Nokia 3710 FOLD User Manual

Notandahandbók Nokia 3710 fold
Útgáfa 1.2
2Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 3
Tækið tekið í notkun 4
Takkar og hlutar 4 SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir 5 Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt 7 Rafhlaðan hlaðin 8 GSM-loftnet 9 Aukabúnaður 9
Kveikt á símanum 10
Um tækið 10 Sérþjónusta 11 Lykilorð 11 Kveikt og slökkt á tækinu 12 Heimaskjár 12 Notkun valmyndarinnar 15 Tökkunum læst 15 Aðgerðir án SIM-korts 15 Flugsnið 16
Stuðningur og uppfærslur 16
Þjónusta 16 My Nokia 17 Niðurhal efnis 17 Uppfærsla hugbúnaðar tækisins með tölvu 17 Uppfærsla á hugbúnaði um netið 17 Upprunalegar stillingar 18
Gerðu símann að þínu tæki 18
Grunnstillingar 18 Stillingar tækisins sérsniðnar 20 Tengjast 22 Þjónusta símkerfis 24
Vertu í sambandi 26
Hringt úr tækinu 26 Texti og skilaboð 29 Póstur og spjall 33
Myndir og myndskeið 38
Myndataka 38 Upptaka myndskeiða 39 Stillingar myndavélar og myndupptöku 39 Gallerí 40 Prentun mynda 41 Miðlun mynda og myndskeiða á netinu 41 Minniskort 41
Afþreying 42
Hlustað á tónlist 42 Vefur 46 Leikir og forrit 48
Kort 49
Um Kort 49 Nokia Map Loader 50 Um GPS 50 GPS-móttakari 51 Leiðsögn til áfangastaðar 51
Skipuleggja 52
Skipuleggja tengiliði 52 Nafnspjöld 53 Dagsetning og tími 54 Vekjaraklukka 54 Dagbók 54 Verkefnalisti 55 Minnismiðar 55 Nokia PC Suite 55 Reiknivél 56 Niðurtalning 56 Skeiðklukka 56
Græn ráð 57
Orkusparnaður 57 Endurvinnsla 57 Lærðu meira 57
Vöru- og öryggisupplýsingar 57
Atriðaskrá 64
Öryggi 3

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
4 Tækið tekið í notkun

Tækið tekið í notkun

Lærðu á tækið þitt, komdu rafhlöðunni, SIM-kortinu og minniskortinu fyrir og lestu mikilvægar upplýsingar um tækið.

Takkar og hlutar

1 Hlust 2 Skjár 3 Navi™-takki (skruntakki) 4 Hringitakki 5 Hljóðnemi 6 Takkaborð 7 Aukamyndavél 8 Vinstri og hægri valtakkar 9 Hætta-takki/rofi
10 Myndavélarflass 11 Myndavélarlinsa 12 Nokia AV-tengi (2,5 mm) 13 Hljóðstyrkstakkar 14 Hátalari 15 Falinn skjár 16 Tengi fyrir hleðslutæki 17 Tengi fyrir Micro USB-kapal 18 Úlnliðsbandsfesting
Tækið tekið í notkun 5

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Til athugunar: Slökkva skal á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki
áður en fram- og bakhliðarnar eru fjarlægðar. Forðast skal að snerta rafræna íh luti þegar verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota tækið með áföstum fram- og bakhliðum.
SIM-kortið og innihald þess getur hæglega orðið fyrir skemmdum ef það er rispað eða beygt svo fara skal varlega þegar það er meðhöndlað, sett inn og tekið út.
1 Opnaðu bakhliðina og fjarlægðu hana.
6 Tækið tekið í notkun
2 Fjarlægðu rafhlöðuna.
3 Lokaðu SIM-kortafestingunni. Settu SIM-kortið inni í festinguna þannig að skáhorn
kortsins snúi niður og snertiflöturinn snúi að snertum símans. Hliðin með ávala horninu passar undir brún tækisins. Lokaðu SIM-kortsfestingunni.
4 Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í.
5 Settu rafhlöðulokið á tækið þannig að krókarnir á efri hluta loksins nemi við
viðeigandi raufir á tækinu. Renndu bakhliðinni á til að loka.
Tækið tekið í notkun 7

Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt

Aðeins skal nota samhæft microSD-minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Síminn styður microSD-kort sem eru allt að 8 GB. Hámarksstærð einnar skráar er 2 GB.
Minniskorti komið fyrir
1 Slökktu á tækinu og fjarlægðu bakhliðina og rafhlöðuna. 2 Ýttu festingu minniskortsins inn á við til að opna hana. 3 Opnaðu festinguna og settu minniskortið í hana þannig að snerturnar snúi inn á
við. 4 Kortafestingunni er lokað og ýtt á hana til að læsa henni. 5 Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn stað.
8 Tækið tekið í notkun
Minniskort fjarlægt
1 Fjarlægðu bakhliðina og rafhlöðuna. 2 Opnaðu minniskortafestinguna og taktu minniskortið úr henni. Lokaðu svo raufinni. 3 Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn stað.

Rafhlaðan hlaðin

Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið. 3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr
sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Einnig er hægt að hlaða rafhlöðuna með USB-snúru sem tengd er við tölvu.
1 Tengdu USB-snúruna við USB-tengi tölvunnar og einnig við tækið. 2 Taktu USB-snúruna úr sambandi þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
Ef rafhlaðan er alveg tóm er hugsanlegt að ekki sé hægt að hlaða með USB. Notaðu hleðslutækið í staðinn.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ef síminn er settur í hleðslu meðan kveikt er á útvarpinu geta gæði merkisins minnkað.
Tækið tekið í notkun 9

GSM-loftnet

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
Á myndinni er svæði GSM-loftnetsins merkt með gráu.
Aukabúnaður USB-snúra tengd

Höfuðtól

Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
10 Kveikt á símanum

Band

1 Opnaðu bakhliðina. 2 Þræddu ólina og hertu að. 3 Lokaðu bakhliðinni.

Kveikt á símanum

Lærðu hvernig kveikt er á tækinu og hvernig nota skal grunnaðgerðir þess.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 850, 900, 1800, 1900 og WCDMA 900, 1700-2100, 2100 MHz símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem gætu gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu huga að öryggi og efni.
Kveikt á símanum 11
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í notendahandbókinni.

Sérþjónusta

T il a ð h æ gt s é a ð n o ta t æk i ð verða notendur að ver a áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.

Lykilorð

Veldu Valmynd > StillingarÖryggi > Aðgangslyklar til að stilla hvernig tækið notar aðgangslyklana og öryggisstillingarnar.
Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja tækið gegn óheimilli notkun. Forstillta
númerið er 12345. Hægt er að breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið.
Beðið er um öryggisnúmerið í sumum aðgerðum, burtséð frá stillingum, t.d. ef setja
á aftur upp upphaflegar stillingar framleiðanda. Haltu númerinu leyndu og á
öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að
leita til þjónustuaðila og e.t.v. greiða viðbótargjald. Nánari upplýsingar færðu hjá
Nokia Care þjónustuveri eða söluaðilanum.
PIN-númerinu, sem fylgir með símanum, er ætlað að hindra að kort símans sé notað
í leyfisleysi.
PIN2-númerið, sem fylgir sumum SIM-kortum, er nauðsynlegt til að hafa aðgang að
tiltekinni þjónustu.
12 Kveikt á símanum
PUK- og PUK2-númer kunna að fylgja SIM-kortinu. Ef þú slærð inn rangt PIN-númer þrisvar sinnum í röð ertu beðinn um PUK-númerið. Hafa skal samband við þjónustuveituna ef þessi númer fylgja ekki með símanum.
Þegar útilokunarþjónusta er notuð til að takmarka símtöl í og úr tækinu (sérþjónusta) er lykilorðs útilokunar krafist.
Til að skoða eða breyta stillingum öryggiseiningar fyrir vafrann velurðu
Valmynd > Stillingar og Öryggi > Öryggiseining.

Kveikt og slökkt á tækinu

Kveikt og slökkt
Ýttu á rofann og haltu honum inni.
PIN-númer slegið inn
Sláðu inn PIN-númerið, ef um það er beðið (birtist sem ****).
Tími og dagsetning stillt
Sláðu inn tíma og dagsetningu ef þess er krafist.
Hugsanlega er farið fram á að þú sækir stillingarnar frá þjónustuveitunni (sérþjónusta). Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.

Heimaskjár

Heimaskjárinn er opinn þegar tækið er tilbúið til notkunar en engir stafir eða tölur hafa verið slegnar inn í það.
Kveikt á símanum 13

Skjár

1 Sýnir sendistyrk farsímakerfisins 2 Hleðslustaða rafhlöðu 3 Vísar 4 Heiti farsímakerfisins eða skjátákn símafyrirtækisins 5 Klukka 6 Dagsetning (aðeins ef heimaskjárinn er óvirkur) 7 Skjár 8 Valkostur vinstri valtakka 9 Virkni flettitakkans 10 Valkostur hægri valtakka
Hægt er að breyta valkostum vinstri og hægri valtakkanna.
valtakkar “, bls. 21.

Ítarlegur heimaskjá

Ítarlegur heimaskjár birtir lista yfir tilteknar aðgerðir og upplýsingar sem hægt er að nálgast.
Veldu Valmynd > Stillingar og Skjástillingar > Heimaskjár.
Ítarlegur heimaskjár gerður virkur
Veldu Heimaskjár > Kveikja.
Ítarlegi heimaskjárinn skipulagður og sérsniðinn
Veldu Sérsníða.
Takki til að ræsa ítarlegan heimaskjáinn valinn
Veldu Takki heimaskjás.
Sjá „ Vinstri og hægri
14 Kveikt á símanum
Flett innan heimaskjásins
Flettu upp eða niður til að skoða listann og veldu Velja, Skoða eða Breyta. Örvarnar tilgreina að nánari upplýsingar séu í boði.
Leiðsögn stöðvuð
Veldu Hætta.

Flýtivísar

Þegar tækið er á heimaskjá er hægt að nota eftirfarandi flýtivísa.
Hringingar sem ekki er svarað, móttekin símtöl og númer sem hringt er í
Ýttu á hringitakkann. Veldu númer eða nafn og ýttu á hringitakkann til að hringja.
Vafri símans opnaður Haltu 0 inni.
Hringt í talhólf Haltu 1 inni.
Aðrir takkar notaðir sem flýtivísar
Sjá „Flýtivísar símtala“, bls. 27.

Vísar

Þú átt ólesin skilaboð. Þú átt ósend skilaboð, skilaboð sem hefur verið hætt við eða sem hafa mistekist. Takkar símans eru læstir.
Tækið gefur ekki frá sér hljóð þegar hringt er í það eða þegar það tekur við textaskilaboðum.
/ Tækið er skráð hjá GPRS- eða EGPRS-símkerfi.
/ Tengt við GPRS- eða EGPRS-kerfi.
/ GPRS- eða EGPRS-tenging er í bið.
Áminning er stillt.
Bluetooth-tenging er virk. GPS-merki er til staðar . Ekkert GPS-merki er til staðar . Ef þú hefur tvær símalínur er seinni línan í notkun. Öllum símtölum er beint í annað númer. Aðeins er hægt að hringja í lokaðan notendahóp. Sniðið sem er í notkun hefur verið tímastillt. Höfuðtól er tengt við tækið. Tækið er tengt við annað tæki með USB-snúru.
Kveikt á símanum 15

Notkun valmyndarinnar

Í tækinu eru margar aðgerðir sem eru flokkaðar í valmyndir.
1Veldu Valmynd til að opna valmyndina. 2 Flettu í gegnum valmyndina og veldu valkost (t.d Stillingar). 3 Ef sú valmynd inniheldur fleiri undirvalmyndir skaltu velja eina (t.d.
Símtalsstillingar).
4 Veldu stillinguna. 5Veldu Til baka til að fara til baka um eina valmynd.
Veldu Hætta til að loka valmyndinni.
Skipt um útlit valmyndar
Veldu Valkostir > Aðalskjár valmynd.. Flettu til hægri og veldu úr valkostum sem eru í boði.
Valmyndinni endurraðað
Veldu Valkostir > Skipuleggja. Flettu að efninu sem þú ætlar að flytja og veldu
Færa. Flettu að staðnum sem þú vilt færa efnið á og veldu Í lagi. Til að vista breytinguna
velurðu Lokið > Já.

Tökkunum læst

Læstu takkaborðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist ef ýtt er óvart á það.
Takkaborðinu læst Veldu Valmynd og ýttu á * innan 3,5 sekúndna.
Takkaborðið opnað Veldu Úr lás og ýttu á * innan 1,5 sekúndna. Sláðu inn lykilnúmerið ef beðið er um það.
Símtali svarað þegar takkaborðið er læst
Ýttu á hringitakkann. Takkarnir læsast sjálfkrafa þegar lagt er á eða símtali er hafnað.
Aðrir valkostir eru Sjálfvirkur takkavari og Öryggistakkavari. Sjá
„Símastillingar“, bls. 18.
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Aðgerðir án SIM-korts

Sumar aðgerðir tækisins má nota án þess að SIM-kort sé í símanum, eins og Organiser og leiki. Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki hægt að nota.
16 Stuðningur og uppfærslur

Flugsnið

Þegar kveikt er á flugsniði geturðu opnað dagbók, tengiliðalista og leiki án nettengingar á stöðum sem eru viðkvæmir fyrir útvarpsbylgjum og þar sem farið er fram á að tækið sé ekki notað.
merkir að kveikt sé á flugsniði.
Flugsniðið gert virkt
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið og Flug > Virkja eða Eigið val.
Flugsniðið gert óvirkt
Veldu eitthvert annað snið.
Viðvörun:
Í flugsniðinu er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið.
Ef hringja þarf neyðarsímtal meðan tækið er læst og flugsniðið er virkt kann einnig að vera hægt að slá inn neyðarnúmerið sem er forritað í tækið í reitinn fyrir lykilnúmerið og velja 'Hringja'. Tækið staðfestir að verið sé að gera flugstillinguna óvirka til að hefja neyðarsímtal.

Stuðningur og uppfærslur

Nokia aðstoðar þig á ýmsan hátt við að fá sem mest út úr tækinu.

Þjónusta

Ef þú vilt læra meira um hvernig nota á vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig tækið virkar finnurðu nánari upplýsingar í notendahandbókinni eða á slóðinni www.nokia.com/support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu eða með farsíma á www.nokia.mobi/support.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
Endurræstu tækið: slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
Settu aftur upp upprunalegu stillingarnar eins og lýst er í notendahandbókinni.
Uppfærðu hugbúnað tækisins reglulega eins og útskýrt er í notandahandbókinni til
að fá bestu afköst og nýja eiginleika.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Sjá www.nokia.com/ repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.
Stuðningur og uppfærslur 17

My Nokia

Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > My Nokia.
My Nokia er ókeypis þjónustu sem sendir þér reglulega textaskilaboð með ábendingum, góðum ráðum og stuðningi við Nokia-tækið. Með henni er einnig hægt að skoða My Nokia-síðuna, þar sem finna má upplýsingar um Nokia-tæki og hlaða niður tónum, myndum, leikjum og forritum.
My Nokia-þjónustan þarf að vera tiltæk í heimalandi þínu og þjónustuaðilinn þarf að styðja hana til að þú getir notað hana. Aðeins áskrifendur geta notað þjónustuna. Greiða þarf fyrir skilaboð sem eru send til að gerast áskrifandi eða segja upp áskrift. Upplýsingar um skilmála og skilyrði er að finna í bæklingnum sem fylgdi með tækinu, eða á www.nokia.com/mynokia.

Niðurhal efnis

Hægt er að hlaða nýju efni (t.d. þemum) niður í tækið (sérþjónusta).
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi
og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu og verð fást hjá þjónustuveitunni.

Uppfærsla hugbúnaðar tækisins með tölvu

Þú getur notað tölvuforritið Nokia Software Updater til að uppfæra hugbúnað tækisins. Til að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia Software Updater forritið á www.nokia.com/softwareupdate.

Uppfærsla á hugbúnaði um netið

Þjónustuveitan getur sent hugbúnaðaruppfærslur beint í tækið (sérþjónusta). Það fer eftir tækinu hvort hægt er að velja þennan valkost.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en uppfærslunni er lokið og tækið hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
18 Gerðu símann að þínu tæki
Beiðni um hugbúnaðaruppfærslu
1Veldu Valmynd > Stillingar og Símastillingar > Uppfærslur til að biðja um
tiltækar hugbúnaðaruppfærslur frá þjónustuveitunni.
2Veldu Nýjustu upplýsingar til að birta upplýsingar um hugbúnaðarútgáfu símans
og kanna hvort nauðsynlegt sé að uppfæra hana.
3Veldu Sækja símahugb. til að hlaða niður og setja upp hugbúnaðaruppfærslu.
Farðu eftir leiðbeiningunum.
4 Ef hætt var við uppsetningu eftir niðurhal velurðu Setja upp uppfærslu til að ræsa
uppsetningu.
Uppfærslan getur tekið nokkrar mínútur. Hafðu samband við þjónustuveituna ef þú átt í vandræðum með uppfærsluna.

Upprunalegar stillingar

Til að endurheimta upprunalegar stillingar tækisins velurðu Valmynd > Stillingar >
Still. framleið. og úr eftirfarandi:
Eingöngu stillingar — Til að núllstilla símann án þess að eyða persónulegum gögnum. Allt — Núllstilla símann og eyða öllum persónulegum gögnum (t.d. tengiliðum,
skilaboðum og hljóð- og myndskrám).

Gerðu símann að þínu tæki

Settu upp stillingar í tækinu, hafðu það eftir þínu höfði og tengdu það á ýmsa vegu.
Grunnstillingar Símastillingar
Veldu Valmynd > Stillingar og Símastillingar.
Veldu úr eftirfarandi: Stillingar tungumáls — Til að velja tungumál símans skaltu velja Tungumál síma og
tungumál. Til að velja tungumál símans í samræmi við upplýsingar á SIM-kortinu skaltu velja Tungumál síma > Sjálfgefið val.
Staða minnis — Skoða minnisnotkun. Sjálfvirkur takkavari — Láta takkaborðið læsast sjálfkrafa þegar heimaskjárinn er
opinn og síminn hefur ekki verið notaður í tiltekinn tíma.
Öryggistakkavari — Láta tækið biðja um öryggiskóða til að opna takkaborðið. Raddkennsl — Stilla raddskipanir eða hefja raddþjálfun. Flugkvaðning — Láta tækið gefa möguleika á flugsniði þegar kveikt er á símanum.
Slökkt er á öllum þráðlausum sendingum símans þegar flugsniðið er valið. Uppfærslur — Leyfa hugbúnaðaruppfærslur frá þjónustuveitunni þinni (sérþjónusta).
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði. Netkerfi — Ve ld u Tvöfaldur hamur til að nota GSM og 3G-kerfi (þegar það er til staðar).
Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan á símtali stendur.
Gerðu símann að þínu tæki 19
Val símafyrirtækis — Velja kerfi handvirkt. Hjálpartextar á — Láta símann birta hjálpartexta Opnunartónn — Spila tón í hvert sinn sem kveikt er á símanum Við lokun síma — Velja hvernig síminn virkar þegar honum er lokað. Staðf. SIM-aðgerðir — Nota sérþjónustu með SIM-kortinu. Það fer eftir SIM-kortinu
hvort hægt sé að velja þennan valkost.

Öryggisstillingar

Veldu Valmynd > Stillingar og Öryggi.
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður notendahópur og fast númeraval) kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Útilokun og flutningur símtala getur ekki verið virkt samtímis.
Veldu úr eftirfarandi:
Krefjast PIN-númers eða Biðja um UPIN-nr. — Stilla símann þannig að beðið sé um PIN-númer eða UPIN-númer í hvert sinn sem kveikt er á honum. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að gera þessa beiðni óvirka.
Útilokunarþjónusta — Takmarka símtöl í og úr tækinu (sérþjónusta). Krafist er lykilorðs útilokunar.
Fast númeraval — Takmarka úthringingar í valin símanúmer ef SIM-kortið styður aðgerðina. Þegar kveikt er á föstu númeravali eru GPRS-tengingar ekki mögulegar nema þegar textaskilaboð eru send um GPRS-tengingu. Í því tilviki verða símanúmer viðtakandans og skilaboðamiðstöðvarinnar að vera á númeralistanum í föstu númeravali.
Lokaður not.hópur — Tilgreina hóp fólks sem þú getur hringt í og sem getur hringt í þig (sérþjónusta).
Öryggisstig — Til að beðið sé um öryggisnúmer í hvert skipti sem nýtt SIM-kort er sett í símann velurðu Sími.
Aðgangslyklar — Breyta öryggisnúmerinu, PIN-, UPIN- eða PIN2-númerinu, eða lykilorði útilokunar.
PIN2-beiðni — Láta símann biðja um PIN2-númer þegar sérstakir eiginleikar eru notaðir. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að gera þessa beiðni óvirka. Það fer eftir SIM-kortinu hvort hægt er að velja þennan valkost. Nánari upplýsingar má fá hjá þjónustuveitunni.
Númer í notkun — Birta og velja gerð PIN-númers sem á að nota. Heimildavottorð eða Notandavottorð — Skoða lista yfir heimilda- eða
notandavottorð sem eru í símanum. Öryggiseining — Skoða Um öryggiseiningu, virkja PIN öryggiseiningar eða breyta
PIN-númeri öryggiseiningar og PIN-númeri fyrir undirskrift.
20 Gerðu símann að þínu tæki

Stillingar tækisins sérsniðnar

Gefðu tækinu persónulegan blæ með hringitónum, bakgrunni og þemum. Bættu við flýtivísum fyrir tilteknar aðgerðir og bættu við aukahlutum.

Snið

Í tækinu þínu eru nokkur snið sem þú getur sérsniðið.
Veldu Valmynd > Stillingar og Snið.
Veldu snið og einhvern af eftirtöldum valkostum:
Virkja — Til að virkja sniðið. Eigið val — Breyta stillingum sniðs. Tímastillt — Stilla sniðið þannig að það sé virkt í tiltekinn tíma. Þegar tíminn er liðinn
verður fyrra notandasniðið, sem ekki var tímastillt, virkt.

Þemu

Með þemum er hægt að breyta útliti tækisins.
Veldu Valmynd > Stillingar og Þemu.
Velja þema
Veldu Velja þema > Þemu og síðan þema.
Sækja fleiri þemu
Veldu Hlaða niður þema.

Tónar

Hægt er að breyta tónastillingum þess sniðs sem er í notkun:
Veldu Valmynd > Stillingar og Tónastillingar. Sömu stillingar er að finna í valmyndinni Snið.

Ljós

Þú getur kveikt og slökkt á ljósáhrifum sem eru tengd mismunandi valkostum tækisins.
Veldu Valmynd > Stillingar og Ljós.

Skjár

Veldu Valmynd > Stillingar og Skjástillingar.
Veldu úr eftirfarandi:
Veggfóður — Bæta bakgrunnsmynd við heimaskjáinn. Heimaskjár — Heimaskjárinn ræstur, skipulagður og sérsniðinn. Leturlitur heimaskj. — Velja lit letursins á heimaskjánum.
Loading...
+ 46 hidden pages