Nokia N91 User's Guide [is]

LEYFISYFIRLÝSING Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION, yfir því að RM-43 er í samræmi við grunnkröfur og
1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið, sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu, merkir að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru með þessu merki. Hendið þessum
vörum ekki með heimilisúrgangi. Copyright © 2006 Nokia. Öll réttindi áskilin. Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia, Nokia Connecting People, og Pop-Port eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda. Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
This product includes software licensed from Symbian Software Ltd © 1998-200(6). Symbian and Symbian OS are trademarks of Symbian Ltd.
Java™ and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc. Microsoft, Windows og Media Player eru annaðhvort skráð vörumerki eða vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og / eða í öðrum löndum. Stac ®, LZS ®, ©1996, Stac, Inc., ©1994-1996 Microsoft Corporation. Includes one or more U.S. Patents: No. 4701745, 5016009, 5126739, 5146221, and 5414425. Other patents pending. Hi / fn ®, LZS ®,©1988-98, Hi / fn. Includes one or more U.S. Patents: No. 4701745, 5016009, 5126739, 5146221, and 5414425. Other patents pending.
aðrar kröfur, sem gerðar eru í tilskipun
Part of the software in this product is © Copyright ANT Ltd. 1998. All rights reserved. US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright © 1997-2006. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See <http://www.mpegla.com>.
Þessi vara er háð leyfinu MPEG4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá <http://www.mpegla.com>.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
NOKIA BER UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM ÁBYRGÐ Á TAPI GAGNA EÐA TEKJUTAPI OG EKKI Á BEINU EÐA ÓBEINU TJÓNI, ÞAR Á MEÐAL ÚTLÖGÐUM KOSTNAÐI, TEKJUTAPI EÐA MISSI ÁGÓÐA, AF HVAÐA ORSÖKUM SEM TJÓN KANN AÐ VERA.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS, Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TILBAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia. Útflutningstakmarkanir
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
TILKYNNING FRÁ FCC / INDUSTRY CANADA Tækið þitt getur valdið truflun í sjónvarps- eða útvarpstækjum (til að mynda þegar sími er notaður mjög nálægt móttökutækjum). FCC (Federal Communications Commission) eða Industry Canada geta krafist þess að þú hættir að nota símann
þinn ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Hafðu samband við þjónustuaðila þinn ef þú þarfnast aðstoðar. Þetta tæki fellur undir grein 15 í reglugerðunum FCC. Notkun er háð því skilyrði að tækið valdi ekki skaðlegum truflunum.
2. útgáfa IS, 9241927
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Efnisyfirlit
Öryggisatriði...............................................9
Nokia N91 tækið.....................................12
Harður diskur .......................................................................12
Minnisnotkun athuguð......................................................12
Lítið minni—laust minni....................................................12
Þráðlaust staðarnet............................................................ 13
Mikilvægir vísar...................................................................14
Þjónusta Nokia á internetinu.......................................... 15
Hjálp .......................................................................................15
Kennsla...................................................................................16
Klukka..................................................................................... 16
Stillingar klukku........................................................... 16
Heimsklukka..................................................................17
Stillingar hljóðstyrks og hátalara................................... 17
Skráastjóri.............................................................................17
Takkalás (takkavari)............................................................18
Tónlistarspilari .........................................19
Lag spilað ..............................................................................19
Stjórntæki..............................................................................19
Vísar........................................................................................20
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Spilarastillingar....................................................................20
Stokkun ..........................................................................20
Endurtekning ................................................................20
Hljómi breytt ........................................................................20
Tónjafnari....................................................................... 20
Hljóðstillingar............................................................... 21
Farið í tónlistarverslun.......................................................21
Stillingar fyrir tónlistarverslun ................................21
Flutningur tónlistar ............................................................21
Flutningur úr tölvu......................................................22
Tónlistarflutningur......................................................22
Spilunarlistar........................................................................ 23
Spilunarlisti búinn til..................................................23
Lögum bætt á spilunarlista.......................................24
Lögum endurraðað......................................................24
Lög fjarlægð af spilunarlista....................................24
Atriðum af skjám bætt á spilunarlista ..................24
Upplýsingar um spilunarlista ...................................25
Spilunarlistar sem birtast sjálfkrafa.......................25
Valkostir í boði.....................................................................25
Valkostir sem bara eru á
skjánum í spilun........................................................... 26
Atriði endurnefnd................................................................26
Upplýsingum um lag breytt..............................................26
Upplýsingar um tónlistarsafn...........................................27
Lag gert að hringitóni........................................................27
Plötuumslagi breytt ............................................................27
Um dulkóðun á hljóði.........................................................27
Flutningshraði...............................................................27
Mismunandi flutningshraði......................................28
Tækið sérsniðið ....................................... 29
Snið—Val á tónum...............................................................29
Snið án tengingar........................................................29
Útliti tækisins breytt...........................................................30
Virkur biðskjár ......................................................................30
Hringt úr tækinu..................................... 32
Venjuleg símtöl ....................................................................32
Símafundur....................................................................32
Símanúmer valið með hraðvali................................33
Raddstýrð hringing......................................................33
Símtali svarað eða hafnað................................................34
Símtal í bið (sérþjónusta) ..........................................34
Valkostir meðan á símtali stendur..........................35
Tengiliðir (Símaskrá) .............................. 36
Vistun nafna og númera....................................................36
Sjálfgefin númer og tölvupóstföng ........................37
SIM-skrá og SIM-þjónusta...............................................37
Tengiliðir afritaðir...............................................................37
Hringitónum bætt við tengiliði.......................................38
Tengiliðahópar búnir til..................................................... 38
Meðlimir fjarlægðir úr hóp.......................................38
Forrit tækisins..........................................39
Myndavél..............................................................................39
Myndataka.....................................................................39
Myndgluggi ...................................................................40
Ábendingar um hvernig á að taka
góðar myndir ................................................................41
Upptaka hreyfimynda.................................................42
Gallerí.....................................................................................43
Myndir og hreyfimyndir skoðaðar ..........................44
Kynningar.......................................................................44
Möppur...........................................................................44
Tónlistarspilari......................................................................44
RealPlayer™...........................................................................44
Hreyfimynd spiluð.......................................................45
Straumspilun efnis......................................................45
Móttaka RealPlayer-stillinga ...................................45
FlashPlayer............................................................................46
Flash-skrár skipulagðar..............................................46
Flash-skrár spilaðar.....................................................47
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Upptaka..................................................................................47
Útvarp.....................................................................................47
Hlustað á útvarpið......................................................48
Sjónrænt efni skoðað................................................. 48
Vistaðar stöðvar...........................................................48
Stillingar ........................................................................49
Skilaboð....................................................50
Textaritun..............................................................................51
Hefðbundinn innsláttur texta..................................51
Flýtiritun—Flýtiritun....................................................51
Afritun texta á klemmuspjald .................................53
Ritun og sending skilaboða..............................................53
Móttaka stillinga fyrir MMS
og tölvupóst..................................................................55
Innhólf—móttaka skilaboða.............................................56
Margmiðlunarboð .......................................................56
Gögn og stillingar........................................................56
Vefþjónustuboð............................................................57
Mínar möppur......................................................................57
Pósthólf.................................................................................. 57
Pósthólfið opnað......................................................... 57
Tölvupóstur sóttur....................................................... 58
Tölvupóstur sóttur sjálfkrafa....................................58
Tölvupósti eytt.............................................................. 59
Tenging við pósthólf rofin ........................................59
Úthólf—skilaboð bíða sendingar..................................... 59
Skilaboð á SIM-korti skoðuð...........................................60
Stillingar skilaboða.............................................................60
Textaskilaboð................................................................60
Margmiðlunarboð .......................................................61
Tölvupóstur.................................................................... 62
Vefþjónustuboð............................................................64
Skilaboð frá endurvarpa............................................64
Annað stillingar ...........................................................64
Eigin forrit................................................65
Vefur .......................................................................................65
Minnismiðar .........................................................................65
Spjall (samræður)................................................................ 65
Móttaka spjallstillinga ............................................... 66
Tengst við spjallmiðlara............................................. 66
Spjallstillingum breytt................................................66
Leita að spjallhópum og -notendum ..................... 67
Þátttaka í spjallhópum ..............................................67
Spjall ...............................................................................67
Skoða og hefja samtöl...............................................68
Spjalltengiliðir..............................................................68
Halda utan um spjallhópa.........................................68
Stillingar spjallmiðlara............................................... 69
Kallkerfi (sérþjónusta)........................................................70
Aðgangsstaður kallkerfis tilgreindur......................70
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Stillingar kallkerfisins.................................................71
Innskráning í kallkerfi.................................................72
Slökkt á kallkerfinu......................................................72
Hringt í einn viðmælanda .........................................72
Einstaklingssímtali svarað.........................................72
Hóphringing...................................................................72
Áskrift að innskráningarstöðu annarra..................72
Beiðni um að hringt sé til baka...............................73
Rásir.................................................................................73
Boði svarað....................................................................74
Kallkerfisskráin skoðuð ..............................................74
Notkunarskrá ........................................................................74
Síðustu símtöl ..............................................................74
Lengd símtala................................................................75
Pakkagögn......................................................................75
Allir samskiptaatburðir skoðaðir.............................75
Dagbók..................................................... 77
Dagbókaratriði búin til.......................................................77
Minnt á atriði.......................................................................78
Dagbókarskjáir......................................................................78
Verkefnaskjár.................................................................78
Dagbókaratriðum eytt........................................................79
Stillingar dagbókarinnar....................................................79
Þjónusta................................................... 80
Aðgangsstaður fyrir Þjónusta..........................................80
Bókamerkjaskjár ..................................................................80
Bókamerkjum bætt við handvirkt...........................81
Sending bókamerkja ...................................................81
Tengingu komið á................................................................81
Öryggi tenginga ...........................................................81
Vafrað.....................................................................................82
Vistaðar síður skoðaðar.............................................83
Niðurhal og kaup á hlutum..............................................83
Tenging rofin ........................................................................83
Skyndiminnið hreinsað ..............................................84
Stillingar fyrir Þjónusta.....................................................84
Tengingar..................................................86
Bluetooth-tenging..............................................................86
Stillingar.........................................................................86
Gögn send um Bluetooth..........................................87
Pörun tækja...................................................................88
Gögn móttekin um Bluetooth..................................89
Slökkt á Bluetooth.......................................................89
Gagnasnúra...........................................................................89
Tölvutengingar.....................................................................89
Geisladiskur...................................................................90
Tækið notað sem mótald...........................................90
Stjórnandi tenginga............................................................90
Gagnatengingar...........................................................90
Skoða upplýsingar um gagnatengingu..................91
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Þráðlaust staðarnet (Wireless LAN)..............................91
Þráðlaust staðarnet....................................................91
Samstilling ............................................................................ 91
Búa til nýtt samstillingarsnið ..................................92
Samstilling gagna........................................................93
Stjórnandi tækis..................................................................93
Stillingar miðlarasniðs...............................................93
Stjórnandi forrita ..............................................................108
Uppsetning forrita og hugbúnaðar ......................108
Forrit og hugbúnaður fjarlægður..........................109
Stillingar forrits..........................................................110
Minni-Harður diskur ........................................................110
Harði diskurinn forsniðinn......................................110
Notkunarleyfakerfi (DRM)...............................................111
Verkfæri....................................................94
Reiknivél ................................................................................94
Prósentureikningur......................................................94
Umreiknari ............................................................................ 94
Val á grunngjaldmiðli og gengi............................... 95
Stillingar................................................................................ 95
Sími .................................................................................95
Símtalsstill..................................................................... 96
Tenging...........................................................................97
Dagur og tími .............................................................101
Öryggi ...........................................................................101
Flutningur símtals.....................................................104
Útilokanir.....................................................................105
Símkerfi........................................................................105
Still. aukahl. ................................................................105
Staðsetning.........................................................................106
Leiðarmerki.........................................................................106
Raddskipanir.......................................................................107
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Úrræðaleit ............................................. 113
Spurningar og svör............................................................113
Upplýsingar um rafhlöðu ..................... 116
Hleðsla og afhleðsla.........................................................116
Leiðbeiningar um sannprófun á
rafhlöðum frá Nokia.........................................................116
Umhirða og viðhald.............................. 119
Viðbótaröryggisupplýsingar................. 120
Atriðaskrá.............................................. 123
Öryggisatriði
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota tækið nærri eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
9
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Styðja skal á
eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Neyðarnúmerið er valið, síðan er stutt á
. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má
slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar á EGSM 900/1800/1900 og UMTS 2100 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Þegar myndir eða myndinnskot eru tekin eða notuð skal fylgja öllum lögum og virða staðbundna siði auk einkalífs og lögbundinna réttinda annarra.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í
10
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessar stillingar gætu falið í sér breytingar á nöfnum valmynda, röð þeirra og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem MMS, netvafur, niðurhal tölvupósts og efnis með netvafri eða um MMS krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Ef rafhlaðan er fjarlægð áður en slökkt er á tækinu getur harði diskurinn skemmst.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá DC-4, AC-3 og AC-4 hleðslutækjum, og frá AC-1, ACP-7, ACP-8, ACP-9,
ACP-12, LCH-8, LCH-9 eða LCH-12 hleðslutækjum þegar þau eru notuð með millistykkinu CA-44.
Rafhlaðan sem ætluð er til notkunar með þessu tæki er BL-5C.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
11
Nokia N91 tækið
12
Gerð: Nokia N91-1 Hér eftir kallað Nokia N91. Til hamingju með Nokia N91. Í tækinu er víðóma hljómur,
hægt er að geyma allt að 3000 lög, hlaða niður tónlist,
Nokia N91 tækið
opna tónlistarsafnið sem og aðgerðir snjallsímans með Wi-Fi, og myndavél með 2Mpix upplausn.
Harður diskur
Í tækinu er 4 GB harður diskur sem gerir kleift að vista mikið magn af mismunandi gerðum skráa. Skynjarar í tækinu slökkva á harða diskinum ef umhverfishitinn er of hár eða of lágur, ef einhver missir tækið eða ef bakhlið þess er fjarlægð. Harðir diskar eru viðkvæmir og þá ber að meðhöndla varlega. Öll högg, titringur eða skellir sem tækið verður fyrir ef það dettur eða farið er óvarlega með það, sem og óvenju mikill hiti, raki og væta, geta orsakað bilun í harða diskinum og valdið því að gögn týnist eða skemmist.
Fjarlægðu ekki bakhliðina á meðan kveikt er á tækinu.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Minnisnotkun athuguð
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar. Til að stöðva aðgerðir sem eru í gangi í bakgrunninum styddu á og haltu inni til að sjá hvaða forrit eru opin, veldu forrit, ýttu á og veldu til að staðfesta.
Til að skoða hvaða gerðir gagna eru í tækinu og hversu mikið minni hver gerð notar skaltu styðja á og velja
Verkfæri > Harð. disk.. Veldu Valkostir > Upplýsingar um minni og skrunaðu niður að Laust minni til að skoða
hversu mikið minni er laust í tækinu.
Lítið minni—laust minni
Tækið lætur þig vita þegar lítið pláss er eftir í minninu. Sé minnispláss tækisins af skornum skammti þegar vafrinn er opinn er vafranum sjálfkrafa lokað til að losa um minni.
Til að losa um minni geturðu flutt gögn yfir á harða diskinn í Skr.stj.. Merktu þær skrár sem þú vilt flytja, veldu
Valkostir > Færa í möppu > Harð. disk. og veldu svo
möppu.
Ábending! Til að losa um minni í tækinu skaltu nota Image Store í Nokia PC Suite til að flytja hljóðskrár, myndir og myndinnskot yfir í samhæfa tölvu. Sjá geisladiskinn sem fylgir með tækinu.
Þú getur notað Skr.stj. til að fjarlægja gögn og þannig losa um minni eða opnað viðkomandi forrit. Þú getur t.d. fjarlægt:
• Skilaboð úr Innhólf, Uppköst og Sendir hlutir möppum í Skilaboð
• Sótt tölvupóstskeyti úr minni símans
• Vistaðar vefsíður
• Vistaðar myndir, hreyfimyndir og hljóðskrár
• Tengiliðaupplýsingar
• Minnismiða í dagbók
• Sótt forrit. Sjá einnig ‘Stjórnandi forrita’ á bls. 108.
• Hvaða gögn önnur sem þú þarft ekki lengur á að halda
Þráðlaust staðarnet
Tækið hefur hlotið samþykkt til notkunar í þráðlausu staðarneti. Með þráðlausu staðarneti er hægt að nettengja tækið.
Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir á notkun þráðlausra neta. Frekari upplýsingar má fá hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru
notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.
Tækið þitt styður eftirtaldar aðgerðir í þráðlausu staðarneti:
• IEEE 802.11g staðalinn
• Aðgerð á tíðninni 2,4 GHz
• WEP-dulkóðunaraðferðir, allt að 128 bita, Wi-Fi varinn aðgang (WPA) og 802.1x. Þessar aðgerðir er hægt að nota ef þær eru studdar af símkerfinu.
Þú getur búið til internetaðgangsstað (IAP) í þráðlausu staðarneti og notað það fyrir aðgerðir sem þurfa tengingu við internetið.
Internetaðgangsstaður búinn til
1 Ýttu á og veldu Tenging > Stj. teng. > WLAN í
boði.
2 Tækið leitar að þráðlausum staðarnetum innan
sendisvæðis. Til að búa til internetaðgangsstað í símkerfi skaltu velja Valkostir > Tilgreina aðgangsst..
3 Tækið býr til internetaðgangsstað með sjálfgefnum
stillingum. Upplýsingar um hvernig hægt er að skoða eða breyta stillingum fyrir internetaðgangsstað er að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 98.
Þegar forritið biður þig að velja aðgangsstað skaltu velja aðgangsstaðinn sem búinn var til eða Þráðl. staðarnet til að leita að þráðlausum staðarnetum innan sendisvæðis.
Tengingu við þráðlaust staðarnet er komið á þegar þú kemur á gagnatengingu með því að nota
Nokia N91 tækið
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
13
internetaðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet. Þráðlausa staðarnettengingin rofnar þegar þú rýfur gagnatenginguna. Upplýsingar um hvernig rjúfa skal tenginguna er að finna í ‘Stjórnandi tenginga’ á bls. 90.
Þú getur notað þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða meðan pakkagagnatenging er virk. Þú getur aðeins verið tengdur við eitt tæki fyrir þráðlausan staðarnetsaðgangsstað í einu en hægt er að framkvæma
Nokia N91 tækið
margar aðgerðir samtímis yfir sömu þráðlausu staðarnetstenginguna.
Þótt þú gerir sniðið Ótengdur virkt geturðu samt notað þráðlaust staðarnet (ef það er til staðar). Mundu að uppfylla allar viðeigandi öryggiskröfur þegar þráðlausu staðarnetssambandi er komið á og það notað.
Í þráðlausu staðarneti er um tvær stillingar að ræða:
Grunnnet og Sértækt.
Grunnnetið býður upp á tvenns konar samskipti: Þráðlaus tæki eru annaðhvort tengd hvert öðru um tæki fyrir þráðlausan staðarnetsaðgangsstað eða tengd við staðarnet með kapli við tæki fyrir þráðlausan staðarnetsaðgangsstað.
Í sértæku stillingunni geta tækin sent og tekið á móti gögnum milliliðalaust hvert frá öðru. Nánari upplýsingar um hvernig búa skal til internetaðgangsstað fyrir sértækt net er að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 98.
Ábending! Til að sjá hinn eingilda MAC-kóða sem auðkennir tækið skaltu slá inn *#62209526# þegar tækið er í biðstöðu.
Mikilvægir vísar
—Síminn er notaður í GSM-símkerfi.
(sérþjónusta)—Síminn er notaður í UMTS-símkerfi.
Sjá ‘Símkerfi’ á bls. 105.
—Ein eða fleiri ólesin skilaboð eru í möppunni Innhólf
í Skilaboð.
Það er nýtt tölvupóstskeyti í ytra pósthólfinu.
—Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf. Sjá
‘Úthólf—skilaboð bíða sendingar’ á bls. 59.
—Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað. Sjá
‘Venjuleg símtöl’ á bls. 32.
—Sýnt ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og
Viðv.tónn skilaboða, Viðv.tónn spjalls og Viðv.tónn tölvupósts er stilltur á Óvirkt. Sjá ‘Snið—Val á tónum’ á
bls. 29.
—Takkaborð símans er læst. Sjá ‘Takkalás (takkavari)’
á bls. 18.
—Vekjaraklukkan hefur verið stillt. Sjá ‘Klukka’ á bls. 16.
—Símalína 2 er í notkun. Sjá ‘Símtalsstill.’ á bls. 96.
14
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
—Öll móttekin símtöl eru flutt í annað símanúmer. Ef þú hefur tvær símalínur er flutningsvísirinn fyrir fyrri línuna og fyrir þá síðari .
—Höfuðtól er tengt við símann. —Gagnasímtal er virkt. —Hægt er að koma á GPRS- eða
EDGE-pakkagagnatengingu.
—GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er virk. —GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er í bið. Þessi
tákn birtast í stað sendistyrksvísisins (birtist efst í vinstra horni í biðstöðu). Sjá ‘Pakkagagnatengingar í GSM- og UMTS-símkerfum’ á bls. 98.
—Hægt er að koma á UMTS-pakkagagnatengingu. —UMTS-pakkagagnatenging er virk. —UMTS-pakkagagnatenging er í bið. —Bluetooth er stillt á Kveikt.
—Verið er að flytja gögn um Bluetooth-tengingu. Sjá
‘Bluetooth-tenging’ á bls. 86.
Þú hefur stillt tækið þannig að það leitar að þráðlausum staðarnetum og þráðlaust staðarnet hefur fundist. Sjá ‘Þráðlaust staðarnet (Wireless LAN)’ á bls. 91.
Þráðlaus staðarnettenging við símkerfi sem notar
dulkóðun er virk.
Þráðlaus staðarnettenging við símkerfi sem ekki notar
dulkóðun er virk.
—USB-tenging er virk.
—Hægt er að flytja tölvupóst, sem hefur þegar verið
lesinn, í símann.
—Hægt er að flytja tölvupóst, sem hefur ekki verið
lesinn, í símann.
Þjónusta Nokia á internetinu
Á http://www.nokia.com/support eða staðbundnu vefsetri Nokia er hægt að finna nýjustu útgáfuna af þessari handbók, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu sem tengist Nokia-vörunni.
Hjálp
Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir. Þá má opna í forritum tækisins eða í aðalvalmyndinni.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að skoða hjálpartexta þess.
Hægt er að skipta á milli opins forrits og hjálpartexta þess með því að halda inni takkanum.
Nokia N91 tækið
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
15
Til að opna hjálpina úr aðalvalmyndinni skaltu velja
Verkfæri > Hjálp. Veldu forrit til að sjá hjálpartextann. Til
að leita að hjálpartexta eftir lykilorði skaltu velja
Valkostir > Leita e. efnisorðum.
Þegar þú lest hjálpartexta um ákveðið efni getur þú skrunað til vinstri eða hægri með stýripinnanum til að skoða texta um svipað efni.
Nokia N91 tækið
Kennsla
Kennsluforritið gefur þér upplýsingar um suma valkosti tækisins. Til að opna kennsluforritið skaltu ýta á og velja Kennsla og þann hluta sem þú vilt skoða.
Klukka
Ýttu á og veldu Klukka. Til að stilla vekjaraklukkuna skaltu velja Valkostir > Stilla
vekjara. Sláðu inn tímann og veldu Í lagi. Þegar
vekjaraklukkan hefur verið stillt sést táknið á skjánum. Veldu Stöðva til að slökkva á vekjaraklukkunni. Þegar
vekjaraklukkan hringir skaltu velja Blunda til að stöðva hringinguna og láta klukkuna hringja aftur eftir fimm mínútur. Þetta er hægt að gera að hámarki fimm sinnum.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef
Stöðva er valið er spurt hvort opna eigi tækið fyrir
símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða til að hringja og svara símtölum. Ekki velja þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Til að slökkva á vekjaraklukkunni áður en tíminn rennur upp skaltu velja Klukka > Valkostir > Taka vekjara af.
Stillingar klukku
Til að breyta stillingum klukkunnar skaltu velja Klukka >
Valkostir > Stillingar.
Til að breyta gerð klukkunnar sem sést í biðstöðu skaltu velja Útlit klukku > Með vísum eða Stafræn.
Til að leyfa farsímakerfinu að uppfæra tímann, dagsetninguna og tímabelti í símanum (sérþjónusta) skaltu velja Sjálfv. tímauppfærsla > Sjálfvirk uppfærsla. Til að stillingin Sjálfv. tímauppfærsla verði virk þarf síminn að endurræsa sig.
Til að breyta hringitóni vekjaraklukkunnar skaltu velja
Tónn viðvörunar.
16
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Heimsklukka
Opnaðu Klukka og skrunaðu til hægri til að opna skjá heimsklukkunnar. Í skjá heimsklukkunnar getur þú séð tímann í hinum ýmsu borgum.
Til að bæta borgum við listann skaltu velja Valkostir >
Bæta við borg. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni borgarinnar.
Leitarreiturinn birtist sjálfkrafa og þar má sjá borgirnar sem passa við það sem var skrifað. Veldu borg. Það er að hámarki hægt að bæta 15 borgum við listann.
Til að velja borgina sem þú ert staddur / stödd í skaltu velja borg og síðan Valkostir > Núverandi borg mín. Borgin birtist í aðalskjá klukkunnar og tíma símans er breytt í samræmi við völdu borgina. Gakktu úr skugga um að tíminn sé réttur og að hann passi við tímabeltið.
Stillingar hljóðstyrks og hátalara
Til að auka eða minnka hljóðstyrkinn þegar þú ert að tala í símann eða hlusta á tónlist skaltu ýta á eða á vinstri hlið tækisins.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í símann og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda á símanum, t.d. með því að hafa hann á nálægu borði. Hátalarinn er sjálfkrafa valinn fyrir hljóðforrit.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Upplýsingar um staðsetningu hátalarans er að finna í Stutta leiðarvísinum undir „Takkar og hlutar“.
Til að kveikja á hátalaranum meðan á símtali stendur skaltu velja Valkostir > Virkja hátalara.
Til að slökkva á hátalaranum meðan á símtali stendur eða hlustað er á tónlist skaltu velja Valkostir > Virkja símtól.
Áður en annað tæki en upprunalega Nokia-höfuðtólið er tengt við höfuðtólatengi Nokia N91 skal stilla hljóðstyrkinn á innan við hálfan styrk til að koma í veg fyrir hljóðtruflanir eða að ytra tækið skemmist. Síðan má endurstilla hljóðstyrkinn eins og maður vill hafa hann.
Skráastjóri
Margar aðgerðir símans vista gögn og taka þannig upp minni. Þessar aðgerðir eru meðal annars tengiliðir, skilaboð, myndir, hringitónar, dagbók og minnismiðar, skjöl og forrit sem hefur verið hlaðið niður í tækið. Það hversu mikið minni er laust fer eftir því gagnamagni sem hefur verið vistað í minni símans.
Nokia N91 tækið
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
17
Til að skoða skrár og möppur í minni tækisins eða á harða diskinum skaltu ýta á og velja Verkfæri > Skr.stj.. Skrunaðu til hægri til að skoða hvað er á harða diskinum.
Til að færa eða afrita skrár í möppu skaltu ýta á og ýta samtímis á stýripinnann til að merkja skrá, og velja síðan Valkostir > Færa í möppu eða Afrita í möppu.
Hægt er að opna margar mismunandi gerðir skrársniða
Nokia N91 tækið
beint úr skráarstjóranum. Til þess að tryggja fulla virkni skaltu þó opna skrána í viðkomandi forriti en ekki í skráarstjóranum.
Tákn í Skr.stj.:
Mappa Mappa sem inniheldur undirmöppu
Til að finna skrá skaltu velja Valkostir > Finna, velja hvar á að leita og slá inn texta sem samræmist heiti skráarinnar.
Ábending! Þú getur notað Nokia Phone Browser í Nokia PC Suite til að skoða hvað er í minni tækisins og hvað er á harða diskinum í símanum. Sjá geisladiskinn sem fylgir með tækinu.
Takkalás (takkavari)
Til að læsa tökkunum: Færðu lástakkann sem er efst á tækinu, næst rofanum, til vinstri. Þegar þú færir takkann
þegar rennilokið er lokað læsast allir takkarnir. Þegar þú opnar rennilokið verða allir takkarnir virkir.
Til að taka takkalásinn af: Færðu takkann til hægri. Þegar takkalásinn er á getur samt verið hægt að hringja í
opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Sláðu inn neyðarnúmerið og ýttu á .
18
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Tónlistarspilari
Tónlistarspilari styður skrár með endingunum AAC, AAC+,
eAAC+, MP3, WMA, WAV, 3G2, 3GP, 3GPP, 3GPP2, MPEG, MP4, M4A, DCF, ODF, ASF og M3U. Tónlistarspilari styður þó ekki endilega öll skráarsnið eða öll afbrigði skráarsniða.
Veldu Valkostir > Hjálp til að fá nánari upplýsingar um spilarann og hjálpartexta fyrir valmyndir.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Lag spilað
1 Ýttu á og veldu Tónlist. 2 Notaðu stýripinnann til að vafra að tilteknu lagi,
flytjanda eða öðrum flokki og ýttu á stýripinnann til að
opna listana.
3 Ýttu á spila / hlé-takkann til að spila tiltekið lag
eða lagalista. Til að opna skjáinn Í spilun úr einhverjum öðrum skjá
skaltu ýta á tónlistartakkann . Ýttu aftur á hann til að fara til baka í fyrri skjámynd.
Til að velja meiri tónlist til spilunar á skjánum Í spilun skaltu velja Valkostir > Opna Tónlistarvalmynd.
Stjórntæki
—Ýttu hér til að spila næsta lag. Haltu takkanum inni
til að spóla áfram.
—Ýttu einu sinni á takkann til að byrja aftur á laginu. Til að hoppa yfir í lagið á undan skaltu ýta á takkann innan tveggja sekúndna eftir að lag hefst. Haltu takkanum inni til að spóla til baka.
—Ýttu á þennan takka til að lækka hljóðstyrkinn. Hann er vinstra megin á tækinu.
—Ýttu á þennan takka til að hækka hljóðstyrkinn. Hann er vinstra megin á tækinu.
Til að læsa öllum tökkum tækisins skaltu renna til lástakkanum efst á tækinu.
Ábending! Einnig er hægt að nota takkana á fjarstýringunni til að stjórna tækinu. Lástakkinn á hlið fjarstýringarinnar læsir aðeins tökkum hennar.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Tónlistarspilari
19
Vísar
Tákn í Tónlistarspilari:
—Endurtaka eitt
—Endurtaka öll
Tónlistarspilari
—Stokkun virk
—Slökkt á hátalara (sést
í hljóðstyrksglugganum)
Spilarastillingar
Stokkun
1 Til að gera handahófskennda spilun virka eða óvirka,
skaltu velja Valkostir > Stokka.
2 Veldu Óvirkt eða Virkt. Skjárinn Í spilun birtist með
eða án stokkunartáknsins efst í hægra horni.
Endurtekning
1 Til að endurtaka lagið sem verið er að spila eða öll
lögin, eða gera endurtekningu óvirka skaltu velja
Valkostir > Endurtaka.
2 Veldu Óvirkt, Öll lög eða Endurtaka lag. Skjárinn Í
spilun birtist með eða án táknsins um að endurtaka allt
eða endurtaka lagið efst í hægra horni.
Hljómi breytt
Tónjafnari
Til að breyta hljómnum skaltu velja Valkostir > Tónjafnari. Ef nota á einhverja af forstillingum tónjafnarans skaltu
velja hana með stýripinnanum og síðan Kveikja. Hver forstilling inniheldur mismunandi stillingar á 8-rása grafískum tónjafnara.
Forstillingum tónjafnara breytt
1 Til að búa til nýja forstillingu skaltu velja Valkostir >
Ný forstilling. Til að breyta forstillingu sem er fyrir
hendi skaltu velja Valkostir > Breyta.
2 Til að breyta tíðnistillingum skaltu færa stýripinnann til
vinstri eða hægri til að velja lága, miðlungs eða háa tíðni og upp eða niður til að hækka eða lækka hljóðstyrk þess tíðnisviðs sem valið hefur verið.
3 Til að færa stillingarnar í upprunalegt horf skaltu velja
Valkostir > Núllstilla.
Til að eyða forstillingu skaltu velja hana og ýta á . Ekki er hægt að eyða sjálfgefnum forstillingum.
20
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Hljóðstillingar
Til að breyta hljómburðinum og víðóma stillingunni eða auka bassann skaltu velja Valkostir > Hljóðstillingar.
Farið í tónlistarverslun
Í tónlistarversluninni er hægt að leita að, skoða og kaupa tónlist til að hlaða niður í tækið. Þjónusta tónlistarverslana, hvað varðar úrval, framboð og útlit getur verið mismunandi.
1 Í Tónlistarvalm. skaltu velja Valkostir > Opna
Tónlistarverslun. (Þessi valkostur er ekki í boði ef
veffang tónlistarverslunarinnar hefur ekki verið tilgreint. Sjá ‘Stillingar fyrir tónlistarverslun’ á bls. 21)
2 Veldu úr valkostum á skjánum til að leita, skoða eða
velja hringitóna.
Stillingar fyrir tónlistarverslun
Stillingarnar geta einnig verið fyrirfram valdar og óbreytanlegar.
Internet-tengingar verða að vera í lagi til að hægt sé að nota þessa þjónustu. Nánari upplýsingar er að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 98.
Mismunandi er hvaða stillingar eru í boði fyrir tónlistarverslun og hvernig þær líta út.
Einnig verður að tilgreina veffang tónlistarverslunarinnar í stillingunum.
Til að breyta eða tilgreina veffang tónlistarverslunarinnar skaltu velja Valkostir > Opna Tónlistarverslun í tónlistarvalmyndinni. (Tónlistarverslunin getur líka verið í boði sem sérstakur flýtivísir í þjónustuveitandamöppunni.)
Í tónlistarversluninni skaltu velja Valkostir > Stillingar. Tilgreindu eftirfarandi:
Veffang:—Sláðu inn veffang tónlistarverslunarinnar. Sjálfgefinn aðgangsstaður:—Veldu hvort tengjast eigi
sjálfvirkt eða hvort spyrja eigi áður en tengt er. Aðeins hægt í þráðlausu staðarneti.
Notandanafn:—Sláðu inn notandanafn þitt í
tónlistarversluninni. Ef þessi reitur er ekki fylltur út þarftu e.t.v. að slá notandanafnið inn við innskráningu.
Lykilorð:—Sláðu inn lykilorð þitt í tónlistarversluninni. Ef
þessi reitur er ekki fylltur út þarftu e.t.v. að slá lykilorðið inn við innskráningu.
Flutningur tónlistar
Hægt er að flytja tónlist úr samhæfri tölvu eða öðru samhæfu tæki með USB-snúru eða Bluetooth-tengingu. Upplýsingar um hvernig tengja á tækið, sjá ‘Tengingar’ á bls. 86.
Tónlistarspilari
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
21
Tölvan þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Windows® XP stýrikerfi (eða nýrra)
• samhæf útgáfu af Windows Media® player. Nánari upplýsingar um samhæfni Windows Media player er að finna í kaflanum um N91 á vefsetri Nokia.
• Nokia PC Suite 6,7 eða nýrra. Hugbúnaðurinn er
Tónlistarspilari
tilbúinn til uppsetningar á geisladiskinum sem fylgir með tækinu.
Aðferðir til að tengja:
• USB-snúra DKE-2 (miniUSB - USB)
• Samhæf tölva með Bluetooth
Flutningur úr tölvu
Hægt er að beita þrem mismunandi aðferðum við flutning á skrám:
• Til að sjá tækið á tölvunni sem ytri harðan disk sem hægt er að flytja allar gagnaskrár í skaltu koma á tengingu með snúru eða um Bluetooth.
DKE-2 USB-snúra skaltu velja tengingaraðferð tækisins
hefurðu fullkomna stjórn á því hvað flutt er og hvert, en getur ekki séð allar upplýsingar um skrárnar. Verið getur að ekki sé hægt að flytja efni sem verndað hefur verið gegn afritun. Til að endurnýja safnið þegar lögin í tækinu hafa verið uppfærð skaltu fara í
Tónlistarvalm. og velja Valkostir > Uppfæra Tónlistarsafn.
Gagnaflutningur sem
. Með þessari aðferð
Ef notuð er
• Til að samstilla tónlistina við Windows Media Player skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja
Miðlunarspilari sem tengingaraðferð. Þessi aðferð
hentar vel ef þú vilt samstilla allar tónlistarskrárnar eða nokkrar þeirra í samhæfri tölvu og tækinu.
• Til að nota Nokia Music Manager í Nokia PC Suite sem tengingaraðferð skaltu stinga DKE-2 USB-snúrunni í samband og velja PC Suite til að tengjast.
Tenging með USB-snúru
Stingdu DKE-2 USB-snúru í samband við samhæfa tölvu og tækið. Ef þú ert með Windows XP ber tölvan strax kennsl á tækið sem ytri harðan disk. Slökkt er á öllum aðgerðum í tækinu og síminn aftengist.
Til að samstilla tónlist við Windows Media Player skaltu velja
Miðlunarspilari sem tengingaraðferð. Notaðu
stýripinnann til að velja tengingu.
Til að breyta sjálfgefinni USB-tengingu skaltu ýta á , velja Tenging > Gagnasn. og einn af valkostunum í Still. f.
gagnasnúru.
Tónlistarflutningur
Bæði Windows Media Player og Nokia Music Manager í Nokia PC Suite eru til þess gerðir að flytja tónlistarskrár eins og best verður á kosið. Upplýsingar um hvernig flytja skal tónlist með Nokia Music Manager, sjá Nokia PC Suite notendahandbókina á geisladiskinum sem fylgdi Nokia N91 tækinu.
22
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Eftirfarandi leiðbeiningar eru byggðar á upplýsingum um nýjustu samhæfu útgáfuna af Windows Media Player sem var fyrir hendi þegar þær voru skrifaðar. Einstök atriði þeirra, einkum um staðsetningu og heiti ýmissa valkosta, eru þó ef til vill ekki alveg nákvæm og kann að verða breytt. Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi leiðbeiningum og hjálparforriti Windows Media Player.
Handvirk samstilling
Þegar tækið er tengt við samhæfa tölvu velur Windows Media Player handvirka samstillingu ef minna en 4 GB af lausu minni er eftir í tækinu eða ef ekki er nægjanlegt geymslupláss fyrir allt safnið. Í handvirkri samstillingu er hægt að velja lögin og spilunarlistana sem þú vilt flytja, afrita eða fjarlægja.
Sláðu inn heiti sem nota skal sem heiti tækisins í Windows Media Player í fyrsta skipti sem tækið er tengt.
Til að flytja það sem valið er handvirkt:
1 Þegar tækið hefur tengst Windows Media Player skaltu
velja tækið í leiðsagnarglugganum ef fleiri en eitt tæki eru tengd.
2 Dragið lögin eða plöturnar í listagluggann til
samstillingar. Til að fjarlægja lög eða plötur skaltu velja hlut á listanum og smella á Remove from list .
3 Athuga skal hvort listaglugginn inniheldur skrárnar sem
á að samstilla og að nægjanlegt pláss sé í tækinu. Ýttu á Start Sync. til að hefja samstillingu.
Sjálfvirk samstilling
Til að breyta sjálfgefnum samstillingarkosti í Windows Media Player skaltu smella á örina undir Sync, velja tækið og smella á Set up Sync. Hreinsa eða velja reitinn Sync
this device automatically.
Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og tækið er tengt uppfærist N91 tónlistarsafnið sjálfvirkt í samræmi við spilunarlistann sem valinn hefur verið í Windows Media Player.
Ef enginn spilunarlisti hefur verið valinn er allt tónlistasafn tölvunnar valið til samstillingar. Hafa skal í huga að listinn getur innihaldið fleiri skrár en komast fyrir á harða diskinum í Nokia N91. Ferkari upplýsingar er að finna í Windows Media Player hjálparforritinu.
Spilunarlistinn í tækinu er ekki samstilltur við spilunarlistann í Windows Media Player.
Spilunarlistar
Spilunarlisti búinn til
Til að búa til spilunarlista:
1 Veldu Valkostir > Búa til spilunarlista á skjánum
Spilunarlistar.
2 Sláðu inn heiti á spilunarlistanum og veldu Í lagi eða
ýttu á stýripinnann.
Tónlistarspilari
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
23
3 Stækkaðu eða dragðu saman nafn listamanns til að
finna þau lög sem þig langar til að setja á spilunarlistann. Ýttu á stýripinnann til að bæta við atriðum. Færðu stýripinnann til hægri til að sjá lagalistann sem fylgir nafni listamanns. Færðu stýripinnann til vinstri til að fela lagalistann.
4 Þegar þú hefur lokið vali þínu skaltu velja Lokið.
Tónlistarspilari
Lögum bætt á spilunarlista
Hægt er að bæta lögum inn á spilunarlista eða búa til nýjan spilunarlista.
1 Á lagalista skaltu velja Valkostir > Bæta við lögum. 2 Stækkaðu eða dragðu saman nafn listamanns til að
finna þau lög sem þig langar til að setja á spilunarlistann. Ýttu á stýripinnann til að bæta við atriðum. Færðu stýripinnann til hægri til að sjá lagalistann sem fylgir nafni listamanns. Færðu stýripinnann til vinstri til að fela lagalistann.
3 Þegar þú hefur lokið vali þínu skaltu velja Lokið.
Ábending! Einnig er hægt að bæta lögum inn á
lista sem verið er að spila. Til að leita að lagi skaltu byrja að slá inn stafi á takkaborðinu.
Lögum endurraðað
1 Veldu Valkostir > Uppröðun á spilunarlistaskjá. 2 Þá er hægt að færa lagið sem var valið. Skrunaðu upp
eða niður til að færa það.
3 Veldu Sleppa. 4 Skrunaðu að laginu sem þú vilt færa. 5 Veldu Grípa. 6 Skrunaðu á nýjan stað. 7 Veldu Sleppa. 8 Þegar búið er að endurraða á listann skaltu velja Lokið.
Ábending! Einnig er hægt að ýta á stýripinnann
til að grípa og sleppa.
Lög fjarlægð af spilunarlista
Hægt er að fjarlægja lög af spilunarlista.
1 Skrunaðu að lagi á spilunarlista. 2 Veldu Valkostir > Taka af spilunarlista. 3 Veldu Já til að staðfesta valið. Með þessu móti er laginu
ekki eytt úr tækinu; það er aðeins tekið af spilunarlistanum.
Atriðum af skjám bætt á spilunarlista
Hægt er að setja lög, plötur, flytjendur, tónlistargreinar og tónskáld á ýmsum skjám í Tónlistarvalm. á nýjan eða gamlan spilunarlista.
1 Veldu atriði í skjá sem opnast í Tónlistarvalm.. 2 Veldu Valkostir > Bæta á spilunarlista > Vistaður
spilunarlisti eða Nýr spilunarlisti.
3 Ef þú velur Nýr spilunarlisti skaltu slá inn heiti á
spilunarlistanum og velja Í lagi. Ef þú velur Vistaður
spilunarlisti skaltu velja spilunarlistann og Í lagi.
24
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Ábending! Á sumum skjámyndum er hægt að velja mörg lög til að setja á lista með því að velja
Valkostir > Merkja / Afmerkja > Merkja.
Ábending! Þú getur bætt lagi sem þú ert að hlusta á
inn á spilunarlista.
Nýlega spiluð lög—Inniheldur 40 mest spiluðu lögin í
öfugri röð, þau lög sem hafa mest verið spiluð nýlega eru öftust.
Nýlegar viðbætur—Inniheldur lög sem bætt hefur verið í
safnið í síðastliðinni viku.
Upplýsingar um spilunarlista
Á skjánum Spilunarlistar skaltu velja Valkostir > Um
spilunarlista. Eftirfarandi upplýsingar birtast:
Heiti—Heiti spilunarlistans
Fjöldi laga—Núverandi fjöldi laga á spilunarlistanum Staðsetning—Staðsetning spilunarlistans á harða
diskinum
Dagsetning—Dagsetning sem sýnir hvenær
spilunarlistanum var síðast breytt
Tími—Tímasetning sem sýnir hvenær spilunarlistanum var
síðast breytt
Spilunarlistar sem birtast sjálfkrafa
Eftirfarandi spilunarlistar birtast sjálfkrafa á spilunarlistaskjánum:
Mest spiluðu lögin—Inniheldur 40 mest spiluðu lögin og
þau lög sem mest hafa verið spiluð nýlega eru fremst í röðinni
Valkostir í boði
Boðið er upp á eftirfarandi atriði sem valkosti í ýmsum skjágluggum tónlistarspilarans.
Opna 'Í spilun'—Opnar skjá þar sem upplýsingar um lagið
sem verið er að spila birtast.
Opna Tónlistarverslun—Kemur á tengingu við
tónlistarverslun þar sem hægt er að leita, skoða og kaupa tónlist.
Uppfæra Tónlistarsafn—Uppfærir safnlistann með því að
skanna ný lög á harða diskinum og fjarlægja ónýta tengla.
Um lagið / Um spilunarlista / Um Tónlistarsafn—Birtir
upplýsingar um tiltekið atriði
Hjálp—Opnar hjálparforritið Búa til spilunarlista—Opnar skjá þar sem hægt er að búa
til nýjan spilunarlista
Senda—Gerir þér kleift að senda tiltekið atriði í annað
samhæft tæki
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Tónlistarspilari
25
Fjarlægja—Fjarlægir tiltekið atriði eftir að slíkt hefur verið
staðfest. Laginu er þá eytt varanlega af harða diskinum.
Endurnefna—Endurnefnir tiltekið atriði Bæta á spilunarlista—Tilteknu atriði bætt inn í gamlan
eða nýjan spilunarlista
Plötuumslag—Opnar skjá sem sýnir plötuumslag sem
Tónlistarspilari
fylgir með tiltekinni plötu eða lagi. Hægt er að breyta myndum eða bæta við myndum úr símanum þínum á plötuumslagið.
Merkja / Afmerkja—Gerir þér kleift að velja nokkur atriði
í aðgerð
Nota sem hringitón—Velur tiltekið lag sem hringitón
sniðsins sem valið hefur verið Ef valin eru lög af harða diskinum til að nota sem hringitóna skortir kannski á hljómfyllingu. Geyma skal hringitónana í minni tækisins til að ná hámarksgæðum.
Uppröðun—Endurraðar lögum á spilunarlista
Valkostir sem bara eru á skjánum í spilun
Opna Tónlistarvalmynd—Opnar skjáinn Tónlistarvalm. Stokka—Gerir stokkun virka eða óvirka. Þegar stillt er á
stokkun eru lögin spiluð í handahófskenndri röð.
Endurtaka—Endurtekur lag eða öll lögin á listanum sem
verið er að spila.
Tónjafnari—Opnar skjá þar sem hægt er að stilla
hljómburðinn.
Hljóðstillingar—Opnar skjá þar sem hægt er að breyta
hljómburðinum, víðóma stillingunni og bassanum.
Atriði endurnefnd
1 Veldu Flytjanda, Plötu, Stefnu eða Lagahöfundi af
listanum.
2 Veldu Valkostir > Endurnefna. 3 Sláðu inn nýja nafnið og veldu Í lagi. Öll lögin sem
tilheyra hinum tiltekna listamanni, plötu, tónlistargrein eða tónskáldi eru uppfærð.
Upplýsingum um lag breytt
Á lagaskjá skaltu velja Valkostir > Um lagið. Eftirfarandi upplýsingar birtast og þeim má breyta:
Lagaheiti—Heiti lagsins Flytjandi—Nafn flytjanda Plata—Nafn plötunnar sem lagið er á Númer lags—Staðsetning lagsins á viðkomandi plötu Ár—Árið sem platan var gefin út Stefna—Tónlistarstefna sem lagið tilheyrir Lagahöfundur—Nafn lagahöfundarins
26
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Athugasemd—Aðrar upplýsingar um lagið
Til að skoða upplýsingar eins og Snið, Lengd og
Höfundarréttur skaltu velja Valkostir > Sjá uppl. um skrá
á skjánum Um lagið.
3 Veldu Valkostir > Breyta. 4 Flettu myndum í galleríinu og veldu Velja:. 5 Til að endurheimta upprunalega plötuumslagið skaltu
velja Núllstilla.
Upplýsingar um tónlistarsafn
Í Tónlistarvalm. skaltu velja Valkostir > Um Tónlistarsafn. Eftirfarandi upplýsingar birtast:
Fjöldi laga—Núverandi fjöldi laga í safninu Lengd—Lengd núverandi laga samtals Í notkun—Heildarstærð skráa í tónlistarsafninu Til staðar—Laust pláss á harða diskinum í gígabætum Uppfært—Dagsetning sem sýnir hvenær safnið var síðast
uppfært
Lag gert að hringitóni
1 Veldu lag. 2 Veldu Valkostir > Velja sem hringitón. Lagið sem valið
var hefur verið gert að hringitóni í virka sniðinu.
Plötuumslagi breytt
1 Veldu lag. 2 Veldu Valkostir > Plötuumslag.
Um dulkóðun á hljóði
Forrit, svo sem Windows Media Player og Nokia Audio Manager, kóða hljóðskrár með kóðum eins og WMA eða MP3 til að spara geymslupláss. Kóðunin fer þannig fram að fjarlægðir eru þeir hlutar hljóðmerkisins sem eyrað nemur ekki eða varla heyrast.
Hljómgæði kóðaðrar skrár eru aldrei eins góð og í upprunalegu skránni, sama hve góð kóðunin er.
Grunnkóðarnir sem þetta tæki styður eru AAC, WMA, and MP3. Þeir eru allir mismunandi.
Flutningshraði
Þegar hljóð er kóðað fara gæðin eftir því hvaða söfnunartíðni (sample rate) er notuð við kóðunina. Söfnunartíðni merkir þúsundir sýna sem tekin eru á sekúndu (kHz), og fyrir tónlist af geisladiski er söfnunartíðnin alltaf sú sama, þ.e. 44,1 kHz. Flutningshraði er mældur í kílóbætum á sekúndu (Kbs). Því meiri sem flutningshraðinn er því meiri eru hljómgæðin.
Það gæðastig sem krafist er getur verið háð því hvaða kröfur eru gerðar, hvaða höfuðtól eru notuð og fer einnig
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Tónlistarspilari
27
eftir umhverfishljóðum. Með MP3 verður flutningshraðinn á bilinu 128 til 192 (Kbs) og gefur yfirleitt næg gæði til að hlusta á popptónlist í tækinu. WMA og AAC veita yfirleitt sömu gæði og MP3 með næsta flutningshraða fyrir neðan (96-160 Kbs). Afbrigði af AAC, svo sem AAC+ og endurbætt AAC+ (eAAC+), gefa sömu hljómgæði og geisladiskur við flutningshraða alveg niður
Tónlistarspilari
í 48 Kbs. Sígild tónlist og tónlist með mismunandi blæbrigðum krefst yfirleitt meiri bandbreiddar en venjuleg popptónlist.
Í töluðu máli og öðru efni þar sem hljómgæðin skipta minna máli en geymsluplássið er hægt að vera með flutningshraða á bilinu 8 til 64 Kbs. Við lítinn flutningshraða skila WMA og AAC yfirleitt meiri gæðum en MP3.
Mismunandi flutningshraði
Tækið styður einnig mismunandi flutningshraða (VBR). Mismunandi flutningshraði merkir að flutningshraði kóðuninnar er mismunandi eftir því hversu margbreytilegt kóðaða efnið er. Þegar mismunandi flutningshraði er notaður er kóðunin hámörkuð til að gefa sömu hljómgæði í öllu laginu, frekar en að tapa gæðum í flóknari köflum tónlistarinnar eins og þegar um stöðugan flutningshraða er að ræða.
28
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Tækið sérsniðið
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið þitt gæti líka hafa verið sett upp með sérstökum stillingum frá þjónustuveitu. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á valmyndaheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Snið—Val á tónum
Til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum tónum fyrir mismunandi atburði eða umhverfi, eða hóphringingu, skaltu ýta á og velja Verkfæri > Snið. Ef annað snið en sniðið Almennt er valið sést heitið á því efst á skjánum í biðstöðu.
Ýttu á í biðstöðu til að velja annað snið. Veldu sniðið sem þú vilt nota og svo Í lagi.
Til að breyta sniði skaltu ýta á og velja Verkfæri > Snið. Veldu sniðið og síðan Valkostir > Sérsníða. Veldu stillinguna sem þú vilt breyta og ýttu á stýripinnann til að opna valkostina. Tónar sem eru geymdir á harða diskinum eru táknaðir með . Þú getur flett í gegnum tónalistann
og hlustað á tónana áður en þú velur tón til að nota. Ýttu á einhvern takka til að stöðva hljóðið.
Þegar þú velur tón opnar Hl. niður tónum lista yfir bókamerki. Þú getur valið bókamerki og tengst við vefsíðu til að hlaða niður tónum.
Ef þú vilt að nafn þess sem hringir heyrist þegar tækið hringir skaltu velja Valkostir > Sérsníða og stilla Segja
nafn hringj. á Kveikt. Vista verður nafn hringjandans í Tengiliðir.
Til að búa til nýtt snið skaltu velja Valkostir > Búa til nýtt. Ef hlusta skal á tónlist og sniðið Tónlist er valið heyrist
eingöngu hljóðmerki við innhringingu en slökkt er á öllum öðrum hljóðum.
Snið án tengingar
Sniðið Ótengdur gerir þér kleift að nota símann án þess að tengjast við þráðlausa símkerfið. Þegar þú virkjar sniðið
Ótengdur er slökkt á tengingunni við þráðlausa símkerfið
og það gefið til kynna með í sendistyrksvísinum. Lokað er á allar þráðlausar sendingar til og frá tækinu. Ef þú reynir að senda skilaboð er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem þau eru send síðar.
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Tækið sérsniðið
29
Þegar sniðið Ótengdur hefur verið gert virkt er samt hægt að nota þráðlausa staðarnetið (ef það er í boði), t.d. til að lesa tölvupóstinn eða vafra á Netinu. Mundu að uppfylla allar viðeigandi öryggiskröfur þegar þráðlausu staðarnetssambandi er komið á og það notað. Sjá ‘Þráðlaust staðarnet’ á bls. 13.
Tækið sérsniðið
Viðvörun: Í sniði án tengingar geturðu hvorki hringt né tekið á móti símtölum. Áfram er hægt að hringja í ákveðin neyðarnúmer en engar aðrar aðgerðir, þar sem tenging við símkerfið er nauðsynleg, eru mögulegar. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal færa inn lykilnúmerið.
Viðvörun: Það verður að vera kveikt á tækinu til að hægt sé að nota sniðið Ótengdur. Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra tækja er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Til að slökkva á sniðinu Ótengdur skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Snið, veldu svo annað snið og síðan Valkostir > Gera virkt > . Þá verða þráðlaus samskipti
aftur möguleg (ef nægur sendistyrkur er fyrir hendi). Ef Bluetooth-tenging er virk þegar kveikt er á sniðinu
Ótengdur er slökkt á henni. Bluetooth-tengingu er
sjálfkrafa komið á aftur eftir að slökkt er á sniðinu
Ótengdur. Sjá ‘Stillingar’ á bls. 86.
Útliti tækisins breytt
Til að breyta útliti skjásins, svo sem veggfóðri og táknum skaltu ýta á og velja Verkfæri > Þemu. Þemað sem er virkt er táknað með . Í Þemu getur þú hópað saman atriðum úr öðrum þemum eða valið myndir í Gallerí til að sérsníða þemu enn frekar. Þemun á harða diskinum eru táknuð með .
Veldu Hlaða niður þema til að koma á nettengingu og hlaða niður fleiri þemum.
Til að virkja þema skaltu velja það og síðan Valkostir >
Gera virkt. Til að skoða þema áður en það er gert virkt
skaltu velja Valkostir > Skoða áður. Þema er breytt með því að velja það og síðan Valkostir >
Breyta til að breyta stillingunum Veggfóður og Rafhlöðusparnaður.
Til að afturkalla allar breytingar sem þú hefur gert á þemanu skaltu velja Valkostir > Velja upphafsþema.
Virkur biðskjár
Hægt er að nota biðskjáinn til að opna mest notuðu forritin í tækinu á fljótlegan hátt. Sjálfgefin stilling er að það sé kveikt á virka biðskjánum.
30
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Loading...
+ 96 hidden pages