Nokia N80 User's Guide [is]

LEYFISYFIRLÝSING Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION, yfir því að RM-92 er í samræmi við
eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki. Hendið þessum
vörum ekki með heimilisúrgangi. Copyright © 2006 Nokia. Öll réttindi áskilin. Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða
skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia, Nokia Connecting People, Pop-Port og Visual Radio eru vörumerki eða
skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda. Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
This product includes software licensed from Symbian Software Ltd © 1998­200(6). Symbian and Symbian OS are trademarks of Symbian Ltd.
Java™ and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc.
grunnkröfur og aðrar kröfur, sem gerðar
Stac ®, LZS ®, ©1996, Stac, Inc., ©1994-1996 Microsoft Corporation. Includes one or more U.S. Patents: No. 4701745, 5016009, 5126739, 5146221, and 5414425. Other patents pending.
Hi/fn ®, LZS ®,©1988-98, Hi/fn. Includes one or more U.S. Patents: No. 4701745, 5016009, 5126739, 5146221, and 5414425. Other patents pending.
Part of the software in this product is © Copyright ANT Ltd. 1998. All rights reserved. US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright © 1997-2006. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See <http://www.mpegla.com>. Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá <http://www.mpegla.com>. Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar. Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan henti tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það tilbaka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia. Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
YFIRLÝSING FCC/INDUSTRY CANADA Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar síminn
er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada gætu krafist þess að þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa sambandi við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Þetta tæki er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum, og (2) tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, einnig truflunum sem geta valdið óæskilegum áhrifum. Breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Útgáfa 2 IS, 9243961
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Atriðaskrá
Öryggisatriði...............................................7
Nokia N80 tækið þitt..............................10
Stillingar................................................................................10
Þjónusta Nokia og upplýsingar.......................................10
Efni flutt úr öðru tæki .......................................................10
Mikilvægir vísar...................................................................11
Takkalás (takkavari)............................................................12
Stillingar hljóðstyrks og hátalara................................... 12
Klukka.....................................................................................13
Höfuðtól ................................................................................ 14
Úlnliðsband...........................................................................14
Þráðlaust staðarnet............................................................14
Heimakerfi.............................................................................15
Minniskort.............................................................................17
Skráastjóri.............................................................................18
Gagnlegir flýtivísar.............................................................19
Hjálp .......................................................................................20
Kennsla................................................................................... 20
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Myndavél..................................................21
Myndataka............................................................................21
Myndum breytt....................................................................26
Myndupptaka .......................................................................27
Hreyfimyndum breytt.........................................................29
Gallerí .......................................................31
Myndir og hreyfimyndaskrár skoðaðar.........................32
Skyggnusýning.....................................................................33
Kynningar..............................................................................33
Albúm.....................................................................................33
Öryggisskrár..........................................................................34
Heimanet...............................................................................34
Miðlunarforrit..........................................37
Tónlistarspilari......................................................................37
Myndprentun........................................................................38
RealPlayer..............................................................................39
Leikstjóri ................................................................................41
Flash-spilari ..........................................................................43
Skilaboð ................................................... 44
Textaritun ..............................................................................45
Ritun og sending skilaboða..............................................47
Innhólf — móttaka skilaboða...........................................49
Pósthólf ..................................................................................50
Skilaboð á SIM-korti skoðuð............................................52
Stillingar skilaboða .............................................................52
Tengiliðir (Símaskrá) .............................. 57
Vistun nafna og númera....................................................57
Afritun tengiliða ..................................................................58
Hringitónum bætt við tengiliði .......................................59
Tengiliðahópar búnir til .....................................................59
Símtöl....................................................... 60
Venjuleg símtöl ....................................................................60
Myndsímtöl ...........................................................................62
Samnýting hreyfimynda ...................................................63
Símtali svarað eða hafnað................................................65
Notkunarskrá ........................................................................67
Þjónusta................................................... 70
Aðgangsstaður .....................................................................70
Bókamerkjaskjár...................................................................70
Öryggi tenginga ...................................................................71
Vafrað.....................................................................................71
Niðurhal og kaup á hlutum..............................................72
Tengingu slitið .....................................................................72
Stillingar ................................................................................73
Dagbók......................................................74
Dagbókaratriði búin til ......................................................74
Dagbókarskjáir .....................................................................75
Unnið með dagbókaratriði................................................75
Dagbókarstillingar...............................................................75
Forrit. mín ................................................76
Visual Radio..........................................................................76
Flýtival — flýtivísum bætt við..........................................78
Spjall — spjallforritið..........................................................78
Leikir .......................................................................................81
Tengingar..................................................82
Bluetooth-tengingar ..........................................................82
Innrauð tenging...................................................................85
Gagnasnúra...........................................................................86
Tenging við tölvu.................................................................86
Stjórnandi tenginga............................................................87
Samstilling ............................................................................88
Stjórnandi tækis ..................................................................88
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Vinnuforrit ...............................................91
Reiknivél ................................................................................91
Umreiknari ............................................................................91
Minnismiðar .........................................................................91
Upptökutæki......................................................................... 92
Tækið sérstillt ..........................................93
Snið — val tóna....................................................................93
Útliti tækisins breytt.......................................................... 94
Virkur biðskjár......................................................................95
Verkfæri....................................................96
Margmiðlunartakki.............................................................96
Stillingar................................................................................96
Raddskipanir.......................................................................107
Stjórnandi forrita ..............................................................107
Opnunarlyklar fyrir skrár sem eru varðar með
höfundarrétti ...................................................................109
Úrræðaleit Spurningar & Svör ............ 111
Upplýsingar um rafhlöðu ..................... 115
Hleðsla og afhleðsla.........................................................115
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá
Nokia.....................................................................................116
Umhirða og viðhald.............................. 118
Viðbótaröryggisupplýsingar................. 119
Atriðaskrá.............................................. 122
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Öryggisatriði
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU Ekki
má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR Fara skal
að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN Öll þráðlaus tæki geta verið næm
fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM Virða skal allar
takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM Virða skal allar takmarkanir.
Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ Ekki nota tækið nærri
eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA Virða skal allar
takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI Notist aðeins í
hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA Aðeins viðurkennt
starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR Aðeins má
nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI Tækið er ekki vatnshelt. Halda
skal því þurru.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
7
ÖRYGGISAFRIT Muna skal að taka
öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI Þegar tækið er
tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL Tryggja skal að kveikt sé á
símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Styðja skal á hætta-takkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Sláðu inn neyðarnúmerið og ýttu á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til notkunar í EGSM 850/900/1800/1900 og UMTS 2100 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis.
Þegar myndir eða myndinnskot eru tekin eða notuð skal fylgja öllum lögum og virða staðbundna siði, einkalíf og lögbundin réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Quickoffice-forritið í tækinu styður helstu valkosti
Microsoft Word, PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og 2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum skráargerðum.
Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
8
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Fyrir sumar aðgerðir í tækinu, eins og MMS, netskoðun, tölvupóst og niðurhal efnis um vafra eða með MMS, þarf símkerfisstuðning við viðkomandi tækni.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar hlaðið raforku frá DC-4, AC-3, eða AC-4 hleðslutækjum og frá AC-1, ACP-8, ACP-12, LCH-8, LCH-9 og LCH-12 hleðslutæki þegar það er notað með CA-44 millistykki.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-5B rafhlöðu.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki
og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
9
Nokia N80 tækið þitt
Nokia N80 tækið þitt
10
Gerð: Nokia N80-1 Hér eftir kallað Nokia N80.
Stillingar
Í Nokia N80 tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og internetþjónustu farsíma yfirleitt valdar sjálfkrafa, samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni eða símafyrirtækinu. Verið getur að þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar í sérstökum textaskilaboðum.
Þjónusta Nokia og upplýsingar
Á www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt að finna nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
Á vefsíðunni má fá upplýsingar um vörur og þjónustu Nokia. Upplýsingar um þjónustustöðvar fyrirtækisins er að finna á www.nokia.com/customerservice.
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu í mismunandi löndum er að finna á www.nokia.com/repair.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Efni flutt úr öðru tæki
Hægt er að flytja efni, eins og tengiliði, úr samhæfu Nokia tæki yfir í Nokia N80 með Bluetooth eða innrauðu tengi. Það hvaða efni er hægt að flytja fer eftir gerð símans. Ef hitt tækið styður samstillingu er einnig hægt að samstilla gögn á milli hins tækisins og Nokia N80.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Þú getur notað SIM-kortið þitt í hinu tækinu Ótengda sniðið er sjálfkrafa valið þegar kveikt er á Nokia N80 tækinu án þess að SIM-kort sé í því.
Flutningur efnis
1 Til að nota forritið í fyrsta skipti er stutt á , og valið
Verkfæri > Flutningur. Ef forritið hefur verið notað
áður og þú vilt hefja nýjan flutning velurðu Flytja
gögn.
Veldu Halda áfram í upplýsingaglugganum.
2 Veldu hvort þú vilt flytja gögnin um Bluetooth eða
innrautt tengi. Bæði tækin verða að styðja gerðina.
3 Ef þú velur Bluetooth:
Veldu Halda áfram til að láta Nokia N80 tækið leita að Bluetooth tækjum. Veldu tæki af listanum. Nokia N80 tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóðann (1-16 tölustafir að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru tækin pöruð. Sjá ‘Pörun tækja’ á bls. 84. Tækið kann að senda Flutningur forritið í suma síma í skilaboðum. Flutningur er sett upp í hinu tækinu með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum. Ef þú hefur valið innrauða tengingu skaltu tengja tækin saman. Sjá ‘Innrauð tenging’ á bls. 85.
4 Í Nokia N80 tækinu skaltu velja efnið sem þú vilt afrita
úr hinu tækinu.
Efni er afritað úr minni hins tækisins á samsvarandi staðsetningu í Nokia N80. Afritunartíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað. Hægt er að hætta við afritunina og halda henni áfram síðar.
Ef hitt tækið styður samstillingu er hægt að halda gögnunum í nýjustu stöðu í báðum tækjum. Til að hefja samstillingu við samhæft Nokia tæki velurðu Símar, flettir að tækinu og velur Valkostir > Samstilla. Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.
Til þess að skoða skrá yfir fyrri gagnaflutning velurðu
Flutningsskrá.
Mikilvægir vísar
Verið er að nota tækið á GSM-símkerfi.
Verið er að nota tækið á UMTS-símkerfi
(sérþjónusta).
Mappan Innhólf í Skilaboð inniheldur ein eða fleiri
ólesin skilaboð.
Tölvupóstur bíður þín í ytra pósthólfinu.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf. Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað.
Birtist ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og
Viðv.tónn skilaboða, Viðv.tónn spjalls og Viðv.tónn tölvupósts eru stillt á Óvirkt.
Takkaborðið er læst.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll móttekin símtöl eru flutt í annað símanúmer. Ef þú hefur tvær símalínur (sérþjónusta) er vísirinn fyrir fyrri línuna og fyrir þá síðari .
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið. Tenging við samhæft Bluetooth-höfuðtól hefur
rofnað.
Samhæfur hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Nokia N80 tækið þitt
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
11
Samhæfur Textasími er tengdur við tækið.
Gagnasímtal er virkt. Hægt er að koma á GPRS- eða EDGE-
pakkagagnatengingu.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er virk. GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er í bið. Hægt er að koma á UMTS-pakkagagnatengingu.
Nokia N80 tækið þitt
UMTS-pakkagagnatenging er virk. UMTS-pakkagagnatenging er í bið.
Hægt er að tengjast við þráðlaust staðarnet (eftir að þú hefur stillt tækið þannig að það leiti að þráðlausum staðarnetum). Sjá ‘Þráðlaust staðarnet’ á bls. 102.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar
dulkóðun.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar ekki dulkóðun.
Kveikt er á Bluetooth.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth.
USB-tenging er virk.
Innrauð tenging er virk. Ef vísirinn blikkar er tækið þitt að reyna ná sambandi við hitt tækið, eða þá að tengingin hefur rofnað.
Takkalás (takkavari)
Tökkunum er læst með því að loka tækinu og velja þegar textinn Læsa tökkum? birtist. Þegar tækið er lokað er tökkunum læst með því að ýta á rofann og velja Læsa
tökkum.
Takkarnir eru opnaðir með því að opna tækið, eða ýta á
(Úr lás) og velja Í lagi þegar textinn Takkar úr lás?
birtist. Þegar takkalásinn er virkur getur samt verið hægt að
hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Stillingar hljóðstyrks og hátalara
Þegar símtal er í gangi eða verið er að hlusta á eitthvað er hljóðstyrkurinn stilltur með því að ýta á eða .
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda tækinu við eyrað.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
12
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Þegar verið er að tala í símann er kveikt á hátalaranum með því að velja Valkostir > Virkja hátalara.
Slökkt er á hátalaranum með því að velja Valkostir >
Virkja símtól.
Klukka
Ýttu á og veldu Klukka. Vekjaraklukkan er stillt með því að velja Valkostir > Stilla vekjara. vísirinn sést á skjánum þegar vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Slökkt er á vekjaraklukkunni með því að velja Stöðva. Einnig er hægt að slökkva á tóninum í 5 mínútur með því að velja Blunda.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef valið er Stöðva er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða til að hringja og svara símtölum. Ekki velja þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Slökkt er á vekjaraklukkunni (áður en hún hringir) með því að velja Klukka > Valkostir > Slökkva á vekjara.
Stillingar klukku
Stillingum klukkunnar er breytt í Klukka > Valkostir >
Stillingar.
Veldu Tími eða Dagsetning til að breyta tímanum eða dagsetningunni.
Veldu Útlit klukku > Með vísum eða Stafræn til að breyta gerð (útliti) klukkunnar sem sést í biðstöðu.
Veldu Sjálfv. tímauppfærsla > Sjálfvirk uppfærsla til að láta farsímakerfið uppfæra tímann, dagsetninguna og tímabelti tækisins (sérþjónusta).
Tónn vekjaraklukkunnar er valinn í Tónn viðvörunar.
Heimsklukka
Heimsklukkan er opnuð með því að opna Klukka og ýta á
. Í skjá heimsklukkunnar er hægt að sjá tímann í hinum
ýmsu borgum. Borgum er bætt á listann með því að velja Valkostir >
Bæta við borg. Það er að hámarki hægt að bæta
15 borgum við listann. Til að tilgreina borgina sem þú ert staddur/stödd í skaltu
velja borg og síðan Valkostir > Núverandi borg mín. Borgin birtist í aðalskjá klukkunnar og tíma tækisins er breytt til samræmis við hana. Gakktu úr skugga um að tíminn sé réttur og að hann passi við tímabeltið.
Nokia N80 tækið þitt
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
13
Höfuðtól
Hægt er að tengja samhæft höfuðtól við
TM
Pop-Port tækisins.
höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem
Nokia N80 tækið þitt
hætta getur stafað af.
tengi
Viðvörun: Þegar
Úlnliðsband
Ólin er þrædd líkt og sýnt er og svo er hert að.
Þráðlaust staðarnet
Tækið getur tengst við þráðlaus staðarnet (þráðlaus LAN). Á þráðlausu staðarneti er hægt að tengjast við internetið og önnur tæki sem eru tengd við kerfið. Nánari upplýsingar um notkun tækisins á heimakerfi er að finna í ‘Heimakerfi’ á bls. 15.
Í sumum löndum, eins og Frakklandi, eru takmarkanir á notkun þráðlausra neta. Fáðu upplýsingar um það hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukins rafmagns og draga úr endingu rafhlöðunnar.
Tækið styður eftirfarandi fyrir þráðlaust staðarnet:
• IEEE 802.11b/g-staðal
• 2,4 GHz tíðni
• WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy) með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn (WPA) og
802.1x. Aðeins er hægt að nota þessa valkosti ef símkerfið styður þá.
Hægt er að búa til netaðgangsstaði (IAP) fyrir þráðlaust staðarnet og nota hann fyrir forrit sem þurfa að tengjast við internetið.
Netaðgangsstaður búinn til
1 Ýttu á og veldu Tenging > Stj. teng. > Staðarnet
í boði.
2 Tækið leitar að þráðlausum staðarnetum á svæðinu.
Flettu að netkerfinu sem þú vilt búa til netaðgangsstað fyrir og veldu Valkostir > Tilgreina aðgangsst..
14
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
3 Tækið býr til netaðgangsstað með sjálfgefnum
stillingum. Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta þessum stillingum er að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 99.
Þegar forrit biður þig að velja aðgangsstað skaltu velja þann aðgangsstað sem var búinn til, eða Leita að
staðarnet. til að leita að þráðlausum staðarnetum á
svæðinu. Þráðlausri staðarnettengingu er komið á þegar þú býrð til
gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað. Þráðlausa staðarnettengin er rofin þegar þú lokar gagnatengingunni. Upplýsingar um hvernig á að loka tengingunni er að finna í ‘Stjórnandi tenginga’ á bls. 87.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sömu tenginguna.
Hægt er að koma á þráðlausri staðarnetstengingu þrátt fyrir að Ótengdur sniðið hafi verið valið. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Hægt er að velja á stillinga fyrir þráðlaus staðarnet: grunngerð eða sértækt (ad hoc).
Með grunnnets-stillingu er tækið tengt við aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet. Hægt er að ná sambandi við samhæf tæki eða staðarnet í gegnum aðgangsstaðinn.
Með sértækri stillingu geta samhæf tæki sent og tekið við gögnum beint frá hvort öðru. Upplýsingar um hvernig á að búa til netaðgangsstað fyrir sértæki netkerfi er að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 99.
Ábending! Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir
tækið þitt skaltu slá inn *#62209526# í biðstöðu.
Nokia N80 tækið þitt
Heimakerfi
Tækið styður UPnP (Universal Plug and Play). Með því að nota aðgangsstaðartæki eða beini fyrir þráðlaust staðarnet geturðu búið til heimakerfi og tengt samhæf UPnP tæki við það, líkt og Nokia N80, samhæfa tölvu, samhæfan prentara, samhæft hljóðkerfi, samhæft sjónvarp eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er búið samhæfum móttakara fyrir þráðlaus kerfi.
Eftir að heimakerfið hefur verið stillt er hægt að afrita, skoða eða spila samhæfar skrár og prenta út myndir í
Gallerí á öðrum tækjum sem eru tengd við það. Þannig er
t.d. hægt að skoða myndir sem eru vistaðar í Nokia N80 tækinu í samhæfu sjónvarpi. Sjá ‘Heimanet’ bls. 34 og ‘Myndprentun’ bls. 38.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
15
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, flytja, skoða, spila eða prenta sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Til að setja upp heimakerfi á þráðlausu staðarneti skaltu fyrst búa til og stilla netaðgangsstaðinn fyrir þráðlausa staðarnetið, og svo stilla tækin. Veldu stillingarnar í
Heimanet í Nokia N80 tækinu þínu. Sjá ‘Heimanet’ á bls.
34. Til að hægt sé að tengja samhæfa tölvu við heimakerfi þarf fyrst að setja upp Home Media Server hugbúnaðinn á geisladiskinum sem fylgir með Nokia N80 tækinu.
Nokia N80 tækið þitt
Hægt er að nota heimkerfið þegar allar nauðsynlegar stillingar hafa verið valdar í öllum tækjunum sem eru tengd við það. Sjá ‘Skrár skoðaðar’ á bls. 35.
Heimkerfið notar öryggisstillingar þráðlausu staðarnetstengingarinnar. Notaðu heimkerfi á þráðlausu staðarneti (grunnkerfi) með aðgangsstaðatæki eða beini og kveikt á dulkóðun.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausu staðarnetstengingarinnar. Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum án heimildar.
Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta stillingunum fyrir netaðgangsstað í Nokia N80 tækinu er að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 99.
Mikilvægar upplýsingar um öryggi
Þegar þú stillir þráðlaust staðarnet í heimahúsi skaltu kveikja á dulkóðuninni, fyrst í aðgangsstaðatækinu eða beininum og svo í hinum tækjunum sem eru tengd við það. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiskjölum tækjanna. Halda skal öllum númerum leyndum og geyma þau á öruggum stað fjarri tækjunum.
Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta stillingunum fyrir netaðgangsstað í Nokia N80 tækinu er að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 99.
Ef þú notar sértæka stillingu til að búa til heimakerfi með samhæfu tæki skaltu nota eina af dulkóðunaraðferðunum í Öryggi þráðl. staðarnets þegar þú stillir netaðgangsstaðinn. Þetta minnkar líkurnar á að óviðkomandi komist inn á kerfið.
Tækið lætur þig vita ef annað tæki reynir að tengjast við það og heimakerfið. Ekki samþykkja beiðnir um tengingu frá tækjum sem þú þekkir ekki.
Ef þú notar þráðlaust staðarnet í kerfum sem án dulkóðunar skaltu slökkva á samnýtingu Nokia N80 skráa með öðrum tækjum, eða velja að samnýta ekki einkaskrár. Upplýsingar um hvernig á að breyta öryggisstillingum er að finna í ‘Heimanet’ á bls. 34.
16
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Minniskort
Hægt er að auka minnið með samhæfu miniSD-minniskorti og spara þannig minni tækisins. Einnig er hægt að taka afrit af upplýsingunum í tækinu og vista þær á minniskortinu.
Aðeins skal nota samhæf miniSD-kort með þessu tæki. Önnur minniskort, svo sem Reduced Size MultiMediaCards kort, passa ekki í raufina fyrir minniskortið og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu geta skaddast.
Aðeins skal nota miniSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia notar viðurkennda staðla innan atvinnugreinarinnar fyrir minniskort, en ekki er víst að öll önnur vörumerki virki rétt með eða séu að fullu samhæfi þessu tæki.
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Minniskorti komið fyrir
1 Minniskortinu er komið
fyrir í tækinu með því að setja fingur í dældina efst á lokinu fyrir raufinni og opna það.
2 Settu minniskortið í
raufina. Snertur kortsins þurfa að snúa upp og að raufinni og skáhornið þarf að vísa að neðri hluta tækisins.
3 Ýttu kortinu inn. Smellur
heyrist þegar kortið fellur á sinn stað.
4 Lokaðu raufinni. Ekki er hægt að
nota minniskortið þegar lokið yfir raufinni er opið.
Minniskort fjarlægt
1 Áður en minniskortið er fjarlægt
þarf að ýta á rofa tækisins og velja Fjarl. minniskort. Öllum forritum er lokað.
2 Þegar Fjarlægðu minniskort og styddu á 'Í lagi'
birtist skaltu opna lokið fyrir raufinni.
3 Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni. 4 Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja Í lagi.
Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á
aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Nokia N80 tækið þitt
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
17
Verkfæri fyrir minniskort
Skráastjóri
Nokia N80 tækið þitt
18
Ýttu á og veldu Verkfæri > Minni. Hægt er að nota miniSD-minniskort til að auka minnið og setja öryggisafrit á kortið.
Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og setja það á minniskort skaltu velja Valkostir > Afrita minni
símans
Til að setja upplýsingarnar aftur yfir á minni tækisins skaltu velja Valkostir > Endurh. frá korti.
Minniskort forsniðið
Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því varanlega.
Sum minniskort eru forsniðin af framleiðanda og önnur þarf að forsníða. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðila um hvort forsníða þurfi minniskortið áður en það er notað.
Minniskort er forsniðið með því að velja Valkostir >
Forsníða minniskort. Valið er staðfest með því að velja Já.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Margar aðgerðir/forrit tækisins vista gögn á minninu og minnka það minni þess. Þessi forrit eru m.a. tengiliðir, skilaboð, myndir, hreyfimyndir, hringitónar, dagbókaratriði, skjöl og forrit sem hefur verið hlaðið niður í tækið. Það hversu mikið minni er laust fer eftir því gagnamagni sem hefur verið vistað í minni tækisins.
Hægt er að auka minnið með því að nota samhæft minniskort. Minniskort eru endurskrifanleg og því er hægt að eyða eldri upplýsingum og vista ný gögn á þeim.
Til að skoða skrár og möppur í minni tækisins eða á minniskorti (ef það er notað) skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Skr.stj.. Minnisskjár tækisins opnast ( ).
Ýttu á til að opna skjá minniskortsins ( ), ef hann er til staðar.
Til að færa eða afrita skrár yfir í möppu skaltu ýta samtímis á og til að merkja skrá og velja svo Valkostir >
Færa í möppu eða Afrita í möppu.
Til að finna skrá skaltu velja Valkostir > Finna, minnið sem á að leita í og slá svo inn leitartextann (allt heiti skrárinnar eða hluta af því).
Minnisnotkun athuguð
Til að skoða hvað gerð gagna er í tækinu og hversu mikið minni mismunandi gerðir gagna taka skaltu velja
Valkostir > Minnisupplýsingar. Valkosturinn Laust minni
sýnir hversu mikið minni er laust.
• Tengiliðaupplýsingar
•Dagbókaratriði
• Sótt forrit. Sjá einnig ‘Stjórnandi forrita’ á bls. 107.
• Hvaða gögnum öðrum sem þú þarft ekki lengur á að halda
Lítið minni — losað um minni
Tækið lætur þig vita ef það er lítið minni eftir í því eða á minniskortinu.
Hægt er að losa um minni með því að flytja gögn yfir á samhæft minniskort. Merktu þær skrár sem á að flytja, veldu Færa í möppu > Minniskort og svo möppu.
Einnig er hægt að flytja skrár yfir í önnur tæki, líkt og tölvur, með flutningsvalkostinum í Gallerí. Sjá ‘Öryggisskrár’ á bls. 34.
Ábending! Þú getur notað Nokia Phone Browser í
Nokia PC Suite til að skoða minni tækisins og flytja gögn.
Gögn eru fjarlægð með því að nota Skr.stj. eða opna viðkomandi forrit. Til dæmis er hægt að fjarlægja:
• Skilaboð úr möppunum Innhólf, Uppköst og Sendir
hlutir í Skilaboð
• Móttekinn tölvupóst úr minni tækisins
• Vistaðar vefsíður
• Vistaðar myndir, hreyfimyndir og hljóðskrár
Gagnlegir flýtivísar
Flýtivísar eru gagnlegir til að spara tíma. Nánari upplýsingar um flýtivísa er að finna í viðkomandi köflum þessarar notendahandbókar.
Biðstaða
• Skipt er á milli opinna forrita með því að halda inni takkanum og velja forritið. Ef minnið er lítið er hugsanlegt að tækið loki einhverjum forritum. Tækið vistar öll óvistuð gögn áður en það lokar forriti. Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
• Kveikt er á myndavélinni með því að halda myndatökutakkanum inni lengur en í 1 sekúndu.
• Hringt er í talhólfið (sérþjónusta) með því að halda inni .
• Margmiðlunarforrit eru opnuð með því að halda inni
. Sjá ‘Margmiðlunartakki’ á bls. 96.
• Snið er valið með því að ýta á og velja nýtt snið.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Nokia N80 tækið þitt
19
• Skipt er á milli sniðanna Almennt og Án hljóðs með
því að halda inni . Ef þú notar tvær símalínur (sérþjónusta) er skipt á milli þeirra á sama hátt.
• Listi yfir númerin sem hringt var í síðast er opnaður með því að ýta á .
• Raddskipanir eru notaðar með því að halda inni .
• Tengingu er komið á við Þjónusta (sérþjónusta) með því að halda inni . Sjá ‘Þjónusta’ á bls. 70.
Upplýsingar um frekari flýtivísa sem hægt er að velja í biðstöðu er að finna í ‘Virkur biðskjár’ á bls. 95.
Nokia N80 tækið þitt
Texta og listum breytt
• Atriði á lista er merkt með því að velja það og ýta samtímis á og .
• Hægt er að merkja mörg atriði á lista með því að halda inni takkanum og ýta á sama tíma á eða . Valinu er lokið með því að sleppa fyrst og síðan
.
• Til að afrita og líma texta: Stafir og orð eru valdir með því að halda takkanum inni. Á sama tíma er ýtt á
eða til að auðkenna texta. Textinn er afritaður
með því að halda enn inni og velja Afrita. Textinn er settur inn í skjal með því að halda inni takkanum og velja Líma.
Hjálp
Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir. Hjálpartexti fyrir skjá er opnaður með því að velja Valkostir > Hjálp.
Hægt er að skipta á milli opins forrits og hjálpartexta þess með því að halda inni takkanum.
Hjálparforritið er opnað í aðalvalmyndinni með því að velja
Verkfæri > Hjálp. Svo er forrit valið til að sjá hjálpartexta
þess.
Kennsla
Kennsluforritið birtir upplýsingar um suma valkosti tækisins. Kennsluforritið er opnað með því að ýta á , velja Forrit. mín > Kennsla og svo þann hluta sem á að skoða.
20
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Myndavél
Nokia N80-tækið hefur tvær myndavélar, eina með hárri upplausn aftan á tækinu (aðalmyndavélin), og aðra með minni upplausn framan á því (aukamyndavélin). Hægt er að nota báðar myndavélarnar til að taka kyrr- og hreyfimyndir. Fremri myndavélin tekur andlitsmyndir og sú aftari landslagsmyndir.
Nokia N80 tækið styður 2048 x 1536 punkta myndupplausn. Myndupplausnin í þessum efnum getur virst önnur.
Kveikt er á myndavélinni með því að ýta á og velja
Myndafor.
Myndavél
myndatökutakkanum inni. Myndglugginn opnast og sýnir myndina sem hægt er að taka. Skipt er á milli myndavélanna með því að velja
Valkostir> Nota myndavél 2
Myndir og hreyfimyndir vistast sjálfkrafa í Myn. & hr.m. möppunni í Gallerí. Myndir eru teknar á .jpeg sniði. Hreyfimyndir eru teknar á 3GPP-skráarsniðinu með endingunni.3gp (fyrir venjulegar myndir og samnýtingu) eða á .mp4 skráarsniðinu (hágæða myndir). Sjá ‘Stillingar fyrir hreyfimyndir’ á bls. 28.
>
eða halda
eða
Nota myndavél 1
Hægt er að senda myndir og hreyfimyndir í margmiðlunarboðum, sem viðhengi í tölvupósti eða um Bluetooth- tengingu.
Myndataka
Ef myndavélin er stillt á Hreyfimyndataka, skaltu velja venjulega myndatöku með Valkostir > Myndataka.
Til að velja fremri myndavélina, t.d. til að vera sjálf/ur á myndinni, skaltu velja Valkostir > Nota myndavél 2.
Hægt er að eyða afritum af fluttum skrám og tæma minnið fyrir nýjar myndir með því að velja Valkostir >
Sýna laust minni (aðeins fyrir aðalmyndavélina).
Mynd er tekin með aðalmyndavélinni með því að ýta á myndatökutakkann. Mynd er tekin með fremri myndavélinni með því að ýta á skruntakkann. Ekki hreyfa tækið fyrr en myndin hefur verið vistuð.
.
Til að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður en þú tekur mynd skaltu velja Valkostir > Uppsetning mynda. Sjá ‘Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar’ á bls. 24.
Ef stillingum fyrir stækkun/minnkun, lýsingu eða liti er breytt getur það tekið lengri tíma að vista myndir.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Myndavél
21
Stillingar fyrir myndumhverfi eru valdar með Valkostir >
Uppsetning mynda > Myndumhverfi. Sjá
‘Myndumhverfi’ á bls. 24. Myndavélarvísar sýna eftirfarandi:
Myndavél
• Vísar (1) fyrir minni tækisins ( ) og minniskortið ( ) sýna hvar myndir eru vistaðar.
• Myndavísirinn (2) sýnir áætlaðan fjölda mynda sem hægt er að vista í minni tækisins eða á minniskorti (sé það í tækinu). Fjöldinn fer eftir myndgæðunum.
• Vísirinn fyrir myndumhverfi (3) sýnir hvaða stilling hefur verið valin.
• Flassvísirinn (4) sýnir hvort flassið er stillt á
Sjálfvirkur (), Lag. rauð aug. (), Kveikt () eða Slökkt ().
• Vísirinn fyrir myndupplausn (5) sýnir valin myndgæði.
• Vísirinn fyrir myndaröð (6) birtist þegar stillt hefur verið á myndaröð. Sjá ‘Nokkrar myndir teknar í röð’ á bls. 23.
• Vísir fyrir sjálfvirka myndatöku (7) sýnir að kveikt er á sjálfvirku myndatökunni. Sjá ‘Þú með á myndinni — sjálfvirk myndataka’ á bls. 23.
Flýtivísar eru eftirfarandi
• Flettu upp og niður til að stækka og minnka. Vísirinn sem birtist til hliðar við myndefnið sýnir stækkunar/ minnkunarhlutfallið.
• Flettu til vinstri til að opna Uppsetning mynda stillingarnar. Sjá ‘Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar’ á bls. 24.
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
• Notaðu báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.
• Þegar myndir eða hreyfimyndir eru teknar ættu stillingarnar að hæfa umhverfinu.
• Myndgæðin minnka þegar mynd hefur verið stækkuð.
• Kveikt er á orkusparnaði myndavélarinnar ef ekki hefur verið ýtt á neinn takka í tiltekinn tíma. Ýtt er á takkann til að halda áfram að taka myndir.
Þegar mynd hefur verið tekin:
• Ef ekki á að vista myndina er ýtt á eða Valkostir >
Eyða valið.
• Hægt er að senda myndina Með margmiðlun, Með
tölvupósti, Með Bluetooth eða Með IR með því að ýta
á eða velja Valkostir > Senda. Nánari upplýsingar er að finna í ‘Skilaboð’ á bls. 44 og ‘Bluetooth­tengingar’ bls. 82. Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan á símtali stendur.
• Mynd er send til viðmælanda meðan á símtali stendur með því að velja Valkostir > Senda til viðmælanda.
22
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
• Hægt er að breyta myndinni með því að velja
Valkostir > Breyta. Sjá ‘Myndum breytt’ á bls. 26.
• Mynd er prentuð með því að velja Valkostir > Prenta.
Sjá ‘Myndprentun’ á bls. 38.
Nokkrar myndir teknar í röð
Aðeins er hægt að velja Ítarleg myndaröð með aðalmyndavélinni.
Til að taka nokkrar myndir í röð velurðu Valkostir > Ítarleg
myndaröð og svo tímann á milli mynda. Myndafjöldinn
takmarkast við það hversu mikið minni er laust. Ýttu á myndatökutakkann til að taka myndir. Eftir að myndirnar hafa verið teknar eru þær birtar í töflu
á skjánum. Mynd er skoðuð með því að ýta á til að opna hana.
Einnig er hægt að taka nokkrar myndir í röð með sjálfvirkri myndatöku.
Ýttu á myndatökutakkann til að fara aftur í myndgluggann með myndaröðinni.
Þú með á myndinni — sjálfvirk myndataka
Aðeins er hægt að stilla á sjálfvirka myndatöku í aðalmyndavélinni.
Notaðu sjálfvirka myndatöku til að seinka myndatökunni svo þú getir verið með á myndinni. Til að stilla tíma sjálfvirkrar myndatöku skaltu velja Valkostir > Sjálfvirk
myndataka > 2 sekúndur, 10 sekúndur eða 20 sekúndur. Veldu Kveikja til að kveikja á sjálfvirku
myndatökunni. Vísirinn fyrir sjálfvirka myndatöku ( ) blikkar og tækið gefur frá sér hljóðmerki meðan tíminn líður. Myndavélin tekur myndina eftir að tíminn er liðinn.
Einnig er hægt að nota sjálfvirka myndatöku fyrir myndaraðir.
Ábending! Veldu Valkostir > Sjálfvirk myndataka >
2 sekúndur til að minnka líkurnar á því að myndin sé
hreyfið.
Flassið
Aðeins er hægt að stilla á flassið í aðalmyndavélinni. Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má
nota flassið á fólk eða dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.
Myndavélin notar ljósdíóðu-flass þegar lýsing er lítil. Hægt er að velja eftirfarandi stillingar fyrir flassið:
Sjálfvirkt (), Lag. rauð aug. (), Kveikt ( ) og Slökkt ().
Kveikt er á flassinu með því að velja Valkostir >
Uppsetning mynda > Flass > Kveikt.
Myndavél
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
23
Ef flassið er stillt á Slökkt eða Sjálfvirkt þegar birtuskilyrðin eru góð gefur það samt frá sér veikt ljós þegar mynd er tekin. Þannig veit sá sem verið er að taka mynd af hvenær myndin er tekin. Flassið hefur engin áhrif á myndina.
Myndavél
Ef flassið er stillt á Lag. rauð aug., dregur það úr rauða augnalitnum á myndinni.
Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar
Til að láta myndavélina greina liti og lýsingu betur, eða til að bæta sjónrænum áhrifum í myndir eða hreyfimyndir, skaltu velja Valkostir > Uppsetning mynda eða
Uppsetning hreyfim. og velja úr eftirfarandi valkostum: Myndumhverfi — Veldu stillingu sem hentar fyrir
umhverfið. Fyrir hvert umhverfi eru ákveðnar stillingar fyrir lýsingu sem að hæfa því.
Flass (aðeins myndir) — Stilltu flassið í samræmi við
lýsinguna. Sjá ‘Flassið’ á bls. 23.
Ljósgafi — Veldu birtuskilyrðin af listanum. Þetta gerir
myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.
Leiðrétt. á lýsingu (aðeins fyrir myndir) — Stilltu
leiðréttingu á lýsingu myndavélarinnar.
Litáferð — Veldu áferðina af listanum.
Myndskerpa (aðeins myndir) — stilltu skerpu myndarinnar. Skjábirta — Veldu skjábirtuna. Birtuskil — Veldu birtuskilyrðin. Litmettun — Veldu litadýptina.
Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar og sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða hreyfimyndarinnar verður.
Það hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða myndavél hefur verið valin.
Þegar stillingum fremri myndavélarinnar er breytt hefur það ekki áhrif á stillingar aðalmyndavélarinnar og öfugt. Uppsetningarstillingar hvorrar myndavélar virka hins vegar bæði fyrir myndir og hreyfimyndir.
Þegar myndavélinni er lokað eru sjálfgefnar stillingar hennar valdar aftur. Ef ný umhverfisstilling er valin kemur hún í stað sjálfvöldu stillinganna. Sjá ‘Myndumhverfi’ á bls. 24. Ef þú þarft að breyta uppsetningarstillingunum geturðu gert það eftir að hafa valið umhverfi.
Myndumhverfi
Umhverfisstillingar hjálpa þér við að finna réttu stillingarnar fyrir liti og lýsingu. Veldu rétta umhverfis­stillingu af listanum fyrir myndir eða hreyfimyndir. Stillingarnar fyrir hvert umhverfi henta því sérstaklega.
24
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Undir linsu aðalmyndavélarinnar er hnappur fyrir nærmyndir. Með nærmyndatakkanum geturðu valið að taka nærmyndir eða myndir af texta. Til að stilla sjálfgefið á nærmyndir skaltu ýta takkanum upp ( ). Skipt er á milli
Nærmynd og Skjalatexti stillinganna með því að velja Valkostir > Uppsetning mynda > Myndumhverfi.
Til að velja annað umhverfi skaltu ýta takkanum til baka í upphafsstöðu sína ( ), velja Valkostir > Uppsetning
mynda eða Uppsetning hreyfim. > Myndumhverfi og svo
umhverfisstillinguna.
Myndumhverfi hreyfimynda
Sjálfvirkt ( ) (sjálfgefið) og Nótt ()
Umhverfi kyrrmynda
Sjálfvirkt () (sjálfgefið), Notandi tilgreinir (), Andlitsmynd (), Landslagsmynd (), Íþróttir ()
(þegar þú notar Íþróttir stillinguna er upplausnin minnkuð niður í 1280x960). Sjá Myndgæði í ‘Stillingar fyrir kyrrmyndir’ á bls. 25.), Landslag - nótt (), Andlitsmynd
- nótt ( ) og Kertaljós ().
Sjálfgefna stillingin fyrir myndatöku er Sjálfvirkt. Hægt er að velja Notandi tilgreinir sem sjálfgefna stillingu.
Til að búa til þína eigin umhverfisstillingu fyrir tiltekið umhverfi skaltu fletta að Notandi tilgreinir og velja
Valkostir > Breyta. Í umhverfisstillingu notanda er hægt
að velja mismunandi stillingar fyrir lýsingu og liti. Hægt er
að afrita stillingar úr annarri umhverfisstillingu með því að velja Byggt á myndumhverfi og svo stillinguna.
Það hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða myndavél hefur verið valin.
Stillingar fyrir kyrrmyndir
Hægt er að velja á milli tveggja stillinga fyrir kyrrmyndir:
Uppsetning mynda og aðalstillinga. Upplýsingar um
hvernig á að stilla Uppsetning mynda er að finna í ‘Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar’ á bls. 24. Uppsetningarstillingar breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
MyndgæðiPrentun 3M - Stór
(2048 x 1536 myndupplausn),
Prentun 2M - Miðlungs (1600 x 1200 myndupplausn), Prentun 1,3M - Lítil (1280 x 960 myndupplausn), Tölvupóstur 0,5 (800 x 600 myndupplausn) eða MMS 0,3M (640 x 480 myndupplausn). Því meiri sem
gæðin eru, því meira minni tekur myndin. Ef þú vilt prenta myndina skaltu velja Prentun 3M - Stór, Prentun 2M -
Miðlungs eða Prentun 1,3M - Lítil. Veldu Tölvupóstur 0,5 ef þú vilt senda hana í tölvupósti. Veldu MMS 0,3M
ef þú vilt senda hana í margmiðlunarskilaboðum.
Myndavél
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
25
Setja inn í albúm — Veldu hvort þú vilt vista myndina í
tilteknu albúmi (möppu) í Gallerí. Ef þú velur birtist listi yfir albúmin sem hægt er að velja.
Sýna tekna mynd — Veldu ef þú vilt sjá mynd eftir að
Myndavél
hún er tekin og Nei ef þú vilt halda áfram að taka myndir án þess að birta þær sem þú hefur tekið.
Aukin stækkun (aðeins fyrir aðalmyndavélina) — Veldu Kveikt ef þú vilt nota hámarksstækkun í myndatökum.
Myndgæðin minnka þegar mynd hefur verið stækkuð. Ef þú vilt takmarka stækkunina þannig að myndgæðin minnki ekki skaltu velja Slökkt.
Sjálfgefið heiti myndar — Veldu sjálfgefið heiti fyrir myndir. Lokarahljóð — Veldu tóninn sem heyrist þegar myndir eru
teknar.
Minni í notkun — Veldu hvar myndir eru vistaðar.
Myndum breytt
Til að breyta myndum eftir að þær hafa verið teknar, eða þeim myndum sem eru þegar vistaðar í Gallerí skaltu velja
Valkostir > Breyta.
Veldu Nota áhrif til að klippa myndina og snúa henni, laga birtustigið, litinn, birtuskilin og upplausnina, og til að bæta sjónrænum áhrifum, texta, skreytingum eða ramma við myndina.
Mynd er klippt með því að velja Valkostir > Nota áhrif >
Skurður. Mynd er klippt handvirkt með því að velja Handvirkt eða hlutfall af listanum. Ef þú velur Handvirkt
birtist kross efst í vinstra horni myndarinnar. Færðu skruntakkann til að velja svæðið sem á að klippa og veldu svo Festa. Annar kross birtist neðst í hægra horninu. Veldu aftur svæðið sem á að klippa. Til að stilla aftur fyrsta svæðið skaltu velja Til baka. Þau svæði sem eru valin mynda ferhyrning utan um þá mynd sem kemur út úr klippingunni.
Ef þú velur hlutfall skaltu velja efra hornið til vinstri þar sem á að klippa. Notaðu skruntakkann til að stilla auðkennda svæðið. Hægt er að frysta valið svæði með því að ýta á . Hægt er að færa til svæðið með skruntakkanum. Ýtt er á til að velja svæðið sem á að klippa.
Hægt er að minnka rauðan lit í augum á myndum með því að velja Valkostir > Nota áhrif > Laga rauð augu. Færðu krossinn að auganu og ýttu á . Lykkja birtist á skjánum. Færðu skruntakkann til að breyta stærð lykkjunnar svo hún passi við augað. Ýttu á til að minnka rauða litinn.
Flýtivísar í myndvinnslu:
• Ýttu á til að skoða mynd á öllum skjánum. Ýttu aftur á til að fara aftur í venjulegan skjá.
• Ýttu á og til að snúa mynd réttsælis eða rangsælis.
26
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
• Ýttu á eða til að stækka eða minnka myndina.
• Flett eru um stækkaða mynd með því að skruna upp, niður, til vinstri eða hægri.
Myndupptaka
Ef myndavélin er stillt á Myndataka, skaltu velja hreyfimyndir með Valkostir > Hreyfimyndataka.
Til að velja fremri myndavélina, t.d. til að vera sjálf/ur á myndinni, skaltu velja Valkostir > Nota myndavél 2.
Hægt er að eyða afritum af fluttum skrám og tæma minnið fyrir nýjar myndir með því að velja Valkostir > Sýna laust
minni (aðeins fyrir aðalmyndavélina).
1 Ýttu á myndatökutakkann ef þú hefur valið
aðalmyndavélina og á ef þú hefur valið fremri myndavélina til að hefja upptökuna. Þá birtist upptökutáknið. Ljósdíóðuflassið logar og tónn heyrist sem gefur til að kynna að verið sé að taka upp hreyfimynd. Flassið hefur engin áhrif á hreyfimyndina sem er tekin.
2 Hægt er að gera hlé á upptökunni hvenær sem er með
því að ýta á Hlé. Biðtáknið ( ) blikkar á skjánum. Upptakan stöðvast sjálfkrafa ef gert hefur verið hlé á henni og ekki er stutt á neinn takka í eina mínútu.
3 Veldu Áfram til að halda upptökunni áfram.
4 Veldu Stöðva til að stöðva upptökuna. Hreyfimyndin er
sjálfkrafa vistuð í Myn. & hr.m. möppunni í Gallerí. Sjá ‘Gallerí’ á bls. 31.
Til að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður en þú tekur upp hreyfimynd skaltu velja Valkostir > Uppsetning
hreyfim.. Sjá ‘Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar’ á
bls. 24. Stillingar fyrir myndumhverfi eru valdar í Valkostir >
Uppsetning hreyfim. > Myndumhverfi. Sjá
‘Myndumhverfi’ á bls. 24. Vísar myndupptöku sýna eftirfarandi:
• Vísar fyrir minni tækisins ( ) og minniskortsins ( ) (1) sýna hvar hreyfimyndin er vistuð.
• Lengdarvísir (2) sýnir tímann sem er liðinn og tímann sem er eftir.
• Vísirinn fyrir myndumhverfi (3) sýnir hvaða stilling hefur verið valin.
• Myndjafnvægi (4) merkir að kveikt sé á myndjafnvægi sem dempar áhrif smáhreyfinga í skerpunni (aðeins fyrir aðalmyndavélina).
Myndavél
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
27
• Vísir hljóðnemans (5) sýnir að slökkt er á hljóðnemanum.
• Vísir fyrir skráargerðina (6) sýnir á hvaða sniði hreyfimyndin er.
• Vísir fyrir myndgæði (7) sýnir hvort gæðin eru stillt á
Myndavél
Há, Venjuleg eða Samnýting.
Flýtivísarnir eru eftirfarandi:
• Flettu upp og niður til að stækka og minnka. Vísirinn sem birtist til hliðar við myndefnið sýnir stækkunar/ minnkunarhlutfallið.
• Flettu til vinstri til að opna Uppsetning hreyfim. stillingarnar. Sjá ‘Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar’ á bls. 24.
Eftir að hreyfimynd hefur verið tekin:
• Til að spila hreyfimyndina um leið og hún hefur verið tekin skaltu velja Valkostir > Spila.
• Ef þú vilt ekki vista hreyfimyndina skaltu ýta á , eða velja Valkostir > Eyða.
• Hægt er að senda hreyfimyndir Með margmiðlun,
Með tölvupósti, Með Bluetooth eða Með IR með því
að ýta á , eða velja Valkostir > Senda. Nánari upplýsingar er að finna í ‘Skilaboð’ á bls. 44 og ‘Bluetooth-tengingar’ bls. 82. Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan á símtali stendur. Ekki er hægt að senda hreyfimyndir sem eru vistaðar á .mp4-sniði í margmiðlunarskilaboðum.
•Veldu Valkostir > Senda til viðmælanda til að senda
hreyfimynd til viðtakanda meðan á símtali stendur.
•Veldu Valkostir > Breyta til að slökkva á
hreyfimyndinni. Sjá ‘Hreyfimyndum breytt’ á bls. 29.
Stillingar fyrir hreyfimyndir
Í myndupptöku er hægt að velja á milli tveggja stillinga:
Uppsetning hreyfim. og aðalstillinga. Upplýsingar um
hvernig á að stilla Uppsetning hreyfim. er að finna í ‘Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar’ á bls. 24. Uppsetningarstillingar breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
Hljóðupptaka — Veldu Kveikt ef þú vilt bæði taka upp
hljóð og mynd.
Gæði hreyfimynda — Stilltu gæði hreyfimyndarinnar á Há, Venjuleg eða Samnýting. Gæðin eru gefin til kynna með
einu af eftirfarandi táknum: (Mikil), (Venjuleg) eða (Samnýting). Ef þú velur eða Venjuleg takmarkast lengd myndupptökunnar af geymsluplássinu á minniskortinu (ef það er til staðar) eða allt að 1 klukkustund fyrir hverja hreyfimynd. Ef þú vilt skoða hreyfimyndina í samhæfu sjónvarpi eða í tölvu skaltu velja
myndgæði, með CIF upplausn (352x288) og á .mp4-
28
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
sniði. Ekki er hægt að senda hreyfimyndir sem eru vistaðar á .mp4-sniði í margmiðlunarskilaboðum. Ef þú vilt skoða hreyfimyndina í farsíma skaltu velja Venjuleg, með QCIF­upplausn (176x144) og á .3gp-sniði. Til að senda hreyfimyndina í margmiðlunarskilaboðum skaltu velja
Samnýting (QCIF upplausn, .3gp skráarsnið). Stærð
hreyfimynda takmarkast við 300 KB (u.þ.b. 20 sekúndur að lengd) svo hægt sé að senda þær í margmiðlunarskilaboðum í samhæf tæki. Sum símkerfi kunna þó einungis að styðja sendingu margmiðlunarskilaboða sem eru að hámarki 100 KB. Frekari upplýsingar fást hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
Setja inn í albúm — Veldu hvort þú vilt vista
hreyfimyndina í tilteknu albúmi (möppu) í Gallerí. Veldu til að opna lista yfir albúmin sem hægt er að velja.
Sýna upptekn. hreyfim. — Veldu hvort fyrsti rammi
hreyfimyndarinnar sést á skjánum eftir að upptökunni lýkur. Veldu Valkostir > Spila til að skoða hreyfimyndina.
Sjálfg. heiti hreyfimynd. — Veldu sjálfgefið heiti fyrir
hreyfimyndir.
Minni í notkun — Veldu sjálfgefið geymsluminni: minni
tækisins eða minniskort (ef það er til staðar).
Hreyfimyndum breytt
Til að breyta hreyfimyndum í Gallerí og búa til sérsniðnar hreyfimyndir skaltu fletta að hreyfimynd og velja
Valkostir >Breyta. Sjá ‘Gallerí’ á bls. 31. Hægt er að búa
til sérsniðnar hreyfimyndir með því að sameina og klippa til hreyfimyndir og bæta við hljóðum, umbreytingu og áhrifum. Umbreyting felst í sjónrænum áhrifum sem hægt er að bæta við í upphafi og við lok hreyfimyndarinnar eða á milli myndskeiða.
Í myndvinnslunni sjást tvær tímalínur: tímalína hreyfimyndarinnar og tímalína hljóðsins. Ef þú bætir myndum, texta eða umbreytingum við hreyfimyndir sjást þessi atriði á tímalínu þeirra. Flett er upp eða niður til að skipta á milli tímalína.
Hreyfimynd, hljóði, mynd, texta og umbreytingum breytt
Til að búa til sérsniðnar hreyfimyndir skaltu merkja og velja eitt eða fleiri myndskeið og velja Valkostir > Breyta.
Veldu eftirfarandi valkosti til að breyta hreyfimyndinni:
Breyta myndinnskoti: Klippa — Klippir myndskeiðið á þar til gerðum skjá. Bæta við litaáhrifum — Setur inn litaáhrif.
Myndavél
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
29
Nota hægspilun — Hægir á spiluninni. Taka hljóð af/Setja hljóð á — Tekur af hljóðið eða setur
það á.
Færa — Færir myndskeiðið á valinn stað.
Myndavél
Fjarlægja — Fjarlægir myndskeiðið úr hreyfimyndinni. Búa til afrit — Tekur afrit af valda myndskeiðinu. Breyta texta (kemur aðeins fram ef texta hefur verið bætt
við) — Til að færa, fjarlægja eða afrita texta; breyta lit eða lögun textans; ákvarða hversu lengi hann á að vera á skjánum og bæta áhrifum við hann.
Breyta mynd (sést aðeins ef myndum hefur verið bætt
við) — Til að færa, fjarlægja eða afrita mynd; tilgreina hversu lengi hún er á skjánum og bæta við bakgrunni eða litaáhrifnum.
Breyta hljóðinnskoti (sést aðeins ef hljóðskeiði hefur
verið bætt við) — Til að klippa eða færa hljóðskeið, stilla lengdina eða fjarlægja eða afrita hljóðið.
Breyta umbreytingu — Um þrjár gerðir umbreytinga er að
ræða: í upphafi hreyfimyndar, við lok hennar og á milli myndskeiða. Hægt er að velja upphafsbreytingu þegar fyrsta umbreyting hreyfimyndarinnar er virk.
Setja inn — Myndinnskot, Mynd, Texta, Hljóðinnskot
eða Nýtt hljóðinnskot.
Kvikmynd — Til að skoða kvikmyndina á öllum skjánum
eða sem smámynd, vista hana eða senda, eða klippa hana niður í þá stærð sem hentar fyrir margmiðlunarskilaboð.
Til að taka einn ramma út úr myndinni skaltu opna klippiskjáinn og velja Valkostir > Taka skjámynd, eða fara í smámyndaskjáinn, ýta á , og velja Taka skjámynd.
Hreyfimynd er vistuð með því að velja Valkostir >
Kvikmynd > Vista. Til að tilgreina Minni í notkun skaltu
velja Valkostir > Stillingar. Minni tækisins er sjálfkrafa valið.
Í skjánum Stillingar er einnig hægt að tilgreina Sjálfg.
heiti myndinnsk., Sjálfgefið heiti, Upplausn og Minni í notkun.
Veldu Senda > Með margmiðlun, Með tölvupósti, Með
Bluetooth eða Með IR
Upplýsingar um það hversu stór margmiðlunarskilaboð er hægt að senda fást hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni. Ef hreyfimyndin er of stór til að hægt sé að senda hana í margmiðlunarskilaboðum birtist .
Ábending! Ef þú vilt senda hreyfimynd sem er yfir
þeirri hámarksstærð sem þjónustuveitan leyfir geturðu sent hana með Bluetooth. Sjá ‘Gögn send um Bluetooth’ á bls. 84. Einnig er hægt að flytja hreyfimyndir þráðlaust með Bluetooth yfir í tölvu, eða með því að nota samhæfan SD-minniskortalesara (aukahlutur).
ef þú vilt senda hreyfimyndina.
30
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Loading...
+ 96 hidden pages