Þakka þér fyrir að festa kaup á stafrænni Nikon COOLPIX S01 myndavél. Til að fá sem mest út úr Nikon
vörunni þinni, skaltu lesa „öryggisatriđi“ (A iii–iv) og allar aðrar leiðbeiningar vandlega og geyma þær
þar sem allir sem munu nota myndavélina geta lesið þær.
Tákn og venjur
Til að auðvelda leit að upplýsingum eru eftirfarandi tákn og auðkenni notuð:
Þetta tákn merkir viðvörun; upplýsingar sem ætti að lesa fyrir notkun til að koma í veg fyrir skemmdir á myndavélinni.
Þetta tákn merkir athugasemdir; upplýsingar sem ætti að lesa áður en myndavélin er tekin í notkun.
Þetta tákn leiðbeinir þér á tengda kafla í þessari handbók.
Þetta tákn merkir vísanir til annarra blaðsíðna í þessari handbók.
A
Valmyndir og annar texti sem eru sýnd af forritum myndavélarinnar eða tölvunnar eru feitletruð.
Teikningarnar í þessari handbók geta verið einfaldaðar í skýringarskyni.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
0
Efnisyfirlit
Öryggisatriði...................................................................... iii
Tilkynningar........................................................................ v
Til að koma í veg fyrir skemmdir á Nikon vörunni þinni eða slys á þér eða öðrum, skaltu lesa þessar varúðarleiðbeiningar í heild sinni áður en þú notar þennan búnað. Geymdu þessar varúðarleiðbeiningar þar sem allir
þeir sem munu nota vöruna geta lesið þær.
Mögulegar afleiðingar þess að fara ekki eftir þeim varúðarráðstöfunum sem taldar eru upp í þessum hluta eru gefnar til kynna með eftirfarandi tákni:
Þetta tákn merkir viðvaranir. Til að fyrirbyggja möguleg slys, skaltu lesa allar viðvaranir áður en þú notar þessa Nikon vöru.
❚❚ VIÐVARANIR
Slökktu samstundis á myndavélinni ef bilun gerir vart við
sig. Ef þú tekur eftir því að re ykur eða undarleg lykt kemur frá
búnaðinum eða straumbreytinum, skaltu taka hann úr
sambandi. Áframhaldandi notkun getur valdið meiðslum. Eftir
að þú hefur slökkt á tækinu, bíddu þangað til það kólnar og
farðu með það til viðurkennds þjónustuaðila Nikon til
athugunar.
Ekki nota nærri eldfimum lofttegundum. Ekki nota
rafbúnað nálægt eldfimum lofttegundum þar sem það getur
valdið sprengingu eða íkveikju.
Ekki taka myndavélina í sundur. Ef innra gangvi rki vörunnar
er snert, getur það valdið meiðslum. Komi til bilunar, ætti
varan aðeins að vera löguð af viðurkenndum tæknimanni.
Skyldi varan brotna og opnast eftir fall eða annað slys, skaltu
aftengja hleðslustraumbreytinn og fara því næst með vöruna
til viðurkennds þjónustuaðila Nikon til athugunar.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Vörunni ber að halda þurri. Ef ekki er farið eftir þessum
varúðarleiðbeiningum, getur það valdið eldi eða rafstuði.
Ekki snerta klóna eða straumbreytinn með rökum
höndum. Ef ekki er farið eftir þessum varúðarleiðbeiningum
getur það valdið rafstuði.
Ekki koma nálægt klónni í þrumuveðri. Ef ekki er farið eftir
þessum varúðarleiðbeiningum getur það valdið rafstuði.
Fjarlægja skal ryk á og kringum málmhluti
straumbreytistengisins með þurrum klút. Áframhaldandi
notkun getur valdið bruna.
Geymist þar sem börn ná ekki til. Ef ekki er farið eftir þessum
varúðarráðstöfunum getur það valdið meiðslum. Athugaðu að
þar að auki geta smáhlutir valdið köfnunarhættu. Ef barn
kyngir einhverjum hluta af þessum búnaði, hafðu þá strax
samband við lækni.
Ekki setja ólina utan um hálsinn á barni eða ungbarni. Ef
ekki er farið eftir þessum varúðarleiðbeiningum getur það
valdið kyrkingu.
Sýna skal aðgát þegar flassið er notað.
• Ef myn davélin er notuð með flassi í námunda við húð eða
aðra hluti getur það valdið bruna.
• Sé flassið notað í námunda við augu myndefnisins, getur
það valdið tímabundnum sjónerfiðleikum. Þessa skal
sérstaklega gæta þegar teknar eru myndir af ungabörnum,
þar sem flassið ætti aldrei að vera minna en einn metri fr á
myndefninu.
• Ekki beina flassinu að stjórnanda vélknúins ökutækis. Ef ekki
er farið eftir þessum varúðarleiðbeiningum getur það valdið
slysum.
Forðast skal snertingu við vökvakristal. Skyldi skjá rinn
brotna, skal varast meiðsli vegna glerbrota og fyrirbyggja að
vökvakristallinn úr skjánum snerti húðina eða far i í augu eða
munn.
Öryggisatriði
iii
Ekki nota hleðslustraumbreytinn með
ferðastraumbreytum eða straumbreytum sem hannaðir
eru til að breyta frá einni spennu yfir í aðra eða með DC-íAC áriðlum. Ef ekki er farið eftir þessum varúðarleiðbeiningum
getur það skaðað vöruna eða valdi ð ofhitnun eða bruna.
Nota skal viðeigandi snúrur. Þegar snúrur eru tengdar við
inntaks- og úttakstengi skal eingöngu nota snúrur sem fylgja
eða eru seldar af Nikon til að uppfylla kröfur þeirra reglugerða
sem varða vöruna.
Ekki skemma, hita, breyta eða toga með afli eða beygja
snúrur eða setja þær undir þunga hluti. Ef ekki er farið eftir
þessum varúðarleiðbeiningum getur það valdið rafstuði.
Ekki hylja vöruna meðan á notkun stendur. Hitauppsöfnun
getur aflagað hulstrið eða valdið bruna.
Hætta skal notkun tafarlaust ef vart verður breytinga á
vörunni, svo sem afmyndunar eða aflitunar. Ef ekki er fa rið
eftir þessum varúðarleiðb einingum, getur það leitt til þess að
innbyggða rafhlaðan leki, ofhitni eða rifni.
Ekki vera í snertingu við myndavélina eða
hleðslustraumbreytinn í lengri tíma meðan kveikt er á
tækjunum eða þau eru í notkun. Hlutir á tækinu geta orðið
heitir. Ef tækið er látið vera í beinni sner tingu við húðina í lengri
tíma getur það valdið lághita bruna.
Notaðu þar til gerðan straumbreyti. Þegar myndavélin er
hlaðin úr innstungu, notaðu aðeins straumbreyti sem er gerður
til notkunar með þessari vöru.
Ekki geyma í beinu sólarljósi. Slökktu á vörunni og gakktu úr
skugga um að lokið sé á linsunni á ður en hún er sett í geymslu
og úr beinu sólarljósi þegar hún er ekki í notkun. Ef sólarljósið
er í fókus linsunnar getur það valdið bruna.
Fylgdu leiðbeiningum starfsfól ks flugfélags og
sjúkrahúss. Slökktu á vörunni í flugtaki og lendingu eða þegar
beðið er um af starfsfólki flugfélags eða sjúkrahúss.
Útvarpsbylgjur sem koma frá tækinu geta truflað stýribúnað
flugvélarinnar eða lækningartæki sjúkrah ússins.
Ef rafhlaða myndavélarinnar lekur og vökvi úr henni
snertir föt þín eða húð, hreinsaðu s trax viðkomandi svæði
með vatni.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Öryggisatriði
iv
Tilkynningar
• Ekk i má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumá l í nokkru formi
neina hluta þeirra handbóka sem fylgja þessari vöru, án þess að fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi frá
Nikon.
• Nikon áskilur sér rétt til þess að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og hugbúnaðar sem lýst er í þessum
handbókum hvenær sem er og án frekari fyrirvar a.
• Ni kon tekur enga ábyrgð á skemmdum sem gætu komið til vegna notkunar þessarar vöru.
• Þó áhersla hafi verið lögð á að tryggja að upplýsingarnar í þessum bæklingum séu réttar og tæmandi
kunnum við að meta það ef þú vekur athygli umboðsaðila Nikon á þínu svæði á hvers konar villum eð a
ónógum upplýsingum (heimilisfang veitt sér).
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Tilkynningar
v
Tilkynningar til viðskiptavina í Evrópu
Þetta tákn gefur til kynna að þessari vöru verði safnað sérstaklega.
Eftirfarandi á einungis við um notendur í Evrópulöndum:
• Þessi va ra er ætluð til sérstakrar söfnunar á viðeigandi söfnunarstöðum. Má ekki he nda með venjulegu heimilisrusli.
• Nánar i upplýsingar má fá hjá umboðsaðila eða staðaryfirvöldum sem sjá um úrvinnslu sorps.
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að það að hafa undir höndum efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni myndavél eða öðru tæki getur verið refsivert samkvæmt lögum.
• Hlutir sem bannað er samkvæmt lögu m að afrita eða endurgera
Ekki afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf sem gefin eru
út af staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða endurgerðir séu stimplaðar „Sýnishorn“.
Fjölföldun eða endurgerð peningaseðla, mynta eða verðbréfa sem gefin eru út í öðru landi er bönnuð.
Nema að gefnu leyfi stjórnvalda, er fjölf öldun eða endurgerð ónotaðra frímerkja eða póstkorta sem
gefin eru út af stjórnvöldum bönnuð.
Afritun eða endurgerð frímerkja sem ge fin eru út af ríkinu og löggiltra skjala sem mælt er fyrir um í
lögum er bönnuð.
• Varúð varðandi viss afrit og endurgerðir
Stjórnvöld hafa gefið út viðvörun um afrit og endurgerðir skuldabréfa sem gefin eru út af
einkafyrirtækjum (hlutabréf, seðlar, ávísanir, gjafakort, o.s.frv.) farseðlar eða afsláttamiðar, nema
þegar að lágmarksfjöldi nauðsynlegra afrita er ætlaður til notkunar innan fyrirtækisins. Það skal ekki
heldur afrita eða endurgera ve gabréf sem gefin eru út af stjórnvöldum, leyfi gefin út af opin berum
stofnunum eða einkaaðilum, skilríki eða miða, svo sem passa og matarmiða.
• Fylgja skal ábendingum um útgáfurétt.
Afritun eða endurgerð höfundaverka svo sem bóka, tónlistar, málverka, trérista, þrykks, korta,
teikninga, kvikmynda og ljósmynda fellur undir innlenda og alþjóðlega höfundarréttarlöggjöf. Ekki
nota þessa vöru til að búa til ólögleg afrit eða brjóta höfundarréttarlög.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Tilkynningar
vi
Losun gagnageymslubúnaðar
Vinsamlega athugaðu að þó þú eyðir my ndum eða forsníðir minni myndavélarinnar eða annan gagnageymslu búnað þá mun það ekki eyða upprunalegu myndgögnunum að öllu leyti. Stundum er hægt að
endurheimta skrár sem hefur verið eytt, sem hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans að tryggja leynd slíkra gagna.
Áður en slíkum gagnageymslubúnaði er fargað eða hann skiptir um eigendur skal endursníða búnaðinn og síðan fylla hann af myndum með engum persónulegum upplýsingum (t.d. myndum af tómum himni).
Vertu viss um að skipta um allar myndir sem valdar voru fyrir H OME-skjáinn.
Eingöngu skal nota rafmagnsaukabúnað frá Nikon
Nikon myndavélar eru hannaðar samkvæmt hæstu stöðlum og innihalda flóknar rafrásir. Eingöngu rafmagnsaukabúnaður frá Nikon (að meðtöldum hleðslutækjum) vottaður af Nikon til notkunar með þessari
stafrænu Nikon myndavél, er hannaður og prófaður til notkunar innan notkunar- og öryggistakmarkana fyrir þes sa rafrásir.
Sé rafmagnsaukabúnaður notaður sem ekki er frá Nikon, getur það skaðað myndavélina og getur ógilt Nikon ábyrg ðina.
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til þess að fá frekari upplýsingar um aukabúnað frá Nikon.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Tilkynningar
vii
Notaðu eingöngu aukabúnað frá Nikon: Eingöngu aukabúnaður sem
vottaður hefur verið af Nikon til notkunar með þessari stafrænu Nikon
myndavél er hannaður og prófaður til notkunar innan notkunar- og
öryggisskilyrða myndavélarinnar. Notkun á aukabúnaði sem ekki er frá
Nikon getur leitt til skemmda á myndavélinni og kann að ógilda
ábyrgðina frá Nikon.
Áður en teknar eru myndir við mikilvæg tækifæri (svo sem brúðkaup
eða áður en myndavélin er tekin með í ferðalag), skaltu taka prufumynd
til að ganga úr skugga um að myndavélin virki sem skyldi. Nikon tekur
enga ábyrgð á skemmdum eða tekjutapi sem gætu komið til ef varan
bilar.
Símenntun: Nikon styður símenntun með stöðugum vörustuðningi
og þjálfun og á eftirfarandi vefsvæðum er að finna upplýsingar sem
stöðugt er verið að þróa og uppfæra:
• Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
• Fyrir notendur í Evrópu og Afríku:
http://www.europe-nikon.com/support/
• Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Mið-Austurlöndum:
http://www.nikon-asia.com/
Hægt er að fara á þessar síður til að fá nýjustu vöruupplýsingar, ráð, svör
við algengum spurningum (FAQ ) og almenn ráð um stafræna myndgerð
og ljósmyndun. Hugsanlega er hægt að nálgast viðbótarupplýsingar hjá
umboðsaðila Nikon á hverjum stað. Sjá eftirfarandi vefsíðu fyrir
sambandsupplýsingar: http://imaging.nikon.com/
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Tilkynningar
viii
Undirbúningur
1 Athugaðu innihald pakkans.
Gakktu úr skugga um að hlutir skráðir hér að neðan séu í pakkanum.
Hafðu samband við söluaðila ef eitthvað vantar.
COOLPIX S01 stafræn
1
myndavél
EH-69P hleðslustraumbreytir
1 Minni og endurhlaðanleg rafhlaða fylgja, bæði eru innbyggð. Ekki er hægt að nota minniskort.
2 Millistykki fylgir í löndum og svæðum þar sem það þarf.
2
Myndavélaról
UC-E16 USB-snúra
Notendahandbók
Öryggisatriði
Ábyrgð
2 Festu ólina á.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Ef millistykki fylgir, tengdu það
tryggilega við hleðslustraumbreytinn.
Athugaðu að það gæti skemmt
vöruna ef togað er í hana með valdi
þegar búið er að festa millistykkið.
Útlit millistykkisins getur verið
mismunandi eftir því hvar það var
keypt.
Notendur í Argentínu og Kóreu geta
sleppt þessu skrefi, þar sem
millistykkið kemur alveg fast við
hleðslustraumbreytinn.
Undirbúningur
1
3 Myndavélin hlaðin.
Notaðu meðfylgjandi hleðslustraumbreyti þegar myndavélin er hlaðin í
fyrsta sinn.
3.1 Slökktu á myndavélinni og tengdu USB-snúruna við
myndavélina (q) og straumbreytinn (w).
3.2 Stingdu millistykkinu í samband (e).
Straumljós leiftrar meðan á
hleðslu stendur og slekkur á sér
þegar hleðslu er lokið.
w
q
3.3 Hleðsla tekur um 2 klukkutíma og 50 mínútur. Þegar hleðslu er
lokið tekurðu hleðslustraumbreytinn úr sambandi og aftengir
USB-snúruna.
Straumljós leiftrar hægt
appelsínugulu meðan á hleðslu
stendur og slekkur á sér þegar hleðslu
er lokið. Ef straumljós leiftrar
appelsínugulu hratt hefur villa komið
upp. Athugaðu hvort USB-snran sé
tengd rétt og að umhverfishitinn sé
milli 5 °C og 35 °C.
Myndavélin virkar aðeins í
myndskoðunarstillingu (A 30) og
ekki er hægt að taka neinar myndir á
meðan hleðslustraumbreytirinn er
tengdur. Það hægist á hleðslunni ef
kveikt er á myndavélinni.
Þegar búið er að stilla klukkuna
(A 3), mun myndavélin hlaða líka
e
þegar hún er tengd við tölvu í
gegnum USB-snúru (A 63).
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Undirbúningur
2
4 Mundaðu myndavélina fyrir töku.
4.1 Kveiktu á myndavélinni.
4.2 Pikkaðu á tungumálið sem óskað er eftir.
4.3 Klukkan stillt.
Pikkaðu á Yes (já) þegar spurt er hvort stilla
eigi klukku myndavélarinnar. Pikkaðu á C
eða D til að velja tímabeltið þitt og pikkaðu
á I til að velja.
Pikkaðu á til að velja dagsetningarsnið.
Valkosturinn sem er sýndur til hægri mun
birtast. Pikkaðu á til að velja hluti og pikkaðu
á A eða B til að breyta. Með því að pikka á
I birtist staðfestingargluggi. Pikkaðu á Yes
(já) til að stilla klukkuna.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Til að kveikja eða slökkva á
sumartíma, skaltu pikka á p.
Klukkan er knúin af innbyggðri
rafhlöðu myndavélarinnar. Ef
rafhlaðan er tóm, ertu beðin/nn um að
endurskrá dagsetningu og tíma næst
þegar kveikt er á myndavélinni.
Gakktu úr skugga um að stilla
klukkuna áður en áfram er haldið.
Til að velja annað tungumál eða
stilla klukkuna, er Language
(tungumála-) (A 61) eða Time
zone and date (tímabeltis- og
dagsetningar-) (A 57)
valkosturinn notaður í
uppsetningarvalmyndinni.
Undirbúningur
3
4.4 Snið fyrir HOME-skjáinn valinn.
Pikkaðu til að velja HOME-snið og pikkaðu á
I til að velja.
Myndavélin fer yfir í HOME-skjáinn þegar uppsetningu er lokið.
5 Rauf fyrir myndavélaról.........................................................................115 USB- og tengi fyrir AV-snúrur..........................................2, 47, 48, 53
Til að slökkva eða kveikja á myndavélinni, skaltu ýta á aflrofann. Með því að ýta á og halda c hnappinum niðri kviknar á myndavélinni og
myndskoðun hefst án þess að linsan fari út ef slökkt er á myndavélinni.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
16 Hnappur fyrir endurstillingu.......................................................72, 78
Hlutir myndavélarinnar
5
Snertiskjárinn notaður
Hægt er að gera eftirfarandi aðgerðir með því að snerta eða renna fingri yfir skjáinn:
Pikka á: Pikkaðu á skjáinn.Halda fingri á: Snertu skjáinn og láttu
fingurinn vera á sínum stað í stuttan
tíma.
Draga: Dragðu fingurinn yfir sjáinn.
Draga og sleppa: Snertu hlut á skjánum ,
dragðu hann á staðinn sem óskað er
eftir (q) og lyftu fingrinum af skjánum
(w).
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Snerta skjáinn: Ekki snerta skjáinn með beittum hlut eða beita afli.
Það getur verið að snertiskjárinn sé ekki samþýðanlegur með sumum
tegundum hlífðarfilma.
Snertiskjárinn notaður: Það getur verið að tækið svari ekki eins og
búist er við ef þú strýkur fingrinum til að draga hluti yfir skjáinn, dregur
hluti aðeins stutta leið, rennir fingrinum létt yfir skjáinn eða færir
fingurinn of fljótt. Þa ð getur verið að skjárinn svari ekki ein s og búist er
við ef snert er á tveimur eða fleiri stöðum á sama tíma.
Snertiskjárinn notaður
6
Hagræða stillingum myndavélar
Notaðu HOME-skjáinn þegar stillingar myndavélarinnar eru stilltar eða skipt er á milli mynda-,
kvikmynda- og myndskoðunarstillinga. Snertu W hnappinn til að skoða HOME-skjáinn.
Shooting (Taka)
Taka myndir (A 8).
Play (Spila)
Myndir skoðaðar (A 30).
Movie (Kvikmynd)
Taktu kvikmyndir (A 16).
Valmyndir
Stillingar eru stilltar úr valmyndunum. Pikkaðu á C eða dragðu HOME-skjáinn upp til að skoða valmyndina fyrir núverandi stillingu.
Tökuvalmynd .......................... A13
Kvikmyndavalmynd ............. A 18
Myndskoðunarvalmynd .....A 33
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
Set up (Stilla upp)
Stilltu grunnstillingar myndavélarinnar
(A 54).
W hnappurinn
Hagræða stillingum myndavélar
7
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Taka mynd
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og upptaka kvikmynda
Ljósmyndir
1 Snertu W hnappinn.
2 Pikkaðu á Shooting (töku).
Hleðslustaða rafhlöðu og minni
sem eftir er...................................... A 11
Afsmellarinn ...............................A 9
Sjálftakarinn .............................A 20
Flassið......................................... A 21
Tæknibrellur ............................ A 23
Leiðrétting á lýsingu ........... A 24
Myndastærð ............................ A 25
Snertitaka.................................. A 26
Meira um ljósmyndun
........... A 14
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
8
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
3 Rammaðu myndina inn.
Mundaðu myndavélina og rammaðu myndina inn.
4 Fókus.
Haldið á myndavélinni: Gættu þess
að fingur eða hár, myndavélarólin eða
aðrir hlutir séu ekki fyrir linsunni,
flassinu, AF-aðstoðarljósinu eða
hljóðnemanum. Haltu myndavélinni
þannig að flassið sé fyrir ofan linsuna
þegar myndir eru rammaðar inn í
„skammsniði“ (andlitsmynd).
Aðdráttur: Notaðu aðdráttarrofann
til að auka og minnka aðdrátt.
f (h):
Minnka aðdrátt
Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður til að læsa
fókus og lýsingu.
Ýttu aðeins á afsmellarann til að
stilla fókus og stoppaðu þegar þú
finnur mótstöðu. Þetta er kallað að
„ýta afsmellaranum hálfa leið niður“.
Þrýstu næst afsmellaranum alla leið
niður til að smella af.
LokarahraðiLjósop
5 Taka mynd.
Ýttu afsmellaranum alla leið niður.
g (i): Auka
aðdrátt
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
9
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Myndir skoðaðar ....................A 30
Myndum eytt........................... A 43
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
10
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Tökustillingaskjár
Vísarnir sem eru birtast eru breytilegir eftir stillingum
myndavélarinnar og að stæðum í myndatöku. Sumir vísar birtast aðei ns í
nokkrar sekúndur eftir að kveikt er á myndavélinni eða aðgerð er gerð. Til
að birta vísana aftur pikkarðu á A.
Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður er fókusstaða sýnd eins og
12 Fjöldi mynda sem hægt er að taka...................................................11
c
Q
• Ef myndavélin getur ekki stillt fókus, mun fókussvæðið eða
fókusvísirinn leiftra rauðu. Endurstilltu myndina og reyndu aftur.
Hleðslustaða rafhlöðu er sýnd eins og hér sýnir:
DRafhlaðan hlaðin.
BRafhlaða að tæmast. Myndavélin hlaðin.
N
Battery exhausted.
(Rafhlaða tóm.)
Fjöldi mynda sem hægt er að taka er mismunandi eftir minninu sem er
í boði og valkostinum sem er valinn fyrir Image mode (myndastillingu) (A 25).
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
11
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Myndavélin velur sjálfkrafa úr eftirfarandi umhverfisstillingum í
samræmi við gerð myndefnisins: e (andlitsmyndir), f (landslag),
h (næturmyndir), g (næturlandslag), i (nærmyndir), j (baklýst
myndefni) og G (annað myndefni). Athugaðu ef fylliflassið er valið
mun myndavélin sjálfkrafa velja G stillingu, meðan í öðrum tilvikum
getur verið að myndavélinni takist ekki að velja viðeigandi umhverfi.
Motion detection (hreyfiskynjun): Ef myndavélin nemur hreyfingu
myndefnisins eða myndavélin hristist, mun hún hækka ISO-ljósnæmi
fyrir meiri lokarahraða og lokarahraðinn og ljósopið verða birt í grænu.
Í sjálfgefinni flassstillingu w Auto (sjálfkrafa) mun flassið
flassa þegar viðbótarlýsingu þarf. Pikkaðu á B og veldu y Off (slökkva) (A 21) til að slökkva á flassinu.
Ef O leiftrar á skjánum meðan á töku stendur, mundu þá að
endurstilla klukkuna (A 57).
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
12
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Tökuvalmyndin
Hægt er að sýna tökuvalmyndina með því að snerta W hnappinn þegar
myndavélin er í tökustillingu og pikka á C. Pikkaðu á B eða C til að birta
atriðið sem óskað er eftir og pikkaðu til að skoða valkostina.
BC
Self-timer (Sjálftakari)Slepptu lokaranum 10 sek. eftir að ýtt er á afsmellarann.A 20
Stilltu lýsingu til að lýsa eða dekkja myndir.A 24
Veldu myndastærð.A 25
Veldu hvort hægt sé að taka myndir með því að pikka á skjáinn.A 26
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
13
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
❚❚ Taka ljósmynda
Ef þú heldur aðdráttarrofanum að g
eftir að aðdráttur er aukinn í hámarksstöðu
optísks aðdráttar getur þú aukið
stækkunina frekar um allt að 4× með
stafrænum aðdrætti. G stilling er valin
þegar stafrænn aðdráttur er virkur.
Athugaðu að vegna stafrænnar vinnslu
sem er notuð til að stækka myndir, verða
myndirnar sýnilega „kornóttar“ í stöðum
fyrir utan V táknið á aðdráttarskjánum. Til
að koma í veg fyrir tap á gæðum við meiri
aðdrátt, velurðu minni Image mode (myndastillingu) stillingu (A 25).
Þegar i stilling er valin mun G
táknið birtast á aðdráttarskjánum og hann
verður grænn þegar aðdrátturinn er á milli
þessa tákns og W staðsetningarinnar. Í W stöðunni getur myndavélin
stillt fókus á myndefni sem er í um 5 sm. fjarlægð frá linsunni, en þegar
hún er í G stöðu getur hún stillt fókus á myndefni sem er í um 20 sm.
fjarlægð.
Optískur
aðdráttur
Stafrænn aðdráttur verður
Stafrænn
aðdráttur
fg
virkur
Sjálfvirkur fókus: Ef andlit er greint
mun myndavélin stilla fókusinn á andlitið
sem er næst myndavélinni. Ef ekkert andlit
er greint eða stafræni aðdrátturinn er
virkur mun myndavélin stilla fókusinn á
myndefnið í miðju skjásins.
Það getur verið að AF-aðstoðarljósið
(A 5) lýsi til að hjálpa til við að fókusa ef
myndefnið er illa upplýst.
Lýsingin dregur u.þ.b. 1,4 m með minnsta
aðdrætti og u.þ.b. 0,8 m með mesta
aðdrætti.
Þótt að fókussvæðið geti enn verið birt
eða fókusvísirinn lýsir grænn, getur verið að m ynd avé lin get i ek ki s til lt f óku sin n ef myndefnið er of dökkt, hreyfir sig
of hratt, of skörp skil eru á ólíkri birtu (myndefni er t.d. hálft í skugga) eða
eða fjarlægð (myndefni er t.d. fyrir aftan rimla í búri), er yfirgnæft af
reglulegu munstri (t.d. rimlagluggatjöldum eða röð glugga í skýjakljúfri),
eða myndefni er í lélegri andstæðu við bakgrunninn (t.d. er í sama lit og
bakgrunnurinn). Ef etta á sér stað skaltu r eyna að ýta afsmellaranum aftur
hálfa leið niður eða endurstilla ljósmyndina.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
14
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Snertitaka: Í sjálfgefnum stillingum getur þú tekið myndir með því
aðeins að pikka á myndefnin á skjánum (A 26). Ef andlit eru greind
geturðu stillt fókus og tekið myndir með því að pikka inn í tvöfalda
rammanum.
Svefn: Séu engar aðgerðir gerðar í vissan tíma, slekkur skjárinn á sér
og straumljósið mun leiftra. Ef ýtt er á afsmellarann, aflrofann eða c
hnappinn endurvekur það skjáinn. Ef engar aðgerðir eru gerðar í lengra
en 3 mínútur mun myndavélin slökkva á sér.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
15
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Kvikmyndir
1 Snertu W hnappinn.
2 Pikkaðu á Movie (kvikmynd).
3 Rammaðu myndina inn.
Sjálftakarinn .............................A 20
Tæknibrellur ............................ A 23
Leiðrétting á lýsingu ........... A 24
Snertitaka.................................. A 26
Sjálfvirk fókusstilling............. A 28
Rammastærð........................... A 29
Meira um kvikmyndir .......... A 19
Aðdráttur: Notaðu aðdráttarrofann
til að auka og minnka aðdrátt.
f (h):
Minnka aðdrátt
4 Byrjaðu að taka upp.
Ýttu afsmellaranum alla leið niður.
5 Ljúka upptöku.
Ýttu afsmellaranum alla leið niður í annað sinn til að ljúka upptöku.
Ýttu á c hnappinn til að skoða kvikmyndir.
Kvikmyndir skoðaðar............ A 31
Kvikmyndum eytt..................A 43
g (i): Auka
aðdrátt
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
16
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Kvikmyndastillingaskjár
Myndavélin stillir fókus á myndefnið í
miðju rammans. Fókusvísirinn lýsir
grænn þegar myndavélin stillir fókus,
rauður ef myndavélin getur ekki stillt
fókusinn.
6 Tími sem er í boði .................................................................................29
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
17
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
Kvikmyndavalmyndin
Hægt er að sýna kvikmyndinavalmyndina með því að snerta W hnappinn þegar
myndavélin er í kvikmyndastillingu og pikka á C. Pikkaðu á B eða C til að
birta atriðið sem óskað er eftir og pikkaðu til að skoða valkostina.
BC
Self-timer (Sjálftakari)Upptaka hefst 10 sek. eftir að ýtt er á afsmellarann.A 20
BC
Autofocus mode
(Sjálfvirk fókusstilling)
Special effects
(Tæknibrellur)
Exposure comp.
(Leiðrétting á lýsingu.)
Movie options
(Kvikmyndavalkostir)
Touch shooting
(Snertitaka)
Veldu hvernig myndavélin stillir fókus meðan á upptöku kvikmyndar stendur. A 28
Kvikmyndir teknar með tæknibrellum.A 23
Stilltu lýsingu til að lýsa eða dekkja kvikmyndir.A24
Veldu rammastærð.A 29
Veldu hvort eigi að vera mögulegt að taka kvikmyndir upp með því að pikka á
skjáinn.
A 26
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
18
Taka myndSkoðunTengjaUppsetningarvalmyndinTæknilýsing
❚❚ Taka upp kvikmyndir
Myndavélin tekur mögulega upp hljóð sem koma frá
stjórnhnöppum myndavélarinnar eða linsunni meðan hún stillir fókus
eða á meðan ljósop er stillt til að endurspegla breytingar á birtu
myndefnisins. Hægt er að nota stafrænan aðdrátt, en upptaka sem tekin
er upp með stafrænum aðdrætti verður „kornótt“ (A 14); optískur
aðdráttur er ekki í boði.
Moiré-mynstur getur verið sýnilegt þar sem umhverfið inniheldur
reglulegt endurtekið munstur og fer það eftir aðdráttarhlutfalli og
fjarlægð að myndefninu. Þetta er truflun í mynstri sem kemur að sjálfu
sér og kemur vegna samspils myndflögunets við reglulegu endurtekið
rúðumynstur á myndefni og gefur ekki til kynna bilun. Þar að auki getur
verið að vart verði við ljósklessur (A 69) þegar bjartir hlutir eins og
sólin, sólarljósið eða ljós eru í rammanum. Forðist að ramma inn bjarta
ljósgjafa á skjánum.
Hitastig myndavélarinnar getur
hækkað ef hún er notuð í lengri tíma eða
í heitu umhverfi. Ef það er hætta á
ofhitnun meðan á upptöku kvikmynda
stendur, birtist tímastillir með
niðurtalningu. Upptöku lkur sjálfkrafa og
myndavélin slekkur á sér þegar tíminn
rennur út.
Sjálfvirkur fókus: Þegar Single AF (stakur AF) (sjálfgefna
stillingin; A 28) er valinn fyrir Autofocus mode (sjálfvirka fókusstillingu) í kvikmyndavalmyndinni, mun myndavélin stilla fókus
þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður og fókus og lýsing munu
læsast meðan á upptöku kvikmyndarinnar stendur. Reyndu eftirfarandi
ef myndavélin getur ekki stillt fókus (A 14):
1 Veldu Single AF (stakan AF) fyrir Autofocus mode
(sjálfvirka fókusstillingu) í kvikmyndavalmyndinni.
2 Finndu hlut sem er í sömu fjarlægð frá myndavélinni og myndefnið
þitt og rammaðu hann inn á miðjan skjáinn.
3 Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður til að stilla fókus.
4 Haltu hnappinum hálfa leið niður, endurstilltu tökuna með
upprunalega myndefninu í þeirri stöðu sem óskað er eftir.
5 Ýttu hnappinum alla leið niður til að hefja upptökuna.
EfnisyfirlitAtriðaorðaskrá
„Miðað og skotið“ ljósmyndun og up ptaka kvikmynda
19
Loading...
+ 67 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.