Sony ericsson R300 User Manual

Page 1
Notendahandbók
R300
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
Page 2
Til hamingju með nýja Sony Ericsson R300 símann þinn.
Hægt er að fá meira efni í símann á slóðinni www.sonyericsson.com/fun. Skráðu þig núna til að fá ókeypis vistunarpláss og sértilboð á www.sonyericsson.com/myphone. Nánari upplýsingar er að finna á www.sonyericsson.com/support.
Leiðbeiningartákn
Í þessari handbók er að finna eftirfarandi leiðbeiningartákn:
> Notaðu stýrihnapp eða valtakka til að fletta og velja.
Ýttu á miðju stýrihnappsins.
Ýttu stýrihnappnum til vinstri.
Ýttu stýrihnappnum til hægri.
Ýttu stýrihnappnum upp.
Ýttu stýrihnappnum niður.
Athugið
Ábending
Varúð
Merkir að þjónustan eða möguleikinn velti á símafyrirtækinu eða áskriftinni þinni. Ekki er víst að allir valkostirnir séu til staðar í símanum þínum. Hafðu samband við símafyrirtækið til að fá frekari upplýsingar.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
2
Page 3

Síminn tekinn í notkun

SIM kortið og rafhlaðan sett í símann
1 Taktu bakhlið símans af. Renndu SIM kortinu í festinguna og
láttu snerturnar snúa niður.
2 Settu rafhlöðuna í símann þannig að merkimiðinn snúi upp
og tengin snúi hvort að öðru. Settu bakhliðina aftur á símann líkt og sýnt er á myndinni.
Ekki beita afli þegar þú setur rafhlöðulokið á. Settu það varlega á símann og lokaðu.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
3
Page 4
Til að hlaða rafhlöðuna
1 Rafhlaða símans hefur þegar verið hlaðin að hluta þegar
síminn er keyptur. Tengdu hleðslutækið við símann. Það tekur u.þ.b. 2,5 klukkustundir að hlaða rafhlöðuna að fullu. Ýttu á einhvern takka til að kveikja ljósið á skjánum.
2 Fjarlægðu hleðslutengið með því að tylla því upp á við.
Hægt er að nota símann meðan verið er að hlaða rafhlöðu hans. Ekki skiptir máli hversu lengi síminn er hlaðinn en það tekur um 2,5 tíma að hlaða rafhlöðuna að fullu. Styttri tími skemmir ekki rafhlöðuna.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
4
Page 5
Til að kveikja á símanum
1 Haltu inni. 2 Sláðu inn PIN númerið þitt, ef beðið er um það. Mistök
eru leiðrétt með því að ýta á .
3 Veldu Í lagi. 4 Veldu tungumálið. 5 Sláðu inn tímann og dagsetninguna
og veldu Vista.
Til að slökkva á símanum
Haltu inni.
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist á skjánum þegar kveikt hefur verið á símanum og PIN númerið slegið inn. Þetta kallast biðstaða. Þá er hægt að hringja og svara símtölum.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
5
Page 6

SIM og PIN

SIM kort
SIM kortið (Subscriber Identity Module), sem farsímafyrirtækið lætur þér í té, inniheldur upplýsingar um áskriftina þína. Slökktu alltaf á símanum og taktu hleðslutækið úr sambandi áður en þú setur SIM kort í hann eða tekur SIM kort úr honum.
Hægt er að vista tengiliði á SIM kortinu áður en það er tekið úr símanum. Einnig er hægt að vista tengiliði í minni símans. Sjá Símaskrá á bls. 15.
PIN númer
Þú gætir þurft PIN númer (Personal Identity Number) til að opna símann þinn (geta notað hann). PIN númerið fæst hjá símafyrirtækinu. Hver tölustafur PIN númersins birtist sem *, nema það byrji á tölustöfum neyðarnúmers, t.d. 112 eða 911. Þetta er gert til þess að hægt sé að sjá og hringja í neyðarnúmerið án þess að slá inn PIN númer.
Ef þú slærð inn rangt PIN númer þrisvar sinnum í röð birtist PIN læst. Sláðu inn PUK númer til að opna það.
Þú færð númer- ið hjá síma- fyrirtækinu. á skjánum. Til
að opna það þarftu að slá inn PUK númerið þitt (Personal Unblocking Key).
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
6
Page 7

Síminn

Eyrnatól (hlust)
Hljóðstyrks-
takkar
Skjárinn
Valtakki
Hringitakki
Flýtileiðatakki
Takkalás
Hljóðmögnunartakki
Mynda-
vél
Takkar
fyrir
forstillt
útvarp
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
Stýrihnappur með flýtileiðum
Valtakki Takki til að slökkva/ kveikja á símanum og ljúka símtölum
C takki
'Hljóð af' takki
Tengi fyrir hleðslutæki, handfrjálsan búnað og USB snúru
Hátalari
7
Page 8
Sendistyrkur
Sendis-
tyrkur
Stikurnar sýna sendistyrk GSM símkerfisins þar sem þú ert staddur/stödd. Prófaðu aðra staðsetningu ef þú átt í vandræðum með að hringja og sendistyrkurinn er lítill. Ekkert samband þýðir að síminn er ekki tengdur við símkerfi.
= Góður sendistyrkur
= Meðalgóður sendistyrkur
Staða rafhlöðu
Staða rafhlöðu
= Rafhlaða símans er hlaðin að fullu
= Það er engin hleðsla á rafhlöðunni
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
8
Page 9

Valmyndayfirlit

Skipuleggjari
Skráasafn, Vekjaraklukka, Dagbók, Verkefni, Minnismiðar, Niðurteljari, Skeiðklukka, Reiknivél
Internet
Afþreying
TrackID™, Leikirnir mínir, Hljóðupptökutæki
Myndavél
Skilaboð
Skrifa nýtt, Innbox, Hr. í talhólf, Drög, Útbox, Send skeyti, Vistuð skeyti, Sniðmát, Stillingar
FM útvarp
Símtöl
*
Öll símtöl
Svöruð símtöl
Símaskrá
Hringd símtöl
Nýr tengiliður
Ósvöruð símtöl
Stillingar*
Almennar Hljóð & tónar Skjár Símtöl Tengingar
Valmyndir og tákn sem birtast í þessum bæklingi gætu verið önnur, eða litið öðruvísi út, hjá mismunandi símafyrirtækjum. * Hægt er að nota stýrihnappinn til að fletta á milli flipa í undirvalmyndum.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
9
Page 10

Skjátákn

Eftirfarandi tákn geta birst á skjánum.
Tákn Lýsing
Rafhlöðutákn. Algrænt tákn merkir að rafhlaðan er fullhlaðin.
Símtali hefur ekki verið svarað
Kveikt er á símtalsflutningi
Hljóðið hefur verið tekið af símanum
Takkarnir eru læstir
Þú hefur fengið nýtt textaskeyti
Þú hefur fengið ný myndskilaboð
Handfrjálsi búnaðurinn er tengdur við símann
Vekjaraklukkan mun hringja
Símtal í gangi
Kveikt er á hátalaranum
Kveikt er á útvarpinu
Kveikt er á Bluetooth™
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
10
Page 11

Valmyndir

Aðalvalmyndirnar birtast sem tákn. Sumar undirvalmyndir innihalda einnig flipa.
Til að fletta í valmyndum
1 Ýttu á í biðstöðu til að velja Valm. 2 Ýttu á , , , til að fletta
í gegnum valmyndirnar.
Til að velja valkosti á skjánum
Ýttu á einhvern valtakkanna eða .
Til að fletta á milli flipanna
Flettu að flipanum með því að ýta
á eða .
Til að fara í biðstöðu
Ýttu á .
Takkaborðinu læst
Ýttu á og veldu Læsa.
Hægt er að hringja í alþjóðlega neyðarnúmerið 112, jafnvel þótt takkaborðið sé læst.
Takkalásinn tekinn af
Ýttu á og veldu Opna.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
11
Page 12
Til að slökkva á hringingum símans
Haltu inni.
Til að eyða hlutum
Ýttu á til að eyða hlutum eins og tölustöfum,
bókstöfum og myndum.
Flýtileiðir
Þú getur notað flýtileiðir takkaborðsins til að fara beint ívalmynd.
Til að nota flýtileiðir stýrihnappsins
Ýttu á til að búa til skilaboð.
Ýttu á til að nota myndavélina.
Ýttu á til að hlusta á útvarpið.
Ýttu á til að opna símaskrána.
Til að nota flýtileiðatakkann
• Ýttu á til að Bæta v., Eyða, Færa eða nota flýtileiðir.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
12
Page 13
Símtöl
Þú verður að kveikja á símanum og hann verður að vera innan þjónustusvæðis.
Til að hringja
1 Sláðu inn svæðis- og símanúmerið í biðstöðu. 2 Ýttu á .
Til að ljúka símtali
Ýttu á .
Til að svara símtali
Ýttu á .
Til að hafna símtali
Ýttu á .
Til að breyta hljóðstyrknum meðan á símtali stendur
Ýttu hljóðstyrkstökkunum á vinstri hlið símans upp eða
niður.
Til að taka hljóðið af hljóðnemanum meðan á símtali stendur
Haltu inni.
Haltu aftur inni til að halda áfram (setja hljóðið á).
Til að slökkva á hringitóninum þegar hringt er
Ýttu á án þess að svara símtalinu.
Til að kveikja á hátalaranum meðan á símtali stendur
Veldu Hátalari.
Ekki halda símanum upp að eyranu þegar hátalarinn er notaður. Það gæti valdið heyrnarskaða.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
13
Page 14
Til að hringja til útlanda
1 Haltu inni í biðstöðu þar til + merkið birtist á skjánum. 2 Sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án fyrsta núllsins)
og símanúmerið.
3 Ýttu á .
Til að skoða upplýsingar um ósvarað símtal
Þegar Ósvöruð símtöl: birtist skaltu velja . Hringt er til
baka í númer með því að fletta að því og ýta á .
Símtalalisti
Hægt er að skoða upplýsingar um síðustu símtöl.
Til að skoða símtalalistann
Ýttu á í biðstöðu.
Til að hringja í númer á símtalalistanum
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Veldu nafn eða númer og ýttu á .
Til að hreinsa símtalalistann
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Flettu að Öll símtöl flipanum og veldu Valkost. > Eyða öllu.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
14
Page 15

Símaskrá

Hægt er að vista tengiliði í minni símans eða á SIM kortinu. Einnig er hægt að afrita tengiliði úr minni símans yfir á SIM kortið og öfugt.
Sjá Texti sleginn inn á bls. 29.
Til að bæta við tengilið
1 Í biðstöðu velurðu . 2 Flettu að Nýr tengiliður og veldu Bæta v. 3 Veldu Bæta v. til að slá inn nafnið og veldu Í lagi. 4 Flettu að Nýtt númer: og veldu Bæta v. 5 Sláðu inn númerið og veldu Í lagi. 6 Veldu einhvern valkost fyrir símanúmer. 7 Flettu á milli flipanna og veldu reitina til að bæta við
upplýsingum.
8 Veldu Vista.
Hægt er að slá inn + merkið og landsnúmer með öllum númerum símaskrárinnar. Þannig er hægt að nota þau hvar sem er í heiminum. Sjá Til að hringja til útlanda á bls. 14.
Til að hringja í tengilið
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Veldu tengiliðinn sem þú vilt hringja í eða sláðu inn fyrstu
stafina í nafni hans.
3 Ýttu á .
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
15
Page 16
Til að breyta upplýsingum um tengilið
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Flettu að tengiliðnum og veldu Valkostir > Breyta tengilið. 3 Flettu á milli flipanna, breyttu upplýsingunum og veldu Vista.
Til að eyða tengilið
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Flettu að tengiliðnum og ýttu á .
Til að afrita alla tengiliði yfir á SIM kortið
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Fleiri valkostir
> Afrita yfir á SIM > Afrita öll.
Til að skoða og breyta símanúmerunum þínum
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Sérstök númer
> Númerin mín.
3 Veldu einhvern valkost.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
16
Page 17

Útvarp

Útvarp er í símanum og virkar handfrjálsi búnaðurinn sem loftnet.
Til að hlusta á útvarpið
1 Tengdu handfrjálsa búnaðinn við símann. 2 Ýttu á í biðstöðu.
Til að kveikja á hátalaranum
Þegar kveikt er á útvarpinu velurðu Valkost. > Hátalari á.
Ekki nota símann sem útvarp á svæðum þar sem það er bannað.
Til að skipta yfir í AM
Þegar kveikt er á útvarpinu velurðu Valkost. > Kveikja á AM.
Þegar hlustað er á AM útvarp þarf að nota handfrjálsa búnaðinn sem fylgir.
Til að stilla hljóðstyrkinn
Þegar kveikt er á útvarpinu ýtirðu hljóðstyrkstökkunum
á vinstri hlið símans upp eða niður.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
17
Page 18
Leitað að útvarpsstöðvum
3
Til að leita sjálfkrafa að stöðvum
Þegar kveikt er á útvarpinu ýtirðu á .
Til að leita handvirkt að stöðvum
Þegar kveikt er á útvarpinu ýtirðu á eða .
Til að skipta á milli forstilltra útvarpsstöðva
Þegar kveikt er á útvarpinu ýtirðu á eða .
Vistun stöðva
Hægt er að vista allt að 20 stöðvar.
Til að vista útvarpsstöð á stöðvalista
1 Þegar útvarpsstöð er fundin velurðu Valkost. > Stöðvar
> Vista.
2 Veldu Set. inn.
Val á vistuðum stöðvum
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Veldu Valkost. > Stöðvar > Stöðvar. 3 Veldu útvarpsstöð.
Til að vista útvarpsstöð á takka fyrir fyrir forstillt útvarp
1 Þegar útvarpsstöð er fundin velurðu Valkost.
> Útvarpstakki.
2 Veldu útvarpstakka af listanum > Bæta v. 3 Veldu Bæta v. til að bæta útvarpsstöðinni á stöðvalistann.
Til að velja útvarpsstöð sem er vistuð á takka fyrir forstillt útvarp
Ýttu á einhvern útvarpstakkanna , eða .
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
1 2
18
Page 19
Til að nota tónleikahljóm
Þegar kveikt er á útvarpinu ýtirðu á .
Til að slökkva á Tónleikar og skipta yfir í Venjulegt ýtirðu
aftur á .
Notaðu Tónleikar til að njóta meiri hljómgæða.
Til að nota hljóðaukningu
Þegar kveikt er á útvarpinu velurðu Valkost. > Hátalari á og
ýtir á .
Til að slökkva á Hljóðaukning og skipta yfir í Venjulegt ýtirðu
aftur á .
Notaðu Hljóðaukning til að hámarka hljóð úr hátalara þegar þú ert í hávaðasömu umhverfi.
Stilltu hljóðstyrkinn varlega þegar notuð er Hljóðaukning til að forðast hljóðstyrk sem gæti skaðað heyrnina.
Til að taka upp úr útvarpi
Þegar kveikt er á útvarpinu velurðu Valkost. > Uppt. útvarps
til að hefja upptöku og Vista til að stöðva og vista upptökuna. Útvarpsupptökur eru vistaðar í Valkost. > Útvarpsupptök.
Veldu Valkost. > Stillingar > Upptökugæði og veldu á milli
Venjuleg gæði eða Hágæði.
Þessi þjónusta er ekki í boði í öllum löndum. Þar sem þjónustan er í boði má aðeins nota hana til að spila efni þegar betur stendur á.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
19
Page 20
Til að nota útvarpið sem vekjaratón
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Vekjaraklukka. 2 Flettu að tíma og veldu Breyta. 3 Flettu að flipanum. 4 Flettu að Vekjaratónn: > Breyta. 5 Veldu Útvarpið. Sú útvarpsstöð sem hlustað var á síðast
verður notuð sem vekjaratónn.
6 Veldu Vista.
Hafðu handfrjálsan búnað tengdan þegar útvarpið er valið sem vekjaratónn. Útvarpsvekjaratónninn heyrist í hátalaranum.
Til að slökkva á útvarpinu
Þegar kveikt er á útvarpinu ýtirðu á .
Til að fela útvarpið
Veldu Valkost. > Fela.
Ýttu á í biðstöðu til að birta útvarpið aftur á skjánum.
Til að slökkva á útvarpinu þegar það er falið
Ýttu á í biðstöðu og svo á .
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
20
Page 21
Skilaboð

Textaskeyti (SMS)

Þú þarft að hafa SMS miðstöðvarnúmer sem símafyrirtækið þitt lætur þér í té og vistað er á SIM kortinu. Það getur verið að þú þurfir að slá númerið inn.
Til að tilgreina númer þjónustumiðstöðvarinnar
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Stillingar
> Textaskeyti > SMS miðstöð. Númerið birtist ef það er vistað á SIM kortinu.
2 Ef ekkert númer birtist skaltu slá inn númer þjónustumiðs-
töðvarinnar, þ.m.t. + merkið og landsnúmer.
3 Veldu Vista.
Sjá Texti sleginn inn á bls. 29.
Til að skrifa og senda textaskeyti
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Veldu Textaskeyti. Sláðu inn skeytið og veldu Áfram. 3 Veldu viðtakanda (Slá inn símanr. eða Leita í símaskrá)
og veldu Senda.
Móttekið textaskeyti skoðað
1 Textaskeyti móttekið birtist. Veldu Já. 2 Flettu að ólesna skeytinu og veldu Skoða.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
21
Page 22
Myndskilaboð (MMS)
Myndskilaboð geta innihaldið texta, myndir, hljóðupptökur og viðhengi.
Þú verður að velja MMS stillingar og vistfang skeytamiðstöðvarinnar. Ef engin skeytamiðstöð eða MMS stillingar eru fyrir hendi geturðu fengið allar stillingar sjálfkrafa frá símafyrirtækinu eða á www.sonyericsson.com/support.
Til að búa til og senda myndskilaboð
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Veldu Myndskilaboð. 3 Sláðu inn texta. Til að bæta hlutum við skilaboðin ýtirðu
á , flettir að og velur hlut.
4 Þegar skilaboðin eru tilbúin velurðu Halda áfram. 5 Veldu viðtakanda (Slá inn netfang, Slá inn símanr. eða Leita
í símaskrá) og veldu Senda.
Áskrift sendi- og móttökutækisins verður að styðja myndskilaboð.
22
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
Page 23

Myndavél

Í símanum er myndavél. Hægt er að vista og senda þær myndir sem eru teknar með henni. Myndir sem eru teknar með myndavélinni eru vistaðar í Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn > Myndamappa. Myndir eru vistaðar á JPEG sniði.
Myndir sem koma í myndskilaboðum, er hlaðið niður af internetinu eða með þráðlausri Bluetooth™ tækni eru vistaðar í Myndir.
Til að ræsa myndavélina og taka mynd
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Veldu Smella til að taka myndina. 3 Myndin vistast sjálfkrafa í Myndamappa.
Til að eyða vistaðri mynd
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn
> Myndamappa.
2 Flettu að mynd og ýttu á .
Til að senda vistaða ljósmynd sem myndskilaboð
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn
> Myndamappa.
2 Flettu að mynd og veldu Valkostir > Senda > Sem MMS. 3 Veldu Halda áfram. 4 Veldu viðtakanda (Slá inn netfang, Slá inn símanr. eða Leita
í símaskrá) og veldu Senda.
Sjá Til að senda ljósmynd um Bluetooth á bls. 28.
23
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
Page 24

Fleiri valkostir

TrackID™

TrackID™ er ókeypis þjónusta sem er notuð til að bera kennsl á lög. Leitaðu að lagaheitum, flytjendum og plötuheitum. Þú verður að hafa nauðsynlegar stillingar í símanum. Sjá Internet á bls. 24.
Upplýsingar um kostnað fást hjá þjónustuveitum.
Til að leita að upplýsingum um lag
Þegar þú heyrir lag gegnum hátalara skaltu velja Valm.
> Afþreying > TrackID™ í biðstöðu.

Internet

Réttar stillingar þurfa að vera í símanum. Ef stillingar eru ekki til staðar í símanum þínum geturðu:
Fengið þær í textaskeyti (SMS) frá símafyrirtækinu.
Opnað www.sonyericsson.com/support í tölvu og beðið
um að fá textaskeyti með stillingunum.
Til að velja internetstillingar
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar
> Internetstillingar > Internetstillingar. Veldu snið.
Til að byrja að vafra
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Internet. 2 Veldu Valkostir > Opna. 3 Veldu einhvern valkost.
Til að hætta að vafra
Meðan á vafri stendur velurðu Valkostir > Loka vefskoðara.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
24
Page 25

Skráasafn

Þú getur notað skráasafnið til að vinna með skrár sem vistaðar eru í minni símans.
Til að skoða upplýsingar um skrár
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn. 2 Finndu skrá og veldu Valkostir > Upplýsingar.
Til að færa skrá í skráasafninu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn. 2 Finndu skrá og veldu Valkostir > Vinna með skrá > Færa. 3 Veldu einhvern valkost.
Til að eyða skrá úr skráasafninu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn. 2 Finndu skrána og ýttu á .
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
25
Page 26

Gagnageymsla

Hægt er að tengja símann við tölvu með USB snúru og flytja skrár með Gagnageymsla.
Aðeins skal nota USB snúru sem síminn styður. Ekki taka USB snúruna úr sambandi við símann eða tölvu meðan á skráaflutningi stendur þar sem það getur skemmt minni símans.
Til að nota gagnageymslu
1 Tengdu USB snúru við símann og tölvuna. Síminn slekkur
á sér í þessari stöðu og kveikir á sér aftur þegar USB snúran er aftengd.
2 Sími: Veldu til að staðfesta tengingu við gagnageymslu. 3 Tölva: Opnaðu diskamöppuna til að skoða möppur símans. 4 Dragðu og slepptu skrám milli símans og tölvunnar.
Til að aftengja USB snúruna á öruggan hátt
1 Tölva: Hægrismelltu á diskatáknið og veldu Eject. 2 Sími: Aftengdu USB snúruna þegar eftirfarandi skilaboð
birtast í símanum: Tengingu við gagnageymslu var lokað.
Það er hægt að fjarlægja USB-snúruna.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
26
Page 27
Þráðlaus Bluetooth™ tækni
Með þráðlausri Bluetooth™ tækni er hægt að tengjast við önnur Bluetooth tæki, eins og Bluetooth höfuðtól. Hægt er að:
Tengjast við nokkur tæki samtímis.
Skiptast á hlutum.
Mælt er með því að Bluetooth tækin séu höfð innan við 10 metra (33 fet) hvort frá öðru og að engar hindranir séu á milli þeirra.
Til að kveikja á Bluetooth
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar
> Bluetooth > Kveikja.
Vinsamlegast athugaðu hvort lög og reglur á staðnum takmarka notkun Bluetooth. Ef notkun þess er ekki leyfð skalt ganga úr skugga um að slökkt sé á Bluetooth í símanum.
Til að sýna eða fela símann
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar
> Bluetooth > Sýnileiki > Sýna síma eða Fela síma.
Ef síminn er falinn finna önnur tæki hann ekki með Bluetooth.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
27
Page 28
Til að para tæki við símann
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar
> Bluetooth > Tækin mín > Nýtt tæki til að leita að tækjum.
2 Veldu tæki af listanum. Sláðu inn aðgangskóða, ef beðið
er um það.
Til að para símann við handfrjálsan Bluetooth búnað
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar
> Bluetooth > Handfrjálst.
2 Veldu ef þú ert að bæta við handfrjálsum Bluetooth
búnaði í fyrsta skipti eða veldu Handfrjálst > Handfrjáls
(eigin) > Nýtt handfrjálst ef verið er að para símann við
annan handfrjálsan Bluetooth búnað. Gakktu úr skugga um að handfrjálsi búnaðurinn sé reiðubúinn til pörunar.
Til að taka á móti gögnum
1 Valm. > Stillingar > flipinn Tengingar > Bluetooth
> Sýnileiki > Sýna síma.
2 Þegar tekið er á móti hlut þarf að fylgja leiðbeiningunum
sem birtast.
Til að senda ljósmynd um Bluetooth
1 Í biðstöðu velurðu t.d. Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn
> Myndamappa.
2 Flettu að mynd og veldu Valkostir > Senda > Með
Bluetooth.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
28
Page 29

Texti sleginn inn

Hægt er að slá inn texta á tvo vegu: beinritun eða flýtiritun.
Þegar flýtiritun er notuð þarf aðeins að ýta einu sinni á hvern takka. Haltu áfram að skrifa orð jafnvel þó að það virðist vera rangt. Síminn notar orðabókina til að bera kennsl á orðið þegar allir stafir þess hafa verið slegnir inn.
Texti sleginn inn með beinritun
Ýttu á þar til stafurinn birtist.
Ýttu á til að setja inn bil.
Ýttu á til að setja inn greinarmerki.
Til að slá inn texta með flýtiritun
Ef þú vilt t.d. skrifa orðið „Land“ ýtirðu á , , ,
.
Ef orðið sem birtist er það sem þú vildir fá fram skaltu ýta
á til að samþykkja það og bæta inn bili. Ýttu á til að samþykkja orð án þess að bæta við bili.
Ef orðið eða greinarmerkið er ekki það sem þú vilt skaltu ýta
endurtekið á eða til að skoða önnur orð sem koma til greina.
Til að bæta orði við orðabókina
1 Þegar þú skrifar skeytið velurðu Valkostir > Stafa orð. 2 Sláðu inn orðið með beinritun og veldu Set. inn.
Hvernig á að nota takkana
Haltu inni til að breyta innsláttaraðferðinni.
Ýttu á til að skipta á milli há- og lágstafa.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
29
Page 30
Haltu inni til að skipta um tungumál.
Til að eyða stöfum ýtirðu á . Haltu inni til að eyða
heilu orði.
Haltu inni til að slá inn tölustafi.

Vekjari

Þú getur notað hljóð eða útvarpið sem vekjaratón. Vekjarinn hringir jafnvel þó að slökkt sé á símanum.
Til að stilla vekjarann
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Vekjaraklukka. 2 Flettu að tíma og veldu Breyta. 3 Flettu að Tími: og veldu Breyta. 4 Sláðu inn tíma og veldu Í lagi > Vista.
Til að velja vekjaratón
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Vekjaraklukka. 2 Flettu að tíma og veldu Breyta. 3 Flettu að flipanum. 4 Flettu að Vekjaratónn: og veldu Breyta. 5 Finndu og veldu vekjaratón. Veldu Vista.
Til að slökkva á vekjaranum
Ýttu á hvaða takka sem er þegar vekjarinn hringir.
Til að endurtaka hringinguna velurðu Blunda.
Til að slökkva á hringingunni
Þegar vekjarinn hringir velurðu Slökkva.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
30
Page 31
Hringitónar og þemu
Þemu breyta útliti skjásins.
Til að velja hringitón
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Hljóð & tónar
> Hringitónar og velur hringitón.
Til að stilla hljóðstyrk hringitónsins
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Hljóð & tónar
> Hljóðstyrkur og svo valkost.
Til að stilla á titring
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Hljóð & tónar
> Titrari og svo valkost.
Til að velja takkatóna
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Hljóð & tónar
> Takkahljóð og svo valkost.
Til að velja þema
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Skjár > Þemu
og velur þema.
Til að nota mynd sem hefur verið tekin með myndavélinni sem veggfóður
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skipuleggjari > Skráasafn
> Myndamappa.
2 Flettu að mynd og veldu Valkostir > Nota sem > Veggfóður.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
31
Page 32
Neyðarsímtöl
Síminn styður alþjóðleg neyðarnúmer, líkt og 112 og 911. Vanalega er hægt að hringja í þessi númer í hvaða landi sem er, ef síminn er innan þjónustusvæðis og þrátt fyrir að ekkert SIM kort sé í honum.
Til að hringja í neyðarnúmer
Sláðu inn 112 (alþjóðlega neyðarnúmerið) og ýttu á .
Til að skoða eða breyta svæðisbundnum neyðarnúmerum
1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Sérstök númer
> Neyðarnúmer.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
32
Page 33

Lásar

Læsing SIM-korts

Lás SIM kortsins verndar áskrift þína, en ekki símann sjálfan, fyrir óleyfilegri notkun. Ef þú skiptir um SIM kort er enn hægt að nota símann með nýja SIM kortinu. Flest SIM kort eru læst við afhendingu. Ef lás SIM kortsins er virkur þarftu að slá inn PIN númer (Personal Identity Number) í hvert sinn sem þú kveikir á símanum. Ef þú slærð inn rangt PIN númer þrisvar sinnum í röð er SIM kortinu læst. Þá birtist textinn PIN læst. Sláðu inn PUK
númer til að opna það. Þú færð númer- ið hjá síma­fyrirtækinu. Sláðu inn PUK númerið (Personal Unblocking Key)
til að opna SIM kortið. Þú færð PIN og PUK númerin hjá símafyrirtækinu.
Ef skilaboðin Rangt PIN Tilraunir eftir: birtast þegar þú breytir PIN númerinu hefurðu slegið PIN eða PIN2 númerið rangt inn.
Til að opna SIM kortið þitt
1 Þegar PIN læst. Sláðu inn PUK númer til að opna það. Þú
færð númer- ið hjá síma- fyrirtækinu. birtist skaltu slá inn
PUK númerið þitt og velja Í lagi.
2 Sláðu inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi. 3 Sláðu nýja PIN númerið inn aftur til að staðfesta það og
veldu Í lagi.
Til að gera lás SIM kortsins virkan
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Öryggi > SIM lás > Vörn > Kveikt.
2 Sláðu inn PIN númerið og veldu Í lagi.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
33
Page 34
Til að breyta PIN númerinu þínu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Öryggi > SIM lás > Breyta PIN.
2 Sláðu inn PIN númerið og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi. 4 Sláðu nýja PIN númerið inn aftur til að staðfesta það
og veldu Í lagi.
Til að breyta PIN2 númerinu þínu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Öryggi > SIM lás > Breyta PIN2.
2 Sláðu inn PIN2 númerið og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn nýja PIN2 númerið og veldu Í lagi. 4 Sláðu nýja PIN2 númerið inn aftur til að staðfesta það
og veldu Í lagi.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
34
Page 35

Símalás

Símalásinn verndar símann gegn óleyfilegri notkun ef honum er stolið og skipt er um SIM kort í honum. Hægt er að skipta um símaláskóða (0000) og velja hvaða fjögurra til átta tölustafa kóða sem er. Ef símalásinn er stilltur á Sjálfvirk þarf ekki að slá inn símaláskóðann fyrr en nýtt SIM kort er sett í símann.
Til að virkja símaláskóðann
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Öryggi > Símalás > Vörn > Kveikt.
2 Sláðu inn símaláskóðann og veldu Í lagi.
Til að breyta símaláskóðanum þínum
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Öryggi > Símalás > Breyta kóða.
2 Sláðu inn núverandi númer og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn nýja númerið og veldu Í lagi. 4 Sláðu nýja númerið inn aftur til að staðfesta það og veldu
Í lagi.
Ef þú gleymir nýja kóðanum þarftu að fara með símann þinn til sölu- eða þjónustuaðila Sony Ericsson.
Til að taka símann úr lás
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Öryggi > Símalás > Vörn > Slökkt.
2 Sláðu inn símaláskóðann og veldu Í lagi.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
35
Page 36
Úrræðaleit
Nauðsynlegt getur verið að hringja í símafyrirtækið/ þjónustuveituna til að fá aðstoð við sum vandamálin. Notendur geta þó leyst flest þeirra á auðveldan hátt. Taktu SIM kortið úr símanum áður en þú lætur gera við hann. Nánari upplýsingar er að finna á www.sonyericsson.com/support.
Minnispláss og hraði
Ef þú hefur ekki endurræst símann í nokkurn tíma geta komið upp vandamál með minni hans og hraða. Endurræstu símann til að bæta getu hans.
1 Slökktu á símanum og fjarlægðu rafhlöðulokið. 2 Taktu rafhlöðuna úr símanum og settu hana svo aftur
ásinn stað.
3 Settu rafhlöðulokið á símann og kveiktu á honum.
Núllstilling símans
Ef þú lendir í vandræðum með símann, t.d. að það sé flökt á skjánum, að síminn frjósi og að valmyndir virki ekki eins og skyldi, skaltu endurræsa símann.
Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Núllstilla símann > Núllstilla og svo valkost.
Núllstilla endurstillir allar breytingar sem þú hefur gert
í símanum á upphaflegar stillingar.
Núllstilla allt eyðir öllum notandagögnum í símanum,
t.d. tengiliðum, skilaboðum, myndum og hljóðum.
Síminn slekkur á sér
Ef síminn slekkur á sér þegar þú geymir hann í vasa eða tösku getur verið að einhver hlutur hafi nuddast við rofa hans og slökkt þannig á honum. Settu sjálfvirka takkalásinn á. Veldu
Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Öryggi > Sjálfv. takkalás > Kveikt.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
36
Page 37
Ég get ekki kveikt á símanum. Hvað get ég gert?
Prófaðu að hlaða símann að fullu. Tengdu hleðslutækið við símann (gakktu úr skugga um að rafmagnstáknið snúi upp á hleðslutækinu) og hladdu símann í 2,5 klukkustundir. Ekki er víst að rafhlöðutáknið birtist fyrstu 30 mínúturnar.
Hver er símaláskóðinn minn?
Símaláskóðinn verndar símann gegn óleyfilegri notkun. Ef annað SIM-kort er sett í símann þarf að breyta símaláskóðanum. Sjálfgefni kóðinn er 0000.
Hvað þýða þessi villuskilaboð?
PIN læst
Þú hefur slegið rangt PIN númer inn þrisvar sinnum í röð. SIM kortið læsist við það. Opnaðu SIM kortið þitt með því að slá inn PUK númerið, sem fylgir með PIN númerinu (fæst hjá símafyrirtækinu).
1 Sláðu inn PUK númerið þitt og veldu Í lagi. 2 Sláðu inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi. 3 Sláðu nýja PIN númerið inn aftur til að staðfesta það og
veldu Í lagi.
Settu inn SIM-kort
SIM kortið þitt er ekki rétt sett inn eða þá að það er skemmt eða óhreint. Reyndu eitt eða fleira af eftirfarandi:
Taktu SIM kortið úr símanum og settu það rétt í.
Hreinsaðu tengin á SIM kortinu og símanum með mjúkum
bursta, klút eða bómull.
Athugaðu hvort SIM kortið sé skemmt.
Hafðu samband við símafyrirtækið þitt til að fá nýtt SIM kort.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
37
Page 38
Declaration of conformity for R300
We, Sony Ericsson Mobile Communications AB of Nya Vattentornet SE-221 88 Lund, Sweden declare under our sole responsibility that our product
Sony Ericsson type AAB-1022151-BV
and in combination with our accessories, to which this declaration relates is in conformity with the appropriate standards EN 301 511:V9.0.2, EN 300 328:V1.7.1, EN 301 489-7:V1.3.1, EN 301 489-17:V1.2.1 and EN 60950-1:2006, following the provisions of, Radio Equipment and Telecommunication Terminal Equipment Directive 1999/5/EC.
Lund, March 2008
Shoji Nemoto, Head of Product Business Group GSM/UMTS Við uppfyllum R&TTE tilskipunina (99/5/EB).
FCC Statement
This device complies with Part 15 of the FCC rules. Operation is subject to the following conditions: (1) This device may not cause harmful interference, and (2) This device must accept any interference received, including interference that may cause undesired operation. Any change or modification not expressly approved by Sony Ericsson may void the user's authority to operate the equipment. This equipment has been tested and found to comply with the limits for a Class B digital device, pursuant to Part 15 of the FCC Rules. These limits are designed to provide reasonable protection against harmful interference in a residential installation. This equipment generates, uses and can radiate radio frequency energy and, if not installed and used in accordance with the instructions, may cause harmful interference to radio communications.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
38
Page 39
However, there is no guarantee that interference will not occur in a particular installation. If this equipment does cause harmful interference to radio or television reception, which can be determined by turning the equipment off and on, the user is encouraged to try to correct the interference by one or more of the following measures:
- Reorient or relocate the receiving antenna.
- Increase the separation between the equipment and receiver.
- Connect the equipment into an outlet on a circuit different from that to which the receiver is connected.
- Consult the dealer or an experienced radio/TV technician for help.
Industry Canada Statement
This device complies with RSS-210 of Industry Canada. Operation is subject to the following two conditions: (1) this device may not cause interference, and (2) this device must accept any interference, including interference that may cause undesired operation of the device. This Class B digital apparatus complies with Canadian ICES-003. Cet appareil numérique de la classe B est conforme à la norme NMB-003 du Canada.
Sony Ericsson R300
GSM 900/1800/1900 Sony Ericsson Mobile Communications AB eða dótturfyrirtæki þess í viðkomandi landi gefur út þessa handbók án nokkurrar ábyrgðar. Sony Ericsson Mobile Communications AB er heimilt hvenær sem er og án fyrirvara að gera endurbætur og breytingar á handbók þessari sem nauðsynlegar kunna að vera vegna prentvillna, ónákvæmni núverandi upplýsinga eða endurbóta á forritum og/eða búnaði. Slíkar breytingar verða þá gerðar á seinni útgáfum handbókarinnar. Allur réttur áskilinn.
© Sony Ericsson Mobile Communications AB, 2008
Útgáfukóði: 1209-8500.1 Athugið: Sum fjarskiptanet styðja ekki alla þá þjónustu sem fjallað er um í handbókinni. Þetta á einnig við um alþjóðlega GSM neyðarnúmerið 112. Vinsamlegast hafið samband við rekstraraðila fjarskiptanetsins eða þjónustuveituna leiki vafi á hvort hægt er að nota tiltekna þjónustu. Vinsamlegast lestu Áríðandi upplýsingar áður en þú notar farsímann.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
39
Page 40
Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum hugmynd um vöruna og ekki er víst að þær lýsi símanum nákvæmlega. Með símanum er hægt að hlaða niður, vista og framsenda viðbótarefni svo sem hringitóna. Notkun slíks efnis kann að vera takmörkuð eða bönnuð vegna réttar þriðja aðila, þar með talið, en ekki eingöngu, takmarkanir viðeigandi laga um höfundarrétt. Þú, en ekki Sony Ericsson, berð algera ábyrgð á því efni sem þú hleður niður í farsímann eða framsendir úr honum. Áður en þú notar utanaðkomandi efni skaltu sannvotta að ætluð not þín séu gerð með öllum viðeigandi leyfum eða séu samþykkt á annan hátt. Sony Ericsson ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði utanaðkomandi efnis né annars efnis frá þriðja aðila. Undir engum kringumstæðum er Sony Ericsson ábyrgt á nokkurn hátt vegna misnotkunar þinnar á utanaðkomandi efni eða efni frá þriðja aðila. Sony er vörumerki eða skráð vörumerki Sony Corporation. Ericsson er vörumerki eða skráð vörumerki Telefonaktiebolaget LM Ericsson. Flýtiritunartæknin er notuð samkvæmt leyfi frá Zi Corporation. Bluetooth merkið og firmamerki eru eign Bluetooth SIG, Inc. og öll notkun Sony Ericsson á þeim er með leyfi. Fljótandi merkið og TrackID eru vörumerki eða skráð vörumerki Sony Ericsson Mobile Communications AB. TrackID™ er keyrt á Gracenote Mobile. Vara þessi nýtur verndar tiltekinna hugverkaréttinda Microsoft. Notkun eða dreifing slíkrar tækni án tengsla við þessa vöru er bönnuð ef ekki er fyrir hendi leyfi frá Microsoft. Eigendur efnis nota stjórnkerfi stafrænna réttinda í Windows Media (WMDRM) til að vernda hugverkarétt sinn, þ. á m. höfundarréttindi. Þetta tæki notar WMDRM hugbúnað til að fá aðgang að WMDRM-vörðu efni. Geti WMDRM hugbúnaðurinn ekki varið efnið kunna eigendur efnis að biðja Microsoft um að fella niður eiginleika hugbúnaðarins til að nota WMDRM til að spila eða afrita varið efni. Niðurfelling hefur ekki áhrif á óvarið efni. Þegar þú hleður niður notkunarleyfi fyrir varið efni samþykkir þú að Microsoft megi láta lista yfir niðurfellingar fylgja með leyfunum. Eigendur efnis kunna að krefjast þess að þú uppfærir WMDRM til að geta fengið aðgang að efni þeirra. Hafnir þú því að fá uppfærslu munt þú ekki eiga kost á að fá aðgang að efni sem þarfnast uppfærslu. MPEG Layer-3 afkóðunartækni fyrir hljóð á grundvelli leyfis frá Fraunhofer IIS og Thomson.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
40
Page 41
Útflutningsreglur: Hugbúnaðurinn, þ.m.t. tækniupplýsingar, lýtur bandarískum útflutningslögum, þ.m.t. Export Administration Act og reglugerðum tengdum þeim lögum, og kann að lúta reglugerðum í öðrum löndum um inn- og útflutning. Viðskiptavinurinn samþykkir að fara í einu og öllu að slíkum reglum og viðurkennir að hann beri ábyrgð á að útvega leyfi fyrir útflutningi, endurútflutningi og innflutningi á hugbúnaðinum. Óheimilt er að hlaða niður hugbúnaðinum eða á annan hátt flytja hann út eða endurútflytja (i) til Kúbu, Íraks, Írans, Norður-Kóreu, Líbýu, Súdans, Sýrlands (skv. uppfærðum lista hverju sinni) eða nokkurs lands sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á eða til ríkisborgara eða íbúa ofangreindra landa; eða (ii) til nokkurs ríkis á ríkjabannlista bandaríska fjármálaráðuneytisins eða í töflu bandaríska viðskiptaráðuneytisins yfir opinberar synjanir. Takmarkaður réttur: Notkun, fjölföldun og birting bandarískra stjórnvalda á upplýsingum er háð þeim takmörkunum sem greinir í ákvæðum um réttindi varðandi tækniupplýsingar og tölvuhugbúnað í DFARS 252.227-7013(c) (1) (ii) og FAR 52.227-19(c) (2), eftir því sem við á. Öll önnur vörumerki og höfundarréttir tilheyra hlutaðeigandi eigendum. Allur réttur sem ekki er veittur skýlaust í handbók þessari er áskilinn.
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
41
Page 42
www.sonyericsson.com
Sony Ericsson Mobile Communications AB SE-221 88 Lundi, Svíþjóð
1209-8500.1 Printed in Country
This is the Internet version of the User's guide. © Print only for private use.
Loading...