í teikningu: Skrunaðu að myndinni sem þú vilt setja inn og styddu
á Skoða og Bæta í. Ef þú vilt, styddu á Valkostir og veldu valkost til að forskoða og breyta skilaboðunum áður en þú sendir þau.
Bæta í númeri: Styddu á Leita eða og veldu númerið.
Bæta í tengiliði: Skrunaðu að nafninu sem þú vilt velja og styddu á
Valkostir. Veldu Bæta í tengiliði eða Skoða upplýsingar ef þú vilt setja
inn númer eða textahlut sem vistaður er með nafninu.
• Til að nota tilbúinn texta sem grunn fyrir skilaboðin, styddu á Valkostir og
veldu Nota skjalasnið og sniðmátið sem þú vilt nota.
• Til að vista skilaboðin í möppunni Vistaðir hlutir eða í Skjalasnið möppunni eða möppu sem þú hefur búið til innan Mínar möppur möppunnar, styddu á
Valkostir og veldu Vista skilaboð.
3. Til að senda skilaboðin, styddu á eða Valkostir og veldu Senda, sláðu inn símanúmer viðtakandans eða leitaðu að því í tengiliðalistanum og styddu á Í
lagi.
• Til að senda skilaboð til fleiri en eins viðtakanda, styddu á Valkostir og
veldu Sendingarkostir og Senda á marga. Skrunaðu að fyrsta
36Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 37
viðtakandanum og styddu á Senda. Þegar þú hefur valið alla viðtakendurna, styddu á Lokið.
• Til að senda skilaboð með því að nota tilbúnar stillingar, styddu á Valkostir
og veldu Sendingarkostir og Sendi snið.
Skilaboðin sem send voru eru vistuð í möppunni Send skjöl.
Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn og stafir úr sumum tungumálakostum, eins og kínversku, taka meira pláss sem takmarkar þann fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Tölvupóstskilaboð skrifuð og send
Þú getur mögulega skrifað og sent tölvupóstskilaboð (sérþjónusta). Upplýsingar um vistun netfangs í símaskrá er að finna í Hvernig má vista mörg símanúmer og
textaatriði við sama nafn á bls. 52.
1. Styddu á Valmynd og veldu Skilaboð, Textaboð og Búa til SMS tölvup.
2. Sláðu inn netfang viðtakandans eða leitaðu að því í tengiliðalistanum og styddu á Í lagi.
3. Ef þú kýst að nota titil fyrir skilaboðin, sláðu hann þá inn og styddu á Í lagi.
4. Sláðu inn tölvupóstskilaboðin.
5. Til að senda skilaboðin, styddu á Valkostir, veldu Senda SMS tölvup. og styddu á Í lagi.
37Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 38
Textaboð, myndboð eða tölvupóstskilaboð lesin og þeim svarað
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstboð geta
innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Þegar þér berast skilaboð, birtist vísirinn og þar á eftir birtist fjöldi nýrra skilaboða með textanum skilaboð móttekin.
Ef vísirinn blikkar er minnið fyrir textaboð fullt. Upplýsingar um hvernig á að eyða skilaboðum er að finna í Skilaboðum eytt á bls. 45.
1. Styddu á Sýna til að skoða strax nýju skilaboðin. Til að skoða þau síðar, styddu á Hætta. Þegar þú vilt lesa skilaboðin, styddu þá
á Valmynd og veldu Skilaboð, Textaboð og Innhólf.
2. Veldu skilaboðin sem þú vilt lesa og notaðu skruntakkana til að fletta í gegnum þau. auðkennir ólesin skilaboð.
3. Til að svara opnu boðunum, styddu á Valkostir og veldu Svara. Veldu
Tómum skjá til að skrifa skilaboð frá grunni.
Svara bréfi til að fella upphaflegu skilaboðin inn í svarið.
Skjalasniði til að nota texta sem þegar er til sem grunn fyrir nýju skilaboðin.
Upplýsingar um sniðmátin má sjá í Möppur fyrir texta- og myndboð á bls. 40.
Þegar þú svarar tölvupósti skaltu staðfesta eða breyta netfanginu og titlinum og skrifa síðan svarið.
4. Til að senda svarið, styddu á Valkostir, veldu Senda og styddu á Í lagi. EÐA: Styddu tvisvar sinnum á .
38Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 39
Aðrar aðgerðir á takkanum Valkostir
Ef þú styður á Valkostir þegar þú ert að lesa skilaboð kemstu í eftirtaldar aðgerðir:
Eyða, Nota upplýsingar, Framsenda, Breyta (fyrir textaboð) / Breyta texta (fyrir
myndboð), Færa, Endurskíra, Afrita í dagbók, Vista mynd (fyrir myndboð), Upplýs.
um skilab.
Veldu
Nota upplýsingar til að taka símanúmer, netfang eða veffang út úr skilaboðunum.
Afrita í dagbók til að afrita texta skilaboðanna í dagbók símans sem minnispunkt.
Vista mynd til að vista myndina í myndboðunum í möppunni Skjalasnið.
Nafnalistar
Ef senda á skilaboð á tiltekinn hóp af fólki er hægt að skilgreina nafnalista til þess í minni símans. Síminn sendir boðin sérstaklega til hvers viðtakanda í listanum. Því getur kostað meira að senda boð með nafnalista en að senda boð til eins viðtakanda.
Nafnalistar nota samnýtt minni, sjá Samnýtt minni á bls. 11. Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð, Textaboð og Nafnalistar.
• Til að bæta við lista, styddu á Bæta við (ef engir listar eru skráðir) eða á
Valkostir og veldu Bæta við lista. Sláðu inn nafn fyrir listann.
• Til að bæta tengilið við listann er skrunað að listanum, stutt á Valkostir og valið Skoða lista. Styddu á Bæta við (ef engir listar eru skráðir) eða styddu á
39Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 40
Valkostir og veldu Bæta við tengilið. Veldu tengilið úr tengiliðaminni símans
eða af SIM-kortinu.
Til að senda skilaboð á nafnalista er stutt á Valkostir, valið Sendingarkostir og
Senda á lista.
Möppur fyrir texta- og myndboð
Til að opna möppu, styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð, Textaboð og síðan Innhólf, Send skjöl, Vistaðir hlutir, Skjalasnið or Mínar möppur.
•Í Skjalasnið geturðu vistað textaboð sem þú vilt nota sem grunn fyrir ný skilaboð. Textasniðmát eru auðkennd með og myndsniðmát með .
Ef þú vilt breyta eða eyða sniðmáti skaltu velja sniðmátið, styðja á Valkostir og velja aðgerðina sem þú vilt nota.
•Í Mínar möppur geturðu búið til nýjar möppur fyrir skilaboðin þín. Til að bæta við möppu er stutt á Bæta við (ef möppulistinn er auður) eða
Valkostir og valið Ný mappa. Til að eyða eða breyta heiti möppu, styddu á Valkostir og veldu aðgerðina sem þú vilt nota.
Margmiðlunarboð (MMS)
Síminn getur sent og tekið við margmiðlunarboðum sem eru allt að 100 kílóbæti að stærð (sérþjónusta).
Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
40Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 41
Ef Gera móttöku fyrir margmiðlun virka er stillt á eða Í heimasímkerfi kann símafyrirtækið eða þjónustuveitan að taka gjald fyrir hver skilaboð sem þú móttekur.
Athugaðu að þú getur ekki tekið við margmiðlunarboðum meðan á símtali stendur, meðan leikur eða annað Java-forrit er í gangi eða ef vefskoðun með GSM-gagnaflutningi er í gangi (sjá Þjónustustillingarnar færðar inn handvirkt á bls. 81).
Af ýmsum ástæðum getur mistekist að koma margmiðlunarboðum til skila og því skal ekki treysta eingöngu á þau fyrir mikilvæg samskipti.
Send og móttekin margmiðlunarboð nota samnýtt minni, sjá bls. 11. Sjálfgefin stilling margmiðlunarboðaþjónustunnar er yfirleitt stillt á „virk“. Útlit margmiðlunarboða getur verið breytilegt eftir viðtökutækinu.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Margmiðlunarboð skrifuð og send
Áður en þú sendir margmiðlunarboð skaltu lesa Eftirfarandi gildir um sendingu
margmiðlunarboða: á bls. 43.
1. Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð, Margm.skilaboð og Búa til
skilaboð.
2. Sláðu inn skilaboð. Sjá Texti ritaður á bls. 27.
• Til að setja inn mynd, styddu á Valkostir og veldu Bæta inn.
Opnaðu tiltekna möppu í Gallerí valmyndinni, skrunaðu að myndinni eða hljóðinu sem þú vilt bæta inn, styddu á Valkostir og veldu Bæta í.
41Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 42
• Síminn þinn styður margmiðlunarboð sem innihalda margar síður. Til að
setja nýja skyggnu inn í skilaboð, styddu á Valkostir og veldu Bæta inn og
Skyggna. Hver skyggna getur innihaldið texta og eina mynd.
Veldu Valkostir og:
Fyrri skyggna, Næsta skyggna eða Listi skyggna til að fara á milli skyggna.
Tímas. skyggna til að tilgreina í hversu langan tíma hver skyggna á að birtast.
Setj. texta fremst eða Setja texta aftast til að færa textann á annan stað.
• Til að bæta inn nafnspjaldi eða dagbókarfærslu sem á senda í samhæft tæki,
styddu á Valkostir, veldu Bæta inn og síðan þann valkost sem þú kýst.
• Til að bæta inn nafni eða númeri af tengiliðalistanum, styddu á Valkostir,
veldu Fleiri valkostir, þá Bæta í tengiliði og síðan það nafn sem þú kýst eða
Bæta í númeri.
• Til að eyða mynd eða skyggnu sem er að finna í skilaboðunum, styddu á
Valkostir og veldu Eyða og svo viðkomandi hlut.
• Til að vista skilaboðin í möppunni Vistuð skjöl , styddu á Valkostir og veldu
Vista skilaboð.
• Til að setja titil inn í skilaboðin, styddu á Valkostir og veldu Fleiri valkostir
og Breyta efni.
• Til að skoða stærð skilaboðanna eða viðtakanda þeirra, styddu á Valkostir
og veldu Fleiri valkostir og Upplýs. um skilab.
42Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 43
• Til að skoða boðin eða skyggnurnar áður en þær eru sendar skaltu styðja á
Valkostir og velja Skoða áður.
3. Til að senda skilaboðin, styddu á Valkostir og veldu Senda til númers (eða
Senda til tölvup. eða Senda á marga).
4. Sláðu inn símanúmer eða netfang viðtakandans eða leitaðu að því í
tengiliðalistanum. Styddu á Í lagi til að senda skilaboðin. Ef þú valdir Senda á marga í lið 3, styddu þá á Valkostir, veldu Leitað að númeri
eða Leita í tölvupósti og veldu viðtakendurna einn í einu af tengiliðalistanum. Til að senda skilaboðin, styddu á eða Lokið og Valkostir og veldu Senda.
Skilaboðin eru vistuð í möppunni Úthólf þar til þau eru send. Send skilaboð eru vistuð í möppunni Send skjöl ef stillingin Vista send skilaboð er stillt á . Sjá
Stillingar margmiðlunarboða á bls. 47.
Eftirfarandi gildir um sendingu margmiðlunarboða:
• Það getur tekið lengri tíma að senda margmiðlunarboð en textaboð. Meðan á sendingu stendur birtist hreyfivísirinn og þú getur notað flestar aðrar aðgerðir símans.
Ef sambandið rofnar gerir síminn nokkrar tilraunir til að senda skilaboðin aftur. EF sendingin mistekst eru boðin áfram í möppunni Úthólf þaðan sem þú getur reynt að senda þau aftur síðar.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.
43Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 44
Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Hlutir í
margmiðlunarboðum geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Á meðan síminn tekur á móti margmiðlunarboðum sést hreyfivísirinn . Þegar skilaboðin hafa verið móttekin birtast vísirinn ásamt textanum
Margmiðlunarskilaboð móttekin.
Ef vísirinn blikkar er minnið fyrir margmiðlunarboð fullt. Upplýsingar um hvernig á að eyða skilaboðum er að finna í Skilaboðum eytt á bls. 45.
1. Styddu á Sýna til að skoða strax nýju skilaboðin. Til að skoða þau síðar, styddu á Hætta. Þegar þú vilt lesa skilaboðin skaltu
styðja á Valmynd og velja Skilaboð, Margm.skilaboð og Innhólf. Veldu skilaboðin sem þú vilt lesa af listanum. merkir að ekki sé búið að lesa viðkomandi skilaboð.
2. Skrunaðu í gegnum boðin. Ef skilaboðin innihalda skyggnusýningu er hún spiluð sjálfvirkt.
Þú getur stutt á Valkostir fyrir eftirtaldar aðgerðir: Spila kynningu, Halda kynn.
áfram, Skoða texta, Opna mynd, Eyða skilaboðum, Svara / Svara öllum, Nota upplýsingar, Framsenda til nr., Frams. til tölvup. / Frams. á marga. Veldu
Skoða texta til að skoða texta skilaboðanna.
Opna mynd til að skoða myndina sem er að finna í skilaboðunum. Styddu á
Valkostir til að súma að eða frá myndinni, vista hana í Gallerí valmyndinni,
stilla skerpuna eða skoða upplýsingar um hana.
44Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 45
Skilaboðum eytt
Til að eyða texta eða margmiðlunarboðum sem þú ert að lesa eða skoða, styddu á
Valkostir og veldu þá aðgerð sem þú kýst.
Til að eyða öllum skilaboðum í möppu eða öllum möppum:
1. Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð, Textaboð eða Margm.skilaboð og Eyða skilaboðum.
2. Til að eyða öllum skilaboðum í möppu skaltu velja þá möppu sem þú vilt og styðja á Í lagi.
Til að eyða öllum skilaboðum úr öllum textaboðamöppum, veldu Öllum
skilaboðum og styddu á Í lagi.
Talboð
Talhólf er sérþjónusta og þú gætir þurft að gerast áskrifandi að ef þú vilt nota hana.
Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð og Talboð. Veldu Númer talhólfs til að vista númer talhólfsins eða Hlusta á talboð til að hringja í það.
Ábending: Fljótlegt er að hringja í talhólfið með því að styðja á og halda inni .
Upplýsingaboð
Með þessari sérþjónustu geturðu móttekið skilaboð um ýmis efni frá þjónustuveitunni.
45Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 46
Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð og Skilab. með uppl. Þjónustuveitan veitir upplýsingar um tiltæk efni og tengd efnisnúmer.
Skilaboðastillingar
Stillingar fyrir texta- og tölvupóstskilaboð
Styddu á Valmynd þegar síminn er í bið og veldu Skilaboð, Skilaboðastillingar,
Textaboð og Sendir snið. Veldu stillingahópinn (‘sendisniðið’) sem þú vilt breyta.
Veldu næst
Númer miðstöðvar til að vista símanúmerið sem þarf til að senda texta- og myndboð. Þjónustuveitan lætur þetta númer í té.
Skilaboð send sem til að velja gerð skilaboðanna, Texta, Tölvupóst, Símboð eða
Fax (sérþjónusta).
Gildistími skilaboða til að velja hversu lengi símkerfið á að reyna að koma skilaboðunum til viðtakandans (sérþjónusta).
Númer sjálfvalins viðtakanda til að vista símanúmer sem skilaboð eru sjálfgefið send til þegar þetta sendisnið er notað. Þessi stilling birtist þegar
Skilaboð send sem er stillt á Texta.
Ef Skilaboð send sem er stillt á Tölvupóst er stillingin Tölvupóstmiðlari og hún gerir þér kleift að vista símanúmer tölvupóstmiðlarans.
Tilkynningar um skil til að símkerfið sendi skilatilkynningar um skilaboðin þín (sérþjónusta).
46Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 47
Nota GPRS og til að stilla símann á að senda textaboð um GPRS-tengingu þegar það er mögulegt. Þú getur líka stillt GPRS-tenging á Sítenging. Nánari upplýsingar er að finna í GPRS-tenging á bls. 62.
Svara í gegnum sömu miðstöð til að leyfa viðtakanda skilaboðanna þinna að senda þér svarboð um skilaboðamiðstöðina þína (sérþjónusta).
Endurskíra sendingarsnið til að breyta heiti sendisniðsins. Ekki er hægt að breyta heiti sjálfgefna sniðsins.
Yfirritunarstillingar
Hægt er að stilla símann þannig að ný skilaboð komi sjálfkrafa í stað eldri skilaboða. Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð, Skilaboðastillingar,
Textaboð og Skrifa yfir send skjöl eða Skrifa yfir skilaboð í innhólfi. Veldu Heimilt
til að stilla símann þannig að hann skipti gömlu textaboðunum út fyrir ný í möppunni Send skjöl eða Innhólf, eftir því hvort á við.
Stillingar margmiðlunarboða
Styddu á Valmynd og veldu Skilaboð, Skilaboðastillingar og Margm.skilaboð. Veldu
Vista send skilaboð og til að stilla símann þannig að hann visti send margmiðlunarboð í möppunni Send skjöl. Ef þú velur Nei eru sendu boðin ekki vistuð.
Tilkynningar um skil til að símkerfið sendi skilatilkynningar um skilaboðin þín (sérþjónusta).
Smækka mynd til að tilgreina hvort smækka eigi myndir þegar þeim er bætt inn í skilaboð.
47Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 48
Sjálfgefin tímasetning skyggna til að skilgreina sjálfgefinn birtingartíma skyggna í sýningum.
Gera móttöku fyrir margmiðlun virka til að leyfa () eða hindra (Nei) móttöku margmiðlunarboða eða heimila hana aðeins á heimasímkerfi (Í heimasímkerfi).
Margm.skilaboð sem berast til að stilla símann á að sækja móttekin margmiðlunarboð sjálfkrafa (Sækja), eða veldu Hafna ef þú vilt ekki taka við margmiðlunarboðum.
Þessi stilling sést ekki ef Gera móttöku fyrir margmiðlun virka er stillt á Nei.
Tengistillingar til að tilgreina vafrastillingar til að sækja nýlega móttekin margmiðlunarboð. Virkjaðu tengistillingaknippið þar sem þú vilt vista stillingarnar og breyttu þeim svo. Sjá einnig Þjónustustillingarnar færðar inn
handvirkt á bls. 81.
Símafyrirtæki eða þjónustuveita veitir upplýsingar um viðkomandi stillingar.
Heimila auglýsingar til að leyfa eða hafna móttöku auglýsinga. Þessi stilling birtist ekki ef Gera móttöku fyrir margmiðlun virka er stillt á Nei eða ef
Margm.skilaboð sem berast er stillt á Hafna.
Leturstærð stillt
Til að velja leturstærð til að skrifa og lesa skilaboð, styddu á Valmynd og veldu
Skilaboð, Skilaboðastillingar, Fleiri stillingar og Leturstærð.
48Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 49
Þjónustuskipanir
Þú getur sent þjónustuveitunni þjónustubeiðnir (sérþjónusta). Til að opna þessa valmynd, styddu á Valmynd í biðham og veldu Skilaboð og Þjónustuskipanir. Sláðu inn þá stafi sem þú kýst og styddu á Senda.
Símtalaskrá (valmynd 2)
Í þessari valmynd geturðu skoðað símanúmer ósvaraðra, móttekinna og valinna símtala ásamt áætlaðri lengd þeirra.
Ósvöruð, móttekin og valin símtöl
Til að skoða símanúmer ósvaraðra, móttekinna og valinna símtala, styddu á
Valmynd í biðham og veldu Símtalaskrá. Veldu
Hringingum ekki svarað til að skoða allt að tíu númer sem hringt hefur verið úr í þitt númer án þess að þeim hafi verið svarað (sérþjónusta).
Hringingum svarað til að sjá allt að tíu símanúmer sem þú svaraðir síðast (sérþjónusta).
Hringt var í til að skoða allt að tuttugu símanúmer sem þú hringdir í eða reyndir að hringja í síðast. Sjá einnig Hringt í nýlega valið númer á bls. 23.
Eyða nýlegum símtölum til að hreinsa lista yfir ósvöruð, móttekin og valin símtöl.
49Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 50
Minnispunktar um ósvöruð, móttekin og valin símtöl
• Síminn skráir aðeins ósvöruð og móttekin símtöl ef símafyrirtækið styður þær aðgerðir, ef kveikt er á símanum og hann er innan þjónustusvæðis.
• Ef þú styður á Valkostir í valmyndunum Hringingum ekki svarað, Hringingum
svarað eða Hringt var í geturðu til dæmis skoðað dagsetningu og tíma
símtalsins, hringt í skráða símanúmerið, vistað það í tengiliðalistanum eða sent skilaboð í númerið.
Símtalateljarar og -tímamælar
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að
vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku.
Styddu á Valmynd í biðham og veldu Símtalaskrá. Veldu
Lengd símtals til að skoða áætlaða lengd símtala í og úr símanum.
GPRS-gagnamælir til að skoða magn þeirra gagna sem voru send og móttekin meðan GPRS-tengingar voru virkar.
Tímamælir á GPRS-tengingu til að skoða áætlaðan tengitíma GPRS-tenginga.
Tengiliðir (valmynd 3)
Þú getur vistað nöfn og símanúmer (tengiliði) í minni símans og á minni SIM-kortsins.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Tengiliðir.
50Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 51
Fjöldi nafna sem hægt er að vista veltur á lengd þeirra, sem og á fjölda og lengd tengdra símanúmera og textaatriða. Síminn styður SIM-kort sem geta geymt allt að 250 nöfn og símanúmer.
Tengiliðir sem eru vistaðir í minni símans nota samnýtt minni, sjá bls. 11.
Aðrar leiðir til að komast í aðgerðir þessarar valmyndar
Þú getur farið í aðgerðirnar með því að styðja á Tengiliðir í biðham (eða með því að styðja á Flýtival og velja Tengiliðir).
Einnig er hægt að komast í sumar aðgerðirnar með eftirfarandi leiðum: Styddu á
eða í biðham, skrunaðu að nafninu, styddu á Upplýs., skrunaðu að
númeri eða textaatriði, styddu á Valkostir og veldu þá aðgerð sem þú kýst. Til að fara í tengiliði meðan á símtali stendur skaltu styðja á Valkostir og velja
Tengiliðir.
Stillingar fyrir tengiliði valdar
Styddu á Valmynd í biðham og veldu Tengiliðir og Stillingar. Veldu
Minni í notkun til að velja það tengiliðaminni sem þú vilt nota. Til að leita að nöfnum og símanúmerum í báðum minnum skaltu velja Sími og SIM-kort. Þá vistast nöfnin og númerin í minni símans.
Sýna tengiliði til að velja hvernig nöfn, númer og myndir eru birt á tengiliðalistanum. Til dæmis geturðu valið Nafn og mynd til að skoða nöfnin með viðhengdum myndum.
Staða minnis til að skoða hversu mikið minni er laust í hverju tengiliðaminni.
51Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 52
Nöfn og símanúmer vistuð
1. Styddu á Valmynd í biðham og veldu Tengiliðir og Bæta tengilið við.
2. Sláðu inn nafnið og styddu á Í lagi til að vista það.
3. Sláðu inn símanúmerið ásamt svæðisnúmeri og styddu á Í lagi til að vista það.
• Til að nota símanúmerið á ferðum erlendis skaltu styðja tvisvar á (til
að færa inn + merkið) og færa síðan inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (núlli á undan er sleppt, ef þarf) og símanúmerið.
4. Þegar nafnið og númerið hefur verið vistað skaltu styðja á Lokið.
Ábending: Fljótlegt er að vista nafn og símanúmer með því að slá inn símanúmerið í biðham, styðja á Valkostir og velja Vista.
Hvernig má vista mörg símanúmer og textaatriði við sama nafn
Hægt er að vista mismunandi gerðir símanúmera og textaatriða við hvert nafn í tengiliðaminni símans.
Fyrsta símanúmerið sem er vistað með nafninu er sjálfgefna númerið. Það er merkt með ramma utan um vísi númeragerðarinnar, til dæmis . Þegar þú velur nafn af tengiliðalistanum, til dæmis til að hringja í viðkomandi, er sjálfgefna númerið notað nema þú veljir annað númer.
1. Gakktu úr skugga um að minnið sem er valið sé Sími eða Sími og SIM-kort.
2. Styddu á eða í biðham.
3. Skrunaðu að nafninu sem þú vilt setja númer eða textaatriði við og styddu á
Upplýs.
52Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 53
4. Styddu á Valkostir og veldu Bæta númeri við, Bæta við upplýs. eða Breyta
tegund.
• Símanúmeri er bætt við með því að velja Bæta númeri við og tegund
númers. Sláðu númerið inn og styddu á Í lagi til að vista það.
• Til að bæta við textaatriði, veldu Bæta við upplýs. og textagerðina, til
dæmis Netfang. Til að bæta við sértákni, styddu á .
• Til að breyta gerð valins númers eða textaatriðis, veldu Breyta tegund og þá
gerð sem þú vilt.
5. Styddu á Til baka og síðan Hætta til að fara aftur í biðham.
Sjálfgefnu númeri breytt
Styddu á eða þegar síminn er í bið, skrunaðu að nafninu sem þú vilt velja og styddu á Upplýs.. Skrunaðu að númerinu sem þú vilt nota sem sjálfgefið númer. Styddu á Valkostir og veldu Gera sjálfvalið.
Mynd sett við vistað nafn eða númer
Þú getur sett mynd við nafn eða númer sem er vistað í minni símans. Myndin birtist þegar hringt er í símann þinn úr símanúmerinu.
Styddu á eða í biðham, skrunaðu að nafninu (og númerinu) sem þú vilt setja myndina við og styddu á Upplýs. Styddu á Valkostir og veldu Bæta við
mynd Þá birtist listi yfir möppur í valmyndinni Gallerí. Skrunaðu að réttri mynd,
styddu á Valkostir og veldu Vista í tengiliðum.
53Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 54
Leitað að nafni í tengiliðum
1. Styddu á Valmynd í bið og veldu Tengiliðir og Leita. EÐA: Styddu á eða
í bið.
2. Sláðu inn fyrsta eða fyrstu stafina í nafninu sem þú vilt leita að.
3. Skrunaðu að nafninu sem þú vilt velja og styddu á Upplýs. Ef nafnið er vistað á SIM-kortinu birtist efst á skjánum.
4. Skrunaðu í gegnum símanúmerin og textaatriðin sem tengjast nafninu.
Tengiliðum eytt
Styddu á Valmynd í biðham og veldu Tengiliðir og Eyða. Veldu Hverju fyrir sig eða
Eyða öllum.
Ef nafni og númeri er eytt verður viðbótarnúmerum, textaatriðum og myndum sem eru tengd því einnig eytt. Þó að mynd sé eytt úr tengiliðum er henni ekki eytt í valmyndinni Gallerí.
Númeri, textaatriði eða mynd sem tengd er nafni eytt
Styddu á eða í biðham, skrunaðu að nafninu (og númerinu) sem þú vilt velja og styddu á Upplýs. Skrunaðu að númerinu, textaatriðinu eða myndinni sem þú vilt eyða, styddu á Valkostir, veldu viðeigandi aðgerð og styddu svo á Í
lagi.
Nafni, númeri eða textaatriði breytt
Styddu á eða í bið, skrunaðu að nafninu sem þú vilt velja og styddu á
Upplýs.. Skrunaðu að nafninu, númerinu eða textanum sem þú vilt velja og styddu
54Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 55
á Valkostir. Veldu þá aðgerð sem þú vilt, líkt og Breyta upplýsing. til að breyta texta.
Tengiliðir afritaðir
Hægt er að afrita nöfn og símanúmer úr símanum yfir á SIM-kortið og öfugt. Textaatriði eða myndir sem eru vistaðar í símanum verða ekki afritaðar yfir á SIM­kortið.
Styddu á Valmynd í bið og veldu Tengiliðir og Afrita. Veldu afritunarstefnuna. Veldu Eitt í einu, Allt eða Sjálfgefin númer (sést þegar þú afritar úr símanum). Veldu hvort þú vilt halda upprunalegum nöfnum og númerum (Geyma frumrit) eða færa þau (Færa frumrit).
Aðrar aðgerðir sem snerta tengiliði
Farið er í eftirfarandi aðgerðir með því að styðja á Valmynd í biðham og velja
Tengiliðir. Veldu
Upplýsinganúmer til að hringja í upplýsinganúmer þjónustuveitunnar ef þau eru tiltæk á SIM-kortinu (sérþjónusta).
Þjónustunúmer til að hringja í þjónustunúmer þjónustuveitunnar ef þau eru tiltæk á SIM-kortinu (sérþjónusta).
Eigin númer til að skoða símanúmerin sem eru tengd SIM-kortinu ef kortið heimilar það.
55Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 56
Viðmælendahópar til að raða nöfnum og símanúmerum sem eru vistuð í valmyndinni Tengiliðir í viðmælendahópa. Hægt er að velja hringitón og tákn fyrir hvern hóp sem birtist þegar hringt er úr símanúmeri einhvers í hópnum.
Hægt er að velja á milli eftirfarandi aðgerða: Heiti hóps, Hringitónn hóps,
Hóptákn, Hópfélagar.
Ef þú valdir Hópfélagar skaltu styðja á Bæta við (eða á Valkostir og síðan á
Bæta við tengilið) til að bæta nafni í hópinn. Til að eyða nafni úr hópnum
skaltu styðja á Valkostir og velja Fjarlægja tengilið. Sjá einnig Hringir frá í Tónastillingar á bls. 58.
Hraðvalsnúmer
Þú getur stillt takkana til þannig að þeir séu hraðvalstakkar. Til að hringja með hraðvali, sjá bls. 24.
Símanúmeri úthlutað á hraðvalstakka
Styddu á Valmynd í biðham og veldu Tengiliðir og Hraðvalsnúmer. Skrunaðu að þeim takka sem þú vilt velja og styddu á Velja. Styddu á Leita og leitaðu að nafninu og númerinu sem þú vilt tengja við takkann.
Ef símanúmer er þegar tengt við takkann geturðu skoðað eða breytt númerinu eða eytt tengingunni með því að styðja á Valkostir og velja viðkomandi aðgerð.
Nafnspjöld
Hægt er að senda eða taka við tengiliðaupplýsingum einstaklings í nafnspjaldi. Til að senda nafnspjald í samhæfan síma eða annað tæki sem styður vCard
staðalinn: Styddu á eða í bið, skrunaðu að því nafni sem þú vilt velja
56Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 57
og styddu á Upplýs.. Styddu á Valkostir og veldu Senda nafnspjald og Sem SMS eða Með margmiðlun. (sérþjónusta).
Þegar þér berst nafnspjald skaltu styðja á Sýna og Vista til að vista nafnspjaldið í minni símans. Til að fleygja nafnspjaldinu skaltu styðja á Hætta og síðan á Í lagi.
Stillingar (valmynd 4)
Í þessari valmynd getur þú breytt ýmsum stillingum símans. Þú getur líka valið að breyta sumum valmyndarstillingum aftur í upprunalegt horf.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar.
Snið
Í símanum þínum eru ýmsir stillingaflokkar, ‘snið’, sem hægt er að nota til að sérsníða tóna símans fyrir ólíka atburði og umhverfi.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Sérsnið.
1. Veldu snið sem þú vilt virkja eða breyta stillingum fyrir.
2. Veldu Gera virkt, Eigið val eða Tímastillt.
• Til að virkja valda sniðið, veldu Gera virkt.
• Til að virkja sniðið í tiltekinn tíma, veldu Tímastillt og stilltu lokatímann.
Þegar sá tíminn rennur upp verður fyrra, ótímastillta sniðið aftur virkt.
57Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 58
• Til að breyta stillingum sniðsins skaltu velja Eigið val. Veldu stillinguna sem
þú vilt breyta og breyttu henni. Veldu Ljósabúnaður til að virkja ljós skjásins- og takkaborðsins fyrir
tilteknar aðgerðir. Nánari upplýsingar er að finna í Ljósmerki á bls. 15. Upplýsingar um aðrar stillingarnar er að finna í Tónastillingar á bls. 58. Í
Heiti sniðs geturðu breytt heiti þess sniðs sem er valið. Ekki er hægt að
breyta heitinu áAlmennt sniðinu.
Heiti virka sniðsins er birt í biðham nema þegar sniðið Almennt er virkt. Ef sniðið er tímastillt birtist fyrir framan heiti þess.
Ábending: Fljótlegri leið til að breyta um snið í biðham er að styðja á rofann og velja það snið sem þú vilt virkja.
Tónastillingar
Hægt er að breyta stillingum tóna og titrings í því sniði sem er virkt. Sömu stillingar er einnig að finna í valmyndinni Sérsnið, sjá bls. 57.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Tónastillingar. Veldu
Velja hringingu til að velja hvernig síminn lætur þig vita af innhringingu. Valkostirnir eru Hringja, Hækkar, Ein hringing, Eitt bíp og Slökkt.
Athugaðu að þegar síminn er opinn eru allir hringitónar spilaðir í stighækkandi ham.
Hringitónn til að velja hvaða tónn heyrist þegar hringt er í símann. Til að velja hringitón úr valmyndinni Gallerí, veldu Opna gallerí.
58Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 59
Styrkur hringingar til að velja hljóðstyrk hringi- og skilaboðtóna.
Titringur til að síminn titri þegar hringt er í hann eða skilaboð berast. Titringurinn virkar ekki þegar síminn er tengdur við hleðslutæki.
Hringing fyrir skilaboð til að velja tóninn sem heyrist þegar skilaboð berast. Til að velja tóninn af hringitónalistanum, veldu Hringitónn og þann tón sem þú vilt nota.
Takkatónar til að velja hljóðstyrk takkatóna.
Aðvörunarhljóð svo síminn gefi frá sér hljóðmerki, t.d. þegar rafhlaðan er að tæmast.
Hringir frá til að síminn hringi aðeins þegar um er að ræða símanúmer aðila í ákveðnum viðmælendahópi. Skrunaðu að viðmælendahópnum sem þú vilt velja eða Öllum og styddu á Merkja. Sjá einnig stillinguna Viðmælendahópar í valmyndinni Tengiliðir.
Þegar Velja hringingu er stillt á Slökkt og Hringing fyrir skilaboð er stillt á Slökkt birtist í biðham.
Nýir hringitónar settir inn í símann
Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veita upplýsingar um framboð á hringitónum gegnum textaboð (SMS), margmiðlunarboð (MMS) eða vafraþjónustu. Tónarnir eru vistaðir í valmyndinni Gallerí.
Skjástillingar
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Skjástillingar. Veldu
59Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 60
Veggfóður til að stilla símann þannig að hann sýni bakgrunnsmynd, ‘veggfóður’, í biðham.
Veggfóðrin má finna í valmyndinni Gallerí. Hægt er að vista nýjar myndir, til dæmis sem er að finna í margmiðlunarboðum.
Mynd valin sem veggfóður:
• Til að velja veggfóður í fyrsta skipti eða til að skipta um mynd skaltu velja
Veldu veggfóður. Skrunaðu að möppunni sem þú vilt velja styddu á Opna og
skrunaðu að myndinni sem þú vilt velja. Styddu á Valkostir og veldu Nota s.
veggfóður.
• Ef þú hefur notað veggfóðrið áður en síðan valið Óvirkt, veldu þá Virkt.
Litaval til að velja liti fyrir vissa skjáhluta símans eins og merkisstyrksvísinn.
Skjátákn símafyrirtækis til að stilla símann þannig að hann birti eða feli skjátákn símafyrirtækis sem vistað er í honum. Ef ekkert skjátákn símafyrirtækis er tiltækt í símanum er þessi aðgerð skyggð.
Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um framboð á skjátáknum símafyrirtækja.
Tími skjávara útrunninn til að stilla tímann sem líður þar til skávarinn birtist. Skjávarinn sparar orku og verður virkur ef síminn er ekki notaður í ákveðinn tíma og er í biðham. Athugaðu að skjávarinn virkar ekki ef síminn er utan þjónustusvæðis.
Hægt er að slökkva á skjávaranum með því að styðja á einhvern takka.
Skjábirta til að breyta birtustiginu. Styddu á eða til að minnka eða auka birtustigið og á Í lagi til að samþykkja breytinguna.
60Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 61
Valmynd til að stilla það hvernig síminn birtir aðalvalmyndina. Ef þú velur Listi birtast valmyndirnar sem listi. Ef þú velur Tafla birtast valmyndirnar sem tafla. Í töfluskjá birtist heiti valmyndarinnar efst á skjánum.
Dags- og tímastillingar
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Tíma- og dagsstillingar. Veldu
Klukka til að stilla klukkuna, sýna (eða fela) klukkuna í biðham eða til að velja 12- eða 24-tíma sniðið og tímabeltið. Ef rafhlaðan er ekki í símanum í langan tíma getur þurft að stilla klukkuna aftur.
Klukkustillingarnar eiga við nokkrar aðgerðir líkt og Skilaboð, Símtalaskrá,
Vekjaraklukka og Dagbók.
Dagsetning til að sýna (eða fela) dagsetninguna í biðham, til að stilla dagsetninguna eða til að velja dagsetningarsnið eða skiltákn dagsetninga. Ef rafhlaðan er ekki í símanum í langan tíma getur þurft að stilla dagsetninguna aftur.
Tími og dagur uppfærast sjálfir til að láta símann uppfæra dagsetningu og tíma samkvæmt gildandi tímabelti (sérþjónusta).
Sjálfvirk uppfærsla dagsetningar og tíma breytir ekki tímanum sem gilda fyrir vekjaraklukkuna, dagatalið eða hljóðmerkin.
61Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 62
Persónulegir flýtivísar
Hægt er að velja aðgerðina fyrir hægri valtakkann í biðham og aðgerðirnar (‘persónulegir flýtivísar’) sem hægt er að komast í með því að styðja á Flýtival í biðham eða með því að fara í valmyndina Flýtival.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Persónulegir flýtivísar. Veldu
Hægri valtakki til að velja aðgerðina fyrir hægri valtakkann.
Veldu valmöguleika 'Flýtivals' til að velja aðgerðirnar fyrir flýtivísanalistann. Skrunaðu að aðgerð og styddu á Merkja til að bæta henni á listann. Til að fjarlægja aðgerð af listanum skaltu styðja á Afmerkja. Til að vista breytingarnar skaltu styðja á Lokið og .
Skipul. valmöguleika 'Flýtivals' til að breyta röð aðgerðanna á listanum. Skrunaðu að viðkomandi aðgerð, styddu á Færa og tilgreindu hvert eigi að færa aðgerðina.
Tengimöguleikar
Í þessari valmynd geturðu ákveðið hvenær síminn tengist GPRS-kerfinu.
GPRS-tenging
Í þessari valmynd geturðu ákveðið hvenær síminn tengist GPRS-kerfinu. Almennar upplýsingar um GPRS-þjónustuna er að finna á bls. 16.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar,
Tengimögul. og GPRS.
62Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 63
Veldu GPRS-tenging og Sítenging eða Þegar þörf er.
• Ef þú velur Sítenging skráist síminn sjálfvirkt inn á GPRS-kerfið þegar þú kveikir á símanum, ef GPRS-kerfið er til staðar þar sem þú ert.
Ef þú velur Þegar þörf er skráist síminn aðeins og tengist GPRS-kerfinu ef notuð er aðgerð þar sem GPRS-þjónustu er þörf. Í því tilfelli gæti verið tímafrekara að tengjast en þegar Sítenging er valin.
GPRS-vísar
Þegar GPRS-tengihamur er tilgreindur sem Sítenging og GPRS-þjónusta er tiltæk birtist á skjánum.
Þegar notuð er aðgerð sem notar GPRS-þjónustu tengist síminn GPRS-kerfinu, birtist og gagnaflutningur er mögulegur.
Ef hringt er í eða úr símanum, eða ef textaboð berst á meðan GPRS-tenging er virk birtist til að sýna að tengingin sé í bið. Síminn reynir að koma tengingunni aftur á eftir símtalið.
Símtalsstillingar
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Símtalsstillingar. Veldu
Símtalsflutningur til að flytja símtöl sem berast í talhólf eða í annað símanúmer (sérþjónusta). Flutningsvalkostir sem ekki eru studdir af SIM­kortinu og símafyrirtækinu birtast e.t.v. ekki.
Veldu flutningsvalkostinn, t.d. Flytja þegar síminn er á tali ef þú vilt flytja símtöl þegar þú ert að tala í símann eða þegar þú kýst að hafna símtali. Stilltu
63Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 64
flutningsvalkostinn á (Virkja) eða taktu hann af (Hætta við) eða athugaðu hvort valkosturinn er virkur (Athuga stillingar).
• Ef þú valdir Virkja þarftu að tilgreina hvert flytja eigi símtölin. Í sumum
flutningsvalkostum er einnig hægt að velja tímann sem líður þar til símtalið er flutt.
Margir flutningsvalkostir geta verið virkir samtímis. Þegar öll símtöl eru flutt sést í biðham.
Sjálfvirk hljóðstjórnun og Virk til að stilla símann þannig að hljóðstyrkur heyrnartólsins haldist á þeim styrk sem valinn er með eða meðan á símtali stendur. Ef umhverfishljóð eru til dæmis há eykur síminn hljóðstyrkinn.
Lyklaborðssvar og Virkt ef þú vilt svara innhringingu með því að styðja á hvaða takka sem er, aðra en rofann og valtakkana.
Sjálfvirkt endurval til að síminn reyni allt að tíu sinnum að ná sambandi eftir að það hefur mistekist einu sinni.
Hraðval og Virkt til að hringja í þau símanúmer (og nöfn) sem eru tengd við hraðvalstakkana til með því að styðja á samsvarandi takka og halda honum inni.
Biðþjónusta fyrir símtöl og Virkja til að fara fram á að símkerfið tilkynni um hringingar meðan á símtali stendur (sérþjónusta).
Samantekt eftir símtal og Virk til að stilla símann þannig að hann birti áætlaða lengd síðasta símtals.
64Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 65
Birta upplýsingar um mig til að sýna () þeim sem hringt er í símanúmerið eða til að fela það (Nei). Ef Stillt af símkerfi er valið er stillingin sem samið hefur verið um við þjónustuveituna notuð. Þetta er sérþjónusta.
Símastillingar
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Símastillingar. Veldu
Tungumál síma til að velja tungumál skjátexta. Ef þú velur Sjálfgefið val velur síminn tungumálið samkvæmt upplýsingunum sem er að finna á SIM-kortinu.
Staða minnis til að skoða heildarmagn þess minnis sem er laust og þess sem er í notkun og það hversu mikið minni einstakar aðgerðir nota.
Sjálfvirkur takkavari til að stilla takkana þannig að þeir læsist sjálfkrafa eftir ákveðinn tíma þegar síminn er í biðham. Sjá einnig Takkalás (Takkavari) á bls. 26.
Til að virkja sjálfvirka takkavarann skaltu velja Virkur og velja svo tímann sem á að líða þar til takkaborðið læsist. Til að óvirkja sjálfvirka takkavarann skaltu velja Óvirkur.
Þegar takkavarinn er á getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Upplýsingar um endurvarpa til að síminn gefi til kynna ef hann er notaður á farsímakerfi sem byggist á MCN-tækni (Micro Cellular Network). Þessi valmöguleiki er sérþjónusta.
65Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 66
Opnunarkveðja til að slá inn stutta kveðju sem birtist þegar kveikt er á símanum. Til að vista kveðjuna skaltu styðja á Valkostir og velja Vista.
Val símafyrirtækis til að stilla símann þannig að hann velji sjálfkrafa símkerfi (Sjálfvirkt val) eða til að velja ákveðið símkerfi af lista (Handvirkt).
Valda símkerfið verður að hafa reikisamning við heimasímkerfi þitt. Ef Enginn
aðgangur að símkerfi birtist skaltu velja annað símkerfi.
Síminn er áfram í handvirkum ham þar til sjálfvirkur hamur er valinn eða annað SIM-kort er sett í símann.
Kveikir á hjálpartextum til að stilla símann þannig að hann birti hjálpartexta sem leiðbeina þér við notkun valmyndaraðgerða.
Opnunartónn til að stilla símann þannig að hann spili tón þegar kveikt er á honum.
Stillingar fyrir aukahluti
Þú getur skilgreint sjálfgefnu stillingarnar sem síminn notar þegar aukahlutur er tengdur við hann.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Stillingar fyrir aukahluti.
Veldu viðkomandi aukahlut, til dæmis Höfuðtól. Hægt er að velja einhverja af eftirfarandi aðgerðum (fer eftir aukahlutnum):
Sjálfvalið snið til að velja sniðið sem er sjálfkrafa virkjað þegar valinn aukahlutur er tengdur við símann.
66Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 67
Sjálfvirkt svar til að stilla símann þannig að hringingu sé svarað sjálfkrafa eftir fimm sekúndur. Ef Velja hringingu er stillt á Eitt bíp eða á Slökkt er ekki hægt að nota sjálfvirka svörun.
Ljós til að hafa ljósin Kveikja eða Slökkva.
Vísar aukahluta í biðham
Þegar samhæfur aukahlutur er tengdur við símann birtist vísir fyrir hann (t.d. ) í biðstöðu.
Öryggisstillingar
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og
Öryggisstillingar.
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður notendahópur og fast númeraval) getur verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Veldu
Krefjast PIN-númers til að stilla símann þannig að beðið sé um PIN-númer í hvert sinn sem kveikt er á honum. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að breyta þessari stillingu.
Útilokunarþjónusta til að takmarka símtöl í og úr símanum (sérþjónusta).
Fast númeraval til að takmarka símtöl og skilaboðasendingar úr símanum við valin símanúmer ef það er hægt á SIM-kortinu (sérþjónusta).
67Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 68
Ef fast númeraval er virkt er aðeins hægt að nota GPRS-tengingar til að senda textaboð. Símanúmer viðtakanda og númer skilaboðmiðstöðvarinnar verða að vera á listanum yfir fast númeraval.
Lokaður notendahópur til að tilgreina hóp fólks sem hægt er að hringja í og svara símtölum frá (sérþjónusta). Þegar þú notar lokaðan notendahóp birtist númer hópsins í biðham.
Öryggisstig til að tilgreina hvenær síminn biður um öryggisnúmerið. Ef þú velur Sími biður síminn um öryggisnúmer þegar nýtt SIM-kort er sett í
hann. Ef þú velur Minni er beðið um öryggisnúmerið þegar minni í notkun er SIM-
kort og þú vilt breyta minninu í Sími eða Sími og SIM-kort eða þegar þú vilt
afrita nöfn og númer úr einum tengiliðalista í annan. Þegar þessari stillingu er breytt er númerunum í valmyndunum Hringingum
ekki svarað, Hringingum svarað og Hringt var í eytt.
Aðgangslyklar til að breyta öryggisnúmerinu, PIN og PIN2-númerinu eða lykilorðinu vegna útilokunar. Númerin geta aðeins verið tölur frá 0 til 9.
Endurvekja upprunalegar stillingar
Hægt er að endurvekja sumar valmyndarstillingar í upprunalegt horf. Styddu á Valmynd í biðham og veldu Stillingar og Endurh. stillingar framleiðanda.
Sláðu inn öryggisnúmerið og styddu á Í lagi. Athugaðu að þessi aðgerð eyðir ekki þeim upplýsingum sem hafa verið vistaðar eða sem hefur verið hlaðið niður í símann.
68Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 69
Gallerí (valmynd 5)
Í þessari valmynd geturðu haldið utan um teikningar og tóna sem þú hefur vistað, t.d. úr margmiðlunarboðum. Síminn styður skrár á JPEG og BMP sniði. Þessum skrám er raðað í möppur.
Síminn styður DRM (Digital Rights Management) kerfið til að verja aðfengið efni í símanum. Efnisbútur eins og hringitónn getur verið varinn og tengdur tilteknum notkunarreglum, til dæmis þannig að hægt sé að nota hann í ákveðinn fjölda skipta eða í ákveðinn tíma. Reglurnar eru skilgreindar í opnunarlykli efnisins og eru ýmist afhentar með efninu eða sérstaklega, allt eftir þjónustuveitunni. Hugsanlega er hægt að uppfæra þessa opnunarlykla. Alltaf skal kanna afhendingarskilmála efnis og opnunarlykils áður en þeirra er aflað þar sem greiða getur þurft fyrir það sérstaklega.
Galleríið notar samnýtt minni, sjá bls. 11.
1. Styddu á Valmynd og veldu Gallerí. Listi yfir valkostina er sýndur.
2. Veldu Skoða möppur til að opna lista yfir möppur. Aðrir valkostir eru:
Bæta við möppu, Eyða möppu, Endurskíra möppu: Hægt er að bæta við nýrri
möppu sem og eyða eða endurnefna völdu möppuna. Ekki er hægt að eyða eða endurnefna forstilltu möppurnar.
69Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 70
Staða minnis til að skoða hversu mikið minni er laust.
Listi opnunarlykla: Hægt er að skoða lista yfir tiltæka opnunarlykla.
Skrunaðu að skránni og styddu á Valkostir. Veldu Upplýsingar til að skoða opnunarlyklana.
Hlaða niður: Þú getur hlaðið niður myndum og hringitónum (sérþjónusta).
Listi yfir bókamerki er sýndur. Veldu Fleiri bókamerki til að skoða þau bókamerki sem eru tiltæk í valmyndinni Þjónusta. Veldu bókamerki síðunnar sem þú vilt skoða. Fylgdu leiðbeiningum frá þjónustuveitunni.
3. Skrunaðu að viðeigandi möppu og styddu á Opna til að opna möppu. Skrárnar í möppunni eru sýndar.
Ef þú styður á Valkostir færðu aðgang að sumum aðgerðanna sem lýst er í
Valkostir fyrir skrárnar í galleríinu á bls. 70.
4. Til að skoða mynd eða hlusta á hljóð skaltu skruna að viðeigandi mynd eða hljóðskrá, styðja á Valkostir og velja Opna.
Valkostir fyrir skrárnar í galleríinu
Þegar þú hefur valið skrá eða opnað hana geturðu stutt á Valkostir til að fá aðgang að eftirtöldum aðgerðum: Opna, Eyða, Senda, Breyta mynd, Færa,
Endurskíra, Nota s. veggfóður, Nota s. hringitón, Upplýsingar, Raða, Listi opnunarlykla. Veldu
Senda til að senda skrána sem margmiðlunarboð.
Breyta mynd til að bæta inn texta eða klippimynd á valda mynd eða til að klippa myndina. Styddu á Valkostir og veldu þá aðgerð sem þú vilt.
70Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 71
Ef þú velur Bæta inn texta sláðu þá inn þann texta sem þú vilt, styddu á Í lagi og færðu textann með skruntökkunum. Ef þú styður á Valkostir geturðu valið stíl, stærð og lit letursins og snúið textanum. Styddu á Valkostir og Í lagi til að staðfesta breytingarnar.
Ef þú velur Bæta inn klippim., skrunaðu að þeirri mynd sem þú vilt velja, styddu á Valkostir og veldu Bæta í. Færðu myndina sem þú settir inn með skruntökkunum og styddu á Í lagi.
Til að vista breyttu myndina á GIF-sniði skaltu styðja á Valkostir, þá á Vista, breyttu heiti myndarinnar , styddu á Í lagi og veldu viðeigandi möppu.
Upplýsingar til að skoða t.d. stærð skrárinnar.
Raða til að raða skránum og möppunum eftir nafni, dagsetningu, sniði eða stærð.
Listi opnunarlykla til að uppfæra opnunarlykil völdu skrárinnar. Þessi valkostur er aðeins tiltækur ef hægt er að uppfæra opnunarlykil skrárinnar.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Skipuleggjari (valmynd 6)
Í þessari valmynd er að finna vekjaraklukku símans og dagbók. Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skipuleggjari.
71Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 72
Vekjaraklukka
Hægt er að stilla símann þannig að hann hringi á ákveðnum tíma. Vekjaraklukkan er í gangi þó svo þú lokir símanum.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skipuleggjari og
Vekjaraklukka.
Til að stilla vekjaraklukkuna, veldu Stilla vekjara, sláðu inn tímann þegar þú vilt að vekjaraklukkan hringi og styddu á Í lagi. Til að breyta tímanum þegar klukkan hringir, veldu Virk.
Til að velja tón fyrir vekjarann skaltu velja Vekjaratónn og tóninn sem þú vilt nota. Þegar kveikt er á vekjaraklukkunni birtist í biðham.
Þegar tíminn er útrunninn
Síminn sendir frá sér hljóðmerki og Vekjari! birtist á skjánum ásamt tímanum. Styddu á Hætta til að slökkva á vekjaraklukkunni. Ef þú lætur símann hringja í mínútu eða ef þú styður á Blund slokknar á vekjaraklukkunni í um tíu mínútur og svo hringir hún aftur.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef valið er Hætta er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. Veldu
Nei til að slökkva á tækinu eða til að hringja og svara símtölum. Ekki velja þegar notkun
þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Dagbók
Dagbókin notar samnýtt minni, sjá bls. 11.
72Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 73
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Skipuleggjari og
Dagbók. Mánaðarskjárinn birtist. Hægt er að fletta í gegnum daga, vikur og
mánuði með skruntökkunum.
Ábending: Fljótlegt er að opna dagbókin í biðham með því að styðja á
.
Mismunandi skjáir notaðir í dagbók
Mánaðarskjár: Á þessum skjá sjást vikur mánaðarins. Dagurinn í dag er í ramma. Ef minnispunktar eru við daginn er hann feitletraður. Til að skoða minnispunkta fyrir tiltekinn dag (dagaskjár) skaltu skruna að deginum, styðja á
Valkostir og velja Punktar dags.
Með því að styðja á Valkostir færðu einnig aðgang að eftirtöldum aðgerðum:
Vikuskjár, Skrifa punkt, Fara á dags., Stillingar. Veldu
Stillingar til að stilla dagsetningu og tíma eða til að velja snið, skiltákn (til
dæmis - ) eða upphafsdag vikunnar (Byrja viku á). Með valkostinum Eyða
sjálfvirkt geturðu stillt símann þannig að hann eyði sjálfkrafa punktum eftir
ákveðinn tíma.
Dagaskjár: Á þessum skjá sjást minnispunktar fyrir valda daginn. Hægt er að skruna í gegnum punktana með því að styðja á eða og ´gegnum dagana með því að styðja á eða . Styddu á Valkostir og veldu
Skoða til að opna valda punktinn (punktaskjár).
Með því að styðja á Valkostir færðu einnig aðgang að eftirtöldum aðgerðum:
Skrifa punkt, Eyða, Breyta, Færa, Endurtaka, Fara á dags., Senda punkt, Afrita, Stillingar. Veldu
73Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 74
Endurtaka til að velja hversu oft punkturinn er endurtekinn.
Punktaskjár: Á þessum skjá birtist punkturinn sem var opnaður á dagskjánum. Þú getur stutt á Valkostir til að fara í eftirtaldar aðgerðir: Breyta, Eyða, Færa,
Endurtaka, Senda punkt, Afrita, Stillingar.
Minnispunkti bætt í dagbók
Hægt er að búa til nýjan punkt á mánaðar-, viku- eða dagskjá. Skrunaðu að dagsetningunni á mánaðar- eða vikuskjánum , styddu á Valkostir og
veldu Skrifa punkt. Á dagskjánum, styddu á Valkostir og veldu Skrifa punkt. Veldu eina af eftirfarandi gerðum athugasemda: Fundur, Hringja í,
Afmæli, Minnir á, Áminning.
Búðu til punktinn og vistaðu hann. Ef þú vilt t.d. vista punkt fyrir fund með viðvörun ferðu svona að:
Sláðu inn efni fundarins, styddu á Valkostir og veldu Vista. Sláðu inn staðsetninguna, styddu á Valkostir og veldu Vista. Sláðu inn upphafsdagssetninguna og styddu á Í lagi. Sláðu inn lokadagssetninguna og styddu á Í lagi. Sláðu inn upphafstímann og styddu á Í lagi. Sláðu inn lokatímann og styddu á Í lagi. Til að stilla viðvörunartóninn fyrir minnispunktinn, veldu Með
hljóði eða Án hljóðs (enginn viðvörunartónn) og veldu síðan tímann þegar tóninn
á að heyrast.
Þegar síminn gefur frá sér hljóðmerki vegna punkts
Síminn gefur frá sér hljóðmerki og birtir punktinn. Þegar áminning hringingar birtist geturðu hringt í númerið með því að styðja á .
74Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 75
Til að stöðva hljóðmerkið og skoða punktinn skaltu styðja á Skoða. Styddu á Blund þegar punkturinn birtist. Vekjarinn hættir að hringja í um tíu mínútur byrjar svo aftur.
Til að stöðva hljóðmerkið án þess að skoða punktinn skaltu styðja á Hætta.
Forrit (Valmynd 7)
Í þessari valmynd geturðu notað og sýslað með Java-leiki og forrit sem eru uppsett í símanum.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Forrit. Síminn styður Java 2 Micro Edition (J2ME
tækni fyrir smærri raftæki. Áður en þú getur notað Java-forrit verður þú að flytja þau í símann. Java-forrit
nota samnýtt minni, sjá bls. 11.
Leikir
Í þessari valmynd geturðu spilað Java-leikina sem eru settir upp í símanum. Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Forrit og Leikir. Leikjastillingar: Veldu Stillingar forrita til að stilla hljóð, ljós og titring (Titringur)
leikjanna. Þegar slökkt er á aðgerðinni Titringur í valmyndinni Tónastillingar titrar síminn ekki þó svo þú kveikir á Titringur.
Til að hefja leik skaltu velja Velja leik, skruna að viðeigandi leik og styðja á eða á Valkostir og velja Opna. Þú getur stutt á Valkostir til að fá aðgang að sömu
TM
) sem er sérhönnuð útgáfa af Java-
75Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 76
aðgerðum og í valmyndinni Safn. Athugaðu að sumir leikir tæma rafhlöðu símans hraðar (og því getur þurft að tengja símann við hleðslutækið).
Til að skoða hversu mikið minni er tiltækt fyrir leiki skaltu velja Minni. Til að hlaða leik niður í símann skaltu velja Hl. niður leikjum. Listi yfir bókamerki er
sýndur. Veldu Fleiri bókamerki til að skoða bókamerkin sem eru tiltæk í valmyndinni Þjónusta. Veldu bókamerki síðunnar sem þú vilt skoða. Fylgdu leiðbeiningum frá þjónustuveitunni. Þegar þú hleður niður leik getur þú vistað hann í valmyndinni Safn í stað þess að vista hann í Leikir valmyndinni.
Safn
Í þessari valmynd getur þú notað og sýslað með þau Java-forrit sem eru uppsett í símanum.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Forrit og Safn. Forrit eru ræst með því að velja Velja forrit. Skrunaðu að forritinu eða
forritaknippinu sem þú vilt nota. Styddu á Valkostir og veldu Opna eða á til að keyra forritið eða opna forritaknippið.
Athugaðu að sum forrit tæma rafhlöðu símans hraðar (og því getur þurft að tengja símann við hleðslutækið).
Aðrir valkostir sem eru tiltækir fyrir forrit eða forritaflokk
Þú getur nálgast aðgerðirnar að neðan með því að styðja á Valkostir í forritalistanum. Veldu
Eyða til að eyða valda forritinu eða forritaflokknum úr símanum.
76Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 77
Upplýsingar til að skoða nánari upplýsingar um forritið.
Uppfæra útgáfu til að leita að nýrri útgáfu forritsins á internetinu (sérþjónusta).
Vefsí ða til að opna vefsíðu sem tengist forritinu (sérþjónusta).. Þessi valkostur birtist aðeins ef forritið inniheldur veffang síðunnar.
Vefaðgangur til að takmarka aðgang forritsins að símkerfinu. Veldu Spyrja
fyrst til að stilla símann þannig að hann spyrji hvort leyfa skuli aðgang, Heimilaður til að leyfa aðganginn eða Ekki heimilaður til að leyfa ekki
aðganginn.
Tengjast um til að stilla símann þannig að hann noti tilgreindar þjónustustillingar ef þær eru nauðsynlegar fyrir forritið. Sjálfgefið er að síminn noti þjónustustillingar fyrir vafrann.
Java-forritum hlaðið niður
Hægt er að hlaða niður Java-forritum með eftirfarandi hætti:
• Í valmyndinni Safn skaltu velja Hl. niður forritum Listi yfir bókamerki er sýndur. Veldu Fleiri bókamerki til að skoða bókamerki sem eru tiltæk í valmyndinni
Þjónusta. Veldu bókamerki síðunnar sem þú vilt skoða. Fylgdu leiðbeiningum
frá þjónustuveitunni.
• Styddu á Valmynd í biðham og veldu Þjónusta til að fá aðgang að vafrasíðu þar sem þú getur sótt það Java-forrit sem þú vilt.
•Notaðu Hl. niður leikjum aðgerðina í valmyndinni Leikir.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
77Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 78
Þegar þú hleður niður leik eða forriti geturðu vistað það í valmyndinni Leikir í stað valmyndarinnar Safn.
Minnisstaða könnuð
Til að kanna hversu mikið minni er tiltækt fyrir Java-forrit skaltu velja Minni í valmyndinni Safn.
Önnur forrit (Valmynd 8)
Reiknivél
Til athugunar: Nákvæmni reiknivélarinnar er takmörkuð og hún er ætluð til
einfaldra útreikninga.
Styddu á Valmynd í biðham og veldu Aukakostir og Reiknivél.
Reiknað út
1. Notaðu til til að slá inn tölustaf. Styddu á fyrir tugatákn.
2. Styddu einu sinni á til að leggja saman, tvisvar til að draga frá, þrisvar til að margfalda og fjórum sinnum til að deila.
3. Niðurstaðan fæst með því að styðja á Valkostir og velja Jafnt og.
4. Styddu á og haltu inni Hreinsa til að byrja á nýjum útreikningum.
Umreikningur gjaldmiðils
1. Til að vista gengið skaltu styðja á Valkostir og velja Gengi. Veldu annan hvorn kostinn. Sláðu inn gengið (styddu á til að fá kommu) og svo á Í lagi.
78Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 79
2. Umreikningurinn fer þannig fram að upphæðin sem á að breyta er slegin inn, stutt er á Valkostir og valið Í innlendum eða Í erlendum.
Ábending: Í biðham fer gjaldmiðilsumreikningurinn þannig fram að upphæðin sem á að breyta er slegin inn, stutt er á Valkostir og valið Í
innlendum eða Í erlendum.
Skeiðklukka
Styddu á Valmynd, veldu Aukakostir og Skeiðklukka. Veldu Millitímar or Hringtímar og styddu á Byrja til að hefja talninguna. Til að
ljúka talningunni skaltu styðja á Hætta. Þegar talningunni er lokið getur þú stutt á Valkostir fyrir Byrja, Vista, eða Núllstilla. Ef þú velur Byrja, heldur teljarinn áfram frá þeim stað sem hann var stöðvaður. Núllstilla stöðvar teljarann og núllstillir hann.
Til að láta tímatökuna vera áfram virka í bakgrunni skaltu styðja á . Á meðan tímatakan er í gangi birtist í biðham.
Notkun skeiðklukkunnar eða keyrsla hennar í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Niðurteljari
Styddu á Valmynd, veldu Aukakostir og Niðurteljari. Sláðu inn tíma viðvörunarinnar og styddu á Í lagi. Þú getur einnig slegið inn punkt fyrir viðvörunina, endurstillt tímann og stöðvað teljarann.
Þegar teljarinn er virkur birtist í biðham.
79Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 80
Þegar tíma viðvörunarinnar er náð gefur síminn frá sér tón og birtir textann. Styddu á hvaða takka sem er til að slökkva á viðvöruninni.
Þjónusta (valmynd 9)
Í þessari valmynd er vafri sem þú getur notað til að fá ýmsa þjónustu (sérþjónusta). Þessi þjónusta getur til dæmis verið veðurspá, fréttir eða flugáætlanir.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Þjónusta. Upplýsingar um framboð, verðlagningu og gjaldskrá fyrir þessa vafraþjónustu má
fá hjá símafyrirtækinu og/eða þjónustuveitunni. Þar fást líka leiðbeiningar um hvernig þjónustan skuli notuð.
Með fjölvirkum vafra símans er hægt að skoða síður hjá þjónustum sem nota WML (Wireless Mark-Up Language) eða xHTML (extensible HyperText Markup Language).
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Undirstöðuatriði varðandi aðgang og notkun á vafraþjónustu
1. Vistaðu stillingarnar sem þarf til að nota þjónustuna. Sjá bls. 81.
2. Tengingu við viðkomandi þjónustu komið á. Sjá bls. 82.
3. Byrjaðu að vafra á síðum þjónustunnar. Sjá bls. 83.
4. Að vafrinu loknu skaltu rjúfa tenginguna við þjónustuna rofin. Sjá bls. 84.
80Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 81
Síminn settur upp fyrir vafraþjónustu
Mögulegt er að þjónustustillingarnar berist sem textaboð (OTA) frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni sem skipt er við. Þú getur einnig slegið stillingarnar inn handvirkt
Nánari upplýsingar og nákvæmar stillingar fást hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni. Stillingarnar kunna t.d. að vera tiltækar á vefsíðu þeirra.
Mótteknar þjónustustillingar vistaðar
• Til að vista mótteknu stillingarnar skaltu styðja á Valkostir og velja Vista.
• Til að skoða eða fleygja mótteknu stillingunum skaltu styðja á Valkostir og velja Skoða eða Fleygja.
Þjónustustillingarnar færðar inn handvirkt
1. Í valmyndinni Þjónusta, veldu Stillingar, Tengistillingar og Virkar
þjónustustillingar.
2. Skrunaðu að tengingapakkanum sem þú vilt gera virkan og styddu á Kveikja. Tengingapakki er safn stillinga sem þarf til að tengjast þjónustu.
3. Veldu Breyta virkum þjónustustillingum.
4. Veldu stillingarnar hverja fyrir sig og sláðu inn nauðsynlegar stillingar samkvæmt upplýsingunum sem fengust hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
81Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 82
Útlitsstillingar
1. Þegar þú vafrar skaltu styðja á Valkostir og velja Aðrir valmögul. og
Útlitsstillingar. Eða þá að þú skalt, í valmyndinni Þjónusta, velja Stillingar og Útlitsstillingar.
2. Veldu
Línuskiptingar til að stilla hvort textinn heldur áfram í næstu línu ef hann
kemst ekki fyrir í einni línu.
Leturstærð til að velja leturstærð fyrir texta sem birtist á vafrasíðum.
Sýna myndir til að sýna eða fela myndirnar á vafrasíðunum.
Stillingar fyrir fótspor
Hægt er að stilla símann þannig að hann heimili móttöku fótspora eða hafni þeim. Fótspor eru gögn, til dæmis notandaupplýsingar, sem þjónustan vistar í
skyndiminni símans. Fótsporum er eytt þegar skyndiminnið er hreinsað, sjá bls. 86.
1. Á meðan þú vafrar skaltu styðja á Valkostir og velja Aðrir valmögul., Öryggi og
Still. f. fótspor. Eða þá að þú skalt, í valmyndinni Þjónusta, velja Stillingar, Öryggisstillingar og Fótspor.
2. Veldu Heimila eða Hafna.
Tengingu við vafraþjónustu komið á
1. Virkjaðu stillingar þjónustunnar sem þú vilt nota: Í valmyndinni Þjónusta skaltu velja Stillingar og Tengistillingar. Veldu Virkar
þjónustustillingar, skrunaðu að viðeigandi tengingapakka og styddu á Kveikja.
82Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 83
2. Myndaðu tengingu á einhvern eftirfarandi hátt:
• Opnaðu upphafssíðu þjónustuveitunnar, s.s. heimasíðuna. Í valmyndinni
Þjónusta skaltu velja Heima. EÐA: Styddu á og haltu inni í biðham.
• Veldu bókamerki þjónustunnar: Í valmyndinni Þjónusta skaltu velja
Bókamerki og svo viðeigandi bókamerki.
Ef bókamerkið virkar ekki með gildandi þjónustustillingum skaltu virkja aðrar þjónustustillingar og reyna aftur.
• Sláðu inn veffang þjónustunnar: Í valmyndinni Þjónusta skaltu velja Fara á
veffang, slá inn veffangið (styddu á fyrir sértákn) og svo á Í lagi.
Þjónustusíður skoðaðar
Þegar tenging er komin á við þjónustu er hægt að vafra um síðurnar. Aðgerðatakkarnir á símanum geta verið mismunandi eftir því um hvaða þjónustu er að ræða. Fylgdu textaleiðbeiningum á skjánum.
Ef GPRS er valið sem gagnaflutningsmáti, sjá GPRS-tenging á bls. 62 til að fá upplýsingar um GPRS-vísa sem sjást meðan á tengingu stendur.
Símatakkarnir notaðir þegar vafrað er
• Notaðu skruntakkana til að skoða síðu.
• Styddu á til að velja auðkennt atriði.
• Notaðu takkana til til að rita bókstafi og tölur. Styddu á til að setja inn sértákn.
83Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 84
Valkostir þegar vafrað er
Sumir af eftirtöldum valkostum kunna að vera í boði meðan vafrað er. Styddu á
Valkostir og veldu viðkomandi valkost. Þjónustuveitan kann að bjóða fleiri kosti.
Valkostirnir eru: Opna, Flýtivísar, Heima, Nýtt bókamerki, Bókamerki (sjá bls. 85),
Tenglar, Vista í möppu, Aðrir valmögul., Hlaða aftur, Hætta (upplýsingar um
hvernig má slíta tengingunni er að finna á bls. 84). Veldu
Heima til að fara aftur á heimasíðu þjónustuveitunnar.
Flýtivísar til að opna nýjan lista yfir valkosti sem geta t.d. átt sérstaklega við síðuna.
Nýtt bókamerki til að vista þá síðu sem þú ert að skoða sem bókamerki.
Tenglar til að skoða listann yfir bókamerki þaðan sem hægt er að hlaða niður efni. Nánari upplýsingar eru í lið 2 í Niðurhleðsla efnis og forrita á bls. 15.
Aðrir valmögul. til að sjá lista yfir aðra valkosti. Meðal þeirra eru. Vista mynd,
Nota upplýsingar (t.d. til að afrita símanúmer af síðunni), Fara á veffang, Þjónustuhólf (sjá bls. 86), Útlitsstillingar (sjá bls. 82), Öryggi (fyrir
öryggisupplýsingar og stillingar fótspora), Tæma skyndim. (sjá bls. 86).
Hlaða aftur til að endurhlaða og uppfæra gildandi síðu.
Tenging við vafraþjónustu rofin
Til að hætta vafri og rjúfa tenginguna, styddu á Valkostir og veldu Hætta. Þegar textinn Hætta að vafra? birtist, styddu þá á . EÐA: Styddu á og haltu honum inni.
84Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 85
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef reynt hefur verið að komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða þjónustan sem farið var í varðveitist í skyndiminninu. Til að tæma skyndiminnið, sjá Skyndiminnið hreinsað á bls. 86.
Bókamerki
Notkun og umsjón veffanga sem þú hefur vistað sem bókamerki í minni símans:
1. Þegar þú vafrar skaltu styðja á Valkostir og velja Bókamerki, eða Bókamerki í valmyndinni Þjónusta.
2. Skrunaðu að viðeigandi bókamerki og styddu á Valkostir.
3. Veldu Fara t il til að tengjast síðunni sem bókamerkið vísar á. Þú getur til dæmis einnig breytt eða eytt bókamerkinu, sent það í annan síma, vistað það í viðeigandi möppu eða búið til nýtt bókamerki.
Tækið kann að vera með nokkrum bókamerkjum fyrir setur sem ekki eru tengd Nokia. Nokia hvorki ábyrgist né hvetur til notkunar þessara vefsetra. Ef valið er að heimsækja þessi vefsetur skal beita sömu öryggisráðstöfunum og fyrir öll önnur setur.
Móttaka bókamerkis
Þegar þú færð bókamerki í OTA-boðum skaltu styðja á Valkostir og velja Skoða til að skoða bókamerkið eða Vista til að setja það á bókamerkja-listann. Til að fleygja bókamerki í OTA-boðum skaltu styðja á Hætta.
85Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 86
Þjónustuhólf
Síminn getur tekið við þjónustuboðum (tilkynningum) frá þjónustu-veitunni (sérþjónusta).
Hvernig þú stillir símann til að taka á móti þjónustuboðum: Í valmyndinni
Þjónusta, veldu Stillingar, Stillingar fyrir þjónustuhólf, Þjónustuskilaboðum og Kveikt.
Hvernig þú stillir símann til að sækja efnið sem tilgreint er í þjónustuskilaboðunum: Í valmyndinni Þjónusta, veldu Stillingar, Stillingar fyrir
þjónustuhólf, Sjálfvirk tenging og Kveikt.
Lestur þjónustuboða:
1. Styddu á Sýna til að lesa skilaboðin strax, eða á Hætta til að lesa þau seinna í
Þjónustuhólf í valmyndinni Þjónusta. Eða: Á meðan þú vafrar skaltu styðja á Valkostir og velja Aðrir valmögul. og Þjónustuhólf.
2. Skrunaðu að viðeigandi boðum og styddu á Valkostir. Veldu Sækja til að sækja efnið sem tilgreint er í boðunum, Frekari upplýs. til að sjá nánari upplýsingar í þjónustuskilaboðunum eða Eyða til að eyða boðunum.
Skyndiminnið hreinsað
Í valmyndinni Þjónusta, veldu Tæma skyndim. Eða: Ef þú ert að vafra skaltu styðja á Valkostir, velja Aðrir valmögul. og Tæma skyndim.
86Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 87
Öryggi vafra
Stundum geta öryggisaðgerðir verið nauðsynlegar vegna ákveðinnar þjónustu, líkt og bankaþjónustu. Við slíkar tengingar þarf öryggisvottorð og hugsanlega öryggiseiningu sem kann að vera tiltæk á SIM-kortinu. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Öryggiseining
Öryggiseining getur innihaldið vottorð sem og dreifilykla og einkalykla. Öryggiseiningin á að bæta öryggisþjónustu fyrir aðgerðir sem þurfa vafratengingu og hún gefur kost á rafrænni undirskrift. Þjónustuveitan vistar vottorðin í öryggiseiningunni.
Í valmyndinni Þjónusta skaltu velja Stillingar, Öryggisstillingar og Stillingar fyrir
öryggiseiningu. Veldu
Upplýs. um öryggiseiningu til að skoða heiti öryggiseiningarinnar, stöðu hennar, framleiðanda og raðnúmer.
Biður um PIN f. öryggiseiningu og Á til að stilla símann þannig að hann biðji um PIN-númer öryggiseiningarinnar þegar þjónusta í öryggiseiningunni er notuð.
Breyta PIN f. öryggiseiningu til að breyta PIN-númeri fyrir öryggiseininguna ef öryggiseiningin heimilar slíkt.
Vottorð
Síminn styður þrenns konar vottorð: vottorð miðlara, heimildarvottorð og notandavottorð. Hægt er að fá þessi vottorð hjá þjónustuveitunni. Þjónustuveitan gæti einnig vistað heimildarvottorð og notandavottorð í öryggiseiningunni. Þjónustuveitan veitir upplýsingar um framboð.
87Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 88
Öryggisvísirinn birtist meðan á tengingu stendur og vottorð miðlara er notað ef gagnaflutningurinn á milli símans og gáttarinnar (auðkennd með IP-netfang í
Breyta virkum þjónustustillingum) er dulkóðaður.
Öryggistáknið sýnir ekki að gagnasendingin milli gáttarinnar og efnisþjónsins (eða staðarins þar sem umbeðin tilföng eru geymd) sé örugg. Þjónustuveitan tryggir gagnasendinguna milli gáttarinnar og efnisþjónsins.
Mikilvægt: Athuga skal að þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn verður að vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn Útrunnið vottorð eða Ógilt vottorð birtist þó að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt dag- og tímasetning er á tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi treysta eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.
Flýtival (valmynd 10)
Í þessari valmynd geturðu virkjað þær aðgerðir sem hægt er að nýta með því að styðja á Flýtival í biðham.
Til að opna þessa valmynd: Styddu á Valmynd í biðham og veldu Flýtival. Til að fjarlægja aðgerð af listanum eða bæta aðgerð við hann, sjá Persónulegir
flýtivísar á bls. 62.
88Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 89
SIM-þjónusta (valmynd 11)
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
89Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 90
6. Upplýsingar um rafhlöðu
Hleðsla og afhleðsla
Tækið gengur fyrir rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða. Rafhlaða nær ekki fullum afköstum fyrr en hún hefur verið hlaðin og afhlaðin tvisvar til þrisvar sinnum. Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal­og biðtími er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um rafhlöðu. Aðeins skal nota rafhlöður sem samþykktar eru af Nokia og aðeins skal endurhlaða rafhlöðu með hleðslutækjum sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu tæki.
Ef verið er að nota vararafhlöðu í fyrsta skipti eða ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt að tengja hleðslutækið og aftengja það síðan og tengja aftur til að byrja að hlaða rafhlöðuna.
Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu og tækið þegar það er ekki í notkun. Ekki má hafa fullhlaðna rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt og smátt ef hún er ekki í notkun.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Aðeins skal nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð. Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki eða rafhlöðu.
Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur, svo sem mynt, bréfaklemma eða penni veldur beinni tengingu milli + og ­skautanna á rafhlöðunni. (Þau líta út eins og málmrendur á rafhlöðunni.) Til dæmis getur þetta gerst þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur
90Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 91
valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni. Ef rafhlaðan er skilin eftir í miklum hitum eða kuldum, til dæmis í lokuðum bíl að sumar- eða
vetrarlagi, dregur það úr afkastagetu hennar og endingu. Reyndu ávallt að halda hitastigi rafhlöðunnar á milli 15°C og 25°C (59°F og 77°F). Tæki með of heitri eða of kaldri rafhlöðu getur orðið óvirkt um tíma, þó svo að rafhlaðan sé fullhlaðin. Einkum hefur mikið frost takmarkandi áhrif á rafhlöður.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Rafhlöður geta einnig sprungið ef þær skemmast. Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir. Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim með heimilisúrgangi.
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia
Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia til að tryggja öryggi þitt. Til að tryggja að þú fáir rafhlöður frá Nokia skaltu kaupa þær hjá viðurkenndum söluaðila Nokia, ganga úr skugga um að 'Nokia Original Enhancements' táknið sé á umbúðunum og skoða heilmyndarmiðann á eftirfarandi hátt:
Þó svo að þessum fjórum skrefum sé fylgt nákvæmlega er það ekki fullkomin trygging fyrir því að rafhlaðan sé sannvottuð. Ef þú hefur minnstu ástæðu til að ætla að rafhlaðan þín sé ekki ósvikin Nokia rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur fara með hana til viðurkennds þjónustu- eða söluaðila Nokia. Viðurkenndir þjónustu- og söluaðilar Nokia kanna sannvottun rafhlöðunnar. Ef ekki er hægt að staðfesta sannvottunina skaltu skila rafhlöðunni til verslunarinnar þar sem þú keyptir hana.
91Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 92
Sannvottun heilmyndar
1. Þegar þú horfir á heilmyndina á miðanum ættirðu að sjá Nokia-handabandstáknið frá einu sjónarhorni og 'Nokia Original Enhancements' táknið frá öðru.
2. Þegar þú snýrð heilmyndinni til vinstri, hægri, upp eða niður ættirðu að sjá 1, 2, 3, eða 4 punkta, allt eftir staðsetningu hennar.
3. Skafðu hliðina á miðanum og þá á að koma í ljós 20-stafa tala, t.d. 12345678919876543210. Snúðu rafhlöðunni þannig að tölurnar vísi upp. 20-stafa talan byrjar í efri röðinni og heldur áfram í neðri röðinni.
92Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 93
4. Fáðu staðfestingu á því að 20-stafa talan sé gild með því að fylgja leiðbeiningunum á www.nokia.com/batterycheck.
Til að búa til textaskilaboð skaltu slá inn 20-stafa töluna, t.d. 12345678919876543210, og senda hana á +44 7786 200276.
Gjaldskrá innlendra og erlendra símafyrirtækja gildir. Þá áttu að fá skilaboð sem segja til um hvort hægt er að sannvotta töluna eða ekki.
Hvað ef rafhlaðan er ekki ósvikin?
Ef þú getur ekki staðfest að Nokia-rafhlaðan með heilmyndinni á miðanum sé ósvikin Nokia­rafhlaða skaltu ekki nota rafhlöðuna. Farðu með hana til næsta viðurkennda þjónustuaðila eða sölustaðar Nokia til að fá aðstoð. Notkun rafhlaða sem eru ekki samþykktar af framleiðanda getur verið hættuleg. Hún getur jafnframt leitt til þess að tækið og aukahlutir þess virki ekki sem skyldi eða skemmist. Notkun þeirra kann jafnframt að ógilda allar þær samþykktir eða ábyrgðir sem eiga við tækið.
Nánari upplýsingar um ósviknar Nokia rafhlöður er að finna á www.nokia.com/battery.
93Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 94
Umhirða og viðhald
Í tækinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega með. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda tækinu í ábyrgð.
• Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið blotnar skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna alveg áður en rafhlaða er sett í aftur.
• Ekki skal nota tækið á rykugum og óhreinum stöðum né geyma það þar. Færanlegu hlutirnir og rafrænir hlutar þess geta skemmst.
• Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu rafeindatækja, skemmt rafhlöður og undið eða brætt sum plastefni.
• Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því og hann getur skemmt rafrásaspjöld.
• Ekki skal reyna að opna símann öðruvísi en tilgreint er í þessari handbók.
• Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásarspjöld og fíngerðan búnað.
• Ekki skal nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að þrífa tækið.
• Ekki skal mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
• Aðeins skal nota loftnetið sem fylgir með símanum eða samþykkt varaloftnet. Ósamþykkt loftnet, breytingar á þeim eða viðbætur, gætu skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga og reglugerða um senditæki.
• Nota skal hleðslutæki innandyra.
94Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 95
• Alltaf skal taka öryggisafrit af gögnum sem á að geyma, s.s. tengiliðum og dagbókaratriðum, áður en tækið er sent til þjónustuaðila.
Allar ofangreindar ábendingar eiga jafnt við tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið eða aðra aukahluti. Ef tæki vinnur ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila til lagfæringar.
95Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 96
Viðbótaröryggisupplýsingar
Í tækinu og aukahlutum þess geta verið litlir hlutir. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Vinnuumhverfi
Hafa ber í huga að farið sé að öllum sérstökum reglugerðum sem gilda á hverju svæði og að slökkva alltaf á tækinu þar sem notkun þess er bönnuð, eða þar sem hún kann að valda truflun eða hættu. Tækið notist aðeins í hefðbundinni stöðu. Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun annaðhvort í hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar það er haft að minnsta kosti 1,5 sm frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar tækið er borið á líkamanum við notkun ætti slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu að minnsta kosti í þeirri fjarlægð frá líkamanum sem nefnd var hér á undan. Svo að hægt sé að senda gagnaskrár eða boð þarf þetta tæki góða tengingu við símkerfið. Í sumum tilvikum getur sending gagna eða boða tafist þar til slík tenging er tiltæk. Tryggja skal að ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum sé fylgt þar til sendingu er lokið.
Hlutar tækisins eru segulmagnaðir. Málmefni geta dregist að tækinu og fólk með heyrnartæki ætti ekki að halda tækinu upp að eyranu með heyrnartækinu. Ekki má geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt tækinu því upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.
Lækningatæki
Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra síma, kann að trufla virkni lækningatækja sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til þess að komast að því hvort það sé nægilega vel varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari upplýsinga. Slökkva skal á
96Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 97
tækinu í námunda við heilsugæslustöðvar ef auglýstar reglur þess efnis kveða á um að það sé gert. Sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar kunna að nota búnað sem getur verið næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.
Gangráðar
Framleiðendur gangráða mæla með því að minnst 15,3 cm (6 tommu) bil sé haft á milli þráðlauss síma og gangráðs til þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun í gangráðinum. Þessi tilmæli eru í samræmi við sjálfstæða rannsókn og tilmæli frá Wireless Technology Research. Notendur gangráða ættu því að gera eftirfarandi:
• Haldið tækinu alltaf í meira en 15,3 cm (6 tommu) fjarlægð frá gangráðinum.
• Berið tækið ekki í brjóstvasa.
• Hafið tækið við eyrað sem er fjær gangráðinum til að draga úr líkum á truflunum.
Ef grunur leikur á að tækið trufli gangráðinn skal slökkva á því og færa það í burtu.
Heyrnartæki
Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki. Ef truflun verður skal leita til þjónustuaðila.
Ökutæki
Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki nægilega varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf, rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrð hraðakerfi og loftpúðakerfi. Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda bílsins eða búnaðarins sem bætt hefur verið við eða fulltrúa hans.
Aðeins á að fela fagmönnum að gera við tækið eða setja tækið upp í ökutæki. Gölluð uppsetning eða viðgerð kann að valda hættu og ógilda hvers kyns ábyrgð sem kann að vera á tækinu. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus tækjabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt. Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir eða
97Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 98
sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða aukahluti með því. Ef ökutæki er búið loftpúða skal hafa hugfast að loftpúðar blásast út af miklum krafti. Ekki má setja hluti, þar með talinn uppsettan eða færanlegan þráðlausan búnað, á svæðið yfir loftpúðanum eða á útþenslusvið loftpúðans. Ef þráðlaus búnaður í bíl er illa settur upp og loftpúðinn þenst út getur slíkt orsakað alvarleg meiðsl.
Notkun tækisins meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva skal á tækinu áður en gengið er um borð í flugvél. Notkun þráðlausra fjarskiptatækja í flugvél getur skapað hættu við stjórn flugvélarinnar, rofið þráðlaust símasamband og verið ólöglegt.
Sprengifimt umhverfi
Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem hætta er á sprengingum og fara að öllum tilmælum sem sjást á skiltum og leiðbeiningum. Sprengifimt andrúmsloft telst vera á svæðum þar sem yfirleitt er beðið um að drepið sé á vél bifreiðar. Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll. Slökkva skal á símanum á eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir á notkun útvarpsbúnaðar í eldsneytisgeymslum, svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða þar sem verið er að sprengja. Svæði þar sem sprengihætta er mikil eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal eru svæði undir þilfari á bátum; svæði þar sem sterk efni eru geymd eða búin til flutnings; ökutæki sem nýta fljótandi svartolíugas (própan eða bútan) og svæði þar sem í lofti eru efni eða agnir, til dæmis korn, ryk eða málmduft.
Neyðarhringingar
Mikilvægt: Þráðlausir símar, þar á meðal þetta tæki, nota útvarpsmerki, þráðlaus
kerfi, kapalkerfi og notendaforritaðar aðgerðir. Því er ekki hægt að tryggja tengingar við hvaða skilyrði sem er. Því skyldi aldrei treysta eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti, t.d. í bráðatilvikum.
98Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 99
Neyðarsímtal:
1. Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort nægilegur sendistyrkur sé fyrir hendi.
Í tilteknum símkerfum kann að vera farið fram á að gilt SIM-kort sé rétt sett í tækið.
2. Styðja skal á eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og gera tækið tilbúið fyrir símtöl.
3. Opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði er valið. Neyðarnúmer eru breytileg eftir stöðum.
4. Styðja skal á .
Ef ákveðnar aðgerðir eru í notkun þarf ef til vill að gera þær óvirkar áður en neyðarsímtal er mögulegt. Nánari upplýsingar má fá í þessari handbók eða hjá þjónustuveitunni.
Í neyðarsímtali þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og kostur er. Þráðlausa tækið getur verið eina samskiptatækið á slysstað. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Upplýsingar um vottun (SAR)
ÞETTA ÞRÁÐLAUSA TÆKI SAMRÆMIST VIÐMIÐUNARREGLUM UM ÁHRIF AF ÚTVARPSBYLGJUM.
Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er hannað með tilliti til leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum sem mælt er með í alþjóðlegum viðmiðunarreglum. Viðmiðunarreglurnar sem hér um ræðir voru þróaðar af sjálfstæðu vísindastofnuninni ICNIRP og fela í sér öryggismörk sem ætlað er að tryggja öryggi allra, burtséð frá aldri eða heilsufari.
Í viðmiðunarreglunum um útvarpsbylgjur frá þráðlausum tækjum er notuð mælieiningin SAR (Specific Absorption Rate). Samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP eru efri mörk SAR 2,0 vött/kílógramm (W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvef. Mælingar á SAR eru gerðar í hefðbundnum stöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á öllum mældum
99Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 100
tíðnisviðum. Raunverulegt SAR-stig tækis í notkun getur verið undir tilgreindu hámarksgildi, þar sem tækið er hannað til að nota aðeins þann styrk sem þarf til að ná sambandi við símkerfið. Þessi styrkur er breytilegur vegna ýmissa þátta, til dæmis fjarlægð notanda frá grunnstöð. Samkvæmt ICNIRP-viðmiðunarreglunum er hæsta SAR-gildi fyrir notkun tækisins við eyra 0,54 W/kg.
Notkun aukabúnaðar getur valdið því að SAR gildið verði annað. SAR-gildi kunna að vera breytileg milli landa sökum mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og tíðnisviðs. Viðbótarupplýsingar um SAR má finna í upplýsingum um vörur á www.nokia.com
100Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Loading...