Nokia N95 User's Guide [is]

Nokia N95-1
LEYFISY FIRLÝSING Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-159 er í samræmi
við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/. © 2008 Nokia. Allur réttur áskilinn.
Nokia, Nokia Connecting People, Nseries, N95 og Visual Radio eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright © 1997-2008. Tegic Communications, Inc. All rights reserved. Portions of the Nokia Maps software are copyright © 2008 The FreeType Project. All rights reserved.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See <http://www.mpegla.com>. Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið
This product includes software licensed from Symbian Software Ltd © 1998-2008. Symbian and Symbian OS are trademarks of Symbian Ltd.
Java and all Java-base d marks are trademarks or registered tra demarks of Sun Microsystems, Inc.
kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengi n er hjá hr eyfimyndaveit u með leyfi. Ekke rt leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá <http://www.mpegla.com>.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í s ér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginna r tilkynninga r. AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA, STARFSMENN ÞESS EÐA SAMSTARFSAÐILAR UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL. INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS, Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKI NNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TILBAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið b reytilegt eftir svæðum. Kann aðu það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokia-söluaðila þínum. Útflutn ingstakmarkanir
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar. YFIRLÝSING FCC/INDUSTRY CANADA
Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar sími er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada gætu krafist þess að þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í v eg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa sambandi við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Þetta tæki er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og (2) Tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess. Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins. Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki
höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila. MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
3. útgáfa IS, 9205521

Efnisyfirlit

Öryggisatriði...............................................7
Stuðningur við notendur.........................10
Hjálp .......................................................................................10
Aðstoð og þjónustuupplýsingar um Nokia...................10
Fyrstu skrefin........................................................................10
Önnur forrit...........................................................................10
Nokia N95 ................................................11
Hugbúnaðaruppfærslur......................................................11
Stillingar.................................................................................11
Velkomin................................................................................11
Efni flutt úr öðru tæki ......................................................11
Mikilvægir vísar....................................................................12
Flýtiniðurhal..........................................................................13
Stillingar hljóðstyrks og hátalara....................................14
Margmiðlunarvalmynd.......................................................14
Takkalás (takkavari)............................................................15
Spilun......................................................................................15
Höfuðtól.................................................................................15
Minniskort.............................................................................16
Skráastjóri ............................................................................18
Til niðurhals .........................................................................18
Netvafri ....................................................19
Öryggi tenginga...................................................................19
Bókamerkjaskjár ..................................................................19
Vafrað á vefnum..................................................................20
Tengingu slitið .....................................................................23
Stillingar ................................................................................23
Tengingar..................................................25
Þráðlaust staðarnet............................................................25
Stjórnandi tenginga ..........................................................27
Bluetooth-tengingar .........................................................28
Innrauð tenging ..................................................................31
USB-snúra ............................................................................31
Tölvutengingar.....................................................................32
Samstilling ...........................................................................32
Stjórnandi tækis .................................................................32
Mótald ...................................................................................33
Forrit tækisins..........................................34
Tónlistarspilari ....................................................................34
Útvarp ...................................................................................38
Nokia Podcasting ...............................................................40
Nokia-kvikmyndabanki .....................................................44
RealPlayer .............................................................................46
Adobe Flash Player .............................................................47
Nokia Lifeblog .....................................................................47
Myndavél ................................................. 50
Myndataka.............................................................................50
Nokkrar myndir teknar í röð.............................................55
Þú ert með á myndinni—sjálfvirk myndataka .............56
Upptaka hreyfimynda.........................................................56
Gallerí....................................................... 59
Skrár skoðaðar......................................................................59
Prentkarfa..............................................................................61
Albúm......................................................................................61
Myndum breytt....................................................................62
Hreyfimyndum breytt.........................................................63
Skyggnusýning.....................................................................63
TV-út stilling .........................................................................63
Kynningar...............................................................................64
Prentun mynda.....................................................................65
Netprentun............................................................................65
Samnýting á netinu............................................................66
Heimanet ..............................................................................66
Staðsetning ..............................................70
GPS-móttakari .....................................................................71
Um gervihnattamerki.........................................................71
Staðsetningarbeiðnir..........................................................72
Kort ........................................................................................72
Leiðarmerki ..........................................................................78
GPS-gögn .............................................................................79
Tækið sérstillt ..........................................81
Snið—tónar stilltir ..............................................................81
3-D tónar ..............................................................................82
Útliti tækisins breytt .........................................................83
Virkur biðskjár......................................................................83
Tímastjórnun ............................................85
Klukka ....................................................................................85
Dagbók ..................................................................................85
Skilaboð ....................................................87
Textaritun..............................................................................88
Ritun og sending skilaboða..............................................88
Innhólf—móttaka skilaboða ............................................90
Pósthólf .................................................................................91
Skilaboð á SIM-korti skoðuð...........................................93
Stillingar skilaboða.............................................................93
Símtöl .......................................................98
Venjuleg símtöl....................................................................98
Myndsímtöl........................................................................ 101
Samnýting hreyfimynda ................................................102
Símtali svarað eða hafnað............................................. 104
Notkunarskrá ....................................................................105
Tengiliðir (Símaskrá) ............................ 107
Nöfn og númer vistuð og þeim breytt........................107
Tengiliðir afritaðir ............................................................ 108
Hringitónum bætt við tengiliði .................................... 109
Tengiliðahópar búnir til .................................................. 109
Vinnuforrit ............................................ 110
Quickoffice ........................................................................ 110
Minnismiðar ......................................................................111
Upptökutæki .....................................................................111
Adobe Reader ................................................................... 111
Reiknivél ............................................................................112
Umreiknari ......................................................................... 112
Zip-forrit ............................................................................112
Þráðlaust lyklaborð ........................................................ 113
Strikamerki ........................................................................ 113
Verkfæri................................................. 115
Stjórnandi forrita .............................................................115
Stafræn réttindi ................................................................117
Raddskipanir ......................................................................118
Stillingar................................................ 119
Almennar ............................................................................119
Sími ......................................................................................124
Tenging ...............................................................................126
Forrit ....................................................................................130
Úrræðaleit: Spurningar & Svör ........... 131
Upplýsingar um rafhlöðu ..................... 135
Hleðsla og afhleðsla.........................................................135
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum
frá Nokia..............................................................................136
Umhirða og viðhald .............................. 137
Viðbótaröryggisupplýsingar ................. 139
Atriðisorðaskrá...................................... 142

Öryggisatriði

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlaus ra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM Virða skal allar
takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt lækningabúnaði.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM Virða skal allar
takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ Ekki nota tækið nærri
eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA Virða skal allar
takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
7
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI Þegar tækið er
tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARHRINGINGAR Tryggja skal að kveikt sé á símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Ýta skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og fara aftur í biðstöðu. Sláðu inn neyðarnúmerið og ýttu á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í (E)GSM 850, 900, 1800 og 1900 og UMTS 2100 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Tækið styður internettengingar og aðrar tengiaðferðir. Líkt og með tölvur geta vírusar, skaðleg skilaboð og forrit,
ásamt öðru skaðlegu efni haft áhrif á tækið. Gæta skal varúðar og aðeins opna skilaboð, samþykkja tengibeiðnir, hlaða niður efni og samþykkja uppsetningar frá traustum aðilum. Til að auka öryggi tækisins ættir þú að hugleiða að setja upp vírusvarnarbúnað með uppfærsluþjónustu og nota eldvegg.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word, PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og 2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum skráargerðum.
Við lengri aðgerðir eins og samnýtingu hreyfimynda eða háhraðagagnatengingu getur tækið hitnað. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef tæki vinnur ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Tækið kann að innihalda bók amerki og tengla að vefsetrum þriðju aðila. Þú getur einnig heimsótt vefsetur þriðju aðila um tækið. Vefsetur þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slík setur skaltu beita öryggisráðstöfunum.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
8
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og táknum valmynda að hafa verið breytt. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem MMS, netvafri og tölvupóstur krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar hlaðið raforku frá DC-4, AC-4, eða AC-5 hleðslutækjum og frá AC-1, ACP-8, ACP-9, ACP-12, eða LCH-12 hleðslutæki þegar það er notað með CA-44 millistykki.
Rafhlaðan sem ætluð er til notkunar með þessu tæki er BL-5F.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki
og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru a ðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
9

Stuðningur við notendur

Gerð: Nokia N95-1 Hér eftir kallað Nokia N95.

Hjálp

Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir þess. Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að skoða hjálpartexta þess.
Stuðningur við notendur
Hægt er að skipta á milli opins forrits og hjálpartexta þess með því að halda inni takkanum.
Til að opna hjálpina úr aðalvalmyndinni skaltu velja
Verkfæri > Hjálparforrit > Hjálp. Veldu forrit til að sjá
hjálpartextann.

Aðstoð og þjónustuupplýsingar um Nokia

Á www.nseries.com/support eða á vefsetri Nokia í þínu landi er að finna nýjustu útgáfu þessarar handbókar, aðrar upplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni þinni.
10
Á vefsetrinu er hægt að fá upplýsingar um notkun á Nokia-vörum og þjónustu. Ef hafa þarf samband við þjónustuborð skal skoða listann yfir staðbundna Nokia-þjónustuaðila (Nokia contact centers) á www.nokia.com/customerservice.
Vegna viðhaldsþjónustu skal finna næsta Nokia-þjónustuaðila (Nokia services center) á www.nokia.com/repair.

Fyrstu skrefin

Sjá leiðarvísinn um fyrstu skrefin en þar eru upplýsingar um takka og hluta tækisins og fyrirmæli um hvernig stilla eigi tækið fyrir notkun.

Önnur forrit

Í tækinu eru forrit frá Nokia, sem og frá öðrum hugbúnaðarframleiðendum, sem tryggja að þú fáir meira út úr Nokia N95tækinu. Þessum forritum er lýst í bæklingnum um viðbótarforrit sem finna má á þjónustusíðum Nokia N95 tækisins á www.nseries.com-support eða á vefssetri Nokia íþínulandi.

Nokia N95

Hugbúnaðaruppfærslur

Nokia framleiðir stundum uppfærð forrit sem geta innihaldið nýjar aðgerðir eða virkað betur og afkastað meiru. Það kann að vera hægt að biðja um þessar uppfærslur með Nokia Software Updater forritinu. Til að uppfæra hugbúnað tækisins þarf Nokia Software Updater forrit og samhæfa tölvu með Microsoft Windows 2000, XP eða Vista stýrikerfi, breiðbands-internetaðgang og samhæfa gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Nánari upplýsingar um Nokia Software Updater forritið og hvernig á að hlaða því niður er að finna á www.nokia.com/softwareupdate eða vefsetri Nokia í eigin landi.

Stillingar

Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og internet yfirleitt valdar sjálfkrafa í tækinu, samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur að þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar eða biðja um þær í sérstökum textaskilaboðum.

Velkomin

Þegar kveikt er á tækinu í fyrsta skipti opnast Velkomin/n. Veldu úr eftirfarandi:
Still.hjálp—Til að setja inn ýmsar stillingar. Sjá bækling
um viðbótarforrit.
Símaflutningur—Til að flytja efni, svo sem tengiliði og
dagbókarfærslur úr samhæfu N okia-tæki. Sjá „Efni flutt úr öðru tæki“ á bls. 11.
Til að opna Velkomin/n síðar skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Hjálparforrit > Velkomin/n. Einnig er
hægt að opna tiltekin forrit á eigin valmyndarstað. Nánari upplýsingar um Stillingahjálp er að finna
í notendahandbókinni á www.nseries.com/support eða á vefsetri Nokia í heimalandi þínu.

Efni flutt úr öðru tæki

Hægt er að flytja efni eins og tengiliði og dagbækur úr samhæfu Nokia-tæki yfir í Nokia N95 með Bluetooth eða innrauðri tengingu. Tækið lætur þig vita ef hitt tækið er ekki samhæft.
Nokia N95
11
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja úr því. Ef hitt tækið styður samstillingu er einnig hægt að samstilla gögn á milli hins tækisins og Nokia N95.
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-kort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Ótengda sniðið er
Nokia N95
sjálfkrafa valið þegar kveikt er á Nokia N95 tækinu án þess að SIM-kort sé í því.
Flutningur efnis
1 Til að nota forritið í fyrsta skipti í Nokia N95-tækinu
skaltu velja það í Velkomin/n-forritinu, ýta á og velja Verkfæri > Hjálparforrit > Símaflutn.. Ef forritið hefur verið notað áður og þú vilt hefja nýjan flutning velurðu Símaflutningur.
2 Veldu hvort þú vilt flytja gögnin um Bluetooth eða
innrautt tengi. Bæði tækin verða að styðja gerðina.
3 Ef þú velur Bluetooth:
Veldu Halda áfram til að láta Nokia N95 tækið leita að Bluetooth tækjum. Veldu tækið sem flytja á efni af lista úr. Nokia N95 tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru tækin pöruð. Sjá „Pörun tækja“ á bls. 30. Tækið kann að senda forritið Símaflutningur í suma síma í skilaboðum. Símaflutningur er sett upp í hinu tækinu með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Ef þú hefur valið innrauða tengingu skaltu tengja tækin saman. Sjá „Innrauð tenging“ á bls. 31.
4 Í Nokia N95 tækinu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja
úr hinu tækinu.
Efni er flutt úr minni hins tækisins á samsvarandi staðsetningu í Nokia N95. Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað. Hægt er að hætta við flutninginn og halda honum áfram síðar.
Ef hitt tækið styður samstillingu er hægt að halda gögnunum í nýjustu stöðu í báðum tækjum. Til að hefja samstillingu við samhæft Nokia-tæki velurðu Símar, skrunar að tækinu og velur Valkostir > Samstilla. Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.
Samstillt er í báðar áttir og gögnin verða eins í báðum tækjunum. Ef hlut er eytt úr öðru hvoru tækinu er því líka eytt úr hinu tækinu við samstillingu; ekki er hægt að endurheimta eydda hluti með samstillingu.
Hægt er að skoða skrá yfir fyrri flutning með því að velja
Flutningsskrá.

Mikilvægir vísar

Tækið er notað í GSM-símkerfi.
Verið er að nota tækið á UMTS-símkerfi (sérþjónusta).
12
Mappan Innhólf í Skilaboð inniheldur ein eða fleiri
ólesin skilaboð.
Tölvupóstur bíður þín í ytra pósthólfinu.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf. Símtölum hefur ekki verið svarað.
Birtist ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og
Viðv.tónn skilaboða og Viðv.tónn tölvupósts er stilltur
á Óvirkt.
Takkaborðið er læst.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll móttekin símtöl eru flutt í annað símanúmer. Ef notaðar eru tvær símalínur (sérþjónusta) sýnir númer hvaða lína er virk.
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið.
Samhæf TV-út snúra er tengd við tækið.
Samhæfur Textasími er tengdur við tækið.
Gagnasímtal er virkt. GPRS-pakkagagnatenging er virk. sýnir að tengingin
er í bið og að tengingu sé komið á.
Pakkagagnatenging er virk í þeim hluta kerfisins sem
styður EDGE-tengingu. sýnir að tengingin er í bið og
að tengingu sé komið á. Táknið sýnir að boðið er upp á EGPRS-tengingu í kerfinu, en ekki er víst að tækið noti EGPRS við gagnaflutninginn.
UMTS-pakkagagnatenging er virk. sýnir að
tengingin er í bið og að tengingu sé komið á.
Hægt er að tengjast við þráðlaust staðarnet (eftir að þú hefur stillt tækið þannig að það leiti að þráðlausum staðarnetum). Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 25.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar
dulkóðun.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar ekki dulkóðun.
Kveikt er á Bluetooth.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth. Þegar vísirinn
blikkar er tækið að reyna að tengjast við annað tæki.
USB-tenging er virk.
Innrauð tenging er virk. Ef vísirinn blikkar er tækið þitt að reyna ná sambandi við hitt tækið, eða þá að tengingin hefur rofnað.

Flýtiniðurhal

Hægt er að kveikja eða slökkva á stuðningi við háhraðatengil fyrir niðurhal (HSDPA, einnig kallað 3.5G) í stillingum tækisins. Sjá „Pakkagögn“ á bls. 129.
Nokia N95
13
HSDPA er sérþjónusta í UMTS-símkerfinu og býður upp á háhraða við niðurhal gagna. Þegar HSDPA-stuðningur er virkur í tækinu og tækið er tengt UMTS-símkerfi sem styður HSDPA er hægt að hlaða gögnum, svo sem tölvupósti, og vefsíðum hraðar niður en ella.
Nokia N95
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um gagnaþjónustu og áskrift að henni.
HSDPA hefur aðeins áhrif á hraða við niðurhal, en ekki á gagnasendingar til símkerfisins, svo sem sendingar skilaboða og tölvupósts.

Stillingar hljóðstyrks og hátalara

Þegar símtal er í gangi eða verið er að hlusta á eitthvað er hljóðstyrkurinn stilltur með því að ýta á hljóðstyrkstakkann
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda á tækinu við eyrað.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Þegar verið er að tala í símann er kveikt á hátalaranum með því að velja Valkostir > Virkja hátalara.
Veldu Valkostir > Virkja símtól til að slökkva á hátalaranum.

Margmiðlunarvalmynd

Á margmiðlunarvalmyndinni er hægt að fá skjótan aðgang að margmiðlunarefni og fyrir fram uppsettum forritum.
Til að opna margmiðlunarval­myndina skaltu ýta á eða opna miðlunartakkana undir 2-átta rennilokunni þegar tækið er í biðham.
Notaðu skruntakkann til að skruna um margmiðlunarvalmyndina. Halda skal takkanum niðri til að geta skrunað hraðar. Forrit er opnað með því að ýta á .
Til að breyta flýtivísum sem birtast skaltu velja Valkostir >
Valmyndaatriði. Hægt er að eyða, bæta við eða endurraða
flýtivísum fyrir forrit, bókamerki og útvarpsrásir sem tilgreindar eru í Visual Radio.
Hægt er að sérsníða útlit margmiðlunarvalmyndarinnar. Til að skipta um mynd í bakgrunni skaltu velja Valkostir >
14
Bakgrunnsmyndir og þann valkost sem þú vilt. Til að
kveikja eða slökkva á súmmi og breikkun skaltu velja
Valkostir > Myndaáhrif. Til að kveikja eða slökkva
á hljóði skaltu velja Valkostir > Valmyndahljóð.

Takkalás (takkavari)

Til að læsa takkaborði skaltu ýta á og síðan . Takkarnir eru opnaðir með því að opna 2-átta rennilokuna
eða ýta á og síðan . Þegar takkaborðið er læst þegar linsuloka myndavélarinnar
er opnuð aflæsist það. Hægt er að gera takkalásinn sjálfkrafa virkan eftir tiltekinn
tíma eða þegar 2-átta rennilokunni er lokað. Sjá „Öryggi“ á bls. 121
Þegar takkarnir eru læstir kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Spilun

Tækið er samhæft við N-Gage™ tölvuleikina. Með N-Gage er hægt að hlaða niður og fara í vandaða fjölspilunarleiki.
Tækið inniheldur annaðhvort eftirfarandi forrita:
Discover N-Gage forritið—Með þessu forskoðunarforriti
er hægt að fá upplýsingar um væntanlega N-Gage-
leikmöguleika, prófa kynningareintök og hlaða niður og setja upp allt N-Gage forritið þegar það verður fáanlegt.
N-Gage forritið—Fullbúið forritið veitir aðgang að
öllum N-Gage-möguleikunum og kemur í stað Discover N-Gage forritsins á valmyndinni. Hægt er að finna nýja leiki, prófa og kaupa leiki, finna aðra þátttakendur og fá aðgang að stigafjölda, viðburðum, spjalli og fleiru.
Til að geta nýtt N-Gage til fulls þarf tækið að vera með aðgang að internetinu, annaðhvort um farsímakerfi eða þráðlaust staðarnet. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um gagnaþjónustu.
Nánari upplýsingar eru veittar á www.n-gage.com.

Höfuðtól

Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf heyrnartól við Nokia AV-tengi (3,5 mm) tækisins. Þú gætir þurft að velja snúrustillinguna.
Ekki skal tengja saman tæki sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur valdið skemmdum á tækinu. Ekki skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
Nokia N95
15
Ef utanaðkomandi tæki eða annað höfuðtól en það sem Nokia viðurkennir til notkunar með tækinu er sett í samband við Nokia AV-tengi skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Nokia N95
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur það skert
heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Ef nota á höfuðtól eða heyrnartæki með fjarstýringu, t.d. millistykkinu Nokia Audio Controller AD-43, skaltu skaltu stinga henni í samband við tengið í tækinu og tengja síðan höfuðtólið eða heyrnartólin við hana.
Ekki fylgir hljóðnemi með öllum höfuðtólum. Í símtölum skal nota höfuðtól með fjarstýringu eða hljóðnema tækisins.
Þegar tilteknir aukahlutir fyrir höfuðtól eru notaðir, t.d. Nokia Audio Controller AD-43 millistykkið skal nota hljóðstyrkstakka tækisins til að stilla hljóðstyrkinn meðan talað er í símann. Nokia Audio Controller AD-43 millistykkið er með margmiðlunarhljóðstillingu sem er aðeins notuð til að stilla hljóðstyrk við spilun tónlistar eða hreyfimynda.

Minniskort

Aðeins skal nota microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tæki ð og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.

Minniskorti komið fyrir

1 Settu fingurinn
í dældina fyrir neðan lokið fyrir raufinni og opnaðu það. Dragðu lokið til hægri til að losa hjörina og sveiflaðu því til hliðar.
16
2 Settu samhæft
minniskort í raufina. Gættu þess að snertiflötur kortsins snúi upp og að raufinni.
3 Ýttu kortinu inn.
Smellur heyrist þegar kortið fellur á sinn stað.
4 Ýttu hjörinni aftur inn og settu
lokið á sinn stað. Gættu þess að vel sé lokað.

Minniskort fjarlægt

Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan
á aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
1 Áður en þú tekur kortið út skaltu ýta á og velja
Fjarl. minniskort. Öllum forritum er lokað.
2 Þegar Ef minniskort er fjarlægt verður öllum opnum
forritum lokað. Fjarlægja samt? birtist á skjánum
skaltu velja .
3 Þegar Fjarlægðu minniskort og styddu á „Í lagi“
birtist skaltu opna minniskortsraufina.
4 Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni. 5 Taktu minniskortið úr tækinu. Ef kveikt er á tækinu
skaltu velja Í lagi.

Verkfæri fyrir minniskort

Ýttu á og veldu Verkfæri > Hjálparforrit > Minni. Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og setja
það á samhæft minniskort (ef það er notað) skaltu velja
Valkostir > Afrita minni símans. Tækið lætur þig vita ef
það er lítið minni eftir á minniskortinu fyrir afrit. Til að setja upplýsingarnar aftur yfir á minni tækisins
skaltu velja Valkostir > Endurh. frá korti. Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt
af því varanlega. Sum minniskort eru forsniðin af framleiðanda og önnur þarf að forsníða. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðilanum um hvort forsníða þurfi minniskortið fyrir notkun.
Til að forsníða minniskort skaltu velja Valkostir >
Forsníða minniskort. Veldu Já til að staðfesta valið.
Nokia N95
17

Skráastjóri

Til að skoða skrár og möppur í minni tækisins eða á minniskorti (ef það er notað) skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Skr.stj.. Skjár tækjaminnisins opnast ( ).
Nokia N95
Ýttu á til að opna skjá minniskortsins ( ), ef hann er til staðar.
Til að merkja nokkrar skrár skaltu halda inni á meðan þú ýtir á , eða . Til að flytja eða afrita skrá í möppu skaltu velja Valkostir > Færa í möppu eða Afrita í möppu.
Til að finna skrá skaltu velja Valkostir > Finna og minnið sem á að le ita í. Sláð u inn leitarorð (allt heiti skrárinnar eð a hluta af því).
Til að skoða hvaða gerð gagna er í tækinu og hversu mikið minni mismunandi gerðir gagna taka skaltu velja
Valkostir > Minnisupplýsingar. Valkosturinn Laust minni
sýnir hversu mikið minni er laust.

Lítið minni eftir—losa minni

Margar aðgerðir tækisins vista gögn í minninu. Tækið lætur þig vita ef það er lítið minni eftir í því eða á minniskortinu.
Hægt er að losa um minni með því að flytja gögn yfir á samhæft minniskort (ef það er notað) eða yfir ísamhæfatölvu.
Gögn eru fjarlægð með því að nota Skr.stj. til að eyða skrám sem ekki eru lengur í notkun eða opna viðkomandi forrit. Þú getur t.d. fjarlægt:
Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin
tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
Vistaðar vefsíður
Tengiliðaupplýsingar
Minnismiða í dagbók
Forrit sem birtast í Stj. forrita og ekki er lengur
þörf fyrir.
Uppsetningarskrár (.sis) forrita sem sett hafa verið
upp á samhæft minniskorti; takið fyrst afrit af þeim á samhæfa tölvu.

Til niðurhals

Með Til niðurhals (sérþjónusta) er hægt að finna, skoða, kaupa, hlaða niður og uppfæra efni, þjónustu og forrit fyrir Nokia N95 tækið. Auðvelt er að ná í leiki, hringitóna, veggfóður, forrit og ýmislegt fleira.
Ýttu á og veldu Til niðurhals. Efnið er flokkað í vörulistum og ýmsar þjónustuveitur útvega það. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða efni er í boði. Sumt efni verður að greiða fyrir en yfirleitt er hægt að skoða sýnishorn án endurgjalds.
18

Netvafri

Ýttu á og veldu Vefur (sérþjónusta).
Flýtivísir: Til að ræsa Vefur skaltu halda inni
í biðstöðu. Með Vefur er hægt að skoða HTML-vefsíður (hypertext
markup language) á netinu í upprunalegri gerð. Einnig er hægt að vafra um vefsíður sem eru sérstaklega gerðar fyrir farsíma og nota XHTML (extensible hypertext markup language) eða WML (wireless markup language).
Með Vefur er hægt að súmma að og frá á síðu og nota
Smákort og Yfirlit síðu til að skoða t.d. síður, lesa
vefmötun og blogg, setja bókamerki á vefsíður og hlaða niður efni.
Athuga skal upplýsingar um þjónustu, verðlagningu og gjaldskrá hjá þjónustuveitu. Þjónustuveitur veita einnig leiðbeiningar um hvernig nota eigi þjónustu þeirra.
Til að geta notað Vefur þarf að hafa aðgangsstað til að tengjast internetinu. Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.

Öryggi tenginga

Ef öryggisvísirinn birtist á meðan tenging er virk er gagnasending á milli tækisins og netgáttar eða miðlara dulkóðuð.
Öryggistáknið sýnir ekki að gagnasendingin milli gáttarinnar og efnisþjónsins (eða staðarins þar sem umbeðin tilföng eru geymd) sé örugg. Þjónustuveitan tryggir gagnasendinguna milli gáttarinnar og efnisþjónsins.
Öryggisvottorð geta verið nauðsynleg fyrir tiltekna þjónustu, t.d. bankaþjónustu. Látið er vita ef uppruni miðlarans er ekki staðfestur eða ef tækið inniheldur ekki er rétt öryggisvottorð. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar. Sjá einnig „Vottorðastjórnun“ á bls. 122 en þar eru nánari upplýsingar um vottorð.

Bókamerkjaskjár

Bókamerkjaskjárinn gerir þér kleift að velja vefföng af lista eða úr bókamerkjasafni í möppunni Sjálfv. bókamerki. Einnig er hægt að slá vefslóð síðunnar sem skoða á beint inn í reitinn ( ).
táknar upphafssíðuna fyrir sjálfgefna aðgangsstaðinn.
Hægt er að vista vefföng sem bókamerki þegar vafrað er á internetinu. Einnig er hægt að vista vefföng sem berast í skilaboðum sem bókamerki, og senda vistuð bókamerki.
Netvafri
19
Tækið kann að innihalda bókamerki og tengla að vefsetrum þriðju aðila. Einnig er hægt að heimsækja vefsetur annarra þriðju aðila um tækið. Vefsetur þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia hvorki hvetur til að þau séu heimsótt né
Netvafri
tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slík setur skaltu beita öryggisráðstöfunum.
Til að opna bókamerkjas kjáinn á meðan v afrað er skaltu ýta á eða velja Valkostir > Bókamerki.
Til að breyta upplýsingum um bókamerki, svo sem heiti, skaltu velja Valkostir > Stj. bókamerkja > Breyta.
Einnig er hægt að opna aðrar möppur á bókamerkjaskjánum. Vefur gerir þér kleift að vista vefsíður á meðan vafrað er um netið. Í möppunni Vistaðar síður er hægt að sjá hvað er á síðunum sem þú hefur vistað.
Vefur geymir líka slóð vefsíðnanna sem þú skoðar á netinu.
Í möppunni Sjálfv. bókamerki er hægt að skoða listann yfir vefsíður sem skoðaðar hafa verið.
Í Vefmötun er hægt að skoða vistaða tengla að vefmötun og bloggi sem þú ert áskrifandi að. Vefmatanir er yfirleitt að finna á vefsíðum stærstu fréttastöðvanna, á einkabloggsíðum, hjá nethópum sem birta nýjasta fréttayfirlit og í greinayfirlitum. RSS- og ATOM-tækni er notuð við vefmötun.

Vafrað á vefnum

Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst
og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Með Vefur er hægt að skoða vefsíður í upprunalegri gerð sinni. Til að skoða vefsíðu skaltu velja bókamerki á bókamerkjaskjánum eða slá veffang hennar inn í reitinn ( ). Ýttu síðan á .
Sumar vefsíður geta innihaldið efni á borð við myndir og hljóð og til að skoða þær þarf mikið minni. Ef minni tækisins er á þrotum þegar verið er að hlaða slíka síðu birtast ekki myndirnar á síðunni. Til að skoða vefsíður án mynda til að spara minni skaltu velja Valkostir >
Stillingar > Síða > Hlaða efni > Aðeins texti.
Ábending! Til að fara aftur í biðstöðu en hafa vafrann
opinn í bakgrunninum skaltu ýta tvisvar á eða . Til að vafra á ný skaltu halda inni og velja vafra af listanum.
Tenglar eru opnaðir með því að ýta á . Til að slá inn veffang nýrrar síðu sem þú vilt skoða skaltu
velja Valkostir > Opna vefsíðu.
Ábending! Til að opna vefsíðu sem er vistuð sem
bókamerki á bókamerkjaskjánum, á meðan þú ert að vafra, skaltu ýta og velja bókamerki.
20
Til að sækja nýjasta efni síðunnar af miðlaranum skaltu velja Valkostir > Valm. í leiðarkerfi > Hlaða aftur.
Til að vista veffang síðu sem þú ert að skoða sem bókamerki skaltu velja Valkostir > Vista í bókamerkjum.
Til að nota Visual history til að skoða ramma með síðunum sem þú hefur skoðað á meðan þú vafraðir skaltu velja
Til baka (þá þarf að vera stillt á Listi yfir fyrri síður
í vafranum). Til að skoða síðu sem áður hefur verið heimsótt skaltu velja hana.
Til að vista síðu á meðan þú ert að vafra skaltu velja
Valkostir > Verkfæri > Vista síðu. Hægt er að vista síður
í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti (ef minniskort er í tækinu) og þannig skoða þær án þess að tengjast við vefinn. Einnig er hægt að raða síðunum í möppur. Til að opna síðurnar seinna skaltu velja Vistaðar síður á bókamerkjaskjánum.
Til að opna undirlista með skipunum eða valkostum fyrir þá síðu sem er opin skaltu velja Valkostir >
Þjónustuvalkostir (ef vefsíðan styður það).
Til að leyfa eða hindra sjálfvirka opnun margra glugga skaltu velja Valkostir > Gluggi > Loka f. sprettiglugga eða Leyfa sprettiglugga.
Flýtivísar þegar vafrað er eru eftirfarandi:
Ýttu á til að opna bókamerkin þín.
Ýttu á til að finna leitarorð á síðu.
Ýttu á til að fara aftur um eina síðu.
Ýttu á til að birta alla opna glugga.
Ýttu á til að sjá yfirlit síðu sem er opin.
Ýttu aftur á til að súmma að og skoða tiltekinn hluta síðunnar.
Ýttu á til að slá inn nýtt veffang.
Ýttu á til að opna upphafssíðuna.
Ýttu á eða til að súmma að eða frá.

Textaleit

Til að finna leitarorð á síðu skaltu velja Valkostir > Leita >
Texta og slá inn leitarorðið. Til að fara á síðasta leitarstað
skaltu ýta á . Til að fara á næsta leitarstað skaltu ýta á .
Ábending! Til að finna leitarorð á síðu skaltu
ýta á

Tækjastika í vafra

Á tækjastikunni er hægt að velja þær aðgerðir sem oftast eru notaðar. Til að opna tækjastikuna skaltu ýta á á auðum stað á vefsíðunni. Til að nota tækjastikuna skaltu ýta á eða . Til að velja aðgerð skaltu ýta á .
Netvafri
21
Hægt er að velja úr eftirfarandi atriðum á tækjastikunni:
Vinsælir tenglar til að skoða lista yfir vefföng sem
oft eru notuð.
Yfirlit síðu til að skoða yfirlit síðunnar sem er opin.
Netvafri
Leita til að finna leitarorð á síðu sem er opin.
Hlaða aftur til að uppfæra síðuna.
Gerast áskrifandi (ef í boði) til að skoða lista yfir
vefmatanir á vefsíðu og gerast áskrifandi að vefmötun.

Niðurhal og kaup á hlutum

Hægt er að hlaða niður hlutum, svo sem hringitónum, myndum, skjátáknum símafyrirtækis, þemum og myndinnskotum. Sumir þessara hluta eru ókeypis en aðrir eru til sölu. Hlutir sem hlaðið er niður eru meðhöndlaðir af viðeigandi forritum tækisins. T.d. er ljósmynd sem hlaðið hefur verið niður eða .mp3-skrá vistuð í Gallerí.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og
annan hugbúnað frá traustum aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með Java Verified
1 Veldu tengil ef hlaða á niður hlut. 2 Veldu viðeigandi valkost til að kaupa hlutinn
(t.d. „Kaupa“).
3 Lestu vandlega allar upplýsingar.
Veldu Samþykk. til að halda áfram að hlaða honum niður. Veldu Hætta við til að hætta við að hlaða honum niður.
TM
.
Þegar byrjað er að hlaða niður efni birtist listi yfir það sem er í gangi hverju sinni og það sem búið er að hlaða niður. Til að sjá einnig listann skaltu velja Valkostir > Niðurhal. Þú finnur hluti á listanum og velur Valkostir til að hætta við að hlaða niður, en einnig til að opna, vista eða eyða efni sem búið er að hlaða niður.

Smákort

Smákort kemur að gagni við að fletta vefsíðum sem
innihalda mikið af upplýsingum. Þegar stillt er á Smákort í stillingum vafrans og flett er gegnum stóra vefsíðu opnast Smákort og birtir yfirlit yfir vefsíðuna. Til að leita í Smákort skaltu ýta á , , eða . Hættu að fletta þegar þú finnur það sem þú leitar að. Smákort hverfur þá og skilur þig eftir á þeim stað sem þú valdir.
Til að stilla á Smákort skaltu velja Valkostir > Stillingar >
Almennar > Smákort > Kveikt.

Yfirlit yfir síðu

Þegar verið er að skoða vefsíðu með miklu upplýsingamagni er hægt að nota Yfirlit síðu til að sjá hvers konar upplýsingar síðan inniheldur.
Ýttu á til að sjá yfirlit síðu sem er opin. Til að finna tiltekinn stað á síðunni skaltu ýta á , , eða . Ýttu aftur á til að súmma að og skoða tiltekinn hluta síðunnar.
22

Vefmötun og blogg

Vefmatanir eru xml-skrár á vefsíðum sem bloggarahópar og fréttastöðvar nota mikið til að birta nýjustu fyrirsagnirnar eða fréttina í heild sinni, t.d. nýjustu fréttir. Blogg er dagbók á netinu. RSS- og ATOM-tækni er í flestum tilvikum notuð við vefmötun. Algengt er að finna vefmötun á vef-, blogg- og wiki-síðum.
Vefur finnur sjálfkrafa vefmatanir á vefsíðu. Til að
gerast áskrifandi að vefmötun skaltu velja Valkostir >
Gerast áskrifandi eða smella á tengilinn. Til að skoða
vefmötun sem þú ert áskrifandi að skaltu velja Vefmötun á bókamerkjaskjánum.
Til að uppfæra vefmötun skaltu velja hana og síðan
Valkostir > Uppfæra.
Til að skilgreina hvernig á að uppfæra vefmatanir skaltu velja Valkostir > Stillingar > Vefmötun. Sjá „Stillingar“ á bls. 23.

Tengingu slitið

Til að slíta tengingu og skoða síðu án tengingar skaltu velja Valkostir > Verkfæri > Aftengja. Ef þú vilt slíta tengingunni og loka vafranum skaltu velja
Valkostir > Hætta.
Með því að ýta á er tenging ekki rofin heldur er vafrinn settur í bakgrunn.
Til að eyða upplýsingunum sem netþjónninn safnar um heimsóknir þínar á ýmsar vefsíður skaltu velja Valkostir >
Eyða gögnum > Eyða fótsporum.

Skyndiminni hreinsað

Upplýsingarnar eða þjónustan sem þú fékkst aðgang að eru vistaðar í skyndiminni tækisins.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef reynt hefur verið að komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða þjónustan sem farið var í varðveitist í skyndiminninu. Til að tæma skyndiminnið skaltu velja
Valkostir > Eyða gögnum > Hreinsa skyndiminni.

Stillingar

Veldu Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
Almennar stillingar
Aðgangsstaður—Breyta sjálfgefnum aðgangsstað. Sjá
„Tenging“ á bls. 126. Sumir eða allir aðgangsstaðir gætu verið forstilltir fyrir tækið af þjónustuveitunni; því er ekki víst að hægt sé að breyta þeim, búa þá til eða fjarlægja.
Netvafri
23
Heimasíða—Til að tilgreina heimasíðu. Smákort—Stilla á Smákort eða taka stillingu af.
Sjá „Smákort“ á bls. 22.
Netvafri
Listi yfir fyrri síður—Til að nota valtakkann meðan vafrað
er Til baka til að sjá lista yfir síður sem skoðaðar hafa verið á meðan vafrað er, skaltu stilla á Listi yfir fyrri síður.
Öryggisviðvaranir—Til að fela eða birta öryggisviðvaranir. Java/ECMA forskrift—Til að leyfa eða leyfa ekki forskriftir.
Stillingar á síðum
Hle. mynda & hljóða—Til að velja hvort þú vilt hlaða inn
myndum og öðrum hlutum á síðum. Ef þú velur Nei skaltu velja Valkostir > Verkfæri > Hlaða inn myndum til að hlaða inn myndum og öðrum hlutum seinna.
Skjástærð—Veldu annaðhvort Allur skjár eða venjulegan
skjá með lista yfir valkosti.
Sjálfvalin kóðun—Til að velja aðra kóðun ef stafir birtast
ekki á réttan hátt (fer eftir tungumáli).
Loka f. sprettiglugga—Til að leyfa eða hindra sjálfvirka
opnun sprettiglugga á meðan vafrað er.
Sjálfvirk hleðsla—Ef vefsíður eiga að uppfærast sjálfkrafa
meðan vafrað er skaltu velja Kveikt.
Leturstærð—Til að velja leturstærð sem nota skal
á vefsíðum.
Stillingar gagnaleyndar
Sjálfvirk bókamerki—Til að kveikja eða slökkva á sjálfvirkri
vistun bókamerkja. Ef halda á áfram að vista vefföng þeirra síðna sem eru skoðaðar í möppunni Sjálfv. bókamerki en sýna ekki möppuna á bókamerkjaskjánum skaltu velja
Fela möppu. Vistun innsláttar—Ef þú vilt ekki að upplýsingar sem þú
slærð inn á ýmsum stöðum á vefsíðu séu vistaðar og notaðar næst þegar síðan er opnuð skaltu velja Slökkt.
Fótspor—Til að kveikja eða slökkva á móttöku og sendingu
fótspora (cookies).
Stillingar fyrir vefmötun
Sjálfvirkar uppfærslur—Tilgreindu hvort uppfæra eigi
vefmatanir sjálfkrafa eða ekki, og hve oft á að uppfæra þær. Ef forritið er stillt þannig að það sæki vefmatanir sjálfkrafa getur slíkt falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Aðg.st. f. sjálfv. uppfærslu (aðeins í boði þegar Sjálfvirkar uppfærslur eru virkar)—Veldu þér
aðgangsstað fyrir uppfærslur.
24

Tengingar

Þráðlaust staðarnet

Tækið getur tengst við þráðlaus staðarnet. Á þráðlausu staðarneti er hægt að tengjast við internetið og önnur tæki sem eru tengd við kerfið. Upplýsingar um notkun tækisins með öðrum samhæfum UPnP-tækjum (Universal Plug and Play) um þráðlaust staðarnet, sjá „Heimanet“ á bls. 66.
Til að geta notað þráðlaust staðarnet verður slíkt net að vera til staðar og tækið að vera tengt því.
Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir á notkun þráðlausra staðarneta. Frekari upplýsingar má fá hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukins rafmagns og draga úr endingu rafhlöðunnar.
Tækið styður eftirfarandi atriðið fyrir þráðlaust staðarnet:
IEEE 802.11b/g staðla
2,4 GHz tíðni
WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy)
með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn (WPA) og
802.1x dulkóðunaraðferðir. Aðeins er hægt að nota þessa valkosti ef símkerfið styður þá.

Þráðlausar staðarnetstengingar

Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa til netaðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet. Notaðu aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar við internetið. Sjá „Aðgangsstaðir fyrir þráðlaus staðarnet“ ábls.26.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum án heimildar.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað. Þráðlausa staðarnetstengin er rofin þegar þú rýfur gagnatenginguna. Upplýsingar um hvernig rjúfa á tenginguna, sjá „Stjórnandi tenginga“ á bls. 27.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sama aðgangsstaðinn.
Tengingar
25
Hægt er að nota þráðlausa staðarnetstengingu þrátt fyrir að sniðið Ótengdur hafi verið valið. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Tengingar
Ábending! Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir
tækið þitt skaltu slá inn *#62209526# þegar tækið er í biðstöðu.

Leiðsagnarforrit fyrir þráðlaust staðarnet

Leiðsagnarforritið hjálpar þér að koma á tengingu við þráðslaust staðarnet og vinna með þráðlausar staðarnetstengingar.
Leiðsagnarforritið sýnir stöðu þráðlausra staðarnetstenginga í virkum biðham. Til að sjá tiltæka valkosti skaltu fletta að röðinni sem sýnir stöðuna og ýta á .
Ef leitarniðurstöður fyrir þráðlaus staðarnet birtast, til dæmis Þráðl. staðarnet fannst, þá þarftu, til að búa til netaðgangsstað og ræsa netvafrann sem notar þennan aðgangsstað, að velja stöðuna, valkostinn
Ræsa vefskoðun og símkerfið.
Ef þú velur varið þráðlaust staðarnet er beðið um að þú sláir inn viðkomandi lykilorð. Til að tengjast földu símkerfi þarftu að slá inn SSID-heiti þess. Til að búa til nýjan
aðgangsstað fyrir falið þráðlaust staðarnet skaltu velja
Nýtt staðarnet.
Ef þú ert með tengingu við þráðlaust staðarnet birtist heiti aðgangsstaðarins. Til að ræsa netvafrann á þessum aðgangsstað skaltu velja stöðuna og valkostinn
Halda skoðun áfram. Til að rjúfa tengingu á þráðlausa
staðarnetinu skaltu velja stöðuna og valkostinn
Aftengjast v. staðarn.
Þegar leit að þráðlausu staðarneti er lokið og engin tenging við þráðlaust staðarnet er virk birtist
Slökkt á staðarnetsleit. Til að hefja leit og finna tiltæk
þráðlaus staðarnet skaltu velja stöðuna og ýta á . Til að hefja leit að tiltækum þráðlausum staðarnetum
skaltu velja stöðuna og valkostinn Leita að staðarnetum. Til að stöðva leit að þráðlausu staðarneti skaltu velja stöðuna og valkostinn Slökkva á sjálfv. leit.
Til að opna leiðsagnarforritið fyrir þráðlaus staðarnet á valmyndinni skaltu ýta á og velja Verkfæri >
St.net.hjálp.

Aðgangsstaðir fyrir þráðlaus staðarnet

Leitað er að fleiri þráðlausum staðarnetum innan svæðisins með því að ýta á og velja Verkfæri >
St.net.hjálp.
26
Veldu Valkostir og úr eftirfarandi:
Sía þráðlaus staðarnet—Til að sía út þráðlaus
staðarnet á listanum yfir fundin net. Netin sem eru valin eru síuð út næst þegar forritið leitar að þráðlausum staðarnetum.
Upplýsingar—Til að skoða upplýsingar um net
á listanum. Ef virk tenging er valin birtast upplýsingar um tenginguna á skjánum.
Tilgreina aðg.stað—Til að búa til netaðgangsstað fyrir
þráðlaust staðarnet.
Breyta aðgangsstað—Til að breyta upplýsingum um
internetaðgangsstað sem er fyrir hendi.
Einnig er hægt að nota Stj. teng. til að búa til internetaðgangsstaði. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 27.

Stillingar

Hægt er að velja milli tveggja stillinga fyrir þráðlaus staðarnet: grunngerðar eða sértækrar (ad hoc).
Grunngerðin leyfir tvær tegundir samskipta: tengingu þráðlausra tækja um þráðlaust aðgangsstaðatæki fyrir þráðlaust staðarnet, og tengingu þráðlausra tækja um þráðlaust aðgangsstaðatæki fyrir snúrutengt staðarnet.
Með sértækri stillingu geta tæki sent og tekið við gögnum beint frá hvort öðru. Upplýsingar um hvernig á að búa til netaðgangsstað fyrir sértækt símkerfi er að finna í „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.

Stjórnandi tenginga

Gagnatengingar

Ýttu á og veldu Verkfæri > Tenging > Stj. teng. >
Virkar gagnatengingar. Í tengiglugganum má sjá hvaða
gagnatengingar eru virkar: gagnasímtöl ( ), pakkagagnatengingar ( eða ) og þráðlausar staðarnetstengingar ( ).
Til athugunar: Tíminn sem birtist á reikningum
þjónustuveitunnar fyrir símtöl kann að vera breytilegur eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga og öðru slíku.
Til að rjúfa tengingu skaltu velja Valkostir > Aftengja. Öllum opnum tengingum er slitið með því að velja
Valkostir > Aftengja allar.
Hægt er að skoða upplýsingar um tengingu með því að velja Valkostir > Upplýsingar. Upplýsingarnar sem birtast velta á gerð tengingarinnar.

Þráðlaust staðarnet

Leitað er að fleiri þráðlausum staðarnetum innan svæðisins með því að ýta á og velja Verkfæri >
Stj. teng. > Staðarnet í boði.
Tengingar
27
Gluggi þráðlausra staðarneta sýnir þráðlaus staðarnet á svæðinu, stillingar þeirra (Grunnnet eða Sértækt) og sendistyrksvísi. birtist þegar um er að ræða dulkóðuð símkerfi og þegar tækið hefur verið tengt við símkerfið.
Tengingar
Hægt er að skoða upplýsingar um símkerfi með því að velja
Valkostir > Upplýsingar.
Til að búa til internetaðgangsstað í símkerfi skaltu velja
Valkostir > Tilgreina aðgangsst..
Bluetooth-tengingar
Hægt er að tengjast þráðlaust við samhæf tæki með Bluetooth. Samhæf tæki eru m.a. farsímar, tölvur og aukabúnaður eins og höfuðtól og bílbúnaður. Hægt er að nota Bluetooth til að senda myndir, hreyfimyndir, tónlist, hljóðskrár og minnismiða; til að tengjast þráðlaust við samhæfar tölvur (t.d. til að flytja skrár) eða til að tengjast við samhæfan prentara til að prenta myndir með
Myndprentun. Sjá „Prentun mynda“ á bls. 65.
Þar sem tæki með Bluetooth-tækni nota útvarpsbylgjur til samskipta þurfa tækin ekki að vera í beinni sjónlínu hvert við annað. Nóg er að tækin séu í innan við 10 metra (33 feta) fjarlægð hvort frá öðru. Truflanir geta þó orðið á tengingunni vegna hindrana eins og veggja eða annarra raftækja.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2,0 sem styður eftirfarandi snið: Advanced Audio Distribution Profile, Audio/Video Remote Control Profile, Basic Imaging Profile, Basic Printing Profile, Dial-up Networking Profile, File Transfer Profile, Hands-Free Profile, Headset Profile, Human Interface Device Profile, Object Push Profile, SIM Access profile og Synchronisation Profile. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.
Ekki er hægt að nota Bluetooth þegar tækið er læst. Nánari upplýsingar um læsingu tækisins, sjá „Sími og SIM-kort“, á bls. 121.

Stillingar

Ýttu á og veldu Verkfæri > Bluetooth. Þegar þú opnar forritið í fyrsta skipti er beðið um að þú gefir tækinu þínu heiti.
28
Veldu úr eftirfarandi:
Bluetooth—Til að tengjast þráðlaust við samhæft tæki
skaltu stilla Bluetooth á Kveikt og koma síðan á tengingu. Til að rjúfa Bluetooth-tengingu skaltu velja Slökkt.
Sýnileiki síma míns—Til að leyfa öðrum tækjum með
Bluetooth að finna tækið skaltu velja Sýnilegur öllum. Sá tími sem á að líða þar til sýnileiki tækis rennur út (tækið er falið) er stilltur með því að velja Tilgreina
tímabil. Til að fela tækið þitt skaltu velja Falinn. Nafn síma míns—Til að breyta nafninu sem birtist í öðrum
Bluetooth-tækjum.
Ytra SIM—Til að leyfa öðru tæki, t.d. samhæfum bílbúnaði,
að nota SIM-kort tækisins til að tengjast við símkerfið skaltu velja Kveikt. Nánari upplýsingar er að finna í „Ytri SIM-stilling“ á bls. 30.

Öryggi

Þegar ekki er verið að nota Bluetooth-tengingu skaltu velja
Bluetooth > Slökkt eða Sýnileiki síma míns > Falinn.
Þannig áttu auðveldara með að stjórna því hver getur fundið tækið með Bluetooth-tækni og tengst því.
Ekki skal parast við eða samþykkja beiðnir um tengingu frá tækjum sem þú þekkir ekki. Þannig verndar þú tækið fyrir skaðlegu efni.

Gögn send um Bluetooth

Hægt er að hafa nokkrar Bluetooth-tengingar virkar í einu. Til dæmis er hægt að flytja skrár úr tækinu þó svo það sé tengt við samhæft höfuðtól.
Upplýsingar um tengivísa fyrir Bluetooth, sjá „Mikilvægir vísar“ á bls. 28.
Ábending! Texti er sendur um Bluetooth með því
að opna Minnism., skrifa textann og velja Valkostir >
Senda > Með Bluetooth.
1 Opnaðu forritið sem geymir hlutinn sem þú vilt senda.
Opnaðu t.d. Gallerí til að senda mynd til samhæfs tækis.
2 Veldu hlutinn og síðan Valkostir > Senda >
Með Bluetooth. Bluetooth-tæki sem eru innan
sendisvæðisins birtast á skjánum. Tákn fyrir tæki: tölva, sími, hljóð- eða hreyfimyndatæki og önnur gerð. Leitin er stöðvuð með því að velja Hætta leit.
3 Veldu tækið sem þú vilt tengjast við. 4 Ef hitt tækið fer fram á pörun áður en hægt er að senda
gögn heyrist hljóðmerki og beðið er um tengikóða. Sjá „Pörun tækja“ á bls. 30.
5 Þegar tengingu hefur verið komið á birtist textinn
Sendi gögn.
Tengingar
29
Ábending! Þ ega r le itað er að t ækj um k ann að vera a ð
sum tæki sýni einungis auðkennisnúmer sín (eingild vistföng). Til að finna eingilt auðkennisnúmer tækisins þíns skaltu slá inn kóðann *#2820# í biðstöðu.
Tengingar

Pörun tækja

Hægt er að parast við samhæf tæki og sjá þau á aðalvalmynd Bluetooth-forritsins með því að ýta á .
Fyrir pörun skaltu búa til þitt eigið lykilorð (1-16 tölustafir) og biðja eiganda hins tækisins um að nota sama lykilorð. Tæki sem ekki eru með notandaviðmót eru með fast lykilorð. Lykilorðið er aðeins notað einu sinni.
1 Til að parast við tæki skaltu velja Valkostir >
Nýtt parað tæki. Bluetooth-tæki sem eru innan
sendisvæðisins birtast á skjánum.
2 Veldu tækið og sláðu inn lykilorðið. Slá verður sama
lykilorð inn í hitt tækið.
Nokkrir hljóðaukahlutir tengjast tækinu sjálfvirkt eftir pörun. Flettu að öðrum kosti að aukahlutnum og veldu
Valkostir > Tengjast við hljóðtæki.
Pöruð tæki eru auðkennd með í tækjaleitinni. Til að tilgreina tæki sem heimilt eða óheimilt skaltu
fletta að því og velja svo úr eftirfarandi valkostum:
Stilla sem heimilað—Hægt er að koma á tengingu milli
þíns tækis og þessa tækis án þinnar vitneskju. Til þess þarf
hvorki samþykkt né leyfi. Notaðu þessa stillingu fyrir þín eigin tæki, svo sem samhæft höfuðtól eða tölvu, eða tæki þeirra sem þú treystir. táknar samþykkt tæki á skjá paraðra tækja.
Stilla sem óheimilað—Beiðnir um tengingu frá þessu
tæki þarf að samþykkja sérstaklega hverju sinni. Til að hætta við pörun skaltu velja tækið og síðan
Valkostir > Eyða. Ef þú vilt hætta við allar paranir
skaltu velja Valkostir > Eyða öllum.

Móttaka gagna um Bluetooth

Þegar gögn berast um Bluetooth heyrist tónn og spurt er hvort taka eigi á móti skilaboðunum. Ef þú samþykkir það birtist og hluturinn er settur í möppuna Innhólf í Skilaboð. Skilaboð sem berast með Bluetooth eru auðkennd með . Sjá „Innhólf—móttaka skilaboða“ ábls.90.

Ytri SIM-stilling

Til að nota ytri SIM-stillingu með samhæfum bílbúnaði skaltu kveikja á Bluetooth og svo á ytri SIM-stillingu í tækinu. Sjá „Stillingar“ á bls. 28. Áður en hægt er að velja þetta verða tækin að vera pöruð saman og kveikja þarf á pöruninni í hinu tækinu. Við pörun skal nota 16 stafa aðgangskóða og stilla hitt tækið á leyfilegt. Sjá „Pörun tækja“ á bls. 30. Kveiktu á ytri SIM-stillingu í hinu tækinu.
30
Þegar kveikt er á ytri SIM-stillingu í tækinu birtist
Ytra SIM í biðstöðu. Slökkt er á tengingunni við
þráðlausa símkerfið, og það gefið til kynna með í sendistyrksvísinum. Þá er ekki hægt að nota þjónustu SIM-kortsins eða valkosti þar sem tenging við símkerfið er nauðsynleg.
Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er aðeins hægt að hringja og svara símtölum með samhæfum aukahlut sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði). Ekki er hægt að hringja úr þráðlausa tækinu þegar stillingin er virk, nema í neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri SIM-stillingu. Ef tækinu hefur verið læst skal fyrst slá inn lykilnúmerið til að opna það.
Slökkt er á ytri SIM-stillingunni með því að ýta á rofann og velja Loka ytri SIM.

Innrauð tenging

Hægt er að flytja gögn eins og nafnspjöld, dagbókaratriði og skrár milli samhæfra tækja um innrauða tengingu.
Ekki má beina innrauðum (IR) geisla að augum eða láta hann trufla önnur innrauð tæki. Þetta tæki er leysitæki í flokki 1 (Class 1 laser product).
Sending og móttaka gagna um innrautt tengi
1 Tryggja þarf að innrauðu tengi tækjanna sem eru notuð
til að senda og taka á móti gögnum vísi hvort að öðru og að engar hindranir séu á milli þeirra. Æskileg fjarlægð milli tækjanna er að hámarki einn metri (3 fet).
2 Notandi viðtökutækisins kveikir á innrauða tenginu.
Kveikt er á innrauðu tengi tækisins með því að ýta á og velja Verkfæri > Tenging > Innrauð.
3 Notandi senditækisins velur að hefja gagnaflutninginn.
Til að senda gögn um innrautt tengi skaltu velja skrá í forriti eða stjórnanda forrita og velja Valkostir >
Senda > Með IR.
Ef gagnasending hefst ekki innan mínútu eftir að kveikt hefur verið á innrauða tenginu er slökkt á tengingunni.
Hlutir sem mótteknir eru með innrauðri tengingu er settir í möppuna Innhólf í Skilaboð. Ný innrauð skilaboð eru auðkennd með .
Upplýsingar um tengivísa fyrir innrauða tengingu, sjá „Mikilvægir vísar“ á bls. 28.

USB-snúra

Ýttu á og veldu Verkfæri > Tenging > USB-snúra. Hægt er að láta tækið spyrja um markmið með
USB-tengingu í hvert skipti sem gagnasnúra er tengd við það með því að velja Spyrja við tengingu > Já.
Tengingar
31
Ef slökkt er á Spyrja við tengingu eða þú vilt skipta um stillingu meðan tenging er virk skaltu velja USB-stilling og úr eftirfarandi:
Miðlunarspilari—Til að samstilla tónlist við Windows
Tengingar
Media Player. Sjá „Tónlist flutt með Windows Media Player“ á bls. 37.
PC Suite—Til að nota Nokia-tölvuforrit, t.d. Nokia Nseries
PC Suite, Nokia Lifeblog og Nokia Software Updater.
Gagnaflutningur—Til að flytja gögn milli tækisins og
samhæfrar tölvu.
Myndprentun—Til að prenta myndir á samhæfum
prentara. Sjá „Prentun mynda“ á bls. 65.
mismunandi dagbókar- og tengiliðaforrit í samhæfri tölvu eða á internetinu.
Hægt er að fá samstillingar sendar í sérstökum skilaboðum. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 90.
Á aðalvalmyndinni Samstilling er hægt að skoða mismunandi samstillingarsnið. Samstillingarsnið inniheldur nauðsynlegar stillingar til að samstilla upplýsingar í tækinu við ytri gagnagrunn á miðlara eða samhæft tæki.
1 Ýttu á og veldu Verkfæri > Samstilling. 2 Veldu samstillingarsnið og Valkostir > Samstilla.
Hætt er við samstillingu áður en henni er lokið með því að velja Hætta við.

Tölvutengingar

Hægt er að nota tækið með ýmsum samhæfum tölvutengi­og gagnaflutningsforritum. Með Nokia Nseries PC Suite er t.d. hægt að flytja myndir á milli tækisins og samhæfrar tölvu.
Komdu tengingunni alltaf á í tölvunni til að samstilla hana við tækið.

Samstilling

Samstilling gerir þér kleift að samstilla minnismiðana
þína, dagbókina, textaskilaboð eða tengiliði við
32

Stjórnandi tækis

Til að tengjast miðlara og fá stillingar fyrir tækið, til að búa til ný miðlarasnið eða skoða og vinna með þau miðlarasnið sem eru fyrir hendi skaltu ýta á og velja síðan
Verkfæri > Hjálparforrit > Stj. tækis.
Þú getur fengið miðlarasnið og mismunandi stillingar frá þjónustuveitu eða upplýsingadeild. Þessar stillingar geta verið fyrir tengingu og aðrar stillingar sem ýmis forrit í tækinu nota.
Skrunaðu að miðlarasniði og veldu Valkostir og úr eftirfarandi:
Hefja stillingu—Til að tengjast miðlaranum og fá
stillingar fyrir tækið.
Nýtt snið miðlara—Til að búa til miðlarasnið.
Til að eyða miðlarasniði velurðu það og styður á .

Mótald

Ýttu á og veldu Verkfæri > Tenging > Mótald. Til að tengja tækið við samhæfa tölvu um innrauða tengingu til að nota það sem mótald skaltu ýta á . Upplýsingar um hvernig tengja skal tækin er að finna í „Innrauð tenging“ ábls.31.
Tengingar
33

Forrit tækisins

Tónlistarspilari

Tónlistarspilari styður skrár með endingunum AAC, AAC+,
eAAC+, MP3 og WMA. Tónlistarspilari styður þó ekki öll
Forrit tækisins
skrársnið eða öll afbrigði skráarsniða. Einnig er hægt að nota tónlistarspilarann til að hlusta á
netvarpsþætti (podcast). Netvarp (podcasting) er aðferð til að dreifa hljóð- eða myndefni yfir internetið með annaðhvort RSS- eða ATOM-tækni til spilunar í farsímum og tölvum.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum
hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Upplýsingar um hvernig setja skal lög inn á spilarann er að finna í „Flutningur tónlistar“ á bls. 36.
Nánari upplýsingar um höfundarréttarvarnir er að finna í „Stafræn réttindi“ á bls. 117.
Til að endurnýja safnið þegar lögin í tækinu hafa verið uppfærð skaltu fara í tónlistarvalmyndina og velja
Valkostir > Uppfæra.
34

Lag spilað

Ábending! Haltu inni takkanum til að opna
tónlistarspilarann. Einnig er hægt að opna spilarann á margmiðlunarvalmyndinni. Sjá „Margmiðlunarvalmynd“ á bls. 14.
1 Ýttu á og veldu Tónlist > Tónlistarspilari. 2 Opnaðu miðlunartakkana
undir 2-átta rennilokunni.
3 Veldu lag, flytjanda eða
annað atriði.
4 Ýttu á til að spila
valið lag eða lagalista.
Til að gera hlé á spilun skaltu ýta á
og til að hefja spilun á ný skaltu ýta aftur á . Til að stöðva spilun skaltu ýta á .
Spólað er fram og til baka með því að halda inni eða .
Til að spila næsta lag skaltu ýta á . Til að spila aftur upphaf lagsins skaltu ýta á . Til að hoppa yfir í fyrra lagið skaltu ýta á eigi síðar en 2 sekúndum eftir að spilun lags hefst.
Hægt er að nota skruntakkann til að stjórna spilaranum. Til að kveikja eða slökkva á handahófskenndri spilun ( )
skaltu velja Valkostir > Stokka. Til að endurtaka lag í spilun ( ), öll lögin ( ) eða
slökkva á endurtekningu skaltu velja Valkostir >
Endurtaka.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn. Til að breyta hljómi lagsins skaltu velja Valkostir >
Tónjafnari.
Til að breyta hljómburðinum og steríóstillingunni eða auka bassann skaltu velja Valkostir > Hljóðstillingar.
Til að sjá grafíska mynd við spilun skaltu velja Valkostir >
Spila grafík.
Til að fara aftur í biðstöðu og láta spilarann vera í gangi í bakgrunninum skaltu ýta á og til að skipta yfir í aðra opna aðgerð skaltu halda inni.

Tónlistarvalmynd

Til að velja meiri tónlist til spilunar á skjámyndinni Í spilun skaltu velja Valkostir > Opna Tónlistarvalmynd.
Tónlistarvalmyndin sýnir tónlistina sem er í tækinu og á samhæfa minniskortinu (ef það er í tækinu). Öll lög flokkar alla tónlistina. Til að skoða flokkuð lög skaltu velja
Plötur, Flytjendur, Stefnur eða Höfundar. Til að skoða
spilunarlista skaltu velja Spilunarlistar. Til að opna skjámyndina sem sýnir lag í spilun skaltu
halda inni.

Spilunarlistar

Til að skoða og vinna með lagalista skaltu velja
Spilunarlistar á tónlistarvalmyndinni. Eftirfarandi
spilunarlistar birtast sjálfvirkt: Mest spiluðu lögin, Nýlega
spiluð lög og Nýlegar viðbætur.
Til að sjá upplýsingar um spilunarlistann skaltu velja
Valkostir > Um spilunarlista.
Spilunarlisti búinn til
1 Veldu Valkostir > Búa til spilunarlista. 2 Sláðu inn heiti fyrir spilunarlistann og veldu Í lagi. 3 Veldu flytjendur til að finna lögin sem þú vilt setja á
spilunarlistann. Ýttu á til að bæta við atriðum. Til að birta lagalistann undir nafni flytjanda, skaltu ýta á . Ýttu á til að fela lagalistann.
Forrit tækisins
35
4 Þegar valinu er lokið skaltu velja Lokið. Ef samhæft
minniskort er í tækinu vistast spilunarlistinn á minniskortinu.
Til að bæta lögum við seinna skaltu velja Valkostir > Bæta
við lögum þegar spilunarlistinn er skoðaður.
Til að bæta lögum, plötum, flytjendum, stefnum eða
Forrit tækisins
lagahöfundum við spilunarlista, af ýmsum skjámyndum tónlistarvalmyndarinnar, skaltu velja atriðin og síðan
Valkostir > Bæta á spilunarlista > Vistaður spilunarlisti
eða Nýr spilunarlisti. Til að fjarlægja lag af spilunarlista skaltu velja Valkostir >
Taka af spilunarlista. Laginu er ekki eytt úr tækinu heldur
aðeins af spilunarlistanum. Til að endurraða lögum á spilunarlista skaltu fletta að
laginu sem á að færa og velja Valkostir > Uppröðun. Notaðu skruntakkann til að ná í lög og flytja þau á nýjan stað.
Nokia-tónlistarverslunina
Í Nokia-tónlistarversluninni (sérþjónusta) er hægt að leita að, skoða og kaupa tónlist til að hlaða niður í tækið. Til að geta keypt tónlist þarf að skrá sig fyrir þjónustunni.
Upplýsingar um aðgengi að Nokia-tónlistarversluninni heimalandi þínu eru á slóðinni music.nokia.com.
Til að geta notað Nokia-tónlistarverslunina þarftu að vera með gildan internetaðgangsstað (IAP) í tækinu. Nánari upplýsingar er að finna í „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.
Til að opna Nokia-tónlistarverslunina skaltu ýta á og velja Tónlist > Tónl.verslun. Á aðalsíðunni skaltu velja
Help til að fá frekari leiðbeiningar.
Ábending! Til að finna meiri tónlist í öðrum flokkum
tónlistarvalmyndarinnar skaltu velja Valkostir > Opna
Tónlistarverslun í tónlistarspilaranum.
Stillingar fyrir tónlistarverslun
Þú kannt að þurfa að setja inn eftirfarandi stillingar:
Sjálfg. aðg.stað.—Velja þarf aðgangsstaðinn sem á að
nota þegar tengingu við tónlistarverslunina er komið á. Það kann að vera hægt að breyta stillingum í
tónlistarversluninni með því að velja Valkostir >
Stillingar.
Einnig er hægt að opna Nokia-tónlistarverslunina úr samhæfri tölvu á music.nokia.com. Á aðalsíðunni skaltu velja Help til að fá nánari leiðbeiningar.

Flutningur tónlistar

Hægt er að flytja tónlist úr samhæfri tölvu eða öðru samhæfu tæki með samhæfri USB-snúru eða Bluetooth­tengingu. Sjá nánari upplýsingar í „Bluetooth-tengingar“ á bls. 28.
36
Til að endurnýja safnið þegar lögin í tækinu hafa verið uppfærð skaltu fara í Tónlistarvalm. og velja Valkostir >
Uppfæra Tónlistarsafn.
Tölvan þarf að uppfylla eftirfarandi til að hægt sé að færa tónlist:
Microsoft Windows XP stýrikerfi (eða nýrra)
Samhæf útgáfa af Windows Media Player forritinu.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um samhæfni Windows Media Player í Nokia N95 kaflanum á vefsetri Nokia.
Nokia Nseries PC Suite, útgáfa 1.6 eða nýrri.
Flutningur tónlistar úr tölvu
Hægt er að beita þremur mismunandi aðferðum við flutning úr tölvu:
Til að sjá tækið á tölvunni sem ytri harðan disk sem
hægt er að flytja allar gagnaskrár í skaltu koma á tengingu með samhæfri USB-snúru eða um Bluetooth. Ef notuð er USB-snúra skaltu velja Gagnaflutningur til að tengjast. Setja þarf samhæft minniskort í tækið.
Til að samstilla tónlistina við Windows Media Player
skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja
Miðlunarspilari sem tengiaðferð. Setja þarf samhæft
minniskort í tækið.
Til að nota Nokia Music Manager í Nokia Nseries PC
Suite, skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja
PC Suite sem tengiaðferð.
Til að breyta sjálfgefinni stillingu USB-tengingar skaltu ýta á og velja Verkfæri > Tenging > USB-snúra >
USB-stilling.
Bæði Windows Media Player og Nokia Music Manager í Nokia Nseries PC Suite eru til þess gerðir að flytja tónlistarskrár eins og best verður á kosið. Upplýsingar um hvernig flytja á tónlist með Nokia Music Manager, sjá leiðarvísirinn með Nokia Nseries PCSuite.
Tónlist flutt með Windows Media Player
Samstilling tónlistar getur verið mismunandi eftir því hvaða útgáfa af Windows Media Player forriti er notuð. Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi handbókum og hjálparforritum sem fylgja Windows Media Player.
Handvirk samstilling
Með handvirkri samstillingu er hægt að velja lög og spilunarlista sem á að flytja, afrita eða eyða.
1. Þegar búið er að tengja tækið við Windows Media
Player skaltu velja tækið í upplýsingaglugganum til hægri, ef fleiri en eitt tæki eru tengd.
2. Í vinstri upplýsingaglugganum skaltu skoða
tónlistarskrárnar í tölvunni sem þú vilt samstilla.
3. Dragðu lögin og slepptu þeim í Sync List til hægri.
Hægt er að sjá hve mikið minni er laust í tækinu fyrir ofan Sync List.
Forrit tækisins
37
4. Til að eyða lögum eða plötum skaltu velja hlut á Sync
List, hægrismella og velja Remove from list.
5. Til að hefja samstillingu skaltu smella á Start Sync.
Sjálfvirk samstilling
1. Til að ræsa sjálfvirku samstillingaraðgerðina í Windows
Forrit tækisins
Media Pl ayer skaltu smella á Sync, velja Nokia Handset > Set Up Sync... og merkja við Sync this device
automatically reitinn.
2. Veldu spilunarlistana sem þú vilt samstilla sjálfvirkt í
glugganum Available playlists og smelltu á Add. Það sem valið var færist yfir í gluggann Playlists
to sync.
3. Til að ljúka uppsetningu á sjálfvirkri samstillingu skaltu
smella á Finish.
Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og tækið tengt uppfærist tónlistarsafnið sjálfvirkt með þeim spilunarlistum sem valdir voru í Windows Media Player. Ef engir spilunarlistar hafa verið valdir er allt tónlistarsafn tölvunnar valið til samstillingar. Ef ekki er nægilega mikið minni laust í tækinu velur Windows Media Player handvirka samstillingu.
Til að stöðva sjálfvirka samstillingu skaltu smella á Sync og velja Stop Sync to 'Nokia Handset'.

Útvarp

Ýttu á og veldu Tónlist > Radio. Þegar þú opnar sjónræna útvarpið (Visual Radio) í fyrsta
skipti sýnir hjálparforrit hvernig á að vista staðbundnar stöðvar.
Hægt er að nota forritið sem venjulegt FM-útvarp til að hlusta á og vista stöðvar. Einnig er hægt að nota það til að birta upplýsingar á skjánum sem tengjast því efni sem hlustað er á, ef útvarpsstöðin býður upp á sjónræna þjónustu (Visual Radio service). Sjónræn þjónusta byggir á pakkagögnum (sérþjónusta). Hægt er að hlusta á FM­útvarpið á sama tíma og önnur forrit tækisins eru notuð.
Hægt er að sjá nýjasta listann yfir allar stöðvar sem bjóða upp á sjónræna þjónustu á slóðinni http://www.visualradio.com.
Ef þú hefur ekki aðgang að sjónrænu þjónustunni er ekki víst að símafyrirtækið eða útvarpsstöðvarnar þar sem þú ert styðji þjónustuna.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um hvort þjónustan er tiltæk, kostnað og áskrift.
Yfirleitt er hægt að hringja eða svara símtölum á meðan hlustað er á útvarpið. Hljóðið er tekið af útvarpinu þegar símtal fer fram.
38
Hlustað á útvarpið
Athugaðu að móttökugæði útvarpsins fara eftir sendistyrk útvarpsstöðvarinnar á svæðinu.
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er á þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.
Ýttu á og veldu Tónlist > Radio. Til að hefja stöðvarleit skaltu velja eða eða halda inni miðlunartökkunum eða . Tíðninni er breytt handvirkt með því að velja Valkostir > Handvirk leit.
Ef útvarpsstöðvar hafa verið vistaðar skaltu stilla á næstu eða fyrri stöð og velja eða eða ýta á miðlunartakkana eða
Hljóðstyrkurinn er stilltur með því að ýta á hljóðstyrkstakkana.
Hlustað er á útvarpið í hátalaranum með því að velja
Valkostir > Virkja hátalara.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum
hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Til að skoða þær útvarpsstöðvar sem hægt er að velja á tilteknum stað skaltu velja Valkostir > Stöðvaskrá (sérþjónusta).
Til að vista þá stöð sem valin er á útvarpsstöðvalistanum skaltu velja Valkostir > Vista stöð. Til að opna listann með vistuðuðu stöðvunum þínum skaltu velja Valkostir >
Stöðvar.
Til að fara í biðstöðu og hafa áfram kveikt á útvarpinu skaltu velja Valkostir > Spila í bakgrunni.
Forrit tækisins

Sjónrænt efni skoðað

Til að skoða sjónrænt efni þeirrar útvarpsstöðvar sem stillt er á skaltu velja eða Valkostir > Opna sjónr.
þjónustu. Ef auðkennið hefur ekki verið vistað fyrir stöðina
skaltu slá það inn eða velja Sækja til að leita að því á stöðvalistanum (sérþjónusta).
Þegar tengingu við sjónrænu þjónustuna hefur verið komið á sést sjónræna efni á skjánum.

Vistaðar stöðvar

Til að opna listann með vistuðuðu stöðvunum þínum skaltu velja Valkostir > Stöðvar.
Til að hlusta á vistaða stöð skaltu velja Valkostir > Stöð >
Hlusta. Sjónrænt efni útvarpsstöðvar er skoðað með því að
velja Valkostir > Stöð > Opna sjónr. þjónustu. Til að breyta upplýsingum um stöðvar skaltu velja
Valkostir > Stöð > Breyta.
39

Stillingar

Veldu Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
Opnunartónn—Veldu hvort spila skal tón þegar forritið er
opnað.
Sjálfvirk þjónusta—Veldu Já ef þú vilt ræsa sjónrænu
Forrit tækisins
þjónustuna sjálfkrafa þegar þú stillir á útvarpsstöð sem býður upp á sjónrænt efni.
Aðgangsstaður—Veldu aðgangsstað fyrir Visual Radio
gagnatenginguna. Ekki er nauðsynlegt að velja aðgangsstað til að nota útvarpið sem venjulegt FM-útvarp.
Núverandi svæði—Veldu staðsetningu þína. Þessi stilling
sést aðeins ef tækið náði ekki sambandi við símkerfið þegar forritið var opnað.

Nokia Podcasting

Með forritinu Nokia Podcasting er hægt að leita, finna, fá áskrift að og hlaða niður netvarpsþáttum (podcasts) yfir netið, sem og spila, stjórna og samnýta hljóð- og myndnetvarpsþætti í tækinu.
Hægt er að opna Nokia Podcasting með því að ýta á og velja Tónlist > Podcasting.

Stillingar

Áður en hægt er að nota Nokia Podcasting þarf að setja upp tengingar og hlaða niður stillingum.
Mælt er með því að nota þráðlaust staðarnet sem tengiaðferð. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá upplýsingar um skilmála og gjaldskrá áður en aðrar tengingar eru notaðar. Til dæmis getur fastagjald leyft stórar gagnasendingar fyrir eitt mánaðargjald.
Leitað er að fleiri þráðlausum staðarnetum innan svæðisins með því að ýta á og velja Verkfæri >
Tenging > Stj. teng. > Staðarnet í boði.
Til að búa til internetaðgangsstað í símkerfi skaltu velja
Valkostir > Tilgreina aðgangsst..
Tengistillingar
Til að breyta tengistillingunum skaltu ýta á og velja
Tónlist > Podcasting > Valkostir > Stillingar > Tenging.
Tilgreindu eftirfarandi:
Sjálfgef. aðgangsstaður—Veldu aðgangsstaðinn fyrir
tengingu við internetið.
Slóð leitarþjónustu—Tilgreindu hvaða leitarþjónustu á að
nota fyrir netvarp í Leita.
40
Stillingar fyrir niðurhal
Til að breyta stillingum fyrir niðurhal skaltu ýta á og velja Tónlist > Podcasting > Valkostir > Stillingar >
Niðurhal. Tilgreindu eftirfarandi: Vista á—Tilgreindu hvar á að vista netvarpsþætti. Mælt er
með gagnageymslunni.
Uppfærslutími—Tilgreindu hve oft á að uppfæra netvarpið. Næsti uppfærsludagur—Tilgreindu dagsetningu fyrir
næstu sjálfvirku uppfærslu.
Næsti uppfærslutími—Tilgreindu tíma fyrir næstu
sjálfvirku uppfærslu. Sjálfvirk uppfærsla fer aðeins fram ef valinn er tiltekinn
sjálfgefinn aðgangsstaður og Nokia Podcasting er í gangi. Ef Nokia Podcasting er ekki í gangi er sjálfvirka uppfærslan ekki virk.
Takmörk niðurhals (%)—Tilgreindu stærð minnis sem er
notað fyrir niðurhal á netvarpsþáttum.
Ef efni fer yfir takmörk—Tilgreindu hvað á að gera ef
efnið fer yfir sett takmörk. Ef forritið er stillt þannig að það sæki þætti sjálfkrafa getur
slíkt falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Til að setja aftur upp sjálfgefnar stillingar skaltu velja
Valkostir > Upprunalegar stillingar í Stillingar.

Leit

Leit (Search) gerir þér kleift að finna netvarpsþætti eftir lykilorði eða heiti.
Leitarvélin notar leitarþjónustuna sem þú settir upp í
Podcasting > Valkostir > Stillingar > Tenging > Slóð leitarþjónustu.
Hægt er að leita að þáttum með því að ýta á , velja
Tónlist > Podcasting > Leita og slá inn tiltekin lykilorð.
Ábending! Leitin beinist að þáttaheitum og
lykilorðum í lýsingum, ekki tilteknum þáttum. Almennt efni, svo sem fótbolti eða hip-hop, skilar yfirleitt betri árangri en tiltekið lið eða flytjandi.
Til að gerast áskrifandi að merktri rás eða rásum og bæta þeim í Podcasts skaltu velja Gerast áskrifandi. Einnig er hægt að setja þátt í „Podcasts“ með því að velja hann.
Til að hefja nýja leit skaltu velja Valkostir > Ný leit. Til að opna vefsíðu netvarpsins skaltu velja Valkostir >
Opna vefsíðu (sérþjónusta).
Til að sjá upplýsingar um netvarp skaltu velja Valkostir >
Lýsing.
Forrit tækisins
41
Hægt er að senda tiltekinn netvarpsþátt eða -þætti í annað samhæft tæki með því að velja Valkostir > Senda.
Valkostirnir sem eru í boði geta verið mismunandi.

Skráasöfn

Skráasöfn gera þér kleift að finna nýja netvarpsþætti og
Forrit tækisins
gerast áskrifandi að þeim. Til að opna skráasöfn skaltu ýta á og velja Tónlist >
Podcasting > Skráasöfn.
Innihald skráasafnanna breytist. Veldu tiltekna möppu og uppfærðu hana (sérþjónusta). Þegar mappan skiptir um lit skaltu ýta aftur á skruntakkann til að opna hana.
Skráasöfn geta innihaldið þá netvarpsþætti sem eru efstir á vinsældarlistanum eða efnistengdar möppur.
Ýttu á skruntakkann til að opna tiltekna möppu. Þá birtist listi yfir netvarpsþætti.
Til að gerast áskrifandi að þætti skaltu velja heiti hans og ýta á skruntakkann. Þegar þú ert orðinn áskrifandi að þáttum geturðu hlaðið þeim niður og spilað þá í „Podcasts“.
Hægt er að bæta við nýju skráasafni eða möppu með því að velja Valkostir > Ný > Safnsíða eða Mappa. Sláðu inn heiti, vefslóð .opml (Outline Processor Markup Language) og veldu Lokið.
Til að breyta möppunni sem þú valdir, veftengli eða skráasafni skaltu velja Valkostir > Breyta.
Til að setja inn .opml-skrá sem vistuð er í tækinu skaltu velja Valkostir > Setja inn OPML-skrá. Veldu stað fyrir skrána og settu hana inn.
Hægt er að senda möppu sem margmiðlunarboð eða um Bluetooth-tengingu með því að velja hana og síðan
Valkostir > Senda.
Þegar þú færð skilaboð með .opml-skrá sem send er um Bluetooth skaltu opna skrána og vista hana í Móttekið í
Skráasöfn. Opnaðu Móttekið til að gerast áskrifandi að
einhverjum tenglum og setja þá í Podcasts.

Niðurhal

Þegar þú ert orðinn áskrifandi að netvarpi, annaðhvort úr
Skráasöfn, Leita eða með því að opna veffang, þá geturðu
hlaðið niður þáttum og spilað þá í Podcasts. Til að sjá hvaða netvarpsþáttum þú ert áskrifandi að skaltu
velja Podcasting > Podcasts. Hægt er að sjá heiti einstakra þátta (hver þáttur er sérstök skrá í netvarpi) með því að velja heiti netvarpsins.
Veldu heiti þáttarins til að hlaða honum niður. Hægt er að hlaða niður eða halda áfram að hlaða niður völdum eða merktum þáttum með því að velja Valkostir > Hlaða niður
42
eða Halda niðurhali áfram. Hægt er að hlaða niður mörgum þáttum í einu.
Til að spila hluta af efninu meðan verið er að hlaða því niður eða þegar búið er að hlaða niður einhverjum hluta þess skaltu velja Podcasts > Valkostir > Spila sýnishorn.
Það efni sem hlaðið hefur verið niður að fullu er í möppunni Podcasts en ekki er hægt að sjá það fyrr en búið er að uppfæra tónlistarsafnið.
Valkostirnir sem eru í boði geta verið mismunandi.

Netvarpsþættir spilaðir

Til að sjá hvað þættir eru í boði í tilteknu netvarpi skaltu velja Valkostir > Opna. Með hverjum þætti birtist skráarsnið, stærð skráar og hvenær hleðsla fór fram.
Til að spila allan þáttinn að loknu niðurhali skaltu velja
Podcasts > Valkostir > Spila eða ýta á og velja Tónlist
> Tónlistarspilari > Podcasts. Til að uppfæra valið netvarp, eða merkt netvörp, til að fá
nýjan þátt, skaltu velja Valkostir > Uppfæra. Til að stöðva uppfærslu á völdu netvarpi eða merktum
netvörpum skaltu velja Valkostir > Stöðva uppfærslu. Til að bæta við nýju netvarpi með því að slá inn veffang
þess skaltu velja Valkostir > Nýtt podcast.
Hafðu samband við þjónustuveituna ef aðgangsstaður hefur ekki verið tilgreindur eða ef þú ert beðinn um notandanafn og aðgangsorð á meðan pakkagagnatenging er virk .
Til að breyta veffangi netvarpsins sem þú valdir skaltu velja
Valkostir > Breyta.
Til að eyða netvarpsþætti sem hlaðið hefur verið niður eða merktum netvarpsþáttum úr tækinu skaltu velja
Valkostir > Eyða.
Til að senda valda þáttinn eða merktu þættina í annað samhæft tæki sem .opml-skrár, sem margmiðlunarboð eða um Bluetooth skaltu velja Valkostir > Senda.
Til að uppfæra, eyða eða senda hóp valinna netvarpsþátta í einu skaltu velja Valkostir > Merkja/Afmerkja merkja tilteknu þættina og velja Valkostir til að velja hvað áaðgera.
Til að opna vefsíðu netvarpsins (sérþjónusta) skaltu velja
Valkostir > Opna vefsíðu.
Í sumum tilvikum er hægt að hafa samskipti við þá sem standa að gerð netvarpa með því að gera athugasemdir eða kjósa. Til að tengjast internetinu í þeim tilgangi skaltu velja Valkostir > Skoða athugasemdir.
Forrit tækisins
43

Nokia-kvikmyndabanki

Með Nokia-kvikmyndabankanum (sérþjónusta) er hægt að hlaða niður og straumspila myndskeið frá samhæfum kvikmyndaveitum á netinu með því að nota pakkagagnatengingu eða þráðlausa staðarnetstengingu. Einnig er hægt að flytja myndskeið úr samhæfri tölvu í
Forrit tækisins
tækið og skoða þau í Kvikm.banki.
Kvikm.banki styður sömu skráarsnið og RealPlayer. Sjá
„RealPlayer“ á bls. 46. Tækið kann að vera með fyrirfram skilgreinda þjónustu. Til
að tengjast internetinu og leita að tiltækri þjónustu sem hægt er að setja í möppuna Kvikm.banki skaltu velja Bæta
við nýrri þjónustu.
Þjónustuveitur bjóða ýmist ókeypis efni eða taka gjald fyrir. Upplýsingar um verð fást hjá þjónustuveitunni.

Að finna og horfa á kvikmyndir

1 Ýttu á og veldu Kvikm.banki. 2 Til að tengjast þjónustunni skaltu fletta til vinstri eða
hægri og velja tiltekna kvikmyndaveitu.
3 Tækið uppfærir og sýnir efnið sem þar er í boði. Til að
skoða myndir eftir flokkum (ef í boði) skaltu ýta á og til að fletta í hinum flipunum.
Hægt er að leita að myndskeiðum í þjónustunni með því að velja Leita að myndskeiðum. Ekki er víst að boðið sé upp á leit í öllum kvikmyndaveitum.
4 Til að sjá upplýsingar um mynd skaltu velja Valkostir >
Um hreyfimynd.
Stundum er hægt að straumspila myndskeið en annars þarf að hlaða þeim niður í tækið. Til að hlaða niður efni skaltu velja Valkostir > Sækja. Til að straumspila efni eða skoða myndskeið sem hlaðið var niður skaltu velja Valkostir > Spila.
5 Þegar kvikmyndin er spiluð skaltu nota
miðlunartakkana til að stjórna spilaranum. Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn.
Til að tímsetja sjálfvirkt niðurhal á myndskeiðum skaltu velja efnisflokk og Valkostir > Áætluð niðurhöl. Sjálfvirkt niðurhal fer fram daglega á þeim tíma sem þú tilgreinir. Myndum sem þegar eru til staðar í Hreyfimyndirnar mínar er ekki hlaðið niður.
Ef farið er út úr forritinu heldur tækið áfram að hlaða niður í bakgrunninum. Myndir sem hlaðið er niður eru vistaðar í Kvikm.banki > Hreyfimyndirnar mínar.
Til að tengjast internetinu og leita að tiltækri þjónustu sem hægt er að setja á aðalvalmyndina skaltu velja Bæta við
nýrri þjónustu.
44

Internet-kvikmyndir

Internet-kvikmyndir eru myndskeið sem dreift er á internetinu með RSS-tækni. Hægt er að setja nýja strauma í Myndstraumar í stillingum. Sjá „Stillingar“ á bls. 45.
1 Í Kvikm.banki skaltu velja möppuna Myndstraumar.
Kvikmyndastraumar birtast. Til að bæta við eða eyða straumum skaltu velja
Valkostir > Áskriftir að straumum.
2 Til að skoða kvikmyndir sem straumur inniheldur skaltu
skruna að honum og ýta á . Til að sjá upplýsingar um mynd skaltu velja Valkostir > Um hreyfimynd.
3 Til að hlaða niður kvikmynd skaltu skruna að henni og
velja Valkostir > Sækja. Til að spila kvikmynd sem hlaðið hefur verið niður skaltu ýta á .

Spilun kvikmynda sem hlaðið hefur verið niður

Myndir sem hlaðið er niður eru vistaðar í Kvikm.banki >
Hreyfimyndirnar mínar. Til að spila kvikmynd sem hlaðið
hefur verið niður skaltu ýta á . Til að spila mynd sem hlaðið hefur verið niður í
heimakerfinu skaltu velja Valkostir > Sýna á heimaneti. Stilla verður heimakerfið áður. Sjá „Heimanet“ á bls. 66.
Einnig er hægt að flytja myndskeið úr samhæfri tölvu í tækið og skoða þau í Kvikm.banki > Hreyfimyndirnar
mínar. Til að myndskeiðin verði tiltæk í Kvikm.banki
þarftu að vista þau í C:\Data\My Videos í minni tækisins (C:\) eða í E:\My Videos á samhæfu minniskorti (E:\). Notaðu t.d. File manager í Nokia Nseries PC Suite til að flytja skrár á réttan stað.
Þegar kvikmyndin er spiluð skaltu nota miðlunartakkana til að stjórna spilaranum. Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn. Til að horfa á myndina í fullri skjástærð skaltu gera hlé eða stöðva spilunina og velja Valkostir >
Áfram á öllum skjánum eða Spila á öllum skjánum.
Ef ekki er nóg pláss í minni tækisins og á samhæfu minniskorti eyðir forritið sjálfvirkt nokkrum elstu kvikmyndunum þegar nýjum er hlaðið niður. sýnir myndir sem eyða má fljótlega. Til að koma í veg fyrir að kvikmynd verði eytt sjálfvirkt ( ) skaltu velja Valkostir >
Vernda.
Kvikmynd er eytt með því að velja Valkostir > Eyða. Veldu
Valkostir > Hætta við niðurhal til að hætta við að hlaða
niður efni. Til að breyta staðsetningu kvikmyndar í möppu eða minni skaltu velja Valkostir > Skipuleggja og þann stað sem nota skal.

Stillingar

Á aðalskjá Kvikmyndabankans skaltu velja Valkostir >
Stillingar og úr eftirfarandi:
Forrit tækisins
45
Valskjár þjónustu—Veldu þá kvikmyndaveitu sem þú vilt
að birtist í Kvikmyndabankanum. Einnig er hægt að skoða upplýsingar um kvikmyndaveitu. Sumar þjónustur krefjast notandanafns og lykilorðs sem þjónustuveitan lætur í té.
Sjálfgefnir aðgangsstaðir—Veldu aðgangsstaði fyrir
gagnatenginguna. Notkun aðgangsstaða fyrir pakkagögn til að hlaða niður skrám getur falið í sér stórar
Forrit tækisins
gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Sía fyrir foreldra—Gerðu barnalæsingu virka í
kvikmyndaveitum ef myndir eru bannaðar innan tilekins aldurs.
Forgangsminni—Veldu hvort kvikmyndir sem hlaðið er
niður eru vistaðar í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti. Ef minnið sem valið er fyllist, þá vistar tækið efnið á hinu minninu, ef það er tiltækt. Ef ekki er nóg pláss á hinu minninu, þá eyðir forritið sjálfvirkt nokkrum elstu kvikmyndunum.
Smámyndir—Veldu hvort sýna á smámyndir á
kvikmyndalistum hjá kvikmyndaveitum.

RealPlayer

Ýttu á og veldu Forrit >Miðlar > RealPlayer. Með
RealPlayer, geturðu spilað myndskeið eða straumspilað
skrár án þess að vista þær fyrst í tækinu.
RealPlayer styður skrár með endingum eins og .3gp, .mp4
eða .rm. Þó er ekki víst að RealPlayer styðji öll skrársnið eða öll afbrigði skráarsniða.
Notaðu miðlunartakkana til að stjórna spilaranum í landslagsstillingu.
Myndskeið spiluð
1 Til að spila vistaða skrá skaltu velja Valkostir > Opna
og úr eftirfarandi:
Nýjustu skrár—Til að spila eina af sex skrám sem síðast
voru spilaðar í RealPlayer
Vistaða skrá—Til að spila skrá sem vistuð er í Gallerí.
2 Veldu skrá og ýttu á til að spila hana.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn.

Straumspilun efnis

Margar þjónustuveitur fara fram á að internetaðgangsstaður (IAP) sé notaður sem sjálfgefinn aðgangsstaður. Aðrar þjónustuveitur leyfa notkun WAP­aðgangsstaða.
46
Í RealPlayer er aðeins hægt að opna vefföng sem byrja ártsp://. RealPlayer ber þó einnig kennsl á http-tengil í.ram-skrá.
Til að straumspila efni skaltu velja straumspilunartengil sem er vistaður í Gallerí eða á vefsíðu, eða sem þú fékkst sendan í texta- eða margmiðlunarboðum. Áður en straumspilun hefst tengist tækið þitt við síðuna og byrjar að hlaða efninu. Efnið er ekki vistað í tækinu.

Stillingar fyrir RealPlayer

Þú getur fengið RealPlayer stillingar í sérstökum skilaboðum frá þjónustuveitunni. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 90. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Veldu Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
Hreyfimynd—Til að stilla birtuskil hreyfimyndar eða láta RealPlayer endurtaka myndskeið sjálfkrafa að spilun
lokinni.
Straumspilun—Til að nota proxy-miðlara skaltu breyta
sjálfgefna aðgangsstaðnum og stilla gáttamörkin sem eru notuð þegar tengingu er komið á. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar stillingar.

Adobe Flash Player

Hægt er að skoða og hafa samskipti við samhæfar flash­skrár í þráðlausum tækjum með því að ýta á og velja
Forrit > Miðlar > Flash-spil.. Skrunaðu að flash-skránni
og ýttu á .
Forrit tækisins

Nokia Lifeblog

Til að ræsa Lifeblog í tækinu þínu skaltu styðja á og velja Forrit > Miðlar > Lifeblog.
Nokia Lifeblog er hugbúnaður fyrir farsíma og tölvur sem heldur margmiðlunarskrá (dagbók) yfir þá hluti sem er að finna í tækinu. Nokia Lifeblog skipuleggur sjálfkrafa marmiðlunarhluti og raðar kyrrmyndum, hreyfimyndum, hljóði, textaskilaboðum, margmiðlunarboðum og bloggfærslum í tímaröð sem hægt er að skoða, leita í, birta og taka öryggisafrit af.
Frekari upplýsingar um bloggþjónustuna og samhæfi hennar við Nokia Lifeblog er að finna á www.nokia.com/lifeblog. Einnig er hægt að ýta á F1 í Nokia Lifeblog tölvuforritinu til að opna hjálpartexta forritsins.
47

Uppsetning á tölvu

Kröfur fyrir uppsetningu Nokia Lifeblog á tölvu eru eftirfarandi:
1 GHz Intel Pentium eða sambærilegt, 128 MB
vinnsluminni
400 MB pláss á hörðum diski (ef setja á upp Microsoft
Forrit tækisins
DirectX og Nokia Nseries PC Suite)
Lágmarksmyndgæði 1024x768 og 24-bita litupplausn
32 MB skjákort
Microsoft Windows 2000 eða Windows XP
Til að setja upp Nokia Lifeblog í tölvu:
1 Settu inn geisladiskinn eða DVD-diskinn sem fylgir með
tækinu.
2 Settu upp Nokia Nseries PC Suite (inniheldur rekla fyrir
USB-tengingar).
3 Settu upp Nokia Lifeblog fyrir tölvu.
Ef Microsoft DirectX 9.0 hefur ekki verið sett upp á tölvunni skal setja það upp samtímis Nokia Lifeblog fyrir tölvu.

Tengdu saman tækið og tölvuna þína

Til að tengja tækið og samhæfa tölvu með USB-snúru:
1 Nokia Nseries PC Suite verður að vera uppsett. 2 Tengdu USB-snúruna við tækið og tölvuna. USB-
stilling á að vera PC Suite, sjá „USB-snúra“ á bls. 31.
Þegar tækið er tengt við tölvu í fyrsta skiptið eftir að Nokia Nseries PC Suite hefur verið sett upp setur tölvan upp rekil fyrir það. Það getur tekið svolitla stund.
3 Ræstu Nokia Lifeblog tölvuforritið.
Til að tengja tækið og samhæfa tölvu með þráðlausri Bluetooth-tækni:
1 Gakktu úr skugga um að þú hafir sett upp Nokia Nseries
PC Suite á tölvunni.
2 Gakktu úr skugga um að þú hafir parað tækið og
tölvuna um Bluetooth-tengingu með „Get Connected“ í Nokia Nseries PC Suite.
3 Kveiktu á Bluetooth-tengingu tækisins og tölvunnar.
Nánari upplýsingar er að finna í „Bluetooth-tengingar“ á bls. 28 og handbókum sem fylgdu tölvunni.

Efni afritað

Til að afrita nýtt eða uppfært efni úr tækinu yfir í tölvuna og afrita valið efni úr tölvunni yfir í tækið:
1 Tengdu tækið við tölvuna. 2 Ræstu Nokia Lifeblog forritið í tölvunni. 3 Í forritinu Nokia Lifeblog PC skaltu velja File > Copy
from Phone and to Phone.
Nýja efnið er afritað úr tækinu yfir á tölvuna. Efnið á skjánum To Phone á tölvunni er afritað yfir í tækið.
48

Flett í Tímalínu og Eftirlæti

Þegar þú ræsir Nokia Lifeblog í tækinu opnast valmyndin
Tímalína og birtir margmiðlunarhluti. Til að opna vistaða
eftirlætishluti skaltu velja Valkostir > Skoða eftirlæti. Þegar þú ræsir Nokia Lifeblog í tölvunni er hægt að skoða
valmyndirnar Tímalína og Eftirlæti á mismunandi vegu. Auðveldasta leiðin er að færa rennistikuna fram eða aftur, hratt eða hægt. Einnig er hægt að smella á tímalínuna til að velja dagsetningu, nota Go to date valkostinn eða örvatakkana.

Birting á netinu

Hægt er að deila Nokia Lifeblog færslum með öðrum með því að birta þær á netinu.
Fyrst verður þú að vera áskrifandi að bloggsíðu, búa til bloggsíðu sem þú birtir efni á og tilgreina hana í Nokia Lifeblog forritinu. Bloggsíðuþjónusta sem mælt er með fyrir Nokia Lifeblog er TypePad frá Six Apart, www.typepad.com.
Bættu bloggáskriftinni við Nokia Lifeblog í bloggstillingum tækisins með því að velja Valkostir > Stillingar > Blogg. Í tölvunni er áskriftum breytt í glugganum Blog account manager.
Til að setja færslur í tækinu á netið:
1 Veldu færslurnar sem þú vilt setja á netið í Tímalína
eða Eftirlæti.
2 Veldu Valkostir > Senda á netið. 3 Ef þú ert að nota þjónustuna í fyrsta skipti sækir Nokia
Lifeblog lista af miðlaranum.
4 Samskiptagluggi opnast. Veldu færsluna sem þú vilt
birta úr listanum Senda til:. Ef þú hefur búið til nýjar færslur skaltu velja Valkostir > Uppfæra blogglista til að uppfæra listann.
5 Sláðu inn titil og fyrirsögn færslunnar. Hægt er að
skrifa langan texta í meginmálsdálkinn.
6 Veldu Valkostir > Senda þegar allt er tilbúið.
Til að setja færslur í tölvunni á netið:
1 Veldu færslurnar sem þú vilt setja á netið á tímalínunni
eða í eftirlætishlutum (að hámarki 50 færslur).
2 Veldu File > Post to the Web....
3 Sláðu inn titil og fyrirsögn færslunnar. Hægt er að
skrifa langan texta í meginmálsdálkinn.
4 Veldu færsluna sem þú vilt birta úr listanum Post to: . 5 Þegar allt er tilbúið skaltu smella á hnappinn Send.

Efni úr öðrum tækjum sótt

Auk .jpg-myndanna í tækinu er hægt að flytja .jpg-myndir og .3gp- og .mp4-hreyfimyndaskrár, .amr-hljóðskrár og .txt-textaskrár annars staðar frá (t.d. af geisladiski, DVD­diski eða möppum á harða diskinum) yfir í Nokia Lifeblog.
Hægt er að sækja myndir eða hreyfimyndir úr samhæfri tölvu og setja í Nokia Lifeblog með því að velja File > Import from PC... á tímalínunni eða í eftirlætishlutum.
Forrit tækisins
49

Myndavél

Í Nokia N95 tækinu eru tvær myndavélar, ein með hárri upplausn aftan á tækinu (aðalmyndavélin með
Myndavél
landslagsstillingu) og önnur með minni upplausn framan á því (fremri myndavélin með andlitsmyndastillingu). Hægt er að nota báðar myndavélarnar til að taka kyrr- og hreyfimyndir.
Tækið styður allt að 2592x1944 punkta myndupplausn í aðalmyndavélinni. Myndupplausnin í þessari handbók getur virst önnur.
Myndirnar og hreyfimyndirnar vistast sjálfkrafa í möppunni Myndir í Gallerí Myndir eru teknar á .jpeg sniði. Hreyfimyndir eru teknar upp á MPEG-4-sniði með endingunni .mp4 eða 3GPP-sniði með endingunni .3gp (Samnýting). Sjá „Stillingar fyrir hreyfimyndir“ á bls. 58.
Ábending! Til að opna Gallerí og skoða myndirnar
sem búið er að taka skaltu ýta tvisvar á skoðunartakkann
á hlið tækisins.
Hægt er að senda myndir og hreyfimyndir í margmiðlunarboðum, sem viðhengi í tölvupósti eða um Bluetooth- tengingu, innrauða tengingu eða um þráðlausa staðarnetstengingu. Einnig er hægt að hlaða þeim upp í samhæft netalbúm. Sjá „Samnýting á netinu“ á bls. 66.
50

Myndataka

Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
Notaðu báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.
Myndgæðin minnka þegar súmmið er notað.
Myndavélin hálfslekkur á sér til að spara orku ef ekki
hefur verið ýtt á neinn takka í tiltekinn tíma. Ýtt er á takkann til að halda áfram að taka myndir.
Gerðu eftirfarandi þegar þú tekur mynd:
1 Til að kveikja
á aðalmyndavélinni skaltu opna linsulokuna með myndavélarrofanum. Ef myndavélin er í Hreyfimyndataka skaltu velja Myndataka á tækjastikunni.
2 Ýttu myndatökutakkanum
niður til hálfs til að festa fókusinn á myndefnið (aðeins á aðalmyndavél, ekki hægt í nærmyndatöku og þegar landslag er myndað). Á skjánum birtist grænn fókusvísir. Hafi fókusinn ekki verið festur birtist rauður fókusvísir. Slepptu myndatökutakkanum og ýttu honum aftur niður til
hálfs. Hægt er að taka mynd án þess að fókusinn hafi verið festur.
3 Mynd er tekin með aðalmyndavélinni með því að ýta
á myndatökutakkann. Ekki hreyfa tækið fyrr en myndin hefur verið vistuð.
Notaðu súmmtakka tækisins til að súmma að eða frá. Hægt er að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður
en þú tekur mynd með því að nota skruntakkann til að fletta gegnum tækjastikuna. Sjá „Grunnstillingar—litur og lýsing stillt“ á bls. 54. Ef stillingum fyrir súmm, lýsingu eða liti er breytt getur tekið lengri tíma að vista myndir.
Til að kveikja á fremri myndavélinni skaltu velja
Valkostir > Nota myndavél 2.
Ef þú vilt hafa kveikt á myndavélinni í bakgrunni á meðan þú notar aðrar aðgerðir skaltu ýta á . Ýttu á myndatökutakkann til að geta notað myndavélina.
Loka skal linsunni til að slökkva á aðalmyndvélinni.
3 Hleðsluvísi rafhlöðu. 4 Vísirinn fyrir
myndupplausn sem sýnir hvort myndgæðin eru Prentun
5M - Stór, Prentun 3M - Miðl., Prentun 2M - Miðl., Póstur 0,8M - Miðl. eða MMS 0,3M - Lítil.
5 Teljarann sem sýnir hve margar myndir hægt er að taka
með þeirri stillingu fyrir myndgæði sem er virk og því minni sem er í notkun (teljarinn sést ekki meðan fókusinn er stilltur og mynd tekin).
6 Vísar fyrir minni tækisins ( ) og minniskortið ( ) sýna
hvar myndir eru vistaðar.
Myndavél

Myndavélarvísar fyrir kyrrmyndir

Myndglugginn fyrir kyrrmyndir sýnir eftirfarandi:
1 Vísir fyrir virka tökustillingu. 2 Tækjastikan sem hægt er að leita í áður en mynd
er tekin og velja ýmsa hluti og stillingar (tækjastikan sést ekki þegar fókus er stilltur og mynd tekin). Sjá „Tækjastika“ á bls. 51.

Tækjastika

Tækjastikan er með flýtivísum til að velja ýmsa hluti og stillingar áður eða eftir að mynd eða hreyfimynd er tekin. Flettu að hlutum og veldu þá með því að ýta á skruntakkann. Einnig er hægt að tilgreina hvenær tækjastikan á að sjást á skjánum.
51
Ef þú vilt að tækjastikan sjáist áður og eftir að mynd eða hreyfimynd er tekin skaltu velja Valkostir > Sýna tákn. Til að sjá tækjastikuna bara þegar þú þarft þess skaltu velja
Valkostir > Fela tákn. Þá sést aðeins tökustillingarvísirinn
á skjánum. Þú getur gert tækjastikuna virka með því að
Myndavél
ýta á skruntakkann. Til að fela hana aftur skaltu ýta tökkutakkanum hálfa leið niður.
Áður en þú tekur mynd eða hreyfimynd skaltu velja úr eftirfarandi valkostum á tækjastikunni:
til að skipta milli hreyfimynda- og kyrrmyndastillingar. til að velja umhverfi. til að velja flass-stillingu (aðeins fyrir kyrrmyndir).
til að kveikja á sjálfvirkri myndatöku (aðeins fyrir kyrrmyndir). Sjá „Þú ert með á myndinni—sjálfvirk myndataka“ á bls. 56.
til að kveikja á myndaraðarstillingu (aðeins fyrir kyrrmyndir). Sjá „Nokkrar myndir teknar í röð“ á bls. 55.
til að velja litaáferð.
til að sýna eða fela myndgluggatöflu (aðeins fyrir kyrrmyndir).
til að stilla ljósgjafa.
til að stilla birtuskilyrði (aðeins fyrir kyrrmyndir).
til að stilla ljósnæmi (aðeins fyrir kyrrmyndir).
til að stilla birtuskil (aðeins fyrir kyrrmyndir).
til að stilla skerpu (aðeins fyrir kyrrmyndir). Táknin breytast og sýna hvaða stillingar eru virkar. Valkostirnir sem eru í boði eru mismunandi eftir því hvaða
tökustillingu og skjá þú notar. Sjá einnig valkosti á tækjastiku í „Að myndatöku lokinni“
á bls. 52, „Að hreyfimyndatöku lokinni“ á bls. 57 og „Tækjastika“ á bls. 61 í Gallerí.

Að myndatöku lokinni

Að myndatöku lokinni, skaltu velja úr eftirfarandi valkostum á tækjastikunni (aðeins í boði ef Sýna teknar myndir er stillt á í kyrrmyndastillingu):
Ef þú vilt ekki vista myndina skaltu velja Eyða.
Til að senda myndina sem margmiðlunarboð,
í tölvupósti eða um Bluetooth eða innrauða tengingu
skaltu ýta á hringitakkann eða velja Senda. Nánari
upplýsingar er að finna í „Skilaboð“ á bls. 87,
„Bluetooth-tengingar“ á bls. 28. Ekki er hægt
að velja þennan valkost meðan á símtali stendur.
Einnig er hægt að senda mynd til viðmælanda
á meðan símtal fer fram. Veldu Senda til viðmælanda
(aðeins hægt að velja á meðan símtal fer fram).
Til að senda myndina í samhæft netalbúm skaltu velja
Innskrá fyrir samnýtingu á neti. Ef þú ert nú þegar
52
aðgang að netþjónustu skaltu velja Birta á ... (aðeins hægt ef þú ert áskrifandi að samhæfu netalbúmi. Sjá „Samnýting á netinu“ á bls. 66.
Ef merkja á myndir fyrir prentkörfu til prentunar síðar
skaltu velja Setja í Prentkörfu.
Til að nota myndina sem veggfóður í virkum biðham skaltu velja Valkostir > Nota sem veggfóður.
Til að gera myndina að hringimynd tengiliðs skaltu velja
Nota sem tengiliðamynd.
Til að fara aftur í myndgluggann til að taka nýja mynd skaltu ýta á myndatökutakkann.

Stillingar fyrir kyrrmyndir

Hægt er að velja á milli tveggja stillinga fyrir kyrrmyndir:
Mynduppsetning og aðalstillingar. Til að stilla Mynduppsetning, sjá „Grunnstillingar—litur og lýsing
stillt“ á bls. 54. Stillingar á uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja
Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi: MyndgæðiPrentun 5M - Stór (2592x1944 upplausn),
Prentun 3M - Miðl. (2048x1536 upplausn), Prentun 2M - Miðl. (1600x1200), Póstur 0,8M - Miðl. (1024x768
upplausn) eða MMS 0,3M - Lítil (640x480 upplausn). Því meiri sem gæðin eru, þeim mun meira minni tekur myndin.
Ef prenta á myndina skaltu velja Prentun 5M - Stór,
Prentun 3M - Miðl. eða Prentun 2M - Miðl..
Ef senda á myndina með tölvupósti skaltu velja
Póstur 0,8M - Miðl.. Til að senda myndina með
MMS skaltu velja MMS 0,3M - Lítil. Þessar upplausnir er aðeins að finna í aðalmyndavélinni.
Setja inn í albúm—Veldu hvort vista á myndina í tilteknu
albúmi í galleríinu. Ef þú velur birtist listi yfir albúmin sem hægt er að velja.
Sýna teknar myndir—Veldu ef þú vilt skoða myndina
sem þú tókst eða Nei ef þú vilt halda strax áfram að taka myndir.
Sjálfgefið heiti myndar—Tilgreindu sjálfgefið nafn fyrir
myndirnar.
Aukin stafræn stækkun (aðeins á aðalmyndavél)—Veldu Kveikt til að stighækkandi súmm sé samfellt milli
stafrænnar og aukinnar stafrænnar stækkunar. Ef þú vilt takmarka stækkunina þannig að myndgæðin minnki ekki skaltu velja Slökkt.
Myndatökuhljóð—Veldu tóninn sem heyrist þegar myndir
eru teknar.
Minni í notkun—Veldu hvar á að vista myndirnar. Snúa mynd—Veldu hvort myndin snúi rétt þegar þú opnar
hana í galleríinu.
Myndavél
53
Upprunarlegar stillingar—Veldu til að stillingar
myndavélarinnar verði aftur sjálfgefnar.

Flass

Myndavél
Aðeins er hægt að stilla á flass í aðalmyndavélinni. Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað.
Ekki má nota flassið á fólk eða dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.
Myndavélin notar LED-flass þegar lýsing er lítil. Eftirfarandi flassstillingar eru tiltækar fyrir myndatöku:
Sjálfvirkt (), Laga augu (), Kveikt ()
og Slökkt (). Veldu þá flassstillingu sem þú vilt með því að skipta
um stillingu á tækjastikunni.
Grunnstillingar—litur og lýsing stillt
Til að gera myndavélinni kleift að greina betur liti og lýsingu eða til að bæta inn áhrifum í myndir eða hreyfimyndir skaltu nota skruntakkann til að fletta gegnum tækjastikuna og velja úr eftirfarandi valkostum:
Ljósgjafi—Veldu ljósgjafa af listanum. Þetta gerir
myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.
Leiðrétting við myndatöku (aðeins fyrir kyrrmyndir)—
Stilltu leiðréttingu á lýsingu myndavélarinnar.
Flass—Veldu tiltekna flassstillingu. Sjá „Flass“ á bls. 54. Litáferð—Veldu litáferð af listanum. Ljósnæmi (aðeins fyrir kyrrmyndir)—Veldu ljósnæmi
myndavélarinnar. Því dimmara sem umhverfið er þeim mun meira ætti ljósnæmið að vera.
Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar og sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða hreyfimyndarinnar verður.
Hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða myndavél hefur verið valin.
Þegar stillingum fremri myndavélarinnar er breytt hefur það ekki áhrif á stillingar aðalmyndavélarinnar og öfugt. Uppsetningarstillingar hvorrar myndavélar virka hins vegar bæði fyrir myndir og hreyfimyndir. Þegar myndavélinni er lokað eru sjálfgefnar stillingar hennar valdar aftur.
Ef þú velur nýtt umhverfi kemur það í stað lita- og birtustillinganna. Sjá „Umhverfi“ á bls. 54. Hægt er að breyta stillingunum ef þörf krefur eftir að umhverfi hefur verið valið.

Umhverfi

Umhverfi auðveldar þér að finna réttu stillingarnar fyrir liti og lýsingu. Stillingarnar fyrir hvert umhverfi henta því sérstaklega.
54
Umhverfisstillingar er aðeins að finna í aðalmyndavélinni. Hægt er að velja úr eftirfarandi atriðum á tækjastikunni:
Umhverfi fyrir hreyfimyndir
Sjálfvirkt ( ) (sjálfgefið) og Nótt ().
Umhverfi fyrir kyrrmyndir
Sjálfvirkt ( ) (sjálfgefið), Notandi velur (), Nærmynd (), Andlitsmynd (), Landslagsmynd (), Íþróttir (), Nótt ( ) og Andlitsm. - nótt ().
Sjálfgefna stillingin fyrir myndatöku er Sjálfvirkt. Hægt er að velja Notandi velur sem sjálfgefna stillingu.
Til að búa til þína eigin umhverfisstillingu fyrir tiltekið umhverfi skaltu fletta að Notandi velur og velja
Valkostir > Breyta. Í umhverfisstillingu notanda er
hægt að velja mismunandi stillingar fyrir lýsingu og liti. Til að afrita stillingar úr annarri umhverfisstillingu skaltu velja Byggt á umhverfi og svo stillinguna.

Nokkrar myndir teknar í röð

Aðeins er hægt að velja myndaraðarstillinguna í aðalmyndavélinni.
Til að stilla myndavélina þannig að hún taki a.m.k. sex myndir í röð (ef nægilegt minni er til staðar) skaltu velja
Skipta yfir í myndaröð > Törn til að taka sex myndir eða
myndatökutímabilið, á tækjastikunni. Myndafjöldinn fer eftir því hversu mikið minni er laust.
Ýttu á myndatökutakkann til að taka sex myndir. Ýttu á Hætta við til að hætta að taka myndir. Haltu myndatökutakkanum niðri til að taka fleiri en sex myndir. Slepptu myndatökutakkanum að myndatöku lokinni. Hægt er að taka allt að 100 myndir, ef tiltækt minni leyfir.
Ef taka á myndir í tiltekinn tíma skaltu velja
Skipta yfir í myndaröð og tímabil. Ýttu
á myndatökutakkann til að hefja myndatöku. Til að stöðva myndatöku áður en tíminn rennur út skaltu ýta aftur á tökutakkann.
Eftir að myndirnar hafa verið teknar eru þær birtar í töflu á skjánum. Mynd er opnuð með því að ýta á . Ef myndir voru teknar í tímastillingu birtist síðasta myndin á skjánum. Ýttu á til að skoða hinar myndirnar.
Einnig er hægt að taka nokkrar myndir í röð með sjálfvirkri myndatöku. Hámarksfjöldi mynda með sjálfvirkri myndatöku er sex myndir.
Ýttu á myndatökutakkann til að fara aftur í myndgluggann með myndaröðinni.
Myndavél
55

Þú ert með á myndinni—sjálfvirk myndataka

Aðeins er hægt að stilla á sjálfvirka myndatöku
Myndavél
í aðalmyndavélinni. Notaðu sjálfvirka myndatöku til að seinka myndatökunni
svo að þú getir verið með á myndinni. Til að stilla á sjálfvirka myndatöku á tækjastikunni skaltu velja
Sjálfvirk myndataka > 2 sekúndur, 10 sekúndur eða 20 sekúndur. Veldu Virkja til að kveikja á sjálfvirku
myndatökunni. Ferhyrningurinn blikkar og tækið gefur frá sér hljóðmerki meðan tíminn líður. Myndavélin tekur myndina eftir að tíminn er liðinn.
Til að slökkva á Sjálfvirk myndataka skaltu velja
Sjálfvirk myndataka > Slökkt á tækjastikunni.
Ábending! Veldu Sjálfvirk myndataka > 2 sekúndur
á tækjastikunni til að minnka líkurnar á því að myndin verði hreyfð.

Upptaka hreyfimynda

1 Opna skal linsulokið til að kveikja á aðalmyndvélinni.
Ef myndavélin er stillt á Myndataka skaltu velja
Hreyfimyndataka á tækjastikunni.
2 Ýttu á myndatökutakkann til að hefja upptöku. Notaðu
skruntakkann til að taka upp í andlitsmyndastillingu.
Rauða upptökutáknið birtist og hljóð heyrist sem
gefur til kynna að upptaka sé hafin.
3 Veldu Stöðva til að stöðva upptökuna. Hreyfimyndin
vistast sjálfkrafa í möppunni Myndir í Gallerí.
Sjá „Gallerí“ á bls. 59. Hámarkslengd
hreyfimyndarupptöku er 60 mínútur (ef minni
er nægjanlegt). Hægt er að gera hlé á upptökunni hvenær sem er með því
að ýta á Hlé. Biðtáknið ( ) blikkar á skjánum. Upptakan stöðvast sjálfkrafa ef gert hefur verið hlé á henni og ekki er stutt á neinn takka í eina mínútu. Ýttu á Halda áfram til að halda upptökunni áfram.
Notaðu súmmtakkann á hlið tækisins til að súmma að eða frá.
Hægt er að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður en þú tekur upp hreyfimynd með því að nota skruntakkann til að fletta gegnum tækjastikuna. Sjá „Grunnstillingar— litur og lýsing stillt“ á bls. 54 og „Umhverfi“ á bls. 54.
Til að kveikja á fremri myndavélinni skaltu velja
Valkostir > Nota myndavél 2.

Hreyfimyndastöðutákn

Hreyfimyndaglugginn sýnir eftirfarandi:
1 Vísir fyrir virka tökustillingu. 2 Vísi fyrir slökkt á hljóði.
56
3 Tækjastikuna sem þú getur skrunað gegnum fyrir
upptöku til að velja mismunandi hluti og stillingar (tækjastikan sést ekki meðan tekið er upp). Sjá „Tækjastika“ á bls. 51.
4 Hleðsluvísi rafhlöðu. 5 Vísirinn fyrir myndgæði sem sýnir hvort myndgæði
hreyfimyndarinnar eru Há sjónvarpsgæði, Venjuleg
sjónv.gæði, Póstur - Hágæði, Póstur - venjul. gæði
eða Gæði samnýtingar.
6 Skráargerðina. 7 Heildartíma upptöku. Við upptöku sýnir lengdarvísirinn
einnig tímann sem er liðinn og tímann sem eftir er.
8 Vísar fyrir
minni tækisins ( ) og minnis­kortið ( ) sýna hvar hreyfimyndir eru vistaðar.
9 Kveikt er
ástöðugri hreyfi­mynd ( ). Sjá „Stillingar fyrir hreyfimyndir“ á bls. 58.
Til að allir vísar myndgluggans birtist skaltu velja
Valkostir > Sýna tákn. Veldu Fela tákn til að sýna aðeins
hreyfimyndastöðutáknin og tiltækan upptökutíma meðan á upptöku stendur, súmmstikuna þegar súmmað er, og valtakkana.

Að hreyfimyndatöku lokinni

Að hreyfimyndatöku lokinni, skaltu velja úr eftirfarandi valkostum á tækjastikunni (aðeins í boði ef
Sýna upptekna hreyfim. er stillt á
í hreyfimyndastillingu):
Til að spila hreyfimyndina strax eftir upptöku skaltu
velja Spila.
Ef þú vilt ekki vista hreyfimyndina skaltu velja Eyða.
Til að senda hreyfimyndina sem margmiðlunarboð,
í tölvupósti eða um Bluetooth eða innrauða tengingu skaltu ýta á hringitakkann eða velja Senda. Nánari upplýsingar eru í „Skilaboð“ á bls. 87 og „Bluetooth-tengingar“ á bls. 28. Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan á símtali stendur. Ekki er víst að hægt sé að senda hreyfimyndir sem eru vistaðar á .mp4-sniði sem margmiðlunarboð. Einnig er hægt að senda hreyfimynd til viðmælanda á meðan símtal fer fram. Veldu Senda til viðmælanda.
Til að hlaða hreyfimyndinni upp í samhæft netalbúm
skaltu velja Innskrá fyrir samnýtingu á neti. Ef þú ert nú þegar með aðgang að netþjónustu skaltu velja
Birtaá... (aðeins hægt ef þú ert áskrifandi að
samhæfu netalbúmi. Sjá „Samnýting á netinu“ á bls. 66.
Til að fara aftur í myndgluggann til að taka upp nýtt
myndskeið skaltu ýta á myndatökutakkann.
Myndavél
57

Stillingar fyrir hreyfimyndir

Í myndupptöku er hægt að velja á milli tveggja stillinga:
Uppsetn. hreyfim. og aðalstillingar. Til að stilla Uppsetn. hreyfim., sjá „Grunnstillingar—litur og lýsing stillt“
Myndavél
á bls. 54. Stillingar á uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja
Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi: Gæði hreyfimynda—Stilltu gæði hreyfimyndarinnar
á Há sjónvarpsgæði, Venjuleg sjónv.gæði,
Póstur-Hágæði, Póstur - venjul. gæði (almenn gæði fyrir
spilun gegnum símtæki) eða Gæði samnýtingar. Ef þú vilt skoða hreyfimyndina í samhæfu sjónvarpi eða í tölvu skaltu velja Há sjónvarpsgæði eða Venjuleg sjónv.gæði sem er með VGA-upplausn (640x480) og á .mp4-sniði. Ekki er víst að hægt sé að senda hreyfimyndir sem eru vistaðar á .mp4-sniði sem margmiðlunarboð. Til að senda hreyfimyndina sem margmiðlunarboð skaltu velja
Gæði samnýtingar (QCIF upplausn, .3gp-skráarsnið).
Stærð hreyfimynda sem tekin er upp með
Gæði samnýtingar takmarkast við 300 KB (u.þ.b.
20 sekúndur að lengd) svo hægt sé að senda þær sem margmiðlunarboð í samhæf tæki.
Stöðug hreyfimynd—Veldu Kveikt til að draga
úr myndavélartitringi við upptöku.
Hljóðupptaka—Veldu Slökkt ef ekki á að taka upp hljóð. Setja inn í albúm—Veldu hvort setja á hreyfimyndina sem
tekin var upp í tiltekið albúm í Gallerí. Veldu til að opna lista yfir albúmin sem standa til boða.
Sýna upptekna hreyfim.—Veldu hvort fyrsti rammi
hreyfimyndarinnar sést á skjánum eftir að upptökunni lýkur. Veldu Spila á tækjastikunni (aðalmyndavél) eða
Valkostir > Spila (fremri myndvél) til að skoða
hreyfimyndina.
Sjálfg. heiti hreyfimyndar—Veldu sjálfgefið heiti fyrir
hreyfimyndirnar.
Minni í notkun—Veldu sjálfgefið geymsluminni: minni
tækisins eða minniskort (ef það er til staðar).
Upprunarlegar stillingar—Veldu til að stillingar
myndavélarinnar verði aftur sjálfgefnar.
58

Gallerí

Til að vista og vinna með myndir, hreyfimyndir, hljóðskrár og straumspilunartengla, eða til að deila skrám með öðrum UPnP-tækjum (Universal Plug and Play) á þráðlausu staðarneti, skaltu ýta á og velja Gallerí.
Ábending! Ef þú ert í öðru forriti og vilt sjá
myndina sem síðast var vistuð í Gallerí skaltu ýta á skoðunartakkann á hlið tækisins. Til að fara á aðalskjá möppunnar Myndir skaltu ýta aftur á skoðunartakkann.

Skrár skoðaðar

Veldu Myndir , Lög ,
Hljóðskrár , Straumtenglar , Kynningar , Allar skrár eða Heimakerfi og ýttu
á til að opna það. Innihald möppunnar
Myndir er birt
í landslagsstillingu. Þú getur skoðað og opnað
möppur, sem og merkt
hluti, afritað þá og flutt í möppur. Þú getur líka búið til albúm, og merkt hluti, afritað og bætt þeim við albúmin. Sjá „Albúm“ á bls. 61.
Skrár sem eru vistaðar á samhæfa minniskortinu (ef það er í tækinu) eru táknaðar með .
Skrá er opnuð með því að ýta á . Hreyfimyndaskrár, .ram-skrár og straumspilunartenglar eru opnaðir og spilaðir í RealPlayer og tónlistar- og hljóðskrár í Tónlistarsp.. Sjá „RealPlayer“ á bls. 46 og „Tónlistarspilari“ á bls. 34.
Til að afrita eða flytja skrár á minniskortið (ef það er í tækinu) eða í minni tækisins skaltu velja skrá og
Valkostir > Afrita og færa > Afrita á minniskort
eða Færa á minniskort eða Afrita í minni síma eða
Færa í minni síma.
Til að hlaða niður hljóðinnskotum í Gallerí og nota vafrann í möppunum Hljóðskrár skaltu velja Sækja tóna.

Myndir og hreyfimyndir

Myndir og hreyfimyndir sem hafa verið teknar með myndavélinni eru geymdar í möppunni Myndir í Gallerí. Einnig er hægt að taka við myndum og hreyfimyndum í margmiðlunarboðum, sem viðhengjum í tölvupósti eða
Gallerí
59
um Bluetooth eða innrauða tengingu. Nauðsynlegt er að vista móttekna mynd eða hreyfimynd í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti (ef það er í tækinu) til að geta
Gallerí
skoðað skrána í Gallerí eða spilaranum. Myndskeið sem vistuð eru í Kvikm.banki birtast ekki
í Myndir í Gallerí. Til að sjá myndskeið í Kvikm.banki, sjá „Nokia-kvikmyndabanki“ á bls. 44.
Veldu Gallerí >
Myndir.
Myndirnar og hreyfimyndirnar eru í lykkju og þeim er raðað eftir dagsetningu og tíma. Fjöldi skránna er sýndur. Ýttu á eða til að skoða skrárnar, eina af annarri. Hægt er að skoða skrár í hópi með því að ýta á eða .
Þegar mynd er opnuð skaltu ýta á súmmtakkann á hlið tækisins til að súmma hana að. Stækkunin er ekki vistuð.
Til að snúa mynd til hægri eða vinstri skaltu velja
Valkostir > Snúa > Til vinstri eða Til hægri.
Mynd eða hreyfimynd er breytt með því að velja
Valkostir > Breyta. Sjá „Hreyfimyndum breytt“ á bls. 63.
Sjá „Myndum breytt“ á bls. 62. Til að búa til sérsniðin myndskeið skaltu velja eitt eða fleiri
myndskeið í galleríinu og síðan Valkostir > Breyta. Sjá „Hreyfimyndum breytt“ á bls. 63.
Til að prenta út myndirnar á samhæfum prentara eða vista þær á samhæfu minniskorti (ef það er í tækinu) til prentunar skaltu velja Valkostir > Prenta. Sjá „Prentun mynda“ á bls. 65. Einnig er hægt að merkja myndir til prentunar síðar í prentkörfu í Gallerí. Sjá „Prentkarfa“ á bls. 61.
Til að bæta mynd eða hreyfimynd við albúm í galleríinu skaltu velja Valkostir > Albúm > Setja inn í albúm. Sjá „Albúm“ á bls. 61.
Til að nota myndina sem bakgrunnsmynd skaltu velja hana og Valkostir > Nota mynd > Nota sem veggfóður.
Til að eyða mynd eða hreyfimynd skaltu velja Eyða á tækjastikunni. Sjá „Tækjastika“ á bls. 61.
Til að skipta úr Gallerí yfir í myndavél skaltu ýta á tökutakkann og opna linsulokuna aftan til.
60

Tækjastika

Í möppunni Myndir er hægt að nota tækjastikuna sem flýtivísi til að velja ýmislegt. Tækjastikan er aðeins tiltæk þegar búið er að velja mynd eða hreyfimynd.
Flettu upp og niður að ýmsum hlutum á tækjastikunni og veldu þá með því að ýta á skruntakkann. Valkostirnir sem eru í boði fara eftir því hvaða skjár er uppi og hvort búið sé að velja mynd eða hreyfimynd. Einnig er hægt að velja hvort tækjastikan sé alltaf sýnileg á skjánum eða gerð virk með því að ýta á takka.
Ef tækjastikan á að vera sýnileg á skjánum skaltu velja
Valkostir > Sýna tákn.
Ef þú vilt að tækjastikan sé aðeins sýnileg þegar þú þarft að nota hana skaltu velja Valkostir > Fela tákn. Til að gera tækjastikuna virka skaltu ýta á .
Veldu úr eftirfarandi:
til að spila tiltekna hreyfimynd.
til að senda tiltekna mynd eða hreyfimynd.
/ til að setja mynd í/fjarlægja úr prentkörfu.
Sjá „Prentkarfa“ á bls. 61.
til að skoða myndirnar í prentkörfunni.
til að hefja skyggnusýningu. til að eyða tiltekinni mynd eða hreyfimynd.
til að prenta mynd sem verið er skoða.
Valkostirnir sem eru í boði eru mismunandi eftir því hvaða skjá þú notar.

Prentkarfa

Hægt er að merkja myndir sem fara í prentkörfuna og prenta þær síðar í samhæfum prentara eða hjá prentþjónustu, ef slík þjónusta er til staðar. Sjá „Prentun mynda“ á bls. 65. Merktu myndirnar eru auðkenndar með í möppunni Myndir og í albúmum.
Ef merkja á mynd til prentunar síðar skaltu velja hana og síðan Setja í prentkörfu á tækjastikunni.
Til að skoða myndirnar í prentkörfunni skaltu velja Skoða
Prentkörfu á tækjastikunni eða velja í möppunni Myndir (aðeins hægt ef búið er að setja myndir
í prentkörfuna). Ef fjarlægja á mynd úr prentkörfunni skal velja hana
í möppunni Myndir eða í albúmi og velja síðan
Fjarlægja úr prentun á tækjastikunni.

Albúm

Með albúmum er hægt að raða myndum og hreyfimyndum eftir hentugleika. Til að skoða albúmin skaltu velja
Myndir > Valkostir > Albúm > Skoða albúm.
Gallerí
61
Til að bæta mynd eða hreyfimynd við albúm í gallerí skaltu skruna að viðkomandi mynd eða hreyfimynd og velja
Valkostir > Albúm > Setja inn í albúm. Þá opnast listi
Gallerí
yfir albúm. Veldu albúmið sem þú vilt setja myndina eða hreyfimyndina í. Myndunum eða hreyfimyndunum sem bætt er við er ekki eytt úr möppunni Myndir.
Ýttu á til að fjarlægja skrá úr albúmi. Skránni er ekki eytt úr möppunni Myndir í Gallerí.
Til að búa til nýtt albúm á albúmaskjánum skaltu velja
Valkostir > Nýtt albúm.

Myndum breytt

Til að breyta myndum eftir að þær hafa verið teknar eða þeim myndum sem eru þegar vistaðar í Gallerí skaltu velja
Valkostir > Breyta.
Veldu Valkostir > Nota áhrif til að opna töflu þar sem hægt er að velja ýmsa breytingavalkosti sem auðkenndir eru með litlum táknum. Hægt er að klippa myndina og snúa henni, laga birtustigið, litinn, birtuskilin og upplausnina, og bæta sjónrænum áhrifum, texta, skreytingum eða ramma við myndina.

Mynd klippt

Til að klippa mynd skaltu velja Valkostir > Nota áhrif >
Skurður. Mynd er klippt handvirkt með því að velja
Handvirkt eða tiltekið hlutfall af listanum. Ef þú velur Handvirkt birtist kross efst í vinstra horni myndarinnar.
Notaðu skruntakkann til að velja svæðið sem á að klippa og veldu Festa. Annar kross birtist neðst í hægra horninu. Veldu aftur svæðið sem á að klippa. Til að stilla aftur fyrsta svæðið skaltu velja Til baka. Þau svæði sem eru valin mynda ferhyrning utan um þá mynd sem kemur út úr klippingunni.
Ef þú velur hlutfall skaltu velja efra hornið til vinstri þar sem á að klippa. Notaðu skruntakkann til að stilla auðkennda svæðið. Hægt er að frysta valið svæði með því að ýta á . Hægt er að færa til svæðið með skruntakkanum. Ýttu á til að velja svæðið sem á að klippa.

Rauður litur fjarlægður

Hægt er að minnka rauðan lit í augum á myndum með því að velja Valkostir > Nota áhrif > Laga rauð augu. Færðu krossinn að auganu og ýttu á . Lykkja birtist á skjánum. Notaðu skruntakkann til að breyta stærð lykkjunnar svo að hún passi við augað. Ýttu á til að minnka rauða litinn.

Gagnlegir flýtivísar

Flýtivísar í myndvinnslu:
Ýttu á til að skoða mynd á öllum skjánum.
Til að fara aftur í venjulegan skjá er ýtt aftur á .
62
Ýttu á eða til að snúa mynd réttsælis eða
rangsælis.
Ýttu á eða til að súmma að eða frá.
Stækkuð mynd er hreyfð með því að fletta upp, niður,
til vinstri eða hægri.

Hreyfimyndum breytt

Til að breyta hreyfimyndum í Gallerí og búa til sérsniðnar hreyfimyndir skaltu fletta að hreyfimynd og velja
Valkostir > Breyta.
Myndvinnslan styður hreyfimyndasniðin 3gp og .mp4, og hljóðskrársniðin .aac, .amr, .mp3 og .wav.
Ábending! Ef þú vilt senda myndskeið sem er yfir
þeirri hámarksstærð sem þjónustuveitan leyfir skaltu senda það um Bluetooth. Einnig er hægt að flytja hreyfimyndir yfir í samhæfa tölvu um Bluetooth-tengingu, með USB­snúru eða með því að nota samhæfan minniskortalesara.
Halda áfram—Til að halda skyggnusýningunni áfram. Loka—Til að hætta skyggnusýningunni.
Til að fletta gegnum myndirnar skaltu ýta á (fyrri) eða (næsta) (aðeins hægt ef slökkt er á Stækka og breikka).
Áður en skyggnusýning hefst er hraði hennar valinn með því að velja Valkostir > Skyggnusýning > Stillingar >
Tími milli skyggna.
Til að myndirnar renni hægar í gegn í skyggnusýningunni og galleríið súmmi myndirnar af handahófi að eða frá skaltu velja Stækka og breikka.
Hljóði er bætt við skyggnusýningu með því að velja
Valkostir > Skyggnusýning > Stillingar og úr eftirfarandi: Tónlist—Veldu Kveikt eða Slökkt. Lag—Veldu tónlistarskrá af listanum.
Hljóðstyrkurinn er stilltur með hljóðstyrkstakka tækisins.
Gallerí

Skyggnusýning

Veldu Skyggnusýning ( ) á tækjastikunni til að skyggnusýning fari fram í fullri skjástærð. Skyggnusýningin hefst í skránni sem er valin. Veldu úr eftirfarandi:
Gera hlé—Til að gera hlé á skyggnusýningunni.

TV-út stilling

Til að geta skoðað myndskeið og myndir í samhæfu sjónvarpi skaltu nota Nokia Video tengisnúru.
Velja þarf TV-út stillingar fyrir sjónvarpskerfið og skjáhlutfall áður en myndir og myndskeið eru skoðuð í sjónvarpinu. Sjá „Aukahlutir“ á bls. 120.
63
Gera þarf eftirfarandi til að geta skoðað myndir og myndskeið í sjónvarpi:
1 Tengja Nokia Video tengisnúru við
Gallerí
myndbandsinnstunguna í samhæfu sjónvarpi.
2 Tengja hinn enda Nokia Video tengisnúrunnar
við Nokia AV innstunguna á tækinu þínu.
3 Þú gætir þurft
að velja snúrustil­linguna.
4 Ýttu á
og veldu
Gallerí > Hreyfi- og kyrrm. og skrána sem þú vilt skoða.
Myndirnar eru sýndar á myndskjánum og myndskeiðin eru spiluð í RealPlayer.
Öllu hljóði, þar á meðal víðóma hljóði hreyfimyndarinnar, hringitónum og takkatónum, er beint til sjónvarpsins þegar Nokia Video tengisnúran er tengd við tækið. Hægt er að nota hljóðnema tækisins.
Öll forrit nema Myndir í Gallerí og RealPlayer sýna á sjónvarpsskjánum það sem birtist á skjá tækisins.
Myndin birtist í fullri skjástærð í sjónvarpinu. Ef mynd er opnuð á smámyndaskjánum á meðan hún er skoðuð í sjónvarpinu er valkosturinn Stækka ekki í boði.
Þegar þú opnar auðkennt myndskeið fer RealPlayer að spila það á skjá tækisins og í sjónvarpinu. Sjá „RealPlayer“ á bls. 46.
Hægt er að skoða myndir sem skyggnusýningu í sjónvarpinu. Allt innihald albúms eða merktar myndir birtast í fullri skjástærð í sjónvarpinu við undirleik tónlistar sem valin hefur verið. Sjá „Skyggnusýning“ á bls. 63.

Kynningar

Með kynningum er hægt að skoða SVG (scalable vector graphics) skrár, t.d. teiknimyndir og kort. SVG-myndir halda einkennum sínum þegar þær eru prentaðar út eða skoðaðar í annarri skjástærð eða upplausn. Til að skoða SVG-skrár skaltu velja Kynningar, fletta að mynd og velja
Valkostir > Spila. Til að gera hlé skaltu velja Valkostir > Gera hlé.
Ýtt er á til að súmma að. Ýtt er á til að súmma frá. Til að snúa mynd um 90 gráður réttsælis eða rangsælis
skaltu ýta á eða . Til að snúa mynd um 45 gráður skaltu ýta á eða .
Skipt er á milli alls skjásins og venjulegs skjás með því að ýta á .
64

Prentun mynda

Til að prenta myndir með Myndprentun skaltu velja mynd sem á að prenta og síðan prentvalkostinn í galleríinu, myndavélinni, myndvinnslunni eða á myndskjánum.
Veldu Myndprentun til að prenta myndir og notaðu USB-snúru, þráðlaust staðarnet, Bluetooth-tengingu eða samhæft minniskort (ef það er fyrir hendi).
Aðeins er hægt að prenta myndir sem eru á .jpg-sniði. Myndirnar sem teknar eru með myndavélinni eru sjálfkrafa vistaðar á .jpeg-sniði.
Áður en hægt er að prenta út á samhæfum PictBridge-prentara þarf að tengja gagnasnúruna og gæta þess að snúrustillingin sé stillt á Myndprentun eða Spyrja við tengingu. Sjá „USB-snúra“ á bls. 31.

Val á prentara

Þegar þú notar Myndprentun í fyrsta skipti birtist listi yfir samhæfa prentara eftir að þú hefur valið myndina sem þú vilt prenta. Veldu prentara. Prentarinn er svo stilltur sem sjálfvalinn prentari.
Ef þú hefur tengt prentara sem er samhæfur PictBridge og notað samhæfa USB-snúru birtist prentarinn sjálfkrafa.
Ef sjálfvalinn prentari er ekki til staðar birtist listi yfir þá prentara sem er hægt að velja.
Sjálfgefnum prentara er breytt með því að velja
Valkostir > Stillingar > Sjálfgefinn prentari.

Forskoðun prentunar

Þegar prentari hefur verið valinn eru þær myndir sem hafa verið valdar birtar eins og þær verða prentaðar út. Hægt er að velja annað umbrot fyrir prentarann með því að ýta á eða . Ýttu á eða til að sjá fleiri síður, ef þú hefur valið fleiri myndir en passa á eina síðu.

Prentstillingar

Valkostirnir sem eru í boði fara eftir því hvaða prentari er valinn.
Stillt er á sjálfgefinn prentara með því að velja Valkostir >
Sjálfgefinn prentari.
Til að velja pappírsstærðina skaltu velja Pappírsstærð, síðan pappírsstærðina af listanum og loks Í lagi. Veldu Hætta við til að bakka um einn skjá.

Netprentun

Með forritinu Netprentun er hægt að panta útprentun af myndum á netinu og fá þær sendar beint heim eða í verslun, þangað sem þær eru svo sóttar. Einnig er hægt að panta ýmsar vörur með tiltekinni mynd, svo sem krúsir eða
Gallerí
65
músarmottur. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða vörur eru í boði.
Til að hægt sé að nota Netprentun þarf a.m.k. ein
Gallerí
prentstillingaskrá að vera uppsett í tækinu. Hægt er að fá skrárnar hjá prentþjónustuveitum sem styðja
Netprentun.
Nánari upplýsingar um forritið er að finna í bæklingi um viðbótarforrit fyrir tækið á www.nseries.com/support eða vefsetri Nokia í eigin landi.

Samnýting á netinu

Með forritinu Samn. á neti er hægt að samnýta myndir og myndskeið í samhæfum netalbúmum, bloggsíðum eða í annarri samnýtingarþjónustu á netinu. Hægt er að hlaða upp efni, vista færslur í vinnslu sem drög og halda áfram síðar, og skoða innihald albúmsins. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða tegundir efnis eru studdar.
Til að geta notað S
áskrifandi að þjónustunni hjá þjónustuveitu sem annast slíka þjónustu. Venjulega er hægt að gerast áskrifandi að
þjónustunni á vefsíðu þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um áskrift að þjónustunni. Nánari upplýsingar um þjónustuveitur er að finna á hjálparsíðum á www.nseries.com/support eða vefsetri Nokia í heimalandi þínu.
amn. á neti verður þú að gerast
Nánari upplýsingar um forritið er að finna í bæklingi um viðbótarforrit fyrir tækið á www.nseries.com/support eða vefsetri Nokia í heimalandi þínu.

Heimanet

Tækið styður UPnP (Universal Plug and Play). Með því að nota aðgan gsstaðartæki eða beini fyrir þráðlaust staðarnet geturðu búið til heimanet og tengt samhæf UPnP-tæki við það, líkt og Nokia N95, samhæfa tölvu, samhæfan prentara, samhæft hljóðkerfi eða sjónvarp, eða hljóðkerfi/ sjónvarp sem er búið samhæfum móttakara fyrir þráðlaus kerfi.
Til að geta notað þráðlausa staðarnetsvalkostinn í Nokia N95 á heimaneti þarf þráðlaus staðarnetstenging að vera sett upp í heimahúsi og önnur UPnP-heimatæki að vera tengd við það.
Heimanetið notar öryggisstillingar þráðlausu staðarnetstengingarinnar. Notaðu heimanet á þráðlausu staðarneti með aðgangsstaðatæki og með kveikt á dulkóðun.
Hægt er að samnýta skrár sem eru vistaðar í Gallerí í öðrum UPnP-tækjum á heimaneti. Hægt er að stilla
Heimanet með því að ýta á og velja Verkfæri > Tenging > Heimanet. Einnig er hægt að nota heimanetið
til að skoða, spila, afrita og prenta samhæfar skrár í Gallerí. Sjá „Skrár skoðaðar og samnýttar“ á bls. 68.
66
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum án heimildar.
Tækið er aðeins tengt heimanetinu ef þú samþykkir beiðni um tengingu frá öðru samhæfu tæki eða velur í Gallerí þann kost að spila, prenta eða afrita skrár í Nokia N95 tækinu eða leitar að öðrum tækjum í möppunni
Heimakerfi.

Mikilvægar öryggisupplýsingar

Þegar þú stillir þráðlaust staðarnet í heimahúsi skaltu kveikja á dulkóðuninni í aðgangsstaðatækinu og svo í hinum tækjunum sem eru tengd við það. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiskjölum tækjanna. Halda skal öllum númerum leyndum og geyma þau á öruggum stað fjarri tækjunum.
Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta stillingunum fyrir netaðgangsstað í tækinu er að finna í „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.
Ef þú notar sértæka stillingu til að búa til heimanet með samhæfu tæki skaltu nota eina af dulkóðunaraðferðunum í Öryggi þráðl. staðarnets þegar þú stillir netaðgangsstaðinn. Þetta minnkar líkurnar á að óviðkomandi komist inn á netið.
Tækið lætur þig vita ef annað tæki reynir að tengjast við það og heimanetið. Ekki samþykkja beiðnir um tengingu fr á tækjum sem þú þekkir ekki.
Ef þú notar þráðlaust staðarnet í neti sem ekki er dulkóðað skaltu slökkva á samnýtingu Nokia N95 skráa með öðrum tækjum, eða velja að samnýta ekki einkaskrár. Til að breyta stillingunum, sjá „Stillingar heimanets“ á bls. 67.

Stillingar heimanets

Til að deila skrám sem eru vistaðar í Gallerí með samhæfum UPnP-tækjum á staðarneti þarf fyrst að búa til og stilla internetaðgagnsstað fyrir staðarnetið og svo að stilla forritið Heimanet. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 25 og þráðlausar staðarnetsstillingar í „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.
Valkostir í tengslum við Heimanet eru ekki tiltækir í Gallerí fyrr en stillingarnar fyrir Heimanet hafa verið settar upp.
Þegar þú ferð inn á heimanetið í fyrsta skipti opnast viðkomandi leiðsagnarforrit og sýnir þér hvernig velja á heimanetsstillingarnar fyrir tækið. Hægt er að nota þetta leiðsagnarforrit seinna með því að velja Valkostir >
Keyra hjálp á aðalvalmynd heimanetsins og fylgja
leiðbeiningunum á skjánum. Til að hægt sé að tengja samhæfa tölvu við heimakerfi
þarf fyrst að setja hugbúnaðinn á geisladiskinum eða DVD-diskinum sem fylgir með tækinu upp í tölvunni.
Gallerí
67
Stillingar
Heimanets-forritið er stillt með því að velja Verkfæri >
Tenging > Heimanet > Stillingar og úr eftirfarandi:
Gallerí
Heimaaðgangsstaður—Veldu Spyrja alltaf ef þú vilt að
tækið spyrji um aðgangsstaðinn í hvert sinn sem það er tengt við heimanetið, Búa til nýjan til að velja nýjan aðgangsstað sem notaður er sjálfkrafa þegar Heimanet eða Enginn. Ef ekki er kveikt á neinum öryggisstillingum fyrir þráðlausa staðarnetið birtist viðvörun. Þú getur haldið áfram og kveikt á örygginu síðar, sem og hætt við að tilgreina aðgangsstaðinn og byrjað á því að kveikja á öryggi netsins. Sjá Þráðlaust staðarnet í „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.
Heiti tækisins—Sláðu inn nafn fyrir tækið sem birtist
í samhæfum tækjum á heimanetinu.
Stillt á samnýtingu og efni tilgreint
Veldu Verkfæri > Tenging > Heimanet > Samnýta efni og úr eftirfarandi:
Samnýting efnis—Til að leyfa eða leyfa ekki samnýtingu
skráa á samhæfum tækjum. Ekki velja Samnýting efnis fyrr en allar aðrar stillingar hafa verið valdar. Ef stillt er á Samnýting efnis geta önnur UPnP-tæki á heimanetinu skoðað og afritað skrárnar sem þú hefur valið að deila í möppunni Myndir & hreyfimyndir.
Myndir & hreyfimyndir—Veldu skrár til samnýtingar
með öðrum tækjum eða skoðaðu samnýtingarstöðuna í Myndir & hreyfimyndir. Til að uppfæra efnið í möppunni skaltu velja Valkostir > Uppfæra efni.

Skrár skoðaðar og samnýttar

Ef kveikt er á Samnýting efnis í tækinu geta önnur UPnP-tæki á heimanetinu skoðað og afritað skrárnar sem þú hefur valið að deila í Samnýta efni. Ef þú vilt ekki að önnur tæki geti opnað skrárnar þínar skaltu slökkva á Samnýting efnis. Þó svo að slökkt sé á Samnýting efnis í tækinu geturðu ennþá skoðað og afritað skrár sem eru vistaðar í öðru tæki á heimanetinu ef opnað hefur verið fyrir aðgang þess.
Birting skráa sem eru vistaðar í tækinu
Til að velja myndir og hreyfimyndir sem eru vistaðar í tækinu og sýna þær í öðru tæki sem er tengt við heimanetið, til dæmis í samhæfu sjónvarpi, skaltu gera eftirfarandi:
1 Veldu mynd eða myndskeið í Gallerí. 2 Veldu Valkostir > Sýna á heimaneti. 3 Veldu samhæft tæki sem á að birta skrána í. Myndir
sjást bæði í tækinu þínu og í hinu tækinu á meðan
hreyfimyndir eru aðeins spilaðar í hinu tækinu.
68
Birting skráa sem eru vistaðar í öðru tæki
Til að velja skrár sem eru vistaðar í öðru tæki sem er tengt við heimanetið og sýna þær í tækinu þínu, eða t.d. í samhæfu sjónvarpi, skaltu gera eftirfarandi:
1 Ýttu á og veldu Verkfæri > Tenging > Heimanet >
Vafra á heiman.. Tækið þitt leitar að samhæfum
tækjum. Nöfn tækjanna birtast á skjánum.
2 Veldu tæki af listanum. 3 Veldu efnið í hinu tækinu sem þú vilt skoða. Það fer
eftir hinu tækinu hvaða skráargerðir er hægt að velja.
4 Veldu mynd, myndskeið, hljóðinnskot eða möppu sem
þú vilt skoða, og veldu svo Sýna á heimaneti (myndir og hreyfimyndir) eða Spila á heimaneti (tónlist).
5 Veldu tækið sem á að birta skrána í. Á heimaneti er ekki
hægt að spila tónlist í tækinu, en hægt er að spila hana í samhæfum ytri tækjum og nota tækið þitt sem fjarstýringu.
Samnýting er stöðvuð með því að velja Valkostir >
Stöðva sýningu.
Til að prenta myndir sem eru vistaðar í Gallerí um
Heimanet á samhæfum UPnP-prentara velurðu
prentvalkostinn í Gallerí. Sjá „Prentun mynda“ á bls. 65. Ekki þarf að vera kveikt á Samnýting efnis.
Til að leita að skrá út frá öðrum leitarskilyrðum skaltu velja
Valkostir > Leita. Hægt er að flokka þær skrár sem finnast
með Valkostir > Raða eftir.

Afritun skráa

Til að afrita eða flytja skrár úr tækinu yfir í samhæft tæki, eins og t.d. samhæfa UPnP-tölvu, skaltu velja skrá í Gallerí og Valkostir > Afrita og færa > Afrita á heimanet eða
Færa á heimanet. Ekki þarf að vera kveikt
á Samnýting efnis. Til að afrita eða flytja skrár úr öðru tæki yfir í tækið þitt
skaltu velja skrána í hinu tækinu og svo Valkostir > Í minni
símans eða Gagnageymsla (heiti minniskortsins ef það er
til staðar). Ekki þarf að vera kveikt á Samnýting efnis.
Gallerí
69

Staðsetning

GPS-kerfið (Global Positioning System) er hnattrænt radíóleiðsögukerfi sem byggir á 24 gervihnöttum og jarðstöðvum þeirra sem fylgjast með virkni
Staðsetning
gervihnattanna. Í tækinu er innbyggður GPS-móttakari. GPS-móttakarinn eins og sá sem er í tækinu, tekur á móti
radíómerkjum af litlum styrk frá gervihnöttunum og mælir ferðatíma merkjanna. Út frá ferðatímanum getur GPS­móttakarinn reiknað út staðsetningu sína upp á metra.
Punktarnir í GPS-tækinu eru gefnir upp í gráðum og broti úr gráðum og notað er alþjóðlega WGS-84 hnitakerfið.
GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð á nákvæmni þess og viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn og kann að breytast í samræmi við stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt GPS og alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði gervihnatta getur einnig haft áhrif á nákvæmni. Staðsetning, byggingar, náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða kunna að hafa áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Aðeins ætti að nota GPS­móttakarann utanhúss til að taka á móti GPS-merkjum.
70
Aðeins ætti að nota GPS sem aðstoð við leiðsögu. Ekki ætti að nota það fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta eingöngu á staðsetningargögn GPS­móttakarans.
Tækið styður einnig A-GPS (Assisted GPS). A-GPS notar pakkagagnatengingu til að sækja hjálpargögn
sem bæta GPS-sambandið Þau stytta tímann sem tekur að reikna út staðsetningu tækisins þegar tækið tekur á móti merkjum frá gervihnöttum.
A-GPS er sérþjónusta. Tækið hefur verið forstillt til að geta notað Nokia A-GPS
þjónustuna ef engar tilteknar A-GPS stillingar eru hjá þjónustuveitunni. Aðeins er náð í hjálpargögn af Nokia A-GPS þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.
Nauðsynlegt er að hafa internetaðgangsstað fyrir pakkagögn tilgreindan í tækinu til að geta náð í hjálpargögn frá Nokia A-GPS þjónustunni. Til að tilgreina aðgangsstað fyrir A-GPS skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Stillingar > Almennar > Staðsetning > Staðsetningarmiðlari > Aðgangsstaður. Aðgangsstaður
fyrir þráðlaust staðarnet nýtist ekki í þessari þjónustu. Beðið er um internetaðgangsstað fyrir pakkagögn í fyrsta sinn sem GPS er notað í tækinu.
Hægt er að gera mismunandi staðsetningaraðferðir virkar eða óvirkar, svo sem Bluetooth GPS, með því að ýta á og velja Verkfæri > Stillingar > Almennar >
Staðsetning > Staðsetningaraðferðir.

GPS-móttakari

GPS-móttakarinn er neðst í tækinu. Þegar hann er notaður skal takkaborðið vera opið og halda skal tækinu beinu í hendinni sem hallast um u.þ.b. 45 gráður og sjást verður til himins. Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í nokkrar mínútur að koma á GPS-tengingu. Lengra tíma getur tekið á koma á GPS-tengingu í bíl.
GPS-móttakarinn notar orku úr rafhlöðunni. Ef hann er notaður kann rafhlaðan að tæmast fyrr en ella.

Um gervihnattamerki

Ef tækið finnur ekki gervihnattamerki gættu þá að eftirfarandi atriðum:
Sértu innanhúss skaltu fara út til að ná betra merki.
Ef takkaborðið er lokað skaltu opna það.
Sértu úti skaltu fara á opnara svæði.
Gættu þess að höndin sé ekki yfir GPS-loftneti tækisins.
Upplýsingar um staðsetningu loftnetsins er að finna í „GPS-móttakari“ á bls. 71.
Slæm veðurskilyrði geta einnig haft áhrif á sendistyrk.
Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í
nokkrar mínútur að koma á GPS-tengingu.

Staða gervihnatta

Hægt er að athuga hve marga gervihnetti tækið hefur fundið, og hvort tækið tekur á móti gervihnattamerkjum, með því að ýta á og velja Verkfæri > Tenging > GPS-
gögn > Staða > Valkostir > Staða gervitungla. Hafi
tækið fundið gervihnetti birtist vísir fyrir hvern gervihnött á viðkomandi upplýsingaskjá. Því lengri sem vísirinn er þeim mun öflugra er gervihnattarmerkið. Þegar tækið hefur móttekið nægilegar upplýsingar frá gervihnattarmerkinu til að geta reiknað út punkta núverandi staðar verður vísirinn svartur.
Í fyrstu þarf tækið að fá merki frá a.m.k. fjórum gervihnöttum til að geta reiknað út punkta núverandi staðar. En að fyrstu útreikningum loknum kann framvegis að vera hægt að reikna staðsetninguna út með þremur gervihnöttum. Nákvæmnin er þó almennt meiri eftir því sem fleiri gervihnettir finnast.
Staðsetning
71

Staðsetningarbeiðnir

Þú getur fengið beiðni frá sérþjónustu um móttöku á staðsetningu þinni. Þjónustuveitur kunna að bjóða upp á staðbundnar upplýsingar, t.d. um veður og umferð, samkvæmt staðsetningu tækisins.
Staðsetning
Þegar þú móttekur staðsetningarbeiðni birtast skilaboð sem sýna hvaða þjónustuveita sendir beiðnina. Veldu
Samþyk. til að leyfa að upplýsingar um staðsetningu séu
sendar eða Hafna til að hafna beiðninni.

Kort

Ýttu á og veldu Kort. Með forritinu Kort geturðu séð hvar á kortinu þú ert staddur, skoðað kort yfir ýmsar borgir og lönd, leitað að heimilisföngum og ýmsum áhugaverðum stöðum, gert leiðaráætlanir milli staða, séð umferðarupplýsingar og vistað staði sem leiðarmerki og sent þá í samhæf tæki.
Einnig geturðu keypt viðbótarþjónustu, svo sem borgarleiðsögn og nákvæma aksturs- og gönguleiðsögn með raddstýringu og upplýsingaþjónustu um umferðina.
Kort notar GPS. Hægt er að velja staðsetningaraðferð fyrir
tækið með stillingum þess. Sjá „Staðsetning“ á bls. 124. Til að fá sem nákvæmastar upplýsingar um staðsetningu skaltu nota annaðhvort innbyggða GPS-móttakarann eða ytri GPS-móttakarann.
Þegar þú notar Kort í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að tilgreina internetaðgangsstað til að geta hlaðið niður kortaupplýsingum um þann stað sem þú ert staddur á. Hægt er að breyta sjálfgefnum aðgangsstað síðar með því að velja Valkostir > Verkfæri > Stillingar > Internet >
Sjálfg. aðgangsstaður (sést aðeins ef þú ert nettengdur).
Þegar kort er skoðað í Kortum er kortaupplýsingum hlaðið sjálfvirkt niður í tækið af netinu. Nýju korti er aðeins hlaðið niður ef farið er inn á svæði sem ekki er á kortunum sem búið er að hlaða niður.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.
Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Ábending! Einnig er hægt að hlaða niður kortum með
tengingu fyrir þráðlaust staðarnet eða um internetið með því að nota Nokia MapLoader. Sjá „Kortum hlaðið niður“ á bls. 74.
Ef þú vilt að kortaforritið komi nettengingu á sjálfkrafa þegar það er ræst skaltu velja Valkostir > Verkfæri >
Stillingar > Internet > Nettenging við ræsingu > í
forritinu. Hægt er að fá tilkynningu senda þegar tækið finnur
símkerfi utan heimasímkerfisins með því að velja
72
Valkostir > Verkfæri > Stillingar > Internet > Viðvörun um reiki > Kveikt (sést aðeins þegar þú ert nettengdur).
Þjónustuveitan þín gefur nánari upplýsingar (m.a. um reikigjöld).

Kort skoðuð

Umfang korta er misjafnt eftir löndum. Þegar þú opnar Kort-forritið kemur Kort upp á þeim stað
sem vistaður var síðast. Ef enginn staðsetning var vistuð síðast, þá opnast Kort í höfuðborg þess lands sem þú ert staddur í, samkvæmt upplýsingunum sem tækið fær frá farsímakerfinu. Samtímis er korti af staðnum hlaðið niður ef það hefur ekki þegar verið gert.
Núverandi staðsetning
Hægt er að koma á GPS-sambandi og fá upp núverandi staðsetningu með því að velja Valkostir > Núv. staður eða ýta á . Ef skjávarinn fer í gang þegar tækið er að reyna að koma á GPS-tengingu, þá verður truflun þar á.
GPS-vísir birtist á skjánum. Eitt strik merkir einn gervihnött. Á meðan tækið reynir að finna gervihnött er strikið gult. Þegar tækið fær næg gögn frá gervihnettinum til að koma á GPS-tengingu verður strikið grænt. Því fleiri græn strik þeim mun meiri er sendistyrkurinn.
Þegar GPS-tengingin er virk er núverandi staðsetning sýnd á kortinu með
Að færast til og nota aðdrátt
Til að færast til á kortinu skaltu fletta upp eða niður, til hægri eða vinstri. Sjálfgefið er að stefna kortsins sé í norður. Áttavitarósin sýnir stefnu kortsins og hún snýst þegar leiðsögn fer fram og stefnan breytist.
Þegar þú skoðar kortið á skjánum er nýju korti hlaðið niður sjálfkrafa ef þú flettir að svæði sem ekki er á kortum sem þegar hefur verið hlaðið niður. Kortin eru ókeypis en niðurhal getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Kortin vistast sjálfkrafa í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti (ef slíkt kort er í tækinu og það er stillt sem sjálfgefin kortageymsla).
Ýttu á eða til að súmma kortið að eða frá. Notaðu mælikvarðann til að meta fjarlægð milli tveggja punkta á kortinu.
Staðsetning
73
Kortaskjárinn stilltur
Til að tilgreina hvaða metrakerfi er notað á kortunum velurðu Valkostir > Verkfæri > Stillingar > Kort >
Mælieiningar > Metrakerfi eða Amerískt kerfi.
Hægt er að tilgreina hvers konar áhugaverði staði kortið
Staðsetning
sýnir með því að velja Valkostir > Verkfæri > Stillingar >
Kort > Flokkar og tiltekna flokka.
Til að velja hvort þú vilt sjá kort í tvívídd, þrívídd, sem gervitunglamynd eða „blandað“ velurðu Valkostir >
Kortastilling > Kort, Þrívíddarkort, Gervitungl eða Blandað. Ekki er víst að hægt sé að fá gervitunglamyndir á
öllum landsvæðum. Til að tilgreina hvort þú vilt að kortaskjárinn sé í dag- eða
næturstillingu velurðu Valkostir > Verkfæri >
Stillingar > Kort > Dagsstilling eða Næturstilling.
Til að laga aðrar internet-, leiðsagnar og leiðarstillingar og almennar stillingar kortsins velurðu Valkostir >
Verkfæri > Stillingar.

Kortum hlaðið niður

Þegar kortinu er flett á skjánum, t.d. ef annað land er skoðað, er öðru korti hlaðið niður sjálfkrafa. Kortin sem hlaðið er niður eru ókeypis en niðurhal getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Hægt er að sjá magn fluttra gagna á gagnateljaranum (kB) sem er á skjánum. Teljarinn sýnir hve netnotkunin er mikil þegar kort eru skoðuð, leiðaráætlanir gerðar eða leitað er að stöðum á netinu.
Til að hindra að tækið hlaði kortum sjálfvirkt niður af internetinu, t.d. þegar þú ert utan heimasímkerfisins, eða öðrum kortagögnum sem sérþjónusta biður um, skaltu velja Valkostir > Verkfæri > Stillingar > Internet >
Nettenging við ræsingu > Nei.
Til að tilgreina hve mikið pláss þú vilt nota á samhæfu minniskorti til að vista kortaupplýsingar eða raddleiðsagnarskrár skaltu velja Valkostir > Stillingar >
Kort > Hámark minniskorts. Þessi valkostur er aðeins
tiltækur þegar samhæft minniskort er í tækinu. Þegar minnið er orðið fullt er elstu kortunum eytt. Hægt er að eyða kortum með Nokia Map Loader PC forritinu.
Nokia Map Loader
Nokia Map Loader er tölvuhugbúnaður sem hægt er að nota til að hlaða niður kortum af ýmsum löndum af internetinu og setja þau upp í tækinu. Einnig er hægt að nota hann til að hlaða niður raddskrám sem veita nákvæma leiðsögn.
Setja þarf Nokia Map Loader hugbúnaðinn upp í samhæfri tölvu til að hægt sé að nota hann. Hægt er að hlaða
74
hugbúnaðinum niður af netinu á slóðinni www.nokia.com/maps. Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.
Þú verður að nota Kort-forritið og skoða kort að minnsta kosti einu sinni áður en þú tekur Nokia Map Loader í notkun. Nokia Map Loader notar upplýsingar úr Kort til að kanna hvaða útgáfu kortaupplýsinga á að hlaða niður.
Þegar búið er að setja hugbúnaðinn upp á tölvunni þarftu að gera eftirfarandi til að geta hlaðið niður kortum:
1. Tengdu tækið við tölvuna með samhæfri USB-
gagnasnúru. Veldu stillinguna „Mass storage“ sem USB-tengiaðferð.
2. Opnaðu Nokia Map Loader í tölvunni. Nokia Map
Loader kannar hvaða útgáfum af kortaupplýsingum skal hlaða niður.
3. Veldu kortin eða raddleiðsagnarskrárnar sem þú vilt fá
og síðan skaltu hlaða þeim niður og setja upp í tækinu.
Ábending! Notaðu Nokia Map Loader til að vista gjöld
fyrir gagnaflutning.

Að finna stað

Hægt er að leita að áhugaverðum stað eftir lykilorði með því að slá inn heiti staðarins eða tiltekið lykilorð í leitarreitinn á aðalskjánum og velja Leita.
Til að setja inn heimilisfang úr tengiliðaupplýsingunum velurðu Valkostir > Velja úr tengiliðum.
Hægt er að nota staðsetningu á kortinu, sem til dæmis upphafsstað fyrir leit í næsta nágrenni eða til að gera leiðaráætlun, sjá upplýsingar um hana eða hefja leiðsögu (sérþjónusta) með því að ýta á skruntakkann og velja tiltekinn valkost.
Til að vafra um áhugaverða staði eftir flokkum á svæðinu skaltu velja Valkostir > Leita og flokk. Slá verður inn borg og land ef leita á eftir heimilisfangi. Einnig er hægt að nota heimilisfang sem vistað hefur verið á tengiliðaspjaldi í Tengiliðum.
Til að vista stað sem uppáhaldsstað skaltu ýta á skruntakkann á viðkomandi stað og velja Bæta við
Staðina mína, slá inn heiti staðar og velja Í lagi. Einnig
er hægt að vista staðinn hjá leið eða í safni. Til að skoða vistaða staði velurðu Valkostir > Uppáhalds > Staðirnir
mínir.
Til að senda vistaðan stað í samhæfa tölvu skaltu ýta á skruntakkann á staðaskjánum og velja Senda. Ef staður er sendur í textaskilaboðum er upplýsingunum umbreytt í venjulegan texta.
Þegar taka á skjámynd af staðnum skaltu velja Valkostir >
Verkfæri > Vista skjámynd korts. Skjámyndin er vistuð
í Galleríinu. Til að senda skjámyndina opnarðu Gallerí og velur þann valkost að senda á tækjastikunni eða á valmyndinni, og síðan aðferðina.
Staðsetning
75
Til að skoða vafrayfirlitið, staði sem þú hefur skoðað á korti, og leiðir og söfn sem þú hefur búið til, velurðu
Valkostir > Uppáhalds og tiltekinn valkost.

Leiðaráætlun

Staðsetning
Til að gera leiðaráætlun til áfangastaðar flettirðu að tiltekna áfangastaðnum, styður á skruntakkan og velur
Bæta við leið. Þá er staðnum bætt inn í leiðaráætlunina.
Til að bæta fleiri stöðum inn í leiðina velurðu Valkostir >
Bæta við leiðarpunkti. Fyrsti áningastaður sem þú velur er
upphafsstaðurinn. Til að breyta röð áningarstaða skaltu ýta á skruntakkann og velja Færa.

Viðbótarþjónusta

Hægt er að kaupa og hlaða niður ýmiss konar leiðbeiningum, svo sem borgar- og ferðahandbókum, í tækið. Einnig geturðu keypt leyfi fyrir nákvæma aksturs­og gönguleiðsögn með raddstýringu og umferðarupplýsingaþjónustu til að nota í Kort. Leiðsagnarleyfi gildir um tiltekið svæði (svæðið er valið þegar leyfið er keypt) og aðeins er hægt að nota það á þessu tiltekna svæði.
Efnið vistast sjálfkrafa í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti (ef slíkt kort er í tækinu).
Hægt er að færa leiðsagnarleyfið sem þú kaupir yfir í annað tæki en aðeins er hægt að ræsa það í einu tæki íeinu.
Umferðarupplýsingar og tengd þjónusta er veitt af þriðja aðila, óháð Nokia. Upplýsingarnar kunna að vera ónákvæmar og ófullnægjandi að einhverju leyti og hafa þarf aðgengi að þeim. Aldrei skal treysta eingöngu á fyrrgreindar upplýsingar og tengda þjónustu.
Leiðsögn
Hægt er að kaupa raddstýrða aksturs- og gönguleiðsögn eða einungis gönguleiðsögn með því að velja Valkostir >
Aukakostir > 0\tHandbækur eða 2\tGanga. Hægt er að
greiða hana með kreditkorti eða láta skuldfæra upphæðina á símareikningnum (ef farsímakerfið styður slíka þjónustu).
Akstursleiðsögn
Þegar akstursleiðsögn er notuð í fyrsta skipti er beðið um að þú veljir tungumál raddstýringarinnar og sækir raddstýringarskrár viðkomandi tungumáls af netinu. Einnig er hægt að hlaða niður raddleiðsagnarskrám með því að nota Nokia Map Loader. Sjá „Nokia Map Loader“ á bls. 74.
Hægt er að skipta um tungumál seinna í kortavalmyndinni með því að velja Valkostir > Verkfæri > Stillingar >
Leiðsögn > Raddleiðsögn og tungumál, og hlaða niður
raddleiðsagnarskránum fyrir viðkomandi tungumál.
76
Gönguleiðsögn
Gönguleiðsögn er á margan hátt frábrugðin akstursleiðsögn: Í gönguleiðum er ekki tekið tillit til hugsanlegra aksturstakmarkanna, svo sem einstefnuaksturs og reglna um beygjubann, og þær ná til svæða fyrir gangandi vegfarendur og almenningsgarða. Í þeim er lögð áhersla á göngustíga og sveitavegi, en þjóðvegum og hraðbrautum er sleppt. Hámarkslengd gönguleiðar er 50 kílómetrar (31 míla) og hámarksgönguhraði er 30 km/klst. (18 mílur/klst.). Ef farið er yfir hámarkshraða stöðvast leiðsögnin, en hún hefst á ný um leið og gengið er á réttum hraða.
Gönguleiðsögn býður ekki upp á „skref-fyrir-skref“ leiðsögn eða raddleiðsögn. Þess í stað vísar stór ör leiðina og lítil ör neðst á skjánum bendir beint á áfangastað. Gervitunglamynd er aðeins í boði í gönguleiðsögn.
Leiðsögn til áfangastaðar
Til að hefja leiðsögn til tiltekins áfangastaðar með GPS skaltu velja einhvern stað á kortinu eða í leitarniðurstöðum og Valkostir > Aka til eða Ganga þangað.
Til að skipta milli skjámynda meðan leiðsögn fer fram flettirðu til vinstri eða hægri.
Til að stöðva leiðsögn ýtirðu á Stöðva. Til að velja leiðsagnarvalkosti ýtirðu á Valkostir meðan
leiðsögn fer fram. Ef akstursleiðsögn er virk birtist valmynd með tólf valkostum á skjánum.
Hver takki á takkaborðinu samsvarar einum valkosti á skjánum. Ýttu á 2 til að endurtaka raddskipun, 3 til að skipta á milli dag- og næturstillingar, og 4 til að vista núverandi stað o.s.frv.
Umferðarupplýsingar
Til að kaupa leyfi fyrir rauntíma umferðarupplýsingar skaltu velja Valkostir > Aukakostir > Um umferð. Þjónustan veitir upplýsingar um hluti sem geta tafið ferð þína. Niðurhal á viðbótarþjónustu getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Til að sjá upplýsingar um hluti sem geta valdið töfum eða orðið til þess að þú kemst ekki áfangastað skaltu velja
Valkostir > Um umferð. Tafir eru sýndar á kortinu sem
þríhyrningar eða strik. Hægt er að nota sjálfvirka hjáleið til að komast leiðar sinnar.
Til að sjá nánari upplýsingar um tafir og hugsanlegar hjáleiðir skaltu ýta á skruntakkann.
Til að uppfæra umferðarupplýsingarnar skaltu velja
Uppfæra umferðarupplýsingar. Til að tilgreina hve oft
umferðarupplýsingarnar eru uppfærðar sjálfvirkt skaltu velja Valkostir > Verkfæri > Stillingar > Leiðsögn >
Uppfæra umferðarupplýsingar.
Staðsetning
77
Til að búa sjálfvirkt til aðra leið ef umferðaróhapp kann að tefja þig eða hindra að þú komist á áfangastað skaltu velja
Valkostir > Verkfæri > Stillingar > Leiðsögn > Velja aðra leið vegna umferðar > Sjálfvirkt.
Handbækur
Staðsetning
Hægt er að kaupa og hlaða niður ýmiss konar leiðbeiningum, svo sem borgar- og ferðahandbókum, í tækið með því að velja Valkostir > Aukakostir >
0\tHandbækur.
Þessar handbækur veita upplýsingar um áhugaverða staði, veitingastaði, hótel og fleira áhugavert. Kaupa verður bækurnar og hlaða þeim niður fyrir notkun.
Til að skoða handbók á töflunni Mínar handb. í
0\tHandbækur skaltu velja bók og undirflokk (ef það er í
boði). Til að hlaða niður nýrri handbók í tækið í 0\tHandbækur
skaltu velja tilteknu handbókina og Sækja > . Kaupferlið hefst sjálfvirkt. Hægt er að greiða með kreditkorti eða láta skuldfæra upphæðina á símareikningnum (ef farsímakerfið styður slíka þjónustu).
Kaupin eru staðfest með því að velja Í lagi tvisvar. Til að fá staðfestingu á kaupunum í tölvupósti skaltu slá inn nafn þitt og netfang og velja Í lagi.

Leiðarmerki

Ýttu á og veldu Verkfæri > Tenging > Leiðarm.. Með
Leiðarm. er hægt að vista upplýsingar um staðsetningu
tiltekinna staða á tækinu. Hægt er að flokka vistaðar staðsetningar í nokkra flokka, svo sem viðskipti, og bæta þar við öðrum upplýsingum, t.d. heimilisföngum. Hægt er að nota vistuð leiðarmerki í samhæfum forritum, svo sem
GPS-gögn og Kort.
Punktarnir í GPS-tækinu eru gefnir upp í gráðum og broti úr gráðum og notað er alþjóðlega WGS-84 hnitakerfið.
Nýtt leiðarmerki er búið til með því að velja Valkostir >
Nýtt leiðarmerki. Staðsetningarbeiðni fyrir punkta
núverandi staðar er send með því að velja Núv.
staðsetning. Hægt er að færa upplýsingarnar inn handvirkt
með því að velja Færa inn handvirkt. Til að breyta eða setja inn upplýsingar hjá vistuðu
leiðarmerki (t.d. götuheiti) skaltu fletta að leiðarmerkinu og ýta á . Flettu að tiltekna reitnum og sláðu inn upplýsingarnar.
Til að skoða leiðarmerkið á kortinu skaltu velja Valkostir >
Sýna á korti. Til að búa til leið að staðnum skaltu velja Valkostir > Leiðsögn á korti.
Hægt er að raða leiðarmerkjunum í fyrir fram ákveðna flokkna og búa til nýja flokka. Hægt er að breyta og búa til
78
nýja flokka með því að ýta á í Leiðarm. og velja
Valkostir > Breyta flokkum.
Til að bæta leiðarmerki við flokk skaltu fletta að því í
Leiðarm. og velja Valkostir > Bæta við flokk. Flettu að
þeim flokki sem þú vilt bæta leiðarmerkinu við og veldu hann.
Til að senda eitt eða fleiri leiðarmerki í samhæfa tölvu skaltu velja Valkostir > Senda. Móttekin leiðarmerki eru sett í möppuna Innhólf í Skilaboð.

GPS-gögn

Ýttu á og veldu Verkfæri > Tenging > GPS-gögn.
GPS-gögn eru gerð til að gefa leiðarlýsingu til tiltekins
staðar, upplýsingar um staðsetningu hverju sinni sem og ferðaupplýsingar, t.d. áætlaða fjarlægð til áfangastaðar og áætlaðan ferðatíma þangað.
Punktarnir í GPS-tækinu eru gefnir upp í gráðum og broti úr gráðum og notað er alþjóðlega WGS-84 hnitakerfið.
Til að nota GPS-gögn þarf GPS-móttakari tækisins að taka á móti staðsetningarupplýsingum frá a.m.k. þremur gervihnöttum til að reikna út punkta þess staðar sem þú ert staddur á.

Leiðarlýsing

Veldu Leiðsögn til að nota leiðarlýsinguna. Kveiktu á leiðarlýsingunni utandyra. Ef kveikt er á henni innandyra er ekki víst að GPS-móttakarinn fái nauðsynlegar upplýsingar frá gervihnöttunum.
Við leiðarlýsingu er notaður snúningsáttaviti á skjá tækisins. Rauð kúla sýnir í hvaða átt áfangastaðurinn er og áætluð vegalengd þangað birtist á áttavitanum.
Leiðarlýsingin sýnir beinustu leiðina og stystu vegalengdina til áfangastaðarins, mælda í beinni línu. Ekki er tekið tillit til hindrana á leiðinni, svo sem bygginga og náttúrulegra hindrana. Og ekki er tekið tillit til hæðarmismunar þegar fjarlægðin er reiknuð út. Leiðarlýsingin er aðeins virk þegar þú ert á ferð.
Til að stilla á áfangastað skaltu velja Valkostir > Velja
ákvörðunarstað og leiðarmerki sem áfan gastað eða slá inn
lengdar- og breiddargráður. Veldu Hætta leiðsögu til að hreinsa út áfangastaðinn.

Móttaka staðsetningarupplýsinga

Hægt er að sjá staðsetningarupplýsingar þess staðar sem þú ert staddur á með því að velja Staða. Áætluð staðsetning birtist á skjánum.
Hægt er að vista staðsetninguna sem leiðarmerki með því að velja Valkostir > Vista stöðu.
Staðsetning
79
Leiðarmerki eru vistaðar staðsetningar með viðbótarupplýsingum og hægt er að nota þau í öðrum samhæfum forritum og flytja milli samhæfra tækja.

Áfangamælir

Staðsetning
Veldu Lengd ferðar > Valkostir > Ræsa til að ræsa fjarlægðarmælingu og Stöðva til að stöðva hana. Niðurstöður hennar eru áfram á skjánum. Notaðu þessa aðgerð utandyra til að ná betra GPS-merki.
Veldu Endurstilla til að núllstilla fjarlægðarmælingu og tíma sem og meðal- og hámarkshraða, og hefja nýjan útreikning. Veldu Endurræsa til að núllstilla einnig vegalengdarmæli og heildartíma.
Áreiðanleiki áfangamælisins er ekki fullkominn og sléttunarvillur eru mögulegar. Nákvæmnin veltur einnig á móttöku og gæðum GPS-merkja.
80

Tækið sérstillt

Veldu úr eftirfarandi til að sérstilla tækið:
Upplýsingar um hvernig á að nota biðskjáinn til að
opna mest notuðu forritin á fljótlegan hátt er að finna í „Virkur biðskjár“ á bls. 83.
Upplýsingar um hvernig á að breyta
bakgrunnsmyndinni á biðskjánum eða skjávaranum er að finna í „Útliti tækisins breytt“ á bls. 83.
Upplýsingar um hvernig á að velja og breyta
hringitónum er að finna í „Snið—tónar stilltir“ á bls. 81 og „Hringitónum bætt við tengiliði“ á bls. 109.
Upplýsingar um hvernig á að breyta flýtivísunum sem
virka þegar stutt er á skruntakkann auk hægri og vinstri valtakka ns í biðstöðu er a ð finna í „Biðstaða“ á bl s. 119.
Til að breyta útliti klukkunnar sem sést í biðstöðu skaltu
ýta á og velja Forrit > Klukka > Valkostir >
Stillingar > Útlit klukku > Með vísum eða Stafræn.
Til að breyta opnunarkveðjunni í mynd eða hreyfimynd
skaltu ýta á og velja Verkfæri > Stillingar >
Almennar > Sérstillingar > Skjár > Opnun.kv. eða táknm..
Útliti aðalvalmyndarinnar er breytt með því að velja
Valkostir > Skipta um útlit > Tafla eða Listi.
Til að nota hreyfitákn í tækinu skaltu á aðalvalmyndinni
velja Valkostir > Hreyfing tákna > Kveikt.
Aðalvalmyndin er endurskipulögð með því að velja
Valkostir > Færa, Færa í möppu eða Ný mappa.
Þú getur fært þau forrit sem þú notar sjaldan í möppur og sett forrit sem þú notar oft á aðalvalmyndina.

Snið—tónar stilltir

Til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum tónum fyrir mismunandi aðstæður, umhverfi eða hópa skaltu ýta á og velja Verkfæri > Snið.
Til að breyta sniðinu skaltu velja Verkfæri > Snið, snið og
Valkostir > Gera virkt. Einnig er hægt að velja annað snið
með því að ýta á í biðstöðu. Veldu sniðið sem þú vilt nota og svo Í lagi.
Ábending! Skipt er á milli sniðanna almennt snið og
án hljóðs með því að halda inni. Sniði er breytt með því að ýta á og velja Verkfæri >
Snið. Skrunaðu að sniðinu og veldu Valkostir > Sérsníða.
Veldu stil linguna se m þú vilt breyt a og ýttu á t il að opna valkostina. Tónar sem eru vistaðir á samhæfu minniskorti (ef það er í tækinu) eru táknaðar með .
Á tónalistanum opnar tengillinn Sækja tóna (sérþjónusta) lista yfir bókamerki. Þú getur valið bókamerki og tengst við vefsíðu til að hlaða niður fleiri tónum.
Tækið sérstillt
81
Ef þú vilt að tækið segi nafn þeirra sem hringja í þig skaltu velja Valkostir > Sérsníða og stilla á Segja nafn hringj. til Kveikt. Nafn þess sem hringir verður að vera vistað í Tengiliðir.
Nýtt pósthólf er búið til með því að velja Valkostir >
Búa til nýtt.
Tækið sérstillt

Snið án tengingar

Sniðið Ótengdur gerir þér kleift að nota símann án þess að tengjast við símkerfið. Þegar þú virkjar sniðið Ótengdur er slökkt á tengingunni við þráðlausa símkerfið og það gefið til kynna með í sendistyrksvísinum. Lokað er á allar þráðlausar sendingar til og frá tækinu. Ef þú reynir að senda skilaboð er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem þau eru send síðar.
Þegar sniðið Ótengdur er virkt er hægt að nota tækið án (U)SIM-korts.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja,
svara símtölum eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt að hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið.
Þegar þú hefur valið sniði ð Ótengdur geturðu áfram notað þráðlaust staðarnet, t.d. til þess að lesa tölvupóst eða vafra
á internetinu. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og notar þráðlausa staðarnetstengingu. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 25. Einnig er hægt að nota Bluetooth-tengingu í sniðinu
Ótengdur. Sjá „Bluetooth-tengingar“ á bls. 28.
Slökkt er á sniðinu Ótengdur með því að ýta á rofann og velja annað snið. Þá verða þráðlaus samskipti aftur möguleg (ef nægur sendistyrkur er fyrir hendi).

3-D tónar

Ýttu á og veldu Verkfæri > 3-D tónar. Með 3-D tónar er hægt að gera hringitóna þríóma (3-D). Það eru ekki allir hringitónar sem styðja 3-D.
3-D er gert virkt með því að velja 3-D hljómur
hringitóna > Kveikt. Hringitóni er breytt með því að
velja Hringitónn og þann tón sem óskað er eftir. Til að breyta 3-D áhrifum hringitónsins skaltu velja
Hljóðferill og þann óm sem óskað er eftir. Veldu úr
eftirfarandi stillingum til að breyta tóninum:
Taktur—Skrunaðu til vinstri eða hægri til að stilla hraða
hljóðs sem berst úr einni átt í aðra. Ekki er hægt að velja þessa stillingu fyrir alla hringitóna.
Endurómun—Veldu hvernig endurómun á að vera.
82
Doppler—Veldu Kveikt til að hringitónninn sé hærri þegar
þú ert nálægt tækinu og lægri þegar þú ert lengra í burtu. Þegar þú nálgast tækið virðist tónninn verða hærri og svo lægri þegar þú fjarlægist það. Ekki er hægt að velja þessa stillingu fyrir alla hringitóna og hljóðferla.
Til að heyra hringitón með 3-D áhrifum skaltu velja
Valkostir > Spila tón.
Ef þú ræsir 3-D tóna en velur engin 3-D áhrif verður hringtónninn víðóma.
Til að stilla styrk hringitónsins skaltu velja Verkfæri >
Snið > Valkostir > Sérsníða > Hljóðst. hringingar.

Útliti tækisins breytt

Til að breyta útliti skjásins, t.d. veggfóðri og táknum, skaltu ýta á og velja Verkfæri > Stillingar > Almennar >
Sérstillingar > Þemu.
Til að breyta þema sem notað er fyrir öll forritin í tækinu skaltu velja Þemu > Almennt. Til að breyta þema tiltekins forrits skaltu velja forritið á aðalvalmyndinni.
Til að skoða þema áður en þú velur að nota það skaltu velja
Valkostir > Skoða áður. Til að þemað verði virkt skaltu
velja Valkostir > Velja. Þemað sem er virkt er táknað með .
Þemu á samhæfu minniskorti (ef það er í tækinu) eru táknuð með . Ekki er hægt að velja þemun á minniskortinu ef minniskortið er ekki í tækinu. Ef þú vilt nota þemun sem eru vistuð á minniskortinu án þess að minniskortið sé í tækinu skaltu fyrst vista þau í minni þess.
Til að breyta útliti aðalv almyndarinnar skaltu velja Þemu >
Valmynd.
Til að koma á nettengingu og hlaða niður fleiri þemum í Almennt eða Valmynd skaltu velja Sækja þemu (sérþjónusta).
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst
og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Til að breyta veggfóðri og orkusparnaði í núverandi þema skaltu velja Þemu > Veggfóður til að breyta bakgrunnsmynd á skjánum í biðham eða Orkusparn. til að breyta orkusparnaðinum sem birtist á skjánum í biðham. Sjá einnig upplýsingar um stillingar fyrir orkusparnað í „Skjár“ á bls. 119.

Virkur biðskjár

Á virka biðskjánum eru flýtivísar fyrir forrit, viðburðir í forritum, t.d. dagbók og spilara.
Tækið sérstillt
83
Til að kveikja og slökkva á virka biðskjánum skaltu ýta á og velja Verkfæri > Stillingar > Almennar >
Sérstillingar > Biðstaða > Virkur biðskj..
Veldu forrit eða færslu og ýttu á .
Ekki er hægt að nota
Tækið sérstillt
flýtivísa skruntakkans í biðstöðu þegar kveikt er á virka biðskjánum.
Til að breyta flýtivísum sjálfgefinna forrita skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Stillingar > Almennar > Sérstillingar > Biðstaða > Forrit. í virk. biðskjá.
Sumir flýtivísar kunna að vera tilgreindir fyrirfram og ekki er hægt að breyta þeim.
84

Tímastjórnun

Klukka

Ýttu á og veldu Forrit > Klukka. Stillt er ánýjahringingu með því að velja Valkostir >
Stilla vekjaraklukku. Til að sjá bæði virkar og óvirkar
hringingar skaltu ýta á . Stillt er á nýja hringingu með því að velja Valkostir > Stilla vekjara. vísirinn sést á skjánum þegar vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Veldu Stöðva til að slökkva á þessari stillingu. Hægt er að stöðva hringinguna í 5 mínútur með því að velja Blunda.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef valið er Stöðva er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða til að hringja og svara símtölum. Ekki velja Já þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Slökkt er á vekjaraklukkunni (áður en hún hringir) með því að velja Forrit > Klukka > Valkostir > Slökkva á vekjara.
Stillingum klukkunnar er breytt með því að velja Forrit >
Klukka > Valkostir > Stillingar > Tími eða Dagsetning, Útlit klukku eða Tónn viðvörunar.
Veldu Sjálfv. tímauppfærsla > Sjálfvirk uppfærsla til að láta farsímakerfið uppfæra tímann, dagsetninguna og tímabelti tækisins (sérþjónusta).

Heimsklukka

Heimsklukkan er opnuð með því að velja Klukka og ýta tvisvar á . Í skjá heimsklukkunnar getur þú séð tímann í hinum ýmsu borgum. Til að bæta fleiri borgum á listann skaltu velja Valkostir > Bæta við borg. Það er að hámarki hægt að bæta 15 borgum við listann.
Til að velja borgina sem þú ert staddur/stödd í skaltu velja hana og síðan Valkostir > Velja sem borg. Borgin birtist í aðalskjá klukkunnar og tíma tækisins er breytt í samræmi við borgina. Gakktu úr skugga um að tíminn sé réttur og að hann passi við tímabeltið.

Dagbók

Ýttu á og veldu Forrit > Dagbók. Til að bæta nýju atriði inn í dagbókina skaltu velja dagsetninguna og velja síðan Valkostir > Nýtt atriði og eitt af eftirfarandi:
1 Fundur—Til að minna þig á fund með tiltekinni
dagsetningu og tíma.
Minnisatriði—Til að búa til almenna færslu fyrir dag. Afmæli—Til að minna þig á afmæli og aðra merkisdaga
(sem eru endurteknir á hverju ári).
Verkefni—Til að minna þig á verkefni sem þarf að ljúka
fyrir tiltekinn dag.
Tímastjórnun
85
2 Fylltu út reitina. Viðvörun
er stillt með því að velja
Viðvörun > Virk og slá
inn Tími viðvörunar og
Dagur viðvörunar.
Tímastjórnun
Til að bæta lýsingu við færslu skaltu velja Valkostir >
Bæta við lýsingu.
3 Veldu Lokið til
að vista atriðið.
Flýtivísir: Ýttu á hvaða
takka sem er í daga-, viku eða mánaðarskjá dagbókarinnar ( ). Fundaratriði opnast og stafirnir sem þú hefur slegið inn birtast í reitnum
Efni. Í verkefnum opnast verkefnafærsla.
Þegar hljóðmerki dagbókar heyrist er slökkt á því með því að velja Hljóð af. Textinn er þó áfram á skjánum. Slökkt er á viðvörun með því að velja Stöðva. Stillt er á blund með því að velja Blunda.
Hægt er að samstilla dagbókina við samhæfa tölvu með Nokia Nseries PC Suite. Velja skal stillingu fyrir valkostinn
Samstilling þegar dagbókaratriði er búið til.

Dagbókarskjáir

Veldu Valkostir > Stillingar til að breyta upphafsdegi vikunnar eða skjánum sem birtist þegar dagbókin er opnuð.
Til að opna tiltekinn dag skaltu velja Valkostir >
Fara á dagsetningu. Ýttu á til að opna daginn í dag.
Skipt er á milli skjáa (mánaðar-, viku-, dags- eða verkefnayfirlits) með því að ýta á .
Minnismiði í dagbók er sendur í samhæft tæki með því að velja Valkostir > Senda.
Ef það tæki er ekki samhæft við alþjóðlega tímastaðalinn (UTC) er ekki víst að uppýsingar um tímasetningar á mótteknum dagbókaratriðum séu réttar.
Dagbókinni er breytt með því að velja Valkostir >
Stillingar > Viðv.tónn dagbókar, Sjálfvalinn skjár, Fyrsti dagur viku og Skilgreining á viku.

Unnið með dagbókaratriði

Til að eyða fleiri en einu atriði í einu skaltu opna mánaðarskjáinn og velja Valkostir > Eyða atriði >
Eyða fyrir eða Öllum atriðum.
Verkefni er merkt sem lokið með því að fletta að því og velja Valkostir > Merkja sem lokið.
86

Skilaboð

Ýttu á og veldu Skilaboð (sérþjónusta). Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti
og birt margmiðlunarboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Skilaboð eru búin til með því að velja Ný skilaboð.
Skilaboð inniheldur eftirfarandi möppur:
Innhólf—Inniheldur móttekin skilaboð, fyrir
utan tölvupóstskeyti og skilaboða frá endurvarpa. Tölvupóstskeyti eru vistuð í Pósthólf.
Mínar möppur—Til að raða skilaboðum í möppur.
Ábending! Hægt er að nota textana
í sniðmátamöppunni til að komast hjá því að endurskrifa skilaboð sem eru send oft. Einnig er hægt að búa til og vista eigin sniðmát.
Pósthólf—Hér er hægt að tengjast við ytra pósthólf
til að sækja nýjan tölvupóst og skoða eldri tölvupóst án tengingar. Sjá „Tölvupóstur“ á bls. 94.
Uppköst—Inniheldur drög að skilaboðum sem hafa
ekki verið send.
Sendir hlutir—Inniheldur síðustu skilaboðin sem
hafa verið send, fyrir utan þau sem hafa verið send um
Bluetooth eða innrautt tengi. Upplýsingar um hvernig á að breyta fjölda vistaðra skilaboða er að finna í „Aðrar stillingar“ á bls. 97.
Úthólf—Skilaboð sem bíða þess að verða send eru
vistuð tímabundið í úthólfinu, t.d. þegar tækið er utan þjónustusvæðis.
Tilkynningar—Hægt er að biðja símkerfið að senda
skilatilkynningar fyrir send texta- og margmiðlunarboð (sérþjónusta).
Til að slá inn og senda þjónustubeiðnir til þjónustuveitu (einnig þekktar sem USSD-skipanir), líkt og skipanir um að virkja sérþjónustu, skaltu velja Valkostir >
Þjónustuskipun í aðalvalmynd Skilaboð.
Með Upplýs. frá endurv. (sérþjónusta) getur þú fengið skilaboð frá þjónustuveitunni um mismunandi efni, líkt og veður og umferð. Upplýsingar um hvaða efni eru í boði og efnisnúmer fást hjá þjónustuveitunni. Í aðalvalmynd
Skilaboð skaltu velja Valkostir > Upplýs. frá endurv..
Ekki er hægt að fá upplýsingar frá endurvarpa í UMTS-símkerfum. Pakkagagnatenging getur valdið því að upplýsingar frá endurvarpa berist ekki.
Skilaboð
87

Textaritun

ABC, abc og Abc tákna hvaða stafsetur er valið. 123 merkir tölur.
Skilaboð
Skipt er á milli tölu- og bókstafa með því að halda inni . Ýttu á til að skipta á milli stafagerða (samsetningar há- og lágstafa).
Hægt er að slá inn tölustaf með því að halda viðkomandi takka inni.
birtist þegar texti er sleginn inn með hefðbundnum
hætti og þegar flýtiritun er notuð. Með flýtiritun er hægt að slá inn hvaða staf sem er með því
að ýta aðeins einu sinni á takka hans. Flýtiritun byggist á innbyggðri orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum við.
Kveikt er á flýtirituninni með því að ýta á og velja
Kveikja á flýtiritun.
Ábending! Hægt er að kveikja eða slökkva
á flýtirituninni með því að ýta tvisvar sinnum snöggt á takkann.
Texta og listum breytt
Til að merkja atriði á lista skaltu velja það og ýta
samtímis á og .
Til að merkja mörg atriði á lista skaltu halda inni
takkanum á sama tíma og þú styður á eða .
Ljúktu valinu með því að sleppa fyrst og síðan .
Til að afrita og líma texta skaltu halda inni, ýttu
á eða til að auðkenna texta. Textinn er
afritaður með því að halda enn inni og velja Afrita.
Til að setja textann inn í skjal skaltu halda inni
takkanum og velja Líma.

Ritun og sending skilaboða

Til að geta búið til margmiðlunarboð eða skrifað tölvupóst verða réttar tengistillingar að vera fyrir hendi. Sjá „Tölvupóstsstillingar“ á bls. 91 og „Tölvupóstur“ á bls. 94.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.
1 Veldu Ný skilaboð og úr eftirfarandi:
SMS—Til að senda textaskilaboð.
Margmiðlunarboð—Til að senda margmiðlunarboð
(MMS).
Hljóðskilaboð—Til að senda hljóðskilaboð
(margmiðlunarboð sem innihalda eitt hljóðinnskot).
Tölvupóst—Til að senda tölvupóst.
88
2 Í Viðtak. reitnum skaltu ýta á til að velja
viðtakendur eða hópa úr tengiliðum, eða slá inn símanúmer eða tölvupóstföng viðtakendanna. Semíkomma (;) sem skilur að viðtakendur er sett inn með því að ýta á . Einnig er hægt að afrita og líma númer eða tölvupóstföng af klemmuspjaldinu.
3 Efni (titill) skilaboða eða tölvupóst er slegið inn í reitinn
Efni. Hægt er að breyta því hvaða reitir eru sýnilegir
með því að velja Valkostir > Sýnilegir hausar.
4 Skilaboðin eru skrifuð
í skilaboðareitinn. Til að setja inn sniðmát skaltu velja Valkostir >
Bæta í eða Setja inn hlut > Sniðmát.
5 Til að setja inn hlut (skrá)
sem hluta af margmiðlunarboðum skaltu velja Valkostir >
Setja inn hlut > Mynd, Hljóðskrá
eða Myndskeið.
6 Til að taka nýja mynd eða taka upp hljóð eða
hreyfimynd fyrir margmiðlunarboð skaltu velja
Setja inn nýja > Mynd, Hljóðskrá eða Myndskeið.
Veldu Skyggnu til að bæta nýrri skyggnu við skilaboðin.
Hægt er að skoða hvernig margmiðlunarboð líta út með því að velja Valkostir > Forskoða.
7 Til að bæta viðhengi við tölvupóst skaltu velja
Valkostir > Bæta inn > Mynd, Hljóðskrá, Myndskeiði, Minnismiða eða Annað fyrir annars konar skrár.
Tölvupóstviðhengi eru auðkennd með .
8 Skilaboð eru send með því að velja Valkostir > Senda
eða ýta á .
Til athugunar: Tækið kann að staðfesta að skilaboð hafi verið send á númer skilaboðamiðstöðvar sem hefur verið vistað í tækinu. Ekki er víst að tækið staðfesti að skilaboðin hafi borist viðtakanda. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um skilaboðaþjónustu.
Tækið styður sendingu textaskilaboða sem eru lengri en sem nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra tungumála, taka meira pláss og takmarka þannig þann fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Ekki er víst að hægt sé að senda myndskeið sem eru vistuð á .mp4-sniði eða eru stærri en þráðlausa símkerfið leyfir sem margmiðlunarboð.
Skilaboð
89
Ábending! Þú getur sameinað myndir, hreyfimyndir,
hljóð og texta í kynningu og sent hana sem margmiðlunarboð. Byrjaðu að búa til margmiðlunarboðin og veldu Valkostir > Búa til kynningu. Þessi valkostur
Skilaboð
birtist aðeins ef MMS-gerð er stillt á Með viðvörunum eða Allt. Sjá „Margmiðlunarboð“ á bls. 94.

Innhólf—móttaka skilaboða

Í Innhólf möppunni táknar ólesin textaskilaboð, ólesin margmiðlunarboð, ólesin hljóðskilaboð, gögn sem hafa verið móttekin um innrautt tengi og
gögn sem hafa verið móttekin um Bluetooth. Þegar þú færð skilaboð birtist og 1 ný skilaboð
á skjánum í biðstöðu. Veldu Sýna til að opna skilaboðin. Til að opna skilaboð í Innhólf skaltu velja þau og ýta á . Mótteknum skilaboðum er svarað með því að velja
Valkostir > Svara.

Margmiðlunarboð

Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru
opnuð. Hlutir í margmiðlunarboðum geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Þú getur fengið tilkynningu um að margmiðlunarboð bíði þín í margmiðlunarboðamiðstöðinni. Til að koma
á pakkagagnatengingu og sækja skilaboð skaltu velja
Valkostir > Sækja.
Þegar margmiðlunarboð eru opnuð ( ) sést mynd og texti. sést ef skilaboðin innihalda hljóð og
ef þau innihalda hreyfimynd. Hljóð og hreyfimynd eru spiluð með því að velja vísana.
Til að skoða hvaða hluti margmiðlunarboð innihalda skaltu velja Valkostir > Hlutir.
vísirinn birtist þegar skilaboð innihalda kynningu.
Kynningin er spiluð með því að velja vísinn.

Gögn og stillingar

Tækið getur tekið við margs konar skilaboðum sem innihalda gögn, svo sem nafnspjöld, hringitóna, skjátákn símafyrirtækist, dagbókarfærslur og tölvupóst. Þú getur einnig fengið stillingar frá þjónustuveitunni eða upplýsingadeild í samskipanaboðum.
Til að vista gögnin í skilaboðunum skaltu velja Valkostir og viðkomandi valkost.

Vefþjónustuboð

Vefþjónustuboð eru tilkynningar (t.d. nýjar fréttafyrirsagnir) sem geta innihaldið texta eða tengil.
90
Nánari upplýsingar um framboð og áskrift fást hjá þjónustuveitu.

Pósthólf

Tölvupóstsstillingar

Ábending! Notaðu Stillingahjálp til að setja inn
tölvupóstsstillingarnar. Ýttu á og veldu Verkfæri >
Hjálparforrit > Still.hjálp.
Til að geta notað tölvupóstinn þarftu að vera með gildan internetaðgangsstað í tækinu og setja inn réttar tölvupóstsstillingar. Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.
Ef þú velur Pósthólf í Skilaboð og hefur ekki sett upp tölvupóstsreikning er beðið um að þú gerir það. Til að velja póststillingar með leiðbeiningum skaltu velja Byrja. Sjá einnig „Tölvupóstur“ á bls. 94.
Þú verður að vera með tölvupóstsreikning. Fylgdu leiðbeiningunum frá ytra pósthólfinu þínu og internetþjónustuveitunni (ISP).
Þegar þú býrð til nýtt pósthólf kemur heitið sem þú gefur því í stað Pósthólf á aðalvalmyndinni fyrir Skilaboð. Hægt er að hafa allt að sex pósthólf.

Pósthólfið opnað

Þegar þú opnar pósthólfið spyr forritið hvort þú viljir tengjast við ytra pósthólfið (Tengjast pósthólfi?).
Veldu til að tengjast við ytra pósthólfið og sækja fyrirsagnir eða skeyti. Þegar þú skoðar tölvupóst meðan á tengingu stendur ertu stöðugt í sambandi við ytra pósthólfið með gagnapakkatengingu.
Veldu Nei ef þú vilt skoða tölvupóst sem þú hefur áður sótt án þess að tengjast.
Til að skrifa nýjan tölvupóst skaltu velja Ný skilaboð >
Tölvupóst í aðalvalmynd skilaboða eða Valkostir > Búa til skilaboð > Tölvupóst í pósthólfinu. Sjá „Ritun og
sending skilaboða“ á bls. 88.

Tölvupóstur sóttur

Tengst er við ytra pósthólf með því að velja Valkostir >
Tengja.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstboð geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Skilaboð
91
1 Þegar tengst hefur verið við ytra pósthólfið er hægt
að velja Valkostir > Sækja tölvupóst og eitthvað af eftirfarandi:
Skilaboð
Nýjan—Til að fá öll ný tölvupóstskeyti. Valinn—Til að fá aðeins tölvupóst sem hefur verið
merktur.
Allan—Til að sækja öll tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
Hægt er að hætta við að sækja tölvupóst með því að velja Hætta við.
2 Ef þú vilt rjúfa tenginguna og skoða tölvupóstinn
án tengingar skaltu velja Valkostir > Aftengja.
3 Ýttu á til að opna tölvupóst. Ef tölvupóstskeyti hefur
ekki verið sótt og tengingin er ekki virk er spurt hvort þú viljir sækja tölvupóstinn.
Viðhengi eru skoðuð með því að opna tölvupóstinn og velja viðhengið sem auðkennt er með . Ef táknið er dekkt hefur viðhengið ekki verið flutt í tækið. Til að flytja það í tækið skaltu velja Valkostir > Sækja.
Tölvupóstur sóttur sjálfkrafa
Til að tölvupóstur berist sjálfvirkt skaltu velja Valkostir >
Stillingar tölvupósts > Sjálfvirk tenging. Nánari
upplýsingar er að finna í „Sjálfvirk tenging“ á bls. 96. Ef tækið er stillt þannig að það sæki tölvupóst
sjálfvirkt getur slíkt falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.

Tölvupósti eytt

Til að eyða tölvupósti úr tækinu án þess að eyða honum af ytri miðlaranum skaltu velja Valkostir > Eyða. Í Eyða sk.b. úr: skaltu velja Síma eingöngu.
Tækið speglar tölvupóstfyrirsagnirnar í ytra pósthólfinu. Það merkir að þótt efni tölvupósts sé eytt er fyrirsögn hans áfram í tækinu. Ef þú vilt einnig eyða fyrirsögnum þarftu fyrst að eyða tölvupóstinum úr ytra pósthólfinu og síðan að koma aftur á tengingu milli tækisins og ytra pósthólfsins til að uppfæra stöðuna.
Til að eyða tölvupósti bæði úr tækinu og úr ytra pósthólfi skaltu velja Valkostir > Eyða. Í Eyða sk.b. úr: skaltu velja
Síma og miðlara.
Til að hætta við að eyða tölvupósti úr tækinu og af miðlara skaltu velja tölvupóstinn sem hefur verið merktur til eyðingar við næstu tengingu ( ) og velja Valkostir >
Afturkalla.

Tenging við pósthólf rofin

Tengingu við ytra pósthólf er slitið með því að velja
Valkostir > Aftengja.
92

Skilaboð á SIM-korti skoðuð

Áður en hægt er að skoða skilaboð á SIM-korti þarf að afrita þau í möppu í tækinu.
1 Í aðalvalmynd Skilaboð skaltu velja Valkostir >
SIM-skilaboð.
2 Veldu Valkostir > Merkja/afmerkja > Merkja eða
Merkja allt til að merkja skilaboð.
3 Veldu Valkostir > Afrita. Þá opnast listi yfir möppur. 4 Afritunin er ræst með því að velja möppu og svo Í lagi.
Skilaboðin eru skoðuð með því að opna möppuna.

Stillingar skilaboða

Fylltu út alla reiti sem eru merktir með Þarf að skilgr. eða rauðri stjörnu. Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar. Þú getur einnig fengið stillingar frá þjónustuveitunni í stillingaboðum.
Skilaboðamiðstöðvar eða aðgangsstaðir (sumir eða allir) gætu verið forstilltir fyrir tækið af þjónustuveitunni og því er ekki víst að hægt sé að breyta þeim, búa þá til eða fjarlægja.

Textaskilaboð

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
SMS og úr eftirfarandi:
Skilaboðamiðstöðvar—Til að birta lista yfir allar
textaboðamiðstöðvar sem hafa verið tilgreindar.
Umritun stafa—Til að breyta stöfum sjálfkrafa þegar
sá valkostur er til staðar skaltu velja Minni stuðningur.
Skb.miðstöð í notkun—Til að velja hvaða
skilaboðamiðstöð er notuð til að senda textaskilaboð.
Fá tilkynningu—Til að velja hvort símkerfið sendir
skilatilkynningar fyrir skilaboðin þín (sérþjónusta).
Gildistími skilaboða—Til að velja hversu lengi
skilaboðamiðstöðin reynir að senda skilaboðin þín ef fyrsta sending þeirra mistekst (sérþjónusta). Ef ekki tekst að senda skilaboðin innan frestsins er skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.
Skilaboð send sem—Til að hafa samband við
þjónustuveituna og fá upplýsingar um hvort skilaboðamiðstöðin geti umbreytt textaskilaboðum í það snið sem þú vilt velja.
Æskileg tenging—Til að velja þá tengingu sem á að nota. Svar um sömu miðst.—Til að velja hvort þú vilt
að svarskilaboðin séu send um sama númer textaboðamiðstöðvar (sérþjónusta).
Skilaboð
93

Margmiðlunarboð

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Margmiðlunarboð og úr eftirfarandi:
Skilaboð
Stærð myndar—Til að velja myndastærðina
í margmiðlunarboðum.
MMS-gerð —Ef þú velur Með viðvörunum lætur tækið
þig vita ef þú reynir að senda skilaboð sem ekki er víst að móttökutæki styðji. Ef þú velur Takmörkuð kemur tækið í veg fyrir að send séu skilaboð sem ekki eru studd. Til að setja efni í skilaboðin án tilkynningar skaltu velja Allt.
Aðg.staður í notkun—Til að velja hvaða aðgangsstað
áhelst að nota.
Móttaka margmiðl.—Til að velja hvernig þú vilt fá
skilaboðin. Til að taka sjálfkrafa á móti skilaboðum á heimasímkerfi skaltu velja Sjálfv. í heimakerfi. Utan heimasímkerfisins mun tilkynning berast um að þú hafir móttekið skilaboð sem hafa verið vistuð í margmiðlunarboðamiðstöðinni.
Utan símkerfisins þíns getur sending og móttaka margmiðlunarboða kostað þig meira.
Ef þú velur Móttaka margmiðl. > Alltaf sjálfvirk kemur tækið þitt sjálfkrafa á pakkagagnatengingu til að sækja skilaboðin bæði innan og utan heimasímkerfisins þíns.
Leyfa nafnl. skilaboð—Til að velja hvort hafna
á skilaboðum frá nafnlausum sendanda.
Fá auglýsingar—Til að tilgreina hvort þú vilt taka á móti
auglýsingum í margmiðlunarboðum eða ekki.
Tilkynning um skil—Til að velja hvort þú vilt að staða
sendra skilaboða sjáist í notkunarskránni (sérþjónusta).
Neita sendingu tilk.—Til að velja hvort þú vilt loka fyrir
sendingu skilatilkynninga úr tækinu fyrir móttekin skilaboð.
Gildistími skilaboða—Til að velja hversu lengi
skilaboðamiðstöðin reynir að senda skilaboðin þín ef fyrsta sending þeirra mistekst (sérþjónusta). Ef ekki tekst að senda skilaboðin innan frestsins er skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.

Tölvupóstur

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Tölvupóstur.
Til að velja hvaða pósthólf á að nota þegar tölvupóstur er sendur skaltu velja Pósthólf í notkun og pósthólfið.
Veldu Pósthólf og pósthólf til að breyta eftirfarandi stillingum: Tengistillingar, Notandastillingar,
Móttökustillingar og Sjálfvirk tenging.
94
Til að fjarlægja pósthólf og skilaboðin í því úr tækinu skaltu skruna að því og ýta á .
Nýtt pósthólf er búið til með því að velja Valkostir>
Nýtt pósthólf.
Tengistillingar
Stillingum fyrir móttekinn tölvupóst er breytt með því að velja Móttekinn póstur og úr eftirfarandi:
Notandanafn—Til að slá inn notandanafn þitt sem
þjónustuveitan þín lætur þér í té.
Lykilorð—Til að slá inn lykilorð. Ef þú fyllir ekki út þennan
reit verður beðið um lykilorðið þegar þú reynir að tengjast við ytra pósthólfið.
Miðlari fyrir innpóst—Til að slá inn IP-tölu eða heiti
hýsimiðlarans sem tekur við tölvupóstinum.
Aðg.staður í notkun—Til að velja internetaðgangsstað.
Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls. 127.
Nafn pósthólfs—Til að slá inn heiti fyrir pósthólfið. Tegund pósthólfs—Til að tilgreina samskiptareglur
tölvupósts sem þjónustuveita ytra pósthólfsins mælir með. Valkostirnir eru POP3 og IMAP4. Ekki er hægt að breyta þessum stillingum.
Öryggi (gáttir)—Til að velja öryggisvalkostinn sem
er notaður til að tryggja öryggi tengingar við ytra pósthólfið.
Gátt—Til að tilgreina gátt fyrir tenginguna. Örugg APOP-innskr. (aðeins fyrir POP3)—Til að nota með
POP3-samskiptareglunum til að dulkóða sendingu lykilorða á ytri tölvupóstþjón þegar tengst er við pósthólfið.
Stillingum fyrir móttekinn tölvupóst er breytt með því að velja Sendur póstur og úr eftirfarandi:
Tölvupóstfangið mitt—Til að slá inn tölvupóstfangið sem
þjónustuveitan lét þér í té.
Miðlari fyrir útpóst—Til að slá inn IP-tölu eða heiti
hýsimiðlarans sem sendir tölvupóstinn. Hugsanlega getur þú eingöngu notað útmiðlara þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Stillingarnar fyrir Notandanafn, Lykilorð,
Aðg.staður í notkun, Öryggi (gáttir) og Gátt eru eins og
í Móttekinn póstur.
Notandastillingar
Mitt nafn—Sláðu inn nafnið þitt. Það birtist í stað
tölvupóstfangsins þíns í tæki viðtakandans ef tækið styður það.
Senda tölvupóst—Tilgreindu hvernig tölvupóstur er sendur
úr tækinu. Veldu Strax svo tækið tengist pósthólfinu þegar þú velur Senda tölvupóst. Ef þú velur Í næstu tengingu er tölvupóstur sendur þegar tengst hefur verið við ytra pósthólfið.
Skilaboð
95
Afrit til sendanda—Veldu hvort þú vilt senda afrit
af tölvupóstinum í pósthólfið þitt.
Nota undirskrift—Veldu hvort pósturinn þinn eigi
að innihalda undirskrift þína.
Skilaboð
Tilkynning um tölvup.—Veldu hvort þú vilt fá vísbendingar
um nýjan tölvupóst (tón, tilkynningu og tákn um póst) þegar nýr póstur berst þér.
Móttökustillingar
Sótt tölvupóstskeyti—Tilgreindu hvaða hluta tölvupósts
áað sækja: Aðeins hausar, Að hluta til (kB) (POP3) eða Sk.boð & viðhengi (POP3).
Sótt magn—Veldu hversu mörg tölvupóstskeyti eru
sótt í einu.
IMAP4 möppuslóð (aðeins fyrir IMAP4)—Tilgreindu
slóðirnar á möppur í áskrift.
Áskrift að möppum (aðeins fyrir IMAP4)—Hægt er að
gerast áskrifandi að öðrum möppum í ytra pósthólfinu og sækja efni þeirra.
Sjálfvirk tenging
Tölvup.tilkynningar—Til að fá fyrirsagnir sjálfvirkt sendar
í tækið þegar þér berst nýr tölvupóstur í ytra pósthólfið skaltu velja Uppfæra sjálfkrafa eða Aðeins í heimakerfi.
Móttaka tölvupósts—Til að fá fyrirsagnir nýs tölvupósts
sjálfvirkt sendar úr ytra pósthólfinu á tilgreindum tímum
skaltu velja Kveikt eða Aðeins í heimakerfi. Tilgreindu hvenær og hversu oft skeytin eru sótt.
Tölvup.tilkynningar og Móttaka tölvupósts geta ekki
verið virkar samtímis. Ef tækið er stillt þannig að það sæki tölvupóst sjálfvirkt
getur slíkt falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.

Vefþjónustuboð

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Þjónustuboð. Veldu hvort þú vilt taka við þjónustuboðum.
Veldu Hlaða niður skilab. > Sjálfvirk ef þú vilt að tækið opni vafrann sjálfkrafa og komi á tengingu við símkerfið til að sækja efni þegar þú færð ný þjónustuboð.

Skilaboð frá endurvarpa

Upplýsingar um tiltækt efni og efnisnúmer fást hjá þjónustuveitunni. Ýttu á og veldu Skilaboð >
Valkostir > Stillingar > Uppl. frá endurvarpa og
úr eftirfarandi:
Móttaka—Veldu hvort þú vilt taka við endurvarpsboðum. Tungumál—Veldu tungumálin sem þú vilt taka við
skilaboðum á: Öll, Valin eða Önnur.
96
Greina nýtt efni—Veldu hvort tækið leiti sjálfkrafa að
nýjum efnisnúmerum og visti þau án heitis á efnislista.

Aðrar stillingar

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Annað og úr eftirfarandi: Vista send skilaboð—Veldu hvort þú vilt vista afrit af
textaskilaboðum, margmiðlunarboðum eða tölvupósti sem þú sendir í möppuna Sendir hlutir.
Fj. vistaðra skilab.—Tilgreindu hve mörg send skilaboð
eiga að vera vistuð í möppunni Sendir hlutir í einu. Þegar þeim mörkum er náð er elstu skilaboðunum eytt.
Minni í notkun—Ef samhæft minniskort er í tækinu skaltu
velja minnið þar sem skilaboð eru vistuð: Minni símans eða Minniskort.
Skilaboð
97

Símtöl

Símtöl

Venjuleg símtöl

1 Sláðu inn svæðis- og símanúmerið í biðstöðu.
Tölu er eytt með því að ýta á . Ýttu tvisvar sinnum á til að fá fram + merkið ef þú vilt hringja til útlanda (kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo símanúmerið.
2 Ýttu á til að hringja í númerið. 3 Ýttu á til að leggja á (eða hætta við að hringja).
Símtali er alltaf slitið þegar stutt er á , jafnvel þótt annað forrit sé í gangi. Símtal slitnar ekki þótt símanum sé lokað.
Hljóðstyrkurinn er stilltur meðan talað er í símann með hljóðstyrkstakkanum á hlið tækisins. Einnig er hægt að nota skruntakkann. Ef hljóðstyrkur er stilltur á Hljóðnemi af skaltu fyrst velja Hljóðn. á.
Til að hringja úr Tengiliðir skaltu ýta á og velja
Tengiliðir. Veldu nafnið eða sláðu fyrstu stafi þess inn
í leitarreitinn. Listi yfir þá tengiliði sem passa við það sem þú slærð inn birtist. Ýttu á til að hringja.
98
Afrita verður tengiliðina af SIM-kortinu yfir í Tengiliðir áður en hægt er að hringja með þessum hætti. Sjá „Tengiliðir afritaðir“ á bls. 108.
Til að hringja aftur í númer sem nýlega hefur verið hringt í skaltu ýta á í biðstöðu. Veldu númerið og ýttu á .
Til að senda mynd eða hreyfimynd með margmiðlunarboðum til annars þátttakanda símtalsins skaltu velja Valkostir > Senda MMS (aðeins í UMTS-símkerfum). Hægt er að breyta skilaboðunum og velja aðra viðtakendur áður en þau eru send. Ýttu á til að senda skrána í samhæft tæki (sérþjónusta).
Til að setja símtal í bið meðan innhringingu er svarað skaltu velja Valkostir > Í bið. Til að skipta milli símtals og símtals í bið skaltu velja Valkostir > Víxla. Til að koma á tengingu milli símtals og símtals í bið og fara sjálfur af línunni skaltu velja Valkostir > Færa.
Til að senda DTMF-tónastrengi (til dæmis lykilorð) skaltu velja Valkostir > Senda DTMF-tóna. Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum í Tengiliðir. Til að setja inn biðstafinn (w) eða hléstafinn (p) skaltu ýta endurtekið á . Veldu Í lagi til að senda tóninn. Hægt er að bæta DTMF-tónum við Símanúmer eða DTMF-tónar reiti á tengiliðaspjaldi.
Ábending! Þegar aðeins eitt símtal er í gangi skaltu
ýta á til að setja það í bið. Símtalinu er svarað með því að ýta aftur á .
Til að beina hljóðinu úr símanum í hátalarann meðan símtal fer fram skaltu velja Valkostir > Virkja hátalara. Ef samhæft Bluetooth-höfuðtól er tengt við tækið og þú vilt beina hljóðinu yfir í höfuðtólið skaltu velja Valkostir >
Virkja höfuðtól. Til að skipta aftur í yfir í símann skaltu
velja Valkostir > Virkja símtól. Veldu Valkostir > Skipta um til að ljúka símtali og svara
símtali í bið. Ef mörg símtöl eru í gangi skaltu velja Valkostir >
Slíta öllum símtölum til að slíta þeim öllum.
Margir þeirra valkosta sem hægt er að nota meðan á símtali stendur flokkast undir sérþjónustu.

Tal- og hreyfimyndatalhólf

Til að hringja í tal- eða hreyfimyndatalhólfið (sérþjónusta, hreyfimyndatalhólf er aðeins í boði í UMTS-símkerfu) skaltu halda inni í biðham og velja Talhólf eða
Hreyfimyndatalhólf. Sjá einnig „Símtalsflutningur“ á
bls. 125 og „Myndsímtöl“ á bls. 101. Til að breyta símanúmeri talhólfs eða hreyfimyndatalhólfs
skaltu ýta á og velja Verkfæri > Hjálparforrit >
Talhólf, pósthólf og Valkostir > Breyta númeri. Sláðu inn
númerið (fáanlegt hjá þjónustuveitunni) og veldu Í lagi.

Símafundur

1 Hringdu í fyrsta þátttakandann. 2 Hringt er í annan þátttakanda með því að velja
Valkostir > Ný hringing. Fyrra símtalið er sjálfkrafa
sett í bið.
3 Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn
þegar annar þátttakandinn svarað skaltu velja
Valkostir > Símafundur.
Endurtaktu skref 2 til að bæta nýjum þátttakanda við símtalið og veldu Valkostir > Símafundur >
Bæta í símafund. Hægt er að halda símafundi með
allt að sex þátttakendum. Til að tala einslega við einn þátttakandann skaltu velja Valkostir > Símafundur > Einkamál. Veldu þátttakanda og síðan Einkamál. Símafundurinn er settur í bið í tækinu þínu. Aðrir þátttakendur geta haldið fundinum áfram. Þegar einkasamtalinu lýkur skaltu velja Valkostir > Bæta í símafund til að taka aftur þátt í símafundinum. Lagt er á þátttakanda með því að velja Valkostir >
Símafundur > Sleppa þátttakanda, skruna að
þátttakandanum og velja Sleppa.
4 Símafundi er lokið með því að ýta á .
Símtöl
99

Símanúmer valið með hraðvali

Kveikt er á hraðvalinu með því að ýta á og velja
Símtöl
Verkfæri > Stillingar > Sími > Símtöl > Hraðval > Virkt.
Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum ( ) skaltu ýta á og velja Verkfæri >
Hjálparforrit > Hraðval. Veldu takkann sem þú vilt
tengja símanúmerið við og síðan Valkostir > Á númer. Takkinn er frátekinn fyrir talhólfið eða hreyfimyndatalhólfið og til að ræsa netvafrann.
Hringt er úr biðstöðu með því að ýta á hraðvalstakkann og síðan á .

Raddstýrð hringing

Tækið þitt styður raddskipanir. Raddskipanir velta ekki á rödd notandans þannig að ekki þarf að taka upp raddmerki áður en þær eru notaðar. Þess í stað býr tækið til raddmerki fyrir færslur í tengiliðum og ber það raddmerki sem notandinn segir saman við þær. Raddkennslin í tækinu laga sig að rödd aðalnotandans til að líklegra sé að tækið beri kennsl á raddskipunina.
Raddmerki fyrir tengilið er nafnið eða gælunafnið sem er vistað á tengiliðarspjaldinu. Til að hlusta á tilbúið raddmerki skaltu opna tengiliðaspjald og velja Valkostir >
Spila raddmerki.
Hringt með raddmerki
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið
í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Þegar þú notar raddstýrða hringingu er hátalarinn í notkun. Haltu tækinu nálægt þér þegar þú berð fram raddmerkið.
1 Haltu inni hægri valtakkanum í biðstöðu til að hefja
raddstýrða hringingu. Ef samhæft höfuðtól með höfuðtólstakka er notað skaltu halda honum inni til að hefja raddstýrða hringingu.
2 Stuttur tónn heyrist og textinn Tala nú birtist
á skjánum. Berðu skýrt fram nafnið eða gælunafnið sem er vistað á tengiliðarspjaldinu.
3 Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn
á því tungumáli sem er valið og birtir nafnið og símanúmerið. Eftir 2,5 sekúndur hringir tækið í númerið. Ef tækið valdi rangan tengilið skaltu velja Næsta til að skoða aðrar niðurstöður á lista eða Hætta til að hætta við raddstýrða hringingu.
Ef nokkur númer eru vistuð undir nafninu velur tækið sjálfgefna númerið, hafi það verið tilgreint. Annars velur tækið fyrsta númerið í eftirfarandi röð: Farsími,
Farsími (heima), Farsími (vinna), Sími, Sími (heima)
og Sími (vinna).
100
Loading...