Til hamingju með nýja Sony Ericsson R300 símann þinn.
Hægt er að fá meira efni í símann á slóðinni
www.sonyericsson.com/fun. Skráðu þig núna til að fá ókeypis
vistunarpláss og sértilboð á www.sonyericsson.com/myphone.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.sonyericsson.com/support.
Leiðbeiningartákn
Í þessari handbók er að finna eftirfarandi leiðbeiningartákn:
> Notaðu stýrihnapp eða valtakka til að fletta og velja.
Ýttu á miðju stýrihnappsins.
Ýttu stýrihnappnum til vinstri.
Ýttu stýrihnappnum til hægri.
Ýttu stýrihnappnum upp.
Ýttu stýrihnappnum niður.
Athugið
Ábending
Varúð
Merkir að þjónustan eða möguleikinn velti á símafyrirtækinu
eða áskriftinni þinni. Ekki er víst að allir valkostirnir séu til
staðar í símanum þínum. Hafðu samband við símafyrirtækið
til að fá frekari upplýsingar.
1 Rafhlaða símans hefur þegar verið hlaðin að hluta þegar
síminn er keyptur. Tengdu hleðslutækið við símann. Það
tekur u.þ.b. 2,5 klukkustundir að hlaða rafhlöðuna að fullu.
Ýttu á einhvern takka til að kveikja ljósið á skjánum.
2 Fjarlægðu hleðslutengið með því að tylla því upp á við.
Hægt er að nota símann meðan verið er að hlaða rafhlöðu
hans. Ekki skiptir máli hversu lengi síminn er hlaðinn en
það tekur um 2,5 tíma að hlaða rafhlöðuna að fullu. Styttri
tími skemmir ekki rafhlöðuna.
1 Haltu inni.
2 Sláðu inn PIN númerið þitt, ef beðið er um það. Mistök
eru leiðrétt með því að ýta á .
3 Veldu Í lagi.
4 Veldu tungumálið.
5 Sláðu inn tímann og dagsetninguna
og veldu Vista.
Til að slökkva á símanum
• Haltu inni.
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist á skjánum þegar kveikt hefur verið
á símanum og PIN númerið slegið inn. Þetta kallast biðstaða.
Þá er hægt að hringja og svara símtölum.
SIM kortið (Subscriber Identity Module), sem
farsímafyrirtækið lætur þér í té, inniheldur upplýsingar
um áskriftina þína. Slökktu alltaf á símanum og taktu
hleðslutækið úr sambandi áður en þú setur SIM kort
í hann eða tekur SIM kort úr honum.
Hægt er að vista tengiliði á SIM kortinu áður en það
er tekið úr símanum. Einnig er hægt að vista tengiliði
í minni símans. Sjá Símaskrá á bls. 15.
PIN númer
Þú gætir þurft PIN númer (Personal Identity Number) til að
opna símann þinn (geta notað hann). PIN númerið fæst hjá
símafyrirtækinu. Hver tölustafur PIN númersins birtist sem *,
nema það byrji á tölustöfum neyðarnúmers, t.d. 112 eða 911.
Þetta er gert til þess að hægt sé að sjá og hringja í neyðarnúmerið
án þess að slá inn PIN númer.
Ef þú slærð inn rangt PIN númer þrisvar sinnum í röð
birtist PIN læst. Sláðu inn PUK númer til að opna það.
Þú færð númer- ið hjá síma- fyrirtækinu. á skjánum. Til
að opna það þarftu að slá inn PUK númerið þitt (Personal
Unblocking Key).
Valtakki
Takki til að slökkva/
kveikja á símanum
og ljúka símtölum
C takki
'Hljóð af' takki
Tengi fyrir
hleðslutæki,
handfrjálsan búnað
og USB snúru
Hátalari
7
Sendistyrkur
Sendis-
tyrkur
Stikurnar sýna sendistyrk GSM símkerfisins þar sem þú
ert staddur/stödd. Prófaðu aðra staðsetningu ef þú átt
í vandræðum með að hringja og sendistyrkurinn er lítill.
Ekkert samband þýðir að síminn er ekki tengdur við símkerfi.
Valmyndir og tákn sem birtast í þessum bæklingi gætu verið önnur,
eða litið öðruvísi út, hjá mismunandi símafyrirtækjum.
* Hægt er að nota stýrihnappinn til að fletta á milli flipa
í undirvalmyndum.