A Miðað og smellt af ....................................................A 34
Þegar þú stillir myndavélina á A Miðað og smellt af fer myndavélin sjálfkrafa í sjálfvirka
umhverfisstillingu. Ekki þarf að breyta stillingunni: Beindu myndavélinni bara að myndefninu.
Myndavélin ákvarðar aðstæður í myndatöku og breytir stillingunum eins og við á. Með þessum
eiginleika geturðu eytt minni tíma í stillingar og meiri tíma í að taka myndir!
Taktu myndir í vatni
Myndir teknar í vatni .....................................................A 45
Stilltu Choose a style (velja útlit) á Shoot under water (taka myndir í vatni) og taktu bjartar,
skýrar myndir í vatni, jafnvel við léleg birtuskilyrði. Hvítjöfnun er stillt á töku í vatni til að litirnir skili sér
sem skyldi. Þú getur átt nægar myndir til að rifja upp ævintýri þín í undirdjúpunum!
Bættu raddskilaboðum við myndir
Exchange Messages (skiptast á skilaboðum)...............A 66
Hægt er að bæta raddskilaboðum við myndir. Hlustaðu á raddskilaboð og taktu upp svör við
skilaboðunum. Notaðu þennan eiginleika til að skiptast á skilaboðum við vini og fjölskyldu eða til að
taka upp hljóð og stemmningu fyrir myndirnar þínar til að áhorfendur geti notið upplifunarinnar
með þér.
Deildu myndunum þínum með öðrum
Slide Show (skyggnusýning).........................................A 66
Bættu brellum og tónlist við myndirnar þínar og búðu til frumlega skyggnusýningu! Þrjár brellur eru í
boði. Þú getur lífgað upp á skyggnusýningar með því að láta innbyggðar hreyfimyndir birtast í
myndunum þínum. Nú er skemmtilegra en nokkru sinni að deila myndum með vinum og fjölskyldu!
Inngangur
Hlutar myndavélarinnar og grunnaðgerðir
Grundvallaratriði töku og myndskoðunar
Tökuaðgerðir
Myndskoðunaraðgerðir
Upptaka og spilun kvikmynda
Grunnuppsetning myndavélarinnar
Uppflettikafli
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá
i
Inngangur
Lestu þetta fyrst
Þakka þér fyrir að kaupa stafrænu Nikon COOLPIX S31 myndavélina. Áður en þú notar myndavélina
skaltu lesa upplýsingarnar í „Öryggisatriði“ (A ix) og „<Mikilvægt> Höggþéttur, vatnsþéttur,
rykþéttur, þétting“ (A xiv), og kynna þér efnið í þessari handbók. Geymdu handbókina þar sem
auðvelt er að ná í hana og flettu upp í henni til að fá sem mest út úr nýju myndavélinni.
Inngangur
ii
Um handbókina
Ef þú vilt byrja að taka myndir skaltu fletta á „Grundvallaratriði töku og myndskoðunar“ (A 9).
Ef þú vilt kynna þér einstaka hluta myndavélarinnar og grunnaðgerðir skaltu fletta á „Hlutar
myndavélarinnar og grunnaðgerðir“ (A 1).
Inngangur
iii
Aðrar upplýsingar
• Tákn og auðkenni
Eftirfarandi tákn og auðkenni eru notuð í þessari handbók til að auðvelda leit að upplýsingum:
TáknLýsing
Þetta tákn merkir viðvaranir og upplýsingar sem ætti að lesa áður en myndavélin er
notuð.
Þetta t ákn merkir a thugasemd ir og upplýs ingar sem æt ti að lesa áð ur en myndav élin er
notuð.
Þessi tákn sýna að upplýsingar um þetta efni eru á fleiri stöðum í bókinni;
E: „Uppflettikafli“, F: „Tæknilýsingar og atriðaorðaskrá“.
Inngangur
B
C
A/E/F
• SD, SDHC og SDXC minniskort eru kölluð „minniskort“ í þessari handbók.
• Vísað er í stillingu tækisins þegar það er keypt sem „sjálfgefna stillingu“.
• Heiti valmyndaratriða sem birtast á skjá myndavélarinnar og heiti hnappa eða skilaboða sem
birtast á tölvuskjá eru feitletruð.
• Í þessari handbók er myndum stundum sleppt úr dæmum af skjánum til þess að skjávísar sjáist
greinilega.
• Skýringarmyndir og skjátextar í þessari handbók geta litið öðruvísi út en á skjá myndavélarinnar.
iv
Upplýsingar og varúðarráðstafanir
Heilmyndarinnsigli: Sýnir að þetta tæki
er viðurkennd vara frá Nikon.
Símenntun
Nikon styður „símenntun“ með stöðugum vörustuðningi og þjálfun. Á eftirfarandi vefsvæðum má finna
upplýsingar sem stöðugt er verið að þróa og uppfæra:
• Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
• Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
• Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Austurlöndum nær: http://www.nikon-asia.com/
Á þessum síðum má finna nýjustu upplýsingar um vörur, góð ráð, svör við algengum spurningum (FAQ) og
almennar ráðleggingar um stafræna ljósmyndun og myndbirtingu. Hugsanlega er hægt að nálgast
viðbótarupplýsingar hjá umboðsaðila Nikon á hverjum stað. Á vefsvæðinu hér að neðan er að finna
tengiliðaupplýsingar:
http://imaging.nikon.com/
Notaðu eingöngu rafrænan aukabúnað frá Nikon
Nikon COOLPIX myndavélar eru hannaðar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og í þeim er flókinn
rafeindabúnaður. Einungis rafrænn aukabúnaður frá Nikon (þar á meðal hleðslutæki, rafhlöður,
hleðslustraumbreytar og straumbreytar) er vottaður af Nikon til notkunar með þessari Nikon stafrænu
myndavél og er rétt hannaður og prófaður til þess að uppfylla kröfur um öryggi og virkni þessa
rafeindabúnaðar.
NOTKUN Á RAFEINDABÚNAÐI SEM ER EKKI FRÁ NIKON GETUR SKEMMT MYNDAVÉLINA OG KANN AÐ
ÓGILDA ÁBYRGÐINA FRÁ NIKON.
Notkun endurhlaðanlegra Li-ion rafhlaðna sem ekki eru með heilmyndarinnsigli Nikon gæti truflað eðlilega
notkun myndavélarinnar eða valdið því að rafhlöðurnar yfirhitni, það kvikni í þeim, þær springi eða leki.
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til þess að fá frekari upplýsingar um aukabúnað frá
Nikon.
Inngangur
v
Áður en mikilvægar myndir eru teknar
Áður en myndir eru teknar við mikilvæg tilefni (til dæmis í brúðkaupum eða áður en farið er í ferðalag með
myndavélina) skaltu taka prufumynd til að ganga úr skugga um að myndavélin virki rétt. Nikon er ekki ábyrgt
fyrir tjóni eða tapi sem stafar af bilun í vörunni.
Um handbækurnar
• Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumál í nokkru formi neina
Inngangur
hluta þeirra handbóka sem fylgja þessari vöru, án þess að fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi frá Nikon.
• Nikon áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og hugbúnaðar sem lýst er í þessum
handbókum hvenær sem er og án frekari fyrirvara.
• Nikon ber ekki ábyrgð á neinum skemmdum sem hlotist geta af notkun á þessari vöru.
• Þótt allt hafi verið gert til þess að tryggja að upplýsingar í þessum handbókum séu réttar og fullnægjandi
væru ábendingar til umboðsaðila Nikon á þínum stað (heimilisfang veitt sér) um villandi eða ónógar
upplýsingar vel þegnar.
vi
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að ef efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni
myndavél eða öðru tæki er haft undir höndum getur slíkt verið refsivert gagnvart lögum.
• Hlutir sem bannað eru samkvæmt lögum að afrita eða endurgera
Ekki skal afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf gefin út af
staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða endurgerðir séu stimplaðar „sýnishorn“. Afritun eða endurgerð
peningaseðla, myntar eða verðbréfa sem dreift er erlendis er bönnuð. Afritun og endurgerð ónotaðra
frímerkja eða póstkorta sem gefin eru út af ríkinu er bönnuð, nema með fyrirfram fengnu leyfi frá yfirvöldum.
Afritun eða endurgerð frímerkja sem gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala sem mælt er fyrir um í lögum er
bönnuð.
• Aðgát við tiltekin afrit og endurgerðir
Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir varðandi afritun eða endurgerð á verðbréfum sem gefin eru út af
einkafyrirtækjum (hlutabréfum, víxlum, ávísunum, gjafabréfum o.s.frv.), farmiðum eða arðmiðum, nema
þegar nauðsynlegur lágmarksfjöldi afrita er gefinn út til viðskiptanota í fyrirtæki. Ekki skal heldur afrita eða
endurgera vegabréf sem yfirvöld gefa út, leyfisskírteini sem opinberar stofnanir og lokaðir hópar gefa út,
nafnspjöld og miða, eins og aðgangsmiða eða matarmiða.
• Uppfylla skal höfundarréttartilkynningar
Afritun eða endurgerð hugverka sem varin eru með höfundarrétti, eins og bóka, tónlistar, málverka,
tréskurðarmynda, korta, teikninga, kvikmynda og ljósmynda er háð staðbundnum og alþjóðlegum
höfundarréttarlögum. Ekki skal nota þessa vöru í þeim tilgangi að gera ólögleg afrit eða til þess að brjóta
höfundarréttarlög.
Inngangur
vii
Gagnageymslubúnaði fargað
Athuga skal að þegar myndum er eytt eða þegar gagnageymslutæki eins og minniskort eða innra minni
myndavélar eru forsniðin, eyðast upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er hægt að
endurheimta eyddar skrár af geymslutækjum sem hefur verið fleygt með til þess gerðum hugbúnaði, sem
hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans
að tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Áður en gagngeymslutækinu er fargað eða það fengið öðrum, skal eyða öllum gögnum af því með til þess
gerðum hugbúnaði, eða forsníða tækið og fylla síðan aftur með myndum sem innihalda engar viðkvæmar
Inngangur
upplýsingar (t.d. myndir þar sem ekkert sést nema himinninn). Gæta skal þess að forðast meiðsli eða
skemmdir á eignum þegar gagnageymslutæki eru eyðilögð.
viii
Öryggisatriði
Til að koma í veg fyrir tjón á Nikon vörunni eða meiðsli skaltu lesa vandlega eftirfarandi
öryggisatriði í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Geymdu þessar
öryggisleiðbeiningar þar sem allir sem nota búnaðinn geta lesið þær.
Þetta tákn merkir viðvörun, upplýsingar sem ætti að lesa áður en þessi Nikon vara er
notuð til að koma í veg fyrir hugsanleg meiðsli.
VIÐVARANIR
Inngangur
Slökkva verður ef bilun
kemur upp
Ef reykur eða óvenjuleg lykt berst frá
myndavélinni eða straumbreytinum skal
taka straumbreytinn úr sambandi og
fjarlægja rafhlöðuna tafarlaust og gæta
þess að brenna sig ekki. Sé notkun haldið
áfram getur það leitt til meiðsla. Þegar
búið er að aftengja eða fjarlægja
aflgjafann skal fara með búnaðinn til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon til
skoðunar.
Ekki taka í sundur
Ef hlutir inni í myndavélinni eða
hleðslutækinu eru snertir getur það leitt
til meiðsla. Einungis hæfir tæknimenn
ættu að framkvæma viðgerðir. Ef
myndavélin eða hleðslutækið brotna og
opnast vegna falls eða annars óhapps
skal fara með vöruna til skoðunar til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon þegar
búið er að aftengja vöruna og/eða
fjarlægja rafhlöðuna.
Ekki skal nota myndavélina eða
hleðslutækið nálægt eldfimum
lofttegundum
Ekki nota rafbúnað nálægt eldfimum
lofttegundum þar sem það getur valdið
sprengingu eða íkveikju.
Fara verður gætilega með
myndavélarólina
Ekki hengja ólina um hálsinn á ungabarni
eða barni.
ix
Geymið þar sem börn ná ekki til
Sérstaklega skal þess gætt að smábörn
nái ekki að stinga rafhlöðunni, burstanum
eða öðrum smáhlutum í munninn.
Ekki snerta myndavélina,
Inngangur
hleðslutækið eða
straumbreytinn í lengri tíma
meðan kveikt er á tækjunum
eða þegar þau eru í notkun.
Hlutar tækjanna verða heitir. Ef tækin eru
látin vera í beinni snertingu við húðina í
lengri tíma getur það valdið lághita
bruna.
Sýnið varúð þegar rafhlaðan er
meðhöndluð
Rafhlaðan getur lekið, ofhitnað eða
sprungið við ranga meðferð. Fylgið
eftirfarandi varúðarráðstöfunum þegar
rafhlaðan er meðhöndluð til notkunar
með vörunni:
• Slökkva verður á búnaðinum áður en
skipt er um rafhlöðu. Ef hleðslutækið /
straumbreytirinn er notað skal gæta
þess að það sé ekki í sambandi.
• Eingöngu skal nota endurhlaðanlega
EN-EL12 Li-ion -rafhlöðu (fylgir). Hlaðið
rafhlöðuna með því að setja hana í
MH-65 hleðslutæki (fylgir).
• Ekki hafa rafhlöðuna öfuga eða á hvolfi
þegar hún er sett í.
• Ekki taka rafhlöðuna í sundur eða reyna
að fjarlægja eða brjóta ytra byrði
hennar.
• Ekki láta rafhlöðuna komast í snertingu
við eld eða mikinn hita.
• Ekki setja rafhlöðuna í eða nálægt
vatni.
• Lokið hlíf yfir tengjum þegar rafhlaðan
er færð til. Ekki flytja eða geyma
rafhlöðuna með málmhlutum eins og
hálsmenum eða hárspennum.
• Hætta er á að rafhlaðan leki þegar hún
er að fullu tæmd. Til þess að forðast
skemmdir á búnaðinum skal fjarlægja
rafhlöðuna þegar engin hleðsla er eftir.
• Hætta skal notkun rafhlöðunnar
tafarlaust ef vart verður við að
rafhlaðan hafi breyst, t.d. upplitast eða
beyglast.
• Ef vökvi frá skemmdri rafhlöðu kemst í
snertingu við fatnað eða húð skal
hreinsa vökvann tafarlaust af með
vatni.
x
Gerið eftirfarandi
varúðarráðstafanir þegar
hleðslutækið er meðhöndlað
• Halda skal tækinu þurru. Ef þess er ekki
gætt getur það valdið íkveikju eða
raflosti.
• Ryk á eða nálægt málmhlutum á klónni
á að þurrka af með þurrum klút.
Áframhaldandi notkun getur valdið
eldsvoða.
• Ekki skal handleika rafmagnssnúruna
eða nálgast hleðslutækið í þrumuveðri.
Ef þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt
getur það valdið raflosti.
• Ekki skal skemma, breyta, toga fast í
eða beygja rafmagnssnúruna, setja
hana undir þunga hluti eða láta hana
komast í snertingu við hita eða eld. Ef
einangrunin skemmist og vírarnir
verða berskjaldaðir skal fara með
rafmagnssnúruna til viðurkennds
þjónustuaðila Nikon til skoðunar.
Ef þessum viðvörunum er ekki fylgt
gæti það leitt til íkveikju eða raflosts.
• Ekki skal handleika klóna eða
hleðslutækið með blautum höndum.
Ef þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt
getur það valdið raflosti.
• Ekki nota ferðastraumbreyta eða
millistykki sem hönnuð eru til að
breyta einni rafspennu yfir í aðra, og
ekki riðil fyrir umbreytingu frá
jafnstraumi í riðstraum. Ef þessum
leiðbeiningum er ekki fylgt getur
myndavélin skemmst eða hún
ofhitnað eða valdið íkveikju.
Nota skal viðeigandi snúrur
Þegar snúrur eru tengdar við inntaks- og
úttakstengin skal eingöngu nota snúrur
sem fylgja með eða eru seldar af Nikon og
uppfylla kröfur sem gerðar eru í
reglugerðum sem varða vöruna.
Fara verður varlega með alla
hreyfanlega hluti
Gæta skal þess að fingur eða aðrir hlutir
klemmist ekki undir linsuhlífinni eða
öðrum hreyfanlegum hlutum.
Geisladiskar
Ekki skal spila geisladiska sem fylgja
þessum búnaði í geislaspilara sem
ætlaður er fyrir hljómdiska. Ef slíkur
geisladiskur er spilaður í hljómtækjum
getur það valdið heyrnarskaða eða
skemmdum á tækjunum.
Inngangur
xi
Sýna skal aðgát þegar flassið er
notað
Ef flassið er notað nálægt augum þess
sem mynd er tekin af getur það valdið
tímabundinni sjónskerðingu. Sérstök
aðgát skal höfð þegar teknar eru myndir
af ungbörnum, þá skal hafa flassið í a.m.k.
Inngangur
1 metra fjarlægð frá myndefninu.
Ekki skal nota flassið þannig að
flassglugginn snerti manneskju
eða hlut
Ef þess er ekki gætt getur það leitt til
bruna eða eldsvoða.
Forðast skal snertingu við
vökvakristal
Ef skjárinn brotnar skal forðast meiðsli af
völdum glerbrota og koma í veg fyrir að
vökvakristall úr skjánum komist í
snertingu við húð eða komist í augu eða
munn.
Slökkva verður á búnaðinum í
flugvélum eða á sjúkrahúsum
Slökktu á búnaðinum þegar þú ert í
flugvél í flugtaki eða lendingu. Fylgdu
leiðbeiningum sjúkrahússins þegar þú ert
í sjúkrahúsinu. Rafsegulbylgjur sem
myndavélin gefur frá sér geta truflað
rafræn kerfi flugvélarinnar eða búnað
sjúkrahússins.
xii
Tilkynningar
Tilkynning til viðskiptavina í Evrópu
ÁMINNINGAR
HÆTTA Á SPRENGINGU EF
RAFHLÖÐUNNI ER SKIPT ÚT MEÐ
RANGRI GERÐ.
FARGIÐ NOTUÐUM RAFHLÖÐUM
SAMKVÆMT LEIÐBEININGUNUM.
Þetta merki segir til um að
þessari vöru skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Þessari vöru skal farga sér á
viðeigandi sorp- og
endurvinnslustöðvum. Ekki má fleygja
henni með heimilisúrgangi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum
sem sjá um úrvinnslu sorps.
Þetta merki á rafhlöðunni segir
til um að því skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Allar rafhlöður, hvort sem þær eru
merktar þessu tákni eða ekki, verður að
fara með á viðeigandi söfnunarstöð.
Ekki má farga rafhlöðunni með
heimilissorpi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum
sem sjá um úrvinnslu sorps.
• Gættu þess að lesa vel eftirfarandi leiðbeiningar, svo og leiðbeiningarnar í „Umhirða vörunnar“
(F2).
Varðandi höggvörn
Þessi myndavél hefur staðist eigið próf Nikon (fallprófun úr 1,2 m hæð á 5 cm þykka
Inngangur
krossviðarklæðningu) sem jafngildir MIL-STD 810F aðferð 516.5-Shock*.
Þessar prófanir tryggja ekki vatnsþéttni myndavélarinnar við allar kringumstæður eða að myndavélin
skemmist ekki eða geti ekki bilað við einhverjar kringumstæður.
Útlitsbreytingar, svo sem skrámur á málningu og beyglur á þeim hlutum sem verða fyrir höggi, eru
Í þessari prófun eru 5 myndavélar látnar falla í 26 áttir (8 brúnir, 12 horn og 6 fletir) úr 122 cm hæð til að
ganga úr skugga um að ein til fimm myndavélar standist prófið (ef einhvers galla verður vart í prófinu eru
aðrar fimm myndavélar prófaðar til að tryggja að ein til fimm myndavélar uppfylli prófunarskilyrðin).
b Gæta skal þess að myndavélin verði ekki fyrir óhóflegu álagi, titringi eða þrýstingi með
því að láta hana falla eða verða fyrir höggi.
Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið því að vatn leki inn í myndavélina og hún bili.
• Ekki skal nota myndavélina á meira dýpi í kafi en 5 m.
• Gættu þess að myndavélin verði ekki fyrir vatnsþrýstingi með því að setja hana í vatn undir háum
þrýstingi.
• Ekki setjast niður með myndavélina í buxnavasa.
Ekki troða myndavélinni af afli í poka.
xiv
Varðandi vatns- og rykvörn
Vatnsheldni myndavélarinnar jafngild ir IEC/JIS vatnsþéttnistigi 8 (IPX8) og rykþéttnin jafngildir IEC/JIS
rykþéttnistigi 6 (IP6X) og með myndavélinni er hægt að taka myndir í kafi í allt að 5 m djúpu vatni í
allt að 60 mínútur.*
Þessi stig tryggja ekki vatnsþéttni myndavélarinnar við allar kringumstæður eða að myndavélin
skemmist ekki eða geti ekki bilað við neinar kringumstæður.
* Stigin merkja að myndavélin hefur verið hönnuð til að standast tiltekinn vatnsþrýsting í tiltekinn tíma
þegar hún er notuð samkvæmt þeim aðferðum sem Nikon hefur tilgreint.
b Verði myndavélin fyrir óhóflegu álagi, titringi eða þrýstingi með því að láta hana falla
eða verða fyrir höggi er ekki tekin ábyrgð á vatnsþéttni hennar.
• Verði myndavélin fyrir höggum er mælt með að leita til seljanda eða viðurkennds þjónustufulltrúa
Nikon til að kanna vatnsþéttni (gjald er tekið fyrir þjónustuna).
- Ekki skal nota myndavélina á meira dýpi undir vatnsyfirborði en 5 m.
- Gættu þess að myndavélin verði ekki fyrir vatnsþrýstingi með því að setja hana í mikinn
vatnsflaum eða í fossa.
- Ábyrgðin sem Nikon veitir þér nær ekki til vandamála sem stafa af því að vatn komist inn í
myndavélina vegna rangrar meðhöndlunar hennar.
• Vatnsþéttni þessarar myndavélar er eingöngu miðuð við ferskvatn og sjó.
• Innri hluti myndavélarinnar er ekki vatnsþéttur. Vatn sem kemst inn í myndavélina getur valdið
bilun.
• Aukabúnaður er ekki vatnsþéttur.
• Ef vökvar eða vatnsdropar komast í snertingu við ytra borð myndavélarinnar eða við innanvert
rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina skal strax þurrka vökvann með mjúkum og þurrum klút. Ekki
setja blautt minniskort eða rafhlöðu í myndavélina.
Ef rafhlöðuhólfið/minniskortaraufin er opnuð eða henni lokað þar sem blautt er, við strönd eða í
vatni, getur vatn komist inn í myndavélina og valdið bilun í henni.
Ekki skal opna eða loka hlífinni með blautum höndum. Þetta getur leitt til þess að vatn leki inn í
myndavélina eða leitt til bilunar.
Inngangur
xv
• Ef aðskotaefni situr fast utan á myndavélinni eða innan á
rafhlöðuhólfinu eða hlífinni yfir minniskortaraufinni (svo sem
á hjörum, minniskortarauf og tengjum) skal fjarlægja það
tafarlaust með blásara. Ef aðskotaefni festast við vatnsheldu
pakkninguna innan í rafhlöðuhólfinu/minniskortahlífinni skal
fjarlægja þau strax með meðfylgjandi bursta. Ekki skal nota
meðfylgjandi bursta til annars en að hreinsa vatsnheldu
pakkninguna.
Inngangur
• Ef óhreinindi eins og sólarolía, sólarvarnarkrem, hveravatn,
baðsalt, hreinsiefni, sápa, lífræn leysiefni, olía eða alkóhól
festast á myndavélinni skal strax þurrka þau af.
• Ekki skilja myndavélina eftir í langan tíma í meiri en 40°C hita (og á það sérstaklega við beint
sólarljós, t.d. innan í bifreið, á bát, á ströndinni eða nálægt ofni). Það gæti dregið úr vatnsþéttni.
Áður en myndavélin er notuð í kafi
1. Gættu þess að engin aðskotaefni séu innan á hlífinni yfir rafhlöðuhólfinu/
minniskortaraufinni.
• Fjarlægja skal allt aðskotaefni á borð við sand, ryk og hár innan úr rafhlöðuhólfinu/hlífinni yfir
minniskortaraufinni með blásara.
• Vökva, svo sem vatn, sem kemst inn fyrir hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni skal
þurrka af með mjúkum og þurrum klút.
2. Gakktu úr skugga um að vatnsheld pakkning (A 3) rafhlöðuhólfsins/hlífarinnar yfir
minniskortaraufinni sé ekki aflöguð eða með sprungum.
• Dregið getur úr vatnsvörn vatnsheldu pakkningarinnar eftir eitt ár.
Ef vatnshelda pakkningin fer að rýrna skaltu hafa samband við söluaðila eða viðurkenndan
Nikon þjónustuaðila.
3. Gættu þess að hlífin yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni sé vandlega lokuð.
• Renndu hlífinni þar til hún smellur á sinn stað.
xvi
Varðandi notkun myndavélar í vatni
Viðhafa skal eftirfarandi varúðarráðstafanir til að hindra að vatn komist inn í
myndavélina.
• Ekki skal kafa með myndavélina á meira dýpi en 5 m.
• Ekki skal nota myndavélina samfellt í kafi lengur en 60 mínútur.
• Hitastig vatns þegar myndavélin er notuð í vatni skal vera 0°C–40°C.
Ekki nota myndavélina við heita hveri.
• Ekki opna eða loka hlífinni yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni í vatni.
• Ekki láta myndavélina verða fyrir höggi í kafi.
Ekki skal stökkva út í vatn með myndavélina eða láta hana verða fyrir miklum vatnsþrýstingi, svo
sem í flúðum eða fossum.
• Myndavélin flýtur ekki á vatni. Gæta skal þess að missa hana ekki í kafi.
Hreinsun myndavélarinnar eftir notkun í kafi
• Þegar myndavélin hefur verið notuð í kafi skal hreinsa hana innan 60 mínútna. Ef myndavélin er
skilin eftir í blautu umhverfi þar sem salt eða önnur aðskotaefni komast í snertingu við hana, getur
það valdið skemmdum, upplitun, tæringu, vondri lykt eða rýrnun á vatnsvörn.
• Áður en myndavélin er hreinsuð skal fjarlægja vatnsdropa, sand, salt eða önnur aðskotaefni af
höndum, líkama og hári.
• Mælt er með að hreinsa myndavélina innanhúss til að forða henni frá vatnsúða eða sandi.
• Ekki opna rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina fyrr en búið er að fjarlægja öll aðskotaefni með vatni
og þurrka allan raka.
Inngangur
xvii
1. Gakktu úr skugga um að hlífar yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni séu lokaðar og
hreinsaðu myndavélina með fersku vatni.
Skolaðu myndavélina með kranavatni, eða settu hana í grunnt ílát fyllt með ferskvatni í u.þ.b.
10 mínútur.
• Ef hnappar eða rofar virka ekki, getur verið að aðskotaefni hafi fests við myndavélina.
Aðskotaefni geta valdið bilun í myndavélinni; þvoðu myndavélina ítarlega.
Inngangur
2. Þurrkaðu vatnsdropa af með mjúkum og þurrum klút og þurrkaðu myndavélina á vel
loftræstum og skuggsælum stað.
• Láttu myndavélina liggja á þurrum klút meðan hún þornar.
Vatn mun flæða út úr opum á hljóðnema eða hátölurum.
• Ekki þurrka myndavélina með heitum blæstri úr hárþurrku eða fataþurrku.
• Ekki nota sterk efni (svo sem bensín, þynni, alkóhól eða þvottaefni), sápu eða hlutlaus
þvottaefni.
Ef vatnsvarnarlokið eða hús myndavélarinnar aflagast getur vatnsþéttnin minnkað.
xviii
3. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að engir vatnsdropar séu utan á vélinni skal
opna rafhlöðuhólfið/hlífina yfir minniskortaraufinni og þurrka allt vatn innan úr
myndavélinni með þurrum, mjúkum klút, og nota blásara til að fjarlægja allt
aðskotaefni.
• Ef þú opnar hlífina áður en myndavélin er orðin alveg þurr geta vatnsdropar komist í
minniskortið eða rafhlöðuna.
Dropar geta einnig komist inn fyrir hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni (á staði eins
og vatnsvarnarlokið, hjarir, minniskortarauf eða tengi).
Ef það gerist skal þurrka vatnið af með þurrum mjúkum klút.
• Ef hlífinni er lokað meðan hún er blaut að innan getur það orsakað rakaþéttingu eða skemmd.
• Ef op á hljóðnema eða hátalara eru stífluð af vatnsdropum getur hljóðið lækkað eða brenglast.
- Þurrka skal vatnið af með þurrum mjúkum klút.
- Ekki skal stinga í opin á hljóðnemanum eða hátalaranum með beittu áhaldi. Ef myndavélin
skaddast að innan skerðist vatnsþéttni hennar.
Inngangur
xix
Varðandi umhverfishita við notkun, rakastig og þéttingu
Virkni myndavélarinnar hefur verið prófuð við hitastig frá -10°C upp í +40°C.
Þegar myndavélin er notuð í köldu veðri skal gera eftirfarandi varúðarráðstafanir. Geymdu
myndavélina og vararafhlöður á hlýjum stað fyrir notkun.
• Það dregur tímabundið úr afkastagetu rafhlaðanna (fjöldi tekinna mynda og tökutími).
• Ef myndavélin verður mjög köld getur dregið tímabundið úr virkni skjásins rétt eftir að kveikt er á
vélinni, t.d. virðist skjárinn dekkri en venjulega eða leifar mynda sjást.
Inngangur
• Ef snjór eða vatnsdropar setjast á myndavélina skal þegar þurrka það af.
- Ef hnappar eða rofar eru frosnir geta þeir staðið á sér.
- Ef op á hljóðnema eða hátalara eru stífluð af vatnsdropum getur hljóðið lækkað eða brenglast.
b Umhverfisskilyrði eins og hitastig og rakastig geta valdið móðu
(þéttingu) innan á skjá, linsu eða flassglugga.
Þetta þýðir ekki að myndavélin sé biluð.
b Umhverfisaðstæður sem geta valdið rakaþéttingu inni í
myndavélinni
Móða (þétting) getur gert vart við sig innan á skjá, linsu eða flassglugga við
eftirfarandi umhverfisskilyrði þar sem snarpar hitastigsbreytingar koma fyrir eða við hátt rakastig.
• Myndavélinni er sökkt skyndilega í kaf í kalt vatn úr háum hita á landi.
• Myndavélin er færð úr kulda í hita, t.d. innan í byggingu.
• Rafhlöðuhólfið/minniskortaraufin er opnuð eða lokuð í rakamiklu umhverfi.
b Móðan hreinsuð
• Opnaðu hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni eftir að hafa slökkt á myndavélinni þar
sem umhverfishiti er stöðugur (forðast skal staði þar sem hiti/raki er mikill, sandur eða ryk).
Til að hreinsa móðuna skaltu fjarlægja rafhlöðuna og minniskortið og hafa rafhlöðuhólfið/
minniskortaraufina opna til að leyfa myndavélinni að laga sig að umhverfishitanum.
• Ef móðan hverfur ekki skaltu hafa samband við seljandann eða viðurkenndan þjónustuaðila
Nikon.
xx
Efnisyfirlit
Inngangur ............................................................. ii
Lestu þetta fyrst.............................................. ............. ii
Um handbókina................................................................ iii
Upplýsingar og varúðarráðstafanir......................... v
Öryggisatriði ................................................................ ix
VIÐVARANIR......................................................................... ix
Tilkynningar .............................................................. xiii
<Mikilvægt> Höggþéttur, vatnsþéttur,
rykþéttur, þétting ................................................... xiv
Varðandi höggvörn...................................................... xiv
Varðandi vatns- og rykvörn...................................... xv
Áður en myndavélin er notuð í kafi ................... xvi
Varðandi notkun myndavélar í vatni................ xvii
Hreinsun myndavélarinnar eftir notkun í
kafi.......................................................................................... xvii
Varðandi umhverfishita við notkun, rakastig og
þéttingu ............................................................................... xx