Nokia N97 User Manual

Notandahandbók Nokia N97
Útgáfa 5

Efnisyfirlit

Öryggi 6
Um tækið 6 Sérþjónusta 7 Samnýtt minni 7 Mail for Exchange 8
Þjónusta 9 Hjálpartexti tækisins 9 Fáðu meira út úr tækinu. 9 Uppfæra hugbúnað tækisins 9 Stillingar 10 Lykilorð 11 Ytri símalæsing 11 Aukin ending rafhlöðu 11 Laust minni 12
Tækið tekið í notkun 13
Takkar og hlutar (ofan á) 13 Takkar og hlutar (á framhlið) 13 Takkar og hlutar (á bakhlið) 14 Takkar og hlutar (hliðar) 14 SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir 14 Minniskort 16 Staðsetning loftneta 17 Kveikt og slökkt á tækinu 17 Rafhlaðan hlaðin 18 Höfuðtól 18
Úlnliðsband fest 19 Aðgerðir á snertiskjá 19 Textaritun 21 Tökkum og snertiskjá læst 24 Nokia-símaflutningur 24 Snið 26
Tækið 27
Heimaskjár 27 Vísar á skjá 28 Flýtivísar 30 Leit 30 Stillingar hljóðstyrks og hátalara 31 Snið án tengingar 31 Flýtiniðurhal 31 Ovi (sérþjónusta) 32
Hringt úr tækinu 34
Snertiskjár og símtöl 34 Hringt í talhólf 34 Í símtali 35 Tal- og hreyfimyndahólf 35 Símhringingu svarað eða hafnað 36 Símafundi komið á 36 Símanúmer valið með hraðvali 36 Símtal í bið 37 Raddstýrð hringing 37 Myndsímtali komið á 37 Í myndsímtali 38 Myndsímtali svarað eða hafnað 39
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.2
Netsímtöl 39 Samnýting hreyfimynda 40 Notkunarskrá 42
Tengiliðir (símaskrá) 44
Nöfn og númer vistuð og þeim breytt 44 Tækjastika fyrir tengiliði 44 Stjórna nöfnum og númerum 44 Sjálfgefin númer og tölvupóstföng 45 Tengiliðaspjöld 45 Gerðu tengilið að uppáhaldsvini 46 Hringitónar, myndir og texti fyrir tengiliði 46 Afrita tengiliði 46 SIM-þjónusta 47 Tengiliðahópar 47 Ovi-samskipti 48
Skilaboð 54
Aðalskjár Skilaboða 54 Ritun og sending skilaboða 55 Innhólf skilaboða 56 Pósthólf 56 Skilaboð á SIM-korti skoðuð 58 Skilaboð frá endurvarpa 58 Þjónustuskipanir 58 Stillingar skilaboða 59 Mail for Exchange 63
Tengingar 64
Gagnatengingar og aðgangsstaðir 64 Stillingar símkerfis 64
Þráðlaust staðarnet 65 Aðgangsstaðir 66 Virkar gagnatengingar 69 Samstilling 69 Bluetooth-tengingar 70 USB 73 Tölvutengingar 73 Stjórnstillingar 74
Internet 75
Vafrað á vefnum 75 Tækjastika vafrans 75 Síður skoðaðar 76 Vefstraumar og blogg 76 Efnisleit 76 Bókamerki 77 Skyndiminni hreinsað 77 Tengingu slitið 77 Öryggi tenginga 77 Vefstillingar 78
Staðsetning (GPS) 79
Um GPS 79 A-GPS (Assisted GPS) 80 Halda skal rétt á tækinu 80 Góð ráð við að koma á GPS-tengingu 80 Staðsetningarbeiðnir 81 Leiðarmerki 81 GPS-gögn 82 Staðsetningarstillingar 83
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 3
Ovi-kort 84
Kortayfirlit 84 Notkun áttavitans 84 Skoðaðu staðsetninguna þína á kortinu 84 Kortaskjár 85 Breyta útliti kortsins 85 Staðsetning fundin 86 Skoðun staðsetningarupplýsinga 86 Leiðaráætlun 87 Vista staði og leiðir 88 Skoða og skipuleggja staði eða leiðir 88 Sending staða til vina 89 Samstilla Uppáhalds 89 Deila staðsetningu 89 Fá raddleiðsögn 90 Gengið á áfangastað 90 Ekið á áfangastað 91 Leiðsöguskjár 91 Fáðu umferðar- og öryggisupplýsingar 91
Myndavél 92
Kveikt á myndavélinni 92 Myndataka 92 Upptaka myndskeiða 97 Myndavélarstillingar 97
Myndir 99
Um Myndir 99 Myndir og myndskeið skoðuð 99 Að skoða eða breyta upplýsingum um skrá 100
Skoða myndir og myndskeið 100 Tækjastika fyrir myndir 100 Albúm 101 Merki 101 Skyggnusýning 101 TV-út stilling 102 Myndum breytt 103 Breyta myndskeiðum 103 Myndprentun 104 Samnýting 104
Tónlist 105
Lag eða netvarpsatriði spilað 105 Lagalistar 106 Netvarp 107 Tónlist flutt úr tölvu 107 Ovi-tónlist 107 FM-sendir 108 Nokia Podcasting 109 FM-útvarp 112
Hreyfimyndir 113
Myndskeið sótt og skoðuð 113 Myndstraumar 114 Myndskeiðin mín 114 Myndskeið flutt úr tölvu 115 Stillingar hreyfimynda 115
Stillingum tækisins breytt 116
Útliti tækisins breytt 116 Snið 116
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.4
3-D tónar 116 Heimaskjánum breytt 117 Aðalvalmyndinni breytt 117
Forrit 117
Dagbók 117 Klukka 118 RealPlayer 119 Upptökutæki 120 Minnismiðar 121 Skrifstofa 121
Stillingar 126
Símastillingar 126 Forritastjórnun 132 Stillingar fyrir símtöl 134
Úrræðaleit 136
Græn ráð 139
Orkusparnaður 139 Endurvinnsla 139
Vöru- og öryggisupplýsingar 140
Atriðaskrá 146
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 5

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í (E)GSM 850, 900, 1800, 1900 MHz og UMTS 900, 1900, 2100 MHz símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvörn getur hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Tækið styður nokkrar mismunandi gerðir tenginga. Líkt og gildir um tölvur hafa vírusar og annað skaðlegt efni áhrif á tækið. Fara skal með gát við meðhöndlun skilaboða,
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.6
tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal. Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbúnað frá áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlega vörn gegn skaðlegum hugbúnaði líkt og Symbian Signed hugbúnað eða hugbúnað sem hefur staðist Java Verified™ prófun. Þú ættir að íhuga að setja vírusvarnarhugbúnað og annan öryggishugbúnað upp í tækinu og tölvum sem tengjast við það.
Mikilvægt: Tækið styður aðeins eitt vírusvarnarforrit í einu. Notkun fleiri en eins vírusvarnarforrits getur haft áhrif á afkastagetu og virkni tækisins, eða valdið því að það virki ekki.
Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir vefsíður þriðju aðila. Einnig er hægt að skoða vefsíður þriðju aðila í tækinu. Vefsíður þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slíkar síður skaltu beita öryggisráðstöfunum.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word, PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og 2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum skráargerðum.
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir kunna að líta öðruvísi út í þessum bæklingi en á skjá tækisins.

Sérþjónusta

Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum netkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota tiltekna eiginleika tækisins og krefjast netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna tækni eins og WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.

Samnýtt minni

Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: margmiðlunarskilaboð (MMS), tölvupóstforrit, spjallskilaboð. Notkun einnar eða fleiri þessara aðgerða
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 7
getur minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir sem samnýta minni. Tækið getur birt skilaboð um að minnið sé fullt þegar reynt er að nota aðgerð sem notar samnýtt minni. Þá skal eyða einhverjum upplýsingum eða færslum sem eru geymdar í aðgerðunum sem samnýta minni áður en haldið er áfram.
Tækið kann að hitna við líkt og myndsímtöl og háhraðagagnatengingar notkun í lengri tíma. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Mail for Exchange

Notkun á Mail for Exchange takmarkast við samkeyrslu PIM­upplýsinga í lofti milli Nokia-tækisins og viðurkennds Microsoft Exchange þjóns.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.8

Hjálp

Þjónusta

Þegar þú vilt fræðast meira um hvernig nota má vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig tækið eigi að virka skaltu fara á www.nokia.com/support eða nota farsíma, www.nokia.mobi/support. Þú getur valið Valmynd >
Forrit > Hjálp í tækinu þínu.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
Endurræstu tækið. Slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
Veldu upphafsstillingar (núllstilling).
Uppfærðu hugbúnað tækisins.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Farðu á www.nokia.com/repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.

Hjálpartexti tækisins

Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin sem fylgja því.
Til að opna hjálpartexta í aðalvalmyndinni velurðu
Valmynd > Forrit > Hjálp og forritið sem þú vilt fá
leiðbeiningar um.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að skoða viðkomandi hjálpartexta.
Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að lesa leiðbeiningarnar velurðu Valkostir > Minnka leturstærð eða Auka leturstærð.
Í lok hvers hjálpartexta eru tenglar að svipuðu efni. Ef þú velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring.
Hjálpartextar nota eftirfarandi vísa:
Tengill að tengdu efni. Tengill að forritinu sem fjallað er um.
Þegar þú lest fyrirmælin geturðu skipt á milli hjálpartexta og forrits sem er opið í bakgrunni með því að velja Valkostir >
Sýna opin forrit og viðeigandi forrit.

Fáðu meira út úr tækinu.

Í tækinu eru forrit frá Nokia, sem og frá öðrum hugbúnaðarframleiðendum, sem tryggja að þú fáir meira út úr tækinu. Skoðaðu og náðu þér í forrit í Ovi-versluninni á slóðinni store.ovi.com. Forritunum er lýst í handbókum sem eru á Nokia hjálparsíðunum á www.nokia.com/support eða vefsetri Nokia í heimalandi þínu.
Uppfæra hugbúnað tækisins Um hugbúnað tækja og uppfærslur forrita
Hugbúnaðaruppfærslur tækja og uppfærslur forrita veita nýja möguleika og bættar aðgerðir fyrir tækið þitt. Uppfærsla á hugbúnaði getur einnig bætt afköst tækisins.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 9
Mælt er með að þú takir öryggisafrit af persónulegum upplýsingum áður en þú uppfærir hugbúnað tækisins.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið meðan á hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Eftir að þú uppfærir hugbúnað tækisins eða forrit kunna leiðbeiningarnar í notendahandbókinni að vera úreltar.

Tækið notað til að uppfæra hugbúnað

Hægt er að kanna hvort til eru uppfærslur fyrir tækið og síðan hlaða þeim niður í tækið (sérþjónusta).
Veldu Valmynd > Stillingar > Sími > Símastjórnun >
Uppfærslur tækis og Valkostir > Leita að uppfærslum.

Uppfærsla hugbúnaðar tækisins með tölvu

Þú getur notað tölvuforritið Nokia Software Updater til að uppfæra hugbúnað tækisins. Til að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia Software Updater forritið á www.nokia.com/softwareupdate.

Stillingar

Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og internet yfirleitt valdar sjálfkrafa samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur að þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar eða biðja um þær í sérstökum textaskilaboðum.
Hægt er að breyta almennum stillingum tækisins, svo sem tungumáli, biðstöðu, skjástillingum og læsingu á takkaborði.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.10

Lykilorð

Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú gleymir einhverjum af þessum aðgangsnúmerum.
PIN-númer (Personal identification number) — Númerið hindrar að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4 ­8 tölustafir) fylgir yfirleitt með SIM-kortinu. Þegar PIN­númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er númerinu lokað og þá þarf að slá inn PUK-númerið til að opna það.
UPIN-númer — Númerið kann að fylgja með USIM-kortinu. USIM-kortið er endurbætt gerð SIM-korts til að nota í 3G­farsímum.
PIN2-númer — Númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir sumum SIM­kortum og er nauðsynlegt til að geta notað suma valkosti tækisins.
Læsingarkóði (einnig kallaður öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að tækið sé notað í leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Haltu nýja númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú getur þurft að greiða viðbótargjald og persónulegum gögnum í tækinu kann að verða eytt. Þú getur fengið nánari upplýsingar hjá Nokia Care þjónustuaðila eða söluaðila tækisins.
PUK- og PUK2-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta PIN-númeri eða PIN2-númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá SIM­kortið.
UPUK-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta lokuðu UPIN-númeri. Ef númerið fylgir ekki með USIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá USIM-kortið.
IMEI-númer (International Mobile Equipment Identity number) — Þetta númer (15 eða 17 stafir) er notað til að auðkenna gild tæki á GSM-símkerfinu. Hægt er að útiloka tæki, til dæmis stolin, frá aðgangi að netinu. IMEI-númer tækisins er að finna undir rafhlöðunni.

Ytri símalæsing

Til að koma í veg fyrir að tækið sé notað í leyfisleysi er hægt að fjarlæsa tækinu og minniskortinu með textaskilaboðum. Velja þarf texta í skilaboðin og til að læsa tækinu eru svo skilaboðin send í tækið. Til að opna tækið á ný þarftu læsingarnúmerið.
Til að hægt sé að fjarlæsa tækinu og velja textann í skilaboðin velurðu Valmynd > Stillingar og Sími > Símastjórnun >
Öryggisstillingar > Sími og SIM-kort > Ytri símalæsing > Kveikt. Sláðu á innsláttarreitinn til að slá inn
efni textaskilaboðanna (5 til 20 stafi), veldu
og staðfestu
skilaboðin. Sláðu inn læsingarnúmerið.

Aukin ending rafhlöðu

Ýmsar aðgerðir tækisins ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu hennar. Til að spara rafhlöðuna skaltu hafa eftirfarandi í huga:
Aðgerðir sem nota Bluetooth, eða keyrsla slíkra aðgerða í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar, krefjast
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 11
aukinnar rafhlöðuorku. Slökkva skal á Bluetooth­tækninni þegar ekki er þörf fyrir hana.
Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet, eða keyrsla slíkra aðgerða í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar, krefjast aukinnar rafhlöðuorku. Slökkt er á þráðlausu staðarneti þegar þú ert ekki að reyna að tengjast eða ert ekki með tengingu við aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi. Til að spara rafhlöðuna enn frekar er hægt að stilla tækið þannig að það leiti ekki eða leiti sjaldnar að tiltækum netkerfum í bakgrunninum.
Ef þú hefur stillt Pakkagagnatenging á Ef samband
næst í tengistillingum og ekkert pakkagagnasamband
(GPRS) er til staðar reynir tækið reglulega að koma á pakkagagnatengingu. Til að lengja endingartíma rafhlöðunnar velurðu Pakkagagnatenging > Ef með
þarf.
Kortaforritið hleður niður nýjum kortaupplýsingum þegar þú flettir á ný svæði á kortinu en það eykur á orkuþörfina. Hægt er að koma í veg fyrir sjálfvirkt niðurhal á nýjum kortum.
Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur á þínu svæði verður tækið reglulega að leita að tiltækum símkerfum. Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í símkerfisstillingum leitar tækið að 3G-símkerfinu. Hægt er að stilla tækið til að nota eingöngu GSM-símkerfið. Til að nota aðeins GSM-símkerfið velurðu Valmynd >
Stillingar og Tengingar > Símkerfi > Símkerfi > GSM.
Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Í skjástillingunum getur þú stillt birtustig og breytt tímanum sem þú vilt að
líði þar til slökkt er á baklýsingunni. Veldu Valmynd >
Stillingar og Sími > Skjár > Tímamörk ljósa. Til að
stilla ljósnemann sem fylgist með birtuskilyrðum og stillir skjábirtuna velurðu Birtuskynjari. í skjástillingum.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku. Til að loka forritum sem eru ekki í notkun eða svara ekki, velurðu Valkostir > Sýna opin forrit og flettir að forritinu með valmyndartakkanum. Haltu valmyndartakkanum inni til að opna forritið og veldu
Valkostir > Hætta.

Laust minni

Til að sjá hve mikið pláss er laust fyrir ýmsar tegundir gagna velurðu Valmynd > Forrit > Skrifstofa > Skráastjórn.
Margar aðgerðir tækisins vista gögn og taka þannig upp minni. Tækið gerir þér viðvart þegar lítið minni er eftir
Hægt er að losa um minni með því að flytja gögn yfir á samhæft minniskort (ef það er notað) eða yfir í samhæfa tölvu.
Til að fjarlægja gögn sem þú notar ekki lengur skaltu nota Skráastjórnun eða opna viðkomandi forrit. Hægt er að fjarlægja eftirfarandi:
Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin tölvupóstskeyti úr pósthólfinu
Vistaðar vefsíður
Tengiliðaupplýsingar
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.12
Minnispunktur í dagbók
Forrit sem birtast í stjórnanda forrita og ekki er lengur
þörf fyrir
Uppsetningarskrár (.sis eða .sisx) forrita sem þú hefur sett upp. Flyttu uppsetningarskrárnar yfir í samhæfa tölvu.
Myndir og myndskeið í Myndum. Afritaðu skrárnar yfir í samhæfa tölvu.

Tækið tekið í notkun

Takkar og hlutar (ofan á)

1 Rofi 2 Nokia AV-tengi (3,5 mm) fyrir samhæf höfuðtól,
heyrnartól og TV-út-tengi

Takkar og hlutar (á framhlið)

1 Fjarlægðarnemi 2 Hlust 3 Snertiskjár 4 Valmyndartakki
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 13
5 Hringitakki 6 Linsa á aukamyndavél 7 Ljósnemi 8 Hætta-takki
Ekki hylja svæðið ofan við snertiskjáinn, t.d. með varnarfilmu eða límbandi.

Takkar og hlutar (á bakhlið)

1 Myndavélarflass 2 Myndavélarlinsa 3 Linsuhlíf

Takkar og hlutar (hliðar)

1 Víðóma hátalari 2 Micro USB-tengi 3 Stöðuljós hleðslutækis 4 Lás 5 Auka hljóðstyrk/aðdrátt 6 Minnka hljóðstyrk/aðdrátt 7 Myndatökutakki
Til athugunar: Yfirborð platna þessa tæki felur ekki í sér
nikkel. Yfirborð þessa tækis felur í sér ryðfrítt stál.

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Farðu nákvæmlega eftir leiðbeiningunum til að skemma ekki bakhliðina.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.14
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
1 Fjarlægðu bakhliðina með því að lyfta henni frá neðri
enda tækisins.
að skáhorn kortsins snúi að skáhorni festingarinnar. Ýttu festingu SIM-kortsins aftur inn.
2 Ef rafhlaðan er í tækinu er hún fjarlægð með því að lyfta
henni í áttina sem örin vísar.
4 Tryggðu að rafskaut rafhlöðunnar snerti samsvarandi
tengi í rafhlöðuhólfinu og settu rafhlöðuna inn í þá átt sem örin sýnir.
5 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu
læsihökunum að raufunum og ýta henni niður þar til hún smellur á sinn stað.
3 Dragðu festingu SIM-kortsins út og settu SIM-kortið í.
Gættu þess að gyllti snertiflöturinn á kortinu vísi niður og
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 15

Minniskort

Aðeins skal nota samhæft microSD-minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf ko rt ge ta sk að að kor ti ð o g tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.

Minniskorti komið fyrir

Hugsanlega hefur minniskorti þegar verið komið fyrir í tækinu. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1 Fjarlægðu bakhlið tækisins.
2 Settu samhæft minniskort í raufina. Gakktu úr skugga um
að snertiflötur kortsins snúi niður og að raufinni.
3 Ýttu kortinu inn. Smellur heyrist þegar kortið fellur á sinn
stað.
4 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað. Snúðu framhlið
tækisins niður á meðan þú setur bakhliðina á það. Gakktu úr skugga um að vel sé lokað.
Minniskort fjarlægt Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að
nota það í aðgerð. Það gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.16
1 Áður en þú fjarlægir kortið skaltu ýta á rofann og velja
Fjarlægja minniskort. Öll forrit lokast.
2Þegar Ef minniskort er fjarlægt verður öllum opnum
forritum lokað. Fjarlægja samt? birtist skaltu velja Já.
3 Fjarlægðu bakhlið tækisins þegar Fjarlægðu
minniskort og styddu á 'Í lagi' birtist.
4 Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni. 5 Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu velja
Í lagi.
6 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað. Gakktu úr skugga
um að vel sé lokað.

Staðsetning loftneta

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.

Kveikt og slökkt á tækinu

Til að kveikja á tækinu:
1 Ýttu á rofann og haltu honum inni.
2 Ef tækið biður um PIN-númer eða læsingarnúmer skaltu
slá það inn og velja Í lagi. Sjálfgilt númer fyrir læsingu er
12345. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila og e.t.v. greiða viðbótargjald.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 17
Þú færð nánari upplýsingar hjá Nokia Care-þjónustuaðila eða söluaðila.
Til að slökkva á tækinu skaltu ýta á rofann og velja
Slökkva!.

Rafhlaðan hlaðin

Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Engin þörf er á að hlaða tækið fyrirfram. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
Venjuleg hleðsla
1 Stingdu hleðslutækinu í samband í innstungu. 2 Tengdu hleðslutækið við tækið. Stöðuljósið næst USB-
tenginu lýsir á meðan rafhlaðan hleður sig.
3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka
hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ábending: Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það er ekki í notkun. Hleðslutæki sem er í sambandi við innstungu eyðir rafmagni þótt það sé ekki tengt við tækið.
USB-hleðsla
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er ekki til staðar. Með USB-hleðslu er einnig hægt að flytja gögn á meðan tækið er hlaðið.
1Tengdu samhæft USB-tæki við tækið þitt með samhæfri
USB-snúru. Það fer eftir tækinu sem notað er til hleðslu hve langur
tími líður þar til hleðslan hefst.
2 Ef kveikt er á tækinu er hægt að velja úr tiltækum USB-
stillingum á skjá tækisins.
Til athugunar: Við lengri aðgerðir eða hleðslu getur tækið eða hleðslutækið hitnað. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið eða hleðslutækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Höfuðtól

Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf heyrnartól við tækið. Þú gætir þurft að velja snúrustillinguna.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.18
2 Þræddu úlnliðsband og hertu að. 3 Lokaðu bakhliðinni.

Aðgerðir á snertiskjá

Notaðu fingurinn eða skjápenna (ef tiltækur) á snertiskjáinn.
Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Mikilvægt: Aðeins skal nota skjápenna sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Ef annar skjápenni er notaður getur það ógilt alla ábyrgð á tækinu og skemmt snertiskjáinn. Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna,
blýant eða aðra oddhvassa hluti til að skrifa á snertiskjáinn. Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga spennugjafa í
Smellt og tvísmellt
samband við Nokia AV-tengið.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.

Úlnliðsband fest

1 Opnaðu bakhliðina.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 19
Til að opna forrit eða annað atriði á snertiskjánum er
venjulega smellt á það með fingrinum. Til að opna
eftirfarandi hluti verður hins vegar að tvísmella á þá.
Flokkaðu hluti í forriti, svo sem möppuna Drög í Skilaboða-forritinu.
Skrár á skráarlista, til dæmis mynd í möppunni Teknar myndir í Mynda-forritinu.
Ábending: Þegar þú opnar listaskjá er fyrsti hluturinn þegar auðkenndur. Auðkenndi hluturinn er opnaður með því að smella einu sinni á hann.
Ef þú smellir einu sinni á skrá eða svipaðan hlut opnast hann ekki heldur verður hann auðkenndur. Til að sjá tiltæka valkosti fyrir hlutinn skaltu velja Valkostir eða velja tákn af tækjastiku ef það er í boði.
Veldu
Í þessum notendaleiðbeiningum "velurðu" forrit eða atriði með því að smella á þau einu sinni eða tvisvar.
Dæmi: Tl að velja Valkostir > Hjálp smellirðu á Valkostir, og síðan Hjálp.
Dæmi: Til að fletta upp eða niður á vefsíðu dregurðu síðuna með fingrinum.
Strjúka
Til að strjúka rennirðu fingrinum hratt til vinstri eða hægri á skjánum.
Draga
Til að draga seturðu fingurinn á skjáinn og rennir honum yfir skjáinn.
Sveifla
Til að sveifla seturðu fingurinn á skjáinn, rennir honum hratt yfir skjáinn og lyftir honum svo skyndilega. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn. Hægt er að nota sveiflu í tónlistarspilara tækisins.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.20
Fletta
Til að fletta upp eða niður í listum með flettistiku dregurðu til stikuna á flettistikunni.
Á sumum listaskjám geturðu sett fingurinn á atriði á listanum og dregið upp eða niður.
Ábending: Til að skoða stutta lýsingu á tákni seturðu fingurinn á táknið. Ekki eru til lýsingar á öllum táknum.
Baklýsing snertiskjás
Til að kveikja aftur á baklýsingu skjásins opnarðu skjáinn og takkana og, ef það er nauðsynlegt, og ýtir á valmyndartakkann.

Textaritun

Hægt er að slá inn texta í mismunandi stillingum. Lyklaborðið virkar eins og venjulegt lyklaborð og þegar takkaborðið á
skjánum er stillt á bókstafi og tölustafi geturðu smellt á stafi. Með rithandarstillingunni geturðu skrifað stafi beint á skjáinn.
Til að ræsa innsláttarstillinguna smellirðu á einhvern innsláttarreit.
Smelltu á
á innsláttarskjánum til að skipta á milli tiltækra
innsláttarstillinga og veldu þá stillingu sem hentar þér.
Misjafnt er eftir svæðum hvað innsláttaraðferðir og tungumál rithandarstillingin styður.
Innsláttur á lyklaborði Lyklaborð
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 21
Tækið er með lyklaborð í fullri stærð. Ýttu snertiskjánum upp til að opna lyklaborðið. Í öllum forritum snýst skjárinn sjálfkrafa úr andlitsmynd í landslagsmynd þegar lyklaborðið er opnað.
Stafir sem ekki eru á lyklaborðinu slegnir inn
Hægt er að slá inn ýmiss konar stafi, til dæmis stafi með kommum. Til að slá inn "á" heldurðu sym-takkanum inni og ýtir um leið endurtekið á A þar til rétti stafurinn birtist. Það veltur á tungumálinu hvaða stafi er hægt að velja og í hvaða röð þeir eru.
Snertiinnsláttur Rithönd
Misjafnt getur verið hvaða innsláttaraðferðir og tungumál eru í boði fyrir rithandarkennsl, allt eftir svæðum og tungumálum.
1 Skiptitakki. Til að skipta á milli há- og lágstafa ýtirðu
tvisvar á skiptitakkann. Til að slá inn einn hástaf í lágstafastillingu eða einn lágstaf í hástafastillingu ýtirðu einu sinni á skiptitakkann og svo á viðeigandi stafatakka.
2 Biltakki 3 Sym-takki. Ýttu einu sinni á sym-takkann til að setja inn
sérstafi sem eru ekki á lyklaborðinu, og veldu síðan stafinn á töflunni.
4 Virknitakki. Til að setja inn sérstafi sem eru efst á
tökkunum ýtirðu einu sinni á virknitakkann og síðan á takkann sem þú vilt nota. Til að slá inn nokkra sérstafi í röð ýtirðu tvisvar sinnum snöggt á virknitakkann. Til að skipta aftur yfir í venjulega stillingu ýtirðu á virknitakkann.
5 Bakktakki. Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu
bakktakkanum inni til að eyða mörgum stöfum.
Til að ræsa handskriftarstillingu velurðu og
>
Handskrift.
Skrifaðu læsilega, beina stafi í innsláttarreitinn og hafðu bil á milli stafanna.
Til að kenna tækinu á skriftina þína velurðu
>
Handskriftaræfing.
Til að slá inn stafi og tölur (sjálfgefin stilling), skaltu skrifa orðin eins og venjulega. Veldu
til að velja tölustafastillingu. Til að slá inn aðra stafi en rómanska stafi velurðu viðeigandi tákn, ef það er tiltækt.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.22
Sláðu inn sérstafi eins og venjulega eða veldu og staf.
Til að eyða stöfum eða færa bendilinn til baka skaltu strjúka aftur á bak (sjá mynd 1).
Til að setja inn bil skaltu strjúka áfram (sjá mynd 2).
Stillingar fyrir snertiinnslátt
Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Snertiskjár.
Til að setja inn stillingar fyrir innslátt á snertiskjá velurðu úr eftirfarandi:
Handskriftaræfing — Til að opna forritið fyrir handskriftaræfingu. Það þjálfar tækið í að bera kennsl á rithönd þína. Þessi valkostur er ekki tiltækur á öllum tungumálum.
Tungumál texta — Til að skilgreina á hvaða handskrifuðu sérstafi eru borin kennsl og hvernig takkaborðið á skjánum er skipulagt.
Skrifhraði — Til að stilla hve hratt skuli borin kennsl á rithönd.
Leiðbeiningarlína — Sýna eða fela leiðbeiningarlínuna á ritunarsvæðinu. Með leiðbeiningarlínunni er auðveldara að skrifa beint og hún auðveldar einnig tækinu að bera kennsl á skriftina. Hugsanlegt er að þessi eiginleiki sé ekki tiltækur fyrir öll tungumál.
Breidd penna — Breyta þykkt textans. Leturlitur — Breyta lit textans.
Sýndartakkaborð
Hægt er að nota sýndartakkaborðið (Bók- og
tölustafatakkab.) til að slá inn stafi eins og á venjulegum
síma sem er með tölustafi á tökkunum.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 23
sjálfvirkur innsláttur (skynjarastillingar) er virkur eða ekki.
5 Örvatakkar - Flettu til vinstri eða hægri. 6 Bakktakki 7 Númer 8 Stjarna - Til að opna töflu með sértáknum. 9 Skiptitakki - Skipta milli hástafa og lágstafa, kveikja og
slökkva á sjálfvirkri textaritun og skipta milli bókstafa og tölustafa.

Tökkum og snertiskjá læst

Til að læsa eða taka lás af snertiskjá og tökkum skaltu renna til lásnum á hlið tækisins.
Þegar snertiskjárinn og takkarnir eru læstir er slökkt á snertiskjánum og takkarnir virka ekki.
1 Loka - Loka sýndarlyklaborðinu (Bók- og
tölustafatakkab.).
2 Innsláttarvalmynd - Til að opna
snertiinnsláttarvalmyndina sem er með skipunum eins og Kveikja á flýtiritun og Tungumál texta.
3 Vísir fyrir textainnslátt - Opna sprettiglugga þar sem
hægt er að kveikja og slökkva á sjálfvirkri textaritun, skipta milli há- og lágstafa eða skipta milli bókstafa og tölustafa.
4 Innsláttaraðferð - Opna sprettiglugga þar sem hægt er að
velja á milli innsláttaraðferða. Þegar pikkað er á aðferð lokast innsláttarskjárinn og sá sem var valinn opnast. Tiltækar innsláttaraðferðir eru breytilegar eftir því hvort
Til að breyta stillingum á sjálfkrafa skjá- og takkalæsingu velurðu Valmynd > Stillingar og Sími > Símastjórnun >
Sjálfv. takkavari.
Nokia-símaflutningur Flutningur efnis
Hægt er að nota forritið Símaflutningur til að afrita gögn eins og símanúmer, heimilisföng, dagbókarfærslur og myndir úr gamla Nokia-tækinu yfir í það nýja.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.24
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja úr því. Ef tækið styður samstillingu er einnig hægt að samstilla gögn milli tækja. Tækið gerir viðvart ef hitt tækið er ekki samhæft.
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-kort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Þegar kveikt er á tækinu án SIM-korts er ótengda sniðið sjálfkrafa valið og flutningur getur farið fram.
Efni flutt í fyrsta skipti
1 Til að sækja gögn úr öðru tæki í fyrsta sinn, úr tækinu
þínu, skaltu velja Valmynd > Stillingar > Tengingar >
Gagnaflutningur > Símaflutningur.
2 Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja gögn.
Bæði tækin verða að styðja tengigerðina.
3 Ef þú hefur valið Bluetooth sem tengiaðferð skaltu tengja
tækin saman. Veldu Áfram til að láta tækið leita að tækjum með Bluetooth-tengingu. Veldu tækið sem þú vilt flytja efni úr. Tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru tækin pöruð.
Ekki er víst að sumar eldri útgáfur Nokia-tækja séu með Símaflutningsforritið. Þá er forritið sent í hitt tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er sett upp í hinu tækinu með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
4 Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu
tækinu. Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á samsvarandi stað í tækinu þínu. Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað.

Efni samstillt, sótt eða sent

Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar >
Gagnaflutningur > Símaflutningur.
Eftir fyrsta flutninginn skaltu velja úr eftirfarandi til að hefja nýjan flutning (veltur á gerð tækisins):
til að samstilla efni milli tækisins og hins tækisins, ef hitt tækið styður samstillingu. Samstillt er í báðar áttir. Ef efni er eytt í öðru tækinu eyðist það í báðum tækjunum. Ekki er hægt að endurheimta eydda hluti með samstillingu. til að sækja gögn úr hinu tækinu og setja í tækið þitt. Þegar efni er sótt eru það flutt úr hinu tækinu í tækið þitt. Það kann að vera beðið um að upphaflega efnið verði geymt eða því eytt, allt eftir því af hvaða gerð hitt tækið er. til að senda gögn úr þínu tæki í hitt tækið.
Ef ekki er hægt að senda hlut er hægt að setja hann í Nokia möppuna í C:\Nokia eða E:\Nokia á tækinu (fer eftir gerð tækisins). Þegar þú velur möppu til flutnings eru hlutir í samsvarandi möppu hins tækisins samstilltir og öfugt.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 25
Notkun flýtivísa við að endurtaka flutning
Þegar gagnflutningi er lokið er hægt að vista flýtivísi í flutningsstillingarnar á aðalskjánum til að endurtaka sama flutning síðar.
Til að breyta flýtivísinum velurðu Valkostir > Stillingar
flýtivísis. Til dæmis er hægt að búa til eða breyta heiti
flýtivísis.
Flutningsskrá birtist eftir hvern flutning. Hægt er að sjá skrá síðasta flutnings með því að velja flýtivísun á aðalskjánum og
Valkostir > Skoða notkunarskrá.
Meðhöndlun flutningsárekstra
Ef hlut sem á að flytja hefur verið breytt í báðum tækjum reynir þetta tæki sjálfkrafa að sameina breytingarnar. Ef það er ekki hægt kallast það flutningsárekstur. Veldu Skoða
hvern fyrir sig, Forg. í þennan síma eða Forg. í hinn símann til að leysa áreksturinn.

Snið

Veldu Valmynd > Stillingar og Snið.
Hægt er að nota snið til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum tónum fyrir ýmis atriði, umhverfi eða viðmælendahópa. Nafn tiltekna sniðsins er birt efst á heimaskjánum.
Til að breyta sniði skaltu fletta að sniðinu og velja
Valkostir > Virkja.
Til að sérstilla snið skaltu fletta að sniðinu og velja
Valkostir > Sérstillingar. Veldu þá stillingu sem þú vilt
breyta.
Til að stilla sniðið þannig að það sé virkt í allt að 24 tíma skaltu fletta að sniðinu, velja Valkostir > Tímastillt og svo tímann. Þegar tíminn er liðinn verður fyrra sniðið sem var ekki tímastillt virkt aftur. Þegar snið er virkt tímabundið birtist
á heimaskjánum. Ekki er hægt að stilla ótengda sniðið á
tíma.
Til að búa til nýtt snið skaltu velja Valkostir > Búa til nýtt.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.26

Tækið

Heimaskjár Um heimaskjáinn
Á heimaskjánum geturðu opnað þau forrit sem þú notar mest, stjórnað forritum, svo sem tónlistarspilaranum, séð uppáhaldstengiliðina þína og séð hvort þú hefur misst af símtölum eða fengið ný skilaboð.
Gagnvirkar heimaskjáseiningar
Til að opna klukkuforritið smellirðu á klukkuna (1).
Notkun græja getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Til að færa hlut velurðu Valkostir > Breyta efni, velur tiltekna hlutinn og dregur hann yfir á nýja staðinn.
Hlutur fjarlægður af heimaskjánum
Veldu Valkostir > Breyta efni og hlutinn sem á að fjarlægja.
Veldu Valkostir > Fjarlægja > Lokið.
Til að opna dagbókina eða breyta sniðum á heimaskjánum smellirðu á dagsetninguna eða heiti sniðsins (2).
Til að skoða eða breyta tengistillingum ( þráðlaus staðarnet ef staðarnetsleit er virk, eða sjá símtöl sem ekki var svarað, smellirðu efst í hægra hornið (3).
Til að hringja velurðu
Til að opna aðalvalmyndina ýtirðu á valmyndartakkann (5).
Til að fela eða sýna efni rennirðu fingrinum yfir heimaskjáinn.
Hlutir settir á heimaskjáinn
Ef setja á hlut á heimaskjáinn velurðu Valkostir > Breyta
efni > Valkostir > Bæta við efni og velur hlutinn af
listanum.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 27
(4).
), til að sjá tiltæk
Tilkynningar um tölvupóst Tilkynningar um tölvupóst
Með tilkynningum um tölvupóst á heimaskjánum færðu yfirsýn yfir skilaboð í pósthólfinu. Hægt er að stilla tækið þannig að það birti yfirlit yfir fyrirsagnir eða bara fjölda ólesinna skilaboða.
Unnið með tölvupóst á heimaskjánum
Settu upp tölvupóstáskriftina á heimaskjánum
Veldu Setja upp tölvupóst og fylgdu leiðbeiningunum. Þegar uppsetningu er lokið birtist táknið fyrir tölvupóstinn á heimaskjánum. Til að opna tölvupósthólfið velurðu táknið.
Til að tilgreina hvernig þú vilt láta gera þér viðvart um nýjan tölvupóst á heimaskjánum velurðu Valmynd > Stillingar og
Eigin stillingar > Biðstaða > Tölvupóstsgræja og úr
eftirfarandi:
Pósthólf — Til að velja úr hvaða pósthólfi þú vilt fá tilkynningar.
Sýna uppl. um skilaboð — Til að sjá aðeins fjölda ólesinna skilaboða á heimaskjánum velurðu Slökkt. Til að sjá einnig sendanda og efni skilaboðanna velurðu Kveikt.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.

Tónlistarspilarinn á heimaskjánum

Hægt er að nota tónlistarspilarann á heimaskjánum. Til að ræsa tónlistaspilarann skaltu velja Valkostir > Breyta
efni > Valkostir > Bæta við efni > Tónlistarspilari.
Opna Tónlist birtist á heimaskjánum.
Til að opna tónlistarspilarann smellirðu á Opna Tónlist og velur það sem þú vilt hlusta á.
Stjórntakkar tónlistarspilarans birtast þegar lag er spilað, sem og heiti lagsins, flytjandi og plötuumslag, ef slíkt er tiltækt.

Uppáhaldstengiliðir á heimaskjánum

Hægt er að setja nokkra tengiliði beint á heimaskjáinn og hringja eða senda þeim skilaboð í fljótheitum, sjá vefstrauma tengiliðanna eða opna notandaupplýsingar og stillingar.
1 Til að setja uppáhaldstengiliðina þína á heimaskjáinn
velurðu Valkostir > Breyta efni > Valkostir > Bæta
við efni > Uppáhaldstengiliðir.
Röð
tákna birtist á heimaskjánum.
2 Veldu eitthvað tákn (
) og tengilið úr Tengiliðum.

Uppáhaldssamnýtingarstraumur settur á heimaskjáinn

Með því að setja smáforritið fyrir samnýtingu á heimaskjáinn geturðu opnað uppáhaldssamnýtingarstrauminn á fljótlegan hátt.
1Veldu Valkostir > Breyta efni > Valkostir > Bæta við
efni > Samn. á neti á heimaskjánum.
2 Veldu strauminn sem þú vilt setja inn. Þú gætir þurft að
fá áskrift að þjónustu hjá þjónustuveitunni þinni til að geta sett inn straum.
Smáforritið birtir smámyndir af tilteknum straum í einhverri af samnýtingaráskriftunum þínum. Nýjustu myndirnar birtast fyrst.
Vísar á skjá Almennir vísar
Snertiskjár og takkar eru læstir.
Tækið gefur hljóðlega til kynna að einhver hafi hringt eða sent skilaboð.
Vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Tímastillt snið er í notkun.
Hringivísar
Einhver hefur hringt í þig.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.28
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Tækið er stillt þannig að það flytur innhringingar í annað númer (sérþjónusta). Ef notaðar eru tvær símalínur sýnir númer hvaða lína er í notkun.
Tækið getur tekið við netsímtali.
Það er gagnasímtal í gangi (sérþjónusta).
Skilaboðavísar
Þú átt ólesin skilaboð. Ef vísirinn blikkar er hugsanlegt að minni SIM-kortsins sé orðið fullt.
Þér hefur borist póstur.
Það eru ósend skilaboð í úthólfsmöppunni.
Símkerfisvísar
Tækið tengist GSM-símkerfi (sérþjónusta).
Tækið tengist 3G-símkerfi (sérþjónusta).
GPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta).
koma á tengingu. EGPRS-pakkagagnatenging er virk
(sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé í bið og að verið sé að
sýnir að tengingin sé í bið og
að verið sé að koma á tengingu.
Tengivísar
3G-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og að verið sé að koma á tengingu.
HSDPA-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé í bið og
að verið sé að koma á tengingu.
Þráðlaus staðarnetstenging er tiltæk (sérþjónusta). dullkóðuð og
sýnir að tengingin sé
að tengingin sé ekki dulkóðuð.
Bluetooth-tenging er virk. sýnir að tækið er að senda gögn. Ef vísirinn blikkar er tækið að reyna að tengjast við annað tæki.
USB-snúra er tengd við tækið.
GPS er virkt.
Samstilling er í gangi í tækinu.
FM-sendirinn er virkur, en það er engin sending í gangi.
sýnir að sending sé í gangi.
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið.
Samhæf snúra sjónvarpsúttaks er tengd við tækið.
Samhæfur textasími er tengdur við tækið.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin. 29

Flýtivísar

Skipt er á milli opinna forrita með því að halda valmyndartakkanum inni.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar endingartíma rafhlöðunnar.
Smelltu á og haltu 0 inni í númeravalinu til að opna vafraforritið.
Skipt er um snið með því að ýta á rofann og velja nýtt snið.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) heldurðu 1 inni í númeravalinu.
Til að opna lista yfir númer sem hringt hefur verið í nýlega ýtirðu á hringitakkann á heimaskjánum.
Til að nota raddskipanir heldurðu hringitakkanum inni á heimaskjánum.
Til að skipta um innsláttartungumál ýtirðu á
og sym-
takkann.

Ný leit hafin

Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Til að leita að efni í tækinu skaltu slá inn leitarorð í leitarreitinn eða skoða efnisflokkana. Þegar þú slærð inn leitarorðin er niðurstöðunum raðað í flokka. Niðurstöður sem síðast voru opnaðar birtast efst á listanum ef þær samræmast leitarorðunum.
Til að leita að vefsíðum á netinu velurðu Leita á
internetinu og leitarþjónustu og slærð svo leitarorðin inn í
leitarreitinn. Leitarþjónustan sem þú valdir verður þá framvegis sjálfgefin þjónustuveita við leit á netinu.
Ef sjálfgefin leitarþjónusta er þegar til staðar skaltu velja hana til að hefja leit eða velja Frekari leit ef þú vilt not a aðra leitarþjónustu.
Til að skipta um sjálfgefna þjónustuveitu velurðu
Valkostir > Stillingar > Leitarþjónustur.
Til að breyta lands- eða svæðisstillingum og finna fleiri leitarþjónustur velurðu Valkostir > Stillingar > Land eða
svæði.
Leit Um Leit
Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Með Leit (sérþjónusta) er hægt að nota ýmiss konar leitarþjónustu á internetinu, til dæmis til að finna vefsíður og myndir. Mismunandi er hvaða efni og valkostir eru í boði.

Leitarstillingar

Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Til að breyta stillingum leitarforritsins velurðu Valkostir >
Stillingar og svo úr eftirfarandi:
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.30
Loading...
+ 122 hidden pages