Lenovo Tab E10 User Guide [is]

Lenovo Tab E10
Notkunarleiðbeiningar
Lenovo TB-X104F Lenovo TB-X104F1 Lenovo TB-X104L Lenovo TB-X104X
Allar upplýsingar merktar með * í þessum leiðarvísi eiga aðeins við um WLAN+LTE-gerðina (Lenovo TB-X104L/Lenovo TB-X104X).

Grunnatriði

Lestu eftirfarandi áður en þessar upplýsingar og viðkomandi vara eru notuð:
Öryggi, ábyrgð og stuttur leiðarvísir Reglutilkynning
„Mikilvægar upplýsingar varðandi öryggi og meðhöndlun“ í „Viðauka“. Öryggi, ábyrgð og stuttan leiðarvísi og tilkynningu varðandi regluverk má nálgast á vefsvæðinu http://support.lenovo.com.
Athugaðu: Allar myndir og teikningar í þessu skjali eru aðeins til viðmiðunar og geta verið mismunandi frá endanlegri vöru.
Lenovo Help
Vantar þig aðstoð? Forritið Lenovo Help er þér innan handar til að aðstoða við að fá beinan aðgang að stoðþjónustu Lenovo á netinu og að spjallsvæðum*, algengum spurningum og svörum*, kerfisuppfærslum*, aðgerðarprófum vélbúnaðar, könnun á stöðu ábyrgðar*, þjónustubeiðnum** og stöðu viðgerða**.
Athugaðu: * krefst aðgangs að gagnanetkerfi. ** er ekki í boði í sumum löndum.
Forritið má nálgast með tvennum hætti:
Leitaðu að forritinu og sæktu það á Google Play.
Skannaðu eftirfarandi QR-kóða með Lenovo Android-tæki.
Tæknilýsing
Gerð Lenovo TB-X104F/Lenovo TB-X104F1 Lenovo TB-X104L/Lenovo TB-X104X CPU Rafhlaða 4850mAh 4850mAh
Þráðlaus samskipti
Athugaðu: Lenovo TB-X104L/Lenovo TB-X104X styður LTE-svið 1, 2, 3, 5, 7, 8, 20, 38 og 40, en í sumum löndum er LTE þó ekki stutt. Hafðu samband við farsímafyrirtæki þitt til að fá að vita hvort að tækið virki með LTE netkerfum í landi þínu.
Qualcomm
Bluetooth 4.2; WLAN 802.11 b/g/n; 2,4GHz; GPS
®Snapdragon™210 Qualcomm®Snapdragon™210
Bluetooth 4.2; WLAN 802.11 b/g/n; 2,4GHz; GPS/A-GPS; FDD-LTE/TDD-LTE/UMTS/GSM
Heimaskjár
Heimaskjárinn er upphafsstaðurinn við notkun tækisins. Þér til þæginda hefur heimaskjárinn þegar verið settur upp með nokkrum notadrjúgum forritum og græjum.
Athugaðu: Eiginleikar tækisins og heimaskjárinn geta verið mismunandi eftir staðsetningu, tungumáli, símafyrirtæki og gerð búnaðar.
Þú getur sérsniðið þinn eigin heimaskjá hvenær sem er.
Heimaskjár
Á fyrsta heimaskjánum eru leitarstika Google og nokkur gagnleg forrit.
Forskoðunarskjár
Haltu fingri einhvers staðar á heimaskjánum nema á táknunum.
Neðst á skjánum eru VEGGFÓÐUR, GRÆJUR og HEIMASTILLINGAR.
Bæta græju við heimaskjá
Pikkaðu á
hana síðan þangað sem þú vilt hafa hana og slepptu.
Skipt um veggfóður
Haltu fingri einhvers staðar á heimaskjánum nema á táknunum, veldu VEGGFÓÐUR neðst á
skjánum og veldu síðan veggfóður.
Farðu í Stillingar > Skjár > Ítarlegt > Veggfóður og veldu veggfóður.
Forrit fært yfir á annan skjá
Haltu fingri á forritinu sem þú vilt færa, dragðu það þangað sem þú vilt setja það og slepptu svo.
Forrit fjarlægt
1. Pikkaðu á og haltu inni forritinu sem þú vilt fjarlægja.
2. Dragðu að
Athugið: Ekki er hægt að fjarlægja sum af kerfisforritunum.
neðst á forskoðunarskjánum, haltu fingri á þeirri græju sem þú vilt bæta við, færðu
, slepptu síðan og pikkaðu á Í lagi.
Skjáhnappar
Þrír hnappar eru neðst á skjánum.
Bakkhnappur: Pikkaðu á til að fara aftur á fyrri síðu.
Heimahnappur: Pikkaðu á til að fara aftur á sjálfgefinn heimaskjá.
Hnappur fyrir nýlegt: Pikkaðu á til að skoða nýleg forrit. Því næst geturðu gert eftirfarandi:
Pikkaðu á forrit til að opna það. Renndu forritsglugga til hægri eða vinstri til að loka honum. Pikkaðu á til að stöðva keyrslu á forritinu. Pikkaðu á til að stöðva keyrslu á öllum forritum.
Tilkynningar og flýtistillingar
Tilkynningasvæði lætur þig vita um ný skilaboð, USB-tengingu og aðgerðir í gangi, eins og niðurhal skráa. Flýtistillingasvæðið gefur þér aðgang að stillingum sem oft eru notaðar, eins og WLAN-rofanum.
Þú getur gert eitthvað af eftirfarandi:
Strjúktu ofan frá og niður skjáinn til að sjá tilkynningar.
Strjúktu neðan frá og upp skjáinn til að loka tilkynningasvæðinu.
Strjúktu frá vinstri eða hægri yfir tilkynningu til að hafna henni.
Pikkaðu á HREINSA ALLT neðst á tilkynningasvæðinu til að hafna öllum tilkynningum.
Strjúktu tvisvar ofan frá og niður skjáinn til að opna flýtistillingasvæðið.
Strjúktu tvisvar neðan frá og upp til að loka flýtistillingasvæðinu.
Þvinga lokun/endurræsingu
Haltu aflrofanum inni í um 10 sekúndur þar til tækið slekkur á sér. Kveiktu svo aftur á því á venjulegan hátt.

Stilling fyrir skiptan skjá

Stilling fyrir skiptan skjá notuð
Aðferð 1
1. Opnaðu forrit og pikkaðu svo á
2. Haltu fingri á fyrsta forritinu, dragðu það á „Dragðu hingað til að skipta skjánum“ og slepptu
því svo. Þetta forrit verður fest á sínum stað.
3. Pikkaðu á
skiptan skjá.
Aðferð 2
1. Opnaðu forrit og haltu svo
2. Pikkaðu á
skiptan skjá.
Athugaðu: Ekki er hægt að nota öll forrit í stillingu fyrir skiptan skjá.
> , veldu hitt forritið sem þú vilt opna og þá birtast forritin tvö í stillingu fyrir
> og veldu hitt forritið sem þú vilt opna. Forritin tvö birtast þá í stillingu fyrir
.
inni. Þetta forrit verður fest á sínum stað.
Stillingar fyrir skiptan skjá
Í stillingu fyrir skiptan skjá geturðu gert eftirfarandi:
Skipt út síðara forritinu
Pikkaðu á
Stillt stærð skipta skjásins
Renndu „
> til að velja annað forrit.
“ á milli skjáanna tveggja til að stilla stærð skipta skjásins.
Hætt í stillingu fyrir skiptan skjá
Þú getur hætt í stillingu fyrir skiptan skjá með því að:
Velja forrit sem styður ekki stillingu fyrir skiptan skjá.
Halda inni til að fara í stillingu fyrir allan skjáinn.

Margir notendur

Margir notendur
Þrjár gerðir notenda eru til:
Eigandi: Eigandi hefur fulla stjórn á öllum notendaheimildum og stjórnar öllum notendareikningum.
Bæta gesti við: Það er aðeins einn gestareikningur. Gestur hefur takmarkaðan aðgang að tækinu.
Nýr notandi: Hægt er að vera með marga notendareikninga, þ.m.t. reikninga fyrir venjulega
notendur og notendur á barnsaldri. Venjulegur notandi getur stjórnað reikningum notenda á
barnsaldri. Á reikningum notenda á barnsaldri eru mörg barnvæn forrit í boði, þ.m.t. myndskeið,
leikir og tónlist, auk þess sem hægt er að hafa umsjón með öðru efni gegnum barnalæsinguna.
Nýir notendareikningar stofnaðir
Pikkaðu á Stillingar > Notendur og reikningar > Notendur > ADD USER til að stofna notendareikninga.
Pikkaðu á > CONTINUE til að stofna venjulegan notandareikning.
Pikkaðu á > CONTINUE til að stofna notanda á barnsaldri.
Athugaðu: Áður en þú bætir við notandareikningi fyrir barn þarftu að setja upp skjálás til að
verja forritin þín og persónuupplýsingar.
Skipt á milli notendareikninga
Strjúktu yfir heimaskjáinn ofan frá og pikkaðu svo á notendamyndir til að skipta á milli mismunandi
notendareikninga.
Á lásskjánum geturðu val myndir sem þú vilt skipta um og því næst pikkað og strokið upp til að
skipta yfir í annan notandareikning.
Notandareikningi eytt
Pikkaðu á Stillingar > Notendur og reikningar > Notendur og pikkaðu svo á við hliðina á reikningnum sem þú vilt eyða. Pikkaðu svo á DELETE USER > EYÐA.

Myndavél

Til að opna myndavélarforritið ferðu í Camera.
Taka myndir og myndskeið
Þú getur tekið myndir og myndskeið með innbyggðri myndavél tækisins.
Pikkaðu á til að taka mynd.
Pikkaðu á til að taka upp myndskeið.
Pikkaðu á til að skipta yfir í víðmyndastillingu.
Pikkaðu á / til að skipta á milli fremri og aftari myndavélar.
Pikkaðu á / til að opna eða loka HDR.
Taka skjámyndir
Haltu fingri á aflrofanum og hnappinum til að lækka hljóðstyrk samtímis.
Skoða myndir og myndskeið
Myndir og myndskeið eru vistuð í innri geymslu tækisins. Hægt er að skoða myndir og myndskeið með því að nota eftirfarandi aðferðir:
Pikkaðu á smámyndina þegar þú notar forritið Camera.
Farðu í Myndir.
Farðu í Files Go. Skjámyndir eru vistaðar í innri geymslu tækisins. Þú getur skoðað skjámyndirnar með því að nota
eftirfarandi aðferðir:
Farðu í Myndir.
Farðu í Files Go.

Netkerfi

Þú þarft að setja upp þráðlaust net áður en þú tengist internetinu.
Uppsetning á WLAN-netkerfi.
*Uppsetning á farsímakerfi.
Uppsetning á VPN-neti. Einnig getur þú deilt farsímakerfi þínu með öðrum.
*Uppsetning á heitum reit.
Uppsetning á WLAN-netkerfi
Opnaðu Stillingar > Netkerfi og internet > WLAN. Kveiktu á WLAN-rofanum og pikkaðu á heitan WLAN-reit á listanum til að tengjast internetinu. Þegar þú tengist öruggum heitum reit þarftu að slá inn aðgangsorð til að tengjast.
Uppsetning á farsímakerfi
Opnaðu Stillingar > Netkerfi og internet > Farsímakerfi > Gagnanotkun.
Athugaðu: Þú þarft að hafa gilt SIM-kort með gagnaþjónustu. Ef þú ert ekki með SIM-kort skaltu hafa samband við símafyrirtækið.
Setja upp VPN-net
VPN-net eru notuð innan fyrirtækja og stofnana til að hægt sé að senda trúnaðarupplýsingar á öruggan hátt gegnum opin net. Þú gætir þurft að setja upp VPN-net til dæmis til að komast í tölvupóstinn þinn í vinnunni. Spyrðu stjórnanda netkerfisins um stillingar sem eru nauðsynlegar til að stilla VPN-net fyrir þitt netkerfi.
Opnaðu Stillingar > Netkerfi og internet > VPN.
Pikkaðu á til að breyta VPN-uppsetningu, þar á meðal heiti, tegund og vistfangi þjóns, og
pikkaðu síðan á VISTA.
Pikkaðu á heiti VPN-netþjóns, sláðu inn notandanafn og aðgangsorð og pikkaðu síðan á
TENGJAST til að tengjast VPN-netinu.
Pikkaðu á til að breyta eða eyða VPN-neti.
Athugaðu: Þú þarft að stilla mynstur, PIN-númer eða aðgangsorð fyrir lásskjáinn áður en þú notar VPN-net. Farðu í Stillingar > Öryggi og staðsetning > Skjálás til að velja valkost fyrir skjálás og setja upp skjálásinn.
*Uppsetning á heitum reit
Þú getur notað persónulegan heitan reit til að deila internettengingu með tölvu eða öðru tæki. Opnaðu Stillingar > Netkerfi og internet > Heitur reitur og tjóðrun og gerðu eftirfarandi:
Kveikja á Heitur WLAN reitur.
Pikkaðu á Setja upp heitan WLAN reit til að stilla heita reitinn. Þú getur einnig notað Bluetooth-tjóðrun eða USB-tjóðrun.
Athugaðu: Segðu vinum þínum frá heiti netsins og aðgangsorðinu og þá geta þeir tengst farsímakerfinu þínu.

Internet

Þú getur flett upp á vefnum ef tækið er tengt þráðlausu neti eða farsímakerfi. Til að opna vafraforritið skaltu fara í Chrome.
Vefsíður heimsóttar
Þú getur notað forritið Chrome til að heimsækja vefsíður.
Sláðu inn veffang
Þú þarft ekki að slá inn fullt veffang á „http://“-vefsvæði til að opna það.
Til að fara á „http://www.lenovo.com“ slærðu einfaldlega „www.lenovo.com“ inn í veffangastikuna og
pikkar á Opna.
Leitarorð
Þú getur einnig slegið leitarorð inn í veffangastikuna til að leita að vefsíðum.
Þú getur stillt leitarvél í
Bæta við nýrri vefsíðu
Pikkaðu á
Pikkaðu á
Loka vefsíðu
Pikkaðu á
Endurnýja vefsíðu
Pikkaðu á
Pikkaðu á
> New tab til að bæta við nýjum vefsíðuflipa. > New incognito tab til að heimsækja vefsíðu án þess að skilja eftir slóð.
til að loka vefsíðuflipa.
til að endurnýja vefsíðu. til að fara aftur á fyrri vefsíðu.
> Settings > Search engine.
Pikkaðu á
til að fara áfram á nýlega vefsíðu.
Vista vefsíður
Þú getur vistað myndir og vefsíður í innra minni tækisins.
Vista myndir
Haltu myndinni inni og pikkaðu síðan á Download image.
Bókamerkja vefsíður
Pikkaðu á til að bæta vefsíðu í Bookmarks.
Pikkaðu á
> Bookmarks til að skoða bókamerki.
Stilla aðgengisvalkosti
Pikkaðu á > Settings > Accessibility til að stilla textastærð og aðdrátt vefsíðu.

Samstilling

Þú getur flutt gögn á milli tækisins og tölvunnar, svo sem tónlist, myndir, myndbönd, skjöl, Android­forritapakka (APK) og fleira.
Tengja tækið við tölvuna
Tækið tengt við tölvu með USB-snúru. Strjúktu niður skjáinn ofan frá. Tilkynningin „USB fyrir skráaflutning“ birtist á tilkynningastikunni. Pikkaðu á USB fyrir skráaflutning til að sjá aðra valkosti.
Val á tölvutengistillingu
Þú getur valið eitt af eftirfarandi:
Margmiðlunartæki (MTP): Veldu þessa stillingu ef þú vilt flytja efnisskrár eins og myndir,
myndskeið og hringitóna milli spjaldtölvunnar og tölvunnar.
Myndavél (PTP): Veldu þessa stillingu ef þú vilt aðeins flytja myndir og myndskeið milli
spjaldtölvunnar og tölvunnar.
Hlaða þetta tæki: Veldu þessa stillingu ef þú vilt bara hlaða símann.
MIDI: Veldu þessa stillingu ef þú vilt að MIDI-virk forrit í tækinu vinni með MIDI-hugbúnað í
tölvunni.
Uppsetning APK-pakka
Fylgdu þessum skrefum:
Stilltu tækið á að leyfa uppsetningu forrita frá óþekktum aðilum.
Opnaðu Stillingar > Forrit og tilkynningar > Ítarlegt > Sérstakur forritaaðgangur > Setja upp
óþekkt forrit, veldu forrit til að setja upp forrit og pikkaðu á Leyfa frá þessum uppruna.
Afritaðu APK-skrána úr tölvunni í tækið með stillingunni „Margmiðlunartæki (MTP)“.
Opnaðu forritaflokkinn í Files Go.

Stillingar

Heimaskjár stillinga
Pikkaðu á Stillingar til að komast á heimaskjá stillinga.
Þegar þú stillir einhverja aðra eiginleika (fyrir utan Google, tímasetta ræsingu og slokknun og
svo framvegis) fyrir tækið skaltu strjúka yfir skjáinn til hægri eða pikka á
flýtileiðaskjáinn fyrir stillingar.
Tungumál stillt
Opnaðu Stillingar > Kerfi > Tungumál og inntak > Tungumál > Bæta við tungumáli.
Veldu tungumálið sem þú vilt bæta við.
Haltu inni til að draga tungumálið sem bætt var við í fyrstu línuna.
til að opna

Viðauki

Mikilvægar upplýsingar varðandi öryggi og meðhöndlun
Til að forðast líkamstjón, eignatjón eða óviljandi skemmdir á vörunni skal lesa allar upplýsingar í þessum kafla áður en varan er notuð. Fleiri ábendingar um örugga notkun tækisins eru á
http://www.lenovo.com/safety.
Sýndu aðgát við meðhöndlun tækisins
Ekki láta tækið falla, sveigja það eða gera göt á það, né heldur stinga aðskotahlutum inn í það eða leggja þunga hluti á það. Viðkvæmir hlutir inni í geta skemmst. Skjár tækisins er úr gleri. Glerið getur brotnað ef tækið er látið falla niður á hart yfirborð, ef það verður fyrir þungu höggi eða ef það lendir undir þungum hlut. Ef brotnar upp úr glerinu eða sprunga kemur á það skal ekki snerta brotna glerið eða reyna að fjarlægja það úr tækinu. Hættu þegar í stað notkun tækisins og hafðu samband við tæknistoðþjónustu Lenovo til að fá ráðgjöf um viðgerðir, endurnýjun eða förgun. Þegar þú notar tækið skaltu halda því í burtu frá heitu eða háspennu umhverfi, svo sem rafmagnstæki, rafmagnshitunarbúnaði eða eldunarbúnaði. Til að koma í veg fyrir skemmdir á tækinu skal aðeins nota það við hitastig frá 0 °C til 40 °C (við geymslu -20 °C til 60 °C). Haldið tækinu frá vatni, regni, miklum raka, svita eða öðrum vökvum.
Ekki taka tækið í sundur eða breyta því
Tækið er lokuð eining. Inni í tækinu eru engir íhlutir sem notandi getur gert við eða sinnt viðhaldi á. Allt viðhald innri íhluta verður að fara fram hjá viðgerðaraðila sem er vottaður af Lenovo eða tæknimanni með heimild frá Lenovo. Allar tilraunir til að opna tækið eða breyta því ógilda ábyrgðina.
Tilkynning varðandi innbyggðu hleðslurafhlöðuna
Ekki reyna að skipta um innbyggðu litíum-ion hleðslurafhlöðuna. Hætta er á sprengingu ef sett er í ný rafhlaða af rangri tegund. Hafðu samband við hjálparmiðstöð Lenovo til að fá nýja.
Viðvörun vegna plastpoka
HÆTTA: Plastpokar geta verið hættulegir. Haldið plastpokum fjarri smábörnum og yngri börnum til að komast hjá hættu á köfnun.
Upplýsingar um spennubreyti
Passaðu að tækið og hleðslutækið verði ekki blautt.
Ekki sökkva tækinu í vatn eða skilja það eftir á stað þar sem það getur komist í snertingu við vatn
eða aðra vökva.
Notið aðeins viðurkenndar aðferðir við hleðslu.
Athugið: Notið aðeins staðlaða spennubreyta frá Lenovo. Notkun spennubreyta frá þriðju aðilum
hefur áhrif á hleðsluhraða, sem skilar sér í óeðlilegri hleðslu og getur hugsanlega skemmt
búnaðinn.
Tengið staðlaðan spennubreyti við viðeigandi rafmagnsinnstungu. Notið staðlaða gagnasnúru til að tengja tækið við tölvu eða tæki sem samræmist USB 2.0 eða nýrri útgáfu.
Hleðslutæki geta hitnað við venjulega notkun. Tryggið að fullnægjandi loftræsting sé til staðar umhverfis hleðslutækið. Takið hleðslutækið úr sambandi ef eitthvað af eftirfarandi gerist:
Hleðslutækið hefur fengið á sig regnvatn, vökva eða mikinn raka.
Hleðslutækið ber merki um skemmdir.
Þú þarft að hreinsa hleðslutækið.
Varúð: Lenovo ber ekki ábyrgð á frammistöðu eða öryggi tækja sem ekki eru framleidd eða samþykkt af Lenovo. Notaðu aðeins samþykktar Lenovo AC millistykki og rafhlöður.
EU ErP (EcoDesign) tilskipun (2009/125/EB) – ytri straumbreytar (reglugerð (ESB) 2019/1782)
Lenovo vörur eru hannaðar til að virka með úrvali af samhæfum straumbreytum. Farðu á
https://www.lenovo.com/us/en/compliance/eu-doc til að skoða þá straumbreyta sem eru samhæfir.
Fyrir nánari lýsingu á straumbreyti fyrir tölvuna þína skaltu fara til https://support.lenovo.com.
Viðvörun vegna mikils hljóðstyrks
Viðvörun: Að vera í miklum hávaða, frá hvaða hljóðgjafa sem er, í lengri tíma kann að skaða heyrnina. Því hærra sem hljóðið er, þeim mun skemmri tími líður þar til það fer að skaða heyrnina. Til að vernda heyrn þína:
Stilltu í hóf þeim tíma sem þú notar höfuðtól eða heyrnartól við háan hljóðstyrk.
Forðist að hækka hljóðið til að loka á umhverfishljóðið.
Ef þú heyrir ekki hvað fólkið næst þér segir ættirðu að minnka hljóðstyrkinn. Ef þú finnur fyrir óþægindum í eyrunum, þar með talið þrýstingi, stíflu í eyrunum eða suði, eða átt erfitt með að heyra tal, ættir þú að hætta að hlusta á tækið gegnum heyrnartólin og láta mæla heyrnina.
Til að koma í veg fyrir hugsanlegan heyrnarskaða skal ekki hlusta með miklum hljóðstyrk í lengri tíma.
Sýndu fyllstu aðgát þegar tækið er notað í vélknúnu ökutæki eða á reiðhjóli
Settu þitt eigið öryggi og öryggi annarra í forgang. Fylgdu gildandi lögum. Lög og reglugerðir kunna að gilda um það hvernig þú mátt nota fartæki, eins og tækið þitt, á meðan þú ekur vélknúnu ökutæki eða hjólar á reiðhjóli.
Farga skal tækinu í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir
Þegar endingartími tækisins er liðinn skal ekki brjóta það, brenna, sökkva í vatn eða farga því með neinum þeim hætti sem stangast á við gildandi lög og reglugerðir á hverjum stað. Sumir innri hlutar innihalda efni sem geta sprungið, lekið eða haft neikvæð umhverfisáhrif ef þeim er fargað á rangan hátt. Sjá viðbótarupplýsingar í „Endurnýting og umhverfisupplýsingar“.
Haltu tækinu og fylgihlutum frá litlum börnum
Tækið inniheldur litla hluti sem geta valdið köfnunarhættu hjá ungum börnum. Auk þess getur glerskjárinn brotnað eða sprungið ef tækið dettur á eða því er kastað á hart yfirborð.
Verndaðu gögnin þín og hugbúnað
Ekki eyða óþekktum skrám eða breyta heiti skráa eða mappa sem þú bjóst ekki til; að öðrum kosti gæti hugbúnaður tækisins hætt að virka.
Verið meðvituð um að aðgangur að netauðlindum getur skilið tækið þitt viðkvæmt fyrir tölvuveirum, tölvusnápur, njósnahugbúnaði og öðrum skaðlegum aðgerðum sem gætu skemmt tækið, hugbúnaðinn eða gögnin. Það er á þína ábyrgð að tryggja að þú hafir næga vernd í formi eldveggja, veiruvarnar og njósnahugbúnaðarvörn og halda slíkum hugbúnaði uppfærð. Haltu raftækjum fjarri tækinu þínu. Þetta á við um rafmagnsviftur, útvarpstæki, háspennuhátalara, loftræstibúnað og örbylgjuofna. Raftæki mynda sterkt segulsvið sem getur skemmt skjáinn og gögnin í tækinu.
Sýndu aðgát gagnvart hita sem tækið getur myndað
Þegar kveikt er á tækinu eða rafhlaðan er í hleðslu geta sumir hlutar tækisins orðið heitir. Hitastigið sem það nær getur farið eftir virkni kerfisins og hleðslu rafhlöðunnar. Löng snerting við líkamann, jafnvel í gegn um klæðnað, getur valdið óþægindum og jafnvel bruna á húð. Forðastu að hafa tækið í langvarandi snertingu við hendur, kjöltu eða aðra hluta líkamans.
Tilkynning um rafmagnsbylgjur
FCC-samræmisyfirlýsing
This equipment has been tested and found to comply with the limits for a Class B digital device, pursuant to Part 15 of the FCC Rules. These limits are designed to provide reasonable protection against harmful interference in a residential installation. This equipment generates, uses, and can radiate radio frequency energy and, if not installed and used in accordance with the instructions, may cause harmful interference to radio communications. However, there is no guarantee that interference will not occur in a particular installation. If this equipment does cause harmful interference to radio or television reception, which can be determined by turning the equipment off and on, the user is encouraged to try to correct the interference by one or more of the following measures:
Reorient or relocate the receiving antenna.
Increase the separation between the equipment and receiver.
Connect the equipment into an outlet on a circuit different from that to which the receiver is
connected.
Consult an authorized dealer or service representative for help. Lenovo is not responsible for any radio or television interference caused by unauthorized changes or modifications to this equipment. Unauthorized changes or modifications could void the user's authority to operate the equipment. This device complies with Part 15 of the FCC Rules. Operation is subject to the following two conditions: (1) this device may not cause harmful interference, and (2) this device must accept any interference received, including interference that may cause undesired operation. Responsible Party: Lenovo (United States) Incorporated 1009 Think Place - Building One Morrisville, NC 27560 Telephone: 1-919-294-5900
ISED Varúð
Þetta tæki er í samræmi við nýsköpunar-, vísinda- og efnahagsþróun Kanada leyfisveitandi RSS staðal (staðla). Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Þetta tæki má ekki valda truflunum, og (2) þetta tæki verður að taka við öllum truflunum, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni
þess.
Le présent appareil est conforme aux CNR d'Industrie Canada applicables aux appareils radio exempts de licence. L'exploitation est autorisée aux deux conditions suivantes: (1) l'appareil ne doit pas produire de brouillage, et (2) l'utilisateur de l'appareil doit accepter tout brouillage radioélectrique subi, même si le brouillage est susceptible d'en compromettre le fonctionnement.
Japönsk VCCI-yfirlýsing fyrir B-flokk
この装置は、クラスB情報技術装置です。この装置は、家庭環境で使用することを目的としていますが、この 装置がラジオやテレビジョン受信機に近接して使用されると、受信障害を引き起こすことがあります。 取扱 説明書に従って正しい取り扱いをして下さい。VCCI-B
Japönsk yfirlýsing um samræmi fyrir vörur sem tengdar eru við rafleiðslur með uppgefinn straum sem jafngildir eða er minni en 20A á fasa
日本の定格電流が 20A/相以下の機器に対する高調波電流規制 高調波電流規格 JIS C 61000-3-2 適合品
Upplýsingar varðandi umhverfi, endurvinnslu og förgun
Almenn endurvinnsluyfirlýsing
Lenovo hvetur eigendur upplýsingatæknibúnaðar (IT) til ábyrgrar endurvinnslu á búnaði þegar hans er ekki lengur þörf. Lenovo býður upp á margs konar kerfi og þjónustu til að aðstoða eigendur búnaðar við endurvinnslu á vörum sínum. Varðandi upplýsingar um endurvinnslu á vörum Lenovo, sjá: http://www.lenovo.com/recycling.
Mikilvægar upplýsingar um rafhlöður, raftæki og rafeindabúnað (WEEE)
Óheimilt að farga rafmagns- og rafeindabúnaði sem merktur er með tákni sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu með almennu óflokkuðu sorpi. Rusl frá rafhlöðum, raf- og rafeindabúnaði (WEEE) skal meðhöndla sérstaklega á söfnunarstöðum sem er í boði fyrir viðskiptavini, til endurvinnslu og meðferðar fyrir rafhlöður og WEEE. Fjarlægið og einangrið rafhlöður frá WEEE þegar það er mögulegt áður en farið er með það til förgunar. Safna á rafhlöðum sér með því að nota ramma sem er í boði fyrir skil, endurvinnslu og meðferð á rafhlöðum og rafgeymum. Upplýsingar fyrir tilgreind lönd eru fáanlega á http://www.lenovo.com/recycling.
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Brasilíu
Declarações de Reciclagem no Brasil
Descarte de um Produto Lenovo Fora de Uso Equipamentos elétricos e eletrônicos não devem ser descartados em lixo comum, mas enviados à pontos de coleta, autorizados pelo fabricante do produto para que sejam encaminhados e processados por empresas especializadas no manuseio de resíduos industriais, devidamente certificadas pelos orgãos ambientais, de acordo com a legislação local. A Lenovo possui um canal específico para auxiliá-lo no descarte desses produtos. Caso você possua um produto Lenovo em situação de descarte, ligue para o nosso SAC ou encaminhe um e-mail para: reciclar@lenovo.com, informando o modelo, número de série e cidade, a fim de enviarmos as instruções para o correto descarte do seu produto Lenovo.
Endurvinnsluupplýsingar fyrir Japan
Endurvinnsluupplýsingar fyrir Japan eru fáanlegar á http://www.lenovo.com/recycling/japan.
Endurvinnsluupplýsingar fyrir Indland
Upplýsingar varðandi endurvinnslu og förgun fyrir Indland eru fáanlegar á: http://www.lenovo.com/social_responsibility/us/en/sustainability/ptb_india.html.
Endurvinnslumerki á rafhlöðu
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Taívan
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Bandaríkin og Kanada
Endurvinnsluupplýsingar rafhlöðu fyrir Evrópusambandið
ENERGY STAR-gerðarupplýsingar
ENERGY STAR® er sameiginlegt verkefni bandarísku umhverfisstofnunarinnar og bandaríska orkumálaráðuneytisins sem miðar að því að spara fé og vernda umhverfið með orkusparandi vörum og aðferðum. Lenovo eru stolt af því að bjóða viðskiptavinum sínum vörur með ENERGY STAR-vottun. Þú kannt að finna merki ENERGY STAR á tölvunni eða í viðmótinu fyrir orkustillingarnar. Lenovo-spjaldtölvur með eftirfarandi gerðarheiti, sem eru með ENERGY STAR-merki, hafa verið hannaðar og prófaðar til að samræmast kröfum ENERGY STAR-áætlunarinnar fyrir spjaldtölvur. Lenovo TB-X104F Með því að nota ENERGY STAR-vottaðar vörur og nýta orkustjórnunareiginleika spjaldtölvunnar getur þú hjálpað til við að draga úr raforkunotkun. Minni raforkunotkun getur stuðlað að fjárhagslegum sparnaði, hreinna umhverfi og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Frekari upplýsingar um ENERGY STAR eru á: http://www.energystar.gov.
Tilkynning vegna útflutningsflokkunar
Þessi vara er háð reglugerðum bandarískra útflutningsyfirvalda (EAR) og hefur útflutningsflokkunarnúmerið (ECCN) 5A992.c. Vöruna má flytja út aftur, þó ekki til neins þeirra landa sem eru á bannlista EAR E1.
Úrræðaleit
Áminning um of lítið minni birtist við uppsetningu á forriti
Losaðu um minni og reyndu að setja forritið upp aftur.
Snertiskjárinn virkar ekki eða er ekki næmur
Haltu kveikja/slökkva rofanum inni í meira en 10 sekúndur þar til tækið slekkur á sér. Kveiktu síðan
aftur á því á venjulegan hátt.
Ekki kviknar á tækinu eða kerfið hrynur
Hladdu rafhlöðuna í hálftíma og haltu svo kveikja/slökkva rofanum inni í meira en 10 sekúndur þar til tækið slekkur á sér. Kveiktu síðan aftur á því á venjulegan hátt.
Tækið nær ekki sambandi við internetið í gegnum þráðlaust net
Endurræstu beini fyrir þráðlaust net eða farðu í stillingarnar og endurræstu þráðlaust staðarnet (WLAN).
Tækið vaknar ekki úr svefnstillingu
Haltu kveikja/slökkva rofanum inni í meira en 10 sekúndur þar til tækið slekkur á sér. Kveiktu síðan aftur á því á venjulegan hátt.
Loading...