Nokia N97 mini User's Guide [is]

Notandahandbók Nokia N97 mini
Útgáfa 5.0

Efnisyfirlit

Öryggi 6
Um tækið 6 Office-forrit 7 Sérþjónusta 7 Samnýtt minni 7 Mail for Exchange 7 Seglar og segulbylgjur 8
Tækið tekið í notkun 9
Takkar og hlutar (á framhlið) 9 Takkar og hlutar (á bakhlið) 9 Takkar og hlutar (hliðar) 10 Takkar og hlutar (ofan á) 10 SIM-korti og rafhlöðum komið fyrir 10 Minniskort 11 Staðsetning loftneta 12 Kveikt og slökkt á tækinu 13 Hleðsla rafhlöðunnar 13 Höfuðtól 14 Úlnliðsband fest 15 Aðgerðir á snertiskjá 15 Textaritun 17 Tökkum og snertiskjá læst 21 Nokia-símaflutningur 21 Snið 22
Tækið 23
Heimaskjár 23
Vísar á skjá 24 Flýtivísar 26 Leit 26 Stillingar hljóðstyrks og hátalara 27 Snið án tengingar 27 Flýtiniðurhal 28 Ovi by Nokia (sérþjónusta) 28
Hringt úr tækinu 29
Snertiskjár og símtöl 29 Hringt í talhólf 29 Í símtali 29 Símhringingu svarað eða hafnað 30 Leitað að tengilið 30 Símanúmer valið með hraðvali 31 Raddstýrð hringing 31 Símtal í bið 31 Símafundi komið á 32 Tal- og hreyfimyndahólf 32 Myndsímtali komið á 33 Í myndsímtali 33 Myndsímtali svarað eða hafnað 34 Samnýting hreyfimynda 34 Netsímtöl 37 Notkunarskrá 38
Tengiliðir (símaskrá) 39
Vista og breyta nöfnum og númerum 39 Tækjastika fyrir tengiliði 39 Stjórna nöfnum og númerum 39
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.2
Úthlutun sjálfgefinna númera og netfanga 40 Tengiliðaspjöld 40 Gerðu tengilið að uppáhaldsvini 41 Hringitónar, myndir og texti fyrir tengiliði 41 Afrita tengiliði 41 SIM-þjónusta 42 Tengiliðahópar 43
Skilaboð 43
Aðalskjár skilaboða 43 Skilaboð skrifuð og send 44 Innhólf skilaboða 45 Skilaboð á SIM-korti skoðuð 46 Skilaboð frá endurvarpa 46 Þjónustuskipanir 46 Stillingar skilaboða 47
Tölvupóstur 49
Um tölvupóst 49 Pósthólf sett upp 49 Lesa tölvupóst 50 Tölvupóstur sendur 50
Tengingar 50
Gagnatengingar og aðgangsstaðir 51 Stillingar símkerfis 51 Þráðlaust staðarnet 51 Aðgangsstaðir 53 Skoðaðu virkar gagnatengingar þínar 56 Samstilling 56 Bluetooth-tenging 57
Flytja gögn með USB-snúru 60 Tölvutengingar 60 Stjórnunarstillingar 60
Internet 61
Um vafrann 61 Vafrað á vefnum 61 Bókamerki bætt við 62 Áskrift að vefstraumum 62 Nálægir viðburðir uppgötvaðir 62
Staðsetning (GPS) 63
Um GPS 63 Um A-GPS (Assisted GPS) 63 Góð ráð við að koma á GPS-tengingu 64 Staðsetningarbeiðnir 65 Leiðarmerki 65 GPS-gögn 65 Staðsetningarstillingar 66
Kort 67
Yfirlit korta 67 Um staðsetningaraðferðir 67 Skoðaðu staðsetninguna þína á kortinu 68 Leiðsöguskjár 69 Kortaskjár 69 Leiðaráætlun 70 Fáðu umferðar- og öryggisupplýsingar 71 Ekið á áfangastað 71 Gengið á áfangastað 72 Deila staðsetningu 72
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 3
Vista staði og leiðir 73 Sendu vinum þínum staði 73 Breyta útliti kortsins 73
Myndavél 74
Myndataka 74 Upptaka myndskeiða 78 Stillingar myndavélar 79
FM-útvarp 91
Hreyfimyndir 92
Myndskeið sótt og spilað 92 Kvikmyndastraumar 93 Myndskeiðin mín 94 Afritaðu myndskeiðin þín milli tækis og tölvu 94 Hreyfimynda- & sjónvarpsstillingar 94
Myndir 80
Um Myndir 80 Myndir og hreyfimyndir skoðaðar 80 Að skoða eða breyta upplýsingum um skrá 81 Myndir og myndskeið flokkuð 82 Tækjastika fyrir myndir 82 Albúm 82 Merki 82 Skyggnusýning 83 Myndum breytt 83 Breyta myndskeiðum 84 Myndprentun 84 Samnýting 85
Tónlist 85
Lag eða netvarpsatriði spilað 85 Spilunarlistar 86 Að sjá textann þegar hlustað er á lag 87 Netvarp 87 Tónlist flutt úr tölvu 87 Ovi-tónlist 88 Nokia Podcasting 88
Stillingum tækisins breytt 95
Útliti tækisins breytt 95 Snið 95 3-D tónar 95 Heimaskjánum breytt 96 Aðalvalmyndinni breytt 96
Forrit 96
Dagbók 96 Klukka 98 RealPlayer 99 Upptökutæki 100 Minnismiðar 100 Skrifstofa 101
Stillingar 105
Símastillingar 105 Forritastjórnun 111 Stillingar fyrir símtöl 113
Úrræðaleit 115
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.4
Hjálp 117
Þjónusta 117 Hjálpartexti tækisins 117 Fáðu meira út úr tækinu. 118 Uppfæra hugbúnað tækisins 118 Stillingar 119 Lykilorð 119 Ytri símalæsing 120 Aukin ending rafhlöðu 120 Auka minni til staðar 121
Umhverfisvernd 121
Orkusparnaður 121 Endurvinnsla 122
Vöru- og öryggisupplýsingar 122
Atriðaskrá 127
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 5

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í (E)GSM 850, 900, 1800, 1900 og UMTS 900, 1900, 2100 MHz símkerfi . Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Tækið styður nokkrar tengingaraðferðir og eins og við á um tölvur gæti það verið berskjaldað fyrir vírusum og öðru skaðlegu efni. Fara skal með gát við meðhöndlun skilaboða, tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal. Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbúnað frá áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlegt öryggi og vörn, líkt og Symbian Signed hugbúnað eða hugbúnað sem hefur staðist Java Verified™ prófun. Þú ættir að íhuga að setja vírusvarnarhugbúnað og annan öryggishugbúnað upp í tækinu og tölvum sem tengjast við það.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem gætu gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu huga að öryggi og efni.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.6
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í notendahandbókinni.

Office-forrit

Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word, PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og 2003). Ekki eru öll snið studd.

Sérþjónusta

Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að
nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum netkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota tiltekna eiginleika tækisins og krefjast netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna tækni eins og WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.

Samnýtt minni

Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: margmiðlunarskilaboð (MMS), tölvupóstforrit, spjallskilaboð. Notkun einnar eða fleiri af þessum aðgerðum getur minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir. Ef tækið sýnir boð um að minnið sé fullt skaltu eyða einhverjum upplýsingum úr samnýtta minninu.

Mail for Exchange

Notkun á Mail for Exchange takmarkast við samkeyrslu PIM­upplýsinga í lofti milli Nokia-tækisins og viðurkennds Microsoft Exchange þjóns.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 7
Tækið kann að hitna við líkt og myndsímtöl og háhraðagagnatengingar notkun í lengri tíma. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Seglar og segulbylgjur

Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.8

Tækið tekið í notkun

Til athugunar: Yfirborð platna þessa tæki felur ekki í sér
nikkel. Yfirborð þessa tækis felur í sér ryðfrítt stál.

Takkar og hlutar (á framhlið)

1 Fjarlægðarnemi 2 Hlust 3 Snertiskjár 4 Valmyndartakki 5 Hringitakki 6 Linsa á aukamyndavél 7 Ljósnemi 8 Hætta-takki
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 9
Ekki þekja svæðið ofan við snertiskjáinn, t.d. með plasthlíf eða borða.

Takkar og hlutar (á bakhlið)

1 Myndavélarflass 2 Myndavélarlinsa

Takkar og hlutar (hliðar)

1 Rofi 2 Nokia AV-tengi (3.5 mm)

SIM-korti og rafhlöðum komið fyrir

Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt
sem micro-SIM-kort, micro-SIM-kort með millistykki eða SIM­kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
1 Víðóma hátalari 2 Stöðuljós hleðslutækis 3 Micro-USB-tengi 4 Lás 5 Auka hljóðstyrk/aðdrátt 6 Minnka hljóðstyrk/aðdrátt 7 Myndatökutakki

Takkar og hlutar (ofan á)

Farðu nákvæmlega eftir leiðbeiningunum til að skemma ekki bakhliðina.
Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
1 Fjarlægðu bakhliðina með því að lyfta henni frá neðri
enda tækisins.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.10
2 Lyftu rafhlöðunni og fjarlægðu hana ef hún er í tækinu.
3 Dragðu festingu SIM-kortsins út og settu SIM-kortið í.
Gættu þess að snertiflötur kortsins snúi niður og að endinn með skáhorninu á kortinu snúi að skáhorninu á höldunni. Ýttu festingu SIM-kortsins aftur inn.
4 Láttu snertur rafhlöðunnar liggja samhliða samsvarandi
snertum í rafhlöðuhólfinu og settu rafhlöðuna í.
5 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu
læsihökunum að raufunum og ýta henni niður þar til hún smellur á sinn stað.

Minniskort

Aðeins skal nota samhæft microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 11

Minniskorti komið fyrir

Verið getur að minniskortið hafi þegar verið sett í tækið. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1 Fjarlægðu bakhlið tækisins.
2 Settu samhæft minniskort í raufina. Gættu þess að
snertiflötur kortsins snúi niður og í átt að raufinni.
3 Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað. 4 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað. Snúðu framhlið
tækisins niður á meðan þú setur bakhliðina á það. Gættu þess að lokinu sé örugglega komið rétt fyrir.

Minniskort fjarlægt

Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að
nota það í aðgerð. Það gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
1 Áður en þú fjarlægir kortið skaltu ýta á rofann og velja
Fjarlægja minniskort. Öll forrit lokast.
2Þegar Ef minniskort er fjarlægt verður öllum opnum
forritum lokað. Fjarlægja samt? birtist skaltu velja Já.
3 Fjarlægðu bakhlið tækisins þegar Fjarlægðu
minniskort og styddu á 'Í lagi' birtist.
4 Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni. 5 Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu velja
Í lagi.
6 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað. Gakktu úr skugga
um að vel sé lokað.

Staðsetning loftneta

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.12
2 Ef tækið biður um PIN-númer eða læsingarnúmer skaltu
slá það inn og velja Í lagi. Sjálfgefinn númerakóði læsingar er 12345. Ef þú gleymir númerinu og tækið er

Kveikt og slökkt á tækinu

Til að kveikja á tækinu:
1 Ýttu á rofann og haltu honum inni.
læst þarftu að leita til þjónustuaðila og e.t.v. greiða viðbótargjald. Nánari upplýsingar færðu hjá Nokia Care þjónustuveri eða söluaðilanum.
Til að slökkva á tækinu skaltu ýta á rofann og velja
Slökkva!.

Hleðsla rafhlöðunnar

Rafhlaðan hefur verið hlaðin að hluta í verksmiðjunni en e.t.v. þarftu að endurhlaða hana áður en þú getur kveikt á tækinu
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 13
í fyrsta sinn. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið. Ljós hleðsluvísisins við
hlið micro-USB tengisins kviknar þegar rafhlaðan er í hleðslu.
3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst
taka hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ábending: Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það er ekki í notkun. Hleðslutæki sem er í sambandi við innstungu eyðir rafmagni þótt það sé ekki tengt við tækið.
USB-hleðsla
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er ekki til staðar. Með USB-hleðslu er einnig hægt að flytja gögn á meðan tækið er hlaðið.
1 Tengja samhæft USB-tæki við tækið með samhæfri USB-
snúru. Skilvirkni USB-hleðslu er afar breytileg. Í sumum tilvikum
getur tekið mjög langan tíma þar til hleðsla hefst og hægt er að taka tækið í notkun.
2 Ef kveikt er á tækinu er hægt að velja úr USB-stillingum á
skjá tækisins.
Tækið kann að hitna við líkt og myndsímtöl og háhraðagagnatengingar notkun í lengri tíma. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Höfuðtól

Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf heyrnartól við tækið. Þú gætir þurft að velja snúrustillinguna.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.14
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.

Úlnliðsband fest

Þræddu úlnliðsbandið og hertu að.

Aðgerðir á snertiskjá

Notaðu fingurinn eða skjápenna (ef tiltækur) á snertiskjáinn.
Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Mikilvægt: Aðeins skal nota skjápenna sem Nokia
samþykkir til notkunar með þessu tæki. Ef annar skjápenni er notaður getur það ógilt alla ábyrgð á tækinu og skemmt snertiskjáinn. Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna, blýant eða aðra oddhvassa hluti til að skrifa á snertiskjáinn.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 15
Smellt og tvísmellt
Draga
Til að opna forrit eða annað atriði á snertiskjánum er venjulega smellt á það með fingrinum. Til að opna eftirfarandi hluti verður hins vegar að tvísmella á þá.
Flokkaðu hluti í forriti, svo sem möppuna Drög í Skilaboða-forritinu.
Skrár á skráarlista, til dæmis mynd í möppunni Teknar myndir í Mynda-forritinu.
Ábending: Þegar þú opnar listaskjá er fyrsti hluturinn þegar auðkenndur. Auðkenndi hluturinn er opnaður með því að smella einu sinni á hann.
Ef þú smellir einu sinni á skrá eða svipaðan hlut opnast hann ekki heldur verður hann auðkenndur. Til að sjá tiltæka valkosti fyrir hlutinn skaltu velja Valkostir eða velja tákn af tækjastiku ef það er í boði.
Veldu
Í þessum notendaleiðbeiningum "velurðu" forrit eða atriði með því að smella á þau einu sinni eða tvisvar.
Dæmi: Tl að velja Valkostir > Hjálp smellirðu á Valkostir, og síðan Hjálp.
Til að draga seturðu fingurinn á skjáinn og rennir honum yfir skjáinn.
Dæmi: Til að fletta upp eða niður á vefsíðu dregurðu síðuna með fingrinum.
Strjúka
Til að strjúka rennirðu fingrinum hratt til vinstri eða hægri á skjánum.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.16
Dæmi: Þegar mynd er skoðuð strýkurðu til vinstri eða hægri
til að sjá næstu mynd eða fyrri mynd, eftir því sem við á.
Dæmi: Til að fletta í gegnum tengiliði seturðu fingurinn á tengilið og dregur upp eða niður.
Sveifla
Ábending: Til að skoða stutta lýsingu á tákni seturðu
fingurinn á táknið. Ekki eru til lýsingar á öllum táknum.
Til að sveifla seturðu fingurinn á skjáinn, rennir honum hratt yfir skjáinn og lyftir honum svo skyndilega. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn. Hægt er að nota sveiflu í tónlistarspilara tækisins.
Baklýsing snertiskjás
Ef skjárinn er ekki notaðu í tiltekinn tíma slokknar á bakljósi hans.
Til að kveikja aftur á baklýsingu skjásins opnarðu skjáinn og takkana og, ef það er nauðsynlegt, og ýtir á valmyndartakkann.

Textaritun

Hægt er að slá inn texta í mismunandi stillingum. Þegar hlífin er niðri virkar allt lyklaborðið eins og hefðbundið lyklaborð. Þegar hlífin er fyrir geturðu notað skjátakkaborðið til að slá inn texta eða sett á handskriftarstillingu og skrifað beint inn
Fletta
á skjáinn.
Veldu hvaða textareit sem er til að opna skjátakkaborðið. Til
Til að fletta upp eða niður í listum með flettistiku dregurðu til stikuna á flettistikunni.
Á sumum listaskjám geturðu sett fingurinn á atriði á listanum og dregið upp eða niður.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 17
að skipta á milli skjátakkaborðs og handskriftar skaltu velja
og viðeigandi innsláttaraðferð.
Misjafnt er eftir svæðum hvað innsláttaraðferðir og tung umál rithandarstillingin styður.
Innsláttur á lyklaborði Lyklaborð
Tækið er með lyklaborð í fullri stærð. Ýttu snertiskjánum upp til að opna lyklaborðið. Í öllum forritum snýst skjárinn sjálfkrafa úr andlitsmynd í landslagsmynd þegar lyklaborðið er opnað.
1 Sym-takki. Ýttu einu sinni á sym-takkann til að setja inn
sérstafi sem eru ekki á lyklaborðinu.
2 Virknitakki. Til að setja inn sérstafi sem eru efst á
tökkunum ýtirðu á virknitakkann og ýtir svo á viðeigandi stafatakka eða heldur eingöngu niðri stafatakkanum. Til að slá inn nokkra sérstafi í röð ýtirðu tvisvar á virknitakkann og ýtir svo á viðeigandi stafatakka. Til að skipta aftur yfir í venjulega stillingu ýtirðu á virknitakkann.
3 Skiptitakki. Til að skipta á milli há- og lágstafa ýtirðu
tvisvar á skiptitakkann. Til að slá inn einn hástaf í lágstafastillingu eða einn lágstaf í hástafastillingu ýtirðu einu sinni á skiptitakkann og svo á viðeigandi stafatakka.
4 Biltakki 5 Örvatakkar. Notaðu örvatakkana til að fara upp, niður,
til vinstri eða hægri.
6 Enter-takkinn 7 Bakktakki. Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu
bakktakkanum inni til að eyða mörgum stöfum.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.18
Stafir settir inn sem sjást ekki á lyklaborðinu
Hægt er að setja inn mismunandi útfærslur stafa, til dæmis stafi með kommum. Til að setja inn stafinn á heldurðu sym­takkanum inni og ýtir um leið endurtekið á A-takkann þar til rétti stafurinn birtist. Það fer eftir því hvaða tungumál er valið hvaða bókstafir birtast og í hvaða röð.
Snertiinnsláttur Rithönd
Misjafnt getur verið hvaða innsláttaraðferðir og tungumál eru í boði fyrir rithandarkennsl, allt eftir svæðum og tungumálum.
Til að ræsa handskriftarstillingu velurðu og
>
Sláðu inn sérstafi eins og venjulega eða veldu og staf.
Til að eyða stöfum eða færa bendilinn til baka skaltu strjúka aftur á bak (sjá mynd 1).
Til að setja inn bil skaltu strjúka áfram (sjá mynd 2).
Handskrift.
Skrifaðu læsilega, beina stafi í innsláttarreitinn og hafðu bil á milli stafanna.
Til að kenna tækinu á skriftina þína velurðu
>
Handskriftaræfing. Þessi valkostur er ekki tiltækur á öllum
tungumálum.
Stillingar fyrir snertiinnslátt
Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Snertiskjár.
Til að setja inn stillingar fyrir innslátt á snertiskjá velurðu úr
eftirfarandi: Til að slá inn stafi og tölur (sjálfgefin stilling), skaltu skrifa orðin eins og venjulega. Veldu
til að velja tölustafastillingu. Til að slá inn aðra stafi en rómanska stafi velurðu viðeigandi tákn, ef það er tiltækt.
Handskriftaræfing — Til að opna forritið fyrir handskriftaræfingu. Það þjálfar tækið í að bera kennsl á rithönd þína. Þessi valkostur er ekki tiltækur á öllum tungumálum.
Tungumál texta — Til að skilgreina á hvaða handskrifuðu sérstafi eru borin kennsl og hvernig takkaborðið á skjánum er skipulagt.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 19
Skrifhraði — Til að stilla hve hratt skuli borin kennsl á
rithönd. Leiðbeiningarlína — Sýna eða fela leiðbeiningarlínuna á
ritunarsvæðinu. Með leiðbeiningarlínunni er auðveldara að skrifa beint og hún auðveldar einnig tækinu að bera kennsl á skriftina. Hugsanlegt er að þessi eiginleiki sé ekki tiltækur fyrir öll tungumál.
Breidd penna — Breyta þykkt textans. Leturlitur — Breyta lit textans.
Sýndartakkaborð
Hægt er að nota sýndartakkaborðið (Bók- og
tölustafatakkab.) til að slá inn stafi eins og á venjulegum
síma sem er með tölustafi á tökkunum.
1 Loka - Loka sýndarlyklaborðinu (Bók- og
tölustafatakkab.).
2 Innsláttarvalmynd - Til að opna
snertiinnsláttarvalmyndina sem er með skipunum eins og Kveikja á flýtiritun og Tungumál texta. Til að setja inn broskarl velurðu Setja inn broskarl .
3 Vísir fyrir textainnslátt - Opna sprettiglugga þar sem
hægt er að kveikja og slökkva á sjálfvirkri textaritun, skipta milli há- og lágstafa eða skipta milli bókstafa og tölustafa.
4 Innsláttaraðferð - Opna sprettiglugga þa r sem hægt er að
velja á milli innsláttaraðferða. Þegar pikkað er á aðferð lokast innsláttarskjárinn og sá sem var valinn opnast.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.20
Tiltækar innsláttaraðferðir eru breytilegar eftir því hvort sjálfvirkur innsláttur (skynjarastillingar) er virkur eða ekki.
5 Örvatakkar - Flettu til vinstri eða hægri. 6 Bakktakki 7 Númer 8 Stjarna - Til að opna töflu með sértáknum. 9 Skiptitakki - Skipta milli hástafa og lágstafa, kveikja og
slökkva á sjálfvirkri textaritun og skipta milli bókstafa og tölustafa.

Tökkum og snertiskjá læst

Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Til að læsa eða taka lás af snertiskjá og tökkum skaltu renna til lásnum á hlið tækisins.
Þegar snertiskjárinn og takkarnir eru læstir er slökkt á snertiskjánum og takkarnir virka ekki.
Þegar þú ýtir snertiskjánum upp opnast takkaborðið.
Skjárinn og takkarnir kunna að læsast sjálfkrafa ef hvorugt er notað í tiltekinn tíma.
Til að breyta stillingum fyrir sjálfvirka skjá- og takkalæsingu velurðu Valmynd > Stillingar og Sími > Símastjórnun >
Sjálfv. takkavari.
Nokia-símaflutningur Flutningur efnis
Hægt er að nota forritið Símaflutningur til að afrita gögn eins og símanúmer, heimilisföng, dagbókarfærslur og myndir úr gamla Nokia-tækinu yfir í það nýja.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja úr því. Ef tækið styður samstillingu er einnig hægt að samstilla gögn milli tækja. Tækið gerir viðvart ef hitt tækið er ekki samhæft.
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-kort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Þegar kveikt er á tækinu án SIM-korts er ótengda sniðið sjálfkrafa valið og flutningur getur farið fram.
Efni flutt í fyrsta skipti
1 Til að sækja gögn úr öðru tæki í fyrsta sinn, úr tækinu
þínu, skaltu velja Valmynd > Stillingar > Tengingar >
Gagnaflutningur > Símaflutningur.
2 Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja gögn.
Bæði tækin verða að styðja tengigerðina.
3 Ef þú hefur valið Bluetooth sem tengiaðferð skaltu tengja
tækin saman. Veldu Áfram til að láta tækið leita að tækjum með Bluetooth-tengingu. Veldu tækið sem þú vilt flytja efni úr. Tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru tækin pöruð.
Ekki er víst að sumar eldri útgáfur Nokia-tækja séu með Símaflutningsforritið. Þá er forritið sent í hitt tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er sett upp í hinu
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 21
tækinu með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
4 Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu
tækinu. Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á samsvarandi stað í tækinu þínu. Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað.

Efni samstillt, sótt eða sent

Þegar fyrsta gagnaflutningi er lokið er hægt að hefja annan flutning eða búa til flýtivísa til að endurtaka sams konar flutning síðar.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar >
Gagnaflutningur > Símaflutningur.
Veldu úr eftirfarandi til að hefja nýjan flutning (veltur á gerð tækisins):
Til að samstilla innihald milli þíns tækis og annars tækis, ef það tæki styður samstillingu. Samstillt er í báðar áttir. Ef efni er eytt í öðru tækinu eyðist það í báðum tækjunum. Ekki er hægt að endurheimta eydda hluti með samstillingu. Til að endurheimta efni úr hinu tækinu í þitt tæki. Með endurheimt er efni af hinu tækinu flutt yfir í þitt tæki. Það kann að vera beðið um að upphaflega efnið verði geymt eða því eytt úr hinu tækinu, allt eftir því af hvaða gerð tækið er. Til að senda efni úr þínu tæki í hitt tækið.
Ef ekki er hægt að senda efni, en það fer eftir gerð hins tækisins, þá er hægt að setja efnið í Nokia-möppuna, eða í C: \Nokia eða E:\Nokia í tækinu þínu. Þegar þú velur möppu til flutnings er efnið í samsvarandi möppu hins tækisins samstillt, og öfugt.
Þegar gagnaflutningi er lokið er spurt hvort þú viljir vista flýtivísi með flutningsstillingunum á aðalskjánum til að geta endurtekið sams konar flutning síðar.
Flýtivísi breytt
Veldu Valkostir > Stillingar flýtivísis. Það er til dæmis hægt að búa til nýtt nafn eða breyta nafni flýtivísisins.
Flutningsskrá skoðuð
Veldu flýtivísi á aðalskjánum og síðan Valkostir > Skoða
notkunarskrá.
Ef efni sem á að flytja hefur verið breytt í báðum tækjum reynir tækið sjálfkrafa að sameina breytingarnar. Ef það er ekki hægt skapast flutningsvandi.
Flutningsvandi leystur
Veldu Skoða hvert fyrir sig, Forg. í þennan síma eða Forg.
í hinn símann.

Snið

Veldu Valmynd > Stillingar og Snið.
Hægt er að nota snið til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum tónum fyrir ýmis atriði, umhverfi
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.22
eða viðmælendahópa. Nafn tiltekna sniðsins er birt efst á heimaskjánum.
Til að breyta sniði skaltu fletta að sniðinu og velja Valkostir >
Virkja.
Til að sérstilla snið skaltu fletta að sniðinu og velja
Valkostir > Sérstillingar. Veldu þá stillingu sem þú vilt
breyta.
Til að stilla sniðið þannig að það sé virkt í allt að 24 tíma skaltu fletta að sniðinu, velja Valkostir > Tímastillt og svo tímann. Þegar tíminn er liðinn verður fyrra sniðið sem var ekki tímastillt virkt aftur. Þegar snið er virkt tímabundið birtist á heimaskjánum. Ekki er hægt að stilla ótengda sniðið á tíma.
Til að búa til nýtt snið skaltu velja Valkostir > Búa til nýtt.

Tækið

Heimaskjár Um heimaskjáinn
Á heimaskjánum geturðu opnað þau forrit sem þú notar mest, stjórnað forritum, svo sem tónlistarspilaranum, séð uppáhaldstengiliðina þína og séð hvort þú hefur misst af símtölum eða fengið ný skilaboð.
Gagnvirkar heimaskjáseiningar
Til að opna klukkuforritið smellirðu á klukkuna (1).
Til að opna dagbókina eða breyta sniðum á heimaskjánum smellirðu á dagsetninguna eða heiti sniðsins (2).
Til að skoða eða breyta tengistillingum ( þráðlaus staðarnet ef staðarnetsleit er virk, eða sjá símtöl sem ekki var svarað, smellirðu efst í hægra hornið (3).
Til að opna númeravalið og hringja velurðu
Til að fela eða sýna efni strýkurðu fingrinum yfir heimaskjáinn.
Hlutir settir á heimaskjáinn
Veldu auðan stað á heimaskjánum og haltu honum inni, veldu síðan Bæta við efni og hlutinn á skyndivalmyndinni.
), til að sjá tiltæk
(4).
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 23
Það getur falið í sér stórar gagnasendingar að nota smáforrit (sérþjónusta).
Hlutur færður til á heimaskjánum
Veldu Valkostir > Breyta efni og tiltekna hlutinn og dragðu hann yfir á nýjan stað.
Hlutur fjarlægður af heimaskjánum
Veldu hlutinn sem á að fjarlægja og haltu honum inn, og veldu síðan Fjarlægja á skyndivalmyndinni.

Tónlistarspilarinn á heimaskjánum

Hægt er að nota tónlistarspilarann á heimaskjánum.
Kveikt á stjórntökkum tónlistarspilarans
Veldu Valkostir > Breyta efni > Valkostir > Bæta við
efni > Tónlistarspilari á heimaskjánum.
Tónlistarspilarinn opnaður
Veldu Opna Tónlist og lögin sem þú vilt hlusta á.
Uppáhaldsvinir settir á heimaskjáinn
1Veldu Valkostir > Breyta efni > Valkostir > Bæta við
efni > Uppáhaldstengiliðir á heimaskjánum.
tákna birtist á heimaskjánum.
Röð
2 Veldu tákn (
) og tengilið.

Samnýtingarstraumur settur á heimaskjáinn

Með því að setja smáforritið fyrir samnýtingu á heimaskjáinn geturðu opnað samnýtingarstrauminn á fljótlegan hátt.
Veldu Valkostir > Breyta efni > Valkostir > Bæta við
efni > Samnýt. á neti á heimaskjánum.
Til að geta tekið á móti straumi þarf að skrá sig í þjónustuna.
Smáforritið birtir smámyndir af straumnum. Nýjustu myndirnar birtast fyrst.
Vísar á skjá Almennir vísar
Stjórntakkar tónlistarspilarans birtast þegar lag er spilað, sem og heiti lagsins, flytjandi og plötuumslag, ef slíkt er tiltækt.

Uppáhaldsvinir á heimaskjánum

Hægt er að setja nokkra tengiliði beint á heimaskjáinn og hringja eða senda þeim skilaboð í fljótheitum, sjá vefstrauma tengiliðanna eða opna notandaupplýsingar og stillingar.
Snertiskjár og takkar eru læstir.
Tækið gefur hljóðlega til kynna að einhver hafi hringt eða sent skilaboð.
Vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Þú ert að nota tímastillt snið.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.24
Símtalsvísar
Einhver reyndi að hringja í þig.
Þú ert að nota aðra símalínu (sérþjónusta).
Þú hefur stillt tækið þitt á flutning innhringdra símtala á annað númer (sérþjónusta). Ef nota ðar eru tvær símalínur sýnir númer hvaða lína er í notkun.
Tækið þitt er tilbúið fyrir netsímtal.
Þú ert með gagnasímtal í gangi (sérþjónusta).
Skilaboðavísar
Þú átt ólesin skilaboð. Ef vísirinn blikkar kann SIM-kortið fyrir skilaboð að vera fullt.
Þér hefur borist tölvupóstur.
Það eru ósend skilaboð í úthólfsmöppunni.
Netkerfisvísar
Tækið er tengt við GSM-símkerfi (sérþjónusta).
Tækið er tengt við 3G-kerfi (sérþjónusta).
HSDPA (high-speed downlink packet access) / HSUPA (high-speed uplink packet access) (sérþjónusta) í 3G-símkerfinu er virkt.
GPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé í bið og að verið sé að
koma á tengingu. EGPRS-pakkagagnatenging er virk
(sérþjónusta). að verið sé að koma á tengingu.
3G-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og að verið sé að koma á tengingu.
HSDPA-háhraðatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og að verið sé að koma á tengingu.
Tenging við þráðlaust staðarnet er tiltæk (sérþjónusta). dulkóðuð og
Tengingarvísar
Bluetooth er virkt. sýnir að tækið er að senda gögn. Þegar vísirinn blikkar er tækið að reyna að tengjast við annað tæki.
Þú hefur tengt USB-snúru við tækið.
GPS er virkt.
Tækið er að samstillast.
Þú hefur tengt samhæft höfuðtól við tækið.
sýnir að tengingin sé í bið og
sýnir að tengingin sé
að tengingin sé ekki dulkóðuð.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 25
Þú hefur tengt samhæfa sjónvarpssnúru við tækið.
Þú hefur tengt samhæfan textasíma við tækið.

Flýtivísar

Skipt er á milli opinna forrita með því að halda valmyndartakkanum inni.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar endingartíma rafhlöðunnar.
Smelltu á og haltu 0 inni í númeravalinu til að opna vafraforritið.
Skipt er um snið með því að ýta á rofann og velja nýtt snið.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) heldurðu 1 inni í númeravalinu.
Til að opna lista yfir númer sem hringt hefur verið í nýlega ýtirðu á hringitakkann á heimaskjánum.
Til að nota raddskipanir heldurðu hringitakkanum inni á heimaskjánum.
Til að skipta um innsláttartungumál ýtirðu á
og sym-
takkann.
Leit Um Leit
Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Með Leit (sérþjónusta) er hægt að nota ýmiss konar leitarþjónustu á internetinu, til dæmis til að finna vefsíður og myndir. Mismunandi er hvaða efni og valkostir eru í boði.

Ný leit hafin

Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Til að leita að efni í tækinu skaltu slá inn leitarorð í leitarreitinn eða skoða efnisflokkana. Þegar þú slærð inn leitarorðin er niðurstöðunum raðað í flokka. Niðurstöður sem síðast voru opnaðar birtast efst á listanum ef þær samræmast leitarorðunum.
Til að leita að vefsíðum á netinu velurðu Leita á internetinu og leitarþjónustu og slærð svo leitarorðin inn í leitarreitinn. Leitarþjónustan sem þú valdir verður þá framvegis sjálfgefin þjónustuveita við leit á netinu.
Ef sjálfgefin leitarþjónusta er þegar til staðar skaltu velja hana til að hefja leit eða velja Fleiri leitarþjónustur ef þú vilt nota aðra leitarþjónustu.
Til að skipta um sjálfgefna leitarþjónustu velurðu
Valkostir > Stillingar > Leitarþjónustur.
Til að breyta lands- eða svæðisstillingum og finna fleiri leitarþjónustur velurðu Valkostir > Stillingar > Land eða
svæði.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.26

Leitarstillingar

Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Til að breyta stillingum leitarforritsins velurðu Valkostir >
Stillingar og svo úr eftirfarandi:
Land eða svæði — Til að velja landið eða svæðið sem þú vilt
leita á. Tenging — Til að velja aðgangsstaðinn og leyfa eða banna
nettengingar. Leitarþjónustur — Til að velja hvort þjónustuveitur og
leitarflokkar eru birtir. Almennt — Til að gera ábendingar virkar eða óvirkar og eyða
leitarsögu.

Stillingar hljóðstyrks og hátalara

Stilla hljóðstyrk símtals eða hljóðskrár.
Notaðu hljóðstyrkstakana.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda tækinu við eyrað.
Kveikja á hátalara í símtali
Veldu Hátalari.
Slökkva á hátalaranum
Veldu Hljóð í símtæki.
Viðvörun:
Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Hlusta skal á tónlist á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er á hátölurunum.

Snið án tengingar

Ótengt snið gerir þér kleift að nota tækið án þess að tengjast við farsímakerfið. Þegar ótengda sniðið er valið er hægt að nota tækið án SIM-korts.
Virkja ótengt snið
Ýttu stutt á rofann og veldu Án tengingar.
Þegar þú virkjar ótengt snið lokast tengingin við farsímakerfið. Lokað er á allar sendingar útvarpsmerkja til og frá tækinu til farsímakerfisins. Ef þú reynir að senda skilaboð um farsímakerfið er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem þau eru send síðar.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja, svara
símtölum eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt að hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja verður
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 27
fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið.
Þegar þú hefur valið ótengda sniðið geturðu áfram notað þráðlaust staðarnet, t.d. til þess að lesa tölvupóst eða vafra á internetinu. Einnig er hægt að nota Bluetooth-tengingu í ótengda sniðinu. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á þráðlausri staðarnetstengingu eða Bluetooth-tengingu.

Flýtiniðurhal

HSDPA (High-speed downlink packet access, en einnig kallað
3.5G, táknað með
) er sérþjónusta í UMTS-símkerfum þar sem boðið er upp á mjög hratt niðurhal. Þegar HSDPA­stuðningur er virkur í tækinu og tækið er tengt UMTS-símkerfi sem styður HSDPA er hægt að hlaða gögnum, svo sem tölvupósti, og vefsíðum hraðar niður en ella. Virk HSDPA­tenging er táknuð með
.
Hægt er að kveikja eða slökkva á stuðningi við HSDPA í pakkagagnastillingunum.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um gagnaþjónustu og áskrift að henni.
HSDPA hefur aðeins áhrif á hraða við niðurhal en ekki á gagnasendingar til símkerfisins (svo sem sendingar skilaboða og tölvupósts).
Ovi by Nokia (sérþjónusta) Ovi by Nokia
Með Ovi by Nokia geturðu fundið nýja staði og þjónustur og haldið sambandi við vini þína. Þú getur til dæmis gert eftirfarandi:
Hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum og
hringitónum í tækið
Fundið rétta leið með ókeypis leiðsögn fyrir göngu og
akstur, skipulagt ferðir og skoðað staðsetningar á korti
Sótt tónlist
Sumir hlutir eru ókeypis en þú gætir þurft að borga fyrir aðra.
Mismunandi getur verið eftir löndum eða svæðum hvaða þjónusta er í boði og ekki eru öll tungumál studd.
Til að opna Ovi-þjónustur Nokia ferðu á www.ovi.com og skráir Nokia-áskriftina þína.
Nánari upplýsingar eru í hjálparkaflanum á www.ovi.com/ support.

Um Ovi-verslunina

Í Ovi-versluninni geturðu hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum, myndum og hringitónum í tækið þitt. Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra þarftu að kaupa og greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á símareikninginn. Það fer eftir landi og þjónustuveitu hvaða greiðslumáta er boðið upp á. Ovi-verslunin býður upp á efni sem er samhæft við tækið þitt og hæfir bæði smekk þínum og staðsetningu.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.28

Hringt úr tækinu

Snertiskjár og símtöl

Tækið er með nálægðarnema. Til að auka endingu rafhlöðunnar og til að koma í veg fyrir að eitthvað sé valið óvart er snertiskjárinn óvirkur á meðan símtal er í gangi, þegar tækinu er haldið upp að eyranu.
Hringt í tengilið
1Veldu Valmynd > Tengiliðir. 2 Flettu að tiltekna nafninu. Eða sláðu inn fyrstu stafina í
nafninu í leitarreitinn og flettu að nafninu.
3 Ýttu á hringitakkann til að hringja í tengiliðinn. Ef þú
hefur vistað nokkur númer fyrir tengilið skaltu velja tiltekna númerið af listanum og ýta á hringitakkann.
Símtali slitið
Ýttu á hætta-takkann.
Ekki þekja fjarlægðarnemann, t.d. með plasthlíf eða límbandi.

Hringt í talhólf

1 Á heimaskjánum velurðu
slærð inn svæðis- og símanúmerið.Tölu er eytt með því að velja C..
Ýttu tvisvar sinnum á * til að fá fram + merkið ef þú vilt hringja til útlanda (kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og sláðu inn landsnúmerið,
svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo símanúmerið. 2 Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið. 3 Ýttu á hætta-takkann til að slíta símtali (eða hætta við að
hringja).
Það að ýta á hættatakkann lýkur alltaf símtali, jafnvel þó
svo að annað forrit sé opið.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin. 29
til að opna númeravalið og

Í símtali

Til að slökkva eða kveikja á hljóðnemanum velurðu
.
Til að setja setja símtalið í bið eða halda því áfram velurðu
eða .
Viðvörun:
Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Til að gera hátalarann virkan velurðu Bluetooth-höfuðtól er tengt við tækið og þú vilt beina hljóðinu yfir í höfuðtólið velurðu Valkostir > Virkja BT-
höfuðtól.
Til að skipta aftur í yfir í símann velurðu
. Ef samhæft
.
eða
Símtali er slitið með því að velja .
Til að skipta milli símtals og símtals í bið velurðu Valkostir >
Víxla.

Símhringingu svarað eða hafnað

Ýttu á hringitakkann til að svara símhringingu eða strjúktu
Strjúka til að svara frá vinstri til hægri. Aðeins er strokið ef
snertiskjárinn er læstur.
Ábending: Þegar aðeins eitt símtal er í gangi skaltu ýta á hringitakkann til að setja það í bið. Símtalinu er haldið áfram með því að ýta aftur á hringitakkann
1 Til að senda DTMF-tónastrengi (t.d. lykilorð) velurðu
Valkostir > Senda DTMF-tóna.
2 Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum á
tengiliðalistanum. 3 Til að slá inn biðstafinn (w) eða hléstafinn (p) skaltu ýta
endurtekið á *. 4 Til að senda tóninn velurðu Í lagi. Hægt er að bæta DTMF-
tónum við símanúmer eða DTMF-reitinn í upplýsingum
um tengiliði.
Til að ljúka símtali og svara símtali í bið velurðu Valkostir >
Skipta um.
Til að slíta öllum símtölum velurðu Valkostir > Slíta öllum
símtölum.
Margir þeirra valkosta sem hægt er að velja meðan á símtali stendur flokkast undir sérþjónustu.
Hægt er að opna snertiskjáinn, án þess að svara símtali, með því að strjúka Strjúka til að opna frá hægri til vinstri, og svara síðan eða hafna símtalinu eða senda höfnunarskilaboð. Slökkt er sjálfvirkt á hringitóninum.
Viljir þú ekki svara símtali skaltu ýta á hætta-takkann til að hafna því. Ef símtalsflutningur (sérþjónusta) er virkur, þá er símtalið flutt um leið og því er hafnað.
Til að slökkva á innhringingartóni velurðu Hljóð af.
Hægt er að senda höfnunarskilaboð, sem sýna að símtalinu er í raun ekki hafnað, og láta þann sem hringir vita að þú getir ekki svarað með því að velja Hljóð af > Senda sk.b., breyta skilatextanum og ýta á hringitakkann.
Til að ræsa aðgerðina velurðu Valmynd > Stillingar og
Hringistillingar > Símtöl > Hafna símtali með skilab. Til
að skrifa venjuleg skilaboð velurðu Texti skilaboða.

Leitað að tengilið

1Veldu
á heimaskjánum til að opna númeravalið. 2 Byrjaðu að slá inn nafn tengiliðarins. 3 Veldu tengiliðinn af niðurstöðulistanum. 4 Ýttu á hringitakkann til að hringja í tengiliðinn.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.30
Loading...
+ 102 hidden pages