Nokia 1661, 1662 user Manual

Notandahandbók Nokia 1661/1662
9213569 Útgáfa 2
2Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 3
Tækið tekið í notkun 4
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir 4 Fjarlægðu SIM-kortið 4 Rafhlaðan hlaðin 4 Kveikt og slökkt 5
Síminn 5
Takkar og hlutar 5 Helstu valkostir 6 Símtöl – hringt og svarað 6 Texti skrifaður 7 Skilaboð 7 Tengiliðir 8 Skipt símaskrá 8 Útvarp 9 Kveikt eða slökkt á vasaljósinu 9
Almennar upplýsingar 10
Aukabúnaður 10
Rafhlaða 10
Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki 10 Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia 11
Meðferð tækisins 11
Endurvinnsla 12
Viðbótaröryggisupplýsingar 12
Lítil börn 12 Vinnuumhverfi 12 Lækningatæki 12 Ökutæki 12 Sprengifimt umhverfi 13 Neyðarhringingar 13 Upplýsingar um vottun (SAR) 13
Öryggi 3

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
4 Tækið tekið í notkun

Tækið tekið í notkun

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Þessi sími er ætlað til notkunar með BL-4C rafhlöðu.
Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
1 Renndu bakhliðinni niður (1) og fjarlægðu hana. 2 Taktu rafhlöðuna úr (2). 3 Settu SIM-kortið í (3). Gættu þess að gyllti snertiflöturinn snúi niður og skáhornið á
SIM-kortinu sé því næst rennt inn.
4 Settu rafhlöðuna í tækið og svo hlífina á sinn stað (4, 5).

Fjarlægðu SIM-kortið

Ýttu á fjöðrina (1) og renndu SIM-kortinu (2) úr.

Rafhlaðan hlaðin

Rafhlaðan hefur verið hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef síminn hefur lága hleðslu:
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu. 2 Tengdu hleðslutækið við símann. 3 Þegar síminn er fullhlaðinn skaltu taka fyrst hleðslutækið úr sambandi við símann
og síðan úr innstungunni.
Síminn 5
Ábending: Aftengdu hleðslutækið þegar rafhlaðan er fullhlaðin til að spara orku.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota símann á meðan að hleðsla fer fram. Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.

Kveikt og slökkt

Haltu inni endatakkanum.
Notaðu símann aðeins í hefðbundinni stöðu.
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.

Síminn

Takkar og hlutar

1 2 Rauf fyrir úlnliðsband 3 Hlust 4 Skjár 5 Valtakkar 6 Navi™ takki (hér eftir kallaður
7 Hringitakki 8 Hætta-takki/rofi 9 Takkaborð 10 Tengi fyrir hleðslutæki 11 Tengi fyrir heyrnartól 12 Hljóðnemi
Vasaljós
skruntakki)
Loading...
+ 9 hidden pages