Takkar og hlutar5
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir6
Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt7
Rafhlaðan hlaðin8
Rafhlaðan hlaðin um USB8
GSM-loftnet9
Band fest 10
Kveikt á tækinu10
Sérþjónusta og kostnaður10
Lykilorð10
Kveikt og slökkt á tækinu11
Læsa tökkum og skjá 11
Aðgerðir á snertiskjá11
Stillingar snertiskjásins12
Gagnvirkar heimaskjáseiningar13
Hljóðstyrk hringingar, lags eða
hreyfimyndar breytt13
Vísar13
Miðlunartakki14
Skilaboðatakki14
Tengiliðir eða myndir afritaðar af eldra
tæki14
Aðgerðir án SIM-korts 15
Tækið notað án tengingar15
Tækisstjórnun15
Þjónusta15
My Nokia16
Tækið notað til að uppfæra
hugbúnað16
Tölvan notuð til að uppfæra hugbúnað
tækisins17
Upphaflegar stillingar endurheimtar 18
Skrár flokkaðar18
Dagbók og tengiliðir samstillir með Ovi
by Nokia18
Myndir og annað efni afritað á
minniskort18
Sími19
Hringt í númer19
Símtöl, sem hefur ekki verið svarað,
skoðuð19
Hringt í síðast valda númerið19
Innhringingar framsendar í talhólf eða
annað símanúmer19
Númer móttekins símtals eða skilaboða
vistað20
Um netsímtöl20
Netsímtöl20
Símafundi komið á21
Aðeins símtöl við tiltekin númer
leyfð22
Komið í veg fyrir símtöl22
Tengiliðir22
Nafn og símanúmer vistað22
Hraðval notað23
Persónuupplýsingar sendar23
Tengiliðahópur búinn til23
Tengiliðir færðir eða afritaðir á SIMkortið24
Textaritun24
Skipt milli innsláttarstillinga24
Hefðbundinn innsláttur texta25
Flýtiritun25
Skilaboð26
Skilaboð send26
Skilaboð send til hóps26
Viðhengi vistað27
Spjall skoðað27
Hlustað á talskilaboð27
Senda hljóðskilaboð 28
Efnisyfirlit3
Nokia Messaging póstur og spjall28
Um Nokia Messaging póst28
Skráðu þig inn á pósthólf28
Póstur sendur29
Tölvupóstur lesinn og honum
svarað29
Um spjall29
Innskráning í spjallþjónustu29
Spjallað við vini30
Spjallforritið falið30
Sérstillingar30
Um heimaskjáinn30
Flýtivísir settur á heimaskjáinn 31
Mikilvægir tengiliðir settir á
heimaskjáinn 31
Fara-til-valmyndin sérsniðin31
Heimaskjárinn sérsniðinn32
Útliti tækisins breytt32
Eigið snið búið til32
Tónar sérsniðnir32
Tengingar33
Bluetooth33
USB-gagnasnúra36
Tengst við þráðlaust staðarnet37
Ovi-þjónusta Nokia39
Ovi by Nokia39
Nokia Ovi þjónusta opnuð39
Um Nokia Ovi Suite39
Ovi-spilari39
Tímastjórnun40
Dag- og tímasetningu breytt40
Vekjari stilltur40
Vekjari stilltur á blund40
Taktu tímann í ræktinni40
Stillt á niðurtalningu41
Dagbók41
Innkaupalisti búinn til42
Myndir og hreyfimyndir42
Myndataka42
Hreyfimynd tekin upp43
Mynd eða hreyfimynd send43
Myndir43
Mynd prentuð44
Tónlist og hljóð44
Hljóð- og myndspilari44
FM-útvarp46
Raddupptökutæki notað48
Vefur 49
Um netvafrann49
Vafrað á vefnum49
Vafrayfirlitið hreinsað49
Leikir og forrit49
Um leiki og forrit49
Gerðu leikina skemmtilegri50
Leik eða forriti hlaðið niður50
Um félagsnet50
Reiknivél notuð51
Gjaldmiðlar og mælieiningar
umreiknaðar51
Verndaðu tækið 52
Tækinu læst52
Minniskortið varið með lykilorði52
Minniskort forsniðið53
Tækið undirbúið fyrir endurvinnslu53
Umhverfisvernd53
Orkusparnaður53
Endurvinnsla53
Vöru- og öryggisupplýsingar54
Atriðaskrá61
4Öryggi
Öryggi
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða
varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún
kann að valda truflunum eða hættu, til dæmis um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar
sem verið er að sprengja.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
RAFHLÖÐUR OG ANNAR AUKABÚNAÐUR
Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og annan aukabúnað sem Nokia hefur
samþykkt til nota með þessu tæki. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA
Hlusta skal á höfuðtól á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri
eyranu þegar kveikt er á hátalaranum.
11 Micro-USB-tengi
12 Tengi fyrir hleðslutæki
13 Gat á úlnliðsbandi
14 Hljóðstyrkstakkar
15 Takkalæsing
16 Myndavélarlinsa
17 Nokia AV-tengi (3,5 mm)
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í
þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun
micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á
minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-4S rafhlöðu. Notaðu alltaf viðurkenndar
rafhlöður frá Nokia.
SIM-kortið og snertur þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf
að fara varlega með kortið þegar það er sett í eða tekið úr.
1 Ýttu á sleppitakkana og losaðu lokið. Ef rafhlaðan er í tækinu skal fjarlægja hana
2 Settu SIM-kortið á sinn stað. Gættu þess að snertiflötur kortsins snúi niður.
Tækið tekið í notkun7
3 Gættu þess að rafskaut rafhlöðunnar nemi við tengi rafhlöðuhólfsins og settu
rafhlöðuna á sinn stað. Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu
læsihökunum að raufunum og ýta henni niður þar til hún smellur á sinn stað.
Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt
Aðeins skal nota samhæf minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki.
Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á
kortinu.
Tækið styður minniskort sem eru allt að 32 GB að stærð.
Minniskorti komið fyrir
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Gættu þess að snertiflötur kortsins snúi niður. Ýttu kortinu inn þar til smellur heyrist.
3 Settu bakhliðina aftur á sinn stað.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það
gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
Hægt er að fjarlægja eða skipta um minniskort án þess að slökkva á tækinu.
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Ýttu kortinu inn þar til smellur heyrist.
3 Settu bakhliðina aftur á sinn stað.
8Tækið tekið í notkun
Rafhlaðan hlaðin
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda, en ef til vill þarf að endurhlaða
hana til að hægt sé að kveikja á tækinu í fyrsta skipti.
Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið.
3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka hleðslutækið úr sambandi
við tækið og síðan úr innstungunni.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið á meðan það er
í hleðslu. Tækið getur hitnað á meðan það er hlaðið.
Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á
skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt að tengja
hleðslutækið, aftengja það síðan og tengja það aftur til að hægt sé að hefja hleðsluna.
Ef síminn er settur í hleðslu meðan kveikt er á útvarpinu geta gæði merkisins minnkað.
Rafhlaðan hlaðin um USB
Er raf hla ðan að tæm ast og v ant ar þig hle ðsl utæ ki? Hæ gt e r að not a sa mhæfa USB -sn úru
til að tengjast samhæfu tæki, svo sem tölvu.
Tengdu og aftengdu hleðslusnúruna varlega til að tengið fyrir hleðslutæki verði ekki
fyrir skemmdum.
Tækið tekið í notkun9
Það getur tekið lengri tíma en ella að hefja hleðslu um USB og ekki er víst að það takist
ef tengt er um USB-fjöltengi sem ekki skal tengja við aflgjafa. Tækið er fljótara að hlaða
sig ef því er stungið í samband við innstungu.
Ef tengt er við tölvu er hægt að samstilla tækið á meðan það er hlaðið.
GSM-loftnet
Á myndinni er svæði GSM-loftnetsins merkt með gráu.
Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti.
Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku
og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
10Kveikt á tækinu
Band fest
Kveikt á tækinu
Sérþjónusta og kostnaður
Tækið er samþykkt til notkunar í GSM 850/900/1800/1900 MHz símkerfi og WCDMA
850/900/1900/2100 MHz símkerfi. Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera
áskrifendur hjá þjónustuveitu.
Við notkun sérþjónustu og niðurhal á efni í tækið gæti þurft að greiða fyrir
gagnaflutning. Við sumar aðgerðir þarf stuðning frá símkerfinu og áskrift að þeim kann
að vera nauðsynleg.
Lykilorð
PIN-númer — Númerið hindrar að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4-8
tölustafir) fylgir yfirleitt SIM-kortinu.
PIN2-númer — Númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt
til að geta notað suma valkosti tækisins.
Ef þú gleymir aðgangsnúmerinu skaltu hafa samband við netþjónustuna sem SIM-kortið
í tækinu kemur frá. Ef PIN- eða PIN2-númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er
númerinu lokað og þarf þá að slá inn PUK- eða PUK2-númerið til að opna það.
PUK- og PUK2-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta PINnúmeri eða PIN2-númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu
skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá SIM-kortið.
IMEI-númer — Þetta númer (15 tölustafir) er notað til að auðkenna gild tæki á GSMsímkerfinu. Hægt er að útiloka tæki, til dæmis stolin, frá aðgangi að netinu.
Læsingarkóði (einnig kallaður öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að tækið sé
notað í leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu
og láta tækið biðja um númerið. Haltu nýja númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri
tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Því
getur fylgt aukakostnaður og öll gögn í tækinu þínu gætu eyðst. Þú getur fengið nánari
upplýsingar hjá Nokia Care þjónustuaðila eða söluaðila tækisins.
Kveikt á tækinu11
Kveikt og slökkt á tækinu
Haltu rofanum inni
.
Ef til vill verður beðið um að sóttar verði stillingar frá þjónustuveitunni (sérþjónusta).
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Læsa tökkum og skjá
Læsa skal tökkum og skjá tækisins til að ekki sé hringt úr því óvart þegar það er haft í
vasa eða tösku.
Ýttu á takkalásinn
.
Takkar og skjár teknir úr lás
Ýttu á takkalásinn
og veldu Úr lás.
Ábending: Ef ekki er hægt að nota takkalásinn ýtirðu á hætta-takkann og velur Úr lás
til að taka tækið úr lás.
Aðgerðir á snertiskjá
Til að hafa samskipti við viðmót snertiskjásins skaltu smella á snertiskjáinn eða smella
og halda honum inni.
Forrit eða aðrar skjáeiningar opnaðar
Smelltu á forritið eða eininguna.
Sérstakir valkostir opnaðir
Smellu á hlutinn og haltu honum inni. Skyndivalmynd með tiltækum valkostum opnast.
12Kveikt á tækinu
Lista eða valmynd flett
Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður á skjánum og slepptu svo.
Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut af
flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu fingrinum ákveðið í tiltekna átt.
Þegar mynd er til dæmis skoðuð er strokið til vinstri til að sjá næstu mynd. Til að skoða
myndirnar þínar í fljótheitum strýkurðu hratt yfir skjáinn og flettir svo til vinstri eða
hægri gegnum smámyndirnar.
Stillingar snertiskjásins
Kvarðaðu snertiskjáinn og gerðu titringinn virkan.
Veldu Titringur > Kveikt.
Þegar smellt er á tákn svarar tækið með því að titra í smástund.
Kveikt á tækinu13
Gagnvirkar heimaskjáseiningar
Heimaskjáseiningarnar eru gagnvirkar. Til dæmis er hægt að breyta dag- og
tímasetningum, stilla vekjara eða slá dagbókarfærslur beint inn á heimaskjánum.
Vekjari stilltur
Veldu klukkuna (1).
Skoða eða breyta tímasetningum
Veldu dagsetninguna (2).
Hljóðstyrk hringingar, lags eða hreyfimyndar breytt
Notaðu hljóðstyrkstakkana.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn
segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda tækinu við eyrað.
Kveikt á hátalaranum á meðan talað er í símann
Veldu Hátalari.
Vísar
Þú átt ólesin skilaboð.
Þú átt ósend skilaboð, skilaboð sem hefur verið hætt við eða sem mistekist
hefur að senda.
Takkaborðið er læst.
Tækið gefur ekki frá sér hljóð þegar hringt er í það eða þegar það tekur við
textaskilaboðum.
eða Tækið er skráð hjá GPRS- eða EGPRS-símkerfi.
eða GPRS- eða EGPRS-tenging er virk.
eða GPRS- eða EGPRS-tengingin liggur niðri (er í bið).
eða
Áminning er stillt.
Tækið er skráð hjá 3G (UMTS) símkerfi.
Tækið er skráð hjá 3.5G (HSDPA) símkerfi.
Kveikt er á Bluetooth.
14Kveikt á tækinu
Kveikt er á þráðlausu staðarneti.
Ef þú hefur tvær símalínur er seinni línan í notkun.
Öllum símtölum er beint í annað númer.
Símtöl eru takmörkuð við lokaðan notendahóp.
Sniðið sem er í notkun hefur verið tímastillt.
Höfuðtól er tengt við tækið.
Tækið er tengt við annað tæki með USB-gagnasnúru.
Miðlunartakki
Ýttu á miðlunartakkann til að kveikja á annaðhvort hljóð- og myndspilaranum eða
útvarpinu, eftir því hvort var síðast í notkun
.
Skilaboðatakki
Til að skrifa skilaboð eða skoða skilaboðainnhólfið ýtirðu á skilaboðatakkann
.
Tengiliðir eða myndir afritaðar af eldra tæki
Viltu afrita mikilvægar upplýsingar úr eldra samhæfu Nokia-tæki og fara strax að nota
nýja tækið þitt? Notaðu Símaflutningur-forritið til að afrita til dæmis tengiliði,
dagbókarfærslur og myndir yfir í nýja tækið, þér að kostnaðarlausu.
Veldu Valmynd > Stillingar > Samstill. & afrit.
Bluetooth þarf að vera virkt í báðum tækjunum.
1Veldu Símaflutningur > Afrita í þetta.
2 Veldu efnið sem á að afrita og Lokið.
Tækisstjórnun15
3 Veldu eldra tækið af listanum. Ef tækið er ekki á listanum skaltu ganga úr skugga
um að kveikt sé á Bluetooth í tækinu.
4 Ef hitt tækið biður um lykilorð slærðu það inn. Slá þarf inn sama lykilorðið, sem þú
getur sjálfur valið, í bæði tækin. Sum tæki hafa fyrirfram skilgreind (föst) lykilorð.
Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.
Lykilorðið gildir aðeins fyrir þessa tilteknu tengingu.
5 Ef beðið er um það skal leyfa tengingu og að afrit sé tekið.
Aðgerðir án SIM-korts
Sumar aðgerðir tækisins má nota án þess að SIM-kort sé í símanum, eins og Organiser
og leiki. Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki hægt að nota.
Tækið notað án tengingar
Á stöðum þar sem ban nað er að tala í síma er hægt að ræsa flugsn iðið og fara í leiki eða
hlusta á tónlist.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið.
Veldu Flug > Virkja.
sýnir að flugsniðið er virkt.
Ábending: Hægt er að setja inn flýtivísi fyrir snið á flýtivísa-smáforritið á
heimaskjánum.
Viðvörun:
Þegar flugsniðið er virkt er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal
neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi að
hringja skal ræsa annað snið.
Tækisstjórnun
Þjónusta
Þegar þú vilt fræðast meira um hvernig nota má vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig
tækið eigi að virka skaltu fara á www.nokia.com/support eða nota farsíma,
www.nokia.mobi/support.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
•Endurræstu tækið. Slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu
skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
•Veldu upphafsstillingar (núllstilling).
16Tækisstjórnun
•Uppfærðu hugbúnað tækisins.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Farðu á www.nokia.com/
repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.
My Nokia
Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > My Nokia.
My Nokia er ókeypis þjónustu sem sendir þér reglulega textaskilaboð með ábendingum,
góðum ráðum og stuðningi við Nokia-tækið. Með henni er einnig hægt að skoða My
Nokia-síðuna, þar sem finna má upplýsingar um Nokia-tæki og hlaða niður tónum,
myndum, leikjum og forritum.
Til að geta notað My Nokia þjónustuna þarf hún að vera tiltæk í heimalandi þínu, og
þjónustuaðilinn þarf að styðja hana. Aðeins áskrifendur geta notað þjónustuna. Greiða
þarf gjald fyrir textaskilaboð þegar send eru skilaboð til að skrá sig í áskrift eða segja
upp áskrift. Upplýsingar um skilmála og skilyrði, sjá bækling sem fylgdi með tækinu eða
fara á www.nokia.com/mynokia
Tækið notað til að uppfæra hugbúnað
Viltu auka afköst tækisins og fá uppfærslur á hugbúnaði og nýjar og skemmtilegar
aðgerðir? Uppfæra skal hugbúnaðinn með reglubundnum hætti til að fá sem mest út
úr tækinu. Einnig er hægt er að stilla tækið á sjálfvirka leit að uppfærslum.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en uppfærslunni
er lokið og tækið hefur verið endurræst.
Notkun á þjónustunni eða niðurhal á efni getur falið í sér stórar gagnasendingar og því
þarf e.t.v. að greiða fyrir gagnaflutning.
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en
uppfærslan er ræst.
Veldu Valmynd > Stillingar.
Tækisstjórnun17
1Veldu Símastillingar > Uppfærslur.
2Veldu Nýjustu upplýs. til að sjá núverandi útgáfu hugbúnaðarins og athuga hvort
hægt er að fá hann uppfærðan.
3Veldu Sækja símahugb. til að hlaða niður og setja upp uppfærslu á hugbúnaði.
Fylgdu leiðbeiningunum.
4 Ef hætt var við uppsetningu að niðurhali loknu velurðu Setja upp uppf..
Uppfærslan getur tekið nokkrar mínútur. Hafðu samband við þjónustuveituna ef þú átt
í vandræðum með uppfærsluna.
Sjálfvirk leit að hugbúnaðaruppfærslum
Veldu Sjálfv. uppfærsla og tilgreindu hve oft skal leita að nýjum
hugbúnaðaruppfærslum.
Þjónustuveitan getur sent þér uppfærslu á hugbúnaði tækisins, þráðlaust, beint í tækið
(sérþjónusta).
Tölvan notuð til að uppfæra hugbúnað tækisins
Hæ gt e r að nota N oki a Ov i Su ite tö lvu for rit ið til að uppfæra hugbúnað tækisins. Þú þarft
samhæfa tölvu, háhraða-internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að geta
tengt tækið við tölvuna.
Til að fá nánari upplýsingar og hlaða niður Nokia Ovi Suite forritinu skaltu fara á
www.ovi.com.
18Tækisstjórnun
Upphaflegar stillingar endurheimtar
Ef tækið virkar ekki eins og til er ætlast er hægt að breyta sumum stillingum þess aftur
í upprunalegt horf.
1 Rjúfa skal öll símtöl og tengingar.
2Veldu Valmynd > Stillingar og Still. framleið. > Eingöngu still..
3 Sláðu inn öryggisnúmerið.
Það hefur ekki áhrif á nein skjöl eða skrár sem vistaðar eru í tækinu.
Þegar stillingum hefur verið breytt í upprunalegt horf slokknar á tækinu og síðan kviknar
á því aftur. Það gæti tekið lengri tíma en venjulega.
Skrár flokkaðar
Hægt er að flytja, afrita, eyða eða búa til nýjar skrár og möppur í minni tækisins eða á
minniskortinu. Ef skrám er raðað í viðkomandi möppur er auðveldara að finna þær í
framtíðinni.
Veldu Valmynd > Forrit > Gallerí.
Ný mappa búin til
Veldu Valkostir > Bæta við möppu í möppunni sem búa skal til undirmöppu í.
Skrá afrituð eða flutt í möppu
Veldu skrána og haltu henni inni, og veldu síðan viðeigandi valkost á skyndivalmyndinni.
Ábending: Einnig er hægt að spila tónlist eða myndskeið, eða skoða myndir í Gallerí.
Dagbók og tengiliðir samstillir með Ovi by Nokia
Veldu Valmynd > Stillingar > Samstill. & afrit.
1Veldu Samst. við Ovi > Samstilla núna.
2 Skráðu þig inn með Nokia-áskriftinni þinni. Ef þú ert ekki í áskrift geturðu stofnað
hana.
3 Fylgdu leiðbeiningunum.
Myndir og annað efni afritað á minniskort
Viltu tryggja að þú glatir ekki mikilvægum skrám? Hægt er að afrita minni tækisins yfir
á samhæft minniskort.
Veldu Valmynd > Stillingar > Samstill. & afrit.
Veldu Búa til ör.afrit.
Sími19
Afrit endurheimt
Veldu Setja upp afrit.
Sími
Hringt í númer
1 Færðu inn símanúmerið, ásamt lands- og svæðisnúmerinu ef nauðsyn krefur
2 Ýttu á hringitakkann.
Símtali svarað
Ýttu á hringitakkann.
Símtali slitið
Ýttu á hætta-takkann.
Símtali hafnað
Ýttu á hætta-takkann.
Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð
Á heimaskjánum er hægt að sjá símtöl sem ekki var svarað. Til að sjá símanúmerið
velurðu Skoða. Nafn þess sem hringir birtist ef það er vistað á tengiliðalistanum.
Númer móttekinna símtala og símtala sem ekki er svarað eru aðeins skráð ef
símafyrirtækið styður slíkt, og ef kveikt er á tækinu og það er innan þjónustusvæðis.
Hringt í tengiliðinn eða númerið
Veldu tengiliðinn eða númerið og ýttu á hringitakkann.
Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð síðar
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Notkunarskrá og Ósvöruð símtöl.
Hringt í síðast valda númerið
Ertu að reyna að hringja í einhvern en hann svarar ekki? Það er auðvelt að hringja aftur.
Á heimaskjánum ýtirðu á hringitakkann, velur númerið af listanum og ýtir aftur á
hringitakkann.
Innhringingar framsendar í talhólf eða annað símanúmer
Þegar þú getur ekki svarað í símann geturðu látið framsenda innhringingar í talhólfið
eða í annað símanúmer (sérþjónusta).
20Sími
1Veldu Valmynd > Stillingar og Símtalsstillingar > Símtalsflutn..
2 Veldu valkost, svo sem Ef á tali eða Ef ekki er svarað.
3Veldu Virkja og Í talhólf eða Í annað númer.
Númer móttekins símtals eða skilaboða vistað
Hefurðu fengið símtal eða skilaboð frá aðila sem ekki er vistaður með símanúmeri á
tengiliðalistanum? Auðvelt er að bæta númerinu við tengiliðina.
Númer móttekins símtals vistað
1Veldu Valmynd > Tengiliðir > Notkunarskrá og Móttekin símtöl.
2 Veldu númerið og Valkostir > Vista.
3 Sláðu inn nafn tengiliðarins og veldu Vista.
Númer móttekinna skilaboða vistað
1Veldu Valmynd > Skilaboð.
2Veldu Samtöl eða Innhólf og skilaboð.
3 Ýttu á hringitakkann.
4 Veldu númerið og Vista.
5 Sláðu inn nafn tengiliðarins og veldu Vista.
Ábending: Til að setja inn nýtt númer hjá tengilið velurðu númerið og Bæta við
tengilið.
Um netsímtöl
Hægt er að hringja og svara símtölum um internetið (sérþjónusta). Netþjónustuveitur
geta stutt símtöl á milli tölva, á milli farsíma og á milli netsímabúnaðar og venjulegs
síma.
Hjá sumum netþjónustuveitum er boðið upp á ókeypis netsímtöl. Upplýsingar um
framboð og kostnað vegna tengingar fást hjá netþjónustuveitunni.
Verið getur að hömlur séu á notkun netsímabúnaðar og annarrar þjónustu í sumum
löndum. Nánari upplýsingar fást hjá söluaðila tækisins, þjónustuveitunni eða
yfirvöldum á staðnum.
Til að geta hringt eða svarað netsímtali þarftu að vera innan þjónustusvæðis þráðlauss
staðarnets og vera skráður hjá netsímaþjónustu.
Netsímtöl
Ef þú ert með áskrift að netsímaþjónustu geturðu hringt um internetið.
Upplýsingar um framboð og kostnað vegna netsímtala fást hjá netþjónustuveitunni.
Loading...
+ 44 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.