Lenovo YOGA BOOK User Guide [is]

Page 1
YOGA BOOK
with Windows
®
Notendahandbók
Lenovo YB1-X91F Lenovo YB1-X91L Lenovo YB1-X91X
Page 2

Hafist handa

Lestu eftirfarandi áður en þessar upplýsingar og viðkomandi vara eru notuð:
Öryggi, ábyrgð og stuttur leiðarvísir Tilkynningu varðandi regluverk
„Mikilvægar upplýsingar varðandi öryggi og meðhöndlun“ í „Viðauka“. Öryggi, ábyrgð og stuttum leiðarvísi og Tilkynningu varðandi regluverk hefur verið hlaðið upp á vefsíðu okkar http://support.lenovo.com.
Athugaðu: Allar myndir og teikningar í þessu skjali eru eingöngu til viðmiðunar og geta verið frábrugðnar endanlegri útgáfu vörunnar.
Tæknilýsing
Gerð Lenovo YB1-X91F Lenovo YB1-X91L/Lenovo YB1-X91X CPU Intel® Atom™ x5-Z8550 örgjörvi Intel® Atom™ x5-Z8550 örgjörvi Rafhlaða 8500mAh 8500mAh
Þráðlaus samskipti
Athugaðu: Lenovo YB1-X91L styður LTE tíðnir 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 12, 17, 18, 19, 20, 38, 39 og 40 (í sumum löndum); Lenovo YB1-X91X styður LTE tíðnir 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 12, 17, 18, 19, 20, 38 og 39. En í sumum löndum er LTE ekki stutt. Hafðu samband við farsímafyrirtæki þitt til að fá að vita hvort að tækið virki með LTE netkerfum í landi þínu.
Bluetooth 4.0; WLAN; GPS/GLONASS
Bluetooth 4.0; WLAN; GPS/GLONASS; *LTE/WCDMA/TD-SCDMA/GSM
Upphafsskjár
Á upphafsskjá opnar þú forrit, sérð það sem vinir þínir eru að gera og nærð í eftirlætis vefsíður og skrár. Þér til hægindaauka, er upphafsskjárinn uppsettur með gagnlegum tíglum.
Smelltu á á verkstikunni eða ýttu á á lyklaborðinu til að fara í upphafsskjá.
Page 3
Athugaðu: Eiginleikar spjaldtölvunnar og upphafsskjás geta verið mismunandi eftir staðsetningu, tungumáli, farsímafyrirtæki og gerð tækis.
Upphafsskjárinn sérstilltur
Færðu tíglana til á upphafsskjánum
1. Smelltu á og haltu tíglinum sem þú vilt færa.
2. Dragðu tígulinn þangað sem þú vilt setja hann.
3. Smelltu hvar sem er á heimaskjáinn nema á táknin til að fara aftur í upphafsskjá.
Breyttu stærð tíglanna á upphafsskjánum
1. Smelltu á og haltu tíglinum sem þú vilt breyta stærð á.
2. Smelltu á > Breyta stærð.
3. Veldu rétta stærð.
Bættu tíglum við upphafsskjá
1. Farðu í
2. Ýttu á og haltu niðri forritstákninu, og smelltu síðan á Festa við upphafsskjá.
Losaðu tígla af upphafsskjá
1. Smelltu á og haltu tíglinum sem þú vilt losa.
2. Smelltu á
Athugaðu: Forritið er ennþá tiltækt þegar þú velur að losa tígulinn.
Fjarlægðu forrit
1. Farðu í
2. Ýttu á og haltu niðri tákni forritsins, og smelltu síðan á Fjarlægja.
Athugaðu: Forritið sem þú velur að fjarlægja verður ekki lengur tiltækt, og þú þarft að
setja það upp aftur ef þú vilt fá það til baka. Sum kerfisforrit er ekki hægt að fjarlægja.
Sérstilltu lásskjáinn
1. Smelltu á
2. Smelltu á Bakgrunn, og veldu síðan myndina sem þú vilt.
Athugaðu: Þú getur einnig valið að spila skyggnusýningu á lásskjánum eða bæta við
forritum á lásskjá.
Farðu í stjórnborðið
og veldu síðan forritið sem þú vilt bæta við.
og veldu síðan forritið sem þú vilt fjarlægja.
> Sérstillingar > Lásskjár.
Page 4
1. Ýttu á og haltu niðri í 1 sekúndu, og veldu síðan Orkukosti.
2. Smelltu á Heimasvæði stjórnborðs.
AÐGERÐAMIÐSTÖÐ
AÐGERÐAMIÐSTÖÐIN sýnir nýjar tilkynningar og leyfir þér að fá aðgang að mikið notuðum stillingum eins og til dæmis WLAN tengingum.
Þú getur gert eitthvað af eftirfarandi:
Til að fá aðgang að AÐGERÐAMIÐSTÖÐ, skaltu strjúka frá hægri hlið skjásins eða smella á
á verkstikunni.
Til að loka AÐGERÐAMIÐSTÖÐINNI, skaltu strjúka í átt að hægri hlið skjásins eða smella á
á verkstikunni.
Til að sjá heildar tilkynningar, skaltu smella á til að víkka nákvæmar upplýsingar.
Til að hafna tilkynningu, skaltu strjúka til hægri yfir tilkynninguna.
Til að hafna öllum tilkynningum, skaltu smella á Hreinsa allt.
Til að sjá allar/efstu flýtistillingar, skaltu smella á Draga saman / Víkka.
Til að kveikja eða slökkva á mikið notuðum stillingum, skaltu smella á skipta táknin.
Stöðuvísir
Stöðuvísirinn á tækinu gefur til kynna eftirfarandi upplýsingar í mismunandi stöðu:
Page 5
Blikkar hratt (einu sinni
1. Ýttu á og haltu niðri straumrofa til að kveikja á tækinu.
á sekúndur)
Slökkt
Kveikt Kveikt er á tækinu. Það er tengt við hleðslutækið og fullhlaðið.
2. Rafhlaðan er í hleðslu.
1. Tækið er ekki tengt við hleðslutækið.
2. Slökkt er á tækinu. Það er tengt við hleðslutæki og hefur verið fullhlaðið í meira en 10 mínútur.
Staðsetning skjásins
Skjáinn má opna í allt að 360 gráður. Snúðu skjánum og þá getur þú gert eftirfarandi:
Innsláttarstilling
Hentar fyrir verkefni sem krefjast lyklaborðs og snertiborðs (t.d. til að búa til skjöl, skrifa tölvupósta o.s.frv.).
Sköpunarstilling
Hentar fyrir verkefni sem krefjast notkunar sköpunarborðs (e. create pad) og Real Pen (t.d. til að taka glósur, rissa o.s.frv.).
Vafrastillinga
Hentar fyrir verkefni sem krefjast mikillar notkunar á snertiskjánum (t.d. til að vafra á netinu, spila leiki o.s.frv.).
Áhorfsstilling
Hentar fyrir verkefni sem krefjast takmarkaðrar notkunar á snertiskjá (t.d. til að skoða ljósmyndir, horfa á myndbönd o.s.frv.).
Page 6

Halo Keyboard

Spjaldtölvan er með efnislegt lyklaborð með baklýsingu og snertiborði neðst á henni. Þú getur líka framkvæmt vissar aðgerðir með lyklaborði og snertiborði án þess að nota snertiskjáinn.
Athugaðu: Uppsetning lyklaborðs getur verið mismunandi eftir staðsetningu þinni og tungumáli.
Flýtilyklar
Til að þú getir farið hratt í verk sem eru mikið notuð, eru sérstakir flýtilyklar staðsettir í efstu röð lyklaborðsins. Eftirfarandi lýsir hvað hver aðgerðalykill gerir.
Hljóð af Lækkar/hækkar hljóðstyrkinn Kveikt/slökkt á flugstillingu Eykur/minnkar birtustig skjásins. Opnar Cortana leitarstiku Fer í stillingar Tekur skjámynd
Lyklaborðsstillingar
Halo keyboard sem kemur með tækinu er byltingarkennt nýtt lyklaborð sem býður upp á tvímótora snerti titringssvörun og stillanlegt bakljós. Til að breyta lyklaborðsstillingum, skaltu gera eitt eftirfarandi:
Farðu í > Halo Keyboard.
Ýttu á og haltu niðri í 1 sekúndu, og veldu síðan Orkukosti > Heimasvæði stjórnborðs
> Forrit > Halo Keyboard. Hægt er að velja að gera snertitóna og titring lyklaborðsins virka eða óvirka. Einnig er hægt að
stilla birtustig lyklaborðsins og hvíldarstöðutíma.
Page 7
Snertiborð
Spjaldtölvan er með snertiborð neðst við lyklaborðið. Þar getur þú gert hreyfiskipanir eins og smellt, flett og dregið.
Svæði A virkar eins og vinstri músartakki.
Svæði B gerir þér kleift að gera hreyfiskipanir eins og smella, fletta og draga:
Til að færa bendilinn á skjánum, skaltu renna fingri yfir snertiborðið í óskaða átt. Til að opna forrit ferðu með bendilinn yfir tákn þess og smellir síðan á snertiborðið. Til að fletta síðu eins og lista yfir forrit, vefsíðu eða skjali rennirðu upp eða niður með tveimur fingrum.
Svæði C virkar eins og hægri músartakki.
Athugasemdir: Til að koma í veg fyrir óviljandi notkun er slökkt á snertiborðinu meðan slegið er inn á lyklaborðið. Til að virkja snertiborðið skaltu smella á snertiborðinu.
á miðju
Page 8

Handskrift

Hægt er að nota Real Pen fyrir alla eiginleika sem styðja handskrift og setja skrift þína og teikningar strax yfir á stafrænt form.
Skipt um áfyllingar í Real Pen
Real Pen áfyllingarsettið inniheldur áfyllingar. Veldu áfyllinguna sem hentar best hvernig þú skrifar og skiptu um eins og sýnt er á myndinni.
1. Notaðu Real Pen tappann til að fjarlægja áfyllinguna. Settu upphaflegu áfyllinguna í gatið efst á tappanum.
2. Hallaðu pennanum þar til tappinn og áfyllingin hafa læsts.
3. Taktu út áfyllinguna.
4. Settu áfyllinguna inn í pennann þar til hún er læst á sínum stað.
Virkjaðu handskriftareiginleikann.
Til að virkja handskriftareiginleikann, skaltu ýta á á lyklaborðinu og baklýsing verður upplýst.
Athugaðu: Þegar þú virkjar handskriftareiginleikann, er lyklaborðið óvirkt.
OneNote
Auðvelt er að opna OneNote á spjaldtölvunni til að búa til athugasemdir og geyma þær í skýinu. Hægt er að lesa athugasemdirnar á spjaldtölvunni, tölvu eða netinu.
OneNote opnað
Til að opna OneNote og fara að teikna, skaltu gera eftirfarandi:
1. Ýttu á
Athugaðu: Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú opnar OneNote þarftu að skrá þig inn á Microsoft-reikninginn þinn með því að fylgja kvaðningum.
2. Notaðu Real Pen með pennaáfyllingu til að skrifa innan skriftarsvæðisins, eða notaðu blekáfyllingu til að skrifa á blað yfir lyklaborðinu.
Athugaðu: Við ráðleggjum notkun á BOOK Pad pappír. Einnig er hægt að nota aðrar
á lyklaborðinu til að virkja handskriftareiginleikann og opnaður síðan OneNote.
Page 9
gerðir af pappír eins lengi og hann er ekki þykkari en 5 mm.
3. Efnið sem þú skrifar sést á skjánum og er vistað í rauntíma. Á efsta borðanum eru pennastillingartæki. Hægt er að stilla gerð, þykkt og lit burstans.
4. Á meðan þú skrifar, er hægt að smella á til að fara í heilskjásstillingu eða smella á til að fara úr heilskjásstillingu.
5. Smelltu á
6. Ýttu á
OneNote notað í Stilling fyrir skiptan skjá
Með því að nota stillingu fyrir skiptan skjá er hægt að nota annað forrit á sama tíma og OneNote.
1. Opnaðu OneNote.
2. Strjúktu frá efri hluta skjásins og dragðu gluggann að hlið skjásins, slepptu síðan. Forritið verður fest á sínum stað.
3. Veldu hitt forritið sem þú vilt opna úr forritunum sem sjást á skjánum. Forritin tvö birtast í stillingu fyrir skiptan skjá.
4. Skriftarsvæðið er í samræmi við gluggasvæði OneNote á skjánum eins og sýnt er í myndinni hér að neðan.
til að búa til nýja síðu.
aftur til að hætta að skrifa og vista athugasemdina.
Page 10

Farðu á netið

Þú þarft að tengjast þráðlausu neti áður en þú tengist internetinu.
Uppsetning á WLAN-tengingu *Tenging við farsímakerfi Setja upp VPN-net
Einnig getur þú deilt farsímakerfi þínu með öðrum.
Uppsetning á WLAN-tengingu
Kveikt á WLAN-tengingu
Gerðu eitt eftirfarandi:
Smelltu á > Net, og smelltu síðan á Wi-Fi rofann til að kveikja á WLAN-tengingu. Farðu í > Net og internet > Wi-Fi, og smelltu síðan á Kveikja rofann til að kveikja á
WLAN-tengingu.
Tengt við WLAN-net
1. Kveiktu á WLAN-tengingunni og athugaðu listann yfir tiltæka heita WLAN-reiti.
2. Smelltu á heita WLAN-reitinn sem þú vilt tengjast.
Athugaðu: Þegar þú tengist öruggum heitum reit þarftu að slá inn aðgangsorð til að tengjast.
Tengt við farsímakerfi
Þú þarft að hafa gilt Nano-SIM-kort með gagnaþjónustu. Ef þú ert ekki með SIM-kort skaltu hafa samband við símafyrirtækið.
1. Farðu í
2. Smelltu á nafn farsímakerfisins.
3. Smelltu á Tengja.
> Net og internet > farsímakerfi.
Setja upp VPN-net
VPN-net eru notuð innan fyrirtækja og stofnana til að hægt sé að senda trúnaðarupplýsingar á öruggan hátt gegnum opin net. Þú gætir þurft að setja upp VPN-net til dæmis til að komast í tölvupóstinn þinn í vinnunni. Spyrðu stjórnanda netkerfisins um stillingar sem eru nauðsynlegar til að stilla VPN-net fyrir þitt netkerfi.
1. Farðu í
2. Smelltu á Bæta VPN-tengingu við.
3. Veldu heiti VPN-veitu, settu inn Heiti tengingar, Vistfang eða heiti þjóns, Notandanafn og Aðgangsorð, og smelltu síðan á Vista til að tengjast VPN-nettengingu.
4. Til að fjarlægja VPN-net, smellirðu á heiti VPN-netsins og síðan á Fjarlægja.
5. Til að breyta VPN-neti, smellirðu á heiti VPN-netsins og síðan á Ítarlegir valkostir.
> Net og internet > VPN-net.
Page 11

Innskráning með Microsoft-reikningi

Microsoft-reikningur er notaður til innskráningar á Windows. Hann er ókeypis og auðveldur í uppsetningu, og þú getur gert það með netfangi sem þú átt nú þegar eða nýju netfangi.
Tengt við Microsoft-reikning sem fyrir er
Gerðu allt eftirfarandi:
1. Farðu í staðinn.
2. Settu inn netfang og aðgangsorð.
3. Smelltu á Skrá inn, og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
Athugaðu: Hægt er að búa til frekari reikninga fyrir fjölskyldu og vini. Farðu í Reikningar > Fjölskylda og annað fólk.
> Reikningar > Þínar upplýsingar > Skráð inn með Microsoft-reikningi í
Hvað er hægt að gera með Microsoft-reikningi
Fá forrit úr Windows-búðinni Færa fólk saman Samstilla stillingar þínar Fá ókeypis geymslu í skýinu
>
Page 12

Vafrað á vefnum

Hægt er að vafra um internetið ef tækið hefur verið tengt við þráðlaust net. Til að vafra á vefnum, skaltu fara í
> Microsoft Edge.
Vefsíður heimsóttar
Þú getur notað Microsoft Edge til að heimsækja vefsíður.
Sláðu inn vefslóð
Þú þarft ekki að slá inn „http://“-af vefslóðinni til að opna hana. Til að fara á „http://www.lenovo.com“ slærðu einfaldlega „www.lenovo.com“ inn í
veffangastikuna og smellir á
Leitarorð
Þú getur einnig skráð leitarorð í veffangalínuna til að leita að vefsíðum.
Opna margar vefsíður
Smelltu á vefsíðu.
Loka vefsíðu
Smelltu á
, og settu síðan inn vefslóð eða leitarorð, eða veldu algenga eða eftirlætis
á flipanum til að loka vefsíðuflipa.
til að opna hana.
Vista uppáhalds vefsíðurnar þínar
Þegar þú skoðar vefsíðu sem þú vilt setja bókamerki á, skaltu smella á til að bæta við síðu á leslistann eða í eftirlætismöppu. Næst þegar þú opnar Microsoft Edge, skaltu smella á síðan bókamerkið til að komast hratt og auðveldlega á vefsíðuna.
, og
Page 13

Tölvupóstur

Þú getur sent og tekið við tölvupósti ef tækið hefur verið tengt við þráðlaust net. Til að fá aðgang að Póst forritinu, skaltu fara í Upphafsskjáinn og smella á Póst tígulinn.
Setja upp tölvupóstreikning
Þú getur skráð þig inn í Tölvupóst ef þú ert með tölvupóstreikning. Ef ekki þarftu að búa til tölvupóstreikning. Þú þarft að bæta við tölvupóstreikningi í fyrsta skipti sem þú notar Póst forritið.
1. Farðu í Póst, og smelltu síðan á Bæta reikningi við.
2. Veldu hverskonar tölvupóstreikningi þú vilt bæta við og smelltu síðan á Skrá inn.
3. Ljúktu uppsetningu í samræmi við kvaðningar á skjánum.
Notkun tölvupósts
Eftir að tölvupóstreikning er settur upp geturðu notað Póst forritið til að senda og taka á móti tölvupósti.
Page 14

Náð í forrit og þau notuð

Auk forritana á Upphafsskjá, getur þú fundið fleiri forrit í Windows-búðinni.
Forrit sett upp
1. Smelltu á > Netverslun á upphafsskjánum.
Athugaðu: Þú þarft að vera tengd(ur) netinu og skrá þig inn með Microsoft reikningi.
2. Finndu forrit sem þú vilt, smelltu á Kaupa eða Ókeypis prufutími til að setja upp forritið.
Forritin notuð
Smelltu á forritið sem þú vilt nota á upphafsskjánum. Til að loka forritinu, snertir þú efri hlutann af forritinu og dregur það niður að botni skjásins, alveg niður, eða snertir
forritinu.
efst til hægri í
Page 15

Viðauki

Mikilvægar upplýsingar um öryggi og meðhöndlun
Til að forðast líkamstjón, eignatjón eða óviljandi skemmdir á vörunni skal lesa allar upplýsingar í þessum kafla áður en varan er notuð. Fleiri ábendingar um örugga notkun tækisins eru á
http://www.lenovo.com/safety.
Sýndu aðgát við meðhöndlun tækisins
Ekki láta tækið falla, sveigja það eða gera göt á það, né heldur stinga aðskotahlutum inn í það eða leggja þunga hluti á það. Viðkvæmir íhlutir tækisins geta orðið fyrir skemmdum. Skjár tækisins er úr gleri. Glerið getur brotnað ef tækið er látið falla niður á hart yfirborð, ef það verður fyrir þungu höggi eða ef það lendir undir þungum hlut. Ef brotnar upp úr glerinu eða sprunga kemur á það skal ekki snerta brotna glerið eða reyna að fjarlægja það úr tækinu. Hættu þegar í stað að nota tækið og hafðu samband við tæknistoðþjónustu Lenovo til að fá ráðgjöf um viðgerðir, endurnýjun eða förgun. Við notkun tækisins skal gæta þess að halda því fjarri umhverfi þar sem er mikill hiti eða háspenna, svo sem raftækjum, rafknúnum upphitunarbúnaði eða rafknúnum eldunartækjum. Til að koma í veg fyrir skemmdir á tækinu skal aðeins nota það við hitastig frá 0 °C til 40 °C (við geymslu -20 °C til 60 °C). Haldið tækinu frá vatni, regni, miklum raka, svita eða öðrum vökvum.
Ekki taka tækið í sundur eða breyta því
Tækið er lokuð eining. Inni í tækinu eru engir íhlutir sem notandi getur gert við eða sinnt viðhaldi á. Allt viðhald innri íhluta verður að fara fram hjá viðgerðaraðila sem er vottaður af Lenovo eða tæknimanni með heimild frá Lenovo. Allar tilraunir til að opna tækið eða breyta því ógilda ábyrgðina.
Tilkynning varðandi innbyggðu hleðslurafhlöðuna
Ekki reyna að skipta um innbyggðu litíum-ion hleðslurafhlöðuna. Hætta er á sprengingu ef sett er í ný rafhlaða af rangri tegund. Hafið samráð við hjálparmiðstöð Lenovo til að fá varahluti frá verksmiðju.
Viðvörun vegna plastpoka
HÆTTA: Plastpokar geta verið hættulegir. Haldið plastpokum fjarri ungbörnum og yngri börnum til að komast hjá hættu á köfnun.
Upplýsingar um straumbreyti
Passaðu að tækið og hleðslutækið verði ekki blautt.
Ekki sökkva tækinu í vatn eða skilja það eftir á stað þar sem það getur komist í snertingu við vatn eða aðra vökva.
Notið aðeins viðurkenndar aðferðir við hleðslu.
Page 16
Athugið: Notið aðeins staðlaða spennubreyta frá Lenovo. Notkun spennubreyta frá þriðju
aðilum hefur áhrif á hleðsluhraða, sem skilar sér í óeðlilegri hleðslu og getur hugsanlega skemmt búnaðinn.
Tengið staðlaðan spennubreyti við viðeigandi rafmagnsinnstungu. Notið staðlaða gagnasnúru til að tengja tækið við tölvu eða tæki sem samræmist USB 2.0 eða nýrri útgáfu.
Hleðslutæki geta hitnað við venjulega notkun. Tryggið að fullnægjandi loftræsting sé til staðar umhverfis hleðslutækið. Takið hleðslutækið úr sambandi ef eitthvað af eftirfarandi gerist:
Hleðslutækið hefur fengið á sig regnvatn, vökva eða mikinn raka. Hleðslutækið ber merki um skemmdir. Þú þarft að hreinsa hleðslutækið.
Varúð: Lenovo ber ekki ábyrgð á frammistöðu eða öryggi tækja sem ekki eru framleidd eða samþykkt af Lenovo. Notið aðeins straumbreyta og rafhlöður sem eru samþykkt af Lenovo.
Viðvörun vegna mikils hljóðstyrks
Viðvörun: Að vera í miklum hávaða, frá hvaða hljóðgjafa sem er, í lengri tíma kann að skaða heyrnina. Því hærra sem hljóðið er, þeim mun skemmri tími líður þar til það fer að skaða heyrnina. Til að vernda heyrn þína:
Stilltu í hóf þeim tíma sem þú notar höfuðtól eða heyrnartól við háan hljóðstyrk. Forðist að hækka hljóðið til að loka á umhverfishljóðið. Ef þú heyrir ekki hvað fólkið næst þér segir ættirðu að minnka hljóðstyrkinn.
Ef þú finnur fyrir óþægindum í eyrunum, þar með talið þrýstingi, stíflu í eyrunum eða suði, eða átt erfitt með að heyra tal, ættir þú að hætta að hlusta á tækið gegnum heyrnartólin og láta mæla heyrnina.
Sýndu fyllstu aðgát þegar tækið er notað í ökutæki eða á reiðhjóli
Settu þitt eigið öryggi og öryggi annarra í forgang. Fylgdu gildandi lögum. Lög og reglugerðir kunna að gilda um það hvernig þú mátt nota fartæki, eins og tækið þitt, á meðan þú ekur vélknúnu ökutæki eða hjólar á reiðhjóli.
Farga skal tækinu í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir
Þegar endingartími tækisins er liðinn skal ekki brjóta það, brenna, sökkva í vatn eða farga því með neinum þeim hætti sem stangast á við gildandi lög og reglugerðir á hverjum stað. Sumir innri hlutar innihalda efni sem geta sprungið, lekið eða haft neikvæð umhverfisáhrif ef þeim er fargað á rangan hátt. Sjá viðbótarupplýsingar í „Endurnýting og umhverfisupplýsingar“.
Haldið tækinu og fylgihlutum þess fjarri ungum börnum
Tækið inniheldur litla hluti sem geta valdið köfnunarhættu hjá ungum börnum. Auk þess getur glerskjárinn brotnað eða sprungið ef tækið dettur á eða því er kastað á hart yfirborð.
Verndaðu gögnin þín og hugbúnað
Ekki eyða óþekktum skrám eða breyta heiti skráa eða mappa sem þú bjóst ekki til; að öðrum kosti gæti hugbúnaður tækisins hætt að virka. Hafðu í huga að aðgangur að netkerfum getur gert tækið þitt berskjaldað gegn tölvuvírusum, tölvuþrjótum, njósnabúnaði og annarri spillistarfsemi sem geta skemmt tækið, hugbúnaðinn þinn
Page 17
eða gögnin þín. Það er á þína ábyrgð að tryggja að þú njótir fullnægjandi verndar, með notkun
eldveggja, vírusvarnar og varnarhugbúnaðar gegn njósnabúnaði, og halda slíkum hugbúnaði uppfærðum. Haltu raftækjum fjarri tækinu þínu. Þetta á við um rafmagnsviftur, útvarpstæki, háspennuhátalara, loftræstibúnað og örbylgjuofna. Raftæki mynda sterkt segulsvið sem getur skemmt skjáinn og gögnin í tækinu.
Sýndu aðgát gagnvart hita sem tækið getur myndað
Þegar kveikt er á tækinu eða rafhlaðan er í hleðslu geta sumir hlutar tækisins orðið heitir. Hitastigið sem þeir ná getur farið eftir virkni kerfisins og hleðslu rafhlöðunnar. Löng snerting við líkamann, jafnvel í gegn um klæðnað, getur valdið óþægindum og jafnvel bruna á húð. Forðastu að hafa tækið í langvarandi snertingu við hendur, kjöltu eða aðra hluta líkamans.
Tilkynning um rafmagnsbylgjur
FCC-samræmisyfirlýsing
This equipment has been tested and found to comply with the limits for a Class B digital device, pursuant to Part 15 of the FCC Rules. These limits are designed to provide reasonable protection against harmful interference in a residential installation. This equipment generates, uses, and can radiate radio frequency energy and, if not installed and used in accordance with the instructions, may cause harmful interference to radio communications. However, there is no guarantee that interference will not occur in a particular installation. If this equipment does cause harmful interference to radio or television reception, which can be determined by turning the equipment off and on, the user is encouraged to try to correct the interference by one or more of the following measures:
Reorient or relocate the receiving antenna. Increase the separation between the equipment and receiver. Connect the equipment into an outlet on a circuit different from that to which the receiver is connected. Consult an authorized dealer or service representative for help.
Lenovo is not responsible for any radio or television interference caused by unauthorized changes or modifications to this equipment. Unauthorized changes or modifications could void the user's authority to operate the equipment. This device complies with Part 15 of the FCC Rules. Operation is subject to the following two conditions: (1) this device may not cause harmful interference, and (2) this device must accept any interference received, including interference that may cause undesired operation. Responsible Party: Lenovo (United States) Incorporated 1009 Think Place - Building One Morrisville, NC 27560 Telephone: 1-919-294-5900
IC-varúðartilkynning
Þetta tæki samræmist iðnaðarleyfi Kanada hvað varðar undanþágu fyrir RSS-staðli/stöðlum. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Þetta tæki má ekki valda truflunum, og (2) þetta tæki verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess.
Page 18
Le présent appareil est conforme aux CNR d'Industrie Canada applicables aux appareils radio
exempts de licence. L'exploitation est autorisée aux deux conditions suivantes: (1) l'appareil ne doit pas produire de brouillage, et (2) l'utilisateur de l'appareil doit accepter tout brouillage radioélectrique subi, même si le brouillage est susceptible d'en compromettre le fonctionnement.
Samræmi við ESB-tilskipun um rafsegulsviðssamhæfi
Þessi vara er í samræmi við allar kröfur og frumskilyrði sem eiga við um tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/5/EB. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/5/EB er enn í gildi á aðlögunartímabili tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53/ESB, til 12. júní 2017. Lenovo getur ekki tekið ábyrgð á því ef skilyrði um vernd eru ekki uppfyllt sem afleiðing af breytingum á vörunni sem ekki eru ráðlagðar, þar á meðal uppsetningu á valkortum frá öðrum framleiðendum. Þessi vara hefur verið prófuð og uppfyllir viðmiðin fyrir upplýsingatæknibúnað í B-flokki samkvæmt Evrópustaðlinum EN 55022. Viðmið fyrir búnað í B-flokki eru ákvörðuð með hliðsjón af dæmigerðu umhverfi í íbúðarhúsnæði, með það fyrir augum að veita viðunandi vörn gegn truflunum á starfsemi leyfisháðra samskiptatækja.
ESB-tengiliður: Lenovo, Einsteinova 21, 851 01 Bratislava, Slovakia
Þýsk samræmisyfirlýsing fyrir B-flokk
Deutschsprachiger EU Hinweis:
Hinweis für Geräte der Klasse B EU-Richtlinie zur Elektromagnetischen Verträglichkeit Dieses Produkt entspricht den Schutzanforderungen der EU-Richtlinie 2014/30/EU (früher 2004/108/EC) zur Angleichung der Rechtsvorschriften über die elektromagnetische Verträglichkeit in den EU­Mitgliedsstaaten und hält die Grenzwerte der Klasse B der Norm gemäß Richtlinie. Um dieses sicherzustellen, sind die Geräte wie in den Handbüchern beschrieben zu installieren und zu betreiben. Des Weiteren dürfen auch nur von der Lenovo empfohlene Kabel angeschlossen werden. Lenovo übernimmt keine Verantwortung für die Einhaltung der Schutzanforderungen, wenn das Produkt ohne Zustimmung der Lenovo verändert bzw. wenn Erweiterungskomponenten von Fremdherstellern ohne Empfehlung der Lenovo gesteckt/eingebaut werden.
Deutschland:
Einhaltung des Gesetzes über die elektromagnetische Verträglichkeit von Betriebsmitteln Dieses Produkt entspricht dem „Gesetz über die elektromagnetische Verträglichkeit von Betriebsmitteln“ EMVG (früher „Gesetz über die elektromagnetische Verträglichkeit von Geräten“). Dies ist die Umsetzung der EMV EU-Richtlinie 2014/30/EU (früher 2004/108/EWG) in der Bundesrepublik Deutschland. Zulassungsbescheinigung laut dem Deutschen Gesetz über die elektromagnetische Verträglichkeit von Betriebsmitteln, EMVG vom 20. Juli 2007 (früher Gesetz über die elektromagnetische Verträglichkeit von Geräten), bzw. der EMV EU Richtlinie 2014/30/EU (früher 2004/108/EC), für Geräte der Klasse B. Dieses Gerät ist berechtigt, in Übereinstimmung mit dem Deutschen EMVG das EG­Konformitätszeichen - CE - zu führen. Verantwortlich für die Konformitätserklärung nach Paragraf 5 des EMVG ist die Lenovo (Deutschland) GmbH, Meitnerstr. 9, D-70563 Stuttgart. Informationen in Hinsicht EMVG Paragraf 4 Abs. (1) 4: Das Gerät erfüllt die Schutzanforderungen nach EN 55024 und EN 55022 Klasse B.
Japönsk VCCI-yfirlýsing fyrir B-flokk
この装置は、クラスB情報技術装置です。この装置は、家庭環境で使用することを目的としています が、この装置がラジオやテレビジョン受信機に近接して使用されると、受信障害を引き起こすことがあ ります。 取扱説明書に従って正しい取り扱いをして下さい。VCCI-B
Page 19
Japönsk yfirlýsing um samræmi fyrir vörur sem tengdar eru við rafleiðslur með uppgefinn straum sem jafngildir eða er minni en 20A á fasa
日本の定格電流が 20A/相 以下の機器に対する高調波電流規制 高調波電流規格 JIS C 61000-3-2 適合品
Upplýsingar varðandi umhverfi, endurvinnslu og förgun
Almenn endurvinnsluyfirlýsing
Lenovo hvetur eigendur upplýsingatæknibúnaðar til ábyrgrar endurvinnslu á búnaði þegar hans er ekki lengur þörf. Lenovo býður upp á margs konar kerfi og þjónustu til að aðstoða eigendur búnaðar við endurvinnslu á upplýsingatæknibúnaði sínum. Frekari upplýsingar um endurvinnslu á vörum Lenovo er að finna á: http://www.lenovo.com/recycling.
Mikilvægar upplýsingar um rafhlöður, raftæki og rafeindabúnað (WEEE)
Rafhlöðum, rafbúnaði og rafeindabúnaði sem merkt eru með tákni sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu er óheimilt að farga sem óflokkuðu almennu sorpi. Rafhlöður og úrgang frá rafbúnaði og rafeindabúnaði (WEEE) skal meðhöndla sérstaklega í samræmi við þau söfnunarúrræði sem viðskiptavinum standa til boða fyrir skil, endurvinnslu og endurnýtingu á rafbúnaði, rafeindabúnaði og rafhlöðum. Þegar þess er kostur skal fjarlægja og einangra rafhlöður úr rafbúnaði og rafeindabúnaði áður en slíkur búnaður er settur í söfnunarferli fyrir sorp. Rafhlöðum skal safna saman aðskildum með því að nota þau söfnunarúrræði sem viðskiptavinum standa til boða fyrir skil, endurvinnslu og endurnýtingu á rafhlöðum og rafgeymum. Upplýsingar fyrir tilgreind lönd eru fáanlegar á http://www.lenovo.com/recycling.
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Brasilíu
Declarações de Reciclagem no Brasil
Descarte de um Produto Lenovo Fora de Uso Equipamentos elétricos e eletrônicos não devem ser descartados em lixo comum, mas enviados à pontos de coleta, autorizados pelo fabricante do produto para que sejam encaminhados e processados por empresas especializadas no manuseio de resíduos industriais, devidamente certificadas pelos orgãos ambientais, de acordo com a legislação local. A Lenovo possui um canal específico para auxiliá-lo no descarte desses produtos. Caso você possua um produto Lenovo em situação de descarte, ligue para o nosso SAC ou encaminhe um e-mail para: reciclar@lenovo.com, informando o modelo, número de série e cidade, a fim de enviarmos as instruções para o correto descarte do seu produto Lenovo.
Endurvinnsluupplýsingar fyrir Japan
Endurvinnsluupplýsingar fyrir Japan eru fáanlegar á http://www.lenovo.com/recycling/japan.
Endurvinnsluupplýsingar fyrir Indland
Upplýsingar varðandi endurvinnslu og förgun fyrir Indland eru fáanlegar á: http://www.lenovo.com/social_responsibility/us/en/sustainability/ptb_india.html.
Endurvinnslumerki á rafhlöðu
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Taívan
Page 20
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Bandaríkin og Kanada
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Evrópusambandið
ENERGY STAR-gerðarupplýsingar
ENERGY STAR® er sameiginlegt verkefni bandarísku umhverfisstofnunarinnar og bandaríska orkumálaráðuneytisins sem miðar að því að spara fé og vernda umhverfið með orkusparandi vörum og aðferðum. Lenovo eru stolt af því að bjóða viðskiptavinum sínum vörur með ENERGY STAR-vottun. Þú kannt að finna merki ENERGY STAR á tölvunni eða í viðmótinu fyrir orkustillingarnar. Lenovo­spjaldtölvur með eftirfarandi gerðarheiti, sem eru með ENERGY STAR-merki, hafa verið hannaðar og prófaðar til að samræmast kröfum ENERGY STAR-áætlunarinnar fyrir spjaldtölvur. Lenovo YB1-X91L, Lenovo YB1-X91X Með því að nota ENERGY STAR-vottaðar vörur og nýta kosti orkustjórnunareiginleikanna í spjaldtölvunni getur þú hjálpað til við að draga úr raforkunotkun. Minni raforkunotkun getur stuðlað að fjárhagslegum sparnaði, hreinna umhverfi og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Frekari upplýsingar um ENERGY STAR eru á: http://www.energystar.gov.
Tilkynning vegna útflutningsflokkunar
Þessi vara er háð reglugerðum bandarískra útflutningsyfirvalda (EAR) og er með útflutningsflokkunarnúmerið (ECCN) 5A992.c. Vöruna má flytja út aftur, þó ekki til neins þeirra landa sem eru á bannlista EAR E1.
Úrræðaleit
Áminning um of lítið minni birtist við uppsetningu á forriti
Losaðu um minni og reyndu að setja forritið upp aftur.
Page 21
Snertiskjárinn virkar ekki eða er ekki næmur
Haltu kveikja/slökkva rofanum inni í meira en 10 sekúndur þar til tækið slekkur á sér. Kveiktu síðan aftur á því á venjulegan hátt.
Ekki kviknar á tækinu eða kerfið hrynur
Hladdu rafhlöðuna í hálftíma og haltu svo kveikja/slökkva rofanum inni í meira en 10 sekúndur þar til tækið slekkur á sér. Kveiktu síðan aftur á því á venjulegan hátt.
Tækið nær ekki sambandi við internetið í gegnum þráðlaust net
Endurræstu beini fyrir þráðlaust net eða farðu í stillingarnar og endurræstu þráðlaust staðarnet (WLAN).
Tækið vaknar ekki úr svefnstillingu
Haltu kveikja/slökkva rofanum inni í meira en 10 sekúndur þar til tækið slekkur á sér. Kveiktu síðan aftur á því á venjulegan hátt.
Loading...