Þakka þér fyrir að kaupa Sony Ericsson S312. Hægt er að
fá meira efni í símann á slóðinni www.sonyericsson.com/fun.
Skráðu þig núna til að fá verkfæri, ókeypis vistunarpláss, sértilboð,
fréttir og taka þátt í leikjum á www.sonyericsson.com/myphone.
Nánari upplýsingar er að finna á www.sonyericsson.com/support.
Leiðbeiningartákn
Í þessari handbók er að finna eftirfarandi tákn:
>Notaðu stýrihnappinn til að fletta og velja
Ýttu á miðjuvaltakkann
Ýttu stýrihnappinum upp
Ýttu stýrihnappinum niður
Ýttu stýrihnappinum til vinstri
Ýttu stýrihnappinum til hægri
Athugið
Ábending
Varúð
Vinsamlegast lestu Áríðandi upplýsingar áður en þú notar
farsímann.
SIM kortið (Subscriber Identity Module), sem
farsímafyrirtækið lætur þér í té, inniheldur upplýsingar
um áskriftina þína. Slökktu alltaf á símanum og taktu
hleðslutækið og rafhlöðuna úr áður en þú setur SIM
kort í hann eða tekur SIM kort úr honum.
Hægt er að vista tengiliði á SIM kortinu áður en það er tekið
úr símanum. Sjá Símaskrá (Tengiliðir) á bls. 27.
PIN númer (lás SIM korts)
Þú gætir þurft PIN númer (Personal Identity Number) til að geta
notað þjónustu og aðgerðir í símanum. PIN númerið fæst hjá
símafyrirtækinu. Hver tölustafur PIN númersins birtist sem *,
nema það byrji á tölustöfum neyðarnúmers, t.d. 112 eða 911.
Þetta er gert til þess að hægt sé að sjá og hringja í neyðarnúmerið
án þess að slá inn PIN númer. Upplýsingar um hvernig læsing
SIM kortsins er notuð og hvernig PIN númerinu er breytt er að
finna í Læsing SIM-korts á blaðsíðu 35.
SIM kortinu er læst ef rangt PIN númer er slegið inn þrisvar
sinnum í röð. Sjá Læsing SIM-korts á bls. 35.
Síminn þinn styður Memory Stick Micro™ (M2™) minniskort,
sem eykur geymslupláss símans. Einnig er hægt að nota það
sem færanlegt minniskort með öðrum samhæfum tækjum.
Hægt er að færa efni milli minniskortsins og minni símans.
Sjá Afþreying á bls. 14 og Þráðlaus Bluetooth™ tækni á bls. 30.
Til að setja minniskort í símann
1 Taktu bakhlið símans af.
2 Taktu rafhlöðuna úr.
3 Settu minniskortið í símann þannig að gylltu snerturnar snúi
niður.
Minniskort fjarlægt úr símanum
1 Taktu bakhlið símans af.
2 Taktu rafhlöðuna úr.
3 Ýttu á kant minniskortsins til að losa það og fjarlægja.
Rafhlaða símans hefur þegar verið hlaðin að hluta þegar síminn
er keyptur.
Til að hlaða rafhlöðuna
1 Tengdu hleðslutækið við símann þannig að rafmagnstáknið
á því snúi upp. Það tekur u.þ.b. 3,5 klukkustundir að hlaða
rafhlöðuna að fullu. Ýttu á takka til að sjá skjáinn og
hleðslustöðuna.
2 Fjarlægðu hleðslutengið með því að tylla því upp á við.
Nokkrar mínútur geta liðið þar til rafhlöðutáknið birtist
á skjánum.
Þú getur notað símann á meðan verið er að hlaða rafhlöðuna.
Rafhlöðuna má hlaða hvenær sem og það tekur um 3,5 tíma
að hlaða hana að fullu. Styttri tími skemmir ekki rafhlöðuna.
1 Haltu inni.
2 Sláðu inn PIN númerið ef beðið er um það.
3 Veldu Í lagi til að nota uppsetningarhjálpina.
Ef þú vilt leiðrétta mistök þegar þú slærð inn PIN númerið
skaltu ýta á .
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist þegar kveikt hefur verið á símanum
og PIN númerið slegið inn. Þessi staða kallast biðstaða. Nú
geturðu byrjað að nota símann.
Stikurnar sýna sendistyrk GSM símkerfisins þar sem þú ert
staddur/stödd. Ef þú lendir í vandræðum við að hringja eða
ef sendistyrkur er lítill skaltu færa þig yfir á annan stað. Ekkert
samband merkir að þú sért ekki innan þjónustusvæðis.
= Góður sendistyrkur
= Meðalgóður sendistyrkur
Staða rafhlöðu
= Rafhlaða símans er hlaðin að fullu
= Það er engin hleðsla á rafhlöðunni
Hleðsla rafhlöðunnar minnkar við afhleðslu símans.
Snið
Tími & dagur
Tungumál símans
Flýtileiðir
Flugstilling
Öryggi
Staða símans
Núllstilla allt
Símtöl
Hraðval
Flytja símtöl
Vinna með símtöl
Tími & kostnaður*
Númerabirting
Handfrjálst
* Sumar valmyndir velta á símafyrirtækinu, símkerfinu og áskriftinni þinni.
** Þú getur notað stýrihnappinn til að fletta á milli flipa í undirvalmyndum.
Nánari upplýsingar er að finna í Valmyndir á bls. 11.