Þessi handbók lýsir því hvernig eigi að tengjast netkerfi, fá aðgang að
myndavélinni úr fjarlægð og senda myndir yfir í tölvur og ftp-netþjóna í
gegnum íðnetstengingar. Þegar tenging hefur náðst getur maður:
Hlaðið upp myndum og kvikmyndum
1
FTP-upphleðsla (041)Myndayfirfærsla (015)
ftp-netþjónn
Taka eða skoða myndir úr fjarlægð
2
Myndavélastjórn (019)HTTP-netþjónn (022)
iPhone
Camera Control Pro 2
ii
Tölva
Tölva
Stjórnun margra myndavéla
3
(krefst valfrjáls WT-5)
Samstilling lokara (0 45)
A Ráð
Á blaðsíðu 7 má finna upplýsingar um stillingu myndavélarinnar til
tengingar við vefþjónstölvu. Á blaðsíðu 35 má finna upplýsingar um
stillingu myndavélarinnar til tengingar við ftp-netþjón. Myndavélina má
einnig nota með valfrjálsum WT-4-þráðlausum sendum.
iii
Upplýsingar um vörumerki
Macintosh, Mac OS, og iPhone eru vörumerki Apple Computer, Inc. Microsoft,
Windows, og Windows Vista eru skráð vörumerki Microsoft Corporation. XQD
er skráð vörumerki Sony Corporation. CompactFlash er skráð vörumerki
SanDisk Corporation. Öll önnur vöruheiti sem minnst er á í þessari handbók
eða öðrum fylgiskjölum sem fylgja þessari Nikon-vöru eru vörumerki eða skráð
vörumerki viðeigandi eigenda.
Apple Public Source-leyfi
Þessi vara inniheldur Apple mDNS frumkóta sem lýtur skilmálum Apple Public
Source-leyfi sem finna má á heimasíðunni
http://developer.apple.com/opensource/.
Þetta skjal inniheldur upprunalegan kóða og/eða breytingar á upprunalegum
kóða eins og lýst er og lýtur Apple Public Source-leyfinu, útgáfu 2.0 (‚leyfið‘).
Þér er óheimilt að nota þetta skjal nema þú hlítir leyfinu. Fáðu afrit af leyfinu á
heimasíðunni http://www.opensource.apple.com/license/apsl/ og skoðaðu
það áður en þú notar þetta skjal.
Hinum upprunalega kóða og öllum hugbúnaði sem dreift er undir leyfinu er
dreift ‚í því ástandi sem hann er‘, ÁN NOKKURS KONAR ÁBYRGÐAR OG ÞVÍ
AFSALAR APPLE SÉR ALLRI SLÍKRI ÁBYRGÐ ÁN ALLRA TAKMARKANA,
ÁBYRGÐAR VARÐANDI SÖLUHÆFNI, HÆFNI HVAÐ VARÐAR SÉRSTAKAN
TILGANG, SKEMMTUN EÐA BROT. Vísað er til leyfisins hvað varðar sérstök
ákvæði er varða réttindi og takmarkanir þess.
iv
Tilkynningar
• Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað
tungumál í nokkru formi neina hluta þessarar handbókar, án þess að fengið
sé fyrirfram skriflegt leyfi frá Nikon.
• Nikon áskilur sér rétt til þess að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og
hugbúnaðar sem lýst er í þessari handbók hvenær sem er og án frekari
fyrirvara.
• Nikon tekur enga ábyrgð á skemmdum sem gætu komið til vegna notkunar
þessarar vöru.
• Þó áhersla hafi verið lögð á að tryggja að upplýsingarnar í þessari handbók
séu réttar og tæmandi kunnum við að meta það ef þú vekur athygli
umboðsaðila Nikon á þínu svæði á hvers konar villum eða ónógum
upplýsingum (heimilisfang veitt sér).
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að það að hafa undir höndum efni sem hefur verið afritað eða
endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni myndavél eða öðru
tæki getur verið refsivert samkvæmt lögum.
• Hlutir sem bannað er samkvæmt lögum að afrita eða endurgera
Ekki afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða
skuldabréf sem gefin eru út af staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða
endurgerðir séu stimplaðar „Sýnishorn“.
Fjölföldun eða endurgerð peningaseðla, mynta eða verðbréfa sem gefin eru
út í öðru landi er bönnuð.
Nema að gefnu leyfi stjórnvalda, er fjölföldun eða endurgerð ónotaðra
frímerkja eða póstkorta sem gefin eru út af stjórnvöldum bönnuð.
Afritun eða endurgerð frímerkja sem gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala
sem mælt er fyrir um í lögum er bönnuð.
v
• Varúð varðandi viss afrit og endurgerðir
Stjórnvöld hafa gefið út viðvörun um afrit og endurgerðir skuldabréfa sem
gefin eru út af einkafyrirtækjum (hlutabréf, seðlar, ávísanir, gjafakort, o.s.frv.)
farseðla eða afsláttamiða, nema þegar lágmarksfjöldi nauðsynlegra afrita er
ætlaður til notkunar innan fyrirtækisins. Það skal ekki heldur afrita eða
endurgera vegabréf sem gefin eru út af stjórnvöldum, leyfi gefin út af
opinberum stofnunum eða einkaaðilum, skilríki eða miða, svo sem passa og
matarmiða.
• Fylgja skal ábendingum um útgáfurétt
Afritun eða endurgerð höfundaverka svo sem bóka, tónlistar, málverka,
trérista, þrykks, korta, teikninga, kvikmynda og ljósmynda fellur undir
innlenda og alþjóðlega höfundarréttarlöggjöf. Ekki nota þessa vöru til að
búa til ólögleg afrit eða brjóta höfundarréttarlög.
Bakgrunnsupplýsingar
Þessi handbók gerir ráð fyrir undirstöðuþekkingu á ftp-netþjónum,
staðarnetkerfum (LAN) og þráðlausum netkerfum. Frekari upplýsingar
varðandi uppsetningu, stillingu og notkun tækjanna innan netkerfis má finna
með því að hafa samband við framleiðandann eða kerfisstjórann. Upplýsingar
varðandi stillingu tölva til tengingar við þráðlaus netkerfi má finna í aðstoðinni
á netinu varðandi notkun á þráðlausa sendiforritinu.
Símenntun
Nikon styður símenntun með stöðugum vörustuðningi og þjálfun og á
eftirfarandi vefsvæðum er að finna upplýsingar sem stöðugt er verið að þróa
og uppfæra:
• Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
• Fyrir notendur í Evró pu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
• Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Mið-Austurlöndum: http://www.nikonusa.com/
Hægt er að fara á þessar síður til að fá nýjustu vöruupplýsingar, ráð, svör við
algengum spurningum (FAQ) og almenn ráð um stafræna myndgerð og
ljósmyndun. Hugsanlega er hægt að nálgast viðbótarupplýsingar hjá
umboðsaðila Nikon á hverjum stað. Sjá eftirfarandi vefsíðu fyrir
sambandsupplýsingar: http://imaging.nikon.com/
vi
Útskýringar
Ef annað er ekki tekið fram eru allir hugbúnaðar- og stýrikerfisgluggar,
skilaboð og gluggar teknir úr Windows 7 eða Mac OS X. Raunbirting þess og
efni getur verið breytilegt og ræðst það af því stýrikerfi sem notað er. Frekari
upplýsingar varðandi helstu atriði tölvurekstrar má finna í skjölunum sem
fylgja tölvunni eða stýrikerfinu.
A WT-4 þráðlausir sendar
Upplýsingar varðandi notkun valfrjálsa WT-4 þráðlausa sendisins má finna í
skjölunum sem honum fylgja. Valkostunum sem lýst er í WT-4 handbókinni
og tilheyra vísibúnaðar- og stillingavalmyndum má nálgast í Network (netkerfi) > Device info and settings (Vísibúnaður og stillingar) í D4
uppsetningavalmyndinni.
vii
Efnisyfirlit
Það sem netkerfi geta gert fyrir þig .................................................ii
Þakka þér fyrir að festa kaup á stafrænni Nikon spegilmyndavél (SLR).
Þessi handbók lýsir notkun myndavélar í (einkum íðneti)
netkerfisumhverfi, þ.á.m. tengingu við og virkni myndavélarinnar
innan netkerfis. Lestu þessa handbók og myndavélahandbókina
ítarlega og geymdu þær á stað þar sem allir þeir sem nota vöruna geta
nálgast þær. Upplýsingar varðandi notkun valfrjálsu WT-5 og WT-4
þráðlausu sendanna má finna í handbókunum sem fylgja sendunum.
Tákn og auðkenni
Eftirfarandi tákn og auðkenni eru notuð í þessari handbók:
Þetta tákn merkir viðvörun; upplýsingar sem ætti að lesa fyrir notkun til
D
að koma í veg fyrir skemmdir á vörunni.
Þetta tákn merkir athugasemdir; upplýsingar sem ætti að lesa áður en
A
tækið er tekið í notkun.
Þetta tákn merkir vísanir til annarra blaðsíðna í þessari handbók.
0
1
Netkerfisvalkostir
Notaðu íðnetssnúru eða valfrjálsan WT-5 eða WT-4 þráðlausan sendi
til að tengja myndavélina við tölvur eða ftp-netþjóna í gegnum íðnet
eða þráðlaus netkerfi.
❚❚ Íðnet/WT-5
Eftirfarandi aðgerðir eru til taks þegar maður tengist í gegnum
íðnetskapal eða valfrjálsan WT-5 þráðlausan sendi.
FTP upload (FTP-
upphleðsla) (041)
Image transfer (yfirfærsla
mynda) (015)
Camera control
(myndavélastjórn)
(019)
HTTP server (HTTP-
netþjónn) (022 )
Synchronized release
(samstilling lokara)
(aðeins með WT-5; 045)
❚❚ WT-4
Frekari upplýsingar varðandi þær aðgerðir sem til taks eru með
notkun hins valfrjálsa WT-4 þráðlausa sendis má finna í handbókinni
sem fylgir WT-4 sendinum.
Transfer mode
(Yfirfærslusnið)
Thumbnail select mode
(Smámyndavalstilling)
PC mode (Tölvustilling)
Print mode (Prentsnið)
Hlaða núverandi myndum eða kvikmyndum inn á
tölvu eða ftp-netþjón eða hlaða inn nýjum myndum
um leið og þær eru teknar.
Stjórna myndavélinni með notkun valfrjálsa Camera
Control Pro 2 hugbúnaðarins og vista nýjar myndir
og myndbönd beint inn á tölvuna.
Skoða og taka myndir úr fjarlægð með notkun
vafravæddrar tölvu eða iPhone.
Samstilla opnun lokara fyrir margar myndavélar úr
fjarlægð með aðalmyndavél.
Hladdu upp nýjum eða núverandi ljósmyndum í
tölvuna eða á ftp-netþjón.
Forskoðaðu ljósmyndir á tölvuskjánum áður en þú
hleður þeim upp.
Stjórna myndavélinni með notkun valfrjálsa Camera
Control Pro 2 hugbúnaðarins og vista nýjar myndir
og myndbönd beint inn á tölvuna.
Prentaðu JPEG-ljósmyndir með prentara sem
tengdur er við tölvunet.
Hægt er að samstilla netþjónana með því að nota venjulega ftp-netþjóna eins og
IIS (Upplýsingaþjónustur internetsins), í boði með studdum stýrikerfum.
Myndaflutningur og myndavélastjórnun styðja ekki tengingu við tölvur á öðrum
netkerfum í gegnum beina, internet ftp-tengingar eða ftp-netþjóna sem keyra
hugbúnað frá þriðja aðila.
A HTTP-netþjónssnið
Internetstengingar eru ekki studdar í http-netþjónssniði.
A Beinar
Tenging við aðrar tölvur á öðrum netkerfum í gegnum beini er aðeins studd
þegar FTP upload (FTP-sending) eða HTTP server (HTTP-netþjónn) er valinn.
A Stillingar eldveggs
Tengi 21 og 32768 til 61000 eru notuð fyrir ftp, tengi 22 og 32768 til 61000 fyrir
sftp, meðan myndaflutningur og myndavélastjórnun nota TCP-tengi 15740 og
UDP-tengi 5353. Yfirfærsla skjala getur verið hindruð ef eldveggur netþjónsins er
ekki stilltur þannig að hann heimili aðgang að þessum tengjum.
3
Uppsetning hugbúnaðar
Settu upp þráðlaust sendiforrit sem er hægt að hlaða niður ókeypis frá
Nikon vefsvæðinu með því að nota meðfylgjandi ViewNX 2 CD (þarf
nettengingu) áður en þú tengist netkerfi. Þráðlausa sendiforritið er
notað við pörun myndayfirfærslu og myndavélastjórnunarsniðs
(014) og má nota til að búa til netkerfissnið.
Áður en hugbúnaðurinn er settur upp þarf að staðfesta að tölvan
uppfylli kerfiskröfurnar sem farið er í gegn á blaðsíðu 6. Gættu þess að
uppfæra fastbúnað myndavélarinnar og þráðlausa sendisins ásamt
meðfylgjandi hugbúnaði.
1 Tvísmella á uppsetningartáknið.
Tvísmelltu á uppsetningartáknið eftir að þú hefur
halað niður uppsetningarforritinu.
2 Veldu tungumál (aðeins Windows).
Veldu tungumál og smelltu á Next (næst).
q Veldu tungumál
w Smelltu á Next (næst)
4
3 Ræstu uppsetningarforritið.
Smelltu á Next (næst) (Windows) eða Continue (halda áfram)
(Mac OS) og fylgdu skjáleiðbeiningunum.
WindowsMac OS
Smella á Next (næst)Smella á Continue (halda áfram)
4 Farðu úr uppsetningarforritinu.
Smelltu á OK (í lagi) (Windows) eða Close (loka) (Mac OS) þegar
uppsetningu er lokið.
WindowsMac OS
Smelltu á OK (í lagi)Smelltu á Close (loka)
A WT-4 uppsetningarforritið
Það er nauðsynlegt að setja aftur upp þráðlausa sendiforritið ef WT-4
uppsetningaforritið er sett upp eða tekið út eftir að uppsetningu er lokið.
5
A Kerfiskröfur þráðlausa sendiforritsins
Windows
CPUIntel Celeron, Pentium 4, eða Core tegundir, 1,6 GHz eða hærra
Fyrirfram uppsettar útgáfur af Windows 7 Home Basic/Home
Premium/Professional/Enterprise/Ultimate (Service Pack 1),
OS
RAM
Rými á harða
diskinum
Skjár
CPU
OSMac OS X útgáfa 10.5.8, 10.6.8 eða 10.7.2
RAM512 MB eða meira (mælt er með 2 GB eða meira)
Rými á harða
diskinum
Skjár
Windows Vista Home Basic/Home Premium/Business/
Enterprise/Ultimate (Service Pack 2), eða Windows XP Home
Edition/Professional (Service Pack 3). Þráðlausa sendiforritið
keyrir sem 32-bita forrit í 64-bita útgáfu Windows 7 og
Windows Vista.
• Windows 7/Windows Vista: 1 GB eða meira (mælt er með 2 GB eða
meira)
• Windows XP: 512 MB eða meira (mælt er með 2 GB eða meira)
Lágmark 500 MB í boði á ræsidiskinum (mælt er með 1 GB eða
meira)
• Upplausn: 1024 × 768 pixlar (XGA) eða meira; mælt er með
1280 × 1024 pixlum (SXGA) eða meira
• Litur: 24-bita litur (raunlitur) eða meira
Mac OS
PowerPC G4 (1 GHz eða hærra), G5, Intel Core, eða Xeon
tegundir
Lágmark 500 MB í boði á ræsidiskinum (mælt er með 1 GB eða
meira)
• Upplausn: 1024 × 768 pixlar (XGA) eða meira; mælt er með
1280 × 1024 pixlum (SXGA) eða meira
• Litur: 24-bita litur (milljón litir) eða meira
6
Yfirfærsla, stjórnun og
HTTP
Íðnetstenging
Fylgdu eftirfarandi skrefum að neðan til að tengjast tölvu í
myndayfirfærslu-, myndavélastjórnunar- og http-netþjónssniði.
MyndayfirfærslaMyndavélastjórn HTTP-netþjónn
Settu þráðlausa sendiforritið upp (04)
1. skref: Tengdu íðnetssnúruna (08)
Upplýsingar
2. skref: Veldu staðarnet (010)
3. skref: Keyrðu tengiálfinn (010)
4. skref: Paraðu saman myndavélina og
tölvuna (013)
varðandi notkun
WT-5 við
tengingu við
þráðlaus netkerfi
má finna í WT-5
handbókinni.
Færa myndir yfir
(015)
Stjórna
myndavélinni
(019)
Fáðu aðgang að
myndavélinni
(022)
D Val á aflgjafa
Til að koma í veg fyrir að myndavélin missi óvænt orku meðan á uppsetningu eða
gagnaflutningi stendur, notaðu fullhlaðna rafhlöðu eða valfrjálsan straumbreyti
sem er ætlað til notkunar með myndavélinni þinni. Frekari upplýsingar má finna í
myndavélahandbókinni.
7
1. skref: Tenging íðnetssnúru
Eftir að tölvan er ræst og þú hefur skráð þig inn gerirðu myndavélina
tilbúna og WT-5 eins og lýst er að neðan.
1. skref: Tenging íðnetssnúru
1 Stinga minniskorti í.
Slökktu á myndavélinni og settu minniskort
í (ekki slökkva á myndavélinni á meðan
gögn eru færð yfir í tölvuna). Sleppa má
þessu skrefi í myndavélastjórnunarsniði
(019).
2 Tenging íðnetssnúru.
Tengdu íðnetssnúruna eins og sýnt er að neðan. Ekki beita afli eða
stinga tengjunum skáhalt inn.
8
3 Kveiktu á myndavélinni.
Snúðu aflrofanum og kveiktu á
myndavélinni.
Aflrofi
1. skref: Tenging íðnetssnúru
A Tengingarstaða
Tengingarstaða er sýnd í ljóstvistinum við hliðina á
íðnetstengi myndavélarinnar.
Grænn ljóstvistur Gulur ljóstvisturStaða
●
(slökkt)
K
(kveikt)
K
(kveikt)
K
(kveikt)
H
(blikkar)
●
(slökkt)
●
(slökkt)
K
(kveikt)
H
(blikkar)
H
(blikkar)
Netkerfisvirkni óvirk (051) eða íðnetssnúra
ekki tengd.
Bíð eftir tengingu.
Tengist.
Tengt.
Villa.
A Upplýsingar í leitaranum
Tengingarstaða er einnig sýnd í leitara
myndavélarinnar. T er sýnt þegar myndavélin er
tengd í gegnum íðnet, U þegar hún er tengd í
gegnum þráðlaust netkerfi og leiftrandi þegar
villa hefur átt sér stað.
Ljóstvistar
9
2. skref: Að virkja íðnetið
Veldu íðnetið sem netkerfisbúnaðinn sem myndavélin notar.
2. skref: Að virkja íðnetið
1 Birta vélbúnaðarlistann.
Í uppsetningarvalmyndinni velurðu
Network (netkerfi), síðan velurðu Choose
hardware (velja vélbúnað) og smellir á 2
til að sjá vélbúnaðarlistann.
2 Veldu Wired LAN (fasttengt
staðarnet).
Veldu Wired LAN (fasttengt staðarnet) og
smelltu á J til að velja valda
valmöguleikann og snúa aftur í
uppsetningarvalmyndina.
3. skref: tengiálfurinn
Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að búa til netkerfissnið.
1 Sýna netkerfissnið.
Í netkerfisvalmyndinni velurðu Network
settings (stillingar netkerfis) og smellir á
2 til að sýna sniðlistann og aðrar
netkerfisstillingar.
2 Veldu Create profile (búa til snið).
Veldu Create profile (búa til snið) og
smelltu á 2. Ef að listinn inniheldur þegar
níu snið verður þú að eyða núverandi sniði
með því að nota O (Q) hnappinn áður en
lengra er haldið (053).
10
3 Keyrðu tengiálfinn.
Veldu Connection wizard (tengiálfur) og
smelltu á 2 til að keyra hann.
4 Veldu tengitegund (02).
Veldu Image transfer (yfirfærsla mynda),
Camera control (myndavélastjórn), eða
HTTP server (HTTP netþjónn) og smelltu á
2.
5 Búðu til nafn fyrir hið nýja
netkerfissnið.
Færðu inn nafnið sem mun birtast í
netkerfislistanum og smelltu á J. Sniðnöfn
geta verið allt að 16 stafa löng.
A Textafærsla
Eftirfarandi gluggi er sýndur þegar textafærsla er nauðsynleg.
3. skref: tengiálfurinn
Lyklaborðssvæði: Notaðu
fjölvirkan valtakka til að
velja stafi, smelltu á
miðju til að velja.
Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja þann staf sem þú vilt á lyklaborðsreitnum
og smelltu á miðjuna á fjölvirka valtakkanum til að setja inn þann staf sem valinn
er með núverandi bendilsstaðsetningu (takið eftir að ef að stafur er settur inn
þegar reiturinn er fullur eyðist sjálfkrafa síðasti stafurinn í reitnum). Til að eyða
staf sem er undir bendlinum smellirðu á O (Q) hnappinn. Til að færa bendilinn á
nýjan stað heldurðu niðri W og smellir á 4 eða 2.
Til að ljúka færslu og snúa aftur í fyrri valmynd smellirðu á J. Til að fara út úr fyrri
valmynd án þess að klára textafærslu smellirðu á G.
Textagluggasvæði: Textinn
birtist á þessu svæði. Til
að færa bendilinn
smellirðu á 4 eða 2 á
meðan smellt er á W.
11
6 Fá eða velja IP-tölu.
Veldu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu
á 2.
3. skref: tengiálfurinn
• Obtain automatically (fá á sjálfvirkan hátt):
Veldu þennan valmöguleika ef netkerfið
er stillt á þann veg að það leggur IP-töluna
sjálfkrafa til.
• Enter manually (færa handvirkt inn): Færðu IP-tölu inn og
undirnetsmát þegar beðið er um slíkt með því að smella á 4 og
2 til að velja hluta og 1 og 3 til að breyta. Ýttu á J til að halda
áfram þegar færslu er lokið.
7 Veldu þitt næsta skref.
IP-talan birtist; smelltu á J. Þitt næsta skref ræðst af
tengingartegundinni sem valin er í 4. skrefi á blaðsíðu 11:
Ef þú valdir myndayfirfærsla eða
myndavélastjórn pararðu saman
myndavélina og tölvuna eins og lýst á á
blaðsíðu 13.
Ef þú valdir HTTP netþjón ferðu beint í
skref 8.
A Beinar
Tenging við aðrar tölvur á öðrum netkerfum í gegnum beini er aðeins studd
þegar FTP upload (FTP-sending) eða HTTP server (HTTP-netþjónn) er valinn.
12
8 Farðu út úr álfinum.
Veldu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu
á J.
• Connect and exit wizard (tengjast og fara út úr
álfi): Vistaðu hið nýja netkerfissnið og
tengdust netþjóninum.
• Exit wizard (að fara út úr álfinum): Vistaðu hið nýja netkerfissnið og
farðu út úr því.
Farðu áfram í „HTTP netþjónn” (022).
4. skref: Pörun
Ef þú valdir Image transfer (myndayfirfærsla) eða Camera control
(myndavélastjórn) í 4. skrefi tengingarálfsins (0 11) pararðu
myndavélina við tölvuna eins og lýst er hér að neðan. Pörun gerir
tölvunni kleift að tengjast myndavélinni.
1 Tengdu myndavélina við tölvuna í
gegnum USB.
Tengdu myndavélina við tölvuna þegar
beðið er um slíkt með því að nota USBsnúruna sem fylgir myndavélinni.
4. skref: Pörun
13
2 Ræstu þráðlausa sendiforritið.
Ræstu uppsetta þráðlausa sendiforritið á
tölvunni þinni þegar beðið er um slíkt.
4. skref: Pörun
Pörun hefst sjálfkrafa.
3 Aftengdu tölvuna.
Skeytið til hægri birtist þegar pöruninni er
lokið. Aftengdu USB-snúruna.
4 Farðu út úr álfinum.
Veldu einn af eftirtöldum valkostum og ýttu
á J.
• Connect and exit wizard (tengjast og fara út úr
álfi): Vistaðu hið nýja netkerfissnið og
tengdust netþjóninum.
• Exit wizard (að fara út úr álfinum): Vistaðu hið nýja netkerfissnið og
farðu út úr því.
Farðu áfram í „myndayfirfærsla“ (015) eða „myndavélastjórn“ (0 19).
14
Myndayfirfærsla
Myndayfirfærsla er notuð til að hlaða upp ljósmyndum og
myndböndum á tölvuna af minniskorti. Eftirfarandi útskýring gerir ráð
fyrir notkun núverandi mynda.
1 Sýna netkerfissnið.
Í uppsetningarvalmyndinni velurðu
Network (netkerfi) > Network settings
(stillingar netkerfis) til að sýna
sniðslistann. Snið er varða yfirfærslu mynda
eru táknuð með K tákni. Veldu snið og
smelltu á 2 til að velja yfirlýsta valmöguleikann og snúa aftur í
uppsetningarvalmyndina.
2 Veldu Network connection
(nettenging).
Veldu Network connection (nettenging)
og smelltu á 2.
3 Veldu Enable (virkja).
Veldu Enable (virkja) og smelltu á 2 til að
velja yfirlýsta hlutinn sem er tengdur við
netkerfi og snúa aftur í
netkerfisvalmyndina.
Sniðsnafnið birtist grænt þegar tenging
hefur náðst.
15
4 Skoða myndir.
Smelltu á K hnappinn til að skoða myndir.
Sýndu fyrstu myndina sem senda á eða
yfirlýstu hana í smámyndalistanum.
5 Upphleðsla mynda.
Smelltu á J í miðju hins fjölvirka valtakka.
Hvítt yfirfærslutákn mun birtast á myndinni
og upphleðsla hefst strax. Yfirfærslutáknið
verður grænt á meðan upphleðslunni
stendur og verður blátt þegar henni er
lokið. Fleiri myndir verðar hlaðnar upp í þeirri röð sem þær eru
valdar.
Til að hlaða upp mynd sem hefur áður verið
hlaðin upp smellirðu einu sinni á J í miðju
hins fjölvirka valtakka til að fjarlægja bláa
yfirfærslutáknið og síðan smellirðu á J og
miðju hins fjölvirka valtakka aftur til að
merkja myndina hvítu yfirfærslutákni.
Upphleðsla mynda er þær eru teknar
Til að hlaða upp myndum er þær eru teknar velurðu
On (í gangi) fyrir Network (netkerfi) > Options
(valmöguleika) > Auto send (senda sjálfkrafa) í
uppsetningarvalmyndinni (057).
16
Truflun á sendingu/Fjarlæging yfirfærsluauðkennis
Til að hætta við sendingu mynda sem merktar eru hvítum eða
grænum yfirfærslutáknum velurðu myndirnar á meðan afspilun
stendur og smellir á J og miðju fjölvirka valtakkans. Yfirfærslutáknið
verður fjarlægt. Eftirfarandi aðgerðir trufla einnig sendingu:
• Að slökkva á myndavélinni (yfirfærsluauðkenni er vistað og
yfirfærsla heldur áfram þegar kveikt er aftur á myndavélinni)
• Að velja Yes (já) í Network (netkerfi) > Options (valmöguleika) >
Deselect all? (Afvelja allar?) (058; þessi valkostur fjarlægir einnig
flutningsmerkingu af öllum myndum)
A Stillingar eldveggs
Myndayfirfærslu- og myndavélastjórnunarsnið nota TCP tengi 15740 og UDP
tengi 5353. Stilla verður eldveggi tölvunnar til að opna fyrir þessi tengi því annars
getur tölvan jafnvel ekki tengst myndavélinni.
A Talskýringar
Talskýringum er ekki hægt að hlaða hverri fyrir sig upp en fylgja tengdum
myndum þegar þær eru sendar.
D Meðan á upphleðslu stendur
Ekki fjarlægja minniskortið eða aftengja íðnetssnúruna meðan á upphleðslu
stendur.
A Tengirof
Hægt er að trufla þráðlaust netkerfi í gegnum WT-5 ef það verða tengirof. Hægt
er að halda sendingu áfram með því að slökkva á myndavélinni og kveikja síðan á
henni.
A Móttökumöppur
Sjálfkrafa eru myndir hlaðnar upp inn í eftirfarandi möppur:
• Mac OS: /Users/(user name)/Wireless Transmitter Utility
Móttökumöppuna má velja með því að nota þráðlausa sendiforritið.
17
Yfirfærslustaða
Á meðan afspilun stendur er staða hinna völdu mynda í upphleðslu
sýnt á eftirfarandi máta:
: „Senda”
a
Myndir sem valdar hafa verið til upphleðslu eru
merktar hvítu yfirfærslutákni.
: „Sendi”
b
Grænt yfirfærslutákn er sýnt meðan á
upphleðslu stendur.
: „Sent”
c
Myndir sem hafa verið hlaðnar upp eru merktar bláu yfirfærslutákni.
A Netkerfisástand
Netkerfisstöðu má skoða efst í netkerfisvalmyndinni.
Stöðusvæði: Staða tengingarinnar hvað
varðar vefþjóninn. Sniðsnafnið er sýnt í
grænu þegar tenging hefur náðst. Á
meðan skrár eru yfirfærðar sýnir
glugginn „Now sending“ (sendi núna)
og á eftir því fylgir nafn skráarinnar
e, f: Fjöldi mynda sem
eftir er og áætlaður tími
sem þarf til að senda
þær.
sem verið er að senda. Villur sem eiga
sér stað á meðan yfirfærslu stendur eru
einnig sýndar hér (0 84).
Sendistyrkur: Þráðlaus sendistyrkur.
Íðnetstengingar eru sýndar með d.
18
Myndavélastjórn
Veldu þennan valmöguleika til að stjórna myndavélinni frá tölvu sem
keyrir Camera Control Pro 2 (fáanlegt sérstaklega) og til að vista
myndir beint inn á harðan disk tölvunnar í stað minniskorts
myndavélarinnar (myndbönd verða enn vistuð á minniskortið; settu
minniskort í áður en þú tekur upp kvikmyndir). Athugið að
ljósmælingar myndavélarinnar slökkva ekki á sér á meðan myndavélin
er í myndavélastjórnunarsniði.
1 Sýna netkerfissnið.
Í uppsetningarvalmyndinni velurðu
Network (netkerfi) > Network settings
(stillingar netkerfis) til að sýna
sniðslistann. Snið er varða myndavélastjórn
eru táknuð með L tákni. Veldu snið og
smelltu á 2 til að velja yfirlýsta valmöguleikann og snúa aftur í
uppsetningarvalmyndina.
2 Veldu Network connection
(nettenging).
Veldu Network connection (nettenging)
og smelltu á 2.
19
3 Veldu Enable (virkja).
Veldu Enable (virkja) og smelltu á 2 til að
tengjast netkerfinu og snúa aftur í
netkerfisvalmyndina.
Sniðsnafnið birtist grænt þegar tenging
hefur náðst.
4 Ræstu Camera Control Pro 2.
Ræstu Camera Control Pro 2 (fáanlegt
sérstaklega) sem uppsett er á
vefþjónstölvunni og staðfestu að „PC“ er
sýnt efst uppi í stjórnborði myndavélarinnar. Upplýsingar
varðandi notkun Camera Control Pro 2 má finna í Camera Control
Pro 2 handbókinni (pdf).
A Stillingar eldveggs
Myndayfirfærslu- og myndavélastjórnunarsnið nota TCP tengi 15740 og UDP
tengi 5353. Stilla verður eldveggi tölvunnar til að opna fyrir þessi tengi því annars
getur tölvan jafnvel ekki tengst myndavélinni.
A Íðnetskerfi
Ekki aftengja íðnetssnúruna á meðan kveikt er á myndavélinni.
D Þráðlaus netkerfi
Aðgerðir geta tekið lengri tíma með notkun þráðlausra netkerfa. Ef að truflun
verður á sendingunni á meðan myndir eru færðar yfir á Camera Control Pro 2
mun ljóstvisturinn á WT-5 sýna gult; slökktu á myndavélinni og kveiktu á henni
að nýju. Yfirfærsla heldur áfram þegar tenging hefur náðst að nýju. Yfirfærsla
getur ekki haldið áfram ef þú slekkur aftur á myndavélinni áður en henni lýkur.
20
Loading...
+ 70 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.