Takkar og hlutar5
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir6
Minniskorti komið fyrir7
Hleðsla rafhlöðunnar8
Slökkt eða kveikt á símanum9
GSM-loftnet10
Band fest 10
Grunnnotkun10
Lykilorð10
Tökkunum læst11
Vísar11
Afritun tengiliða eða mynda úr eldri
síma12
Hljóðstyrk hringingar, lags eða
hreyfimyndar breytt12
Tækið notað án tengingar13
Símtöl13
Hringt í númer13
Hringt í síðast valda númerið13
Símtöl, sem hefur ekki verið svarað,
skoðuð13
Tengiliðir14
Nafn og símanúmer vistað14
Hraðval notað14
Textaritun14
Skipt milli innsláttarstillinga14
Hefðbundinn innsláttur notaður15
Flýtiritun notuð15
Skilaboð16
Skilaboð send16
Hlustað á talskilaboð17
Senda hljóðskilaboð 17
Stillingum símans breytt17
Um heimaskjáinn17
Sérsníddu heimaskjáinn þinn18
Flýtileið bætt við heimaskjáinn18
Tónar símans sérsniðnir18
Tengingar 19
Bluetooth19
USB-gagnasnúra20
Klukka20
Dag- og tímasetningu breytt20
Vekjaraklukka20
Tónlist og hljóð21
Hljóð- og myndspilari21
FM-útvarp23
Póstur og spjall24
Um Póst24
Póstur sendur24
Tölvupóstur lesinn og honum svarað 25
Um spjall25
Spjallað við vini25
Vafrað á netinu25
Um netvafrann25
Vafrað á netinu26
Bókamerki bætt við26
Láttu vefsíðuna passa á skjá símans 27
Að spara í gagnakostnaði27
Vafrayfirlitið hreinsað27
Nokia-þjónusta28
Nokia-þjónusta28
Framboð og verð á Nokia-þjónustu 28
Opnaðu Nokia-þjónustuna28
Myndir og hreyfimyndir28
Myndataka28
Hreyfimynd tekin upp29
Mynd eða hreyfimynd send29
Hjálp30
Þjónusta30
Áskrift að þjónustunni Ábendingar og
tilboð30
Uppfærðu símann reglulega 30
Umhverfisvernd32
Orkusparnaður32
Endurvinnsla33
Vöru- og öryggisupplýsingar33
Atriðaskrá39
Efnisyfirlit3
4Öryggi
Öryggi
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða
varðað við lög. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún
kann að valda truflunum eða hættu, til dæmis um borð í flugvélum, á
sjúkrahúsum eða nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum,
efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja. Farðu eftir
leiðbeiningum á afmörkuðum svæðum.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til
að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á
virkni þeirra.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA
Hlusta skal á höfuðtól á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri
eyranu þegar kveikt er á hátölurunum.
Tækið tekið í notkun
Takkar og hlutar
Tækið tekið í notkun5
1 Eyrnatól
2 Skjár
3 Valtakkar
4 Hringitakki
5 Takkaborð
6 Navi™-takki (skruntakki)
7 Hætta-takki/rofi
8 Nokia AV-tengi (3,5 mm)
9 Micro-USB-tengi
10 Tengi fyrir hleðslutæki
11 Gat á úlnliðsbandi
12 Hljóðnemi
6Tækið tekið í notkun
13 Myndavélarlinsa
14 Hátalari
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Til athugunar: Slökkva skal á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður
en fram- og bakhliðarnar eru fjarlægðar. Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar
verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota tækið með áföstum
fram- og bakhliðum.
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í
þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki
notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta
skemmst.
Mikilvægt: Til að koma í veg fyrir skemmdir á SIM-kortinu skal alltaf fjarlægja
rafhlöðuna áður en þú setur kortið í eða fjarlægir það.
Þessi sími er ætlaður til notkunar með BL-4C rafhlöðu. Notið alltaf rafhlöður frá Nokia.
SIM-kortið og innihald þess getur hæglega orðið fyrir skemmdum ef það er rispað eða
beygt svo fara skal varlega þegar það er meðhöndlað, sett inn og tekið út.
1 Settu fingurinn í dældina efst á símanum og taktu bakhliðina varlega af honum
(1).
2 Ef rafhlaðan er í tækinu skaltu fjarlægja hana (2).
Tækið tekið í notkun7
3 Settu SIM-kortið í eða fjarlægðu það (3 eða 4). Gættu þess að snertiflötur kortsins
snúi niður.
4 Gættu þess að rafskaut rafhlöðunnar nemi við tengi rafhlöðuhólfsins og settu
rafhlöðuna á sinn stað (5). Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina neðri
lásunum að raufunum (6) og ýta svo niður þar til hún smellur á sinn stað (7).
Minniskorti komið fyrir
Aðeins skal nota samhæf minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu
tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð
eru á kortinu.
Síminn styður minniskort sem eru allt að 32 GB að stærð.
8Tækið tekið í notkun
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Gakktu úr skugga um að snertiflötur minniskortsins snúi niður og settu kortið inn.
Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
3 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það kann
að skemma minniskortið og tækið og spilla gögnum sem vistuð eru á kortinu.
Hægt er að fjarlægja eða skipta um minniskort án þess að slökkva á símanum.
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Ýttu kortinu inn þar til það losnar og dragðu það svo út.
3 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað.
Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda, en ef til vill þarf að endurhlaða
hana áður en hægt er að kveikja á símanum í fyrsta skipti.
Ef síminn sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
Tækið tekið í notkun9
2 Tengdu hleðslutækið við símann.
3 Þegar rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við
símann og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota símann á meðan
hann er í hleðslu. Síminn kann að hitna á meðan hann er hlaðinn.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist eða
þar til hægt er að hringja.
Ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt að tengja
hleðslutækið, aftengja það síðan og tengja það aftur til að hægt sé að hefja hleðsluna.
Ef síminn er hlaðinn meðan kveikt er á útvarpinu geta móttökugæðin minnkað.
Slökkt eða kveikt á símanum
Haltu rofanum inni
.
Síminn kann að birta beiðni um að stillingar séu sóttar frá þjónustuveitu. Nánari
upplýsingar um þessa sérþjónustu fást hjá þjónustuveitunni.
10 Grunnnotkun
GSM-loftnet
Loftnetssvæðið er auðkennt.
Forðast skal snertingu við loftnetssvæðið þegar loftnetið er í notkun. Snerting við
loftnet hefur áhrif á sendigæði og kann að minnka líftíma rafhlöðu tækisins þar sem
orkuþörf tækisins eykst þegar það er í notkun.
Band fest
Hægt er að kaupa bönd sérstaklega.
Grunnnotkun
Lykilorð
Öryggisnúmerið hindrar að tækið sé notað í leyfisleysi. Hægt er að búa til og breyta
númerinu og láta tækið biðja um það. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri
tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú
getur þurft að greiða viðbótargjald og persónulegum gögnum í tækinu kann að verða
eytt. Nánari upplýsingar færðu hjá Nokia Care þjónustuveri eða söluaðilanum
PIN-númerið, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir óleyfilegri notkun. PIN2-númerið,
sem fylgir sumum SIM-kortum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú
Grunnnotkun 11
slærð inn rangt PIN- eða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða
PUK2-númerið. Ef þau fylgja ekki SIM-kortinu skaltu hafa samband við
þjónustuveituna.
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að fá aðgang að upplýsingum í
öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt þegar stafræn
undirskrift er notuð. Slá þarf inn lykilorð útilokunar þegar útilokunarþjónustan er
notuð.
Hægt er að velja hvernig tækið notar aðgangsnúmer og öryggisstillingar í Valmynd >
Stillingar > Öryggi.
Tökkunum læst
Til að koma í veg fyrir að þú hringir óviljandi þegar síminn er í vasa eða tösku skaltu
læsa tökkum hans.
Lokaðu tækinu og veldu Læsa.
Opnað fyrir takkana
Ef takkarnir eru lokaðir skaltu opna þá eða velja Úr lás > Í lagi.
Ef takkarnir eru opnar skaltu velja Úr lás og ýta á *.
Takkar stilltir á sjálfvirka læsingu
1Veldu Valmynd > Stillingar og Tæki > Sjálfvirkur takkavari > Virkur.
2 Veldu eftir hve langan tíma takkarnir skulu læsast sjálfkrafa.
Vísar
Þú átt ólesin skilaboð.
Þú átt ósend skilaboð, skilaboð sem hefur verið hætt við eða sem
mistekist hefur að senda.
Takkaborðið er læst.
Tækið gefur ekki frá sér hljóð þegar hringt er í það eða þegar það tekur
við textaskilaboðum.
eða Tækið er skráð hjá GPRS- eða EGPRS-símkerfi.
eða GPRS- eða EGPRS-tenging er virk.
eða GPRS- eða EGPRS-tengingin liggur niðri (er í bið).
Áminning er stillt.
Kveikt er á Bluetooth.
Öllum símtölum er beint í annað númer.
Símtöl eru takmörkuð við lokaðan notendahóp.
Sniðið sem er í notkun hefur verið tímastillt.
Höfuðtól er tengt við tækið.
12 Grunnnotkun
Tækið er tengt við annað tæki með USB-gagnasnúru.
Afritun tengiliða eða mynda úr eldri síma
Viltu afrita efni úr eldri, samhæfum Nokia-síma og byrja þannig að nota nýja símann
á fljótlegan hátt. Hægt er að afrita t.d. tengiliði, dagbókarfærslur og myndir yfir í nýja
símann án endurgjalds.
1 Kveiktu á Bluetooth í báðum símunum.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth.
2Veldu Valmynd > Stillingar > Samst./ör.afrit.
3Veldu Símaflutningur > Afrita í þetta.
4 Veldu efnið sem á að afrita og Lokið.
5 Veldu eldri símann af listanum.
6 Sláðu inn lykilorð í hinn símann ef farið er fram á það. Nauðsynlegt er að slá
lykilorðið, sem þú getur valið sjálf(ur), inn í báða símana. Lykilorð er fyrirfram
skilgreint í sumum símum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók hins
símans.
Lykilorðið gildir aðeins fyrir þessa tilteknu tengingu.
7 Ef beðið er um það skal leyfa tengingu og að afrit sé tekið.
Hljóðstyrk hringingar, lags eða hreyfimyndar breytt
Flettu upp eða niður.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn
segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda tækinu við eyrað.
Kveikt á hátalaranum á meðan talað er í símann
Veldu Hátalari.
Símtöl 13
Tækið notað án tengingar
Þegar þú ert á stað þar sem ekki er heimilt að hringja eða svara símtölum er hægt að
ræsa flugsniðið og fara í leiki eða hlusta á tónlist.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið og Flug > Virkja.
sýnir að flugsniðið sé virkt.
Viðvörun:
Þegar flugsniðið er virkt er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal
neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi
að hringja skal ræsa annað snið.
Símtöl
Hringt í númer
1Opnaðu tækið.
2 Sláðu inn símanúmerið á heimaskjánum.
Til að eyða númeri velurðu Hreinsa.
3 Ýttu á hringitakkann.
4 Til að slíta símtali ýtirðu á hætta-takkann.
Hringt í síðast valda númerið
Ertu að reyna að hringja í einhvern en hann svarar ekki? Það er auðvelt að hringja aftur.
Á heimaskjánum ýtirðu á hringitakkann, velur númerið af listanum og ýtir aftur á
hringitakkann.
Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð
Viltu sjá hver hringdi þegar þú misstir af símtalinu?
Veldu Skoða á heimaskjánum. Nafn þess sem hringir birtist ef það er vistað á
tengiliðalistanum.
Ósvöruð og svöruð símtöl eru aðeins skráð ef símkerfið styður það, kveikt er á
símanum og hann er innan þjónustusvæðis símkerfisins.
Hringt í tengiliðinn eða númerið
Farðu að tengiliðnum eða númerinu og ýttu á hringitakkann.
Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð síðar
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Notkunarskrá og Ósvöruð símtöl.
14 Tengiliðir
Tengiliðir
Nafn og símanúmer vistað
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Veldu Bæta við nýjum og sláðu inn númer og nafn.
Settu inn eða breyttu upplýsingum um tengilið.
1Veldu Nöfn og tengilið.
2Veldu Valkostir > Bæta við upplýs..
Ábending: Til að bæta hringitóni eða mynd við tengilið velurðu tengiliðinn og
Valkostir > Bæta við upplýs. > Margmiðlun.
Hraðval notað
Fljótlegt er að hringja í vini og vandamenn með því að tengja þau símanúmer sem
oftast er hringt í við talnatakka símans.
1 Farðu að númeri og veldu Velja. 1 er frátekinn fyrir talhólfið.
2 Sláðu inn númer eða leitaðu að tengilið.
Eyddu eða breyttu símanúmeri sem er tengt við tölutakka
Farðu að tölutakka og veldu Valkostir > Eyða hraðvali eða Breyta.
Hringt í númer
Haltu tölutakka inni á heimaskjánum.
Slökkt á hraðvali
Veldu Valmynd > Stillingar og Símtalsstillingar > Hraðval.
Textaritun
Skipt milli innsláttarstillinga
Þegar texti er ritaður er hægt að nota hefðbundinn innslátt
, og sýna stafagerðina. sýnir að tölustafastillingin er virk.
eða flýtiritun .
Textaritun 15
Kveikt eða slökkt á flýtiritun
Veldu Valkostir > Flýtiritun > Kveikja á flýtiritun eða Slökkva á flýtiritun. Síminn
styður ekki flýtiritun á öllum tungumálum.
Skipt milli stafagerða
Ýttu á #.
Kveikt á tölustafastillingu
Haltu # inni og veldu Talnahamur. Til að fara til baka í bókstafastillingu heldurðu #
inni.
Ábending: Til að slá inn tölustaf í fljótheitum heldurðu talnatakkanum inni.
Innsláttartungumál valið
Veldu Valkostir > Tungumál texta.
Ábending: Til að kveikja á tölustafastillingu, kveikja eða slökkva á flýtiritun, eða velja
innsláttartungumál, geturðu einnig haldið # inni og valið viðeigandi valkost.
Hefðbundinn innsláttur notaður
1 Ýttu endurtekið á tölutakka (2-9) þar til stafurinn sem þú vilt nota birtist.
2 Sláðu inn næsta staf. Ef stafurinn er á sama takka skaltu bíða þar til bendillinn
birtist eða færa hann.
Það fer eftir vali á tungumáli hvaða bókstafir birtast.
Bendillinn færður úr stað
Flettu til vinstri eða hægri.
Greinarmerki slegið inn
Ýttu endurtekið á 1.
Sérstafur sleginn inn
Ýttu á * og veldu tiltekna stafinn.
Bil slegið inn
Ýttu á 0.
Flýtiritun notuð
Flýtiritun notuð
Innbyggða orðabókin stingur upp á orðum þegar stutt er á tölutakkana.
16 Skilaboð
1 Ýttu einu sinni á hvern takka (2–9) fyrir hvern bókstaf.
2 Ýttu endurtekið á * og veldu rétta orðið af listanum.
3 Til að staðfesta orðið skaltu færa bendilinn áfram.
Orði bætt inn í orðabókina
Ef ? birtist þegar orð er slegið inn með flýtiritun er orðið ekki í orðabókinni. Hægt er
að bæta því við í innbyggðu orðabókina.
1Veldu Stafa.
2 Sláðu orðið inn á hefðbundinn hátt.
3Veldu Vista.
Samsett orð ritað
1 Sláðu inn fyrri hluta orðsins. Til að staðfesta orðið skaltu færa bendilinn áfram.
2 Sláðu inn seinni hluta orðsins og staðfestu aftur.
Skilaboð
Skilaboð send
Notaðu texta- og margmiðlunarskilaboð til að vera í sambandi við ættingja og vini. Þú
getur hengt við myndir, myndskeið og nafnspjöld við skilaboð.
Veldu Valmynd > Skilaboð.
1Veldu Búa til skilaboð.
2 Skrifaðu skilaboðin.
3 Til að setja inn viðhengi velurðu Valkostir > Setja inn hlut.
4Veldu Senda til.
5 Til að slá símanúmer eða netfang inn handvirkt velurðu Númer eða netf.. Sláðu
inn símanúmer eða veldu Póstur, og sláðu inn netfang. Til að velja viðtakanda eða
tengiliðahóp velurðu Tengiliðir eða Tengiliðahópar.
6Veldu Senda.
Ábending: Til að setja inn sérstaf eða broskarl velurðu Valkostir > Setja inn tákn.
Það getur verið kostnaðarsamara að senda skilaboð með viðhengi en venjuleg
textaskilaboð. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Hægt er að senda textaskilaboð sem eru lengri en stafafjöldi í einum skilaboðum leyfir.
Lengri skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega
gjald í samræmi við það.
Stillingum símans breytt17
Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða valkosti sumra tungumála taka meira pláss
og takmarka þann stafafjölda sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Ef hluturinn sem settur er í margmiðlunarskilaboð er of stór fyrir símkerfið getur
tækið minnkað hann sjálfkrafa.
Aðeins samhæf tæki geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Skilaboð geta
litið mismunandi út eftir tækjum.
Hlustað á talskilaboð
Þegar þú getur ekki svarað geturðu beint hringingum í talhólfið þitt og hlustað seinna
á skilaboðin.
Þú gætir þurft að vera með áskrift að talhólfi. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar
um þessa þjónustu.
1Veldu Valmynd > Skilaboð > Fleira > Talskilaboð og Númer talhólfs.
2 Sláðu inn númer talhólfsins og veldu Í lagi.
3 Til að hringja í talhólfið heldurðu 1 inni á heimaskjánum.
Senda hljóðskilaboð
Hefurðu ekki tíma til að skrifa textaskilaboð? Taktu þá upp og sendu hljóðskilaboð!
Veldu Valmynd > Skilaboð.
1Veldu Fleira > Önnur skilaboð > Hljóðskilaboð.
2 Til að taka upp skilaboðin velurðu táknið
3 Til að stöðva upptökuna velurðu táknið
4Veldu Senda til og tengilið.
Stærð skilaboðanna verður að vera undir 300 kílóbætum.
Stærð skilaboða könnuð
Eftir að hafa skrifað margmiðlunar- eða hljóðskilaboð velurðu Valkostir >
Forskoða > Valkostir > Sýna efni. Upplýsingar um einstaka hluta skilaboðanna
birtast.
.
.
Stillingum símans breytt
Um heimaskjáinn
Á heimaskjánum er hægt að:
•Sjá tilkynningar um símtöl sem ekki hefur verið svarað og móttekin skilaboð
18 Stillingum símans breytt
•Opna uppáhaldsforritin
•Setja inn flýtivísa fyrir ýmsar aðgerðir, svo sem ritun skilaboða
Sérsníddu heimaskjáinn þinn
Viltu hafa uppáhalds landslagsmyndina þína eða myndir af fjölskyldunni í bakgrunni
heimaskjásins? Hægt er að breyta veggfóðrinu og endurraða hlutum á heimaskjánum
að vild.
Skipt um veggfóður
1Veldu Valmynd > Stillingar og Skjástillingar > Veggfóður.
2 Veldu möppu og mynd.
Einnig er hægt að taka mynd með myndavél símans og nota þá mynd.
Ábending: Hægt er að hlaða niður fleiri veggfóðrum í Nokia-versluninni. Nánari
upplýsingar er að finna á www.nokia.com/support.
Til að endurraða hlutum á heimaskjánum skaltu skipta út flýtileiðunum fyrir nýjar.
Flýtileið bætt við heimaskjáinn
Viltu opna uppáhaldsforritin þín beint af heimaskjánum? Þú getur bætt við flýtileiðum
í það sem þú notar oftast.
1 Á heimaskjánum velurðu Valkostir > Sérsníða.
2 Veldu stiku og svo hlut, t.d. græju, og loks Lokið.
Ábending: Til að fjarlægja forrit eða flýtileið af heimaskjánum velurðu Valkostir >
Skilja eftir autt.
Flýtileið í flýtileiðagræjunni breytt
1 Á heimaskjánum flettirðu að þeirri flýtileið sem þú vilt breyta og velur svo
Valkostir > Breyta flýtivísi.
2 Veldu hlutinn af listanum.
Ábending: Til að breyta öllum flýtileiðum á sama tíma velurðu Velja flýtivísa.
Tónar símans sérsniðnir
Hægt er að sérstilla hringitóna og takka- og viðvörunartóna fyrir hvert snið.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tónastillingar.
Hringitóni breytt
Veldu Hringitónn > Valkostir > Breyta og svo hringitón.
Tengingar 19
Ábending: Hægt er að hlaða niður fleiri hringitónum úr Nokia-versluninni. Nánari
upplýsingar um Nokia-verslunina má finna á www.nokia.com/support.
Nota skal Bluetooth til að koma á þráðlausri tengingu við samhæf tæki, svo sem aðra
farsíma, tölvur, höfuðtól og bílbúnað.
Einnig er hægt að senda hluti úr tækinu, afrita skrár frá samhæfri tölvu og prenta með
samhæfum prentara.
Bluetooth notar útvarpsbylgjur til að tengjast og skulu tæki vera innan 10 metra (33
feta) hvort frá öðru. Hindranir, svo sem veggir eða önnur raftæki geta valdið
truflunum.
Mynd eða annað efni sent í annað tæki með Bluetooth
Notaðu Bluetooth til að senda myndir, myndskeið, nafnspjöld og annað efni sem þú
hefur búið til í tölvu eða samhæfan síma eða tæki vinar.
1 Veldu hlutinn sem á að senda.
2Veldu Valkostir > Senda > Með Bluetooth.
3 Veldu tækið sem á að tengjast við. Ef tækið birtist ekki á listanum má leita að því
með því að velja Ný leit. Bluetooth-tæki sem eru á sendisvæðinu birtast.
20 Klukka
4 Ef hitt tækið biður um lykilorð slærðu það inn. Slá þarf inn sama lykilorðið, sem
þú getur sjálfur valið, í bæði tækin. Sum tæki hafa fyrirfram skilgreind (föst)
lykilorð. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.
Lykilorðið gildir aðeins fyrir þessa tilteknu tengingu.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
USB-gagnasnúra
Afritun efnis milli símans og tölvu
Hægt er að nota USB-gagnasnúru til að afrita myndir og annað efni milli símans og
samhæfrar tölvu.
1 Notaðu USB-gagnasnúru til að tengja símann við tölvu.
2 Veldu úr eftirfarandi stillingum:
Nokia Suite — Nokia Suite er sett upp á tölvunni þinni.
Efnisflutningur — Nokia Suite er ekki sett upp á tölvunni þinni. Notaðu þessa
stillingu ef þú vilt tengja símann við heimakerfi eða prentara.
Gagnageymsla — Nokia Suite er ekki sett upp á tölvunni þinni. Síminn birtist sem
fartæki í tölvunni. Gakktu úr skugga um að minniskort sé til staðar. Notaðu þessa
stillingu ef þú vilt tengja símann við önnur tæki líkt og hljómflutningstæki í
heimahúsi eða bíl.
3 Notaðu skráarstjórn tölvunnar til að afrita efnið.
Notaðu Nokia Suite til að afrita tengiliði, tónlistarskrár, myndskeið eða myndir.
Klukka
Dag- og tímasetningu breytt
Veldu Valmynd > Stillingar og Dagur og tími.
Skipt um tímabelti á ferðalögum
1Veldu Dags- og tímastill. > Tímabelti.
2 Flettu til vinstri eða hægri til að velja rétt tímabelti.
3Veldu Vista.
Stilla skal tíma og dagsetningu samkvæmt tímabeltinu. Þannig er öruggt að síminn
birti réttan senditíma móttekinna texta- eða margmiðlunarskilaboða.
Sem dæmi er GMT -5 tímabeltið fyrir New York (Bandaríkjunum), 5 klst. vestur af
tímanum í Greenwich, London (Englandi).
Vekjaraklukka
Hægt er að stilla vekjara þannig að hann hringi á tilteknum tíma.
Tónlist og hljóð 21
Stilltu klukkuna
1Veldu Valmynd > Forrit > Vekjaraklukka.
2 Flettu til hægri eða vinstri til að stilla vekjaraklukkuna.
3 Sláðu inn hringitímann.
4 Til að endurtaka hringingu á tilteknum vikudögum skaltu opna Endurtaka og fletta
til vinstri eða hægri.
5 Til að velja vekjaratón opnarðu Vekjaratónn og flettir til vinstri eða hægri. Ef þú
velur útvarpið sem vekjaratón skaltu tengja höfuðtól við símann.
6 Til að stilla lengd blundarins opnarðu Lengd blunds og slærð inn tímann.
7Veldu Vista.
Slökkt á vekjaraklukkunni
Veldu Stöðva. Ef vekjarinn er látinn hringja í eina mínútu valið er Blunda slokknar á
vekjaraklukkunni í þann tíma sem hefur verið valinn og síðan hringir hún aftur.
Tónlist og hljóð
Hljóð- og myndspilari
Lag spilað
Spilaðu tónlist sem er vistuð í minni símans eða á minniskorti.
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistin mín og Öll lög.
1Veldu lag.
2Veldu Spila.
3 Til að gera hlé eða halda áfram að spila ýtirðu á skruntakkann.
Farið aftur í byrjun lagsins sem er í spilun
Flettu til vinstri.
Farið í lagið á undan
Flettu tvisvar til vinstri.
Farið í næsta lag
Flettu til hægri.
Hraðspólað áfram eða til baka
Haltu skruntakkanum inni, hægra eða vinstra megin.
Kveikt eða slökkt á hljóði tónlistarspilarans
Ýttu á #.
22 Tónlist og hljóð
Tónlistarspilaranum lokað
Ýttu á hætta-takkann.
Tónlistarspilarinn stilltur á spilun í bakgrunni
Veldu Valkostir > Spila í bakgrunni.
Tónlistarspilaranum lokað þegar hann er stilltur á spilun í bakgrunni
Haltu hætta-takkanum inni.
Myndskeið spilað
Spilaðu myndskeið sem eru vistuð í minni símans eða á minniskorti.
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistin mín og Myndskeið.
1 Veldu myndskeið.
2Veldu Spila.
3 Til að gera hlé eða halda áfram að spila ýtirðu á skruntakkann.
Hraðspólað áfram eða til baka
Haltu skruntakkanum inni, hægra eða vinstra megin.
Hljóð- og myndspilaranum lokað
Ýttu á hætta-takkann.
Tenging hátalara við símann
Hlustaðu á tónlist í símanum um samhæfa hátalara (seldir sér).
Farðu með tónlistarsafnið þangað sem þú vilt og hlustaðu á uppáhaldslögin þín án
snúrutenginga. Með þráðlausri Bluetooth-tækni geturðu straumspilað tónlist úr
símanum yfir í annað tæki.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt tækið. Ekki
skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið. Ef ytra tæki eða höfuðtól
önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia
AV-tengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Hátalarar með snúru tengdir
Tengdu hátalarana við 3,5 mm hljóð- og myndtengi símans.
Bluetooth-hátalarar tengdir
1Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth og Kveikja.
Tónlist og hljóð 23
2 Kveiktu á hátölurunum
3 Til að para símann og hátalarana velurðu Tengja hljóðaukab..
4Veldu hátalarana.
5 Ef til vill þarf að slá inn lykilorð. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók
hátalaranna.
FM-útvarp
Um FM-útvarpið
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Hægt er að hlusta á FM-útvarpsstöðvar í tækinu - aðeins þarf að tengja höfuðtól og
velja stöð!
Ef hlusta skal á útvarpið þarf að tengja samhæft höfuðtól við tækið. Höfuðtólið virkar
sem loftnet.
Ekki er hægt að hlusta á útvarp um Bluetooth-höfuðtól.
Hlustað á útvarpið
Tengdu samhæft höfuðtól við símann. Höfuðtólið virkar sem loftnet.
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Hljóðstyrk breytt
Flettu upp eða niður.
Slökkt á útvarpinu
Ýttu á hætta-takkann.
Útvarpið stillt á spilun í bakgrunni
Veldu Valkostir > Spila í bakgrunni.
24 Póstur og spjall
Útvarpinu lokað þegar stillt er á spilun í bakgrunni
Haltu hætta-takkanum inni.
Að finna og vista útvarpsstöðvar
Leitaðu að uppáhaldsútvarpsstöðvunum þínum og vistaðu þær, þá er auðvelt að
hlusta á þær síðar.
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Leitað að næstu tiltæku stöð
Haltu skruntakkanum inni vinstra eða hægra megin.
Stöð vistuð
Veldu Valkostir > Vista stöð.
Sjálfvirk leit að útvarpsstöðvum
Veldu Valkostir > Finna allar stöðvar. Best er að vera utandyra þegar leitað er eða
nálægt glugga.
Skipt yfir á vistaða stöð
Flettu til vinstri eða hægri.
Stöð gefið nýtt nafn
1Veldu Valkostir > Útvarpsstöðvar.
2Veldu stöðina og Valkostir > Endurnefna.
Ábending: Til að opna stöð beint úr lista yfir vistaðar stöðvar skaltu ýta á tölutakkann
sem samsvarar númeri stöðvarinnar.
Póstur og spjall
Um Póst
Veldu Valmynd > Póstur.
Með símanum er hægt að lesa og senda póst úr mismunandi pósthólfum frá
mismunandi póstþjónustum.
Ef þú ert ekki með pósthólf geturðu búið til Nokia-póstreikning. Nánari upplýsingar
er að finna á www.nokia.com/support.
Póstur sendur
Veldu Valmynd > Póstur og pósthólf.
Vafrað á netinu 25
1Veldu Valkostir > Skrifa nýjan póst.
2 Sláðu inn netfang viðtakandans og efni póstsins, og síðan skilaboðin.
3 Til að hengja skrá, til dæmis mynd, við póstinn velurðu Valkostir > Hengja við >
Hengja við skrá.
4 Til að taka mynd og hengja við póstinn velurðu Valkostir > Hengja við > Hengja
nýja mynd.
5Veldu Senda.
Tölvupóstur lesinn og honum svarað
Veldu Valmynd > Póstur og pósthólf.
1 Veldu póst.
2 Til að svara eða framsenda póst velurðu Valkostir.
Um spjall
Veldu Valmynd > Skilaboð > Spjall.
Þú getur spjallað við vini þína. Spjall er sérþjónusta. Ef þú ert ekki með spjallaðgang
geturðu stofnað Nokia-áskrift og notað Nokia-spjall.
Hægt er að láta Spjall-forritið keyra í bakgrunni á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar,
en fá engu að síður tilkynningu um ný spjallskilaboð.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.
Spjallað við vini
Velja skal Valmynd > Skilaboð > Spjall.
Hægt er að halda uppi samræðum við nokkra tengiliði samtímis.
1 Skrá inn á spjallþjónustuna.
2 Af tengiliðalistanum velurðu tengiliðinn sem þú vilt spjalla við.
3 Sláðu skilaboðin inn í textareitinn neðst á skjánum.
4Velja skal Senda.
Vafrað á netinu
Um netvafrann
Veldu Valmynd > Internet.
Fylgstu með fréttunum og skoðaðu uppáhaldsvefsíðurnar þínar. Notaðu netvafrann
til að skoða vefsíður á netinu.
26 Vafrað á netinu
Vafrinn þjappar og fínstillir efni af netinu fyrir símann þannig að hægt er að vafra
hraðar um netið og spara gagnaflutningskostnað.
Nauðsynlegt er að tengjast við internetið til að hægt sé að leita á netinu.
Upplýsingar um þessa þjónustu, verð og leiðbeiningar, má fá hjá þjónustuveitunni.
Hægt er að fá samskipanastillingar sem þarf til að geta vafrað sem stillingaboð frá
þjónustuveitunni.
Vafrað á netinu
Veldu Valmynd > Internet.
Vafrayfirlit, merktar síður eða bókamerki skoðuð
Til að skipta á milli flipanna Saga, Kynning og Uppáhalds flettirðu til vinstri eða hægri.
Vefsvæði opnað
Veldu veffangastikuna og sláðu inn veffangið.
Aðdráttur aukinn
Flettu að tilteknum hluta vefsíðu og veldu svæðið.
Aðdráttur minnkaður
Veldu Til baka.
Leitað á netinu
Veldu leitarreitinn og sláðu inn leitarorð. Ef beðið er um, þá velurðu sjálfgefnu
leitarvélina.
Farið til baka á síðu sem áður hefur verið heimsótt
Opnaðu Saga flipann og veldu vefsíðuna.
Ábending: Hægt er að hlaða niður vefforritum úr Nokia-versluninni. Þegar vefforrit er
opnað í fyrsta sinn er það sett inn sem bókamerki. Nánari upplýsingar er að finna á
www.nokia.com.
Bókamerki bætt við
Ef þú ferð alltaf á sömu vefsíðurnar skaltu bæta þeim við sem bókamerkjum svo að
auðvelt sé að opna þær.
Veldu Valmynd > Internet.
Veldu Valk. > Bæta við uppáhald þegar þú vafrar.
Vafrað á netinu 27
Bókmerkt vefsvæði opnað
Opnaðu Uppáhalds flipann og veldu bókamerki.
Láttu vefsíðuna passa á skjá símans
Netvafrinn getur fínstillt vefsíður fyrir skjá símans. Í stað þess að þurfa að nota
aðdrátt er vefsíðan sett í einn dálk með stærri og læsilegra texta og myndum.
Veldu Valmynd > Internet.
Veldu Valk. > Verkfæri > Skjábreidd.
Til að fara í fljótheitum milli hluta á vefsíðu skaltu velja úr eftirfarandi:
/
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Þessi birting er ekki tiltæk fyrir vefsíður sem hannaðar eru fyrir farsíma.
Að spara í gagnakostnaði
Viltu lækka kostnaðinn við vefskoðun þína? Ef þú ert ekki með fast gagnagjald geturðu
minnkað myndgæðin. Sömuleiðis geturðu skoðað hversu mikil gagnanotkun þín er.
Veldu Valmynd > Internet.
Vafrinn þinn minnkar myndgæði sjálfkrafa. Meiri myndgæði geta leitt til hærri
gagnaflutningskostnaðar.
Stilling myndgæða
Veldu Valk. > Verkfæri > Stillingar > Myndgæði og svo myndgæði.
Til að sjá hve miklu magni af gögnum hefur verið hlaðið upp eða niður.
Veldu Valk. > Verkfæri > Gagnanotkun.
Fara á fyrri eða næsta hluta vefsíðunnar.
Innskráning á vefsíðuna.
Fara á aðalhluta vefsíðunnar.
Leita á vefsíðunni.
Lesa RSS-strauma.
Vafrayfirlitið hreinsað
Veldu Valmynd > Internet.
Opnaðu Saga-flipann og veldu Valk. > Hreinsa sögu.
28 Nokia-þjónusta
Vistuðum fótsporum eða texta sem vistaður er á vefeyðublöðum eytt
Með Nokia-þjónustunni geturðu fundið nýja staði og þjónustu og verið í sambandi við
vini þína. Þú getur til dæmis gert eftirfarandi:
•Hlaðið niður forritum, leikjum, myndskeiðum og hringitónum í símann
•Fáðu ókeypis Nokia-pósthólf
Sumir hlutir kosta ekki neitt, aðra þarftu e.t.v. að greiða fyrir.
Sú þjónusta sem er í boði kann að vera mismunandi eftir löndum eða svæðum og hún
er ekki í boði á öllum tungumálum.
Þú þarft að vera með Nokia-áskrift til að geta notað Nokia-þjónustu. Þegar þú opnar
þjónustu í símanum er beðið um að þú stofnir áskrift.
Nánari upplýsingar er að finna á www.nokia.com/support.
Framboð og verð á Nokia-þjónustu
Framboð á Nokia-þjónustu getur verið mismunandi eftir svæðum.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.
Nánari upplýsingar er að finna á www.nokia.com/support.
Opnaðu Nokia-þjónustuna
Veldu Valmynd > Forrit > Forritin mín og viðeigandi þjónustu.
Myndir og hreyfimyndir
Myndataka
1Veldu Valmynd > Myndir > Myndavél.
2 Aðdráttur er aukinn eða minnkaður með því að fletta upp eða niður.
3Veldu Mynda.
Myndirnar eru vistaðar í Valmynd > Myndir > Mynd. mínar.
Myndir og hreyfimyndir 29
Myndavélinni lokað
Ýttu á hætta-takkann.
Hreyfimynd tekin upp
Auk mynda er hægt að taka upp myndskeið með símanum.
Veldu Valmynd > Myndir > Myndupptökuvél.
1 Til að skipta úr myndastillingu yfir í hreyfimyndastillingu, ef þörf krefur, velurðu
Valkostir > Myndupptökuvél.
2 Til að hefja upptöku velurðu Taka upp.
Aðdráttur er aukinn eða minnkaður með því að fletta upp eða niður.
3 Upptakan er stöðvuð með því að velja Stöðva.
Hreyfimyndir eru vistaðar í Valmynd > Myndir > Myndsk. mín.
Myndavélinni lokað
Ýttu á hætta-takkann.
Mynd eða hreyfimynd send
Viltu deila myndum og myndskeiðum með vinum og fjölskyldu? Sendu
margmiðlunarskilaboð eða sendu mynd um Bluetooth.
Veldu Valmynd > Myndir.
Mynd send
1 Veldu möppuna sem myndin er í.
2 Veldu myndina sem á að senda.
Til að senda fleiri en eina mynd velurðu Valkostir > Merkja og merkir tilteknu
myndirnar.
3Veldu Valkostir > Senda eða Senda merkta og sendingarmátann.
Hreyfimynd send
1 Veldu möppuna sem hreyfimyndin er í.
2Veldu Valkostir > Merkja og merktu hreyfimyndina. Hægt er að merkja nokkrar
hreyfimyndir sem senda skal.
3Veldu Valkostir > Senda merkta og sendingarmátann.
30 Hjálp
Hjálp
Þjónusta
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um notkun vörunnar eða ert ekki viss um hvernig
síminn á að virka skaltu lesa notendahandbókina vandlega.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
•Endurræstu símann. Slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b.
mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á símanum.
•Uppfærðu hugbúnað símans
•Núllstilltu símann
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Farðu á www.nokia.com/
repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í símanum áður en hann er sendur í
viðgerð.
Áskrift að þjónustunni Ábendingar og tilboð
Ábendingar og tilboð er hentug þjónusta til að aðstoða þig við að fá sem mest út úr
símanum þínum með því að koma með ábendingar og stuðningsskilaboð, auk þess að
uppfæra leiki og forrit.
Ef til vill þarftu að greiða fyrir textaskilaboð þegar þú gerist áskrifandi eða segir upp
áskrift. Skilmála og skilyrði er að finna í bæklingnum sem fylgir símanum, sem og á
www.nokia.com/mynokia.
Uppfærðu símann reglulega
Kynntu þér hvernig þú getur sýslað með skrár og forrit í símanum og hvernig
hugbúnaður hans er uppfærður.
Uppfærsla símahugbúnaðar með símanum
Viltu auka afköst símans og fá hugbúnaðaruppfærslur og nýjar og skemmtilegar
aðgerðir? Uppfærðu hugbúnaðinn reglulega til að fá sem mest út úr símanum. Einnig
er hægt er að stilla símann á að leita sjálfkrafa að uppfærslum.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en
uppfærslunni er lokið og tækið hefur verið endurræst.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.
Hjálp 31
Áður en uppfærslan er ræst skaltu tengja hleðslutækið eða ganga úr skugga um að
rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu.
Veldu Valmynd > Stillingar.
1Veldu Tæki > Uppfærslur tækisins.
2Veldu Nýjustu upplýsingar til að birta hugbúnaðarútgáfu tækisins.
3Veldu Sækja tækishugb. til að hlaða niður og setja upp uppfærslu á hugbúnaði.
Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
4 Ef hætt var við uppsetningu að niðurhali loknu velurðu Setja upp uppfærslu.
Uppfærslan getur tekið nokkrar mínútur. Hafðu samband við þjónustuveituna ef þú
átt í vandræðum með uppfærsluna.
Sjálfvirk leit að hugbúnaðaruppfærslum
Veldu Sjálfvirk uppfærsla og tilgreindu hve oft skal leita að nýjum
hugbúnaðaruppfærslum.
Þjónustuveitan kann að senda þér uppfærslu á hugbúnaði símans, þráðlaust beint í
símann. Nánari upplýsingar um þessa sérþjónustu fást hjá þjónustuveitunni.
Upphaflegar stillingar endurheimtar
Ef síminn virkar ekki rétt geturðu fært einhverjar stillingar í upprunalegt horf.
1 Rjúfa skal öll símtöl og tengingar.
2Veldu Valmynd > Stillingar og Still. framleið. > Eingöngu stillingar.
32 Umhverfisvernd
3 Sláðu inn öryggisnúmerið.
Þetta hefur ekki áhrif á skjöl eða skrár sem vistaðar eru í símanum.
Eftir að upprunalegar stillingar hafa verið settar upp slekkur síminn á sér og
endurræsist svo. Það gæti tekið lengri tíma en venjulega.
Skrár flokkaðar
Hægt er að færa, afrita og eyða skrám og möppum, sem og búa til nýjar möppur, í
minni símans eða á minniskorti. Ef skrám er raðað í viðkomandi möppur er auðveldara
að finna þær í framtíðinni.
Veldu Valmynd > Forrit > Gallerí.
Ný mappa búin til
Veldu Valkostir > Bæta við möppu í möppunni sem búa skal til undirmöppu í.
Skrá afrituð eða flutt í möppu
Flettu að möppunni, veldu Valkostir > Afrita eða Færa og veldu svo viðtökumöppuna.
Ábending: Einnig er hægt að spila tónlist eða myndskeið, eða skoða myndir í Gallerí.
Myndir og annað efni afritað á minniskort
Viltu tryggja að þú glatir ekki mikilvægum skrá m? H æg t er að t ak a ör yg g is a fr it a f m i nn i
símans og vista það á samhæfu minniskorti.
Veldu Valmynd > Stillingar > Samst./ör.afrit.
Veldu Búa til ör.afrit.
Afrit endurheimt
Veldu Setja upp afrit.
Umhverfisvernd
Orkusparnaður
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna eins oft ef þú gerir eftirfarandi:
•Lokaðu forritum og gagnatengingum, svo sem Bluetooth-tengingu, þegar þær
eru ekki í notkun.
•Slökktu á ónauðsynlegum hljóðum, eins og takkatónum.
Vöru- og öryggisupplýsingar 33
Endurvinnsla
Að loknum endingartíma símans má endurnýta allan efnivið hans sem efni og orku.
Til að tryggja að rétt sé staðið að losun og endurvinnslu tekur Nokia, ásamt
samstarfsaðilum sínum, þátt í áætlun sem nefnist We:recycle. Til að fá upplýsingar
um endurvinnslu á gömlum Nokia-vörum og hvar finna má losunarstaði skal fara á
www.nokia.com/werecycle eða hringja í þjónustuver Nokia.
Endurvinna skal pakkningar og notandahandbækur á næstu endurvinnslustöð.
Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu og er á vörunni, rafhlöðunni, bæklingnum eða
umbúðunum táknar að fara verður með allan rafbúnað og rafeindabúnað, rafhlöður
og rafgeyma á sérstaka staði til förgunar að líftíma vörunnar liðnum. Þessi krafa á við
innan Evrópusambandsins. Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Frekari
upplýsingar um umhverfiseiginleika símans er að finna á www.nokia.com/ecoprofile.
Vöru- og öryggisupplýsingar
Sérþjónusta og kostnaður
Tækið er samþykkt til notkunar á (E)GSM 900, 180 0 MHz símkerfi . Til að nota tækið þarf áskrift hjá þjónustuveitu.
Við notkun á sérþjónustu og til að hlaða niður efni í tækið þarf nettengingu og e.t.v. þarf að greiða fyrir gagnaflutning. Við
sumar aðgerðir þarf stuðning frá símkerfinu og því kann áskrift að þeim að vera nauðsynleg.
Meðferð tækisins
Fara skal gætilega með tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið og allan aukabúnað. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda
tækinu í ábyrgð.
•Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið
blotnar skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna.
•Hvorki skal nota tækið á rykugum eða óhreinum stöðum né geyma það þar. Hreyfanlegir hlutir og rafrænir hlutar þess
geta skemmst.
•Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu tækisins, skemmt rafhlöðuna og undið eða
brætt plastefni.
•Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því og
hann getur skemmt rafrásir.
•Ekki skal reyna að opna tækið öðruvísi en tilgreint er í notendahandbókinni.
•Óleyfilegar breytingar geta skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
34 Vöru- og öryggisupplýsingar
•Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásaspjöld og
búnað.
•Aðeins skal nota mjúkan, hreina n og þurran klút til að hreinsa yfirborð tækisins.
•Ekki skal mála tækið. Málning getur fest hreyfanlega hluti og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
•Af og til skal slökkva skal á tækinu og fjarlægja rafhlöðuna til að það virki sem best.
•Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.
•Til að tryggja öryggi mikilvægra gagna skal vista þau á minnst tveimur stöðum, svo sem í tækinu, á minniskorti eða
tölvu, eða skrifa niður mikilvægar upplýsingar.
Endurvinnsla
Skilaðu alltaf notuðum raftækjum, rafhlöðum og umbúðum á viðeigandi sorp- og endurvinnslustöð. Þannig geturðu dregið
úr óflokkaðri sorplo sun og stuðlað að endurvinnslu. Skoðaðu upplýsingar um umhverfisatriði og endurv innslu á Nokia-vörum
á www.nokia.com/recycling . .
Um stafræn réttindi
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t.
höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning mynda, tónlistar og annars efnis.
Eigendur efnis kunna að nota mismunandi gerðir stafrænnar réttindatækni (DRM) til að vernda hugverkarétt sinn, þ.m.t.
höfundarrétt. Þetta tæki notar mismunandi gerðir stafrænnar tækni til að opna stafrænt varið efni. Í þessu tæki er hægt að
opna efni sem er varið með WM DRM 10 og OMA DRM 1.0. Ef tiltekinn stafrænn hugbúnaður nær ekki að verja efni geta
efniseigendur beðið um að hæfni slíks hugbúnaðar til að opna nýtt efni sem er varið með stafrænni réttindatækni sé
afturkölluð. Með afturk öllun er einnig hægt að hindra endurnýjun á þannig vernduðu efni sem þegar er í tækinu. Af turköllun
slíks hugbúnaðar hefur ekki áhrif á notkun efnis sem er varið með öðrum gerðum stafrænna réttinda eða notkun efnis sem
ekki er varið með stafrænum réttindum.
Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir leyfi sem tilgreinir hvernig hægt er að nota efnið.
Ef tækið inniheldur WMDRM-varið efni glatast það efni ásamt leyfum þess ef minni tækisins er forsniðið. Einnig gætu leyfin
og efnið glatast ef skrár í tækinu skemmast. Glatist leyfin eða efnið getur það takmarkað möguleikann á að nota efnið aftur.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Rafhlöður og hleðslutæki
Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki
Tækið er ætlað til notkunar með BL-4C endurhlaðanlegri rafhlöðu. Hugsanlega verður hægt að fá aðrar gerðir rafhlaðna frá
Nokia fyrir þetta tæki. Notið alltaf rafhlöður frá Nokia.
Tækið er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið með eftirfarandi hleðslutækjum: AC-3. Númer Nokia-hleðslutækisins getur
verið mismunandi eftir klónni sem er notuð, auðkennd með E, X, AR, U, A, C, K eða B.
Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími
er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um rafhlöðu.
Öryggisatriði
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð. Þegar hleðslutæki eða aukabúnaður er
tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Þegar hleðslutækið er ekki í notkun skal taka það úr sambandi við rafmagnsinnstunguna og tækið. Ekki má hafa fullhlaðna
rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt
og smátt ef hún er ekki í notkun.
Rafhlaðan skal alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (frá 59°F að 77°F). Of mikill hiti eða kuldi draga úr endingu og líftíma
rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri rafhlöðu kann að hætta að starfa tímabundið.
Vöru- og öryggisupplýsingar 35
Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur kemst í snertingu við málmrendurnar á rafhlöðunni, til dæmis þegar
vararafhlaða er höfð í vasa. Skammhlaup getur valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Farga skal rafhlö ðum í samræmi við stað bundin lög og reglugerð ir.
Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim með heimilisúrgangi.
Ekki skal taka sundur, skera, opna, merja, beygja, gata eða tæta rafhlöður. Fari rafhlaðan að leka má vökvinn ekki komast í
snertingu við húð eða augu. Gerist það skal þegar í stað hreinsa svæði sem ko mast í snertingu við rafhlöðuna með vatni eða
leita læknisaðstoðar.
Ekki skal breyta, endurhanna, reyna að setja hluti í rafhlöðuna sem ekki eiga að vera þar, dýfa rafhlöðunni í vatn eða aðra
vökva, eða bleyta hana. Rafhlöður geta sprungið ef þær skemmast.
Aðeins skal nota rafhlöð una og hleðslutækið til þess sem þau eru æ tluð. Röng notkun eða notkun ósamþykktr a rafhlaða eða
ósamhæfra hleðslutækja getur valdið eldhættu, sprengingu eða haft aðra áhættu í för með sér og öll ábyrgð og samþykktir
kunna þá að falla niður. Ef þú telur að rafhlaðan eða hleðslutækið hafi skemmst, skaltu fara með það til þjónustuvers til
skoðunar áður en þú heldur áfram að nota það. Aldrei skal nota skemmda rafhlöðu eða hleðslutæki. Hleðslutækið skal aðeins
nota innandyra.
Viðbótaröryggisupplýsingar
Hringt í neyðarnúmer
1Gæta skal þess að kveikt sé á tækinu.
2Athugaðu hvort nægilegur sendistyrkur er fyrir hendi. Einnig kann að vera nauðsynlegt að gera eftirfarandi:
•Komdu SIM-korti fyrir.
•Afnema skal símtalatakmarkanir, sem eru virkar í tækinu, svo sem útilokun, fast númeraval og lokaðan
notendahóp.
•Gætið þess að flugsn iðið sé ekki virkt.
3Ýta skal endurtekið á hætta-takkann þar til heimaskjárinn kemur upp.
4Sláðu inn opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði. Neyðarnúmer eru breytileg eftir stöðum.
5Styddu á hringitakkann.
6Gefa skal upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og kostur er. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu
leyfi til þess.
Mikilvægt: Kveikja skal bæði á hringingum um farsímakerfið og internetið, ef tækið styður símtöl um internetið. Tækið
reynir bæði að koma á neyðarsímtölum í farsímakerfinu og um þjónustuveitu netsímtala. Ekki er hægt að tryggja tengingar
við hvaða skilyrði sem er. Aldrei skal treysta eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í
bráðatilvikum.
Lítil börn
Tækið og aukabúnaður þess eru ekki leikföng. Í þeim geta verið litlir hlutir. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Lækningatæki
Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra síma, kann að trufla virkni lækningatækja
sem ekki eru nægilega vel varin. Hafið samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til að fá upplýsingar um hvort
það sé nægilega varið fyrir ytri útvarpsbylgjum.
Ígrædd lækningatæki
Framleiðendur lækningatækja mæla með því að 15,3 sentímetra (6 tommu) lágmarksbil sé haft á milli þráðlauss tækis og
ígrædds lækningabúnaðar, eins og gangráðs eða ígrædds hjartarafstuðstækis til þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun
í lækningabúnaðinum. Einstaklingar með slíkan búnað ættu:
•Alltaf að halda tækinu í meira en 15,3 sentímetra (6 tommu) fjarlægð frá lækningatækinu.
36 Vöru- og öryggisupplýsingar
•Ekki að bera tækið í brjóstvasa.
•Halda þráðlausa tækinu að eyranu sem er fjær lækningatækinu .
•Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á þráðlausa tækinu.
•Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda lækningatækisins.
Ef þú hefur spurningar um notkun þráðlausa tækisins með ígræddum lækningabúnaði skaltu hafa samband við
heilbrigðisstarfsfólk.
Heyrn
Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað
af.
Tiltekin þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki.
Nikkel
Yfirborð þessa tækis inniheldur ekki nikkel.
Vernda skal tækið gegn skaðlegu efni
Vírusar og annað skaðlegt efni hafa áhrif á tækið. Gera skal eftirfarandi varúðarráðsta fanir:
•Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Þau geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tækið eða tölvuna
á einhvern annan hátt.
•Fara skal með gát þegar tengibeiðnir eru samþykktar, vafrað er á netinu eða efni er hlaðið niður. Ekki skal samþykkja
Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki er treyst.
•Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbú nað frá aðilum sem er treyst og sem veita nægilegt ö ryggi og vörn.
•Setja skal upp vírusvarnarhugbúnað og annan öryggishugbúnað í tækinu og tölvum sem tengjast við það. Aðeins skal
nota eitt vírusvarnarforrit í einu. Ef fleiri eru notuð getur það haft áhrif á afkastagetu og virkni tækisins og/eða
tölvunnar.
•Ef opnuð eru foruppsett bókamerki eða tenglar að netsíðum þriðju aðila skal gera viðeigandi varúðarráðstafanir. Nokia
leggur hvorki stuðning sinn við né tekur ábyrgð á slíkum síðum.
Vinnuumhverfi
Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna við notkun í hefðbundinni stöðu við ey rað eða þegar það er haft
að minnsta kosti 1,5 sentímetra (5/8 úr tommu) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er nota ð þegar tækið er
borið á líkamanum við not kun ætti slíkur búnaður ekki að innihalda m álm og halda ætti tækinu að minnsta kosti í þei rri
fjarlægð frá líkamanum sem nefnd var hér á undan.
Til að hægt sé að senda gagnaskrár eða skilaboð þarf góða tengingu við símkerfið. Sending gagnaskráa eða skilaboða getur
tafist þar til slík ten ging er tiltæk. Fylgið ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum þar til sendingu er lokið.
Ökutæki
Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki nægilega
varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf, rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrða hraðastýringu og
loftpúðakerfi. Frekari upplýsingar er að finna hjá framleiðanda bílsins eða tækjabúnaðarins.
Aðeins á að fela fagmönnum að setja tækið upp í ökutæki. Röng uppsetning eða viðgerð kann að valda hættu og ógilda
ábyrgðina. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus tækjabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt.
Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir eða sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða aukabúnað
með því. Hafa skal í huga að loftbúðar blásast upp af miklu afli. Ekki koma tækinu eða fylgihlutum fyrir á lofpúðasvæðinu.
Höfundarréttur og önnur ákvæði 37
Sprengifimt umhverfi
Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem kann að vera sprengihætta, svo sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum.
Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll. Virða skal
takmarkanir á eldsneytisstöðvum, svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða þar sem
verið er að sprengja. Svæði þar sem kann að vera sprengihætta eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal eru svæði
þar sem ráð gæti verið að slökkva á vél bifreiðar, í farrýmum skipa, í efnageymslum eða við efnaflutninga og þar sem efni
eða agnir, s.s. ryk, sót eða málduft gæti verið í lof ti. Hafa skal samband við framleiðendur ökutækja sem nýta fljótandi
svartolíugas (própan eða bútan) til að komast að því hvort nota megi tækið í grennd við þau.
Upplýsingar um vottun (SAR)
Þetta farsímatæki uppfyllir viðmiðunarreglur um áhrif af útvarpsbylgjum.
Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er hannað með tilliti til leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum
sem alþjóðlegar viðmiðunarreglur mæla með. Þessar viðmiðunarreglur voru þróaðar af óháðu vísindastofnuninni ICNIRP og
innihalda öryggismörk sem ætlað er að tryggja öryggi allra, óháð aldri og heilsufari.
Í viðmiðunarreglum um útvarpsbylgjur þráðlausra tækja er notuð mælieiningin SAR (Specific Absorption Rate). Efri mörk SAR,
samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP, eru 2,0 vött/kílógramm (W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvef. Mælingar
á SAR eru gerðar í he fðbundnum notkunarstöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á öllum mældum tíðnisviðum.
Raunverulegur SAR-styrkur tækis í notkun getur verið lægri en hámarksgildið, þar sem tækið er hannað til að nota aðeins
þann styrk sem þarf til að ná sambandi við símkerfið. Fjöldi þátta hafa áhrif á styrkinn, t.d. hversu langt notandinn er frá
grunnstöð.
Samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP er hæsta SAR-gildi fyrir notkun tækisins við eyra 0,60 W/kg .
Notkun aukahluta og aukabúnaðar getur valdið því að SAR-gildið sé annað. SAR-gildi kunna að vera breytileg milli landa
sökum mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og tíðnisviðs. Viðbótarupplýsingar um SAR má finna í upplýsingum um vörur á
www.nokia.com.
Höfundarréttur og önnur ákvæði
YFIRLÝSING UM SAMKVÆMN I
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-724 er í samræmi við grunnkröfur og önnur viðeigandi fyrirmæli
tilskipunar 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/
declaration_of_conformity/.
Nokia, Nokia Connecting People og WE: tákn eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er tónmerki
Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi
eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að fyrirfram
fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera
breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
38 Höfundarréttur og önnur ákvæði
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við
upplýsingar sem hafa verið kóðaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og
án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi.
Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, sem varða til dæmis notkun í
auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
The Bluetooth word mark and logos are owned by the Bluetooth SIG, Inc. and any use of such marks by Nokia is under license.
Að því marki sem viðeigandi lög leyfa ber Nokia eða einhverjir af leyfisveitendum þess, undir engum kringumstæðum, ábyrgð
á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af
hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
In nta k þ ess a s kja ls er a fhe nt „ei ns og þ að kem ur fyr ir “. U mf ram þa ð, e r l ög á sk ilj a, er e ngi n á byr gð vei tt , hv or ki b er um o rð um
né undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals. Á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni
eða ábyrgð á að varan henti tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær
sem er án undangenginnar tilkynningar.
Framboð á vörum, aðgerðum, forritum og þjónustu getur verið breytilegt eftir svæðum. Söluaðili Nokia eða þjónustuveitan
gefa nánari upplýsingar. Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum
í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Nokia veitir hvorki ábyrgð á forritum frá þriðja aðila sem fylgja með tækinu né ábyrgist virkni slíkra forrita, efni þeirra eða
stuðning við notendur. Með notkun sinni viðurkennir notandinn að forritið sé afhent eins og það kemur fyrir. Nokia er ekki
í fyrirsvari og ber ekki ábyrgð á forritum frá þriðja aðila sem fylgja með tækinu né ábyrgist virkni slíkra forrita, efni eða
stuðning við notendur.
Framboð á Nokia-þjónustu getur verið mismunandi eftir svæðum.
/Útgáfa 1.2 IS
Atriðaskrá 39
Atriðaskrá
A
aðgangsorð10
Á
Ábendingar og tilboð30
ábendingar tengdar umhverfisvernd 32
B
Bluetooth19
bókamerki26
D
dagsetning og tími20
E
efni afritað12, 20
efni flutt12, 20
endurvinnsla32
F
flugsnið13
flýtiritun14, 15, 16
flýtivísar18
FM-útvarp23, 24
Fært milli síma12