Nokia E50 User's Guide [is]

Notandahandbók Nokia E50
9248808 Útgáfa 1
LEYFISYFIRLÝSING Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION, yfir því að RM-170 / RM-171 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur, sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki. Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi.
vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
This product includes software licensed from Symbian Software Ltd (c) 1998-2004. Symbian and Symbian OS are trademarks of Symbian Ltd.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2004. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See http:// www.mpegla.com.
Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar. Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum
sem tjón kann að vera. Inntak þessa skjals er afhent eins og það kemur fyrir. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals,
á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan hentl tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það tilbaka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia. ÚTFLUTNINGSTAKMARKANIR
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
9248808/Útgáfa 1

Efnisyfirlit

Öryggisatriði..................................................................................6
Um tækið......................................................................................................6
SÉRÞJÓNUSTA...............................................................................................6
Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki..................................................7
1. Tækið tekið í notkun..............................................................8
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir.........................................................8
Minniskorti komið fyrir.............................................................................9
Minniskort fjarlægt..................................................................................10
Rafhlaðan hlaðin......................................................................................10
Kveikt á tækinu.........................................................................................10
Takkar og hlutar.......................................................................................11
Tökkunum læst.........................................................................................11
Tengi............................................................................................................11
Loftnet.........................................................................................................12
Um skjáinn.................................................................................................12
Vísar á skjá.................................................................................................12
Upplýsingar um þjónustustöðvar Nokia..........................................13
2. Tækið þitt................................................................................14
Takkinn Valmynd og stýripinni...........................................................14
Biðskjáir......................................................................................................14
Virkur biðskjár.......................................................................................14
Biðstaða...................................................................................................14
Valmynd......................................................................................................14
Algengar aðgerðir í ýmsum forritum................................................15
Leit í tækinu..............................................................................................15
Textaritun...................................................................................................15
Venjulegur innsláttur..........................................................................15
Flýtiritun..................................................................................................16
Afritun texta á klemmuspjald...........................................................16
Tungumáli texta breytt..........................................................................16
Hljóðstyrkur...............................................................................................16
Snið..............................................................................................................16
Hringitónar valdir.................................................................................17
Stillingum fyrir aukahluti breytt......................................................17
Þemu............................................................................................................17
Efni flutt á milli tækja.............................................................................17
Efni flutt með Bluetooth eða innrauðu tengi..............................17
Gögn samstillt við annað tæki.........................................................18
Minni............................................................................................................18
Innra minni tækis.................................................................................18
Viðbótarminni.......................................................................................18
Upplýsingar um minni........................................................................18
Minniskort...............................................................................................18
MicroSD.................................................................................................19
Minniskort notað...............................................................................19
Minniskort forsniðið.........................................................................19
Öryggi minniskorts...........................................................................19
Minniskort opnað..............................................................................19
Hjálp og kennsluforrit............................................................................19
Hjálpartextar..........................................................................................19
Kennsla....................................................................................................19
Nokia PC Suite...........................................................................................20
3. Forrit fyrir símtöl...................................................................21
Símtöl..........................................................................................................21
Hraðval........................................................................................................21
Svara símtali..............................................................................................21
Valkostir í símtali.....................................................................................21
Símtalsflutningur.....................................................................................22
Útilokun símtala.......................................................................................22
DTMF-tónar sendir...................................................................................22
Notk.skrá....................................................................................................22
Notk.skrá stillingar...............................................................................23
Kallkerfi.......................................................................................................23
Kallkerfi.......................................................................................................23
Notandastillingar..............................................................................23
Tengistillingar....................................................................................23
Innskráning í kallkerfisþjónustu......................................................24
Kallkerfissímtöl......................................................................................24
Svarbeiðnir.............................................................................................24
Tengiliðaskjár........................................................................................24
Rás búin til..............................................................................................24
Kallkerfisrásir skráðar.........................................................................24
Tenging við rás......................................................................................24
Notkunarskrá kallkerfis......................................................................25
Hætt í kallkerfi.......................................................................................25
Öryggi tækis .............................................................................................25
Öryggisstillingar tilgreindar..............................................................25
Lykilorðinu fyrir útilokanir breytt....................................................25
Fast númeraval......................................................................................25
Talhólf.........................................................................................................26
Raddskipanir.............................................................................................26
Hringja símtal........................................................................................26
Forrit keyrt..............................................................................................26
Skipt um snið.........................................................................................26
Stillingar raddskipana.........................................................................27
Raddhjálp...................................................................................................27
Upptaka.......................................................................................................27
Spilun talboða.......................................................................................27
Talgervill.....................................................................................................27
Sk.b.lestur................................................................................................27
Talgervill..................................................................................................27
Raddeiginleikar..................................................................................28
Raddstjórnun......................................................................................28
4. Tengiliðir..................................................................................29
Unnið með tengiliðahópa.....................................................................29
Unnið með sjálfgefnar upplýsingar...................................................29
Tengiliðir afritaðir á milli SIM-kortsins og minnis
tækisins.......................................................................................................30
Hringitónar valdir fyrir tengiliði..........................................................30
Nafnspjöld..................................................................................................30
5. Dagbók.....................................................................................31
Dagbókaratriði búin til..........................................................................31
Verkefni.......................................................................................................31
Stillingar dagbókarinnar.......................................................................31
Dagbókarskjáir.........................................................................................31
Dagbókaratriði send...............................................................................32
Mótteknu dagbókaratriði bætt inn dagbókina..............................32
6. Skilaboð....................................................................................33
Skilaboð flokkuð......................................................................................33
Leit að skilaboðum..................................................................................33
Innhólf.........................................................................................................33
Möppurnar mínar.....................................................................................33
Uppköst að skilaboðum.........................................................................34
Send skilaboð............................................................................................34
Úthólf...........................................................................................................34
Skilatilkynningar......................................................................................34
Stillingar skilaboða.................................................................................34
Aðrar stillingar.......................................................................................34
Stillingar miðstöðvar textaskilaboða................................................35
Textaskilaboð............................................................................................35
Textaskilaboð skrifuð og send.........................................................35
Sendikostir textaskilaboða............................................................35
Mótteknum textaskilaboðum svarað.............................................35
Textaskilaboð á SIM-korti..................................................................35
Stillingar textaboða.............................................................................36
Myndskilaboð.........................................................................................36
Myndskilaboð framsend..................................................................36
Margmiðlunarskilaboð...........................................................................36
Margmiðlunarboð búin til og send.................................................36
Kynning búin til.....................................................................................37
Margmiðlunarskilaboð móttekin og þeim svarað.....................37
Skoðun kynninga..................................................................................38
Myndir og hljóð.....................................................................................38
Viðhengi margmiðlunarskilaboða skoðuð og vistuð...............38
Still. margmiðlunarskilaboða...........................................................38
Tölvupóstur...............................................................................................39
Uppsetning á tölvupósti.....................................................................39
Tengst við pósthólf..............................................................................39
Tölvupóstur skoðaður án tengingar..............................................40
Tölvupóstur lesinn og honum svarað............................................40
E f n i s y f i r l i t
Skilaboðum eytt....................................................................................40
Möppur fyrir tölvupóst........................................................................40
Tölvupóstur skrifaður og sendur.....................................................41
Stillingar pósthólfa...............................................................................41
Notandastillingar..............................................................................41
Móttökustillingar...............................................................................42
Stillingar á sjálfvirkri móttöku......................................................42
Spjall............................................................................................................42
Tengst við spjallmiðlara.....................................................................42
Leitað að spjallnotendum eða spjallhópum................................42
Spjallað við einn spjallnotanda........................................................43
Spjallhópar..............................................................................................43
Hópsamtöl...........................................................................................43
Still. spjallhópa...................................................................................43
Ritstj.rétt. að hópi.............................................................................44
Útil. frá hópum...................................................................................44
Spjalltengil..............................................................................................44
Útilokaðir tengil.................................................................................44
Skoða boð...............................................................................................45
Skráð spjall.............................................................................................45
Stillingar..................................................................................................45
Stillingar spjallmiðlara....................................................................45
Sérstök skilaboð.......................................................................................45
Sending þjónustuskipana..................................................................45
7. Nokia Vinnuhópur.................................................................47
Nokia Vinnuhópur - stillingar..............................................................47
8. Office-forrit..............................................................................48
Minnismiðar..............................................................................................48
Reiknivél.....................................................................................................48
Umreiknari.................................................................................................48
Umreikningur mælieininga...............................................................48
Val á grunngjaldmiðli og gengi.......................................................48
Skráastjórn.................................................................................................49
Unnið með skrár...................................................................................49
Leitað að skrám....................................................................................49
Quickoffice.................................................................................................49
Quickword...............................................................................................49
Quicksheet..............................................................................................50
Quickpoint..............................................................................................50
PDF lestur...................................................................................................50
Zip-forrit......................................................................................................50
Klukka..........................................................................................................50
Stillingar klukku....................................................................................50
Heimsklukka...........................................................................................51
9. Tengingar................................................................................52
Netaðgangsstaðir....................................................................................52
Uppsetning aðgangsstaðar fyrir gagnasímtöl............................52
Frekari stillingar netaðgangsstaðar fyrir gagnasímtöl............52
Uppsetning netaðgangsstaðar fyrir pakkagögn (GPRS)...........53
Frekari stillingar netaðgangsstaðar fyrir pakkagögn
(GPRS).......................................................................................................53
Tenging með snúru.................................................................................53
Bluetooth....................................................................................................53
Bluetooth tekið í notkun....................................................................54
Stillingar..................................................................................................54
Ábendingar um öryggi........................................................................54
Gögn send...............................................................................................54
Tengivísar Bluetooth...........................................................................54
Pörun tækja............................................................................................55
Tæki heimilað.....................................................................................55
Gögn móttekin......................................................................................55
Bluetooth-tenging rofin.....................................................................55
SIM-aðgangssnið......................................................................................55
Innrautt.......................................................................................................56
Gagnatengingar.......................................................................................56
Pakkagögn..............................................................................................56
Stjórnandi tengingar..............................................................................56
Virkar tengingar skoðaðar og þær rofnar....................................57
Mótald.........................................................................................................57
VPN fyrir farsíma......................................................................................57
Stjórnun VPN..........................................................................................57
Umsjón með VPN-stefnum................................................................57
Notk.skrá VPN........................................................................................58
Samstilling gagna....................................................................................58
Samstillingarsnið búið til...................................................................58
Samstillingarsnið..................................................................................58
Tengistillingar samstillingar.............................................................58
Val á stillingum fyrir samstillingu á Tengiliðir............................59
Val á stillingum fyrir samstillingu á Dagbók................................59
Val á stillingum fyrir samstillingu á Minnism..............................59
10. Vefur.......................................................................................60
Aðgangsstaðir...........................................................................................60
Vafrað..........................................................................................................60
Bókamerki..................................................................................................60
Tengingu slitið..........................................................................................60
Skyndiminnið hreinsað.......................................................................61
Fréttastraumar og blogg.......................................................................61
Vefur stillingar..........................................................................................61
Þjónusta......................................................................................................61
11. Myndavél...............................................................................62
Myndataka.................................................................................................62
Upptaka myndskeiða..............................................................................62
Myndir settar í skilaboð.........................................................................62
Myndskeið í skilaboðum........................................................................62
Stillingar.....................................................................................................62
12. Miðlunarforrit.......................................................................64
Gallerí...........................................................................................................64
Myndir......................................................................................................64
Unnið með myndaskrár...................................................................64
Myndum raðað...................................................................................64
RealPlayer .................................................................................................65
Myndskeið og straumspilun..............................................................65
Hljóð- og myndskrár sendar.............................................................65
Tekið við myndskeiðum.....................................................................65
Uppl. um miðlunarskrá skoðaðar....................................................66
Stillingar..................................................................................................66
Stillingar hreyfimynda.....................................................................66
Tengistillingar....................................................................................66
Proxystill..............................................................................................66
Stillingar símkerfis............................................................................66
Frekari símkerfisstillingar...............................................................66
Tónlistarspilari..........................................................................................66
Hlustað á tónl........................................................................................66
Hljóðstyrkur stilltur..............................................................................67
Lagalistar.................................................................................................67
Tónjafnari...............................................................................................67
Flash-spilari...............................................................................................67
Nokia vörulistar........................................................................................68
Vörulisti opnaður..................................................................................68
Mappa opnuð.........................................................................................68
Stillingar vörulista................................................................................68
13. Stillingar................................................................................69
Símastillingar............................................................................................69
Almennar stillingar..............................................................................69
Viðburðaljós...........................................................................................69
Stillingar biðstöðu................................................................................69
Skjástillingar..........................................................................................69
Símtalsstillingar.......................................................................................69
Tengistillingar...........................................................................................70
Aðgangsstaðir.......................................................................................70
Pakkagögn..............................................................................................70
Stillingar pakkagagna......................................................................70
Stillingar SIP-reglna (Session initiation protocol)......................71
SIP-sniðum breytt.............................................................................71
SIP Proxy breytt.................................................................................71
Breyta skráningarþjónum..............................................................71
Still. gagnasímt.....................................................................................71
VPN............................................................................................................71
VPN-aðgangsstaðir...........................................................................71
Stillingar VPN-aðgangsst................................................................72
Stillingar..................................................................................................72
Stillingar dagsetningar og tíma..........................................................72
Öryggisstillingar.......................................................................................72
Stillingar símkerfis..................................................................................72
Stillingar aukahluta.................................................................................72
Textasími stillingar..............................................................................72
E f n i s y f i r l i t
14. Verkfæri.................................................................................74
Staðsetning................................................................................................74
Leiðsögn.....................................................................................................74
Leiðsöguskjár.........................................................................................74
Staðsetning............................................................................................74
Lengd ferðar...........................................................................................75
Unnið með staðsetningu...................................................................75
Stillingar leiðsögu................................................................................75
Leiðarmerki...............................................................................................75
Flokkar leiðarmerkja...........................................................................75
Leiðarm.fl. breytt...............................................................................76
Leiðarmerkjum breytt.........................................................................76
Leiðarmerki móttekin.........................................................................76
Still.hjálp.....................................................................................................76
Tölvupóstur............................................................................................76
Símafyrirtæki.........................................................................................76
Stjórnandi forrita.....................................................................................77
Uppsetning forrita og hugbúnaðar................................................77
Hugbúnaður skoðaður og fjarlægður............................................77
Uppsetningarskrá skoðuð..................................................................77
Stillingar..................................................................................................77
Öryggisstillingar Java-forrits valdar................................................77
Vottorðastjórnun..................................................................................78
Unnið með einkavottorð................................................................78
Unnið með heimildavottorð..........................................................78
Upplýsingar um vottorð skoðaðar...............................................78
Öryggisstillingar vottorða..............................................................79
15. Stjórnun tækis.....................................................................80
Stillingar miðlarasniðs...........................................................................80
Sérþjónustan fjarstilling........................................................................80
Fjarstillingar valdar..............................................................................80
Nýtt snið búið til...................................................................................80
Upplýsingar um rafhlöðu........................................................81
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia.................81
Sannvottun heilmyndar......................................................................81
Hvað ef rafhlaðan er ekki ósvikin?..................................................82
Umhirða og viðhald..................................................................83
Viðbótaröryggisupplýsingar...................................................84
Vinnuumhverfi..........................................................................................84
Lækningatæki...........................................................................................84
Gangráðar...............................................................................................84
Heyrnartæki...........................................................................................84
Ökutæki.......................................................................................................84
Sprengifimt umhverfi.............................................................................84
Neyðarhringingar....................................................................................85
UPPLÝSINGAR UM VOTTUN (SAR)..........................................................85
Atriðaskrá.....................................................................................86

Öryggisatriði

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á notagildi þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota tækið nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Styðja skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Neyðarnúmerið er valið og svo er stutt á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst eru í þessari handbók er samþykkt til notkunar í EGSM 850/900/1800/1900 símkerfum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis. Viðvörun: Til að nota einhverjar aðgerðir í þessu tæki, aðrar en vekjaraklukkuna, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki kveikja á tækinu
þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.

SÉRÞJÓNUSTA

Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 6
Ö r y g g i s a t r i ð i
gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem MMS, vefskoðun, tölvupóstur og heimflutning tengiliða um vafra eða með MMS, krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.

Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki

Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá AC-4 eða DC-4 hleðslutækjum.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Í tækinu og aukahlutum þess geta verið litlir hlutir. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 7

1. Tækið tekið í notkun

Til athugunar: Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið gæti einnig hafa verið sérstaklega stillt af þjónustuveitu. Þessar stillingar gætu falið í sér breytingar á nöfnum valmynda, röð þeirra og táknum. Nánari upplýsingar fást hjá
þjónustuveitunni. Tegundarnúmer: Nokia E50-1 (RM-170, með myndavél) og Nokia E50-2 (RM-171, án myndavélar). Hér eftir nefnt Nokia E50.

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til. Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið
eða annar söluaðili.
1. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Bakhlið tækisins er snúið upp og ýtt er á lausnarhnappinn (1). Bakhliðin opnast. Lyftu upp hliðinni í stefnu örvarinnar (2).
2. Taktu krækjurnar á efri hluta bakhliðarinnar úr höldum sínum.
3. Ef rafhlaðan er í tækinu er hún fjarlægð með því að lyfta henni í áttina sem örin vísar.
4. Halda SIM-kortsins er opnuð með því að renna henni niður og lyfta henni svo varlega.
5. Settu inn SIM-kortið. Snertiflötur kortsins þarf að snúa að tengjum tækisins og skáhornið á SIM-kortinu þarf að vísa að efri
hlið tækisins. Lokaðu höldunni og renndu henni upp til að læsa henni.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 8
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
6. Settu rafhlöðuna í.
7. Settu bakhliðina aftur á sinn stað.

Minniskorti komið fyrir

Aðeins skal nota microSD kort sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu tæki. Nokia fylgir viðurkenndum stöðlum um minniskort en ekki er víst að minniskort allra annarra framleiðanda virki eðlilega með tækinu eða séu að fullu samhæf við það.
Notaðu minniskort til að spara minni tækisins. Einnig er hægt að taka afrit af upplýsingunum í tækinu og vista þær á minniskortinu. Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Ekki er víst að sölupakkning tækisins innihaldi minniskort. Hægt er að fá minniskort sem aukahlut.
Sjá „Minni“, bls. 18.
1. Fjarlægðu bakhliðina.
2. Settu minniskortið í raufina. Gakktu úr skugga um að snertiflötur kortsins vísi að framhlið tækisins.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 9
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
3. Ýttu kortinu inn. Smellur heyrist þegar kortið fellur á sinn stað.
4. Settu rafhlöðulokið aftur á sinn stað.

Minniskort fjarlægt

Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð
getur það valdið skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
1. Veldu Valmynd > Verkfæri > Minniskort > Valkostir > Fjarl. minniskort.
2. Fjarlægðu bakhliðina.
3. Ýttu á enda minniskortsins til að taka það úr raufinni.
4. Settu rafhlöðulokið aftur á sinn stað.

Rafhlaðan hlaðin

1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2. Tengdu snúru hleðslutækisins við tækið. Ef rafhlaðan er alveg tóm gæti liðið einhver tími þar til hleðsluvísirinn byrjar að
hreyfast.
3. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Ábending: Ef þú notar eldri og samhæfa gerð af Nokia-hleðslutæki geturðu notað það með Nokia E50 tækinu með því
að tengja AC-44 millistykkið við hleðslutækið. Millistykkið er að finna í sölupakkningunni.

Kveikt á tækinu

1. Haltu rofanum inni.
2. Ef tækið biður um PIN-númer eða öryggisnúmer skaltu slá inn númerið og velja Í lagi.
3. Þegar þú kveikir á tækinu í fyrsta skipti er beðið um að þú sláir inn tímann, dagsetninguna og borgina sem þú ert í. Flettu
niður til að skipta á milli f.h. og e.h. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni borgarinnar til að velja hana. Mikilvægt er að velja rétta borg þar sem tímasett dagbókaratriði geta breyst ef ný borg er í öðru tímabelti.
Ábending: Þegar þú kveikir á tækinu getur verið að það beri kennsl á símafyrirtæki SIM-kortsins og færi sjálfkrafa inn
réttar stillingar fyrir textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð og GPRS. Ef svo er ekki skaltu hafa samband við
þjónustuveituna til að fá réttar stillingar, eða nota Still.hjálp forritið. Hægt er að nota tækið án tenginga við símkerfi þegar SIM-kortið er ekki í því eða þegar sniðið Ótengdur er valið.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 10
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n

Takkar og hlutar

1 — Rofi 2 — Innbyggður hátalari 3 — Ýttu á þennan takka til að opna Tengiliðir eða annað forrit sem símafyrirtækið þitt hefur tilgreint. 4 — Ritfærslutakki 5 — Skjár 6 — Valtakkar. Ýtt er á valtakkana til að velja þá valkosti sem birtast á skjánum fyrir ofan þá. 7 — Hreinsitakki 8 — Hætta-takki. Ýtt er á hætta-takkann til að hafna símtali, leggja á og loka forritum. Gagnatengingum (GPRS, gagnasímtali)
er lokað með því að halda takkanum inni. 9 — Ýttu á þennan takka í nokkrar sekúndur til að skipta á milli Án hljóðs og Almennt sniðanna. 10 — Hljóðnemi 11 — Stýripinni. Ýttu á stýripinnann til að velja, fletta til vinstri, hægri, upp, niður og til að færast til á skjánum. Ljósin í kringum
stýripinnann blikka þegar þú hefur t.d. ekki svarað símtali eða móttekið skilaboð. 12 — Hringitakki 13 — Valmynd-takki. Ýtt er á Valmynd-takkann til að birta þau forrit sem eru sett upp í tækinu. Orðalagið 'veldu Valmynd' í
notendahandbókinni merkir að ýta eigi á þennan takka. 14 — Innrautt tengi 15 — Hljóðstyrkstakkar 16 — Eyrnatól (hlust) Merkimiðinn þar sem tegund tækisins sést er undir rafhlöðunni.

Tökkunum læst

Þegar takkalásinn er á getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Læstu tökkunum til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist þegar ýtt er óvart á takka tækisins.
Þegar tækið er í biðstöðu er tökkunum læst með því að ýta á vinstri valtakkann og svo á *. Takkarnir eru opnaðir aftur með því að ýta á vinstri valtakkann og svo aftur á *.
Ábending: Til að læsa tökkunum í Valmynd eða opnu forriti skaltu ýta snöggt á rofann og velja
Læsa tökkum. Takkarnir eru opnaðir aftur með því að ýta á vinstri valtakkann og svo á *.
Einnig er hægt að læsa tækinu í biðstöðu með læsingarnúmerinu. Ýttu á rofann, veldu Læsa síma og sláðu inn læsingarnúmerið. Sjálfgefna læsingarnúmerið er 12345. Til að opna tækið ýtirðu á vinstri valtakkann, slærð inn læsingarnúmerið og ýtir á stýripinnann.

Tengi

Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem
hætta getur stafað af.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 11
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
Pop-Port™ tengi fyrir höfuðtól og aðra aukahluti Tengi fyrir hleðslutæki

Loftnet

Í tækinu er innbyggt loftnet.
Til athugunar: Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar kveikt er á tækinu eins og gildir um öll önnur tæki
sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif á móttökuskilyrði og getur valdið því að tækið noti
meiri sendiorku en nauðsynlegt er. Ef forðast er að snerta loftnetssvæðið þegar tækið er notað bætir það virkni
loftnetsins og líftíma rafhlöðunnar.
Myndin sýnir venjulega notkun tækisins, þar sem því er haldið að eyranu.

Um skjáinn

Hugsanlegt er að nokkrir daufir, upplitaðir eða skærir punktar birtist á skjánum. Þetta er einkennandi fyrir þessa gerð af skjám. Á sumum skjám geta verið dílar eða punktar sem lýsa annað hvort stöðugt eða alls ekki. Þetta er eðlilegt, ekki galli.

Vísar á skjá

Tækið er notað í GSM-símkerfi. Stikan við hliðina á tákninu sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi svæði. Því hærri
sem stikan er, því meiri er sendistyrkurinn.
Hleðsla rafhlöðunnar. Því hærri sem stikan er, því meiri er hleðsla rafhlöðunnar.
Eitt eða fleiri skilaboð eru ólesin í möppunni Innhólf í Skilaboð. Nýr tölvupóstur hefur borist í ytra pósthólfið. Einu eða fleiri símtölum var ekki svarað.
Vekjaraklukkan mun hringja. Sniðið Ótengt hefur verið valið sem þýðir að tækið hringir ekki þegar hringt er í þig eða þú færð skilaboð. Bluetooth er virkt.
Kveikt er á innrauðri tengingu. Ef vísirinn blikkar er tækið þitt að reyna ná sambandi við hitt tækið eða þá að tengingin
hefur rofnað.
Hægt er að koma á GPRS-pakkagagnatengingu. GPRS-pakkagagnatenging er virk. GPRS-pakkagagnatenging er í bið.
Hægt er að koma á EGPRS-pakkagagnatengingu.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 12
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
EGPRS-tenging er virk.
EGPRS-pakkagagnatenging er í bið.
Tækið er tengt við tölvu um USB-gagnasnúru.
og Gefur til kynna hvaða símalína hefur verið valin, ef þú ert áskrifandi að tveimur símalínum (sérþjónusta).
Öll símtöl eru flutt í annað númer.
Höfuðtól er tengt við tækið.
Tenging við Bluetooth-höfuðtól hefur rofnað.
Handfrjáls bílbúnaður er tengdur við tækið.
Hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Textasími er tengdur við tækið.
Samstilling er í gangi í tækinu.
Kveikt er á kallkerfistengingu.

Upplýsingar um þjónustustöðvar Nokia

Á www.nokia.com/support eða vefsíðu Nokia í þínu landi má finna nýjustu útgáfu þessarar handbókar, frekari upplýsingar, efni til niðurhleðslu og þjónustu sem tengist Nokia vörunni þinni.
Á vefsíðunni færðu upplýsingar um notkun á Nokia-vörum og þjónustu. Lista yfir þjónustu við viðskiptavini á mismunandi stöðum er að finna á www.nokia.com/customerservice.
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu í mismunandi löndum er að finna á www.nokia.com/repair.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 13

2. Tækið þitt

Takkinn Valmynd og stýripinni

Til að opna forrit í tækinu þínu ýtirðu á Valmynd takkann í biðstöðu. Til að fara úr forriti yfir í Valmynd, og hafa forritið áfram opið í bakgrunni, ýtirðu á Valmynd takkann. Haltu inni Valmynd takkanum til að birta lista yfir opin forrit og skipta á milli þeirra. Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Orðalagið 'veldu Valmynd' í notendahandbókinni merkir að ýta eigi á Valmynd takkann. Notaðu stýripinnann til að fletta og velja. Með stýripinnanum er hægt að fletta upp, niður, til hægri og til vinstri í Valmynd,
ýmsum forritum og í listum. Einnig er hægt að opna forrit og skrár og breyta stillingum með því að ýta á stýripinnann.

Biðskjáir

Í tækinu eru tveir mismunandi biðskjáir: virkur biðskjár og (venjulegur) biðskjár.

Virkur biðskjár

Tækið er í virkri biðstöðu þegar kveikt hefur verið á því en engir stafir eða tölur hafa verið slegnar inn. Á virka biðskjánum er hægt að sjá þjónustuveituna og símkerfið, áminningar og aðra vísa auk forrita sem hægt er að opna með fljótlegum hætti.
Forritin sem eiga að birtast á virkum biðskjá eru valin í Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Biðhamur > Forrit á biðskjá. Flettu að mismunandi stillingum flýtivísa og ýttu á stýripinnann. Flettu að forritinu sem þú vilt velja og ýttu á stýripinnann.
Til að nota venjulegan biðskjá velurðu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Biðhamur > Virkur biðskjár > Óvirkur.
Ábending: Á virka biðskjánum er einnig hægt að sjá skilaboð í möppum á borð við innhólf eða pósthólf. Veldu
Valmynd > Skilaboð > Valkostir > Stillingar > Annað og möppurnar í Virkur biðskjár.

Biðstaða

Í biðstöðu birtast ýmsar upplýsingar, líkt og þjónustuveita, tíminn og mismunandi vísar, t.d. fyrir áminningar. Ekki er hægt að velja flýtivísa stýripinnans þegar kveikt er á virka biðskjánum og stýripinninn er notaður til að fletta með hefðbundnum hætti.
Flýtivísar í biðstöðu Ýtt er á hringitakkann til að skoða síðustu númerin sem hringt hefur verið í. Hringt er í númer eða nafn með því að velja það og
ýta á hringitakkann. Hringt er í talhólfið (sérþjónusta) með því að halda inni 1 takkanum. Dagbókin er opnuð með því að fletta til hægri. Til þess að skrifa og senda textaskilaboð skaltu ýta takkanum til vinstri. Ýttu á efri hliðartakkann til að opna Tengiliðir. Til velja annað snið skaltu ýta snöggt á rofann, fletta að sniðinu sem þú vilt nota og ýta á stýripinnann til að velja það. Til að opna Þjónusta og tengjast við netið heldurðu 0 takkanum inni. Flýtivísunum er breytt með því að velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Sími > Biðhamur.

Valmynd

Valmynd er upphafsstaður þaðan sem þú getur opnað öll forrit í tækinu eða á minniskorti. Valmynd inniheldur forrit og möppur,
þar sem er að finna forrit af svipaðri gerð. Notaðu stýripinnann til að fara upp og niður á skjánum. Forrit sem þú setur upp eru sjálfkrafa vistuð í möppunni Uppsetn..
Forrit er opnað með því að velja það og ýta á stýripinnann. Til að skoða forritin í lista skaltu velja Valkostir > Breyta útliti > Listi. Til að fara til baka á töfluskjáinn skaltu velja Valkostir >
Breyta útliti > Tafla.
Veldu Valkostir > Uppl. um minni til að sjá hversu mikið minni mismunandi forrit og gögn taka í innra minni tækisins eða á minniskorti, sem og til að sjá hversu mikið minni er laust.
Til að endurskipuleggja möppuna skaltu fletta að því forriti sem þú vilt færa og velja Valkostir > Færa. Merki er sett til hliðar við forritið. Flettu að nýju staðsetningunni og veldu Í lagi.
Til að færa forrit í aðra möppu skaltu fletta að forritinu sem þú vilt færa og velja Valkostir > Færa í möppu, velja svo nýju möppuna og Í lagi.
Til að hlaða niður forritum af vefnum skaltu velja Valkostir > Hlaða niður forritum. Veldu Valkostir > Ný mappa til að búa til nýja möppu. Ekki er hægt að búa til möppur inni í möppum.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 14
T æ k i ð þ i t t
Veldu Valkostir > Endurnefna til að gefa nýrri möppu heiti.
Ábending: Hægt er að skipta á milli opinna forrita með því að halda valmyndartakkanum inni. Þá opnast skiptigluggi þar sem sjá má þau forrit sem eru opin. Veldu forrit og ýttu á stýripinnann til að skipta yfir í það.

Algengar aðgerðir í ýmsum forritum

Eftirfarandi aðgerðir er að finna í ýmsum forritum: Til að breyta um snið, slökkva á tækinu eða læsa því skaltu ýta snöggt á rofann. Til að vista skrá velurðu Valkostir > Vista. Vistunarmöguleikar fara eftir því hvaða forrit er verið að nota. Til að senda skrá velurðu Valkostir > Senda. Hægt er að senda skrár í tölvupósti, með margmiðlunarskilaboðum, með innrauðri
tengingu eða Bluetooth. Texti er afritaður með því að halda ritfærslutakkanum inni og velja textann með stýripinnanum. Haltu ritfærslutakkanum inni
og veldu Afrita. Til að líma skaltu fletta að staðnum þar sem líma á textann inn, halda ritfærslutakkanum inni og velja Líma.
Til að eyða skrá ýtirðu á hreinsitakkann eða velur Valkostir > Eyða. Til að velja mismunandi atriði, til dæmis skilaboð, skrár eða tengiliði, skaltu fletta upp, niður, til vinstri eða til hægri til að merkja
atriðið sem þú vilt. Veldu Valkostir > Merkja/Afmerkja > Merkja til að velja eitt atriði, eða Valkostir > Merkja/Afmerkja > Merkja
allt til að velja öll atriðin.
Ábending: Til að velja nánast öll atriðin skaltu fyrst velja Valkostir > Merkja/Afmerkja > Merkja allt, velja svo atriðin sem þú vilt ekki og Valkostir > Merkja/Afmerkja > Afmerkja.
Til að velja hlut (til dæmis viðhengi í skjali) skaltu fletta að hlutnum þannig að ferhyrnd merki birtist sitt hvoru megin við hlutinn.

Leit í tækinu

Hægt er að leita að upplýsingum í tengiliðum, minnismiðum, stefnumótum í dagbók, verkefnum, tölvupóstum og textaskilaboðum. Einnig er hægt að leita að skrám eftir skráarheitum í minni tækisins og á minniskorti.
Veldu Valmynd > Office > Leit í tækinu. Veldu efnisgerðina sem þú vilt leita í. Hætt er við efnisval með því að velja nýja gerð. Til að leita að öllum efnisgerðum velurðu
Öll. Sláðu inn leitarorðin eða upphaf þeirra. Veldu Leita.
Ábending: Algildisstafir geta hjálpað til við að finna hluti. Notaðu ? í leitarorðum í stað einstaka stafs og * í stað engra eða fleiri stafa.
Til að nota tvö leitarorð skaltu aðskilja þau með bili. Þú finnur þá aðeins hluti sem innihalda bæði leitarorðin. Til að finna nákvæmar niðurstöður út frá setningu skaltu setja gæsalappir utan um setninguna.
Til að skoða hvað þú hefur leitað að áður velurðu Valkostir > Fyrri niðurstöður.

Textaritun

Venjulegur innsláttur

vísirinn sést efst til hægri á skjánum þegar þú slærð inn texta með hefðbundnum hætti. og merkja hástafi og lágstafi. merkir að fyrsti stafur setingarinnar verður ritaður með hástaf og að allir aðrir stafir
verða sjálfkrafa ritaðir með lágstöfum. merkir tölustafi.
Styddu ítrekað á talnatakka frá 1–9 þar til stafurinn sem þú vilt fá fram birtist. Hver takki inniheldur fleiri stafi en þá sem eru prentaðir á hann.
Til að fá fram tölustaf skaltu halda takkanum inni.
Haltu inni # takkanum til að skipta á milli tölu- og bókstafa.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist og slá svo inn stafinn.
Ýttu á hreinsitakkann til að eyða staf. Haltu hreinsitakkanum inni til að fjarlægja fleiri en einn staf.
Til að fá aðgang að algengustu greinarmerkjunum ýtirðu á 1 takkann. Ýttu endurtekið á 1 takkann til að fá fram rétt
greinarmerki. Ýttu á * til að opna lista yfir sérstafi. Notaðu stýripinnann til að fara í gegnum listann og veldu staf.
Bil er sett inn með því að ýta á 0. Ýttu þrisvar sinnum á 0 ef þú vilt færa bendilinn í næstu línu.
Ýttu á # til að skipta á milli há- og lágstafa.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 15
T æ k i ð þ i t t

Flýtiritun

1. Til að virkja flýtiritun skaltu ýta á ritfærslutakkann og velja Kveikja á flýtiritun. Þá verður flýtiritun virk í öllum ritlum í tækinu.
vísirinn sést efst til hægri á skjánum þegar þú slærð inn texta með flýtiritun.
2. Ýttu á talnatakka frá 2–9 til að slá inn orðið sem þú vilt. Ýttu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf.
3. Þegar þú klárar að skrifa orðið og það er rétt skaltu ýta á stýripinnann til að staðfesta það, eða á 0 til að setja inn bil.
Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * til að skoða samsvarandi orð sem orðabókin finnur hvert á eftir öðru. Ef ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vildir slá inn ekki í orðabókinni. Orði er bætt inn í orðabókina með því að velja
Stafa, slá inn orðið á venjulegan hátt og velja síðan Í lagi. Þá er orðinu bætt inn í orðabókina. Þegar orðabókin er orðin full
er elsta orðinu sem var sett inn í hana skipt út fyrir nýjasta orðið.
4. Byrjaðu að skrifa næsta orð.
Ábending: Hægt er að kveikja eða slökkva á flýtirituninni með því að ýta tvisvar sinnum snöggt á # takkann.
Sláðu inn fyrri hluta samsetts orðs og staðfestu það með því að fletta til hægri. Sláðu inn seinni hluta orðsins. Ýttu á 0 til að klára samsetta orðið og bæta við bili.
Til að slökkva á flýtiritun fyrir alla textaritla tækisins ýtirðu á ritfærslutakkann og velur Flýtiritun > Slökkt á flýtiritun.

Afritun texta á klemmuspjald

1. Haltu ritfærslutakkanum inni til að velja stafi og orð. Skrunaðu um leið í þá átt sem þarf til að auðkenna orð, setningu eða
textalínu sem á að afrita. Textinn er auðkenndur um leið og valið færist.
2. Haltu ritfærslutakkanum inni og veldu Afrita til að afrita textann á klemmuspjaldið. Til að setja textann inn í skjal skaltu halda
ritfærslutakkanum inni og velja Líma.

Tungumáli texta breytt

Hægt er að skipta um tungumál þegar texti er sleginn inn. Ef þú ýtir til dæmis endurtekið á 6 takkann til að fá fram tiltekinn staf færðu aðra stafi í annarri röð ef þú skiptir um tungumál.
Ef þú slærð inn texta á tungumáli sem notar ekki stafi latneska stafrófsins, og vil nota latneska stafi (t.d. tölvupósts- eða vefföng) getur verið að þú þurfir að skipta um tungumál. Tungumálinu er breytt með því að ýta á ritfærslutakkann, velja Tungumál
texta og svo tungumál þar sem latneskir stafir eru notaðir.

Hljóðstyrkur

Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Ýttu á hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur. Ýttu á hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn þegar hátalarinn er notaður.

Snið

Viðvörun: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, eða nota aðrar aðgerðir sem þurfa tengingu við símkerfi. Áfram er hægt að hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Skipta verður um snið áður en hægt
er að hringja. Ef tækinu hefur verið læst skal færa inn lykilnúmerið. Veldu Valmynd > Verkfæri > Snið. Þú getur stillt og sérsniðið hringitóna, viðvörunartóna og aðra tóna tækisins fyrir mismunandi viðburði, umhverfi og
viðmælendahópa. Til að sérsníða snið skaltu fletta að sniðinu á listanum og velja Valkostir > Sérsníða.
Færðu inn eftirfarandi stillingar:
Hringitónn — Veldu hringitón af listanum eða veldu Hl. niður tónum til að opna bókamerkjamöppu með lista yfir bókamerki
til að hlaða niður hringitóna í vafranum. Til að hlusta á valinn tón skaltu velja Spila. Ef þú ert með tvær símalínur getur þú notað mismunandi hringitón fyrir hvora línu.
Segja nafn hringj. — Gerðu texta-í-tal hringitóninn virkan. Þegar einhver á tengiliðalistanum hringir í þig heyrist hringitónn
í símanum sem er sambland af nafni tengiliðarins og hringitóninum sem þú valdir.
Gerð hringingar — Veldu hvernig hringitónninn á að heyrast.
Hljóðst. hringingar — Stilltu hljóðstyrk hringitónsins.
Viðv.tónn skilaboða — Veldu tón fyrir móttekin textaskilaboð.
Viðv.tónn tölvupósts — Veldu tón fyrir móttekin tölvupóstskeyti.
Varar við með titringi — Veldu hvort tækið á að titra þegar hringt er í þig.
Takkatónar — Stilltu hljóðstyrk takkatóna tækisins.
Aðvörunartónar — Kveiktu eða slökktu á viðvörunartónum.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 16
T æ k i ð þ i t t
Gera viðvart um — Þú getur stillt tækið þannig að það hringi aðeins þegar um er að ræða símanúmer í ákveðnum
viðmælendahópi. Enginn hringitónn heyrist ef fólk utan þess hóps hringir.
Nafn sniðs — Þú getur búið til nýtt snið og gefið því heiti eða endurnefnt snið sem þegar er til. Sniðin Almennt og
Ótengdur er ekki hægt að endurnefna. Ótengdur sniðið hindrar þig í að kveikja óvart á tækinu, senda eða taka á móti skilaboðum eða nota Bluetooth. Það lokar
einnig öllum þeim internettengingum sem eru virkar þegar sniðið er valið. Til að velja nýtt snið skaltu fletta að sniðinu sem þú vilt nota í listanum og velja Valkostir > Gera virkt. Til að búa til nýtt snið skaltu velja Valkostir > Búa til nýtt og tilgreina stillingarnar.

Hringitónar valdir

Til að velja hringitón skaltu fletta að sniði og velja Valkostir > Sérsníða > Hringitónn. Veldu hringitón af listanum eða veldu Hl.
niður tónum til að opna bókamerkjamöppu með lista yfir bókamerki til að hlaða niður hringitónum í vafranum. Sóttir tónar eru
vistaðir í Gallerí. Til að spila hringitóninn aðeins fyrir valinn tengiliðahóp skaltu fletta að sniði og velja Valkostir > Sérsníða > Gera viðvart um og
velja hópinn. Enginn hringitónn heyrist ef fólk utan þess hóps hringir. Til að fletta á milli skilaboðatóna skaltu velja snið og velja Valkostir > Sérsníða > Viðv.tónn skilaboða. Til að hlusta á valinn tón skaltu velja tóninn af listanum og bíða þar til tónninn heyrist.

Stillingum fyrir aukahluti breytt

Flettu að aukahlut og veldu Valkostir > Opna. Breyttu sjálfgefna sniðinu fyrir aukahlutinn.
Til að breyta stillingum fyrir aukahluti velurðu aukahlutinn og Valkostir > Opna.

Þemu

Veldu Valmynd > Verkfæri > Þemu. Með Þemu er hægt að breyta útliti skjásins. Til dæmis er hægt að skipta um bakgrunnsmynd og breyta litum skjásins. Nánari upplýsingar er að finna í ítarlegu notendahandbókinni á vefnum.
Til að breyta útliti skjásins skaltu auðkenna þemað sem á að nota og velja Valkostir > Virkja. Til að breyta þema skaltu auðkenna það og velja Valkostir > Breyta. Veldu Veggfóður til að breyta bakgrunnsmyndinni í biðstöðu,
eða Rafhlöðusparnaður til að nota texta eða dagsetningu og tíma sem orkusparnað sem birtist á skjánum þegar ekki hefur verið ýtt á neinn takka í tiltekinn tíma.
Þú þarft að koma á nettengingu sem gerir þér kleift að hlaða niður þemum frá netveitum sem eru samhæfar tækinu. Til að hlaða niður þema velurðu Hlaða niður þema. Færðu inn tengilinn sem þú vilt nota til að hlaða niður þema. Þegar þema
hefur verið hlaðið niður er hægt að forskoða það, virkja eða breyta því. Til að forskoða þema skaltu auðkenna það og velja Valkostir > Skoða áður. Veldu Virkja til að byrja að nota nýja þemað.

Efni flutt á milli tækja

Þú getur flutt efni, eins og tengiliði, úr samhæfu Nokia tæki í Nokia E50 tækið þitt með Bluetooth-tengingu eða innrauðri tengingu. Það hvaða efni er hægt að afrita fer eftir gerð tækisins. Ef hitt tækið styður samstillingu er einnig hægt að samstilla gögn á milli tækisins og Nokia E50.

Efni flutt með Bluetooth eða innrauðu tengi

Til þess að hefja gagnaflutning úr samhæfu tæki velurðu Valmynd > Verkfæri > Flutningur. Bluetooth-tengingar
1. Veldu Halda áfram á upplýsingaskjánum.
2. Veldu Með Bluetooth. Bæði tækin verða að styðja tengigerðina.
3. Virkjaðu Bluetooth í hinu tækinu þínu og veldu Halda áfram í Nokia E50 tækinu þínu til að hefja leit að tækjum með virka
Bluetooth-tengingu.
4. Veldu Stöðva í Nokia E50 tækinu þínu eftir að það hefur fundið hitt tækið þitt.
5. Veldu hitt tækið þitt af listanum. Beðið er um að þú færir inn aðgangskóða (1 til 16 stafa) í Nokia E50 tækið. Aðgangskóðinn
verður einungis notaður einu sinni til að staðfesta þessa tengingu.
6. Sláðu kóðann inn í Nokia E50 tækið og veldu Í lagi. Sláðu kóðann inn í hitt tækið og veldu Í lagi. Tækin hafa nú verið pöruð.
Sjá „Pörun tækja“, bls. 55.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 17
T æ k i ð þ i t t
Á sumum gerðum tækja er forritið Flytja gögn sent í hitt tækið í skilaboðum. Opnaðu skilaboðin til að setja forritið Flytja
gögn upp í hinu tækinu og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
7. Í Nokia E50 tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu tækinu og svo Í lagi. Innrauð tenging
1. Veldu Halda áfram á upplýsingaskjánum.
2. Veldu Um innrautt. Bæði tækin verða að styðja flutningsmátann sem er valinn.
3. Tengdu tækin tvö. Sjá „Innrautt“, bls. 56.
4. Í Nokia E50 tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu tækinu og svo Í lagi. Efnið er afritað úr minni hins tækisins og sett á viðeigandi stað á tækinu þínu. Afritunartíminn veltur á því gagnamagni sem er
afritað. Þú getur hætt við afritunina og haldið henni áfram síðar. Nauðsynlegar aðgerðir fyrir gagnaflutning geta verið breytilegar eftir tækjum, og því hvort þú hafir hætt við gagnflutning áður.
Þeir hlutir sem hægt er að flytja geta verið mismunandi eftir hinu tækinu.

Gögn samstillt við annað tæki

Hafirðu áður flutt gögn í Nokia E50 tækið þitt og hitt tækið styður samstillingu geturðu notað Flutningur til að halda þessum tækjum uppfærðum.
1. Veldu Símar og ýttu á stýripinnann.
2. Flettu að því tæki sem þú vilt flytja úr gögn og ýttu á stýripinnann.
3. Veldu Samstilla og ýttu á stýripinnann. Tækin hefja samstillingu og nota sömu gerð tengingar og þú valdir þegar þú fluttir
gögnin í upphafi. Einungis eru samstillt þau gögn sem þú valdir í upphafi til gagnaflutninga.
Til að breyta stillingum fyrir gagnaflutning og samstillingu skaltu velja Samstilla, fletta að tækinu, ýta á stýrihnappinn og velja
Breyta.

Minni

Hægt er að vista gögn eða setja upp forrit í tvenns konar minni: í minni tækisins og á viðbótarminni (fjarlægjanlegu minniskorti).

Innra minni tækis

Mörg forrit samnýta innbyggða minnið í tækinu. Stærð innra minnisins er breytileg, en ekki er hægt að stækka það um sem nemur meiru en mestu forstillingu. Gögn sem geymd eru í tækinu, s.s. hugbúnaður, myndir og tónlist, nota innra minni tækisins.

Viðbótarminni

Viðbótarminni eru gagnageymslur sem ekki eru innbyggðar í tækið, t.d. SIM-kort eða minniskort. Á SIM-kortum eru annars konar upplýsingar geymdar, til dæmis um símafyrirtækið og tengiliði. Minniskort er notað sem ytri gagnamiðill fyrir hugbúnað, myndir, tónlist, tengiliði, texta eða hvers kyns önnur gögn á rafrænu formi. Hægt er að fá minniskort með miklu geymslurými.

Upplýsingar um minni

Veldu Valmynd og Valkostir > Uppl. um minni og Minni símans eða Minniskort. Hægt er að sjá hversu mikið minni er í notkun, hversu mikið minni er laust og hversu mikið minni hver tegund gagna notar. Til
dæmis getur þú séð hversu mikið minni er notað fyrir tölvupóst, textaskjöl eða stefnumót í dagbók.
Ábending: Til að tryggja að minnið verði aldrei af skornum skammti ættir þú reglulega að eyða gögnum eða flytja þau yfir á minniskort eða tölvu.

Minniskort

Nokia tækið þitt styður aðeins FAT16- og FAT32-skráakerfið fyrir minniskort. Ef þú notar minniskort úr öðru tæki, eða ef þú vilt tryggja samhæfni minniskortsins við Nokia tækið þitt, þarftu e.t.v. að forsníða minniskortið með Nokia tækinu þínu. Öllum gögnum á minniskortinu er þó eytt varanlega þegar þú forsníður það.
Ráðlegt er að búa reglulega til öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og vista það á minniskortinu. Hægt er að flytja upplýsingarnar yfir í tækið síðar. Til þess að vista öryggisafrit af gögnum úr minni tækisins á minniskorti velurðu Valmynd >
Verkfæri > Minniskort > Valkostir > Afrita minni símans Til þess að flytja upplýsingar af minniskorti yfir í minni símans velurðu Valmynd > Verkfæri > Minniskort > Valkostir > Endurh. frá korti.
Taktu minniskortið ekki úr tækinu meðan það er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Ef ekki er hægt að nota minniskort í tækinu getur verið að það sé af rangri gerð, ekki forsniðið fyrir tækið eða skráakerfi þess skemmt.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 18
T æ k i ð þ i t t
Ábending: Hægt er að setja minniskort í tækið eða taka það úr án þess að fjarlægja þurfi rafhlöðuna eða slökkva á tækinu.
MicroSD Aðeins skal nota microSD kort sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu tæki. Nokia fylgir viðurkenndum stöðlum um
minniskort en ekki er víst að minniskort allra annarra framleiðanda virki eðlilega með tækinu eða séu að fullu samhæf við það. Þetta tæki notar microSD-minniskort. Aðeins skal nota samhæf microSD-kort með þessu tæki til að tryggja samhæfni. Upplýsingar um samhæfni microSD-
korta fást hjá framleiðandum eða söluaðilum þeirra. Önnur minniskort en microSD-kort eru ekki samhæf við þetta tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu geta skemmst. Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Minniskort notað Veldu Valmynd > Verkfæri > Minniskort > Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Fjarl. minniskort — til að fjarlægja minniskortið með öruggum hætti.
Afrita minni símans — til að vista öryggisafrit af mikilvægum upplýsingum, s.s. dagbókarfærslum eða tengiliðum, á
minniskortinu.
Endurh. frá korti — til að færa öryggisafritið af minniskortinu yfir í tækið.
Forsníða minniskort — til að forsníða minniskort fyrir tækið.
Nafn minniskorts — til að breyta heiti minniskortsins.
Setja lykilorð — til að búa til lykilorð fyrir minniskortið.
Upplýsing. um minni — til að fylgjast með því hversu mikið minni forrit og gögn nota.
Minniskort forsniðið Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því varanlega. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðila um hvort forsníða þurfi
minniskortið áður en það er notað. Til að forsníða minniskort velurðu Valkostir > Forsníða minniskort. Þegar búið er að forsníða kortið skaltu slá inn heiti fyrir minniskortið.
Öryggi minniskorts Þú getur verndað minniskort með lykilorði til að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að því. Til að stilla inn lykilorð velurðu
Valkostir > Setja lykilorð. Lykilorðið getur verið allt að átta stafir að lengd og er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.
Lykilorðið er vistað í tækinu. Ekki þarf að slá það inn aftur þegar minniskortið er notað í sama tæki. Ef þú notar minniskortið í öðru tæki ertu beðin/n um að slá lykilorðið inn aftur. Ekki öll minniskort styðja verndun með lykilorði.
Til að fjarlægja lykilorð minniskortsins velurðu Valkostir > Fjarlægja lykilorð. Þegar lykilorðið er fjarlægt eru gögnin á minniskortinu ekki lengur varin.
Minniskort opnað Til að opna læst minniskort velurðu Valkostir > Taka m.kort úr lás. Sláðu inn lykilorðið.

Hjálp og kennsluforrit

Hægt er að fá svör við spurningum um notkun tækisins jafnvel þótt notendahandbókin sé ekki við höndina, þar sem tækið inniheldur bæði hjálpartexta fyrir valmyndir og kennsluforrit.
Ábending: Hægt er að fá leiðbeiningar um tilteknar aðgerðir úr viðkomandi Valkostir listum.

Hjálpartextar

Til að lesa upplýsingar fyrir opinn skjá forrits velurðu Valkostir > Hjálp.
Ábending: Þú getur einnig valið Valmynd > Verkfæri > Hjálp til að fletta í gegnum hjálpartitla og leitað.
Í Hjálp er hægt að velja flokka sem skoða á leiðbeiningar fyrir. Veldu flokk, til dæmis Skilaboð, og ýttu á stýripinnann til að sjá hvaða leiðbeiningar (hjálpartextar) eru í boði. Á meðan þú ert að lesa hjálpartextann skaltu fletta til vinstri eða hægri til að sjá aðra hjálpartexta í þessum flokki.
Þú getur skipt á milli forritsins og hjálpartexta þess með því að halda inni valmyndartakkanum.

Kennsla

Kennsluforritið veitir þér upplýsingar um tækið og sýnir þér hvernig á að nota það. Til að opna kennsluforritið í valmyndinni velurðu Valmynd > Verkfæri > Kennsla og opnar hlutann sem þú vilt skoða.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 19
T æ k i ð þ i t t

Nokia PC Suite

Hægt er að setja upp Nokia PC Suite af geisladiskinum eða af netinu. Aðeins er hægt að nota Nokia PC Suite með Windows 2000 og Windows XP. Með Nokia PC Suite er hægt að taka öryggisafrit, samstilla tækið við samhæfa tölvu, flytja skrár á milli tækisins og tölvu og nota tækið sem mótald.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 20

3. Forrit fyrir símtöl

Þegar tækið er læst getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Símtöl

Í ótengdu sniði getur þurft að færa inn lykilnúmer og breyta yfir í hringisnið áður en hringt er, einnig í neyðarnúmer. Til að hringja og taka á móti símtölum verður að vera kveikt á tækinu, gilt SIM-kort verður að vera í því og það verður að vera
staðsett innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Sláðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, og ýttu á hringitakkann. Ef þú slærð inn rangt númer skaltu ýta á hreinsitakkann.
Ábending: Til að hringja til útlanda skaltu ýta tvisvar sinnum á * takkann til að setja inn plúsmerkið (+) í stað alþjóðlega svæðisnúmersins. Sláðu því næst inn landsnúmerið og svæðisnúmerið (slepptu 0 í upphafi ef með þarf) og svo símanúmerið.
Til að ljúka símtali eða hætta við að hringja ýtirðu á hætta-takkann. Til að hringja í vistaða tengiliði velurðu Tengiliðir í biðstöðu. Sláðu inn fyrstu stafina í nafninu, flettu að nafninu og ýttu á
hringitakkann. Sjá „Tengiliðir“, bls. 29. Ýttu á hringitakkann til að sjá síðustu númerin sem þú hringdir í eða reyndir að hringja í (allt að 20 númer). Veldu númer eða
nafn og ýttu á hringitakkann til að hringja í það. Sjá „Notk.skrá“, bls. 22. Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stjórna hljóðstyrknum á virka símtalinu. Til að hringja í talhólfið þitt (sérþjónusta) þegar tækið er í biðstöðu skaltu halda inni 1 takkanum eða ýta á 1 og svo á
hringitakkann.

Hraðval

Með hraðvali getur þú hringt með því að halda tölutakka inni. Áður en hægt er að nota hraðvalið þarf að velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Hringing > Hraðval > Virkt.
Til þess að tengja tölutakka við símanúmer velurðu Valmynd > Verkfæri > Hraðval. Flettu að tölutakkanum (2 - 9) á skjánum og veldu Valkostir > Á númer. Veldu það númer sem þú vilt úr skránni Tengiliðir.
Til að eyða símanúmerinu sem tengt hefur verið við tölutakka flettirðu að hraðvalstakkanum og velur Valkostir > Fjarlægja. Til að breyta símanúmeri sem tengt hefur verið við tölutakka flettirðu að hraðvalstakkanum og velur Valkostir > Breyta.

Svara símtali

Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að vera breytilegir eftir eiginleikum
símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og öðru slíku. Ýtt er á hringitakkann til að svara símtali. Ýtt er á hætta-takkann til að hafna símtalinu. Til að slökkva á hringitóni í stað þess að svara símtali skaltu velja Hljótt. Ýttu á hringitakkann til að svara nýju símtali meðan annað er enn í gangi og Símtal í bið er virkt. Fyrsta símtalið er sett í bið. Ýtt
er á hætta-takkann til að slíta símtalinu sem er í gangi.

Valkostir í símtali

Veldu Valkostir til að velja úr eftirfarandi meðan á símtali stendur:
Hljóðnemi af — Til að hlusta á símtalið sem stendur yfir án þess að aðrir þátttakendur í símtalinu geti heyrt í þér.
Hljóðnemi á — Til að aðrir þátttakendur í símtalinu geti heyrt í þér aftur.
Sleppa — Til að sleppa aðila úr símtalinu sem stendur yfir.
Slíta símtali í gangi — Til að slíta símtalinu.
Valmynd — Til að sjá lista yfir forrit tækisins.
Í bið — Til að setja símtalið í bið.
Úr bið — Til að taka símtalið úr bið.
Ný hringing — Til að hringja nýtt símtal meðan á símtali stendur, ef símafundir (sérþjónusta) standa til boða.
Svara — Til að svara símtali meðan annað símtali stendur yfir, ef Símtal í bið er virkt.
Hafna — Til að hafna hringingu meðan á símtali stendur, ef Símtal í bið er virkt.
Læsa tökkum — Til að læsa takkaborði tækisins meðan á símtali stendur.
Símafundur — Til að sameina símtal sem er í gangi og annað sem er í bið í símafund (sérþjónusta).
Einkamál — Til að ræða einslega við einn þátttakanda símafundar meðan á fundi stendur (sérþjónusta).
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 21
F o r r i t f y r i r s í m t ö l
Víxla — Til að skipta á milli símtals sem er í gangi og annars sem er í bið (sérþjónusta).
Senda DTMF-tóna — Til að senda DTMF-tónaraðir (dual tone multi-frequency), t.d. fyrir lykilorð. Sláðu inn DTMF-strenginn eða
leitaðu að honum í Tengiliðir og veldu DTMF-tónar.
Færa — Tengdu saman viðmælanda sem er rætt við og þann sem er í bið og rjúfðu tengingu þína í leiðinni (sérþjónusta). Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Símtalsflutningur
Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Símtalsfl.. Hægt er að flytja innhringingar í talhólf eða annað símanúmer. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
1. Veldu gerð símtals úr eftirfarandi:
Símtöl — Móttekin raddsímtöl.
Gagnasímtöl — Móttekin gagnasímtöl.
Faxsendingar — Mótteknar faxsendingar.
2. Veldu einn af eftirfarandi flutningsvalkostum:
Öll símtöl, Öll gagnasímtöl, eða Allar faxsendingar. — Flutningur á öllum radd- og gagnasímtölum eða faxsendingum.
Ef á tali — Flutningur á innhringingum ef símtal stendur yfir.
Ef ekki svarað — Flutningur á innhringingum eftir að tækið hefur hringt í tiltekinn tíma. Í Seinka um: færir þú inn hversu
lengi þú vilt láta tækið hringja áður en símtalið er flutt.
Ef utan svæðis — Flutningur innhringinga þegar slökkt er á tækinu eða það er utan þjónustusvæðis.
Ef ekkert samband næst — Síðustu þrjár stillingarnar valdar í einu. Með þessum valkosti eru innhringingar fluttar ef tækið
er á tali, ekki er svarað eða tækið er utan þjónustusvæðis.
3. Veldu Gera virkan. Til þess að athuga hver staða símtalsflutnings er flettirðu að flutningsvalkostinum og velur Valkostir > Athuga stöðu. Til þess að hætta flutningi símtala flettirðu að flutningsvalkostinum og velur Valkostir > Ógilda.

Útilokun símtala

Útilokun og flutningur símtala getur ekki verið virkt samtímis. Þegar símtöl eru útilokuð getur samt verið hægt að hringja í tiltekin opinber neyðarnúmer. Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Útilokanir. Hægt er að loka fyrir símtöl úr tækinu og móttöku símtala (sérþjónusta). Til að breyta stillingunum þarftu lykilorð útilokanna
frá þjónustuveitunni þinni. Útilokun símtala gildir um öll símtöl, þ.m.t. gagnasímtöl. Til að loka fyrir símtöl velurðu Útilokun farsíma og einhvern eftirfarandi valkosta:
Úthringingar — Til að loka fyrir símtöl úr tækinu.
Innhringingar — Til að loka fyrir móttekin símtöl.
Millilandahringingar — Til að loka fyrir símtöl til útlanda.
Innhr. þegar erlendis — Til að loka fyrir móttekin símtöl þegar þú ert erlendis.
Millil.símt. utan heimalands — Til að loka fyrir símtöl til útlanda en leyfa símtöl til heimalands þíns.
Til að sjá stöðuna á útilokun símtala flettirðu að valkostum útilokunar og velur Valkostir > Athuga stöðu. Til að slökkva á útilokun símtala flettirðu að valkostum útilokunar og velur Valkostir > Ógilda all. útilokanir.

DTMF-tónar sendir

Þú getur sent DTMF-tóna (dual tone multi-frequency) á meðan símtal er í gangi til að stjórna talhólfinu þínu eða öðrum sjálfvirkum símaþjónustum.
Til að senda DTMF-tónaröð, hringdu símtal og bíddu þangað til svarað er á hinum endanum. Veldu Valmynd > Valkostir > Senda
DTMF-tóna. Sláðu inn DTMF-tónaröðina, eða veldu fyrirfram skilgreinda röð.
Til að tengja DTMF-tónaraðir við tengiliðaspjöld skaltu velja Valmynd > Tengiliðir. Opnaðu tengilið og veldu Valkostir > Breyta >
Valkostir > Bæta við upplýsing. > DTMF-tónar. Sláðu inn tónaröðina. Ýttu á * þrisvar sinnum til að setja inn p, u.þ.b. 2 sekúndna
hlé á undan, eða á milli, DTMF-tóna. Veldu Lokið. Ef stilla á tækið þannig að það sendi DTMF-tóna eingöngu þegar þú velur Senda
DTMF-tóna meðan á símtali stendur, skaltu ýta fjórum sinnum á * til að setja inn w.

Notk.skrá

Veldu Valmynd > Notk.skrá. Í Notk.skrá er hægt að sjá upplýsingar um samskiptasögu tækisins.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 22
F o r r i t f y r i r s í m t ö l
Til að skoða upplýsingar um nýleg símtöl, áætlaða lengd þeirra og GPRS-tengingar velurðu Síðustu símtöl, Lengd símtala eða
Pakkagögn og ýtir á stýripinnann.
Til að flokka færslur eftir gerð eða stefnu flettirðu til hægri og velur Valkostir > Sía. Veldu gerð síu og ýttu á stýripinnann. Veldu gerð eða stefnu og ýttu á stýripinnann.
Til að tilgreina hvenær færslur eru hreinsaðar (þeim er eytt) velurðu Valkostir > Stillingar > Skráning varir, þá valkost og loks Í
lagi.
Til að hreinsa ósvöruð símtöl, móttekin símtöl og númer sem hringt hefur verið í velurðu Síðustu símtöl > Valkostir > Eyða
síðustu símt..
Til að svara þeim sem hringir með skilaboðum velurðu Síðustu símtöl > Ósv. símtöl > Valkostir > Búa til skilaboð. Hægt er að senda texta- og margmiðlunarskilaboð.
Til að bæta þeim sem hringir eða sendir skilaboð við Tengiliðir skaltu velja viðkomandi og svo Síðustu símtöl > Ósv. símtöl >
Valkostir > Bæta við Tengiliði.
Til að skoða gagnamagnið sem er sent eða móttekið með GPRS velurðu Pakkagögn. GPRS-teljararnir eru núllstilltir með því að velja Valkostir > Hreinsa gagnamæla. Sláðu inn læsingarkóðann og veldu Í lagi.

Notk.skrá stillingar

Til að stilla hversu lengi allar samskiptafærslur eru geymdar í Notk.skrá velurðu Valkostir > Stillingar > Skráning varir, einhvern valkostanna í listanum og svo Í lagi.
Til að sjá lengd símtalsins meðan á því stendur skaltu velja Valkostir > Stillingar > Sýna lengd símtala > .

Kallkerfi

Veldu Valmynd > Tenging > Kallkerfi. Kallkerfi (PTT, sérþjónusta) gefur beint talsamband með því að ýta á takka. Með kallkerfi er hægt að nota tækið á sama hátt og
labbrabbtæki.

Kallkerfi

Þú getur notað kallkerfi til að tala við einn viðmælanda eða hóp fólks eða til að tengjast rás. Rás er eins og spjallrás: þú getur hringt í rásina til að sjá hvort einhver sé tengdur. Hringingin í rásina heyrist ekki hjá öðrum þátttakendum; þátttakendurnir tengjast bara rásinni og byrja að tala saman.
Í kallkerfissamskiptum talar einn á meðan hinir hlusta í innbyggða hátalaranum. Viðmælendur skiptast á um að svara. Þar sem aðeins einn viðmælandi getur talað í einu er tíminn sem hægt er að tala í einu takmarkaður. Upplýsingar um hversu lengi hægt er að tala í einu í kerfinu fást hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
Mundu að halda tækinu framan við þig í kallkerfissímtali þannig að þú sjáir á skjáinn. Talaðu í hljóðnemann og haltu ekki höndunum yfir hátalaranum.
Símtöl hafa alltaf forgang yfir kallkerfi. Áður en þú getur notað kallkerfi þarft þú að tilgreina aðgangsstað og stillingar fyrir kallkerfið. Stillingarnar kunna að berast í
sérstökum textaskilaboðum frá þjónustuveitunni sem býður upp á kallkerfisþjónustuna. Notandastillingar
Veldu Valkostir > Stillingar > Notandastillingar. Tilgreindu eftirfarandi:
Móttekin kallk.símtöl — Veldu Tilkynna ef þú vilt sjá tilkynningu um innhringingar. Veldu Samþykkja sjálfkrafa ef þú vilt svara
kallkerfissímtölum sjálfkrafa. Veldu Óheimilt ef þú vilt hafna kallkerfissímtölum sjálfkrafa.
Hringitónn kallkerfis — Veldu Nota hringitón sniðs ef þú vilt að stillingar innhringinga í kallkerfi fylgi sniðsstillingum. Ef sniðið
er án hljóðs, ná aðrir ekki í þig í kallkerfinu nema þegar beðið er um svarhringingu.
Tónn svarhringingar — Tilgreindu hringitón fyrir svarbeiðni.
Ræsing forrits — Veldu hvort þú viljir skrá þig inn í kallkerfisþjónustuna þegar þú kveikir á tækinu.
Sjálfgefið gælunafn — Færðu inn sjálfgefna gælunafnið (hámark 20 stafir) sem er birt öðrum notendum.
Sýna vistfangið mitt — Tilgreindu hvort aðrir eigi að sjá kallkerfisvistfangið þitt. Þú getur leyft öllum að sjá vistfangið, aðeins
viðmælendum í tveggja manna símtali eða þátttakendum í rás, eða falið vistfangið fyrir öllum notendum.
Sýna stöðu mína — Tilgreindu hvort innskráning þín á kallkerfismiðlarann er sýnd eða falin fyrir öðrum notendum. Tengistillingar
Veldu Valkostir > Stillingar > Tengistillingar. Tilgreindu eftirfarandi:
Lén — Sláðu inn lénsheitið sem þjónustuveitan lét þér í té.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 23
F o r r i t f y r i r s í m t ö l
Heiti aðgangsstaðar — Sláðu inn heiti aðgangsstaðar fyrir kallkerfi.
Veffang miðlara — Sláðu inn IP-tölu eða lénsheiti kallkerfismiðlarans sem þjónustuveitan lét þér í té.
Notandanafn — Sláðu inn notandanafnið sem þjónustuveitan lét þér í té.
Lykilorð — Sláðu inn lykilorð, ef þess er krafist, til að skrá þig inni í kallkerfisþjónustuna. Þjónustuveitan lætur lykilorðið
yfirleitt í té.

Innskráning í kallkerfisþjónustu

Ef þú hefur gert Ræsing forrits virkt í Notandastillingar, er kallkerfi sjálfkrafa skráð inn í þjónustuna við ræsingu. Ef ekki þarft þú að skrá þig inn handvirkt.
Til að skrá þig inn í kallkerfisþjónustu velurðu Valkostir > Stillingar > Tengistillingar og slærð inn Notandanafn, Lykilorð, Lén,
Veffang miðlara og Heiti aðgangsstaðar. Veldu Valkostir > Kveikja á Kallkerfi.
Þegar Gerð hringingar í tækinu er stillt á Pípa einu sinni eða Án hljóðs, eða ef símtal er í gangi, getur þú hvorki hringt né svarað kallkerfissímtölum.

Kallkerfissímtöl

Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill. Veldu Valkostir > Kallkerfistengiliðir.
Til að hringja kallkerfissímtal velurðu einn eða fleiri tengiliði og ýtir á kallkerfistakkann. Mundu að halda tækinu framan við þig í kallkerfissímtali þannig að þú sjáir á skjáinn. Skjárinn sýnir hvenær komið er að þér að tala. Talaðu í hljóðnemann og haltu ekki höndunum yfir hátalaranum. Ýttu á kallkerfistakkann og haltu honum inni á meðan þú talar. Slepptu takkanum þegar þú ert búinn að tala.
Styddu á endatakkann til að ljúka kallkerfissímtalinu. Þegar þér berst kallkerfishringing, skaltu ýta á hringitakkann til að svara eða endatakkann til að hafna símtalinu.

Svarbeiðnir

Til að senda svarbeiðni velurðu Valkostir > Kallkerfistengiliðir, flettir að tengiliðnum og velur Valkostir > Senda svarbeiðni. Til að svara svarbeiðni skaltu velja Sýna til að opna svarbeiðnina. Til að hringja kallkerfissímtal til sendandans skaltu ýta á
raddtakkann.

Tengiliðaskjár

Til að skoða, bæta við, breyta, eyða eða hringja í tengiliði velurðu Valkostir > Kallkerfistengiliðir. Listi af nöfnum úr forritinu
Tengiliðir í tækinu þínu birtist með upplýsingum um stöðu þeirra.
Til að hringja í valda tengiliði skaltu velja Valkostir > Tala við 1. Til að hringja í hóp velurðu Valkostir > Hringja kallkerfissímtal. Til að senda tengilið beiðni um að hringja aftur í þig, skaltu velja Valkostir > Senda svarbeiðni.

Rás búin til

Rás er eins og spjallrás: þú getur hringt í rásina til að sjá hvort einhver sé tengdur. Hringingin í rásina heyrist ekki hjá öðrum þátttakendum; þátttakendurnir tengjast bara rásinni og byrja að tala saman.
Rás er búin til með því að velja Valkostir > Ný rás > Búa til nýjan. Veldu Valkostir og veldu eftirfarandi:
Heiti rásar — Skrifaðu heiti rásarinnar.
Næði rásar — Veldu Einkarás eða Almenn rás.
Gælunafn í rás — Færðu inn gælunafnið þitt (hámark 20 stafir) sem er birt öðrum notendum.
Smámynd rásar — Settu inn mynd sem lýsir rásinni.
Ýttu á hreinsitakkann til að eyða rás. Þegar þú skráir þig inn í kallkerfi tengist kallkerfið sjálfkrafa við rásirnar sem voru virkar síðast þegar forritinu var lokað.

Kallkerfisrásir skráðar

Til að skrá rás í kallkerfisþjónustu velurðu Valkostir > Skrá. Til að breyta upplýsingum um rás velurðu Valkostir > Breyta.

Tenging við rás

Tengst er við rás með því að velja Valkostir > Kallkerfisrásir. Veldu rásina sem þú vilt tala við og ýttu á kallkerfistakkann. Mundu að halda tækinu framan við þig í kallkerfissímtali þannig að þú sjáir á skjáinn. Skjárinn sýnir hvenær komið er að þér að tala.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 24
F o r r i t f y r i r s í m t ö l
Talaðu í hljóðnemann og haltu ekki höndunum yfir hátalaranum. Ýttu á kallkerfistakkann og haltu honum inni á meðan þú talar. Slepptu takkanum þegar þú ert búinn að tala.
Til að skipta á milli rása í mörgum símtölum velurðu Víxla. Virka rásin er auðkennd. Til að skoða virka þátttakendur í rás velurðu Valkostir > Virkir meðlimir. Til að bjóða þátttakanda í rás skaltu velja Valkostir > Senda boð.

Notkunarskrá kallkerfis

Notkunarskrá kallkerfis er opnuð því að velja Valkostir > Notkunarskrá. Notkunarskráin sýnir dagsetningu, tíma, lengd og aðrar upplýsingar um kallkerfissímtölin þín.
Ábending: Til að koma á símtali milli tveggja úr Notkunarskrá skaltu velja viðeigandi atburð og ýta á kallkerfistakkann.

Hætt í kallkerfi

Veldu Valkostir > Hætta. Veldu til að skrá þig út og loka þjónustunni. Ýttu á Nei ef þú vilt halda forritinu virku í bakgrunni.

Öryggi tækis

Veldu Valmynd > Verkfæri > Stillingar > Öryggi > Sími og SIM. Þú getur breytt öryggisstillingunum fyrir PIN-númerið, sjálfvirka læsingu tækisins og skiptingu SIM-korta, sem og breytt
númerum og lykilorðum. Forðastu að nota númer sem líkjast neyðarnúmerum, t.d. 112, til að komast hjá því að hringja óvart í neyðarnúmer. Númer eru sýnd sem stjörnur. Þegar númeri er breytt skaltu slá inn núgildandi númer og síðan nýja númerið tvisvar.

Öryggisstillingar tilgreindar

Til að tilgreina stillingar fyrir tækið og SIM-kortið skaltu velja stillingu og svo Valkostir > Breyta. Þegar símtöl eru takmörkuð við lokaða notendahópa getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað
í tækið. Færðu inn eftirfarandi stillingar:
Beiðni um PIN-nr. — Veldu Virk ef þú vilt að beðið sé um PIN-númerið í hvert skipti sem kveikt er á tækinu. Ekki er hægt að
breyta þessari stillingu ef slökkt er á tækinu. Á sumum SIM-kortum er ekki hægt að slökkva á því að beðið sé um PIN-númerið.
PIN-númer — Breyttu PIN-númerinu. PIN-númerið verður að vera 4 til 8 tölur að lengd. PIN-númerið fylgir með SIM-kortinu
og kemur í veg fyrir að hægt sé að nota það í leyfisleysi. Ef rangt PIN-númer er slegið inn þrisvar sinnum í röð lokast PIN­númerið og opna verður það með PUK-númeri áður en hægt er að nota SIM-kortið aftur.
PIN2-númer — Breyttu PIN2-númerinu. PIN2-númerið verður að vera 4 til 8 tölur. PIN2-númerið fylgir með SIM-kortinu og
veitir aðgang að ákveðnum aðgerðum í tækinu. Ef rangt PIN2-númer er slegið inn þrisvar sinnum í röð lokast PIN2-númerið og opna verður það með PUK2-númeri áður en hægt er að nota SIM-kortið aftur.
Sjálfv. læsingartími — Hægt er að stilla eftir hversu langan tíma tækið læsist sjálfkrafa og er aðeins hægt að nota ef réttur
læsingarkóði er sleginn inn. Sláðu inn tímann í mínútum eða veldu Enginn til að gera þennan valkost óvirkan. Þegar tækið er læst er áfram hægt að svara innhringingum og hugsanlega er áfram hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Númer fyrir læsingu — Nýja númerið getur verið 4-255 stafir að lengd. Hægt er að nota tölu- og bókstafi og há- og lágstafi.
Tækið lætur þig vita ef eitthvað er rangt við númerið.
Læsa ef skipt um SIM — Stilltu tækið þannig að það biðji um læsingarkóðann þegar nýtt, óþekkt SIM-kort er sett í tækið.
Tækið heldur saman lista yfir þau SIM-kort sem það viðurkennir sem kort eigandans.
Leyfa ytri læsingu — Ef þú hefur þennan valmöguleika virkan getur þú læst tækinu með því að senda fyrirfram skilgreind
textaskilaboð úr öðrum síma. Þegar þú gerir þennan valmöguleika virkan, þarftu að færa inni læsingarkóða fyrir ytri læsingu og staðfesta skilaboðin. Skilaboðin verða að vera a.m.k. 5 stafir að lengd.
Lokaður notendahópur (sérþjónusta) — Tilgreindu hóp fólks sem þú getur hringt í og sem getur hringt í þig.
Staðfesta SIM-þjón. (sérþjónusta) — Stilltu símann þannig að hann birti staðfestingarboð þegar þú notar SIM-kortsþjónustu.

Lykilorðinu fyrir útilokanir breytt

Til að breyta lykilorðinu sem er notað til að loka fyrir radd-, fax- og gagnasímtöl skaltu velja Valmynd > Verkfæri > Stillingar >
Útilokanir > Útilokun farsíma > Valkostir > Breyta lykli f. útilok.. Sláðu inn núverandi númer og síðan nýja númerið tvisvar. Lykilorð
útilokunar verður að vera fjórir stafir að lengd. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu

Fast númeraval

Þegar fast númeraval er virkt getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Veldu Valmynd > Tengiliðir > Valkostir > SIM-tengiliðir > Í föstu númeravali.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 25
F o r r i t f y r i r s í m t ö l
Með föstu númeravali er hægt að takmarka símtöl úr tækinu þannig að aðeins er hægt að hringja í tiltekin símanúmer. Það styðja ekki öll SIM-kort fast númeraval. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Veldu Valkostir og svo einhvern af eftirfarandi valkostum:
Virkja fast nr.val — til að takmarka símtöl úr tækinu. Veldu Óvirkja fast nr.val til að slökkva á þjónustunni. Nauðsynlegt er að
hafa PIN2-númer til að virkja og óvirkja fast númeraval eða breyta tengiliðum í föstu númeravali. Númerið fæst hjá þjónustuveitunni.
Nýr SIM-tengiliður — Til að bæta símanúmeri við listann yfir númer sem leyfilegt er að hringja í. Sláðu inn heiti tengiliðsins
og símanúmer. Til að takmarka símtöl eftir landsnúmeri skaltu færa landsnúmerið inn í Nýr SIM-tengiliður. Aðeins er hægt að hringja í símanúmer sem byrja á þessu landsnúmeri.
Bæta í úr Tengiliðum — Til að afrita tengilið úr Tengiliðir yfir í fast númeraval.
Ábending: Til að geta sent textaskilaboð til SIM-tengiliða í föstu númeravali þarftu einnig að bæta númeri
skilaboðamiðstöðvarinnar við listann. Til að skoða eða breyta símanúmeri sem leyfilegt er að hringja í velurðu Valkostir > SIM-tengiliðir > Í föstu númeravali.
Ýttu á hringitakkann til að hringja í tengiliðinn. Til þess að breyta símanúmerinu velurðu Valkostir > Breyta. Þú gætir þurft PIN2-númerið þitt til að breyta númerum í föstu
númeravali. Ýttu á hreinsitakkann til að eyða tengiliðnum.

Talhólf

Veldu Valmynd > Verkfæri > Talhólf. Þegar þú opnar talhólfsforritið í fyrsta skipti er beðið um að þú sláir inn númer talhólfsins þíns. Númerinu er breytt með því að
velja Valkostir > Breyta númeri. Hringt er í númerið með því að velja Valkostir > Hringja í talhólf.
Ábending: Til að hringja í talhólfið þitt (sérþjónusta) þegar tækið er í biðstöðu skaltu halda inni 1 takkanum eða ýta á
1 og svo á hringitakkann.

Raddskipanir

Veldu Valmynd > Verkfæri > Raddskip.. Notaðu raddskipanir til að hringja símtal og opna forrit, snið eða aðrar aðgerðir tækisins. Tækið býr til raddmerki fyrir færslur í tengiliðalistanum og fyrir aðgerðirnar sem skilgreindar eru í forritinu Raddskip.. Þegar
raddskipun er sögð upphátt, ber tækið töluðu orðin saman við raddmerkin í tækinu. Raddskipanir eru ekki háðar rödd þess sem talar. Hins vegar laga raddkennslin í tækinu sig að rödd þess sem mest notar tækið
til að geta betur greint raddskipanir.

Hringja símtal

Raddmerki fyrir tengilið er nafnið eða gælunafnið sem er vistað á tengiliðaspjaldinu í Tengiliðir. Til að hlusta á raddmerki skaltu opna tengiliðaspjald og velja Valkostir > Spila.
1. Ýttu á og haltu inni raddtakkanum til að hringja símtal með raddskipun.
2. Þegar þú heyrir tóninn eða sérð merki á skjánum skaltu bera skýrt fram nafnið sem vistað er á tengiliðaspjaldinu.
3. Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn á því tungumáli sem er valið og birtir nafnið og símanúmerið. Eftir 1,5 sekúndu
hringir tækið í númerið. Ef tækið valdi rangan tengilið skaltu velja Næsta til að skoða aðrar niðurstöður í lista eða Hætta til að hætta við raddstýrða hringingu.
Ef nokkur númer eru vistuð undir nafninu velur tækið sjálfgefna númerið, hafi það verið tilgreint. Annars velur tækið fyrsta númerið í eftirfarandi röð: Farsími, Farsími (heima), Farsími (vinna), Sími, Sími (heima) og Sími (vinna).

Forrit keyrt

Tækið býr til raddmerki fyrir forritin sem talin eru upp í forritinu Raddskip.. Til að opna forrit með raddskipun heldurðu inni raddtakkanum og segir raddskipunina skýrt og greinilega. Ef tækið valdi rangt
forrit skaltu velja Næsta til að skoða aðrar niðurstöður í lista eða Hætta til að hætta við. Til að bæta fleiri forritum við listann skaltu velja Valkostir > Bæta við forriti. Til að breyta raddskipun forrits skaltu fletta að forritinu og velja Valkostir > Breyta skipun. Sláðu inn nýju raddskipunina og veldu
Í lagi.

Skipt um snið

Tækið býr til raddmerki fyrir hvert snið. Til að velja snið með raddskipun skaltu halda hringitakkanum inni og segja heiti sniðsins.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 26
F o r r i t f y r i r s í m t ö l
Til að breyta raddskipun skaltu fletta að sniðinu sem við á og velja Snið > Valkostir > Breyta skipun.

Stillingar raddskipana

Til að slökkva á hljóðgervlinum sem spilar raddmerki og -skipanir á tungumáli tækisins skaltu velja Stillingar > Hljóðgervill >
Óvirkt.
Til að núllstilla raddaðlögun þegar annar notandi tekur við tækinu, skaltu velja Núllstilla raddaðlögun.

Raddhjálp

Veldu Valmynd > Verkfæri > Raddhjálp. Raddaðstoðarforritið les texta á skjánum þannig að þú getur notað helstu aðgerðir tækisins án þess að líta á skjáinn. Veldu úr eftirfarandi:
Tengiliðir — Til að láta forritið lesa upp nöfnin á tengiliðalistanum þínum. Ekki nota þennan valkost ef það eru yfir 500 nöfn
á listanum.
Síðustu símtöl — Til að heyra upplýsingar um ósvöruð og móttekin símtöl, númer sem hringt hefur verið í og númer sem oft
er hringt í.
Talhólf — Til að sækja og hlusta á talskilaboð.
Númeraval — Til að hringja í símanúmer.
Klukka — Til að sjá hvað klukkan er og dagur.
Veldu Valkostir til að heyra fleiri valkosti.

Upptaka

Veldu Valmynd > Miðlar > Upptaka. Með forritinu Upptaka geturðu tekið upp allt að 60 sekúndna langt talboð, vistað talboðið sem hljóðskrá, og spilað hljóðskrána.
Upptaka styður AMR skráasniðið.
Ýttu á raddtakkann til að virkja forritið Upptaka. Ef þú ert skráður inn í kallkerfið virkar raddtakkinn sem kallkerfistakki og virkjar ekki forritið Upptaka.
Til að taka upp talboð skaltu velja Valkostir > Taka upp hljóð. Veldu Hlé til að gera hlé á upptökunum og Taka upp til að halda upptökum áfram. Veldu Stöðva þegar þú lýkur upptöku. Hljóðskráin er vistuð sjálfkrafa.
Hámarkslengd raddupptöku er 60 sekúndur, en fer einnig eftir því hversu mikið geymsluminni er laust í tækinu eða á minniskortinu.

Spilun talboða

Til að hlusta á raddupptöku sem þú varst að taka upp skaltu velja spilunartáknið. ( Framvindulínan sýnir spilunartíma, stöðu og lengd raddupptöku.
Styddu á Hlé til að gera hlé á spilun raddupptöku. Spilun hefst aftur þegar þú velur Spila. Raddupptökur sem þú móttekur eða tekur upp eru tímabundnar skrár. Þú verður að vista þær skrár sem þú vilt eiga.
). Veldu Stöðva til að hætta spilun.

Talgervill

Sk.b.lestur

Sk.b.lestur les móttekin textaskilaboð þín upphátt.
Veldu Valmynd > Office > Sk.b.lestur. Veldu textaskilaboðin sem þú vilt lesa og svo Spila. Þú getur einnig virkjað Sk.b.lestur með því að ýta stutt á hringitakkann þegar
þú færð textaskilaboð. Flettu til hægri til að lesa næstu skilaboð í Innhólf. Flettu til vinstri til að lesa fyrri skilaboðin. Ýttu í stutta stund á hringitakkann til að gera hlé á lestrinum. Ýttu aftur á hringitakkann til að halda áfram. Ýttu á hætta-takkann til að ljúka lestrinum.

Talgervill

Til að breyta raddstillingunum velurðu Valmynd > Verkfæri > Talgervill. Veldu úr eftirfarandi valkostum:
Tungumál — Veldu tungumálið.
Rödd — Veldu röddina. Röddin veltur á tungumálinu.
Raddstillingar — Stilltu eiginleika raddarinnar.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved. 27
Loading...
+ 61 hidden pages