Nokia 2626 User's Guide [is]

Nokia 2626 notendahandbók
9254771
1. útgáfa
LEYFISYFIRLÝSING Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-291 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
0434
Höfundarréttur © 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru á þennan hátt. Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar er að finna í Eco­yfirlýsingu vörunnar eða landaupplýsingum á www.nokia.com.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
Nokia, Nokia Connecting People og Xpress-on eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright © 1997-2007. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA, STARFSMENN ÞESS EÐA SAMSTARFSAÐILAR UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR”. UMFRAM ÞAÐ ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS, Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI
EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDUR SKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TILBAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia.
Þetta tæki er í samræmi við eftirfarandi samþykkt: 2002/95/EC um takmörkun á notkun tiltekinna hættulegra efna í rafmagnstækjum.
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
9254771/1. útgáfa
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit
Öryggisatriði .................................................................. 7
Almennar upplýsingar................................................. 12
Aðgangskóðar........................................................................................... 12
Upplýsingar um þjónustuaðila og tengiliði Nokia ......................... 13
1. Hafist handa............................................................ 14
SIM-kortið og rafhlaðan sett í símann............................................. 14
Rafhlaðan hlaðin..................................................................................... 16
Hefðbundin notkunarstaða .................................................................. 17
2. Síminn þinn ............................................................. 18
Lyklar og hlutar........................................................................................ 18
Biðstaða..................................................................................................... 19
Sýnishorn................................................................................................... 20
Takkalás...................................................................................................... 21
3. Símtöl....................................................................... 22
Hringt og tekið á móti símtali............................................................. 22
Hátalari ...................................................................................................... 22
4. Ritun texta............................................................... 23
5
Efnisyfirlit
5. Valmyndir símans.................................................... 24
Skilaboð ..................................................................................................... 24
Tengiliðir.................................................................................................... 32
Símtalaskrá ............................................................................................... 34
Stillingar .................................................................................................... 35
Valmynd símafyrirtækis......................................................................... 41
Gallerí......................................................................................................... 41
Minni .......................................................................................................... 42
Útvarp......................................................................................................... 43
Skipuleggjari............................................................................................. 45
Forrit........................................................................................................... 48
Vefur ........................................................................................................... 49
SIM-þjónusta............................................................................................ 54
6. Upplýsingar um rafhlöðu........................................ 55
Hleðsla og afhleðsla............................................................................... 55
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia.................. 57
7. Aukahlutir ............................................................... 62
Umhirða og viðhald..................................................... 63
Viðbótaröryggisupplýsingar........................................ 65
6
Öryggisatriði
Öryggisatriði
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt lækningabúnaði.
7
Öryggisatriði
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota tækið nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
8
Öryggisatriði
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka ö ryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í símtækinu.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Ýta skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur í biðstöðu. Slá skal inn neyðarnúmerið og ýta á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
9
Öryggisatriði
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 900 og GSM 1800 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir þjónustuna fást hjá
10
Öryggisatriði
þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þessar aðgerðir ekki í valmynd tækisins. Tækið kann einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og táknum valmynda að hafa verið breytt. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð og ­forrit og internetþjónustu krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
11
Almennar upplýsingar
Almennar upplýsingar
Aðgangskóðar
Öryggisnúmerið með símtækinu ver það gegn óheimilli notkun. Forstillta númerið er 12345.
PIN-númerið með SIM-kortinu ver kortið gegn óheimilli notkun. PIN2-númerið kann að fylgja SIM-kortinu og er nauðsynlegt til að komast í sumar aðgerðir. Ef PIN- eða PIN2-númer eru slegin vitlaust inn þrisvar í röð er beðið um PUK- eða PUK2-númer. Ef þessi númer vantar ber að hafa samband við þjónustuveitu.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að komast í upplýsingar í öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt fyrir rafræna undirskrift. Lykilorðs vegna útilokunar er krafist þegar Útilokunarþjónusta er notuð.
Veldu Valmynd > Stillingar > Öryggisstillingar til að stilla hvernig símtækið notar aðgangskóða og öryggisstillingar.
12
Almennar upplýsingar
Upplýsingar um þjónustuaðila og tengiliði Nokia
Á www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt að finna nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
Á vefsíðunni má finna upplýsingar um notkun á vörum og þjónustu Nokia. Ef þú þarft að hafa samband við neytendaþjónustu, skaltu skoða lista yfir staðbundna söluaðila Nokia á www.nokia.com/customerservice.
Næsta þjónustuaðila Nokia má finna á www.nokia.com/ repair fyrir viðgerðarþjónustu.
13
Hafist handa
1. Hafist handa
SIM-kortið og rafhlaðan sett í símann
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til. Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá
seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Til athugunar: Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður en fram- og bakhlið eru fjarlægðar. Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota tækið með áföstum fram- og bakhliðum.
1. Fram- og bakhliðar eru fjarlægðar með því að styðja á bakhliðina og renna henni að neðri hluta símans (1).
14
Hafist handa
2. Rafhlaðan er fjarlægð með því að lyfta henni eins og
sýnt er á myndinni (2).
3. SIM-kortsfestingin er losuð með því að toga varlega í
hana og opna hana svo (3).
4. SIM-kortið er sett í símann þannig að skáhornið vísi upp
og til hægri og gyllti snertiflöturinn vísi niður (4). Loka skal SIM-kortsfestingunni og ýta henni á sinn stað (5).
5. Rafhlaðan er sett í rafhlöðufestinguna (6).
6. Bakhlið símans er sett aftur á hann og rennt upp.
Bakhliðinni er síðan ýtt alveg að efri hluta símans til að læsa henni (7).
15
Hafist handa
Rafhlaðan hlaðin
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki
og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku með ACP-7, ACP-12 eða AC-2 hleðslutæki. Þetta tæki er ætlað til nokunar með BL-5C rafhlöðu. Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við rafmagnsinnstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við símann.
16
Hefðbundin notkunarstaða
Í tækinu er innbyggt loftnet.
Til athugunar: Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á tækinu eins og gildir um öll önnur tæki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að tækið noti meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Til að hámarka móttökuskilyrði loftnetsins og líftíma rafhlöðunnar skal forðast að snerta loftnetið þegar tækið er notað.
Hafist handa
17
Síminn þinn
2. Síminn þinn
Lyklar og hlutar
• Eyrnatól/hlust (1)
• Hátalari (2)
• Valtakkar (3)
• Stýrihnappur (flettilykill) (4)
• Hringitakki (5), ýtt er einu sinni á hringitakkann til að ná í númer sem hringt var í nýlega
• Hætta-takki og rofi (6), takkanum er haldið niðri til að slökkva eða kveikja á símanum en ýtt er stutt til að ljúka símtali eða hætta í aðgerðum
• Tengi fyrir hleðslutæki (7)
• Tengi fyrir höfuðtól (8)
18
Síminn þinn
Til athugunar: Ekki skal
snerta þetta tengi þar sem það er eingöngu ætlað til notkunar af fagmönnum.
Viðvörun: Flettilykillinn í þessu tæki getur innihaldið nikkel. Hann er ekki ætlaður til að vera í viðvarandi snertingu við húð. Viðvarandi snerting við húð getur leitt til nikkelsofnæmis.
Biðstaða
Síminn er í biðstöðu þegar hann er tilbúinn til notkunar en engir stafir eða tölur hafa verið slegnar inn:
19
Síminn þinn
Heiti símafyrirtækis eða skjátákn þess (1)
Sendistyrkur símakerfis (2) Hleðsla rafhlöðunnar (3) Vinstri valtakkinn er Flýtival (4) til að
skoða valkostina á flýtivísanalistanum þínum. Veldu Valkost. > Valmöguleikar til að sjá hverju hægt er að bæta á listann. Veldu aðgerðina Skipuleggja >
Færa og staðsetningu itl að raða valkostunum á listann. Valmynd (5) og Nöfn (6)
Sýnishorn
Til að kveikja á símanum án SIM-kortsins skal samþykkja
Ræsa símann án SIM-korts?. Síðan notarðu þær aðgerðir
símans sem ekki krefjast SIM-korts.
20
Síminn þinn
Takkalás
Veldu Valmynd > * til að læsa eða aflæsa takkaborðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist þegar stutt er óvart á takkana. Þegar takkalásinn er á er samt hægt að svara símtali með því að ýta á hringitakkann. Þegar lagt er á eða símtali er hafnað læsast takkarnir svo sjálfkrafa aftur.
Veldu Valmynd > Stillingar > Símastillingar > Sjálfvirkur
takkavari > Virkur til að láta símann læsa tökkunum
sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma þegar hann er í biðstöðu. Þegar tækið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
21
Símtöl
3. Símtöl
Hringt og tekið á móti símtali
Símtal er gert með því að slá inn símanúmer ásamt land- og svæðisnúmeri, ef með þarf. Styddu á hringitakkann til að hringja í símanúmerið. Ýttu stýrihnappnum til hægri til að auka eða til vinstri til að minnka hljóðstyrk í eyrnatóli á meðan símtali stendur.
Svarað er á með því að ýta á hringitakkann. Til að hafna símtali án þess að svara því skal styðja á hætta-takkann.
Hátalari
Ef þessi kostur er tiltækur erð hægt að velja Hátalari eða
Símtól til að nota hátalarann eða eyrnatól á meðan símtali
stendur.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
22
Loading...
+ 50 hidden pages