Nikon COOLPIX S31 Reference Guide (Detailed Instructions) [is]

Page 1
STAFRÆN MYNDAVÉL
Page 2
Helstu eiginleikar COOLPIX S31
Láttu myndavélina ráða ferðinni
A Miðað og smellt af ....................................................A 34
Þegar þú stillir myndavélina á A Miðað og smellt af fer myndavélin sjálfkrafa í sjálfvirka umhverfisstillingu. Ekki þarf að breyta stillingunni: Beindu myndavélinni bara að myndefninu. Myndavélin ákvarðar aðstæður í myndatöku og breytir stillingunum eins og við á. Með þessum eiginleika geturðu eytt minni tíma í stillingar og meiri tíma í að taka myndir!
Taktu myndir í vatni
Myndir teknar í vatni .....................................................A 45
Stilltu Choose a style (velja útlit) á Shoot under water (taka myndir í vatni) og taktu bjartar, skýrar myndir í vatni, jafnvel við léleg birtuskilyrði. Hvítjöfnun er stillt á töku í vatni til að litirnir skili sér sem skyldi. Þú getur átt nægar myndir til að rifja upp ævintýri þín í undirdjúpunum!
Bættu raddskilaboðum við myndir
Exchange Messages (skiptast á skilaboðum)...............A 66
Hægt er að bæta raddskilaboðum við myndir. Hlustaðu á raddskilaboð og taktu upp svör við skilaboðunum. Notaðu þennan eiginleika til að skiptast á skilaboðum við vini og fjölskyldu eða til að taka upp hljóð og stemmningu fyrir myndirnar þínar til að áhorfendur geti notið upplifunarinnar með þér.
Deildu myndunum þínum með öðrum
Slide Show (skyggnusýning).........................................A 66
Bættu brellum og tónlist við myndirnar þínar og búðu til frumlega skyggnusýningu! Þrjár brellur eru í boði. Þú getur lífgað upp á skyggnusýningar með því að láta innbyggðar hreyfimyndir birtast í myndunum þínum. Nú er skemmtilegra en nokkru sinni að deila myndum með vinum og fjölskyldu!
Page 3
Inngangur
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
Tökuaðgerðir
Myndskoðunaraðgerðir
Upptaka og spilun kvikmynda
Grunnuppsetning myndavélarinnar
Uppflettikafli
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá
i
Page 4

Inngangur

Lestu þetta fyrst

Þakka þér fyrir að kaupa stafrænu Nikon COOLPIX S31 myndavélina. Áður en þú notar myndavélina skaltu lesa upplýsingarnar í „Öryggisatriði“ (A ix) og „<Mikilvægt> Höggþéttur, vatnsþéttur, rykþéttur, þétting“ (A xiv), og kynna þér efnið í þessari handbók. Geymdu handbókina þar sem auðvelt er að ná í hana og flettu upp í henni til að fá sem mest út úr nýju myndavélinni.
Inngangur
ii
Page 5

Um handbókina

Ef þú vilt byrja að taka myndir skaltu fletta á „Grundvallaratriði töku og myndskoðunar“ (A 9). Ef þú vilt kynna þér einstaka hluta myndavélarinnar og grunnaðgerðir skaltu fletta á „Hlutar
myndavélarinnar og grunnaðgerðir“ (A 1).
Inngangur
iii
Page 6
Aðrar upplýsingar
Tákn og auðkenni Eftirfarandi tákn og auðkenni eru notuð í þessari handbók til að auðvelda leit að upplýsingum:
Tákn Lýsing
Þetta tákn merkir viðvaranir og upplýsingar sem ætti að lesa áður en myndavélin er notuð.
Þetta t ákn merkir a thugasemd ir og upplýs ingar sem æt ti að lesa áð ur en myndav élin er notuð.
Þessi tákn sýna að upplýsingar um þetta efni eru á fleiri stöðum í bókinni; E: „Uppflettikafli“, F: „Tæknilýsingar og atriðaorðaskrá“.
Inngangur
B
C
A/E/F
SD, SDHC og SDXC minniskort eru kölluð „minniskort“ í þessari handbók.
Vísað er í stillingu tækisins þegar það er keypt sem „sjálfgefna stillingu“.
Heiti valmyndaratriða sem birtast á skjá myndavélarinnar og heiti hnappa eða skilaboða sem
birtast á tölvuskjá eru feitletruð.
Í þessari handbók er myndum stundum sleppt úr dæmum af skjánum til þess að skjávísar sjáist greinilega.
Skýringarmyndir og skjátextar í þessari handbók geta litið öðruvísi út en á skjá myndavélarinnar.
iv
Page 7

Upplýsingar og varúðarráðstafanir

Heilmyndarinnsigli: Sýnir að þetta tæki
er viðurkennd vara frá Nikon.
Símenntun
Nikon styður „símenntun“ með stöðugum vörustuðningi og þjálfun. Á eftirfarandi vefsvæðum má finna upplýsingar sem stöðugt er verið að þróa og uppfæra:
Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Austurlöndum nær: http://www.nikon-asia.com/
Á þessum síðum má finna nýjustu upplýsingar um vörur, góð ráð, svör við algengum spurningum (FAQ) og almennar ráðleggingar um stafræna ljósmyndun og myndbirtingu. Hugsanlega er hægt að nálgast viðbótarupplýsingar hjá umboðsaðila Nikon á hverjum stað. Á vefsvæðinu hér að neðan er að finna tengiliðaupplýsingar:
http://imaging.nikon.com/
Notaðu eingöngu rafrænan aukabúnað frá Nikon
Nikon COOLPIX myndavélar eru hannaðar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og í þeim er flókinn rafeindabúnaður. Einungis rafrænn aukabúnaður frá Nikon (þar á meðal hleðslutæki, rafhlöður, hleðslustraumbreytar og straumbreytar) er vottaður af Nikon til notkunar með þessari Nikon stafrænu myndavél og er rétt hannaður og prófaður til þess að uppfylla kröfur um öryggi og virkni þessa rafeindabúnaðar.
NOTKUN Á RAFEINDABÚNAÐI SEM ER EKKI FRÁ NIKON GETUR SKEMMT MYNDAVÉLINA OG KANN AÐ ÓGILDA ÁBYRGÐINA FRÁ NIKON.
Notkun endurhlaðanlegra Li-ion rafhlaðna sem ekki eru með heilmyndarinnsigli Nikon gæti truflað eðlilega notkun myndavélarinnar eða valdið því að rafhlöðurnar yfirhitni, það kvikni í þeim, þær springi eða leki.
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til þess að fá frekari upplýsingar um aukabúnað frá Nikon.
Inngangur
v
Page 8
Áður en mikilvægar myndir eru teknar
Áður en myndir eru teknar við mikilvæg tilefni (til dæmis í brúðkaupum eða áður en farið er í ferðalag með myndavélina) skaltu taka prufumynd til að ganga úr skugga um að myndavélin virki rétt. Nikon er ekki ábyrgt fyrir tjóni eða tapi sem stafar af bilun í vörunni.
Um handbækurnar
Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumál í nokkru formi neina
Inngangur
hluta þeirra handbóka sem fylgja þessari vöru, án þess að fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi frá Nikon.
Nikon áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og hugbúnaðar sem lýst er í þessum
handbókum hvenær sem er og án frekari fyrirvara.
Nikon ber ekki ábyrgð á neinum skemmdum sem hlotist geta af notkun á þessari vöru.
Þótt allt hafi verið gert til þess að tryggja að upplýsingar í þessum handbókum séu réttar og fullnægjandi
væru ábendingar til umboðsaðila Nikon á þínum stað (heimilisfang veitt sér) um villandi eða ónógar upplýsingar vel þegnar.
vi
Page 9
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að ef efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni myndavél eða öðru tæki er haft undir höndum getur slíkt verið refsivert gagnvart lögum.
Hlutir sem bannað eru samkvæmt lögum að afrita eða endurgera
Ekki skal afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf gefin út af staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða endurgerðir séu stimplaðar „sýnishorn“. Afritun eða endurgerð peningaseðla, myntar eða verðbréfa sem dreift er erlendis er bönnuð. Afritun og endurgerð ónotaðra frímerkja eða póstkorta sem gefin eru út af ríkinu er bönnuð, nema með fyrirfram fengnu leyfi frá yfirvöldum.
Afritun eða endurgerð frímerkja sem gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala sem mælt er fyrir um í lögum er bönnuð.
Aðgát við tiltekin afrit og endurgerðir
Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir varðandi afritun eða endurgerð á verðbréfum sem gefin eru út af einkafyrirtækjum (hlutabréfum, víxlum, ávísunum, gjafabréfum o.s.frv.), farmiðum eða arðmiðum, nema þegar nauðsynlegur lágmarksfjöldi afrita er gefinn út til viðskiptanota í fyrirtæki. Ekki skal heldur afrita eða endurgera vegabréf sem yfirvöld gefa út, leyfisskírteini sem opinberar stofnanir og lokaðir hópar gefa út, nafnspjöld og miða, eins og aðgangsmiða eða matarmiða.
Uppfylla skal höfundarréttartilkynningar
Afritun eða endurgerð hugverka sem varin eru með höfundarrétti, eins og bóka, tónlistar, málverka, tréskurðarmynda, korta, teikninga, kvikmynda og ljósmynda er háð staðbundnum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Ekki skal nota þessa vöru í þeim tilgangi að gera ólögleg afrit eða til þess að brjóta höfundarréttarlög.
Inngangur
vii
Page 10
Gagnageymslubúnaði fargað
Athuga skal að þegar myndum er eytt eða þegar gagnageymslutæki eins og minniskort eða innra minni myndavélar eru forsniðin, eyðast upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er hægt að endurheimta eyddar skrár af geymslutækjum sem hefur verið fleygt með til þess gerðum hugbúnaði, sem hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans að tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Áður en gagngeymslutækinu er fargað eða það fengið öðrum, skal eyða öllum gögnum af því með til þess gerðum hugbúnaði, eða forsníða tækið og fylla síðan aftur með myndum sem innihalda engar viðkvæmar
Inngangur
upplýsingar (t.d. myndir þar sem ekkert sést nema himinninn). Gæta skal þess að forðast meiðsli eða skemmdir á eignum þegar gagnageymslutæki eru eyðilögð.
viii
Page 11

Öryggisatriði

Til að koma í veg fyrir tjón á Nikon vörunni eða meiðsli skaltu lesa vandlega eftirfarandi öryggisatriði í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Geymdu þessar öryggisleiðbeiningar þar sem allir sem nota búnaðinn geta lesið þær.
Þetta tákn merkir viðvörun, upplýsingar sem ætti að lesa áður en þessi Nikon vara er notuð til að koma í veg fyrir hugsanleg meiðsli.

VIÐVARANIR

Inngangur
Slökkva verður ef bilun kemur upp
Ef reykur eða óvenjuleg lykt berst frá myndavélinni eða straumbreytinum skal taka straumbreytinn úr sambandi og fjarlægja rafhlöðuna tafarlaust og gæta þess að brenna sig ekki. Sé notkun haldið áfram getur það leitt til meiðsla. Þegar búið er að aftengja eða fjarlægja aflgjafann skal fara með búnaðinn til viðurkennds þjónustuaðila Nikon til skoðunar.
Ekki taka í sundur
Ef hlutir inni í myndavélinni eða hleðslutækinu eru snertir getur það leitt til meiðsla. Einungis hæfir tæknimenn ættu að framkvæma viðgerðir. Ef myndavélin eða hleðslutækið brotna og opnast vegna falls eða annars óhapps
skal fara með vöruna til skoðunar til viðurkennds þjónustuaðila Nikon þegar búið er að aftengja vöruna og/eða fjarlægja rafhlöðuna.
Ekki skal nota myndavélina eða hleðslutækið nálægt eldfimum lofttegundum
Ekki nota rafbúnað nálægt eldfimum lofttegundum þar sem það getur valdið sprengingu eða íkveikju.
Fara verður gætilega með myndavélarólina
Ekki hengja ólina um hálsinn á ungabarni eða barni.
ix
Page 12
Geymið þar sem börn ná ekki til
Sérstaklega skal þess gætt að smábörn nái ekki að stinga rafhlöðunni, burstanum eða öðrum smáhlutum í munninn.
Ekki snerta myndavélina,
Inngangur
hleðslutækið eða straumbreytinn í lengri tíma meðan kveikt er á tækjunum eða þegar þau eru í notkun.
Hlutar tækjanna verða heitir. Ef tækin eru látin vera í beinni snertingu við húðina í lengri tíma getur það valdið lághita bruna.
Sýnið varúð þegar rafhlaðan er meðhöndluð
Rafhlaðan getur lekið, ofhitnað eða sprungið við ranga meðferð. Fylgið eftirfarandi varúðarráðstöfunum þegar rafhlaðan er meðhöndluð til notkunar með vörunni:
Slökkva verður á búnaðinum áður en skipt er um rafhlöðu. Ef hleðslutækið / straumbreytirinn er notað skal gæta þess að það sé ekki í sambandi.
Eingöngu skal nota endurhlaðanlega EN-EL12 Li-ion -rafhlöðu (fylgir). Hlaðið rafhlöðuna með því að setja hana í MH-65 hleðslutæki (fylgir).
Ekki hafa rafhlöðuna öfuga eða á hvolfi þegar hún er sett í.
Ekki taka rafhlöðuna í sundur eða reyna að fjarlægja eða brjóta ytra byrði hennar.
Ekki láta rafhlöðuna komast í snertingu við eld eða mikinn hita.
Ekki setja rafhlöðuna í eða nálægt vatni.
Lokið hlíf yfir tengjum þegar rafhlaðan er færð til. Ekki flytja eða geyma rafhlöðuna með málmhlutum eins og hálsmenum eða hárspennum.
Hætta er á að rafhlaðan leki þegar hún er að fullu tæmd. Til þess að forðast skemmdir á búnaðinum skal fjarlægja rafhlöðuna þegar engin hleðsla er eftir.
Hætta skal notkun rafhlöðunnar tafarlaust ef vart verður við að rafhlaðan hafi breyst, t.d. upplitast eða beyglast.
Ef vökvi frá skemmdri rafhlöðu kemst í snertingu við fatnað eða húð skal hreinsa vökvann tafarlaust af með vatni.
x
Page 13
Gerið eftirfarandi varúðarráðstafanir þegar hleðslutækið er meðhöndlað
Halda skal tækinu þurru. Ef þess er ekki gætt getur það valdið íkveikju eða raflosti.
Ryk á eða nálægt málmhlutum á klónni á að þurrka af með þurrum klút. Áframhaldandi notkun getur valdið eldsvoða.
Ekki skal handleika rafmagnssnúruna eða nálgast hleðslutækið í þrumuveðri. Ef þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur það valdið raflosti.
Ekki skal skemma, breyta, toga fast í eða beygja rafmagnssnúruna, setja hana undir þunga hluti eða láta hana komast í snertingu við hita eða eld. Ef einangrunin skemmist og vírarnir verða berskjaldaðir skal fara með rafmagnssnúruna til viðurkennds þjónustuaðila Nikon til skoðunar. Ef þessum viðvörunum er ekki fylgt gæti það leitt til íkveikju eða raflosts.
Ekki skal handleika klóna eða hleðslutækið með blautum höndum. Ef þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur það valdið raflosti.
Ekki nota ferðastraumbreyta eða millistykki sem hönnuð eru til að breyta einni rafspennu yfir í aðra, og ekki riðil fyrir umbreytingu frá jafnstraumi í riðstraum. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt getur myndavélin skemmst eða hún ofhitnað eða valdið íkveikju.
Nota skal viðeigandi snúrur
Þegar snúrur eru tengdar við inntaks- og úttakstengin skal eingöngu nota snúrur sem fylgja með eða eru seldar af Nikon og uppfylla kröfur sem gerðar eru í reglugerðum sem varða vöruna.
Fara verður varlega með alla hreyfanlega hluti
Gæta skal þess að fingur eða aðrir hlutir klemmist ekki undir linsuhlífinni eða öðrum hreyfanlegum hlutum.
Geisladiskar
Ekki skal spila geisladiska sem fylgja þessum búnaði í geislaspilara sem ætlaður er fyrir hljómdiska. Ef slíkur geisladiskur er spilaður í hljómtækjum getur það valdið heyrnarskaða eða skemmdum á tækjunum.
Inngangur
xi
Page 14
Sýna skal aðgát þegar flassið er notað
Ef flassið er notað nálægt augum þess sem mynd er tekin af getur það valdið tímabundinni sjónskerðingu. Sérstök aðgát skal höfð þegar teknar eru myndir af ungbörnum, þá skal hafa flassið í a.m.k.
Inngangur
1 metra fjarlægð frá myndefninu.
Ekki skal nota flassið þannig að flassglugginn snerti manneskju eða hlut
Ef þess er ekki gætt getur það leitt til bruna eða eldsvoða.
Forðast skal snertingu við vökvakristal
Ef skjárinn brotnar skal forðast meiðsli af völdum glerbrota og koma í veg fyrir að vökvakristall úr skjánum komist í snertingu við húð eða komist í augu eða munn.
Slökkva verður á búnaðinum í flugvélum eða á sjúkrahúsum
Slökktu á búnaðinum þegar þú ert í flugvél í flugtaki eða lendingu. Fylgdu leiðbeiningum sjúkrahússins þegar þú ert í sjúkrahúsinu. Rafsegulbylgjur sem myndavélin gefur frá sér geta truflað rafræn kerfi flugvélarinnar eða búnað sjúkrahússins.
xii
Page 15

Tilkynningar

Tilkynning til viðskiptavina í Evrópu ÁMINNINGAR HÆTTA Á SPRENGINGU EF
RAFHLÖÐUNNI ER SKIPT ÚT MEÐ RANGRI GERÐ.
FARGIÐ NOTUÐUM RAFHLÖÐUM SAMKVÆMT LEIÐBEININGUNUM.
Þetta merki segir til um að þessari vöru skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um notendur í Evrópulöndum:
Þessari vöru skal farga sér á viðeigandi sorp- og endurvinnslustöðvum. Ekki má fleygja henni með heimilisúrgangi.
Nánari upplýsingar má fá hjá umboðsaðila eða staðaryfirvöldum sem sjá um úrvinnslu sorps.
Þetta merki á rafhlöðunni segir til um að því skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um notendur í Evrópulöndum:
Allar rafhlöður, hvort sem þær eru merktar þessu tákni eða ekki, verður að fara með á viðeigandi söfnunarstöð. Ekki má farga rafhlöðunni með heimilissorpi.
Nánari upplýsingar má fá hjá umboðsaðila eða staðaryfirvöldum sem sjá um úrvinnslu sorps.
Inngangur
xiii
Page 16

<Mikilvægt> Höggþéttur, vatnsþéttur, rykþéttur, þétting

Gættu þess að lesa vel eftirfarandi leiðbeiningar, svo og leiðbeiningarnar í „Umhirða vörunnar“
(F2).

Varðandi höggvörn

Þessi myndavél hefur staðist eigið próf Nikon (fallprófun úr 1,2 m hæð á 5 cm þykka
Inngangur
krossviðarklæðningu) sem jafngildir MIL-STD 810F aðferð 516.5-Shock*. Þessar prófanir tryggja ekki vatnsþéttni myndavélarinnar við allar kringumstæður eða að myndavélin
skemmist ekki eða geti ekki bilað við einhverjar kringumstæður. Útlitsbreytingar, svo sem skrámur á málningu og beyglur á þeim hlutum sem verða fyrir höggi, eru
ekki þættir í eigin prófun Nikon.
* Prófunaraðferðastaðall varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.
Í þessari prófun eru 5 myndavélar látnar falla í 26 áttir (8 brúnir, 12 horn og 6 fletir) úr 122 cm hæð til að ganga úr skugga um að ein til fimm myndavélar standist prófið (ef einhvers galla verður vart í prófinu eru aðrar fimm myndavélar prófaðar til að tryggja að ein til fimm myndavélar uppfylli prófunarskilyrðin).
b Gæta skal þess að myndavélin verði ekki fyrir óhóflegu álagi, titringi eða þrýstingi með
því að láta hana falla eða verða fyrir höggi.
Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið því að vatn leki inn í myndavélina og hún bili.
Ekki skal nota myndavélina á meira dýpi í kafi en 5 m.
Gættu þess að myndavélin verði ekki fyrir vatnsþrýstingi með því að setja hana í vatn undir háum
þrýstingi.
Ekki setjast niður með myndavélina í buxnavasa. Ekki troða myndavélinni af afli í poka.
xiv
Page 17

Varðandi vatns- og rykvörn

Vatnsheldni myndavélarinnar jafngild ir IEC/JIS vatnsþéttnistigi 8 (IPX8) og rykþéttnin jafngildir IEC/JIS rykþéttnistigi 6 (IP6X) og með myndavélinni er hægt að taka myndir í kafi í allt að 5 m djúpu vatni í allt að 60 mínútur.*
Þessi stig tryggja ekki vatnsþéttni myndavélarinnar við allar kringumstæður eða að myndavélin skemmist ekki eða geti ekki bilað við neinar kringumstæður.
* Stigin merkja að myndavélin hefur verið hönnuð til að standast tiltekinn vatnsþrýsting í tiltekinn tíma
þegar hún er notuð samkvæmt þeim aðferðum sem Nikon hefur tilgreint.
b Verði myndavélin fyrir óhóflegu álagi, titringi eða þrýstingi með því að láta hana falla
eða verða fyrir höggi er ekki tekin ábyrgð á vatnsþéttni hennar.
Verði myndavélin fyrir höggum er mælt með að leita til seljanda eða viðurkennds þjónustufulltrúa Nikon til að kanna vatnsþéttni (gjald er tekið fyrir þjónustuna).
- Ekki skal nota myndavélina á meira dýpi undir vatnsyfirborði en 5 m.
- Gættu þess að myndavélin verði ekki fyrir vatnsþrýstingi með því að setja hana í mikinn
vatnsflaum eða í fossa.
- Ábyrgðin sem Nikon veitir þér nær ekki til vandamála sem stafa af því að vatn komist inn í
myndavélina vegna rangrar meðhöndlunar hennar.
Vatnsþéttni þessarar myndavélar er eingöngu miðuð við ferskvatn og sjó.
Innri hluti myndavélarinnar er ekki vatnsþéttur. Vatn sem kemst inn í myndavélina getur valdið
bilun.
Aukabúnaður er ekki vatnsþéttur.
Ef vökvar eða vatnsdropar komast í snertingu við ytra borð myndavélarinnar eða við innanvert
rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina skal strax þurrka vökvann með mjúkum og þurrum klút. Ekki setja blautt minniskort eða rafhlöðu í myndavélina. Ef rafhlöðuhólfið/minniskortaraufin er opnuð eða henni lokað þar sem blautt er, við strönd eða í vatni, getur vatn komist inn í myndavélina og valdið bilun í henni. Ekki skal opna eða loka hlífinni með blautum höndum. Þetta getur leitt til þess að vatn leki inn í myndavélina eða leitt til bilunar.
Inngangur
xv
Page 18
Ef aðskotaefni situr fast utan á myndavélinni eða innan á rafhlöðuhólfinu eða hlífinni yfir minniskortaraufinni (svo sem á hjörum, minniskortarauf og tengjum) skal fjarlægja það tafarlaust með blásara. Ef aðskotaefni festast við vatnsheldu pakkninguna innan í rafhlöðuhólfinu/minniskortahlífinni skal fjarlægja þau strax með meðfylgjandi bursta. Ekki skal nota meðfylgjandi bursta til annars en að hreinsa vatsnheldu pakkninguna.
Inngangur
Ef óhreinindi eins og sólarolía, sólarvarnarkrem, hveravatn, baðsalt, hreinsiefni, sápa, lífræn leysiefni, olía eða alkóhól festast á myndavélinni skal strax þurrka þau af.
Ekki skilja myndavélina eftir í langan tíma í meiri en 40°C hita (og á það sérstaklega við beint sólarljós, t.d. innan í bifreið, á bát, á ströndinni eða nálægt ofni). Það gæti dregið úr vatnsþéttni.

Áður en myndavélin er notuð í kafi

1. Gættu þess að engin aðskotaefni séu innan á hlífinni yfir rafhlöðuhólfinu/ minniskortaraufinni.
Fjarlægja skal allt aðskotaefni á borð við sand, ryk og hár innan úr rafhlöðuhólfinu/hlífinni yfir
minniskortaraufinni með blásara.
Vökva, svo sem vatn, sem kemst inn fyrir hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni skal
þurrka af með mjúkum og þurrum klút.
2. Gakktu úr skugga um að vatnsheld pakkning (A 3) rafhlöðuhólfsins/hlífarinnar yfir minniskortaraufinni sé ekki aflöguð eða með sprungum.
Dregið getur úr vatnsvörn vatnsheldu pakkningarinnar eftir eitt ár.
Ef vatnshelda pakkningin fer að rýrna skaltu hafa samband við söluaðila eða viðurkenndan Nikon þjónustuaðila.
3. Gættu þess að hlífin yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni sé vandlega lokuð.
Renndu hlífinni þar til hún smellur á sinn stað.
xvi
Page 19

Varðandi notkun myndavélar í vatni

Viðhafa skal eftirfarandi varúðarráðstafanir til að hindra að vatn komist inn í myndavélina.
Ekki skal kafa með myndavélina á meira dýpi en 5 m.
Ekki skal nota myndavélina samfellt í kafi lengur en 60 mínútur.
Hitastig vatns þegar myndavélin er notuð í vatni skal vera 0°C–40°C.
Ekki nota myndavélina við heita hveri.
Ekki opna eða loka hlífinni yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni í vatni.
Ekki láta myndavélina verða fyrir höggi í kafi.
Ekki skal stökkva út í vatn með myndavélina eða láta hana verða fyrir miklum vatnsþrýstingi, svo sem í flúðum eða fossum.
Myndavélin flýtur ekki á vatni. Gæta skal þess að missa hana ekki í kafi.

Hreinsun myndavélarinnar eftir notkun í kafi

Þegar myndavélin hefur verið notuð í kafi skal hreinsa hana innan 60 mínútna. Ef myndavélin er skilin eftir í blautu umhverfi þar sem salt eða önnur aðskotaefni komast í snertingu við hana, getur það valdið skemmdum, upplitun, tæringu, vondri lykt eða rýrnun á vatnsvörn.
Áður en myndavélin er hreinsuð skal fjarlægja vatnsdropa, sand, salt eða önnur aðskotaefni af höndum, líkama og hári.
Mælt er með að hreinsa myndavélina innanhúss til að forða henni frá vatnsúða eða sandi.
Ekki opna rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina fyrr en búið er að fjarlægja öll aðskotaefni með vatni
og þurrka allan raka.
Inngangur
xvii
Page 20
1. Gakktu úr skugga um að hlífar yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni séu lokaðar og hreinsaðu myndavélina með fersku vatni.
Skolaðu myndavélina með kranavatni, eða settu hana í grunnt ílát fyllt með ferskvatni í u.þ.b. 10 mínútur.
Ef hnappar eða rofar virka ekki, getur verið að aðskotaefni hafi fests við myndavélina.
Aðskotaefni geta valdið bilun í myndavélinni; þvoðu myndavélina ítarlega.
Inngangur
2. Þurrkaðu vatnsdropa af með mjúkum og þurrum klút og þurrkaðu myndavélina á vel loftræstum og skuggsælum stað.
Láttu myndavélina liggja á þurrum klút meðan hún þornar.
Vatn mun flæða út úr opum á hljóðnema eða hátölurum.
Ekki þurrka myndavélina með heitum blæstri úr hárþurrku eða fataþurrku.
Ekki nota sterk efni (svo sem bensín, þynni, alkóhól eða þvottaefni), sápu eða hlutlaus
þvottaefni. Ef vatnsvarnarlokið eða hús myndavélarinnar aflagast getur vatnsþéttnin minnkað.
xviii
Page 21
3. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að engir vatnsdropar séu utan á vélinni skal opna rafhlöðuhólfið/hlífina yfir minniskortaraufinni og þurrka allt vatn innan úr myndavélinni með þurrum, mjúkum klút, og nota blásara til að fjarlægja allt aðskotaefni.
Ef þú opnar hlífina áður en myndavélin er orðin alveg þurr geta vatnsdropar komist í
minniskortið eða rafhlöðuna. Dropar geta einnig komist inn fyrir hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni (á staði eins og vatnsvarnarlokið, hjarir, minniskortarauf eða tengi). Ef það gerist skal þurrka vatnið af með þurrum mjúkum klút.
Ef hlífinni er lokað meðan hún er blaut að innan getur það orsakað rakaþéttingu eða skemmd.
Ef op á hljóðnema eða hátalara eru stífluð af vatnsdropum getur hljóðið lækkað eða brenglast.
- Þurrka skal vatnið af með þurrum mjúkum klút.
- Ekki skal stinga í opin á hljóðnemanum eða hátalaranum með beittu áhaldi. Ef myndavélin skaddast að innan skerðist vatnsþéttni hennar.
Inngangur
xix
Page 22

Varðandi umhverfishita við notkun, rakastig og þéttingu

Virkni myndavélarinnar hefur verið prófuð við hitastig frá -10°C upp í +40°C. Þegar myndavélin er notuð í köldu veðri skal gera eftirfarandi varúðarráðstafanir. Geymdu
myndavélina og vararafhlöður á hlýjum stað fyrir notkun.
Það dregur tímabundið úr afkastagetu rafhlaðanna (fjöldi tekinna mynda og tökutími).
Ef myndavélin verður mjög köld getur dregið tímabundið úr virkni skjásins rétt eftir að kveikt er á
vélinni, t.d. virðist skjárinn dekkri en venjulega eða leifar mynda sjást.
Inngangur
Ef snjór eða vatnsdropar setjast á myndavélina skal þegar þurrka það af.
- Ef hnappar eða rofar eru frosnir geta þeir staðið á sér.
- Ef op á hljóðnema eða hátalara eru stífluð af vatnsdropum getur hljóðið lækkað eða brenglast.
b Umhverfisskilyrði eins og hitastig og rakastig geta valdið móðu
(þéttingu) innan á skjá, linsu eða flassglugga. Þetta þýðir ekki að myndavélin sé biluð.
b Umhverfisaðstæður sem geta valdið rakaþéttingu inni í
myndavélinni
Móða (þétting) getur gert vart við sig innan á skjá, linsu eða flassglugga við eftirfarandi umhverfisskilyrði þar sem snarpar hitastigsbreytingar koma fyrir eða við hátt rakastig.
Myndavélinni er sökkt skyndilega í kaf í kalt vatn úr háum hita á landi.
Myndavélin er færð úr kulda í hita, t.d. innan í byggingu.
Rafhlöðuhólfið/minniskortaraufin er opnuð eða lokuð í rakamiklu umhverfi.
b Móðan hreinsuð
Opnaðu hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni eftir að hafa slökkt á myndavélinni þar sem umhverfishiti er stöðugur (forðast skal staði þar sem hiti/raki er mikill, sandur eða ryk). Til að hreinsa móðuna skaltu fjarlægja rafhlöðuna og minniskortið og hafa rafhlöðuhólfið/ minniskortaraufina opna til að leyfa myndavélinni að laga sig að umhverfishitanum.
Ef móðan hverfur ekki skaltu hafa samband við seljandann eða viðurkenndan þjónustuaðila Nikon.
xx
Page 23
Efnisyfirlit
Inngangur ............................................................. ii
Lestu þetta fyrst.............................................. ............. ii
Um handbókina................................................................ iii
Upplýsingar og varúðarráðstafanir......................... v
Öryggisatriði ................................................................ ix
VIÐVARANIR......................................................................... ix
Tilkynningar .............................................................. xiii
<Mikilvægt> Höggþéttur, vatnsþéttur,
rykþéttur, þétting ................................................... xiv
Varðandi höggvörn...................................................... xiv
Varðandi vatns- og rykvörn...................................... xv
Áður en myndavélin er notuð í kafi ................... xvi
Varðandi notkun myndavélar í vatni................ xvii
Hreinsun myndavélarinnar eftir notkun í
kafi.......................................................................................... xvii
Varðandi umhverfishita við notkun, rakastig og
þéttingu ............................................................................... xx
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
Myndavélarhúsið........................................................ 2
Myndavélarólin fest......................................................... 4
Skjárinn ................................................ .......................... 5
Tökustilling........................................................................... 5
Myndskoðunarstilling.................................................... 6
Notkun fjölhnappa .................................................... 7
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
Undirbúningur 1 Settu rafhlöðuna í hleðslu
Undirbúningur 2 Settu rafhlöðuna í .................. 12
Undirbúningur 3 Settu minniskort í .................. 14
Innra minni og minniskort....................................... 15
Undirbúningur 4 Stilltu skjátungumál, dag- og
tímasetningu ............................................................. 16
Skref 1 Kveiktu á myndavélinni........................... 20
Kveikt og slökkt á myndavélinni........................... 21
Skref 2 Rammaðu mynd inn ................................. 22
Notkun aðdráttar........................................................... 23
Skref 3 Stilltu fókus og taktu mynd.................... 24
Afsmellarinn...................................................................... 25
Skref 4 Skoðaðu myndir......................................... 26
Skref 5 Eyddu myndum.......................................... 28
..... 1
.... 9
..... 10
Inngangur
xxi
Page 24
Tökuaðgerðir .................................................... 31
Tiltækar aðgerðir í tökustillingu (tökuvalmynd)
A Point and Shoot (munda og smella af)...... 34
Flassið notað.............................................................. 35
Sjálftakarinn notaður .............................................. 37
Notkun brosstillingar.............................................. 39
Mýking húðar notuð..................................................... 41
Velja útlit (taka sniðin að umhverfi og áhrifum)
Inngangur
Eiginleikar stílsniða ........................................................ 43
Decorate (skreyta) ................................................... 48
Change Colors (breyta litum) ............................ .. 49
Change Sounds (breyta hljóðum)...................... 52
Choose a Size (velja stærð) ................................... 54
Myndastærð valin........................................................... 54
Velja rammastærð fyrir kvikmyndir...................... 56
Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Fókus .................................................. .......................... 60
Notkun andlitsgreiningar.......................................... 60
Fókuslæsing....................................................................... 61
Myndskoðunaraðgerðir................................. 63
.... 32
Aðdráttur í myndskoðun ....................................... 64
Birting smámynda.................................................... 65
Tiltækar aðgerðir í myndskoðunarstillingu
(valmynd myndskoðunar)..................................... 66
Myndavélin tengd við sjónvarp, tölvu eða
prentara ....................................................................... 68
..... 42
Notkun ViewNX 2 ..................................................... 70
Setja upp ViewNX 2...................................................... 70
Myndir fluttar yfir í tölvu............................................ 73
Myndir skoðaðar............................................................. 75
Upptaka og spilun kvikmynda.................... 77
Kvikmyndir teknar upp........................................... 78
Spilun kvikmynda..................................................... 81
.... 58
Grunnuppsetning myndavélarinnar......... 83
Stillingavalmynd myndavélarinnar ................... 84
xxii
Page 25
Uppflettikafli ................................................. E1
Leiktu þér með myndir................................. E2
E
Exchange Messages (skiptast á skilaboðum)
Leave a Message (skilja eftir skilaboð) ......... E2
Leave a Reply (skilja eftir svar)........................... E4
Play Recordings (spila upptökur).................... E5
Erase Recordings (eyða upptökum).............. E5
V Leikur að myndum ....................................... E7
Eiginleikar fyrir leik að myndum...................... E7
Q Soften Pictures (mýkja myndir)................ E9
f Add Starbursts (bæta við
ljósgeislum)............................................................... E10
W Add a Fisheye Effect (bæta við
fiskauga)...................................................................... E11
M Add a Diorama Effect (bæta við
módeláhrifum)........................................................ E12
Z Toy Camera (leikfangamyndavél)......... E13
d Change Colors (breyta litum)................. E14
P Highlight Colors (velja lit).......................... E15
A Decorate (skreyta).......................................... E16
D Make Photo Albums (búa til
myndaalbúm)............................................... ...... E17
Myndaalbúm búin til........................................... E17
Skoða ................................................................ E19
F Favorites (eftirlæti) ..................................... E19
Myndum bætt við eftirlæti.............................. E19
Myndir fjarlægðar úr eftirlæti......................... E20
m Slide Show (skyggnusýning) .................. E21
Veldu myndir............................................................ E21
Choose a Theme (velja þema)...................... E25
G View Movie (spila kvikmynd).................. E26
...... E2
Stillingar........................................................... E27
Z More Playback Options (fleiri
myndskoðunarvalkostir)................................ E27
G View by Date (skoða eftir
dagsetningu)............................................................ E27
F View Favorites (skoða eftirlæti).............. E29
z Print Order (prentröð)/Retouch
(lagfæra) ............................ .................................. E30
y Retouch (lagfæra) .......................................... E30
a Print Order (prentröð)................................. E35
l Myndavélarstillingar................................... E38
Welcome Screen (kveðjuskjár)...................... E38
Date and Time (dagsetning og tími)......... E39
Brightness (birta).................................................... E40
Print Date (dagsetning sett á mynd)......... E41
Electronic VR (rafrænt VR)................................. E42
AF Assist (AF-aðstoð)........................................... E43
Format Memory (minni forsniðið)/
Format Card (kort forsniðið)............................ E44
Language (tungumál)......................................... E45
Menu Background (valmyndarbakgrunnur)
Video Mode (kerfi)................................................. E46
Reset All (allt endurstillt).................................... E47
Firmware Version (útgáfa fastbúnaðar) ... E49
Tengingar........................................................ E50
Myndavélin tengd við sjónvarp .................. E50
Myndavélin tengd við prentara .................. E52
Myndavélin tengd við prentara.................... E53
Stakar myndir prentaðar ................................... E55
Margar myndir prentaðar í einu................... E57
Viðbótarupplýsingar ................................... E61
Heiti skráa og mappa ...................................... E61
Aukabúnaður ..................................................... E63
Villuboð................ ................................................ E64
..... E46
Inngangur
xxiii
Page 26
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá ........... F1
Umhirða vörunnar ................................................ F2
Myndavélin.................................................................... F2
Rafhlaðan........................................................................ F5
Hleðslutækið................................................................. F6
Minniskort...................................................................... F7
Þrif og geymsla ................................................. ..... F8
Inngangur
Þrif....................................................................................... F8
Geymsla........................................................................... F9
Úrræðaleit......... .................................................... F10
Tæknilýsing .......................................................... F17
Samþykkt minniskort ............................................ F22
Studdir staðlar ........................................................... F23
Atriðisorðaskrá .................................................... F24
xxiv
Page 27
Hlutar myndavélarinnar og
Ef þú vilt byrja að nota myndavélina strax skaltu skoða „Grundvallaratriði töku og
myndskoðunar“ (A 9).
grunnaðgerðir
Í þessum kafla er einstökum hlutum myndavélarinnar lýst og notkun grunnaðgerða er einnig útskýrð.
Myndavélarhúsið ....................................................... 2
Myndavélarólin fest..............................................................................................4
Skjárinn....................................................................... 5
Tökustilling..............................................................................................................5
Myndskoðunarstilling..........................................................................................6
Notkun fjölhnappa .................................................... 7

Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir

1
Page 28

Myndavélarhúsið

1 Afsmellari.........................................................................24
2 Aflrofi/straumljós ........................................................20
3 Flass.....................................................................................35
4
Sjálftakaraljós.................................................................37
AF-aðstoðarljós ............................................................84
5
b hnappur (e fyrir upptöku kvikmynda)
...............................................................................................78
6 Raufar fyrir myndavélaról.........................................4
7 Hátalari..............................................................................82
8 Hljóðnemi.......................................................................78
9 Linsa (með hlífðargleri)
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
6654321
7
9 8
2
Page 29
2
1 Fjölhnappar.......................................................7, 32, 66
2 Skjár.......................................................................................5
3 Flassvísir............................................................................35
4
Fjölvirkur valtakki
H: Meiri aðdráttur...................................................23
I: Minni aðdráttur.................................................23
5
Hnappurinn c
(töku-/myndskoðunarstilling)
................................................................................................26
6
Rafhlöðuhólf/
minniskortarauf................................................... 12, 14
7 Rafhlöðuhólf..................................................................12
8 Minniskortarauf ...........................................................14
9 USB/úttakstengi fyrir hljóð/mynd....................68
10 Vatnsheld pakkning..........................................xv, xvi
11 Skrúfgangur fyrir þrífótarfestingu .............F19
3
1
4
5 6
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
11 9 810 7
3
Page 30

Myndavélarólin fest

Renndu ólinni í gegnum annaðhvort vinstri eða hægri raufina og festu ólina.
2
1
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
4
Page 31

Skjárinn

1 0
F 3.3
1 /2 5 0
2 9m 0s
9 99
1 0
30s
2 9m 0s
9 99
9 99 9
2 9m 0s
1 Fjöltákn ...............................................................................7
2
Tákn um að dagsetning hafi ekki verið stillt
.......................................................................19, 84, E64
3 Lokarahraði.....................................................................25
4 Ljósopsgildi....................................................................25
5 Flassstilling......................................................................35
6 Change colors (breyta litum) tákn............49
7 Sjálftakaratákn...............................................................37
8 Brosstilling.......................................................................39
9
Shoot at intervals (taka myndir með
millibili) tákn...............................................................44
10 Rafhlöðuvísir..................................................................20
11 Aðdráttarvísir ................................................................23
12 Tökustilling.............................................................34, 42
13 Upptökutími kvikmynda................................57, 78
14 Fjöldi mynda sem hægt er að taka......... 20, 55
15 Vísir fyrir innra minni ................................................20
16 Fókusvísir.........................................................................24
17 Fókussvæði ....................................................................24
18 Fókussvæði (andlitsgreining)..............................24
Upplýsingarnar sem birtast á skjánum við töku og myndskoðun breytast eftir stillingu myndavélarinnar og notkunarstöðu.

Tökustilling

7
1 32
18
5
4
F3.3
1/250
16
17
6
29m 0s
9999
999
14
15
10
999
10
8
30s1m1m5m5m
11
12
29m 0s 29m 0s
13
9
10
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
5
Page 32

Myndskoðunarstilling

1 5: 3 0
1 5/ 0 5/ 2 0 13
9 99
2 9m 0s
9 99
9 99 9
2 9m 0s
1 Fjöltákn ...............................................................................7
2 Tökudagur.......................................................................16
3 Tökutími ...........................................................................16
4 Skilaboð (svar).................................................66, E4
5 Skilaboð..............................................................66, E2
6 Vísir fyrir eftirlætismyndir......................66, E19
7 Rafhlöðuvísir ..................................................................20
8 Skurðvísir .........................................................................64
9 Hljóðstyrkur ...................................................................82
10 Skipta í myndskoðun á öllum skjánum........ 65
11 Myndskoðunarstilling..............................................66
12
Upptökutími sem eftir er fyrir kvikmyndir/
skilaboð.............................................................. 66, E5
13 Númer núverandi myndar....................................26
14 Vísir fyrir innra minni ................................................26
C Ef upplýsingar birtast ekki í töku- og myndskoðunarstillingu
Fyrir utan ákveðnar upplýsingar eins og hleðslu rafhlöðu, fókusvísi eð fókussvæði birtast engar upplýsingar ef engar aðgerðir eru framkvæmdar í nokkrar sekúndur. Upplýsingar birtast aftur þegar ýtt er annaðhvort á fjölhnapp eða fjölvirka valtakkann.
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
15:30
14
9999
999
13
65
999
1 324
15/05/2013
29m 0s 29m 0s
8 9 10
11
12
7
6
Page 33

Notkun fjölhnappa

15 m 0s15m 0s
78 0780
4
15 : 3 0
15 / 0 5/ 2 01 3
Tökustilling
Myndskoðunarstilling
Fjölhnappur 1
Fjölhnappur 2
Fjölhnappur 3
Fjölhnappur 4
Fjölhnappur 1
Fjölhnappur 2
Fjölhnappur 3
Fjölhnappur 4
Ef þú ýtir á fjölhnapp þegar tökuskjárinn eða myndskoðunarskjárinn er opinn birtist valmyndin fyrir viðkomandi stillingu. Hægt er að breyta ýmsum stillingum þegar valmyndin er opin.
Í þessu skjali eru fjölhnapparnir kallaðir „fjölhnappur 1“ upp að „fjölhnappur 4“, í röð frá efsta hnappi til þess neðsta.
15/05/2013
15:30
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
4
7
Page 34
Atriði valin
Flash
Flash mode/self-timer
Self-timer
Exchange messages
Have fun with pictures
Picture play
Make photo albums
Tökustilling Myndskoðunarstilling
Ýttu H eða I til að birta aðrar síður.
Atriði er valið með því að ýta á fjölhnappinn við hliðina á því.
Síðasta stilling sem valin var (þar á meðal sjálfgefin stilling) birtist í hvítu.
C Varðandi stillingu valmyndaratriða
Val á sumum valmyndaratriðum veltur á því hvernig myndavélin er sett upp. Þessi valmyndaratriði eru grá á litinn.
Atriði er valið með því að ýta á fjölhnappinn við hliðina á því.
Þegar Q birtist skaltu ýta á fjölhnapp 1 til að fara aftur á fyrri skjá.
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
Þegar efni valmyndar heldur áfram yfir á aðra síðu birtist vísir sem gefur til kynna síðustöðuna.
Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða I til þess að opna aðrar síður.
Camera settings
Welcome screen
Date and time
Brightness
Camera settings
Print date
Electronic VR
AF assist
Print date
Date
O
8
Page 35

Grundvallaratriði töku og myndskoðunar

Undirbúningur
Undirbúningur 1 Settu rafhlöðuna í hleðslu........................................................................10
Undirbúningur 2 Settu rafhlöðuna í.......................................................................................12
Undirbúningur 3 Settu minniskort í........................................................................................14
Undirbúningur 4 Stilltu skjátungumál, dag- og tímasetningu......................................16
Myndataka
Skref 1 Kveiktu á myndavélinni ................................................................................................20
Skref 2 Rammaðu mynd inn ......................................................................................................22
Skref 3 Stilltu fókus og taktu mynd.........................................................................................24
Myndskoðun
Skref 4 Skoðaðu myndir ..............................................................................................................26
Skref 5 Eyddu myndum...............................................................................................................28
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
9
Page 36

Undirbúningur 1 Settu rafhlöðuna í hleðslu

1 Stingdu rafmagnssnúrunni í samband eins og sýnt er hér að neðan.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
2 Komdu meðfylgjandi
Li-ion-hleðslurafhlöðunni EN-EL12 fyrir í meðfylgjandi hleðslutæki MH-65 með því að renna henni fram (1) og ýta henni svo niður þar til hún smellur á réttan stað (2).
Hleðsluljósið leiftrar þegar hleðslan hefst.
Það tekur um tvær klukkustundir og 30 mínútur að hlaða
tóma rafhlöðu.
Þegar hleðslu er lokið er kviknar á hleðsluljósinu.
Sjá „Útskýringar á hleðsluljósi“ (A 11).
3 Fjarlægðu rafhlöðuna og taktu hleðslutækið úr sambandi þegar hleðslu er
lokið.
10
Page 37
Útskýringar á hleðsluljósi
B Varðandi hleðslutækið
Gættu þess að lesa vandlega og fara eftir viðvörununum í „Öryggisatriði“ (A ix) áður en þú notar
hleðslutækið.
Gættu þess að lesa vandlega og fara eftir viðvörununum í „Hleðslutækið“ (F6) áður en þú notar
hleðslutækið.
B Varðandi rafhlöðuna
Gættu þess að lesa vandlega og fara eftir viðvörununum í „Öryggisatriði“ (A ix) áður en þú notar
rafhlöðuna.
Gættu þess að lesa vandlega og fara eftir viðvörununum í „Rafhlaðan“ (F5) áður en þú notar rafhlöðuna.
C Aflgjafi straumbreytis
Hægt er að nota EH-62F straumbreyti (seldur sér; E63) til að knýja myndavélina með rafmagni úr
innstungu og taka þannig myndir og skoða þær.
Ekki nota annan straumbreyti en EH-62F undir nokkrum kringumstæðum. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt getur myndavélin skemmst eða hún ofhitnað.
Staða Lýsing
Leiftrar Rafhlaðan er í hleðslu.
Kveikt Rafhlaða fullhlaðin.
Rafhlaðan er ekki rétt sett í. Fjarlægðu rafhlöðuna og settu hana aftur í hleðslutækið þannig að rafhlaðan liggi flöt.
Umhverfishitastig hentar ekki til hleðslu. Hladdu rafhlöðuna innandyra í hita á
Leiftrar hratt
bilinu 5°C–35°C áður en hún er notuð.
Rafhlaðan er gölluð. Hættu hleðslu þegar í stað, taktu hleðslutækið úr sambandi og farðu með rafhlöðuna og hleðslutækið til söluaðila eða viðurkennds þjónustuaðila Nikon.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
11
Page 38

Undirbúningur 2 Settu rafhlöðuna í

Rafhlöðukrækja
1 Opnaðu rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina.
2 Settu meðfylgjandi rafhlöðu í.
Notaðu rafhlöðuna til að ýta
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
appelsínugulu rafhlöðukrækjunni í áttina sem örin bendir (1) og ýttu rafhlöðunni alla leið inn (2).
Þegar rafhlöðunni hefur verið komið rétt fyrir heldur rafhlöðukrækjan henni á sínum stað.
B Rafhlaðan sett rétt í
Ef rafhlöðunni er stungið öfugri inn eða hún höfð á hvolfi getur það valdið skemmdum á myndavélinni. Gakktu úr skugga um að rafhlaðan snúi rétt.
3 Lokaðu rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni.
Hlaða verður rafhlöðuna áður en hún er notuð í fyrsta skipti eða þegar lítið er eftir á henni (A 10).
12
Page 39
Rafhlaðan fjarlægð
B Hlífin yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni opnuð og henni lokað
Ekki opna og loka hlífinni yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni á stöðum þar sem er sandur eða ryk eða með blautum höndum. Ef hlífinni er lokað án þess að fjarlægja aðskotaefni getur lekið vatn inn í myndavélina eða hún getur skemmst.
Ef aðskotaefni kemst inn í hlífina eða myndavélina skaltu fjarlægja það strax með blásara eða bursta.
Ef vökvi kemst inn í hlífina eða myndavélina skaltu þurrka hann strax af með mjúkum og þurrum klút.
Slökktu á myndavélinni (A 21) og gakktu úr skugga um að slökkt sé á bæði straumljósinu og skjánum áður en þú opnar rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina og innri hlífina.
Til að ná rafhlöðunni úr skaltu opna rafhlöðuhólfið/hlífina yfir minniskortaraufinni og renna appelsínugulu rafhlöðukrækjunni í áttina sem örin sýnir (1). Þá er hægt að taka rafhlöðuna úr með fingrunum (2). Gættu þess að draga hana beint út.
B Viðvörun um hátt hitastig
Myndavélin, rafhlaðan og minniskortið gætu verið heit rétt eftir notkun myndavélarinnar. Gættu öryggis þegar rafhlaða eða minniskort er fjarlægt.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
13
Page 40

Undirbúningur 3 Settu minniskort í

Minniskortarauf
1 Gakktu úr skugga um að slökkt sé á
straumljósinu og skjánum og opnaðu svo hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni.
Slökktu á myndavélinni áður en þú tekur hlífina af.
2 Settu minniskort í.
Renndu minniskortinu inn þar til það smellur á
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
sinn stað.
B Minniskort sett í
Ef minniskortið er sett öfugt í eða á hvolfi getur það skemmt myndavélina og minniskortið. Gakktu úr skugga um að
minniskortið snúi rétt.
3 Lokaðu rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni.
14
Page 41
Minniskortið fjarlægt
B Minniskort forsniðið
Þegar minniskort sem notað hefur verið í öðru tæki er sett í fyrsta sinn í myndavélina verður að forsníða það með þessari myndavél.
Öllum gögnum sem geymd eru á minniskorti er varanlega eytt þegar kortið er forsniðið. Gættu þess að flytja mikilvægar myndir í tölvu og vista þær áður en þú forsníður.
Minniskortið er forsniðið með því að setja það í myndavélina og velja svo Format card (kort forsniðið) (E44) í stillingavalmynd myndavélarinnar (A 84).
B Varðandi minniskort
Frekari upplýsingar eru í „Minniskort“ (F7) og fylgiskjölunum með minniskortinu.
Áður en hlífin yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni er opnuð skaltu slökkva á myndavélinni og ganga ú r skugg a um að s lökkt s é á straumljósinu og skjánum.
Ýttu minniskortinu lauslega inn með fingrinum (1) til að láta það skjótast út að hluta og dragðu það svo beint út (2).
B Viðvörun um hátt hitastig
Myndavélin, rafhlaðan og minniskortið gætu verið heit rétt eftir notkun myndavélarinnar. Gætið öryggis þegar rafhlaða eða minniskort er fjarlægt.

Innra minni og minniskort

Gögn úr myndavélinni, þar á meðal ljósmyndir og kvikmyndir, er hægt að vista í innra minni myndavélarinnar (u.þ.b. 26 MB) eða á minniskorti. Ef nota á innra minni myndavélarinnar í töku og myndskoðun þarf fyrst að fjarlægja minniskortið.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
15
Page 42

Undirbúningur 4 Stilltu skjátungumál, dag- og tímasetningu

Language
Þegar kveikt er á myndavélinni í fyrsta sinn opnast valmynd fyrir tungumál, valmynd fyrir stillingu dagsetningar og tíma fyrir klukku myndavélarinnar og stillingaskjár bakgrunns valmynda.
1 Ýttu á aflrofann til þess að kveikja á
myndavélinni.
Þegar kveikt er á myndavélinni kviknar straumljósið (grænt) og svo kviknar á skjánum (straumljósið slokknar þegar það kviknar á skjánum).
2 Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
að birta viðeigandi tungumál og ýttu síðan á fjölhnapp 4 (O).
3 Ýttu á fjölhnapp 3 (R Yes (já)).
Set time and date?
Yes
No
16
Page 43
4 Notaðu fjölhnapp 2, 3 eða 4 til að velja
Year/Month/Day
Date format
Month/Day/Year
Day/Month/Year
dagsetningarsnið.
5 Ýttu H, I, J eða K til að stilla
dagsetningu og tíma og ýttu síðan á fjölhnapp 4 (O).
Veldu atriði: Ýttu K eða J (skiptir á milli D (dagur), M (mánuður), Y (ár), klukkustundar og mínútu).
Breyttu tíma og dagsetningu: Ýttu H eða I.
Gerðu stillinguna virka: Veldu mínútustillinguna og
ýttu síðan á fjölhnapp 4 (O).
Ýttu á fjölhnapp 3 (m) til að virkja sumartíma. Þegar stillt er á sumartíma sést m á skjánum. Ýttu aftur á fjölhnapp 3 (m) til að gera sumartíma óvirkan.
6 Ýttu á fjölhnapp 3 (R Yes (já)).
Date and time
DMY
15 05//
15/05/2013 15:30
Yes
No
OK?
:16 30
2013
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
17
Page 44
7 Ýttu J eða K til að velja
Menu background
bakgrunnsmyndina sem á að birta þegar valmynd eða stillingaskjár er opinn og ýttu svo á fjölhnapp 4 (O).
Ýttu á fjölhnapp 3 (P) til að endurheimta sjálfgefna bakgrunnsmynd.
Myndavélin fer í tökustillingu og hægt er að taka myndir með stillingunni A munda og smella af (A 20).
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
18
Page 45
C Tungumálsstillingu, stillingu dagsetningar og tíma og bakgrunnsstillingu valmyn dar
breytt
• Hægt er að breyta stillingunum Language (tungumál) (E45), Date and time (dagsetning og tími) (E39) og Menu background (valmyndarbakgrunnur) (E46) í l stillingavalmynd myndavélarinnar (A 84).
Hægt er að stilla á og af sumartíma með því að velja D ate and time (dagsetning og tími) (E39) í l stillingavalmynd myndavélarinnar. Klukkan færist fram um eina klukkustund þegar kveikt er á sumartíma og aftur um eina klukkustund þegar slökkt er á honum.
Ef þú hættir án þess að stilla tíma- og dagsetningu leiftrar O þegar tökuskjárinn birtist. Ef myndir eru teknar án þess að stilla dagsetningu og tíma mun tökudagsetning og -tími ekki birtast við spilun. Notaðu stillinguna Date and time (dagsetning og tími) í stillingavalmynd myndavélarinnar til að stilla dagsetningu og tíma (A 84, E39).
C Rafhlaða klukkunnar
Klukka myndavélarinnar er knúin af innri vararafhlöðu. Vararafhlaðan fer í hleðslu þegar aðalrafhlaðan er í myndavélinni eða straumbreytir (seldur sér) er tengdur við myndavélina. Vararafhlaðan getur enst í nokkra daga eftir 10 klukkustunda hleðslu.
Ef vararafhlaða myndavélarinnar tæmist birtist tíma- og dagsetningarskjárinn þegar kveikt er á myndavélinni. Stilltu dagsetningu og tíma aftur. Skref 3 í „Undirbúningur 4 Stilltu skjátungumál, dag- og tímasetningu“ (A 16)
C Tökudagur settur á prentaðar myndir
Stilltu dagsetningu og tíma fyrir töku.
Hægt er að setja tökudag varanlega á myndir þegar þær eru teknar með stillingunni Print date
(dagsetning sett á mynd) (E41) í stillingavalmynd myndavélarinnar (A 84).
Ef þú vilt prenta tökudagsetningu án þess að nota stillinguna Print date (dagsetning sett á m ynd) skaltu nota hugbúnaðinn ViewNX 2 til að prenta (A 70).
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
19
Page 46

Skref 1 Kveiktu á myndavélinni

1 5m 0s15m 0s
7 80780
Rafhlöðuvísir
Fjöldi mynda sem hægt er að
taka
1 Ýttu á aflrofann til þess að kveikja á
myndavélinni.
Það kviknar á skjánum.
2 Athugaðu rafhlöðuvísinn og hversu margar
myndir er hægt að taka í viðbót.
Rafhlöðuvísir
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
Skjátákn Lýsing
F Mikil hleðsla á rafhlöðu.
G
Battery exhausted. (Rafhlaðan er tóm.)
Fjöldi mynda sem hægt er að taka
Fjöldi þeirra mynda sem hægt er að taka er sýndur.
C birtist þegar ekkert minniskort er í myndavélinni og myndir verða vistaðar í innra minninu (u.þ.b.
26 MB).
Fjöldi þeirra mynda sem hægt er að taka veltur á því hversu mikið minni er laust í innra minninu eða
á minniskortinu og einnig á stillingunni Photo size (myndastærð) í Choose a size (velja stærð) (A 54).
Rafhlaða er að tæmast. Skipta þarf um eða endurhlaða rafhlöðuna.
Ekki er hægt að taka myndir. Hlaða verður rafhlöðuna eða skipta um hana.
20
Page 47

Kveikt og slökkt á myndavélinni

C Orkusparnaður (sjálfvirk slokknun)
Ef engar aðgerðir eru framkvæmdar í tiltekinn tíma slokknar á skjánum, myndavélin fer í biðstöðu og straumljósið leiftrar. Ef ekkert er gert í u.þ.b. þrjár mínútur í viðbót slokknar á myndavélinni.
Þegar vélin er í biðstöðu er kveikt aftur á skjánum með því að ýta á einhvern af eftirfarandi hnöppum:
Ýttu á aflrofann, afsmellarann, hnappinn c (myndataka/myndskoðun) eða hnappinn
b (e kvikmyndaupptaka)
Myndavélin fer í biðstöðu innan 30 mínútna þegar verið er að spila skyggnusýningu.
Ef notaður er valfrjálsi straumbreytirinn EH-62F fer myndavélin í biðstöðu eftir 30 mínútur (fast).
15m 0s15m 0s
780780
Leiftrar
Engar aðgerðir
framkvæmdar
Engar aðgerðir
framkvæmdar
3 mín.
Myndavélin fer í
biðstöðu.
Myndavélin slekkur á
sér.
Þegar kveikt er á myndavélinni kviknar straumljósið (grænt) og svo kviknar á skjánum (straumljósið slokknar þegar það kviknar á skjánum).
Slökkt er á myndavélinni með því að ýta á aflrofann. Þegar slokknar á myndavélinni slokknar bæði á straumljósinu og skjánum.
Ýttu á hnappinn c (myndataka/myndskoðun) og haltu honum niðri til að kveikja á myndavélinni og fara í myndskoðunarstillingu.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
21
Page 48

Skref 2 Rammaðu mynd inn

1 5m 0s
7 80
C Þegar þrífótur er notaður
Mælt er með því að nota þrífót til að koma í veg fyrir hristing við eftirfarandi aðstæður.
Við myndatöku í lítilli birtu með flassstillinguna (A 35) stillta á y Flash off (slökkt á flassi)
Þegar aðdráttur er notaður á myndefnið
1 Haltu myndavélinni stöðugri.
Haltu fingrum, hári, myndavélaról og öðrum hlutum frá linsunni, flassinu og hljóðnemanum.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
2 Rammaðu myndina inn.
Beindu myndavélinni að myndefninu.
22
780
15m 0s
Page 49

Notkun aðdráttar

1 5m 0s15m 0s
7 80780
Aðdráttarvísir
Minnka aðdrátt
Auka aðdrátt
Mesti optíski
aðdráttur
Stafrænn
aðdráttur virkur
Optískur aðdráttur
Stafrænn aðdráttur
C Stafrænn aðdráttur og innreiknun
Ólíkt optískum aðdrætti notar stafrænn aðdráttur stafræna myndvinnslu, svokallaða innreiknun, til að stækka myndir, sem veldur því að gæði myndanna verða örlítið minni, allt eftir myndastærð og stækkun með stafrænum aðdrætti.
Þegar stafrænn aðdráttur er notaður mælum við með því að minnka myndastærð í A Photo size (myndastærð) undir C Choose a size (velja stærð) til að skerða gæði myndanna sem minnst (A 54).
Þegar þú ýtir fjölvirka valtakkanum H eða I birtist aðdráttarvísirinn hægra megin á skjánum og optískur aðdráttur er virkjaður.
Ýttu á H (meiri aðdráttur) til að auka aðdrátt á myndefnið.
Ýttu á I (minni aðdráttur) til að minnka aðdrátt og sjá stærra svæði.
Þegar kveikt er á myndavélinni er stillt á minnsta aðdrátt.
Ef þú ýtir H þegar optískur aðdráttur hefur verið
aukinn eins mikið og hægt er geturðu notað stafrænan aðdrátt til að stækka myndina frekar, allt að 4×.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
23
Page 50

Skref 3 Stilltu fókus og taktu mynd

F 3.3
1 /2 5 0
F 3.3
1 /2 5 0
1 Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður
(A 25).
Þegar andlit greinist: Myndavélin stillir fókusinn á andlitið innan tvöfalda gula rammans (fókussvæði). Þegar myndefnið er í fókus verður tvöfaldi ramminn grænn.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
Þegar engin andlit greinast: Myndavélin stillir fókus á myndefnið í miðjum rammanum. Fókussvæðið verður grænt á litinn þegar fókusnum hefur verið náð.
Þegar þú notar stafrænan aðdrátt stillir myndavélin fókus á miðju rammans en fókussvæðið er ekki birt. Fókusvísirinn (A 5) verður grænn á litinn þegar fókusnum hefur verið náð.
Fókussvæðið eða fókusvísirinn leiftrar mögulega í rauðu þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður. Það þýðir að myndavélin getur ekki stillt fókusinn. Lagaðu þá myndbygginguna og ýttu afsmellaranum aftur hálfa leið niður.
2 Ýttu afsmellaranum alla leið niður (A 25).
Smellt er af og myndin vistast.
24
1/250
1/250
F3.3
F3.3
Page 51

Afsmellarinn

B Varðandi vistun gagna
Eftir að ljósmyndir hafa verið teknar eða kvikmyndir teknar upp leiftrar tala fyrir þann fjölda mynda sem hægt er að taka, eða þann upptökutíma sem er eftir, á meðan verið er að vista myndina eða kvikmyndina. Ekki opna hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni. Gögn myndar eða kvikmyndar gætu tapast og myndavélin eða minniskortið gæti orðið fyrir skemmdum.
B Varðandi fókus
Myndefni þar sem sjálfvirkur fókus hentar ekki A 62
C Flass
Ef myndefnið er illa lýst kviknar hugsanlega á flassinu (A 35) þegar afsmellaranum er ýtt alla leið niður.
C Svo að þú missir örugglega ekki af myndatækifæri
Ef þú óttast að missa af færi til myndatöku skaltu ýta afsmellaranum alla leið niður án þess að ýta fyrst hálfa leið.
Til að stilla fókus og lýsingu (lokarahraða og ljósopsgildi) skaltu ýta
Ýtt hálfa leið niður
Ýtt alla leið niður
afsmellaranum hálfa leið niður og hætta þegar þú finnur fyrirstöðu. Fókus og lýsing haldast læst á meðan afsmellaranum er haldið niðri hálfa leið.
Hægt er a ð smella af og t aka mynd, þegar afsmellaranum er haldið hálfa leið niður, með því að ýta honum alla leið niður. Ekki beita afli þegar þú ýtir afsmellaranum niður, því það getur valdið því að myndavélin hristist og myndin verði óskýr. Ýttu varlega á hnappinn.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
25
Page 52

Skref 4 Skoðaðu myndir

Hnappurinn
c (töku-/
myndskoðunarstilling)
Sýnir næstu mynd
á
undan
Sýnir næstu mynd á eftir
4
1 5: 3 0
1 5/ 0 5/ 2 0 13
Númer núverandi myndar
1 Ýttu á hnappinn c (töku-/
myndskoðunarstilling).
Myndavélin skiptir yfir í myndskoðunarstillingu og síðasta
2 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja myndina sem þú vilt birta.
Birta fyrri mynd: Ýttu J
Birta næstu mynd: Ýttu K
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
Haltu fjölvirka valtakkanum J eða K til að fletta hratt í gegnum
Fjarlægðu minniskortið úr myndavélinni til að skoða myndir
Ýttu á hnappinn c (töku-/myndskoðunarstilling), afsmellarann
26
myndin sem var vistuð er birt á öllum skjánum.
myndir.
sem vistaðar eru í innra minni myndavélarinnar. C birtist nálægt númeri núverandi myndar.
eða hnappinn b (e upptaka) til að skipta aftur yfir í tökustillingu.
15/05/2013
15:30
4
Page 53
C Myndir skoðaðar
Myndir geta birst í lítilli upplausn í stutta stund þegar farið er á milli mynda.
Þegar myndir eru birtar þar sem andlit (A60) var greint við myndatöku er þeim snúið sjálfvirkt fyrir
myndskoðun, eftir því hvernig andlitið snýr (nema myndum sem teknar eru með Shoot at inter vals (taka myndir með millibili) og Take a series of pictures (taka myndaröð)).
C Frekari upplýsingar
Aðdráttur í myndskoðun A 64
Birting smámynda A 65
Tiltækar aðgerðir í myndskoðunarstillingu (valmynd myndskoðunar) A66
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
27
Page 54

Skref 5 Eyddu myndum

4
15 :3 0
15 /0 5 /2 0 1 3
Erase this picture only
Erase
Erase selected pictures
Erase all pictures
1 Birtu myndina sem þú vilt eyða á skjánum og
ýttu síðan á fjölhnapp 3 (n).
2 Ýttu á fjölhnapp 2, 3 eða 4 til að velja
hvernig eigi að eyða.
n Erase this picture only (eyða aðeins þessari
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
mynd): Aðeins myndinni á skjánum er eytt.
o Erase selected pictures (eyða völdum myndum): Hægt er að velja margar myndir og eyða
þeim (A 29).
k Erase all pictures (eyða öllum myndum): Öllum vistuðum myndum er eytt.
Ýttu á fjölhnapp 1 (Q) til að hætta án þess að eyða.
3 Ýttu á fjölhnapp 3 (R Yes (já)).
Ekki er hægt að endurheimta myndir sem hefur verið eytt.
Ýttu á fjölhnapp 4 (S No (nei)) til að hætta án þess að eyða.
28
15/05/2013
Erase 1 picture ?
Yes
No
15:30
4
Page 55
Val á myndum sem á að eyða
B Varðandi eyðingu
Ekki er hægt að endurheimta myndir sem hefur verið eytt. Afritaðu mikilvægar myndir yfir í tölvu áður en þeim er eytt úr myndavélinni.
Ef þú eyðir mynd sem hefur vistað skilaboð verður bæði myndinni og skilaboðunum eytt (A 66).
Ekki er hægt að velja myndir sem hefur verið bætt við eftirlæti (A 66).
1 Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til
að velja mynd sem á að eyða og ýttu
Erase selected pictures
síðan á fjölhnapp 2 (S).
Gátmerki birtist við valda mynd.
Gátmerki birtist eða hverfur í hvert sinn sem þú ýtir á
fjölhnapp 2 (S).
Ýttu á fjölhnapp 3 (P) til að fjarlægja öll gátmerki.
2 Bættu gátmerkjum við allar myndir sem þú vilt eyða og ýttu síðan á
fjölhnapp 4 (O) til að staðfesta valið.
Staðfestingargluggi birtist. Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast á skjánum.
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
29
Page 56
30
Page 57

Tökuaðgerðir

Þessi kafli lýsir stillingunni A Miðað og smellt af og þeim aðgerðum sem í boði eru við myndatöku. Þú getur breytt stillingum í samræmi við aðstæður og gerð myndanna sem á að taka.
Tiltækar aðgerðir í tökustillingu (tökuvalmynd)
A Point and Shoot (munda og smella af) ............. 34
Flassið notað ............................................................ 35
Sjálftakarinn notaður .............................................. 37
Notkun brosstillingar .............................................. 39
Velja útlit (taka sniðin að umhverfi og áhrifum)... 42 Decorate (skreyta)
..................................................... 48
Change Colors (breyta litum)..................................49
Change Sounds (breyta hljóðum)........................... 52
Choose a Size (velja stærð)......................................54
Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Fókus......................................................................... 60
.... 32
............58
Tökuaðgerðir
31
Page 58

Tiltækar aðgerðir í tökustillingu (tökuvalmynd)

Ýttu á fjölhnapp til þess að kalla fram valmynd. Þú getur breytt eftirfarandi stillingum.
Fjölhnappur Valkostur Lýsing A
A Point and shoot (munda og smella af)
Z Flash mode/ self-timer (flassstilling/ sjálftakari)
Tökuaðgerðir
Stillir tökustillingu á A Miðað og smellt af. 34
Flash (flass) Hægt er að velja flassstillingu. 35
Self-timer (sjálftakari)
Myndavélin er búin sjálftakara sem getur smellt af u.þ.b. tíu sekúndum eftir að þú ýtir á afsmellarann. Þú getur einnig stillt brosstillinguna.
37, 39
g More picture options (fleiri myndavalkostir)
32
Choose a style (velja útlit)
Decorate (skreyta)
Change colors (breyta litum)
Gerir þér kleift að velja umhverfisstillingar og áhrif sem eru notuð við töku.
Gerir þér kleift að bæta ramma utan um myndir við myndatöku. Sjö mismunandi rammar eru í boði.
Gerir þér kleift að velja b
dekkri)
eða cMore vivid/less vivid (líflegri/
daufari)
úr valmyndinni eða nota P
(velja lit)
til að velja einn lit sem á að halda í myndunum
þínum á meðan hinir litirnir breytast í grátóna.
Brighter/darker (ljósari/
Highlight colors
42
48
49
Page 59
Fjölhnappur Valkostur Lýsing A
B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
l Settings (stillingar)
Change sounds (breyta hljóðum)
Choose a size (velja stærð)
Camera settings (myndavélarstillingar)
Hægt er að stilla lokara- og hnappahljóð. 52
Stilltu stærð mynda (ljósmynda) og kvikmynda. 54
Gerir þér kleift að breyta fjölda almennra stillinga. 84
Tökuaðgerðir
33
Page 60

A Point and Shoot (munda og smella af)

C Varðandi hreyfiskynjun
Í A Miðað og smellt af og Shoot close-ups (taka nærmyndir) (A 43), þegar myndavélin greinir hreyfingu á myndefni eða hristing myndavélar, aukast ISO-ljósnæmi og lokarahraðinn til að gera myndina skýrari.
Þegar þessi myndavél er notuð í fyrsta skipti er tökustillingin stillt á A Miðað og smellt af. Þegar þú rammar inn mynd ákvarðar myndavélin sjálfkrafa umhverfið og velur bestu stillingarnar, svo að myndataka verður leikur einn.
A Miðað og smellt af er sjálfgefin tökustilling þessarar myndavélar.
Það svæði innan rammans sem myndavélin beinir fókusnum að ræðst af samsetningu myndarinnar.
Myndavélin stillir fókus á andlit sem hún greinir (A 60). Stillingin fyrir mýkingu húðar er notuð til að gefa andlitum mýkri húðblæ (A 41).
Ef birta er lítil getur verið að flassið kvikni.
Æskilegt er að nota þrífót þegar myndir eru teknar í lítilli birtu.
Myndavélin greinir ekki umhverfið þegar stafrænn aðdráttur er notaður.
Tökuaðgerðir
34
Page 61

Flassið notað

Hægt er að stilla flassstillinguna og laga hana að aðstæðum við myndatöku. Flassstillingin sem er valin þegar A Miðað og smellt af er notuð (A 34) er vistuð í minni
myndavélarinnar, líka þegar slökkt er á vélinni.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 2 (Z) M fjölhnappur 2 (x Flash (flass))
Flassstillingar í boði
Auto flash (sjálfvirkt flass)
w
Flassið lýsir sjálfkrafa þegar birta er lítil.
k birtist á tökuskjánum þegar þessi eiginleiki er gerður virkur.
Flash off (slökkt á flassi)
y
Flassið lýsir ekki.
Mælt er með að nota þrífót til að koma í veg fyrir hristing þegar teknar eru myndir í dimmu umhverfi.
S birtist á tökuskjánum þegar þessi eiginleiki er gerður virkur.
x Always fire flash (flassið lýsir alltaf)
Flassið lýsir þegar mynd er tekin. Notað til að „fylla upp í“ (lýsa upp) skugga og baklýst myndefni.
W birtist á tökuskjánum þegar þessi eiginleiki er gerður virkur.
Tökuaðgerðir
35
Page 62
1 Ýttu á fjölhnapp 2 (w Auto flash
Auto ash
Flash
Flash o
Always re ash
B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
C Flassvísir
Flassvísirinn sýnir stöðu flassins þegar afsmellaranum hefur verið ýtt niður til hálfs.
Kveikt: Flassið lýsir þegar mynd er tekin.
Leiftrar: Flassið er að hlaða sig. Myndavélin tekur ekki myndir.
Slökkt: Flassið lýsir ekki þegar mynd er tekin.
Ef hleðslan er lítil slekkur skjárinn á sér á meðan flassið er að hlaða sig.
C Virkt svið flassins
Flassið dregur u.þ.b. 0,5–3,5 m í minnsta aðdrætti og u.þ.b. 0,5–2,0 m í mesta aðdrætti.
(sjálfvirkt flass)), fjölhnapp 3 (y Flash off (slökkt á flassi)), eða fjölhnapp 4 (x Always fire flash (flassið lýsir alltaf)).
Hætt er við með því að ýta á fjölhnapp 1 (Q).
2 Rammaðu myndefnið inn og taktu mynd.
Tökuaðgerðir
36
Page 63

Sjálftakarinn notaður

1 0
F 3.3
1 /2 5 0
Myndavélin er búin sjálftakara sem getur smellt af u.þ.b. tíu sekúndum eftir að þú ýtir á afsmellarann. Sjálftakarinn nýtist vel ef þú vilt vera á myndinni sjálf(ur) eða til að minnka hristingsáhrif í myndavélinni sem geta komið fram þegar ýtt er á afsmellarann. Æskilegt er að nota þrífót þegar sjálftakarinn er notaður.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 2 (Z) M fjölhnappur 3 (i Self-timer (sjálftakari))
1 Ýttu á fjölhnapp 2 (j 10 s (10 sek.)).
M birtist.
Þegar Y Smile timer (brosstilling) er valið greinir
myndavélin mannsandlit með andlitsgreiningu og tekur sjálfkrafa mynd þegar hún greinir bros (A 39).
2 Rammaðu myndina inn og ýttu
afsmellaranum hálfa leið niður.
Fókus og lýsing eru stillt.
Self-timer
10 s
Smile timer
O
1/250
F3.3
Tökuaðgerðir
10
37
Page 64
3 Ýttu afsmellaranum alla leið niður.
9
F 3.3
1 /2 5 0
B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
Sjálftakarinn fer í gang og sekúndufjöldinn sem eftir er þar til lokarinn lokast birtist á skjánum. Sjálftakaraljósið leiftrar á meðan sjálftakarinn telur niður. Ljósið hættir að leiftra u.þ.b. einni sekúndu áður en myndin er tekin og logar stöðugt.
Þegar smellt er af er sjálftakarinn stilltur á b Off (slökkt).
Ef stöðva á sjálftakarann áður en myndin er tekin skaltu ýta aftur á afsmellarann.
Tökuaðgerðir
1/250
F3.3
9
38
Page 65

Notkun brosstillingar

10 s
Self-timer
Smile timer
O
Ef myndavélin greinir brosandi andlit er sjálfkrafa smellt af án þess að ýta á afsmellarann. Eiginleikinn fyrir mýkingu húðar mýkir húðblæ í andliti.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 2 (Z) M fjölhnappur 3 (i Self-timer (sjálftakari))
1 Ýttu á fjölhnapp 3 (Y Smile timer
(brosstilling)).
U birtist.
2 Rammaðu myndina inn.
Beindu myndavélinni að andliti manneskju. „Notkun andlitsgreiningar“ (A 60)
3 Bíddu eftir að fyrirsætan brosi. Ekki ýta á afsmellarann.
Ef myndavélin finnur brosandi andlit sem rammað er inn með tvöfalda rammanum er smellt af sjálfkrafa.
Þegar myndavélin hefur smellt af leitar hún áfram að brosandi andlitum og smellir aftur af ef hún finnur brosandi andlit.
4 Hættu töku.
Hægt er að slökkva á brosstillingunni með því að slökkva á myndavélinni eða með því að stilla sjálftakarann á b Off (slökkt).
Tökuaðgerðir
39
Page 66
B Varðandi brosstillinguna
Ekki er hægt að nota stafrænan aðdrátt.
Við sumar aðstæður í myndatöku getur verið að myndavélin nái ekki að greina andlit eða bros.
Varðandi andlitsgreiningu ➝ (A 60)
B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
C Sjálfvirk slokknun í brosstillingu
Þegar brosstilling er notuð slekkur sjálfvirk slokknun (A 21) á myndavélinni ef engar aðgerðir eru framkvæmdar í eftirfarandi aðstæðum:
Myndavélin greinir engin andlit.
Myndavélin greindi andlit en finnur ekki bros.
C Þegar sjálftakaraljósið blikkar
Þegar brosstilling er notuð blikkar sjálftakaraljósið þegar myndavélin greinir andlit og blikkar hratt rétt eftir að smellt er af.
Tökuaðgerðir
C Smellt af handvirkt
Einnig er hægt að smella af með því að ýta á afsmellarann. Ef myndavélin greinir ekkert andlit stillir hún fókusinn á myndefnið í miðju rammans.
C Frekari upplýsingar
Myndefni þar sem sjálfvirkur fókus hentar ekki ➝ (A 62)
40
Page 67

Mýking húðar notuð

B Varðandi mýkingu húðar
Lengri tíma en venjulega getur tekið að vista myndir eftir töku.
Við tilteknar aðstæður í myndatöku skilar mýking húðar ekki tilætluðum árangri eða hugsanlega er henni
beitt á svæði á myndinni þar sem engin andlit eru.
Þegar smellt er af í A greinir myndavélin eitt eða fleiri mannsandlit (allt að þrjú) og meðhöndlar myndina til að mýkja húðblæ.
Tökuaðgerðir
41
Page 68

Velja útlit (taka sniðin að umhverfi og áhrifum)

B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
C Myndastærð
Sama hvaða stillingu þú velur fyrir Choose a style (velja útlit) er alltaf hægt að breyta myndastærðinni (A 54).
Þegar eitthvert eftirfarandi stílsniða (taka sniðin að umhverfi og áhrifum) er valið eru myndavélarstillingar sjálfkrafa lagaðar að valinni umhverfisstillingu.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 3 (g) M fjölhnappur 2 (g Choose a style (velja útlit))
Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja viðeigandi stílsnið (taka sniðin að
Shoot close-ups
umhverfi og áhrifum) og ýttu síðan á fjölhnapp 4 (O).
Hætt er við með því að ýta á fjölhnapp 1 (Q).
Shoot close-ups (taka nærmyndir) (A 43)
H
Tökuaðgerðir
(sjálfgefin stilling)
Shoot at intervals (taka myndir með millibili)
O
(A 44)
Take a series of pictures (taka myndaröð)
I
(A 45)
L Mirror (spegill) (A 46) Q Take soft pictures (taka mjúkar myndir) (A 47)
Create a diorama effect (búa til módeláhrif)
M
(A 47)
Photograph food (taka myndir af mat) (A 43)
X
Shoot under water (taka myndir í vatni) (A 45)
J
Photograph fireworks (taka myndir af
K
flugeldum) (A 46)
42
Page 69

Eiginleikar stílsniða

H Shoot close-ups (taka nærmyndir)
Myndavélin eykur aðdráttinn sjálfkrafa í nálægustu stöðuna þar sem hún getur tekið mynd.
Mesta nálægð sem myndavélin getur stillt fó kus í er breytileg eftir aðdráttarstöðu. Þegar aðdrátturinn er
stilltur þannig að aðdráttarvísirinn verður grænn getur myndavélin stillt fókus á myndefni allt niður í 20 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins. Þegar aðdrátturinn er í mestu gleiðhornsstöðu getur myndavélin stillt fókus á myndefni sem er allt að 5 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins.
Myndavélin stillir fókus á svæðið í miðjum rammanum. Notaðu fókuslæsingu til að ramma inn mynd af
hlut sem er ekki í miðjum rammanum (A 61).
Myndavélin stillir fókus jafnvel þótt afsmellaranum sé ekki ýtt niður til hálfs. Það kann að heyrast í myndavélinni þegar hún stillir fókus.
Ekki er víst að flassið nái að lýsa upp allt myndefnið þegar fjarlægðin er innan við 50 cm.
Flassið er stillt á y Flash off (slökkt á flassi) en hægt er að breyta stillingunni (A 35).
Hægt er að stilla sjálftakarann en Y Smile timer (brosstilling) er ekki í boði (A 37, 39).
X Photograph food (taka myndir af mat)
Myndavélin eykur aðdráttinn sjálfkrafa í nálægustu stöðuna þar sem hún getur tekið mynd.
Mesta nálægð sem myndavélin getur stillt fókus í er breytileg eftir aðdráttarstöðu.
Þegar aðdrátturinn er stilltur þannig að aðdráttarví sirinn verður grænn getur myndavélin stillt fókus á myndefni allt niður í 20 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins. Þegar aðdrátturinn er í mestu gleiðhornsstöðu getur myndavélin stillt fókus á myndefni sem er allt að 5 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins.
Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að stilla litblæ og ýttu síðan á fjölhnapp 4 (O). Stillingin á litblæ er vistuð í minni myndavélarinnar, jafnvel þótt slökkt sé á henni.
Myndavélin stillir fókus á svæðið í miðjum rammanum. Notaðu fókuslæsingu til að ramma inn mynd af hlut sem er ekki í miðjum rammanum (A 61).
Myndavélin stillir fókus jafnvel þótt afsmellaranum sé ekki ýtt niður til hálfs. Það kann að heyrast í myndavélinni þegar hún stillir fókus.
Flassstillingin er læst á y Flash off (slökkt á flassi) (A 35).
Hægt er að stilla sjálftakarann en Y Smile timer (brosstilling) er ekki í boði (A 37, 39).
Tökuaðgerðir
43
Page 70
O Shoot at intervals (taka myndir með millibili)
Myndavélin getur sjálfkrafa tekið ljósmyndir með tilgreindu millibili. Myndir teknar í einni töku eru vistaðar í einni möppu og hægt er að skoða þær í skyggnusýningu (A66).
Ýttu á fjölhnapp 2 (d Shoot every 30 seconds (taka mynd með 30 sekúndna millibili)), fjölhnapp 3 (e Shoot once a minute (taka mynd á mínútu fresti)) eða fjölhnapp 4 (f Shoot every 5 minutes (taka mynd með 5 mínútna millibili)) til að stilla tökumillibilið.
Hámarksmagn mynda sem hægt er að taka fer eftir völdu millibili.
- Shoot every 30 seconds (taka mynd með 30 sekúndna millibili): Um það bil 400 myndir
- Shoot once a minute (taka mynd á mínútu fresti): Um það bil 210 myndir
- Shoot every 5 minutes (taka mynd með 5 mínútna millibili): Um það bil 40 myndir
Þegar þessi eiginleiki er notaður skal nota fullhlaðna rafhlöðu til að koma í veg fyrir að myndavélin slökkvi óvænt á sér.
Myndavélin stillir fókus á andlit sem hún greinir (A 60) .
Ef myndavélin greinir ekkert andlit stillir hún fókusinn á myndefnið í miðju rammans.
Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka fyrstu myndina. Á milli mynda slekkur skjárinn á sér og
straumljósið leiftrar. Það kviknar aftur sjálfkrafa á skjánum rétt áður en næsta mynd er tekin.
Ýttu afsmellaranum niður til hálfs til að hætta myndatöku.
Flassið er stillt á w Auto flash (sjálf virkt flass) en hægt er að breyta stillingunni (A35).
Sjálftakarinn er ekki í boði (A 37).
Tökuaðgerðir
44
Page 71
J Shoot under water (taka myndir í vatni)
Notuð þegar myndir eru teknar í vatni.
Mesta nálægð sem myndavélin getur stillt fó kus í er breytileg eftir aðdráttarstöðu. Þegar aðdrátturinn er
stilltur þannig að aðdráttarvísirinn verður grænn getur myndavélin stillt fókus á myndefni allt niður í 20 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins. Þegar aðdrátturinn er í mestu gleiðhornsstöðu getur myndavélin stillt fókus á myndefni sem er allt að 5 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins.
Myndavélin stillir fókus á myndefnið í miðjum rammanum.
Ekki er hægt að nota stafrænan aðdrátt.
Frekari upplýsingar um notkun myndavélarinnar í vatni eru í „<Mikilvægt> Höggþéttur, vatnsþéttur,
rykþéttur, þétting“ (A xiv).
Myndavélin stillir fókus jafnvel þótt afsmellaranum sé ekki ýtt niður til hálfs. Það kann að heyrast í myndavélinni þegar hún stillir fókus.
Ekki er víst að flassið nái að lýsa upp allt myndefnið þegar fjarlægðin er innan við 50 cm.
Flassið er stillt á y Flash off (slökkt á flassi) en hægt er að breyta stillingunni (A 35).
Hægt er að stilla sjálftakarann en Y Smile timer (brosstilling) er ekki í boði (A 37, 39).
I Take a series of pictures (taka myndaröð)
Myndavélin tekur röð ljósmynda sem fangar skýrt einstakar hreyfingar myndefnis á hreyfingu.
Myndavélin stillir fókus á andlit sem hún greinir (A 60) .
Ef myndavélin greinir ekkert andlit stillir hún fókusinn á myndefnið í miðju rammans.
Haltu afsmellaranum inni til að taka fjórar myndir í röð á u.þ.b. 1,5 ramma hraða á sekúndu (þegar
Choose a size (velja stærð) > Photo size (myndastærð) er stillt á D Large (10 megapixels) (stór (10 megapixlar))) (A 54).
Fókus, lýsing og litblær eru fest á gildunum sem ákvörðuð voru með fyrstu myndinni í hverri röð.
Rammatíðni í raðmyndatöku getur verið breytileg eftir valinni stillingu á myndastærð, minniskorti eða
tökuaðstæðum.
Flassstillingin er læst á y Flash off (slökkt á flassi) (A 35).
Sjálftakarinn er ekki í boði (A 37).
Tökuaðgerðir
45
Page 72
K Photograph fireworks (taka myndir af flugeldum)
O
O: Lokarahraði minnkar þegar stílsnið þar sem táknið O birtist eru notuð og því er mælt með notkun
þrífótar.
Myndavélin stillir fókusinn á óendanleika.
Fókusvísirinn (A 5) verður alltaf grænn þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður.
Flassstillingin er læst á y Flash off (slökkt á flassi) (A 35).
Sjálftakarinn er ekki í boði (A 37).
L Mirror (spegill)
Hægt er að taka myndir sem eru samhverfar um miðju rammans.
Mesta nálægð sem myndavélin getur stillt fókus í er breytileg eftir aðdráttarstöðu.
Þegar aðdrátturinn er stilltur þannig að aðdráttarvísirinn verður grænn getur myndavélin stillt fókus á myndefni allt niður í 20 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins. Þegar aðdrátturinn er í mestu gleiðhornsstöðu getur myndavélin stillt fókus á myndefni sem er allt að 5 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins.
Myndavélin stillir fókus á svæðið í miðjum rammanum.
Hægri helmingur skjásins er skyggður. Óskyggði vinstri helmingurinn er speglaður og verður að
myndinni á hægri helmingnum. Rammaðu myndefnið inn svo að myndin verði samhverf um miðlínu skjásins.
Myndavélin stillir fókus jafnvel þótt afsmellaranum sé ekki ýtt niður til hálfs. Það kann að heyrast í
Tökuaðgerðir
myndavélinni þegar hún stillir fókus.
Ekki er víst að flassið nái að lýsa upp allt myndefnið þegar fjarlægðin er innan við 50 cm.
Flassið er stillt á w Auto flash (sjálf virkt flass) en hægt er að breyta stillingunni (A35).
Hægt er að stilla sjálftakarann en Y Smile timer (brosstilling) er ekki í boði (A 37, 39).
46
Page 73
Q Take soft pictures (taka mjúkar myndir)
Mýkir mynd með því að gera svæði myndarinnar sem eru utan hjálparnetsins eilítið óskýr.
Mesta nálægð sem myndavélin getur stillt fó kus í er breytileg eftir aðdráttarstöðu. Þegar aðdrátturinn er
stilltur þannig að aðdráttarvísirinn verður grænn getur myndavélin stillt fókus á myndefni allt niður í 20 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins. Þegar aðdrátturinn er í mestu gleiðhornsstöðu getur myndavélin stillt fókus á myndefni sem er allt að 5 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins.
Myndavélin stillir fókus á svæðið í miðjum rammanum.
Ekki er hægt að nota stafrænan aðdrátt.
Hjálparnet birtist á skjánum. Byggðu upp myndina þannig að aðalmyndefnið sé í hjálparnetinu.
Myndavélin stillir fókus jafnvel þótt afsmellaranum sé ekki ýtt niður til hálfs. Það kann að heyrast í
myndavélinni þegar hún stillir fókus.
Ekki er víst að flassið nái að lýsa upp allt myndefnið þegar fjarlægðin er innan við 50 cm.
Flassið er stillt á w Auto flash (sjálf virkt flass) en hægt er að breyta stillingunni (A35).
Hægt er að stilla sjálftakarann en Y Smile timer (brosstilling) er ekki í boði (A 37, 39).
M Create a diorama effect (búa til módeláhrif)
Þessi áhrif henta vel fyrir myndir sem teknar eru frá hærra sjónarhorni þar sem meginmyndefnið er á miðju myndarinnar.
Mesta nálægð sem myndavélin getur stillt fó kus í er breytileg eftir aðdráttarstöðu. Þegar aðdrátturinn er stilltur þannig að aðdráttarvísirinn verður grænn getur myndavélin stillt fókus á myndefni allt niður í 20 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins. Þegar aðdrátturinn er í mestu gleiðhornsstöðu getur myndavélin stillt fókus á myndefni sem er allt að 5 cm frá fremsta hluta hlífðarglersins.
Myndavélin stillir fókus á myndefnið í miðjum rammanum.
Ekki er hægt að nota stafrænan aðdrátt.
Hjálparnet birtist á skjánum. Byggðu upp myndina þannig að aðalmyndefnið sé í hjálparnetinu.
Myndavélin stillir fókus jafnvel þótt afsmellaranum sé ekki ýtt niður til hálfs. Það kann að heyrast í
myndavélinni þegar hún stillir fókus.
Ekki er víst að flassið nái að lýsa upp allt myndefnið þegar fjarlægðin er innan við 50 cm.
Flassið er stillt á y Flash off (slökkt á flassi) en hægt er að breyta stillingunni (A 35).
Hægt er að stilla sjálftakarann en Y Smile timer (brosstilling) er ekki í boði (A 37, 39).
Tökuaðgerðir
47
Page 74

Decorate (skreyta)

B Varðandi skreytingu
Stærð myndarinnar minnkar þegar þykkari rammi er valinn.
Þegar rammalaus prentun er notuð til að prenta innrammaðar myndir gæti ramminn hugsanlega ekki
prentast.
Ekki er hægt að breyta myndum teknum með Decorate (skreyta) með því að nota eiginleika Picture
play (leikur að myndum) (A 66) og ekki er hægt að skera þær (A64).
B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
Hægt er að bæta ramma utan um myndir við myndatöku. Sjö mismunandi rammar eru í boði.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 3 (g) M fjölhnappur 3 (A Decorate (skreyta))
Stillingin C
(lítil (2 megapixlar))
Choose a size (velja stærð)
(A54).
> A
Photo size (myndastærð)
er læst á FSmall (2 megapixels)
1 Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til
að velja ramma og ýttu síðan á fjölhnapp
Decorate
4 (O).
Hætt er við með því að ýta á fjölhnapp 1 (Q).
Hægt er að ýta á fjölhnapp 3 (c) til að hætta við
rammann.
Tökuaðgerðir
2 Rammaðu myndefnið inn og taktu mynd.
Rammanum er bætt við myndina.
48
Page 75

Change Colors (breyta litum)

Brighter/darker
Hægt er að leiðrétta birtu (leiðrétting á lýsingu) og litastyrk við myndatöku. Einnig er hægt að velja einn lit sem á að halda í myndunum þínum á meðan hinir litirnir breytast í
grátóna.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 3 (g) M fjölhnappur 4 (d Change colors (breyta litum))
1 Ýttu á fjölhnapp 2 (b Brighter/darker
(ljósari/dekkri)), fjölhnapp 3 (c More vivid/less vivid (líflegri/daufari)), eða fjölhnapp 4 (P Highlight colors (velja lit)).
2 Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja
birtu, litastyrk eða lit sem þú vilt leggja áherslu á.
Skjárinn sem birtist þegar b Brighter/darker (ljósari/dekkri)
er valið í skrefi 1 er notaður hér sem dæmi. Nánari upplýsingar um hverja stillingu er að finna eins og hér segir.
- b Birtustig stillt (leiðrétting á lýsingu) (A 51)
- c Litastyrkur stilltur (litamettun) (A 51)
- P Highlight Colors (velja lit) (A 51)
Ýttu á fjölhnapp 3 (P) til að slökkva á áhrifunum.
Change colors
Brighter/darker
More vivid/less vivid
Highlight colors
Tökuaðgerðir
49
Page 76
3 Ýttu á fjölhnapp 4 (O).
Brighter/darker
B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
C Varðandi litabreytingar
Stillingarnar Brighter/darker (ljósari/dekkri), More vivid/less vivid (líflegri/daufari) og Highlight colors (velja lit) eru vistaðar í minni myndavélarinnar, jafnvel þótt slökkt sé á henni.
Myndir sem lagfærðar eru með Change colors (breyta litum) eru auðkenndar með R.
1 5m 0s
7 80
Hætt er við með því að ýta á fjölhnapp 1 (Q).
4 Rammaðu myndefnið inn og taktu mynd.
Tökuaðgerðir
50
780
15m 0s
Page 77
b Birtustig stillt (leiðrétting á lýsingu)
Bendill
More vivid/less vivid
Bendill
Bendill
Hægt er að stilla birtustig myndarinnar.
Ýttu J og færðu bendilinn til vinstri til að gera alla myndina dekkri. Ýttu K og færðu bendilinn til hægri til að gera hana ljósari.
c Litastyrkur stilltur (litamettun)
Hægt er að stilla litastyrk myndarinnar.
Ýttu J og færðu bendilinn til vinstri til að gera alla myndina daufari. Ýttu K og færðu bendilinn til hægri til að gera hana líflegri.
P Highlight Colors (velja lit)
Haltu einum tilgreindum lit á myndinni og breyttu öðrum litum í svarthvítt.
Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að færa bendilinn og velja lit.
Brighter/darker
Tökuaðgerðir
Highlight colors
51
Page 78

Change Sounds (breyta hljóðum)

Hægt er að stilla lokara- og hnappahljóð. Hægt er að velja eitt af átta mismunandi hljóðum eða slökkva á hljóði.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 4 (l) M fjölhnappur 2 (u Change sounds (breyta hljóðum))
y Pick a shutter sound (velja myndavélarhljóð)
Til að velja hljóðið sem heyrist þegar smellt er af og þegar fókus er læst. Myndavélarhljóð heyrist ekki þegar verið er að nota Take a series of pictures (taka myndaröð) (A 45) eða við kvikmyndaupptöku.
Ef þú velur z er slökkt á hljóði þegar smellt er af og þegar fókus er læst.
x Pick a button sound (velja hnappahljóð)
Til að velja hljóðið sem heyrist þegar skipt er milli myndatöku og myndskoðunar í myndavélinni, við notkun valmynda, þegar myndavélin er tengd við tölvu eða prentara o.s.frv.
Óháð þessum stillingunum eru hljóð sem heyrast þegar upp koma villur og þegar kveikt er á
Tökuaðgerðir
myndavélinni.
Ef þú velur z er slökkt á hnappahljóði og hljóðunum sem heyrast þegar upp koma villur og þegar
kveikt er á myndavélinni.
z Turn sound off (slökkva á hljóði)
Þegar hljóðið er sett aftur á er notast við myndavélarhljóðið og hnappahljóðið sem notuð voru áður en hljóðið var tekið af.
1 Ýttu á fjölhnapp 2 eða fjölhnapp 3.
y Pick a shutter sound (velja
myndavélarhljóð): Veldu myndavélarhljóð.
x Pick a button sound (velja hnappahljóð):
Veldu hnappahljóð.
Ýttu á fjölhnapp 4 (z Turn sound off (slökkva á
hljóði)) til að taka öll hljóð af.
Ýttu aftur á hnappinn til að setja hljóðið aftur á.
52
Change sounds
Pick a shutter sound
Pick a button sound
Turn sound o
Page 79
2 Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja
B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
gerð hljóðs.
y: Veldu venjuleg hljóð.
z: Hljóð heyrast ekki.
Ýttu á fjölhnapp 3 (A) til að spila valið hljóð.
Hætt er við með því að ýta á fjölhnapp 1 (Q).
Skjárinn sem birtist þegar y Pick a shutter sound (velja
myndavélarhljóð) er valið í skrefi 1 er sýndur hér sem dæmi, en ferlið er hið sama ef x Pick a button sound (velja hnappahljóð) er valið.
3 Ýttu á fjölhnapp 4 (O).
Hljóðið er stillt.
Pick a shutter sound
Pick a shutter sound
Tökuaðgerðir
53
Page 80

Choose a Size (velja stærð)

B Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A 58).
C Myndastærð stillt
Þessi stilling nær einnig til Choose a style (velja útlit) og Change colors (breyta litum).
Þegar Decorate (skreyta) (A 48) er valið er ekki hægt að velja Photo size (myndastærð).
Stilltu stærð mynda (ljósmynda) og kvikmynda.

Myndastærð valin

Hægt er að velja saman stærð mynda og myndgæði (þ.e. þjöppunarhlutfall) sem myndir eru vistaðar í. Því hærri sem myndastillingin er, þeim mun stærri myndir er hægt að prenta, og því lægra sem þjöppunarhlutfallið er, þeim mun meiri verða myndgæðin, en þetta takmarkar fjölda mynda sem er hægt að vista (A 55).
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 4 (l) M fjölhnappur 3 (C Choose a size (velja stærð)) M fjölhnappur 2 (A Photo size (myndastærð))
Myndastærð
Large (10 megapixels)
D
(stór (10 megapixlar))
Tökuaðgerðir
(sjálfgefin stilling)
Medium (4 megapixels)
E
(meðalstór (4 megapixlar))
Small (2 megapixels) (lítil
F
(2 megapixlar))
1
Heildarfjöldi tekinna pixla og fjöldi pixla sem teknir eru lárétt og lóðrétt. Dæmi: D Large (10 megapixels) (stór (10 megapixlar)) = u.þ.b. 10 megapixlar, 3648 × 2736 pixlar
2
Prentstærð í upplausninni 300 dpi. Prentstærðir eru reiknaðar út með því að deila í fjölda pixla með upplausn prentara (dpi) og margfalda með 2,54 cm. Myndir í sömu stærð sem prentaðar eru í hærri upplausn prentast samt sem áður út minni en stærðin gefur til kynna og þær myndir sem eru prentaðar í læ gri uppla usn pren tast út st ærri en st ærðin gefur til kynna.
1
Stærð1 (pixlar)
3648 × 2736 um það bil 1:4 4:3 um það bil 31 × 23
2272 × 1704 um það bil 1:8 4:3 um það bil 19 × 14
1600 × 1200 um það bil 1:8 4:3 um það bil 13 × 10
Þjöppunarhlutfall
Myndhlutfall Prentstærð2 (cm)
54
Page 81
C Fjöldi mynda sem hægt er að vista
Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan fjölda mynda sem hægt er að vista í innra minninu og á 4 GB minniskorti. Gættu að því að fjöldi mynda sem hægt er að vista er breytilegur eftir myndbyggingunni hverju sinni vegna JPEG-þjöppunar, jafnvel þótt minnisgeta og myndastillingar séu þær sömu. Einnig getur verið breytilegt hversu margar myndir er hægt að vista eftir gerð minniskortsins sem er notað.
Myndastærð Fjöldi mynda sem hægt er að vista (4 GB)
D Large (10 megapixels) (stór (10 megapixlar)) (sjálfgefin stilling)
E
Medium (4 megapixels) (meðalstór (4 megapixlar))
F Small (2 megapixels) (lítil (2 megapixlar)) 7250
Ef hægt er að taka 10.000 myndir eða fleiri í viðbót er talan sem birt er fyrir fjölda mynda sem hægt er að
bæta við „9999“.
Til að staðfesta fjölda mynda sem hægt er að vista í innra minninu (u.þ.b. 26 MB) skaltu fjarlægja
minniskortið úr myndavélinni og athuga svo þann fjölda mynda sem hægt er að taka sem birtist á skjánum þegar mynd er tekin.
780
3820
Tökuaðgerðir
55
Page 82

Velja rammastærð fyrir kvikmyndir

C Varðandi rammatíðni
Rammatíðnin er fjöldi ramma á sekúndu.
Veldu viðeigandi kvikmyndagerð til að taka upp. Stærri myndir þýða meiri myndgæði og stærri kvikmyndaskrár.
Fara í tökustillingu M fjölhnappur 4 (l) M fjölhnappur 3 (C Choose a size (velja stærð)) M fjölhnappur 3 (N Movie frame size (rammastærð fyrir kvikmyndir))
Rammastærð fyrir kvikmyndir
Large (720p) (stór (720p))
G
(sjálfgefin stilling)*
H Small (640) (lítil (640))
* Þegar ekkert minniskort hefur verið sett í (þ.e. þegar innra minnið er notað) er stillingin læst á H Small
(640) (lítil (640)).
Tökuaðgerðir
Rammatíðnin er u.þ.b. 30 rammar á sekúndu í öllum rammastærðum fyrir kvikmyndir.
56
Myndastærð (fjöldi pixla)
Myndhlutfall
1280 × 720
16:9
640 × 480
4:3
Page 83
C Hámarksupptökutími kvikmynda
Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan upptökutíma sem tiltækur er þegar notað er 4 GB minniskort. Raunverulegur upptökutími og skráarstærð geta verið mjög mismunandi eftir hreyfingu myndefnis og myndbyggingu, jafnvel þótt minnisgeta og rammastærð fyrir kvikmyndir sé sú sama.
Mögulegur upptökutími getur líka verið mismunandi eftir gerð minniskortsins sem er notað.
Rammastærð fyrir kvikmyndir Hámarksupptökutími (4 GB)
G Large (720p) (stór (720p)) H Small (640) (lítil (640)) 45 mín.
1
Þegar ekkert minniskort hefur verið sett í (þ.e. þegar innra minnið er notað) er stillingin læst á H Small (640) (lítil (640)).
2
Hámarksstærð fyrir staka kvikmynd er 4 GB og hámarksupptökutími fyrir staka kvikmynd er 29 mínútur, jafnvel þó að nóg pláss sé á minniskortinu fyrir lengri upptöku. Þegar kvikmynd er tekin upp birtist á skjánum sá tími sem eftir er til upptöku og á hann við upptökutíma fyrir staka kvikmynd. Ef myndavélin hitnar gæti kvikmyndaupptaka stöðvast áður en þessari lengd er náð.
Til að staðfesta hámarkslengd kvikmynda sem hægt er að vista í innra minninu (u.þ.b. 26 MB) skaltu
fjarlægja minniskortið úr myndavélinni og athuga svo hámarkslengd kvikmyndatöku sem birti st á skjánum við upptöku.
1
2
15 mín.
C Frekari upplýsingar
Heiti skráa og mappa E61
Tökuaðgerðir
57
Page 84

Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis

Ekki er hægt að nota sumar aðgerðir samtímis.
Takmörkuð aðgerð Valkostur Lýsing
Ekki er hægt að nota flassið þegar myndir eru
Flash (flass)
Self-timer (sjálftakari)
Smile timer (brosstilling)
Tökuaðgerðir
Decorate (skreyta)
Change colors (breyta litum)
Pick a shutter sound (velja myndavélarhljóð)
Photo size (myndastærð)
Print date (dagsetning sett á mynd)
58
Choose a style (velja útlit) (A42)
Choose a style (velja útlit) (A42)
Choose a style (velja útlit) (A42)
Highlight colors (velja lit) (A51)
Smile timer (brosstilling) (A39)
Choose a style (velja útlit) (A42)
Smile timer (brosstilling) (A39)
Choose a style (velja útlit) (A42)
Take a series of pictures (taka myndaröð) (A 45)
Decorate (skreyta) (A 48)
Take a series of pictures (taka myndaröð) (A 45)
teknar með Photograph food (taka myndir
af mat), Take a series of pictures (taka myndaröð) eða Photograph fireworks (taka myndir af flugeldum).
Ekki er hægt að nota sjálftakara þegar myndir eru teknar með Shoot at intervals (taka
myndir með millibili), Take a series of pictures (taka myndaröð) eða Photograph fireworks (taka myndir af flugeldum).
Þegar einhver valkostur í Choose a style (velja útlit) er valinn er ekki hægt að nota
brosstillinguna. Þegar valkosturinn Highlight colors (velja lit)
er valinn er ekki hægt að nota brosstillinguna. Ekki er h ægt að nota Decorate (skreyta) þe gar
myndir eru teknar með brosstillingu.
Þegar einhver valkostur í er valinn er ekki hægt að nota
Ekki er hægt að nota Change colors (breyta litum) þegar myndir eru teknar með brosstillingu.
Þegar einhver valkostur í Choose a style (velja
útlit) er valinn er ekki hægt að nota Change colors (breyta litum).
Þegar myndir eru teknar með Take a series of pictures (taka myndaröð) heyrist ekki
myndavélarhljóð.
Stillingin
Photo size (myndastærð)
F
Small (2 megapixels) (lítil (2 megapixlar))
þegar myndir eru teknar með
Tökudagurinn er ekki settur á myndir þegar myndir eru
Take a series of pictures (taka myndaröð)
teknar með
Choose a style (velja útlit)
Decorate (skreyta)
er læst á
Decorate (skreyta)
.
.
.
Page 85
Takmörkuð aðgerð Valkostur Lýsing
Rafrænt VR er ekki í boði þegar myndir eru
Electronic VR (rafrænt VR)
Stafrænn aðdráttur
Choose a style (velja útlit) (A 42)
Smile timer (brosstilling) (A 39)
Choose a style (velja útlit) (A 42)
teknar með Shoot at intervals (taka myndir
með millibili), Take a series of pictures (taka myndaröð) eða Photograph fireworks (taka myndir af flugeldum).
Ekki er hægt að nota stafrænan aðdrátt þegar myndir eru teknar með brosstillingu.
Ekki er hægt að nota stafrænan aðdrátt þegar myndir eru teknar með Shoot under water
(taka myndir í vatni), Take soft pictures (taka mjúkar myndir) eða Create a diorama effect (búa til módeláhrif).
Tökuaðgerðir
59
Page 86

Fókus

1 5m 0s15m 0s
7 80780
B Varðandi andlitsgreiningu
Geta myndavélarinnar til þess að greina andlit veltur á ýmsum þáttum, þ. á m. því hvort fyrirsætan snýr andlitinu að myndavélinni eða ekki. Hugsanlega getur myndavélin auk þess ekki greint andlit við eftirfarandi kringumstæður:
- Þegar andlit eru að hluta til hulin með sólgleraugum eða öðrum hlutum
- Þegar andlitin fylla of mikinn eða of lítinn hluta rammans
Þegar fleiri en eitt andlit eru í rammanum er mismunandi hvaða andlit myndavélin stillir fókus á af þeim andlitum sem hún greinir og stjórnast það af ýmsum þáttum, þar á meðal því í hvaða átt andlitin snúa.
Í undantekningartilvikum, svo sem þeim sem er lýst í „Myndefni þar sem sjálfvirkur fókus hentar ekki“ (A 62), getur myndefnið verið úr fókus þrátt fyrir að tvöfaldi ramminn sé grænn að lit. Ef þetta gerist skaltu reyna fókuslæsingu (A 61) með því að stilla fókus á annað myndefni sem er jafnlangt frá myndavélinni.

Notkun andlitsgreiningar

Í eftirfarandi tökustillingum og stillingum notar myndavélin andlitsgreiningu til að stilla fókusinn sjálfkrafa á andlit fólks. Þegar myndavélin greinir fleiri en eitt andlit birtist tvöfaldur rammi utan um andlitið sem hún stillir fókus á og einfaldir rammar utan um hin.
Tökustilling
A
Point and shoot (munda og smella af) (A34)
Shoot at intervals (taka myndir með millibili) (A 44) og Take a series of pictures (taka myndaröð) (A 45) þegar verið er að
nota Choose a style (velja útlit)
Tökuaðgerðir
Smile timer (brosstilling) (A 39) Allt að 3
Ef myndavélin finnur engin andlit þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður stillir myndavélin fókusinn í miðjum rammanum.
Fjöldi andlita sem hægt
er að greina
Allt að 12
Fókussvæði
(tvöfaldur rammi)
Andlitið næst myndavélinni
Andlitið næst miðju rammans
60
Page 87

Fókuslæsing

F 3.3
1 /2 5 0
F 3.3
1 /2 5 0
Þegar myndavélin stillir fókus á hlut í miðju rammans er hægt að nota fókuslæsingu til að stilla fókus á myndefni sem er ekki í miðjunni. Hér á eftir er skýrt hvernig á að nota fókuslæsingu þegar A Miðað og smellt af er valið og fókussvæðið birtist í miðju rammans.
1 Beindu myndavélinni þannig að myndefnið sé í miðjum rammanum. 2 Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður.
Gakktu úr skugga um að fókussvæðið verði grænt.
Fókus og lýsing eru læst.
3 Haltu afsmellaranum áfram niðri til hálfs og
rammaðu myndina inn aftur.
Gakktu úr skugga um að fjarlægðin frá myndavélinni að myndefninu breytist ekki.
4 Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka
myndina.
1/250
1/250
F3.3
F3.3
Tökuaðgerðir
61
Page 88
B Myndefni þar sem sjálfvirkur fókus hentar ekki
Hugsanlega stillir myndavélin fókusinn ekki eins og vonast er eftir við eftirfarandi kringumstæður. Í undantekningartilvikum getur myndefnið verið úr fókus þrátt fyrir að fókussvæðið eða fókusvísirinn verði grænn:
Myndefni er mjög dökkt
Hlutir með mjög ólíku birtustigi eru innan rammans (t.d. sólin á bak við myndefnið sem gerir myndefnið
mjög dökkt)
Enginn munur er á birtuskilum myndefnis og umhverfis (t.d. þegar fyrirsætan er í hvítri skyrtu og stendur upp við hvítan vegg)
Nokkrir hlutir eru mislangt frá myndavélinni (t.d. dýr inni í búri)
Myndefni með endurteknu mynstri (rimlagardínur, byggingar með mörgum svipuðum gluggaröðum
o.s.frv.)
Myndefnið er á miklum hraða
Ef eitthvað af ofangreindu á við skaltu reyna að ýta afsmellaranum endurtekið hálfa leið niður eða reyna að taka mynd með fókuslæsingu með því að stilla fókus á annað myndefni sem er í sömu fjarlægð frá myndavélinni (A 61).
Tökuaðgerðir
62
Page 89

Myndskoðunaraðgerðir

4
15 :3 0
15 /0 5 /2 0 1 3
Þessi kafli lýsir þeim aðgerðum sem í boði eru þegar myndir eru skoðaðar.
15/05/2013
15:30
4
Have fun with pictures
Exchange messages
Picture play
Make photo albums
Aðdráttur í myndskoðun......................................... 64
Birting smámynda ................................................... 65
Tiltækar aðgerðir í myndskoðunarstillingu
(valmynd myndskoðunar).......................................66
Myndavélin tengd við sjónvarp, tölvu eða prentara
Notkun ViewNX 2.....................................................70
Setja upp ViewNX 2............................................................................................70
Myndir fluttar yfir í tölvu...................................................................................73
Myndir skoðaðar..................................................................................................75
Myndskoðunaraðgerðir
.......... 68
63
Page 90

Aðdráttur í myndskoðun

1 5: 3 0
1 5/ 0 5/ 2 0 13
4
H
I
Aðdráttur á mynd er aukinn.Myndin er birt á öllum skjánum.
Vísir fyrir svæðið sem sést
C Frekari upplýsingar
Heiti skráa og mappa E61
Ýttu fjölvirka valtakkanum H í myndskoðun á öllum skjánum (A 26) til að auka aðdrátt á miðju myndarinnar sem birt er á skjánum eða á andlitið sem greint var í töku ef andlit var greint.
15:30
15/05/2013
4
Þú getur breytt aðdráttarhlutfallinu með því að ýta H eða I. Hægt er að auka aðdrátt allt að 10×.
Til að færa birta svæðið skaltu ýta á fjölhnapp 3 (G) til að læsa aðdráttinn, og ýta síðan H, I,
J eða K.
Ef þú vilt breyta aðdráttarhlutfallinu skaltu ýta á fjölhnapp 3 (H) og breyta aðdráttarhlutfallinu eftir þörfum.
Ef mynd sem var tekin með andlitsgreiningu (A 60) er skoðuð stillir myndavélin aðdráttinn á
andlitið sem greindist þegar myndin var tekin (nema þegar mynd er skoðuð sem var tekin með Shoot at intervals (taka myndir með millibili) eða Take a series of pictures (taka
Myndskoðunaraðgerðir
myndaröð)). Ef myndavélin greindi mörg andlit þegar myndin var tekin skaltu ýta H, I, J eða K til að sýna annað andlit. Til að auka aðdrátt á svæði myndarinnar þar sem engin andlit eru skaltu ýta á fjölhnappinn 3 (H) og ýta síðan H.
Ýttu á fjölhnapp 1 (S) til að fara aftur í birtingu á öllum skjánum.
h Skurður: Skorið afrit búið til
Þegar aðdráttur í myndskoðun er notaður er hægt að skera myndina og vista svæðið sem birt er sem sérstaka skrá með því að ýta á fjölhnapp 4 (h). Myndin sem búin er til þekkist á tákninu h í myndskoðun.
Þar sem svæðið sem er vistað er minna er myndastærð (pixlar) skorna afritsins einnig minni.
64
Page 91

Birting smámynda

1 5: 3 0
1 5/ 0 5/ 2 0 13
7
Birting smámyndaBirt á öllum skjánum
H
I
Ýttu fjölvirka valtakkanum I í myndskoðun á öllum skjánum (A 26) til að birta myndir sem margar smámyndir.
15:30
15/05/2013
7
Þú getur skoðað margar myndir á einum skjá svo að auðvelt er að finna réttu myndina.
Ýttu J eða K til að velja mynd og þá er valda myndin stækkuð og birt á miðjum skjánum. Veldu
mynd og ýttu H og þá er valin mynd birt í myndskoðun á öllum skjánum.
Myndskoðunaraðgerðir
65
Page 92

Tiltækar aðgerðir í myndskoðunarstillingu (valmynd myndskoðunar)

Þú getur valið einn af fjölhnöppunum (A 7) í myndskoðun á öllum skjánum og birt samsvarandi valmynd.
Valmynd
myndskoðunar
Valkostur Lýsing A
Exchange messages (skiptast á skilaboðum)
1
Til að bæta raddskilaboðum við myndir. E2
V Have fun with pictures (leiktu þér með myndir)
Myndskoðunaraðgerðir
Z View (skoða)
66
Picture play (leikur að
1
myndum)
Make photo albums (búa til myndaalbúm)
Favorites (eftirlæti)
Slide show (skyggnusýning)
View movie (spila kvikmynd)
1
2
Til að breyta myndum með ýmsum eiginleikum. E7
Til að birta myndir eins og í myndaalbúmi. E17
Til að bæta eftirlætismyndunum þínum við eftirlæti. Þetta gerir þér auðveldara að finna myndir sem þú leitar að. Einnig er hægt að verja valdar myndir fyrir því að verða eytt fyrir slysni.
Til að skoða myndir sem geymdar eru í innra minni eða á minniskorti, eina í einu, í sjálfvirkri skyggnusýningu.
Til að spila kvikmyndir (A 81). A 81
E19
E21
Page 93
Valmynd
myndskoðunar
n Erase (eyða)
Valkostur Lýsing A
Erase this picture only (eyða aðeins þessari mynd)
Erase selected pictures (eyða völdum myndum)
Erase all pictures (eyða öllum myndum)
Til að eyða eingöngu myndinni á skjánum (A 28).
Til að velja margar myndir og eyða þeim (A 29 ). A 29
Til að eyða öllum myndum (A 28). A 28
A 28
More playback options (fleiri myndskoðunarvalkostir)
l Settings (stillingar)
1
Tiltækt þegar ljósmynd er birt.
2
Tiltækt þegar kvikmynd er birt.
Print order/retouch (prentröð/lagfæra)
Camera settings (myndavélarstillingar)
Til að velja dagsetningu og skoða myndir sem voru teknar á þeim degi eða skoða myndir sem bætt hefur verið við eftirlæti.
Til að búa til afrit af eða snúa myndum eða búa til lítið afrit myndinni sem er opin. Einnig er hægt að tilgreina þá mynd sem á að prenta og fjölda afrita sem á að prenta.
Gerir þér kleift að breyta fjölda almennra stillinga. E38
E27, E29
E30, E33, E34, E35
Myndskoðunaraðgerðir
67
Page 94

Myndavélin tengd við sjónvarp, tölvu eða prentara

Settu tengið beint í.
USB/úttakstengi fyrir hljóð/mynd
Hvernig hlífin er opnuð.
Þú getur fengið meira út úr myndum og hreyfimyndum með því að tengja myndavélina við sjónvarp, tölvu eða prentara.
Áður en þú tengir myndavélina við annað tæki skaltu ganga úr skugga um að næg hleðsla sé á
rafhlöðunni og slökkva svo á myndavélinni. Upplýsingar um tengiaðferðir og samsvarandi aðgerðir eru í fylgiskjölum tækisins, auk þessa skjals.
Myndskoðunaraðgerðir
68
1
3
2
Page 95
Ljósmyndir skoðaðar í sjónvarpi E50
Hægt er að skoða myndir og hreyfimyndir í myndavélinni í sjónvarpi. Tengiaðferð: Stingdu hljóð- og myndtengjum hljóð- og myndsnúrunnar (fáanleg, fylgir ekki) í samband við inntakstengin á sjónvarpinu.
Skoðun og skipulagning mynda í tölvu A 70
Ef þú flytur myndir yfir í tölvu geturðu framkvæmt einfaldar breytingar og unnið með myndagögn, auk þess að skoða myndir og spila hreyfimyndir. Tengiaðferð: Tengdu myndavélina við USB-tengi tölvunnar með USB-snúrunni UC-E16 sem fylgir myndavélinni.
Áður en tengt er við tölvu skaltu setja upp ViewNX 2 á tölvunni af meðfylgjandi ViewNX 2 geisladiski. Upplýsingar um notkun ViewNX 2 geisladisksins og flutning mynda yfir í tölvu eru á síðu 70.
Prentun mynda án tölvu E53
Ef myndavélin er tengd við PictBridge-samhæfan prentara er hægt að prenta myndir án þess að nota tölvu. Tengiaðferð: Tengdu myndavélina við USB-tengi prentarans með meðfylgjandi USB-snúru.
Myndskoðunaraðgerðir
69
Page 96

Notkun ViewNX 2

Tækjakassi fyrir myndir
ViewNX 2™
ViewNX 2 er hugbúnaðarpakki sem gerir þér kleift að flytja, skoða, breyta og deila myndum með öðrum.
Settu upp ViewNX 2 af meðfylgjandi ViewNX 2 geisladiski.

Setja upp ViewNX 2

Myndskoðunaraðgerðir
Internettenging er nauðsynleg.
Samhæf stýrikerfi
Windows
Windows 8, Windows 7, Windows Vista, Windows XP
Macintosh
Mac OS X 10.6, 10.7, 10.8
Finna má nýjustu upplýsingar um kerfiskröfur, þar á meðal samhæfi við stýrikerfi, á vefsíðu Nikon.
70
Page 97
1 Ræstu tölvuna og settu ViewNX 2 geisladiskinn í geisladiskadrifið.
Windows: Ef leiðbeiningar fyrir notkun geisladisksins birtast í glugganum skaltu fylgja þeim til að halda áfram í uppsetningargluggann.
Mac OS: Þegar glugginn ViewNX 2 opnast skaltu tvísmella á táknið Welcome.
2 Veldu tungumál í valmyndarglugga tungumála til að opna
uppsetningargluggann.
Ef tungumálið sem óskað er eftir er ekki í boði skaltu smella á Region Selection (svæðisval) til að velja annað svæði og velja síðan tungumálið sem óskað er eftir (Region Selection (svæðisval) hnappurinn er ekki í boði fyrir útgáfuna í Evrópu).
Smelltu á Next (áfram) til að opna uppsetningargluggann.
3 Ræstu uppsetningarforrið.
Ráðlegt er að smella á uppsetningarglugganum til að skoða upplýsingar um uppsetningu og kerfiskröfur áður en ViewNX 2 er sett upp.
Smelltu á Typical Installation (Recommended) (venjuleg uppsetning (ráðlagt)) í uppsetningarglugganum.
Installation Guide (uppsetningarleiðbeiningar)
í
4 Sæktu hugbúnaðinn.
Þegar skjárinn Software Download (niðurhal á hugbúnaði) opnast smellirðu á I agree - Begin download (ég samþykki - hefja niðurhal).
Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að setja hugbúnaðinn upp.
Myndskoðunaraðgerðir
71
Page 98
5 Þegar skjámyndin sýnir að uppsetningu er lokið skaltu loka
uppsetningarforritinu.
Windows: Smelltu á Yes (já).
Mac OS: Smelltu á OK.
Eftirfarandi forrit er uppsett:
ViewNX 2 (samanstendur af eftirfarandi þremur einingum)
- Nikon Transfer 2: Til að flytja myndir yfir í tölvu
- ViewNX 2: Til að skoða, breyta og prenta út fluttar myndir
- Nikon Movie Editor (myndskeiðsritill): Til að gera einfaldar breytingar á fluttum hreyfimyndum
Panorama Maker (til að búa til eina víðmynd með því að nota röð af aðskildum myndum)
6 Taktu ViewNX 2 geisladiskinn úr geisladiskadrifinu.
Myndskoðunaraðgerðir
72
Page 99

Myndir fluttar yfir í tölvu

3
1
2
B USB-snúra tengd
Ekki er víst að tölvan beri kennsl á myndavélina ef hún er tengd við hana í gegnum USB-fjöltengi.
1 Veldu hvernig myndirnar eiga að afritast yfir í tölvuna.
Veldu eina af eftirfarandi aðferðum:
Bein USB-tenging: Slökktu á myndavélinni og gakktu úr skugga um að minniskortið sé í henni. Tengdu myndavélina við tölvuna með meðfylgjandi USB-snúru. Kveiktu á myndavélinni. Til að flytja myndir sem eru vistaðar í innra minni myndavélarinnar skaltu taka minniskortið úr myndavélinni áður en þú tengir hana við tölvuna.
SD-kortarauf: Ef SD-kortarauf er á tölvunni er hægt að setja kortið beint í raufina.
SD-kortalesari: Tengdu kortalesarann (seldur sér hjá þriðju aðilum) við tölvuna og settu
minniskortið í.
Myndskoðunaraðgerðir
73
Page 100
Ef skilaboð birtast og beðið er um að velja forrit skaltu velja Nikon Transfer 2.
1
2
Í Windows 7
Fylgdu skrefunum hér fyrir neðan til að velja Nikon Transfer 2 ef glugginn hér til hægri birtist.
1Undir
Import pictures and videos
(flutningur mynda og myndskeiða)
smella á
Change program (breyta forriti)
opnast forritavalgluggi þar sem velja skal
Import File using Nikon Transfer 2 (flyttu skrá inn með Nikon Transfer 2) OK
.
2Tvísmelltu á Import File (flyttu skrá inn).
Ef mjög margar myndir eru á minniskortinu getur það tekið Nikon Transfer 2 nokkra stund að ræsa sig. Bíddu þar til Nikon Transfer 2 er búið að ræsa sig.
2 Flyttu myndir yfir í tölvuna.
Athugaðu hvort nafnið á tengdri myndavél eða utanáliggjandi disk kemur upp sem „Source (heimild)“ á „Options (valkost)“ stikunni í Nikon Transfer 2 (1).
Smelltu á Start Transfer (byrja yfirfærslu) (2).
Myndskoðunaraðgerðir
Með sjálfgefnum stillingum verða allar myndir á minniskortinu afritaðar yfir í tölvuna.
skaltu
og smella á
. Þá
74
Loading...