Nokia N86 8MP User's Guide [is]

Notandahandbók Nokia N86 8MP
Útgáfa 3
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin. YFIRLÝSING UM SAMKVÆMNI
Nokia, Nokia Connecting People, Nseries, N86, Nokia Original Accessories logo og Ovi eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er tónmerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að fyrirfram fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-484 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/ declaration_of_conformity/.
undangenginnar tilkynningar.
This product includes software licensed from Symbian Software Ltd © 1998-2010. Symbian and Symbian OS are trademarks of Symbian Ltd.
Java and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc. Portions of the Nokia Maps software are ©1996-2010 The FreeType Project. All rights reserved. Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kóðaðar
samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, sem varða til dæmis notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA EÐA EINHVERJIR AF LEYFISVEITENDUM ÞESS UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTA NDINN AÐ FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKK UR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM NÉ UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS. Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TIL BAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Bakhönnun (e. reverse engineering) hugbúnaðar í tækinu er bönnuð eins og lög segja til um. Að því marki er þessi notendahandbók inniheldur einhverjar takmarkanir á fyrirsvari, ábyrgðum og skaðabótaskyldu Nokia, auk takmarkana á fjárhæð skaðabóta, skulu þær takmarkanir einnig ná til sérhvers fyrirsvars, ábyrgða og skaðabótaskyldu leyfisveitanda Nokia, auk takmarkana á fjárhæð skaðabóta. Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokia söluaðila. Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
TILKYNNING FRÁ FCC/INDUSTRY CANADA Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar sími er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada geta krafist þess að þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa samband við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Þetta tæki er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og (2) tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess. Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt berum orðum geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
/Útgáfa 3 IS

Efnisyfirlit

Öryggi...............................................................8
Um tækið...............................................................................8
Efnisyfirlit
Sérþjónusta...........................................................................9
Samnýtt minni....................................................................10
ActiveSync............................................................................10
Seglar og segulbylgjur.......................................................10
Tækið tekið í notkun......................................11
Takkar og hlutar (framhlið og ofan á tæki).....................11
Takkar og hlutar (á bakhlið og hliðum)...........................12
Skynditakkar........................................................................12
Standur................................................................................12
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir ....................................13
Minniskort............................................................................13
Kveikt og slökkt á tækinu..................................................14
Hleðsla rafhlöðunnar..........................................................15
Höfuðtól...............................................................................15
Úlnliðsband fest..................................................................16
Staðsetning loftneta...........................................................16
Hjálp...............................................................17
Hjálpartexti tækisins..........................................................17
Þjónusta...............................................................................17
Fáðu meira út úr tækinu....................................................18
Uppfæra hugbúnað tækisins.............................................18
Stillingar..............................................................................19
Lykilorð................................................................................19
Lengri líftími rafhlöðu........................................................20
Laust minni..........................................................................21
Tækið þitt.......................................................22
Uppsetning síma.................................................................22
Nokia símaflutningur.........................................................22
Vísar á skjá...........................................................................23
Flýtivísar..............................................................................24
Farsímaleit...........................................................................25
Stillingar hljóðstyrks og hátalara......................................25
Snið án tengingar...............................................................26
Flýtiniðurhal........................................................................26
Ovi...................................................................28
Um Ovi-verslunina..............................................................28
Ovi-tengiliðir.......................................................................28
Skrár á Ovi............................................................................29
Myndavél........................................................30
Um myndavélina.................................................................30
Kveikt á myndavélinni........................................................30
Myndataka...........................................................................30
Upptaka myndskeiða..........................................................36
Stillingar myndavélar.........................................................38
Myndir............................................................41
Um Myndir...........................................................................41
Myndir og myndskeið skoðuð...........................................41
Að skoða eða breyta upplýsingum um skrá.....................42
Myndir og myndskeið skipulögð.......................................42
Tækjastika...........................................................................42
Albúm...................................................................................43
Merki....................................................................................43
Skyggnusýning....................................................................44
Sjónvarpsúttak....................................................................44
Myndum breytt....................................................................45
Myndskeiðum breytt...........................................................46
Gallerí.............................................................47
Um Gallerí............................................................................47
Aðalskjár..............................................................................47
Hljóðskrár............................................................................47
Straumspilunartenglar.......................................................47
Kynningar............................................................................48
Tengimöguleikar............................................49
Þráðlaust staðarnet ...........................................................49
Stjórnandi tenginga ..........................................................51
Bluetooth.............................................................................51
Gagnasnúra.........................................................................54
Tölvutengingar...................................................................55
Samstilling...........................................................................55
Vafri................................................................57
Um vafra..............................................................................57
Vafrað á vefnum..................................................................57
Tækjastika í vafra...............................................................58
Flett um síður......................................................................58
Vefstraumar og blogg........................................................58
Smáforrit .............................................................................59
Efnisleit................................................................................59
Bókamerki...........................................................................59
Skyndiminni hreinsað........................................................59
Tengingu slitið....................................................................60
Öryggi tenginga..................................................................60
Vefstillingar.........................................................................60
Tónlist.............................................................62
FM-útvarp.............................................................................62
Ovi-tónlist............................................................................63
Nokia netútvarp..................................................................63
Nokia Podcasting ...............................................................65
Tónlistarspilari ...................................................................69
FM-sendir.............................................................................71
Staðsetning (GPS)...........................................73
Um GPS.................................................................................73
A-GPS (Assisted GPS)...........................................................73
Halda skal rétt á tækinu.....................................................74
Góð ráð við að koma á GPS-tengingu...............................74
Staðsetningarbeiðnir.........................................................75
Leiðarmerki ........................................................................75
GPS-gögn ............................................................................76
Nokia Kort ......................................................78
Kortayfirlit...........................................................................78
Skoðun staðsetninguna og korts......................................78
Staðsetning fundin.............................................................79
Ekið á áfangastað...............................................................79
Gengið á áfangastað..........................................................80
Leiðaráætlun.......................................................................80
Kortaflýtivísar......................................................................81
Kortaskjár............................................................................82
Leiðsöguskjár......................................................................82
Notkun áttavitans...............................................................82
Fáðu umferðar- og öryggisupplýsingar............................83
Samnýtt staðsetning..........................................................83
Raddleiðsögn valin.............................................................84
Niðurhal og upphleðsla korta...........................................84
Vistun staða og leiða..........................................................85
Skoðun og skipulagning staða eða leiða.........................85
Efnisyfirlit
Sending staða til vina.........................................................85
Samstilling Uppáhalds........................................................86
Skoðun staðsetningarupplýsinga.....................................86
Breyta útliti kortsins...........................................................86
Heimanet........................................................87
Efnisyfirlit
Um heimakerfi....................................................................87
Stillingar fyrir heimakerfi...................................................87
Virkja samnýtingu og tilgreina efni..................................88
Skrár skoðaðar og samnýttar............................................89
Afritun skráa........................................................................90
Mikilvægar öryggisupplýsingar.........................................90
Nokia Kvikmyndabanki..................................91
Skoðun og niðurhal myndskeiða......................................91
Kvikmyndastraumar...........................................................92
Myndskeiðin mín.................................................................92
Myndskeið flutt úr tölvu.....................................................93
Stillingar Kvikmyndabanka................................................93
Skilaboð..........................................................95
Aðalskjár Skilaboða............................................................95
Textaritun............................................................................95
Ritun og sending skilaboða...............................................97
Innhólf skilaboða................................................................98
Skilaboðalesari....................................................................99
Tölvupóstur.........................................................................99
Skilaboð á SIM-korti skoðuð............................................102
Stillingar skilaboða...........................................................103
Hringt úr tækinu...........................................107
Venjuleg símtöl ................................................................107
Valkostir í símtali..............................................................107
Talhólf ...............................................................................108
Símtali svarað eða hafnað...............................................108
Símafundi komið á...........................................................109
Símanúmer valið með hraðvali ......................................109
Símtal í bið........................................................................109
Raddstýrð hringing...........................................................110
Myndsímtali komið á........................................................110
Í myndsímtali....................................................................111
Myndsímtali svarað eða hafnað......................................112
Samnýting hreyfimynda..................................................112
Notkunarskrá....................................................................115
Netsímtöl......................................................117
Um netsímtöl....................................................................117
Netsímtöl gerð virk...........................................................117
Hringt um netið ...............................................................117
Útilokaðir tengiliðir..........................................................117
Netsímaþjónustu stýrt.....................................................118
Stillingar fyrir netsímtöl...................................................118
Tengiliðir (símaskrá)....................................119
Nöfn og númer vistuð og þeim breytt............................119
Stjórna nöfnum og númerum.........................................119
Sjálfgefin númer og tölvupóstföng.................................119
Hringitónar, myndir og texti fyrir tengiliði....................120
Afrita tengiliði...................................................................120
SIM-þjónusta.....................................................................120
Unnið með tengiliðahópa................................................121
Stillingar tækisins sérsniðnar......................122
Útliti tækisins breytt........................................................122
Hljóðþemu.........................................................................122
Tónar stilltir.......................................................................123
3-D tónar...........................................................................123
Biðstöðunni breytt...........................................................124
Breyta aðalskjá.................................................................124
Tímastjórnun................................................125
Klukka................................................................................125
Dagbók...............................................................................126
Skrifstofa......................................................128
Skráastjóri.........................................................................128
Um Quickoffice..................................................................129
Gjaldmiðilsumreikningur.................................................129
Reiknivél............................................................................130
Zip-forrit ...........................................................................130
Minnismiðar .....................................................................130
Adobe Reader....................................................................131
Forrit.............................................................132
RealPlayer .........................................................................132
Stjórnandi forrita .............................................................133
Upptökutæki.....................................................................135
Talgervill............................................................................136
Leyfi....................................................................................136
Stillingar.......................................................138
Almennar stillingar...........................................................138
Símastillingar....................................................................143
Tengistillingar...................................................................145
Stillingar forrits.................................................................150
Fjarstillingar......................................................................150
Úrræðaleit....................................................152
Græn ráð.......................................................156
Orkusparnaður..................................................................156
Endurvinnsla.....................................................................156
Pappírssparnaður.............................................................156
Lærðu meira......................................................................156
Vöru- og öryggisupplýsingar.......................157
Atriðaskrá.....................................................164
Efnisyfirlit

Öryggi

Öryggi
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.
GLERHLUTAR
8
Framhlið tækisins er gerð úr gleri. Þetta gler getur brotnað ef tækið fellur niður á harðan flöt
eða verður fyrir miklu höggi. Ef glerið brotnar má ekki koma við glerhluta tækisins eða reyna að fjarlægja brotna glerið af tækinu. Taka skal tækið úr notkun þar til fagmaður hefur skipt um glerið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Til athugunar: Yfirborð platna þessa tæki felur
ekki í sér nikkel. Yfirborð þessa tækis felur í sér ryðfrítt stál.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í (E)GSM 850, 900, 1800, 1900 og UMTS 900, 1900, 2100 símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvörn getur hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Tækið styður nokkrar mismunandi gerðir tenginga. Líkt og gildir um tölvur hafa vírusar og annað skaðlegt efni áhrif á tækið. Fara skal með gát við meðhöndlun skilaboða, tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal. Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbúnað frá áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlega vörn gegn sk aðlegum hugbúnaði líkt og Symbian Signed hugbúnað eða hugbúnað sem hefur staðist Java Verified™ prófun. Þú ættir að íhuga að setja vírusvarnarhugbúnað og annan öryggishugbúnað upp í tækinu og tölvum sem tengjast við það.
Mikilvægt: Tækið styður aðeins eitt
vírusvarnarforrit í einu. Notkun fleiri en eins vírusvarnarforrits getur haft áhrif á afkastagetu og virkni tækisins, eða valdið því að það virki ekki.
Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir vefsíður þriðju aðila. Einnig er hægt að skoða vefsíður þriðju aðila í tækinu. Vefsíður þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slíkar síður skaltu beita öryggisráðstöfunum.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal
kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word, PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og 2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum skráargerðum.
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir kunna að líta öðruvísi út í þessum bæklingi en á skjá tækisins.

Sérþjónusta

Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum netkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota tiltekna eiginleika tækisins og krefjast netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna tækni eins og WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í tungumálum.
Öryggi
9
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í
Öryggi
tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.

Samnýtt minni

Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni: margmiðlunarskilaboð (MMS), tölvupóstforrit, spjallskilaboð. Notkun einnar eða fleiri af þessum aðgerðum getur minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir. Ef tækið sýnir boð um að minnið sé fullt skaltu eyða einhverjum upplýsingum úr samnýtta minninu.
Tækið kann að hitna við líkt og myndsímtöl og háhraðagagnatengingar notkun í lengri tíma. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

ActiveSync

Notkun á Mail for Exchange takmarkast við samkeyrslu PIM-upplýsinga í lofti milli Nokia-tækisins og viðurkennds Microsoft Exchange þjóns.

Seglar og segulbylgjur

Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.
10

Tækið tekið í notkun

Takkar og hlutar (framhlið og ofan á tæki)

1 — Ljósnemi 2 — Valtakkar 3 — Hringitakki
4 — Valmyndartakki 5 — Takkaborð 6 — Hljóðnemi 7 — Skrun- og valtakki 8 — Hreinsitakki C 9 — Hætta-takki 10 — Eyrnatól 11 — Aukamyndavél
1 — Rofi 2 — Nokia AV-tengi (3,5 mm) 3 — Micro-USB-tengi
Tækið tekið í notkun
11

Takkar og hlutar (á bakhlið og hliðum)

Tækið tekið í notkun
1 — Steríóhátalarar 2 — Hljóðstyrks/aðdráttartakki 3 — Myndatökutakki 4 — Steríóhátalarar 5 — Flass og ljós fyrir hreyfimyndatöku 6 — Linsuhlíf 7 — Aðalmyndavél 8 — Takkalás
12

Skynditakkar

Skynditakkar vinna sem miðlunar-, aðdráttar- eða leikjatakkar eftir því hvaða forrit er verið að nota. Einnig má nota skynditakkana til að skipta á milli forrita, t.d. ef þú ert að vafra á netinu með tónlistarspilarann í bakgrunni, er hægt að stýra spilaranum með spilunartakkanum.
1 — Takki til að spóla áfram og auka aðdrátt 2 — Spilunartakki og leikjatakki 3 — Stöðvunartakki og leikjatakki 4 — Takki til að spóla til baka og minnka aðdrátt

Standur

Hægt er að nota standinn t.d. á meðan horft er á myndir eða myndskeið.
Opnaðu standinn á bakhlið tækisins og komdu tækinu fyrir á sléttum fleti. Myndaforritið opnast sjálfkrafa þegar standurinn er opnaður.
Til að breyta stillingum fyrir standinn velurðu
Valmynd > Verkfæri > Stillingar og Almennar > Sérstillingar > Standur.

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
1. Snúðu bakhlið tækisins að þér
og fjarlægðu bakhliðina með því að lyfta henni frá neðri enda tækisins.
2. Settu SIM-kortið í
kortshölduna. Gættu þess að skáhorn kortsins snúi til hægri og að snertiflötur þess snúi niður.
3. Komdu rafhlöðunni fyrir.
4. Til að setja lokið aftur á sinn
stað er því ýtt niður þar til heyrist smellur.

Minniskort

Aðeins skal nota samhæft microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort
Tækið tekið í notkun
13
geta skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.

Minniskorti komið fyrir

Hugsanlega hefur minniskorti þegar verið komið fyrir í tækinu. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1. Snúðu bakhlið tækisins að þér og lyftu upp lokinu.
2. Settu samhæft minniskort í raufina. Gakktu úr
skugga um að snertiflötur kortsins snúi niður og að raufinni.
Tækið tekið í notkun
3. Ýttu kortinu inn.
Smellur heyrist þegar kortið fellur á sinn stað.
4. Settu bakhliðina á.
Gakktu úr skugga um að vel sé lokað.

Minniskort fjarlægt

Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar
verið er að nota það í aðgerð. Það gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
1. Áður en þú fjarlægir kortið skaltu ýta á rofann og
velja Fjarlægja minniskort. Öll forrit lokast.
14
2. Þegar Ef minniskort er fjarlægt verður öllum
opnum forritum lokað. Fjarlægja samt? birtist
skaltu velja .
3. Fjarlægðu bakhlið tækisins þegar Fjarlægðu
minniskort og styddu á 'Í lagi' birtist.
4. Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni.
5. Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja Í lagi.
6. Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað. Gakktu úr
skugga um að vel sé lokað.

Kveikt og slökkt á tækinu

Til að kveikja á tækinu:
1. Ýttu á rofann og haltu honum inni.
2. Ef tækið biður um PIN-númer eða
læsingarnúmer skaltu slá það inn og velja Í lagi. Sjálfgilt númer fyrir læsingu er 12345. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila og e.t.v. greiða viðbótargjald. Þú færð nánari upplýsingar hjá Nokia Care-þjónustuaðila eða söluaðila.
Til að slökkva á tækinu skaltu ýta á rofann og velja
Slökkva!.

Hleðsla rafhlöðunnar

Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Mögulega er ekki þörf á að hlaða rafhlöðuna fyrirfram. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi.
Venjuleg hleðsla
1. Stingdu hleðslutækinu í samband
í innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
Stöðuljósið við hlið USB-tengisins logar þegar rafhlaðan er í hleðslu.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er
fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ábending: Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það er ekki í notkun. Hleðslutæki sem er í sambandi við innstungu eyðir rafmagni þótt það sé ekki tengt við tækið.
USB-hleðsla
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er ekki til staðar. Með USB-hleðslu er einnig hægt að flytja gögn á meðan tækið er hlaðið.
1. Tengja samhæft USB-tæki við tækið með samhæfri
USB-snúru. Skilvirkni USB-hleðslu er afar breytileg. Í sumum
tilvikum getur tekið mjög langan tíma þar til hleðsla hefst og hægt er að taka tækið í notkun.
2. Ef kveikt er á tækinu er hægt að velja úr USB-
stillingum á skjá tækisins.
Tækið kann að hitna við líkt og myndsímtöl og háhraðagagnatengingar notkun í lengri tíma. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Höfuðtól

Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf heyrnartól við tækið. Þú gætir þurft að velja snúrustillinguna.
Sum höfuðtól eru í tveimur hlutum sem eru fjarstýring og heyrnartól. Í fjarstýringunni er hljóðnemi og takkar til að svara eða slíta símtali, stilla hljóðstyrk og spila tónlist eða hreyfimyndaskrár. Ef nota á höfuðtól með fjarstýringu skaltu tengja fjarstýringuna við Nokia AV-
Tækið tekið í notkun
15
tengið í tækinu, síðan skaltu skaltu tengja höfuðtólið við fjarstýringuna.
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er
notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga spennugjafa
Tækið tekið í notkun
í samband við Nokia AV-tengið. Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur
en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.

Úlnliðsband fest

1. Opnaðu bakhliðina.
2. Þræddu úlnliðsband og
hertu að.
3. Lokaðu bakhliðinni.

Staðsetning loftneta

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loft net. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
1 — Bluetooth, þráðlaust staðarnet og GPS-loftnet 2 — Loftnet fyrir FM-sendi 3 — Farsímaloftnet
Loftnet fyrir FM-sendi er á bakhlið tækisins. Ef skipt er um bakhliðina skal ganga úr skugga um að þetta loftnet sé á nýja lokinu, annars hættir tengingin að virka. Loftnet fyrir Bluetooth, þráðlaus staðarnet og GPS eru á bakhlið tækisins.
16

Hjálp

Hjálp

Hjálpartexti tækisins

Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin sem fylgja því.
Til að opna hjálpartexta í aðalvalmyndinni velurðu
Valmynd > Forrit > Hjálp og forritið sem þú vilt fá
leiðbeiningar um. Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til
að skoða viðkomandi hjálpartexta. Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að
lesa leiðbeiningarnar velurðu Valkostir > Minnka
leturstærð eða Auka leturstærð.
Í lok hvers hjálpartexta eru tenglar að svipuðu efni. Ef þú velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring. Hjálpartextar nota eftirfarandi vísa: tengdu efni.
Þegar þú lest fyrirmælin geturðu skipt á milli hjálpartexta og forrits sem er opið í bakgrunni með því að velja Valkostir > Sýna opin forrit og viðeigandi forrit.
Tengill að forritinu sem fjallað er um.
Tengill að

Þjónusta

Ef þú vilt læra meira um hvernig nota á vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig tækið virkar geturðu fundið nánari upplýsingar á slóðinni www.nokia.com/ support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu, www.nokia.mobi/support (í farsíma) í hjálparforriti tækisins eða notendahandbókinni.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
Endurræstu tækið: slökktu á tækinu og taktu
rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
Settu aftur upp upprunalegu stillingarnar eins og
lýst er í notendahandbókinni. Skjölum og skrám verður eytt við endurstillingu og því skaltu taka afrit fyrst.
Uppfærðu hugbúnað tækisins reglulega eins og
útskýrt er í notandahandbókinni til að fá bestu afköst og nýja eiginleika.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Sjá www.nokia.com/repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.
17

Fáðu meira út úr tækinu.

Í tækinu eru forrit frá Nokia, sem og frá öðrum
Hjálp
hugbúnaðarframleiðendum, sem tryggja að þú fáir meira út úr tækinu. Skoðaðu og náðu þér í forrit í Ovi­versluninni á slóðinni store.ovi.com. Forritunum er lýst í handbókum sem eru á Nokia hjálparsíðunum á www.nokia.com/support eða vefsetri Nokia í heimalandi þínu.

Uppfæra hugbúnað tækisins

Um hugbúnaðaruppfærslur

Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið meðan á
hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Þegar þú hefur uppfært hugbúnað eða forrit tækisins er ekki víst að leiðbeiningarnar um uppfærðu forritin í notendahandbókinni eða í hjálpartextanum eigi
18
lengur við.

Þráðlaus hugbúnaðaruppfærsla

Veldu Valmynd > Forrit > SW update. Með Uppfærslu forrita (sérþjónusta) geturðu kannað
hvort einhverjar uppfærslur fyrir hugbúnað tækisins eru tiltækar og hlaðið þeim niður í tækið.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið meðan á
hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Þegar þú hefur uppfært hugbúnað eða forrit tækisins með Uppfærslu forrita er ekki víst að leiðbeiningarnar um uppfærðu forritin í notendahandbókinni eða í hjálpartextanum eigi lengur við.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Ræsa uppfærslu — Hlaða niður tiltækum
uppfærslum. Veldu uppfærslur af listanum til að afmerkja tilteknar uppfærslur sem þú vilt ekki hlaða niður.
Update via PC — Uppfæra tækið með tölvu. Þessi
valmöguleiki kemur í stað valkostsins Ræsa uppfærslu þegar uppfærslur eru eingöngu fáanlegar með Nokia Software Updater tölvuforritinu.
Skoða upplýsingar — Skoða upplýsingar um
uppfærslu.
Skoða fyrri uppfærslur — Skoða stöðu eldri
uppfærslna.
Stillingar — Breyta stillingum, eins og sjálfvirka
aðgangsstaðnum sem er notaður til að hlaða niður uppfærslum.
Afsal ábyrgðar — Skoða Nokia leyfissamninginn.

Uppfærsla hugbúnaðar með tölvu

Nokia Software Updater er tölvuforrit sem gerir þér kleift að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu. Til að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða internettengingu og samhæfa USB­gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia Software Updater forritið á www.nokia.com/ softwareupdate.

Stillingar

Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og internet yfirleitt valdar sjálfkrafa samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur að
þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar eða biðja um þær í sérstökum textaskilaboðum.
Hægt er að breyta almennum stillingum tækisins, svo sem tungumáli, biðstöðu, skjástillingum og læsingu á takkaborði.

Lykilorð

Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú gleymir einhverjum af þessum aðgangsnúmerum.
PIN-númer (Personal identification
number) — Númerið hindrar að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir yfirleitt með SIM-kortinu. Þegar PIN-númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er númerinu lokað og þá þarf að slá inn PUK-númerið til að opna það.
UPIN-númer — Númerið kann að fylgja með USIM-
kortinu. USIM-kortið er endurbætt gerð SIM-korts til að nota í 3G-farsímum.
PIN2-númer — Númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir
sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta notað suma valkosti tækisins.
Læsingarkóði (einnig kallaður
öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að tækið sé notað í leyfisleysi. Forstillta númerið er
12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Haltu nýja númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú
Hjálp
19
gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú getur þurft að greiða viðbótargjald og persónulegum gögnum í tækinu
Hjálp
kann að verða eytt. Nánari upplýsingar færðu hjá Nokia Care þjónustuveri eða söluaðilanum.
PUK- og PUK2-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er
nauðsynlegt til að breyta PIN-númeri eða PIN2­númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá SIM-kortið.
UPUK-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er
nauðsynlegt til að breyta lokuðu UPIN-númeri. Ef númerið fylgir ekki með USIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá USIM­kortið.
IMEI-númer (International Mobile Equipment
Identity number) — Þetta númer (15 eða 17 tölustafir) er notað til að bera kennsl á gild tæki á GSM-símkerfinu. Hægt er að útiloka tæki, t.d. þau sem hefur verið stolið, af kerfinu. IMEI-númerið fyrir tækið er að finna undir rafhlöðunni.

Lengri líftími rafhlöðu

Ýmsar aðgerðir tækisins ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu hennar. Til að spara rafhlöðuna skaltu hafa eftirfarandi í huga:
Eiginleikar sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa
20
slíkum eiginleikum að keyra í bakgrunni, meðan
aðrir eiginleikar eru notaðir, krefjast aukinnar rafhlöðuorku. Slökktu á Bluetooth-tækninni þegar ekki er þörf fyrir hana.
Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet eða leyfa
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni, meðan aðrar aðgerðir eru notaðar, krefjast aukinnar rafhlöðuorku. Slökkt er á þráðlausum staðarnetum í Nokia tækinu þegar þú ert ekki að reyna að tengjast eða ert ekki með tengingu við aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi. Til að spara rafhlöðuna enn frekar er hægt að stilla tækið þannig að það leiti ekki eða leiti sjaldnar að tiltækum netkerfum í bakgrunninum.
Ef þú hefur stillt Pakkagagnatenging á Ef
samband næst í tengistillingum og ekkert
pakkagagnasamband (GPRS) er til staðar reynir tækið reglulega að koma á pakkagagnatengingu. Til að lengja starfhæfan tíma tækisins velurðu
Valmynd > Verkfæri > Stillingar og Tenging > Pakkagögn > Pakkagagnatenging > Ef með þarf.
Kortaforritið hleður niður nýjum kortaupplýsingum
þegar þú flettir á ný svæði á kortinu en það eykur á orkuþörfina. Hægt er að koma í veg í fyrir sjálfvirkt niðurhal á nýjum kortum.
Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur a þínu
svæði verður tækið reglulega að skanna tiltæk símkerfi. Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í símkerfisstillingunum leitar tækið að 3G­símkerfinu. Hægt er að stilla tækið til að nota eingöngu GSM-símkerfið. Til að nota aðeins GSM­símkerfið velurðu Valmynd > Verkfæri >
Stillingar og Sími > Símkerfi > Símkerfi > GSM.
Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Í
skjástillingunum getur þú breytt tímanum sem þú vilt að líði þar til slökkt er á baklýsingunni. Veldu
Valmynd > Verkfæri > Stillingar og Almennar > Sérstillingar > Skjár > Tímamörk ljósa.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar
rafhlöðuorku. Til að loka forritum sem eru ekki í notkun er valmyndatakkanum haldið inni, flett að forritinu og ýtt á C.
Til að spara orku gerirðu orkusparnaðarstillinguna
virka. Ýttu á rofann og veldu Virkja orkusparnað. Til að gera hana óvirka ýtirðu á rofann og velur
Óvirkja orkusparnað. Ekki er víst að hægt sé að
breyta stillingum í tilteknum forritum þegar orkusparnaðarstillingin er virk.

Laust minni

Veldu Valmynd > Forrit > Skrifstofa > Skr.stj. til að sjá hve mikið minni er laust fyrir ólíkar gagnagerðir.
Margar aðgerðir tækisins vista gögn og taka þannig upp minni. Tækið lætur þig vita ef lítið pláss er eftir í minninu.
Til að losa um minni, flytja gögn í annað minni (ef það er tiltækt) eða samhæfa tölvu.
Notaðu skráastjórann eða viðeigandi forrit til að eyða óþörfum gögnum. Hægt er að fjarlægja eftirfarandi:
Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin
tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
Vistaðar vefsíður
Tengiliðaupplýsingar
Minnismiðar í dagbók
Forrit sem birtast í stjórnanda forrita og ekki er
lengur þörf fyrir
Uppsetningarskrár (með endingunni .sis eða .sisx)
uppsettra forrita. Taka öryggisafrit af uppsetningarskrám og vista á samhæfri tölvu.
Myndir og myndskeið í Myndum.
Hjálp
21

Tækið þitt

Uppsetning síma

Tækið þitt
Þegar þú kveikir á símanum í fyrsta sinn opnast forritið Uppsetning síma.
Til að opna forritið Uppsetning síma síðar velurðu
Valmynd > Verkfæri > Uppsetn. síma.
Til að setja upp tengingar tækisins velurðu
Still.hjálp.
Gögn eru flutt í tækið þitt frá samhæfu Nokia tæki með því að velja Símaflutn..
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.

Nokia símaflutningur

Flutningur efnis

Hægt er að nota forritið Símaflutningur til að afrita gögn eins og símanúmer, heimilisföng, dagbókarfærslur og myndir úr gamla Nokia-tækinu yfir í það nýja.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja úr því. Ef tækið styður samstillingu er einnig hægt að samstilla gögn milli tækja. Tækið lætur þig vita ef hitt tækið er ekki samhæft.
22
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-kort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Þegar kveikt er á tækinu án SIM-korts er ótengda sniðið sjálfkrafa valið og flutningur getur farið fram.
Efni flutt í fyrsta skipti
1. Til að ná í gögn af hinu tækinu í fyrsta skipti velurðu
Símaflutn. í opnunarforritinu á nýja tækinu, eða Valmynd > Verkfæri > Símaflutn..
2. Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja
gögn. Bæði tækin verða að styðja tengigerðina.
3. Ef þú hefur valið Bluetooth sem tengiaðferð skaltu
tengja tækin saman. Veldu Áfram til að láta tækið leita að tækjum með Bluetooth-tengingu. Veldu tækið sem þú vilt flytja efni úr. Tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru tækin pöruð.
Ekki er víst að sumar eldri útgáfur Nokia-tækja séu með Símaflutningsforritið. Þá er forritið sent í hitt tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er sett upp í hinu tækinu með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
4. Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr
hinu tækinu. Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á samsvarandi stað í tækinu þínu. Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað.

Efni samstillt, sótt eða sent

Veldu Valmynd > Verkfæri > Símaflutn.. Eftir fyrsta flutninginn skaltu velja úr eftirfarandi til að
hefja nýjan flutning (veltur á gerð tækisins):
til að samstilla efni milli tækisins og hins tækisins, ef hitt tækið styður samstillingu. Samstillt er í báðar áttir. Ef efni er eytt í öðru tækinu eyðist það í báðum tækjunum. Ekki er hægt að endurheimta eydda hluti með samstillingu.
til að sækja gögn úr hinu tækinu og setja í tækið þitt. Þegar efni er sótt eru það flutt úr hinu tækinu í tækið þitt. Það kann að vera beðið um að upphaflega efnið verði geymt eða því eytt, allt eftir því af hvaða gerð hitt tækið er.
til að senda gögn úr þínu tæki í hitt tækið. Ef ekki er hægt að senda hlut er hægt að setja hann í
Nokia möppuna í C:\Nokia eða E:\Nokia á tækinu (fer eftir gerð tækisins). Þegar þú velur möppu til flutnings eru hlutir í samsvarandi möppu hins tækisins samstilltir og öfugt.
Notkun flýtivísa við að endurtaka flutning
Þegar gagnflutningi er lokið er hægt að vista flýtivísi í flutningsstillingarnar á aðalskjánum til að endurtaka sama flutning síðar.
Til að breyta flýtivísinum velurðu Valkostir >
Stillingar flýtivísis. Til dæmis er hægt að búa til eða
breyta heiti flýtivísis. Flutningsskrá birtist eftir hvern flutning. Hægt er að sjá
skrá síðasta flutnings með því að velja flýtivísun á aðalskjánum og Valkostir > Skoða notkunarskrá.
Meðhöndlun flutningsárekstra
Ef hlut sem á að flytja hefur verið breytt í báðum tækjum reynir þetta tæki sjálfkrafa að sameina breytingarnar. Ef það er ekki hægt kallast það flutningsárekstur. Veldu Skoða hvern fyrir sig, Forg.
í þennan síma eða Forg. í hinn símann til að leysa
áreksturinn.

Vísar á skjá

Verið er að nota tækið á UMTS-símkerfi
(sérþjónusta).
Tækið er notað í UMTS-símkerfi (sérþjónusta).
Það eru ein eða fleiri ólesin skilaboð í
innhólfsmöppunni í Skilaboðum.
Nýr tölvupóstur hefur borist í ytra pósthólfið.
Tækið þitt
23
Það eru ósend skilaboð í úthólfsmöppunni.
Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað.
Hringingin er stillt á þögn og slökkt er á
viðvörunartónum fyrir skilaboð og tölvupóst.
Tækið þitt
Tímasett snið er virkt.
Takkaborðið er læst.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll móttekin símtöl eru flutt í annað símanúmer. Ef notaðar eru tvær símalínur sýnir númer hvaða lína er í notkun.
Tækið er nettengt um þráðlaust staðarnet eða
UMTS (sérþjónusta) og getur tekið á móti netsímtali.
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið. FM-sendirinn er virkur en sendir ekki. FM-
sendirinn er virkur og sendir.
Samhæf snúra sjónvarpsúttaks er tengd við tækið.
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið. Gagnasímtal er virkt (sérþjónusta). GPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé í bið og að tenging sé tiltæk.
Pakkagagnatenging er virk í þeim hluta kerfisins
sem styður EGPRS-tengingu (sérþjónusta). tengingin sé í bið og
24
að tenging sé tiltæk. Táknin
sýnir að
sýna að boðið er upp á EGPRS-tengingu í kerfinu, en ekki er víst að tækið noti EGPRS-tengingu við gagnaflutning.
UMTS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé í bið og að tenging sé tiltæk.
HSDPA-tenging (high-speed downlink packet access) er virk (sérþjónusta). bið og
að tækið hefur verið stillt á að leita að þráðlausum staðarnetum).
notar dulkóðun.
notar ekki dulkóðun.
blikkar er tækið að reyna að tengjast við annað tæki.
að tenging sé tiltæk.
Hægt er að tengjast við þráðlaust staðarnet (eftir
Þráðlaus staðarnetstenging er virk í kerfi sem
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem
Kveikt er á Bluetooth.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth. Þegar vísirinn
USB-tenging er virk.
Samstilling fer fram.
GPS-tenging er virk.
sýnir að tengingin sé í

Flýtivísar

Í stað þess að nota skruntakkann í valmyndum er hægt að nota talnatakkana, # og* til að opna forritin á
fljótlegan hátt. Á aðalvalmyndinni ýtirðu til dæmis á 5 til að opna Skilaboð eða # til að opna forritið eða möppuna á samsvarandi stað á valmyndinni.
Skipt er á milli opinna forrita með því að halda valmyndartakkanum inni. Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Til að koma á nettengingu (sérþjónusta) heldurðu 0 inni í biðstöðu.
Í mörgum forritum er ýtt á skruntakkann til að skoða algengustu valkostina (
Skipt er um snið með því að ýta á rofann og velja nýtt snið.
Til að skipta á milli almenna og hljóðlausa sniðsins í biðham, skaltu halda # inni. Ef þú notar tvær símalínur (sérþjónusta) er skipt á milli þeirra á sama hátt.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) heldurðu 1 inni í biðstöðu.
Ýttu á hringitakkann í biðstöðu til að opna lista yfir númer sem hringt hefur verið í nýlega.
Haltu inni hægri valtakkanum í biðstöðu til að nota raddskipanir.
Til að fjarlægja forrit af aðalvalmyndinni velurðu það og ýtir á C . Ekki er hægt að fjarlægja öll forrit.
).

Farsímaleit

Veldu Valmynd > Leit. Notaðu Farsímaleit til að fá aðgang að leitarvélum og
til að finna og tengjast staðbundinni þjónustu, vefsíðum, myndum og flytjanlegu efni. Einnig er hægt að leita að efni í tækinu, t.d. dagbókarfærslum, tölvupósti eða öðrum skilaboðum.
Vefleit (sérþjónusta)
1. Á aðalskjá Leitar velurðu Leita á internetinu.
2. Veldu leitarvél.
3. Sláðu inn leitarorðin.
4. Ýttu á skruntakkann til að hefja leitina.
Símaleit
Sláðu leitarorð inn í leitarreitinn á aðalskjánum til að leita að efni í tækinu. Leitarniðurstöðurnar birtast jafnskjótt og þú slærð inn texta.

Stillingar hljóðstyrks og hátalara

Þegar símtal er í gangi eða verið er að hlusta á eitthvað er hljóðstyrkurinn stilltur með því að ýta á hljóðstyrkstakkann.
Tækið þitt
25
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að
Tækið þitt
halda á tækinu við eyrað. Þegar verið er að tala í símann er kveikt á hátalaranum
með því að ýta á Hátalari. Ýttu á Símtól til að slökkva á hátalaranum.

Snið án tengingar

Ræstu ótengda sniðið með því að ýta í stutta stund á rofann og velja Ótengdur.
Með sniðinu án tengingar er hægt að nota tækið án þess að tengjast við þráðlausa símkerfið. Þegar ótengda sniðið er notað er slökkt á tengingunni við þráðlausa símkerfið og það gefið til kynna með svæði sendistyrksvísisins. Allar útvarpsbylgjur (RF) sem tækið sendir og fær frá farsímakerfinu eru stöðvaðar. Ef þú reynir að senda skilaboð um farsímakerfið er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem þau eru send síðar.
Þegar ótengda sniðið er valið er hægt að nota tækið án SIM-korts.
Ef SIM-kortið er ekki á sínum stað opnast tækið í ótengda sniðinu.
26
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að
hringja, svara símtölum eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt að hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið.
Þegar þú hefur valið ótengda sniðið geturðu áfram notað þráðlaust staðarnet, t.d. til þess að lesa tölvupóst eða vafra á internetinu. Einnig er hægt að nota Bluetooth-tengingu í ótengda sniðinu. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og notar þráðlausa staðarnetstengingu eða Bluetooth.
Til að skipta yfir í annað snið á fljótlegan hátt skaltu ýta á rofann og velja annað snið. Þá verða þráðlaus samskipti aftur möguleg (ef nægur sendistyrkur er fyrir
í
hendi).

Flýtiniðurhal

HSDPA (High-speed downlink packet access, en einnig kallað 3.5G, táknað með símkerfum þar sem boðið er upp á mjög hratt niðurhal. Þegar HSDPA-stuðningur er virkur í tækinu og tækið er tengt UMTS-símkerfi sem styður HSDPA er hægt að hlaða gögnum, svo sem tölvupósti, og vefsíðum hraðar niður en ella. Virk HSDPA-tenging er táknuð með
) er sérþjónusta í UMTS-
.
Hægt er að kveikja eða slökkva á stuðningi við HSDPA í pakkagagnastillingunum.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um gagnaþjónustu og áskrift að henni.
HSDPA hefur aðeins áhrif á hraða við niðurhal en ekki á gagnasendingar til símkerfisins (svo sem sendingar skilaboða og tölvupósts).
Tækið þitt
27
Ovi
Ovi
Nánari upplýsingar um Ovi þjónustu er að finna á www.ovi.com.

Um Ovi-verslunina

Í Ovi-versluninni geturðu hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum, myndum og hringitónum í tækið þitt. Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra þarftu að kaupa og greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á símareikninginn. Ovi-verslunin býður þér upp á efni sem er samhæft við tækið þitt og hæfir bæði smekk þínum og staðsetningu.
Efnið í Ovi-versluninni er flokkað á eftirfarandi hátt:
Við mælum með
Leikir
Sérstillingar
Forrit
Hljóð & myndskeið

Ovi-tengiliðir

Um Ovi-samskipti

Með Ovi-samskiptum geturðu verið tengdur fólki sem
28
þú vilt vera í sambandi við. Leitaðu að tengiliðum og
uppgötvaðu vini í Ovi-samfélaginu. Vertu í sambandi við vini þína – spjallaðu, deildu staðsetningu þinni og viðveru og fylgstu auðveldlega með því hvað vinir þínir eru að bralla og hvar þeir eru staddir. Þú getur jafnvel spjallað við vini sem nota Google Talk™.
Þú getur einnig samstillt tengiliði, dagbók og annað efni milli Nokia-tækisins og Ovi.com. Mikilvægar upplýsingar eru vistaðar og uppfærðar reglulega í tækinu og á vefnum. Með Ovi-samskiptum geturðu haft tengiliðalistann eins og þú vilt og treyst því að tengiliðir séu vistaðir á Ovi.com.
Þú verður að vera með Nokia-áskrift til að geta notað þjónustuna. Búðu til áskrift í farsímanum eða farðu á www.ovi.com í tölvunni.
Það getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar að nota Ovi-samskipti. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá netþjónustuveitunni.

Spjallaðu við vini þína

Spjallað við vin — Veldu Valkostir > Spjall. Spjallskilaboð send — Sláðu inn textann í
skilaboðareitinn og veldu Senda. Á spjallskjánum velurðu Valkostir og úr eftirfarandi:
Senda — Senda skilaboðin.
Setja inn broskarl — Til að setja inn broskarl.
Senda staðsetn. mína — Til að senda staðsetningu
þína til spjallfélaga (ef bæði tækin styðja slíkt).
Snið — Til að sjá upplýsingar um vin.
Svæðið mitt — Til að velja viðverustöðu þína eða
myndina, sérsníða skilaboð eða breyta persónuupplýsingunum.
Breyta texta — Til að afrita eða líma texta.
Ljúka spjalli — Til að ljúka spjalli.
Hætta — Til að ljúka öllu spjalli og loka forritinu.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði. Til að geta móttekið staðsetningarupplýsingar frá vini
þínum verður þú að vera með Kortaforritið. Nauðsynlegt er að vera með bæði Korta- og Staðsetningarforritið til að geta sent og móttekið upplýsingar um staðsetningu.
Staðsetning vinar skoðuð — Veldu Sýna á korti. Farið til baka á aðalskjá Ovi-samskipta, án þess að
slíta spjalli — Veldu Til baka. Að bæta við, hringja í eða afrita símanúmer úr
spjalli — Farðu að símanúmeri í spjalli og veldu
Valkostir og viðeigandi kost.

Skrár á Ovi

Með skrám á Ovi er hægt að nota Nokia N86 8MP til að fá aðgang að efni á tölvunni þegar kveikt er á henni og
hún nettengd. Þú þarft að setja upp forritið Skrár á Ovi á öllum tölvum sem þú vilt fá aðgang að með Skrár á Ovi .
Þú getur prófað Skrár á Ovi í takmarkaðan tíma. Með Skrám á Ovi geturðu:
Flett í gegnum myndirnar þínar, leitað í þeim og
skoðað þær. Þú þarft ekki að hlaða myndum upp á vefsvæðið en þú getur fengið aðgang að efni sem er á tölvunni með farsímatækinu.
Flett í gegnum skrárnar þínar, leitað í þeim og
skoðað þær.
Flutt lög úr tölvunni í tækið.
Sent skrár og möppur úr tölvunni án þess að færa
þær í eða úr tækinu fyrst.
Opnað skrár á tölvunni þótt slökkt sé á henni. Veldu
bara hvaða möppur og skrár þú vilt gera aðgengilegar og Skrár á Ovi geymir sjálfkrafa uppfært afrit á öruggum geymslustað á netinu, til að þú getir jafnvel opnað skrárnar þegar slökkt er á tölvunni.
Frekari upplýsingar eru á files.ovi.com/support.
Ovi
29

Myndavél

Um myndavélina

Myndavél
Það eru tvær myndavélar í Nokia N86 8MP. Aðalmyndavélin, sem er með hárri upplausn, er aftan á tækinu. Aukamyndavélin, sem er með minni upplausn, er framan á því. Hægt er að nota báðar myndavélarnar til að taka myndir og taka upp hreyfimyndir.
Þetta tæki styður 3264x2448 punktar (8 megapixlar) myndupplausn. Myndupplausnin í þessari handbók getur virst önnur.
Myndir og myndskeið eru vistuð í Myndum. Myndirnar eru á JPEG-sniði. Myndskeið eru tekin upp á
MPEG-4-sniði með endingunni .mp4, eða á 3GPP-sniði með endingunni .3gp (samnýtingargæði).
„Stillingar myndskeiða“, bls. 39.
Til að losa minni fyrir nýjar myndir og myndskeið flyturðu t.d. skrár í tölvu með USB-gagnasnúru og fjarlægir þær úr tækinu. Tækið lætur þig vita þegar minnið er orðið fullt. Þá er hægt að losa minni í gagnageymslunni eða skipta um minni.
Hægt er að senda myndir og myndskeið í margmiðlunarskilaboðum, sem viðhengi í tölvupósti eða með öðrum sendiaðferðum, t.d. um Bluetooth eða
30
Sjá
með tengingu við þráðlaust staðarnet. Einnig er hægt að hlaða þeim upp í samhæft netalbúm.

Kveikt á myndavélinni

Til að ræsa aðalmyndavélina skaltu opna linsuna. Til að ræsa aðalmyndavélina þegar linsan er opin og myndavélin er virk í bakgrunninum skaltu halda myndatökutakkanum inni.
Loka skal linsunni til að slökkva á aðalmyndvélinni.

Myndataka

Myndavélarvísar fyrir kyrrmyndir

Myndglugginn fyrir kyrrmyndir sýnir eftirfarandi:
1 — Vísir fyrir tökustillingar
Loading...
+ 140 hidden pages