UMTS 2100 GSM 900/1800/1900
Sony Ericsson Mobile Communications
AB eða dótturfyrirtæki þess í viðkomandi landi
gefur út þessa handbók án nokkurrar ábyrgðar.
Sony Ericsson Mobile Communications ABeða
dótturfyrirtæki þess í viðkomandi landi er heimilt
hvenær sem er og án fyrirvara að gera endurbætur
og breytingar á handbókinni sem nauðsynlegar
kunna að vera vegna prentvillna, ónákvæmni
núverandi upplýsinga eða endurbóta á forritum
og/eða búnaði. Slíkar breytingar verða þá gerðar
á seinni útgáfum handbókarinnar.
Allur réttur áskilinn.
sem fjallað er um í handbókinni. Þetta gildir einnig um alþjóðlega GSM-neyðarnúmerið 112.
Vinsamlegast hafið samband við rekstraraðila
fjarskiptanetsins eða þjónustuveituna leiki
vafi á hvort hægt sé að nota tiltekna þjónustu.
Vinsamlegast lesið Leiðbeiningar um örugga og skilvirka notkun og kaflann Takmörkuð ábyrgð
áður en farsíminn er notaður.
Farsíminn getur hlaðið niður, geymt og framsent
utanaðkomandi efni, t.d. hringitóna. Notkun slíks
efnis kann að vera takmörkuð eða bönnuð vegna
réttar þriðja aðila, þar með talið, en ekki eingöngu,
takmarkanir viðeigandi laga um höfundarétt.
Þú, en ekki Sony Ericsson, berð algera ábyrgð
á utanaðkomandi efni sem þú hleður niður í
eða framsendir úr farsímanum. Áður en þú notar
utanaðkomandi efni, vinsamlegast sannvottaðu að
ætluð not þín séu gerð með öllum viðeigandi leyfum
eða séu samþykkt á annan hátt. Sony Ericsson
ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði
utanaðkomandi efnis né annars efnis frá þriðja
aðila. Undir engum kringumstæðum er
Sony Ericsson ábyrgt á nokkurn hátt vegna
misnotkunar þinnar á utanaðkomandi efni
eða efni frá þriðja aðila.
Bluetooth™ er vörumerki eða skrásett vörumerki
Bluetooth SIG Inc.
Flotmerkið og TrackID eru vörumerki eða skráð
vörumerki Sony Ericsson Mobile Communications AB.
Sony, Memory Stick Micro ™ og M2™ eru vörumerki
eða skrásett vörumerki Sony Corporation.
Ericsson er vörumerki eða skráð vörumerki
Telefonaktiebolaget LM Ericsson.
Adobe Photoshop Album Starter Edition
er skráð vörumerki Adobe Systems Incorporated.
ActiveSync, Microsoft, Windows, PowerPoint,
Outlook og Vista eru vörumerki eða skrásett
vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum
og öðrum löndum.
T9™ Text Input er skráð vörumerki Tegic
Communications. T9™ Text Input nýtur
einkaleyfisverndar skv. eftirfarandi: U.S. Pat. Nos.
5,818,437, 5,953,541, 5,187,480, 5,945,928, og
6,011,554; Canadian Pat. No. 1,331,057, United
Kingdom Pat. No. 2238414B; Hong Kong Standard
Pat. No. HK0940329; Republic of Singapore Pat.
No. 51383; Euro.Pat. No. 0 842 463 (96927260.8)
DE/DK, FI, FR, IT, NL, PT, ES, SE, GB; og sótt hefur
verið um frekari einkaleyfisvernd um allan heim.
Java og öll vörumerki og fyrirtækismerki sem
byggja á Java eru vörumerki eða skráð vörumerki
Sun Microsystems Inc. í Bandaríkjunum og öðrum
löndum.
Notandaleyfi fyrir Sun™ Java™ J2ME™.
Takmarkanir: Hugbúnaðurinn felur í sér
trúnaðarupplýsingar sem njóta einkaleyfisverndar
og öll afrit hans haldast í eigu Sun og/eða
leyfisveitanda. Viðskiptavininum er óheimilt
að breyta, bakþýða, baksmala, ráða dulritun
á, stunda gagnadrátt úr eða á annan hátt
vendismíða hugbúnaðinn. Óheimilt er að leigja
út hugbúnaðinn eða framselja eignarrétt eða
notandaleyfi fyrir honum í heild eða að hluta.
Útflutningsreglur: Hugbúnaðurinn, þ.m.t.
tækniupplýsingar, lýtur bandarískum
útflutningslögum, þ.m.t. Export Administration Act
og reglugerðum tengdum þeim lögum, og kann
að lúta reglugerðum í öðrum löndum um inn- og
útflutning. Viðskiptavinurinn samþykkir að fara í
einu og öllu að slíkum reglum og viðurkennir að
hann beri ábyrgð á að útvega leyfi fyrir útflutningi,
endurútflutningi og innflutningi á hugbúnaðinum.
Óheimilt er að niðurhala hugbúnaðinum né á annan
hátt flytja hann út né endur-útflytja (i) til Kúbu, Íraks,
Írans, Norður-Kóreu, Líbýu, Súdans, Sýrlands (skv.
uppfærðum lista hverju sinni) né nokkurs lands
sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á né til
ríkisborgara eða íbúa ofangreindra landa; né
(ii) til nokkurs ríkis á ríkjabannlista bandaríska
fjármálaráðuneytisins né í töflu bandaríska
viðskiptaráðuneytisins yfir opinberar synjanir.
Takmarkaður réttur: Notkun, fjölföldun og birting
bandarískra stjórnvalda á upplýsingum er háð þeim
takmörkunum sem greinir í ákvæðum um réttindi
varðandi tækniupplýsingar og tölvuhugbúnað
í DFARS 252.227-7013(c) (1) (ii) og FAR 52.22719(c) (2), eftir því sem við á.
Önnur nöfn vara og fyrirtækja sem nefnd eru
í handbók þessari kunna að vera vörumerki
hlutaðeigandi eigenda sinna.
Allur réttur sem ekki er veittur skýlaust í handbók
þessari er áskilinn.
Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum
hugmynd um vöruna og ekki er víst að þær
lýsi símanum nákvæmlega.
Leiðbeiningartákn
Þessi tákn birtast í handbókinni.
Athugið
Ábending
Varúð
Þjónustan eða valkosturinn
veltur á símafyrirtækinu eða
áskriftinni. Nánari upplýsingar
fást hjá símafyrirtækinu eða
á www.vodafone.com.
>Notaðu valtakkana eða
stýrihnappinn til að fletta og
velja. Sjá Valmyndir á bls. 12.
merkimiðinn snúi upp og tengin snúi
hvort að öðru.
2 Renndu bakhliðinni aftur á sinn stað.
5Síminn tekinn í notkun
Kveikt á símanum
Til að kveikja á símanum
1 Haltu inni.
2 Veldu stillingu:
• Venjulegur – með alla valkosti virka.
• Flugstilling – með takmörkuðum
fjölda valkosta.
3 Sláðu inn PIN númerið þitt, ef beðið
er um það, og veldu Í lagi.
4 Veldu tungumálið.
5 Veldu Áfram > Já til að nota
uppsetningarhjálp meðan
stillingum er hlaðið niður.
Ef þú vilt leiðrétta mistök þegar þú slærð
inn PIN númerið skaltu ýta á .
Þú verður hugsanlega beðinn um að
skrá símann hjá Sony Ericsson. Ef þú
samþykkir að skrá símann eru engin
persónuleg gögn, eins og símanúmerið þitt,
flutt til eða meðhöndluð af Sony Ericsson
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist þegar
kveikt hefur verið á símanum og PIN
númerið slegið inn. Þessi staða kallast
biðstaða.
Hægt er að fá leiðbeiningar
og upplýsingar í símanum.
Sjá Valmyndir á bls. 12.
Til að nota uppsetningarhjálpina
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar
> flipann Almennar > Uppsetningarhjálp.
2 Veldu einhvern valkost.
Til að skoða upplýsingar um aðgerðir
• Flettu að valkosti og veldu Upplýs., ef
það er í boði. Í sumum tilvikum birtast
Upplýs. í Valkostir.
Til að opna stöðuupplýsingar
•
Ýttu hljóðstyrkstakkanum upp í biðstöðu.
Til að hlaða rafhlöðuna
≈ 2,5 klst.
Rafhlaðan hlaðin
Rafhlaða símans hefur þegar verið
hlaðin að hluta þegar síminn er keyptur.
1 Tengdu hleðslutækið við símann. Það
tekur u.þ.b. 2,5 klukkustundir að hlaða
rafhlöðuna að fullu. Ýttu á einhvern
takka til að kveikja á skjánum.
2 Taktu hleðslutækið úr sambandi
með því að halla tenginu upp á við.
Hægt er að nota símann meðan
rafhlaðan er í hleðslu. Hægt er að hlaða
rafhlöðuna hvenær sem er og í styttri eða
lengri tíma en 2,5 klukkustundir. Hægt er
að hætta hleðslunni án þess að skemma
rafhlöðuna.
Öll símtölSvöruð símtölHringd símtölÓsvöruð símtöl
Almennar
Snið
Tími & dagur
Tungumál
Raddstýring
Upplýsingaskjár
Flýtileiðir
Flugstilling
Öryggi
Uppsetningarhjálp
Staða símans
Núllstilla símann
* Sumar valmyndir velta á símafyrirtækinu, símkerfinu og áskriftinni þinni.
** Þú getur notað stýrihnappinn til að fletta á milli flipa í undirvalmyndum. Nánari upplýsingar er að finna
í Valmyndir á bls. 12.
***Þessi þjónusta er ekki í boði í öllum löndum.
Hraðval
Snjallleit
Flytja símtöl
Vinna með símtöl
Skipta yfir á línu 2*
Tími & kostnaður*
Númerabirting
Handfrjálst
Tengingar*
Bluetooth
USB
Nafn símans
Samnýting á netk.
Samstilling
Símastjórnun
Farsímakerfi
Internetstillingar
Streymisstillingar
Skilaboðastillingar*
Aukabúnaður
Þú getur notað Skrárnar mínar til
að vinna með skrár sem vistaðar
eru í minni símans eða á minniskorti.
Hugsanlega þarftu að kaupa minniskort
sérstaklega.
Unnið með skrár
Þú getur fært og afritað skrár á milli
símans þíns, tölvu og minniskorts.
Skrár eru fyrst vistaðar á minniskortið
og svo í minni símans. Skrár í Óþekkt
eru vistaðar í möppunni Annað.
Til að færa skrá í Skrárnar mínar
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari
> Skráasafn.
2 Finndu skrá og veldu Valkostir > Vinna
með skrár > Færa.
3 Veldu einhvern valkost.
Til að velja fleiri en eina skrá í möppu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari
> Skráasafn.
2 Flettu að möppu og veldu Opna.
3 Veldu Valkostir > Merkja > Merkja
nokkrar.
4 Fyrir hverja skrá sem þú vilt merkja
flettirðu að skránni og velur Merkja.
Til að færa skrá í Skrárnar mínar
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari
> Skráasafn.
2 Finndu skrána og ýttu á .
Tungumál símans
Þú getur valið hvaða tungumál
þú notar í símanum.
Til að breyta tungumáli símans
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar
> flipann Almennar > Tungumál
> Tungumál símans.
2 Veldu einhvern valkost.
Texti sleginn inn
Þú getur notað beinritun eða
T9™ flýtiritun til að slá inn
texta. Í T9™ innsláttaraðferðinni
er notast við innbyggða orðabók.
takka, jafnvel þó stafurinn sé ekki fyrsti
stafurinn á takkanum. Orðið „Jane“ er
t.d. skrifað með því að ýta á , ,
, . Skrifaðu allt orðið áður en
þú skoðar tillögur um orð.
4 Notaðu eða til að skoða tillögur.
5 Ýttu á til að samþykkja tillögu.
Texti sleginn inn með beinritun
1 Í biðstöðu velurðu t.d. Valm. > Skilaboð
> Skrifa nýtt > Skilaboð.
2 Ef birtist heldurðu inni til að
skipta yfir í beinritun.
3 Ýttu endurtekið á – þar til
réttur stafur birtist.
4 Þegar þú hefur ritað orð ýtirðu
á til að bæta inn bili.
Til að bæta orðum við innbyggðu
orðabókina
1 Þegar þú slærð inn texta með T9
flýtiritun velurðu Valkostir > Stafa orð.
2 Skrifaðu orðið með beinritun og veldu
Bæta inn.
Símtöl
Til að hringja og svara símtölum
Kveikt þarf að vera á símanum og hann
verður að vera innan þjónustusvæðis.
Til að hringja
1 Sláðu inn símanúmer (með lands-
og svæðisnúmerinu þegar það á við)
íbiðstöðu.
2 Ýttu á .
Þú getur hringt í símanúmer úr listum
yfir tengiliði og símtöl. Sjá Tengiliðir
á bls. 16 og Símtalalisti á bls. 19. Einnig
er hægt að hringja með því að nota
röddina. Sjá Raddstýring á bls. 19.
Til að hringja til útlanda
1 Í biðstöðu ýtirðu á þar til + merkið
birtist.
2 Sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið
(án fyrsta núllsins) og símanúmerið.
3 Ýttu á
Til að hringja aftur í númer
• Þegar Reyna aftur? birtist velurðu Já.
Ekki halda símanum að eyranu meðan
þú bíður. Síminn sendir frá sér hátt
hljóðmerki þegar símtalinu er komið á.
Til að breyta hljóðstyrknum meðan
ásímtali stendur
•
Ýttu hljóðstyrkstakkanum upp eða niður.
Til að taka hljóðið af hljóðnemanum
meðan á símtali stendur
1 Haltu inni.
2 Haltu aftur inni til að halda áfram
(setja hljóðið á).
Til að kveikja á hátalaranum meðan
ásímtali stendur
• Veldu Hátalari.
Ekki halda símanum að eyranu þegar
þú notar hátalarann. Það gæti valdið
heyrnarskaða.
Til að skoða ósvöruð símtöl í biðstöðu
• Ýttu á , flettu að Nýir atburðir
flipanum og veldu númer.
• Ýttu á til að opna símtalalistann.
Neyðarsímtöl
Síminn styður alþjóðlega neyðarnúmer
líkt og 112 og 911. Vanalega er hægt
að nota þessi númer til að hringja
neyðarsímtöl í hvaða landi sem er,
og burtséð frá því hvort SIM kort sé
í viðkomandi síma, ef síminn er innan
þjónustusvæðis 3G (UMTS) eða GSM
símkerfis.
Í sumum löndum kann einnig að vera
hægt að hringja í önnur neyðarnúmer.
Því getur verið að símafyrirtækið þitt hafi
vistað önnur neyðarnúmer á SIM kortinu.
Til að hringja neyðarsímtal
•
Sláðu inn 112 (alþjóðlega neyðarnúmerið)
og ýttu á .
Til að skoða landsbundin neyðarnúmer
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá.
2
Flettu að
>
Nýr tengiliður
Sérstök númer
og veldu
>
Neyðarnúmer
Valkostir
.
Myndsímtöl
Horfðu á viðmælendur þína á skjá
símans meðan á símtölum stendur.
Báðir aðilar þurfa að hafa áskrift sem
styður 3G (UMTS) þjónustu, og þú
þarft að vera innan þjónustusvæðis 3G
(UMTS) símkerfis. 3G (UMTS) þjónusta
er í boði þegarmerkið birtist.
Til að hringja myndsímtal
1 Sláðu inn símanúmer í biðstöðu
(með alþjóðlega forskeytinu
og svæðisnúmeri ef það á við).
Hægt er að vista nöfn, símanúmer og
persónulegar upplýsingar í Símaskrá.
Hægt er að vista upplýsingar í minni
símans eða á SIM kortinu.
Sjálfgefin símaskrá
Hægt er að velja hvaða upplýsingar
sjást sjálfkrafa. Ef Símaskrá er valin
sem sjálfgefin símaskrá, eru allar
upplýsingar sýndar sem vistaðar
eru um tengiliðinn í Símaskrá. Ef
þú velur SIM númer birtast nöfn og
númer sem eru vistuð á SIM kortinu.
Til að velja sjálfgefna símaskrá
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá.
2 Flettu að Nýr tengiliður og veldu
Valkost. > Fleiri valkostir > Símaskrá
ínotkun.
3 Veldu valkost.
Símaskrá
Símaskrá getur innihaldið nöfn,
símanúmer og persónulegar upplýsingar.
Upplýsingarnar eru vistaðar í minni
símans.
Til að bæta tengilið við símaskrána
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá.
2 Flettu að Nýr tengiliður og veldu
Setja inn.
3 Sláðu inn nafnið og veldu Í lagi.
4 Sláðu inn númerið og veldu Í lagi.
5 Veldu valkost fyrir símanúmer.
6 Flettu á milli flipanna og veldu reitina
til að bæta við upplýsingum.
7 Veldu Vista.
Hringt í tengiliði
Til að hringja í tengilið í símaskránni
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá.
2 Flettu að tengilið og veldu .
Til að opna strax tengilið heldurðu inni
– í biðstöðu.
Til að hringja í tengilið á SIM kortinu
úr símaskránni
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá.
2 Flettu að Nýr tengiliður og veldu
Valkost. > SIM númer.
3 Flettu að tengilið og veldu .
Til að hringja með Snjallleit
1 Í biðstöðu ýtirðu á – til að
slá inn heiti tengiliðs eða símanúmer.
Allar færslur sem passa við það sem
hefur verið slegið inn birtast í lista.