Nokia 5100 User Manual

Notandahandbók
9355138
2. útgáfa IS
YFIRLÝSING UM SAMKVÆMNI Við, NOKIA CORPORATION, lýsum því yfir og ábyrgjumst að framleiðsluvaran NPM-6 er í samræmi við eftirfarandi samþykkt: 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/
Afritun, yfirfærsla, dreifing eða geymsla hluta af eða alls innihalds þessa skjals í hvaða formi sem er, er bönnuð nema fyrir liggi skriflegt leyfi Nokia.
Nokia, Nokia Connecting People og Pop-Port eru vörumerki eða skráð vörumerki Nokia Corporation. Önnur heiti vöru eða fyrirtækja sem nefnd eru í þessu skjali kunna að vera vörumerki eða viðskiptaheiti eigenda þeirra.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
US einkaleyfi No 5818437 og önnur einkaleyfi í umsókn. T9 textahugbúnaður Copyright (C) 1997-2003. Tegic Communications, Inc. Öll réttindi áskilin.
Inniheldur RSA BSAFE dulkóðunar- eða öryggis-samskiptahugbúnað frá RSA Security.
Java er vörumerki Sun Microsystems, Inc.
Nokia stefnir að stöðugri þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og endurbætur á öllum vörum sem lýst er í þessu skjali án fyrirvara.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á neinu tapi á upplýsingum eða tekjum eða neinum sérstökum, tilfallandi eða óbeinum skemmdum hvað sem þeim veldur.
Efni þessa skjals er látið í té "as is". Utan þess sem krafist er í viðeigandi lögum eru engin ábyrgð af nokkru tagi, hvorki beint né óbeint, þar með talið en ekki takmarkað við ábyrgð á söluhæfni og hæfni til ákveðinna nota, tekin í tengslum við nákvæmni, áreiðanleika eða efni þessa skjals. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða þetta skjal eða afturkalla það hvenær sem er án fyrirvara.
Úrval sumra fylgihluta getur verið breytilegt eftir svæðum. Upplýsingar má fá hjá næsta söluaðila Nokia.
9355138 / 2. útgáfa IS
Efni
ÞÉR TIL ÖRYGGIS................................................................................................... 9
Almennar upplýsingar.........................................................................................12
Aðgangslyklar .............................................................................................................................................12
Samnýtt minni............................................................................................................................................13
Leturgerðir notaðar í þessari handbók ................................................................................................13
1. Síminn ..............................................................................................................14
Aukin ending...............................................................................................................................................14
Þegar síminn er notaður við blautar og rakar aðstæður ...............................................................15
Takkar............................................................................................................................................................16
Tengi..............................................................................................................................................................17
Biðhamur .....................................................................................................................................................18
Vasaljós .....................................................................................................................................................18
Listi yfir mæla í biðham .......................................................................................................................18
2. Þegar hafist er handa .....................................................................................21
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir........................................................................................................21
Skipt um hlífar............................................................................................................................................22
Hleðsla..........................................................................................................................................................23
Kveikt og slökkt á símanum....................................................................................................................24
Ól til að bera eða festa ............................................................................................................................25
Takkalás (Takkavörður)............................................................................................................................. 25
3. Hringiaðgerðir..................................................................................................27
Hringt............................................................................................................................................................27
Símafundur ..............................................................................................................................................28
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
4
Hringingu svarað eða henni hafnað.....................................................................................................29
Símtal í bið............................................................................................................................................... 29
Kostir sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur..................................................................... 29
Hátalari .....................................................................................................................................................30
4. Símaskrá (Nöfn)...............................................................................................31
Símaskrárstillingar valdar........................................................................................................................31
Nöfn og símanúmer vistuð (Bæta í nafni).......................................................................................... 31
Hvernig vista má mörg símanúmer og athugasemdir við sama nafn .....................................32
Leitað að nafni í símaskrá.......................................................................................................................33
Nafni, númeri eða athugasemd breytt. ...............................................................................................33
Nöfnum og númerum eytt ......................................................................................................................34
Símaskrár afritaðar ...................................................................................................................................34
Sending og móttaka nafnspjalda ..........................................................................................................35
Hraðvalsnúmer ........................................................................................................................................... 35
Upplýsinga- og þjónustunúmer.............................................................................................................36
Eigin númer.................................................................................................................................................36
Viðmælendahópar .....................................................................................................................................36
5. Notkun valmyndarinnar ..................................................................................38
Valmyndaraðgerð kölluð fram ...............................................................................................................38
Með skruni ...............................................................................................................................................38
Með flýtivísun .........................................................................................................................................39
Listi yfir valmyndaraðgerðir ...................................................................................................................40
6. Valmyndaraðgerðir ..........................................................................................44
Skilaboð (Valmynd 1)................................................................................................................................44
Textaboð................................................................................................................................................... 45
Margmiðlunarboð..................................................................................................................................51
Skilaboðum eytt .....................................................................................................................................54
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
5
Spjall..........................................................................................................................................................54
Talboð........................................................................................................................................................55
Skilaboð með upplýsingum .................................................................................................................56
Skilaboðastillingar ................................................................................................................................. 56
Þjónustuskipanir.....................................................................................................................................59
Símtalaskrá (Valmynd 2)..........................................................................................................................59
Nýleg símtöl.............................................................................................................................................60
Teljarar ......................................................................................................................................................60
Sérsnið (Valmynd 3).................................................................................................................................. 61
Stillingar (Valmynd 4) ..............................................................................................................................62
Dags- og tímastillingar.........................................................................................................................62
Símtalsstillingar......................................................................................................................................64
Símastillingar ..........................................................................................................................................67
Skjástillingar............................................................................................................................................69
Tónastillingar...........................................................................................................................................71
Stillingar fyrir aukabúnað....................................................................................................................72
Öryggisstillingar......................................................................................................................................73
Setja upphafsstillingar..........................................................................................................................74
Vekjaraklukka (Valmynd 5)......................................................................................................................74
Útvarp (Valmynd 6)...................................................................................................................................75
Stillt á útvarpsrás...................................................................................................................................76
Útvarpið notað........................................................................................................................................76
Gallerí (Valmynd 7) ................................................................................................................................... 78
Skipuleggjari (Valmynd 8).......................................................................................................................79
Dagbók ......................................................................................................................................................79
Minnislisti.................................................................................................................................................81
Leikir (Valmynd 9)......................................................................................................................................82
Leikur ræstur ...........................................................................................................................................82
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
6
Leikjaþjónusta .........................................................................................................................................83
Minnisstaða í leikjum............................................................................................................................83
Leikjastillingar.........................................................................................................................................83
Aðgerðir (Valmynd 10).............................................................................................................................84
Aðgerð ræst.............................................................................................................................................84
Aðgerð sótt..............................................................................................................................................85
Minnisstaða í aðgerðum......................................................................................................................86
Aukakostir (Valmynd 11) ......................................................................................................................... 86
Reiknivél ...................................................................................................................................................87
Niðurteljari...............................................................................................................................................88
Skeiðklukka..............................................................................................................................................90
Hitaeiningamælir ...................................................................................................................................91
Hitamælir..................................................................................................................................................92
Hljóðmælir ...............................................................................................................................................93
Tengimögul. (Valmynd 12) ......................................................................................................................94
Innrautt.....................................................................................................................................................94
GPRS ..........................................................................................................................................................95
WAP-þjónusta (valmynd 13) ..................................................................................................................96
Undirstöðuatriði varðandi aðgang og notkun á WAP-þjónustu............................................... 97
Síminn settur upp fyrir WAP-þjónustu ............................................................................................97
Tenging við WAP-þjónustu............................................................................................................... 101
WAP-síður skoðaðar .......................................................................................................................... 102
WAP-tenging rofin ............................................................................................................................. 103
Skjástillingar WAP-vafrans .............................................................................................................. 104
Stillingar fyrir fótspor ........................................................................................................................ 104
Bókamerki.............................................................................................................................................. 104
Þjónustuhólf......................................................................................................................................... 105
Skyndiminnið........................................................................................................................................ 106
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
7
Heimildarvottorð................................................................................................................................. 107
SIM-þjónusta (Valmynd 14) ................................................................................................................ 107
7. Upplýsingar um rafhlöðu............................................................................. 109
Hleðsla og afhleðsla .............................................................................................................................. 109
UMÖNNUN OG VIÐHALD................................................................................. 111
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR............................................................ 113
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
8
ÞÉR TIL ÖRYGGIS
Lestu þessar einföldu leiðbeiningar. Brot á reglum kann að vera háskalegt eða ólöglegt. Nánari upplýsingar er að finna í þessari handbók.
Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Notaðu ekki síma sem er haldið í hendinni meðan þú ekur.
TRUFLUN
Allir þráðlausir símar geta orðið fyrir truflunum sem hafa áhrif á notagildi þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Í NÁGRENNI SJÚKRASTOFNANA
Fylgja ber öllum settum reglum. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Þráðlaus búnaður getur valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki má nota símann nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM NÆRRI SPRENGINGU
Ekki má nota símann þar sem verið er að sprengja. Virða skal takmarkanir og fara að settum reglum.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
9
NOTIST AF SKYNSEMI
Notið símann aðeins í eðlilegri stellingu. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
ÞJÓNUSTA FAGMANNA
Aðeins fagmenn mega setja upp eða gera við símabúnað.
FYLGIHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta fylgihluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tengst er öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
ÖRYGGISAFRIT
Brýnt er að búa til öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum.
HRINGT
Tryggja skal að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Símanúmerið ásamt svæðisnúmeri er fært inn og síðan er stutt á . Símtali er lokið með því að styðja á . Stutt er á til að svara hringingu.
Sérþjónusta
Þráðlausi síminn sem lýst er í þessari handbók er samþykktur til notkunar á EGSM 900-, GSM 1800- og GSM 1900-símnetum.
Triband er netháð þjónusta. Hafið samband við þjónustuveitu ef áskrift að þessari þjónustu er í boði og hægt að nota hana.
Nokkrir eiginleikanna sem lýst er í þessari handbók eru kallaðir símkerfisþjónusta. Þetta eru sérþjónustur sem hægt er að fá gegnum þjónustuveitu þína. Slíka þjónustu er aðeins hægt
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
10
að nýta sér að fenginni áskrift að henni hjá þjónustuveitu á staðnum sem einnig veitir upplýsingar um notkun hennar.
Til athugunar: Verið getur að sum símnet styðji ekki bókstafi og /eða þjónustu sem er sérstök fyrir einstök tungumál.
Um aukahluti
Athugaðu gerðarnúmer hleðslutækis áður en þú notar það við þetta tæki. Þetta tæki er ætlað til að nota hleðslutækin ACP-7, ACP-8, ACP-12, LCH-9 og LCH-12.
Viðvörun:Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og fylgihluti sem framleiðandi símans hefur samþykkt til nota með tiltekinni tegund síma. +Ef notaðar eru aðrar gerðir fellur niður öll ábyrgð og samþykki sem fylgir símanum, og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega fylgihluti sem samþykktir eru til notkunar með símanum.
Þegar fylgihlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna, og kippa henni út.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
11
Almennar upplýsingar
Aðgangslyklar
Um sérstakar stillingar aðgangslykla, sjá Öryggisstillingar á bls. 73.
Öryggisnúmer (5 til 10 tölustafir): Öryggisnúmerið fylgir símanum og kemur í
veg fyrir að hann sé notaður í leyfisleysi. Forstillti kóðinn er 12345. Breyta skal númerinu og halda því leyndu og á öruggum stað annars staðar en með símanum.
PIN-númer og PIN2-númer (4 til 8 tölustafir):PIN-númerið (Personal
Identification Number) kemur í veg fyrir að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið fylgir yfirleitt SIM-kortinu.
PIN2-númerið fylgir ef til vill SIM-kortinu og kann að vera nauðsynlegt fyrir sumar aðgerðir, til dæmis þegar stilla þarf inn hringingarkostnað.
Ef rangt PIN-númer er fært inn þrisvar í röð getur síminn sýnt Lokað fyrir PIN-
númeri og notandi er beðinn að færa inn PUK-númer. PUK-númer fæst hjá
þjónustuveitu.
PUK og PUK2 númer (8 tölustafir): Þörf er á PUK-númeri (Personal
Unblocking Key) til að breyta lokuðu PIN-númeri. PUK2-númers er krafist þegar breyta á lokuðu PIN2-númeri.
Hafi númerin ekki fylgt SIM-kortinu skal hafa samband við þjónustuveituna og biðja um númer.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
12
Lykilorð vegna útilokunar (4 tölustafir): Lykilorði vegna útilokunar þarf að
beita þegar notuð er Útilokunarþjónusta, sjá Öryggisstillingar á bls. 73. Þjónustuveita lætur í té þetta lykilorð.
Samnýtt minni
Þessi sími getur notað samnýtt minni fyrir eftirtalið: símaskrá, texta- og margmiðlunarboð, myndir og hringitóna í Galleríi, dagbók og dagskrárathugasemdir og Java-leiki og aðgerðir. Notkun einhverra af þessum aðgerðum getur minnkað það minni sem tiltækt er fyrir allar aðgerðir sem nota samnýtt minni. Þetta á einkum við ef einhver af þessum aðgerðum er mikið notuð (þótt sumar þeirra kunni að hafa minni sem þeim er sérstaklega úthlutað til viðbótar því minni sem þær samnýta með öðrum aðgerðum). Til dæmis ef margar myndir, java forrit o.s.frv eru vistaðar gætu þær notað allt samnýtta minnið og síminn gæti birt boð um að minnið sé fullt. Í þessu tilviki skal eyða hluta af upplýsingum eða færslum úr aðgerðum sem nota samnýtta minnið áður en haldið er áfram.
Leturgerðir notaðar í þessari handbók
Textar sem birtast á skjá símans eru með skáletri, til dæmis Hringir. Skjátextar sem tengjast valtökkunum og eru með feitu letri, til dæmis
Valmynd.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
13
1. Síminn
Aukin ending
Nokia 5100 er hannaður fyrir virkan lífsstíl. Þetta er sími með varanlegum gæðum og áreiðanleika. Hann er með endurbætta vörn gegn skvettum, ryki, og höggum. Gúmmíkennt yfirborð gefur stöðugt og traust grip og þægindi.
Lok og botn veita bætta vörn gegn skvettum og ryki. Innri einingin er með vörn gegn skvettum og ryki þegar hlífarnar og takkamottan hafa verið settar á. Þynnur og þéttingar veita innri hlutum vörn.
Síminn er með aukið slitþol til að standast högg. Spjaldið að neðan veitir tengipinnunum aukna vörn gegn höggum og óhreinindum.
Nokia 5100 síminn hefur einnig nokkra möguleika sem nýtast þér í leik og starfi, svo sem:
•Hátalari (bls. 30), Útvarp (bls.. 75), Vasaljós (bls..
18), Hitaeiningateljari (bls. 91), Hitamælir (bls.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
14
92), Niðurteljari (bls. 88), Skeiðklukka (bls. 90), Sjálfvirkur styrkstillir (bls. 64)
og Hljóðmælir (bls. 93)
• Leikir og forrit sem hlaða má niður með Java™ tækni (bls. 84),
Margmiðlunarskilaboð (bls. 51), WAP þjónustur (bls. 96) og fjölradda (MIDI) tónar (bls. 51).
Þegar síminn er notaður við blautar og rakar aðstæður
• Þú getur notað símann í blautu umhverfi og jafnvel utan dyra í rigningu.
• Settu símann aldrei á kaf í vatn.
• Ef vatn kemst undir hlífar símans skaltu láta innri eininguna og hlífarnar þorna
eða þurrka af þeim með lólausum klút.
• Gakktu alltaf úr skugga um að síminn sé alveg þurr þegar þú opnar
rafhlöðulokið. SIM kort, rafhlaða og innri hlutir eru ekki varðir fyrir vatni.
• Gakktu alltaf úr skugga um að rafhlöðulokið sé þurrt og hreint og að það sé vel
lokað.
• Mundu alltaf að fylgihlutir þurfa ekki að uppfylla sömu kröfur um haldgæði og
vatnsþol og síminn sjálfur.
• Aldrei skal hlaða símann þegar botntengin eru blaut eða rök.
• Notaðu aldrei rakan síma með fylgihlutum sem tengjast raflögn.
• Lokaðu alltaf botnspjaldinu vel eftir að hafa notað fylgihluti.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
15
Takkar
1. Rofatakki er til að kveikja og
slökkva á símanum Þegar stutt er á rofatakkann
með takkaborðið læst kviknar á skjáljósum símans stutta stund.
2. Styrkstillar ,
Takkar til að stilla hljóðstyrk í eyrnatóli, heyrnartóli eða hátalara.
3. Skruntakkar í fjórar áttir
, , og eru til að skruna gegnum nöfn, símanúmer, valmyndir eða stillingar.
Ef ýtt er á þá í biðham:
er kveikt og slökkt á
vasaljósinu.
opnar lista yfir nöfn í
símaskrá.
opnar skilaboðaskjá.
opnar dagbók.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
16
4. Valtakkar og
gera þá aðgerð sem textinn fyrir ofan þá sýnir, til dæmis, Valmynd og Nöfn í biðham.
5. velur símanúmer og svarar hringingu. Í biðham birtist það númer sem
síðast var hringt til.
6. bindur enda á símtal. Hættir aðgerð.
7. - rita tölur og bókstafi.
- má nota til flýtivals á fyrirfram ákveðnum símanúmerum. hringir í númer talhólfs
og þjóna mismunandi tilgangi í ólíkum aðgerðum.
Tengi
1. Tengi fyrir hleðslutæki
2. Pop-PortTM tengi fyrir höfuðtól og gagnasnúru til dæmis
3. Innrautt (IR) tengi
Botntengin eru varin með gúmmíspjaldi. Hafið gúmmíspjaldið lokað ef enginn aukabúnaður er tengdur. Notið aldrei gúmmíspjaldið til að bera símann.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
17
Biðhamur
Mælarnir hér fyrir neðan eru sýndir þegar síminn er tilbúinn til notkunar, en engir stafir settir inn. Þessi skjár nefnist biðhamur.
XXXX Gefur til kynna í hvaða farsímakerfi verið er að
nota símann. Sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi stað. Því fleiri strik, þeim
mun meiri sendistyrkur. Sýnir hleðslu rafhlöðunnar. Því fleiri strik, þeim mun meiri hleðsla.
Vasaljós
Í símanum er vasaljós. Þú getur virkjað það í biðham þegar takkaborðið er ekki læst.
Til að kveikja á vasaljósinu:
• ýtirðu á og heldur . Þú sleppir til að slökkva .
• ýttu á tvisvar, snöggt. Nú logar stöðugt á vasaljósinu. Til að slökkva aftur, ýttu á einu sinni.
Listi yfir mæla í biðham
Gefur til kynna að ein eða fleiri textaboð eða myndboð hafa verið móttekin. Sjá Að lesa og svara skilaboðum og tölvupósti á bls. 48.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
18
Gefur til kynna að ein eða fleiri margmiðlunarboð hafa verið móttekin. Sjá
Margmiðlunarboð lesin og þeim svarað á bls. 53.
Gefur til kynna að ein eða fleiri raddboð hafa verið móttekin. Sjá Talboð á bls. 55.
Gefur til kynna að takkarnir á símanum eru læstir. Sjá Sjálfvirkur takkavari á bls. 67.
Síminn hringir ekki við innhringingu eða textaboð þegar Velja hringingu er stillt á Slökkt og Hringing fyrir skilaboð er stillt á Slökkt. Sjá Tónastillingar á bls. 71.
Vekjaraklukka er stillt á Virk. Sjá Vekjaraklukka (Valmynd 5) á bls. 74. Niðurteljarinn er í gangi. Sjá Niðurteljari á bls. 88.
Skeiðklukkan gengur í bakgrunni. Sjá Skeiðklukka á bls. 90. GPRS-hringisambandi er komið á, sjá Mótaldsstillingar fyrir GPRS á bls.
96.
GPRS-hringisamband er í gangi. GPRS-sambandi er hætt.
Vísir IR-tengis, sjá Innrautt á bls. 94.
Öllum símtölum til þín er beint í annað númer, Flytja öll símtöl. Ef um er að ræða tvær símalínur er teiknið fyrir símtalsflutning fyrir fyrri línuna
og fyrir þá síðari er það . Sjá Flutningar á bls. 65.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
19
sýnir hvor línan er valin ef hægt er að velja um tvær línur. Sjá Lína til að
eða
hringja á bls. 66.
Hátalari er virkur, sjá Hátalari á bls. 30. Símtöl takmarkast við lokaðan notendahóp. Sjá Öryggisstillingar á bls. 73.
Tímastillt snið hafi verið valið. Sjá Sérsnið (Valmynd 3) á bls. 61.
, eða
Höfuðtól eða hljóðmöskvakerfi er tengt við símann.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
20
2. Þegar hafist er handa
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Öll SIM-örkort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
• SIM-kort og snertisvæði þess geta auðveldlega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Það þarf því að meðhöndla kortið af varkárni þegar það er sett í símann eða fjarlægt.
• Áður en SIM-kort er sett í símann þarf að gæta þess að slökkva fyrst á símanum og fjarlægja síðan rafhlöðuna.
1. Snúðu bakinu á símanum að þér, ýttu fast á hliðar botnhlífarinnar og taktu hana af með því að renna henni niður.
2. Lyftu rafhlöðulokinu upp.
3. Taktu rafhlöðuna úr ef hún er í.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
21
4. Losaðu höldu SIM kortsins með því að toga hana niður.
5. Settu SIM spjald þitt í SIM korthölduna og gakktu úr skugga um að afsniðna hornið sé efst til vinstri og gylltu snerturnar snúi niður.
6. Lokaðu SIM korthöldunni.
7. Settu rafhlöðuna á sinn stað.
8. Settu rafhlöðulokið aftur á.
9. Renndu botnhlífinni til baka þar til hún smellur föst. Sjá lið 5 í Skipt um hlífar til upplýsingar.
Skipt um hlífar
Áður en skipt er um lok skal alltaf slökkva á símanum og aftengja hann frá hleðslutæki og öðrum tækjum. Geymdu og notaðu alltaf símann með lokinu á.
1. Taktu botnhlífina af símanum, sjá nánar í lið 1 í SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir á bls. 21.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
22
2. Losaðu efri hlífina með því að ýta á lásfjaðrirnar á hliðunum og renna efri hlífinni upp á við.
3. Settu nýju efri hlífina á með því að renna henni yfir skjá símans.
4. Festu hnappamottuna á neðri hlífina.
5. Láttu bakið á neðri hlífinni snúa að þér og renndu nýju neðri hlífinni með hnappamottunni á sinn stað.
Hleðsla
1. Lyftu upp blöðkunni sem hlífir botntengingunum á símanum og tengdu leiðsluna frá hleðslutækinu í stunguna neðst á símanum. Sjá Tengi á bls. 17.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
23
2. Hleðslutækinu er stungið í samband. Textinn Rafhlaða hleður sig er sýndur stutta stund ef kveikt er á símanum. Ef
rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða hægt er að hringja.
Óhætt er að nota símann meðan verið er að hlaða hann. Hleðslutíminn fer eftir hleðslutækinu og rafhlöðunni.
Kveikt og slökkt á símanum
Ýttu á og haltu niðri rofatakkanum efst á símanum.
Ef síminn biður um PIN kóða eða öryggiskóða
• Settu inn PIN kóðann eða öryggiskóðann, sem eru sýndir sem stjörnur *****, og ýttu á Í lagi.
Sjá einnig Aðgangslyklar á bls. 12.
Viðvörun:Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
GÓÐ RÁÐ TIL AÐ TRYGGJA SKILVIRKA NOTKUN: Innbyggt loftnet er í símanum. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á símanum og gildir það einnig um öll önnur tæki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að síminn noti meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Loftnetið og síminn vinna best ef ekki er snert á loftnetinu meðan á símtali stendur.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
24
Ól til að bera eða festa
• Settu mjórri plastsmellurnar eina og eina í götin fyrir ólina neðst á símanum (1 & 2). Gakktu úr skugga um að sylgjan á ólinni sé á ytri hliðinni.
• Settu hinn endann á ólinni í á svipaðan hátt með því að teygja hana lítið eitt að efsta hluta símans (3 & 4).
• Stilltu lengdina á ólinni eftir vild og festu sylgjuna.
• Til að fjarlægja ólina, lyftu upp efri hluta ólarinnar og togaðu smellurnar út úr götunum fyrir ólina sitt í hvoru lagi. Togaðu síðan neðri hluta ólarinnar niður og dragðu smellurnar út.
Takkalás (Takkavörður)
Þú getur læst takkaborðinu til að hindra að óvart sé stutt á takka. Ýttu á Valmynd og síðan á innan 1,5 sekúndna.
Sjá einnig Sjálfvirkur takkavari á bls 67. Þegar takkaborðið er læst, birtist efst á skjánum.
Læsing tekin af tökkunum
Ýttu á Úr lás og síðan á innan 1,5 sekúndna.
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
25
Þegar takkavörður er á
• Til að svara hringingu er ýtt á . Hægt er að nota aðgerðir símans á venjulegan hátt í símtali. Þegar símtali er slitið eða því hafnað læsast takkarnir sjálfkrafa.
Aðgerðir meðan á símtali stendur
• Til að virkja takkavörð meðan á símtali stendur skal ýta á Valkostir og velja
Læsa tökkum
Til athugunar:Þegar kveikt er á takkaverði er eftir sem áður hægt að hringja í neyðarnúmerið sem síminn er stilltur á (t.d. 112 eða annað opinbert neyðarnúmer). Neyðarnúmerið er valið og stutt á . Númerið birtist ekki fyrr en síðasti stafurinn í númerinu hefur verið valinn.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
26
3. Hringiaðgerðir
Hringt
1. Svæðis- og símanúmer er valið. Ef færður er inn rangur stafur er stutt á
Hreinsa til að eyða honum.
Þegar hringt er milli landa er stutt tvisvar á til að hringja úr landi (táknið + kemur í stað aðgangsnúmers fyrir millilandasímtöl) og svo er valið landsnúmer, svæðisnúmer og símanúmer.
2. Stutt er á til að hringja í númerið.
3. Stutt er á til að slíta samtalinu eða hætta við hringinguna.
Hringt úr símaskrá
• Sjá Leitað að nafni í símaskrá á bls. 33. Stutt er á til að hringja í númerið sem birtist.
Síðasta númer endurvalið
• Í biðham er stutt á einu sinni til þess að fá fram lista yfir síðustu tuttugu númerin sem valin hafa verið. Skrunað er að viðeigandi númeri eða nafni og stutt á til að hringja í númerið.
Símanúmer hraðvalið
• Úthlutið fyrst símanúmeri á einn af hraðvalstökkunum ( - ). Sjá
Hraðval á bls. 66. Síðan er hringt er í númerið með því að nota aðra af tveimur
aðferðum:
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
27
• Stutt er á viðeigandi hraðvalstakka og síðan er stutt á .
•Ef Hraðval er virkt er stutt á hraðvalstakka og honum haldið niðri uns símtal hefst.
Hringt í talhólf
• Í biðham er stutt á og haldið niðri, eða stutt er á og . Sjá einnig Talboð á bls 55.
Símafundur
Um er að ræða sérþjónustu sem gerir kleift að halda símafund með allt að sex þátttakendum.
1. Hringt er til fyrsta þátttakanda.
2. Hringt er til annars þátttakanda með því að styðja á Valkostir og velja kostinn
Ný hringing.
3. Númer þátttakandans er fært inn eða sótt í minni, síðan er stutt á Hringja Fyrsta símtalið er sett í bið.
4. Þegar næstu hringingu er svarað er fyrsti þátttakandinn í símafundinum sóttur. Stutt er á Valkostir og valið Símafundur.
5. Ef bæta á nýjum þátttakanda í símtalið eru 2. til 4. liður endurteknir.
6. Einkasamtal við einn þátttakanda: Stutt er á Valkostir og valið Einkamál og valinn sá þátttakandi sem óskað er.
Símafundurinn er sóttur aftur eins og lýst er í 4. lið.
7. Ef ljúka á símafundinum er stutt á .
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
28
Hringingu svarað eða henni hafnað
Stutt er á til að svara hringingu og á til að ljúka símtali. Stutt er á til að hafna símtali. Ef stutt er á Hljótt hættir hringitónninn að heyrast. Síðan er hringingunni svarað
eða henni hafnað. Ef stereó-heyrnartól HDS-3 eða annað sambærilegt Nokia heyrnartól er tengt
símanum er hægt að svara og ljúka símtali með því að ýta á heyrnartólshnappinn.
Ábending: Ef Flytja þegar síminn er á tali aðgerðin er virkjuð til að yfirfæra, mun höfnun á símtali einnig yfirfæra símtalið. Sjá Flutningar á bls. 65.
Athugið að þegar einhver hringir í þig þá sýnir síminn hver hringir, símanúmer eða textann Leyninúmer eða Símtal. Ef meira en eitt nafn finnst í símaskránni með sama símanúmer og símanúmer þess sem hringir þá sýnir síminn eingöngu símanúmerið, ef það er tiltækt.
Símtal í bið
Meðan á símtali stendur er stutt á til að svara hringingu í bið. Fyrsta símtalið er sett í bið. Stutt er á til að rjúfa símtalið sem stendur yfir.
Til að virkja Biðþjónusta fyrir símtöl aðgerðina, sjá Símtal í bið á bls 66.
Kostir sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur
Margir valkostanna sem hægt er að nýta meðan á símtali stendur eru sérþjónusta. Stutt er á Valkostir meðan á símtali stendur og bjóðast þá eftirtaldir valkostir:
Copyright
© 2003 Nokia. All rights reserved.
29
Hljóðnemi af eða Hljóðnemi á, Leggja á, Ljúka öllum, Símaskrá, Valmynd og Í bið
eða Úr bið, Ný hringing, Símafundur, Einkamál, Svara, Hafna Hátalari eða Símtól og Læsa tökkum.
Senda DTMF-tóna til að senda DTMF-tóna, til dæmis aðgangsorð eða
reikningsnúmer. DTMF-strengurinn er færður inn eða hans leitað í símaskránni og stutt á Í lagi. Hægt er að færa inn biðbókstafinn w og hlébókstafinn p með því að margstyðja á .
Víxla til að skipta milli yfirstandandi símtals og símtals í bið, Flytja til að tengja
símtal í bið við yfirstandandi símtal og aftengjast símtölunum.
Hátalari
Hægt er að nota símann sem hátalara meðan á símtali stendur. Ekki skal halda símanum upp við eyrað meðan hátalari er virkur.
• Við innkomandi símtal ýttu á Valkostir og veldu Hátalari. Símtalið er tekið
þegar í stað.
• Meðan á símtali stendur ýttu á Valkostir og veldu Hátalari eða ýttu á Hátalari
ef það er sýnilegt á skjá símans.
• Þegar þú hringir skaltu bíða þar til merki er gefið um byrjun símtals og virkja
síðan hátalarann eins og meðan á símtali stendur.
Til að hætta að nota hátalarann skaltu ýta á Valkostir og velja Símtól eða ýta á
Símtól ef það er sýnilegt á skjá símans.
Um notkun hátalara með útvarpinu er fjallað í Útvarpið notað á bls. 76. Til athugunar: Notkun hátalarans eyðir af rafhlöðunni og notkunartími símans
styttist verulega.
Copyright © 2003 Nokia. All rights reserved.
30
Loading...
+ 88 hidden pages