Gætið þess að lesa eftirfarandi áður en þessar upplýsingar og varan sem þær eiga við um eru
notaðar:
Stuttur leiðarvísir
Tilkynning varðandi regluverk
Viðauki
Stutta leiðarvísinum og Tilkynningu varðandi regluverk hefur verið hlaðið upp á vefsvæðið
http://support.lenovo.com.
Lenovo Companion
Ertu að leita að aðstoð? Forritið Lenovo Companion er þér innan handar til að aðstoða við að
fá beinan aðgang að stoðþjónustu Lenovo á netinu og að spjallsvæðum*, algengum
spurningum og svörum*, kerfisuppfærslum*, aðgerðarprófum vélbúnaðar, könnun á stöðu
ábyrgðar*, þjónustubeiðnum** og stöðu viðgerða**.
Athugaðu:
* krefst aðgangs að gagnaneti.
** er ekki í boði í öllum löndum.
Þetta forrit er hægt að nálgast með tvennum hætti:
Leitaðu að forritinu í Google Play og sæktu það þangað.
Skannaðu eftirfarandi QR-kóða með Lenovo Android-tæki.
Tæknilýsingar
Listinn yfir tæknilýsingar í þessum kafla á aðeins við um þráðlaus samskipti. Til að skoða
heildarlista yfir tæknilýsingar sem varða tækið þitt skaltu fara á http://support.lenovo.com.
GerðLenovo PB2-670MLenovo PB2-670Y
ÖrgjörviMT8783MT8783
Rafhlaða4050 mAh4050 mAh
Þráðlaus
Bluetooth 4.0; Wi-Fi 802.11a/b/g/n/ac
tveggja tíðnisviða 2,4G og 5G;
samskipti
GPS; LTE/UMTS/GSM
Athugaðu: Lenovo PB2-670M styður LTE-svið 1, 2, 3, 5, 7, 8, 20 og 38, 40, 41(þröngt
svið); Lenovo PB2-670Y styður LTE-svið 2, 4, 5, 7, 12, 13, 17; í sumum löndum er LTE
ekki stutt. Hafðu samband við þjónustuaðila þinn til að kanna hvort tækið virkar með
LTE-netkerfi í þínu landi.
Bluetooth 4.0; Wi-Fi 802.11a/b/g/n/ac
tveggja tíðnisviða 2,4G og 5G;
GPS; LTE/UMTS/GSM
Skjáhnappar
Á tækinu þínu eru þrír hnappar.
Fjölvirkur hnappur: Pikkaðu á til að sjá hvaða forrit eru í gangi. Því næst geturðu gert
eftirfarandi:
Pikkaðu á forrit til að opna það.
Pikkaðu á til að stöðva keyrslu á forritinu.
Pikkaðu á til að stöðva keyrslu á öllum forritum.
Heimahnappur: Pikkaðu á til að fara til baka í sjálfvalinn heimaskjá.
Bakkhnappur: Pikkaðu á til að fara aftur á fyrri síðu eða hætta í forritinu.
Heimaskjár
Heimaskjárinn er upphafsstaðurinn við notkun á tækinu þínu. Þér til þæginda hefur
heimaskjárinn þegar verið settur upp með nokkrum notadrjúgum forritum og græjum.
Athugaðu: Eiginleikar tækisins þíns og heimaskjár þess geta verið mismunandi, allt eftir
staðsetningu, tungumáli, farsímafyrirtæki og gerð tækisins.
Heimaskjáir sérsniðnir í breytingastillingu
Haltu inni fingri hvar sem er á heimaskjánum, nema á táknunum sem notuð eru til að fara í
breytingastillingu. Pikkaðu á bakkhnappinn til að fara úr breytingastillingunni.
Í breytingastillingunni er hægt að gera hvað sem er af eftirfarandi:
Ef þú ert með marga skjái og vilt færa einn heimaskjáinn skaltu halda fingri á skjá þar til
hann stækkar dálítið, draga hann yfir á nýja staðinn og sleppa honum svo.
Ef þú vilt bæta græju við heimaskjáinn skaltu pikka á GRÆJUR, strjúka með fingri upp eða
niður til að staðsetja græjuna sem þú vilt nota og halda henni svo niðri þar til hún sprettur
upp. Þá dregur þú hana þangað sem þú vilt staðsetja hana og sleppir henni svo.
Til að skipta um veggfóður skaltu smella á VEGGFÓÐUR, strjúka með fingri til hægri eða
vinstri til að staðsetja veggfóðrið sem þú vilt nota og pikka svo á Nota veggfóður.
Til að skipta um veggfóður á lásskjánum skaltu smella á VEGGFÓÐUR LÁSSKJÁS, strjúka
með fingri til hægri eða vinstri til að staðsetja veggfóðrið sem þú vilt nota og pikka svo á
Stilla veggfóður lásskjás.
Stjórnun græja og forrita
Á heimaskjánum er hægt að gera hvað sem er af eftirfarandi:
Pikkaðu á forrit eða græju og haltu niðri þar til táknið stækkar örlítið, dragðu það þangað
sem þú vilt staðsetja það og slepptu því svo.
Til að fjarlægja græju af heimaskjánum skaltu halda fingri á græjunni þar til táknið stækkar
svolítið, draga táknið upp að efri brún skjásins og sleppa græjunni svo yfir
Til að fjarlægja forrit skaltu ýta á forritið og halda niðri, draga táknið upp að efri brún
skjásins og sleppa því svo yfir
Athugaðu: Ekki er hægt að fjarlægja kerfisforrit. Ef þú reynir að fjarlægja kerfisforrit
birtist
ekki efst á skjánum.
.
.
Skjálás
Þegar kveikt er á tækinu þínu skaltu ýta á „Kveikja/slökkva“-hnappinn til að læsa skjánum
handvirkt. Ýttu aftur á hnappinn „Kveikja/slökkva“ til að birta læsta skjáinn og strjúktu síðan
upp frá neðri brún skjásins til að opna hann.
Athugaðu: Að strjúka er sjálfgefin aðgerð til að opna skjá. Farðu í Stillingar til að breyta
skjálásnum.
Tilkynningar og flýtistillingar
Tilkynningaskjárinn (sjá mynd 1: Tilkynning) lætur þig vita ef þú missir af símtali, átt ný
skilaboð eða ert með aðgerðir í gangi, t.d. niðurhal skráa. Flýtistillingaskjárinn (sjá mynd 2:
flýtistillingar) gerir þér kleift að opna mikið notaðar stillingar, svo sem Wi-Fi-rofa.
Mynd 1: Tilkynning
Mynd 2: Flýtistillingar
Þú getur gert eitthvað af eftirfarandi:
Strjúktu yfir skjáinn ofan frá til að sjá tilkynningar.
Til að loka tilkynningaskjánum skaltu strjúka upp frá neðri brún skjásins.
Strjúktu frá vinstri eða hægri yfir tilkynningu til að hunsa hana.
Til að hunsa allar tilkynningar skaltu pikka á á neðri brún tilkynningaskjásins.
Strjúktu tvisvar ofan frá og niður skjáinn til að opna flýtistillingaskjáinn.
Strjúktu neðan frá og upp til að loka flýtistillingaskjánum.
USB-tenging
Þegar þú tengir tækið þitt við tölvu með USB-snúru birtir tilkynningaskjárinn tilkynningu um
það, t.d. „USB-tölvutenging“. Þú getur pikkað á tilkynninguna og valið svo einn eftirfarandi
valkosta:
Margmiðlunartæki (MTP): Veldu þessa stillingu til að tengjast við tölvu til að flytja skrár.
Settu upp MediaPlayer 10 eða hærra ef þú ert að nota Windows XP eða eldri útgáfu.
Myndavél (PTP): Veldu þessa stillingu ef þú vilt aðeins flytja ljósmyndir og myndskeið á
milli tækisins og tölvunnar.
MIDI: Veldu þessa stillingu ef þú vilt að MIDI-virk forrit á tækinu vinni með MIDI-hugbúnað
á tölvunni.
Aðeins hleðsla: Veldu þessa stillingu ef þú vilt aðeins hlaða tækið.
Símtöl
Símtal hringt
Númer valið handvirkt
1. Opnaðu símaforritið.
2. Pikkaðu á til að birta hnappaborðið, ef þess er þörf.
3. Sláðu inn númerið sem þú vilt hringja í og pikkaðu síðan á
Hringt úr símtalaskrá
1. Opnaðu símaforritið.
2. Pikkaðu á
3. Pikkaðu á færslu í símtalaskránni til að hringja símtal.
Hringt í tengilið
1. Opnaðu símaforritið.
2. Pikkaðu á
3. Finndu tengiliðinn sem þú vilt hringja í og pikkaðu á nafn tengiliðarins til að kalla upp
upplýsingar um hann.
4. Pikkaðu á símanúmerið sem þú vilt hringja í.
.
.
.
Símtali svarað
Símtali svarað eða hafnað
Þegar þú færð símtal birtist skjámynd fyrir símtal á innleið. Þú getur þá gert eitt af eftirfarandi:
Dragðu á til að svara símtalinu.
Dragðu á til að hafna símtalinu.
Dragðu á til að svara símtalinu með skilaboðum.
Valkostir meðan á símtali stendur
Meðan á símtali stendur eru eftirfarandi valkostir tiltækir á skjánum:
: kveikir eða slekkur á hátalaranum.
: kveikir eða slekkur á hljóðnemanum.
: birtir eða felur hnappaborðið.
: setur núverandi símtal í bið eða tekur það úr bið.
: birtir hnappaborðið til að þú getir hringt.
: byrjar eða hættir að taka upp samtalið.
: lýkur símtalinu.
Þú getur einnig ýtt á hljóðstyrkshnappana til að hækka eða lækka hljóðið.
Símtalaskráin notuð
Símtalaskráin inniheldur ósvöruð símtöl, hringd símtöl og móttekin símtöl. Þú getur pikkað á
færslu í skránni til að skoða valkostavalmyndina og pikkað á einhvern valkostanna þar. Þú
getur til dæmis pikkað á valkostinn Bæta við tengilið til að bæta færslunni í tengiliðalistann.
Tengiliðir
Tengiliður búinn til
1. Opnaðu tengiliðaforritið.
2. Pikkaðu á
3. Færðu inn upplýsingar um tengiliðinn.
4. Pikkaðu á
.
.
Leitað að tengilið
1. Opnaðu tengiliðaforritið.
2. Gerðu eitt af eftirfarandi:
Flettu upp eða niður í tengiliðalistanum til að finna tengiliðinn sem þú vilt nota.
Pikkaðu á og sláðu síðan inn nafn eða upphafsstafi tengiliðarins. Listi yfir tengiliði
sem passa birtist jafnóðum og þú slærð inn.
Tengilið breytt
1. Opnaðu tengiliðaforritið.
2. Finndu tengiliðinn sem þú vilt bæta við og pikkaðu á hann.
3. Pikkaðu á og breyttu síðan tengiliðaupplýsingunum.
4. Pikkaðu á
.
Tengilið eytt
1. Opnaðu tengiliðaforritið.
2. Finndu tengiliðinn sem þú vilt eyða og pikkaðu á hann.
3. Pikkaðu á > Eyða.
4. Pikkaðu á Í lagi.
Tengiliðir fluttir inn/út
1. Opnaðu tengiliðaforritið.
2. Pikkaðu á
3. Farðu í skjámyndina AFRITA TENGILIÐI ÚR, veldu uppsprettu tengiliða sem þú vilt nota og
pikkaðu á Áfram.
4. Farðu í skjámyndina AFRITA TENGILIÐI Í, veldu valkostinn sem þú vilt nota og pikkaðu á
Áfram.
5. Ef þú vilt flytja inn fleiri tengiliði velurðu tengiliðina eða pikkar á 0 VALDIR > Velja alla til
að velja alla tengiliði eða velja vCard-skrár.
6. Ef þú vilt flytja út fleiri tengiliði velurðu tengiliðina eða pikkar á 0 VALDIR > Velja alla til að
velja alla tengiliði.
7. Pikkaðu á Í lagi.
> Flytja inn/flytja út.
Loading...
+ 16 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.