Þakka þér fyrir kaupin á Sony Ericsson S302.Hægt er að
fá meira efni í símann á slóðinni www.sonyericsson.com/fun.
Skráðu þig núna til að fá ókeypis vistunarpláss og sértilboð
á www.sonyericsson.com/myphone. Nánari upplýsingar er
að finna á www.sonyericsson.com/support.
Leiðbeiningartákn
Í þessari handbók er að finna eftirfarandi tákn:
> Notaðu stýrihnappinn til að fletta og velja
Ýttu á miðjuvaltakkann
Ýttu stýrihnappinum upp
Ýttu stýrihnappinum niður
Ýttu stýrihnappinum til vinstri
Ýttu stýrihnappinum til hægri
Athugið
Ábending
Varúð
Merkir að þjónustan eða valkosturinn velti á símafyrirtækinu
eða áskriftinni þinni. Ekki er víst að allir valkostirnir séu til
staðar í símanum þínum. Hafðu samband við símafyrirtækið
til að fá frekari upplýsingar.
SIM kortið (Subscriber Identity Module), sem
farsímafyrirtækið lætur þér í té, inniheldur upplýsingar
um áskriftina þína. Slökktu alltaf á símanum og taktu
hleðslutækið og rafhlöðuna úr áður en þú setur SIM
kort í hann eða tekur SIM kort úr honum.
Hægt er að vista tengiliði á SIM kortinu áður en það er
tekið úr símanum. Einnig er hægt að vista tengiliði í minni
símans. Sjá Símaskrá á bls. 22.
PIN númer (lás SIM korts)
PIN númerið (Personal Identification Number) er lás á SIM
kortinu sem verndar áskriftina þína, en ekki sjálfan símann.
Ef kortið er læst þarftu að slá inn PIN númerið þegar þú
kveikir á símanum. Upplýsingar um hvernig á að breyta
PIN númerinu er að finna í Lás SIM korts á bls. 36.
Hver tölustafur PIN númersins birtist sem *, nema það byrji
á tölustöfum neyðarnúmers, t.d. 112 eða 911. Þetta er gert
til þess að hægt sé að sjá og hringja í neyðarnúmerið án
þess að slá inn PIN númer.
Ef þú slærð inn rangt PIN númer þrisvar sinnum í röð
birtist PIN læst á skjánum. Til að opna það þarftu að
slá inn PUK númerið þitt (Personal Unblocking Key).
Rafhlaða símans hefur þegar verið hlaðin að hluta þegar
síminn er keyptur. Það tekur u.þ.b. 2,5 klukkustundir að
hlaða rafhlöðuna að fullu.
Til að hlaða rafhlöðuna
1 Tengdu hleðslutækið við símann þannig að rafmagnstáknið
á því snúi upp. Ýttu á takka til að kveikja ljósið á skjánum og
sjá hleðslustöðuna.
2 Fjarlægðu hleðslutengið með því að tylla því upp á við.
Ekki er víst að rafhlöðutáknið birtist fyrstu 30 mínúturnar.
Hægt er að nota símann meðan verið er að hlaða rafhlöðu
hans. Ekki skiptir máli hversu lengi síminn er hlaðinn en
það tekur um 2,5 tíma að hlaða rafhlöðuna að fullu. Styttri
tími skemmir ekki rafhlöðuna.
Síminn styður Memory Stick Micro™ (M2™). Minniskort eykur
geymslupláss símans fyrir t.d. tónlist, hringitóna, myndskeið og
myndir. Hægt er að deila vistuðum upplýsingum með því að
færa þær eða afrita yfir í önnur tæki sem styðja minniskortið.
Memory Stick Micro™ (M2™) sett í símann
• Opnaðu hlífina og settu minniskortið í símann
(þannig að gylltu snerturnar snúi niður).
Memory Stick Micro™ (M2™) fjarlægt úr símanum
• Ýttu á kant kortsins til að losa það og fjarlægja.
Ef þú gerir mistök þegar þú slærð inn PIN númerið geturðu
ýtt á til að eyða tölustöfum af skjánum.
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist á skjánum þegar kveikt hefur verið
á símanum og PIN númerið slegið inn. Þetta kallast biðstaða.
Þá er hægt að hringja og svara símtölum.
Til að slökkva á símanum
• Haltu inni.
Ef síminn ræsist ekki skaltu hlaða hann í 2,5 klukkustundir.
Ef síminn slekkur á sér þegar þú ert með hann á ferðinni
skaltu kveikja á sjálfvirka takkalásinum. Það kemur í veg
fyrir að hlutir í vasa eða tösku slökkvi á símanum ef þeir
nuddast við rofa hans.
Stikurnar sýna sendistyrk GSM símkerfisins þar sem þú
ert staddur/stödd. Prófaðu aðra staðsetningu ef þú átt
í vandræðum með að hringja og sendistyrkurinn er lítill.
Ekkert samband merkir að þú sért utan þjónustusvæðis.
= Góður sendistyrkur
= Meðalgóður sendistyrkur
Staða rafhlöðu
Staða rafhlöðu
= Rafhlaða símans er hlaðin að fullu
= Það er engin hleðsla á rafhlöðunni
Ef síminn ræsist ekki skaltu tengja hleðslutækið við hann
og hlaða hann að fullu.
Velur valkostina sem sjást fyrir ofan takkana á skjánum.
Eyðir hlutum (t.d. myndum, hljóðum og tengiliðum).
Á hlið símans:
Ýttu á takkann til að spila eða stöðva spilun tónlistar
þegar tónlistarspilarinn er í gangi
Ýttu til að taka hljóðið af eða kveikja á hljóði útvarpsins.
Það er aðeins hægt að nota valkostinn ef
hljóðaukabúnaður er tengdur við símann
Ýttu til að fara á milli tónlistarspilarans og biðstöðu
Flýtileiðirnar mínar – bættu við uppáhaldsaðgerðunum
þínum til að fljótlegt sé að nálgast þær
Ýttu á takkann í biðstöðu inni til að kveikja
á myndavélinni og myndupptöku.
Haltu takkanum inni til að kveikja eða slökkva á símanum.
Ýttu á takkann til að leggja á
Ýttu á takkann til að hringja eftir að hafa slegið
inn símanúmer
Almennar
Snið
Tími & dagur
Tungumál símans
Flýtileiðir
Flugstilling
Öryggi
Staða símans
Núllstilla allt
Símtöl
Hraðval
Flytja símtöl
Vinna með símtöl
Tími & kostnaður
Númerabirting
Handfrjálst
* Sumar valmyndir velta á símafyrirtækinu, símkerfinu og áskriftinni þinni.
** Þú getur notað stýrihnappinn til að fletta á milli flipa í undirvalmyndum.
Nánari upplýsingar er að finna í Valmyndir á bls. 11