GSM 900/1800/1900
Sony Ericsson Mobile Communications AB eða dótturfyrirtæki þess
í viðkomandi landi gefur út þessa handbók án nokkurrar ábyrgðar.
Sony Ericsson Mobile Communications AB eða dótturfyrirtæki þess
í viðkomandi landi er heimilt hvenær sem er og án fyrirvara að gera
endurbætur og breytingar á handbókinni sem nauðsynlegar kunna
að vera vegna prentvillna, ónákvæmni núverandi upplýsinga eða
endurbóta á forritum og/eða búnaði. Slíkar breytingar verða þá gerðar
á seinni útgáfum handbókarinnar.
Allur réttur áskilinn.
Útgáfukóði: IS/LZT 108 9235 R1A
Athugið: Sum fjarskiptanet styðja ekki alla þá þjónustu sem fjallað er um
í handbókinni. Þetta gildir einnig um alþjóðlega GSM-neyðarnúmerið 112.
Vinsamlegast hafið samband við rekstraraðila fjarskiptanetsins eða
þjónustuveituna leiki vafi á hvort hægt sé að nota tiltekna þjónustu.
Vinsamlegast lesið Leiðbeiningar um örugga og skilvirka notkun og kaflana um takmarkaða ábyrgð áður en farsíminn er notaður.
Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum hugmynd um farsímann og ekki
er víst að þær lýsi honum nákvæmlega.
Frekari upplýsingar, leiðbeiningar og efni til niðurhals er að finna
á www.sonyericsson.com/support.
Farsíminn getur hlaðið niður, geymt og framsent utanaðkomandi efni, t.d.
hringitóna. Notkun slíks efnis kann að vera takmörkuð eða bönnuð vegna
réttar þriðja aðila, þar með talið, en ekki eingöngu, takmarkanir viðeigandi
laga um höfundarétt. Þú, en ekki Sony Ericsson, berð alla ábyrgð á
utanaðkomandi efni sem þú hleður niður í eða framsendir úr farsímanum
þínum. Áður en þú notar utanaðkomandi efni, vinsamlegast sannvottaðu
að ætluð not þín séu gerð með öllum viðeigandi leyfum eða séu samþykkt
á annan hátt. Sony Ericsson ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða
gæði utanaðkomandi efnis eða annars efnis frá þriðja aðila. Undir engum
kringumstæðum er Sony Ericsson ábyrgt á nokkurn hátt vegna misnotkunar
þinnar á utanaðkomandi efni eða efni frá þriðja aðila.
PlayNow™ og PhotoDJ™ eru vörumerki eða skráð vörumerki Sony Ericsson
Mobile Communications AB.
Memory Stick Micro™ og M2™ eru skráð vörumerki Sony corporation.
Walkman er vörumerki Sony corporation.
Microsoft® Windows® (Microsoft® Windows® Explorer) eru skráð vörumerki
eða vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
T9™ Text Input er skráð vörumerki Tegic Communications. T9™ Text Input
nýtur einkaleyfisverndar skv. eftirfarandi: U.S. Pat. Nos. 5,818,437, 5,953,541,
5,187,480, 5,945,928, og 6,011,554; Canadian Pat. No. 1,331,057, United
Kingdom Pat. No. 2238414B; Hong Kong Standard Pat. No. HK0940329;
Republic of Singapore Pat. No. 51383; Euro.Pat. No. 0 842 463(96927260.8)
DE/DK, FI, FR, IT, NL, PT, ES, SE, GB; og sótt hefur verið um frekari
einkaleyfisvernd um allan heim.
Java og öll vörumerki og fyrirtækismerki sem byggja á Java eru vörumerki eða
skráð vörumerki Sun Microsystems Inc. í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Notandaleyfi fyrir Sun™ Java™ JME™.
1 Takmarkanir: Hugbúnaðurinn felur í sér trúnaðarupplýsingar sem njóta
einkaleyfisverndar og öll afrit hans haldast í eigu Sun og/eða leyfisveitanda.
Viðskiptavininum er óheimilt að b reyta, bakþýða, baksmala, ráða dulritun á,
stunda gagnadrátt úr eða á annan hátt vendismíða hugbúnaðinn. Óheimilt
er að leigja út hugbúnaðinn eða framselja eignarrétt eða notandaleyfi fyrir
honum í heild eða að hluta.
bandarískum útflutningslögum, þ.m.t. Export Administration Act
og reglugerðum tengdum þeim lögum, og kann að lúta reglugerðum
í öðrum löndum um inn- og útflutning. Viðskiptavinurinn samþykkir
að fara í einu og öllu að slíkum reglum og viðurkennir að hann beri
ábyrgð á að útvega leyfi fyrir útflutningi, endurútflutningi og innflutningi
á hugbúnaðinum. Óheimilt er að niðurhala hugbúnaðinum né á annan
hátt flytja hann út né endurútflytja (i) til Kúbu, Íraks, Írans, Norður-Kóreu,
Líbýu, Súdans, Sýrlands (skv. uppfærðum lista hverju sinni) né nokkurs
lands sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á né til ríkisborgara
eða íbúa ofangreindra landa; né (ii) til nokkurs ríkis á ríkjabannlista
bandaríska fjármálaráðuneytisins né í töflu bandaríska
viðskiptaráðuneytisins yfir opinberar synjanir.
3 Takmarkaður réttur: Notkun, fjölföldun og birting bandarískra stjórnvalda
á upplýsingum er háð þeim takmörkunum sem greinir í ákvæðum um
réttindi varðandi tækniupplýsingar og tölvuhugbúnað í DFARS 252.227-
Í þessari handbók er að finna eftirfarandi leiðbeiningartákn:
% Sjá einnig á blaðsíðu ...
Notaðu stýrihnappinn til að fletta og velja
}
% 12 Flett í gegnum valmyndir.
Athugið
Þetta tákn merkir að þjónustan eða möguleikinn
velti á símafyrirtækinu eða áskriftinni þinni. Af
þessum sökum er ekki víst að allar valmyndirnar
séu til staðar í símanum. Hafðu samband við
símafyrirtækið til að fá frekari upplýsingar.
Skrifa nýtt
Innbox
Vinir mínir*
Tölvupóstur
Hringja í talhólf
Drög
Útbox
Send skeyti
Vistuð skeyti
Sniðmát
Stillingar
Upplýsingaþjónusta*
Leikir
PhotoDJ™
MusicDJ™
Taka upp hljóð
WALKMAN
Skráasafn***
Allar skrár
Á Memory Stick
Í síma
Vekjaraklukka
Hringir klukkan
Endurtekin vakning
Vekjaratónn
* Sumar valmyndir velta á símafyrirtækinu, símkerfinu og áskriftinni þinni.
** Valmyndin veltur á því hvaða símaskrá er notuð sem sjálfgefin
símaskrá.
*** Stýrihnappurinn er notaður til að skipta á milli flipa í undirvalmyndum.
Nánari upplýsingar er að finna í % 12 Flett í gegnum valmyndir.
Staða rafhlöðunnar.
Rafhlaðan er í hleðslu.
Ósvarað símtal.
Slökkt er á hringi- og skilaboðatónum en kveikt
er á vekjaraklukku.
Móttekið textaskeyti.
Móttekinn tölvupóstur.
Móttekin myndskilaboð.
Móttekin talskilaboð.
Símtal í gangi.
Dagbókaráminning.
Áminning um verkefni.
Kveikt er á innrauða tenginu.
SIM kort
Þegar þú stofnar til viðskipta við símafyrirtæki færðu SIM
kort (Subscriber Identity Module). SIM kortið inniheldur
tölvukubb þar sem m.a. er að finna símanúmerið þitt, þá
þjónustu sem þú hefur aðgang að og símaskrána þína.
Vistaðu tengiliðina þína á SIM kortið áður en þú
fjarlægir það úr öðrum síma. Það er hugsanlegt
að tengiliðir hafi verið vistaðir í minni símans
% 17 Símaskrá.
Sum forrit/aðgerðir símans nota meira rafmagn en
önnur og geta valdið því að hlaða þarf símann oftar.
Með tímanum minnkar hleðslugeta rafhlöðunnar
og taltími og biðtími símans kunna að styttast.
Þegar það gerist kann að vera nauðsynlegt að
skipta um rafhlöðu. Notaðu aðeins rafhlöður sem
eru viðurkenndar af Sony Ericsson % 36 Rafhlaða.
Memory Stick Micro™ (M2™)
Hægt er að nota Memory Stick Micro™ (M2™) í símanum.
Minniskort eykur geymslupláss símans þannig að hægt er
að vista meira magn af t.d. hringitónum, tónlist, myndskeiðum
og myndum í honum.
Hægt er að færa eða afrita gögn yfir í önnur tæki með
minniskortum.
Memory Stick Micro™ (M2™) sett í og tekið úr símanum
1 Opnaðu hlífina og settu minniskortið í símann (láttu
snerturnar snúa niður).
2 Ýtt er á rönd kortsins til að losa það og fjarlægja.
Þú gætir þurft PIN númer (Personal Identification Number),
sem símafyrirtækið þitt lætur þér í té, til að geta nýtt þér
aðgerðir í símanum. Hver tölustafur PIN númersins birtist
sem *, nema það byrji á tölustöfum neyðarnúmers, t.d.
112 eða 911. Þetta er gert til þess að þú getir séð og
hringt í neyðarnúmerið án þess að slá inn PIN númer
% 16 Neyðarsímtöl. Mistök eru leiðrétt með því að ýta
á.
Ef rangt PIN númer er slegið inn þrisvar sinnum
í röð er SIM kortinu læst % 30 Læsing SIM-korts.
Kveikt og slökkt á símanum
1 Veldu hvort þú vilt nota símann í heild sinni, eða einungis
Walkman® spilarann % 11 Upphafsvalmynd.
2 Sláðu inn PIN númerið þitt, ef þú notar PIN númer.
3 Þegar kveikt er á símanum í fyrsta skipti þarf að velja
tungumálið fyrir valmyndir hans.
4 Veldu Já ef þú vilt að uppsetningarhjálpin aðstoði
þig með leiðbeiningum og ábendingum, eða veldu
Nei. Einnig er hægt að velja uppsetningarhjálpina
í valmyndarkerfinu } Valmynd} Stillingar} Almennar
Heiti símafyrirtækisins birtist á skjánum þegar kveikt hefur
verið á símanum og PIN númerið hefur verið slegið inn.
Þetta kallast biðstaða.
Upphafsvalmynd
Í hvert sinn sem þú kveikir á símanum geturðu valið að
hlusta aðeins á tónlist í stað þess að nota alla valkosti
símans. Aðeins tónlist merkir að slökkt er á öllum sendum
og því truflar síminn ekki viðkvæm tæki (t.d. í flugvélum
eða á sjúkrahúsum). Þú getur hvorki hringt eða svarað
símtölum, né sent skeyti. Hins vegar birtir síminn dagbókarog verkefnaáminningar og spilar tóna. Þú getur aðeins
notað Walkman® spilarann.
Fylgdu í hvívetna reglugerðum og leiðbeiningum
flugáhafna um notkun rafmagnstækja um borð
íflugvélum.
Til að slökkva á upphafsvalmyndinni
1 Í biðstöðu velurðu Valmynd } Stillingar } Almennar
Í T9™ flýtiritunaraðferðinni er notast við innbyggða
orðabók sem sækir þau orð sem oftast eru notuð fyrir
þá stafasamsetningu sem hefur verið valin með tökkunum.
Þannig þarf aðeins að ýta einu sinni á hvern takka, jafnvel
þótt stafurinn sé ekki fyrsti stafurinn á takkanum.
Til að nota T9™ flýtiritun við innslátt
1 Orðið 'Jane' er t.d. skrifað með því að ýta á , ,
, .
2 Ef orðið sem birtist er það sem þú vilt slá inn skaltu ýta
á til að samþykkja það og bæta við bili. Ýttu á
til að samþykkja orð án þess að bæta við bili. Ef orð sem
birtist er ekki það sem þú vildir skaltu ýta endurtekið á
eða til að skoða önnur orð sem þú getur valið. Ýttu
svo á þegar þú vilt samþykkja orð og bæta inn bili.
3 Haltu áfram að skrifa skilaboðin. Til að slá inn punkt eða
annað greinarmerki skaltu ýta á og síðan endurtekið