Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-530 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í
tilskipun 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/
Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að fyrirfram fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia
framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án
undangenginnar tilkynningar.
Java and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc.
Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar
samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd
sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, sem varða til dæmis
notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA EÐA EINHVERJIR AF LEYFISVEITENDUM ÞESS UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA
TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM NÉ UNDIRSKILIN, Á
NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS. Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI
NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TIL BAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR.
Bakhönnun (e. reverse engineering) hugbúnaðar í tækinu er bönnuð eins og lög segja til um. Að því marki er þessi notendahandbók inniheldur einhverjar
takmarkanir á fyrirsvari, ábyrgðum og skaðabótaskyldu Nokia, auk takmarkana á fjárhæð skaðabóta, skulu þær takmarkanir einnig ná til sérhvers fyrirsvars,
ábyrgða og skaðabótaskyldu leyfisveitanda Nokia, auk takmarkana á fjárhæð skaðabóta.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki
höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim
upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila. MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ
FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI
LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFN FRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FY RIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR
Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI,
HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokiasöluaðila þínum. Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
TILKYNNING FRÁ FCC/INDUSTRY CANADA
Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar sími er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada geta krafist þess að
þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa samband við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Þetta
tæki er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og (2) tækið
verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess. Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki
samþykkt berum orðum geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt
getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Les a skal alla
notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun
þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún
kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð
skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu
við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í
akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir
truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á
tækinu um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum,
efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er
að sprengja.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða
gera við þessa vöru.
AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og
rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt
til notkunar í UMTS 900, 1900 og 2100 MHz símkerfi og GSM
850, 900, 1800 og 1900 MHz símkerfi. Þjónustuveitan
gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Tækið styður nokkrar tengingaraðferðir og eins og við á
um tölvur gæti það verið berskjaldað fyrir vírusum og öðru
skaðlegu efni. Fara skal með gát við meðhöndlun
skilaboða, tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal.
Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbúnað frá
áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlegt öryggi
og vörn, líkt og Symbian Signed hugbúnað eða hugbúnað
sem hefur staðist Java Verified™ prófun. Þú ættir að íhuga
að setja vírusvarnarhugbúnað og annan öryggishugbúnað
upp í tækinu og tölvum sem tengjast við það.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á
netsíður þriðju aðila sem gætu gert þér kleift að nálgast
slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur hvorki
stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast
slík svæði skaltu huga að öryggi og efni.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal
Öryggi
7
kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur
valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða
staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra,
Öryggi
þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta
hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda,
tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar
upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók
þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má
tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á
skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í
notendahandbókinni.
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera
áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að
nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma
eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka
skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér
sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni
um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum
netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá
þjónustuveitunni. Sum netkerfi geta verið með
takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota
tiltekna eiginleika tækisins og krefjast netþjónustu á borð
við stuðning við tiltekna tækni eins og WAP 2.0
8
samskiptareglur (HTTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP
samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar
aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í
tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í
tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á
valmyndum, skipanir og tákn.
Um stafræn réttindi
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða
staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra,
þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta
hindrað afritun, breytingu eða flutning mynda, tónlistar
og annars efnis.
Eigendur efnis kunna að nota mismunandi gerðir
stafrænnar réttindatækni (DRM) ti l að vernda hugverkarétt
sinn, þ.m.t. höfundarrétt. Þetta tæki notar mismunandi
gerðir stafrænnar tækni til að opna stafrænt varið efni. Í
þe ssu tæki e r hæ gt a ð op na efn i se m er var ið með WMD RM
10 og OMA DRM 2.0. Ef tiltekinn stafrænn hugbúnaður nær
ekki að verja efni geta efniseigendur beðið um að hæfni
slíks hugbúnaðar til að opna nýtt efni sem er varið með
stafrænni réttindatækni sé afturkölluð. Með afturköllun er
einnig hægt að hindra endurnýjun á þannig vernduðu efni
sem þegar er í tækinu. Afturköllun slíks hugbúnaðar hefur
ekki áhrif á notkun efnis sem er varið með öðrum gerðum
stafrænna réttinda eða notkun efnis sem ekki er varið með
stafrænum réttindum.
Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir
leyfi sem tilgreinir hvernig hægt er að nota efnið.
Ef tækið er með OMA DRM-varið efni skal nota
öryggisafritunaraðgerðina í Nokia Ovi Suite til að taka
öryggisafrit af bæði leyfum og efninu.
Ekki er víst að aðrar flutningsaðferðir flytji leyfin sem þarf
að endurstilla með OMA DRM-vörðu efni, til þess að hægt
sé að nota það eftir að minni tækisins hefur verið
forsniðið. Einnig gæti þurft að endurstilla leyfið ef skrár í
tækinu skemmast.
Ef tækið inniheldur WMDRM-varið efni glatast það efni
ásamt leyfi þess ef minni tækisins er forsniðið. Einnig gæti
leyfið og efnið glatast ef skrár í tækinu skemmast. Glatist
leyfið eða efnið getur það takmarkað möguleikann á að
nota efnið aftur. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Sum leyfi kunna að vera tengd tilteknu SIM-korti og aðeins
er hægt að fá aðgang að varða efninu ef SIM-kortið er í
tækinu.
Rafhlaða fjarlægð
Slökkva skal á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en
rafhlaðan er fjarlægð.
Öryggi
9
Hjálp
Hjálp
Þjónusta
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um notkun vörunnar eða
ert ekki viss um hvernig síminn á að virka skaltu lesa
notendahandbókina í símanum. Veldu Valmynd >
Forrit > Hjálp > Hjálp.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af
eftirfarandi:
• Endurræstu símann. Slökktu á tækinu og taktu
rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja
rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á símanum.
• Uppfærðu hugbúnað símans
• Núllstilltu tækið
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við
Nokia. Opnaðu www.nokia.com/repair. Ávallt skal taka
öryggisafrit af gögnum í símanum áður en hann er sendur
í viðgerð.
10
Uppfæra hugbúnað
tækisins
Um hugbúnað tækja og
uppfærslur forrita
Hugbúnaðaruppfærslur tækja og uppfærslur forrita veita
nýja möguleika og bættar aðgerðir fyrir tækið þitt.
Uppfærsla á hugbúnaði getur einnig bætt afköst tækisins.
Mælt er með að þú takir
öryggisafrit af
persónulegum
upplýsingum áður en þú
uppfærir hugbúnað
tækisins.
Viðvörun: Ekki er
hægt að nota tækið,
jafnvel ekki til að hringja
neyðarsímtöl, fyrr en
uppfærslunni er lokið og
tækið hefur verið
endurræst.
Það að hlaða
hugbúnaðaruppfærslum
getur falið í sér stórar
gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða
tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Eftir að þú uppfærir hugbúnað tækisins eða forrit kunna
leiðbeiningarnar í notendahandbókinni að vera úreltar.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir
fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia Software
Updater forritið á www.nokia.com/softwareupdate.
Hjálp
Hugbúnaður og forrit tækisins
uppfærð með tækinu
Þú getur kannað hvort uppfærslur séu fáanlegar fyrir
forrit í tækinu eða fyrir einstakan hugbúnað, og síðan
hlaðið þeim niður og sett upp í tækinu (sérþjónusta). Þú
getur einnig stillt tækið þannig að það leiti sjálfkrafa að
uppfærslum og láti þig vita þegar mikilvægar eða
ráðlagðar uppfærslur eru tiltækar.
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Sími > Hugb.uppf..
Ef uppfærslur eru tiltækar skaltu velja hvaða uppfærslu þú
vilt hlaða niður og setja upp og velja svo
Tækið stillt á að leita sjálfkrafa að uppfærslum —
Nokia Software Updater er tölvuforrit sem gerir þér kleift
að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu. Til að uppfæra
hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða
internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að
tengja tækið við tölvuna.
Hjálpartexti tækisins
Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin
sem fylgja því.
Til að opna hjálpartexta í aðalvalmyndinni velurðu
Valmynd > Forrit > Hjálp > Hjálp og forritið sem þú
vilt fá leiðbeiningar um.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að
skoða viðkomandi hjálpartexta.
Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að lesa
leiðbeiningarnar velurðu Valkostir > Minnka
leturstærð eða Auka leturstærð.
Í lok hvers hjálpartexta eru tenglar að svipuðu efni. Ef þú
velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring. Hjálpartextar
nota eftirfarandi vísa:
að forritinu sem fjallað er um.
Þegar þú lest fyrirmælin geturðu skipt á milli hjálpartexta
og forrits sem er opið í bakgrunni með því að velja
Valkostir > Sýna opin forrit og viðeigandi forrit.
Tengill að tengdu efni. Tengill
11
Fáðu meira út úr
Hjálp
tækinu.
Í tækinu eru forrit frá Nokia, sem og frá öðrum
hugbúnaðarframleiðendum, sem tryggja að þú fáir meira
út úr tækinu. Skoðaðu og náðu þér í forrit í Ovi-versluninni
á slóðinni store.ovi.com. Forritunum er lýst í handbókum
sem eru á Nokia hjálparsíðunum á www.nokia.com/
support eða vefsetri Nokia í heimalandi þínu.
Stillingar
Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og
internet yfirleitt valdar sjálfkrafa samkvæmt upplýsingum
frá þjónustuveitunni. Verið getur að þjónustuveitan hafi
þegar sett upp stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að
fá þær sendar eða biðja um þær í sérstökum
textaskilaboðum.
Hægt er að breyta almennum stillingum tækisins, svo sem
tungumáli, biðstöðu, skjástillingum og læsingu á
takkaborði.
Lykilorð
PIN- eða
PIN2-númer
(4-8 tölur)
12
Slíkt númer kemur í veg fyrir að SIM-kortið
sé notað í leyfisleysi eða er nauðsynlegt til
að fá aðgang að tilteknum aðgerðum.
Þú getur stillt tækið þannig að það biðji
um PIN-númerið þegar kveikt er á því.
PUK- eða
PUK2-númer
(8 tölur)
IMEI-númer
(15 tölur)
Lásnúmer
(öryggisnúm
er)
(minnst 4
tölur eða
stafir)
Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu
eða þú gleymir þeim skaltu hafa samband
við þjónustuveituna.
Ef þú slærð inn rangt PIN- eða PIN2-númer
þrisvar sinnum í röð þarftu að opna það
með PUK- eða PUK2-númerinu.
Slíkt númer er nauðsynlegt til að opna
PIN- eða PIN2 númer.
Hafa skal samband við þjónustuveituna ef
þessi númer fylgja ekki með SIM-kortinu.
Númerið er notað til að auðkenna gild
tæki í símkerfinu. Einnig er hægt að nota
númerið til að loka til dæmis stolnum
tækjum.
Hægt er að sjá IMEI-númerið með því að
hringja í *#06#.
Númerið kemur í veg fyrir að tækið sé
notað í leyfisleysi.
Þú getur stillt tækið þannig að það biðji
um lásnúmerið sem þú velur.
Haltu númerinu leyndu og á öruggum
stað, fjarri tækinu.
Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst
þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú getur
þurft að greiða viðbótargjald og
persónulegum gögnum í tækinu kann að
verða eytt.
Nánari upplýsingar færðu hjá Nokia Care
þjónustuaðila eða söluaðilanum.
Lengri líftími rafhlöðu
Ýmsar aðgerðir tækisins ganga á rafhlöðu símans og draga
úr endingu hennar. Til að spara rafhlöðuna skaltu hafa
eftirfarandi í huga:
• Eiginleikar sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum
eiginleikum að keyra í bakgrunni, meðan aðrir
eiginleikar eru notaðir, krefjast aukinnar rafhlöðuorku.
Slökktu á Bluetooth-tækninni þegar ekki er þörf fyrir
hana.
• Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet eða leyfa slíkum
aðgerðum að keyra í bakgrunni, meðan aðrar aðgerðir
eru notaðar, krefjast aukinnar rafhlöðuorku. Slökkt er
á þráðlausum staðarnetum í Nokia tækinu þegar þú ert
ekki að reyna að tengjast eða ert ekki með tengingu við
aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi. Til að
spara rafhlöðuna enn frekar er hægt að stilla tækið
þannig að það leiti ekki eða leiti sjaldnar að tiltækum
netkerfum í bakgrunninum.
• Ef þú hefur stillt Pakkagagnatenging á Ef samband
næst í tengistillingum og ekkert pakkagagnasamband
(GPRS) er til staðar reynir tækið reglulega að koma á
pakkagagnatengingu. Til að lengja starfhæfan tíma
tækisins velurðu Valmynd > Stjórnborð > Stillingar
og Tenging > Pakkagögn >
Pakkagagnatenging > Ef með þarf.
• Kortaforritið hleður niður nýjum kortaupplýsingum
þegar þú flettir á ný svæði á kortinu en það eykur á
orkuþörfina. Hægt er að koma í veg í fyrir sjálfvirkt
niðurhal á nýjum kortum.
• Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur a þínu
svæði verður tækið reglulega að skanna tiltæk símkerfi.
Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í
símkerfisstillingunum leitar tækið að 3G-símkerfinu.
Hægt er að stilla tækið til að nota eingöngu GSMsímkerfið. Til að nota aðeins GSM-símkerfið velurðu
• Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Í
skjástillingunum getur þú breytt tímanum sem þú vilt
að líði þar til slökkt er á baklýsingunni. Veldu
Valmynd > Stjórnborð > Stillingar og Almennar >
Sérstillingar > Skjár > Tímamörk ljósa. Til að stilla
ljósnemann sem fylgist með birtuskilyrðum og stillir
birtustig skjásins ferðu í skjástillingarnar og velur
Ljósnemi.
• Til að spara orku gerirðu orkusparnaðarstillinguna
virka. Ýttu á rofann og veldu Virkja orkusparnað. Til
að gera hana óvirka ýtirðu á rofann og velur Óvirkja
orkusparnað. Ekki er víst að hægt sé að breyta
stillingum í tilteknum forritum þegar
orkusparnaðarstillingin er virk.
Laust minni
Veldu Valmynd > Skrifstofa > Skr.stj. til að sjá hve
mikið minni er laust fyrir ólíkar gagnagerðir.
Margar aðgerðir tækisins vista gögn og taka þannig upp
minni. Tækið lætur þig vita ef lítið pláss er eftir í minninu.
Til að losa um minni, flytja gögn í annað minni (ef það er
tiltækt) eða samhæfa tölvu.
Notaðu skráastjórann eða viðeigandi forrit til að eyða
óþörfum gögnum. Hægt er að fjarlægja eftirfarandi:
Hjálp
13
• Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin
tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
• Vistaðar vefsíður
• Tengiliðaupplýsingar
• Minnismiðar í dagbók
• Forrit sem birtast í stjórnanda forrita og ekki er lengur
þörf fyrir
Tækið tekið í notkun
Tækið tekið í notkun
• Uppsetningarskrár (með endingunni .sis eða .sisx)
uppsettra forrita. Taka öryggisafrit af
uppsetningarskrám og vista á samhæfri tölvu.
• Myndir og myndskeið í Myndum.
SIM-korti og rafhlöðu
komið fyrir
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig
þekkt sem micro-SIM-kort, micro-SIM-kort með millistykki
eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í þessu
tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta
tæki styður ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf
SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á
minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru
á kortinu geta skemmst.
Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja
14
hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
1. Fjarlægðu bakhliðina.
2. Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.
3. Dragðu festingu SIM-kortsins út og settu SIM-kortið í.
Gættu þess að snertiflöturinn á kortinu vísi niður og að
skáhorn kortsins snúi að skáhorni festingarinnar. Ýttu
festingu SIM-kortsins aftur inn.
4. Gættu þess að rafskaut rafhlöðunnar nemi við tengi
rafhlöðuhólfsins og settu rafhlöðuna á sinn stað.
Minniskorti komið fyrir
Aðeins skal nota samhæft microSD- og microSDHC-kort
sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia
styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur
verið að sum kort sé ekki hæ gt að nota að fullu m eð þessu
tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og
skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Minniskorti hefur ef til vill þegar verið komið fyrir í tækinu.
Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1. Settu samhæft minniskort í raufina. Gættu þess að
snertiflötur kortsins snúi upp og að raufinni.
2. Ýttu kortinu inn. Smellur
heyrist þegar kortið fellur á
sinn stað.
Tækið tekið í notkun
5. Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er
að nota það í aðgerð. Það gæti skaðað kortið og tækið og
skemmt gögn sem vistuð eru á því.
1. Áður en þú fjarlægir minniskortið skaltu ýta á rofann
og velja Fjarlægja minniskort. Öll forrit lokast.
2. Þegar Ef minniskort er fjarlægt verður öllum
opnum forritum lokað. Fjarlægja samt? birtist
skaltu velja Já.
3. Fjarlægðu minniskort og styddu á 'Í lagi' birtist.
15
4. Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni.
5. Dragðu minniskortið út og lokaðu minniskortsraufinni.
Ef kveikt er á tækinu skaltu velja Í lagi.
greiða viðbótargjald. Þú færð nánari upplýsingar hjá
Nokia Care-þjónustuaðila eða söluaðila.
Til að slökkva á tækinu skaltu ýta á rofann og velja
Slökkva!.
Staðsetning loftneta
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal
óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða
taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði
og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur
minnkað líftíma rafhlöðu þess.
Tækið tekið í notkun
Kveikt og slökkt á
tækinu
Til að kveikja á tækinu:
1. Ýttu á rofann og haltu honum inni.
2. Ef tækið biður um PIN-númer eða
læsingarnúmer skaltu slá það inn og velja Í
lagi. Sjálfgilt númer fyrir læsingu er 12345.
16
Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst
þarftu að leita til þjónustuaðila og e.t.v.
Rafhlaðan hlaðin
Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef tækið
sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi:
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
Ef notað er USB-hleðslutæki skaltu tengja
hleðslutengið við USB-tengið.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst
taka hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr
innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú
getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan
er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að
hringja.
Hlaðið með USB-gagnasnúru
Hleðsla með USB-gagnasnúru er hægvirkar en þegar
hleðslutæki er notað. Ekki er víst að hægt sé að hlaða með
USB-gagnasnúru ef þú notar USB-deilibox. USB-deilibox
kunna að vera ósamhæf ef hlaða á USB-tæki.
Þegar USB-gagnasnúra er tengd getur þú flutt gögn um
leið og þú hleður.
1. Tengdu samhæft USB-tæki við tækið með samhæfri
USB-snúru.
Það fer eftir tækinu sem notað er til hleðslu hve langur
tími líður þar til hleðslan hefst.
2. Ef kveikt er á tækinu skaltu velja velja úr tiltækum USBstillingum.
3 — Hljóðstyrkstakki til hækkunar
4 — Raddtakki
5 — Hljóðstyrkstakki til lækkunar
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur
það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal
nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Úlnliðsband
Þræddu úlnliðsbandið og hertu að.
Til athugunar: Yfirborð platna þessa tæki felur ekki í
sér nikkel. Yfirborð þessa tækis felur í sér ryðfrítt stál.
Tækið kann að hitna við svo sem myndsímtöl og háhraða
gagnatengingar notkun í lengri tíma. Það er í flestum
tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið ekki vinna rétt skaltu
fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Höfuðtól
Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf
heyrnartól við tækið. Þú gætir þurft að velja
snúrustillinguna.
Þegar hringt er handfrjálst skal nota höfuðtól með
samhæfri fjarstýringu eða nota hljóðnema tækisins.
18
Textaritun
Innsláttaraðferðir tækisins kunna að vera mismunandi
eftir markaðssvæðum.
Skrifa texta með lyklaborðinu
Tækið þitt er með lyklaborð.
Skipt milli há- og lágstafa — Til að skipta á milli há- og
lágstafa ýtirðu tvisvar á skiptitakkann. Til að slá inn einn
hástaf í lágstafastillingu, eða öfugt, ýtirðu einu sinni á
skiptitakkann og svo á viðeigandi stafatakka.
Tala eða sérstafur efst á takka sett inn — Ýttu á
virknitakkann og ýttu svo á viðeigandi stafatakka eða
haltu niðri stafatakkanum. Til að slá inn nokkra sérstafi í
röð ýtirðu tvisvar á virknitakkann og ýtir svo á viðeigandi
stafatakka. Til að skipta aftur yfir í venjulega stillingu
ýtirðu á virknitakkann.
Sérstafur sem er ekki á lyklaborðinu settur inn — Ýttu
á sym-takkann og veldu
Stafur sem er ekki á lyklaborðinu settur inn — Hægt
er að setja inn mismunandi útfærslur stafa, til dæmis stafi
með kommum. Til að slá t.d. inn „á“ heldurðu symtakkanum inni og ýtir um leið endurtekið á A þar til rétti
stafurinn birtist. Það fer eftir því hvaða tungumál er valið
hvaða bókstafir birtast og í hvaða röð.
Broskarli bætt við — Ýttu á sym-takkann og veldu
broskarl. Broskarlar eru aðeins í boði fyrir texta- og
margmiðlunarskilaboð.
Ábending: Til að bæta við sérstaf sem var notaður
nýlega heldurðu ctrl-takkanum inni, ýtir á symtakkann og velur stafinn á sprettivalmyndinni.
og svo staf.
Texti afritaður og límdur
1. Haltu skiptitakkanum inni og flettu til að auðkenna
textann sem þú vilt afrita.
2. Ýttu á ctrl + C.
3. Opnaðu staðinn sem þú vilt líma textann á og ýttu á
ctrl + V.
Skipt um tungumál texta eða flýtiritun virkjuð —
Veldu Valkostir > Valkostir innsláttar.
Nokia símaflutningur
Afrita efni af eldra tæki
Hægt er að nota Símaflutn.-forritið til að afrita efni, t.d.
símanúmer, heimilisföng, dagbókaratriði og myndir, úr
eldra Nokia-tækinu í nýja tækið um Bluetooth.
Efni flutt í fyrsta
skipti
1. Til að sækja gögn úr
öðru tæki í fyrsta sinn,
úr tækinu þínu, skaltu
velja Valmynd >
Stjórnborð >
Símaflutn..
2. Para tækin saman. Til
að láta tækið leita að
tækjum með
Bluetooth-tengingu
velurðu Áfram. Veldu
tækið sem þú vilt
flytja efni úr. Tækið
biður þig að slá inn
kóða. Sláðu inn
kóðann (1-16 tölustafir að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu
inn sama kóða í hitt tækið og velduÍ lagi. Þá eru tækin
pöruð.
Ef gamla Nokia-tækið þitt er ekki með forritið
Símaflutn. sendir nýja tækið þitt það sem skilaboð.
Opnaðu skilaboðin í gamla tækinu og fylgdu
leiðbeiningunum.
Tækið tekið í notkun
19
3. Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu
tækinu.
Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á samsvarandi
stað í tækinu þínu. Flutningstíminn veltur á því
gagnamagni sem er afritað.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja úr
því. Ef tækið styður samstillingu er einnig hægt að
samstilla gögn milli tækja. Tækið lætur þig vita ef hitt
tækið er ekki samhæft.
Tækið tekið í notkun
Efni samstillt, sótt eða sent
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Símaflutn..
Eftir fyrsta flutninginn skaltu velja úr eftirfarandi til að
hefja nýjan flutning (veltur á gerð tækisins):
til að samstilla efni milli tækisins og hins tækisins, ef
hitt tækið styður samstillingu. Samstillt er í báðar áttir. Ef
efni er eytt í öðru tækinu eyðist það í báðum tækjunum.
Ekki er hægt að endurheimta eydda hluti með
samstillingu.
til að sækja gögn úr hinu tækinu og setja í tækið þitt.
Þegar efni er sótt eru það flutt úr hinu tækinu í tækið þitt.
Það kann að vera beðið um að upphaflega efnið verði
geymt eða því eytt, allt eftir því af hvaða gerð hitt tækið
er.
til að senda gögn úr þínu tæki í hitt tækið.
Ef ekki er hægt að senda hlut er hægt að setja hann í Nokia
möppuna í C:\Nokia eða E:\Nokia á tækinu (fer eftir gerð
tækisins). Þegar þú velur möppu til flutnings eru hlutir í
20
samsvarandi möppu hins tækisins samstilltir og öfugt.
Notkun flýtivísa við að endurtaka flutning
Þegar gagnflutningi er lokið er hægt að vista flýtivísi í
flutningsstillingarnar á aðalskjánum til að endurtaka
sama flutning síðar.
Til að breyta flýtivísinum velurðu Valkostir > Stillingar
flýtivísis. Til dæmis er hægt að búa til eða breyta heiti
flýtivísis.
Flutningsskrá birtist eftir hvern flutning. Hægt er að sjá
skrá síðasta flutnings með því að velja flýtivísun á
aðalskjánum og Valkostir > Skoða notkunarskrá.
Meðhöndlun flutningsárekstra
Ef hlut sem á að flytja hefur verið breytt í báðum tækjum
reynir þetta tæki sjálfkrafa að sameina breytingarnar. Ef
það er ekki hægt kallast það flutningsárekstur. Veldu
Skoða hvern fyrir sig, Forg. í þennan síma eða Forg. í
hinn símann til að leysa áreksturinn.
Nokia Ovi Suite
Nokia Ovi Suite inniheldur ýmis forrit sem hægt er að setja
upp á samhæfri tölvu. Ovi Suite setur öll tiltæk forrit í
sérstakan glugga þar sem hægt er að opna þau. Ovi Suite
fylgir hugsanlega með minniskortinu ef það fylgir með
tækinu.
Hægt er að nota Ovi Suite til að samstilla tengiliði, dagbók,
verkefni og önnur minnisatriði milli tækisins og samhæfs
forrits í tölvu. Einnig er hægt að nota Ovi Suite til að flytja
bókamerki milli tækisins og samhæfra vafra og flytja
myndir og myndskeið milli tækisins og samhæfrar tölvu.
Skoðaðu stillingar samstillingar. Þær stillingar sem eru
valdar stjórna því hvort gagnaeyðing er hluti af
hefðbundinni samstillingu.
Til að nota Ovi Suite þarf tölvu sem keyrir á Microsoft
Windows XP (SP2 eða nýrri) eða Windows Vista (SP1 eða
nýrri) og er með USB-tengi eða Bluetooth-tengingu.
Það er ekki hægt að nota Ovi Suite á Apple Macintosh
tölvum.
Nánari upplýsingar um Ovi Suite er að finna í hjálparforriti
símans eða á www.nokia.com/support.
Uppsetning Nokia Ovi Suite
1. Gakktu úr skugga um að minniskortið sé í Nokia E72.
2. Tengdu USB-snúruna. Tölvan finnur nýja tækið og setur
upp nauðsynlega rekla. Þetta getur tekið nokkrar
mínútur.
3. Veldu Gagnaflutningur sem USB-tengiaðferð í
tækinu. Tækið er merkt sem Removable Disk (laus
diskur) í möppuglugga Windows.
4. Opnaðu rót minniskortsins í möppuglugga Windows
og veldu uppsetninguna á Ovi Suite.
5. Þá hefst uppsetningin. Farðu eftir leiðbeiningunum.
Ábending: Ef þú vilt uppfæra Ovi Suite eða ef
vandræði eru í uppsetningu á Ovi Suite af
minniskortinu skaltu afrita uppsetningarskrána yfir
á tölvuna og ræsa hana þaðan.
Ovi by Nokia
Með Ovi by Nokia geturðu fundið nýja staði og
þjónustur og haldið sambandi við vini þína. Þú getur til
dæmis gert eftirfarandi:
• Hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum og
hringitónum í tækið
• Fundið rétta leið með ókeypis leiðsögn fyrir göngu og
akstur, skipulagt ferðir og skoðað staðsetningar á korti
• Fengið ókeypis Ovi-póstreikning
• Sótt tónlist
Sumir hlutir eru ókeypis en þú gætir þurft að borga fyrir
aðra.
Mismunandi getur verið eftir löndum eða svæðum hvaða
þjónusta er í boði og ekki eru öll tungumál studd.
Til að opna Ovi-þjónustur Nokia ferðu á www.ovi.com og
skráir Nokia-áskriftina þína.
Nánari upplýsingar eru í hjálparkaflanum á www.ovi.com/
support.
Um Ovi-verslunina
Í Ovi-versluninni geturðu hlaðið niður leikjum, forritum,
myndskeiðum, myndum og hringitónum í tækið þitt.
Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra þarftu að kaupa og
greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á
símareikninginn. Það fer eftir landi og þjónustuveitu
hvaða greiðslumáta er boðið upp á. Ovi-verslunin býður
upp á efni sem er samhæft við tækið þitt og hæfir bæði
smekk þínum og staðsetningu.
Tækið tekið í notkun
21
Þinn Nokia E72
Nýja Nokia Eseries tækið inniheldur nýjar útgáfur af
dagbókar-, tengiliða- og tölvupóstsforritunum, sem og
nýjan heimaskjá.
Þinn Nokia E72
Helstu eiginleikar
Nýja Nokia E72 auðveldar þér að hafa umsjón með
vinnuupplýsingum og persónulegum upplýsingum. Sumir
af helstu eiginleikunum eru tilgreindir hér:
Lestu og svaraðu tölvupósti á ferðinni.
Vertu vel upplýst(ur) og skipuleggðu fundi með
dagbókarforritinu.
Skipuleggðu vinnufélagana þína og vini með
tengiliðaforritinu.
Tengstu þráðlausu staðarneti (WLAN) með
staðarnetshjálpinni.
Sýslaðu með skjöl, töflureikni og kynningar
með Quickoffice forritinu.
Finndu áhugaverða staði með kortaforritinu.
22
Skiptu á milli vinnu- og persónustillinga.
Breyttu útliti og uppsetningu heimaskjásins
með stillingaforritinu.
Skoðaðu innra net fyrirtækisins með
innranetsforritinu.
Færðu tengiliðaupplýsingar og upplýsingar í
dagbók úr eldra tæki yfir í Nokia E72 með
símaflutningsforritinu.
Kannaðu hvaða uppfærslur eru í boði og sæktu
þær í tækið með forritauppfærslum.
Dulkóðaðu tækið þitt eða minniskortið til að
koma í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar
komist yfir mikilvægar upplýsingar.
Heimaskjár
Heimaskjár
Á heimaskjánum geturðu opnað þau forrit sem þú notar
mest og séð hvort þú hefur misst af símtölum eða fengið
ný skilaboð.
Þegar þú sérð táknið flettirðu til hægri til að nálgast
lista yfir tiltækar aðgerðir. Listanum er lokað með því að
fletta til vinstri.
Heimaskjárinn
inniheldur eftirfarandi:
1. Flýtivísar forrita.
Veldu flýtivísun
forrits til að opna
það.
2. Upplýsingasvæði.
Til að athuga hlut
sem birtist á
upplýsingasvæðinu
velurðu hann.
3. Tilkynningasvæði. Til að skoða tilkynningar skaltu
fletta að hólfi. Hólfin eru aðeins sýnileg ef atriði eru í
þeim.
Þú getur tilgreint tvo mismunandi heimaskjái fyrir
mismunandi tilgang, til dæmis einn skjá til að sýna
vinnutengdan tölvupóst og tilkynningar og annan sem
sýnir einkatölvupóstinn þinn. Með þessum hætti þarftu
ekki að skoða vinnutengdan tölvupóst utan vinnutíma.
Til að skipta á milli heimaskjáanna skaltu velja
Til að tilgreina hvaða atriði og flýtivísa þú vilt hafa á
heimaskjánum og til að stilla útlit heimaskjásins velurðu
Valmynd > Stjórnborð og Stöður.
.
Unnið á heimaskjánum
Til að leita að tengiliðum á heimaskjánum skaltu byrja að
slá inn nafn tengiliðarins. Veldu viðeigandi tengilið af lista
yfir mögulegar samsvaranir. Hugsanlegt er að þessi
eiginleiki sé ekki tiltækur fyrir öll tungumál.
Ýttu á hringitakkann til að hringja í tengiliðinn.
Til að hætta við leit að tengiliði velurðu Valkostir >
Slökkt á tengiliðaleit.
Móttekin skilaboð eru athuguð með því að fletta að
pósthólfinu í tilkynningasvæðinu. Veldu skilaboðin til að
skoða þau. Flettu til hægri til að opna önnur verkefni.
Ósvöruð símtöl eru skoðuð með því að fletta að
símtalahólfinu í tilkynningasvæðinu. Hringt er til baka
með því að fletta að símtali og ýta á hringitakkann.
Textaskilaboð eru send til þess sem hringir með því að
fletta að símtali, fletta til hægri og velja Senda skilaboð
af lista yfir tiltækar aðgerðir.
Til að hlusta á talskilaboðin flettirðu að talhólfinu í
tilkynningasvæðinu. Veldu talhólf o g ýttu á hringitakkann.
Hraðtakkar
Hraðtakkar eru notaðir til að opna forrit og verkefni á
fljótlegan hátt. Hver takki er tengdur forriti eða verki. Þeim
er breytt með því að velja Valmynd > Stjórnborð >
Stillingar og Almennar > Sérstillingar > Hraðtakkar.
Þjónustuveitan gæti hafa tengt forrit við takkann, og þá
er ekki hægt að velja önnur forrit.
Farið er á heimaskjáinn með því að ýta á heimatakkann í
stutta stund. Ýttu aftur á heimatakkann í stutta stund til
Þinn Nokia E72
að fara í valmynd.
Ýttu á heimatakkann í nokkrar sekúndur til að skoða lista
yfir opin forrit. Flett er í gegnum opinn listann með því að
ýta á heimatakkann í stutta stund. Valið forrit er opnað
með því að ýta á heimatakkann í nokkrar sekúndur eða
með því að ýta á skruntakkann. Völdu forriti er lokað með
því að ýta á bakktakkann.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og
minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Tengiliðatakki
Ýttu á tengiliðatakkann í stutta stund til að opna
tengiliðaforritið.
Ýttu á tengiliðatakkann í nokkrar sekúndur til að búa til
nýjan tengilið.
Dagbókartakki
Ýttu á dagbókartakkann í stutta stund til að opna
dagbókarforritið.
Ýttu á dagbókartakkann í nokkrar sekúndur til að búa til
24
nýja fundarfærslu.
Tölvupósttakki
Ýttu á tölvupósttakkann í stutta stund til að opna
sjálfgefna pósthólfið þitt.
Ýttu á tölvupósttakkann í nokkrar sekúndur til að búa til
nýjan tölvupóst.
Optíski Navi-takkinn
Hægt er að vafra og skoða vefsíður og kort og fletta
gegnum lista með því að renna fingrinum eftir Optíska
Navi-takkanum (skruntakkanum).
Hægt er að fletta gegnum lista, lið fyrir lið, með því að
renna fingrinum hægt eftir skruntakkanum. Til að fletta
gegnum marga hluti í einu á lista, eða flytja sig til á
skjánum, er fingrinum rennt hratt eftir skruntakkanum.
Myndir teknar — Haltu fingrinum á skruntakkanum til að
nota sjálfvirkan fókus myndavélarinnar. Ýttu á takkann til
að taka mynd.
Stillingar optíska Navi-takkans — Til að kveikja eða
slökkva á optíska Navi-takkanum eða velja aðrar stillingar
velurðu Valmynd > Stjórnborð > Stillingar og
Almennar > Sérstillingar > Navi-snertitakki.
Snúið til að slökkva á
hringingu eða vekjara
Þegar þú hefur kveikt á skynjurum tækisins geturðu slökkt
á hringingum eða sett þær í blund með því að snúa tækinu
að jörðinni.
Til að tilgreina snúningsvalkosti velurðu Valmynd >
Stjórnborð > Stillingar og Almennar > Sensor >
Snúningsstjórn.
Dagbók
Um dagbókina
Veldu Valmynd > Dagbók.
Með dagbókinni geturðu búið til og skoðað skipulagða
atburði og stefnumót og skipt á milli mismunandi
dagbókarskjáa.
Í mánaðarskjánum eru dagbókarfærslur merktar með
þríhyrningi. Afmælisfærslur eru líka merktar með
upphrópunarmerki. Færslur valins dags birtast í lista.
Til að opna dagbókaratriði velurðu dagbókarskjá og atriði.
Þegar þú sérð táknið
lista yfir tiltækar aðgerðir. Listanum er lokað með því að
fletta til vinstri.
flettirðu til hægri til að nálgast
Hægt er að búa til eftirfarandi gerðir dagbókaratriða:
• Fundaratriði minna á atburði með ákveðna dag- og
tímasetningu.
• Fundarboð eru boð sem þú getur sent til þátttakenda.
Áður en hægt er að búa til fundarbeiðnir verður
samhæft pósthólf að vera uppsett á símanum.
• Minnisatriði varða allan daginn og ekki tiltekinn tíma
hans.
• Afmælisfærslur minna þig á afmælisdaga og sérstakar
dagsetningar. Þær varða allan daginn og ekki tiltekinn
tíma hans. Færslur fyrir afmælisdaga eru endurteknar
á hverju ári.
• Verkefni minna á verkefni með lokadagsetningu og ekki
með lokatíma.
Til að búa til dagbókaratriði skaltu velja dagsetningu,
Valkostir > Nýtt atriði og gerð atriðisins.
Veldu Valkostir > Forgangur til að tilgreina forgang fyrir
fundaratriði.
Til að tilgreina hvernig farið er með atriðið í samstillingu
velurðu Einkamál til að fela atriðið fyrir öðrum ef
dagbókin er tiltæk á netinu, Almennt til að sýna atriðið
öðrum eða Ekkert til að afrita atriðið ekki yfir á tölvuna.
Veldu Valkostir > Senda til að senda atriðið til samhæfs
tækis.
Til að búa til fundarboð úr fundaratriði velurðu
Valkostir > Bæta við öðrum þátttak..
Þinn Nokia E72
Dagbókaratriði búin til
Veldu Valmynd > Dagbók.
Fundarboð búin til
Veldu Valmynd > Dagbók.
25
Áður en hægt er að búa til fundarbeiðnir verður samhæft
pósthólf að vera uppsett fyrir tækið.
Til að búa til fundaratriði:
1. Til að búa til fundaratriði velurðu dag og Valkostir >
Nýtt atriði > Fundarboð.
2. Sláðu inn nöfn þátttakandanna sem þurfa að mæta. Til
að bæta nöfnum við tengiliðalistann slærðu inn fyrstu
stafina og velur úr samsvörunum. Veldu Valkostir >
Þinn Nokia E72
Bæta við þátttakendum til að bæta valfrjálsum
þátttakendum við.
3. Sláðu inn efnið.
4. Sláðu inn upphafs- og lokatímann ásamt
dagsetningunni eða veldu Heils dags atburður.
5. Sláðu inn staðsetninguna.
6. Stilltu áminningu fyrir atriðið, ef þess er þörf.
7. Stilltu endurtekinn tíma og sláðu inn
lokadagsetninguna fyrir endurtekna fundi.
8. Sláðu inn lýsingu.
Veldu Valkostir > Forgangur til að tilgreina forgang fyrir
fundarboð.
Veldu Valkostir > Senda til að senda fundarboðin.
Dagbókarskjáir
Veldu Valmynd > Dagbók.
Þú getur skipt á milli eftirfarandi skjáa:
• Mánaðarskjár sýnir núverandi mánuð og
26
dagbókaratriði valins dags í lista.
• Vikuskjár sýnir atburði völdu vikunnar í sjö
dagskössum.
• Dagsskjár sýnir atburðina fyrir valinn dag flokkaða í
tímarásir eftir upphafstíma þeirra.
• Verkefnaskjárinn sýnir öll verkefni.
• Dagskrárskjár sýnir atburði fyrir valinn dag í lista.
Til að breyta skjánum velurðu Valkostir > Breyta útliti
og svo viðeigandi skjá.
Ábending: Til að opna vikuskjá velurðu númer viku.
Til að færa í næsta eða fyrri dag í mánaðar-, viku-, dagseða dagskrárskjá velurðu daginn.
Veldu Valkostir > Stillingar > Sjálfvalinn skjár til að
breyta sjálfgefna skjánum.
Tengiliðir
Um Tengiliði
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Með Tengiliðum er hægt að vista og uppfæra
tengiliðaupplýsingar, t.d. símanúmer, heimilisföng og
tölvupóstföng tengiliða. Hægt er að tengja hringitón eða
smámynd við tengilið. Þú getur einnig búið til
tengiliðahópa sem gera þér kleift að eiga samskipti við
marga tengiliði á sama tíma og sent tengiliðaupplýsingar
í samhæf tæki.
Þegar þú sérð táknið
lista yfir tiltækar aðgerðir. Listanum er lokað með því að
fletta til vinstri.
flettirðu til hægri til að nálgast
Unnið með tengiliði
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Til að búa til tengilið velurðu Valkostir > Nýr tengiliður
og slærð inn upplýsingar um tengiliðinn.
Ef minniskort er til staðar er hægt að afrita tengiliði af því
með því að velja Valkostir > Búa til öryggisafrit > Af
minniskorti í síma.
Til að leita að tengiliðum skaltu byrja að slá inn nafn
tengiliðar í leitarreitinn.
Tengiliðahópar búnir til
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
1. Til að búa til nýjan tengiliðahóp skaltu fletta að þeim
tengiliðum sem þú vilt bæta við hópinn og velja
Valkostir > Merkja/Afmerkja > Merkja.
2. Veldu Valkostir > Hópur > Bæta við hóp > Búa til
nýjan hóp og sláðu inn heiti fyrir hópinn.
Ef þú vilt halda símafundi með hópnum með því að nota
fundarþjónustu skaltu tilgreina eftirfarandi:
• Númer fundarþjónustu — Sláðu inn númer
fundarþjónustunnar.
• Auðkenni fundarþjón. — Sláðu inn auðkenni
símafundarins.
• PIN fundarþjónustu — Sláðu inn PIN-númer
símafundarins.
Til að halda símafund með hópi með fundarþjónustu,
skaltu velja hóp, fletta til hægri og velja Hringja í
fundarþj..
Leitaðu að tengiliðum í ytri
gagnagrunni.
Til að gera leit að tengiliðum í ytri gagnagrunni virka
velurðu Valkostir > Stillingar > Tengiliðir > Ytri
leitarmiðlari. Þú verður að tilgreina ytri þjón áður en þú
getur leitað að ytri tengiliðum.
Til að leita að tengiliðum í ytri tengiliðagagnagrunni
velurðu Tengiliðir > Valkostir > Leita að utan. Sláðu
inn nafn tengiliðarins sem þú vilt leita að og veldu Leita.
Tækið kemur á gagnatengingu við ytri gagnagrunninn.
Til að leita að tengiliðum á heimaskjánum skaltu byrja að
slá inn stafi á heimaskjánum og velja réttan gagnagrunn
úr niðurstöðunum.
Til að breyta ytri gagnagrunni tengiliða velurðu
Valkostir > Stillingar > Tengiliðir > Ytri
leitarmiðlari. Stillingin hefur áhrif á gagnagrunninn sem
er notaður í tengiliða- og dagbókarforritunum og á
heimaskjánum, en ekki þann sem er notaður í tölvupósti.
Hringitónum bætt við tengiliði
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Til að bæta við hringitóni við tengilið velurðu tengiliðinn,
Valkostir > Hringitónn og hringitón. Hringitónninn
heyrist þegar tengiliðurinn hringir í þig.
Til að bæta við hringitóni við tengiliðahóp velurðu
tengiliðahópinn, Valkostir > Hópur > Hringitónn og
hringitón.
Til að hætta að nota hringitóninn skaltu velja Sjálfvalinn
tónn af hringitónalistanum.
Þinn Nokia E72
27
Stillingar tengiliða
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Til að breyta stillingum tengiliðaforritsins velurðu
Valkostir > Stillingar > Tengiliðir og úr eftirfarandi:
• Tengiliðir sem birtast — Sýna tengiliði sem eru
vistaðir í minni tækisins, á SIM-kortinu, eða bæði.
• Sjálfgefið minni vistunar — Velja hvar á að vista
tengiliði.
Þinn Nokia E72
• Upplýsingar um nöfn — Breyta því hvernig nöfn
tengiliða birtast. Ekki er hægt að velja þessa stillingu
fyrir öll tungumál.
• Sjálfg. tengiliðalisti — Velja hvaða tengiliðalisti
opnast þegar þú opnar dagbókarforritið. Þessi
valkostur er aðeins í boði þegar fleiri en einn
tengiliðalisti er til staðar.
• Ytri leitarmiðlari — Skipta um ytri gagnagrunn
tengiliða. Þessi valkostur er aðeins í boði ef
þjónustuveitan styður ytri gagnagrunna fyrir tengiliði.
Skipt milli forrita
Hægt er að hafa nokkur forrit opin á sama tíma. Skipt er á
milli opinna forrita með því að halda inni heimatakkanum,
fletta að forriti og ýta á skruntakkann. Völdu forriti er lokað
með því að ýta á bakktakkann.
Dæmi: Þegar símtal er í gangi og þú þarft að opna
dagbókina þína skaltu ýta á heimatakkann til að
opna valmyndina og opna dagbókina þaðan.
Símtalið er áfram í gangi í bakgrunninum.
Dæmi: Þegar þú skrifar skilaboð og vilt opna vefsíðu
skaltu ýta á heimatakkann til að opna valmyndina
og opna vefforritið þaðan. Veldu bókamerki eða
annað veffang handvirkt og svo Opna. Til að fara
aftur í skilaboðin þín heldurðu inni
heimatakkanum, flettir að skilaboðum og ýtir á
skruntakkann.
Vasaljós
Hægt er að nota flass myndavélarinnar sem vasaljós.
Kveikt og slökkt er á vasaljósinu á heimaskjánum með því
að halda bilstönginni inni.
Ekki beina ljósinu í auka nokkurs.
28
Hringt úr tækinu
Venjuleg símtöl
1. Sláðu inn svæðis- og símanúmerið á heimaskjáinn.
Tölu er eytt með því að ýta á bakktakkann.
Til að hringja til útlanda ýtirðu á + (+ kemur í stað
alþjóðlega svæðisnúmersins) og slærð inn
landsnúmerið og svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og
síðan símanúmerið.
2. Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið.
3. Ýttu á hætta-takkann til að slíta símtali (eða hætta við
að hringja).
Það að ýta á hættatakkann lýkur alltaf símtali, jafnvel
þó svo að annað forrit sé opið.
Til að hringja úr Tengiliðum skaltu velja Valmynd >
Tengiliðir. Flettu að nafninu eða sláðu fyrstu stafi þess inn
í leitarreitinn. Ýttu á hringitakkann til að hringja í
tengiliðinn. Ef þú hefur vistað nokkur númer fyrir tengilið
skaltu velja tiltekna númerið af listanum og ýta á
hringitakkann.
Valkostir í símtali
Hljóðstyrkurinn er stilltur meðan talað er í símann með
hljóðstyrkstökkunum á hlið tækisins. Einnig er hægt að
nota skruntakkann. E hljóðstyrkur er stilltur á Hljóðnemi
af skaltu fyrst velja Hljóðn. á.
Til að senda mynd eða hreyfimynd með
margmiðlunarboðum til annars þátttakanda símtalsins
skaltu velja Valkostir > Senda MMS (aðeins í 3Gsímkerfum). Hægt er að breyta skilaboðunum og velja aðra
viðtakendur áður en þau eru send. Ýttu á hringitakkann til
að senda skrána í samhæft tæki (sérþjónusta).
Til að setja símtal í bið meðan innhringingu er svarað
skaltu velja Valkostir > Í bið. Til að skipta milli símtals
og símtals í bið velurðu Valkostir > Víxla.
Til að senda DTMF-tónastrengi (t.d. lykilorð) velurðu
Valkostir > Senda DTMF-tóna . Sláðu inn DTMF-
tónastrenginn eða leitaðu að honum í Tengiliðum. Til að
setja inn biðstafinn (w) eða hléstafinn (p) ýtirðu
endurtekið á *. Tónninn er sendur með því að velja Í lagi.
Hægt er að bæta DTMF-tónum við símanumer eða DTMFreitinn á tengiliðaspjaldi.
Ábending: Þegar aðeins eitt símtal er í gangi skaltu
ýta á hringitakkann til að setja símtalið er í bið.
Símtal er virkjað með því að ýta aftur á
hringitakkann.
Til að beina hljóðinu úr símanum í hátalarann meðan
símtal fer fram skaltu velja Valkostir > Virkja hátalara.Ef
samhæft Bluetooth-höfuðtól er tengt við tækið og þú vilt
beina hljóðinu yfir í höfuðtólið velurðu Valkostir >
Virkja höfuðtól. Til að skipta aftur í yfir í símann velurðu
Valkostir > Virkja símtól.
Til að ljúka símtali og svara símtali í bið velurðu
Valkostir > Skipta um .
Hringt úr tækinu
29
Ef mörg símtöl eru í gangi skaltu velja Valkostir > Slíta
öllum símtölum til að slíta þeim öllum.
Margir þeirra valkosta sem hægt er að nota meðan á
símtali stendur flokkast undir sérþjónustu.
Talhólf
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Sími > Talhólf.
Þegar talhólfsforritið (sérþjónusta) er opnað í fyrsta skipti
Hringt úr tækinu
er beðið um númer talhólfsins.
Til að hringja í talhólfið flettirðu að Raddtalhólf og velur
Valkostir > Hringja í raddtalhólf.
Til að hringja í myndtalhólfið flettirðu að Myndtalhólf og
velur Valkostir > Hringja í myndtalhólf.
Ef þú hefur valið netsímtalastillingar tækisins og ert með
netsímatalhólf geturðu hringt í talhólfið með því að fletta
að því og velja Valkostir > Hringja í netsímatalhólf.
Til að hringja í talhólfið af heimaskjánum heldurðu inni 1
eða ýtir á 1 og síðan hringitakkann. Veldu pósthólfið sem
þú vilt hringja í.
Til að breyta númeri pósthólfsins velurðu pósthólfið og
Valkostir > Breyta númeri.
Símtali svarað eða
hafnað
Símtali er svarað með því að ýta á hringitakkann.
30
Til að slökkva á innhringingartóni velurðu Hljóð af.
Ýttu á hætta-takkann ef þú vilt ekki svara símhringingu. Ef
þú hefur kveikt á Símtalsflutn. > Símtöl > Ef á tali í
símanum til að flytja símtöl eru símtöl einnig flutt þegar
þeim er hafnað.
Ef þú velur Hljóð af til að slökkva á innhringingartóni
geturðu sent textaskilaboð án þess að hafna símtalinu til
að láta þann sem hringdi vita að þú getir ekki svarað í
símann. Veldu Valkostir > Senda skilaboð.
Til að virkja eða slökkva á höfnun símtala með
textaskilaboðum velurðu Valmynd > Stjórnborð >
Stillingar og Sími > Símtöl > Hafna símtali með
skilab.. Til að breyta efni skilaboðanna sem send eru þeim
sem hringir velurðu Texti skilaboða.
Símafundi komið á
1. Hringdu í fyrsta þátttakandann.
2. Hringt er í annan þátttakanda með því að velja
Valkostir > Ný hringing. Fyrra símtalið er sett í bið.
3. Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn
þegar annar þátttakandinn svarar skaltu velja
Valkostir > Símafundur.
Endurtaktu skref 2 ef þú vilt bæta nýjum þátttakanda
við símtalið og veldu Valkostir > Símafundur >
Bæta í símafund. Hægt er að halda símafundi með allt
að sex þátttakendum.
Til að tala einslega við einn þátttakandann skaltu velja
Valkostir > Símafundur > Einkasímtal. Veldu
þátttakanda og síðan Einkasímtal. Símafundurinn er
settur í bið í tækinu þínu. Aðrir þátttakendur geta
haldið fundinum áfram. Þegar einkasamtalinu lýkur
Loading...
+ 111 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.