Nokia N90 User Manual

Page 1
Page 2
LEYFISYFIRLÝSING Við, NOKIA CORPORATION lýsum því yfir og ábyrgjumst að framleiðsluvaran RM-42 er í samræmi við eftirfarandi samþykkt: 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://
The crossed-out wheeled bin means that within the European Union the product must be taken to separate collection at the product end-of-life. This applies to your device but also to any enhancements marked with this symbol. Do not dispose of these products as unsorted municipal
waste. Copyright © 2005 Nokia. Öll réttindi áskilin. Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða
skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia, Nokia Connecting People, og Pop-Port eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem
nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda. Nokia tune er vörumerki Nokia Corporation.
This product includes software licensed from Symbian Software Ltd (c) 1998-200(5). Symbian and Symbian OS are trademarks of Symbian Ltd.
Java™ and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc.
Stac ®, LZS ®, ©1996, Stac, Inc., ©1994-1996 Microsoft Corporation. Includes one or more U.S. Patents: No. 4701745, 5016009, 5126739, 5146221, and 5414425. Other patents pending.
Hi/fn ®, LZS ®,©1988-98, Hi/fn. Includes one or more U.S. Patents: No. 4701745, 5016009, 5126739, 5146221, and 5414425. Other patents pending.
Part of the software in this product is © Copyright ANT Ltd. 1998. All rights reserved. US Patent No 5818437 and other pending patents. T9 text input software Copyright (C) 1997-2005. Tegic Communications, Inc. All rights reserved.
MPEG-4 This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged
in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG­4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information including that relating to promotional, internal and commercial uses may be obtained from MPEG LA, LLC. See <http://www.mpegla.com>.
Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá <http:/ /www.mpegla.com> .
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Nokia ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum eða undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals, á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan hentl tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það tilbaka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar. Birgðir á tilteknum vörum geta verið breytilegar eftir svæðum. Vinsamlegast kannaðu málið hjá næsta söluaðila Nokia.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 3
Útflutningstakmarkanir Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
TILKYNNING FRÁ FCC/INDUSTRY CANADA Tækið þitt getur valdið truflun í sjónvarps- eða útvarpstækjum (til að mynda þegar
sími er notaður mjög nálægt móttökutækjum). FCC (Federal Communications Commission) eða Industry Canada geta krafist þess að þú hættir að nota símann þinn ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Hafðu samband við þjónustuaðila þinn ef þú þarfnast aðstoðar. Þetta tæki fellur undir grein 15 í reglugerðunum FCC. Notkun er háð því skilyrði að tækið valdi ekki skaðlegum truflunum.
2. ÚTGÁFA IS, 9238593
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 4

Efni

Öryggisatriði...............................................9
Nokia N90 tækið þitt..............................12
Staða tækisins......................................................................12
Opin staða.....................................................................12
Lokuð staða...................................................................12
Myndataka ....................................................................13
Myndavél....................................................................... 14
Mikilvægir vísar...................................................................14
Úlnliðsbandið fest...............................................................15
Stillingar................................................................................ 15
Þjónusta Nokia á internetinu..........................................15
Hjálp .......................................................................................15
Klukka.....................................................................................16
Stillingar klukku........................................................... 16
Heimsklukka..................................................................17
Stillingar hljóðstyrks og hátalara................................... 17
Skráastjóri.............................................................................18
Minnisnotkun athuguð..............................................18
Lítið minni—losaðu um minni..................................18
Verkfæri fyrir minniskort...................................................19
Minniskort forsniðið...................................................20
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Nytsamlegir flýtivísar.........................................................20
Stillingum tækisins breytt......................22
Snið—Val á tónum ..............................................................23
Snið án tengingar........................................................23
Efni flutt úr öðru tæki .......................................................24
Útliti tækisins breytt..........................................................24
Virkur biðskjár......................................................................25
Hringt úr tækinu .....................................27
Venjuleg símtöl....................................................................27
Símafundur....................................................................28
Símanúmer valið með hraðvali ...............................28
Raddstýrð hringing .....................................................28
Myndsímtöl...........................................................................29
Samnýting hreyfimynda ...................................................31
Forsendur fyrir samnýtingu hreyfimynda............. 31
Stillingar ........................................................................31
Samnýting hreyfimynda ............................................32
Boð samþykkt ............................................................... 33
Símtali svarað eða hafnað................................................34
Myndsímtali svarað eða hafnað..............................34
Símtal í bið ...................................................................35
Page 5
Valkostir meðan á símtali stendur..........................35
Valkostir meðan á myndsímtali stendur ...............36
Notkunarskrá ........................................................................36
Síðustu símtöl ..............................................................36
Lengd símtala................................................................36
Pakkagögn......................................................................37
Allir samskiptaatburðir skoðaðir.............................37
Tengiliðir (Símaskrá) .............................. 39
Vistun nafna og númera....................................................39
Sjálfgefin númer og tölvupóstföng.........................40
Tengiliðir afritaðir ...............................................................40
SIM-skrá og önnur SIM-þjónusta...........................41
Hringitónum bætt við tengiliði .......................................41
Tengiliðahópar búnir til.....................................................41
Meðlimir fjarlægðir úr hóp .......................................42
Myndavél og Gallerí ............................... 43
Myndavél ...............................................................................43
Myndir teknar í myndatökustöðu............................43
Myndir teknar í myndavélarstillingu......................48
Myndum breytt.............................................................49
Ábendingar um hvernig á að taka
góðar myndir.................................................................50
Upptaka hreyfimynda.................................................51
Myndinnskotum breytt...............................................54
Gallerí.....................................................................................56
Myndir og myndinnskot skoðuð..............................57
Albúm..............................................................................58
Myndaforrit..............................................59
Prentun mynda ....................................................................59
Val á prentara...............................................................59
Forskoðun prentunar ..................................................59
Prentstillingar...............................................................60
RealPlayer™...........................................................................60
Spilun mynd- og hljóðinnskota...............................60
Lagalisti búinn til.........................................................61
Straumspilun efnis......................................................61
Móttaka RealPlayer-stillinga ...................................62
Leikstjóri ................................................................................63
Fljótgerð muvees búin til ..........................................63
Sérsniðin muvees búin til..........................................63
Stillingar.........................................................................64
Skilaboð....................................................65
Textaritun..............................................................................66
Hefðbundin textaritun...............................................66
Flýtiritun—Orðabók.....................................................66
Afritun texta á klemmuspjald .................................68
Ritun og sending skilaboða..............................................68
Móttaka stillinga fyrir MMS- og tölvupósts........ 70
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 6
Innhólf—móttaka skilaboða.............................................71
Margmiðlunarskilaboð............................................... 71
Gögn og stillingar........................................................72
Vefþjónustuboð............................................................72
Mínar möppur .....................................................................73
Pósthólf..................................................................................73
Pósthólfið opnað.........................................................73
Tölvupóstur sóttur.......................................................73
Tölvupósti eytt..............................................................74
Tenging við pósthólf rofin ........................................75
Úthólf—skilaboð bíða sendingar.....................................75
Skilaboð á SIM-korti skoðuð...........................................76
Stillingar skilaboða.............................................................76
Textaskilaboð................................................................76
Margmiðlunarskilaboð............................................... 77
Tölvupóstur ...................................................................78
Vefþjónustuboð............................................................80
Skilaboð frá endurvarpa............................................80
Annað stillingar ...........................................................80
Dagbók......................................................81
Dagbókaratriði búin til...................................................... 81
Minnt á atriði...............................................................82
Dagbókarskjáir .....................................................................82
Dagbókaratriðum eytt .......................................................83
Stillingar dagbókarinnar ...................................................83
Vefur.........................................................84
Vefur opnaður......................................................................84
Móttaka vafrastillinga ...............................................84
Stillingar færðar inn handvirkt................................ 84
Bókamerkjaskjár ..................................................................85
Bókamerkjum bætt við handvirkt...........................85
Sending bókamerkja...................................................85
Tengingu komið á................................................................85
Öryggi tenginga ...........................................................86
Vafrað.....................................................................................86
Vistaðar síður skoðaðar.............................................87
Niðurhal og kaup á hlutum..............................................88
Tenging rofin........................................................................88
Skyndiminni hreinsað................................................. 88
Vefstillingar ..........................................................................89
Vinnuforrit ...............................................90
Reiknivél ................................................................................90
Prósentureikningur......................................................90
Umreiknari.............................................................................90
Val á grunngjaldmiðli og gengi...............................91
Verkefni..................................................................................91
Verkefnalisti búinn til.................................................91
Minnismiðar .........................................................................92
Upptaka..................................................................................92
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 7
Forritin mín ............................................. 93
Flýtival—flýtivísum bætt við.............................................93
Flýtivísi eytt...................................................................93
Spjall—Spjall (chat) ............................................................93
Móttaka spjallstillinga................................................94
Tengst við spjallmiðlara.............................................94
Spjallstillingum breytt................................................94
Leita að spjallhópum og -notendum......................95
Gengið í og úr hópum ................................................95
Spjall................................................................................95
Skoða og hefja samtöl................................................96
Spjalltengiliðir ..............................................................97
Halda utan um spjallhópa.........................................97
Stjórna spjallhóp..........................................................98
Stillingar spjallmiðlara...............................................99
Tengingar............................................... 100
Bluetooth-tenging ........................................................... 100
Stillingar Bluetooth.................................................. 101
Gögn send um Bluetooth........................................101
Pörun tækja................................................................102
Gögn móttekin um Bluetooth...............................103
Slökkt á Bluetooth....................................................103
Tenging við tölvu...............................................................103
Geisladiskur.................................................................103
Tækið notað sem mótald.........................................103
Stjórnandi tenginga..........................................................104
Skoða upplýsingar um gagntengingu..................104
Ytri samstilling...................................................................105
Búa til nýtt samstillingarsnið.................................105
Samstilling gagna......................................................106
Stjórnandi tækis ................................................................106
Stillingar miðlarasniðs.............................................107
Verkfæri................................................. 108
Stillingar ..............................................................................108
Símastillingar..............................................................108
Stillingar fyrir hringingu..........................................109
Tengistillingar.............................................................110
Dagur og tími..............................................................113
Öryggi ...........................................................................113
Flutningur símtals .....................................................116
Útilokanir ....................................................................116
Símkerfi ........................................................................117
Stillingar fyrir aukahluti..........................................117
Stillingar ytri skjásins.......................................................118
Raddskipanir.......................................................................118
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 8
Stjórnandi forrita ..............................................................118
Uppsetning forrita og hugbúnaðar ......................119
Forrit og hugbúnaður fjarlægður..........................120
Stillingar forrits..........................................................121
Opnunarlyklar—meðhöndlun skráa
með höfundarrétti ............................................................121
Úrræðaleit ............................................. 122
Spurningar & Svör ............................................................122
Upplýsingar um rafhlöðu ..................... 125
Hleðsla og afhleðsla.........................................................125
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum
frá Nokia..............................................................................125
Umhirða og viðhald.............................. 127
Viðbótaröryggisupplýsingar................. 128
Atriðaskrá.............................................. 132
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 9

Öryggisatriði

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR Fara skal
að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir íakstri.
TRUFLUN Allir þráðlausir símar geta verið
næmir fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM Virða skal allar
takmarkanir. Slökkva skal á símanum nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM Virða skal allar takmarkanir.
Þráðlaus tæki geta valdið truflunum íflugvélum.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ Ekki nota símann nærri
eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA Virða skal allar
takmarkanir. Ekki nota símann þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI Notist aðeins
í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA Aðeins viðurkennt
starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR Aðeins má
nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI Símtækið er ekki vatnshelt.
Halda skal því þurru.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
9
Page 10
ÖRYGGISAFRIT Muna skal að taka öryggisafrit
eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í símanum.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI Þegar tækið er
tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL Gakktu úr skugga um að kveikt sé á símanum og hann sé virkur. Takkaborðið er aðeins virkt þegar tækið er opið. Styðja skal á hætta-takkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og hverfa aftur að upphafsskjánum. Sláðu inn neyðarnúmerið og ýttu á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en af fengnu leyfi til þess.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar á EGSM 900/1800/1900 og UMTS 2100 símkerfinu. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Hlíta skal öllum lögum og virða einkalíf og lögbundin réttindi annarra við alla notkun þessa tækis.
Þegar myndir eða myndinnskot eru tekin eða notuð skal fylgja öllum lögum og virða staðbundna siði auk einkalífs og lögbundinna réttinda annarra.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjarans, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Sérþjónusta
Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu. Sérþjónusta er auðkennd í þessari handbók með .
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á
10
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 11
valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Fyrir sumar aðgerðir í tækinu, eins og MMS, netskoðun, tölvupóst og niðurhal efnis um vafra eða með MMS, þarf símkerfisstuðning við viðkomandi tækni.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá DC-4, AC-3 og AC-4 hleðslutækjum, og frá AC-1, ACP-7, ACP-8, ACP-9, ACP-12, LCH-8, LCH-9 eða LCH-12 hleðslutækjum þegar þau eru notuð með millistykkinu CA-44 sem fylgir með símanum.
Rafhlaðan sem nota skal með þessu tæki er BL-5B.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki
og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar með tækinu. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
11
Page 12

Nokia N90 tækið þitt

Nokia N90 tækið þitt
12
Gerð: Nokia N90-1 Héreftir nefndur Nokia N90.

Staða tækisins

Tækið er hægt að nota í fjórum mismunandi stöðum, eftir því hvernig ætlunin er að nota það: Lokuð staða, Opin staða til að nota tækið, Myndataka til að taka upp hreyfimyndir og taka myndir og Myndavél til að taka myndir. Skipt er um stöðu með því að snúa flipanum og myndavélinni. Þegar skipt er um stöðu líður stuttur tími þar til hægt er að nota tækið í þeirri stöðu.

Opin staða

Þegar tækið er opna breytast stillingar þess sjálfkrafa: aðalskjárinn lýsist upp og hægt er að nota takkaborðið og opna valmyndina. Hægt er að fletta í gegnum valmyndina með skruntakkanum eða stýripinnanum.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Þessar stillingar verða virkar þrátt fyrir að tækið sé ekki opnað til fulls. Hægt er að opna flipann um 150 gráður, líkt og sýnt er á myndinni. Ekki skal reyna að opna flipann meira en það.

Lokuð staða

Þegar flipanum er lokað er slökkt á aðalskjánum og kveikt á ljósum ytri skjásins. Öllum símtölum er slitið, nema ef kveikt er á hátalaranum eða höfuðtól tengt. Ef spilarinn er í gangi er ekki slökkt á honum.
Þegar tækið er lokað eru valkostir ytri skjásins takmarkaðir. Á biðskjánum kunna að birtast upplýsingar um sendistyrkinn og stöðu rafhlöðunnar, skjátákn símafyrirtækis, tíminn, stöðuvísar og heiti þess sniðs sem hefur verið valið (ef það er annað en
Almennt sniðið). Ef verið er að spila tónlist sést
hljóðstyrkurinn ásamt upplýsingum um lagið. Ef takkaborðið er ekki læst getur þú notað rofann,
stýripinnann og myndatökutakkann (fyrir raddskipanir).
Page 13
Til að velja skipanir á skjánum, líkt og Sýna og Til baka, skaltu velja skipunina og ýta svo á stýripinnann.
Einnig sjást hringingar dagbókarinnar og vekjaraklukkunnar auk tilkynninga um ósvöruð símtöl og móttekin skilaboð. Þú getur skoðað móttekin textaskilaboð og texta og myndir margmiðlunarskilaboða á ytri skjánum. Til að skoða aðrar gerðir skilaboða þarf að opna tækið og skoða skilaboðin á aðalskjánum.
Þegar hringt er í tækið heyrist hringitónn og tilkynning birtist á skjánum. Símtali er svarað með því að opna flipann. Til að svara símtali um hátalarann skaltu velja
Svara. Ef höfuðtól er tengt við tækið skaltu ýta á svartakka
þess til að svara símtali. Opnaðu flipann til að hringja eða nota valmyndina.

Myndataka

Þegar tækið er í stöðu fyrir myndatöku er hægt að taka upp hreyfimyndir, taka myndir, breyta myndinnskotum og myndum og senda rauntíma hreyfimynd í myndsímtali . Sjá ‘Myndavél og Gallerí’, bls. 43 og ‘Myndsímtöl’, bls. 29.
Til að stilla tækið fyrir myndatöku skaltu opna flipann um 90 gráður, halda tækinu til hliðar og snúa flipanum upp þannig að aðalskjárinn snúi að þér. Myndavélin opnast og myndin sem hægt er að taka birtist á skjánum. Einnig er hægt að snúa myndavélinni á öxli sínum. Í myndatökustöðu er hægt að snúa myndavélinni um 180 gráður rangsælis og nálægt 135 gráðum réttsælis. Ekki ætti að reyna að snúa myndavélarhlutanum meira en það.
Í myndatökustöðu er ekki hægt að nota takkaborðið. Hins vegar er hægt að nota myndatökutakkann, stýripinnann, rofann, efri og neðri valtakkana til hliðar við skjáinn auk
takkans til að leggja á.
Viðvörun: Ekki er hægt að hringja neyðarsímtöl í
myndatökustöðunni vegna þess að takkaborðið er ekki virkt. Þú þarft að opna flipann til að geta hringt neyðarsímtal.
Nokia N90 tækið þitt
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
13
Page 14

Myndavél

Myndavélarstaðan er fljótleg leið til að taka myndir. Hægt er að nota myndavélina meðan talað er í tækið. Sjá ‘Myndavél og Gallerí’, á bls. 43.
Til að kveikja á
Nokia N90 tækið þitt
myndavélinni skaltu snúa öxli hennar þegar flipinn er lokaður. Myndglugginn birtist á ytri skjánum. Hægt er að snúa myndavélarhluta tækisins um 180 gráður rangsælis og 135 gráður réttsælis. Ekki ætti að reyna að snúa myndavélarhlutanum meira en það.
Hægt er að nota myndatökutakkann, stýripinnann og rofann í þessari stöðu.

Mikilvægir vísar

—Síminn er notaður í GSM-símkerfi.
(sérþjónusta)—Síminn er notaður í UMTS-símkerfi.
Sjá ‘Símkerfi’, á bls. 117.
—Ein eða fleiri ólesin skilaboð eru í möppunni
Innhólf í Skilaboð.
—Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf.
Sjá ‘Úthólf—skilaboð bíða sendingar’, á bls. 75.
—Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað.
Sjá ‘Síðustu símtöl’, á bls. 36.
—Sýnt ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og
Viðvörunartónn skilaboða, Viðvörunartónn spjalls og Viðv.tónn tölvupósts er stillt á Óvirkt. Sjá ‘Snið—Val á
tónum’, á bls. 23.
—Takkaborð símans er læst. Sjá 'Takkalás (Takkavari)'
í Stutta leiðarvísinum.
—Vekjaraklukkan hefur verið stillt. Sjá ‘Klukka’,
á bls. 16.
—Símalína 2 er í notkun. Sjá ‘Stillingar fyrir hringingu’,
á bls. 109.
—Öll móttekin símtöl eru flutt í annað símanúmer. Ef þú hefur tvær símalínur er flutningsvísirinn fyrir fyrri línuna og fyrir þá síðari .
—Höfuðtól er tengt við símann.
—Hljóðmöskvi er tengdur við símann.
—Tenging við Bluetooth-höfuðtól hefur rofnað. —Gagnasímtal er virkt. —Hægt er að koma á GPRS- eða EDGE-
pakkagagnatengingu.
14
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 15
—GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er virk.
—GPRS eða EDGE pakkagagnatenging er í bið. Þessi tákn birtast í stað sendistyrksvísisins (birtist efst í vinstra horni í biðstöðu). Sjá ‘Pakkagagnatengingar í GSM- og UMTS-símkerfum’, á bls. 111.
—Hægt er að koma á UMTS-pakkagagnatengingu.
—UMTS pakkagagnatenging er virk.
—UMTS pakkagagnatenging er í bið.
—Bluetooth er stillt á Kveikt.
—Verið er að flytja gögn um Bluetooth-tengingu.
Sjá ‘Bluetooth-tenging’, á bls. 100.
—USB-tenging er virk.
—Hægt er að sækja tölvupóst sem hefur þegar verið
lesinn.
—Hægt er að sækja ólesinn tölvupóst.

Stillingar

Til að nota geta notað margmiðlunarskilaboð, GPRS, internetið og aðra þráðlausa þjónustu verða réttar stillingar að vera til staðar í símanum.
Verið getur að þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í símanum, en einnig er hægt að fá þær sendar í sérstökum textaskilaboðum. Sjá ‘Gögn og stillingar’, á bls. 72. Nánari upplýsingar um stillingarnar fást hjá símafyrirtækinu, þjónustuveitunni, söluaðilum Nokia og á heimasíðu Nokia: www.nokia.com/support.

Þjónusta Nokia á internetinu

Á vefslóðinni www.nokia.com/support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu geturðu athugað með nýjustu útgáfu þessarar handbókar, frekari upplýsingar, hluti til niðurhals og þjónustu fyrir Nokia vöruna þína.
Nokia N90 tækið þitt

Úlnliðsbandið fest

Þræddu bandið líkt og sýnt er á myndinni og hertu að.

Hjálp

Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir. Þá má opna í forritum símans eða í aðalvalmyndinni.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að skoða hjálpartexta þess.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
15
Page 16
Dæmi: Til að sjá upplýsingar um hvernig á að búa til
tengiliðaspjald skaltu byrja að búa til spjaldið og velja
Valkostir > Hjálp.
Þú getur skipt á milli forritsins og hjálpartexta þess með því að halda inni takkanum.
Til að opna hjálpina úr aðalvalmyndinni skaltu velja
Verkfæri > Hjálp. Veldu forrit til að sjá hjálpartexta þess.
Til að leita að hjálpartexta eftir lykilorði skaltu velja
Valkostir > Leita e. efnisorðum.
Nokia N90 tækið þitt
Þegar þú lest hjálpartexta um ákveðið efni getur þú stutt á og til að skoða texta um annað efni.

Klukka

Ýttu á og veldu Klukka. Til að stilla vekjaraklukkuna skaltu velja Valkostir > Stilla
vekjara. Sláðu inn tímann og veldu Í lagi. Þegar
vekjaraklukkan hefur verið stillt sést vísirinn á skjánum.
Veldu Stöðva til að slökkva á vekjaraklukkunni. Þegar vekjaraklukkan hringir getur þú stutt á hvaða takka sem er, eða valið Blunda til að stöðva hringinguna og láta klukkuna hringja aftur eftir fimm mínútur. Þetta er hægt að gera að hámarki fimm sinnum.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef stutt er áIf you select Stöðva er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. Stutt er á Nei til að slökkva á tækinu eða til að hringja og svara símtölum. Ekki skal ýta á þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Til að slökkva á vekjaraklukkunni áður en tíminn rennur upp skaltu velja Klukka > Valkostir > Taka vekjara af.

Stillingar klukku

Til að breyta stillingum klukkunnar skaltu opna valmynd hennar og velja Valkostir > Stillingar. Til að breyta tímanum eða dagsetningunni skaltu velja Tími eða
Dagsetning.
Til að breyta gerð klukkunnar sem sést í biðstöðu skaltu velja Útlit klukku > Með vísum eða Stafræn.
Til að leyfa farsímakerfinu að uppfæra tímann, dagsetninguna og tímabelti klukkunnar , skaltu velja
Sjálfv. tímauppfærsla. Til að Sjálfv. tímauppfærsla
stillingin verði virk þarf síminn að endurræsa sig. Til að breyta hringitóni vekjaraklukkunnar skaltu velja
Tónn viðvörunar.
Til að kveikja eða slökkva á sumartímastillingunni skaltu velja Sumartími. Veldu Á til að bæta einni klukkustund við tímann í Núverandi borg mín.
16
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 17
Sjá ‘Heimsklukka’, á bls. 17. Vísirinn er sýnilegur í aðalskjá klukkunnar þegar sumartími hefur verið valinn. Þessi stilling sést aðeins ef kveikt er á Sjálfv.
tímauppfærsla.

Heimsklukka

Opnaðu Klukka og ýttu á til að opna skjá heimsklukkunnar. Í skjá heimsklukkunnar getur þú séð tímann í hinum ýmsu borgum.
Til að bæta borgum við listann skaltu velja Valkostir >
Bæta við borg. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni borgarinnar.
Leitarreiturinn birtist sjálfkrafa og þar má sjá borgirnar sem passa við það sem var skrifað. Veldu borg. Það er að hámarki hægt að bæta 15 borgum við listann.
Til að velja borgina sem þú ert staddur/stödd í skaltu velja borg og síðan Valkostir > Núverandi borg mín. Borgin birtist í aðalskjá klukkunnar og tíma símans er breytt í samræmi við völdu borgina. Gakktu úr skugga um að tíminn sé réttur og að hann passi við tímabeltið.

Stillingar hljóðstyrks og hátalara

Til að hækka eða lækka hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur eða þú ert að hlusta á tónlist skaltu ýta á eða , eða ýta stýripinnanum til hægri eða vinstri.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í símann og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda á símanum, t.d. með því að hafa hann á nálægu borði. Hátalarinn er sjálfkrafa valinn fyrir hljóðforrit.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Upplýsingar um staðsetningu hátalarans er að finna í Stutta leiðarvísinum undir ‘Takkar og hlutar’.
Til að kveikja á hátalaranum þegar þú talar í símann skaltu velja Valkostir > Virkja hátalara.
Til að slökkva á hátalaranum þegar þú talar í símann eða hlustar á tónlist skaltu velja Valkostir > Virkja símtól.
Nokia N90 tækið þitt
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
17
Page 18

Skráastjóri

Margar aðgerðir símans vista gögn og taka þannig upp minni. Þessar aðgerðir eru meðal annars tengiliðir, skilaboð, myndir, hringitónar, dagbók og minnismiðar, skjöl og forrit sem hefur verið hlaðið niður í símann. Það hversu mikið minni er laust fer eftir því gagnamagni sem hefur verið vistað í minni símans. Hægt er að auka minnið með því að nota minniskort. Minniskort eru
Nokia N90 tækið þitt
endurskrifanleg og því er bæði hægt að vista og eyða gögnum af þeim.
Til að skoða skrár og möppur í minni símans eða á minniskorti (ef þú notar minniskort) skaltu ýta á takkann og opna Verkfæri > Skr.stj.. Skjár símaminnisins opnast ( ). Ýttu á til að opna skjá minniskortsins ().
Til að færa eða afrita skrár í möppu skaltu ýta samtímis á
og takkana til að merkja skrá og velja síðan
Valkostir > Færa í möppu eða Afrita í möppu.
Tákn í Skr.stj.:
Mappa Mappa sem inniheldur undirmöppu
Til að finna skrá skaltu velja Valkostir > Finna og minnið sem þú vilt leita í. Sláðu svo inn leitartexta sem passar við heiti skrárinnar.
Ábending! Þú getur notað Nokia Phone Browser
í Nokia PC Suite til að skoða mismunandi minni í símanum. Sjá geisladiskinn sem fylgir með símanum.

Minnisnotkun athuguð

Til að skoða hvaða gerðir gagna eru í símanum og hversu mikið minni hver gerð notar skaltu velja Valkostir >
Minnisupplýsingar. Veldu Laust minni til að skoða hversu
mikið minni er laust í símanum. Til að skoða hversu mikið minni er laust á minniskortinu, ef
þú notar minniskort, skaltu ýta á takkann til að opna glugga minniskortsins og velja Valkostir >
Minnisupplýsingar.

Lítið minni—losaðu um minni

Síminn lætur þig vita ef það er lítið minni eftir í honum eða á minniskortinu. Verði minni símans af skornum skammti þegar vafrinn er opinn er vafranum sjálfkrafa lokað til að losa um minni.
Til að losa um minni geturðu notað skráastjórann til að flytja gögn yfir á minniskort. Merktu þær skrár sem þú vilt færa, veldu Færa í möppu > Minniskort og svo möppu.
Ábending! Til að losa um minni í símanum eða á
minniskorti skaltu nota Image Store í Nokia PC Suite til
18
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 19
að flytja myndir og myndinnskot yfir í samhæfa tölvu. Sjá geisladiskinn sem fylgir með símanum.
Þú getur notað Skr.stj. til að fjarlægja gögn og þannig losa um minni eða opnað viðkomandi forrit. Þú getur t.d. fjarlægt:
• Skilaboð úr Innhólf, Uppköst og Sendir hlutir
möppunum í Skilaboð
• Sóttum tölvupósti úr minni símans
• Vistuðum vefsíðum
• Vistuðum myndir, hreyfimyndum og hljóðskrám
• Tengiliðaupplýsingum
• Minnispunktum í dagbók
• Sóttum forritum. Sjá einnig ‘Stjórnandi forrita’,
á bls. 118.
• Hvaða gögnum öðrum sem þú þarft ekki lengur á
að halda

Verkfæri fyrir minniskort

Til athugunar: Þetta tæki notar Reduced Size Dual Voltage (1,8/3V) MultiMediaCard (RS-MMC). Aðeins skal nota margmiðlunarkort sem nota bæði 1,8 og 3 volt til að tryggja samhæfni. Upplýsingar um samhæfni margmiðlunarkorts er hægt að fá hjá framleiðanda eða söluaðila kortsins.
Aðeins skal nota samhæf margmiðlunarkort (RS-MMC) með þessu tæki. Önnur minniskort, svo sem Secure Digital (SD) kort, passa ekki í raufina fyrir minniskortið og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu geta skaddast.
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til. Ýttu á og veldu
Verkfæri > Minni. Hægt er
að auka minnið með því að nota minniskort. Einnig er ráðlegt að taka reglulega öryggisafrit af gögnum í minni símans og vista það á minniskortinu. Hægt er að flytja upplýsingarnar yfir í símann síðar. Sjá Stutta leiðarvísinn, 'Minniskort sett í símann'.
Ekki er hægt að nota minniskortið ef minniskortsraufin er opin.
Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á
aðgerð stendur og kortið er í notkun. Sé kortið fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu og tækinu og gögn sem eru vistuð á kortinu gætu skemmst.
Nokia N90 tækið þitt
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
19
Page 20
Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni símans og setja það á minniskortið skaltu velja Valkostir > Afrita minni
símans.
Til að setja upplýsingarnar aftur í minni símans skaltu velja Valkostir > Endurh. frá korti.
Ábending! Til að breyta heiti minniskorts skaltu velja
Valkostir > Nafn minniskorts.

Minniskort forsniðið

Nokia N90 tækið þitt
Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því varanlega.
Sum minniskort eru forsniðin af framleiðanda og önnur þarf að forsníða. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðilanum um hvort forsníða þurfi minniskortið fyrir notkun.
Til að forsníða minniskort skaltu velja Valkostir >
Forsníða minniskort. Veldu til að staðfesta valið.
Þegar búið er að forsníða kortið skaltu slá inn heiti fyrir minniskortið og velja Í lagi.
Nytsamlegir flýtivísar
Notaðu flýtivísa til að ná sem mestu út úr tækinu á skömmum tíma. Nánari upplýsingar um aðgerðir er að finna í viðkomandi köflum þessarar notendahandbókar.
Flýtivísar þegar verið er að taka myndir
• Ýttu stýripinnanum upp og niður til að súmma inn og út.
• Ýttu á stýripinnann til að opna Uppsetning mynda stillingarnar.
• Ýttu stýripinnanum til vinstri eða hægri til að breyta stillingunum fyrir flassið.
• Til að taka nýja mynd skaltu ýta myndatökutakkanum niður til hálfs.
• Ef þú hefur ræst forrit skaltu ýta á myndatökutakkann til að opna aftur myndavélina.
Flýtivísar þegar verið er að taka hreyfimyndir
• Ýttu stýripinnanum upp eða niður til að súmma inn og út.
• Ýttu á stýripinnann til að opna Uppsetning hreyfim. stillingarnar.
• Ef þú hefur ræst forrit skaltu ýta á myndatökutakkann til að opna aftur myndavélina.
Texta og listum breytt
• Til að merkja atriði á lista skaltu velja það og ýta á og samtímis.
• Til að merkja mörg atriði á lista skaltu halda inni takkanum á sama tíma og þú styður á eða . Ljúktu valinu með því að sleppa fyrst og síðan .
• Til að afrita og líma texta: Haltu inni . Ýttu samtímis á eða til að velja stafi og orð, eða eða til að velja línur. Textinn er auðkenndur um leið
20
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 21
og valið færist. Til að afrita texta meðan þú heldur enn inni skaltu ýta á Afrita. Til að setja textann inn í skjal skaltu halda inni takkanum og ýta á Líma.
Biðstaða
• Til að skipta á milli opinna forrita skaltu halda inni takkanum. Ef minnið er orðið lítið er hugsanlegt að síminn loki einhverjum forritum. Síminn vistar öll óvistuð gögn áður en hann lokar forriti.
• Ýttu á til að velja nýtt snið.
• Haltu inni til að skipta á milli sniðanna Almennt og Án hljóðs. Ef þú hefur tvær símalínur er skipt á milli þeirra með þessari aðgerð.
• Ýttu á til að opna lista yfir númerin sem þú hringdir síðast í.
• Haltu myndatökutakkanum inni til að nota raddskipanir. Sjá ‘Raddskipanir’, á bls. 118.
• Til að koma á tengingu við Vefur skaltu halda inni takkanum. Sjá ‘Vefur’, á bls. 84.
Upplýsingar um frekari flýtivísa sem standa til boða í biðstöðu, sjá ‘Virkur biðskjár’, á bls. 25.
Takkalás (takkavari)
• Til að læsa tökkunum: Ýttu á þegar síminn er í biðstöðu og síðan á .
• Til að taka takkalásinn af: Ýttu á og síðan á .
• Til að læsa takkaborðinu þegar tækið er lokað skaltu ýta á og velja Læsa tökkum.
• Ýttu á til að kveikja á skjálýsingunni þegar takkaborðið er læst.
Þegar takkalásinn er virkur getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Sláðu inn neyðarnúmerið og ýttu á .
Nokia N90 tækið þitt
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
21
Page 22

Stillingum tækisins breytt

Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið þitt gæti líka hafa verið sett upp með sérstökum stillingum frá þjónustuveitu. Þessar stillingar gætu falið í sér breytingar á nöfnum valmynda, röð þeirra og táknum. Hafið samband við þjónustuveitu til að fá nánari upplýsingar um þetta atriði.
• Upplýsingar um hvernig á að nota aðalskjáinn til
Stillingum tækisins breytt
22
að opna mest notuðu forritin á fljótlegan hátt er að finna í ‘Virkur biðskjár’, á bls. 25.
• Upplýsingar um hvernig á að breyta bakgrunnsmyndinni eða mynd skjávarans þegar síminn er í biðstöðu er að finna í ‘Útliti tækisins breytt’, bls. 24 og ‘Stillingar ytri skjásins’, bls. 118.
• Upplýsingar um hvernig á að breyta hringitónum símans er að finna í ‘Snið—Val á tónum’, bls. 23.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
• Upplýsingar um hvernig á að breyta flýtivísunum sem virka þegar stutt er á skruntakkann auk hægri og vinstri valtakkans í biðstöðu er að finna í ‘Biðhamur’, á bls. 108. Ekki er hægt að velja flýtivísa skruntakkans þegar kveikt er á virka biðskjánum.
• Til að breyta útliti klukkunnar sem birtist í biðstöðu skaltu ýta á og velja Klukka > Valkostir >
Stillingar > Útlit klukku > Með vísum eða Stafræn.
• Til að breyta tóni vekjaraklukkunnar skaltu velja og Klukka > Valkostir > Stillingar > Tónn viðvörunar og síðan tóninn.
• Til að breyta tóni dagatalsins skaltu ýta á og velja Dagbók > Valkostir > Stillingar > Viðv.tónn
dagbókar og síðan tóninn.
• Til að breyta opnunarkveðjunni í texta eða mynd skaltu ýta á og velja Verkfæri > Stillingar > Sími >
Almennar > Opnun.kv. eða táknm..
• Til að tengja hringitón við tengilið skaltu ýta á og velja Tengiliðir. Sjá ‘Hringitónum bætt við tengiliði’, á bls. 41.
• Til að nota ákveðinn takka sem hraðvalstakka fyrir tengilið skaltu ýta á takkann í biðstöðu ( er frátekinn fyrir talhólfið) og svo á . Veldu og svo tengiliðinn.
Page 23
• Til að endurraða aðalvalmyndinni skaltu opna hana og
velja Valkostir > Færa, Færa í möppu eða Ný mappa. Þú getur fært þau forrit sem þú notar sjaldan í möppur og sett forrit sem þú notar oft á aðalvalmyndina.
Ábending! Upplýsingar um hvernig er hægt að breyta
tóninum fyrir dagbókina eða klukkuna er að finna í ‘Stillingum tækisins breytt’, bls. 22.
Til að búa til nýtt snið skaltu velja Valkostir > Búa til nýtt.

Snið—Val á tónum

Til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum tónum skaltu ýta á og velja Verkfæri > Snið. Ef annað snið en sniðið Almennt er valið sést heitið á því efst á skjánum í biðstöðu.
Ýttu á í biðstöðu til að velja annað snið. Veldu sniðið sem þú vilt nota og svo Í lagi.
Til að breyta sniði skaltu ýta á og velja Verkfæri > Snið. Veldu sniðið og síðan Valkostir > Sérsníða. Veldu stillinguna sem þú vilt breyta og ýttu á til að opna valkostina. Tónar sem eru geymdir á minniskortinu eru táknaðir með . Þú getur flett í gegnum tónalistann og hlustað á tónana áður en þú velur tón til að nota. Ýttu á hvaða takka sem er til að slökkva á tóninum.
Ábending! Þegar þú velur tón opnar Hl. niður
tónum lista yfir bókamerki. Þú getur valið bókamerki
og tengst við vefsíðu til að hlaða niður tónum.

Snið án tengingar

Ótengdur sniðið gerir þér kleift að nota símann án þess
að tengjast við þráðlausa símkerfið. Þegar þú virkjar sniðið Ótengdur er slökkt á tengingunni við þráðlausa símkerfið og það gefið til kynna með í sendistyrksvísinum. Lokað er á allar þráðlausar sendingar til og frá tækinu. Ef þú reynir að senda skilaboð er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem þau eru send síðar.
Viðvörun: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja
eða svara úr símanum, þar sem tenging við símkerfið er nauðsynleg, eða nota aðrar aðgerðir sem þurfa stuðning símkerfis.
Viðvörun: Það verður að vera kveikt á tækinu til
að hægt sé að nota sniðið Ótengdur. Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra tækja er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Til að slökkva á Ótengdur sniðinu skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Snið . Síðan skaltu velja annað snið og svo Valkostir > Gera virkt > . Þá verða þráðlaus samskipti
aftur möguleg (ef nægur sendistyrkur er fyrir hendi). Ef Bluetooth-tenging er virk þegar kveikt er á Ótengdur
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Stillingum tækisins breytt
23
Page 24
sniðinu verður slökkt á henni. Bluetooth-tengingunni er sjálfkrafa komið aftur á eftir að slökkt er á sniðinu
Ótengdur. Sjá ‘Stillingar Bluetooth’, á bls. 101.

Efni flutt úr öðru tæki

Hægt er að afrita tengiliði, dagbók, myndir, hreyfimyndir og hljóðinnskot með Bluetooth-tengingu úr samhæfu Nokia Series 60 tæki.
Hægt er að nota Nokia N90 tækið án SIM-korts. Kveikt er sjálfkrafa á sniðinu án tengingar þegar kveikt er á tækinu
Stillingum tækisins breytt
án þess að SIM-kort sé í því. Með þessu móti er hægt að nota SIM-kortið í öðru tæki.
Til að forðast tvöfaldar færslur er aðeins hægt að flytja sumar gerðir upplýsinga, líkt og tengiliði, einu sinni úr öðru tæki í Nokia N90 tækið.
Áður en hægt er að hefja flutninginn þarftu að kveikja á Bluetooth-tengingunni í báðum tækjunum. Ýttu á í hvoru tækinu fyrir sig og veldu Tenging > Bluetooth. Veldu Bluetooth > Kveikt. Gefðu hvoru tækinu heiti.
Til að flytja efni:
1 Ýttu á og opnaðu Verkfæri > Flutningur í Nokia
N90 tækinu þínu. Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.
2 Tækið leitar að tækjum með Bluetooth. Þegar
leitinni er lokið velurðu hinn símann af listanum.
3 Nokia N90 tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn
kóða (1-16 tölustafir að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hinn símann og veldu Í lagi.
4 Forritið Flutningur er sent í hinn símann í skilaboðum. 5 Opnaðu skilaboðin til að setja upp Flutningur forritið í
hinum símanum og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
6 Í Nokia N90 tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt
afrita úr hinum símanum.
Efni er afritað úr minni og minniskorti hins símans í Nokia N90 tækið og minniskort þess. Afritunartíminn fer eftir því gagnamagni sem á að flytja á milli tækjanna. Þú getur hætt við afritunina og haldið henni áfram síðar.
Flutningur forritinu er bætt við aðalvalmyndina
í hinum símanum.

Útliti tækisins breytt

Til að breyta útliti skjásins, líkt og veggfóðri og táknum skaltu ýta á og opna Verkfæri > Þemu. Þemað sem er virkt er táknað með . Í Þemu getur þú hópað saman atriðum úr öðrum þemum eða valið myndir í Gallerí til að sérsníða þemu enn frekar. Þemu minniskortsins eru táknuð með . Ekki er hægt að velja þemun á minniskortinu ef minniskortið er ekki í símanum.
24
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 25
Ef þú vilt nota þemun sem eru vistuð á minniskortinu án þess að minniskortið sé í símanum skaltu fyrst vista þau í minni símans.
Sjá einnig ‘Stillingar ytri skjásins’, á bls. 118. Veldu Hlaða niður þema til að koma á nettengingu og
hlaða niður fleiri þemum. Til að virkja þema skaltu velja það og síðan Valkostir >
Gera virkt.
Til að forskoða þema skaltu velja það og síðan Valkostir >
Skoða áður.
Þema er breytt með því að velja það og síðan Valkostir >
Breyta. Þá er hægt að breyta eftirfarandi valkostum:
Veggfóður—Myndin sem sést í bakgrunni á skjánum
þegar síminn er í biðstöðu.
Rafhlöðusparnaður—Gerð orkusparnaðar á
aðalskjánum: tími og dagsetning, eða texti sem þú hefur skrifað. Sjá einnig Sparnaður hefst eftir, á bls. 109.
Mynd í 'Flýtivali'—Bakgrunnsmyndin fyrir
Flýtival forritið.
Til að afturkalla allar breytingar sem þú hefur gert á þemanu skaltu velja Valkostir > Velja upphafsþema.

Virkur biðskjár

Hægt er að nota biðskjáinn til að opna mest notuðu forritin í símanum á fljótlegan hátt. Sjálfgefin stilling er að það sé kveikt á virka biðskjánum.
Ýttu á , veldu Verkfæri > Stillingar > Sími >
Biðhamur > Virkur biðskjár og ýttu á til að
kveikja eða slökkva á virka biðskjánum. Í virkum biðskjá birtast
sjálfgefnu forritin efst á skjánum og þar fyrir neðan dagbókin, verkefni og upplýsingar um það sem verið er að spila hverju sinni.
Veldu forrit eða færslu og ýttu á .
Ekki er hægt að nota flýtivísa skruntakkans í biðstöðu þegar kveikt er á virka biðskjánum.
Stillingum tækisins breytt
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
25
Page 26
Til að breyta sjálfgefnum flýtivísum í forrit:
1 Ýttu á , veldu Verkfæri > Stillingar > Sími >
Biðhamur > Forrit. í virk. biðskjá og ýttu á .
2 Merktu flýtivísi í forrit og veldu Valkostir > Breyta. 3 Veldu nýtt forrit af listanum og ýttu á .
Sumir flýtivísar kunna að vera skilgreindir fyrirfram og þú getur ekki breytt þeim.
Stillingum tækisins breytt
26
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 27

Hringt úr tækinu

Venjuleg símtöl

Ábending! Ýttu á eða til að auka eða minnka
hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur. Ef þú hefur stillt hljóðstyrkinn á Hljóðnemi af geturðu ekki stillt hann með skruntakkanum. Til að stilla hljóðstyrkinn skaltu velja Hljóðn. á og ýta svo á eða .
1 Sláðu inn svæðis- og símanúmerið í biðstöðu. Ýttu á
til að stroka út tölustaf.
Ýttu tvisvar sinnum á til að fá fram + merkið ef þú vilt hringja til útlanda (kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo símanúmerið.
2 Ýttu á til að hringja í númerið. 3 Ýttu á til að leggja á (eða hætta við að hringja).
Símtali er alltaf slitið þegar stutt er á , jafnvel þó annað forrit sé í gangi.
Ef flipanum er lokað meðan á símtali stendur leggur tækið á, nema ef kveikt hefur verið á hátalaranum eða höfuðtól hefur verið tengt við það.
Til að hringja úr Tengiliðir skaltu ýta á og velja
Tengiliðir. Veldu nafnið eða sláðu fyrstu stafi þess inn í
leitarreitinn. Listi yfir þá tengiliði sem passa við það sem þú slærð inn birtist. Ýttu á til að hringja, eða veldu
Valkostir > Hringja > Símtal. Ef tengiliðurinn hefur fleiri
en eitt númer, skaltu velja það sem þú vilt hringja í og svo
Hringja.
Afrita verður tengiliðina af SIM-kortinu yfir í Tengiliðir áður en hægt er að hringja með þessum hætti. Sjá ‘Tengiliðir afritaðir’, á bls. 40.
Til að hringja í talhólfið ( ) skaltu halda inni takkanum í biðstöðu. Sjá einnig ‘Flutningur símtals’, á bls. 116.
Ábending! Til að breyta símanúmeri talhólfsins skaltu ýta á og velja Verkfæri > Talhólf > Valkostir > Breyta númeri. Sláðu inn númerið (fáanlegt hjá þjónustuveitunni) og veldu Í lagi.
Til að hringja úr biðstöðu í númer sem þú hringdir nýlega í skaltu ýta á til að sjá síðustu 20 símanúmerin sem þú hringdir í eða reyndir að hringja í. Veldu númerið sem þú vilt hringja í og ýttu á .
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Hringt úr tækinu
27
Page 28

Símafundur

1 Hringdu í fyrsta þátttakandann. 2 Hringdu í annan þátttakanda með því að velja
Valkostir > Ný hringing. Fyrra símtalið er sjálfkrafa
sett í bið.
3 Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn
Hringt úr tækinu
þegar annar þátttakandinn svarar skaltu velja
Valkostir > Símafundur.
Endurtaktu skref 2 ef þú vilt bæta nýjum þátttakanda við símtalið og veldu Valkostir > Símafundur > Bæta
í símafund. Hægt er að halda símafundi með allt að
sex þátttakendum. Til að tala einslega við einn þátttakandann skaltu velja Valkostir > Símafundur > Einkamál. Veldu þátttakanda og síðan Einkamál. Símafundurinn er settur í bið í tækinu þínu. Aðrir þátttakendur geta haldið fundinum áfram. Þegar einkasamtalinu lýkur skaltu velja Valkostir > Bæta í símafund til að taka aftur þátt í símafundinum. Til að loka á þátttakanda skaltu velja Valkostir >
Símafundur > Sleppa þátttakanda velja
þátttakandann og síðan Sleppa.
4 Ýttu á þegar þú vilt ljúka símafundinum.

Símanúmer valið með hraðvali

Til að kveikja á hraðvalinu skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Stillingar > Hringing > Hraðval > Virkt.
Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum ( ) skaltu ýta á og velja Verkfæri > Hraðval. Veldu takkann sem þú vilt tengja símanúmerið við og síðan
Valkostir > Á númer. takkinn er frátekinn fyrir
talhólfið. Til að hringja í biðstöðu skaltu ýta á hraðvalstakkann og
síðan á .

Raddstýrð hringing

Tækið þitt styður raddskipanir. Raddskipanir velta ekki á rödd notandans þannig að hann þarf ekki að taka upp raddmerki áður en hann notar þær. Þess í stað býr tækið til raddmerki fyrir færslur í tengiliðum og ber það raddmerki sem notandinn segir saman við þær. Raddkennslin í tækinu laga sig að rödd aðalnotandans til að líklegra sé að tækið beri kennsl á raddskipunina.
Raddmerki fyrir tengilið er nafnið eða gælunafnið sem er vistað á tengiliðaspjaldinu. Til að hlusta á tilbúna raddmerkið skaltu opna tengiliðaspjald og velja
Valkostir > Spila raddmerki.
28
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 29
Hringt með raddmerki
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið
í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Þegar þú notar raddstýrða hringingu er hátalarinn í notkun. Haltu tækinu nálægt þér þegar þú berð fram raddmerkið.
1 Til að hefja raddhringingu skaltu halda inni
tökutakkanum. Ef þú notar samhæft höfuðtól með höfuðtólstakka skaltu halda honum inni til að hefja raddstýrða hringingu.
2 Stuttur tónn heyrist og textinn Tala nú birtist á
skjánum. Berðu skýrt fram nafnið eða gælunafnið sem er vistað á tengiliðaspjaldinu.
3 Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn
á því tungumáli sem er valið og birtir nafnið og símanúmerið. Eftir 1,5 sekúndu hringir tækið í númerið. Ef tækið valdi rangan tengilið skaltu velja Næsta til að skoða aðrar niðurstöður í lista eða Hætta til að hætta við raddstýrða hringingu.
Ef nokkur númer eru vistuð undir nafninu velur tækið sjálfgefna númerið, hafi það verið tilgreint. Annars velur tækið fyrsta númerið í eftirfarandi röð: Farsími, Farsími
(heima), Farsími (vinna), Sími, Sími (heima) og Sími (vinna).

Myndsímtöl

Þegar þú hringir myndsímtal getur þú og viðmælandi þinn séð rauntíma hreyfimynd af hvorum öðrum. Viðtakandi þinn sér þá hreyfimyndina sem myndavélin þín tekur (eða kyrrmynd, hafi hún verið valin).
Til að geta hringt myndsímtal þarftu USIM-kort og að vera innan þjónustusvæðis UMTS-símkerfis. Símafyrirtækið þitt eða þjónustuveitan þín gefa upplýsingar um framboð og áskrift að myndsímtölum. Aðeins er hægt að koma á myndsímtali við einn aðila í einu. Hægt er að koma á myndsímtali við samhæfan farsíma eða ISDN-tengd tæki. Ekki er hægt að koma á myndsímtölum þegar annað símtal, myndsímtal eða gagnasímtal er virkt.
Aðvörun!Ekki er hægt að hringja neyðarsímtöl í
myndatökustöðu þar sem takkaborðið er þá óvirkt. Þú þarft að opna flipann til að geta hringt neyðarsímtal.
Tákn:
Síminn þinn er ekki að taka við hreyfimynd (annað hvort sendir viðtakandinn ekki hreyfimyndina eða símkerfið sendir hana ekki).
Þú hefur hafnað myndsendingu úr tækinu þínu. Upplýsingar um hvernig á að senda kyrrmynd í staðinn er að finna í ‘Stillingar fyrir hringingu’, bls. 109.
Hringt úr tækinu
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
29
Page 30
1 Til að koma á myndsímtali
skaltu slá inn númerið í biðstöðu og þegar flipinn er opinn, eða opna
Tengiliðir og velja tengilið.
2 Veldu síðan Valkostir >
Hringja > Myndsímtal.
3 Hafðu myndavélina í
Hringt úr tækinu
myndatökustöðu eftir að sá sem þú hringir í hefur svarað símtalinu.
Það getur tekið dálítinn tíma að koma á myndsímtali. Bíð
eftir mynd birtist. Ef ekki tekst að koma á tengingu, (t.d.
ef símkerfið styður ekki myndsímtöl eða móttökutækið er ekki samhæft), er spurt hvort þú viljir hringja venjulegt símtal eða senda textaboð í staðinn.
Myndsímtal er í gangi þegar þú getur séð tvær hreyfimyndir og heyrt hljóð úr hátalaranum. Viðmælandinn getur hafnað myndsendingu ( ) og þá heyrir þú aðeins í honum og sérð að auki kyrrmynd eða gráan bakgrunn.
Ábending! Til að auka eða minnka hljóðstyrkinn
meðan á símtali stendur skaltu ýta á eða þegar flipinn er opinn eða færa stýripinnann til vinstri eða hægri þegar síminn er í myndatökustöðu.
Til að velja hvað er sent skaltu velja Virkja/Óvirkja >
Hreyfimynd (aðeins í myndatökustöðu), Hljóð eða Hljóð & hreyfimynd (aðeins í myndatökustöðu).
Til að senda rauntíma hreyfimynd af þér skaltu snúa símanum þannig að linsa myndavélarinnar snúi að þér.
Ýttu stýripinnanum upp og niður til að stækka eða minnka þína eigin mynd. Stækkunar/minnkunarvísirinn sést efst á skjánum.
Myndunum er víxlað á skjánum með því að velja Víxla
myndum.
Ef þú opnar flipann meðan á myndsímtali stendur hættir síminn að senda myndina af þér þar sem það er slökkt á myndavélinni. Þú getur þó áfram séð hreyfimynd af viðmælandanum.
Til athugunar: Jafnvel þó þú hafnir myndsendingu
í myndsímtali er tekið gjald fyrir símtalið sem myndsímtal. Upplýsingar um verð fást hjá símafyrirtæki eða þjónustuveitu.
Ýttu á til að ljúka myndsímtalinu.
30
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 31

Samnýting hreyfimynda

Samnýting hreyfimynda valkosturinn er notaður til
að senda rauntíma hreyfimynd eða myndinnskot úr farsímanum í annað farsímatæki meðan á símtali stendur. Bjóddu einfaldlega viðmælandanum að skoða hreyfimyndina eða myndinnskotið sem þú vilt deila með honum. Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn samþykkir boðið og þú velur myndatökustöðuna. Sjá ‘Samnýting hreyfimynda’, á bls. 32.

Forsendur fyrir samnýtingu hreyfimynda

Þar sem síminn þarf að vera tengdur við þriðju kynslóðar farsímakerfi (UMTS) til að hægt sé að nota Samnýting
hreyfimynda valkostinn veltur Samnýting hreyfimynda
valkosturinn á því hvort slíkt símkerfi sé til staðar. Upplýsingar um farsímakerfi og gjald fyrir notkun forritsins fást hjá þjónustuveitunni. Til að nota Samnýting
hreyfimynda þarftu að gera eftirfarandi:
• Gakktu úr skugga um að Samnýting hreyfimynda
sé sett upp í Nokia N90 tækinu þínu.
• Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé sett upp fyrir tengingar á milli einstaklinga. Sjá ‘Stillingar’, á bls. 31.
• Gakktu úr skugga um að þú hafir virka UMTS-tengingu og sért innan dreifisvæðis UMTS-símkerfis. Sjá ‘Stillingar’, á bls. 31. Ef þú byrjar samnýtinguna meðan
þú ert innan UMTS-farsímakerfis og það er skipt yfir í GSM-farsímakerfi, lýkur samnýtingunni en símtalið heldur áfram.
• Gakktu úr skugga um að bæði sendandinn og viðtakandinn séu skráðir á UTMS-símkerfið. Ef þú býður einhverjum í samnýtingu og viðkomandi er með slökkt á símanum sínum, er ekki innan UMTS­svæðisins, getur ekki deilt myndum eða hefur ekki uppsetta tengingu, veit viðkomandi ekki að þú sért að senda honum boð. Þú færð hins vegar villuboð um að viðtakandinn geti ekki samþykkt boðið.

Stillingar

Stillingar fyrir tengingar á milli einstaklinga
Tenging á milli einstaklinga er einnig þekkt undir heitin SIP-tenging (Session Initiation Protocol). SIP­sniðstillingar þurfa að hafa verið stilltar í tækinu áður en þú getur notað Samnýting hreyfimynda. Uppsetning SIP­sniðs gerir þér kleift að koma á rauntímasambandi á milli einstaklinga í annan samhæfan farsíma. SIP-sniðið verður einnig að geta móttekið samnýtingu.
Þú getur fengið SIP-stillingarnar hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni. Þú þarft svo að vista þær í tækinu þínu. Símafyrirtækið þitt eða þjónustuveitan getur sent þér stillingarnar.
Hringt úr tækinu
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
31
Page 32
Ef þú veist SIP-vistfang viðtakands getur þú slegið það inn á tengiliðaspjald hans. Opnaðu Tengiliðir í aðalvalmyndinni og síðan tengiliðaspjaldið (eða búðu til nýtt spjald ef ekkert hefur verið búið til áður). Veldu
Valkostir > Bæta við upplýsing. > Veffang. Sláðu SIP-
vistfangið á forminu sip:notandanafn@vistfang (þú getur notað IP-tölu í stað vistfangs).
UTMS-tengistillingar
Hringt úr tækinu
Settu upp UMTS-tenginguna þína á eftirfarandi hátt:
• Hafðu samband við þjónustuveituna þína til að gerast áskrifandi að UMTS-þjónustunni.
• Gakktu úr skugga um að UMTS­aðgangsstaðastillingarnar hafi verið rétt valdar. Frekari upplýsingar er að finna í ‘Tengistillingar’, á bls. 110.

Samnýting hreyfimynda

Til að geta tekið við myndsendingu verður viðmælandinn að setja upp Samnýting hreyfimynda og velja réttar stillingar í farsímanum sínum. Bæði þú og viðmælandinn verðið að skrá ykkur fyrir þjónustunni áður en þið getið byrjað myndsendinguna.
Til þess að geta tekið á móti boðum verður þú að vera skráð/ur fyrir þjónustunni, vera með virka UMTS-tengingu og vera innan UMTS-þjónustusvæðis.
Rauntíma hreyfimynd
1 Þegar símtal er í gangi skaltu velja Valkostir >
Samnýta hreyfim. > Beint.
2 Síminn sendir boðið til SIP-vistfangsins sem þú bættir
við tengiliðaspjald viðtakanda. Ef fleiri en eitt SIP-vistfang eru á tengiliðaspjaldi viðtakandans skaltu velja SIP-vistfangið sem senda á boðið til og síðan Velja til að senda boðið. Ef ekki er hægt að velja SIP-vistfang viðtakanda skaltu slá það inn. Veldu Í lagi til að senda boðið.
3 Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn
samþykkir boðið og þú velur myndastöðuna. Sjá ‘Myndataka’, á bls. 13. Kveikt er á hátalaranum þegar farið er í myndatökustöðu. Einnig er hægt að nota höfuðtól til að halda áfram símtali um leið og verið er að senda rauntíma hreyfimynd.
4 Veldu Hlé til að gera hlé á myndsendingunni.
Veldu Áfram til að halda sendingunni áfram.
5 Til að ljúka myndsendingunni, í myndatökustöðu,
skaltu opna flipann alveg. Ýttu á Hætta-takkann til að leggja á.
32
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 33
Myndinnskot
1 Þegar símtal er í gangi skaltu velja Valkostir >
Samnýta hreyfim. > Innskot.
Þá opnast listi yfir myndinnskot.
2 Veldu myndinnskotið sem þú vilt senda.
Forskoðunarskjár opnast. Til að forskoða myndinnskotið skaltu velja Valkostir > Spila.
3 Veldu Valkostir > Bjóða.
Svo hægt sé að senda myndinnskotið gæti þurft að færa það yfir á annað snið. Það verður að umbreyta
innskoti til að geta samnýtt það. Halda áfram?
birtist. Veldu Í lagi. Síminn sendir boðið til SIP-vistfangsins sem þú bættir við tengiliðaspjald viðtakanda. Ef fleiri en eitt SIP-vistfang eru á tengiliðaspjaldi viðtakandans skaltu velja SIP-vistfangið sem senda á boðið til og síðan Velja til að senda boðið. Ef ekki er hægt að velja SIP-vistfang viðtakanda skaltu slá það inn. Veldu Í lagi til að senda boðið.
4 Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar síminn er opinn og
viðtakandinn samþykkir boðið. Sjá ‘Opin staða’, á bls. 12.
5 Veldu Hlé til að gera hlé á myndsendingunni. Veldu
Valkostir > Áfram til að halda sendingunni áfram.
6 Veldu Stöðva til að ljúka myndsendingunni. Ýttu á
Hætta-takkann til að leggja á.

Boð samþykkt

Þegar einhver sendir þér boð um samnýtingu birtist boðið ásamt nafni sendands eða SIP-vistfangi. Ef tækið þitt er ekki stillt á Án hljóðs hringir það þegar þú færð boð.
Ef einhver sendir þér boð um samnýtingu og þú ert ekki innan UMTS-þjónustusvæðis, færðu ekki að vita að þér hafi verið send boð.
Þegar þú færð boð geturðu valið:
Samþykkja til að hefja myndsendinguna. Vilji
sendandinn samnýta rauntíma hreyfimynd skaltu fara í myndatökustöðu.
Hafna til að hafna boðinu. Sendandinn fær skilaboð
um að þú hafir hafnað boðinu. Þú getur einnig stutt á Hætta-takkann til að hafna samnýtingu og halda símtali áfram.
Til þess að hætta samnýtingu rauntíma hreyfimyndar skaltu opna símann alveg. Ef verið er að samnýta myndinnskot skaltu velja Hætta. Þá birtist Samnýtingu
lokið.
Hringt úr tækinu
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
33
Page 34

Símtali svarað eða hafnað

Ýttu á þegar síminn er opinn til að svara símtali. Ef Takkasvar er stillt á Virkt er nóg að opna símann til að hann svari símtalinu. Annars er nauðsynlegt að opna símann og ýta á . Til að svara símtali og kveikja á hátalaranum þegar flipinn er lokaður skaltu velja
Svara ().
Hringt úr tækinu
Til að slökkva á hringitóninum þegar einhver hringir í þig skaltu velja Hljótt.
Ábending! Ef samhæft höfuðtól er tengt við tækið
er hægt að svara símtali og leggja á með því að ýta á takka höfuðtólsins.
Ef þú vilt ekki svara símtali þegar tækið er lokað skaltu ýta á til að hafna því. Þegar tækið er lokað skaltu velja
Hafna. Sá sem hringir heyrir þá „á tali“-tón. Ef þú hefur
kveikt á Stillingar sím-talsflutnings > Ef á tali valkostinum er símtal einnig flutt þegar því er hafnað. Sjá ‘Flutningur símtals’, á bls. 116.
Þegar þú hafnar símtali þegar tækið er opið getur þú einnig sent textaskilaboð til þess sem hringdi í þig til að láta hann vita hvers vegna þú gast ekki svarað símtalinu. Veldu Valkostir > Senda textaboð. Þú getur breytt texta skilaboðanna áður en þú sendir þau. Til að setja þennan valkost upp og skrifa stöðluð textaboð, sjá ‘Stillingar fyrir hringingu’, á bls. 109.
Ef þú svarar símtali meðan á myndsímtali stendur er myndsímtalinu slitið. Símtal í bið er ekki tiltækt í myndsímtali.

Myndsímtali svarað eða hafnað

Þegar myndsímtal er móttekið birtist .
Ábending! Hægt er að velja hringitóna fyrir myndsímtöl. Ýttu á og veldu Verkfæri > Snið, veldu snið og svo Valkostir > Sérsníða > Hringitónn
myndsímt..
Ýttu á til að svara myndsímtali þegar síminn er opinn. Til að byrja myndsendinguna skaltu velja myndastöðuna
og þá sér viðmælandinn rauntíma hreyfimynd, upptekið myndinnskot eða myndina sem myndavélin tekur. Ef þú vilt senda rauntíma hreyfimynd skaltu snúna myndavélarhlutanum að því sem þú vilt taka mynd af. Ef þú velur ekki myndastöðuna er ekki hægt að senda hreyfimynd. Ennþá er hægt að heyra í viðmælandanum. Grár skjár birtist í staðinn fyrir hreyfimyndina. Upplýsingar um hvernig á að skipta gráa skjánum út fyrir kyrrmynd er að finna í ‘Stillingar fyrir hringingu’, Mynd í myndsímtali, á bls. 109.
Ábending! Til að senda rauntíma hreyfimynd af þér skaltu snúa símanum þannig að linsa myndavélarinnar snúi að þér.
34
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 35
Ef þú opnar flipann meðan á myndsímtali stendur hættir síminn að senda myndina af þér þar sem það er slökkt á myndavélinni. Þú getur þó áfram séð hreyfimynd af viðmælandanum.
Til athugunar: Jafnvel þó þú hafnir myndsendingu
í myndsímtali er tekið gjald fyrir símtalið sem myndsímtal. Upplýsingar um verð fást hjá símafyrirtæki eða þjónustuveitu.
Ýttu á til að ljúka myndsímtalinu þegar síminn er opinn eða í myndatökustöðu.

Símtal í bið

Þú getur svarað símtali meðan annað símtal er í gangi ef þú hefur kveikt á Símtal í bið í Verkfæri > Stillingar >
Hringing > Símtal í bið.
Ýttu á til að svara símtali í bið. Fyrra símtalið er sett í bið.
Til að skipta á milli símtalanna tveggja skaltu velja Víxla. Veldu Valkostir > Færa til að tengja saman innhringingu eða símtal í bið við virkt símtal og aftengjast sjálf/ur. Ýttu á til að ljúka virka símtalinu. Til að ljúka báðum símtölunum velurðu Valkostir > Slíta öllum símtölum.

Valkostir meðan á símtali stendur

Margir þeirra valkosta sem hægt er að nota meðan á símtali stendur falla undir símkerfisþjónustu. Veldu
Valkostir meðan á símtali stendur til að nýta þér einhvern
af eftirfarandi valkostum: Hljóðnemi af eða Hljóðn. á,
Svara, Hafna, Víxla, Í bið eða Úr bið, Virkja símtól, Virkja hátalara eða Virkja höfuðtól (ef samhæft höfuðtól með
Bluetooth-tengingu er tengt símanum), Slíta símtali í
gangi eða Slíta öllum símtölum, Ný hringing, Símafundur og Færa. Veldu úr eftirfarandi:
Skipta um—til að ljúka virku símtali og svara símtali í bið. Senda MMS (aðeins í UMTS-símkerfum)—Til að senda
mynd eða hreyfimynd í margmiðlunarboðum til annarra þátttakenda símtalsins. Þú getur breytt skilaboðunum og valið aðra viðtakendur áður en þú sendir þau. Ýttu á til að senda skrána í samhæft tæki ( ).
Senda DTMF-tóna—Til að senda DTMF-tónastrengi, líkt
og lykilorð. Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum í Tengiliðir. Til að setja inn biðstafinn (w) eða hléstafinn (p), ýttu endurtekið á . Veldu Í lagi til að senda tóninn.
Ábending! Þú getur bætt DTMF-tónum
við Símanúmer eða DTMF-tónar reitina á tengiliðaspjaldi.
Hringt úr tækinu
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
35
Page 36

Valkostir meðan á myndsímtali stendur

Veldu Valkostir meðan á myndsímtali stendur til að nýta eftirfarandi valkosti: Virkja eða Óvirkja (hljóð þegar síminn er opinn; hreyfimynd, hljóð eða bæði þegaer síminn er í myndastöðu), Virkja símtól (ef Bluetooth­höfuðtól er tengt), Virkja hátalara eða Virkja höfuðtól (aðeins þegar síminn er opinn, og ef Bluetooth- höfuðtól
Hringt úr tækinu
er tengt við hann), Slíta símtali í gangi, Víxla myndum,
Stækka/Minnka (myndatökustöðu) og Hjálp.

Notkunarskrá

Síðustu símtöl

Til að skoða símanúmer móttekinna, hringdra og ósvaraðra símtala skaltu ýta á og velja Forrit. mín >
Notkunarskrá > Síðustu símtöl. Númer móttekinna
símtala og símtala sem ekki er svarað eru aðeins skráð ef símafyrirtækið styður þessar aðgerðir, ef kveikt er á tækinu og það innan þjónustusvæðis.
Ábending! Þegar þú sérð ábendingu í biðstöðu um
að símtölum hafi ekki verið svarað skaltu velja Sýna til að fara í lista yfir ósvöruð símtöl. Hægt er að hringja í viðkomandi með því að skruna að nafninu eða númerinu og ýta á .
Til að hreinsa lista síðustu símtala skaltu velja Valkostir >
Eyða síðustu símt. í aðalskjá nýlegra símtala. Til að hreinsa
eina símtalaskrá, opnaðu skrána sem þú vilt hreinsa og veldu Valkostir > Hreinsa skrá. Til að hreinsa einstaka atburð skaltu opna skrána, skruna að atburðinum og ýta á .

Lengd símtala

Til að sjá áætlaða lengd móttekinna og hringdra símtala þinna skaltu ýta á og velja Forrit. mín >
Notkunarskrá > Lengd símtala.
Hægt er að láta tækið birta lengd símtala á aðalskjánum meðan á þeim stendur með því að velja Forrit. mín>
Notkunarskrá > Valkostir > Stillingar > Sýna lengd símtala. Veldu eða Nei.
Til athugunar: Tíminn sem birtist á reikningum
þjónustuveitunnar fyrir símtöl kann að vera breytilegur eftir eiginleikum símkerfisins, námundun við gerð reikninga og öðru slíku.
Til að hreinsa lengdarteljara símtala skaltu velja
Valkostir > Hreinsa teljara. Fyrir þessa aðgerð þarftu
læsingarnúmerið, sjá ‘Öryggi’, ‘Sími og SIM’, bls. 113.
36
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 37

Pakkagögn

Til að sjá hversu mikið magn gagna hefur verið sent og móttekið meðan pakkagagnatenging var virk skaltu ýta á og velja Forrit. mín > Notkunarskrá > Pakkagögn. Gjald fyrir pakkagagnatengingar getur farið eftir því gagnamagni sem er sent og móttekið.

Allir samskiptaatburðir skoðaðir

Tákn í Notkunarskrá:
Inn Út Samskiptaatburðir sem mistókust
Til að skoða upplýsingar um öll símtöl, myndsímtöl, textaskilaboð eða gagnatengingar sem tækið hefur skráð skaltu ýta á , velja Forrit. mín >
Notkunarskrá, og ýta á
til að opna almennu notkunarskrána. Þú getur séð nafn sendanda eða viðtakanda, símanúmer hans, heiti þjónustuveitu eða aðgangsstað fyrir hvern samskiptaatburð. Þú getur afmarkað leit í skránni til
að fá aðeins fram eina tegund samskipta og búið til ný tengiliðaspjöld útfrá upplýsingum í skránni.
Ábending! Hægt er að sjá lengd símtals á
aðalskjánum meðan á því stendur með því að velja
Valkostir > Stillingar > Sýna lengd símtala > Já.
Ábending! Til að skoða lista yfir send skilaboð skaltu
ýta á og velja Skilaboð > Sendir hlutir.
Undiratburðir, líkt og skilaboð sem eru send í fleiri en einum hluta, sem og pakkagagnatengingar, eru skráðir sem einn samskiptaatburður. Tenging við pósthólfið þitt, skilaboðastöð margmiðlunarboða eða vefsíður eru sýndar sem pakkagagnatengingar.
Til að sía skrána skaltu velja Valkostir > Sía og síu. Til að eyða innihaldi notkunarskrárinnar, teljurum nýlegra
hringinga og skilatilkynningum skilaboða varanlega, veldu
Valkostir > Hreinsa notkun.skrá. Veldu Já til að staðfesta
valið. Til að stilla Skráning varir skaltu velja Valkostir >
Stillingar > Skráning varir. Atburðirnir eru áfram í minni
símans í tiltekinn fjölda daga en er síðan sjálfkrafa eytt til að losa um minni. Ef þú velur Engin skráning er öllu innihaldi notkunarskrárinnar, teljara nýlegra símtala og skilatilkynningum fyrir skilaboð eytt varanlega.
Til að sjá upplýsingar um samskiptaatburð skaltu velja hann í aðalnotkunarskránni og ýta á skruntakkann.
Hringt úr tækinu
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
37
Page 38
Ábending! Í upplýsingaskjánum geturðu afritað
símanúmer yfir á klemmuspjaldið og límt það t.d. inn í skilaboð. Veldu Valkostir > Afrita númer.
Teljari pakkagagna og tímamælir tenginga: Til að sjá hversu mikið magn gagna, í kílóbætum, er flutt og hversu lengi pakkagagnatenging var virk, skaltu velja einhvern viðburð, gefinn til kynna með Pakka og velja Valkostir >
Skoða frekari uppl..
Hringt úr tækinu
38
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 39

Tengiliðir (Símaskrá)

Ýttu á og veldu Tengiliðir. Í Tengiliðir getur þú tengt þína eigin hringitóna eða smámynd við tengiliðarspjald. Þú getur einnig búið til tengiliðahópa sem gerir þér kleift að senda textaskilaboð eða tölvupóst á marga viðtakendur samtímis. Þú getur bætt mótteknum tengiliðaupplýsingum (nafnspjöldum) við tengiliði. Sjá ‘Gögn og stillingar’, á bls. 72. Aðeins er hægt að senda upplýsingar um tengiliði á milli samhæfra tækja.
Ábending! Taktu reglulega afrit af upplýsingunum í
símanum og settu það á minniskortið. Þá getur þú fært upplýsingarnar, líkt og tengiliði, aftur í símann síðar. Sjá ‘Verkfæri fyrir minniskort’, á bls. 19. Þú getur einnig notað Nokia PC Suite til að taka öryggisafrit af tengiliðunum þínum og vista það á tölvu. Sjá geisladiskinn sem fylgir með símanum.
Valkostir í Tengiliðir eru Opna, Hringja, Búa til
skilaboð, Nýr tengiliður, Opna samtal, Breyta, Eyða, Taka afrit, Bæta við hóp, Tilheyrir hópum, Merkja/Afmerkja, Afrita/Afrita í SIM-skrá, SIM­tengiliðir, Opna vefsíðu, Senda, Upplýs. um minni, Stillingar, Hjálp og Hætta.

Vistun nafna og númera

1 Veldu Valkostir > Nýr tengiliður. 2 Fylltu út þá reiti sem þú vilt og veldu Lokið.
Ábending! Ef þú notar samnýtingu hreyfimynda
með tengilið skaltu vista SIP-vistfang hans í
Veffang reit tengiliðaspjaldsins. Sláðu SIP-
vistfangið á forminu sip:notandanafn@vistfang (þú getur notað IP-tölu í stað vistfangs).
Til að breyta tengiliðaspjöldum í Tengiliðir skaltu velja tengiliðaspjaldið sem þú vilt breyta og síðan Valkostir >
Breyta.
Til að eyða tengiliðaspjaldi í Tengiliðir skaltu velja spjald og ýta á . Til að eyða nokkrum tengiliðaspjöldum á sama tíma skaltu ýta á og til að merkja tengiliðina og á
til að eyða þeim.
Ábending! Notaðu Nokia Contacts Editor sem er í
Nokia PC Suite til að bæta við og breyta tengiliðaspjöldum. Sjá geisladiskinn sem fylgir með símanum.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Tengiliðir (Símaskrá)
39
Page 40
Til að bæta smámynd við tengiliðaspjald skaltu opna tengiliðaspjaldið og velja Valkostir > Breyta >
Valkostir > Bæta við smámynd. Smámyndin birtist
þegar tengiliðurinn hringir í þig.
Ábending! Hraðval er fljótleg leið til að velja númer
sem þú hringir oft í. Það eru átta takkar sem hægt er að tengja við hraðvalsnúmer. Sjá ‘Símanúmer valið með hraðvali’, á bls. 28.
Tengiliðir (Símaskrá)
Ábending! Til að senda tengiliðaupplýsingar skaltu
velja kortið sem þú vilt nota. Veldu Valkostir >
Senda > Sem SMS, Með margmiðlun eða Með Bluetooth. Sjá ‘Skilaboð’, bls. 65 og ‘Gögn send um
Bluetooth’, bls. 101.

Sjálfgefin númer og tölvupóstföng

Þú getur valið númer eða tölvupóstföng á tengiliðaspjaldi sem sjálfgefin. Ef tengiliðurinn er með mörg númer og tölvupóstföng getur þú þannig auðveldlega hringt í ákveðið númer hans eða sent skilaboð á tiltekið tölvupóstfang. Sjálfgefna númerið er einnig notað í raddstýrðri hringingu.
1 Veldu tengilið í tengiliðum og ýttu á . 2 Veldu Valkostir > Sjálfvalin. 3 Veldu sjálfgefinn reit þar sem þú vilt bæta við
númeri eða tölvupóstfangi og veldu Á númer.
4 Veldu það númer eða tölvupóstfang sem þú vilt nota
sem sjálfgefið.
Sjálfgefna númerið eða tölvupóstfangið er undirstrikað á tengiliðaspjaldinu.

Tengiliðir afritaðir

Ef símanúmer eru vistuð á SIM-kortinu skaltu afrita þau yfir í Tengiliðir. Þær færslur sem eru aðeins vistaðar á SIM kortinu sjást ekki í tengiliðaskránni og þegar viðkomandi einstaklingar hringja í tækið getur það ekki tengt þá við færsluna (það ber ekki kennsl á þá).
Þegar nýtt SIM-kort er sett í tæki og valmyndin Tengiliðir er opnuð í fyrsta skipti, spyr tækið hvort þú viljir afrita færslurnar á SIM-kortinu yfir í minni tækisins. Veldu til að afrita þær yfir í tengiliðaskrána.
Til að afrita einstaka nöfn og númer af SIM-kortinu yfir í tækið, skaltu ýta á og velja Tengiliðir > Valkostir >
SIM-tengiliðir > SIM-skrá. Veldu fyrst nöfnin sem þú vilt
afrita og síðan Valkostir > Afrita í Tengiliði. Til að afrita tengiliði yfir á SIM-kortið skaltu ýta á og
velja Tengiliðir. Veldu nöfnin sem þú vilt afrita og síðan
Valkostir > Afrita í SIM-skrá eða Valkostir > Afrita > ÁSIM-skrá. Aðeins þeir reitir á tengiliðaspjaldinu sem
SIM-kortið þitt styður eru afritaðir.
40
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 41
Ábending! Þú getur samstillt tengiliðina þína við
samhæfa tölvu með Nokia PC Suite. Sjá geisladiskinn sem fylgir með símanum.

SIM-skrá og önnur SIM-þjónusta.

Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Ýttu á og veldu Tengiliðir > Valkostir > SIM-
tengiliðir > SIM-skrá til að sjá nöfnin og númerin sem
eru vistuð á SIM-kortinu. Í SIM-skránni getur þú bætt númerum við tengiliði, breytt þeim eða afritað, sem og hringt.
Til að skoða listann yfir númer í föstu númeravali skaltu velja Valkostir > SIM-tengiliðir > Í föstu númeravali. Aðeins er hægt að velja þessa stillingu ef SIM-kortið styður hana.
Til að takmarka símtöl úr símanum við ákveðin símanúmer skaltu velja Valkostir > Virkja fast nr.val. Til að bæta nýjum númerum við númer í föstu númeravali skaltu velja
Valkostir > Nýr SIM-tengiliður. Þú þarft að hafa PIN2-
númerið til að geta valið þennan valkost. Þegar þú notar Fast númeraval geturðu ekki komið á
pakkagagnatengingum nema til að senda textaskilaboð. Í því tilviki þarf númer skilaboðamiðstöðvarinnar og númer viðtakandans að vera á lista fasts númeravals.
Þegar fast númeraval er virkt getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Hringitónum bætt við tengiliði

Þegar tengiliður eða hópmeðlimur hringir í þig spilar síminn hringitóninn sem hefur verið valinn (ef síminn ber kennsl á símanúmerið sem er sent með hringingunni).
1 Ýttu á til að opna tengiliðaspjald eða farðu
í hópalistann og veldu tengiliðahóp.
2 Veldu Valkostir > Hringitónn. Þá opnast listi
yfir hringitóna.
3 Veldu hringitóninn sem þú vilt nota fyrir tengiliðinn
eða hópinn.
Til að hætta við að nota hringitóninn skaltu velja Sjálfvalinn tónn af hringitónalistanum.

Tengiliðahópar búnir til

Valkostir í hópskjánum eru Opna, Nýr hópur, Eyða,
Endurskíra, Hringitónn, Upplýs. um minni, Stillingar, Hjálp og Hætta.
1 Í Tengiliðir skaltu ýta á til að opna hópalistann. 2 Veldu Valkostir > Nýr hópur. 3 Sláðu inn heiti fyrir hópinn eða notaðu sjálfgefna
heitið Hópur 1 og veldu Í lagi.
Tengiliðir (Símaskrá)
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
41
Page 42
4 Opnaðu hópinn og veldu Valkostir >
Bæta félögum við.
5 Veldu tengilið og ýttu á til að merkja hann.
Til að bæta mörgum meðlimum við á sama tíma skaltu endurtaka þetta fyrir alla tengiliðina sem þú vilt bæta við.
6 Veldu Í lagi til að bæta tengiliðunum við hópinn.
Hægt er að breyta heiti hóp með því að velja Valkostir >
Endurskíra, slá inn nýja nafnið og velja Í lagi.
Tengiliðir (Símaskrá)

Meðlimir fjarlægðir úr hóp

1 Í hóplistanum skaltu opna hópinn sem þú vilt breyta. 2 Skrunaðu að tengilið og veldu Valkostir > Fjarlægja
úr hópi.
3 Veldu Já til að fjarlægja tengiliðinn úr hópnum.
Ábending! Til að sjá hvaða hópum tengiliðurinn
tilheyrir skaltu skruna að honum og velja Valkostir >
Tilheyrir hópum.
42
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 43

Myndavél og Gallerí

Myndavél

Nokia N90 tækið styður 1600 x 1200 punkta myndupplausn. Myndupplausnin í þessum gögnum getur virst önnur.
Til að kveikja á myndavélinni skaltu fara í myndatökustöðu. Sjá ‘Myndataka’, á bls. 13. Það kviknar á myndavélinni og myndin sem hægt er að taka birtist á skjánum.
Aðvörun! Ekki er
hægt að hringja neyðarsímtöl í myndatökustöðu þar sem takkaborðið er þá óvirkt. Þú þarft að opna flipann til að geta hringt neyðarsímtal.
Ef myndavélin er stillt á Hreyfimyndataka, eru venjulegar myndir teknar með að velja Valkostir > Myndataka.
Myndirnar eru vistaðar sjálfkrafa í galleríinu á .jpeg-sniði. Hægt er að senda myndir með margmiðlunarskilaboðum, sem viðhengi í tölvupósti eða með Bluetooth.

Myndir teknar í myndatökustöðu

Til að stilla lýsinguna og liti áður en þú tekur mynd skaltu ýta á stýripinnann og velja Flass, Ljósgjafi, Leiðrétt. á
lýsingu eða Litáferð. Sjá ‘Stilling lita og lýsingar’,
ábls.46. Til að velja aðstæður skaltu ýta á stýripinnann og velja
Umhverfi. Sjá ‘Umhverfi’, á bls. 46.
Á tækinu er myndavél sem hægt er að snúa og auðveldar þannig myndatöku við mismunandi aðstæður. Hægt er að snúa myndavélinni réttsælis og rangsælis. Sjá ‘Myndavél’, á bls. 14.
Áður en mynd er tekin er hægt að velja
Hreyfimyndataka, Fara í Gallerí, Uppsetning mynda, Myndaröð/Venjuleg taka,Sjálfv. myndataka á, Stillingar og Hjálp.
Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að festa fókusinn á myndefnið. Á skjánum birtist grænn fókusvísir. Hafi fókusinn ekki verið festur birtist rauður fókusvísir. Slepptu myndatökutakkanum og ýttu honum aftur niður til hálfs. Hægt er að taka mynd án þess að fókusinn hafi verið festur.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Myndavél og Gallerí
43
Page 44
Mynd er tekin með því að ýta á myndatökutakkann. Ekki hreyfa tækið fyrr en myndin hefur verið vistuð. Myndin vistast sjálfkrafa í möppunni Myndir & hreyfimyndir í Gallerí. Sjá ‘Gallerí’, á bls. 56.
Ábending! Þú getur líka tekið myndir á auðveldan
hátt þegar síminn er í myndavélarstöðunni. Sjá ‘Myndir teknar í myndavélarstillingu’, á bls. 48.
Í myndatökustöðu sýna vísar símans eftirfarandi:
• Vísar (1) fyrir minni símans ( ) og minniskortið
Myndavél og Gallerí
( ) sýna hvar myndir eru vistaðar.
• Myndavísirinn (2) sýnir áætlaðan fjölda mynda sem hægt er að vista í minni tækisins eða á minniskorti. Fjöldinn fer eftir myndgæðunum.
• Umhverfisvísirinn (3) sýnir virka umhverfisstillingu. Sjá ‘Umhverfi’, á bls. 46.
• Flassvísirinn (4) sýnir hvort flassið er stillt á
Sjálfvirkt (), Lag. rauð aug. (), Þvingað () eða Óvirkt ().
• Græni fókusvísirinn (5) sést þegar fókusinn hefur verið festur í myndglugganum (ekki sýnilegur þegar verið er að taka myndaröð).
• Vísirinn fyrir sjálfvirka myndatöku (6) sýnir að það sé kveikt á sjálfvirku myndatökunni. Sjá ‘Þú ert með á myndinni—Sjálfvirk myndataka’, á bls. 45.
• Vísirinn fyrir myndaröð (7) sýnir að stillt sé á myndaröð. Sjá ‘Nokkrar myndir teknar í röð’, á bls. 45.
• Vísirinn fyrir myndupplausn (8) sýnir valin myndgæði. Sjá ‘Stillingar fyrir kyrrmyndir’, bls. 47
Flýtivísarnir eru eftirfarandi:
• Ýttu stýripinnanum upp og niður til að súmma inn og út. Súmmvísirinn, sem birtist til hliðar við myndefnið, sýnir hversu mikið hefur verið súmmað.
• Ýttu á stýripinnann til að opna Uppsetning mynda stillingarnar. Sjá ‘Stilling lita og lýsingar’, á bls. 46.
• Ýttu stýripinnanum til vinstri eða hægri til að breyta stillingunum fyrir flassið.
Ef stillingum fyrir súmm, lýsingu eða liti er breytt getur tekið lengri tíma að vista myndir.
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
• Mælt er með því að báðar hendur sé notaðar til að halda myndavélinni kyrri.
• Þegar myndir eða hreyfimyndir eru teknar ættu stillingarnar að hæfa umhverfinu. Sjá ‘Umhverfi’, á bls. 46.
• Til að stilla lýsinguna og liti áður en þú tekur mynd skaltu ýta á stýripinnann eða velja Valkostir >
Uppsetning mynda > Umhverfi, Flass, Ljósgjafi,
44
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 45
Leiðrétt. á lýsingu eða Litáferð. Sjá ‘Stilling lita og
lýsingar’, á bls. 46.
• Myndgæðin minnka þegar súmmið er notað.
• Myndavélin fer í orkusparnaðarstöðu ef ekki er ýtt á neina takka í einhvern tíma. Til að halda áfram að taka myndir skaltu ýta á myndatökutakkann.
Hafðu eftirfarandi í huga þegar búið er að taka myndina:
•Veldu Valkostir > Eyða ef þú vilt ekki vista myndina.
• Til að fara aftur í myndgluggann til að taka nýja mynd skaltu ýta myndatökutakkanum niður til hálfs.
• Til að senda myndina Með margmiðlun, Með
tölvupósti eða Með Bluetooth skaltu velja Valkostir > Senda. Nánari upplýsingar er að finna í ‘Skilaboð’ á bls.
65 og ‘Bluetooth-tenging’ bls. 100. Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan á símtali stendur.
•Veldu Valkostir > Senda til viðmæl. til að senda mynd til viðmælanda meðan á símtali stendur.
•Veldu Valkostir > Breyta til að breyta mynd. Sjá ‘Myndum breytt’, á bls. 49.
•Veldu Valkostir > Prenta til að prenta mynd. Sjá ‘Prentun mynda’, á bls. 59.
Nokkrar myndir teknar í röð
Veldu Valkostir > Myndaröð til að láta myndavélina taka sex myndir í röð. Einnig er hægt að taka nokkrar myndir í röð með sjálfvirkri myndatöku. Sjá ‘Þú ert með á
myndinni—Sjálfvirk myndataka’, á bls. 45. Myndirnar eru vistaðar sjálfkrafa í Gallerí.
Myndir eru teknar með því að halda inni myndatökutakkanum. Hægt er að taka fær ri my ndir e n sex með því að sleppa takkanum þegar réttum fjölda hefur verið náð.
Eftir að myndirnar hafa verið teknar eru þær birtar í töflu á aðalskjánum. Til að skoða einhverja þeirra skaltu ýta á stýripinnann til að opna hana.
Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að skoða myndgluggann með myndaröðinni aftur.
Þú ert með á myndinni—Sjálfvirk myndataka
Notaðu sjálfvirka myndatöku til að seinka myndatökunni svo þú getir verið með á myndinni. Til að stilla tíma sjálfvirkrar myndatöku skaltu velja Valkostir > Sjálfv.
myndataka á > 2 sekúndur eða 10 sekúndur. Veldu Kveikja til að kveikja á sjálfvirku myndatökunni. Vísirinn
fyrir sjálfvirka myndatöku ( ) blikkar og tækið gefur frá sér hljóðmerki meðan tíminn líður. Myndavélin tekur myndina eftir að tíminn er liðinn. You can also use the self-timer in the sequence mode. Sjá ‘Nokkrar myndir teknar í röð’, á bls. 45.
Ábending! Veldu Valkostir > Sjálfv. myndataka á >
2 sekúndur til að minnka líkurnar á því að myndir séu
hreyfðar.
Myndavél og Gallerí
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
45
Page 46
Flass
Haldið hæfilegri fjarlægð þegar flassið er notað. Notið ekki flassið á fólk eða dýr af mjög stuttu færi. Hyljið ekki flassið þegar mynd er tekin.
Myndavélin notar ljósdíóðuflass þegar lýsingin er lítil. Eftirfarandi stillingar eru í boði fyrir flassið: Sjálfvirkt (), Lag. rauð aug. (), Þvingað () og Óvirkt ().
Veldu Valkostir > Uppsetning mynda > Flass > Þvingað
Myndavél og Gallerí
til að nota flassið. Ef flassið er stillt á Óvirkt eða Sjálfvirkt þegar
birtuskilyrðin eru góð gefur það samt frá sér veikt ljós þegar mynd er tekin. Þannig veit sá sem verið er að taka mynd af hvenær myndin er tekin. Flassið hefur engin áhrif á myndina sem er tekin.
Ef flassið er stillt á Lag. rauð aug., dregur það úr rauða augnalitnum á myndinni.
Stilling lita og lýsingar
Til að gera myndavélinni kleift að greina betur liti og lýsingu, eða til að bæta inn sjónrænum áhrifum í myndir eða hreyfimyndir, skaltu velja Valkostir > Uppsetning
mynda eða Uppsetning hreyfim. og síðan einhvern af
eftirfarandi valkostum:
Umhverfi—Veldu stillingu sem hentar fyrir umhverfið/
aðstæðurnar. Sjá ‘Umhverfi’, á bls. 46. Fyrir hvert umhverfi eru ákveðnar stillingar á lýsingu sem að hæfa því.
Flass (aðeins myndir)—Stilltu flassið áSjálfvirkt, Lag. rauð aug., Þvingað eða Óvirkt. Sjá ‘Flass’, á bls. 46.
Ljósgjafi—Veldu birtuskilyrðin af listanum. Þetta gerir
myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.
Leiðrétt. á lýsingu (aðeins fyrir myndir)—
Stilltu leiðréttingu á lýsingu myndavélarinnar.
Litáferð—Veldu áferðina af listanum.
Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar og sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða hreyfimyndarinnar verður.
Þegar myndavélinni er lokað eru sjálfgefnar stillingar hennar valdar aftur. Ef ný umhverfisstilling er valin kemur hún í stað sjálfvöldu stillinganna. Sjá ‘Umhverfi’, á bls. 46. Ef þú þarft samt að breyta stillingunum getur þú gert það eftir að umhverfisstillingin hefur verið valin.
Umhverfi
Umhverfisstillingar hjálpa þér við að finna réttu stillingarnar fyrir liti og lýsingu. Veldu rétta umhverfisstillingu af listanum fyrir myndir eða hreyfimyndir. Stillingarnar fyrir hvert umhverfi hafa verið valdar eftir umhverfinu þar sem myndirnar eru teknar. Veldu Valkostir > Uppsetning mynda/Uppsetning
hreyfim. > Umhverfi:
46
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 47
Umhverfisstillingar fyrir hreyfimyndir
Venjulegt ( )(sjálfvalið)—Notaðu þessa stillingu við
öll skilyrði.
Nótt ( )—Notaðu þessa stillingu þegar birtan er lítil.
Umhverfisstillingar fyrir myndir
Sjálfvirkt ( ) (sjálfvalið)—Notaðu þessa stillingu við
öll skilyrði.
Nærmynd ( )—Notaðu þessa stillingu til að taka
nærmyndir.
Nótt ( )—Notaðu þessa stillingu þegar birtan er lítil. Íþróttir ( )—Notaðu þessa stillingu til að taka myndir af
hlutum sem eru á mikilli hreyfingu. Athugaðu að þegar þú notar þessa stillingu er upplausn myndarinnar minnkuð úr 1600x1200 í 800x600. Sjá Myndgæði, bls. 47.
Andlitsmynd ( )—Notaðu þessa stillingu til að taka
andlitsmyndir.
Landslag ( )—Notaðu þessa stillingu til að taka myndir
af hlutum sem eru langt í burtu.
Notandi skilgreinir ( )—Notaðu þessa stillingu til að
búa til þína eigin umhverfisstillingu með flassi, ljósgjafa, leiðréttingu á lýsingu og litum.
Þegar myndir eru teknar er stillingin Sjálfvirkt sjálfkrafa valin. Ef þú velur Notandi skilgreinir er hún gerð að sjálfvalinni stillingu.
Til að búa til þína eigin stillingu skaltu velja Notandi
skilgreinir. Með þessari stillingu getur þú stillt Byggt á umhverfi, Flass, Ljósgjafi, Leiðrétting á lýsingu, Litáferð
og Núllstilla umhverfi. Til að afrita stillingar úr öðru umhverfi skaltu velja Byggt á umhverfi og þá umhverfið.
Stillingar fyrir kyrrmyndir
Í myndatökustöðu standa tvær stillingar fyrir kyrrmyndir til boða. Uppsetning mynda stillingar og aðalstillingar. Upplýsingar um hvernig á að breyta Uppsetning mynda stillingum er að finna í ‘Stilling lita og lýsingar’, á bls. 46. Stillingar á uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þú breytir þeim aftur. Til að breyta aðalstillingunum skaltu velja Valkostir > Stillingar og svo úr eftirfarandi:
MyndgæðiStór 2M - Prent. (1600x1200 upplausn), Miðl. 0.5M - Póst. (800x600 upplausn) eða Lág 0.3M ­MMS (640x480 upplausn). Því meiri sem gæðin eru, þeim
mun meira minni tekur myndin. Myndgæðin minnka þegar súmmið er notað. Veldu Stór 2M - Prent. ef þú vilt prenta myndina. Veldu Miðl. 0.5M - Póst. ef þú vilt senda myndina í tölvupósti. Veldu Lág 0.3M - MMS ef þú vilt senda myndina með MMS.
Setja inn í albúm—Þú getur valið hvort þú vilt vista
myndina í ákveðið albúm í galleríinu. Ef þú velur birtist listi yfir albúmin sem standa til boða.
Myndavél og Gallerí
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
47
Page 48
Sýna fókuspunkt (aðeins fyrir myndir)—Veldu ef þú vilt
að fókuspunkturinn sé sýnilegur á aðalskjánum þegar mynd er tekin.
Sýna tekna mynd—Veldu ef þú vilt sjá myndir eftir að
hafa tekið þær og Nei ef þú vilt halda áfram að taka myndir án þess að birta þær sem þú hefur tekið.
Minni í notkun—Veldu hvar myndir eru vistaðar.

Myndir teknar í myndavélarstillingu

Myndavél og Gallerí
Í myndavélarstillingu er hægt að nota myndavélina meðan á símtali stendur.
1 Kveikt er á
myndavélarstillingun ni með því að snúa myndavélinni þegar síminn er lokaður. Sjá ‘Myndavél’, á bls. 14. Takkaborðslæsingin er tekin af og myndglugginn birtist á ytri skjánum. Hreyfðu stýripinnann til hægri eða vinstri til að súmma inn eða út.
2 Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að festa
fókusinn á myndefnið. Á skjánum birtist grænn fókusvísir. Hafi fókusinn ekki verið festur birtist rauður
fókusvísir. Slepptu myndatökutakkanum og ýttu honum aftur niður til hálfs. Hægt er að taka mynd án þess að fókusinn hafi verið festur.
3 Ýttu myndatökutakkanum alla leið niður til að
taka mynd. Myndin er sjálfkrafa vistuð í galleríinu. Sjá ‘Gallerí’, á bls. 56.
Haltu myndatökutakkanum niðri til að halda myndinni á skjánum eftir að hún hefur verið tekin. Slepptu myndatökutakkanum til að fara til baka í myndgluggann.
Myndavélarvísar sýna eftirfarandi:
• Stillingavísir (1) sýnir hvaða umhverfisstilling er virk. Sjá ‘Umhverfi’, bls. 46.
• Vísar (2) fyrir minni símans ( ) og minniskortið ( ) sýna hvar myndir eru vistaðar.
• Myndavísirinn (3) sýnir áætlaðan fjölda mynda sem hægt er að vista í minni tækisins eða á minniskorti. Fjöldinn fer eftir myndgæðunum.
• Græni fókusvísirinn (4) sést þegar fókusinn hefur verið festur í myndglugganum.
• Vísir fyrir sjálfvirka myndatöku (5) sýnir að kveikt er á sjálfvirku myndatökunni. Sjá ‘Þú ert með á myndinni— Sjálfvirk myndataka’, á bls. 45.
48
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 49
• Flassvísirinn (6) sýnir hvort flassið er stillt á Sjálfvirkt (), Lag. rauð aug. (), Þvingað () eða Óvirkt ( ). Veldu stillingarnar fyrir flassið með því að hreyfa stýripinnann upp eða niður. Þú getur séð stillingarnar fyrir flassið í glugganum sem birtist á skjánum.
• Súmmvísirinn (7) sýnir hversu mikið hefur verið súmmað. Ýttu stýripinnanum upp og niður til að súmma inn eða út.
• Stýripinnavísirinn ( ) (8) gefur til kynna að hægt sé að velja Valkostir valmyndina. Ýttu á stýripinnann til að opna valmyndina Valkostir.
Til að loka myndavélinni er myndavélinni snúið og flipanum á símanum lokað. Sjá ‘Lokuð staða’, á bls. 12.
Valkostir fyrir myndavélina
Ýttu á stýripinnann til að breyta myndstillingunum og velja á milli eftirfarandi valkosta:
Mynd—Til að velja umhverfisstillingu. Sjá ‘Umhverfi’,
á bls. 46.
Snúa skjá—Til að snúa myndinni um 180 gráður. Þessi
valkostur kemur sér t.d. vel þegar þú tekur sjálfsmynd. Þegar þú snýrð myndavélinni að þér snýr myndglugginn öfugt.
Tímastilling—Til að kveikja sjálfvirkri myndatöku.
Veldu 2sekúndur eða 10 sekúndur.
Lýsingargildi—Til að stilla birtustigið á myndinni.
Stillingar—Til að velja Myndgæði, Minni í notkun og Sýna tekn. myndir stillingarnar. Sjá ‘Stillingar fyrir
kyrrmyndir’, á bls. 47.

Myndum breytt

Til að breyta myndum eftir að þær eru teknar eða þeim sem þegar hafa verið vistaðar í Gallerí, skaltu velja
Valkostir > Breyta. Þú getur opnað Gallerí þegar kveikt er
á myndavélinni eða flipi símans er opinn.
Valkostir í aðalskjánum fyrir breytingar á myndum
eru Nota áhrif, Loka breytingum, Til baka,Senda,
Mynd á öllum skjá/Venjuleg mynd,Súmma inn/ Súmma út,Vista, Prenta ogHjálp.
Veldu Nota áhrif til að klippa myndina og snúa henni, laga birtustigið, litinn, birtuskilin og upplausnina, og til að bæta sjónrænum áhrifum, texta, skreytingum eða ramma við myndina.
Veldu Valkostir > Nota áhrif > Skurður til að klippa myndina. Veldu Handvirkt til að klippa myndina handvirkt eða veldu hlutfall af listanum. Ef þú velur Handvirkt birtist kross efst í vinstra horni myndarinnar. Með því að hreyfa stýripinnann er krossinn færður til og svæðið sem á að klippa valið. Veldu Festa. Annar kross birtist neðst í hægra horninu. Veldu aftur svæðið sem á að klippa og veldu
Skera. Svæðin sem eru valin mynda klipptu myndina.
Myndavél og Gallerí
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
49
Page 50
Veldu Valkostir > Nota áhrif > Laga rauð augu til að minnka rauðan lit í augum. Færðu krossinn að auganu og ýttu á stýripinnann. Lykkja birtist á skjánum. Færðu stýripinnann til að breyta stærð lykkjunnar svo hún passi við augað. Ýttu á stýripinnann til að minnka rauða litinn.
Veldu Valkostir > Nota áhrif > Klippimynd til að bæta skreytingum við myndina. Veldu hlutinn sem þú vilt bæta inn á myndina af listanum og ýttu á stýripinnann. Til að færa, snúa og breyta stærð hlutarins skaltu velja
Myndavél og Gallerí
Valkostir > Færa, Breyta stærð eða Snúa.
Veldu Valkostir > Nota áhrif > Texti til að bæta texta inn á myndina. Sláðu inn textann og veldu Í lagi. Veldu
Valkostir > Færa, Breyta stærð, Snúa eða Velja lit til að
breyta textanum Flýtivísar þegar síminn er opinn:
• Ýttu á til að skoða mynd á öllum skjánum. Til að fara aftur í venjulegan skjá skaltu ýta aftur á .
• Ýttu á og til að snúa mynd réttsælis eða rangsælis.
• Ýttu á og til að súmma inn og út.

Ábendingar um hvernig á að taka góðar myndir

Með því að snúa myndavélinni er auðveldara að taka myndir við erfiðar aðstæður. Hægt er að snúa myndavélinni bæði réttsælis og rangsælis. Sjá ‘Myndavél’, á bls. 14.
Myndgæði
Notaðu viðeigandi myndgæði. Hægt er að velja þrjár
stillingar fyrir myndgæði (Stór 2M - Prent., Miðl. 0.5M -
Póst. og Lág 0.3M - MMS). Notaðu Stór 2M - Prent.
stillinguna til að velja hámarks myndgæði. Hafðu þó í huga að mestu myndgæðin taka mest geymslupláss. Til að senda myndir í myndskilaboðum eða með tölvupósti gæti þurft að nota Miðl. 0.5M - Póst. eða Lág 0.3M - MMS stillinguna. Opnaðu Valkostir > Stillingar til að velja gæðin.
Bakgrunnur
Notaðu einfaldan bakgrunn. Þegar teknar eru
andlitsmyndir eða aðrar myndir af fólki skal forðast að stilla myndefninu upp fyrir framan óreiðukenndan og flókinn bakgrunn sem dreifir athyglinni. Færðu myndavélina, eða myndefnið, þegar þessum skilyrðum er ekki fullnægt. Færðu myndavélina nær myndefninu til að myndin verði skýrari.
50
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 51
Dýpt
Þegar landslagsmyndir eru teknar má auka dýpt myndanna með því að stilla hlutum upp í forgrunni. Þó skal hafa í huga að séu þessir hlutir of nálægt myndavélinni gæti myndin orðið óskýr.
Birtuskilyrði
Breytingar á ljósgjafa, birtumagni og áttinni sem ljósið kemur úr geta gerbreytt ljósmyndum. Hér eru nokkur dæmi um algeng birtuskilyrði:
Ljósgjafinn er fyrir aftan myndefnið. Forðast skal að
stilla myndefni upp fyrir framan sterkt ljós. Ef ljósgjafinn er fyrir aftan myndefnið eða sést á skjánum mun myndin koma til með að hafa mjög veik birtuskil, verða of dökk auk annarra óæskilegra áhrifa. Einnig má nota flassið til að lýsa upp dökka bletti. Sjá ‘Flass’, á bls. 46.
Birtan til hliðar við myndefnið. Sterkt hliðarljós getur
bætt við dramatískum áhrifum en því má ekki ofgera og þannig valda of miklum birtuskilum.
Ljósgjafinn fyrir framan myndefnið. Sterkt sólarljós
hefur þau áhrif að fólk pírir augun. Ljósið getur einnig valdið of miklum birtuskilum.
Besta lýsingin er þegar nóg er af dreifðri, mjúkri birtu,
líkt og á björtum og hálfskýjuðum degi eða á sólríkum degi í skugga trjáa.

Upptaka hreyfimynda

Til að kveikja á myndavélinni og opna myndgluggann er skjánum snúið svo myndavélin opnist. Sjá ‘Myndir teknar í myndatökustöðu’, á bls. 43. Myndavélin opnast og myndin sem hægt er að taka birtist á skjánum.
Ef myndavélin er stillt á Myndataka, skaltu opna myndupptökuna með því að velja Valkostir >
Hreyfimyndataka.
Til að stilla lýsinguna og liti áður en þú tekur mynd skaltu ýta á stýripinnann og velja Ljósgjafi eða Litáferð. Sjá ‘Stilling lita og lýsingar’, á bls. 46.
Til að velja aðstæður skaltu ýta á stýripinnann og velja
Umhverfi. Sjá ‘Umhverfi’, á bls. 46.
Valkostir fyrir upptöku hreyfimynda eru Myndataka,
Fara í Gallerí, Uppsetning hreyfim., Stillingar og Hjálp.
1 Ýttu á myndatökutakkann til að hefja upptöku. Þá
birtist upptökutáknið. Ljósdíóðuflassið logar og tónn heyrist sem gefur til að kynna að verið sé að taka upp hreyfimynd. Flassið hefur engin áhrif á hreyfimyndina sem er tekin.
2 Hægt er að gera hlé á upptökunni hvenær sem er með
því að ýta á Hlé. táknið byrjar að blikka á skjánum. Upptakan stöðvast sjálfkrafa ef gert hefur verið hlé á henni og ekki er stutt á neinn takka í eina mínútu.
Myndavél og Gallerí
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
51
Page 52
3 Veldu Áfram til að halda upptökunni áfram. 4 Veldu Stöðva, eða ýttu á myndatökutakkann til að
stöðva upptökuna. Myndinnskotið er sjálfkrafa vistað í Myndir & hreyfimyndir möppunni í Gallerí. Sjá ‘Gallerí’, á bls. 56.
Vísar myndupptöku sýna eftirfarandi:
• Vísar (1) fyrir minni símans ( ) og
Myndavél og Gallerí
minniskortið ( ) sýna hvar hreyfimyndin er vistuð.
• Lengdarvísir (2) sýnir tímann sem er liðinn og tímann sem er eftir.
• Umhverfisvísirinn (3) sýnir virka umhverfisstillingu. Sjá ‘Umhverfi’, á bls. 46.
• Vísir hljóðnemans (4) sýnir að slökkt er á hljóðnemanum.
• Vísir fyrir skráargerðina (5) sýnir á hvaða sniði myndinnskotið er, eftir því hvaða myndgæði voru valin.
• Vísir fyrir myndgæði (6) sýnir myndgæði innskotsins. Sjá ‘Stillingar fyrir hreyfimyndir’, bls. 53
Flýtivísarnir eru eftirfarandi:
• Ýttu stýripinnanum upp og niður til að súmma inn eða út. Súmmvísirinn, sem birtist til hliðar við myndefnið, sýnir hversu mikið hefur verið súmmað.
• Styddu á stýripinnann til að opna Uppsetning hreyfim. stillingarnar. Sjá ‘Stilling lita og lýsingar’, á bls. 46.
Eftir að myndinnskot hefur verið tekið upp:
• Til að spila myndinnskotið um leið og það hefur verið tekið upp skaltu velja Valkostir > Spila.
• Ef þú vilt ekki vista myndinnskotið skaltu veljaValkostir > Eyða.
• Styddu á myndatökutakkann til að fara aftur í myndgluggann til að taka upp nýja hreyfimynd.
• Til að senda myndinnskotið Með margmiðlun, Með
tölvupósti eða Með Bluetooth skaltu velja Valkostir > Senda. Nánari upplýsingar er að finna í ‘Skilaboð’ á bls.
65 og ‘Bluetooth-tenging’ bls. 100. Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan á símtali stendur.
•Veldu Valkostir > Senda til viðmæl. til að senda myndinnskot til viðmælanda meðan á símtali stendur.
•Veldu Valkostir > Breyta til að breyta myndinnskotinu. Sjá ‘Myndinnskotum breytt’, á bls. 54.
52
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 53
Stillingar fyrir hreyfimyndir
Í myndatökustöðu standa tvenns konar stillingar til boða fyrir myndupptöku. Uppsetning hreyfim. stillingar og aðalstillingar. Upplýsingar um hvernig á að breyta
Uppsetning hreyfim. stillingum er að finna í ‘Stilling lita
og lýsingar’, á bls. 46. Stillingar á uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þú breytir þeim aftur. Til að breyta aðalstillingunum skaltu velja
Valkostir > Stillingar og svo úr eftirfarandi: Hljóðupptaka—Veldu Virkt ef þú vilt bæði taka upp hljóð
og mynd.
Gæði hreyfimynda—Stilltu gæði myndinnskotsins á Há, Venjuleg eða Samnýting. Gæðin eru gefin til kynna með
einu af eftirfarandi táknum: (Mikil), (Venjuleg) eða
(Samnýting). Ef þú velur eða Venjuleg takmarkast
lengd myndupptökunnar af geymsluplássinu á minniskortinu, eða allt að einni klst. fyrir hvert myndinnskot. Ef þú vilt skoða hreyfimyndina í sjónvarpi eða í tölvu skaltu velja myndgæði, með CIF upplausn (352x288) og á .mp4-sniði. Þú getur ekki sent myndinnskot sem eru vistuð á .mp4-sniði í margmiðlunarskilaboðum. Ef þú vilt skoða myndinnskotið í farsíma skaltu velja Venjuleg, með QCIF-upplausn (176x144) og á .3gp-sniði. Til að senda myndinnskotið í MMS eða með samnýtingu skaltu velja Samnýting (QCIF­upplausn, .3gp-skráarsnið). Sjá ‘Samnýting hreyfimynda’, á
bls. 31. Myndinnskot geta verið allt að 300 kB (u.þ.b. 20 sekúndur að lengd) svo hægt sé að senda þau í margmiðlunarskilaboðum í samhæf tæki. Sum símkerfi kunna þó einungis að styðja sendingu margmiðlunarskilaboða sem eru að hámarki 100 kB. Hafið samband við þjónustuveitu til að fá nánari upplýsingar um þetta atriði.
Setja inn í albúm—Veldu hvort þú vilt vista
myndinnskotið í ákveðnu albúmi í Gallerí. Ef þú velur opnast listi yfir albúmin sem standa til boða.
Sýna uppt. hreyfim.—Ef þú velur geturðu spilað
innskotið eftir að hafa tekið það upp, með því að velja
Valkostir > Spila í myndavélinni. Ef þú velur Nei geturðu
strax tekið upp nýtt innskot.
Minni í notkun —Veldu sjálfgefið geymsluminni. minni
símans eða minniskort. Ef minnið er orðið lítið er hugsanlegt að gæði
upptökunnar verði minni en ella. Eyddu gögnum eða færðu þau yfir á samhæft minniskort eða yfir í tölvu til að losa um minni.
Ábending! Hægt er að láta myndavélina vista
hreyfimyndir á samhæfu minniskorti með því að velja
Valkostir > Stillingar > Minni í notkun > Minniskort.
Myndavél og Gallerí
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
53
Page 54

Myndinnskotum breytt

Hægt er að breyta myndinnskotum í Gallerí þegar síminn er opinn eða stilltur á myndatöku. Sjá ‘Myndir teknar í myndatökustöðu’, bls. 43 og ‘Gallerí’, bls. 56.
Til að breyta myndinnskotum og búa til sérsniðin innskot skaltu velja myndinnskot og síðan Valkostir > Breyta. Hægt er að búa til sérsniðin myndinnskot með því að sameina og klippa til myndinnskot og bæta við
Myndavél og Gallerí
hljóðinnskotum, umbreytingu og áhrifum. Umbreyting felst í sjónrænum áhrifum sem þú getur bætt við í upphafi og við lok innskotsins eða á milli myndinnskota.
Í myndvinnslunni sjást tvær tímalínur: tímalína myndinnskotsins og tímalína hljóðinnskotsins. Ef þú bætir myndum, texta eða umbreytingum við myndinnskot sjást þessi atriði á tímalínu myndinnskotsins. Til að færast til á tímalínunum er skrunað til hægri eða vinstri. Til að skipta á milli tímalína er skrunað upp eða niður.
Hreyfimynd, hljóði, mynd, texta og umbreytingum breytt
Til að búa til sérsniðin myndinnskot skaltu velja eitt eða fleiri innskot og svo Valkostir > Breyta.
Í skjánum Hreyfimyndum breytt getur þú sett inn myndinnskot til að búa til sérsniðið myndinnskot og breytt innskotunum með því að klippa þau til og bæta við áhrifum. Hægt er að bæta við myndum og hljóðinnskotum
og breytt lengd þeirra, auk þess sem hægt er að bæta texta og umbreytingum við innskotið. Ýttu á og til að skipta á milli mynd- og hljóðinnskotsins.
Veldu eftirfarandi valkosti til að breyta hreyfimyndinni:
Br. myndinnskoti: Klippa—Klippir myndinnskotið á þar til gerðum skjá. Bæta við litaáhrifum—Setur litaáhrif inn í myndinnskotið. Nota hægspilun—Hægir á spilun myndinnskotsins. Taka hljóð af/Setja hljóð á—Tekur hljóðið
af myndinnskotinu eða setur það á.
Færa (sést aðeins ef tveimur eða fleiri myndinnskotum
hefur verið bætt við)—Færir myndinnskotið á valinn stað.
Fjarlægja—Fjarlægir myndinnskotið úr hreyfimyndinni. Búa til afrit—Tekur afrit af valda myndinnskotinu. Breyta texta (kemur aðeins fram ef texta hefur verið bætt
við)—Til að færa, fjarlægja eða afrita texta; breyta lit eða lögun textans; ákvarða hversu lengi hann á að vera á skjánum og bæta áhrifum við hann.
Breyta mynd (kemur aðeins fram ef mynd hefur verið bætt
við)—Til að færa, fjarlægja eða afrita myndina; ákvarða hversu lengi hún á að vera á skjánum og stilla bakgrunn eða litaáhrif.
54
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 55
Breyta hljóðinnskoti: Klippa—Klippir hljóðinnskotið á þar til gerðum skjá. Færa (sést aðeins ef tveimur eða fleiri myndinnskotum
hefur verið bætt við)—Færir hljóðinnskotið á valinn stað.
Velja lengd—Breytir lengd hljóðinnskotsins. Fjarlægja—Fjarlægir hljóðinnskotið úr hreyfimyndinni. Búa til afrit—Tekur afrit
af valda hljóðinnskotinu.
Breyta umbreytingu—Um
þrjár gerðir umbreytinga er að ræða: í upphafi hreyfimyndar, við lok hennar og á milli myndinnskota. Hægt er að velja upphafsbreytingu þegar fyrsta umbreyting hreyfimyndarinnar er virk.
Setja inn : Myndinnskot—Bætir við völdu myndinnskoti. Á
aðalskjánum birtist smámynd af myndinnskotinu. Smámynd samanstendur af fyrsta ramma myndinnskotsins sem ekki er svartur. Heiti og lengd valda myndinnskotsins sjást einnig.
Mynd—Bætir við valinni mynd. Á aðalskjánum birtist
smámynd af myndinni.
Texta—Setur texta inn í myndinnskotið. Þú getur sett inn
titil, texta og lista yfir þá sem unnu að gerð myndarinnar.
Hljóðinnskot—Setur inn valið hljóðinnskot. Heiti og lengd
valda hljóðinnskotsins sést á aðalskjánum.
Nýtt hljóðinnskot—Tekur upp nýtt hljóðinnskot og vistar
á völdum stað.
Kvikmynd—Til að skoða kvikmyndina í fullri skjástærð,
vista hana, eða klippa hana niður í þá stærð sem gerir það kleift að senda hana í margmiðlunarskilaboðum.
Ábending! Til að taka einn ramma út úr myndinni
skaltu velja Valkostir > Taka skjámynd í forskoðunarskjá fyrir smámyndir eða á skjánum fyrir klippingu hreyfimynda.
Til að klippa mynd- eða hljóðinnskot skaltu færa tímalínuna og velja Valkostir > Br. myndinnskoti >
Klippa eða Valkostir > Breyta hljóðinnskoti > Klippa.
Til að merkja upphafspunkt mynd- eða hljóðinnskots skaltu velja Valkostir > Upph.mer. Veldu Valkostir >
Lokamer. til að merkja lok þess. Veldu Valkostir > Spila merkt val til að spila innskot sem þú hefur klippt. Veldu Lokið til að vista breytingarnar.
Myndinnskot er vistað með því að fara í aðalskjá myndinnskota og velja Valkostir > Kvikmynd > Vista.
Myndavél og Gallerí
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
55
Page 56
Til að velja Minni í notkun skaltu opna Valkostir >
Stillingar. Minni símans er valið sjálfkrafa.
Ábending! Í skjánum Stillingar er hægt að velja Sj.g.
nafn myndinnsk., Sjálfgefið heiti, Upplausn og Minni í notkun.
Veldu Senda > Með margmiðlun, Með tölvupósti eða
Með Bluetooth ef þú vilt senda hreyfimyndina. Hafðu
samband við þjónustuveituna til að fá upplýsingar um það hversu stór skilaboð er hægt að senda. Ef hreyfimyndin er
Myndavél og Gallerí
of stór til að hægt sé að senda hana í margmiðlunarskilaboðum birtist táknið. Veldu
Valkostir > Kvikmynd > Breyta fyrir MMS til að klippa
myndina.
Ábending! Ef þú vilt senda myndinnskot sem er yfir
þeirri hámarksstærð sem þjónustuveitan þín leyfir geturðu sent það með Bluetooth. Sjá ‘Gögn send um Bluetooth’, á bls. 101. Þú getur einnig flutt hreyfimyndirnar þínar með Bluetooth yfir í tölvu sem styður Bluetooth eða með því að nota minniskortalesara (aukahlutur).

Gallerí

Til að geyma og vinna með myndir, myndinnskot, hljóðinnskot, lagalista og straumspilunartengla skaltu opna símann, ýta á og velja Gallerí. Til að opna
galleríið í myndatökustöðu skaltu velja Valkostir > Fara í
Gallerí. Í myndatöku er aðeins hægt að velja möppuna Myndir & hreyfimyndir.
Ábending! Til að
skipta úr Gallerí yfir ímyndavélina skaltu velja Myndavél.
Veldu Myndir &
hreyfimyndir , Lög , Hljóðinnskot , Tenglar
eða Allar skrár og
ýttu á til að opna það. Þú getur skoðað og opnað
möppur, sem og merkt hluti, afritað þá og flutt í möppur. Hljóðinnskot, myndinnskot, .ram-skrár og straumspilunartenglar eru opnaðir og spilaðir í forritinu RealPlayer. Sjá ‘RealPlayer™’, á bls. 60. Þú getur líka búið til albúm, og merkt hluti, afritað og bætt þeim við albúmin. Sjá ‘Albúm’, á bls. 58.
Ábending! Þú getur flutt myndir úr tækinu í
samhæfa tölvu með Nokia Phone Browser í Nokia PC Suite. Sjá geisladiskinn sem fylgir með tækinu.
Ýttu á til að opna skrá. Hreyfimyndir, tónlist og hljóðinnskot eru opnuð í RealPlayer. Sjá ‘Myndir og myndinnskot skoðuð’, á bls. 57.
56
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 57
Til að afrita eða færa skrár á minniskortið eða í minni símans skaltu velja skrána og svo Valkostir >
Skipuleggja > Afrita á minniskort/Færa á minniskort
eða Afrita í minni síma/Færa í minni síma. Skrár sem eru geymdar á minniskortinu eru táknaðar með .
Til að hlaða niður skrám í Gallerí skaltu velja niðurhleðslutáknið, (líkt og til að hlaða niður myndum). Vafrinn opnast og þú getur valið bókamerki fyrir síðuna sem þú vilt hlaða niður af.

Myndir og myndinnskot skoðuð

Myndir og myndinnskot sem eru tekin með myndavélinni eru geymd í möppunni Myndir & hreyfimyndir í Gallerí. Gæðin eru gefin til kynna með einu að eftirfarandi táknum:
(Mikil), (Venjuleg) og (Samnýting). Nánari upplýsingar um gæði hreyfimynda er að finna í ‘Stillingar fyrir hreyfimyndir’, bls. 53. Þú getur einnig tekið við myndum og myndinnskotum í margmiðlunarskilaboðum, sem tölvupóstviðhengi eða um Bluetooth. Þú þarft að vista móttekna mynd eða myndinnskot í minni símans eða á minniskorti til að geta skoðað skrána í galleríinu eða spilaranum.
Opnaðu möppuna Myndir & hreyfimyndir í Gallerí. Myndirnar og myndinnskotin eru í lykkju og þeim er raðað eftir dagsetningu. Fjöldi skránna er sýndur á skjánum. Til að skoða skrárnar skaltu skruna upp eða niður.
Haltu skruntakkanum niðri, upp eða niður, til að skoða skrárnar í samfelldri röð. Skrunaðu til hægri eða vinstri til að færa nokkrar skrár á sama tíma.
Ábending! Til að færa þig á milli opinna skráa þegar
myndavélin er opin skaltu nota stýripinnann.
Valkostirnir í aðalskjá Myndir & hreyfimyndir eru
Opna (aðeins myndir), Spila (aðeins hreyfimyndir), Senda, Ræsa myndavél, Setja inn í albúm, Albúm, Prenta(aðeins myndir), Breyta, Eyða, Skipuleggja, Merkja/Afmerkja, Hjálp og Hætta.
Til að breyta mynd eða myndinnskoti skaltu velja Valkostir > Breyta. Myndvinnslan opnast.
Til að bæta mynd eða myndinnskoti við albúm í galleríinu skaltu velja Valkostir > Setja inn í albúm. Sjá ‘Albúm’, ábls. 58.
Til að búa til sérsniðin myndinnskot skaltu velja myndinnskot, eða nokkur innskot, í galleríinu og síðan
Valkostir > Breyta. Sjá ‘Myndinnskotum breytt’, á bls. 54.
Þegar mynd er skoðuð er hægt að velja Stækka,
Senda, Setja inn í albúm, Nota sem veggfóður, Setja við tengilið, Prenta, Breyta, Eyða, Endurskíra, Skoða upplýsingar, Bæta við 'Flýtival', Hjálp og Hætta.
Myndavél og Gallerí
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
57
Page 58
Til að prenta út myndirnar með prentara sem er tengdur við tækið, eða geyma þær á minniskortinu þaðan sem hægt er að prenta þær út síðar, skaltu velja Valkostir >
Prenta. Sjá ‘Prentun mynda’, á bls. 59.
Til að súmma mynd skaltu velja Valkostir > Stækka. Efst á skjánum sést hversu mikið er súmmað. Súmmhlutfallið er ekki vistað.
Ýttu á til að eyða mynd eða myndinnskoti.
Myndavél og Gallerí

Albúm

Með albúmum er hægt að raða myndum og myndinnskotum eftir hentugleika. Til að skoða lista yfir albúm í Myndir & hreyfimyndir möppunni skaltu velja
Valkostir > Albúm. Albúmin eru í stafrófsröð. Ýtt er á
skruntakkann til að skoða innihald þeirra. Til að búa til nýtt albúm skaltu velja Valkostir > Nýtt
albúm. Sláðu inn heiti fyrir albúmið og veldu Í lagi.
Til að bæta mynd eða myndinnskoti við albúm í galleríinu velurðu mynd eða myndinnskot og síðan Valkostir >
Setja inn í albúm. Þá opnast listi yfir albúm. Veldu
albúmið sem þú vilt setja myndina eða myndinnskotið í og ýttu á skruntakkann.
Ýttu á til að fjarlægja skrá úr albúmi. Skránni er ekki eytt úr möppunni Myndir & hreyfimyndir í Gallerí.
58
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 59

Myndaforrit

Prentun mynda

Þú getur prentað myndir með Myndprentun með því að velja prentvalkostinn í galleríinu, myndavélinni, myndvinnslunni, myndskjánum eða biðstöðu.
Notaðu Myndprentun til að prenta myndirnar þínar með því að nota gagnasnúru, Bluetooth-tengingu eða minniskortið þitt.
Þú getur aðeins prentað myndir sem eru á .jpg-sniði. Myndirnar sem teknar eru með myndavélinni eru sjálfkrafa vistaðar á .jpg-sniði.
Til athugunar: Til að geta prentað með prentara
sem er samhæfur PictBridge skaltu velja prentvalkostinn áður en þú tengir USB-snúruna.
Veldu myndina sem þú ætlar að prenta og síðan
Valkostir > Prenta.

Val á prentara

Þegar þú notar Myndprentun í fyrsta sinn birtist listi yfir þá prentara sem þú getur valið eftir að þú hefur valið myndina sem þú vilt prenta. Veldu prentarann sem þú vilt nota. Prentarinn verður stilltur sem sjálfvalinn prentari.
Ef tækið er tengt við samhæfan PictBridge USB-prentara með CA-53-snúrunni sem fylgir með tækinu, birtist sá prentari sjálfkrafa.
Ef sjálfvalinn prentari er ekki til staðar birtist listinn yfir þá prentara sem er hægt að velja aftur.
Til að breyta sjálfvalda prentaranum skaltu velja
Valkostir > Stillingar > Sjálfgefinn prentari.

Forskoðun prentunar

Forskoðun prentunar opnast aðeins þegar þú byrjar að prenta mynd í galleríi eða í biðstöðu.
Myndirnar sem þú valdir eru sýndar í fyrirfram völdu umbroti. Hægt er að velja annað umbrot fyrir prentarann með því að nota vinstri og hægri skruntakkann. Notaðu skruntakkann til að sjá fleiri myndir, ef þú hefur valið fleiri myndir en passa á eina síðu.
Valkostirnir í forskoðunarskjá prentunar eru Prenta,
Stillingar, Hjálp og Hætta.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Myndaforrit
59
Page 60

Prentstillingar

Stillingarnar sem eru í boði fara eftir prentaranum sem var valinn.
Veldu Valkostir > Sjálfgefinn prentari til að tilgreina sjálfvalinn prentara.
Myndaforrit
Til að velja pappírsstærðina skaltu velja Pappírsstærð, þá pappírsstærðina af listanum og Í lagi. Veldu Hætta við til að bakka um einn skjá.

RealPlayer™

Ýttu á og veldu RealPlayer. Með RealPlayer, getur þú spilað myndinnskot, hljóðinnskot og spilunarlista eða straumspilað miðlunarskrár. Hægt er að ræsa straumspilunartengil þegar vefsíður eru skoðaðar, og vista hann í minni símans eða á minniskorti. Þú getur einnig notað RealPlayer við myndatöku, en þá með takmörkuðum fjölda aðgerða. Sjá ‘Myndir teknar í myndatökustöðu’, á bls. 43.
RealPlayer styður skrár með endingum eins og .aac, .awb,
.m4a, .mid, .mp3 og .wav. Þó er ekki víst að RealPlayer styðji öll skráasnið eða öll afbrigði skráasniða. Til dæmis mun RealPlayer reyna að opna allar .mp4-skrár. Hins
vegar getur verið að sumar .mp4-skrár innihaldi efni sem er ekki samhæft við 3GPP-staðalinn og tækið styður þar af leiðandi ekki.
Ábending! Þú getur flutt tónlistarskrár úr tækinu yfir
á minniskort með Nokia Audio Manager í Nokia PC Suite. Sjá geisladiskinn sem fylgir með tækinu.

Spilun mynd- og hljóðinnskota

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Valkostirnir í RealPlayer þegar innskot er valið eru
Spila/Halda áfram, Spila á öllum skjá/Áfram á öllum skjá, Stöðva, Hljóð af/Hljóð á, Innskotsupplýsingar, Senda, Stillingar, Hjálp og Hætta.
1 Til að spila skrá sem er vistuð í minni símans eða á
minniskorti skaltu velja Valkostir > Opna og svo:
Nýjustu innskot—Til að spila eina af þeim sex skrám
sem síðast voru spilaðar í RealPlayer.
Vistað innskot—Til að spila skrá sem er vistuð í Gallerí.
Sjá ‘Gallerí’, á bls. 56.
Hljóðinnskot minnisk.—Til að búa til lagalista og spila
skrárnar sem eru vistaðar á minniskortinu. Sjá ‘Lagalisti búinn til’, á bls. 61.
2 Skrunaðu að skrá og ýttu á til að spila hana.
60
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 61
Ábending! Til að birta myndinnskot á öllum skjánum
skaltu ýta á . Ýttu aftur á takkann til að fara aftur í venjulegan skjá.
Tákn í RealPlayer: —Endurtaka; —Af handahófi;
— Endurtaka og af handahófi; og —Slökkt á
hátalara. Flýtivísar meðan á spilun stendur:
• Haltu inni takkanum til að spóla áfram í
myndinnskoti.
• Haltu inni til að spóla til baka í myndinnskoti.
• Til að taka hljóðið af skaltu halda inni þar til
vísirinn birtist. Settu hljóðið á með því að halda inni þar til vísirinn birtist.

Lagalisti búinn til

Til að búa til lagalista með þeirri tónlist sem er í minni símans eða á minniskortinu:
1 Veldu Valkostir > Nýr lagalisti. 2 Veldu minnið sem þú vilt velja tónlistina úr og svo sjálf
lögin.
3 Sláðu inn heiti fyrir lagalistann. 4 Til að merkja lögin sem þú vilt setja á lagalistann skaltu
velja Valkostir > Merkja/Afmerkja > Merkja eða
Merkja allt.
5 Veldu Valkostir > Velja merkta hluti.
Ábending!Til að hafa forritið áfram opið og spila
tónlistina í bakgrunni skaltu ýta tvisvar sinnum á til að fara aftur í biðstöðu. Ýttu á og veldu
RealPlayer til að fara aftur í forritið.

Straumspilun efnis

Margar þjónustuveitur fara fram á að þú notir internetaðgangsstað (IAP) sem sjálfgefinn aðgangsstað. Aðrar þjónustuveitur leyfa notkun WAP-aðgangsstaða.
Hægt er að stilla aðgangsstaðina þegar tækið er ræst í fyrsta skipti.
Hafið samband við þjónustuveitu til að fá nánari upplýsingar um þetta atriði.
Til athugunar: Í RealPlayer getur þú aðeins opnað
vefföng sem byrja á rtsp://. RealPlayer ber þó einnig kennsl á http-tengil í .ram-skrá.
Til að straumspila efni skaltu velja straumspilunartengil sem er vistaður í Gallerí eða á vefsíðu, eða sem þú fékkst sendan í texta- eða margmiðlunarskilaboðum. Áður en straumspilun hefst tengist tækið þitt við síðuna og byrjar að hlaða efninu. Efnið er ekki vistað í tækinu.
Myndaforrit
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
61
Page 62

Móttaka RealPlayer-stillinga

Þú getur fengið RealPlayer stillingar sendar í sérstökum textaskilaboðum frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitu. Sjá ‘Gögn og stillingar’, á bls. 72. Hafðu samband við símafyrirtækið þitt eða þjónustuveituna til að fá nánari
Myndaforrit
upplýsingar.
RealPlayer-stillingum breytt
Veldu Valkostir > Stillingar og eitthvað af eftirfarandi:
Hreyfimynd—Til að RealPlayer endurtaki myndinnskot
sjálfkrafa eftir að spilun þeirra lýkur.
Hljóð—Til að velja hvort endurtaka eigi spilun lagalista
og spila lög á lagalista af handahófi.
Tenging—Til að velja hvort nota eigi proxy-miðlara skaltu
breyta sjálfgefna aðgangsstaðnum og stilla gáttamörkin sem eru notuð þegar tengingu er komið á. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar stillingar.
Proxy-stillingar:
Nota proxy—Veldu til að nota proxy-miðlara.
Veff. proxy-miðlara—Sláðu inn IP-tölu proxy-
miðlarans.
Númer proxy-gáttar—Sláðu inn gáttarnúmer
proxy-miðlarans.
Útskýring: Proxy-miðlarar eru millistig milli efnismiðlara og notenda. Sumar þjónustuveitur nota þá til að geta boðið upp á aukið öryggi og hraðari aðgang að vefsíðum sem innihalda hljóð- eða myndinnskot.
Stillingar símkerfis:
Sjálfg. aðgangsst.—Skrunaðu að aðgangsstaðnum sem
þú vilt nota til að tengjast internetinu og ýttu á .
Tengitími—Stilltu tímann sem á að líða þangað til
RealPlayer aftengist við símkerfið þegar þú hefur gert
hlé á spilun efnis í gegnum nettengil, veldu svo
Notandi skilgr. og ýttu á . Sláðu inn tímann og
veldu Í lagi.
Lægsta UDP gátt—Sláðu inn neðri mörkin á gáttarsviði
miðlarans. Sjálfgefna gildið er 6970.
Hæsta UDP gátt—Sláðu inn efri mörkin á gáttarsviði
miðlarans. Sjálfgefna gildið er 32000. Veldu Valkostir > Frekari stillingar til að breyta bandvíddargildum fyrir mismunandi símkerfi.
62
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 63

Leikstjóri

Ábending! Til að hlaða niður nýjum stíl í tækið
skaltu velja Hlaða niður stíl () í aðalskjá Leikstjóri.
Ýttu á til að búa til muvee og veldu Myndafor. >
Leikstjóri. muvees eru stutt myndinnskot sem geta
innihaldið hreyfimyndir, myndir, tónlist og texta. Fljótg.
muvee er sjálfkrafa búin til af Leikstjóri eftir að þú hefur
valið muvee-stíl. Leikstjóri velur myndir af handahófi og notar sjálfvalda tónlist og texta sem tengist þeim stíl sem hefur verið valinn. Sérhver stíll hefur t.d. eigin leturgerð, lit, tónlist og hraða. Í Sérsn. muveegeturðu valin eigin mynd­og tónlistarinnskot, myndir og stíl, og bætt við upphafs- og lokaskilaboðum. Hægt er að senda muvees í margmiðlunarskilaboðum.
Opnaðu Leikstjóri og ýttu á eða til að skipta á milli og skjánna. Þú getur einnig farið aftur í aðalskjáinn úr með því að velja Lokið.
skjárinn inniheldur lista yfir myndinnskot og þú
getur valið eftirfarandi valkosti: Spila, Senda, Endurskíra og Eyða.

Fljótgerð muvees búin til

1 Í aðalskjá Leikstjóri skaltu velja Fljótg. muvee. 2 Veldu stíl úr listanum. Það muvee sem búið hefur verið
til er vistað í muvvee-lista í Leikstjóri. muvee er spilað sjálfkrafa eftir vistun þess.

Sérsniðin muvees búin til

1 Í aðalskjá Leikstjóri skaltu velja Sérsn. muvee. 2 Veldu innskotin sem þú vilt nota í muvee-inu
í Myndinnskot, Mynd, Stíll eða Tónlist. Þegar þú hefur valið myndinnskotin og myndirnar skaltu velja Valkostir > Frekari valkostir til að ákveða í hvaða röð skrárnar skuli spilaðar. Veldu skrána sem þú vilt færa með því að ýta á skruntakkann. Finndu svo skrána sem merkta skráin á að fara í og ýttu á skruntakkann. Til að klippa myndinnskotin skaltu velja Valkostir >
Veldu hluta. Sjá ‘Efni valið’, á bls. 64.
Í Skilaboð getur þú bætt opnunar- og lokakveðju við muvee.
3 Veldu Búa til muvee og eitthvað af eftirfarandi:
Margmiðlunarboð—til að gera lengdina heppilega
til sendingar með MMS.
Sjálfvirkt val—til að láta allar myndirnar og
myndinnskotin sem voru valin fylgja með.
Sama og tónlist—til að láta muvee vara jafn lengi
og tónlistarinnskotið sem var valið.
Notandi skilgreinir—til að ákveða lengd muvee.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Myndaforrit
63
Page 64
4 Veldu Valkostir > Vista.
Til að forskoða sérsniðið muvee áður en þú vistar það skaltu opna Forskoða muvee skjáinn og velja Valkostir >
Spila.
Veldu Valkostir > Endurgera til að búa til nýtt sérsniðið
Myndaforrit
muvee með sömu stillingum.
Efni valið
Þegar þú hefur valið myndir og myndinnskot fyrir muvee getur þú klippt þessi innskot til. Veldu Valkostir > Frekari
valkostir > Valkostir > Veldu hluta. Þú getur valið þá
kafla myndinnskotsins sem þú vilt að verði með, eða þá sem þú vilt ekki að verði með, í muvee. Rennistika fyrir neðan skjáinn sýnir með litum hvaða kaflar eru með, hvaða kaflar eru ekki með, auk hlutlausra kafla: grænn þýðir að kaflinn er með, rauður að hann er ekki með og grár þýðir að kafli sé hlutlaus.
Til að hafa kafla myndinnskots með í muvee skaltu skruna að kaflanum og velja Valkostir > Nota.
Til að hafa kafla myndinnskots ekki með í muvee skaltu skruna að kaflanum og velja Valkostir > Nota ekki.
Til að láta Leikstjóri velja eða hafna kafla myndinnskots af handahófi skaltu skruna að kaflanum og velja
Valkostir > Merkja s. hlutlaust.
Veldu Valkostir > Undanskilja bil til að taka út ramma myndinnskots.
Til að láta Leikstjóri velja eða hafna köflum úr myndinnskoti af handahófi velurðu Valkostir >
Merkja allt s. hlutl..

Stillingar

Veldu Stillingar til að breyta eftirfarandi stillingum:
Minni í notkun—Veldu hvar muvees eru vistuð. Upplausn —Veldu upplausn fyrir muvees. Sjálfg. nafn muvee—Tilgreindu sjálfgefið heiti fyrir
muvees.
64
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 65

Skilaboð

Ýttu á takkann og opnaðu Skilaboð. Í Skilaboð getur þú búið til, sent, tekið á móti, skoðað, breytt og skipulagt textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, tölvupóstskeyti og sérstök textaskilaboð sem innihalda gögn. Þú getur einnig tekið við skilaboðum og gögnum um Bluetooth-tengingu, tekið við vefþjónustuboðum, skilaboðum frá endurvarpa og sent þjónustuskipanir.
Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir
geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Þegar þú opnar Skilaboð sérðu Ný skilaboð valkostinn auk lista með möppum:
Innhólf—Inniheldur móttekin skilaboð, utan
tölvupósts og skilaboða frá endurvarpa. Tölvupóstskeyti eru vistuð í Pósthólf.
Mínar möppur—Til að flokka skilaboð í möppur.
Pósthólf—Í Pósthólf getur þú tengst við ytra
pósthólfið þitt til að sækja nýjan tölvupóst eða skoða tölvupósts sem þú hefur áður sótt án tengingar. Sjá ‘Tölvupóstur’, á bls. 78.
Uppköst—Inniheldur drög að skilaboðum sem hafa
ekki verið send.
Sendir hlutir—Inniheldur síðustu 20 skilaboðin
sem voru send, fyrir utan þau sem hafa verið send um Bluetooth-tengingu. Upplýsingar um hvernig á að breyta fjölda vistaðra skilaboða er að finna í ‘Annað stillingar’ ábls. 80.
Úthólf—Er tímabundinn geymslustaður skilaboða
sem bíða þess að verða send.
Tilkynningar ( )—Það er hægt að biðja símkerfið
um að senda skilatilkynningar fyrir send texta- og margmiðlunarskilaboð. Ekki er víst að hægt sé að fá skilatilkynningar fyrir margmiðlunarskilaboð sem hafa verið send á tölvupóstfang.
Ábending! Þegar þú opnar einhverja af þessum
möppum getur þú skipt á milli þeirra með því að styðja á eða .
Til að slá inn og senda þjónustubeiðnir (einnig þekktar sem USSD-skipanir) til þjónustuveitunnar, líkt og skipanir um að virkja sérþjónustu, skaltu velja Valkostir >
Þjónustuskipun í aðalskjá Skilaboð.
Með Upplýs. frá endurvarpa getur þú fengið skilaboð frá þjónustuveitunni um mismunandi efni, líkt og veður og umferð. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá upplýsingar um hvaða efni eru í boði og efnisnúmer þeirra.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Skilaboð
65
Page 66
Í aðalskjá Skilaboð skaltu velja Valkostir > Upplýs. frá
endurvarpa. Í aðalskjánum getur þú séð stöðu efnis,
númer þess, heiti og hvort það hefur verið merkt sem ( ) til að fylgja því eftir.
Skilaboð
Valkostirnir í Upplýs. frá endurvarpa eru Opna,
Gerast áskrifandi/Hætta í áskrift, Sérmerkja/Fjarl. sérmerkingu, Efni, Stillingar, Hjálp og Hætta.
Ekki er hægt að fá upplýsingar frá endurvarpa í UMTS­símkerfum. Pakkagagnatenging getur valdið því að upplýsinga frá endurvarpa berast ekki.

Textaritun

Hefðbundin textaritun

og merkja hástafi og lágstafi. merkir að fyrsti stafur orðsins verður ritaður með hástaf og að allir aðrir stafir verða sjálfkrafa ritaðir með lágstöfum.
merkir tölustafi.
vísirinn sést efst til hægri á skjánum þegar þú slærð
inn texta með hefðbundnum hætti.
• Styddu endurtekið á takka ( ) þangað til
bókstafurinn sem þú vilt nota birtist. Hver takki inniheldur fleiri stafi en þá sem eru prentaðir á hann.
• Til að fá fram tölustaf skaltu halda takkanum inni.
• Til að skipta á milli bókstafa og tölustafa skaltu halda inn takkanum.
• Ef næsti stafur er á sama takka og stafurinn sem þú varst að slá inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist (eða styðja á til að til að geta slegið stafinn strax inn) og slá inn stafinn.
• Styddu á til að eyða staf. Það er hægt að eyða fleiri en einum staf með því að halda inni takkanum.
• Algengustu greinarmerki eru á takkanum. Í hvert sinn sem stutt er á takkann birtist nýtt greinarmerki. Styddu á til að opna lista yfir sérstafi. Notaðu til að fletta í gegnum listann og styddu á Velja til að velja staf.
• Styddu á til að setja inn bil. Styddu þrisvar sinnum á ef þú vilt færa bendilinn í næstu línu.
• Styddu á til að skipta á milli stafagerða (samsetningar há- og lágstafa).

Flýtiritun—Orðabók

Það er hægt að slá inn stafi með því að ýta aðeins einu sinni á hvern takka. Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í. Þegar orðabókin er orðin full er elsta orðinu sem var sett inn í hana skipt út þegar nýtt orð er sett inn.
66
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 67
1 Til að kveikja á
flýtirituninni skaltu styðja á og velja Orðabók
virk. Þá er kveikt á
flýtirituninni í öllum ritlum símans. táknið birtist efst til hægri á skjánum þegar þú notar flýtiritun til að skrifa texta.
2 Styddu á takkana til að slá inn orðið sem þú
vilt. Styddu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Styddu t.d. á fyrir N, fyrir o, fyrir k,
fyrir i og fyrir a til að skrifa Nokia þegar enska orðabókin hefur verið valin. Tillagana að orðinu breytist í hvert skipti sem stutt er á takka.
3 Þegar þú klárar að skrifa orðið og það er rétt skaltu
styðja á til að staðfesta það, eða á til að setja inn bil. Ef orðið er ekki rétt skaltu styðja endurtekið á til að skoða önnur orð sem orðabókin fann, eða velja og T9-orðabók > Finna svipað. Ef ? birtist aftan við orðið inniheldur orðabókin ekki orðið sem þú vildir slá inn. Orði er bætt inn í orðabókina með því að velja Stafa, slá inn orðið á venjulegan hátt og velja síðan Í lagi. Þá er orðinu
bætt inn í orðabókina. Þegar orðabókin er orðin full er elsta orðinu sem var sett inn í hana skipt út fyrir nýjasta orðið.
4 Byrjaðu að skrifa næsta orð.
Ábending! Hægt er að kveikja eða slökkva á
flýtirituninni með því að styðja tvisvar sinnum snöggt á takkann.
Ábendingar um flýtiritun
Styddu á takkann til að eyða staf. Haltu takkanum inni til að fjarlægja fleiri en einn staf.
Styddu á til að skipta á milli stafagerða. Slökkt er á flýtirituninni með því að styðja tvisvar sinnum snöggt á takkann.
Ábending! Flýtiritun reynir að giska á hvaða algenga
greinamerki (.,?!‘) á best við. Röð og val greinarmerkja fer eftir tungumáli orðabókarinnar.
Til að slá inn tölustaf þegar þú slærð inn bókstafi skaltu halda viðkomandi tölutakka inni.
Haltu inni takkanum til að skipta á milli tölu­og bókstafa.
Algengustu greinarmerki eru á takkanum. Styddu á og síðan endurtekið á til að finna það greinarmerki sem þú vilt nota.
Haltu inni takkanum til að opna lista yfir sérstafi.
Skilaboð
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
67
Page 68
Styddu endurtekið á til að skoða þau samsvarandi orð sem orðabókin hefur fundið.
Styddu á , veldu Orðabók og styddu á til að velja einn af eftirfarandi valkostum:
Skilaboð
Finna svipað—Til að skoða lista orðum sem passa við
þá takka sem þú studdir á.
Bæta í orði—Til að bæta orði í orðabókina með
hefðbundinni ritun. Þegar orðabókin er orðin full er elsta orðinu sem var sett inn í hana skipt út fyrir nýjasta orðið.
Breyta orði—Til að breyta orði með hefðbundinni ritun.
Hægt er að nota þennan valkost þegar orð er undirstrikað (virkt).
Ábending! Þegar þú styður á birtast
eftirfarandi valkostir (fer eftir valinni stillingu):
Orðabók (flýtiritun), Bókstafahamur (hefðbundin
ritun), Talnahamur, Klippa úr (þegar texti hefur verið valinn), Afrita (þegar texti hefur verið valinn), Líma (þegar texti hefur verið klipptur eða afritaður fyrst),
Slá inn tölu, Slá inn tákn og Tungumál texta:
(breytir innsláttartungumálinu í öllum ritlum símans).
Ritun samsettra orða
Sláðu inn fyrri hluta samsetts orðs og staðfestu það með því að styðja á . Sláðu inn seinni hluta orðsins. Styddu á til að setja inn bil og klára þannig orðið.
Slökkt á flýtiritun
Styddu á og veldu Orðabók > Óvirk til að slökkva á flýtirituninni í öllum ritlum símans.

Afritun texta á klemmuspjald

1 Haltu takkanum inni til að velja stafi og orð.
Styddu á sama tíma á eða . Textinn er auðkenndur um leið og valið færist.
2 Til að afrita textann á klemmuspjaldið skaltu
halda inni takkanum og styðja á Afrita.
3 Til að setja textann inn í skjal skaltu halda inni
takkanum og velja svo Líma eða styðja einu sinni á og velja Líma. Haltu inni takkanum til að velja textalínur. Styddu á sama tíma á eða . Styddu á . til að eyða valda textanum úr skjalinu.

Ritun og sending skilaboða

Útlit margmiðlunarskilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
68
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 69
Ábending! Þú getur búið til skilaboð í öllum forritum sem hafa valkostinn Senda. Veldu skrá (mynd eða texta) sem þú vilt bæta inn í skilaboðin og síðan Valkostir >
Senda.
Til að geta búið til margmiðlunarskilaboð eða skrifað tölvupóst verða réttar tengistillingar að vera fyrir hendi. Sjá ‘Móttaka stillinga fyrir MMS- og tölvupósts’, bls. 70 og ‘Tölvupóstur’, bls. 78.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS­skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.
1 Veldu Ný skilaboð. Þá opnast listi yfir mismunandi
gerðir skilaboða.
SMS—til að senda textaskilaboð (SMS). Margmiðlunarboð—til að senda margmiðlunarskilaboð
(MMS).
Tölvupóst—til að senda tölvupóst. Ef þú hefur ekki
sett upp tölvupóstfang er beðið um að þú gerir það.
2 Styddu á til að velja viðtakendur eða hóp
viðtakenda úr tengiliðum, eða sláðu inn símanúmer eða tölvupóstfang viðtakandans. Styddu á til að bæta við semíkommu (;) sem skilur að viðtakendurna. Einnig er hægt að afrita og líma númer eða tölvupóstföng af klemmuspjaldinu.
Ábending! Skrunaðu að tengilið og styddu á
til að merkja hann. Það er hægt að merkja marga viðtakendur í einu.
3 Styddu á til að fara í textasvæði skilaboðanna. 4 Skrifaðu skilaboðin. 5 Til að setja inn hlut (skrá) í margmiðlunarskilaboð
skaltu velja Valkostir > Setja inn hlut > Mynd,
Hljóðinnskot eða Myndinnskot. Þegar hljóðskrá hefur
verið sett í skilaboðin sést táknið í stöðustikunni. Það er ekki hægt að senda myndinnskot sem eru vistuð á .mp4 sniði í margmiðlunarskilaboðum. Upplýsingar um hvernig á að breyta því á hvaða sniði hreyfimyndir eru vistaðar er að finna í ‘Stillingar fyrir hreyfimyndir’, á bls. 53.
6 Til að taka nýja mynd
eða taka upp hljóð eða hreyfimynd fyrir margmiðlunarskilaboð skaltu velja Setja inn
nýja > Mynd, Hljóðinnskot eða Myndinnskoti. Veldu Skyggnu til að bæta
nýrri skyggnu í skilaboðin.
Skilaboð
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
69
Page 70
Veldu Valkostir > Forskoða til að sjá hvernig margmiðlunarskilaboðin líta út.
7 Til að setja viðhengi í tölvupóst skaltu velja
Skilaboð
Valkostir > Bæta í > Mynd, Hljóðinnskoti, Myndinnskoti eða Minnismiða. Viðhengi í tölvupósti
eru auðkennd með tákninu í stöðustikunni.
Ábending! Til að senda skrár sem viðhengi
(fyrir utan hljóðskrár og minnismiða) skaltu opna viðeigandi forrit og velja Senda > Með tölvupósti (ef sá valkostur er í boði).
8 Skilaboð eru send með því að velja Valkostir > Senda
eða styðja á .
Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn og stafir úr sumum tungumálakostum, eins og kínversku, taka meira pláss sem takmarkar þann fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum. Í upplýsingaröndinni sést lengdarvísir boðanna sem telur aftur á bak. Til dæmis merkir 10 (2) að enn er hægt að bæta við 10 stöfum til að senda boðin sem tvenn boð.
Til athugunar: Tölvupóstur færist sjálfkrafa í
Úthólf áður en hann er sendur. Ef sending mistekst
er tölvupósturinn áfram í Úthólf þar sem hann er merktur sem Mistókst.
Ábending! Í Skilaboð getur þú líka búið til kynningar
og sent þær í margmiðlunarskilaboðum. Þegar þú skrifar margmiðlunarskilaboð skaltu velja Valkostir >
Búa til kynningu (sést aðeins ef MMS-hamur er
stillt á Með viðvörunum eða Allt). Sjá ‘Margmiðlunarskilaboð’, á bls. 77.
Ábending! Þegar þú sendir margmiðlunarskilaboð
á tölvupóstfang eða í tæki sem styður stórar móttöku stórra mynda skaltu nota stærri gerðir mynda. Ef þú ert ekki viss um hvort móttökutækið eða símkerfið styðji sendingu stórra skráa er mælt með því að þú sendir aðeins minni gerðir mynda eða hljóðinnskot sem eru ekki lengri en 15 sekúndur. Til að breyta stillingunni skaltu velja Valkostir > Stillingar > Margmiðlunarboð >
Stærð myndar íaðalskjáSkilaboð.
Móttaka stillinga fyrir MMS­og tölvupósts
Þú getur fengið stillingar sendar í textaskilaboðum frá símafyrirtækinu þínu eða þjónustuveitu. Sjá ‘Gögn og stillingar’, á bls. 72.
Símafyrirtækið eða þjónustuveitan gefa upplýsingar um þá gagnaþjónustu sem er í boði og áskriftina. Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar.
70
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 71
MMS-stillingar slegnar inn handvirkt:
1 Opnaðu Verkfæri > Stillingar > Samband >
Aðgangsstaðir og tilgreindu stillingarnar
fyrir aðgangsstað margmiðlunarskilaboða. Sjá ‘Tengistillingar’, á bls. 110.
2 Opnaðu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Margmiðlun-arskilaboð > Aðg.staður í notkun og
veldu að nota aðgangsstaðinn sem þú bjóst til sem aðaltengingu. Sjá einnig ‘Margmiðlunarskilaboð’, á bls. 77.
Áður en þú getur sent, tekið á móti, sótt, svarað og framsent tölvupóst verðurðu að gera eftirfarandi:
• Samstilla internetaðgangsstað (IAP) á réttan hátt. Sjá ‘Tengistillingar’, á bls. 110.
• Tilgreina tölvupóstsstillingarnar á réttan hátt. Sjá ‘Tölvupóstur’, á bls. 78. Þú verður að vera með tölvupóstreikning. Fylgdu leiðbeiningunum frá ytra pósthólfinu þínu og internetþjónustuveitunni (ISP).

Innhólf—móttaka skilaboða

Innhólf tákn: —ólesin skilaboð í Innhólf; — ólesin
textaskilaboð; —ólesin margmiðlunarskilaboð; — gögn móttekin með Bluetooth.
Þegar þú færð skilaboð birtist táknið ásamt textanum 1 ný skilaboð. Veldu Sýna til að opna skilaboðin. Til að opna skilaboð í Innhólf skaltu velja þau og styðja á .

Margmiðlunarskilaboð

Mikilvægt: Farðu varlega þegar skilaboð eru opnuð.
Hlutir í margmiðlunarboðum geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Þú getur fengið tilkynningu um að einhver hafi sent þér margmiðlunarskilaboð sem hafa verið vistuð í margmiðlunarboðamiðstöðinni. Veldu Valkostir > Sækja til að koma á pakkagagnatengingu til að flytja skilaboðin í símann.
Skilaboð
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
71
Page 72
Þegar þú opnar margmiðlunarskilaboð ( ) getur þú séð mynd og texta og á sama tíma hlustað á hljóð í hátalaranum ( birtist ef margmiðlunarskilaboðin innihalda hljóð). Smelltu með örinni á táknið til að
Skilaboð
hlusta á hljóðið. Til að sjá hvaða hluti margmiðlunarskilaboð innihalda
skaltu opna skilaboðin og velja Valkostir > Hlutir. Þú getur valið að vista skrá í margmiðlunarskilaboðum í símanum þínum eða sent hana um Bluetooth-tengingu (t.d., í samhæft tæki).
Veldu Valkostir > Spilun kynningar til að skoða mótteknar margmiðlunarkynningar.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.

Gögn og stillingar

Síminn getur tekið við margs konar textaskilaboðum sem innihalda gögn (einnig kölluð ljósvakaboð (OTA)).
Skilaboð um samskipan—Þú getur fengið þjónustunúmer
textaskilaboða, talhólfsnúmer, internetaðgangsstaði, stillingar innskráningar á aðgangsstaði eða tölvupóststillingar frá símafyrirtækinu þínu, þjónustuveitu eða upplýsingadeild fyrirtækis í samstillingarboðum. Stillingarnar eru vistaðar með því að velja Valkostir >
Vista alla.
Nafnspjald—Til að vista upplýsingarnar í Tengiliðir skaltu
velja Valkostir > Vista nafnspjald. Vottorð og hljóðskrár sem fylgja með nafnspjöldum eru ekki vistaðar.
Hringitónn—Veldu Valkostir > Vista til að vista
hringitóninn.
Skjátákn símafyrirt.—Til að birta táknið þegar síminn
er í bið í stað skjátákns símafyrirtækisins skaltu velja
Valkostir > Vista. Dagbókaratriði—Til að vista boðið skaltu velja Valkostir >
Vista í dagbók. Vefskilaboð—Til að vista bókamerki í bókamerkjunum
þínum í Vef skaltu velja Valkostir > Bæta við bókamerki. Veldu Valkostir > Vista alla til að vista gögn ef skilaboð innihalda bæði stillingar fyrir aðgangsstaði og bókamerki.
Tilkynning um tölvupóst—Segir til um fjölda nýrra
tölvupóstskeyta í ytra pósthólfinu. Ítarlegri tilkynning kann að innihalda nákvæmari upplýsingar.
Ábending! Ef þú færð vCard-skrá með mynd
í viðhengi er myndin vistuð í tengiliðum.

Vefþjónustuboð

Vefþjónustuboð, ( ), eru tilkynningar (líkt fréttafyrirsagnir) sem geta innihaldið texta eða tengil. Nánari upplýsingar um framboð og áskrift fást hjá þjónustuveitu.
72
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 73

Mínar möppur

Í Mínar möppur getur þú flokkað skilaboðin þín í möppur, búið til nýjar möppur, breytt heiti mappa og eytt möppum.
Ábending! Þú getur notað texta í möppunni fyrir
skjalasnið til að komast hjá því að endurskrifa skilaboð sem þú sendir oft.
Veldu til að tengjast pósthólfinu og ná í fyrirsagnir tölvupósts eða texta þeirra. Þegar þú skoðar tölvupóst meðan á tengingu stendur ertu stöðugt í sambandi við ytra pósthólfið með gagnapakkatengingu. Sjá einnig ‘Tengistillingar’, á bls. 110.
Veldu Nei til skoða tölvupóst sem þú hefur sótt áður án þess að tengjast við miðlarann. Þegar þú skoðar tölvupóst án tengingar er síminn ekki tengdur við ytra pósthólfið.
Skilaboð

Pósthólf

Ef þú velur Pósthólf og hefur ekki sett upp tölvupóstsreikning er beðið um að þú gerir það. Sjá ‘Tölvupóstur’, á bls. 78. Þegar þú býrð til nýtt pósthólf kemur heitið sem þú gefur því í stað Pósthólf í aðalskjá
Skilaboð valmyndarinnar. Það er hægt að hafa allt að
sex pósthólf.

Pósthólfið opnað

Þegar þú opnar pósthólf getur þú valið á milli þess að tengjast við tölvupóstmiðlarann eða skoða tölvupóst og fyrirsagnir tölvupósts sem þú hefur áður sótt án þess að tengjast.
Þegar þú velur pósthólfið þitt og styður á spyr síminn hvort þú viljir Tengjast pósthólfi?

Tölvupóstur sóttur

Til að tengjast við ytra pósthólf skaltu velja
Valkostir > Tengja.
Mikilvægt: Farðu varlega þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstboð geta innihaldið skaðlegan hugbúnað skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
1 Veldu Valkostir > Sækja tölvupóst þegar þú hefur
komið á tengingunni við ytra pósthólfið.
Nýjan—til að flytja öll ný tölvupóstskeyti í símann. Valinn—til að sækja aðeins þau tölvupóstskeyti sem
hafa verið merkt.
Allan—til að sækja öll tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
Það er hægt að hætta við að sækja tölvupóst með því að velja Hætta við.
2 Þegar þú hefur sótt tölvupóstinn geturðu haldið
áfram að skoða hann án þess að aftengjast, eða
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
73
Page 74
valið Valkostir > Aftengja til að aftengjast og skoða tölvupóstinn án tengingar. Stöðutákn fyrir tölvupóst:
Skilaboð
Nýr tölvupóstur (með eða án tengingar):
efnið hefur ekki verið flutt í símann.
Nýr tölvupóstur: efnið hefur verið flutt í símann.
Tölvupósturinn hefur verið lesinn. Tölvupóstfyrirsögn hefur verið lesin
og efni tölvupóstsins verið eytt úr símanum.
3 Styddu á til að opna tölvupóst. Ef tölvupóstskeyti
hefur ekki verið sótt (ör í tákninu beinist út) og tengingin er ekki virk er spurt hvort þú viljir flytja skeytið úr pósthólfinu.
Til skoða viðhengi skaltu opna skeyti sem hefur tákn um að það innihaldi viðhengi og velja Valkostir >
Viðhengi. Ef táknið fyrir viðhengið er dekkt hefur
viðhengið ekki verið flutt í símann. Til að sækja það skaltu velja Valkostir > Sækja. Í skjánum Viðhengi getur þú sótt, opnað, vistað eða eytt viðhengjum. Það er einnig hægt að senda viðhengi með Bluetooth.
Ábending! Ef pósthólfið þitt notar IMAP4
samskiptareglur getur þú valið hversu mörg skeyti þú vilt sækja og hvort það eigi einnig að sækja viðhengin. Með POP3-samskiptareglunni eru valkostirnir: Aðeins
hausar, Að hluta til (kB) og Sk.boð & viðhengi
Tölvupóstur sóttur sjálfkrafa
Til að sækja tölvupóst sjálfkrafa skaltu velja Valkostir >
Stillingar tölvupósts > Sjálfvirk tenging > Síðuhausar sóttir. Veldu Alltaf virk eða Eing. á heimas.k. og
tilgreindu hvenær og hversu oft á að sækja tölvupóstinn. Það að sækja tölvupóst sjálfkrafa getur hækkað
símtalskostnað þinn vegna gagnaflutninga.

Tölvupósti eytt

Til að eyða tölvupósti úr símanum en geyma hann samt áfram í ytra pósthólfinu skaltu velja Valkostir > Eyða. Í Eyða skilaboðum úr: skaltu velja Síma eingöngu.
Síminn speglar tölvupóstfyrirsagnirnar í ytra pósthólfinu. Það merkir að þó að sv o efni tölvupóst s sé eytt er fyrirsögn hans áfram í símanum. Ef þú vilt einnig eyða fyrirsögnum þarftu fyrst að eyða tölvupóstinum úr ytra pósthólfinu og síðan að koma aftur á tengingu milli símans og ytra pósthólfsins til að uppfæra stöðuna.
Ábending! Til að afrita tölvupóst úr ytra pósthólfinu í
möppu í Mínar möppur skaltu velja Valkostir > Afrita
í möppu, þá möppu af listanum og að lokum Ílagi.
Til að eyða tölvupósti úr símanum og ytra pósthólfinu skaltu velja Valkostir > Eyða Í Eyða skilaboðum úr: skaltu velja Síma og miðlara.
74
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 75
Ef tengingin er ekki virk er tölvupóstinum fyrst eytt úr símanum. Honum er svo sjálfkrafa eytt úr ytra pósthólfinu þegar þú tengist næst við það. Ef þú notar POP3­samskiptareglur er tölvupóstur sem eru merktur til eyðingar ekki fjarlægður fyrr en tenging við pósthólfið er rofin.
Til að hætta við að eyða tölvupósti úr símanum og af miðlara skaltu skruna að tölvupóstinum sem hefur verið merktur til eyðingar við næstu tengingu ( ) og velja
Valkostir > Afturkalla.

Tenging við pósthólf rofin

Þegar tenging er virk skaltu velja Valkostir > Aftengja til að rjúfa pakkagagnatengingu við ytra pósthólf.
Ábending! Þú getur einnig haldið
pósthólfstengingunni opinni og þá er tölvupóstur (Aðeins hausar er sjálfgefin stilling) fluttur sjálfkrafa úr ytra pósthólfinu í símann (þó einungis ef miðlarinn styður IMAP IDLE-aðgerðina). Styddu tvisvar sinnum á
ef þú vilt hafa skilaboðaforritið opið í bakgrunni. Það að hafa tenginguna opna getur hækkað símtalskostnað þinn vegna gagnaflutninga.
Tölvupóstur skoðaður án tengingar
Þegar þú opnar Pósthólf næst og vilt skoða og lesa tölvupóst án þess að tengjast við ytra pósthólfið skaltu svara Nei við spurningunni Tengjast pósthólfi?. Þú getur
lesið fyrirsagnir og texta tölvupóst sem þú hefur áður sótt. Þú getur líka skrifað nýjan tölvupóst og svarað eða framsent tölvupósti sem er sendur næst þegar þú tengist pósthólfinu.

Úthólf—skilaboð bíða sendingar

Úthólf er tímabundinn geymslustaður skilaboða sem
bíða þess að verða send. Staða skilaboða í Úthólf er:
Sendir—Verið er að koma á tengingu og skilaboðin
verða send.
Í bið/Í bið—skilaboðin verða send þegar fyrri skilaboð af
sömu gerð hafa verið send.
Senda aftur kl.... (tími)—Síminn reynir að senda
skilaboðin aftur eftir ákveðinn tíma. Veldu Senda til að senda skilaboðin strax.
Seinkað—Þú getur sett skilaboð í bið þegar þau eru í Úthólf. Veldu skilaboðin sem er verið að senda og svo Valkostir > Seinka sendingu.
Mistókst—Hámarksfjölda sendingartilrauna hefur verið
náð. Sendingin mistókst. Ef þú varst að reyna að senda textaskilaboð skaltu opna skilaboðin og ganga úr skugga um að sendikostirnir séu réttir.
Skilaboð
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
75
Page 76
Dæmi: Skilaboð eru t.d. sett í úthólfið þegar síminn
er utan þjónustusvæðis. Þú getur einnig beðið um að tölvupóstskeyti verði send næst þegar þú tengist við ytra pósthólf.
Skilaboð

Skilaboð á SIM-korti skoðuð

Áður en þú getur skoðað skilaboð á SIM-korti þarftu að afrita þau í möppu í símanum.
1 Í aðalskjá Skilaboð skaltu velja Valkostir > SIM-
skilaboð.
2 Veldu Valkostir > Merkja/afmerkja > Merkja eða
Merkja allt til að merkja skilaboð.
3 Veldu Valkostir > Afrita. Þá opnast listi yfir möppur. 4 Veldu möppu og svo Í lagi til að hefja afritunina.
Opnaðu möppuna til að skoða skilaboðin.

Stillingar skilaboða

Textaskilaboð

Veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar > SMS.
Skilaboðamiðstöðvar—Birtir lista yfir allar
textaskilaboðamiðstöðvar sem hafa verið tilgreindar.
Skb.miðstöð í notkun—Veldu hvaða skilaboðmiðstöð
þú vilt nota til að senda textaskilaboð.
Fá tilkynningu ( )—Til að láta símkerfið senda
skilatilkynningar fyrir skilaboðin þín. Þegar Nei er valið sést aðeins staðan Send í notkunarskránni. Sjá ‘Notkunarskrá’, á bls. 36.
Gildistími skilaboða—Ef ekki er hægt að ná í viðtakanda
skilaboða innan ákveðins tíma er skilaboðunum eytt úr textaboðmiðstöðinni. Símkerfið verður að styðja þessa aðgerð. Hámarkstími er leyfilegur hámarkstími símkerfisins.
Skilaboð send sem—Ekki breyta þessum valkosti nema
vera viss um að skilaboðamiðstöðin geti umbreytt textaskilaboðum í sniðið sem þú vilt velja. Hafðu samband við símafyrirtækið þitt.
Æskileg tenging—Þú getur sent textaskilaboð um
venjulegt GSM-símkerfi eða með pakkagögnum, ef símkerfið styður það. Sjá ‘Tengistillingar’, á bls. 110.
Svar um sömu miðst. ()Veldu Já, ef þú vilt að
svarskilaboðin verði send um sama símanúmer textaboðamiðstöðvarinnar.
Nýrri textaboðamiðstöð bætt við
1 Veldu Skilaboðamiðstöðvar > Valkostir >
Ný skilab.miðstöð.
2 Styddu á , skrifaðu heiti skilaboðamiðstöðvarinnar
og veldu Í lagi.
76
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 77
3 Styddu á og og skrifaðu númer
textaboðamiðstöðvarinnar. Þjónustuveita lætur þér þetta númer í té.
4 Veldu Í lagi. 5 Til að nota nýju stillingarnar skaltu fara aftur
í stillingaskjáinn. Veldu Skb.miðstöð í notkun og svo nýju skilaboðamiðstöðina.

Margmiðlunarskilaboð

Veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Margmiðlunarboð. Stærð myndar—Veldu myndastærðina í
margmiðlunarskilaboðum. Valkostirnir eru Upprunaleg (aðeins birt þegar MMS-hamur er stillt á Með
viðvörunum eða Allt), Lítil og Stór. Veldu Upprunaleg
til að auka stærð margmiðlunarskilaboða.
MMS-hamur—Ef þú velur Með viðvörunum lætur síminn
þig vita ef þú reynir að senda skilaboð sem ekki er víst að viðtökutæki styðji. Ef Takmarkað er valið hindrar síminn þig í að senda óstudd skilaboð.
Aðg.staður í notkun (Þarf að skilgr.)—Veldu hvaða
aðgangsstaður er notaður sem tenging við margmiðlunarskilaboðamiðstöðina.
Móttaka margmiðl.—Veldu hvernig þú vilt taka á móti
margmiðlunarskilaboðum. Veldu Sjálfvirk í heimakerfi til að taka sjálfkrafa á móti margmiðlunarskilaboðum á heimasímkerfi. Utan heimasímkerfisins mun tilkynning berast um að þú hafir móttekið margmiðlunarskilaboð sem hafa verið vistuð í margmiðlunarboðamiðstöðinni. Þú getur valið hvort þú vilt sækja skilaboðin í símann þinn.
Utan símkerfisins þíns getur sending og móttaka margmiðlunarboða kostað þig meira.
Ef þú velur Móttaka margmiðl. > Alltaf sjálfvirk, mun síminn sjálfkrafa koma á virkri pakkagagnatengingu til að sækja skilaboðin bæði innan og utan símkerfisins þíns.
Leyfa nafnl. skilaboð—Veldu Nei ef þú vilt hafna
skilaboðum frá óþekktum sendanda.
Fá auglýsingar—Veldu hvort þú vilt taka á móti
auglýsingum í margmiðlunarboðum eða ekki.
Tilkynning um skil ()Veldu Já ef þú vilt að
staða sendra skilaboða sé sýnd í notkunarskránni. Hugsanlega geturðu ekki fengið skilatilkynningar um margmiðlunarskilaboð sem hafa verið send á tölvupóstfang.
Neita sendingu tilk.—Veldu ef þú vilt ekki að
síminn sendi skilatilkynningar vegna móttekinna margmiðlunarskilaboða.
Skilaboð
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
77
Page 78
Gildistími skilaboða—Ef ekki næst í viðtakanda skilaboða
innan ákveðins tíma eru skilaboðin fjarlægð úr miðstöð margmiðlunarskilaboða. Símkerfið verður að styðja þessa aðgerð. Hámarkstími er leyfilegur hámarkstími
Skilaboð
símkerfisins.
Ábending! Þú getur einnig fengið margmiðlunar-
og tölvupóststillingar frá þjónustuveitunni þinni í samskipanaboðum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar. Sjá ‘Gögn og stillingar’, á bls. 72.

Tölvupóstur

Veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar > Tölvupóstur eða veldu Valkostir > Stillingar tölvupósts í aðalskjá pósthólfsins og eitthvað af eftirfarandi:
Pósthólf í notkun—Veldu hvaða pósthólf þú vilt nota
til að senda tölvupóst.
Pósthólf—Opnar lista yfir tilgreind pósthólf. Ef engin
pósthólf hafa verið valin er beðið um að það sé gert. Veldu pósthólf til að breyta eftirfarandi stillingum:
Stillingar pósthólfs, Notendastillingar og Sjálfvirk tenging.
Stillingar pósthólfs: Nafn pósthólfs—Sláðu inn lýsandi heiti fyrir pósthólfið.
Aðg.staður í notkun (Þarf að skilgr.)—Veldu
internetaðgangsstað (IAP) fyrir pósthólfið. Sjá ‘Tengistillingar’, bls. 110.
Tölvupóstfangið mitt (Þarf að skilgr.)—Sláðu inn
tölvupóstfangið sem þjónustuveitan lét þér í té. Öll svör við skeytunum þínum eru send á það tölvupóstfang.
Miðlari fyrir útpóst (Þarf að skilgr.)—Sláðu inn IP-tölu
eða hýsiheiti póstmiðlarans sem sendir tölvupóstinn þinn. Verið getur að þú getir eingöngu notað útleiðarmiðlara símafyrirtækisins þíns. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Notandanafn—Sláðu inn notandanafn þitt sem
þjónustuveitan þín lætur þér í té.
Lykilorð:—Sláðu inn lykilorðið þitt. Ef þú fyllir ekki út
þennan reit verður beðið um lykilorðið þegar þú reynir að tengjast ytra pósthólfinu.
Miðlari fyrir innpóst (Þarf að skilgr.)—Sláðu
inn IP-tölu eða hýsiheiti miðlarans sem tekur við tölvupóstinum þínum.
Tegund pósthólfs:—Tilgreinir samskiptareglur
tölvupósts sem þjónustuveita ytra pósthólfsins mælir með. Valkostirnir eru POP3 og IMAP4. Þessa stillingu er aðeins hægt að velja einu sinni og þú getur ekki breytt henni eftir að þú hefur vistað eða farið út úr stillingum pósthólfs.
78
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 79
Ef þú notar POP3-samskiptareglur eru skilaboðin ekki uppfærð sjálfkrafa þegar tenging er virk. Til að sjá nýjasta tölvupóstinn þarftu að aftengjast við pósthólfið og tengjast svo aftur.
Öryggi (gáttir)—Notað með POP3-, IMAP4- og SMTP-
samskiptareglum til að tryggja öryggi tengingarinnar við ytra pósthólfið.
Örugg APOP-innskr. (ekki birt ef IMAP4 er valið fyrir Tegund pósthólfs)—Notað með POP3-samskiptareglunni
til að dulkóða sendingar á lykilorðum í ytri tölvupóstmiðlara þegar tengst er við pósthólfið.
Notendastillingar: Senda skilaboð—Tilgreindu hvernig tölvupóstur er sendur
úr símanum þínum. Veldu Strax svo tækið tengist pósthólfinu þegar þú velur Senda tölvupóst. Ef þú velur
Í næstu tengingu, er tölvupóstur sendur þegar tenging
við ytra pósthólfið er til staðar.
Sótt tölvupóstskeyti (sést ekki ef
tölvupóstsamskiptareglunar eru stilltar á POP3)—Veldu hversu margir nýir tölvupóstar eru sóttir í pósthólfið.
Sækja (sést ekki ef tölvupóstsamskiptareglunar eru stilltar
á IMAP4) —Veldu hvaða hluta tölvupóstsins á að sækja:
Aðeins hausar, Að hluta til (kB) eða Sk.boð & viðhengi
Sækja viðhengi (sést ekki ef tölvupóstsamskiptareglunar
eru stilltar á POP3)—Veldu hvort þú vilt sækja tölvupóst með eða án viðhengja.
Möppur í áskrift (sést ekki ef
tölvupóstsamskiptareglurnar eru stilltar á POP3)— Þú getur einnig fengið áskrift að öðrum möppum í ytra pósthólfinu og sótt efni í þessar möppur.
Afrit til sendanda—Veldu til að vista afrit af
tölvupóstinum í ytra pósthólfinu og á tölvupóstfangið sem tilgreint er í Tölvupóstfangið mitt.
Nota undirskrift—Veldu ef þú vilt setja undirskrift í
tölvupóstskeytin þín.
Mitt nafn—Sláðu nafnið þitt inn hér. Nafnið þitt birtist
í stað tölvupóstfangs þíns í síma viðtakandans ef síminn hans styður það.
Sjálfvirk tenging: Síðuhausar sóttir—Þegar þessi aðgerð er virk eru skeyti
sótt sjálfkrafa. Þú getur tilgreint hvenær og hversu oft skeytin eru sótt.
Með því að ræsa Síðuhausar sóttir getur verið að þú hækkir símtalskostnaðinn þinn vegna gagnaflutninga.
Skilaboð
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
79
Page 80

Vefþjónustuboð

Veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Þjónustusk.boð. Veldu hvort þú vilt taka við
Skilaboð
þjónustuboðum. Veldu Hlaða niður skilab. > Sjálfvirk ef þú vilt láta símann ræsa vafrann sjálfkrafa og koma á tengingu við símkerfið til að sækja efni þegar hann móttekur þjónustuboð.

Skilaboð frá endurvarpa

Athugaðu hvaða málefni og tengd efnisnúmer eru tiltæk hjá þjónustuveitunni þinni og veldu Skilaboð >
Valkostir > Stillingar > Uppl. frá endurvarpa til að
breyta stillingunum.
Móttaka—Veldu hvort þú vilt taka við endurvarpsboðum. TungumálÖll gerir þér kleift að taka á móti skilaboðum
frá endurvarpa á öllum studdum tungumálum. Valin gerir þér kleift að velja á hvaða tungumálum þú vilt fá skilaboð frá endurvarpa. Ef þú finnur ekki tungumálið sem þú óskar skaltu velja Önnur.
Greina nýtt efni—Ef þú hefur Greina nýtt efni > á Virkt
leitar síminn sjálfkrafa að nýjum efnisnúmerum og vistar nýju númerin án heitis í málefnalistann. Veldu Óvirkt ef þú vilt ekki sjálfkrafa vista ný efnisnúmer.

Annað stillingar

Veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar > Annað.
Vista send skilaboð—Veldu hvort þú vilt vista afrit af öllum
textaskilaboðum, margmiðlunarskilaboðum eða tölvupósti sem þú sendir í Sendir hlutir möppuna.
Fj. vistaðra skilab.—Tilgreindu hversu mörg send skilaboð
eru vistuð í Sendir hlutir möppunni í einu. Sjálfgefið er að 20 skilaboð séu vistuð í einu. Þegar þeim mörkum er náð er elstu skilaboðunum eytt.
Minni í notkun—Veldu hvaða minni þú vilt vista skilaboðin
þín í: Minni símans eða Minniskort.
Ábending! Ef Minniskort er valið skaltu ræsa
snið engrar tengingar áður en þú opnar rauf minniskortsins eða fjarlægir kortið sjálft. Þegar minniskortið er ekki í símanum eru skilaboð vistuð í minni hans.
Tilkynning um tölvup.—Veldu hvort þú vilt sjá tilkynningar
um nýjan tölvupóst, tón eða texta, þegar pósthólfið móttekur hann.
80
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 81

Dagbók

Flýtivísir: Styddu á einhvern takka ( ) í hvaða
dagbókarskjá sem er. Fundaratriði opnast og stöfunum sem þú slærð inn er bætt inn í Efni reitinn.
Ábending! Taktu reglulega afrit af upplýsingunum
í símanum og settu það á minniskortið. Þú getur sett upplýsingarnar, líkt og dagbókaratriði, aftur yfir í símann síðar. Sjá ‘Verkfæri fyrir minniskort’, á bls. 19.

Dagbókaratriði búin til

1 Styddu á , veldu
Dagbók > Valkostir > Nýtt atriði og svo
eitthvað af eftirfarandi:
Fundur—Til að minna þig
á stefnumót með tiltekinni dagsetningu og tíma.
Minnisatriði—Til að skrifa
almenna færslu fyrir tiltekinn dag.
Afmæli—Til að minna þig á afmæli og aðra
merkisdaga. Færslur fyrir afmælisdaga eru endurteknar á hverju ári.
2 Fylltu út reitina. Notaðu takkann til að fara á
milli reita.
Viðvörun (fundir og afmæli)—Veldu Virk og styddu á
til að fylla út Tími viðvörunar og Dagur
viðvörunar reitina. táknið í dagskjánum táknar
hljóðmerki.
Endurtaka—Styddu á til að breyta atriðinu í
endurtekið atriði ( sést í dagskjánum).
Endurtaka fram til—Þú getur valið lokadagsetningu
fyrir endurtekna atriðið.
Samstilling: Einkamál—eftir samstillingu getur einungis þú séð
dagbókaratriðið þar sem það er falið fyrir öðrum sem hafa netaðgang að dagbókinni.
Opinber—Þeir sem hafa netaðgang að dagbókinni
þinni geta séð atriðið.
Engin—Dagbókaratriðið verður ekki afritað í tölvuna
þína við samstillingu.
3 Veldu Lokið til að vista atriðið.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Dagbók
81
Page 82
Til að slökkva á hljóðmerki skaltu velja Hljótt. Textinn er þó áfram á skjánum. Veldu Stöðva til að slökkva alveg á áminningunni. Veldu Blunda til að stilla á blund.
Dagbók
Ábending! Til að senda dagbókaratriði í samhæfan
síma skaltu velja Valkostir > Senda > Sem SMS, Með
margmiðlun eða Með Bluetooth.
Ábending! Þú getur flutt gögn úr dagbókar- og
verkefnaforritum flestra annarra Nokia síma yfir í símann þinn og samstillt dagbókina þína og verkefni við samhæfa tölvu með Nokia PC Suite. Sjá geisladiskinn sem fylgir símanum.

Minnt á atriði

Þú getur látið símann minna þig á fundi og afmæli.
1 Opnaðu atriðið sem þú vilt láta minna þig á og
veldu Viðvörun > Virk.
2 Veldu Tími viðvörunar og Dagur viðvörunar. 3 Skrunaðu niður að Endurtaka og styddu á til
að velja hversu oft þú vilt að minnt sé á atriðið.
4 Veldu Lokið.
Til að eyða áminningu um atriði skaltu opna það og velja
Viðvörun > Óvirk.

Dagbókarskjáir

Ábending! Veldu Valkostir > Stillingar til að breyta
upphafsdegi vikunnar eða því hvaða skjár birtist þegar þú opnar dagbókina.
Í mánaðarskjánum eru þeir dagar sem atriðum hefur verið bætt við merktir með litlum þríhyrningi neðst í hægra horninu. Í vikuskjánum birtast minnisatriði og afmæli fyrir klukkan 8. Styddu á til að skipta á milli mánaðarskjásins, vikuskjásins og dagskjásins.
Tákn á daga- og vikuskjá:
Minnisatriði Afmæli
Það er ekkert tákn fyrir valkostinn Fundur. Til að opna tiltekinn dag skaltu velja Valkostir > Fara
á dagsetningu, slá inn dagsetninguna og velja Í lagi.
Það er alltaf hægt að velja daginn í dag með því að styðja á .
82
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 83

Dagbókaratriðum eytt

Hægt er að auka laust minni með því að eyða gömlum atriðum í Dagbók forritinu.
Til að eyða nokkrum atriðum í einu skaltu opna mánaðarskjáinn, velja Valkostir > Eyða atriði og svo eitt af eftirfarandi:
Eyða fyrir—Eyðir öllum dagbókaratriðum sem eiga sér stað
fyrir ákveðinn dag.
Öllum atriðum—Eyðir öllum dagbókaratriðum.

Stillingar dagbókarinnar

Til að breyta Viðv.tónn dagbókar, Sjálfvalinn skjár, Fyrsti
dagur viku og Skilgreining á viku skaltu velja Valkostir > Stillingar.
Dagbók
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
83
Page 84

Vefur

Vefur
Ýmsar þjónustuveitur halda úti síðum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir farsímabúnað. Til að opna þessar síður skaltu styðja á og velja Vefur. Á þessum síðum er notað WML (Wireless Markup Language), XHTML (Extensible Hypertext Markup Language) eða HTML (Hypertext Markup Language).
Athuga skal upplýsingar um þjónustu, verðlagningu og gjaldskrá hjá símafyrirtæki eða þjónustuveitu. Þjónustuveitur veita einnig leiðbeiningar um hvernig nota eigi þjónustu þeirra.
Flýtivísir: Til að koma á tengingu skaltu halda
inni takkanum í biðstöðu.

Vefur opnaður

• Vistaðu stillingarnar sem eru nauðsynlegar til að fá aðgang að vefsíðunni sem þú vilt nota. Sjá kaflana ‘Móttaka vafrastillinga’, bls. 84 eða ‘Stillingar færðar inn handvirkt’, bls. 84.
• Komdu á tengingu við vefinn. Sjá ‘Tengingu komið á’, á bls. 85.
• Byrjaðu að vafra um síðurnar. Sjá ‘Vafrað’, á bls. 86.
• Rjúfðu tenginguna við vefinn. Sjá ‘Tenging rofin’, á bls. 88.

Móttaka vafrastillinga

Ábending! Stillingar kunna að vera aðgengilegar
á vefsvæði símafyrirtækis eða þjónustuveitu.
Hægt er að taka við vefþjónustustillingum í sérstökum textaskilaboðum frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni sem heldur úti vefsíðunni. Sjá ‘Gögn og stillingar’, á bls. 72. Hafðu samband við símafyrirtækið þitt eða þjónustuveituna til að fá nánari upplýsingar.

Stillingar færðar inn handvirkt

Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar.
1 Styddu á og veldu Verkfæri > Stillingar >
Samband > Aðgangsstaðir og tilgreindu stillingar fyrir
aðgangsstað. Sjá ‘Tengistillingar’, á bls. 110.
2 Veldu Vefur > Valkostir > Stj. bókamerkja > Bæta við
bókamerki. Sláðu inn heiti fyrir bókamerkið og veffang
síðunnar sem er tilgreind fyrir aðgangsstaðinn í gildi.
3 Til að stilla aðgangsstaðinn sem var búinn til sem
sjálfgefinn aðgangsstað í Vefur skaltu velja Vefur >
Valkostir > Stillingar > Aðgangsstaður.
84
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 85

Bókamerkjaskjár

Útskýring: Bókamerki samanstendur af veffangi
(nauðsynlegt), heiti bókamerkisins, aðgangsstað og, ef vefsíðan krefst þess, notandanafni og lykilorði.
Valkostir í bókamerkjaskjánum eru Opna/Hlaða
niður, Stj. bókamerkja, Merkja/Afmerkja, Valm. í leiðarkerfi, Verkfæri, Frekari möguleikar, Senda, Finna bókamerki, Upplýsingar, Stillingar, Hjálp
og Hætta.
Tækið kann að vera með nokkrum bókamerkjum fyrir setur sem ekki eru tengd Nokia. Nokia hvorki ábyrgist né hvetur til notkunar þessara vefsetra. Ef valið er að heimsækja þessi vefsetur skal beita sömu öryggisráðstöfunum og fyrir öll önnur setur.
Tákn á bókamerkjaskjánum:
Upphafssíðan sem tilgreind er fyrir sjálfgefna aðgangsstaðinn. Ef þú notar annan sjálfgefinn aðgangsstað breytist upphafssíðan í samræmi við hann.
Sjálfvirka bókamerkjamappan inniheldur bókamerki ( ) sem er safnað sjálfkrafa þegar þú skoðar vefsíður. Bókamerkjunum í þessari möppu er raðað sjálfkrafa eftir léni.
Bókamerki sem sýnir heiti eða veffang bókamerkisins.

Bókamerkjum bætt við handvirkt

1 Í bókamerkjaskjánum skaltu velja Valkostir > Stj.
bókamerkja > Bæta við bókamerki.
2 Fylltu út reitina. Aðeins þarf að tilgreina veffangið.
Ef ekki er valinn annar aðgangsstaður er sjálfgefni aðgangsstaðurinn notaður fyrir bókamerkið. Styddu á til að slá inn sérstafi eins og /, ., : og @. Styddu á til að stroka út stafi.
3 Veldu Valkostir > Vista til að vista bókamerkið.

Sending bókamerkja

Veldu bókamerki og síðan Valkostir > Senda > Sem SMS. Styddu á til að senda. Hægt er að senda fleiri en eitt bókamerki í einu.

Tengingu komið á

Þegar þú hefur vistað allar nauðsynlegar tengistillingar geturðu opnað síður.
1 Veldu bókamerki eða sláðu inn veffang í reitinn ( ).
Þegar þú slærð inn veffang birtast þá bókamerki sem passa við það sem þú hefur skrifað fyrir ofan reitinn. Styddu á til að velja rétt bókamerki.
2 Styddu á til að hlaða niður síðunni.
Vefur
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
85
Page 86

Öryggi tenginga

Ef öryggisvísirinn birtist á meðan tenging er virk er
Vefur
gagnasending á milli tækisins og netgáttar eða miðlara dulkóðuð.
Öryggistáknið sýnir ekki að gagnasendingin milli gáttarinnar og efnisþjónsins (eða staðarins þar sem umbeðin tilföng eru geymd) sé örugg. Þjónustuveitan tryggir gagnasendinguna milli gáttarinnar og efnisþjónsins.
Veldu Valkostir > Upplýsingar > Öryggi til að skoða upplýsingar um tenginguna, stöðu dulkóðunar og upplýsingar um miðlara og notandakenni.
Öryggisaðgerðir geta verið nauðsynlegar fyrir tiltekna þjónustu, líkt og bankaþjónustu. Þú þarft öryggisvottorð fyrir slíkar tengingar. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar. Sjá einnig ‘Vottorðastjórnun’, bls. 115.

Vafrað

Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og
sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði
.
Þegar þú ert að vafra eru eftirfarandi valkostir í
boði (fer eftir vefsíðunum sem verið er að skoða)
Opna, Samþykkja, Fjarlægja skrá, Opna í skoðara,
Þjónustuvalkostir, Bókamerki, Vista s. bókamerki, Valm. í leiðarkerfi, Verkfæri, Frekari möguleikar, Sýna myndir, Senda bókamerki, Leita, Upplýsingar, Stillingar, Hjálp og Hætta.
Á vefsíðu eru nýir tenglar undirstrikaðir með bláu og tenglar sem áður hafa verið skoðaðir með fjólubláu. Jaðar mynda sem gegna hlutverki tengla er blár.
Til að opna tengil, merkja í reiti og velja skaltu styðja á .
Flýtivísir: Notaðu til að fara neðst á síðu og
til að fara efst á síðu.
Til að fara til baka um eina síðu þegar þú vafrar skaltu velja
Til baka. Ef Til baka er ekki í boði skaltu velja Valkostir > Valm. í leiðarkerfi > Forsaga til að skoða lista í tímaröð
yfir síður sem þú hefur skoðað. Listinn yfir fyrri síður er hreinsaður í hvert sinn sem hætt er að vafra.
Til að sækja nýjasta efnið af miðlaranum skaltu velja Valkostir > Valm. í leiðarkerfi > Hlaða aftur.
Til að vista bókamerki skaltu velja Valkostir > Vista s.
bókamerki.
Ábending! Til að opna bókamerkjaskjáinn á meðan þú
vafrar skaltu halda inni . Til að fara aftur í vafraskjáinn skaltu velja Valkostir > Aftur að síðu.
86
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 87
Til að vista síðu á meðan þú vafrar skaltu velja Valkostir >
Frekari möguleikar > Vista síðu. Þú getur vistað síður í
minni símans eða á minniskorti og þannig skoðað þær án tengingar. Til að opna síðurnar síðar skaltu styðja á í bókamerkjaskjánum til að opna Vistaðar síður skjáinn.
Til að slá inn nýtt veffang skaltu velja Valkostir > Valm. í
leiðarkerfi > Opna vefsíðu.
Til að opna undirlista með skipunum eða aðgerðum fyrir síðuna sem er opin skaltu velja Valkostir >
Þjónustuvalkostir.
Þú getur hlaðið niður skrám sem ekki eru sýnilegar á vefsíðunni, t.d. hringitónum, myndum, táknmyndum netrekenda, þemum og myndinnskotum. Hlutir sem hlaðið er niður eru meðhöndlaðir af viðeigandi forritum símans. Til dæmis er mynd sem hlaðið hefur verið niður vistuð í
Gallerí.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og
annan hugbúnað frá aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Ábending! Vafrinn safnar bókamerkjum sjálfkrafa
á meðan þú vafrar á milli vefsíðna. Bókamerkin eru vistuð í sjálfvirku bókamerkjamöppunni ( ) og sjálfkrafa flokkuð eftir lénum. Sjá einnig ‘Vefstillingar’, á bls. 89.

Vistaðar síður skoðaðar

Ef þú skoðar oft síður með upplýsingum sem eru sjaldan uppfærðar geturðu vistað þær og skoðað án tengingar. Í skjá vistaðra síðna geturðu einnig búið til möppur þar sem þú getur geymt vistaðar síður.
Valkostir í skjá vistaðra síðna eru Opna, Aftur að
síðu, Hlaða aftur, Vistaðar síður, Merkja/Afmerkja, Valm. í leiðarkerfi, Frekari möguleikar, Upplýsingar, Stillingar, Hjálp og Hætta.
Styddu á í bókamerkjaskjá til að opna skjá vistaðra síðna. Í skjá vistaðra síðna skaltu styðja á til að opna vistaða síðu ( ).
Til að vista síðu á meðan þú vafrar skaltu velja Valkostir >
Frekari möguleikar > Vista síðu.
Til að virkja tengingu við vafraþjónustu og til að hlaða niður nýjustu útgáfu síðunnar skaltu velja Valkostir >
Hlaða aftur. Síminn er áfram tengdur eftir að þú hefur
hlaðið niður síðunni.
Vefur
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
87
Page 88

Niðurhal og kaup á hlutum

Þú getur hlaðið niður hlutum eins og hringitónum,
Vefur
myndum, skjátáknum símafyrirtækis, þemum og myndinnskotum. Sumir þessara hluta eru ókeypis á meðan aðrir eru til sölu. Hlutir sem hlaðið er niður eru meðhöndlaðir af viðeigandi forritum símans. Þannig er ljósmynd sem hlaðið hefur verið niður vistuð í Gallerí.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit
og annan hugbúnað frá aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
1 Til að hlaða niður hlut skaltu skruna að tenglinum
og styðja á .
2 Veldu viðeigandi valkost til að kaupa hlutinn
(t.d. „Kaupa“).
3 Lestu vandlega allar upplýsingar.
Veldu Samþykk. til að halda niðurhali áfram. Veldu Hætta við til að hætta við niðurhal.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.

Tenging rofin

Veldu Valkostir > Frekari möguleikar > Aftengja til að rjúfa tengingu og skoða vefsíðuna þannig, eða
Valkostir > Hætta til að rjúfa tenginguna og loka
vafranum.

Skyndiminni hreinsað

Upplýsingarnar eða þjónustan sem þú fékkst aðgang að eru vistaðar í skyndiminni símans.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef reynt hefur verið að komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða þjónustan sem farið var í varðveitist í skyndiminninu. Til að tæma skyndiminnið, Valkostir >
Frekari möguleikar > Hreinsa skyndiminni.
88
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 89

Vefstillingar

Veldu Valkostir > Stillingar og eitthvað af eftirfarandi:
Aðgangsstaður—Til að breyta sjálfgefnum aðgangsstað
skaltu velja til að opna lista yfir tiltæka aðgangsstaði. Sjá ‘Tengistillingar’, á bls. 110.
Sýna myndir—Til að velja hvort þú vilt hlaða niður
myndum eða ekki á meðan þú vafrar. Ef þú velur
Nei velurðu Valkostir > Sýna myndir til að hlaða myndum
niður síðar.
Leturstærð—Til að velja leturstærðina. Sjálfvalin kóðun—Ef stafir birtast ekki á réttan hátt
geturðu valið aðra kóðun, eftir tungumáli.
Sjálfvirk bókamerki—Til að slökkva á sjálfvirkri vistun
bókamerkja skaltu velja Óvirk. Ef þú vilt halda áfram sjálfvirkri vistun bókamerkja en ekki birta möppuna í bókamerkjaskjánum skaltu velja Fela möppu.
Skjástærð—Til að velja hvað birtist þegar þú vafrar.
Veldu Bara valda takka eða Allur skjár.
Heimasíða—Til að skilgreina heimasíðuna. Leitarsíða—Til að tilgreina vefsíðu sem hlaðið er niður
þegar þú velur Valm. í leiðarkerfi > Opna leitarsíðu í bókamerkjaskjánum eða á meðan þú vafrar.
Hljóðstyrkur—Ef þú vilt að vafrinn spili hljóð
af vefsíðum skaltu velja hljóðstyrkinn.
Sækja—Ef þú vilt að útlit síðunnar birtist eins nákvæmlega
og hægt er í Lítill skjár skaltu velja Út frá gæðum. Ef þú vilt ekki hlaða niður ytri CSS-stílsniðum skaltu velja Út frá
hraða. Fótspor—Til að leyfa eða leyfa ekki móttöku og sendingu
fótspora.
Útskýring: Fótspor eru aðferð sem efnisveitur
nota til að bera kennsl á notendur og hvaða efni þeir kjósa helst.
Java/ECMA forskrift—Til að leyfa eða leyfa ekki
forskriftir.
Öryggisviðvaranir—Til að fela eða birta öryggisviðvaranir. Sending raðnúmers—Til að leyfa eða leyfa ekki sendingu
raðnúmers. Hjá sumum þjónustuveitum þarf að kveikja á þessum valkosti áður en hægt er að vafra á netinu.
Staðf. DTMF-send.—Veldu hvort þú staðfesta sendingu
DTMF-tóna á meðan á símtali stendur. Sjá einnig ‘Valkostir meðan á símtali stendur’, á bls. 35.
Vefur
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
89
Page 90

Vinnuforrit

Vinnuforrit
Til að leggja saman, draga frá, margfalda, deila, reikna kvaðratrót og prósentur skaltu opna og velja
Vinnuforrit > Reiknivél.
Til að vista tölu í minninu (táknað með M) skaltu velja
Valkostir > Minni > Vista. Til að sækja tölu sem er
vistuð í minninu skaltu velja Valkostir > Minni >
Úr minni. Til að eyða tölu úr minninu skaltu velja Valkostir > Minni > Eyða.

Prósentureikningur

1 Sláðu inn þá tölu sem þú vilt reikna prósentuna fyrir. 2 Veldu , , eða . 3 Sláðu inn prósentuna. 4 Veldu .
90
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Reiknivél

Til athugunar: Nákvæmni reiknivélarinnar er
takmörkuð og hún er ætluð til einfaldra útreikninga.

Umreiknari

Til að umreikna mælieiningar eins og Lengd úr einni einingu (Jardar) yfir í aðra (Metrar) skaltu styðja á og opna Vinnuforrit > Umreikn..
Valkostirnir í Umreikn. eru Velja einingu/Skipta um
gjaldmiðil, Gerð umreiknings, Gengisskráning, Hjálp
og Hætta.
Hafa skal í huga að nákvæmni Umreikn. er takmörkuð og sléttunarvillur eru hugsanlegar.
1 Veldu Gerð reitinn ýttu á til að opna lista yfir
mælieiningar. Veldu mælieininguna sem þú vilt nota og síðan Í lagi.
2 Veldu fyrri Eining reitinn og ýttu á . Veldu eininguna
sem þú vilt umreikna og svo Í lagi. Veldu síðari Eining reitinn og svo eininguna sem þú vilt umreikna yfir í.
3 Veldu fyrri Magn reitinn og sláðu inn gildið sem þú
vilt umreikna. Hinn Magn reiturinn breytist sjálfkrafa og sýnir umreiknaða gildið. Ýttu á til að bæta við aukastaf og fyrir +, - (fyrir hitastig) og E (veldisvísir) táknin.
Page 91
Ábending! Til að breyta röð umreikningsins skaltu slá inn gildið í síðari Magn reitinn. Útkoman birtist í fyrsta Magn reitnum.

Verkefni

Val á grunngjaldmiðli og gengi

Áður en hægt er að umreikna gjaldmiðil þarf að velja grunngjaldmiðil og gengi. Gildi grunngjaldmiðilsins er alltaf 1. Grunngjaldmiðillinn ákvarðar gildi umreikningsins fyrir aðra gjaldmiðla.
1 Veldu Umreikn. > Valkostir > Gengisskráning.
Listi yfir gjaldmiðla opnast þar sem grunngjaldmiðillinn birtist efstur.
Ábending! Til að breyta heiti gjaldmiðils skaltu opna gengisskráninguna, velja gjaldmiðilinn og svo
Valkostir > Endurskíra gjaldm..
2 Til að skipta um grunngjaldmiðil skaltu velja nýja
gjaldmiðilinn og síðan Valkostir > Nota s. gr. gjaldm..
3 Veldu gengið. Veldu gjaldmiðilinn og sláðu inn nýtt
gengi, þ.e. hversu margar einingar af gjaldmiðlinum samsvara einni einingu af grunngjaldmiðlinum sem þú hefur valið.
Eftir að hafa slegið inn gengið geturðu umreiknað gjaldmiðilinn.
Til athugunar: Þegar grunngjaldmiðli er breytt
verður að færa inn nýtt gengi því allar fyrri gengistölur eru stilltar á núll.

Verkefnalisti búinn til

Ýttu á takkan og opnaðu Vinnuforrit > Verkefni til að skrifa minnismiða og búa til verkefnalista.
Minnismiði er búinn til með því að styðja á hvaða takka sem er til að skrá verkefnið í Efni reitinn.
Til að tilgreina lokafrest verkefnisins skaltu velja reitinn
Lokafrestur og tilgreina dagssetninguna.
Til að tilgreina forgang fyrir Verkefni skaltu velja
Forgangur reitinn og styðja á takkann til að velja
forganginn. Táknin fyrir forgagn verkefnisins eru (Hár) og (Lágur). Það er ekkert tákn fyrir Venjulegur.
Til að merkja verkefni sem er lokið skaltu velja það í
Verkefni listanum og velja Valkostir > Merkja sem lokið.
Til að gera verkefnið virkt aftur skaltu velja það í Verkefni listanum og síðan Valkostir > Merkja sem ólokið.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Vinnuforrit
91
Page 92

Minnismiðar

Ýttu á og veldu Vinnuforrit > Minnism. til að skrifa minnismiða. Þú getur sent minnismiða til samhæfra tækja
Vinnuforrit
og vistað einfaldar textaskrár (á .txt-sniði) sem þú færð sendar í Minnism. forritinu.

Upptaka

Ýttu á og opnaðu Vinnuforrit > Upptaka til að taka upp símtöl og tal (minnisatriði). Þegar símtal er tekið upp heyra báðir aðilar tón á 5 sekúndna fresti meðan á upptökunni stendur.
92
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 93

Forritin mín

Flýtival—flýtivísum bætt við

Sjálfgefnir flýtivísar:
Opnar Dagbók Opnar Innhólf Opnar Minnismiðar
Til að vista flýtivísa (tengla í uppáhalds myndirnar þínar, minnismiða, bókamerki o.s.frv.) skaltu styðja á og velja
Forrit. mín > Flýtival. Flýtivísum er einungis bætt við úr
forritunum, t.d. Gallerí. Þessi möguleiki er ekki fyrir hendi í öllum forritum.
1 Veldu hlut í forriti sem þú vilt bæta flýtivísi við. 2 Veldu Bæta við 'Flýtival'. Flýtivísir í Flýtival er
sjálfkrafa uppfærður ef þú færir hlutinn sem hann vísar í (t.d. úr einni möppu í aðra). Til að breyta auðkenni flýtivísistákns neðst í vinstra horninu skaltu velja Valkostir > Teikn flýtivísis.

Flýtivísi eytt

Veldu flýtivísinn og styddu á . Ekki er hægt að eyða sjálfgefnu flýtivísunum í Minnism., Dagbók og Innhólf.
Þegar þú fjarlægir forrit eða skjal sem er með flýtivísi í Flýtival er flýtivísistákn þess hlutar dekkt í Flýtival skjánum. Hægt er að eyða flýtivísinum næst þegar
Flýtival er ræst.

Spjall—Spjall (chat)

Styddu á og veldu Forrit. mín > Spjall. Spjallið gerir þér kleift að hafa samband við annað
fólk með því að nota spjallskilaboð og taka þátt í umræðuhópum (spjallhópum) þar sem rætt er um ákveðin málefni. Þjónustuveitur halda úti spjallmiðlurum sem þú getur skráð þig inn á þegar þú hefur gerst áskrifandi að þjónustunni.
Valkostir í aðalskjá Spjall eru Opna, Innskráning/
Útskráning, Stillingar, Hjálp og Hætta.
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Forritin mín
93
Page 94
Veldu Samtöl til að hefja eða halda áfram samræðum við aðra notendur; Spjalltengiliðir til að búa til, breyta eða skoða hvort tengiliðir eru tengdir eða ekki; Spjallhópar til að hefja eða halda hópsamræðum áfram við fleiri en einn notanda; eða Upptekið spjall til að skoða eldri samræður sem þú hefur vistað.
Forritin mín
Til athugunar: Kannaðu framboð spjallþjónustu,
verðlagningu og gjaldskrá hjá símafyrirtæki og/eða þjónustuveitu. Þjónustuveitur veita einnig leiðbeiningar um hvernig nota eigi þjónustu þeirra.

Móttaka spjallstillinga

Þú verður að vista stillingarnar til að fá aðgang að þjónustunni sem þú vilt nota. Stillingarnar kunna að berast í sérstökum textaskilaboðum frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni sem býður upp á spjallþjónustuna. Sjá ‘Gögn og stillingar’, á bls. 72. Þú getur einnig slegið inn stillingarnar handvirkt. Sjá ‘Stillingar spjallmiðlara’, á bls. 99.

Tengst við spjallmiðlara

Ábending: Til að skrá þig inn sjálfkrafa þegar þú ræsir
Spjall skaltu velja Valkostir > Stillingar > Stillingar miðlara > Gerð innskr. á spjall > Við ræs. forrits.
1 Opnaðu Spjall til að láta símann tengjast við
spjallmiðlarann sem þú notar. Upplýsingar um hvernig
á að skipta um spjallmiðlara sem er notaður og vista nýja spjallmiðlara er að finna í ‘Stillingar spjallmiðlara’, bls. 99.
2 Sláðu inn notandakenni þitt og lykilorð og styddu á
til að skrá þig inn. Þú færð notandakennið og lykilorðið fyrir spjallmiðlarann hjá þjónustuveitunni þinni. Þú getur valið Hætta við til að tengjast ekki. Til að skrá þig á spjallmiðlara síðar skaltu velja Valkostir >
Innskráning. Þú getur ekki sent eða tekið á móti
skilaboðum nema vera með virka tengingu.
3 Veldu Valkostir > Útskráning til að skrá þig út.

Spjallstillingum breytt

Veldu Valkostir > Stillingar > Spjallstillingar:
Nota skjánafn (aðeins birt ef miðlarinn styður
spjallhópa)—Til að slá inn gælunafn (allt að 10 stafir) skaltu velja .
Spjallviðvera—Til að leyfa öðrum að sjá þig þegar þú
ert tengd/ur skaltu velja Virk fyrir alla.
Leyfa skilaboð frá—Veldu Allir til að leyfa móttöku
skilaboða frá öllum.
Leyfa boð frá—Til að leyfa aðeins boð frá
spjalltengiliðunum þínum skaltu velja Aðeins spjallt.liðir. Spjallboð eru send af spjalltengiliðum sem vilja að þú takir þátt í spjallhópum þeirra.
94
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 95
Hraði skilaboða—Til að velja birtingarhraða nýrra
skilaboða.
Flokka spjalltengiliði—Til að flokka spjalltengiliðina þína Í stafrófsröð eða Eftir tengingu.
Uppfærsla stöðu—Til að ákveða hvernig þú uppfærir
upplýsingar um hvort spjalltengiliðirnir þínir séu tengdir eða ekki skaltu velja Sjálfvirkt eða Handvirkt.

Leita að spjallhópum og -notendum

Til að leita að hópum, á skjánum Spjallhópar skaltu velja
Valkostir > Leita. Þú getur leitað eftir Nafn hóps, Efni
og Félagar (notandakenni). Á skjánum Spjalltengiliðir skaltu velja Valkostir >
Nýr spjalltengiliður > Leita á miðlara til að leita að
notendum. Þú getur leitað eftir Nafn notanda, Aðg.orð
notanda, Símanúmer og Tölvupóstfang.

Gengið í og úr hópum

Til að ganga í spjallhóp sem þú hefur vistað skaltu velja hópinn og styðja á .
Til að ganga í spjallhóp sem er ekki á listanum en þú veist hópkennið á skaltu velja Valkostir > Ganga í nýjan hóp. Sláðu inn hópkennið og styddu á .
Til að yfirgefa spjallhóp skaltu velja Valkostir > Yfirgefa
spjallhóp.

Spjall

Þegar þú hefur gengið í spjallhóp geturðu bæði skoðað skilaboðin sem skipst er á í hópnum og sent þín eigin skilaboð.
Valkostir í spjalli eru Senda, Senda einkamál,
Svara, Framsenda, Setja inn broskarl, Senda boð, Yfirgefa spjallhóp, Hópur, Taka upp spjall/Stöðva upptöku, Hjálp og Hætta.
Til að senda skilaboð skaltu slá þau inn og ýta á . Til að senda einkaboð til þátttakanda skaltu velja
Valkostir > Senda einkamál, velja viðtakanda, skrifa
skilaboðin og ýta á . Til að svara einkaboðum sem þú hefur móttekið skaltu
velja skilaboðin og velja Valkostir > Svara. Til að bjóða spjalltengiliðum sem eru tengdir að ganga
í spjallhóp skaltu velja Valkostir > Senda boð, velja tengiliðina sem þú vilt bjóða, skrifa boðið og styðja á .
Til að loka fyrir móttöku skilaboða frá ákveðnum þátttakendum skaltu velja Valkostir >
Útilokunarmöguleik. og loks eitt af eftirfarandi: Bæta á lokaðan lista—Til að loka fyrir skilaboð frá
þeim þátttakanda sem er valinn.
Bæta handvirkt á lista—Til að slá inn notandakenni
þátttakandans. Sláðu inn notandakennið og styddu á .
Forritin mín
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
95
Page 96
Skoða lokaðan lista—Til að sjá þátttakendurna sem lokað
er fyrir skilaboð frá.
Opna fyrir—Til að velja notandann sem þú vilt taka af
útlokunarlistanum. Ýttu á .
Vista spjall
Forritin mín
Valkostir í skjá vistaðra spjalla Opna, Eyða, Senda,
Merkja/Afmerkja, Innskráning/Útskráning, Stillingar, Hjálp og Hætta.
Til að vista þau skilaboð í skrá sem ganga á milli í samtali eða þegar þú ert í spjallhópi skaltu velja Valkostir > Taka
upp spjall, slá inn heiti fyrir samtalsskránna og ýta á .
Til að stöðva vistunina skaltu velja Valkostir > Stöðva
upptöku.
Vistuðu samtalsskrárnar eru sjálfkrafa vistaðar í Upptekið
spjall.
Til að skoða vistað spjall skaltu velja Upptekið spjall í aðalskjánum, velja samtalið og ýta á .

Skoða og hefja samtöl

Farðu í Samtöl skjáinn til að sjá lista yfir þátttakendur sem eru í virku tveggja manna tali við þig.
Til að skoða samtalið skaltu finna þátttakandann og styðja á .
Valkostir þegar samtöl eru skoðuð eru Senda, Bæta
í spjalltengiliði, Setja inn broskarl, Framsenda, Taka upp spjall/Stöðva upptöku, Útilokunarmöguleik., Ljúka samtali, Hjálp og Hætta.
Til að halda samtalinu áfram skaltu skrifa skilaboðin og styðja á .
Til að fara aftur í samtalalistann án þess að ljúka samtalinu skaltu ýta á Til baka.
Til að ljúka samtalinu skaltu velja Valkostir > Ljúka
samtali. Þeim samtölum sem eru í gangi er slitið sjálfkrafa
þegar þú hættir í Spjall. Til að hefja nýtt samtal skaltu velja Valkostir >
Nýtt samtal: Velja móttakanda—Til að sjá lista yfir spjalltengiliði
þína sem eru tengdir. Skrunaðu að tengiliðnum sem þú vilt tala við og ýttu á .
Útskýring: Þjónustuveitan úthlutar þeim
notendakennum sem skrá sig fyrir þessari þjónustu.
Slá inn aðgangsorð—Til að slá inn notandakenni
notandans sem þú vilt eiga samtal við skaltu styðja á . Til að vista viðmælanda þinn í spjalltengiliðunum þínum
skaltu skruna að honum og velja Valkostir > Bæta í
spjalltengiliði.
96
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 97
Til að senda sjálfvirk svör við mótteknum skilaboðum skaltu velja Valkostir > Setja á sjálfv. svar. Sláðu inn textann og ýttu á Lokið. Þú getur ennþá tekið á móti skilaboðum.

Spjalltengiliðir

Farðu í Spjalltengiliðir til að sækja lista yfir spjalltengiliði af miðlaranum eða til að bæta nýjum spjalltengilið við tengiliðalistann. Þegar þú skráir þig inn á miðlara eru spjalltengiliðalistar sem hafa verið notaðir áður sóttir sjálfkrafa af miðlaranum.
Valkostir í Spjalltengiliðir skjánum eru Opna
samtal, Upplýs. tengiliðs, Nýr tengiliðalisti, Uppfæra stöðu notenda, Tilheyrir hópum, Nýr spjalltengiliður, Færa á annan lista, Breyta, Eyða, Kveikja á rakningu, Útilokunarmöguleik., Innskráning/Útskráning, Stillingar, Hjálp og Hætta.
Til að búa til nýjan tengilið skaltu velja Valkostir > Nýr
spjalltengiliður > Færa inn handvirkt. Fylltu út reitina Gælunafn og Aðgangsorð notanda og veldu Lokið.
Til að færa tengilið af lista á miðlara yfir á sóttan lista skaltu velja Valkostir > Nýr spjalltengiliður > Færa af
öðrum lista.
Veldu Valkostir > Nýr tengiliðalisti til að breyta spjalltengiliðalistanum.
Veldu úr eftirfarandi valkostum:
Opna samtal—Til að hefja nýtt samtal eða halda áfram
samtali við tengilið.
Kveikja á rakningu—Til að láta símann gera þér viðvart
í hvert skipti sem spjalltengiliður tengist eða aftengist.
Tilheyrir hópum—Til að sjá hvaða hópa spjalltengiliðurinn
hefur gengið í.
Uppfæra stöðu notenda—Til að uppfæra upplýsingar um
hvort tengiliðurinn er skráður inn eða ekki. Staðan sést á vísinum sem er til hliðar við nafn tengiliðarins. Þessi valkostur er ekki fyrir hendi ef þú hefur stillt Uppfærsla
stöðu á Sjálfvirkt í Spjallstillingar.

Halda utan um spjallhópa

Valkostir í Spjallhópar skjánum eru Opna, Ganga
ínýjan hóp, Búa til nýjan hóp, Yfirgefa spjallhóp, Hópur, Leita, Innskráning/ Útskráning, Stillingar, Hjálp og Hætta.
Farðu í Spjallhópar skjáinn til að sjá lista yfir spjallhópa sem þú hefur vistað eða ert í þessa stundina.
Finndu hópinn og veldu Valkostir > Hópur og eitt af eftirfarandi:
Vista—Til að vista óvistaðan hóp sem þú ert í þessa
stundina.
Forritin mín
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
97
Page 98
Eyða—Til að eyða hópi sem hefur verið vistaður eða búinn
til og þú ert meðlimur í.
Skoða þátttakendur—Til að sjá hverjir eru í hópnum þá
stundina.
Upplýsingar—Til að sjá hópkennið, efni, þátttakendur,
Forritin mín
stjórnendur hópsins (sést aðeins ef þú ert með ritstjórnarréttindi), lista yfir útlokaða notendur (sést aðeins ef þú ert með ritstjórnarréttindi) og hvort einkasamtöl eru leyfð í hópnum.
Stillingar—Til að skoða og breyta stillingum spjallhópsins.
Sjá ‘Stofna nýjan spjallhóp’, á bls. 98.

Stjórna spjallhóp

Stofna nýjan spjallhóp
Veldu Spjallhópar > Valkostir > Búa til nýjan hóp. Sláðu inn stillingar fyrir hópinn.
Þú getur breytt stillingum fyrir spjallhóp ef þú hefur ritstjórnarréttindi að hópnum. Notandi sem býr til hóp fær sjálfkrafa ritstjórnarréttindi að honum.
Nafn hóps, Efni hóps og Opnunarkveðja—Til að bæta
við upplýsingum sem þátttakendur sjá þegar þeir ganga í hópinn.
Stærð hóps—Til að tilgreina hámarksfjölda þátttakenda
í hópnum.
Leyfa leit—Til að tilgreina hvort aðrir geti fundið
spjallhópinn við leit.
Réttindi til að breyta—Til að tilgreina hvaða
þátttakendum spjallhópsins þú vilt veita réttindi til að bjóða tengiliðum í spjallhópinn og breyta stillingum fyrir hópinn.
Félagar í hópi—Sjá ‘Hópmeðlimum bætt við og þeir
fjarlægðir’, bls. 98.
Svartur listi—Sláðu inn þá notendur sem mega ekki
ganga í spjallhópinn.
Leyfa einkamál—Til að leyfa skilaboð milli valinna
þátttakenda einungis.
Aðgangsorð hóps—Hópkennið er búið til sjálfkrafa
og því er ekki hægt að breyta.
Hópmeðlimum bætt við og þeir fjarlægðir
Til að bæta meðlimum í hópinn skaltu velja Spjallhópar, finna spjallhóp og velja Valkostir > Hópur > Stillingar >
Félagar í hópi > Aðeins valdir eða Allir.
Til að fjarlægja meðlim úr spjallhópnum skaltu finna hann og velja Valkostir > Fjarlægja. Til að fjarlægja alla meðlimi skaltu velja Valkostir > Fjarlægja alla.
98
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Page 99

Stillingar spjallmiðlara

Veldu Valkostir > Stillingar > Stillingar miðlara. Stillingarnar kunna að berast í sérstökum textaboðum frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni sem veitir viðkomandi spjallþjónustu. Þú færð aðgangsorð og lykilorð frá þjónustuveitunni þegar þú skráir þig í þjónustuna. Ef þú veist ekki notendakennið eða lykilorðið þitt skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
Til að velja annan spjallmiðlara til að tengjast við skaltu velja Sjálfgefinn miðlari.
Til að bæta nýjum miðlara á listann yfir spjallmiðlara skaltu velja Miðlarar > Valkostir > Nýr miðlari. Sláðu inn eftirfarandi stillingar.
Nafn miðlara—Sláðu inn heiti spjallmiðlarans. Aðgangsst. í notkun—Veldu aðgangsstaðinn
sem þú vilt nota fyrir spjallmiðlarann.
Veffang—Sláðu inn veffang spjallmiðlarans. Aðgangsorð notanda—Sláðu inn notandakennið þitt. Lykilorð—Sláðu inn innskráningarlykilorðið þitt.
Forritin mín
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
99
Page 100

Tengingar

Tengingar
100

Bluetooth-tenging

Þú getur tengst öðrum samhæfum tækjum þráðlaust með Bluetooth. Samhæf tæki eru m.a. farsímar, tölvur og aukabúnaður eins og höfuðtól og bílbúnaður. Þú getur notað Bluetooth til að senda myndir, myndinnskot, tónlist, hljóðinnskot og minnismiða; til að tengjast öðrum samhæfum tölvum þráðlaust (t.d. til að flytja gögn) eða til að tengjast við samhæfan prentara til að prenta myndir með Myndprentun. Sjá ‘Prentun mynda’, á bls. 59.
Þar sem tæki með Bluetooth nota útvarpsbylgjur til samskipta þarf tækið ekki að vera í beinni sjónlínu við hitt tækið. Nóg er að tækin séu í innan við 10 metra fjarlægð hvort frá öðru. Truflanir geta þó orðið á tengingunni vegna hindrana líkt og veggja eða annarra raftækja.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 1.2 sem styður eftirfarandi snið: Basic Printing Profile, Generic Access Profile, Serial Port Profile, Dial-up Networking Profile, Headset Profile, Handsfree Profile, Generic Object Exchange Profile, Object Push Profile, File Transfer Profile, Basic Imaging Profile og Human Interface Device Profile. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
Útskýring: Snið tengist þjónustu eða virkni og
skilgreinir hvernig mismunandi tæki tengjast. Til dæmis er handfrjálsa sniðið notað til að tengja handfrjálst tæki og símann. Til að tæki séu samhæf þurfa þau að styðja sömu snið.
Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.
Ek ki er hæ gt að no ta B luetoo th þegar tækið er læst. Frekari upplýsingar um læsingu tækisins er að finna í ‘Öryggi’, á bls. 113.
Loading...