Takkar og hlutar6
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir6
Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt8
Rafhlaðan hlaðin9
Loftnet9
Aukabúnaður9
Kveikt á tækinu10
Um tækið10
Sérþjónusta11
Lykilorð11
Kveikt og slökkt á tækinu12
Biðstaða 12
Notkun valmyndarinnar13
Vasaljós14
Takkalás14
Aðgerðir án SIM-korts14
Flugsnið14
Hringt úr tækinu22
Texti og skilaboð24
Tölvupóstur27
Myndir og myndskeið28
Myndataka28
Upptaka myndskeiða29
Valkostir myndavélar og
myndupptöku29
Gallerí29
Afþreying 31
Hlustað á tónlist31
Vefur 33
Leikir og forrit35
Kort36
Kortum hlaðið niður37
Kort og GPS37
Viðbótarþjónusta38
Skipuleggja38
Skipuleggja tengiliði38
Nafnspjöld39
Dagsetning og tími39
Vekjaraklukka39
Dagbók40
Verkefnalisti40
Minnismiðar40
Nokia PC Suite40
Reiknivél40
Niðurteljari41
Skeiðklukka41
Stuðningur og uppfærslur42
Þjónusta42
My Nokia (Nokia tækið mitt)42
Niðurhal efnis42
Uppfærsla hugbúnaðar með tölvu42
Hugbúnaðaruppfærsla með
ljósvakaboðum43
Upprunalegar stillingar43
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé
þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt
eða varðað við lög. Lesa skal alla
notendahandbókina til að fá nánari
upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar
sem notkun þráðlausra síma er
bönnuð eða þar sem hún kann
að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum
staðbundnum lögum. Ætíð skal
hafa hendur frjálsar til að stýra
ökutækinu við akstur.
Umferðaröryggi skal ganga
fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið
næm fyrir truflunum, sem getur
haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM
SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir.
Slökkva skal á tækinu um borð
í flugvélum, nærri
lækningatækjum,
eldsneytisstöðvum,
efnaverksmiðjum eða svæðum
þar sem verið er að sprengja.
AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykktan
aukabúnað og rafhlöður. Ekki
má tengja saman ósamhæf
tæki.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk
má setja upp eða gera við þessa
vöru.
Tækið er hannað fyrir erfiðar aðstæður.
Það er prófað og vottað samkvæmt
alþjóðlega staðlinum IEC 60529/level IP54
varðandi raka- og rykvörn og samkvæmt
IEC 60068-2-27 varðandi höggvörn.
Aukabúnaður sem á að nota með þessu
tæki uppfyllir ekki sömu eiginleika um
endingu, raka- eða rykvörn og tækið sjálft.
Til dæmis má einungis nota hleðslutæki í
þurru umhverfi. Þau ætti aldrei að nota
rök eða blaut.
Notkun tækisins í bleytu eða ryki
•Rakavörn merkir aðeins vörn gegn
venjulegu, hreinu vatni. Tækið má
ekki komast í snertingu við annars
konar vökva. Til dæmis má tækið ekki
komast í snertingu við sjávarvatn,
drykkjarvörur, leðju eða fljótandi
efnablöndur eða hreinsiefni.
•Ekki má láta tækið fara á kaf í vatn.
•Ekki má láta tækið komst í snertingu
við heitt vatn.
•Hafi tækið blotnað skal þurrka það
með þurrum klút. Hafi það komist í
snertingu við saltvatn eða annan
vökva skal strax úða hreinu vatni yfir
tækið. Þurrka verður tækið varlega
með klút.
•Aldrei skal setja neitt í samband við
tengin neðan á tækinu ef þau eru
rykug, blaut eða rök. Til dæmis má
aldrei hlaða tækið þegar tengin
neðan á því eru blaut eða rök. Aldrei
skal beita afli við að setja eitthvað í
samband við tengin því að þá getur
tækið orðið fyrir skemmdum.
•Áður en bakhliðin er opnuð (1) skaltu
hreinsa og þurrka tækið til að hvorki
vatn né ryk komist inn í tækið og
opnaðu tækið aðeins á þurrum og
hreinum stað. Tryggja skal að innri
búnaður tækisins og þéttingar
bakhliðarinnar (1) séu þurrar, hreinar
og lausar við alla aðskotahluti.
Aðskotahlutir eða ryk geta skemmt
vatnsþéttingarnar.
•Ef tengi eru rykug verður að hreinsa
þau vandlega fyrir notkun. Við
hreinsun á tengjum neðan á tækinu
og svæðinu þar í kring geturðu opnað
tengilokið (2) neðan á tækinu og úðað
varlega svolitlu vatni á tengin til að
rykhreinsa þau. Þurrkaðu tækið og
svæðið í kringum tengin vandlega
með þurrum klút. Tengin verða að fá
að þorna vel að innan. Settu aldrei
neina hluti inn í tengi eða svæðið þar
í kring.
Aðeins skal nota samhæft microSD-kort
sem Nokia samþykkir til notkunar með
þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda
staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að
sum kort sé ekki hægt að nota að fullu
með þessu tæki. Ósamhæf kort geta
skaðað kortið og tækið og skemmt gögn
sem vistuð eru á kortinu.
Tækið styður microSD-kort sem eru allt að
8 GB að stærð.
Hámarksstærð einnar skráar er 2 GB.
Minniskorti komið fyrir
1 Fjarlægðu bakhlið símans og
rafhlöðuna.
2 Opnaðu minniskortafestinguna (1).
3 Settu kortið í festinguna þannig að
snertiflöturinn snúi niður (2).
4 Lokaðu minniskortafestingunni (3, 4).
5 Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn
stað.
Minniskort fjarlægt
1 Fjarlægðu bakhlið símans og
rafhlöðuna.
2 Opnaðu minniskortafestinguna og
taktu minniskortið úr henni. Lokaðu
festingunni.
3 Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn
Halda skal tækinu þurru. Ef tækið blotnar
skaltu láta það þorna alveg áður en
hleðslutækið er tengt við það.
Rafhlaðan var hlaðin að hluta hjá
framleiðanda. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla
sé eftir skaltu gera eftirfarandi.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við
innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið.
3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé
fullhlaðin skaltu taka hleðslutækið úr
sambandi við tækið og síðan úr
innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í
tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á
meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er
alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar
til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða
þar til hægt er að hringja.
Loftnet
Í tækinu kunna að vera innri og ytri
loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við
loftnetið þegar verið er að senda eða taka
á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á
sendigæði og getur valdið því að tækið
noti meiri orku og getur minnkað líftíma
rafhlöðu þess.
Myndin sýnir loftnetssvæðið merkt með
gráu.
Aukabúnaður
Halda skal tækinu þurru. Ef tækið blotnar
skaltu láta það þorna alveg áður en
aukabúnaður er tengdur við það.
Ef hleðslutækið er tengt við tækið skaltu
aftengja það áður en þú opnar tengilokið.
Opnaðu lokið á USB-tenginu og tengdu
USB-snúruna við tækið.
Höfuðtól
Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert
heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota
höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau
sem Nokia samþykkir til notkunar með
þessu tæki eru tengd við Nokia hljóð- og
myndtengið skal gæta sérstaklega að
hljóðstyrknum.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér
merki þar sem slíkt getur skemmt símann.
Ekki skal stinga spennugjafa í samband
við Nokia AV-tengið.
Band
Þræddu bandið eins og sýnt er á myndinni
og hertu að.
Hvaða ljóstákn er á
takkaborðinu? Kveiktu á
símanum og nýttu þér allt
sem hann býður upp á.
Kveikt á tækinu
Lærðu hvernig kveikt er á símanum og
hvernig nota skal grunnaðgerðir hans.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari
handbók er samþykkt til notkunar í GSM
900, 1800 og 1900 MHz símkerfi.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar
um símkerfi.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki
og tenglar á netsíður þriðju aðila sem
gæ tu ge rt þ ér kl eif t a ð n álg as t s lík ar sí ður .
Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur
hvorki stuðning sinn við þær né tekur
ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði
skaltu huga að öryggi og efni.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á
tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar
notkun þráðlausra tækja getur valdið
truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum
lögum og virða staðbundnar venjur,
einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t.
höfundarrétt. Varnir vegna
höfundarréttar geta hindrað afritun,
breytingu eða flutning sumra mynda,
tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar
mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru
í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa
notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja
saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta
öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er
að finna í notendahandbókinni.
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota tækið verða
notendur að vera áskrifendur þjónustu
fyrir þráðlausa síma. Margir af valkostum
símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er
hægt að nota þessa valkosti í öllum
símkerfum. Í öðrum símkerfum kann
jafnframt að vera farið fram á sérstaka
skráningu fyrir þessari þjónustu. Notkun
netþjónustu felur í sér sendingu gagna.
Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni
um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki
er notað á öðrum netum. Leiðbeiningar
ásamt upplýsingum um gjald fyrir
þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum
símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem
hafa áhrif á hvernig hægt er að nota
sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki
alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að
tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða
ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast
þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann
einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann
heitum, röð og táknum valmynda að hafa
verið breytt. Þjónustuveitan gefur nánari
upplýsingar.
Lykilorð
Veldu Valmynd > Stillingar > Öryggi >
Aðgangslyklar til að stilla hvernig síminn
notar aðgangslyklana og
öryggisstillingarnar.
•Öryggisnúmerið hindrar að síminn sé
notaður í leyfisleysi. Forstillta
númerið er 12345. Hægt er að breyta
númerinu og láta símann biðja um
númerið. Beðið er um
öryggisnúmerið í sumum aðgerðum,
burtséð frá stillingum, t.d. ef setja á
aftur upp upphaflegar stillingar
framleiðanda. Haltu númerinu leyndu
og á öruggum stað fjarri símanum. Ef
þú gleymir númerinu og síminn er
læstur mun síminn þarfnast v iðgerðar
og því getur fylgt aukakostnaður.
Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care
þjónustuveri eða seljanda símans.
•PIN-númerið (UPIN) sem fylgir með
SIM-kortinu (USIM) kemur í veg fyrir að
SIM-kortið sé notað í leyfisleysi.
•PIN2-númerið (UPIN2-númerið), sem
fylgir sumum SIM-kortum (USIMkortum), er nauðsynlegt til að hafa
aðgang að tiltekinni þjónustu.
•PUK- (UPUK-) og PUK2-númer (UPUK2númer) kunna að fylgja SIM-kortinu
(USIM-kortinu). Ef þú slærð inn rangt
PIN-númer þrisvar sinnum í röð ertu
beðinn um PUK-númerið. Hafa skal
samband við þjónustuveituna ef þessi
númer fylgja ekki með símanum.
•Þegar útilokunarþjónusta er notuð til
að takmarka símtöl í og úr símanum
(sérþjónusta) er lykilorðs útilokunar
krafist.
•Til að skoða eða breyta stillingum
öryggiseiningar fyrir vafrann velurðu
Sláðu inn PIN-númerið, ef um það er beðið
(birtist sem ****).
Tími og dagsetning stillt
Sláðu inn dagsetningu, staðartíma og
tímabelti, og sumartíma þar sem þú ert
staddur, ef um það er beðið.
Þegar kveikt er á tækinu í fyrsta skipti
verður e.t.v. beðið um að hlaðið sé inn
stillingum frá símafyrirtækinu eða
þjónustuveitunni (sérþjónusta).
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Biðstaða
Tækið er í biðstöðu þegar það er tilbúið til
notkunar en engir stafir eða tölur hafa
verið slegnar inn.
Skjár
1 Sýnir sendistyrk farsímakerfisins
2 Hleðslustaða rafhlöðu
3 Vísar
4 Klukka
5 Heiti farsímakerfisins eða skjátákn
símafyrirtækisins
6 Dagsetning
7 Skjár
8 Valkostur vinstri valtakka
9 Hlutverk Navi-takkans; kallast hér
eftir skruntakki
10 Valkostur hægri valtakka
Hægt er að breyta valkostum vinstri og
hægri valtakkanna.
Sjá „ Vinstri og hægri
valtakkar “, bls. 17.
Orkusparnaður
Síminn inniheldur valkostina
Rafhlöðusparnaður og Svefnstilling til
að spara rafhlöðuna þegar tækið er í
biðstöðu og ekki er ýtt á neina takka. Hægt
er að velja hvort þessir valkostir eru
Sjá „Skjár“, bls. 17.
notaðir.
Heimaskjár
Heimaskjárinn birtir lista yfir tilteknar
aðgerðir og upplýsingar sem hægt er að
nálgast.
Flettu upp eða niður til að skoða listann
og veldu Velja, Skoða eða Breyta.
Örvarnar gefa til kynna að nánari
upplýsingar séu í boði.
Skoðun stöðvuð
Veldu Hætta.
Flýtivísar
Þegar tækið er í biðstöðu eða heimaskjár
þess er virkur er hægt að nota eftirfarandi
flýtivísa.
Hringingar sem ekki er svarað,
móttekin símtöl og númer sem hringt
er í
Ýttu á hringitakkann. Veldu númer eða
nafn og ýttu á hringitakkann til að hringja.
Ræstu vafrann
Haltu 0 inni.
Hringt í talhólf
Haltu 1 inni.
Aðrir takkar notaðir sem flýtivísar
Sjá „Flýtivísar símtala“, bls. 22.
Vísar
Þú átt ólesin skilaboð.
Þú átt ósend skilaboð, skilaboð
sem hefur verið hætt við eða sem
mistekist hefur að senda.
Takkaborðið er læst.
Tækið gefur ekki frá sér hljóð
þegar hringt er í það eða þegar
það tekur við textaskilaboðum.
Áminning er stillt.
Tækið er skráð hjá GPRS- eða
/
EGPRS-símkerfi.
Tækið hefur opna GPRS- eða
/
EGPRS-tengingu.
GPRS- eða EGPRS-tengingin liggur
/
niðri (í bið).
Kveikt er á Bluetooth.
Tækið tekur á móti GPS-merki
(nota þarf ytra GPS-loftnet).
Tækið tekur ekki á móti GPSmerki (nota þarf ytra GPS-loftnet).
Ef notaðar eru tvær símalínur er
lína númer tvö valin.
Öllum símtölum er beint í annað
númer.
Símtöl eru takmörkuð við lokaðan
notendahóp.
Sniðið sem er í notkun hefur verið
tímastillt.
Vasaljósið er virkt.
Notkun valmyndarinnar
Í símanum er fjöldi aðgerða sem eru
flokkaðar í valmyndir.
4 Veldu stillinguna.
5Veldu Til baka til að fara aftur í fyrra
valmyndarþrep.
Veldu Hætta til að loka valmyndinni.
Útliti valmyndarinnar er breytt með því að
velja Valkostir > Aðalskjár valmynd..
Flettu til hægri og veldu úr valkostum sem
eru í boði.
Veldu Valkostir > Skipuleggja til að
endurskipuleggja valmyndina. Flettu að
efninu sem þú ætlar að flytja og veldu
Færa. Flettu að staðnum sem þú vilt færa
efnið á og veldu Í lagi. Til að vista
breytinguna velurðu Lokið > Já.
Vasaljós
Hægt er að nota myndavélarflassið sem
vasaljós.
Kveikt á vasaljósinu
Þegar tækið er í biðstöðu eða heimaskjá
skaltu halda
-takkanum inni.
Takkaborðið verður að vera ólæst.
Ekki má beina ljósinu úr stuttri fjarlægð að
augum.
Það slokknar sjálfkrafa á vasaljósinu við
eftirfarandi aðstæður:
•Ef rafhlaðan er að tæmast
•Eftir hálftíma
•Þegar hringt er úr eða í símann
•Þegar kveikt er á myndavélinni
Að símtali loknu eða þegar slökkt hefur
verið á myndavélinni kviknar ekki aftur
sjálfkrafa á vasaljósinu.
Takkalás
Til að koma í veg fyrir að ýtt sé á takkana
í ógáti velurðu Valmynd og ýtir síðan á *
innan 3,5 sekúndna til að læsa tökkum
símans (takkaborðinu).
Takkaborðið er opnað aftur með því að
velja Úr lás og ýta á * innan 1,5 sekúndna.
Sláðu inn lykilnúmerið ef beðið er um það.
Þegar takkarnir eru læstir er símtali
svarað með því að ýta á hringitakkann.
Takkarnir læsast sjálfkrafa þegar lagt er á
eða símtali er hafnað.
Frekari eiginleikar eru sjálfvirkur
takkavari og öryggistakkavari.
Sjá
„Sími“, bls. 15.
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann
að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Aðgerðir án SIM-korts
Hægt er að nota suma valkosti í símanum
án þess að SIM-kort sé í honum, eins og
valkosti skipuleggjara og leiki. Sumir
valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá
er ekki hægt að nota.
Flugsnið
Nota skal flugsniðið á stöðum sem eru
viðkvæmir fyrir útvarpsbylgjum til að
útiloka að útvarpstíðni hafi áhrif á tækið.
Þú hefur samt sem áður möguleika á því
að spila leiki og opna dagbókina og
símaskrána. Þegar flugsniðið er virk birtist
Í flugsniðinu er ekki hægt að hringja eða
svara símtölum, þar á meðal
neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti
þar sem þörf er á tengingu við símkerfi.
Eigi að hringja verður fyrst að virkja
símaaðgerðina með því að skipta um snið.
Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn
lykilnúmerið.
Ef hringja þarf neyðarsímtal meðan tækið
er læst og flugsniðið er virkt kann einnig
að vera hægt að slá inn neyðarnúmerið
sem er forritað í tækið í reitinn fyrir
lykilnúmerið og velja 'Hringja'. Tækið
staðfestir að verið sé að gera
flugstillinguna óvirka til að hefja
neyðarsímtal.
Viltu hafa hlutina eftir þínu
höfði? Gefðu tækinu sitt
eigið útlit og stemningu
með því að velja þér
hringitóna, bakgrunn og
þema.
Gerðu símann að þínu tæki
Settu upp stillingar í tækinu, hafðu það
eftir þínu höfði og tengdu það á ýmsa
vegu.
Grunnstillingar
Sími
Veldu Valmynd > Stillingar >
Símastillingar og úr eftirfarandi:
Stillingar tungumáls — til að velja
tungumál símans skaltu velja Tungumál
síma og tungumál. Til að velja tungumál
símans í samræmi við upplýsingar á SIMkortinu skaltu velja Tungumál síma >
Sjálfgefið val.
Staða minnis — til að skoða upplýsingar
um hversu mikið minni er í notkun
Sjálfvirkur takkavari — til að læsa
takkaborðinu sjálfvirkt eftir tiltekinn tíma
þegar síminn er í heimaskjánum og engin
aðgerð hefur verið valin.
Öryggistakkavari — til að beðið sé um
öryggisnúmerið þegar slökkt er á
takkavaranum
Raddkennsl —
„Raddskipanir“, bls. 18.
Flugkvaðning — til að vera beðin(n) um
staðfestingu á að nota flugsniðið þegar
kveikt er á símanum. Slökkt er á öllum
þráðlausum sendingum símans þegar
flugsniðið er valið.
hugbúnaðaruppfærslur frá
þjónustuveitunni þinni (sérþjónusta).
Mismunandi getur verið hvaða valkostir
eru í boði.
Sjá „Hugbúnaðaruppfærsla
með ljósvakaboðum“, bls. 43.
Val símafyrirtækis — til að velja
farsímakerfi í boði
Kveikt á hjálp.textum — til að birta
hjálpartexta símans
Opnunartónn — til að spila tón þegar þú
kveikir á símanum
Öryggi
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka
símtöl eru í notkun (svo sem útilokun,
lokaður notendahópur og fast númeraval)
kann að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Útilokun og flutningur símtala getur ekki
verið virkt samtímis.
Veldu Valmynd > Stillingar > Öryggi og
úr eftirfarandi:
Krefjast PIN-númers eða Krefjast UPINnúmers — Til að spurt sé um PIN- eða
UPIN-númer í hvert skipti sem kveikt er á
símanum. Á sumum SIM-kortum er ekki
hægt að gera þessa beiðni óvirka.
Útilokunarþjónusta — Til að loka fyrir
símtöl í og úr símanum (sérþjónusta).
Krafist er lykilorðs útilokunar.
Fast númeraval — Til að takmarka
úthringingar í valin símanúmer ef SIMkortið styður aðgerðina. Þegar fast
númeraval er á, eru GPRS-tengingar ekki
mögulegar nema þegar textaboð eru send
um GPRS-tengingu. Í því tilviki verða
símanúmer viðtakandans og
skilaboðamiðstöðvarinnar að vera á
númeralistanum í föstu númeravali.
Lokaður not.hópur — Til að tilgreina
hóp fólks sem þú getur hringt í og sem
getur hringt í þig (sérþjónusta).
Öryggisstig — til að beðið sé um
öryggisnúmer í hvert skipti sem nýtt SIMkort er sett í símann velurðu Sími.
Aðgangslyklar — Til að breyta
öryggisnúmerinu, PIN-, UPIN- eða PIN2númerinu, eða lykilorði útilokunar.
PIN2-beiðni — til að velja hvort beðið sé
um PIN2-númerið þegar tiltekinn
valkostur símans sem er varinn með PIN2númerinu er notaður. Á sumum SIMkortum er ekki hægt að slökkva á beiðni
um númerið. Það fer eftir símanum hvort
hægt sé að velja þennan valkost. Hafa skal
samband við símafyrirtækið til að fá
nánari upplýsingar.
Númer í notkun — Til að velja gerð PINnúmers.
Heimildavottorð eða
Notandavottorð — Til að skoða lista yfir
heimildar- eða notandavottorð sem hefur
verið hlaðið niður í símann.
Sjá „Öryggi
vafra“, bls. 35.
Still. öryggiseiningar — Til að skoða Um
öryggiseiningu, virkja PIN
öryggiseiningar eða breyta PIN-númeri
öryggiseiningar og PIN-númeri fyrir
undirskrift.
Sjá „Lykilorð“, bls. 11.
Stillingum símans breytt
Gefðu símanum persónulegan blæ með
hringitónum, bakgrunni og þemum.
Bættu við flýtivísum fyrir tilteknar
aðgerðir og bættu við aukahlutum.
Snið
Í símanum eru nokkrir stillingahópar sem
kallaðir eru notandasnið. Með þeim er
hægt að velja hringitóna fyrir
mismunandi tilvik og aðstæður.
símaaðgerðir af fyrirfram skilgreindum
lista yfir á stýrihnappinn (skruntakkann)
Takki heimaskjás — Til að hreyfa þurfi
stýrihnappinn til að ræsa heimaskjáinn.
Velja flýtivísa símtala
1Veldu Valmynd > Tengiliðir >
Hraðvals-númer og flettu að takka.
2Veldu Velja. Ef númerinu hefur þegar
verið úthlutað á takka velurðu
Valkostir > Breyta.
3 Sláðu inn númer eða leitaðu að
tengilið.
Raddskipanir
Hæ gt er að no ta ra dd sk ip an ir ti l a ð h ri ng a,
ræsa forrit og gera snið virk.
Veldu Valmynd > Stillingar >
Símastillingar.
Raddskipanir eru háðar tungumáli. Til að
stilla tungumál símans skaltu velja
Stillingar tungumáls > Tungumál
síma og tungumálið.
Til að venja raddkennsl símans við
röddina þína velurðu Raddkennsl >
Raddæfing.
Til að virkja raddskipun fyrir valkost
velurðu Raddkennsl > Raddskipanir og
svo valkost og virkni.
táknar að
raddskipun hafi verið virkjuð.
Til að gera raddskipunina virka velurðu
Bæta við.
Ef þú vilt spila virkjaða raddmerkið skaltu
velja Spila.
Upplýsingar um notkun raddskipana er að
„Raddstýrð hringing“ á bls. 22.
finna í
Unnið er með raddskipanir með því að
velja valkost, svo Valkostir og svo
eitthvað af eftirfarandi:
Breyta eða Fjarlægja — til að endurnefna
eða óvirkja raddskipunina
Virkja allar eða Óvirkja allar — til að
virkja eða óvirkja raddskipanir fyrir alla
valkosti á raddskipanalistanum
Tengjast
Í símanum eru nokkrir valkostir til að
tengjast við önnur tæki og flytja gögn.
Þráðlaus Bluetooth-tækni
Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt
að tengja tækið, með útvarpsbylgjum, við
samhæft Bluetooth-tæki sem er í innan
við 10 metra fjarlægð (32 fet).
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth
Specification 2.1 + EDR sem styður
eftirfarandi snið: SIM access, object push,
file transfer, dial-up networking, headset,
handsfree, generic access, serial port,
generic object exchange, advanced audio
distribution, audio video remote control,
generic audio/video delivery, service
discovery application, personal area
networking og phonebook access. Til að
tryggja samvirkni milli annarra tækja sem
styðja Bluetooth-tækni skal nota
aukabúnað sem eru viðurkenndir af Nokia
fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga
hjá framleiðendum annarra tækja um
samhæfi þeirra við þetta tæki.
Þau forrit sem notast við Bluetooth ganga
á rafhlöðu símans og draga úr endingu
hennar.
Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa
tækinu er aðeins hægt að hringja og svara
símtölum með samhæfum aukabúnaði
sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði).
Ekki er hægt að hringja úr þráðlausa
tækinu þegar stillingin er virk, nema í
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að
slökkva á ytri SIM-stillingu. Ef tækinu hefur
verið læst skal fyrst slá inn lykilnúmerið til
að opna það.
Bluetooth-tengingu komið á
1Veldu Valmynd > Stillingar >
Tengimöguleikar > Bluetooth.
2Veldu Nafn símans míns og sláðu inn
nafnið á tækinu.
3 Til að koma á Bluetooth-tengingu
skaltu velja Bluetooth > Kveikja.
sýnir að Bluetooth-tenging er virk.
4 Til að tengja tækið við aukabúnað
fyrir hljóð velurðu Tengja
hljóðaukabún. og aukabúnaðinn.
5 Til að para tækið við öll Bluetooth-
tæki á svæðinu skaltu velja Pöruð
tæki > Bæta við nýju tæki.
6 Veldu tækið og svo Bæta við.
7 Sláðu inn lykilorð (allt að 16 stafir) í
tækið til að heimila tengingu við
annað Bluetooth-tæki.
Notkun tækisins í falinni stillingu er
öruggari leið til að forðast hættulegan
hugbúnað. Ekki skal samþykkja
Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki
er treyst. Einnig er hægt að slökkva á
Bluetooth. Þetta hefur ekki áhrif á aðrar
aðgerðir símans.
Tölva tengd við internetið
Hægt er að nota Bluetooth-tækni til að
tengja tölvuna þína við internetið. Tækið
verður að geta tengst internetinu
(sérþjónusta) og tölvan verður að styðja
Bluetooth-tækni. Eftir tengingu við
aðgangsstað tækisins og pörun við
tölvuna opnar tækið sjálfkrafa
pakkagagnatengingu við internetið.
Pakkagögn
GPRS-tækni (General Packet Radio Service)
er sérþjónusta sem gerir
farsímanotendum það kleift að senda og
taka á móti gögnum um net sem byggir á
Internetsamskiptareglum (Internet
Protocol, IP).
Tilgreint er hvernig þjónustan er notuð
með því að velja Valmynd > Stillingar >
Tengimöguleikar > Pakkagögn >
Pakkagagnatenging og svo úr
eftirfarandi valkostum:
Þegar þörf er — til að koma á tengingu
þegar forrit þarf á henni að halda.
Tengingunni er lokað um leið og forritinu.
Sítenging — til að tengjast sjálfkrafa við
pakkagagnakerfi þegar kveikt er á
símanum
Hægt er að nota símann sem mótald með
því að tengja hann við tölvu með
Bluetooth. Nánari upplýsingar er að finna
í þeim gögnum sem fylgdu með Nokia PC
Suite.
USB-gagnasnúra
Þú getur notað USB-gagnasnúru til að
flytja gögn á milli símans og samhæfrar
tölvu eða prentara sem styður PictBridge.
Tengdu gagnasnúruna og veldu stillingu
til að virkja gagnaflutning símans eða
myndprentun.
PC Suite — t il að n ota snú run a fyri r No kia
PC Suite
valin gögn milli símans og annars síma
með Bluetooth-tækni.
Búa t. öryggisafr. — Taka öryggisafrit af
völdum gögnum.
Setja upp afrit — Velja
öryggisafritunarskrá og setja hana upp í
símann. Veldu Valkostir > Upplýsingar
til að fá upplýsingar um valið öryggisafrit.
Gagnaflutningur — Hæg t e r a ð sa ms ti lla
eða afrita valin gögn milli símans þíns og
annars tækis, tölvu eða netmiðlara
(sérþjónusta).
Tenging við USB-tæki
Hægt er að tengja USB-geymslumiðil (til
dæmis minniskort) við tækið og fletta í
skráakerfi miðilsins og flytja skrár.
1 Tengdu samhæft millistykki við USB-
tengi tækisins.
2Tengdu USB-geymslumiðilinn við
millistykkið.
3Veldu Valmynd > Gallerí og USB-
tækið sem þú vilt skoða.
Til athugunar: Ekki er stuðningur við alla
USB-geymslumiðla, en hann veltur á
orkunotkun þeirra.
Þjónusta símkerfis
Símkerfið býður upp á viðbótarþjónustu
sem þú kannt að vilja nýta þér. Í sumum
tilvikum þarf að greiða fyrir þessa
þjónustu.
Valmynd símafyrirtækis
Aðgangur að þjónustu sem símafyrirtækið
býður upp á. Hafa skal samband við
símafyrirtækið til að fá nánari
upplýsingar. Símafyrirtækið getur
uppfært þessa valmynd með
þjónustuboðum.
SIM-þjónusta
SIM-kortið kann að bjóða upp á meiri
þjónustu. Einungis er hægt að opna þessa
valmynd ef SIM-kortið styður hana. Heiti
og efni valmyndarinnar fer eftir
þjónustunni sem er í boði.
Áður en hægt er að fá aðgang að þessari
þjónustu kann að vera nauðsynlegt að
send séu boð eða hringt sé úr símanum
sem þú þarft þá að greiða fyrir.
Upplýsingaboð, SIM-skilaboð og
þjónustuskipanir
Upplýsingaskilaboð
Hægt er að fá skilaboð um margvíslegt
efni frá þjónustuveitunni (sérþjónusta).
Nánari upplýsingar fást hjá
þjónustuveitunni.
Með þjónustuskipun er hægt að skrifa og
senda þjónustubeiðnir (USSD-skipanir) til
þjónustuveitunnar, til dæmis til þess að
gera sérþjónustu virka.
Til að skrifa og senda þjónustubeiðni
velurðu Valmynd > Skilaboð >
Þjónustuskipanir. Nánari upplýsingar
fást hjá þjónustuveitunni.
SIM-skilaboð
SIM-skilaboð eru sérstök textaskilaboð
sem eru vistuð á SIM-kortinu. Hægt er að
afrita eða færa þessi skilaboð af SIMkortinu yfir í minni símans, en ekki öfugt.
SIM-skilaboð eru lesin með því að velja
Valmynd > Skilaboð > Valkostir > SIM-
skilaboð.
Samskipan
Hægt er að stilla mismunandi valkosti
tækisins. Verið getur að þú fáir þessar
stillingar sem stillingaskilaboð frá
þjónustuveitunni.
Veldu Valmynd > Stillingar >
Samskipan og úr eftirfarandi:
Sjálfgefnar stillingar — Til að skoða
hvaða þjónustuveitur eru vistaðar í
tækinu og velja eina þeirra sem sjálfgefna.
Sjálfg. á í öllum forr. — Til að virkja
sjálfgefna stillingu fyrir studd forrit.
Helsti aðgangsstaður — Til að skoða
vistaða aðgangsstaði.
Still. f. stjórn. tækis — Til að leyfa eða
leyfa ekki móttöku
hugbúnaðaruppfærslna fyrir tækið. Það
fer eftir tækinu hvort hægt er að velja
þennan valkost.
Eigin stillingar — Til að bæta handvirkt
við nýjum einkaáskriftum fyrir ýmiss
konar þjónustu og til að virkja eða eyða
þeim. Til að bæta við nýrri áskrift velurðu
Bæta við eða Valkostir > Bæta við
nýjum. Veldu þjónustugerðina og færðu
inn nauðsynlegar upplýsingar. Til að virkja
nýja áskrift velurðu Valkostir > Virkja.
Viltu tala, spjalla eða senda
skilaboð? Símtöl og skilaboð
eru grundvallaratriði í
farsímum.
Vertu í sambandi
Lærðu að hringja, skrifa texta, senda
skilaboð og nota tölvupóstinn í tækinu.
Hringt úr tækinu
Að hringja
Símanúmer valið handvirkt
Sláðu inn símanúmerið, ásamt
svæðisnúmeri, og ýttu á hringitakkann.
Til að hringja á milli landa skaltu ýta
tvisvar sinnum á takkann * til að hringja
úr landinu (táknið + kemur í stað 00), velja
landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef
þess er þörf) og síðan símanúmerið.
Hringt aftur í sama númer
Til að opna lista yfir númer sem hringt
hefur verið í skaltu ýta á hringitakkann í
biðstöðu. Veldu númer eða nafn og ýttu á
hringitakkann.
Hringt í tengilið
Veldu Valmynd > Tengiliðir og Nöfn.
Veldu tengilið og ýttu á hringitakkann.
Venjuleg símtöl
Símtali svarað
Ýttu á hringitakkann.
Símatali slitið
Ýttu á hætta-takkann.
Slökkt á hringitóninum
Veldu Hljóð af.
Símtali hafnað
Ýttu á hætta-takkann.
Hljóðstyrkur stilltur meðan á símtali
stendur
Notaðu hljóðstyrkstakkana.
Flýtivísar símtala
Notaðu flýtivísa símtala á einhvern
eftirfarandi máta til að hringja símtal:
•Ýttu á tölutakka og síðan á
hringitakkann.
•Ef Valmynd > Stillingar > Símtals-
stillingar > Hraðval > Virkt er valið
heldurðu inni talnatakka.
Raddstýrð hringing
Hringdu með því að segja það nafn sem er
vistað í Tengiliðir.
Þar sem raddskipanir eru háðar tungumáli
verður þú að velja Valmynd >
Stillingar > Símastillingar > Stillingar
tungumáls > Tungumál síma og
tungumálið áður en þú hringir.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur
verið erfið í hávaðasömu umhverfi eða í
neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta
eingöngu á raddstýrt val við allar
aðstæður.
1 Á stillingum heimaskjásins er hægri
valtakkanum haldið inni.Stutt
hljóðmerki heyrist og Talaðu eftir
tóninn birtist.
2 Segðu nafn tengiliðarins sem þú ætlar
að hringja í. Ef raddskipunin tekst
birtist listi með þeim færslum sem
passa við hana. Síminn spilar
raddskipun þeirrar færslu sem er efst
á listanum. Ef það er ekki rétta
skipunin skaltu fletta að annarri
færslu.
Valkostir í símtali
Margir þeirra valkosta sem hægt er að
velja meðan á símtali stendur flokkast
undir sérþjónustu. Upplýsingar um
framboð fást hjá þjónustuveitunni.
Meðan á símtali stendur skaltu velja
Valkostir og svo úr eftirfarandi
valkostum.
Á meðal netvalkosta eru Í bið, Ný
hringing, Bæta í símafund, Ljúka
öllum, og svo eftirfarandi:
Senda DTMF-tóna — til að senda
tónastrengi
Skipta — til að skipta á milli virks símtals
og símtals í bið
Flytja — til að tengja saman símtal í gangi
og símtal í bið og aftengjast í leiðinni
Símafundur — til að koma á símafundi
Einkasamtal — til að tala einslega við
þátttakanda í símafundi
Talskilaboð
Talhólfið er sérþjónusta sem e.t.v. þarf að
gerast áskrifandi að. Þjónustuveitan gefur
nánari upplýsingar.
Hringt í talhólfið
Haltu inni 1.
Númeri talhólfsins breytt
Veldu Valmynd > Skilaboð >
Talskilaboð > Númer talhólfs.
Símtalaskrá
Til að skoða upplýsingar um símtöl,
skilaboð, gögn og samstillingu skaltu
velja Valmynd > Notkunarskrá og svo
einhvern af valkostunum sem eru í boði.
Til athugunar: Reikningar
þjónustuveitunnar fyrir símtöl og
þjónustu kunna að vera breytilegir eftir
eiginleikum símkerfisins, sléttun
fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og
öðru slíku.
Símtalsstillingar
Veldu Valmynd > Stillingar og Símtals-
stillingar og úr eftirfarandi:
Símtalsflutningur — Til að flytja
innhringingar (sérþjónusta). Ef til vill
geturðu ekki flutt símtöl ef einhver
valkostur er virkur sem útilokar símtöl.
Lyklaborðssvar — Til að svara
mótteknum símtölum með því að styðja
stutt á einhvern takka, fyrir utan rofann,
vinstri og hægri valtakkana eða hættatakkann.
Sjálfvirkt endurval — Til að láta símann
hringja sjálfkrafa aftur í númer ef símtal
mistekst. Síminn reynir að hringja í
númerið 10 sinnum.
Skýrleiki tals — Til að auka skýrleika tals
þegar umhverfishávaði er mikill.
Hraðval — Til að hringja í nöfn og
símanúmer sem úthlutað hefur verið á
talnatakkana (2-9) með því að halda
viðeigandi talnatakka inni.
Biðþjónusta símtala — Til að símkerfið
láti þig vita af innhringingu meðan á öðru
símtali stendur (sérþjónusta).
Lengd símtals — Til að birta lengd
yfirstandandi símtals.
smástund upplýsingar um lengd símtala
að þeim loknum.
Birta upplýs. um mig — Til að þeir sem
þú hringir í sjái símanúmerið þitt
(sérþjónusta). Ef þú vilt nota stillingarnar
sem þjónustuveitan þín hefur samþykkt
skaltu velja Stillt af netkerfi.
Lína til að hringja — Til að velja símalínu
fyrir símtöl, ef SIM-kortið þitt styður fleiri
en eina símalínu (sérþjónusta)
Texti og skilaboð
Skrifaðu texta og búðu til skilaboð og
minnismiða.
Textaritun
Textastillingar
Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar
textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn
hátt eða með flýtiritun.
Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda
inni Valkostir til að skipta á milli
venjulegs textainnsláttar, táknaður með
, og flýtiritunar, táknuð með .
Síminn styður ekki flýtiritun á öllum
tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er
táknað með
, eða .
Skipt er á milli há- og lágstafa með #. Skipt
er úr bókstöfum yfir í tölustafi, táknað
með
, með því að halda inni # og velja
Talnahamur. Skipt er úr bókstöfum yfir í
tölustafi með því að halda takkanum #
inni.
Veldu Valkostir > Tungumál texta til að
velja ritunartungumálið.
Venjulegur innsláttur texta
Ýtt er á tölutakka, 2-9, þar til viðkomandi
bókstafur birtist. Það hvaða tungumál er
valið hefur áhrif á það hvaða bókstafir
birtast.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem
þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til
bendillinn birtist og slá svo inn stafinn.
Til að fá aðgang að algengustu
greinarmerkjum og sértáknum ýtirðu á 1
nokkrum sinnum. Listi yfir sérstafi er
opnaður með því að ýta á *. Bil er sett inn
með því að ýta á 0.
Flýtiritun
Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók
sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í.
1 Byrjaðu að skrifa orð með tökkunum
2 til 9. Ýttu aðeins einu sinni á hvern
takka fyrir hvern staf.
2 Til að staðfesta orð flettirðu til hægri
eða bætir við bili.
•Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta
endurtekið á * og velja orðið af
listanum.
•Ef greinarmerkið ? birtist aftan við
orðið er orðið sem þú vilt slá inn
ekki að finna í orðabókinni.
Orðinu er bætt inn í orðabókina
með því að velja Stafa. Sláðu inn
orðið á venjulegan hátt og veldu
Vista.
•Til að rita samsett orð færirðu inn
fyrsta hluta orðsins og flettir til
hægri til að staðfesta. Svo slærðu
inn síðari hluta orðsins og
staðfestir það.
Hægt er að búa til skilaboð og hengja
hluti, líkt og myndir, við þau. Síminn
breytir textaskilaboðum sjálfkrafa í
myndskilaboð þegar skrá er hengd við
skilaboðin.
Textaskilaboð
Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir
takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri
skilaboð eru send sem tvö eða fleiri
skilaboð. Þjónustuveitan tekur
hugsanlega gjald í samræmi við það.
Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða
valkosti sumra tungumála taka meira
pláss og takmarka þann stafafjölda sem
hægt er að senda í einum skilaboðum.
Stafafjöldi sem eftir er og fjöldi skilaboða
sem þarf til sendingar birtist.
Til að hægt sé að senda skilaboð þarf rétta
skilaboðamiðstöðvarnúmerið að vera
vistað í tækinu. Venjulega er þetta númer
sett sjálfkrafa inn með SIM-kortinu. Til að
setja númerið handvirkt inn velurðu
Valmynd > Skilaboð >
Skilaboðastill. > Textaboð >
Skilaboðamiðstöðvar > Bæta við
miðstöð, og slærð inn nafn og númer frá
þjónustuveitunni.
Margmiðlunarskilaboð
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið
texta, myndir og hljóð- eða myndskeið.
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta
tekið á móti og birt
margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða
getur verið breytilegt eftir
móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka
stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt
er inn fer yfir þessi mörk gæti tækið
minnkað hana þannig að hægt sé að
senda hana með MMS.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar
skilaboð eru opnuð. Skilaboð geta
innihaldið skaðlegan hugbúnað eða
skaðað tölvuna eða tækið á einhvern
annan hátt.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um
þjónustu og áskrift að
margmiðlunarþjónustunni (MMS).
Texta- eða margmiðlunarskilaboð
búin til
1Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til
skilaboð > Skilaboð.
2 Til að bæta við viðtakendum flettirðu
að reitnum Til: og slærð inn númer
viðtakanda eða tölvupóstfang, eða
velur Bæta við viðtakendur úr
valkostum. Veldu Valkostir til að
bæta við viðtakendum og efni og til
að stilla sendingarvalkosti.
3 Flettu að reitnum Texti: og sláðu inn
texta skilaboða.
4 Til að tengja efni við skilaboð flettirðu
að viðhengisslánni neðst á skjánum
og velur rétta efnið.
5 Ýttu á Senda til að senda skilaboðin.
Skilaboðategundin kemur fram efst á
skjánum og breytist sjálfkrafa eftir efni
skilaboða.
Þjónustuveitur hafa mismunandi gjöld
eftir tegund skilaboða. Fáðu nánari
upplýsingar hjá þjónustuveitu.
Lesa og svara skilaboðum
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar
skilaboð eru opnuð. Skilaboð geta
innihaldið skaðlegan hugbúnað eða
Síminn lætur þig vita þegar þú færð
skilaboð. Veldu Skoða til að birta boðin.
Til að birta skilaboð ef fleiri en ein skilaboð
eru mótekin skaltu velja skilaboðin úr
innhólfinu og Opna. Notaðu
skruntakkann til að skoða skilaboðin í
heild sinni.
Til að búa til svarskilaboð velurðu Svara.
Senda og raða skilaboðum
Veldu Senda til að senda skilaboðin.
Síminn vistar skilaboðin í úthólfiinu og
sendir þau svo.
Til athugunar: Táknið um að skilaboð
hafi verið send, eða texti sem birtist á skjá
tækisins, merkir ekki að viðtakandinn hafi
fengið skilaboðin.
Ef sendingin rofnar gerir síminn nokkrar
tilraunir til að reyna að senda skilaboðin.
Ef sending skilaboðanna mistekst eru þau
áfram í úthólfinu. Ef þú vilt hætta við að
senda skilaboðin skaltu fara í úthólfið og
velja Valkostir > Hætta við sendingu.
Til að vista skilaboðin í möppunni Sendir
hlutir skaltu velja Valmynd >
Skilaboð > Skilaboðastill. > Almennar
stillingar > Vista send skilaboð.
Síminn vistar móttekin skilaboð í
innhólfinu. Skipuleggðu skilaboðin þín í
möppunni Vistaðir hlutir.
Til að bæta við, endurnefna eða eyða
möppu velurðu Valmynd > Skilaboð >
Vistaðir hlutir > Valkostir.
Leifturboð
Leifturboð eru textaskilaboð sem birtast á
skjá viðtakandans um leið og þau berast
honum.
1 Til að skrifa leifturskilaboð velurðu
Valmynd > Skilaboð > Búa til
skilaboð > Leifturboð.
2 Sláðu inn símanúmer viðtakanda,
skrifaðu skilaboðin (allt að 70
staftákn) og veldu Senda.
Spjall
Með spjallskilaboðum (IM, sérþjónusta)
geturðu sent stutt textaskeyti til
nettengdra notenda. Þú verður að gerast
áskrifandi að þjónustu og skrá þig hjá
þeirri spjallþjónustu sem þú vilt nota.
Upplýsingar um framboð á þessari
þjónustu, verð og leiðbeiningar fást hjá
þjónustuveitunni. Valmyndir geta verið
mismunandi eftir spjallþjónustunni.
Til að tengjast þjónustunni velurðu
Valmynd > Skilaboð > Spjallboð og
fylgir leiðbeiningunum á skjánum.
Nokia Xpress hljóðskilaboð
Hægt er að nota MMS til að búa til og senda
hljóðskilaboð á þægilegan hátt.
sendum skilaboðum í símanum þínum, til
að skrifa yfir gömul skilaboð þegar
skilaboðaminnið er fullt og setja upp aðra
valkosti fyrir skilaboð
Textaboð — til að heimila
skilatilkynningar, til að setja upp
skilaboðamiðstöðvar fyrir SMS og SMS
tölvupóst, til að velja gerð leturstuðning
og setja upp aðra valkosti fyrir
textaskilaboð
Margmiðlunarboð — til að heimila
skilatilkynningar, til að stilla útlit á
margmiðlunarskilaboðum, til að heimila
móttöku margmiðlunarskilaboða og
auglýsinga og til að setja upp aðra valkosti
fyrir margmiðlunarskilaboð
Tölvupóstskeyti — til að heimila
móttöku á tölvupósti, til að stilla
myndastærð í tölvupósti og til að setja
upp aðra valkosti fyrir tölvupóst
Þjónustuskilaboð — til að virkja
þjónustuboð og setja upp valkosti fyrir
þjónustuboð
Tölvupóstur
Hægt er að opna POP3 og IMAP4
tölvupósthólf í símanum til að lesa, skrifa
og senda tölvupóst. Þetta tölvupóstforrit
er ólíkt SMS-tölvupóstinum.
Áður en hægt er að nota tölvupóstinn þarf
pósthólf og réttar stillingar að vera til
staðar. Hafðu samband við
tölvupóstveituna þína til að fá réttar
stillingar.
Tölvupóstsuppsetning
Stillingahjálpin opnast sjálfkrafa ef engar
tölvupóststillingar hafa verið tilgreindar í
símanum. Til að ræsa hjálpina til að setja
upp nýtt pósthólf velurðu Valmynd >
Skilaboð og svo pósthólfið þitt. Veldu
Valkostir > Bæta við pósthólfi til að
ræsa hjálpina. Fylgdu fyrirmælunum á
skjánum.
Tölvupóstur skrifaður og sendur
Hægt er að skrifa tölvupóst áður en tengst
er við tölvupóstþjónustuna.
1Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til
skilaboð > Tölvupóstskeyti.
2 Sláðu inn tölvupóstfang
viðtakandans, titil póstsins og svo
megintextann. Til að bæta við skrá
velurðu Valkostir > Setja inn og svo
úr tiltækum valkostum.
3 Ef fleiri en eitt pósthólf er tilgreint
skaltu velja það sem þú vilt senda
tölvupóstinn úr.
4 Tölvupósturinn er sendur með því að
velja Senda.
Tölvupóstur lesinn og honum svarað
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar
skilaboð eru opnuð. Skilaboð geta
innihaldið skaðlegan hugbúnað eða
skaðað tölvuna eða tækið á einhvern
annan hátt.
1 Til að hlaða niður titla tölvupósts
velurðu Valmynd > Skilaboð og
pósthólf.
2 Til að hlaða niður tölvupósti og
viðhengi þess skaltu velja
tölvupóstinn og Opna eða Sækja.
3Veldu Valkostir til að svara eða
framsenda tölvupóst og svo einhvern
af valkostunum sem eru í boði.
Uppf.tími pósthólfs — til að stilla
hversu oft síminn kannar pósthólfið
Sjálfvirk móttaka — til að sækja
nýjan tölvupóst sjálfkrafa úr
pósthólfinu
3 Kveikt er á tilkynningum með því að
velja Valmynd > Skilaboð >
Skilaboðastill. >
Tölvupóstskeyti > Ný
tölvup.tilkynning > Kveikja.
Hvar er myndin? Vistaðu
myndskeið og myndir með
hárri upplausn í galleríi
tækisins eða samnýttu þær
um nýju myndaþjónustuna.
Myndir og myndskeið
Myndataka
Kveikt á myndavélinni
Veldu Valmynd > Miðlar > Myndavél,
eða flettu til vinstri eða hægri ef
myndskeiðsstillingin er á.
Aðdráttur aukinn eða minnkaður
Ef myndavélarstilling er virk skaltu fletta
upp og niður eða nota hljóðstyrkstakkana.
Myndataka
Veldu Mynda.
Tækið vistar myndirnar í Gallerí.
Kveikt á myndavélarflassinu
Til að nota flass í hverri mynd sem tekin er
skaltu velja Valkostir > Flass > Kveikja
á flassi, en til að stilla tækið þannig að það
noti flassið sjálfvirkt þegar birtuskilyrði
eru slæm velurðu Sjálfvirkt.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið
er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða
dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja
flassið þegar mynd er tekin.
Mynd forskoðuð
Til að birta mynd um leið og þú hefur tekið
hana skaltu velja Valkostir >
Stillingar > Tími forskoðunar og tíma
forskoðunar. Þegar myndin er á skjánum
geturðu valið Til baka til að taka aðra
Hægt er að skoða efni sem hlaðið er upp á
internetsíður samnýtingarþjónustunnar í
Sjá „Upphleðsla á vef“, bls. 34.
tækinu.
Minniskort
Notaðu minniskort til að geyma
margmiðlunarskrár, svo sem myndskeið,
lög, hljóðskrár, myndir og gögn í
skilaboðum.
Sumar möppurnar í Gallerí með efni sem
síminn notar (til dæmis Þemu) er hægt að
geyma á minniskortinu.
Minniskort forsniðið
Sum minniskort eru forsniðin, en önnur
þarf að forsníða. Þegar minniskort er
forsniðið er öllum gögnum eytt af því
varanlega.
1 Til að forsníða minniskort velurðu
Valmynd > Gallerí eða Forrit,
minniskortsmöppuna og Valkostir >
Forsníða minniskort > Já.
2 Þegar búið er að forsníða
minniskortið skaltu slá inn heiti fyrir
það.
Minniskortinu læst
Til að setja inn lykilorð (8 stafi að hámarki)
til að læsa minniskortinu fyrir óleyfilegri
notkun, velurðu minniskortsmöppuna og
Valkostir > Setja lykilorð.
Lykilorðið er geymt í símanum og ekki þarf
að slá það inn aftur á meðan minniskortið
er notað í sama síma. Ef nota á
minniskortið í öðru tæki verður beðið um
lykilorð.
Til að fjarlægja lykilorðið velurðu
Valkostir > Eyða lykilorði.
Minnisnotkun skoðuð
Til að skoða minnisnotkun mismunandi
gagna og það hversu mikið minni er laust
á minniskortinu fyrir ný forrit velurðu
minniskortið og Valkostir >
Viltu slappa af í lok dags?
Flyttu þá bara
uppáhaldstónlistina þína og
MP3-skrárnar í
tónlistarspilara tækisins.
Afþreying
Hlustað á tónlist
Hlustaðu á tónlist með
tónlistarspilaranum eða útvarpinu og
taktu upp hljóð eða tal með
raddupptökunni. Sæktu tónlist á netið eða
flyttu tónlist úr tölvunni þinni.
Hljóð- og myndspilari
Í símanum er tónlistarspilari sem hægt er
nota til að hlusta á lög og til að horfa á
myndskeið. Þeim tónlistar- og
hreyfimyndaskrám sem eru vistaðar í
tónlistarmöppunni í minni símans eða á
minniskortinu er sjálfkrafa bætt við
tónlistarsafnið.
Til að opna spilarann skaltu velja
Valmynd > Miðlar > Spilari.
Tónlistarvalmynd
Þú getur fengið aðgang að þeirri tónlist og
myndskrám sem þú hefur vistað í minni
tækisins eða á minniskortinu, hlaðið niður
tónlist eða myndskeiðum af netinu eða
skoðað samhæf
straumspilunarmyndskeið á netþjóni
(sérþjónusta).
Hlustað á tónlist eða horft á myndskeið
Veldu skrá úr tiltækum möppum og
Spila.
Skrám hlaðið niður af netinu
Veldu Valkostir > Hlaða niður og síðuna
með efninu sem á að hlaða niður.
Tónlistarsafnið uppfært eftir að skrár
hafa verið settar í það
Veldu Valkostir > Uppfæra safn.
Spilunarlisti búinn til
1Veldu Spilunarlistar > Nýr
spilunarlisti og sláðu inn nafnið á
lagalistanum.
2 Bættu við tónlistarskrá eða
myndskeiði af þeim listum sem birtir
eru.
3Veldu Lokið til að vista lagalistann.
Stilling á straumþjónustu
(sérþjónusta)
Verið getur að þú fáir straumstillingarnar
sem stillingaskilaboð frá
þjónustuveitunni. Þú getur einnig slegið
stillingarnar inn handvirkt.
„Samskipan“, bls. 21.
1Veldu Valkostir > Hlaða niður >
Straumstillingar > Samskipun.
2 Veldu þjónustuveitu Sjálfgefnar eða
Eigin stillingar fyrir streymi.
3Veldu Áskrift og reikning fyrir
straumspilunarþjónustu í virku
stillingunni.
Tónlist spiluð
Hljóðstyrkurinn er stilltur með því að ýta
á hljóðstyrkstakkana.
á þeirri tíðni sem hefur bestu
móttökuskilyrðin fyrir þá stöð sem stillt er
á (tiltækt þegar RDS er virkjað)
Spila í — Til að velja höfuðtólið eða
hátalarann.
Úttak — Til að skipta milli víðóma og
einrása úttaks.
Útvarpsþema — Til að velja úvarpsþema.
Raddupptaka
Hægt er að taka upp tal, hljóð eða símtal
og vista upptökuna í Galleríinu.
Veldu Valmynd > Miðlar >
Upptökutæki.
Ekki er hægt að nota upptökuna þegar
gagnasímtal eða GPRS-tenging er virk.
Til að nota grafísku takkana
, eða
skaltu fletta til hægri eða vinstri.
Upptaka
Veldu
eða meðan á símtali stendur
Valkostir > Taka upp. Á meðan símtal er
tekið upp heyra allir viðmælendur dauft
tónmerki.
Hlé á upptöku
Veldu
.
Upptaka stöðvuð
Veldu
. Upptakan er vistuð í möppunni
Upptökur í Galleríinu.
Til að spila eða senda síðustu upptökuna,
til að fá aðgang að lista yfir upptökur eða
til að velja minnið og möppuna sem á að
vista upptökurnar í velurðu Valkostir og
viðeigandi valkost.
Tónjafnari
Stilltu hljóðið þegar þú notar
tónlistarspilarann.
Veldu Valmynd > Miðlar > Tónjafnari.
Til að virkja fyrirfram valinn tónjafnara
skaltu fletta niður að honum og velja svo
Virkja.
Búa til nýjan tónjafnara
1 Veldu eina af tveimur síðustu
stillingunum á listanum og svo
Valkostir > Breyta.
2 Flettu til vinstri eða hægri til að nota
rennistikurnar og upp eða niður til að
stilla þær.
3 Til að vista stillingarnar og búa til nafn
fyrir tónjafnarann velurðu Vista og
Valkostir > Endurnefna.
Viðbótarsteríó
Viðbótarsteríó skapar víðari steríóhljóm
þegar steríóhöfuðtól er notað.
Til að kveikja á því velurðu Valmynd >
Miðlar > Steríómögnun.
Vefur
Þú getur fengið aðgang að ýmiss konar
internetþjónustu í vafra símans
(sérþjónusta). Útlit internetsíðna getur
verið breytilegt eftir skjástærð. Ekki er víst
að hægt sé að skoða allt efnið á
internetsíðunum.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu
sem er treyst og sem veitir nægilegt
öryggi og vörn gegn skaðlegum
hugbúnaði.
Upplýsingar um þessa þjónustu, verð og
leiðbeiningar má fá hjá þjónustuveitunni.
Hægt er að fá samskipanastillingar sem
þarf til að geta vafrað sem stillingaboð frá
þjónustuveitunni.
Til að gera þjónustuna virka velurðu
Valmynd > Vefur > Vefstillingar >
Stillingar, stillingu og áskrift.
Tengst við þjónustu
Til að tengjast við þjónustuna velurðu
Valmynd > Vefur > Heim; eða heldur
inni 0.
Til að velja bókamerki velurðu
Valmynd > Vefur > Bókamerki.
Veldu Valmynd > Vefur > Síðasta
veffang til að velja síðasta veffangið.
Veldu Valmynd > Vefur > Fara á
veffang til að slá inn veffang þjónustu.
Sláðu inn vistfangið og veldu Í lagi.
Þegar þú hefur komið á tengingu við
þjónustuna er hægt að vafra um síðurnar.
Aðgerðir í tökkum símans geta verið
mismunandi eftir þjónustum. Fylgdu
leiðbeiningum á skjá símans. Nánari
upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Upphleðsla á vef
Opnaðu vefsíðu
samnýtingarþjónustunnar til að sjá
myndir og myndskeið sem hlaðið hefur
verið upp og til að breyta stillingum
(sérþjónusta).
Samnýtingarþjónusta opnuð
1Veldu Valmynd > Vefur >
Upphleðsl. á vef og
samnýtingarþjónustu.
2 Veldu úr tenglum sem þjónustan
býður upp á.
Stillingum samnýtingarþjónustu
breytt
1Veldu Valmynd > Vefur >
Upphleðsl. á vef og
samnýtingarþjónustu.
2Veldu Valkostir > Stillingar til að
opna stillingasíðu þjónustunnar.
Útlitsstillingar
Á meðan þú vafrar á netinu skaltu velja
Valkostir > Stillingar og svo einhvern af
eftirfarandi valkostum:
Skjár — Veldu leturstærðina, hvort
myndir birtast og hvernig textinn birtist.
Almennar — Veldu hvort vefföng eru
send sem Unicode (UTF-8), sem er gerð
kóðunar fyrir innihaldið og hvort
JavaScript™ sé virkt.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir
eru í boði.
Skyndiminni
Skyndiminni er minni sem er notað til að
vista gögn til skamms tíma. Ef reynt hefur
verið að komast í eða opnaðar hafa verið
trúnaðarupplýsingar sem krefjast
aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið
eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða
þjónustan sem farið var í varðveitist í
skyndiminninu.
Fótspor eru gögn sem vefsvæði vistar í
skyndiminni símans. Fótspor eru geymd
þar til skyndiminnið er tæmt.
Til að tæma skyndiminnið á meðan vafrað
er skaltu velja Valkostir > Verkfæri >
Tæma skyndim..
Til að leyfa eða banna símanum að vista
fótspor skaltu velja Valmynd > Vefur >
Sumar þjónustur, líkt og bankaþjónusta
eða vefverslun, kunna að notast við
ákveðnar öryggisaðgerðir. Við slíkar
tengingar þarf öryggisvottanir og
hugsanlega öryggiseiningu sem kann að
vera tiltæk á SIM-kortinu. Þjónustuveitan
gefur nánari upplýsingar.
Til að skoða eða breyta stillingum
öryggiseininga, eða til að skoða lista yfir
heimildar- og notandavottorð sem hlaðið
hefur verið niður í símann velurðu
verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu
hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo
að aukið öryggi fáist. Tilvist vottorðs er
engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn
verður að vera með rétt, sannvottuð eða
tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist.
Vottorð eru bundin tilteknum tíma. Ef
textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið
hefur enn ekki tekið gildi“ birtist þó svo að
vottorðið ætti að vera gilt skal athuga
hvort rétt dag- og tímasetning sé í tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf
að ganga úr skugga um að örugglega
megi treysta eiganda þess og að það
tilheyri í raun eigandanum sem
tilgreindur er.
Leikir og forrit
Þú getur stjórnað forritum og leikjum.
Einhverjir leikir eða forrit kunna að vera
uppsett í símanum. Skrárnar eru vistaðar
í minni símans eða á minniskortinu sem
fylgir og hægt er að raða þeim í möppur.
Forrit keyrt
Veldu Valmynd > Forrit > Leikir,
Minniskort eða Safn. Flettu að leik eða
forriti og veldu Opna.
Til að stilla hljóð, ljós og titring fyrir leik
velurðu Valmynd > Forrit > Valkostir >
Stillingar forrita.
Eftirfarandi valkostir kunna einnig að vera
í boði:
Uppfæra útgáfu — til að kanna hvort
hægt sé að sækja nýja útgáfu forritsins af
vefnum (sérþjónusta)
Vefsíða — til að nálgast frekari
upplýsingar eða viðbótargögn um forritið
á Internet-síðu (sérþjónusta), ef hægt er.
Aðgangur forrits — til að takmarka
aðgang forritsins að kerfinu
Forriti hlaðið niður
Síminn styður J2ME™ Java-forrit. Gakktu úr
skugga um að forritið sé samhæft
símanum áður en því er hlaðið niður.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota
forrit og annan hugbúnað frá traustum
aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed
eða forrit sem hafa verið prófuð með Java
Verified™.
Hægt er að hlaða niður nýjum forritum og
leikjum með mismunandi hætti.
•Veldu Valmynd > Forrit >
Valkostir > Hlaða niður > Hlaða
niður forritum eða Hlaða niður
leikjum og birtur er listi yfir tiltæk
notað til að hlaða niður forrit og setja
upp í símanum.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu og
verð fást hjá þjónustuveitunni.
Í leit að sérstakri leið?
Skoðaðu áhugaverða staði á
leiðinni og veldu tvívíddar
eða þrívíddar
myndbirtingu.
Kort
H æg t er að f le t ta í ko r tu m af ým s um b or g ir
og löndum, leita að heimilisföngum og
áhugaverðum stöðum, skipuleggja leiðir
frá einum stað til annars, vista
staðsetningar sem leiðarmerki og senda í
samhæf tæki.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og
ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei
skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið
hefur verið niður til notkunar með þessu
tæki.
Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og
kortum, gervihnattamyndum, hljóðskrám
eða umferðarupplýsingum getur verið um
mikinn gagnaflutning að ræða
(sérþjónusta).
Efni á borð við gervihnattarmyndir,
leiðbeiningar, veður- og
umferðarupplýsingar og tengd þjónusta
er útbúin af þriðju aðilum sem tengjast
ekki Nokia. Efnið kann að vera ónákvæmt
og ófullnægjandi að einhverju leyti og
veltur á framboði. Aldrei skal treysta
eingöngu á fyrrgreint efni og tengda
þjónustu.
Hægt er að finna nákvæmar upplýsingar
um Kort á www.nokia.com/maps.
Síminn kann að innihalda fyrirfram
uppsett kort á minniskortinu. Hægt er að
hlaða niður nýjum kortum af netinu með
Nokia Map Loader forritinu.
Nokia Map Loader
Til að fá frekari upplýsingar og til að hlaða
niður Nokia Map Loader á tölvuna þína
skaltu fara á www.maps.nokia.com
Áður en nýjum kortum er hlaðið niður í
fy rs ta sk ipt i s ka ltu ga ng a ú r sk ug ga um að
það sé minniskort í símanum.
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Kort
til að setja inn upphafsstillingar.
Til að breyta kortavalinu á minniskortinu
skaltu nota Nokia Map Loader til að eyða
öllum kortum á minniskortinu og hlaða
niður nýjum kortum. Þetta er gert til að
tryggja að öll kort séu af sömu útgáfu.
Kortaþjónusta í símkerfinu.
Hægt er að stilla símann þannig að hann
hlaði sjálfkrafa niður þeim kortum sem
ekki eru í símanum þegar þess þarf.
Veldu Valmynd > Skipuleggjari >
Kort > Stillingar >
Símkerfisstillingar > Leyfa
netk.notkun > Já eða Í heimasímkerfi.
Til að koma í veg í fyrir sjálfvirkt niðurhal
á kortum skaltu velja Nei.
Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og
kortum, gervihnattamyndum, hljóðskrám
eða umferðarupplýsingum getur verið um
mikinn gagnaflutning að ræða
(sérþjónusta).
Kort og GPS
Hægt er að nota GPS-kerfið (global
positioning system) til að styðja
kortaforritið. Finndu út staðsetningu þína
eða mældu fjarlægðir og reiknaðu út hnit.
Áður en hægt er að nota GPS-virkni á
símanum verður að para símann við
samhæfan GPS-móttakara sem notar
þráðlausa Bluetooth-tækni. Nánari
upplýsingar er að finna í handbók GPStækisins.
Það getur tekið nokkrar mínútur fyrir
símann að birta upplýsingar um
staðsetningu eftir að hann hefur verið
paraður við Bluetooth GPS-tækið. Síðari
tengingar ættu að ganga hraðar fyrir sig
en ef þú hefur ekki notað GPS í nokkra
daga eða ert mjög langt frá þeim stað sem
þú notaðir það á síðast, getur það tekið
nokkrar mínútur að nema og birta
staðsetningu þína.
GPS-kerfið (Global Positioning System) er
rekið af Bandaríkjastjórn sem ber alla
ábyrgð á nákvæmni þess og viðhaldi.
Nákvæmni staðsetningargagna kann að
verða fyrir áhrifum af breytingum á GPSgervihnöttum sem gerðar eru af
Bandaríkjastjórn og kann að breytast í
samræmi við stefnu
varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um
borgaralegt GPS og alríkisáætlun um
þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði
gervihnatta getur einnig haft áhrif á
nákvæmni. Staðsetning, byggingar,
náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða
kunna að hafa áhrif á móttöku og gæði
GPS-merkja. Verið getur að GPS-merki
náist ekki inni í byggingum eða
neðanjarðargöngum og þau geta orðið
fyrir áhrifum frá efnum eins og steypu og
málmi.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar
staðsetningarmælingar og aldrei ætti að
treysta eingöngu á staðsetningargögn frá
GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir
staðsetningu eða leiðsögn.
Viðbótarþjónusta
Krafist er staðbundins leyfis til að uppfæra
Kort með raddstýrðri leiðsögn.
Til að nýta þér þessa þjónustu þarftu að
hafa samhæft GPS-tæki sem styður
þráðlausa Bluetooth-tækni.
Til að kaupa leiðsagnarþjónustu með
raddleiðsögn velurðu Valmynd >
Skipuleggjari > Kort >
Viðbótarþjónusta > Kaupa leiðsögn og
fylgir leiðbeiningunum.
Leyfa verður kortaforritinu að nota
tengingu við símkerfið til að geta notað
leiðsögn með raddstýringu.
Leiðsagnarleyfið er tengt SIM-kortinu. Ef
annað SIM-kort er sett í símann ertu
beðin(n) um að kaupa leyfi áður en
leiðsögn hefst. Meðan á kaupferlinu
stendur er þér boðið að flytja núverandi
leiðsagnarleyfi yfir á nýja SIM-kortið þér
að kostnaðarlausu.
Vissirðu að þú getur stjórnað
tónlistinni, tengiliðum og
dagbókum á milli símans og
tölvu með Nokia PC Suite?
Skipuleggja
Nýttu þér símann til að skipuleggja
tilveruna.
Skipuleggja tengiliði
Vistaðu nöfn, símanúmer og heimilisföng
sem tengiliði í símanum og á SIM-kortinu.
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Veldu minnið fyrir tengiliði
Hægt er að vista tengiliði í minni símans
ásamt öðrum upplýsingum, eins og
mismunandi símanúmerum og
textafærslum. Einnig er hægt að vista
mynd, tón eða myndskeið við tiltekinn
fjölda tengiliða.
Á SIM-kortinu er hægt að vista nöfn ásamt
einu símanúmeri. Nöfn og númer sem
vistuð eru á SIM-kortinu eru auðkennd
.
með
1Veldu Stillingar > Minni í notkun til
að velja SIM-kortið, minni símans, eða
bæði fyrir tengiliðina þína.
2Veldu Sími og SIM-kort til að sækja
tengiliði úr báðum minnunum.
Tengiliðir vistast í minni símans.
Umsjón með tengiliðum
Leit að tengilið
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Nöfn.
Flettu í gegnum tengiliðalistann eða sláðu
Veldu tengilið og Upplýs.. Veldu stillingu
og svo Valkostir > Eyða.
Tengilið eytt
Veldu tengilið og Valkostir > Eyða
tengilið.
Eyða öllum tengiliðum
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Eyða
öllum > Úr minni símans eða Af SIM-
korti.
Samskiptaðilar afritaðir eða fluttir
milli SIM-kortsins og minnisins í
símanum
Einstakir tengiliðir afritaðir
Veldu Valkostir > Merkja > Merkja.
Veldu tengiliðina sem þú vilt afrita eða
flytja og síðan Valkostir > Afrita
merkta eða Færa merkta.
Allir tengiliðir afritaðir
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Afrita
tengiliði eða Færa tengiliði.
Tengiliðahópur búinn til
Hægt er að raða tengiliðum í
viðmælendahópa með mismunandi
hringitónum og hópmyndum.
1Veldu Valmynd > Tengiliðir >
Hópar.
2Veldu Bæta við eða Valkostir >
Bæta við hópi til að búa til nýjan hóp.
3 Sláðu inn heiti hópisns, veldu mynd
eða hringitón (ef þú vilt) og svo
Vista.
4Veldu hópinn og Skoða > Bæta við til
að bæta tengiliðum við hópinn.
Nafnspjöld
Hægt er að senda og taka við
tengiliðaupplýsingum úr samhæfu tæki
sem styður vCard-staðalinn.
Til að senda nafnspjald skaltu leita að
tengiliðnum og velja Upplýs. >
Valkostir > Senda nafnspjald.
Þegar nafnspjald hefur borist skaltu velja
Sýna > Vista til að vista það í minni
símans.
Dagsetning og tími
Til að breyta gerð klukkunnar,
tímastillingum, tímabelti og
dagsetningarstillingum velurðu
Valmynd > Stillingar > Dagur og tími.
Þegar þú ferðast í öðru tímabelti velurðu
Valmynd > Stillingar > Dagur og
tími > Dags- og tímastill. > Tímabelti:
og flettir til vinstri eða hægri til að velja
tímabelti staðsetningar þinnar. Tíminn og
dagsetningin eru stillt til samræmis við
tímabeltið og þannig birtist réttur
senditími texta- eða
margmiðlunarskilaboða.
Sem dæmi er GMT -5 tímabeltið fyrir New
York (Bandaríkjunum), 5 klst. vestur af
tímanum í Greenwich/London (Englandi).
Vekjaraklukka
Til að láta vekjarklukkuna hringja á
tilteknum tíma.
hringi á völdum dögum vikunnar
skaltu velja Endurtaka: > Kveikt og
dagana.
4 Veldu vekjaratóninn. Ef þú hefur valið
útvarpið sem vekjaratón skaltu tengja
höfuðtólið við símann.
5 Stilltu lengd blunds og veldu Vista.
Vekjarinn stöðvaður
Slökkt er á hringingunni með því að velja
Stöðva. Ef vekjarinn er látinn hringja í
eina mínútu, eða ef stutt er á Blunda
slokknar á vekjaraklukkunni í þann tíma
sem hefur verið valinn og síðan hringir
hún aftur.
Dagbók
Veldu Valmynd > Skipuleggjari >
Dagbók.
Núverandi dagur er með ramma. Ef
dagurinn inniheldur minnismiða er hann
feitletraður. Til að skoða minnismiða
dagsins velurðu Skoða. Til að skoða viku
í senn velurðu Valkostir > Vikuskjár. Til
að eyða öllum minnismiðum í dagbókinni
velurðu Valkostir > Eyða atriðum >
Öllum atriðum.
Til að breyta stillingum tíma og
dagsetningar velurðu Valkostir >
Stillingar og úr þeim valkostum sem
birtast. Til að láta gamlar athugasemdir
eyðast sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma
velurðu Valkostir > Stillingar > Eyða
minnis. sjálfv. og úr þeim valkostum sem
birtast.
Minnismiða bætt í dagbók
Flettu að dagsetningunni og veldu
Valkostir > Skrifa minnismiða. Veldu
gerð minnismiðans og fylltu út reitina.
Verkefnalisti
Til að útbúa minnismiða um verkefni sem
þú þarft að inna af hendi velurðu
Valmynd > Skipuleggjari >
Verkefnalisti.
Til að búa til minnismiða, ef enginn er,
skaltu velja Bæta við. Annars skaltu velja
Valkostir > Bæta við. Fylltu út reitina og
veldu Vista.
Til að skoða minnismiða skaltu velja hann
og svo Skoða.
Minnismiðar
Til að skrifa og senda minnismiða velurðu
Valmynd > Skipuleggjari >
Minnismiðar.
Til að búa til minnismiða, ef enginn er,
skaltu velja Bæta við. Annars skaltu velja
Valkostir > Skrifa minnismiða. Skrifaðu
minnismiðann og veldu Vista.
Nokia PC Suite
Með Nokia PC Suite er t.d hægt að
meðhöndla tónlistina þína og samstilla
tengiliði, dagbókarfærslur og verkefni
milli tækisins og samhæfar tölvu eða
internet-miðlara (sérþjónusta). Hægt er
að sækja PC Suite og fá meiri upplýsingar
á www.nokia.com/support.
Reiknivél
Reiknivélina í símanum er hægt að nota
fyrir venjulegan útreikning, vísindalegan
útreikning og til að reikna út lán.
Þarftu aðstoð? Skoðaðu
þjónustusíðurnar okkar og
nýttu þér allar nýjungar í
tækinu.
Stuðningur og uppfærslur
Nokia aðstoðar þig á ýmsan hátt við að fá
sem mest út úr tækinu.
Þjónusta
Ef þú vilt læra meira um hvernig nota á
vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig
tækið virkar finnurðu nánari upplýsingar í
notendahandbókinni eða á slóðinni
>www.nokia.com/support eða á vefsvæði
Nokia í heimalandi þínu eða með farsíma
á www.nokia.mobi/support.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna
eftirfarandi:
•Endurræstu tækið: slökktu á tækinu
og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b.
mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á
sinn stað og kveikja á tækinu.
•Nota skal Nokia Software Updater
forritið til að uppfærar hugbúnað
tækisins reglulega til að það virki sem
best og til að fá nýjar aðgerðir, ef
einhverjar eru. Sjá www.nokia.com/
softwareupdate eða vefsíðu Nokia í
þínu landi. Mundu að taka öryggisafrit
af gögnum tækisins áður en
hugbúnaðaruppfærsla er
framkvæmd.
•Settu aftur upp upprunalegu
stillingarnar eins og lýst er í
notendahandbókinni.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa
samband við Nokia. Sjá www.nokia.com/
repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af
gögnum í tækinu áður en það er sent í
viðgerð.
My Nokia (Nokia tækið mitt)
Fáðu ókeypis ábendingar og stuðning fyrir
Nokia símann þinn. Þú getur einnig fengið
ókeypis reynsluefni, sérsniðna vefsíðu og
fréttir um nýjustu Nokia vörurnar og
þjónustu.
Fáðu sem mest út úr Nokia símanum
þínum og skráðu þig hjá My Nokia strax í
dag! Skoðaðu www.nokia.com/mynokia
fyrir frekari upplýsingar um það sem er í
boði á þínu svæði.
Niðurhal efnis
Hægt er að hlaða nýju efni (t.d. þemum)
niður í símann (sérþjónusta).
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu
sem er treyst og sem veitir nægilegt
öryggi og vörn gegn skaðlegum
hugbúnaði.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu og
verð fást hjá þjónustuveitunni.
Uppfærsla hugbúnaðar með tölvu
Hugbúnaðaruppfærslur geta falið í sér
nýja eiginleika og bættar aðgerðir sem
ekki voru fáanlegar þegar tækið var keypt.
Uppfærsla á hugbúnaði getur einnig bætt
afköst tækisins.
Nokia Software Updater er tölvuforrit sem
gerir þér kleift að uppfæra hugbúnaðinn í
tækinu. Til að uppfæra hugbúnaðinn í
tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða
internettengingu og samhæfa USBgagnasnúru til að tengja tækið við
tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða
athugasemdir fyrir nýjustu
hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia
Software Updater forritið er að finna á
www.nokia.com/softwareupdate eða
vefsvæði Nokia í þínu landi.
Gerðu eftirfarandi til að uppfæra
hugbúnað tækisins:
1 Sæktu Nokia Software Updater
forritið í tölvuna og settu það upp.
2 Tengdu tækið við tölvuna með USB-
gagnasnúru og opnaðu Nokia
Software Updater forritið. Nokia
Software Updater forritið leiðbeinir
þér við að taka öryggisafrit af
skránum þínum, uppfæra
hugbúnaðinn og endurheimta
skrárnar.
Hugbúnaðaruppfærsla með
ljósvakaboðum
Þjónustuveitan getur sent
hugbúnaðaruppfærslur beint í símann
þinn (sérþjónusta). Það fer eftir símanum
hvort hægt er að velja þennan valkost.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum
getur falið í sér stórar gagnasendingar
(sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi
næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið
áður en uppfærslan er ræst.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til
að hringja neyðarsímtöl, fyrr en
uppfærslunni er lokið og tækið hefur verið
endurræst. Taka skal öryggisafrit af
gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Stillingar fyrir uppfærslu
Það fer eftir símanum hvort hægt er að
velja þennan valkost.
Til að leyfa eða banna uppfærslur á
hugbúnaði og stillingum velurðu
Hér eru ábendingar sem hjálpa þér að
stuðla að verndun umhverfisins.
Orkusparnaður
Þegar rafhlaðan er fullhlaðin og
hleðslutækið tekið úr sambandi við tækið
skaltu taka hleðslutækið úr sambandi við
innstunguna.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna eins oft
ef þú gerir eftirfarandi:
•Lokaðu og gerðu óvirk forrit, þjónustu
og tengingar þegar þær eru ekki í
notkun.
•Minnkaðu birtustig skjásins.
•Stilltu tækið þannig að það fari í
orkusparnaðarstillingu eftir
lágmarkstíma af aðgerðaleysi, ef
tækið bíður upp á það.
•Slökktu á ónauðsynlegum hljóðum,
eins og takkatónum og hringitónum.
Endurvinnsla
Hægt er að endurvinna megnið af efnum
í Nokia farsímum. Kannaðu hvernig þú
getur endurunnið vörur frá Nokia á
www.nokia.com/werecycle eða á
www.nokia.mobi/werecycle ef þú skoðar
síðuna í farsíma.
Endurvinna skal pakkningar og
notandahandbækur á næstu
endurvinnslustöð.
Eigendur efnis kunna að nota mismunandi gerðir stafrænnar
réttindatækni (DRM) til að vernda hugverkarétt sinn, þ.m.t.
höfundarrétt. Þetta tæki notar mismunandi gerðir
stafrænnar tækni til að opna stafrænt varið efni. Með þessu
geturðu fengið aðgang að efni sem er varið með WMDRM 10,
OMA DRM 1.0, OMA DRM 1.0 læsingu fyrir framsendingu og
OMA DRM 2.0. Ef tiltekinn stafrænn hugbúnaður nær ekki að
verja efni kunna efniseigendur að biðja um að geta slíks
hugbúnaðar til að opna nýtt efni sem er varið með stafrænni
réttindatækni sé endurvakin. Slíkt kann einnig að hindra
endurnýjun þess stafræns varins efnis sem er þegar í tækinu.
Endurvakning slíks hugbúnaðar hefur ekki áhrif á notkun
efnis sem er verndað með öðrum gerðum stafrænna réttinda
eða notkun efnis sem ekki er verndað með stafrænum
réttindum.
Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir
opnunarlykill sem tilgreinir hvernig hægt er að nota efnið.
Ef tækið er með OMA DRM-varið efni skal nota
öryggisafritunaraðgerðina í Nokia PC Suite til að taka
öryggisafrit af bæði opnunarlyklunum og efninu. Ef tækið er
með OMA DRM varið efni skal nota öryggisafritunaraðgerðina
í Nokia Ovi Suite til að taka öryggisafrit af bæði
opnunarlyklunum og efninu.
Ef tækið inniheldur WMDRM-varið efni glatast það efni ásamt
opnunarlyklum þess ef minni tækisins er forsniðið. Einnig
gætu opnunarlyklarnir og efnið glatast ef skrár í tækinu
skemmast. Glatist opnunarlyklarnir eða efnið getur það
takmarkað möguleikann á að nota efnið aftur.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Sumir opnunarlyklar kunna að vera tengdir tilteknu SIM-korti
og aðeins er hægt að fá aðgang að varða efninu ef SIM-kortið
er í tækinu.
Forrit þriðja aðila
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að
hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki
tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða
hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia
tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara
forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða
efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju
aðila.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN
ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR
ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI
SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN
VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG
VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM
EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á
EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILT EKINNAR
NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN
EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM
RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
Aukabúnaður
Viðvörun:
Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukabúnað sem
Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund.
Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið
niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlegan aukabúnað
sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukabúnaður er
tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Rafhlaða
Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki
Tækið gengur fyrir endurhlaðanlegri rafhlöðu. Þetta tæki er
ætlað til notkunar með BL-5CT rafhlöðu. Hugsanlega verða
hægt að fá aðrar gerðir rafhlaðna frá Nokia fyrir þetta tæki.
Tækið er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið með
eftirfarandi hleðslutækjum: AC-8/AC-15. Númer
hleðslutækisins getur verið mismunandi eftir klónni sem er
notuð. Gerð klónnar er auðkennt af einu af eftirfarandi: E, EB,
X, AR, U, A, C eða UB.
Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð
sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal- og
biðtími er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um
rafhlöðu. Aðeins skal nota rafhlöður sem samþykktar eru af
Nokia og aðeins skal endurhlaða rafhlöðu með
hleðslutækjum sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með
þessu tæki. Notkun ósamþykktra rafhlaða eða hleðslutækja
getur valdið eldhæt tu, sprengingu, leka eða haft að ra áhættu
í för með sér.
Ef verið er að nota rafhlöðu í fyrsta skipti, eða ef rafhlaðan
hefur ekki verið notuð í langan tíma, kann að vera
nauðsynlegt að tengja hleðslutækið, aftengja það síðan og
tengja það aftur til að hefja hleðsluna. Ef rafhlaðan er alveg
tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist
á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en
rafhlaðan er fjarlægð.
Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu
og tækið þegar það er ekki í notkun. Ekki má hafa fullhlaðna
rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur
stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni
smátt og smátt ef hún er ekki í notkun.
Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C
að 25°C (frá 59°F að 77°F). Of mikill hiti eða kuldi draga úr
endingu og líftíma rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri
rafhlöðu kann að hætta að starfa tímabundið. Einkum hefur
mikið frost takmarkandi áhrif á rafhlöður.
Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni.
Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur, svo
sem mynt, bréfaklemma eða penni veldur beinni tengingu
milli + og - skautanna á rafhlöðunni. (Þau líta út eins og
málmrendur á rafhlöðunni.) Til dæmis getur þetta gerst
þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup
milli skautanna getur valdið skemmdum á rafhlöðunni eða
hlutnum sem veldur tengingunni.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið.
Rafhlöður geta einnig sprungið ef þær skemmast. Farga skal
rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir. Skila
skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja
þeim með heimilisúrgangi.
Ekki skal taka sundur, skera, opna, merja, beygja, afmynda,
gata eða tæta rafhlöður. Ef rafhlaða lekur má vökvi hennar
ekki komast í snertingu við húð eða augu. Ef slíkt kemur fyrir
skal skola húð eða augu umsvifalaust með vatni, eða leita til
læknis.
Ekki skal breyta, endurhanna, reyna að setja hluti í rafhlöðuna
sem ekki eiga að vera þar, dýfa rafhlöðunni í vatn eða aðra
vökva, eða bleyta hana.
Röng notkun rafhlöðunnar hefur í för með sér eld- eða
sprenghættu, eða aðra hættu. Ef þú missir tækið eða
rafhlöðuna, og þá sérstaklega á hart yfirborð, og telur að
rafhlaðan hafi skemmst, skaltu fara með hana til
þjónustuvers til skoðunar áður en þú heldur áfram að nota
hana.
Aðeins skal nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð. Aldrei
skal nota skemmt hleðslutæki eða rafhlöðu. Geyma skal
rafhlöðuna þar sem lítil börn ná ekki til.
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia
Notaðu alltaf rafhl öður frá Nokia til að tryggja öryggi þi tt. Til
að ganga úr skugga um að þú notir ósvikna Nokia rafhlöðu
skaltu kaupa hana af viðurkenndri þjónustumiðstöð eða
söluaðila Nokia og skoða heilmyndarmiðann líkt og lýst er í
eftirfarandi skrefum:
Þó svo að þessum skrefum sé fylgt nákvæmlega er það ekki
fullkomin trygging fyrir því að rafhlaðan sé ósvikin. Hafir þú
minnstu ástæðu til að ætla að rafhlaðan þín sé ekki ósvikin
Nokia rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur fara með hana til
viðurkenndrar þjónustumiðstöðvar eða söluaðila Nokia og
leita aðstoðar. Ef ekki er hægt að staðfesta sannvottunina
skaltu skila rafhlöðunni til söluaðilans.
Sannvottun heilmyndar
1Þegar þú horfir á heilmyndina á miðanum ættirðu að
sjá Nokia-handabandstáknið frá einu sjónarhorni og
„Nokia Original Enhancements“ táknið frá öðru.
2Þegar þú snýrð heilmyndinni til vinstri, hægri, upp eða
niður ættirðu að sjá 1, 2, 3 eða 4 punkta, allt eftir
staðsetningu hennar.
Hvað ef rafhlaðan er ekki ósvikin?
Ef þú getur ekki staðfest að Nokia-rafhlaðan með
heilmyndinni á miðanum sé ósvikin Nokia-rafhlaða skaltu
ekki nota rafhlöðuna. Farðu með hana til næsta viðurkenndu
þjónustumiðstöðvar eða söluaðila Nokia. Notkun rafhlaða
sem eru ekki samþykktar af Nokia getur verið hættuleg. Hún
getur jafnframt leitt til þess að tækið og aukabúnaður þess
virki ekki sem skyldi eða skemmist. Notkun þeirra kann
jafnframt að ógilda allar þær samþykktir eða ábyrgðir sem
eiga við tækið.
Nánari upplýsingar um ósviknar Nokia rafhlöður er að finna
á www.nokia.com/battery.
Umhirða og viðhald
Í tækinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara
þarf gætilega með. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að
halda tækinu í ábyrgð.
•Ekki skal nota tækið á rykugum og óhreinum stöðum
né geyma það þar. Hreyfanlegir hlutir og rafrænir hlutar
þess geta skemmst.
•Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur
dregið úr endingu rafeindatækja, skemmt rafhlöður og
undið eða brætt sum plastefni.
•Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið
hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast
innan í því og hann getur skemmt rafrásaspjöld.
•Ekki skal reyna að opna símann öðruvísi en tilgreint er
í þessari handbók.
•Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista
það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásaspjöld
og fíngerðan búnað.
•Ekki skal nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða
sterk hreinsiefni til þess að þrífa tækið.
•Ekki skal mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega
hluti tækisins og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
•Aðeins skal nota loftnetið sem fylgir með símanum eða
samþykkt varaloftnet. Ósamþykkt loftnet, breytingar á
þeim eða viðbætur, gætu skemmt tækið og kunna að
brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
•Nota skal hleðslutæki innandyra.
•Alltaf skal taka öryggisafrit af gögnum sem ætlunin er
að halda, t.d. tengiliðum og dagbókaratriðum.
•Hægt er að endurstilla tækið af og til og tryggja þannig
hámarksafköst með því að slökkva á tækinu og
fjarlægja rafhlöðu þess.
Þessar ábendingar eiga jafnt við um tækið, rafhlöðuna,
hleðslutækið eða annan aukabúnað. Ef tæki vinnur ekki rétt
skal fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila til
lagfæringar.
Endurvinnsla
Skilaðu alltaf notuðum raftækjum, rafhlöðum og umbúðum
á viðeigandi sorp- og endurvinnslustöð. Með því stuðlar þú
að takmarkaðri losun á úrgangi og endurvinnslu. Nánari
upplýsingar um safnstaði eru veittar hjá söluaðilum,
viðkomandi yfirvöldum á staðnum, framleiðslueftirliti í
viðkomandi landi eða umboðsaðila Nokia á staðnum.
Kannaðu hvernig þú getur endurunnið vörur frá Nokia á
www.nokia.com/werecycle eða á www.nokia.mobi/
werecycle ef þú skoð ar síðuna í farsíma.
Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu og er á vörunni,
rafhlöðunni, bæklingnum eða umbúðunum táknar að fara
verður með allan rafbúnað og rafeindabúnað, rafhlöður og
rafgeyma á sérstaka staði til förgunar að líftíma vörunnar
liðnum. Þessi krafa á við innan Evrópusambandsins. Hendið
þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar
um umhverfismál er að finna í Eco-yfirlýsingum fyrir vörur á
www.nokia.com/environment.
Viðbótaröryggisupplýsingar
Til athugunar: Yfirborð platna þessa tæki felur ekki í sér
nikkel. Yfirborð þessa tækis felur í sér ryðfrítt stál.
Seglar og segulsvið
Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.
Lítil börn
Í tækinu og aukabúnaðir þess geta verið litlir hlutir. Þá skal
geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Vinnuumhverfi
Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna
(RF) við notkun annaðhvort í hefðbundinni stöðu við eyrað
eða þegar það er haft að minnsta kosti 1,5 sentimetra (5/8 úr
tommu) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er
notað þegar tækið er borið á réttan hátt á líkamanum ætti
slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu
að minnsta kosti í þeirri fjarlægð frá líkamanum sem nefnd
var hér á undan.
Til að hægt sé að senda gagnaskrár eða skilaboð þarf þetta
tæki góða tengingu við símkerfið. Í sumum tilvikum getur
sending gagna eða boða tafist þar til slík tenging er tiltæk.
Tryggja skal að ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum sé fylgt
þar til sendingu er lokið.
Lækningatæki
Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með
talin notkun þráðlausra síma, kann að trufla virkni
lækningatækja sem ekki eru nægilega vel varin. Hafa skal
samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til
þess að komast að því hvort það sé nægilega vel varið fyrir
utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari
upplýsinga. Slökkva skal á tækinu í námunda við
heilsugæslustöðvar ef auglýstar reglur þess efnis kveða á um
að það sé gert. Sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar
kunna að nota búnað sem getur verið næmur fyrir
utanaðkomandi útvarpsbylgjum.
Ígrædd lækningatæki
Framleiðendur lækningatækja mæla með því að 15,3
sentímetra (6 tommu) lágmarksbil sé haft á milli þráðlauss
tækis og ígrædds lækningabúnaðar, eins og gangráðs eða
ígrædds hjartarafstuðstækis til þess að komist sé hjá
hugsanlegri truflun í lækningabúnaðinum. Einstaklingar með
slíkan búnað ættu:
•Haltu alltaf þráðlausu tæki í meira en 15,3 sentímetra
(6 tommu) fjarlægð frá lækningartæki þegar kveikt er
á þráðlausa tækinu.
•Hafa þráðlausa tæk ið við eyrað sem er fjær
lækningabúnaðinum til að draga úr líkum á truflunum.
•Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á
þráðlausa tækinu tafarlaust.
•Lesið og fylgið leiðbeiningum frá framleiðanda
ígrædda lækningabúnaðarins.
Ef þú hefur spurningar um notkun þráðlausa tækisins með
ígræddum lækningabúnaði skaltu hafa samband við
heilbrigðisstarfsfólk.
Heyrnartæki
Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki.
Ef truflun verður skal leita til þjónustuaðila.
Ökutæki
Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í
vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki
nægilega varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf,
rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrð
hraðakerfi og loftpúðakerfi. Nánari upplýsingar má fá hjá
framleiðanda b ílsins eða búnaðarins sem bætt hefur verið við
eða fulltrúa hans.
Aðeins á að fela fagmönnum að gera við tækið eða setja tækið
upp í ökutæki. Gölluð uppsetning eða viðgerð kann að valda
hættu og ógilda hvers kyns ábyrgð sem kann að vera á
tækinu. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus
tækjabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt. Ekki
má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir eða
sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða
aukabúnað með því. Ef ökutæki er búið loftpúða skal hafa
hugfast að loftpúðar blásast út af miklum krafti. Ekki má setja
hluti, þar með talinn uppsettan eða færanlegan þráðlausan
búnað, á svæðið yfir loftpúðanum eða á útþenslusvið
loftpúðans. Ef þráðlaus búnaður í bíl er illa settur upp og
loftpúðinn þenst út getur slíkt orsakað alvarleg meiðsl.
Notkun tækisins meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva
skal á tækinu áður en gengið er um borð í flugvél. Notkun
þráðlausra fjarskiptatækja í flugvél getur skapað hættu við
stjórn flugvélarinnar, rofið þráðlaust símasamband og verið
ólöglegt.
Sprengifimt umhverf i
Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem hætta er á
sprengingum og fara að öllum tilmælum sem sjást á skiltum
og leiðbeiningum. Sprengifimt andrúmsloft telst vera á
svæðum þar sem yfirleitt er beðið um að drepið sé á vél
bifreiðar. Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið
sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel
dauðsföll. Slökkva skal á tækinu á eldsneytisstöðvum, svo
sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum. Virða skal
takmarkanir á notkun útvarpsbúnaðar í eldsneytisgeymslum,
svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram,
efnaverksmiðjum eða þar sem verið er að sprengja. Svæði þar
sem sprengihætta er mikil eru oftast vel auðkennd, en þó ekki
alltaf. Þau eru m.a. neðri þilför skipa, aðstaða til efnaflutninga
eða geymslu og svæði þar sem efni líkt og korn, ryk eða
málmagnir eru í lofti. Þú ættir að kanna það hjá
framleiðendum farartækja sem nota jarðgas (líkt og própan
eða bútan) til að ákvarða hvort hægt sé að nota þetta tæki á
öruggan hátt nálægt þeim.
Neyðarhringingar
Mikilvægt: Þetta tæki notar útvarpsmerki, þráðlaus
staðarnet, kapalkerfi og notendaforritaðar aðgerðir. Ef tækið
styður símtöl á internetinu (netsímtöl) skaltu bæði kveikja á
farsímanum og á netsímtölum. Tækið reynir bæði að koma á
neyðarsímtölum á farsímakerfinu og um þjónustuveitu
netsímtala ef bæð i eru valin. Ekki er hæg t að tryggja tengingu
við allar aðstæður. Því skyldi aldrei treysta eingöngu á
þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti,
t.d. í bráðatilvikum.
Neyðarsímtal:
1Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort
nægilegur sendistyrkur sé fyrir hendi. Þú gætir einnig
þurft að ljúka eftirfarandi, allt eftir tækinu þínu:
•Settu SIM-kort í tækið þitt ef það notar slíkt kort.
•Eyddu öllum takmörkunum sem þú hefur valið í
tækinu þínu.
•Breyttu sniðinu þínu úr sniði án tengingar eða
flugsniði í virkt snið.
2Ýttu eins oft á endatakkann og þarf til að hreinsa
skjáinn og gera tækið reiðubúið fyrir símtöl.
3Veldu opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði.
Neyðarnúmer eru breytileg eftir stöðum.
4Styddu á hringitakkann.
Í neyðarsímtali þarf að gefa upp allar nauðsynlegar
upplýsingar eins nákvæmlega og kostur er. Þráðlausa tækið
getur verið eina samskiptatækið á slysstað. Ekki má slíta
símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Upplýsingar um vottun (SAR)
Þetta farsímatæki uppfyllir viðmiðunarreglur um áhrif
af útvarpsbylgjum.
Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er
hannað með tilliti til leyfilegra marka um áhrif af
útvarpsbylgjum sem alþjóðlegar viðmiðunarreglur mæla
með. Þessar viðmiðunarreglur voru þróaðar af óháðu
vísindastofnuninni ICNIRP og innihalda öryggismörk sem
ætlað er að tryggja öryggi allra, óháð aldri og heilsufari.
Í viðmiðunarreglum um útvarpsbylgjur þráðlausra tækja er
notuð mælieiningin SAR (Specific Absorption Rate). Efri mörk
SAR, samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP, eru 2,0 vött/
kílógramm (W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af
líkamsvef. Mælingar á SAR eru gerðar í hefðbundnum
notkunarstöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á
öllum mældum tíðnisviðum. Raunverulegur SAR-styrkur
tækis í notkun getur verið lægri en hámarksgildið, þar sem
tækið er hannað til að nota aðeins þann styrk sem þarf til að
ná sambandi við símkerfið. Fjöldi þátta hafa áhrif á styrkinn,
t.d. hversu langt notandinn er frá grunnstöð. Samkvæmt
viðmiðunarreglum ICNIRP er hæsta SAR-gildi fyrir notkun
tækisins við eyra 0,48 W/kg.
Notkun aukahluta og aukabúnaðar getur valdið því að SARgildið sé annað. SAR-gildi kunna að vera breytileg milli landa
sökum mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og tíðnisviðs.
Viðbótarupplýsingar um SAR má finna í upplýsingum um
vörur á www.nokia.com.
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-518 er
í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í
tilskipun 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er
að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/
declaration_of_conformity/.
Nokia, Nokia Connecting People og Navi eru vörumerk i eða
skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er
vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti
fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerk i eða
vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta
skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að fyrirfram
fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia framfylgir stefnu sem
felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera
breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu
skjali án undangenginnar tilkynningar.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol
software from RSA Security.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA EÐA
EINHVERJIR AF LEYFISVEITENDUM ÞESS UNDIR ENGUM
KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á
GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU,
TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM
ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“.
UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI
BERUM ORÐUM NÉ UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA
EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS. Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI
EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI
TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ
ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TIL BAKA HVENÆR SEM
ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir
þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu
það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokia söluaðila. Tæki
þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur
útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og
öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki
samræmast lögum eru óheimilar.
Gerð: 3720
/Útgáfa 3 IS
Java and all Java-based marks are trademarks or registered
trademarks of Sun Microsystems, Inc.
Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent Portfolio License
(i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við
upplýsingar sem hafa verið kóðaðar samkvæmt staðlinum
MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi
og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við
MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með
leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar
notkunar. Viðbótarupplýsingar, sem varða til dæmis notkun
í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá
MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
Loading...
+ hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.