Nokia E52 User Manual

Notandahandbók Nokia E52
Útgáfa 5.2
2Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 5
Um tækið 6 Sérþjónusta 6
Hjálp 8
Þjónusta 8 Haltu hugbúnaði tækisins uppfærðum 8 Hjálpartexti tækisins 10
Tækið tekið í notkun 10
SIM-kort, rafhlaða, hleðsla, minniskort 11 Takkar og hlutar 15 Kveikt á tækinu í fyrsta skipti 18 Tökkunum læst 18 Aukabúnaður 19 Stilling hljóðstyrks 20 Heimaskjár 20 Nokia símaflutningur 21 Uppsetning á tölvupósti 23 Loftnet 24 Nokia PC Suite 24 Lykilorð 25 Ábendingar um hagkvæma notkun 25 Farðu á Ovi by Nokia 26
Nokia E52 – Helstu aðgerðir 26
Uppsetning síma 26 Stillingahjálp 26 Valmynd 27 Skjávísar 28 Textaritun 30 Leit 31 Algengar aðgerðir í ýmsum forritum 31 Laust minni 32
Sérstillingar 33
Snið 33 Hringitónar valdir 34 Sérsníða snið 34 Heimaskjárinn sérsniðinn 35 Skipt um skjáþema 35 Þema hlaðið niður 36 Hljóðþemum breytt 36 3-D hringitónar 37
Nýjungar í Nokia Eseries 37
Helstu eiginleikar 37 Heimaskjár 38 Hraðtakkar 40 Snúið til að slökkva á hringingu eða vekjara 41 Dagbók 41 Tengiliðir 43 Skipt milli forrita 46 Um Ovi-samstillingu 46
Skilaboð 46
Nokia Messaging 47 Tölvupóstur 47 Skilaboðamöppur 51 Texta- og margmiðlunarskilaboð 51 Skipuleggja skilaboð 55 Skilaboðalestur 56 Talgervill 56 Sérstakar gerðir skilab. 57 Upplýs. frá endurvarpa 58 Stillingar skilaboða 58 Spjall 61
Sími 61
Símtöl 62 Talhólf 63 Myndsímtöl 64 Samnýting hreyfimynda 65 Netsímtöl 68 Talaðgerðir 69 Hraðval 69 Símtalsflutningur 70
Efnisyfirlit 3
Útilokanir 71 Útilokun netsímtala 71 Sending DTMF-tóna 71 Talþema 72 Raddskipanir 72 Kallkerfi 74 Notkunarskrá 79
Internet 81
Vafri 81 Vafrað á innra neti 86 Ovi-verslun 86 Tengdu tölvuna við vefinn 87
Ferðalög 87
Staðsetning (GPS) 87 Kort 92
Nokia Office-tól 102
Virkir minnismiðar 103 Reiknivél 104 Skráastjóri 104 Quickoffice 105 Umreiknari 105 Zip-forrit 106 PDF lestur 106 Prentun 107 Klukka 109 Orðabók 110 Minnismiðar 110
Miðlar 111
Myndavél 111 Gallerí 115 Myndir 117 Samnýting á internetinu 124 Nokia Myndefnisþjónusta 128 Tónlistarspilari 132 RealPlayer 134 Upptökutæki 135 Flash-spilari 135 Útvarp 136
Nokia netútvarp 137
Tengingar 139
Hröð pakkagögn 139 Gagnasnúra 140 Bluetooth 140 SIM-aðgangssnið 144 Þráðlaust staðarnet 145 Stjórnandi tenginga 148
Öryggi og gagnastjórnun 148
Tækinu læst 148 Öryggi minniskorts 149 Dulkóðun 149 Fast númeraval 150 Vottorðastjórnun 151 Skoðaðu og breyttu öryggiseiningum 152 Fjarstillingar 153 Forritastjórnun 154 Leyfi 157 Samstilling 158 VPN f. fars. 159
Stillingar 160
Almennar stillingar 161 Stillingar síma 165 Tengistillingar 167 Stillingar forrits 176
Flýtivísar 177
Almennir flýtivísar 177
Útskýringar 177
Úrræðaleit 180
Græn ráð 184
Orkusparnaður 184 Endurvinnsla 184
Vöru- og öryggisupplýsingar 185
4Efnisyfirlit
Atriðaskrá 192
Öryggi 5

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
6 Öryggi

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í UMTS 900 og 2100 MHz símkerfi og GSM 850, 900, 1800 og 1900 MHz símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Tækið styður nokkrar tengingaraðferðir og eins og við á um tölvur gæti það verið berskjaldað fyrir vírusum og öðru skaðlegu efni. Fara skal með gát við meðhöndlun skilaboða, tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal. Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbúnað frá áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlegt öryggi og vörn, líkt og Symbian Signed hugbúnað eða hugbúnað sem hefur staðist Java Verified™ prófun. Þú ættir að íhuga að setja vírusvarnarhugbúnað og annan öryggishugbúnað upp í tækinu og tölvum sem tengjast við það.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem gætu gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu huga að öryggi og efni.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í notendahandbókinni.

Sérþjónusta

Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum netkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota tiltekna eiginleika tækisins og krefjast
Öryggi 7
netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna tækni eins og WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.
8Hjálp

Hjálp

Þjónusta

Þegar þú vilt fræðast meira um hvernig nota má vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig tækið eigi að virka skaltu fara á www.nokia.com/support eða nota farsíma, www.nokia.mobi/support. Þú getur valið Valmynd > Hjálp > Hjálp í tækinu þínu.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
Slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
Veldu upphafsstillingar (núllstilling).
Uppfærðu hugbúnað tækisins.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Farðu á www.nokia.com/ repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.
Haltu hugbúnaði tækisins uppfærðum Um hugbúnað tækja og uppfærslur forrita
Hugbúnaðaruppfærslur tækja og uppfærslur forrita veita nýja möguleika og bættar aðgerðir fyrir tækið þitt. Uppfærsla á hugbúnaði getur einnig bætt afköst tækisins.
Mælt er með að þú takir öryggisafrit af persónulegum upplýsingum áður en þú uppfærir hugbúnað tækisins.
Hjálp 9
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið meðan á hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Eftir að þú uppfærir hugbúnað tækisins eða forrit kunna leiðbeiningarnar í notendahandbókinni að vera úreltar.

Þráðlaus hugbúnaðaruppfærsla

Veldu Valmynd > Stjórnborð > Sími > Hugb.uppf..
Með Uppfærslu forrita (sérþjónusta) geturðu kannað hvort einhverjar uppfærslur fyrir hugbúnað tækisins eru tiltækar og hlaðið þeim niður í tækið.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið meðan á hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Þegar þú hefur uppfært hugbúnað eða forrit tækisins með Uppfærslu forrita er ekki víst að leiðbeiningarnar um uppfærðu forritin í notendahandbókinni eða í hjálpartextanum eigi lengur við.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Ræsa uppfærslu — Hlaða niður tiltækum uppfærslum. Veldu uppfærslur af listanum til að afmerkja tilteknar uppfærslur sem þú vilt ekki hlaða niður.
Uppfæra í gegnum tölvu — Uppfæra tækið með tölvu. Þessi valmöguleiki kemur í stað valkostsins Ræsa uppfærslu þegar uppfærslur eru eingöngu fáanlegar með Nokia Software Updater tölvuforritinu.
10 Tækið tekið í notkun
Skoða upplýsingar — Skoða upplýsingar um uppfærslu. Skoða fyrri uppfærslur — Skoða stöðu eldri uppfærslna. Stillingar — Breyta stillingum, eins og sjálfvirka aðgangsstaðnum sem er notaður til
að hlaða niður uppfærslum.
Afsal ábyrgðar — Skoða Nokia leyfissamninginn.

Uppfærsla hugbúnaðar með tölvu

Nokia Software Updater er tölvuforrit sem gerir þér kleift að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu. Til að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia Software Updater forritið á www.nokia.com/softwareupdate.

Hjálpartexti tækisins

Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin sem fylgja því.
T il að op na hj ál pa rt ex ta í aðalvalmyndinni velurðu Valmynd > Hjálp > Hjálp og forritið sem þú vilt fá leiðbeiningar um.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að skoða viðkomandi hjálpartexta.
Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að lesa leiðbeiningarnar velurðu
Valkostir > Minnka leturstærð eða Auka leturstærð.
Í lok hvers hjálpartexta eru tenglar að svipuðu efni. Ef þú velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring.
Hjálpartextar nota eftirfarandi vísa:
Tengill að tengdu efni. Tengill að forritinu sem fjallað er um.
Þegar þú lest fyrirmælin geturðu skipt á milli hjálpartexta og forrits sem er opið í bakgrunni með því að velja Valkostir > Sýna opin forrit og viðeigandi forrit.

Tækið tekið í notkun

Nokia E52 er viðskiptatæki sem getur einnig komið að notum í frítíma.
Lestu fyrstu blaðsíðurnar til að hefjast handa og notaðu síðan afganginn af handbókinni til að lesa um hvað nýjar aðgerðir í Nokia E52 geta boðið upp á.
Tækið tekið í notkun 11

SIM-kort, rafhlaða, hleðsla, minniskort

Púslaðu hlutunum saman og byrjaðu að nota Nokia E52.

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
1 Láttu bakhlið tækisins snúa að þér, losaðu um krækjuna og lyftu bakhliðinni til að
opna tækið.
2 Ef rafhlaðan er í tækinu er hún fjarlægð með því að lyfta henni í áttina sem örin
vísar.
3 Settu inn SIM-kortið. Snertiflötur kortsins þarf að snúa að tengjum tækisins og
skáhornið á SIM-kortinu þarf að vísa að neðri hlið tækisins.
12 Tækið tekið í notkun
4 Tryggðu að rafskaut rafhlöðunnar snerti samsvarandi nema í rafhlöðuhólfinu og
settu hana inn í þá átt sem örin sýnir.
5 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu læsihökunum að raufunum
og ýta henni niður þar til hún smellur á sinn stað.

Rafhlaðan hlaðin

Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu. 2 Tengdu hleðslutengilinn við USB-tengið í tækið.
Tækið tekið í notkun 13
3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr
sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Hlaðið með USB-gagnasnúru
Hleðsla með USB-gagnasnúru er hægvirkar en þegar hleðslutæki er notað. Ekki er víst að hægt sé að hlaða með USB-gagnasnúru ef þú notar USB-deilibox. USB-deilibox eru hugsanlega ósamhæf til að hlaða USB-tæki.
Hleðsla rafhlöðunnar með USB-gagnasnúru getur tekið langan tíma ef engin hleðsla er á rafhlöðunni.
Þegar USB-gagnasnúra er tengd getur þú flutt gögn um leið og þú hleður.
1 Tengdu samhæft USB-tæki við tækið með samhæfri USB-snúru.
Það fer eftir tækinu sem notað er til hleðslu hve langur tími líður þar til hleðslan hefst.
2 Ef kveikt er á tækinu skaltu velja velja úr tiltækum USB-stillingum.

Minniskorti komið fyrir

Notaðu minniskort til að spara minni tækisins. Einnig er hægt að taka afrit af upplýsingunum í tækinu og vista þær á minniskortinu.
Aðeins skal nota samhæft microSD- og microSDHC-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Geyma skal öll minniskort þar sem börn ná ekki til.
Upplýsingar um samhæfni minniskorta fást hjá framleiðanda þeirra eða söluaðila.
Samhæft minniskort gæti fylgt með frá söluaðila. Verið getur að minniskortið hafi þegar verið sett í tækið. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
14 Tækið tekið í notkun
1 Stilltu tækinu þannig upp að bakhliðin snúi upp til að koma í veg fyrir að rafhlaðan
losni.
2 Fjarlægðu bakhliðina.
3 Settu minniskortið inn í raufina með snertiflötinn á undan. Gakktu úr skugga um að
snerturnar snúi að tengjum tækisins.
4 Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað. 5 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað.

Minniskort fjarlægt

Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í aðgerð. Það
gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
1 Ýttu stutt á rofann og veldu Fjarlægja minniskort. 2 Stilltu tækinu þannig upp að bakhliðin snúi upp til að koma í veg fyrir að rafhlaðan
losni.
3 Fjarlægðu bakhliðina. 4 Ýttu á enda minniskortsins til losa það úr raufinni og taktu það úr. 5 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað.
Tækið tekið í notkun 15
Takkar og hlutar Takkar og hlutar
1 Rofi 2 Ljósnemi 3 Valtakki. Ýttu á valtakkann til að framkvæma aðgerðina sem er sýnd fyrir ofan hann. 4 Heimatakki 5 Hringitakki 6 Dagbókartakki 7 Hljóðnemi 8 Tölvupósttakki 9 Hætta-takki 10 Bakktakki. Ýttu á takkann til að eyða hlutum. 11 Valtakki 12 Navi™-takki; hér eftir kallaður skruntakki Ýttu á skruntakkann til að velja, fletta til
vinstri, hægri, upp eða niður á skjánum. Haltu skruntakkanum inni til að fletta hraðar.
13 Hlust 14 Aukamyndavél 15 Tengi fyrir heyrnartól
16 Tækið tekið í notkun
1 Flass 2 Aðalmyndavél 3 Hátalari

Takkar og hlutar (hliðar)

1 Micro USB-tengi 2 Auka hljóðstyrk/aðdrátt 3 Hljóð af/kallkerfi 4 Minnka hljóðstyrk/aðdrátt 5 Myndatökutakki
Yfirborð þessa tækis felur ekki í sér nikkel.
Tækið tekið í notkun 17
Tækið kann að hitna við líkt og myndsímtöl og háhraða gagnatengingar notkun í lengri tíma. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef þú telur tækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.

Hraðtakkar

Hraðtakkar eru notaðir til að opna forrit og verkefni á fljótlegan hátt.
Til að breyta því forriti eða verki sem er valið skaltu velja Valmynd > Stjórnborð >
Stillingar og Almennar > Sérstillingar > Hraðtakkar. Þjónustuveitan gæti hafa tengt
forrit við takkann, og þá er ekki hægt að velja önnur forrit.
1 Heimatakki 2 Tölvupósttakki 3 Dagbókartakki
Takki
Ýttu snöggt á Haltu takkanum inni Heimatakki (1) Fara á heimaskjá Skoða lista yfir virk forrit Tölvupósttakki (2) Opna sjálfgefið pósthólf Búa til nýjan tölvupóst Dagbókartakki (3) Opna dagbókarforritið Búa til nýtt fundaratriði
18 Tækið tekið í notkun

Kveikt á tækinu í fyrsta skipti

1 Haltu rofanum inni þar til þú finnur tækið titra. 2 Ef beðið er um það skaltu slá inn PIN-númerið eða læsingarnúmerið og velja Í
lagi.
3 Ef beðið er um það skaltu slá inn borgina þar sem þú ert staddur/stödd ásamt
tímanum og dagsetningunni. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni landsins til að velja það. Mikilvægt er að velja rétt land þar sem tímasett dagbókaratriði geta breyst ef þú breytir landi síðar meir og nýja landið er í öðru tímabelti.
4 Forritið Uppsetning síma opnast. Veldu Byrja til að setja forritið upp. Ýttu
endurtekið á Sleppa til að sneiða hjá uppsetningarforritum. Til að opna forritið Uppsetning síma síðar velurðu Valmynd > Hjálp > Upps. síma.
Notaðu hjálparforritin sem eru tiltæk á heimaskjánum og stillingarforritið til að velja stillingar tækisins. Þegar kveikt er á tækinu kann það að bera kennsl á símafyrirtæki SIM-kortsins og velja einhverjar stillingar sjálfkrafa. Þú getur einnig fengið réttar stillingar hjá þjónustuveitunni þinni.
Hægt er að kveikja á tækinu án þess að SIM-kort sé í tækinu. Tækið ræsir sig í sniði án tengingar og ekki er hægt að nota þær símaaðgerðir þar sem tenging við símkerfið er nauðsynleg.
Slökkt er á tækinu með því að halda rofanum inni.

Tökkunum læst

Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Takkaborð tækisins læstist sjálfkrafa til að koma í veg fyrir að ýtt sé óvart á takkana.
Tækið tekið í notkun 19
Til að breyta tímanum sem líður þar til takkaborðið læsist velurðu Valmynd >
Stjórnborð > Stillingar og Almennar > Öryggi > Sími og SIM-kort > Sjálfvirk læsing takka.
Tökkunum er læst handvirkt á heimaskjánum með því að ýta á vinstri valtakkann og svo á hægri valtakkann.
Til að læsa tökkunum handvirkt í valmyndinni eða í opnu forriti ýtirðu snöggt á rofann og velur Læsa tökkum.
Til að aflæsa tökkunum ýtirðu á vinstri valtakkann og svo á hægri valtakkann.

Aukabúnaður

Hægt er að tengja tækið við ýmsan samhæfan aukabúnað. Leitaðu upplýsinga um samþykktan aukabúnað hjá söluaðila símans.

Höfuðtólið tengt

Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Tengdu samhæfa höfuðtólið við höfuðtólstengi símans.
20 Tækið tekið í notkun

Úlnliðsband fest

Þræddu úlnliðsbandið og hertu að.

Stilling hljóðstyrks

Þegar verið er að tala í símann eða hlusta á eitthvað er hljóðstyrkurinn í hlust stilltur með hljóðstyrkstökkunum.

Heimaskjár

Á heimaskjánum geturðu opnað þau forrit sem þú notar mest og séð hvort þú hafir misst af símtölum eða fengið ný skilaboð.
Þegar þú sérð táknið
flettirðu til hægri til að nálgast lista yfir tiltækar aðgerðir.
Listanum er lokað með því að fletta til vinstri.
Tækið tekið í notkun 21
Heimaskjárinn inniheldur eftirfarandi:
1 Flýtivísar forrita. Veldu flýtivísun forrits til að opna það. 2 Upplýsingasvæði. Til að athuga hlut sem birtist á upplýsingasvæðinu velurðu hann. 3 Tilkynningasvæði. Til að skoða tilkynningar skaltu fletta að hólfi. Hólfin eru aðeins
sýnileg ef atriði eru í þeim.
Þú getur tilgreint tvo mismunandi heimaskjái fyrir mismunandi tilgang, til dæmis einn skjá til að sýna vinnutengdan tölvupóst og tilkynningar og annan sem sýnir einkatölvupóstinn þinn. Með þessum hætti þarftu ekki að skoða vinnutengdan tölvupóst utan vinnutíma.
Til að skipta á milli heimaskjáanna skaltu velja
Til að tilgreina hvaða atriði og flýtivísa þú vilt hafa á heimaskjánum og til að stilla útlit heimaskjásins velurðu Valmynd > Stjórnborð og Stöður.
.
Nokia símaflutningur Flutningur efnis
Hægt er að nota forritið Símaflutningur til að afrita gögn eins og símanúmer, heimilisföng, dagbókarfærslur og myndir úr gamla Nokia-tækinu yfir í það nýja.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja úr því. Ef tækið styður samstillingu er einnig hægt að samstilla gögn milli tækja. Tækið lætur þig vita ef hitt tækið er ekki samhæft.
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-kort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Þegar kveikt er á tækinu án SIM-korts er ótengda sniðið sjálfkrafa valið og flutningur getur farið fram.
22 Tækið tekið í notkun
Efni flutt í fyrsta skipti
1 Til að sækja gögn úr öðru tæki í fyrsta sinn, úr tækinu þínu, skaltu velja
Valmynd > Stjórnborð > Símaflutn..
2 Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja gögn. Bæði tækin verða að styðja
tengigerðina.
3 Ef þú hefur valið Bluetooth sem tengiaðferð skaltu tengja tækin saman. Veldu
Áfram til að láta tækið leita að tækjum með Bluetooth-tengingu. Veldu tækið sem
þú vilt flytja efni úr. Tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru tækin pöruð.
Ekki er víst að sumar eldri útgáfur Nokia-tækja séu með Símaflutningsforritið. Þá er forritið sent í hitt tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er sett upp í hinu tækinu með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
4 Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu tækinu.
Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á samsvarandi stað í tækinu þínu. Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað.

Efni samstillt, sótt eða sent

Veldu Valmynd > Stjórnborð > Símaflutn..
Eftir fyrsta flutninginn skaltu velja úr eftirfarandi til að hefja nýjan flutning (veltur á gerð tækisins):
til að samstilla efni milli tækisins og hins tækisins, ef hitt tækið styður samstillingu. Samstillt er í báðar áttir. Ef efni er eytt í öðru tækinu eyðist það í báðum tækjunum. Ekki er hægt að endurheimta eydda hluti með samstillingu. til að sækja gögn úr hinu tækinu og setja í tækið þitt. Þegar efni er sótt eru það flutt úr hinu tækinu í tækið þitt. Það kann að vera beðið um að upphaflega efnið verði geymt eða því eytt, allt eftir því af hvaða gerð hitt tækið er. til að senda gögn úr þínu tæki í hitt tækið.
Ef ekki er hægt að senda hlut er hægt að setja hann í Nokia möppuna í C:\Nokia eða E: \Nokia á tækinu (fer eftir gerð tækisins). Þegar þú velur möppu til flutnings eru hlutir í samsvarandi möppu hins tækisins samstilltir og öfugt.
Notkun flýtivísa við að endurtaka flutning
Þegar gagnflutningi er lokið er hægt að vista flýtivísi í flutningsstillingarnar á aðalskjánum til að endurtaka sama flutning síðar.
Tækið tekið í notkun 23
Til að breyta flýtivísinum velurðu Valkostir > Stillingar flýtivísis. Til dæmis er hægt að búa til eða breyta heiti flýtivísis.
Flutningsskrá birtist eftir hvern flutning. Hægt er að sjá skrá síðasta flutnings með því að velja flýtivísun á aðalskjánum og Valkostir > Skoða notkunarskrá.
Meðhöndlun flutningsárekstra
Ef hlut sem á að flytja hefur verið breytt í báðum tækjum reynir þetta tæki sjálfkrafa að sameina breytingarnar. Ef það er ekki hægt kallast það flutningsárekstur. Veldu Skoða
hvern fyrir sig, Forg. í þennan síma eða Forg. í hinn símann til að leysa áreksturinn.

Uppsetning á tölvupósti

Nokia Eseries tækið vinnur á sama tíma og þú og á sama hraða. Samstilltu tölvupóstinn, tengiliði og dagbók - hratt og auðveldlega með háhraðatengingu.
Þegar þú setur upp pósthólfið gæti verið beðið um eftirfarandi upplýsingar: Notandanafn, gerð tölvupósts, miðlara móttekins pósts, gátt miðlara fyrir móttekinn póst, miðlara fyrir sendan póst, gátt miðlara fyrir sendan póst, lykilorð og aðgangsstað.
Með póstuppsetningunni er hægt að setja upp fyrirtækjapósthólf, t.d. Microsoft Exchange eða vefpóstþjónustu á borð við Gmail. Hjálpin styður POP/IMAP og ActiveSync samskiptareglur.
Ef þú ert að setja upp fyrirtækispóstinn þinn skaltu hafa samband við tölvudeild fyrirtækisins þíns til að fá frekari upplýsingar. Ef þú ert að setja upp vefpóst skaltu fara á vefsíðu tölvupóstveitunnar þinnar til að fá frekari upplýsingar.
Póstuppsetningin ræst:
1 Flettu að póstuppsetningunni á heimaskjánum. 2 Færðu inn netfangið þitt og lykilorð. Ef uppsetningin getur ekki stillt tölvupóstinn
sjálfkrafa þarftu að velja gerð tölvupósthólfsins og færa inn tengdar pósthólfsstillingar.
Ábending: Ef þú hefur ekki stillt pósthólfið skaltu ýta á tölvupóststakkann til að ræsa póstuppsetninguna.
Ef önnur póstforrit eru í tækinu standa þau til boða þegar póstuppsetningin er ræst.
24 Tækið tekið í notkun

Loftnet

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.

Nokia PC Suite

Nokia PC Suite inniheldur ýmis forrit sem hægt er að setja upp á samhæfri tölvu. Nokia PC Suite setur öll tiltæk forrit í sérstakan glugga þar sem hægt er að keyra þau. Nokia PC Suite fylgir hugsanlega með minniskortinu ef það fylgir með tækinu.
Hægt er að nota Nokia PC Suite til að samstilla tengiliði, dagbók, verkefni og aðra minnismiða milli tækisins og samhæfs tölvuforrits, svo sem Microsoft Outlook eða Lotus Notes. Einnig er hægt að nota Nokia PC Suite til að flytja bókamerki milli tækisins og samhæfra vafra og flytja myndir og myndskeið milli tækisins og samhæfrar tölvu.
Til athugunar: Skoðaðu stillingar samstillingar. Þær stillingar sem eru valdar
stjórna því hvort gagnaeyðing er hluti af hefðbundinni samstillingu.
Til að nota Nokia PC Suite þarf tölvu sem keyrir á Microsoft Windows XP (SP2) eða Windows Vista og er með USB-tengi eða Bluetooth-tengingu.
Nokia PC Suite virkar ekki með Macintosh.
Nánari upplýsingar um Nokia PC Suite eru í hjálparhlutanum eða heimasíðu Nokia.
Uppsetning Nokia PC Suite:
1 Gakktu úr skugga um að minniskortið sé í Nokia E52 . 2 Tengdu USB-snúruna. Tölvan finnur nýja tækið og setur upp nauðsynlega rekla.
Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
3Veldu Gagnaflutningur sem USB-tengiaðferð í tækinu. Tækið er merkt sem
Removable Disk (laus diskur) í möppuglugga Windows.
4 Opnaðu rót minniskortsins í möppuglugga Windows og veldu uppsetninguna á PC
Suite.
Tækið tekið í notkun 25
5 Þá hefst uppsetningin. Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast.
Ábending: Ef þú vilt uppfæra Nokia PC Suite eða ef vandræði eru í uppsetningu Nokia PC Suite af minniskortinu skaltu afrita uppsetningarskrána yfir á tölvuna og ræsa hana þaðan.

Lykilorð

Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú gleymir einhverjum af þessum aðgangsnúmerum.
PIN-númer (Personal identification number) — Númerið hindrar að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir yfirleitt með SIM-kortinu. Þegar PIN­númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er númerinu lokað og þá þarf að slá inn PUK­númerið til að opna það.
UPIN-númer — Númerið kann að fylgja með USIM-kortinu. USIM-kortið er endurbætt gerð SIM-korts til að nota í 3G-farsímum.
PIN2-númer — Númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta notað suma valkosti tækisins.
Læsingarkóði (einnig kallaður öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að tækið sé notað í leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Haltu nýja númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú getur þurft að greiða viðbótargjald og persónulegum gögnum í tækinu kann að verða eytt. Nánari upplýsingar færðu hjá Nokia Care þjónustuveri eða söluaðilanum.
PUK- og PUK2-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta PIN­númeri eða PIN2-númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá SIM-kortið.
UPUK-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta lokuðu UPIN­númeri. Ef númerið fylgir ekki með USIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá USIM-kortið.
IMEI-númer (International Mobile Equipment Identity number) — Þetta númer (15 eða 17 tölu st afi r) e r not að til að b er a ke nns l á gi ld tæki á GSM-símkerfinu. Hægt er að útiloka tæki, t.d. þau sem hefur verið stolið, af kerfinu. IMEI-númerið fyrir tækið er að finna undir rafhlöðunni.

Ábendingar um hagkvæma notkun

Skipt er um snið með því að ýta á rofann í stutta stund.
Til að fara aftur í sniðið Án hljóðs heldurðu takkanum # inni.
Ef þú vilt leita að hlutum í tækinu eða á netinu (sérþjónusta) skaltu velja Valmynd >
Forrit > Leit.
26 Nokia E52 – Helstu aðgerðir
Þegar vafrað er um vefsíður með vafranum eða um kort í kortaforritinu skaltu ýta á * til að auka aðdrátt og # til að minnka hann.

Farðu á Ovi by Nokia

Með Ovi by Nokia geturðu fundið nýja staði og þjónustur og haldið sambandi við
vini þína. Þú getur til dæmis gert eftirfarandi:
Búið til póstreikning
Skipulagt ferðir og skoðað staðsetningar á korti
Hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum og hringitónum í tækið þitt
Keypt tónlist
Sumir hlutir sem hægt er að hlaða niður eru ókeypis en þú gætir þurft að borga fyrir aðra.
Mismunandi getur verið eftir löndum eða svæðum hvaða þjónusta er í boði og ekki eru öll tungumál studd.
Til að opna Ovi-þjónustur Nokia ferðu á www.ovi.com og skráir Nokia-áskriftina þína.
Frekari upplýsingar eru á www.ovi.com/support.

Nokia E52 – Helstu aðgerðir

Uppsetning síma

Þegar þú kveikir á símanum í fyrsta sinn opnast forritið Uppsetning síma.
Til að opna forritið Uppsetning síma síðar velurðu Valmynd > Hjálp > Upps. síma.
Til að setja upp tengingar tækisins velurðu Still.hjálp.
Gögn eru flutt í tækið þitt frá samhæfu Nokia tæki með því að velja Símaflutn..
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.

Stillingahjálp

Veldu Valmynd > Stjórnborð > Still.hjálp.
Notaðu stillingahjálpina til að tilgreina tölvupóst- og tengistillingar. Framboð stillinga í stillingahjálpinni veltur á eiginleikum tækisins, SIM-kortinu, símafyrirtækinu og þeim gögnum sem eru í gagnagrunni stillingahjálparinnar.
Til að ræsa hjálparforritið skaltu velja Ræsa.
Nokia E52 – Helstu aðgerðir 27
Best er að hafa SIM-kortið í tækinu meðan á notkun stillingahjálparinnar stendur. Ef SIM­kort er ekki í símanum skaltu fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Veldu úr eftirfarandi: Símafyrirtæki — Tilgreindu stillingar sem eru bundnar símkerfinu eins og MMS,
internet, WAP og straumspilunarstillingar.
Póstuppsetning — Stilla POP, IMAP eða Mail for Exchange reikning. Kallkerfi — Kallkerfisstillingar valdar. Samnýt. hreyfim. — Velja stillingar fyrir samnýtingu hreyfimynda.
Mismunandi getur verið hvaða stillingar eru í boði.

Valmynd

Veldu Valmynd.
Valmyndin er upphafsstaður þar sem þú getur opnað öll forrit í tækinu eða á minniskorti.
Valmyndin inniheldur forrit og möppur, þar sem er að finna forrit af svipaðri gerð. Öll forrit sem þú setur upp í tækinu eru sjálfkrafa vistuð í möppunni Forrit.
Forrit er opnað með því að velja það, þ.e. fletta að því og ýta á skruntakkann.
Hægt er að skipta á milli opinna forrita með því að halda inni heimatakkanum og velja forrit.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Skipta um útlit — Skoða forrit í lista eða töflu.
28 Nokia E52 – Helstu aðgerðir
Um minni — Sjá hversu mikið minni mismunandi forrit og gögn taka í innra minni
tækisins eða á minniskorti og hversu mikið minni er laust.
Ný mappa — Búa til nýja möppu. Endurnefna — Breyta heiti nýrrar möppu. Færa — Endurraða í möppu. Flettu að forritinu sem þú vilt færa og veldu Færa. Merki
er sett til hliðar við forritið. Flettu að nýju staðsetningunni og veldu Í lagi.
Færa í möppu — Færa forrit í aðra möppu. Flettu að forritinu sem þú vilt færa og veldu
Færa í möppu, nýju möppuna og Í lagi.
Sækja forrit — Sækja forrit á netinu.

Skjávísar

Tækið er notað í UMTS-símkerfi (sérþjónusta).
Hleðsla rafhlöðunnar. Því hærri sem stikan er, því meiri er hleðsla rafhlöðunnar.
Ein eða fleiri skilaboð eru ólesin í möppunni Innhólf í Skilaboð.
Nýr tölvupóstur hefur borist í ytra pósthólfið.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf í Skilaboðum.
Einu eða fleiri símtölum var ekki svarað.
Takkar tækisins eru læstir.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Sniðið Án hljóðs hefur verið valið sem þýðir að tækið hringir ekki þegar hringt er í þig eða þú færð skilaboð.
Bluetooth-tenging er virk.
Bluetooth-tengingu hefur verið komið á. Þegar vísirinn blikkar er tækið að reyna að tengjast við annað tæki.
Nokia E52 – Helstu aðgerðir 29
GPRS-pakkagagnatenging er tiltæk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé virk og
EGPRS-pakkagagnatenging er tiltæk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé virk og
UMTS-pakkagagnatenging er tiltæk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé virk og
Háhraða pakkagagnaaðgangur (HSPA) er studd og til staðar (sérþjónusta). Táknið getur verið breytilegt á milli svæða.
Tækið hefur verið stillt á að leita að þráðlausum staðarnetum (WLAN) og er nú hægt að koma á tengingu við slíkt net.
Tækið er tengt við ódulkóðað WLAN.
Tækið er tengt við dulkóðað WLAN.
Tækið er tengt við tölvu um USB-gagnasnúru.
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll símtöl eru flutt í annað númer. Ef notaðar eru tvær símalínur sýnir númer hvaða lína er í notkun.
Höfuðtól er tengt við tækið.
að tenging sé í bið.
að tenging sé í bið.
að tenging sé í bið.
sýnir að tengingin sé virk og
að tenging sé í bið.
Handfrjáls bílbúnaður er tengdur við tækið.
Hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Textasími er tengdur við tækið.
Samstilling er í gangi í tækinu.
30 Nokia E52 – Helstu aðgerðir
Kveikt er á kallkerfistengingu (PTT).
Kallkerfistenging er stillt á 'Truflið ekki' vegna þess að gerð hringingar er stillt á Pípa einu sinni eða Án hljóðs, eða þá að símtal er í gangi. Ekki er hægt að hringja kallkerfissímtöl þegar þessi stilling er valin.

Textaritun

Innsláttaraðferðir tækisins kunna að vera mismunandi eftir markaðssvæðum.

Venjulegur innsláttur texta

merkir hefðbundinn textainnslátt.
og merkja hástafi og lágstafi. merkir að fyrsti stafur setningarinnar er ritaður með hástaf og að allir aðrir stafir eru sjálfkrafa ritaðir með lágstöfum. merkir tölustafi.
Til að skrifa texta með takkaborðinu er ýtt endurtekið á talnatakkana 2-9 þar til réttur stafur birtist. Hver takki inniheldur fleiri stafi en þá sem eru prentaðir á hann. Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist og slá svo inn stafinn.
Til að fá fram tölustaf skaltu halda takkanum inni.
Skipt er á milli stafagerða (samsetningar há- og lágstafa) með því að ýta á #.
Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu bakktakkanum inni til að eyða fleiri en einum staf.
Algengum greinarmerkjum er skotið inn með því að ýta endurtekið á 1 þar til greinarmerkið sem á að skjóta inn birtist.
Sérstafir eru settir inn með því að halda * inni.
Bil er sett inn með því að ýta á 0. Ýttu á 0 ef þú vilt færa bendilinn í næstu línu.

Flýtiritun

Með flýtiritun er hægt að slá inn hvaða staf sem er með því að ýta aðeins einu sinni á takka hans. Flýtiritun byggir á innbyggðri orðabók.
Til að kveikja eða slökkva á flýtiritun velurðu Valkostir > Innsláttarkostir. Vísirinn
birtist.
Loading...
+ 170 hidden pages