• Microsoft, Windows og Windows Vista eru annaðhvort skráð vörumerki eða
vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
• Macintosh, Mac OS og QuickTime eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og
öðrum löndum. iFrame-merkið og iFrame-táknið er vörumerki Apple Inc.
• Adobe og Acrobat eru skráð vörumerki Adobe Systems Inc.
• SDXC, SDHC og SD-merkin eru vörumerki SD-3C, LLC.
• PictBridge er vörumerki.
•
HDMI, () merkið og High-Definition Multimedia Interface eru annaðhvort
skráð vörumerki eða vörumerki HDMI Licensing LLC.
• Öll önnur vöruheiti sem minnst er á í þessari handbók eða öðrum skjölum sem fylgdu
Nikon-vörunni eru vörumerki eða skráð vörumerki eigenda þeirra.
AVC Patent Portfolio License
Þessi vara er skráð undir leyfinu AVC Patent Portfolio License fyrir einkanot neytanda, en ekki í
viðskiptalegum tilgangi, til að (i) dulkóða myndskeið sem uppfyllir AVC-staðalinn
(„AVC-myndskeið“) og/eða (ii) afkóða AVC-myndskeið sem var dulkóðað af neytanda til
einkanota, en ekki í viðskiptalegum tilgangi, og/eða fengið var frá myndskeiðaveitu sem hefur
heimild til að gefa út AVC-myndskeið. Engin önnur leyfi eru veitt beint eða óbeint fyrir aðra
notkun. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá MPEG LA, L.L.C.
Sjá http://www.mpegla.com.
Inngangur
Fyrstu skrefin
Almenn ljósmyndun og myndskoðun: G Easy Auto Mode
(einföld sjálfvirk stilling)
Meira um myndatöku
Meira um myndskoðun
Mynd breytt
Upptaka hreyfimynda og spilun
Tengt við sjónvarp, tölvu og prentara
Grunnstillingar myndavélar
Varðandi umhirðu myndavélarinnar og almenna notkun
Tæknilýsing
i
Öryggisatriði
Til þess að koma í veg fyrir tjón á Nikon-búnaðinum eða meiðsli skaltu lesa vandlega
eftirfarandi öryggisatriði í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Geymdu þessar
öryggisleiðbeiningar þar sem allir sem nota búnaðinn geta lesið þær.
Hugsanlegar afleiðingar sé varúðarráðstöfunum þeim sem lýst er í þessum hluta ekki
fylgt eru sýndar með eftirfarandi táknum:
Þetta tákn merkir viðvörun, upplýsingar sem ætti að lesa áður en þessi
Nikon-búnaður er notaður til þess að koma í veg fyrir hugsanleg meiðsli.
VIÐVARANIR
Slökkva verður ef bilun
kemur upp
Ef reykur eða óvenjuleg lykt berst frá
myndavélinni eða straumbreytinum skal
taka straumbreytinn úr sambandi og
fjarlægja rafhlöðurnar tafarlaust og gæta
þess að brenna sig ekki. Sé notkun haldið
áfram getur það leitt til meiðsla. Þegar
búið er að aftengja eða fjarlægja aflgjafann
skal fara með búnaðinn til viðurkennds
þjónustuaðila Nikon til skoðunar.
Ekki taka í sundur
Ef hlutir inni í myndavélinni eða
straumbreytinum eru snertir getur
það leitt til meiðsla. Einungis hæfir
tæknimenn ættu að framkvæma viðgerðir.
Ef myndavélin eða straumbreytirinn
brotnar og opnast vegna falls eða annarra
slysa skal fara með vöruna til skoðunar til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon þegar
búið er að aftengja vöruna og/eða
fjarlægja rafhlöðurnar.
Ekki skal nota myndavélina eða
straumbreytinn nálægt eldfimu
gasi
Ekki nota rafbúnað nálægt eldfimum
lofttegundum þar sem það getur valdið
sprengingu eða íkveikju.
ii
Fara verður gætilega með
myndavélarólina
Ekki hengja ólina um hálsinn á ungabarni
eða barni.
Geymið þar sem börn ná ekki til
Sérstaklega skal þess gætt að smábörn nái
ekki að stinga rafhlöðunum eða öðrum
smáhlutum upp í munninn.
Öryggisatriði
Gætið öryggis við meðhöndlun
rafhlöðunnar
Rafhlaðan getur lekið eða sprungið við ranga
meðferð. Fylgið eftirfarandi
varúðarráðstöfunum þegar rafhlaðan er
meðhöndluð til notkunar með vörunni:
• Slökkva verður á búnaðinum áður en
skipt er um rafhlöðu. Ef notaður er
straumbreytir skal tryggja að hann sé
ekki í sambandi.
• Aðeins skal nota rafhlöður sem
samþykktar eru til notkunar með þessari
vöru (A 14). Ekki sameina gamlar og
nýjar rafhlöður eða ólíkar tegundir af
rafhlöðum.
• Þegar Nikon EN-MH2 Ni-MH
hleðslurafhlöður eru hlaðnar skal aðeins
nota tilgreint hleðslutæki og hlaða
fjórar rafhlöður í einu. Ef nota á
EN-MH2-B2 rafhlöður (seldar
sérstaklega) þarf að kaupa tvo pakka
(samtals fjórar rafhlöður).
• EN-MH2 hleðslurafhlöðurnar eru aðeins
ætlaðar til notkunar með stafrænum
Nikon-myndavélum og er hægt að nota
með COOLPIX L120.
• Snúðu rafhlöðunum rétt þegar þú setur
þær í.
• Ekki taka rafhlöðurnar í sundur eða
reyna að fjarlægja eða brjóta ytra byrði
þeirra.
• Ekki láta rafhlöðurnar komast í
snertingu við eld eða mikinn hita.
• Ekki setja rafhlöðuna í eða nálægt vatni.
• Ekki flytja eða geyma rafhlöðuna með
málmhlutum eins og hálsmenum eða
hárspennum.
• Hætta er á að rafhlöðurnar leki þegar
þær eru að fullu tæmdar. Til þess að
forðast skemmdir á búnaðinum skal
fjarlægja rafhlöðurnar þegar engin
hleðsla er eftir.
• Hætta skal notkun rafhlöðunnar
tafarlaust ef vart verður við að
rafhlöðurnar hafi breyst, t.d. upplitast
eða beyglast.
• Ef vökvi frá skemmdum rafhlöðum
kemst í snertingu við fatnað eða húð
skal hreinsa vökvann tafarlaust af með
vatni.
Fylgja skal eftirfarandi
varúðarráðstöfunum þegar
hleðslutækið (selt sér) er
meðhöndlað
• Halda skal tækinu þurru. Ef þess er ekki
gætt getur það valdið íkveikju eða
raflosti.
• Ryk á eða nálægt málmhlutum á klónni
á að þurrka af með þurrum klút.
Áframhaldandi notkun getur valdið
eldsvoða.
Ekki skal handleika rafmagnssnúruna eða
•
nálgast hleðslutækið í þrumuveðri. Ef
þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur
það valdið raflosti.
•
Ekki skal skemma, breyta, toga fast í eða
beygja rafmagnssnúruna, setja hana undir
þunga hluti eða láta hana komast í
snertingu við hita eða eld. Ef einangrunin
skemmist og vírarnir verða berskjaldaðir
skal fara með rafmagnssnúruna til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon til
skoðunar.
Ef þessum viðvörunum er ekki fylgt gæti
það leitt til íkveikju eða raflosts.
• Ekki skal handleika klóna eða
hleðslutækið með blautum höndum. Ef
þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt
getur það valdið raflosti.
• Ekki nota ferðastraumbreyta eða
millistykki sem hönnuð eru til að breyta
einni rafspennu yfir í aðra, og ekki riðil
fyrir umbreytingu frá jafnstraumi í
riðstraum. Ef þessum leiðbeiningum er
ekki fylgt getur myndavélin skemmst
eða hún ofhitnað eða valdið íkveikju.
Nota skal viðeigandi snúrur
Þegar snúrur eru tengdar við inntaks- og
úttakstengin, skal eingöngu nota snúrur
sem fylgja eða eru seldar af Nikon til þess
að uppfylla kröfur sem gerðar eru í
reglugerðum sem varða vöruna.
iii
Öryggisatriði
Fara verður varlega með alla
hreyfanlega hluti
Gæta skal þess að fingur eða aðrir hlutir
klemmist ekki undir linsulokinu eða öðrum
hreyfanlegum hlutum.
Geisladiskar
Ekki skal spila geisladiskana sem fylgja
þessum búnaði í geislaspilara sem ætlaður
er fyrir hljómdiska. Ef slíkur geisladiskur er
spilaður í hljómtækjum getur það valdið
heyrnarskaða eða skemmdum á
tækjunum.
Sýna skal aðgát þegar flassið er
notað
Ef flassið er notað nálægt augum þess sem
mynd er tekin af getur það valdið
tímabundinni sjónskerðingu. Sérstök
aðgát skal höfð þegar teknar eru myndir af
ungabörnum, þá skal hafa flassið a.m.k.
einn metra frá myndefninu.
Ekki skal nota flassið þannig að
flassglugginn snerti manneskju
eða hlut
Ef þess er ekki gætt getur það leitt til bruna
eða eldsvoða.
Forðast skal snertingu við
vökvakristal
Ef skjárinn brotnar skal gæta þess
að forðast meiðsli af völdum glerbrota og
koma í veg fyrir að vökvakristall úr skjánum
komist í snertingu við húð eða komist í
augu eða munn.
Slökktu á tækinu um borð í
flugvél að á sjúkrahúsi
Slökktu á tækinu þegar þú ert um borð í
flugvél við flugtak eða í lendingu. Fylgdu
viðeigandi tilmælum á sjúkrahúsum.
Rafsegulbylgjur sem myndavélin gefur frá
sér gætu haft truflandi áhrif á rafkerfi
flugvéla eða tækjabúnað á sjúkrahúsum.
iv
Tilkynningar
Merki fyrir aðskilda förgun
í Evrópulöndum
Þetta merki segir til um að
þessari vöru skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Þessari vöru skal farga sér á
viðeigandi sorp- og
endurvinnslustöðvum. Ekki má fleygja
henni með heimilisúrgangi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum sem
sjá um úrvinnslu sorps.
Þetta merki á rafhlöðunni segir
til um að því skuli fargað sér.
Eftirfarandi á einungis við um
notendur í Evrópulöndum:
• Allar rafhlöður, hvort sem þær eru
merktar þessu tákni eða ekki, verður að
fara með á viðeigandi söfnunarstöð.
Ekki má farga rafhlöðunni með
heimilissorpi.
• Nánari upplýsingar má fá hjá
umboðsaðila eða staðaryfirvöldum sem
sjá um úrvinnslu sorps.
v
Efnisyfirlit
Öryggisatriði ............................................................................................................................................ ii
Tilkynningar ............................................................................................................................................. v
Myndavélarólin og linsulokið fest.................................................................................................................6
Opna og loka flassinu...........................................................................................................................................7
A hnappur (tökustilling)................................................................................................................................10
c hnappur (myndskoðun)..........................................................................................................................10
b hnappur (e fyrir upptöku)....................................................................................................................10
Notkun valmynda myndavélarinnar........................................................................................................12
Skipt á milli flipa í valmynd............................................................................................................................13
Um afsmellarann..................................................................................................................................................13
Fyrstu skrefin.......................................................................................................................................14
Rafhlöðurnar settar í ...........................................................................................................................14
Kveikt og slökkt á myndavélinni.................................................................................................................14
Tungumál skjátexta, dagsetning og klukka stillt......................................................................16
Minniskort sett í....................................................................................................................................18
Almenn ljósmyndun og myndskoðun: G Easy Auto Mode (einföld sjálfvirk stilling)...... 20
Skref 1 Kveiktu á myndavélinni og veldu stillinguna G (einföld sjálfvirk) .....................20
Vísar í stillingunni G (einföld sjálfvirk stilling)...................................................................................21
Skref 2 Rammaðu mynd inn.............................................................................................................22
Notkun aðdráttar..................................................................................................................................................23
Skref 3 Stilltu fókus og taktu mynd................................................................................................24
Skref 4 Myndir skoðaðar og þeim eytt .........................................................................................26
Val á umhverfi og tökustillingu (tegundir og einkenni umhverfisstillinga).....................36
Myndir teknar fyrir víðmynd..........................................................................................................................44
Myndir teknar sjálfkrafa af brosandi andlitum (stilling fyrir snjallandlitsmyndir).........46
Margar myndir teknar í röð á miklum hraða (raðmyndataka fyrir íþróttir).....................48
Raðmyndatökustillingum fyrir íþróttir breytt......................................................................................49
Auto Mode (sjálfvirk stilling) ............................................................................................................50
ISO Sensitivity (ISO-ljósnæmi)......................................................................................................................58
Color Options (litavalkostir)...........................................................................................................................59
Myndavélarstillingar sem ekki er hægt að stilla á sama tíma ...................................................60
vii
Efnisyfirlit
Meira um myndskoðun................................................................................................................... 61
Myndir skoðaðar á öllum skjánum.................................................................................................61
Nokkrar myndir skoðaðar í einu: Myndskoðun með smámyndum ...................................62
Nánari skoðun: Aðdráttur í myndskoðun....................................................................................64
Playback Menu (valmynd myndskoðunar).................................................................................66
a Print Order (prentröð)................................................................................................................................67
b Slide Show (skyggnusýning).................................................................................................................70
d Protect (verja)................................................................................................................................................71
f Rotate Image (snúa mynd).....................................................................................................................73
h Copy (afrita): Afritun milli minniskorts og innra minnis........................................................74
Mynd breytt.........................................................................................................................................75
I D-Lighting: Birtustig og birtuskil aukin............................................................................................76
g Small Picture (lítil mynd): Mynd smækkuð...................................................................................77
o Skurður: Skorið afrit búið til......................................................................................................................78
Upptaka hreyfimynda og spilun ..................................................................................................79
Tengt við sjónvarp, tölvu og prentara.......................................................................................90
Tengt við sjónvarp...............................................................................................................................90
Tengst við tölvu....................................................................................................................................92
Áður en myndavélin er tengd......................................................................................................................92
Myndir fluttar úr myndavél yfir í tölvu....................................................................................................93
Tenging við prentara..........................................................................................................................97
Myndavél og prentari tengd.........................................................................................................................98
Ein mynd prentuð í einu..................................................................................................................................99
Margar myndir prentaðar í einu...............................................................................................................100
AF assist (AF-aðstoð).......................................................................................................................................115
Auto Off (sjálfvirk slokknun)........................................................................................................................116
Format Memory (forsníða minni)/Format Card (forsníða minniskort).............................117
Language (tungumál)....................................................................................................................................118
TV Settings (sjónvarpsstillingar)...............................................................................................................119
Reset All (endurstilla allt)..............................................................................................................................121
Battery Type (gerð rafhlöðu) .....................................................................................................................123
Firmware Version (útgáfa fastbúnaðar)...............................................................................................124
ix
Efnisyfirlit
Varðandi umhirðu myndavélarinnar og almenna notkun ...............................................125
Takk fyrir að nota Nikon COOLPIX L120 stafræna myndavél. Þessari handbók er ætlað að
aðstoða þig við að taka myndir á stafrænu Nikon myndavélina þína. Lestu þessa handbók
vandlega fyrir notkun og geymdu hana þar sem allir notendur vörunnar geta nálgast
hana.
Tákn og venjur
Eftirfarandi tákn eru notuð til þess að auðvelda leit að upplýsingum sem á þarf að halda:
Þetta tákn merkir aðgát, upplýsingar
sem ætti að lesa fyrir notkun til þess
B
að koma í veg fyrir tjón á
myndavélinni.
Þetta tákn merkir góð ráð,
viðbótarupplýsingar sem gætu reynst
D
gagnlegar við notkun
myndavélarinnar.
Inngangur
Þetta tákn merkir athugasemdir,
upplýsingar sem ætti að lesa áður en
C
myndavélin er notuð.
Þetta tákn sýnir að ítarlegri
upplýsingar eru fáanlegar annars
A
staðar í þessari handbók eða í stutta
leiðarvísinum.
Táknun
• Secure Digital (SD) minniskort, SDHC-minniskort og SDXC-minniskort eru nefnd
„minniskort“.
• Vísað er í stillingar tækisins þegar það er keypt sem „upprunalegar stillingar.“
• Heiti valmyndaratriða sem birtast á skjá myndavélarinnar og heiti hnappa,
eða skilaboð sem birtast á tölvuskjánum, eru birt með breiðletrun.
Skjámyndir
Í þessari handbók er myndum oft sleppt úr dæmum af skjánum til þess að skjávísar sjáist
greinilegar.
Skýringarmyndir og skjámyndir
Skýringarmyndir og textaskjáir sem sýndir eru í þessari handbók geta litið öðruvísi út en
þau líta út á skjánum.
C Minniskort
Hægt er að vista myndir sem teknar eru með myndavélinni í innra minni vélarinnar eða á lausum
minniskortum. Ef minniskort er í myndavélinni eru allar nýjar myndir vistaðar á því og aðeins er hægt að
forsníða, eyða og skoða á minniskortinu. Fjarlægja verður minniskortið ef forsníða á innra minnið eða nota
það til að vista myndir, eyða þeim eða skoða þær.
1
Upplýsingar og varúðarráðstafanir
Símenntun
Nikon styður símenntun með stöðugum vörustuðningi og þjálfun og á eftirfarandi vefsíðum er að finna
upplýsingar sem stöðugt er verið að þróa og uppfæra:
Inngangur
• Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
• Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
• Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Mið-Austurlöndum: http://www.nikon-asia.com /
Á þessum síðum má finna nýjustu upplýsingar um vörur, góð ráð, svör við algengum spurningum (FAQ) og
almennar ráðleggingar um stafræna ljósmyndun og myndbirtingu. Hugsanlega er hægt að nálgast
viðbótarupplýsingar hjá umboðsaðila Nikon á hverjum stað. Samskiptaupplýsingar má finna á eftirfarandi
slóð:
http://imaging.nikon.com/
Notaðu eingöngu rafrænan aukabúnað frá Nikon
Nikon COOLPIX myndavélin eru hönnuð samkvæmt hæstu gæðastöðlum og í henni er flókinn rafeindabúnaður.
Einungis aukabúnaður frá Nikon (þar á meðal hleðslutæki, rafhlöður og straumbreytar) sem Nikon hefur
sérstaklega viðurkennt til notkunar með stafrænum Nikon-myndavélum er þannig úr garði gerður að virka
samkvæmt þeim vinnslu- og öryggiskröfum sem gilda um þennan rafeindabúnað.
NOTKUN Á RAFEINDABÚNAÐI SEM EKKI ER FRÁ
KANN AÐ ÓGILDA ÁBYRGÐINA FRÁ
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til þess að fá frekari upplýsingar um aukabúnað frá
Nikon.
Áður en mikilvægar myndir eru teknar
Áður en myndir eru teknar af mikilvægum viðburðum (s.s. brúðkaupi eða þegar myndavélin er tekin með í
ferðalag), skaltu taka prufumynd til að ganga úr skugga um að myndavélin virki með réttum hætti. Nikon ber
enga ábyrgð á skemmdum eða hagnaðarmissi sem bilun vörunnar getur leitt til.
Um handbækurnar
• Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumál í nokkru formi neina hluta
þeirra handbóka sem fylgja þessari vöru, án þess að fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi frá Nikon.
• Nikon áskilur sér rétt til þess að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og hugbúnaðar sem lýst er í þessum
handbókum hvenær sem er og án frekari fyrirvara.
• Nikon ber ekki ábyrgð á neinum skemmdum sem hlotist geta af notkun á þessari vöru.
• Þótt allt hafi verið gert til þess að tryggja að upplýsingar í þessum handbókum séu réttar og fullnægjandi,
væru ábendingar til umboðsaðila Nikon á þínum stað (heimilisfang veitt sér) um villandi eða ónógar
upplýsingar vel þegnar.
NIKON GETUR LEITT TIL SKEMMDA Á MYNDAVÉLINNI OG
NIKON.
2
Upplýsingar og varúðarráðstafanir
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að ef efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna, stafrænni
myndavél eða öðru tæki sem haft er undir höndum getur slíkt verið refsivert gagnvart lögum.
• Hlutir sem bannaðir eru samkvæmt lögum að afrita eða endurgera
Ekki skal afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf gefin út af
staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða endurgerðir séu stimplaðar „Sýnishorn“. Afritun eða endurgerð
peningaseðla, myntar eða verðbréfa sem eru í umferð erlendis er ekki heimil. Afritun og endurgerð
ónotaðra frímerkja eða póstkorta sem gefin eru út af ríkinu er bönnuð, nema með fyrirfram fengnu leyfi frá
yfirvöldum. Afritun eða endurgerð frímerkja sem gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala sem mælt er fyrir
um í lögum er bönnuð.
• Aðgát við tiltekin afrit og endurgerðir
Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir varðandi afritun eða endurgerð á verðbréfum sem gefin eru út af
einkafyrirtækjum (hlutabréfum, víxlum, ávísunum, gjafabréfum o.s.frv.), farmiðum eða afsláttarmiðu m, nema
þegar nauðsynlegur lágmarksfjöldi afrita er gefinn út til viðskiptanota í fyrirtæki. Ekki skal heldur afrita eða
endurgera vegabréf sem yfirvöld gefa út, leyfisskírteini sem opinberar stofnanir og lokaðir hópar gefa út,
nafnspjöld og miða, eins og aðgangsmiða eða matarmiða.
• Uppfylla skal höfundarréttartilkynningar
Afritun eða endurgerð hugverka sem varin eru með höfundarrétti, eins og bóka, málverka,
tréskurðarmynda, prentana, korta, teikninga, kvikmynda og ljósmynda eru háð staðbundnum og
alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Ekki skal nota þessa vöru í þeim tilgangi að gera ólögleg afrit eða til
þess að brjóta höfundarréttarlög.
Gagnageymslubúnaði fargað
Athuga skal að þegar myndum er eytt eða minniskort eða önnur gagnageymslutæki eru forsniðin eyðast
upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er hægt að endurheimta skrár sem hefur verið eytt með
til þess gerðum hugbúnaði, sem hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum
myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans að tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Áður en gagnageymslutæki er fargað eða fengið öðrum skal eyða öllum gögnum af því með til þess gerðum
hugbúnaði, eða forsníða tækið og fylla síðan aftur með myndum sem innihalda engar viðkvæmar
upplýsingar (t.d. myndir þar sem ekkert sést nema himininn). Skiptu líka um mynd sem valinn er til birtingar á
upphafsskjánum (A 105). Gæta skal þess að forðast meiðsli þegar gagnageymslutæki eru eyðilögð.
Festu linsulokið við myndavélarólina og festu síðan ólina við myndavélina.
Inngangur
Fest á tveimur stöðum.
B Linsulok
• Fjarlægðu linsulokið áður en þú smellir af.
• Settu lokið á linsuna til að verja hana þegar þú ert ekki að taka myndir, t.d. þegar slökkt er á myndavélinni
eða þegar þú heldur á henni.
6
Hlutar myndavélarinnar
Opna og loka flassinu
Ýttu á hnappinn m (flass) til að opna flassið.
• Frekari upplýsingar um stillingu flassins er að finna í „Flassið notað“ (A 28).
Þegar ekki er verið að nota flassið skal ýta því varlega niður þar til það smellur á sinn stað.
•
Inngangur
7
Hlutar myndavélarinnar
1
m 0 0 s
1
m 0 0 s
F3 .1
1/ 125
+1 .0
9 9 9
9 9 9 9
9 99
32 00
Skjárinn
Eftirfarandi vísar og tákn geta birst á skjánum meðan á myndatöku og myndskoðun
stendur (það sem birtist á skjánum fer eftir stillingum hverju sinni).
Inngangur
Vísarnir og myndupplýsingarnar sem birtast á skjánum í myndatöku og myndskoðun
hverfa eftir fáeinar sekúndur (A 110).
Ýttu fjölvirka valtakkanum
J til að velja flipann.
Ýttu fjölvirka valtakkanum
H eða I til að velja flipa
Valmyndin sem valin var
birtist.
og ýttu svo á hnappinn
k eða K.
Opnaðu flipana með því að ýta fjölvirka valtakkanum J á meðan valmyndin birtist í
eftirfarandi stillingum.
• Einfaldri sjálfvirkri stillingu, umhverfisstillingu og stillingu fyrir snjallandlitsmyndir
Um afsmellarann
Myndavélin er með tveggja þrepa afsmellara. Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður til þess
að stilla fókus og lýsingu og stoppaðu þegar þú finnur fyrirstöðu. Þegar afsmellaranum
er ýtt hálfa leið niður eru fókus og lýsing (gildi fyrir lokarahraða og ljósop) stillt. Fókus og
lýsing haldast læst á meðan afsmellaranum er haldið niðri hálfa leið.
Hægt er að smella af og taka mynd, þegar afsmellaranum er haldið í þessari stöðu, með
því að ýta honum alla leið niður. Ekki beita afli þegar þú ýtir afsmellaranum niður þar
sem það getur valdið því að myndavélin hristist og myndin verði óskýr.
Ýttu afsmellaranum
hálfa leið niður til að
stilla fókusinn og
lýsinguna.
Ýttu afsmellaranum
alla leið niður til að
taka mynd.
13
Fyrstu skrefin
Rafhlöðurnar settar í
1 Opnaðu rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina.
Áður en rafhlöðuhólfið/minniskortaraufin er opnuð skaltu snúa
myndavélinni á hvolf til að koma í veg fyrir að rafhlöðurnar detti úr
henni.
Myndavélin, rafhlöðurnar eða minniskortið eru mögulega heit strax
Fyrstu skrefin
eftir notkun myndavélarinnar. Gætið öryggis þegar rafhlöðurnar
eða minniskortið er fjarlægt.
2 Settu rafhlöðurnar í
Gakktu úr skugga um að jákvæðu (+) og neikvæðu (-) tengin snúi
rétt eins og lýst er á miðanum í opinu á rafhlöðuhólfinu og settu
svo rafhlöðurnar í.
3 Lokaðu rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni.
Renndu hlífinni á og þrýstu um leið á svæðið sem er merkt með 2.
* Ekki er hægt að nota EN-MH1 Ni-MH hleðslurafhlöður.
Kveikt og slökkt á myndavélinni
Fjarlægðu linsulokið og ýttu svo á aflrofann til að kveikja á
myndavélinni. Straumljósið (grænt) kviknar og svo kviknar á
skjánum (straumljósið slokknar þegar það kviknar á skjánum).
Ýttu aftur á aflrofann til að slökkva á myndavélinni. Þegar
slokknar á myndavélinni slokknar á straumljósinu og skjánum.
Ef slökkt er á myndavélinni skaltu halda hnappinum
c niðri til þess að kveikja á myndavélinni í
myndskoðunarstillingu (A 26).
3
1
2
1
2
3
14
Rafhlöðurnar settar í
B
Ef textinn „Turn the camera off, remove the lens cap, and turn the camera on.“
(slökktu á myndavélinni, fjarlægðu linsulokið og kveiktu á myndavélinni) birtist á
skjánum
Gakktu úr skugga um að linsulokið hafi verið fjarlægt og slökktu og kveiktu á myndavélinni.
B Rafhlöðurnar fjarlægðar
Slökktu á myndavélinni og gakktu úr skugga um að slökkt sé á bæði straumljósinu og skjánum áður en þú
opnar rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina.
B Fleiri varúðarráðstafanir varðandi rafhlöður
• Lestu og fylgdu viðvörunum (A iii, 126).
• Lestu og farðu eftir viðvörunum fyrir rafhlöðuna á bls. iii og í kaflanum „Rafhlaðan“ (A 126) áður en
rafhlaðan er notuð.
• Ekki nota saman gamlar og nýjar rafhlöður eða ólíkar tegundir af rafhlöðum.
• Ekki er hægt að nota rafhlöður með eftirfarandi göllum:
Fyrstu skrefin
Rafhlöður með skemmda
húð
Rafhlöður með einangrunarefni
sem hylur ekki svæðið í kringum
neikvæða skautið
Rafhlöður með flötu
neikvæðu skauti
B Varðandi EN-MH2 Ni-MH hleðslurafhlöður
Þegar EN-MH2 rafhlöður eru notaðar í COOLPIX L120 skal hlaða fjórar rafhlöður í einu með MH-73
hleðslutæki (A 123, 129).
B Gerð rafhlöðu
Til að auka afkastagetu rafhlaðanna skaltu stilla gerð rafhlaðna (A 123) í uppsetningarvalmyndinni (A 103)
til samræmis við rafhlöðurnar sem eru í myndavélinni.
Sjálfgefin stilling er sú tegund rafhlaðna sem fylgir með vélinni þegar hún er keypt. Kveiktu á myndavélinni
og breyttu stillingunni ef þú notar einhverja aðra tegund rafhlaðna.
C Alkaline-rafhlöður
Afkastageta alkaline-rafhlaðna getur verið mjög breytileg eftir framleiðendum. Veldu áreiðanlega
vörutegund.
C Aðrir aflgjafar
Ef þú vilt nota myndavélina stöðugt í langan tíma skaltu nota EH-67 straumbreyti (seldur sér) (A 129). Ekki
skal undir nokkrum kringumstæðum nota aðrar gerðir straumbreyta. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt
getur myndavélin skemmst eða hún ofhitnað.
C Orkusparnaður (Auto Off (sjálfvirk slokknun))
Ef engar aðgerðir eru framkvæmdar í tiltekinn tíma slokknar á skjánum, myndavélin fer í biðstöðu og
straumljósið blikkar. Ef ekkert er gert í myndavélinni í þrjár mínútur í viðbót slokknar á henni.
Þegar ýtt er á einhvern takka á meðan að straumljósið blikkar kviknar á skjánum.
➝ Aflrofi, afsmellari, hnappurinn A, hnappurinn c eða hnappurinn b (e fyrir upptöku)
Í töku- eða myndskoðunarstillingu fer myndavélin í biðstöðu eftir u.þ.b. eina mínútu (sjálfgefin stilling).
• Hægt er að breyta því hversu langur tími líður áður en myndavélin fer í biðstöðu í valkostinum Auto off
(sjálfvirk slokknun) (A 116) í uppsetningarvalmyndinni (A 103).
15
Tungumál skjátexta, dagsetning og klukka stillt
Tungumálaval og dagsetningar- og tímastilling fyrir klukku myndavélarinnar birtast
þegar kveikt er á myndavélinni í fyrsta sinn.
1 Ýttu á aflrofann til að kveikja á myndavélinni.
Straumljósið (grænt) kviknar og svo kviknar á skjánum
Fyrstu skrefin
(straumljósið slokknar þegar það kviknar á skjánum).
2 Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða
I til að velja tungumál og ýttu á
hnappinn k.
Fjölvirkur valtakki
3 Ýttu H eða I til að velja Yes (já) og ýttu svo á
hnappinn k.
Til að hætta við að stilla tímabelti og dagsetningu velurðu No
(nei).
4 Ýttu J eða K til að velja heimatímabelti
(A 109) og ýttu á hnappinn k.
D Sumartími
Ef sumartími er í gildi skaltu ýta H til að stilla á sumartíma um leið og
svæðið er valið í skrefi 4.
Þegar stillt er á sumartíma sést W efst á skjánum. Ýttu I til að stilla af
sumartíma.
16
Language
Cancel
Time zone and date
Choose time zone and
set date and time?
Yes
No
Cancel
London
Casablanca
Back
London
Casablanca
Back
Tungumál skjátexta, dagsetning og klukka stillt
5 Ýttu H eða I til að velja dagsetningarsnið og
ýttu svo á hnappinn k eða K.
6 Ýttu H, J, I eða K til að stilla dagsetninguna
og ýttu svo á hnappinn k.
Veldu atriði: Ýttu K eða J (til að skipta á milli D (dagur), M
(mánuður), Y (ár), klukkustundar og mínútu).
Breyttu valda atriðinu: Ýttu H eða I.
Gerðu stillinguna virka: Veldu mínútu og ýttu síðan á
hnappinn k eða K.
7 Gakktu úr skugga um að linsulokið hafi verið
fjarlægt og ýttu svo á hnappinn A.
Linsan gengur út og valskjár tökustillinga birtist.
8 Þegar Easy auto mode (einföld sjálfvirk
stilling) birtist skaltu ýta á hnappinn k.
Myndavélin fer í tökustillingu og hægt er að taka myndir í
einfaldri sjálfvirkri stillingu (A 20).
Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða I og ýttu svo á hnappinn
k til að skipta yfir í aðra tökustillingu (A 33).
Date format
Y/M/D
Year/Month/Day
M/D/Y
Month/Day/Year
D/M/Y
Day/Month/Year
Date and time
DMY
0101
Press this button in
shooting mode for
shooting-mode
selection menu.
2011
0000
Edit
Easy auto mode
Fyrstu skrefin
D Prentun dagsetningar og dagsetningu og tíma breytt
• Til að setja dagsetningu á myndir skaltu velja Print date (prenta dagsetningu) (A 112) í
uppsetningarvalmyndinni (A 103) eftir að dagsetning og tími hafa verið stillt.
• Til að breyta stillingum dagsetningar og tíma í klukku myndavélarinnar velurðu Time zone and date
(tímabelti og dagsetning) (A 106) í uppsetningarvalmyndinni (A 103).
17
Minniskort sett í
Gögn eru vistuð í innra minni myndavélarinnar (u.þ.b. 102 MB) eða á lausum Secure
Digital (SD) minniskortum (seld sér; (A 129)).
Ef minniskort er í myndavélinni eru myndir sjálfkrafa vistaðar á minniskortinu og hægt
er að skoða, eyða eða flytja myndir sem vistaðar eru á minniskortinu. Fjarlægðu
minniskortið til þess að vista myndirnar í innra minninu eða til þess að skoða, eyða eða
flytja myndir úr innra minninu.
Fyrstu skrefin
1 Gakktu úr skugga um að slökkt sé á
straumljósinu og skjánum og opnaðu
rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina.
Gakktu úr skugga um að slökkt sé á myndavélinni áður en
rafhlöðuhólfið/minniskortaraufin er opnuð.
Áður en rafhlöðuhólfið/minniskortaraufin er opnuð skaltu
snúa myndavélinni á hvolf til að koma í veg fyrir að
rafhlöðurnar detti úr henni.
2 Settu minniskortið í.
Renndu minniskortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
B Minniskort sett í
Ef minniskortið er sett öfugt í eða á hvolfi getur það
skemmt myndavélina eða minniskortið. Gakktu úr skugga um
að minniskortið snúi rétt.
3 Lokaðu rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni.
3
1
2
Minniskort fjarlægð
Slökktu á myndavélinni og gakktu úr skugga um að slökkt
sé á bæði straumljósinu og skjánum áður en þú opnar
rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina.
Ýttu á kortið (1) þannig að það ýtist að hluta út og notaðu
svo fingurna til að taka það úr. Gættu þess að taka kortið
beint upp úr, ekki á ská (2).
• Myndavélin, rafhlaðan eða minniskortið eru mögulega
heit strax eftir notkun myndavélarinnar. Gætið öryggis
þegar rafhlöðurnar eða minniskortið er fjarlægt.
18
12
Loading...
+ 134 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.