Þakka þér fyrir að kaupa Sony Ericsson S312. Hægt er að
fá meira efni í símann á slóðinni www.sonyericsson.com/fun.
Skráðu þig núna til að fá verkfæri, ókeypis vistunarpláss, sértilboð,
fréttir og taka þátt í leikjum á www.sonyericsson.com/myphone.
Nánari upplýsingar er að finna á www.sonyericsson.com/support.
Leiðbeiningartákn
Í þessari handbók er að finna eftirfarandi tákn:
>Notaðu stýrihnappinn til að fletta og velja
Ýttu á miðjuvaltakkann
Ýttu stýrihnappinum upp
Ýttu stýrihnappinum niður
Ýttu stýrihnappinum til vinstri
Ýttu stýrihnappinum til hægri
Athugið
Ábending
Varúð
Vinsamlegast lestu Áríðandi upplýsingar áður en þú notar
farsímann.
SIM kortið (Subscriber Identity Module), sem
farsímafyrirtækið lætur þér í té, inniheldur upplýsingar
um áskriftina þína. Slökktu alltaf á símanum og taktu
hleðslutækið og rafhlöðuna úr áður en þú setur SIM
kort í hann eða tekur SIM kort úr honum.
Hægt er að vista tengiliði á SIM kortinu áður en það er tekið
úr símanum. Sjá Símaskrá (Tengiliðir) á bls. 27.
PIN númer (lás SIM korts)
Þú gætir þurft PIN númer (Personal Identity Number) til að geta
notað þjónustu og aðgerðir í símanum. PIN númerið fæst hjá
símafyrirtækinu. Hver tölustafur PIN númersins birtist sem *,
nema það byrji á tölustöfum neyðarnúmers, t.d. 112 eða 911.
Þetta er gert til þess að hægt sé að sjá og hringja í neyðarnúmerið
án þess að slá inn PIN númer. Upplýsingar um hvernig læsing
SIM kortsins er notuð og hvernig PIN númerinu er breytt er að
finna í Læsing SIM-korts á blaðsíðu 35.
SIM kortinu er læst ef rangt PIN númer er slegið inn þrisvar
sinnum í röð. Sjá Læsing SIM-korts á bls. 35.
Síminn þinn styður Memory Stick Micro™ (M2™) minniskort,
sem eykur geymslupláss símans. Einnig er hægt að nota það
sem færanlegt minniskort með öðrum samhæfum tækjum.
Hægt er að færa efni milli minniskortsins og minni símans.
Sjá Afþreying á bls. 14 og Þráðlaus Bluetooth™ tækni á bls. 30.
Til að setja minniskort í símann
1 Taktu bakhlið símans af.
2 Taktu rafhlöðuna úr.
3 Settu minniskortið í símann þannig að gylltu snerturnar snúi
niður.
Minniskort fjarlægt úr símanum
1 Taktu bakhlið símans af.
2 Taktu rafhlöðuna úr.
3 Ýttu á kant minniskortsins til að losa það og fjarlægja.
Rafhlaða símans hefur þegar verið hlaðin að hluta þegar síminn
er keyptur.
Til að hlaða rafhlöðuna
1 Tengdu hleðslutækið við símann þannig að rafmagnstáknið
á því snúi upp. Það tekur u.þ.b. 3,5 klukkustundir að hlaða
rafhlöðuna að fullu. Ýttu á takka til að sjá skjáinn og
hleðslustöðuna.
2 Fjarlægðu hleðslutengið með því að tylla því upp á við.
Nokkrar mínútur geta liðið þar til rafhlöðutáknið birtist
á skjánum.
Þú getur notað símann á meðan verið er að hlaða rafhlöðuna.
Rafhlöðuna má hlaða hvenær sem og það tekur um 3,5 tíma
að hlaða hana að fullu. Styttri tími skemmir ekki rafhlöðuna.
1 Haltu inni.
2 Sláðu inn PIN númerið ef beðið er um það.
3 Veldu Í lagi til að nota uppsetningarhjálpina.
Ef þú vilt leiðrétta mistök þegar þú slærð inn PIN númerið
skaltu ýta á .
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist þegar kveikt hefur verið á símanum
og PIN númerið slegið inn. Þessi staða kallast biðstaða. Nú
geturðu byrjað að nota símann.
Stikurnar sýna sendistyrk GSM símkerfisins þar sem þú ert
staddur/stödd. Ef þú lendir í vandræðum við að hringja eða
ef sendistyrkur er lítill skaltu færa þig yfir á annan stað. Ekkert
samband merkir að þú sért ekki innan þjónustusvæðis.
= Góður sendistyrkur
= Meðalgóður sendistyrkur
Staða rafhlöðu
= Rafhlaða símans er hlaðin að fullu
= Það er engin hleðsla á rafhlöðunni
Hleðsla rafhlöðunnar minnkar við afhleðslu símans.
Snið
Tími & dagur
Tungumál símans
Flýtileiðir
Flugstilling
Öryggi
Staða símans
Núllstilla allt
Símtöl
Hraðval
Flytja símtöl
Vinna með símtöl
Tími & kostnaður*
Númerabirting
Handfrjálst
* Sumar valmyndir velta á símafyrirtækinu, símkerfinu og áskriftinni þinni.
** Þú getur notað stýrihnappinn til að fletta á milli flipa í undirvalmyndum.
Nánari upplýsingar er að finna í Valmyndir á bls. 11.
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Tónlistarspilari > Valkost.
> Tónlistin mín > Lagalistar.
2 Flettu að lagalista og veldu Opna.
3 Flettu að lagi og veldu Valkost. > Eyða > Já.
PlayNow™
Með PlayNow™ geturðu hlustað á, keypt og hlaðið niður tónlist
af internetinu. PlayNow™ er að finna í Valm. > PlayNow™.
Þú þarft að hafa réttar internetstillingar í símanum til að nota
þennan eiginleika. Sjá Hringitónar og þemu á bls. 32.
TrackID™
TrackID™ er þjónusta sem er notuð til að bera kennsl á lög. Hægt
er að leita að lagaheiti, flytjanda og plötuheiti fyrir lag sem er spilað
gegnum hátalara eða í útvarpi.
Þú þarft að hafa réttar internetstillingar í símanum til að
nota þennan eiginleika. Sjá Hringitónar og þemu á bls. 32.
Upplýsingar um kostnað fást hjá þjónustuveitunni.
Til að leita að upplýsingum um lag
Þegar þú heyrir lag gegnum hátalara velurðu
•
TrackID™ > Ræsa í biðstöðu.
>
• Þegar kveikt er á útvarpinu velurðu Valkost. > TrackID™.
Ekki fjarlægja USB snúruna úr símanum eða tölvunni meðan
á flutningi stendur þar sem það getur skemmt minniskortið
og minni símans.
Ekki er hægt að skoða skrárnar sem hafa verið fluttar í símann
fyrr en USB snúran hefur verið tekin úr sambandi. Til að
fjarlægja USB snúruna á öruggan hátt skaltu hægrismella
á táknið Removable Disk í Windows Explorer og velja Eject.
Myndspilari
Til að spila myndskeið
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skráasafn > Myndamappa.
2 Flettu að myndskeiði og veldu Skoða.
Taka upp myndskeið/
skipta úr myndavél
í upptökuvél
3 Til baka
4
Taka myndir/skipta úr
upptökuvél í myndavél
5 Stillingar
Mynda- og myndupptökuvél
Hægt er að taka myndir og taka upp myndskeið til að skoða,
vista eða senda. Myndir og myndskeið eru vistuð sjálfkrafa
á minniskortinu, ef það er í símanum. Ef svo er ekki eru þau
vistuð í minni símans. Myndir og myndskeið eru vistuð í Valm.
> Skráasafn > Myndamappa.
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skráasafn > Myndamappa.
2 Flettu að mynd og veldu Valkost. > Laga mynd.
Myndablogg
Myndablogg er vefsíða einstaklings. Ef áskriftin þín styður
þjónustuna geturðu sent myndir á bloggsíðu.
Þú gætir þurft að gera sérsamning vegna vefþjónustu við
þjónustuveituna þína. Viðbótarreglur og/eða gjöld kunna
að eiga við. Hafðu samband við þjónustuveituna þína.
Til að senda myndir á bloggsíðu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skráasafn > Myndamappa.
2 Flettu að mynd og veldu Valkost. > Senda > Á bloggsíðu.
3 Flettu að Titill: og veldu Breyta.
4 Bættu við titli og veldu Í lagi.
5 Flettu að Texti: og veldu Breyta.
6 Bættu við texta og veldu Í lagi.
7 Veldu Birta.
Myndir fluttar
Þú getur notað þráðlausa Bluetooth™ tækni og USB snúruna
til að flytja myndir og myndskeið milli tölvu og símans. Sjá
Þráðlaus Bluetooth™ tækni á bls. 30 og Til að nota skráarflutning
í gagnageymslusniði á bls. 16 til að fá nánari upplýsingar.
1 Í biðstöðu heldurðu inni þar til + merkið birtist.
2 Sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án fyrsta núllsins)
og símanúmerið.
3 Ýttu á .
Símtalalisti
Hægt er að skoða upplýsingar um síðustu símtöl.
Til að hringja í númer á símtalalistanum
1 Ýttu á í biðstöðu.
2 Flettu að nafni eða númeri og ýttu á .
Til að eyða númeri af símtalalistanum
1 Ýttu á í biðstöðu.
2 Flettu að nafni eða númeri og veldu Valkost. > Eyða.
Neyðarsímtöl
Síminn styður alþjóðleg neyðarnúmer, líkt og 112 og 911.
Vanalega er hægt að hringja í þessi númer í hvaða landi sem er,
ef síminn er innan þjónustusvæðis og þrátt fyrir að ekkert SIM
kort sé í honum.
Til að hringja í neyðarnúmer
• Sláðu inn alþjóðlega neyðarnúmerið, til dæmis 112, og ýttu
á .
Í sumum löndum kann einnig að vera hægt að hringja
í önnur neyðarnúmer. Því getur verið að símafyrirtækið
þitt hafi vistað önnur neyðarnúmer á SIM kortinu.
Þú verður að hafa gilt SMS miðstöðvarnúmer í símanum.
Símafyrirtækið/þjónustuveitan veitir númerið og það er vistað
á SIM kortinu. Það getur verið að þú þurfir að slá númerið inn.
Til að skrifa og senda SMS
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Skrifa nýtt
> Textaskeyti.
2 Skrifaðu skeytið og veldu Áfram.
3 Veldu einhvern valkost.
4 Veldu Í lagi > Senda.
Sjá Texti sleginn inn á bls. 32.
Til að bæta hlutum við textaskeyti
1 Þegar þú skrifar skeytið velurðu Valkost. > Setja inn hlut.
2 Veldu einhvern valkost.
Móttekið SMS skoðað
1 Þegar Ný skilaboð frá: birtist velurðu Skoða.
2 Veldu ólesna skeytið.
Til að skoða skeyti sem eru vistuð í innboxinu
• Veldu Valm. > Skilaboð > Innhólf.
Til að fá skilastöðu sends skeytis
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Stillingar
> Textaskeyti > Skilatilkynning.
2 Veldu Kveikt. Þú færð tilkynningu ef sending skeytisins tókst.
Myndskilaboð geta innihaldið texta, myndir, hljóðupptökur,
myndskeið og viðhengi.
Þú verður að velja MMS stillingar og vistfang
skeytamiðstöðvarinnar. Ef engar MMS stillingar
eða skeytamiðstöð eru fyrir hendi geturðu fengið
allar stillingar sjálfkrafa frá símafyrirtækinu eða
á www.sonyericsson.com/support.
Til að búa myndskilaboð
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Skrifa nýtt
> Myndskilaboð.
2 Sláðu inn texta. Til að bæta hlutum við skilaboðin ýtirðu
á , flettir með
Til að senda myndskilaboð
1 Þegar skilaboðin eru tilbúin velurðu Áfram.
2 Veldu einhvern valkost.
3 Veldu Í lagi > Senda.
Áskrift sendi- og móttökutækisins verður að styðja
myndskilaboð. Gakktu úr skugga um að þú sért með áskrift
sem styður gagnasendingar og að réttar stillingar séu til staðar
í símanum.
Hægt er að fá tengiliði senda með því að nota þráðlausa
Bluetooth™ tækni. Tengiliðir eru hins vegar mótteknir hver
í sínu lagi, þar sem hver tengiliður er meðhöndlaður af
símanum sem stök vcf skrá. Þegar öll símaskráin er send
í símann er einungis fyrsti tengiliðurinn móttekinn. Ekki er
hægt að senda tengilið með textaskeyti.
Símaskrá í síma
Símaskrá getur innihaldið nöfn, símanúmer og persónulegar
upplýsingar. Upplýsingarnar eru vistaðar í minni símans.
Til að setja tengilið í símaskrána
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá > Nýr tengiliður.
2 Veldu Eftirnafn: til að bæta eftirnafninu við og veldu Í lagi.
3 Veldu Fornafn: til að bæta fornafninu við og veldu Í lagi.
4 Veldu Nýtt númer: til að bæta númerinu við og veldu Í lagi.
5 Veldu einhvern valkost fyrir símanúmer.
6
Flettu á milli flipanna og veldu reitina til að bæta við upplýsingum.
7 Veldu Vista.
Sjá Texti sleginn inn á bls. 32.
Sláðu inn + merkið og landsnúmer með öllum númerum
í símaskránni. Þannig er hægt að nota þau hvar sem er
í heiminum. Sjá Hringt til útlanda á bls. 24.
Gættu þess að velja Símaskrá í síma as Símaskrá í notkun
þegar tengiliði er bætt við.
Hægt er að breyta útliti skjásins með því að velja þemu.
Til að velja hringitón
• Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Hljóð & tónar
> Hringitónn og síðan hringitón.
Til að velja þema
• Í biðstöðu skaltu velja Valm. > Stillingar > flipann Skjár
> Þemu og svo þema.
Skráasafn
Þú getur notað skráasafnið til að vinna með skrár sem vistaðar
eru í minni símans eða á minniskorti. Hægt er að búa til undirmöppur
til að færa skrár í.
Til að færa skrá í skráasafninu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skráasafn.
2 Flettu að skrá og veldu Valkost. > Færa í möppu.
3 Opnaðu möppu og veldu Valkost. > Líma.
Texti sleginn inn
• Hægt er að slá inn texta á tvo vegu: beinritun eða flýtiritun.
Þegar flýtiritun er notuð þarf aðeins að ýta einu sinni á hvern
takka. Haltu áfram að skrifa orð jafnvel þó svo það virðist
vera rangt. Síminn notar orðabókina til að bera kennsl á orðið
þegar allir stafir þess hafa verið slegnir inn.
Til að slá inn texta með flýtiritun
1 Orðið „Jane“ er t.d. skrifað með því að ýta á , , , .
2 Þú hefur nú nokkra valkosti:
• Ef orðið sem birtist er það sem þú vilt slá inn skaltu ýta á
til að samþykkja það og bæta við bili. Ýttu á til að samþykkja
orð án þess að bæta við bili.
• Ef orðið sem birtist er ekki það sem þú vilt slá inn skaltu ýta
endurtekið á eða og skoða önnur orð sem koma til greina.
• To enter full stops and commas, press and then or
repeatedly.
To enter text using multitap
• Press – until the character you want appears.
• Ýttu á til að setja inn bil.
• Ýttu á til að setja inn punkta og kommur.
• Ýttu á til að skipta á milli há- og lágstafa og tölustafa.
Þeir sem hringja í þig geta skilið eftir skilaboð til þín í talhólfi
þegar þú svarar ekki. Talhólfsnúmerið má fá hjá símafyrirtækinu.
Til að slá inn númer talhólfsins
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Stillingar
> Talhólfsnúmer.
2 Flettu að talhólfsnúmerinu og veldu Í lagi.
3 Sláðu inn talhólfsnúmerið og veldu Í lagi.
Hringt í talhólfið
• Í biðstöðu heldurðu inni .
Flugstilling
Í Flugstilling er slökkt á tengingu við símkerfi og útvarp til
að hindra truflanir í viðkvæmum tækjum. Þegar flugstillingin
er valin er beðið um að velja stillingu næst þegar kveikt er
á símanum:
• Venjulegur – með alla valkosti virka
• Flugstilling – með takmörkuðum fjölda valkosta
Hægt er að nota spilara í Flugstilling.
Flugstilling valin
• Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Flugstilling > Sýna v. ræsingu.
Þú færð PIN og PUK (Personal Unblocking Key) númerin hjá
símafyrirtækinu.
Ef skilaboðin Rangt PIN Tilraunir eftir: birtast þegar þú
breytir PIN númerinu hefurðu slegið nýja PIN eða PIN2
númerið rangt inn.
Til að opna SIM kortið þitt
1 Þegar PIN læst birtist skaltu velja Opna.
2 Sláðu inn PUK númerið og veldu Í lagi.
3 Sláðu inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi.
4 Sláðu aftur inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi.
Til að gera lás SIM kortsins virkan
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Öryggi > Lásar > Vörn SIM-korts > Vörn.
2 Sláðu inn PIN númerið og veldu Í lagi.
3 Veldu Kveikt.
Til að breyta PIN númerinu þínu
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
Sum vandamál eru þess eðlis að þú þarft að hafa samband
við símafyrirtækið þitt. Nánari upplýsingar er að finna
á www.sonyericsson.com/support.
Núllstilling símans
Ef þú lendir í vandræðum með símann, t.d. að það sé flökt
á skjánum, að skjárinn frjósi og að valmyndir virki ekki eins og
skyldi, skaltu endurræsa símann. Ef þú velur Núllstilla allt er
öllum notandagögnum í símanum, t.d. tengiliðum, skilaboðum,
myndum og hljóðum eytt.
Til að núllstilla allt
• Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
> Núllstilla allt > Áfram > Áfram.
Villuboð
PIN læst
Þú hefur slegið PIN númerið rangt inn þrisvar sinnum í röð. SIM
kortið læsist við það. Opnaðu SIM kortið með því að slá inn PUK
númerið, sem fylgir með PIN-númerinu (fæst hjá símafyrirtæki).
Til að aflæsa SIM kortinu
1 Sláðu inn PUK númerið og veldu Í lagi.
2 Sláðu inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi.
3 Sláðu aftur inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi.
Settu inn SIM-kort
Það er ekkert SIM kort í símanum eða þá að þú hefur sett það
rangt í símann. Reyndu eitt eða fleira af eftirfarandi:
• Taktu SIM kortið úr símanum og settu það rétt inn.
• Hreinsaðu tengin á SIM kortinu og símanum með mjúkum
• Hafðu samband við símafyrirtækið þitt og fáðu nýtt SIM kort.
Algengar spurningar
Ég get ekki kveikt á símanum
Prófaðu að hlaða símann að fullu. Tengdu hleðslutækið við
símann (gakktu úr skugga um að rafmagnstáknið snúi upp
á hleðslutækinu) og hladdu símann í 3,5 klukkustundir. Ekki
er víst að rafhlöðutáknið birtist fyrstu 30 mínúturnar.
Ég get ekki notað internetið eða MMS
Gakktu úr skugga um að þú sért með áskrift sem styður
gagnasendingar, og að réttar stillingar séu til staðar í símanum.
Ég get ekki sent textaskeyti (SMS)
Gakktu úr skugga um að þú sért með gilt SMS miðstöðvarnúmer
í símanum.
Engin önnur tæki finna símann með Bluetooth
Þú ert ekki með kveikt á Bluetooth. Gakktu úr skugga um að
sýnileikinn sé stilltur á Sýna síma. Sjá Til að kveikja á Bluetooth
á bls. 30.
Hvernig breyti ég tungumáli símans?
1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar
We, Sony Ericsson Mobile Communications AB of
Nya Vattentornet
SE-221 88 Lund, Sweden
declare under our sole responsibility that our product
Sony Ericsson type AAB-1880013-BV
and in combination with our accessories, to which this declaration relates is in
conformity with the appropriate standards EN 301 511:V9.0.2, EN 300 328:V1.7.1,
EN 301 489-7:V1.3.1, EN 301 489-17:V1.2.1 and EN 60 950-1:2006, following
the provisions of, Radio Equipment and Telecommunication Terminal Equipment
Directive 1999/5/EC.
GSM 900/1800
Sony Ericsson Mobile Communications AB eða dótturfyrirtæki þess í viðkomandi
landi gefur út þessa handbók án nokkurrar ábyrgðar. Sony Ericsson Mobile
Communications AB er heimilt hvenær sem er og án fyrirvara að gera endurbætur
og breytingar á handbók þessari sem nauðsynlegar kunna að vera vegna
prentvillna, ónákvæmni núverandi upplýsinga eða endurbóta á forritum og/eða
búnaði. Slíkar breytingar verða þá gerðar á seinni útgáfum handbókarinnar.
Allur réttur áskilinn.
Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum hugmynd um vöruna og ekki er víst
að þær lýsi símanum nákvæmlega. Með símanum er hægt að hlaða niður, vista
og framsenda viðbótarefni svo sem hringitóna. Notkun slíks efnis kann að vera
takmörkuð eða bönnuð vegna réttar þriðja aðila, þar með talið, en ekki eingöngu,
takmarkanir viðeigandi laga um höfundarrétt. Þú, en ekki Sony Ericsson, berð
algera ábyrgð á því efni sem þú hleður niður í farsímann eða framsendir úr honum.
Áður en þú notar utanaðkomandi efni, vinsamlegast sannvottaðu að ætluð not
þín séu gerð með öllum viðeigandi leyfum eða séu samþykkt á annan hátt.
Sony Ericsson ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði utanaðkomandi
efnis né annars efnis frá þriðja aðila. Undir engum kringu mstæðum er Sony Ericsson
ábyrgt á nokkurn hátt vegna misnotkunar þinnar á utanaðkomandi efni eða efni
frá þriðja aðila.
Sony, M2 og Memory Stick Micro eru vörumerki eða skráð vörumerki Sony
Corporation. Ericsson er vörume rki eða skráð vörumerki Telefonaktiebolaget LM
Ericsson. Flýtiritunartæknin er notuð samkvæmt leyfi frá Zi Corporation. Bluetooth
og Bluetooth vörumerkið eru vörumerki eða skráð vörumerki Bluetooth SIG Inc
og sérhver notkun Sony Ericsson á því er samkvæmt leyfi. Fljótandi merkið,
PlayNow og TrackID eru vörumerki eða skráð vörumerki Sony Ericsson Mobile
Communications AB. PlayNow er ekki fáanlegt eða stutt á öllum mörkuðum eða
svæðum. TrackID™ music er keyrt á Gracenote Mobile MusicID™.
Microsoft, Windows og Vista eru vörumerki eða skráð vörumerki Microsoft
Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum. Önnur nöfn vara og fyrirtækja
sem nefnd eru í handbók þessari kunna að vera vörumerki hlutaðeigandi eigenda
sinna.
Athugið: Sonu Ericsson ráðleggur notendum að taka öryggisafrit af persónulegum
gögnum sínum. Vara þessi nýtur verndar tiltekinna hugverkaréttinda Microsoft.
Notkun eða dreifing slíkrar tækni án tengsla við þessa vöru er bönnuð ef ekki er
fyrir hendi leyfi frá Microsoft. Eigendur efnis nota stjórnkerfi stafrænna réttinda
í Windows Media (WMDRM) til að vernda hugverkarétt sinn, þ. á m. höfundarréttindi.
Þetta tæki notar WMDRM hugbúnað frá Windows Media til að fá aðgang að
WMDRM-vörðu efni. Geti WMDRM hugbúnaðurinn ekki varið efnið, kunna eigendur
efnis að biðja Microsoft um að fella niður eiginleika hugbúnaðarins til að nota
WMDRM til að leika eða afrita varið efni. Ni ðurfelling hefur ekki áhrif á óvarið efni.
Þegar þú hleður niður notkunarleyfi fyrir varið efni samþykkir þú að Microsoft megi
láta lista yfir niðurfellingar fylgja með leyfunum. Eigendur efnis kunna að krefjast
þess að þú uppfærir WMDRM til að geta fengið aðgang að efni þeirra. Hafnir þú
því að fá uppfærslu munt þú ekki eiga kost á að fá aðgang að efni sem þarfnast
uppfærslu.
Útflutningsreglur: Þessi vara, þ.m.t. allur hugbúnaður eða tækniupplýsingar sem
byggðar eru inn í eða fylgja vörunni, kann að lúta bandarískri útflutningslöggjöf,
þ.m.t. U.S. Export Administration Act (lögum um útflutningseftirlit Bandaríkjanna)
og tilheyrandi reglugerðum og bandarísku viðurlagakerfi sem lýtur stjórn deildar
innan fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna sem hefur eftirlit með eignum erlendis,
og kann að lúta útflutnings- eða innflutningsreglum í öðrum löndum. Notandinn
og hver annar handhafi vörunnar samþykkja að fara í einu og öllu að slíkum reglum
og viðurkenna að þeir beri ábyrgð á að útvega hvers kyns nauðsynleg leyfi fyrir
útflutningi, endurútflutningi eða innflutningi á vörunni. Án takmarkana er ekki
heimilt að hala niður þessari vöru, þ.m.t. öllum hugbúnaði sem hún inniheldur,
eða á annan hátt flytja eða endurflytja hana út (i) til Kúbu, Írak, Íran, Norður-Kóreu,
Súdan, Sýrlands (skv. uppfærðum lista hverju sinni) eða nokkurs lands/svæðis
sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á eða til ríkisborgara eða íbúa ofangreindra
landa; eða (ii) til nokkurs einstaklings eða aðila á ríkisfangsbannlista bandaríska
viðskiptaráðuneytisins eða (iii) nokkurs einstaklings eða fyrirtækis á nokkrum öðrum
útflutningsbannlista sem bandaríska ríkisstjórnin heldur utan um, þ.m.t. en ekki
einskorðað við einstaklings- eða aðilabannlista bandaríska viðskiptaráðuneytisins
eða á refsiaðgerðalista bandaríska utanríkisráðuneytisins yfir þjóðir sem brjóta
gegn alþjóðasáttmálum um útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Takmarkaður réttur: Notkun, fjölföldun og birting bandarískra stjórnvalda
á upplýsingum er háð þeim takmörkunum sem greinir í ákvæðum um réttindi
varðandi tækniupplýsingar og tölvuhugbúnað í DFARS 252.227-7013(c) (1) (ii)
og FAR 52.227-19(c) (2), eftir því sem við á.