Nokia, Nokia Connecting People, og Navi eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation.
Nokia tune er tónmerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta
verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil
nema að fyrirfram fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun.
Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án
undangenginnar tilkynningar.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java is a trademark of Sun Microsystems, Inc.
Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án
viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kóðaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4Visual
Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við
MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til
neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, sem varða til dæmis notkun í auglýsingum, innan
fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA EÐA EINHVERJIR AF LEYFISVEITENDUM ÞESS
UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI
EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER
ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM NÉ UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA
INNTAKI ÞESSA SKJALS. Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ
Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA
DRAGA ÞAÐ TIL BAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum.
Þú færð upplýsingar um það, ásamt tungumálavalkostum, hjá söluaðila Nokia. Tæki þetta kann að
innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og
öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða
fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum
forritum þriðju aðila. Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim
upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila.
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-531 er
í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun
1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á
slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR
ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER
Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG
VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI
EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ
FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM
ÞRIÐJA AÐILA.
TILKYNNING FRÁ FCC/INDUSTRY CANADATækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til
dæmis þegar sími er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada geta krafist þess að þú hættir
að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa sambandi
við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Þetta tæki er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er
háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og (2) Tækið verður að
taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess.
Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt geta ógilt heimild notandans til notkunar
búnaðarins.
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað
við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem
hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem
verið er að sprengja.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Almennar upplýsingar
■ Gagnlegar ábendingar
Áður en farið er með tækið í Nokia Care
Spurning: Hvað get ég gert til að leysa vandamál sem tengjast virkni símans míns?
Svar: Reyndu eftirfarandi:
• Slökktu á símanum, fjarlægðu rafhlöðuna úr honum og settu hana í aftur.
Til að varðveita allar persónulegar upplýsingar í símanum velurðu Endursetja still. eing..
6
Ö R Y GGI
• Uppfærðu hugbúnað símans með Nokia Software Updater, ef hann er til
staðar. Sjá www.nokia.com/softwareupdate eða vefsvæði Nokia í þínu landi.
Bluetooth-tengingar
Spurning: Af hverju finn ég ekki Bluetooth-tæki?
Svar: Reyndu eftirfarandi:
• Gakktu úr skugga um að kveikt sé á Bluetooth í báðum tækjunum.
• Gakktu úr skugga um að fjarlægðin á milli tækjanna tveggja sé ekki meiri en
10 metrar (33 fet) og að ekki séu veggir eða aðrar hindranir á milli þeirra.
• Gakktu úr skugga um að hitt tækið sé stillt á sýnilegt.
• Aðgættu að tækin séu samhæf.
Símtöl
Spurning: Hvernig stilli ég hljóðstyrkinn?
Svar: Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn meðan á símtali
stendur.
Spurning: Hvernig breyti ég hringitóninum?
Svar: Veldu Valmynd > Stillingar > Tónastillingar.
Tengiliðir
Spurning: Hvernig bæti ég nýjum tengilið við?
Svar: Veldu Valmynd > Tengiliðir > Nöfn > Valkostir > Bæta við tengilið.
Spurning: Hvernig bæti ég viðbótarupplýsingum við tengilið?
Svar: Leitaðu að tengiliðnum sem þú vilt bæta upplýsingum við og veldu
Upplýs. > Valkostir > Bæta v. upplýsingum, og veldu á milli tiltækra valmöguleika.
Valmyndir
Spurning: Hvernig breyti ég útliti valmyndanna?
Svar: Til að breyta valmyndinni velurðu Valmynd > Valkostir > Aðalskjár
valmynd. > Listi, Tafla, Tafla með lýsingu eða Flipi.
Spurning: Hvernig sérstilli ég valmyndina?
Svar: Til að endurraða valmyndinni velurðu Valmynd > Valkostir > Skipuleggja.
Flettu á valmyndina sem þú vilt færa og veldu Færa. Flettu svo þangað sem þú vilt
færa valmyndina og veldu Í lagi. Til að vista breytinguna velurðu Lokið > Já.
Alm e nnar upplý s ingar
7
Skilaboð
Spurning: Af hverju get ég ekki sent margmiðlunarskilaboð (MMS)?
Svar: Símafyrirtækið eða þjónustuveitan gefur upplýsingar um þjónustu
margmiðlunarskilaboða (MMS) og áskrift.
Spurning: Hvernig set ég upp tölvupóst?
Svar: Til að nota tölvupóstforrit símans þarftu að hafa aðgang að samhæfu
tölvupóstkerfi. Hafðu samband við tölvupóstveituna þína til að fá réttar stillingar.
Til að gera póststillingar virkar velurðu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. > Tölvupóstskeyti.
Tenging við tölvu
Spurning: Af hverju á ég í vandræðum með að tengja símann við tölvuna mína?
Svar: Gakktu úr skugga um að Nokia PC Suite sé uppsett og í gangi á tölvunni
þinni. Nánari upplýsingar eru í hjálparaðgerð Nokia PC Suite eða á
þjónustusíðunum á www.nokia.com.
Flýtivísar
Spurning: Get ég notað einhverja flýtivísa?
Svar: Það eru nokkrir flýtivísar í símanum:
• Símtalaskráin er opnuð með því að ýta einu sinni á hringitakkann. Veldu númer
eða nafn og ýttu á hringitakkann til að hringja símtal.
•Haltu 0 inni til að opna vafrann.
• Hringt er í talhólfið með því að halda inni 1.
• Skipt er yfir í hljóðlausa sniðið og aftur í almenna sniðið með því að halda inni
takkanum #.
■ Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til notkunar á WCDMA 850
og 2100, GSM 850, 900, 1800 og 1900 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari
upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur,
einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra
mynda, tónlistar og annars efnis.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem
gætu gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia
8
Al me nn ar up plý s ing a r
leggur hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík
svæði skaltu huga að öryggi og efni.
Viðvörun: Það verður að vera kveikt á tækinu til að nota aðgerðir
tækisins, aðrar en vekjaraklukkuna eða kortaforrit nándartengingar (NFC)
þegar kveikt er á nándartengingunni og virkjunarstig kortsins er stillt á
Alltaf. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur
valdið truflun eða hættu.
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar
sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
■ Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera áskrifendur þjónustu fyrir
þráðlausa síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir
suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá
þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá
þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum
netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum netkerfi
geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota tiltekna
eiginleika tækisins og krefjast netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna tækni
eins og WAP 2.0 samskiptareglur (HHTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP
samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar
eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í
tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.
■ Aukahlutir
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur
samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll
ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta. Sérstaklega
getur notkun ósamþykktra rafhlaða eða hleðslutækja valdið eldhættu, sprengingu,
leka eða haft aðra áhættu í för með sér.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar.
Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Alm e nnar upplý s ingar
9
■ Aðgangsnúmer
Til að skilgreina aðgangskóða og öryggisstillingar tækisins velurðu Valmynd >
Stillingar > Öryggi.
Mikilvægt: Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja
í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
• Til að koma í veg fyrir að ýtt sé óvart á takkana skaltu nota takkalásinn
(takkavari).
Veldu Valmynd > Stillingar > Símastillingar > Sjálfvirkur takkavari eða Öryggistakkavari. Ef takkavari er virkur skaltu slá inn öryggisnúmer að eigin
vali þegar beðið er um það.
Til að taka lásinn af tökkunum skaltu velja Úr lás og takkann *.
Til að svara símtali þegar takkavörnin er virk skaltu ýta á hringitakkann.
Takkarnir læsast sjálfkrafa þegar símtali er slitið eða því er hafnað.
• Til að búa til eða breyta öryggiskóða velurðu Valmynd > Stillingar > Öryggi >
Aðgangslyklar og svo á milli tiltækra valmöguleika.
• PIN-númerinu, sem fylgir með símanum, er ætlað að hindra að kort símans sé
notað í leyfisleysi.
• PIN2-númer fylgir sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að nota ýmsa
þjónustu.
• PUK- og PUK2-númer kunna að fylgja SIM-kortinu. Ef þú slærð inn rangt PINeða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð er beðið um PUK- eða PUK2-númerið. Ef
þau fylgja ekki SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
• Lykilorðs (fjögurra stafa) er krafist þegar Útilokunarþjónusta er notuð til að
takmarka símtöl í og úr símanum (sérþjónusta).
• Til að skoða eða breyta stillingum fyrir öryggiseiningu, ef hún er uppsett,
velurðu Valmynd > Stillingar > Öryggi > Still. öryggiseiningar.
■ Hugbúnaðaruppfærslur
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi
og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Nokia kann að framleiða hugbúnaðaruppfærslur með nýjum möguleikum, bættum
aðgerðum eða aukinni virkni. Þú getur hugsanlega nálgast þessar uppfærslur með forritinu
Nokia Software Updater PC. Til að uppfæra hugbúnað tækisins þarftu að hafa Nokia
Software Updater forritið og samhæfa tölvu með Microsoft Windows 2000, XP eða Vista
stýrikerfi, internettengingu og samhæfa gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
10
Al me nn ar up plý s ing a r
Hægt er að hlaða niður Nokia Software Updater forritinu, og fá upplýsingar um það, á
www.nokia.com/softwareupdate eða vefsíðu Nokia í þínu landi.
Það að hlaða niður hugbúnaði getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi
þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en
uppfærslan er ræst.
Ef símkerfið styður hugbúnaðaruppfærslur með ljósvakaboðum kannt þú einnig að geta
beðið um uppfærslur úr tækinu. Sjá „Sími“ á bls 37.
■ Hugbúnaðaruppfærslur fyrir símann
Þjónustuveitan þín kann að senda þér hugbúnaðaruppfærslur í ljósvakaboðum.
Það gæti verið að ekki sé hægt að velja þennan valkost í tækinu.
Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja
neyðarsímtöl, fyrr en uppfærslunni er lokið og tækið hefur verið endurræst.
Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
■ My Nokia
Fáðu hagnýtar ábendingar og þjónustu fyrir Nokia símann þinn, auk ókeypis
prufuefnis, gagnvirkra kynninga, sérstilltrar vefsíðu og frétta um nýjustu vörur
og þjónustu frá Nokia.
Nýttu Nokia símann þinn til fullnustu og skráðu þig í Nokia þjónustuna! Frekari
upplýsingar má finna á www.nokia.com/mynokia.
■ Niðurhal efnis
Hægt er að hlaða nýju efni (t.d. þemum) niður í símann (sérþjónusta).
Upplýsingar um mismunandi þjónustu, verð og gjaldtöku fást hjá
þjónustuveitunni.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá traustum
aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með
Java Verified
TM
.
■ Þjónusta Nokia
Á www.nokia.com/support eða á vefsíðu Nokia í heimalandi þínu eru nýjustu
handbækurnar, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónusta sem tengist
Nokia-vörunni þinni.
Vefsíðan veitir upplýsingar um notkun á vöru og þjónustu Nokia. Upplýsingar um
þjónustu Nokia Care er að finna á www.nokia.com/customerservice.
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næsta Nokia Care á www.nokia.com/repair.
Alm e nnar upplý s ingar
11
1.Tækið tekið í notkun
■ SIM-kort, minniskort og rafhlaða sett í
SIM-kortið og snertiflötur þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða
bognar. Því þarf að fara varlega með kortið þegar það er sett í símann eða tekið
úr honum.
SIM-kortið sett í
1. Snúðu bakhlið símans að þér og fjarlægðu bakhliðina (1, 2).
2. Opnaðu SIM-kortahölduna (3, 4).
3. SIM-kortið er sett í (5,6). Gakktu úr skugga um að SIM-kortið sitji rétt og að
snertiflöturinn á því snúi niður.
4. Lokaðu SIM-kortsfestingunni og ýttu henni fram þar til hún smellur
á sinn stað (7).
Minniskort og rafhlaða sett í
1. Til að setja minniskortið í skaltu ýta því í raufina þar til það smellur
á sinn stað (1).
2. Gakktu úr skugga um að SIM-kortið sitji rétt og að snertiflöturinn á því snúi
niður (2).
3. Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í (3, 4).
12
Tækið tekið í notkun
4. Komdu bakhliðinni aftur fyrir (5, 6).
■ Hleðsla rafhlöðunnar
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Rafhlaðan var hlaðin að hluta hjá framleiðanda. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé
eftir skaltu gera eftirfarandi:
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu
taka hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr
innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú
getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef
rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist
á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
■ microSD-kort
Á samhæft microSD-kort er hægt að vista gögn eins og hringitóna,
þemu, tóna, myndir og myndskeið.
Það er hægt að fjarlægja eða skipta um microSD kortið án þess að
slökkva á símanum.
Síminn styður microSD-kort upp að 8 GB.
Aðeins skal nota samhæft microSD kort sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu
tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki
hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og
skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Tækið tekið í notkun
13
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það
í aðgerð. Það gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð
eru á því.
■ Kveikt og slökkt á símanum
1. Haltu rofanum inni.
2. Ef beðið er um PIN- eða UPIN-númer skaltu slá það inn
(það birtist sem ****) og velja Í lagi.
Þegar þú kveikir á símanum í fyrsta skipti og hann er í
biðstöðu, spyr hann hvort þú viljir sækja stillingarnar frá
þjónustuveitunni (sérþjónusta). Samþykktu það eða hafnaðu
því. Sjá „Stillingar“ á bls. 38 og „Þjónusta fyrir stillingar“
á bls 14.
■ Tíminn, tímabelti og dagsetning valin
Þegar þú kveikir á símanum í fyrsta skipti og hann er í biðstöðu
ertu beðin(n) um að velja tímann og dagsetninguna. Fylltu út
reitina og veldu Vista.
Ef þú vilt nálgast Dagur og tími síðar skaltu velja Valmynd > Stillingar > Dagur og tími > Dags- og tímastill., Snið dags og tíma eða Sjálfv. tímauppfærsla
(sérþjónusta) til að breyta tíma, tímasvæði og dagsetningu.
■ Þjónusta fyrir stillingar
Síminn þarf að vera rétt stilltur til að hægt sé að nota tiltekna sérþjónustu, líkt
og internetþjónustu, MMS, Nokia Xpress hljóðskilaboð eða samstillingu við ytri
miðlara. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni, næsta viðurkennda
söluaðila Nokia eða á www.nokia.com/support.
Þegar stillingarnar berast í samskipanaboðum eru þær ekki vistaðar og virkjaðar
sjálfvirkt. Samskipunarstillingar mótteknar birtist. Veldu Sýna > Vista. Ef það er
nauðsynlegt skaltu slá inn PIN-númerið sem þú fékkst hjá þjónustuveitunni.
14
Tækið tekið í notkun
■ Loftnet
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Líkt og gildir um öll
önnur tæki sem senda eða taka við útvarpsbylgjum ætti að
forðast að snerta loftnetið að óþörfu við móttöku eða
sendingu útvarpsbylgna. Snerting við slíkt loftnet hefur áhrif á
sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku en
annars er nauðsynlegt og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
■ Úlnliðsband
Fjarlægðu bakhlið símans. Festu úlnliðsbandið
(1). Komdu bakhliðinni aftur fyrir (2, 3).
■ Takkar og hlutar
1. Linsa á fremri myndavél
2. Hlust
3. Skjár
4. Vinstri valtakki
5. Hægri valtakki
6. Hringitakki
7. Endatakki
8. Miðjutakki
9. Takkaborð
TM
10. Navi
11.Hljóðnemi
12. Hleðslutengi
13. Tengi fyrir aukahluti
14. USB-tengi
lykill (skruntakki)
Tækið tekið í notkun
15
15. Myndavélarlinsa
16. Myndavélarflass
17. Rofi
18. Hátalari
19. Takki fyrir hækkun hljóðstyrks/kallkerfi
20. Lækka hljóð
■ Biðstaða
Síminn er í biðstöðu þegar hann er tilbúinn til notkunar en engir stafir eða tölur
hafa verið slegnar inn.
1. 3G-vísir
2. Sýnir sendistyrk farsímakerfisins
3. Hleðsla rafhlöðunnar
4. Vísar. Sjá „Vísar“ á bls 16.
5. Heiti farsímakerfisins eða skjátákn símafyrirtækisins
6. Klukka
7. Skjár
8. Vinstri valtakki. Sjálfgefið er að hann sé stilltur á
Flýtival sem flytur þig í lista yfir flýtivísa. Sjá „Vinstri
og hægri valtakkar“ á bls 33.
9. Miðvaltakki sýndur sem Valmynd.
10. Hægri valtakki. Sjálfgefið er að hann sé stilltur á Nöfn sem flytur þig í vistaða
tengiliði. Sjá „Vinstri og hægri valtakkar“ á bls 33.
Vísar
Það eru ólesin skilaboð.
Ósvarað símtal. Sjá „Notkunarskrá“ á bls 31.
Takkar símans eru læstir. Sjá „Aðgangsnúmer“ á bls 10.
Síminn gefur ekki frá sér hljóð við innhringingu eða móttekin
textaskilaboð. Sjá „Tónar“ á bls 32.
Kveikt er á vekjaranum.
16
Tækið tekið í notkun
, Pakkagagnatenging er stillt á Sítenging og pakkagagnaþjónusta er
tiltæk.
, GPRS- eða EGPRS-tenging er til staðar.
, GPRS- eða EGPRS-tenging er í bið.
Bluetooth-tenging er virk. Sjá „Þráðlaus Bluetooth-tækni“ á bls 34.
Það er nýr ólesinn hlutur í innhólfi nándartengingar. Sjá „Samnýta og lesa
þjónustumerki“ á bls 19.
Merkir að hægt sé að samnýta hlut með nándartengingu. Sjá „Samnýta og
lesa þjónustumerki“ á bls 19.
■ Flugsnið
Á stöðum sem eru viðkvæmir fyrir útvarpsbylgjum, þar sem beðið er um að tækið
sé ekki notað, geturðu samt notað dagatalið, tengiliðalistann og leiki án tengingar
með því að kveikja á flugstillingu. Þegar flugstillingin er virk birtist .
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið > Flug > Virkja eða Eigið val.
Til að láta símann spyrja í hvert skipti sem kveikt er á símanum hvort nota eigi
Slökkt er á flugsniðinu með því að velja annað snið.
Viðvörun: Í flugsniðinu er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal
neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi
að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið.
Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið. Ef hringja þarf neyðarsímtal
meðan tækið er læst og flugsniðið er virkt kann einnig að vera hægt að slá inn
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið í reitinn fyrir lykilnúmerið og velja „Hringja“.
Tækið staðfestir að verið sé að gera flugstillinguna óvirka til að hefja neyðarsímtal.
2.Nándartenging (NFC)
■ NFC
Nándartenging (NFC) er þráðlaus tengitækni sem gefur kost á samskiptum í báðar
áttir á milli raftækja. Þú getur stundað þráðlaus viðskipti, fengið aðgang að
stafrænu efni og tengst við tæki með einni snertingu.Nándartengingin virkar
í nokkurra sentímetra fjarlægð. Leiðandi farsímaframleiðendur styðja
nándartengingu og er hún samhæf við flestar þráðlausar greiðsluaðferðir.
Nándartenging (NFC)
17
Þegar flugsniðið er virkt er hægt að nota kortaforrit.
Til að breyta heiti nándartengingarinnar velurðu Valmynd > Nándarten. > Still.
nándarteng. > Heiti tækis. Heiti nándartengingarinnar er notað af öðrum tækjum
með nándartengingu til að bera kennsl á símann.
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um nándartenginguna velurðu Valmynd >
Nándarten. > Kynning nándart..
■ Skynjun nándartengingar
Til að gera nándartenginguna virka eða óvirka velurðu Valmynd > Nándarten. >
Nándarteng. á/af.
Nándartenging er notuð með
því að kveikja á símanum og
virkja nándartenginguna, ef
slökkt er á henni. Snertu
þjónustumerkið eða annað
tæki sem er með nándartengingu
með skynjunarsvæðinu.
Mælisviðið er yfirleitt 0 til 3 sentímetrar.
Þegar borin eru kennsl á merki eða tæki birtast viðkomandi upplýsingar.
Til að spara rafhlöðuna slekkur tækið sjálfkrafa á baklýsingu skjásins og setur
nándartenginguna í biðstöðu. Aðgerðir í tækinu endurvekja baklýsingu skjásins og
nándartenginguna. Einnig mun kvikna á nándartengingunni á ný í námunda við
ytri kortalesara.
■ Samnýta með tæki
Veldu Valmynd > Nándarten. > Samnýting, veldu þann hlut sem þú vilt samnýta
og snertu annað tæki með nándartengingu.
Til að samnýta hlut er einnig hægt að auðkenna hlutinn í tækinu og velja
Valkostir > Samnýta.
Ef samnýting er virk er hægt að senda galleríshlut, nafnspjöld, dagbókaratriði,
bókamerki, útvarpsstöð, minnismiða eða verkefni.
18
Nándartenging (NFC)
Loading...
+ 41 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.