Um tækið5
Sérþjónusta5
Samnýtt minni6
Lykilorð6
Hugbúnaðaruppfærslur6
Þjónusta7
Tækið tekið í notkun8
Takkar og hlutar8
Rafhlöðu komið fyrir9
SIM-korti komið fyrir9
Minniskorti komið fyrir9
Kveikt eða slökkt10
Hleðsla rafhlöðunnar10
Skjár11
Heimaskjár11
Takkalás12
GSM-loftnet12
Vasaljós12
Aukabúnaður13
Símtöl14
Símtöl – hringt og svarað14
Hátalari14
Flýtivísar símtala14
Texta- og margmiðlunarskilaboð16
Nokia Messaging póstur17
Nokia Messaging spjall18
Leifturboð18
Nokia Xpress hljóðskilaboð 19
Talskilaboð19
Skilaboðastillingar19
Tengiliðir 19
Skrá20
Tónlist20
Margmiðlunarspilari20
FM útvarp21
Myndavél & myndupptaka22
Myndir23
Stillingar24
Snið24
Tónar24
Skjár24
Dagsetning og tími24
Flýtivísar24
Samstilling og öryggisafrit25
Tengimöguleikar25
Símtal og síminn26
Aukabúnaður27
Stillingar27
Upprunalegar stillingar27
Forrit28
Vekjaraklukka28
Gallerí28
Aðrar aðgerðir28
Raddupptaka29
Vefur eða Internet 29
Tengjast vefþjónustu30
Heimsókn á Ovi 30
SIM-þjónusta 30
Græn ráð30
Orkusparnaður30
Endurvinnsla31
Vöru- og öryggisupplýsingar31
Atriðaskrá37
Efnisyfirlit3
4Öryggi
Öryggi
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða
varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar
sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar
sem verið er að sprengja.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Almennar upplýsingar5
Almennar upplýsingar
Um tækið
Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt til notkunar í EGSM 850, 900,
1800 og 1900 MHz símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem gætu
gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur hvorki
stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu huga að
öryggi og efni.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu.
Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og
lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað
afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í
tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í notendahandbókinni.
Sérþjónusta
T il a ð h æ gt s é a ð n o ta t æk i ð verða notendur að ver a áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa
síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika
kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni.
Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um
gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið
upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum netkerfi geta verið með takmörkunum
sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota tiltekna eiginleika tækisins og krefjast
netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna tækni eins og WAP 2.0 samskiptareglur
(HTTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í
tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða
ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu
atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.
6Almennar upplýsingar
Samnýtt minni
Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: margmiðlunarskilaboð (MMS),
tölvupóstforrit, spjallskilaboð. Notkun einnar eða fleiri af þessum aðgerðum getur
minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir. Ef tækið sýnir boð um að minnið sé fullt
skaltu eyða einhverjum upplýsingum úr samnýtta minninu.
Lykilorð
Öryggiskóðinn kemur í veg fyrir að síminn sé notaður í leyfisleysi. Forstillta númerið er
12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Haltu
númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er
læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú getur þurft að greiða viðbótargjald og
persónulegum gögnum í tækinu kann að verða eytt. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia
Care þjónustuveri eða seljanda símans.
PIN-númerið, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir óleyfilegri notkun. PIN2-númerið,
sem fylgir sumum SIM-kortum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú
slærð inn rangt PIN- eða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða
PUK2-númerið. Ef þau fylgja ekki SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að fá aðgang að upplýsingum í
öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt til að nota
stafrænu undirskriftina. Slá þarf inn lykilorð útilokunar þegar útilokunarþjónustan er
notuð.
Hægt er að velja hvernig tækið notar aðgangsnúmer og öryggisstillingar í Valmynd >
Stillingar > Öryggi.
Hugbúnaðaruppfærslur
Um hugbúnað tækja og uppfærslur forrita
Hugbúnaðaruppfærslur tækja og uppfærslur forrita veita nýja möguleika og bættar
aðgerðir fyrir tækið þitt. Uppfærsla á hugbúnaði getur einnig bætt afköst tækisins.
Mælt er með að þú takir öryggisafrit af persónulegum upplýsingum áður en þú uppfærir
hugbúnað tækisins.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið meðan á hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að
hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að uppfærslunni lokinni og þegar það
hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar
(sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en
uppfærslan er ræst.
Almennar upplýsingar7
Eftir að þú uppfærir hugbúnað tækisins eða forrit kunna leiðbeiningarnar í
notendahandbókinni að vera úreltar.
Uppfærsla hugbúnaðar tækisins með tölvu
Þú getur notað tölvuforritið Nokia Software Updater til að uppfæra hugbúnað tækisins.
Til að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða internettengingu
og samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur
og sækja Nokia Software Updater forritið á www.nokia.com/softwareupdate.
Uppfærsla á hugbúnaði um netið
Þjónustuveitan getur sent hugbúnaðaruppfærslur beint í tækið (sérþjónusta). Það fer
eftir tækinu hvort hægt er að velja þennan valkost.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar
(sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en
uppfærslan er ræst.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en uppfærslunni
er lokið og tækið hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en
uppfærsla er samþykkt.
Beiðni um hugbúnaðaruppfærslu
1Veldu Valmynd > Stillingar og Símastillingar > Uppfærslur.
2Veldu Nýjustu upplýsingar til að sjá núverandi útgáfu hugbúnaðarins og athuga
hvort þörf er fyrir að uppfæra hann.
3Veldu Sækja símahugb. og fylgdu leiðbeiningunum.
4 Ef hætt var við uppsetningu að niðurhali loknu velurðu Setja upp uppfærslu til að
hefja uppsetninguna.
Uppfærslan getur tekið nokkrar mínútur. Hafðu samband við þjónustuveituna ef þú átt
í vandræðum með uppfærsluna.
Þjónusta
Ef þú v ilt fá m eira a ð vi ta u m no tku n tæki sin s eð a er t ekki vis s um hve rni g það á að v irk a
skaltu opna www.nokia.com/support, www.nokia.mobi/support í farsíma eða velja í
tækinu þínu.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
•Endurræstu tækið: slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu
skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
8Tækið tekið í notkun
•Núllstilltu tækið.
•Uppfærðu hugbúnað tækisins.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Sjá www.nokia.com/
repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í.
3 Settu bakhliðina aftur á sinn stað.
SIM-korti komið fyrir
SIM-kortið og innihald þess getur hæglega orðið fyrir skemmdum ef það er rispað eða
beygt svo fara skal varlega þegar það er meðhöndlað, sett inn og tekið út.
1 Fjarlægðu bakhliðina og rafhlöðuna.
2 Opnaðu SIM-kortafestinguna.
3 Settu SIM-kortið í festinguna þannig að snertiflöturinn snúi niður.
4 Lokaðu festingunni.
5 Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn stað.
Minniskorti komið fyrir
10 Tækið tekið í notkun
Aðeins skal nota samhæft microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu
tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort
sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og
tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Tækið styður microSD-kort sem eru allt að 16 GB að stærð. Hver einstök skrá má ekki
vera meira en 2 GB.
1 Opnaðu minniskortsraufina.
2 Ýttu lokinu til hliðar.
3 Komdu minniskortinu fyrir í raufinni og láttu snertiflötinn snúa niður.
4 Lokaðu minniskortsraufinni.
Kveikt eða slökkt
Ýttu á rofann og haltu honum inni.
Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að
tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1 Tengdu hleðslutækið við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið.
3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka hleðslutækið úr sambandi
við tækið og síðan úr innstungunni.
Tækið tekið í notkun11
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið á meðan það er
í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn
birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Skjár
1 Sýnir sendistyrk farsímakerfisins
2 Hleðslustaða rafhlöðu
3 Vísar
4 Heiti farsímakerfisins eða skjátákn símafyrirtækisins
5 Klukka
6 Dagsetning (ef heimaskjárinn er óvirkur)
7 Skjár
8 Valkostur vinstri valtakka
9 Virkni flettitakkans
10 Valkostur hægri valtakka
Hægt er að breyta valkostum vinstri og hægri valtakkanna.
Sjá „Flýtivísar“, bls. 24.
Heimaskjár
Á heimaskjánum er hægt að búa til flýtivísa að uppáhaldsforritunum.
Veldu Valmynd > Stillingar og Skjástillingar > Heimaskjár.
Kveikt á heimaskjánum
Veldu Heimaskjár > Kveikja.
Heimaskjárinn skipulagður og sérsniðinn
Veldu Sérsníða.
Takki til að kveikja á heimaskjánum valinn
Veldu Takki heimaskjás.
12 Tækið tekið í notkun
Flett innan heimaskjásins
Flettu upp eða niður til að skoða listann og veldu Velja, Skoða eða Breyta. Örvarnar
tilgreina að nánari upplýsingar séu í boði.
Leiðsögn stöðvuð
Veldu Hætta.
Takkalás
Til að koma í veg fyrir að ýtt sé á takkana í ógáti velurðu Valmynd og ýtir síðan á * innan
3,5 sekúndna til að læsa tökkum símans (takkaborðinu).
Takkaborðið er opnað aftur með því að velja Úr lás og ýta á * innan 1,5 sekúndna. Ef
takkavarinn er á skaltu slá inn öryggisnúmerið þegar beðið er um það.
Hægt er að láta takkaborðið læsast sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma þegar tækið er ekki í
notkun með því að velja Valmynd > Stillingar > Símastillingar > Sjálfvirkur
takkavari > Virkur.
Ýtt er á hringitakkann til að svara símtali þegar takkaborðið er læst. Takkaborðið læsist
sjálfkrafa þegar lagt er á eða símtali er hafnað.
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
GSM-loftnet
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið
þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og
getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
Á myndinni er svæði GSM-loftnetsins merkt með gráu.
Vasaljós
Hægt er að nota myndavélarflassið sem vasaljós. Til að kveikja og slökkva á vasaljósinu
heldurðu * inni á heimaskjánum.
Ekki skal beina vasaljósinu að augum annarra.
Loading...
+ 26 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.