GSM 850/900/1800/1900
Sony Ericsson Mobile Communications AB
eða dótturfyrirtæki þess í viðkomandi landi
gefur út þessa handbók án nokkurrar ábyrgðar.
Sony Ericsson Mobile Communications AB eða
dótturfyrirtæki þess í viðkomandi landi er heimilt
hvenær sem er og án fyrirvara að gera endurbætur
og breytingar á handbókinni sem nauðsynlegar
kunna að vera vegna prentvillna, ónákvæmni
núverandi upplýsinga eða endurbóta á forritum
og/eða búnaði. Slíkar breytingar verða þá gerðar
á seinni útgáfum handbókarinnar.
Allur réttur áskilinn.
Útgáfukóði: IS/LZT 108 9281 R2A
Athugið:
Sum fjarskiptanet styðja ekki alla þá þjónustu sem
fjallað er um í handbókinni. Þetta gildir einnig um alþjóðlegu GSM-neyðarnúmerin 112 og 911.
Vinsamlegast hafið samband við rekstraraðila
fjarskiptanetsins eða þjónustuveituna leiki vafi
á hvort hægt er að nota tiltekna þjónustu.
Vinsamlegast lesið Leiðbeiningar um örugga og skilvirka notkun og kaflana um takmarkaða ábyrgð
áður en farsíminn er notaður.
Farsíminn getur hlaðið niður, geymt og framsent
utanaðkomandi efni, t.d. hringitóna. Notkun slíks
efnis kann að vera takmörkuð eða bönnuð vegna
réttar þriðja aðila, þar með talið, en ekki eingöngu,
takmarkanir viðeigandi laga um höfundarrétt. Þú,
en ekki Sony Ericsson, berð algera ábyrgð á því efni
sem þú hleður niður í farsímann eða framsendir
úr honum. Áður en þú notar utanaðkomandi
efni, vinsamlegast sannvottaðu að ætluð not þín
séu gerð með öllum viðeigandi leyfum eða séu
samþykkt á annan hátt. Son y Ericsson ábyrgist ekki
nákvæmni, samkvæmni eða gæði utanaðkomandi
efnis né annars efnis frá þriðja aðila. Undir engum
kringumstæðum er Sony Ericsson ábyrgt á nokkurn
hátt vegna misnotkunar þinnar á utanaðkomandi
efni eða efni frá þriðja aðila.
Bluetooth™ er vörumerki eða skrásett vörumerki
Bluetooth SIG Inc.
Fljótandi merkið, PlayNow, MusicDJ, PhotoDJ
og VideoDJ eru vörumerki eða skráð vörumerki
Sony Ericsson Mobile Communications AB.
Memory Stick Micro™ og M2™ eru vörumerki
eða skráð vörumerki Sony Corporation.
Ericsson er vörumerki eða skrásett vörumerki
Telefonaktiebolaget LM Ericsson.
Adobe™ og Photoshop™ eru vörumerki eða
skráð vörumerki Adobe Systems incorporated
í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
Real eru vörumerki eða skráð vörumerki
RealNetworks, Inc. Real™ er hluti af vörumerki
RealNetworks, Inc. Copyright 1995-2007,
RealNetworks, Inc. Öll réttindi áskilin.
PictBridge er vörumerki eða skrásett vörumerki
Canon Kabushiki Kaisha Corporation.
Microsoft, Windows, Vista og PowerPoint eru skráð
vörumerki eða vörumerki Microsoft Corporation
í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Mac OS er vörumerki Apple Computer, Inc., skráð
í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
T9™ Text Input er vörumerki eða skrásett
vörumerki Tegic Communications. T9™ Text Input
nýtur einkaleyfisverndar skv. eftirfarandi: U.S. Pat.
Nos. 5,818,437, 5,953,541, 5,187,480, 5,945,928,
og 6,011,554; Canadian Pat. No. 1,331,057, United
Kingdom Pat. No. 2238414B; Hong Kong Standard
Pat. No. HK0940329; Republic of Singapore Pat.
No. 51383; Euro.Pat. No. 0 842 463(96927260.8)
DE/DK, FI, FR, IT, NL, PT, ES, SE, GB; og sótt hefur
verið um frekari einkaleyfisvernd um allan heim.
Smart-Fit Rendering er vörumerki eða skrásett
vörumerki ACCESS CO., LTD. í Japan og öðrum
löndum.
Java og öll vörumerki og fyrirtækismerki sem
byggjast á Java eru vörumerki eða skráð vörumerki
Sun Microsystems Inc. í Bandaríkjunum og öðrum
löndum.
Notandaleyfi fyrir Sun™ Java™ J2ME™.
1 Takmarkanir: Hugbúnaðurinn felur í sér
trúnaðarupplýsingar sem njóta einkaleyfisverndar og
öll afrit hans haldast í eigu Sun og/eða leyfisveitanda.
Viðskiptavininum er óheimilt að breyta, bakþýða,
baksmala, ráða dulritun á, stunda gagnadrátt úr eða
á annan hátt vendismíða hugbúnaðinn. Óheimilt er
að leigja út hugbúnaðinn eða framselja eignarrétt
eða notandaleyfi fyrir honum í heild eða að hluta.
2 Útflutningsreglur: Hugbúnaðurinn, þ.m.t.
tækniupplýsingar, lýtur bandarískum
útflutningslögum, þ.m.t. Export Administration Act
og reglugerðum tengdum þeim lögum, og kann
að lúta reglugerðum í öðrum löndum um inn- og
útflutning. Viðskiptavinurinn samþykkir að fara í
einu og öllu að slíkum reglum og viðurkennir að
hann beri ábyrgð á að útvega leyfi fyrir útflutningi,
endurútflutningi og innflutningi á hugbúnaðinum.
Óheimilt er að niðurhala hugbúnaðinum eða á
annan hátt flytja hann út eða endurútflytja (i) til
Kúbu, Íraks, Írans, Norður-Kóreu, Líbýu, Súdans,
Sýrlands (skv. uppfærðum lista hverju sinni) eða
nokkurs lands sem Bandaríkin hafa lagt
viðskiptabann á eða til ríkisborgara eða íbúa
ofangreindra landa; eða (ii) til nokkurs ríkis á
ríkjabannlista bandaríska fjármálaráðuneytisins
eða í töflu bandaríska viðskiptaráðuneytisins yfir
opinberar synjanir.
3 Takmarkaður réttur: Notkun, fjölföldun og birting
bandarískra stjórnvalda á upplýsingum er háð þeim
takmörkunum sem greinir í ákvæðum um réttindi
varðandi tækniupplýsingar og tölvuhugbúnað
í DFARS 252.227-7013(c) (1) (ii) og FAR 52.22719(c) (2), eftir því sem við á.
Önnur nöfn vara og fyrirtækja sem nefnd eru
í handbók þessari kunna að vera vörumerki
hlutaðeigandi eigenda sinna.
Allur réttur sem ekki er veittur skýlaust í handbók
þessari er áskilinn.
Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum
hugmynd um vöruna og ekki er víst að þær
lýsi símanum nákvæmlega.
Leiðbeiningartákn
Í þessari handbók er að finna
eftirfarandi tákn:
Athugið
Þjónustan eða valkosturinn
veltur á símafyrirtækinu eða
áskriftinni. Símafyrirtækið þitt
veitir nánari upplýsingar.
%Sjá einnig á blaðsíðu ...
}Notaðu valtakkana eða
stýrihnappinn til að fletta
% 12 Valmyndir.
og velja
Ýttu á miðju stýrihnappsins.
Ýttu stýrihnappinum upp.
Ýttu stýrihnappinum niður.
Ýttu stýrihnappinum til vinstri.
Ýttu stýrihnappinum til hægri.
Samsetning, SIM kort, rafhlaða, kveikt
á símanum, hjálp, símtöl
Fyrir notkun
Setja þarf SIM kort í símann ásamt
rafhlöðu áður en hægt er að nota hann.
SIM kort og rafhlaða
SIM kort og rafhlaða sett í símann
1 Slökktu á símanum. Fjarlægðu
rafhlöðuhlífina og rafhlöðuna.
2 Láttu snerturnar snúa upp og renndu
SIM kort í hölduna þar til hún smellur
ásinn stað.
3 Settu inn rafhlöðuna þannig að miðinn
snúi upp, líkt og sýnt er á myndinni.
4 Renndu rafhlöðuhlífinni aftur á sinn stað.
SIM kortið tekið úr
1 Slökktu á símanum. Fjarlægðu
rafhlöðuhlífina og rafhlöðuna.
2 Ýttu SIM kortinu inn til að losa það.
Rafhlaða
Til að hlaða rafhlöðuna
2,5 klst.
≈
Ekki tengja hleðslutækið nema
rafhlaðan sé í.
1 Tengdu hleðslutækið við símann. Það
tekur um 2,5 tíma að hlaða rafhlöðuna
að fullu. Rafhlaðan er fullhlaðin þegar
allt rafhlöðutáknið er skyggt og þá er
hægt að taka hleðslutækið úr sambandi
við símann.
2 Taktu hleðslutækið úr sambandi með
því að ýta því upp á við og toga það út.
Sumir valkostir símans (aðgerðir)
ganga hraðar á rafhlöðuna en aðrir
og því getur nauðsynlegur tími milli
hleðslna verið mismunandi. Ef tal- eða
biðtími símans styttist verulega skaltu
skipta um rafhlöðu. Aðeins skal nota
rafhlöður sem eru viðurkenndar af
Sony Ericsson % 66 Rafhlaða.
Ól
Ólin fest
Kveikt á símanum
Hladdu símann og settu SIM kort
í hann áður en þú kveikir á honum.
Notaðu uppsetningarhjálpina til að
koma þér af stað.
Til að kveikja á símanum
1 Þegar rafhlöðulokið er opið skaltu
setja lykkju á ólina og renna henni
íraufina.
2 Gakktu úr skugga um að lykkjan sé
undir plastkróknum með því að toga
hana varlega frá símanum.
3 Settu rafhlöðulokið varlega aftur á
símann til að ólin fari ekki úr skorðum.
Mælt er með notkun þykkra óla
(0,7 til 1 millímetra í þvermál) og
sem sitja traustar innan króksins.
þar sem slökkt er á tengingu við
símkerfi og Bluetooth™ tengingu
%7 Flugstilling.
3 Sláðu inn PIN númer SIM kortsins,
ef beðið er um það.
4 Veldu tungumálið við ræsingu.
5
Veldu Já til að nota uppsetningarhjálpina.
6 Fylgdu leiðbeiningunum til að ljúka
uppsetningunni.
5Síminn tekinn í notkun
SIM kort
SIM kortið (Subscriber Identity Module),
sem farsímafyrirtækið lætur þér í té,
inniheldur upplýsingar um áskriftina þína.
Á SIM kortinu eru vistaðar upplýsingar
líkt og símanúmerið þitt ásamt nöfnum
og númerum símaskrárinnar.
Vistaðu tengiliðina þína á SIM kortið áður
en þú fjarlægir það úr símanum.
PIN
Þú gætir þurft PIN númerið (Personal
Identity Number) fyrir SIM kortið til
að geta notað þjónustu símans. Þegar
þú slærð inn PIN númerið birtist hver
tölustafur sem *, nema hann byrji á
stöfum neyðarnúmera (t.d. 112 eða 911.
Ýttu á til að leiðrétta mistök.
Ef þú slærð inn rangt PIN númer þrisvar
sinnum í röð birtist PIN læst á skjánum.
Til að opna SIM kortið þarftu þá að
slá inn PUK númerið þitt (Personal
Unblocking Key), % 58 Læsing SIM
korts.
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist á skjánum
þegar kveikt hefur verið á símanum
og PIN númerið hefur verið slegið
inn í hann. Þetta kallast biðstaða.
Hjálp í símanum
Síminn inniheldur hjálparforrit.
Til að nota uppsetningarhjálpina
• Í biðstöðu velurðu Valmynd
} Stillingar } flipinn Almennar
} Uppsetningarhjálp og svo valkost.
Stillingum hlaðið niður
Hægt er að setja upp forrit
í símanum sem nota internetið (t.d.
internet, myndskilaboð, tölvupóst og
uppfærsluþjónustu Sony Ericsson).
Hægt er að nota Niðurhleðsla stillinga
ef SIM kortið styður þjónustuna, síminn
er tengdur við símkerfi, venjulegt snið
hans er valið og hann hefur ekki verið
sérstilltur.
Ef síminn hefur þegar verið stilltur er
ekki víst að þú þurfir að stilla hann frekar.
Ef þú notar Niðurhleðsla stillinga
verður þú að samþykkja að skrá símann
Sony Ericsson. Engar persónulegar
hjá
upplýsingar verða sendar til Sony Ericsson
eða unnið úr þeim þar. Hafðu samband við
símafyrirtækið eða þjónustuveituna til að fá
frekari upplýsingar.
valkosta. Þegar Flugstilling er virkt er
slökkt á tengingu við símkerfi, útvarp
og Bluetooth til að hindra truflanir
í viðkvæmum tækjum. Þú getur t.d.
spilað tónlist en ekki hringt símtöl
um borð í flugvél.
Fylgdu öllum flugreglugerðum og
leiðbeiningum flugáhafna um meðferð
rafeindatækja.
Til að skoða valkosti flugstillingar
• Í biðstöðu velurðu Valmynd} Stillingar,
flettir að Almennar flipanum
} Flugstilling og velur svo valkost.
IMEI númer
Geymdu afrit af IMEI (International
Mobile Equipment Identity) númerinu
þínu ef símanum skyldi vera stolið.
Til að sjá IMEI númerið
Í biðstöðu ýtirðu á *#06#.
Hringt og svarað
Síminn verður að vera í venjulegri stillingu.
Hringt og símtölum svarað
1 Sláðu inn símanúmer (ásamt lands-
og svæðisnúmeri ef það á við).
2 Veldu Hringja.
Til að svara símtali
• Þegar síminn hringir skaltu opna hann
eða velja Svara.
Til að ljúka símtali
• Veldu Leggja á eða lokaðu símanum.
Síminn opnaður og honum lokað
Hægt er að stilla símann þannig að
símtölum sé sjálfkrafa svarað (eða
lagt á) þegar hann er opnaður eða
honum er lokað.
Til að stilla á svarkostinn
• Í biðstöðu velurðu Valmynd
} Stillingar, flettir að Símtöl flipanum
} Opna til að svara og velur valkost.
* Valmyndir og hlutir á skjáborði kunna að vera mismunandi eftir símafyrirtækjum.
* Sumar valmyndir velta á símafyrirtækinu, símkerfinu og áskriftinni.
*** Stýrihnappurinn er notaður til að skipta á milli flipa í undirvalmyndum. Nánari upplýsingar er að finna
í % 12 Valmyndir.
Aðalvalmyndirnar birtast sem tákn.
Sumar undirvalmyndir innihalda einnig
flipa. Flettu að flipa með því að ýta
stýrihnappinum til hægri eða vinstri
og velja valkost.
Takki
Opnar aðalvalmynd eða velur auðkenndan hlut/valkost
Flettir í gegnum valmyndir og flipa
Velur valkostina sem sjást fyrir ofan takkana á skjánum
Fer til baka um eina valmynd.
Haltu takkanum inni til að fara aftur á biðskjáinn eða ljúka aðgerð
Eyðir hlutum (t.d. myndum, hljóðum og tengiliðum).
Ef takkanum er haldið inni meðan á símtali stendur er slökkt
á hljóðnemanum
Opnar vafrann
Opnar upplýsingaskjáinn % 16 Upplýsingaskjár
Þegar takkanum er haldið inni hringir síminn í talhólfið (ef það hefur
verið tilgreint)
Ýttu á takkann til að kveikja á myndavélinni.
- Haltu einhverjum þessara takka inni í biðstöðu til að hringja í tengilið
} Upplýs.Fáðu meiri upplýsingar, útskýringar eða ráðleggingar um tiltekna
} MeiraOpnar lista yfir valkosti. Valkostirnir á listanum fara eftir því hvar þú
með upphafsstaf sem er prentaður á viðkomandi takka.
Haltu inni talnatakka í biðstöðu og veldu Hringja til að nota hraðvalið
Slekkur á hringitóninum þegar hringt er í símann.
Hljóðið er tekið af símanum með því að halda takkanum inni.
Vekjaraklukkan hringir þó svo hljóðið hafi verið tekið af símanum.
Færir inn bil þegar skeyti er skrifað
Skiptir milli hástafa og lágstafa þegar skeyti er skrifað
Birtir stöðuupplýsingar þegar síminn er í biðstöðu.
Hækkar hljóðstyrkinn þegar símtal er í gangi eða þegar
tónlistarspilarinn er í notkun. Stillir birtustig myndavélarinnar.
Fer fram um eitt lag þegar tónlistarspilarinn er notaður.
Ýtt er tvisvar á takkann til að hafna símtali.
Takkanum er haldið inni fyrir raddhringingu. Einnig er hægt að nota
töfraorðið (hafi það verið valið) % 22 Raddstýring
Lækkar hljóðstyrkinn þegar símtal er í gangi eða þegar tónlistarspilarinn
er í notkun.
Stillir birtustig myndavélarinnar.
Þegar takkanum er haldið inni er farið til baka um eitt lag þegar
tónlistarspilarinn er notaður.
Takkanum er haldið inni fyrir raddhringingu. Einnig er hægt að nota
töfraorðið (hafi það verið valið) % 22 Raddstýring.
eiginleika, valmyndir eða aðgerðir sem hægt er að velja í símanum
%6 Hjálp í símanum
Þegar þú skrifar skeyti geturðu notað
T9 flýtiritun til að giska á næsta orð,
ef orðið var notað áður í setningu.
Til að gera ágiskun orða virka/óvirka
• Þegar þú slærð inn stafi velurðu Meira
} Valkostir innslátt. } Giska á næst.
orð } Velja.
Til að nota ágiskun orða
• Þegar stafir eru slegnir inn ýtirðu á
til að samþykkja eða halda áfram.
Upplýsingaskjár
Á upplýsingaskjánum er hægt að skoða
yfirlit yfir nýja viðburði (og opna þá), auk
bókamerkja og flýtileiða.
Til að opna og loka upplýsingaskjánum
• Ýttu á .
Flipar upplýsingaskjásins
• Nýir atburðir – til að skoða ósvöruð
símtöl og ný skeyti. Einnig er hægt
að birta nýja atburði í sprettiglugga
í Stillingar} flipanum Almennar} Nýir
atburðir } Popupp.
• Opin forrit – forrit sem eru keyrð
í bakgrunni.
• Flýtileiðir mínar – bæta við, eyða
og breyta röð flýtivísa.
• Internet – internetbókamerkin þín.
Skráasafn
Skráasafnið inniheldur hluti eins og
myndir, tónlist, þemu, vefsíður, leiki
og forrit sem eru vistuð í minni símans
eða á minniskortinu. Þegar minnið
fyllist skaltu losa um pláss með því
að eyða einhverju efni.
Siminn og minniskortið eru stundum seld
sitt í hvoru lagi.
Memory Stick Micro™ (M2™)
Hægt er að auka minni símans með
Memory Stick Micro™ (M2™)
minniskorti. Hægt er að nota minniskortið
með öðrum, samhæfum tækjum.
Til að setja inn eða fjarlægja minniskort
Farðu í biðskjáinn áður en þú setur
inn eða fjarlægir minniskort.
1 Opnaðu hlíf minniskortsins og settu
minniskortið í símann þannig að
snerturnar snúi upp, líkt og sýnt er
á myndinni.
Hægt er að kanna minnisstöðu
minniskorts sem og forsníða það
til að eyða öllum upplýsingum á því.
Til að skoða valkosti fyrir minniskort
1 Í biðstöðu velurðu Valmynd
} Skráasafn } flipinn Á Memory Stick.
2 Veldu Meira.
Valflipar skráasafnsins
Skráasafninu er skipt niður í þrjá flipa.
Tákn gefa til kynna hvar skrár eru
vistaðar.
• Allar skrár – allt efni í minni símans
og á Memory Stick Micro™ (M2™)
• Á Memory Stick – allt efni á Memory
Stick Micro™ (M2™)
• Í síma – allt efni í minni símans
Upplýsingar um skrá
Upplýsingar um skrá eru skoðaðar með
því að auðkenna hana og velja Meira
} Upplýsingar. Hlutir sem hlaðið er
niður eða sem hafa verið sendir í símann
með einhverri flutningsaðferðanna geta
verið varðir með höfundarréttarlögum.
Ef skrá er varin er ekki víst að hægt
sé að afrita hana eða senda hana úr
símanum. Skrár með höfundarrétti
(varðar skrár, eða DRM-skrár) eru
auðkenndar með mynd af lykli ().
Til að flytja skrá yfir í minni
1 Í biðstöðu velurðu Valmynd
} Skráasafn.
2 Flettu að möppu og veldu Opna.
3 Flettu að skrá og veldu Meira} Vinna
með skrár } Færa.
4 Veldu að flytja skrána í Sími eða
á Memory Stick } Velja.
Til að afrita skrá yfir í minni
1 Í biðstöðu velurðu Valmynd
} Skráasafn.
2 Flettu að möppu og veldu Opna.
3 Flettu að skrá og veldu Meira} Vinna
með skrár } Afrita.
4 Veldu að afrita skrána í Sími
eða Memory Stick } Velja.
Til að flytja skrár yfir í tölvu
Hægt er að flytja skrár í tölvu með
Bluetooth
™ eða um USB-snúru
%45 Tengingar.
Til að búa til undirmöppu
1 Í biðstöðu velurðu Valmynd
} Skráasafn.
2 Flettu að möppu og veldu Meira
} Ný mappa.
3 Sláðu inn heiti fyrir möppuna.
4 Vistaðu möppuna með því að velja
Ekki halda símanum upp að eyranu þegar
hátalarinn er notaður. Það gæti valdið
heyrnarskaða.
Til að stilla hljóðstyrkinn
• Ýttu á eða til að hækka eða
lækka hljóðstyrkinn.
Til að ljúka símtali
• Veldu Leggja á eða lokaðu símanum.
Símkerfi
Í sumum símkerfum geta notendur
skipt handvirkt um símkerfi.
Til að skipta á milli símkerfa
1 Í biðstöðu velurðu Valmynd } Stillingar
} flipann Tengingar } Farsímakerfi
} Velja símkerfi.
2 Veldu valkost.
Neyðarsímtöl
Síminn styður alþjóðleg neyðarnúmer,
líkt og 112 og 911. Vanalega er hægt að
hringja í þessi númer í hvaða landi sem
er, ef síminn er innan þjónustusvæðis og
þrátt fyrir að ekkert SIM kort sé í honum.
Í sumum löndum kann einnig að vera
hægt að hringja í önnur neyðarnúmer.
Því getur verið að símafyrirtækið þitt hafi
vistað önnur neyðarnúmer á SIM kortinu.
Til að hringja í neyðarnúmer
• Sláðu inn 112 eða 911 (alþjóðleg
neyðarnúmer) og veldu Hringja.
Til að skoða neyðarnúmer viðkomandi
lands
1 Í biðstöðu velurðu Valmynd
} Símaskrá.
2 Veldu Meira } Valkostir } Sérstök
númer } Neyðarnúmer.
Símaskrá
Hægt er að vista nöfn, símanúmer og
persónulegar upplýsingar í símaskránni.
Bæði er hægt að vista upplýsingarnar
í minni símans og á SIM kortinu.
Gagnlegar upplýsingar og stillingar er að
finna í Símaskrá} Meira} Valkostir.
Sjálfgefin símaskrá/tengiliðir
Hægt er að nota innbyggða símaskrá
símans og SIM kortið til að vista
tengiliði sjálfkrafa.
Til að velja sjálfgefna símaskrá
Í biðstöðu velurðu
1
2 Veldu Meira} Valkostir } Fleiri
valkostir } Símaskrá í notkun.
3 Veldu valkost.
Símaskrá í síma
Tengiliðir eru vistaðir í minni símans
og geta innihaldið nöfn, símanúmer
og persónulegar upplýsingar.