Nokia C3-01 User Manual

Page 1
Notandahandbók Nokia C3–01
Útgáfa 1.1
Page 2
2Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 4
Tækið tekið í notkun 5
Takkar og hlutar 5 SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir 6 Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt 7 Rafhlaðan hlaðin 8 Rafhlaðan hlaðin um USB 8 GSM-loftnet 9 Band fest 9
Kveikt á tækinu 9
Sérþjónusta og kostnaður 9 Lykilorð 10 Kveikt og slökkt á tækinu 10 Læsa tökkum og skjá 10 Aðgerðir á snertiskjá 11 Stillingar snertiskjásins 12 Gagnvirkar heimaskjáseiningar 12 Hljóðstyrk hringingar, lags eða hreyfimyndar breytt 13 Vísar 13 Tengiliðir eða myndir afritaðar af eldra tæki 13 Aðgerðir án SIM-korts 14 Tækið notað án tengingar 14 Vasaljós 15
Tækisstjórnun 15
Þjónusta 15 My Nokia 15 Tækið notað til að uppfæra hugbúnað 16 Uppfærsla hugbúnaðar tækisins með tölvu 17 Upphaflegar stillingar endurheimtar 17 Skrár flokkaðar 17 Dagbók og tengiliðir samstillir með Ovi by Nokia 17
Myndir og annað efni afritað á minniskort 18
Sími 18
Hringt í númer 18 Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð 18 Hringt í síðast valda númerið 18 Innhringingar framsendar í talhólf eða annað símanúmer 19 Númer móttekins símtals eða skilaboða vistað 19 Um netsímtöl 19 Netsímtöl 20 Símafundi komið á 20 Aðeins símtöl við tiltekin númer leyfð 21 Komið í veg fyrir símtöl 21
Tengiliðir 22
Nafn og símanúmer vistað 22 Hraðval notað 22 Persónuupplýsingar sendar 22 Tengiliðahópur búinn til 23 Tengiliðir færðir eða afritaðir á SIM­kortið 23
Textaritun 23
Skipt milli innsláttarstillinga 23 Hefðbundinn innsláttur texta 24 Flýtiritun 24
Skilaboð 25
Skilaboð send 25 Skilaboð send til hóps 26 Viðhengi vistað 26 Spjall skoðað 26 Hlustað á talskilaboð 27 Senda hljóðskilaboð 27
Póstur og spjallskilaboð 27
Nokia Messaging póstur 27
Page 3
Efnisyfirlit 3
Nokia Messaging spjall 28
Sérstillingar 30
Um heimaskjáinn 30 Flýtivísir settur á heimaskjáinn 30 Mikilvægir tengiliðir settir á heimaskjáinn 30 Fara-til-valmyndin sérsniðin 31 Heimaskjárinn sérsniðinn 31 Útliti tækisins breytt 31 Eigið snið búið til 32 Tónar sérsniðnir 32
Tengingar 32
Bluetooth 32 USB-gagnasnúra 35 Tengst við þráðlaust staðarnet 36
Ovi-þjónusta Nokia 38
Ovi by Nokia 38 Nokia Ovi þjónusta opnuð 38 Um Nokia Ovi Suite 38 Ovi-spilari 39
Tímastjórnun 39
Dag- og tímasetningu breytt 39 Vekjari stilltur 39 Vekjari stilltur á blund 39 Taktu tímann í ræktinni 40 Stillt á niðurtalningu 40 Dagbók 40 Innkaupalisti búinn til 41
FM-útvarp 46 Raddupptökutæki notað 48
Vefur 48
Um netvafrann 48 Vafrað á vefnum 48 Vafrayfirlitið hreinsað 49
Leikir og forrit 49
Um leiki og forrit 49 Gerðu leikina skemmtilegri 49 Leik eða forriti hlaðið niður 49 Um félagsnet 50 Reiknivél notuð 50 Gjaldmiðlar og mælieiningar umreiknaðar 50
Verndaðu tækið 51
Tækinu læst 51 Minniskortið varið með lykilorði 52 Minniskort forsniðið 52 Tækið undirbúið fyrir endurvinnslu 52
Græn ráð 53
Orkusparnaður 53
Vöru- og öryggisupplýsingar 53
Atriðaskrá 60
Myndir og hreyfimyndir 41
Myndataka 41 Hreyfimynd tekin upp 42 Mynd eða hreyfimynd send 42 Myndir 43 Mynd prentuð 43
Tónlist og hljóð 44
Hljóð- og myndspilari 44
Page 4
4 Öryggi

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu, til dæmis um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

RAFHLÖÐUR OG ANNAR AUKABÚNAÐUR

Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og annan aukabúnað sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessu tæki. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.

VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA

Hlusta skal á höfuðtól á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er á hátalaranum.
Page 5

Tækið tekið í notkun

Takkar og hlutar

1 Eyrnatól 2 Skjár 3 Hringitakki 4 Hljóðnemi 5 Hætta-takki/rofi 6 Takkaborð
Tækið tekið í notkun 5
7 Nokia AV-tengi (3,5 mm) 8 Micro-USB-tengi 9 Takki til að hækka hljóð 10 Takki til að lækka hljóð 11 Takkalæsing 12 Myndavélartakki 13 Hátalari
Page 6
6 Tækið tekið í notkun
14 Myndavélarflass 15 Myndavélarlinsa 16 Hleðslutengi
Til að tryggja sem bestan árangur skaltu fjarlægja hlífðarfilmuna sem er til dæmis yfir skjánum og myndavélarlinsunni.

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-5CT rafhlöðu. Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia.
SIM-kortið og snertur þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf að fara varlega með kortið þegar það er sett í eða tekið úr.
1 Renndu hliðinni til og fjarlægðu hana. Ef rafhlaðan er í tækinu skal fjarlægja hana
2 Komdu SIM-korti fyrir. Gættu þess að snertiflötur kortsins snúi niður.
Page 7
Tækið tekið í notkun 7
3 Gættu þess að rafskaut rafhlöðunnar nemi við tengi rafhlöðuhólfsins og settu
rafhlöðuna á sinn stað. Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu læsihökunum að raufunum og renna henni til þar til hún smellur á sinn stað.

Minniskorti komið fyrir eða fjarlægt

Aðeins skal nota samhæf minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Tækið styður minniskort sem rúma allt að 32 GB.
Minniskorti komið fyrir
1 Fjarlægðu bakhliðina. 2 Gættu þess að snertiflötur kortsins snúi niður. Ýttu kortinu inn þar til smellur heyrist. 3 Settu bakhliðina aftur á sinn stað.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það
gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
Hægt er að fjarlægja eða skipta um minniskort án þess að slökkva á tækinu.
1 Fjarlægðu bakhliðina. 2 Ýttu kortinu inn þar til smellur heyrist, og dragðu kortið út. 3 Settu bakhliðina aftur á sinn stað.
Page 8
8 Tækið tekið í notkun

Rafhlaðan hlaðin

Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda, en ef til vill þarf að endurhlaða hana til að hægt sé að kveikja á tækinu í fyrsta skipti.
Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu. 2 Tengdu hleðslutækið við tækið. 3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka hleðslutækið úr sambandi
við tækið og síðan úr innstungunni.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið á meðan það er í hleðslu.
Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt að tengja hleðslutækið, aftengja það síðan og tengja það aftur til að hægt sé að hefja hleðsluna.
Ef síminn er settur í hleðslu meðan kveikt er á útvarpinu geta gæði merkisins minnkað.

Rafhlaðan hlaðin um USB

Er raf hla ðan að tæm ast og v ant ar þig hle ðsl utæ ki? Hæ gt e r að not a sa mhæfa USB -sn úru til að tengjast samhæfu tæki, svo sem tölvu.
Tengdu og aftengdu hleðslusnúruna varlega til að tengið fyrir hleðslutæki verði ekki fyrir skemmdum.
Page 9
Kveikt á tækinu 9
Það getur tekið lengri tíma en ella að hefja hleðslu um USB og ekki er víst að það takist ef tengt er um USB-fjöltengi sem ekki skal tengja við aflgjafa. Tækið er fljótara að hlaða sig ef því er stungið í samband við innstungu.
Ef tengt er við tölvu er hægt að samstilla tækið á meðan það er hlaðið.

GSM-loftnet

Á myndinni er svæði GSM-loftnetsins merkt með gráu.
Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.

Band fest

Kveikt á tækinu

Sérþjónusta og kostnaður

Tækið er samþykkt til notkunar í GSM 850/900/1800/1900 MHz símkerfi og WCDMA 850/900/1900/2100 MHz símkerfi. Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera áskrifendur hjá þjónustuveitu.
Page 10
10 Kveikt á tækinu
Við notkun sérþjónustu og niðurhal á efni í tækið gæti þurft að greiða fyrir gagnaflutning. Við sumar aðgerðir þarf stuðning frá símkerfinu og áskrift að þeim kann að vera nauðsynleg.

Lykilorð

PIN-númer — Númerið hindrar að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4-8 tölustafir) fylgir yfirleitt SIM-kortinu.
PIN2-númer — Númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta notað suma valkosti tækisins.
Ef þú gleymir aðgangsnúmerinu skaltu hafa samband við netþjónustuna sem SIM-kortið í tækinu kemur frá. Þegar PIN- eða PIN2-númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er númerinu lokað og þá þarf að slá inn PUK-númerið til að opna það.
PUK- og PUK2-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta PIN­númeri eða PIN2-númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá SIM-kortið.
IMEI-númer — Þetta númer (15 eða 17 stafir) er notað til að auðkenna gild tæki á GSM­símkerfinu. Hægt er að útiloka tæki, til dæmis stolin, frá aðgangi að netinu. IMEI-númer tækisins er að finna undir rafhlöðunni.
Læsingarkóði (einnig kallaður öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að tækið sé notað í leyfisleysi. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Haltu nýja númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú getur þurft að greiða viðbótargjald og persónulegum gögnum í tækinu kann að verða eytt. Þú getur fengið nánari upplýsingar hjá Nokia Care þjónustuaðila eða söluaðila tækisins.

Kveikt og slökkt á tækinu

Haltu rofanum inni
.
Ef til vill verður beðið um að sóttar verði stillingar frá þjónustuveitunni (sérþjónusta). Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.

Læsa tökkum og skjá

Læsa skal tökkum og skjá tækisins til að ekki sé hringt úr því óvart þegar það er haft í vasa eða tösku.
Page 11
Kveikt á tækinu 11
Ýttu á takkalásinn .
Takkar og skjár teknir úr lás
Ýttu á takkalásinn
og veldu Úr lás.
Ábending: Ef ekki er hægt að nota takkalásinn ýtirðu á hætta-takkann og velur Úr lás til að taka tækið úr lás.

Aðgerðir á snertiskjá

Til að hafa samskipti við viðmót snertiskjásins skaltu smella á snertiskjáinn eða smella og halda honum inni.
Forrit eða aðrar skjáeiningar opnaðar
Smelltu á forritið eða eininguna.
Sérstakir valkostir opnaðir
Smellu á hlutinn og haltu honum inni. Skyndivalmynd með tiltækum valkostum opnast.
Lista eða valmynd flett
Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður á skjánum og slepptu svo. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.
Page 12
12 Kveikt á tækinu
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu fingrinum ákveðið í tiltekna átt.
Þegar mynd er til dæmis skoðuð er strokið til vinstri til að sjá næstu mynd. Til að skoða myndirnar þínar í fljótheitum strýkurðu hratt yfir skjáinn og flettir svo til vinstri eða hægri gegnum smámyndirnar.

Stillingar snertiskjásins

Kvarðaðu snertiskjáinn og gerðu titringinn virkan.
Veldu Valmynd > Stillingar > Símastillingar > Snertistillingar.
Skjárinn kvarðaður
Veldu Kvörðun og fylgdu leiðbeiningunum.
Titringur gerður virkur
Veldu Titringur > Kveikt. Þegar smellt er á tákn svarar tækið með því að titra í smástund.

Gagnvirkar heimaskjáseiningar

Heimaskjáseiningarnar eru gagnvirkar. Til dæmis er hægt að breyta dag- og tímasetningum, stilla vekjara eða slá dagbókarfærslur beint inn á heimaskjánum.
Vekjari stilltur
Veldu klukkuna (1).
Page 13
Kveikt á tækinu 13
Skoða eða breyta tímasetningum
Veldu dagsetninguna (2).

Hljóðstyrk hringingar, lags eða hreyfimyndar breytt

Notaðu hljóðstyrkstakkana.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda tækinu við eyrað.
Kveikt á hátalaranum á meðan talað er í símann
Veldu Hátalari.

Vísar

Þú átt ólesin skilaboð. Þú átt ósend skilaboð, skilaboð sem hefur verið hætt við eða sem mistekist hefur að senda. Takkaborðið er læst.
Tækið gefur ekki frá sér hljóð þegar hringt er í það eða þegar það tekur við textaskilaboðum.
eða Tækið er skráð hjá GPRS- eða EGPRS-símkerfi.
eða eða GPRS- eða EGPRS-tengingin liggur niðri (er í bið).
eða
Áminning er stillt.
GPRS- eða EGPRS-tenging er virk.
Tækið er skráð hjá 3G (UMTS) símkerfi. Tækið er skráð hjá 3.5G (HSDPA) símkerfi. Kveikt er á Bluetooth. Kveikt er á þráðlausu staðarneti. Ef þú hefur tvær símalínur er seinni línan í notkun. Öllum símtölum er beint í annað númer. Símtöl eru takmörkuð við lokaðan notendahóp. Sniðið sem er í notkun hefur verið tímastillt. Höfuðtól er tengt við tækið. Tækið er tengt við annað tæki með USB-gagnasnúru.

Tengiliðir eða myndir afritaðar af eldra tæki

Viltu afrita mikilvægar upplýsingar úr eldra samhæfu Nokia-tæki og fara strax að nota nýja tækið þitt? Notaðu Símaflutningur-forritið til að afrita til dæmis tengiliði, dagbókarfærslur og myndir yfir í nýja tækið, þér að kostnaðarlausu.
Veldu Valmynd > Stillingar > Samstill. & afrit.
Page 14
14 Kveikt á tækinu
Bluetooth þarf að vera virkt í báðum tækjunum.
1Veldu Símaflutningur > Afrita í þetta. 2 Veldu efnið sem á að afrita og Lokið. 3 Veldu eldra tækið af listanum. Ef tækið er ekki á listanum skaltu ganga úr skugga
um að kveikt sé á Bluetooth í tækinu.
4 Ef hitt tækið biður um lykilorð slærðu það inn. Slá þarf inn sama lykilorðið, sem þú
getur sjálfur valið, í bæði tækin. Sum tæki hafa fyrirfram skilgreind (föst) lykilorð. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.
Lykilorðið gildir aðeins fyrir þessa tilteknu tengingu.
5 Ef beðið er um það skal leyfa tengingu og að afrit sé tekið.

Aðgerðir án SIM-korts

Sumar aðgerðir tækisins má nota án þess að SIM-kort sé í símanum, eins og Organiser og leiki. Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki hægt að nota.

Tækið notað án tengingar

Þegar þú ert á stað þar sem ekki er heimilt að hringja eða svara símtölum er hægt að ræsa flugsniðið og fara í leiki eða hlusta á tónlist.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið.
Veldu Flug > Virkja.
sýnir að flugsniðið sé virkt.
Ábending: Hægt er að bæta flýtivísi fyrir snið við flýtivísa-smáforritið á heimaskjánum.
Page 15
Tækisstjórnun 15
Viðvörun:
Þegar flugsniðið er virkt er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi að hringja skal ræsa annað snið.

Vasaljós

Hægt er að nota myndavélarflassið sem vasaljós. Til að kveikja eða slökkva á vasaljósinu heldurðu
Ekki skal beina vasaljósinu að augum annarra.
inni á heimaskjánum.

Tækisstjórnun

Þjónusta

Þegar þú vilt fræðast meira um hvernig nota má vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig tækið eigi að virka skaltu fara á www.nokia.com/support eða nota farsíma, www.nokia.mobi/support.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
Endurræstu tækið. Slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
Veldu upphafsstillingar (núllstilling).
Uppfærðu hugbúnað tækisins.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Farðu á www.nokia.com/ repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.

My Nokia

Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > My Nokia.
My Nokia er ókeypis þjónustu sem sendir þér reglulega textaskilaboð með ábendingum, góðum ráðum og stuðningi við Nokia-tækið. Með henni er einnig hægt að skoða My Nokia-síðuna, þar sem finna má upplýsingar um Nokia-tæki og hlaða niður tónum, myndum, leikjum og forritum.
Til að geta notað My Nokia þjónustuna þarf hún að vera tiltæk í heimalandi þínu, og þjónustuaðilinn þarf að styðja hana. Aðeins áskrifendur geta notað þjónustuna. Greiða þarf gjald fyrir textaskilaboð þegar send eru skilaboð til að skrá sig í áskrift eða segja upp áskrift. Upplýsingar um skilmála og skilyrði, sjá bækling sem fylgdi með tækinu eða fara á www.nokia.com/mynokia
Page 16
16 Tækisstjórnun

Tækið notað til að uppfæra hugbúnað

Viltu auka afköst tækisins og fá uppfærslur á hugbúnaði og nýjar og skemmtilegar aðgerðir? Uppfæra skal hugbúnaðinn með reglubundnum hætti til að fá sem mest út úr tækinu. Einnig er hægt er að stilla tækið á sjálfvirka leit að uppfærslum.
Veldu Valmynd > Stillingar.
1Veldu Símastillingar > Uppfærslur. 2Veldu Nýjustu upplýs. til að sjá núverandi útgáfu hugbúnaðarins og athuga hvort
hægt er að fá hann uppfærðan.
3Veldu Sækja símahugb. til að hlaða niður og setja upp uppfærslu á hugbúnaði.
Fylgdu leiðbeiningunum.
4 Ef hætt var við uppsetningu að niðurhali loknu velurðu Setja upp uppf..
Uppfærslan getur tekið nokkrar mínútur. Hafðu samband við þjónustuveituna ef þú átt í vandræðum með uppfærsluna.
Sjálfvirk leit að hugbúnaðaruppfærslum
Veldu Sjálfv. uppfærsla og tilgreindu hve oft skal leita að nýjum hugbúnaðaruppfærslum.
Þjónustuveitan getur sent þér uppfærslu á hugbúnaði tækisins, þráðlaust, beint í tækið (sérþjónusta).
Page 17
Tækisstjórnun 17

Uppfærsla hugbúnaðar tækisins með tölvu

Þú getur notað tölvuforritið Nokia Software Updater til að uppfæra hugbúnað tækisins. Til að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia Software Updater forritið á www.nokia.com/softwareupdate.

Upphaflegar stillingar endurheimtar

Ef tækið virkar ekki eins og til er ætlast er hægt að breyta sumum stillingum þess aftur í upprunalegt horf.
1 Rjúfa skal öll símtöl og tengingar. 2Veldu Valmynd > Stillingar og Still. framleið. > Eingöngu still.. 3 Sláðu inn öryggisnúmerið.
Það hefur ekki áhrif á nein skjöl eða skrár sem vistaðar eru í tækinu.
Þegar stillingum hefur verið breytt í upprunalegt horf slokknar á tækinu og síðan kviknar á því aftur. Það gæti tekið lengri tíma en venjulega.

Skrár flokkaðar

Hægt er að flytja, afrita, eyða eða búa til nýjar skrár og möppur í minni tækisins eða á minniskortinu. Ef skrám er raðað í viðkomandi möppur er auðveldara að finna þær í framtíðinni.
Veldu Valmynd > Forrit > Gallerí.
Ný mappa búin til
Veldu Valkostir > Bæta við möppu í möppunni sem búa skal til undirmöppu í.
Skrá afrituð eða flutt í möppu
Veldu skrána og haltu henni inni, og veldu síðan viðeigandi valkost á skyndivalmyndinni.
Ábending: Einnig er hægt að spila tónlist eða myndskeið, eða skoða myndir í Gallerí.

Dagbók og tengiliðir samstillir með Ovi by Nokia

Veldu Valmynd > Stillingar > Samstill. & afrit.
1Veldu Samst. við Ovi > Samstilla núna. 2 Skráðu þig inn með Nokia-áskriftinni þinni. Ef þú ert ekki í áskrift geturðu stofnað
hana.
3 Fylgdu leiðbeiningunum.
Page 18
18 Sími

Myndir og annað efni afritað á minniskort

Viltu tryggja að þú glatir ekki mikilvægum skrám? Hægt er að afrita minni tækisins yfir á samhæft minniskort.
Veldu Valmynd > Stillingar > Samstill. & afrit.
Veldu Búa til ör.afrit.
Afrit endurheimt
Veldu Setja upp afrit.

Sími

Hringt í númer

1 Færðu inn símanúmerið, ásamt lands- og svæðisnúmerinu ef nauðsyn krefur 2 Ýttu á hringitakkann.
Símtali svarað
Ýttu á hringitakkann.
Símtali slitið
Ýttu á hætta-takkann.
Símtali hafnað
Ýttu á hætta-takkann.

Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð

Á heimaskjánum er hægt að sjá símtöl sem ekki var svarað. Til að sjá símanúmerið velurðu Skoða. Nafn þess sem hringir birtist ef það er vistað á tengiliðalistanum.
Númer móttekinna símtala og símtala sem ekki er svarað eru aðeins skráð ef símafyrirtækið styður slíkt, og ef kveikt er á tækinu og það er innan þjónustusvæðis.
Hringt í tengiliðinn eða númerið
Veldu tengiliðinn eða númerið og ýttu á hringitakkann.
Símtöl, sem hefur ekki verið svarað, skoðuð síðar
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Notkunarskrá og Ósvöruð símtöl.

Hringt í síðast valda númerið

Ertu að reyna að hringja í einhvern en hann svarar ekki? Það er auðvelt að hringja aftur.
Page 19
Sími 19
Á heimaskjánum ýtirðu á hringitakkann, velur númerið af listanum og ýtir aftur á hringitakkann.

Innhringingar framsendar í talhólf eða annað símanúmer

Þegar þú getur ekki svarað í símann geturðu látið framsenda innhringingar í talhólfið eða í annað símanúmer (sérþjónusta).
1Veldu Valmynd > Stillingar og Símtalsstillingar > Símtalsflutn.. 2 Veldu valkost, svo sem Ef á tali eða Ef ekki er svarað. 3Veldu Virkja og Í talhólf eða Í annað númer.

Númer móttekins símtals eða skilaboða vistað

Hefurðu fengið símtal eða skilaboð frá aðila sem ekki er vistaður með símanúmeri á tengiliðalistanum? Auðvelt er að bæta númerinu við tengiliðina.
Númer móttekins símtals vistað
1Veldu Valmynd > Tengiliðir > Notkunarskrá og Móttekin símtöl. 2 Veldu númerið og Valkostir > Vista. 3 Sláðu inn nafn tengiliðarins og veldu Vista.
Númer móttekinna skilaboða vistað
1Veldu Valmynd > Skilaboð. 2Veldu Samtöl eða Innhólf og skilaboð. 3 Ýttu á hringitakkann. 4 Veldu númerið og Vista. 5 Sláðu inn nafn tengiliðarins og veldu Vista.
Ábending: Til að setja inn nýtt númer hjá tengilið velurðu númerið og Bæta við
tengilið.

Um netsímtöl

Hægt er að hringja og svara símtölum um internetið (sérþjónusta). Netþjónustuveitur geta stutt símtöl á milli tölva, á milli farsíma og á milli netsímabúnaðar og venjulegs síma.
Hjá sumum netþjónustuveitum er boðið upp á ókeypis netsímtöl. Upplýsingar um framboð og kostnað vegna tengingar fást hjá netþjónustuveitunni.
Verið getur að hömlur séu á notkun netsímabúnaðar og annarrar þjónustu í sumum löndum. Nánari upplýsingar fást hjá söluaðila tækisins, þjónustuveitunni eða yfirvöldum á staðnum.
Page 20
20 Sími
Til að geta hringt eða svarað netsímtali þarftu að vera innan þjónustusvæðis þráðlauss staðarnets og vera skráður hjá netsímaþjónustu.

Netsímtöl

Ef þú ert með áskrift að netsímaþjónustu geturðu hringt um internetið.
Upplýsingar um framboð og kostnað vegna netsímtala fást hjá netþjónustuveitunni.
Hægt er að stofna áskrift með aðstoð Netsímahjálp. Hafðu áskriftarupplýsingarnar frá netþjónustuveitunni tiltækar áður en hjálparforritið er ræst.
Netsímaáskrift sett upp
1 Gakktu úr skugga um að gilt SIM-kort sé í tækinu og að það sé tengt við þráðlaust
staðarnet.
2Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Netsími > Reikningar. 3Veldu Nýtt. 4 Veldu áskrift og Tengja, og fylgdu síðan leiðbeiningunum.
Þegar hjálparforritið hefur lokið uppsetningu birtist áskriftin á áskriftalistanum.
Ef ekki tekst að stilla netsímann skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
Hringt í tengilið
1Veldu Valmynd > Tengiliðir og Nöfn og tengilið. 2Veldu Netsímtal.
Hringt í símanúmer
Sláðu inn símanúmerið og veldu Valkostir > Netsímtal.
Þegar um neyðarsímtöl er að ræða skal aðeins nota farsímakerfið.

Símafundi komið á

Ef halda þarf símafund (sérþjónusta) er auðvelt að bæta nokkrum þátttakendum við í símtalinu.
Page 21
Sími 21
Upplýsingar um framboð fást hjá þjónustuveitunni.
1 Meðan símtal fer fram velurðu Valkostir > Fleira > Ný hringing. 2 Sláðu inn símanúmer eða leitaðu að tengilið. 3 Ýttu á hringitakkann. 4 Þegar bæði símtölin eru í gangi velurðu Valkostir > Símafundur. 5 Til að ljúka símafundinum velurðu Valkostir > Leggja á.

Aðeins símtöl við tiltekin númer leyfð

Með föstu númeravali (sérþjónusta) er hægt að takmarka símtöl og leyfa aðeins að hringt sé í ákveðin símanúmer. Til dæmis er hægt að leyfa eingöngu að hringt sé í fjölskylduna.
Veldu Valmynd > Stillingar og Öryggi.
1Veldu Fast númeraval > Kveikt. 2 Sláðu inn PIN2-kóðann. 3 Settu tilteknu númerin á listann yfir númer sem hringja má í.
Ábending: Ef þú vilt senda textaskilaboð þegar fast númeraval er virkt, þarftu að setja númer skilaboðamiðstöðvarinnar á listann yfir númer sem hringja má í.

Komið í veg fyrir símtöl

Gættu þess að símareikningurinn verði ekki of hár með því að koma í veg fyrir tiltekin símtöl (sérþjónusta). Til dæmis er hægt að koma í veg fyrir innhringingar þegar dvalið er erlendis.
Veldu Valmynd > Stillingar og Öryggi. Til að koma í veg fyrir símstöl þarftu að fá lykilorð fyrir útilokanir hjá þjónustuveitunni.
Page 22
22 Tengiliðir
Komið í veg fyrir tiltekin símtöl
1Veldu Útilok.þjónusta og þann valkost sem nota skal. 2Veldu Virkja og sláðu inn lykilorðið fyrir útilokanir.

Tengiliðir

Nafn og símanúmer vistað

Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Veldu Bæta við nýjum.
Upplýsingum um tengilið bætt við eða breytt
1Veldu Nöfn og tengilið. 2Veldu Upplýs. > Valkostir > Bæta við upplýs..
Ábending: Til að setja inn hringitón, mynd eða hreyfimynd hjá tengilið velurðu tengiliðinn og Valkostir > Bæta við upplýs. > Margmiðlun.

Hraðval notað

Hægt er að hringja í vini og ættingja á fljótlegan hátt ef símanúmerin sem þú notar mest eru tengd við talnatakka tækisins.
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Hraðvals-númer.
Tengdu símanúmer við talnatakka.
1 Veldu talnatakka 1 er frátekinn fyrir talhólfið. 2 Sláðu inn númer eða leitaðu að tengilið.
Eyddu eða breyttu símanúmeri sem er tengt við talnatakka.
Haltu talnatakkanum inni og veldu Eyða hraðvali eða Breyta á skyndivalmyndinni.
Hringt í númer
Haltu talnatakka inni á heimaskjánum.
Slökkt á hraðvali
Veldu Valmynd > Stillingar og Símtalsstillingar > Hraðval.

Persónuupplýsingar sendar

Viltu senda símanúmerið þitt eða netfang til einhvers sem þú hefur nýlega hitt? Settu persónuupplýsingarnar þínar á tengiliðalistann, og sendu viðkomandi aðila nafnspjald.
Veldu Valmynd > Tengiliðir og Nöfn.
Page 23
Textaritun 23
1 Veldu færsluna sem inniheldur upplýsingarnar um þig. 2Veldu Nafnspjald og sendingarmáta.
Móttekið nafnspjald vistað
Veldu Sýna > Vista.

Tengiliðahópur búinn til

Ef ættingjar eða vinir eru settir í tengiliðahóp er auðvelt að senda þeim öllum skilaboð samtímis.
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
1Veldu Hópar > Bæta við. 2 Gefðu hópnum nafn, veldu ef til vill mynd og hringitón, og veldu Vista. 3 Til að bæta tengiliðum við hópinn velurðu hópinn og Bæta við.

Tengiliðir færðir eða afritaðir á SIM-kortið

Viltu nota SIM-kortið í öðru tæki en hafa engu að síður aðgang að tengiliðunum þínum? Sjálfgefið er að tengiliðir séu vistaðir í minni tækisins, en hægt er að afrita þá yfir á SIM­Kort.
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Hægt er að vista fleiri tengiliði í minni tækisins, og tengiliðir sem vistaðir eru á SIM­kortinu geta aðeins verið með eitt símanúmer. kortinu.
Allir tengiliðir afritaðir
Veldu Afrita tengiliði > Úr síma á SIM.
Allir tengiliðir færðir
Veldu Færa tengiliði > Úr síma á SIM.
táknar að tengiliður sé vistaður á SIM-
Ábending: Ef tengiliðir eru bæði vistaðir í minni tækisins og á SIM-kortinu er hægt að sjá á tengiliðalistanum hverjir eru á báðum stöðum. Til að birta aðeins tengiliði sem vistaðir eru í tækinu velurðu Stillingar > Minni í notkun > Sími.

Textaritun

Skipt milli innsláttarstillinga

Þegar texti er ritaður er hægt að nota hefðbundinn innslátt
eða flýtiritun .
Page 24
24 Textaritun
, og sýna stafagerðina. sýnir að tölustafirnir eru virkir.
Skipt milli innsláttaraðferða
Haltu Valkostir inni. Síminn styður ekki flýtiritun á öllum tungumálum.
Skipt milli stafagerða Ýttu á #.
Skipt á milli tölustafa og bókstafa Haltu # inni.
Innsláttartungumál valið
Veldu Valkostir > Tungumál texta.

Hefðbundinn innsláttur texta

Orð slegið inn
Ýttu endurtekið á talnatakka (2-9) þar til bókstafurinn sem þú vilt nota birtist. Tungumálið sem valið er hefur áhrif á það hvaða bókstafir birtast. Ef næsti stafur er á sama takka skaltu bíða þar til bendillinn birtist eða færa bendilinn áfram og ýta aftur á takkann.
Bendillinn færður úr stað
eða , eða smelltu á skjáinn þar sem bendillinn á að koma.
Veldu
Greinarmerki slegið inn Ýttu endurtekið á 1.
Sérstafur sleginn inn
Veldu
Bil slegið inn
Ýttu á 0.
og tiltekna stafinn.

Flýtiritun

Innbyggða orðabókin stingur upp á orðum þegar stutt er á talnatakkana. Einnig er hægt að bæta eigin orðum inn í orðabókina.
Orð slegið inn
Ýttu á talnatakkana (2-9). Ýttu einu sinni á takka fyrir hvern staf.
Page 25
Skilaboð 25
Orð staðfest Færðu bendilinn áfram, eða ýttu á 0 til að slá inn bil.
Rétta orðið valið Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * og velja síðan rétta orðið af listanum.
Orði bætt inn í orðabókina
Ef ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki að finna í orðabókinni. Til að bæta orði inn í orðabókina velurðu Stafa. Sláðu orðið inn á hefðbundinn hátt og veldu
Vista.
Samsett orð slegið inn
Sláðu inn fyrri hluta orðsins og færðu bendilinn áfram til að staðfesta orðið. Sláðu inn seinni hluta orðsins og staðfestu aftur.

Skilaboð

Skilaboð send

Notaðu texta- og margmiðlunarskilaboð til að vera í sambandi við ættingja og vini. Hægt er að hengja myndir, myndskeið og nafnspjöld við skilaboðin.
Veldu Valmynd > Skilaboð.
1Veldu Búa til skilaboð. 2 Til að setja inn viðhengi velurðu Valkostir > Setja inn hlut. 3 Sláðu inn skilaboðin og veldu Áfram. 4 Til að slá símanúmer eða netfang inn handvirkt velurðu Númer eða netf.. Sláðu
inn símanúmer eða veldu Póstur, og sláðu inn netfang.
5Veldu Senda.
Ábending: Til að setja inn sérstaf eða broskarl velurðu Valkostir > Setja inn tákn.
Það getur verið kostnaðarsamara að senda skilaboð með viðhengi en venjuleg textaskilaboð. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Hægt er að senda textaskilaboð sem eru lengri en stafafjöldi í einum skilaboðum leyfir. Lengri skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það.
Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða valkosti sumra tungumála taka meira pláss og takmarka þann stafafjölda sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Ef hluturinn sem margmiðlunarskilaboðin innihalda er of stór fyrir símkerfið getur tækið minnkað hann sjálfkrafa.
Page 26
26 Skilaboð
Aðeins samhæf tæki geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Skilaboð geta litið mismunandi út eftir tækjum.

Skilaboð send til hóps

Langar þig til að senda allri fjölskyldunni skilaboð? Ef þú hefur sett alla í einn hóp getur þú sent öllum skilaboð samtímis.
Veldu Valmynd > Skilaboð.
1Veldu Búa til skilaboð. 2 Sláðu inn skilaboðin og veldu Áfram. 3 Til að velja hóp velurðu Tengiliðahópar. 4Veldu Senda.

Viðhengi vistað

Hægt er að vista viðhengi sem fylgja margmiðlunarskilaboðum eða tölvupósti í tækinu.
Veldu Valmynd > Skilaboð.
Viðhengi vistað
1 Opnaðu skilaboðin. 2Veldu Valkostir > Vista efni. 3 Veldu viðkomandi skrá og Valkostir > Vista.
Tölvupóstsviðhengi vistað
1 Opnaðu póstinn. 2 Veldu viðhengið. 3Veldu Vista.
Myndir og myndskeið eru vistuð í Gallerí.

Spjall skoðað

Hægt er að sjá skilaboð sem send hafa verið til og móttekin frá tilteknum tengilið á einum skjá, og halda síðan áfram að spjalla á þeim skjá.
Veldu Valmynd > Skilaboð.
Skilaboð lesin í spjalli
Veldu Samtöl, spjall og skilaboð.
Skipt yfir í venjulegan Innhólf
Veldu Valkostir > Innhólf.
Page 27
Póstur og spjallskilaboð 27

Hlustað á talskilaboð

Þegar þú getur ekki svarað í símann geturðu látið framsenda innhringingar í talhólfið og hlustað seinna á skilaboðin.
Talhólfið er sérþjónusta sem e.t.v. þarf að gerast áskrifandi að. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Hringt í talhólf Ýttu á 1 á heimaskjánum og haltu takkanum inni.
Vista númer talhólfs
1Veldu Valmynd > Skilaboð > Talskilaboð og Talhólfsskilaboð > Númer
talhólfs.
2 Sláðu inn númer talhólfsins og veldu Í lagi.

Senda hljóðskilaboð

Hefurðu ekki tíma til að skrifa textaskilaboð? Taktu þá upp og sendu hljóðskilaboð!
Veldu Valmynd > Skilaboð.
1Veldu Önnur skilaboð > Hljóðskilaboð. 2Veldu
3 Upptaka er stöðvuð með því að velja 4Veldu Áfram og tengilið.
til að taka upp skilaboðin.
.

Póstur og spjallskilaboð

Settu upp stillingar í tækinu til að geta sent og tekið á móti pósti frá póstáskriftinni.
Eða skráðu þig í spjallþjónustu til að geta spjallað við vini þína.

Nokia Messaging póstur

Kynntu þér hvernig pósthólf er sett upp og hvernig póstur er sendur og móttekinn.

Um Nokia Messaging póst

Veldu Valmynd > Skilaboð > Póstur.
Hægt er að opna pósthólf frá ýmsum söluaðilum í tækinu og lesa, skrifa og senda tölvupóst.
Ef þú ert þegar með pósthólf geturðu stofnað Nokia-áskrift, sem inniheldur Nokia Ovi­póstþjónustuna. Nánari upplýsingar eru á www.ovi.com. Nokia-áskriftin veitir aðgang að hvaða Nokia Ovi þjónustu sem er.
Page 28
28 Póstur og spjallskilaboð

Skráðu þig inn á pósthólf

Hægt er að skrá sig inn á nokkur pósthólf.
Veldu Valmynd > Skilaboð > Póstur.
1 Veldu póstþjónustuna. 2 Sláðu inn notandanafn og lykilorð. 3Ef Vista lykilorð: er valið þarf ekki að slá lykilorðið inn í hvert sinn sem pósthólfið
er opnað.
4Veldu Skrá inn.
Veldu Bæta við pósthólfi til að skrá þig inn á annað pósthólf.
Ef þú ert þegar með pósthólf geturðu stofnað áskrift fyrir Nokia Ovi póst.
Ovi-póstur settur upp
Veldu Ovi-póstur > Stofna nýtt netfang og fylgdu leiðbeiningunum.

Póstur sendur

Veldu Valmynd > Skilaboð > Póstur og pósthólf.
1Veldu Valkostir > Skrifa nýjan póst. 2 Sláðu inn netfang viðtakandans og efni póstsins, og síðan skilaboðin. 3 Til að hengja skrá, til dæmis mynd, við póstinn velurðu Valkostir > Hengja við >
Úr Galleríi.
4 Til að taka mynd og hengja við póstinn velurðu Valkostir > Hengja við > Úr
myndavél.
5Veldu Senda.

Tölvupóstur lesinn og honum svarað

Veldu Valmynd > Skilaboð > Póstur og pósthólf.
1Veldu póst. 2 Til að svara eða framsenda póst velurðu Valkostir.

Nokia Messaging spjall

Kynntu þér hvernig spjallað er við vini.

Um spjall

Veldu Valmynd > Skilaboð > Spjall.
Page 29
Póstur og spjallskilaboð 29
Með Spjall (sérþjónusta) geturðu spjallað við vini þína. Ef þú ert þegar með áskrift að spjalli geturðu stofnað Nokia-áskrift og notað Nokia Ovi spjall.
Hægt er að láta Spjall-forritið keyra í bakgrunninum á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar, en fá engu að síður tilkynningu um ný spjallboð.
Notkun á þjónustunni eða niðurhal á efni getur falið í sér stórar gagnasendingar og því þarf e.t.v. að greiða fyrir gagnaflutning.

Innskráning í spjallþjónustu

Veldu Valmynd > Skilaboð > Spjall.
Innskráning í spjalláskrift
1 Ef um fleiri en eina spjallþjónustu er að ræða skaltu velja þá sem þér líst best á. 2 Skráðu þig inn og sláðu inn notandanafn þitt og lykilorðið. 3 Fylgdu leiðbeiningunum.
Nokkrar spjallþjónustur notaðar samtímis
1 Veldu spjallþjónustu og skráðu þig inn. 2 Opnaðu viðkomandi flipa til að skipta um spjallþjónustu.

Spjallað við vini

Veldu Valmynd > Skilaboð > Spjall.
Hægt er að skrá sig inn á nokkrar spjallþjónustur og spjalla þar samtímis. Það verður að skrá sig inn á eina þjónustu í einu.
Hægt er að halda uppi samræðum við nokkra tengiliði samtímis.
1 Ef um fleiri en eina spjallþjónustu er að ræða skaltu velja þá sem þér líst best á. 2 Skráðu þig hjá þjónustunni. 3 Af tengiliðalistanum velurðu tengiliðinn sem þú vilt spjalla við. 4 Sláðu skilaboðin inn í textareitinn neðst á skjánum. 5Veldu Senda.

Spjallforritið falið

Veldu Valmynd > Skilaboð > Spjall.
Veldu Fela.
Tengingin helst í tiltekinn tíma, samkvæmt áskriftinni. Þegar Spjall-forritið er virkt í bakgrunninum geturðu opnað önnur forrit og opnað Spjall-forritið aftur síðar án þess að skrá þig aftur inn.
Page 30
30 Sérstillingar
Tilkynningar um ný skilaboð mótteknar þegar forritið er falið
1 Á Spjall-skjánum velurðu Valkostir > Meira > Stillingar. 2 Veldu gerð tilkynninga og Vista.
Útskráning úr spjalli
Opnaðu Spjall-forritið og síðan Valkostir > Hætta > Skrá út til að loka þjónustunni.
Veldu Valkostir > Hætta > Loka til að loka Spjall-forritinu.

Sérstillingar

Um heimaskjáinn

Á heimaskjánum er hægt að:
Sjá tilkynningar um símtöl sem ekki hefur verið svarað og móttekin skilaboð
Opna uppáhaldsforritin
Stjórna forritum, svo sem útvarpinu
Setja inn flýtivísa fyrir ýmsar aðgerðir, svo sem ritun skilaboða
Sjá uppáhaldstengiliðina þína og hringja, spjalla eða senda þeim skilaboð á
fljótlegan hátt?

Flýtivísir settur á heimaskjáinn

Viltu opna uppáhaldsforritið þitt beint á heimaskjánum? Hægt er að setja flýtivísa á þær aðgerðir sem mest eru notaðar.
1 Veldu flýtivísaforritið og haltu því inni, og veldu síðan Velja flýtivísa á
skyndivalmyndinni.
2 Veldu flýtivísinn sem skilgreina skal og síðan tiltekna hlutinn.
Ábending: Flýtivísi er eytt með því að setja annan í staðinn.
Ábending: Einnig er hægt að setja flýtivísa á Fara-til-valmyndina. Veldu Flýtival >
Sérsníða.

Mikilvægir tengiliðir settir á heimaskjáinn

Viltu hringja í uppáhaldstengiliðina þína eða senda þeim skilaboð á fljótlegan hátt? Hægt er að setja flýtivísa á tiltekna tengiliði á heimaskjánum.
1 Veldu Uppáhaldstengiliðir stikuna og haltu henni inni. 2Veldu Breyta uppáhaldi. 3 Veldu tengiliðartákn
Vista þarf tengiliðinn í minni tækisins.
og tengilið af listanum.
Page 31
Sérstillingar 31
Ábending: Ef mynd er sett við tengiliðinn birtust hún á Uppáhaldstengiliðir stikunni.
Hringt í tengilið eða honum send skilaboð
Veldu tengiliðinn á Uppáhaldstengiliðir stikunni og veldu síðan viðeigandi valkost á skyndivalmyndinni.
Tengiliður tekinn af heimaskjánum
1 Veldu Uppáhaldstengiliðir stikuna og haltu henni inni. 2Veldu Breyta uppáhaldi og þann tengilið sem fjarlægja skal.
Tengiliðurinn er fjarlægður af Uppáhaldstengiliðir stikunni, en er áfram á tengiliðalistanum.

Fara-til-valmyndin sérsniðin

Hægt er að setja flýtivísa á þær aðgerðir sem mest eru notaðar.
1Veldu Flýtival > Sérsníða. 2 Veldu hlut á valmyndinni og tilteknu aðgerðina af listanum.
Til að opna aðgerð velurðu Flýtival og tilteknu aðgerðina.

Heimaskjárinn sérsniðinn

Langar þig til að hafa uppáhaldslandslagið þitt eða myndir af fjölskyldunni sem bakgrunn á heimaskjánum? Hægt er að skipta um veggfóður, endurraða hlutum á heimaskjánum og sérsníða hann að vild.
Veldu Valmynd > Stillingar og Skjástillingar.
Skipt um veggfóður
Veldu Veggfóður og mynd.
Ábending: Hægt er að hlaða niður fleiri gerðum veggfóðurs frá Nokia Ovi versluninni. Nánari upplýsingar um Ovi-verslunina er að finna á www.ovi.com.
Efni sett á heimaskjáinn
Veldu Heimaskjár > Sérsníða skjá.
Ábending: Hægt er að auka leturstærðina í skilaboða- og tengiliðaforritunum þegar vafrað er á netinu eða á aðalvalmyndinni með því að velja Leturstærð.

Útliti tækisins breytt

Með þemum er hægt að breyta litum og útliti heimaskjásins.
Page 32
32 Tengingar
Veldu Valmynd > Stillingar og Þemu.
Veldu Velja þema > Þemu og þema af listanum.
Ábending: Hægt er að hlaða niður fleiri þemum frá Nokia Ovi versluninni. Nánari upplýsingar um Ovi-verslunina er að finna á www.ovi.com.

Eigið snið búið til

Hvernig er hægt að nýta sér tækið sem best í vinnunni, skólanum eða heima? Hægt er að búa til ný snið fyrir hvaða aðstæður sem er og gefa þeim viðeigandi heiti.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið.
1Veldu Mitt snið 1 eða Mitt snið 2. 2Veldu Eigið val og tilgreindu stillingar fyrir sniðið. 3 Sláðu inn heiti sniðsins og veldu Í lagi > Vista.

Tónar sérsniðnir

Hægt er að sérsníða hringi-, lykil- og viðvörunartóna fyrir hvert snið.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tónastillingar.
Hringitóni breytt
Veldu Hringitónn: og hringitón.
Ábending: Hægt er að hlaða niður fleiri hringitónum frá Nokia Ovi versluninni. Nánari upplýsingar um Ovi-verslunina er að finna á www.ovi.com.
Tónstyrk takkaborðsins breytt
Veldu Takkatónar: og dragðu til hljóðröndina.

Tengingar

Bluetooth Um Bluetooth-tengingar
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth.
Nota skal Bluetooth til að koma á þráðlausri tengingu við samhæf tæki, svo sem aðra farsíma, tölvur, höfuðtól og bílbúnað.
Einnig er hægt að nota tenginguna til að senda hluti úr tækinu, færa skrár úr samhæfri tölvu og prenta skrár með samhæfum prentara.
Page 33
Tengingar 33
Tæki með þráðlausri Bluetooth-tækni þurfa ekki að vera nálægt hvort öðru þar sem þessi tækni byggist á útvarpsbylgjum. Tækin þurfa þó að vera í innan við 10 metra (33 feta) fjarlægð hvort frá öðru, annars getur tengingin rofnað. Hindranir, svo sem veggir eða önnur raftæki geta valdið truflunum.
Ábending: Til að geta opnað Bluetooth-stillingar á heimaskjánum skaltu bæta flýtivísi við flýtivísa-smáforritið.

Tengt við þráðlaust höfuðtól

Viltu halda áfram að vinna við tölvuna á meðan þú talar í símann? Notaðu þá þráðlaust höfuðtól. Einnig er hægt að svara í símann, þó að tækið sé ekki alveg við höndina.
1Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth og Bluetooth > Kveikja. 2 Kveiktu á höfuðtólinu. 3 Til að para tækið og höfuðtólið velurðu Tengja hljóðbúnað. 4 Veldu höfuðtólið. 5 Ef til vill þarf að slá inn lykilorð. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók
höfuðtólsins.
Ábending: Hægt er að láta tækið tengjast Bluetooth-höfuðtólinu sjálfkrafa þegar það hefur verið parað.

Mynd eða annað efni sent í annað tæki

Notaðu Bluetooth til að senda nafnspjöld, dagbókarfærslur, myndir, myndskeið og annað efni sem þú hefur búið til í tölvuna þína, og einnig í samhæf tæki vina þinna.
Page 34
34 Tengingar
1 Veldu hlutinn sem á að senda. 2Veldu Valkostir > Senda > Með Bluetooth. 3 Veldu tækið sem á að tengjast við. Ef tiltekna tækið birtist ekki velurðu Ný leit til
að leita að því. Bluetooth-tæki sem eru á sendisvæðinu birtast.
4 Ef hitt tækið biður um lykilorð slærðu það inn. Slá þarf inn sama lykilorðið, sem þú
getur sjálfur valið, í bæði tækin. Sum tæki hafa fyrirfram skilgreind (föst) lykilorð. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.
Lykilorðið gildir aðeins fyrir þessa tilteknu tengingu.

Tengt við bílbúnað með ytri SIM-stillingu

Með ytri SIM-stillingu getur samhæfur bílabúnaður notað SIM-kortið í tækinu.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth.
Para þarf tækið og bílbúnaðinn áður en hægt er að gera ytri SIM-stillinguna virka.
1 Til að gera Bluetooth-tengingu virka í tækinu velurðu Bluetooth > Kveikja. 2 Gerðu Bluetooth virkt í bílbúnaðinum. 3 Fylgdu leiðbeiningunum á skjá tækisins.
Í ytri SIM-stillingu er aðeins bílbúnaðurinn tengdur við farsímkerfið.
Ti l að hæg t sé að h ringj a og sva ra s ímt ölum þ ega r yt ri S IM- sti lling er v irk þar f samh æfu r aukabúnaður að vera tengdur við tækið (t.d. bílbúnaður).
Tækið mun aðeins leyfa neyðarsímtöl í þessari stillingu.
Ytri SIM-stillingin er sjálfkrafa gerð óvirk þegar slökkt er á bílbúnaðinum, til dæmis þegar drepið er á bílnum.
Ytri SIM-stilling gerð óvirk á handvirkan hátt
1Veldu Pöruð tæki. 2 Veldu bílbúnaðinn og síðan Eyða pörun á skyndivalmyndinni.

Tengst sjálfvirkt við parað tæki

Viltu tengja tækið með reglulegu millibili við annað Bluetooth-tæki, svo sem bílbúnað, höfuðtól eða tölvu? Hægt er að stilla tækið á sjálfvirka tengingu.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth og Pöruð tæki.
1 Láttu tækið tengjast sjálfvirkt. 2Veldu Stillingar > Sjálfvirk tenging > Já á skyndivalmyndinni.
Page 35
Tengingar 35

Bluetooth notað á öruggan hátt

Viltu tryggja hverjir geti séð tækið þitt þegar Bluetooth er notað? Þú getur stjórnað því hverjir geta séð tækið þitt og tengst því.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth.
Komið í veg fyrir að aðrir finni tækið
Veldu Sýnileiki símans > Falinn. Þegar tækið er falið geta aðrir ekki fundið það. En pöruð tæki geta þó tengst tækinu.
Slökkt á Bluetooth
Veldu Bluetooth > Slökkva.
Ekki skal parast við eða samþykkja beiðnir um tengingu frá tækjum sem þú þekkir ekki. Þannig verndarðu tækið gegn skaðlegu efni.
USB-gagnasnúra Mynd eða annað efni afritað milli tækisins og tölvu
Hægt er að nota USB-gagnasnúru til að afrita myndir og annað efni milli tækisins og samhæfrar tölvu.
1 Notaðu samhæfa USB-snúru til að tengja tækið við tölvuna. 2 Veldu úr eftirfarandi:
Nokia Ovi Suite — Nota skal þessa stillingu ef Nokia Ovi Suite er sett upp á tölvunni. Efnisflutningur — Nota skal þessa stillingu ef Nokia Ovi Suite er ekki sett upp á
tölvunni. Nota skal þessa stillingu ef tengja skal tækið við heimabíó eða prentara. Gagnageymsla — Nota skal þessa stillingu ef Nokia Ovi Suite er ekki sett upp á
tölvunni. Tækið birtist sem færanlegt tæki í tölvunni. Nota skal þessa stillingu ef tengja á tækið við önnur tæki, svo sem hljómflutningstækin heima eða í bílnum.
3 Nota skal skráastjórn tölvunnar til að afrita efnið.

Mynd eða annað efni afritað milli tækis og USB-minniskubbs

Hægt er að a frit a myndir úr tækin u yfir á s amhæfan USB-m inni skubb. Þ anni g er up plag t að afrita myndir sem teknar eru á ferðalögum.
1 Tengdu snúru úr samhæfu USB OTG millistykki í USB-tengi tækisins. 2 Tengdu minniskubb við snúru USB OTG millistykkisins.
Page 36
36 Tengingar
3Veldu Valmynd > Forrit > Gallerí og haltu skrá eða möppu inni. 4 Veldu hvort afrita skal eða flytja möppuna eða skrána. 5 Veldu möppuna sem nota skal.
Tengst við þráðlaust staðarnet Um þráðlausar staðarnetstengingar
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > WLAN.
Hægt er að tengjast þráðlausu staðarneti og stjórna staðarnetstengingunum.
Mikilvægt: Nota skal dulkóðun til að auka öryggi þráðlausrar
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum.
Til athugunar: Verið getur að hömlur séu á notkun þráðlausra staðarneta í
sumum löndum. Í Frakklandi er til dæmis aðeins heimilt að nota þráðlaust staðarnet innanhúss. Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.

Tengst við þráðlaust heimanet

Hægt er að spara kostnað með því að tengjast heimaneti í heimahúsi þegar nota skal tækið til að vafra á netinu.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > WLAN.
Tengingu komið á í fyrsta skipti
1 Til að leita að heimanetinu velurðu Þráðl. staðarnet í boði. 2 Til að tengjast velurðu heimanetið. 3 Ef netið er varið 4 Ef heimanetið er vistað þarf ekki alltaf að leita að því framvegis. Veldu netið og haltu
því inni, og af skyndivalmyndinni velurðu síðan Vista.
þarftu að slá inn lykilorð.
Page 37
Tengingar 37
gefur til kynna vistað net.
Tengst við vistað heimanet
1Veldu Vistuð þráðlaus st.net. 2 Veldu heimanetið og haltu því inni, og af skyndivalmyndinni velurðu síðan
Tengjast.
Tenging við þráðlaust staðarnet rofin
Veldu staðarnetið sem tengst er við og haltu því inni síðan Aftengjast.

Tengst við þráðlaust staðarnet hvar og hvenær sem er

Þægilegt er að tengjast þráðlausu staðarneti til að komast á internetið fjarri heimilinu. Hægt er að tengjast þráðlausu staðarneti á opinberum stöðum, svo sem á bókasöfnum og netkaffihúsum.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > WLAN.
Nota þarf lykilorð til að tengjast vörðu þráðlausu staðarneti
1 Til að leita að tiltæku staðarneti velurðu Þráðl. staðarnet í boði. 2 Veldu þráðlaust staðarnet. 3 Ef netið er varið skaltu slá inn lykilorðið.
Tenging við þráðlaust staðarnet rofin
Veldu staðarnetið sem tengst er við

Tengst við falið þráðlaust staðarnet

Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > WLAN.
Þú verður að vita hvert nafnið (SSID-kóðinn) og lykilorðið er til að geta tengst földu þráðlausu staðarneti.
1 Til að leita að tiltæku staðarneti velurðu Þráðl. staðarnet í boði. 2Veldu (Falið netkerfi). 3 Sláðu inn nafnið (SSID-kóðann) og lykilorðið.
Tenging við þráðlaust staðarnet rofin
Veldu staðarnetið sem tengst er við
.
.
, og af skyndivalmyndinni velurðu
.
Page 38
38 Ovi-þjónusta Nokia

Ovi-þjónusta Nokia

Ovi by Nokia Framboð og verð á Ovi-þjónustu Nokia
Framboð á Ovi-þjónustu Nokia getur verið mismunandi eftir svæðum. Notkun á þjónustunni eða niðurhal á efni getur falið í sér stórar gagnasendingar og því þarf e.t.v. að greiða fyrir gagnaflutning. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitunni.
Kynntu þér Ovi á www.ovi.com.

Um Ovi-verslunina

Í Ovi-versluninni geturðu hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum, myndum, þemum og hringitónum í tækið þitt. Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra þarftu að kaupa og greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á símareikninginn. Það fer eftir búsetulandi þínu og símafyrirtæki hvaða greiðsluaðferðir eru tiltækar. Ovi-verslunin býður upp á efni sem er samhæft við tækið þitt og hæfir bæði smekk þínum og staðsetningu.
Veldu Valmynd > Verslun eða farðu á www.ovi.com.

Um Ovi-samskipti

Með Ovi-tengiliðum geturðu haldið sambandi við vini og fjölskyldu, fylgst með því hvað er að gerast og fundið nýja vini á Ovi-samfélaginu. Þú getur einnig tekið öryggisafrit af tengiliðum í tækinu og sett það á Ovi.
Til að hlaða niður Ovi-tengiliðum ferðu á www.ovi.com.

Um Ovi-póst

Með Ovi-pósti geturðu auðveldlega nálgast póst frá vinsælum vefþjónustum. Ef þú skráir þig fyrir Nokia-áskrift geturðu einnig fengið ókeypis póstreikning frá Ovi og nálgast hann á farsímanum eða tölvu. Ruslpóstvörnin aðstoðar þig við að halda reglu á póstinum og með vírusvörninni færðu aukið öryggi.

Nokia Ovi þjónusta opnuð

Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn og þá Ovi-þjónustu sem nota skal.
Notkun á sumum þjónustuþáttum eða niðurhal á efni getur falið í sér stórar gagnasendingar og því þarf e.t.v. að greiða fyrir gagnaflutning.

Um Nokia Ovi Suite

Með Nokia Ovi Suite tölvuforritinu er hægt að vinna með efni í tækinu og samstilla það við tölvuna.
Page 39
Tímastjórnun 39
Nánari upplýsingar um Nokia Ovi Suite og niðurhal á foritinu er að finna á www.ovi.com.

Ovi-spilari

Með Nokia Ovi Player er hægt að spila tónlist og raða henni, hlaða niður tónlist frá Nokia Ovi Music, afrita lög og lagalista milli samhæfrar tölvu og samhæfra Nokia-farsíma, og afrita og brenna tónlist á geisladiska.
Til að meðhöndla tónlistarsafnið opnarðu My Music-flipann. Hægt er að tengja nokkur samhæf tæki við Ovi-spilarann og skoða og spila tónlist í tækjunum.
Til að fá sýnishorn af og hlaða niður milljónum laga frá Ovi opnarðu Ovi Music-flipann. Stofna þarf Nokia-áskrift til að geta hlaðið niður tónlist.

Tímastjórnun

Dag- og tímasetningu breytt

Veldu Valmynd > Stillingar og Dagur og tími.
Skipt um tímabelti á ferðalögum
1Veldu Dags- og tímastill. > Tímabelti:. 2 Veldu tímabelti viðkomandi staðar og Vista.
Stilla skal tíma og dagsetningu samkvæmt tímabeltinu. Þá sýnir tækið réttan sendingartíma móttekinna texta- og margmiðlunarskilaboða.
Sem dæmi er GMT -5 tímabeltið fyrir New York (Bandaríkjunum), 5 klst. vestur af tímanum í Greenwich/London (Englandi).

Vekjari stilltur

Hægt er að nota tækið sem vekjaraklukku.
Veldu Valmynd > Forrit > Vekjaraklukka.
1 Til að stilla hringitímann. 2Veldu 3 Til að láta vekjarann hringja, til dæmis á sama tíma alla daga, velurðu Stillingar >
Endurt. vekjara > Kveikt og dagana.
til að stilla vekjarann.

Vekjari stilltur á blund

Þegar vekjarinn hringir er hægt að stilla hann á blund. Þá heyrist ekki í honum í tiltekinn tíma.
Þegar vekjarinn hringir velurðu Blunda.
Page 40
40 Tímastjórnun
Blundtími stilltur
Veldu Valmynd > Forrit > Vekjaraklukka og Stillingar > Lengd blunds og veldu hve langur tími skal líða.

Taktu tímann í ræktinni

Settu þér takmark þegar þú skokkar! Notaðu skeiðklukkuna til að taka tímann.
Veldu Valmynd > Forrit > Skeiðklukka.
Taktu lotutímann
1Veldu Hringtímar > Byrja. 2Veldu Hringur þegar farið er í næstu lotu. Lotutíminn bætist við listann og teljarinn
er endurstilltur.
3Veldu Stöðva.
Taktu millitímann
1Veldu Millitímar > Byrja. 2Veldu Millitími. Millitíminn bætist við listann og teljarinn heldur áfram að ganga. 3Veldu Stöðva.
Ábending: Viltu vista tímana og bera þá saman við síðari árangur? Veldu Vista og sláðu inn nafn.
Skeiðklukkan falin
Ýttu á hætta-takkann. Til að fá teljarann aftur upp velurðu Valmynd > Forrit >
Skeiðklukka og Halda áfram.

Stillt á niðurtalningu

Þarftu að stilla á hljóðmerki eftir tiltekinn tíma, til dæmis þegar þú sýður egg? Notaðu niðurtalninguna til að stilla á hljóðmerkið.
Veldu Valmynd > Forrit > Niðurteljari.
1Veldu Venjul. teljari. 2 Sláðu inn tíma og skrifaðu minnismiða sem birtist þegar tíminn er útrunninn. 3Veldu Byrja.
Dagbók Mætingartími sleginn inn
Vistaðu mikilvæga mætingartíma í dagbókinni sem fundarfærslur.
Page 41
Myndir og hreyfimyndir 41
Veldu Valmynd > Dagbók.
1 Farðu að tilteknu dagsetningunni og veldu Valkostir > Skrifa miða. 2Veldu tegund innsláttarreits Fundur og fylltu út reitina.

Minnt á afmælisdag

Láttu minna þig á afmælisdaga og aðra tyllidaga. Áminningin er endurtekin árlega.
Veldu Valmynd > Dagbók.
1 Farðu að tilteknu dagsetningunni og veldu Valkostir > Skrifa miða. 2Veldu tegund innsláttarreits Afmæli og fylltu út reitina.

Verkefni bætt við verkefnalistann

Hægt er að vista minnispunkt um verk sem þarf að vinna og setja áminningu um það í dagbókina.
Veldu Valmynd > Forrit > Verkefnalisti.
1Veldu Bæta við og fylltu út í reitina. 2 Til að setja inn áminningu ferðu að minnispunktinum, velur Valkostir > Vista í
Dagbók > Áminning, og fyllir út í reitina.

Innkaupalisti búinn til

Auðvelt er að týna innkaupalista sem skrifaður er á blað. Ef hann er sleginn inn í tækið er hann alltaf við höndina! Einnig er hægt að senda einhverjum listann, til dæmis einhverjum ættingja.
Veldu Valmynd > Forrit > Minnismiðar.
1Veldu Bæta við. 2 Sláðu texta inn í minnismiðareitinn.
Listinn sendur
Opnaðu minnismiðann og veldu Valkostir > Senda miða og sendingarmátann.

Myndir og hreyfimyndir

Myndataka

1 Ýttu á myndavélartakkann á heimaskjánum. 2 Til að auka eða minnka aðdrátt velurðu 3 Ýttu á myndavélartakkann.
eða .
Page 42
42 Myndir og hreyfimyndir
Myndirnar eru vistaðar í Gallerí.
Kveikt á myndavélarflassinu
Veldu Veldu Kveikja á flassi til að láta tækið nota flassið alltaf.
Myndavélinni lokað
Ýttu á hætta-takkann.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.
Þetta tæki styður 1944x2592 punktar myndupplausn.

Hreyfimynd tekin upp

Auk þess sem hægt er að taka myndir með tækinu er einnig hægt að taka hreyfimyndir við sérstök tækifæri.
Ýttu á myndavélartakkann á heimaskjánum.
1 Til að skipta úr myndastillingu yfir í hreyfimyndastillingu, ef þörf krefur, velurðu
2 Ýttu á myndavélartakkann til að hefja upptökuna.
3Veldu
Hreyfimyndir eru vistaðar í Gallerí.
Myndavélinni lokað
Ýttu á hætta-takkann.
> Flass > Sjálfvirkt til að tækið noti flassið sjálfkrafa ef ekki er nægileg birta.
> Myndupptaka.
Til að auka eða minnka aðdrátt velurðu
til að gera hlé á upptökunni og til að stöðva hana.
eða , eða notar hljóðstyrkstakkana.

Mynd eða hreyfimynd send

Samnýttu myndir og hreyfimyndir með vinum og ættingjum sem margmiðlunarskilaboð eða um Bluetooth-tengingu.
Veldu Valmynd > Myndir.
Mynd send
1 Veldu möppuna sem myndin er í. 2 Veldu myndina sem senda skal og veldu
Hægt er að senda nokkrar myndir strax. Veldu
> Senda og sendingarmátann.
> Merkja og merktu myndirnar.
Page 43
Myndir og hreyfimyndir 43
Hreyfimynd send
1 Veldu möppuna sem hreyfimyndin er í. 2Veldu Valkostir > Merkja og merktu hreyfimyndina. Hægt er að merkja nokkrar
hreyfimyndir sem senda skal.
3Veldu Valkostir > Senda merkta og sendingarmátann.
Myndir Um Myndir
Veldu Valmynd > Myndir.
Myndir-forritið er sá staður þar sem hægt er að skoða allar myndir og myndskeið í tækinu. Hægt er að spila myndskeið eða skoða myndir og prenta út þær bestu.

Myndum raðað

Hægt er að raða myndum í möppur.
Veldu Valmynd > Myndir.
1Veldu Albúmin mín. 2Veldu 3 Veldu myndirnar sem eiga að fara í albúmið.

Mynd lagfærð

Er myndin sem þú tókst of dökk eða ekki nógu vel afmörkuð? Í Myndir er hægt að snúa, velta, klippa og stilla birtu, birtuskil og liti mynda sem teknar hafa verið.
1 Veldu mynd í Mynd. mínar, Tímalína eða Albúmin mín. 2Veldu
> Búa til albúm og sláðu inn heiti albúmsins.
og það sem gera skal.

Mynd prentuð

Hægt er að prenta myndir með samhæfum prentara.
1 Notaðu USB-gagnasnúru eða Bluetooth, ef prentarinn styður það, til að tengja tækið
við samhæfan PictBridge-prentara.
2Veldu Efnisflutningur sem USB-tengiaðferð. 3 Veldu myndina sem á að prenta. 4Veldu
> Prenta.
Page 44
44 Tónlist og hljóð

Tónlist og hljóð

Hljóð- og myndspilari Lag spilað
Hægt er að spila tónlist sem er vistuð í minni tækisins eða á minniskortinu.
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistin mín.

Lag spilað

Veldu lag úr möppu.
Til að gera hlé á spilun velurðu
Hraðspólað áfram eða til baka
Haltu
Hljóð- og myndspilaranum lokað
Haltu hætta-takkanum inni.
Ábending: Til að fara aftur á heimaskjáinn og láta spilarann vera í gangi í bakgrunninum skaltu ýta á hætta-takkann.

Myndskeið spilað

Hægt er að spila myndskeið sem eru vistuð í minni tækisins eða á minniskortinu.
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistin mín.
1 Veldu myndskeið úr möppu. 2 Til að gera hlé á spilun velurðu
Hraðspólað áfram eða til baka
Haltu
Hljóð- og myndspilaranum lokað
Haltu hætta-takkanum inni.
eða inni.
eða inni.
; til að hefja spilun á ný velurðu .
; til að hefja spilun á ný velurðu .

Tónlist afrituð af tölvu

Áttu tónlist í tölvunni sem þig langar að hlusta á í tækinu? Notaðu Nokia Ovi Player og USB-gagnsnúru til að meðhöndla og samstilla tónlistarsafnið þitt.
Page 45
Tónlist og hljóð 45
1 Notaðu samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna. Gættu þess að
samhæfu minniskorti hafi verið komið fyrir í tækinu.
2Veldu Efnisflutningur sem gerð tengingar. 3 Opnaðu Nokia Ovi Player í tölvunni. Nánari upplýsingar er að finna í hjálpartexta Ovi
Player.
Ábending: Hægt er að kaupa tónlist hjá Nokia Ovi Music Nánari upplýsingar er að finna á www.ovi.com.
Sumar tónlistarskrár eru varðar með stafrænum réttindum (DRM) og ekki er hægt að spila þær nema í einu tæki.

Hljómi tónlistarinnar breytt

Vissir þú að hægt er að breyta því hvernig tónlistin hljómar, allt eftir hverrar gerðar hún er? Hægt er að sérhanna snið fyrir ýmsar tónlistarstefnur í tónjafnaranum.
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistin mín > Opna spilara > Valkostir > Fleira >
Tónjafnari.
Forstillt hljóðsnið ræst
Veldu snið og Virkja.
Nýtt hljóðsnið búið til
1 Veldu annað af tveim síðustu sniðunum á listanum. 2 Veldu rennistikurnar og stilltu þær. 3Veldu Vista.

Hátalarar tengdir við tækið

Hlustaðu á tónlist í tækinu um samhæfa hátalara (seldir sér).
Page 46
46 Tónlist og hljóð
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið. Ef ytra tæki eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia AV-tengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Hátalarar með snúru tengdir
Tengdu hátalarana við 3,5 mm AV-tengið í tækinu.
Bluetooth-hátalarar tengdir
1Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth og Kveikja. 2 Kveiktu á hátölurunum 3 Til að para tækið og hátalarana velurðu Tengja hljóðbúnað. 4Veldu hátalarana. 5 Ef til vill þarf að slá inn lykilorð. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók
hátalaranna.
FM-útvarp Um FM-útvarpið
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Hægt er að hlusta FM-útvarpsstöðvar í tækinu - aðeins þarf að tengja höfuðtól og velja sér stöð!
Ef hlusta skal á útvarpið þarf að tengja samhæft höfuðtól við tækið. Höfuðtólið virkar sem loftnet.
Ekki er hægt að hlusta á útvarp um Bluetooth-höfuðtól.
Page 47
Tónlist og hljóð 47

Hlustað á útvarpið

Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Hlé gert á spilun eða spilun hafin á ný
Veldu
Útvarpið stillt á spilun í bakgrunni
Ýttu stuttlega á hætta-takkann.
Slökkt á útvarpinu
Haltu hætta-takkanum inni.
Ábending: Til að hlusta á útvarpið með höfuðtóli eða hátölurum velurðu Valkostir >
Stillingar > Spila í og tiltekinn valkost.

Að finna og vista útvarpsstöðvar

Leitaðu að uppáhaldsútvarpsstöðvunum þínum og vistaðu þær, þá er auðvelt að hlusta á þær síðar.
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Leitað að næstu tiltæku stöð
Haltu
Stöð vistuð
Veldu Valkostir > Vista stöð.
Sjálfvirk leit að útvarpsstöðvum
Veldu Valkostir > Finna stöðvar.
Skipt yfir á vistaða stöð
Veldu
Stöð gefið nýtt nafn
Veldu Valkostir > Útvarpsstöðvar Veldu stöðina og haltu henni inni, og veldu síðan Endurnefna á skyndivalmyndinni.
eða ).
eða inni.
eða .
Ábending: Til að opna stöð beint úr lista vistaðra stöðva skaltu ýta á talnatakkann sem samsvarar stöðinni.

Móttökuskilyrði bætt

Ef kveikt er á RDS skiptir útvarpið sjálfkrafa yfir á tíðni þar sem móttökuskilyrði eru betri.
Page 48
48 Vefur
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
1Veldu Valkostir > Stillingar > RDS > Kveikja. 2Veldu Sjálfvirk tíðni > Kveikja.

Raddupptökutæki notað

Hægt er að taka upp náttúruhljóð, svo sem fuglasöng, og einnig talboð eða símtöl.
Veldu Valmynd > Forrit > Raddupptaka.
Hljóðinnskot tekið upp
.
Veldu
Upptaka stöðvuð
Veldu
Símtal tekið upp
Á meðan talað er í símann skal velja Valkostir > Fleira > Taka upp. Meðan á upptökunni stendur heyra báðir aðilar tón með reglulegu millibili.
. Upptakan er vistuð í möppunni Upptökur í Gallerí.

Vefur

Um netvafrann

Veldu Valmynd > Internet.
Með netvafra tækisins er hægt að skoða vefsíður á internetinu.
Til að vafra verður þú hafa netaðgangsstað stilltan í tækinu og vera með nettengingu.
Upplýsingar um þessa þjónustu, verð og leiðbeiningar má fá hjá þjónustuveitunni.
Hægt er að fá þær samskipanastillingar sem þarf til að geta vafrað sem stillingaboð frá þjónustuveitunni.

Vafrað á vefnum

Veldu Valmynd > Internet.
Ábending: Ef þú greiðir ekki fast mánaðargjald hjá þjónustuveitunni geturðu notað þráðlaust staðarnet til að tengjast internetinu og lækkað þannig símreikninginn.
Farið á vefsíðu
Veldu Opna veffang og sláðu inn veffangið.
Page 49
Leikir og forrit 49

Vafrayfirlitið hreinsað

Veldu Valmynd > Internet.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef opnaðar hafa verið eða reynt hefur verið að opna trúnaðarupplýsingar eða öryggisþjónustu, þar sem aðgangsorða er krafist, skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun.
Skyndiminni hreinsað
Veldu Valkostir > Verkfæri > Tæma skyndim. á meðan vafrað er á vefsíðu.
Fótsporum eytt
Veldu Valkostir > Verkfæri > Hreinsa fótspor á meðan vafrað er á vefsíðu.
Komið í veg fyrir að fótspor séu vistuð
Veldu Vefstillingar > Öryggi > Fótspor.

Leikir og forrit

Um leiki og forrit

Veldu Valmynd > Forrit og Önnur forrit.
Í tækinu kunna að vera leikir eða forrit. Hægt er að vista þau í minni símans eða á minniskorti og hægt er að raða þeim í möppur.
Veldu Leikir til að sjá lista yfir leiki. Veldu Safn til að sjá lista yfir forrit.

Gerðu leikina skemmtilegri

Kveiktu eða slökktu á hljóði, ljósum eða titringi, og gerðu leikina skemmtilegri.
Veldu Valmynd > Forrit og Önnur forrit > Valkostir > Stillingar forrita.

Leik eða forriti hlaðið niður

Hægt er að hlaða niður leikjum og forritum beint í tækið.
Veldu Valmynd > Forrit og Önnur forrit > Valkostir > Hlaða niður.
Tækið styður Java™ ME forrit með endingunni .jad eða .jar. Gakktu úr skugga um að forritið sé samhæft tækinu áður en því er hlaðið niður.
1Veldu Sækja forrit eða Leikjaniðurhal. Listi yfir tiltæka þjónustu birtist. 2 Veldu þjónustu og fylgdu leiðbeiningunum.
Ábending: Hægt er að hlaða niður leikjum og forritum frá Nokia Ovi versluninni. Nánari upplýsingar um Ovi-verslunina er að finna á www.ovi.com.
Page 50
50 Leikir og forrit

Um félagsnet

Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > Samfélög og skráðu þig inn á viðkomandi félagsnet.
Með forritinu Félagsnet geturðu aukið möguleika þína við notkun á félagsnetum. Ekki er víst að forritið sé tiltækt alls staðar. Þegar þú hefur skráð þig inn á félagsnet, svo sem Facebook eða Twitter, geturðu gert eftirfarandi:
Séð statusinn hjá vinum þínum
Sent eigin status
Samnýtt myndir sem teknar eru með myndavélinni samstundis
Aðeins þær aðgerðir sem studdar eru af félagsnetinu eru tiltækar.
Til að geta notað félagsnet þarf netstuðning. Það getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar sem ef til vill þarf að greiða fyrir. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Félagsnet er þjónusta frá þriðja aðila, Nokia veitir ekki slíka þjónustu. Skoðaðu persónuverndarstillingar viðkomandi félagsnets þar sem hugsanlegt er að þú deilir upplýsingum með fjölda manns. Notkunarskilmálar félagsnetsins kveða á um að upplýsingum þar séu samnýttar. Kynntu þér notkunarskilmála og reglur um gagnaleynd hjá viðkomandi þjónustu.

Reiknivél notuð

Veldu Valmynd > Forrit > Reiknivél.
1Veldu Valkostir og annaðhvort vísindalegu eða stöðluðu reiknivélina. 2 Sláðu inn dæmið og veldu =.
Ábending: Notaðu lánareiknivélina til að reikna út vexti, lánatíma eða afborganir af láni. Til að skipta yfir á lánareiknivélina velurðu Valkostir.
Gjaldmiðlar og mælieiningar umreiknaðar Um umreiknarann
Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > Umreiknari.
Með umreiknaranum er hægt að umreikna mælieiningar og gjaldmiðla úr einum í annan.

Mælieiningar umreiknaðar

Hæ gt er að u mr ei kna m æl ie ini ng ar , sv o s em lengd, úr einni einingu í aðra, t.d. kílómetra í mílur.
Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > Umreiknari og Velja.
Page 51
Verndaðu tækið 51
1 Veldu umreikningsflokk. 2 Veldu umreikningseiningar. 3 Sláðu gildi inn í annan reitinn. Umreiknaða gildið birtist sjálfkrafa í hinum reitnum.

Gjaldmiðill umreiknaður

Með umreiknaranum er fljótlegt að umreikna gjaldmiðla.
Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > Umreiknari.
1Veldu Velja > Gjaldmiðill og tvo gjaldmiðla. 2 Sláðu inn upphæð annars gjaldmiðilsins. Umreiknaða upphæðin birtist sjálfkrafa.

Gengi valið

Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > Umreiknari.
Til að hægt sé að umreikna gjaldmiðla verður fyrst að tilgreina gengið.
1Veldu Valkostir > Stilla gengi. 2 Veldu tvo gjaldmiðla. 3 Sláðu inn gengi annars gjaldmiðilsins.

Tveir gjaldmiðlar settir inn

Hægt er að umreikna fleiri gjaldmiðla.
Veldu Valmynd > Forrit > Önnur forrit > Safn > Umreiknari.
1Veldu Valkostir > Nýr gjaldeyrisumreik.. 2 Sláðu inn heiti beggja gjaldmiðla og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn gengi annars gjaldmiðilsins.

Verndaðu tækið

Tækinu læst

Viltu koma í veg fyrir að tækið sé notað í leyfisleysi? Veldu öryggiskóða og stilltu tækið þannig að það læsist sjálfkrafa þegar það er ekki í notkun.
Sérsniðinn öryggiskóði valinn
1Veldu Valmynd > Stillingar og Öryggi > Aðgangslyklar > Breyta öryggisnr.. 2 Sláðu inn forstillta öryggiskóðann, 12345. 3 Sláðu inn nýjan kóða. Nota skal minnst 5 tölur. Aðeins skal nota tölustafi.
Haltu öryggiskóðanum leyndum og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir öryggiskóðanum og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Þú getur þurft
Page 52
52 Verndaðu tækið
að greiða viðbótargjald og persónulegum gögnum í tækinu kann að verða eytt. Nánari upplýsingar færðu hjá Nokia Care þjónustuveri eða söluaðilanum.
Öryggistakkavarinn ræstur
Veldu Valmynd > Stillingar og Símastillingar > Öryggistakkavari > Virkur. Tækið er læst þegar bæði takkar og skjár eru læstir. Nota þarf öryggiskóðann til að taka
tækið úr lás.

Minniskortið varið með lykilorði

Viltu koma í veg fyrir að minniskortið sé notað í leyfisleysi? Hægt er að setja upp lykilorð til að verja gögnin á því.
1Veldu Valmynd > Forrit > Gallerí. 2 Veldu minniskortið og haltu því inni, og veldu síðan Valk. minn.korts á
skyndivalmyndinni.
3Veldu Setja lykilorð og sláðu inn lykilorð.
Halda skal lykilorðinu leyndu og geyma það á öruggum stað, ekki hjá minnis kortinu.

Minniskort forsniðið

Viltu eyða öllu efni af minniskortinu? Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því.
1Veldu Valmynd > Forrit > Gallerí. 2 Veldu minniskortið og haltu því inni, og veldu síðan Valk. minn.korts á
skyndivalmyndinni.
3Veldu Forsníða kort > Já.

Tækið undirbúið fyrir endurvinnslu

Ef þú kaupir þér nýtt tæki eða vilt losa þig við tækið á einhvern hátt leggur Nokia til að tækið sé sett í endurvinnslu. Áður en það er gert þarf að eyða öllum persónulegum upplýsingum og efni úr tækinu.
Öllu efni eytt og upphaflegar stillingar settar upp
1 Afritaðu efni sem á að geyma á samhæft minniskort (ef það er notað) eða á samhæfa
tölvu.
2 Rjúfa skal öll símtöl og tengingar. 3Veldu Valmynd > Stillingar og Still. framleið. > Allt. 4 Það slokknar á tækinu og síðan kviknar á því aftur. Gakktu úr skugga um að öllu
persónulegu efni, svo sem tengiliðum, myndum, tónlist, myndskeiðum, minnismiðum, skilaboðum, tölvupósti, kynningum, leikjum og öðrum uppsettum forritum hafi verið eytt.
Page 53
Græn ráð 53
Efni og upplýsingum sem vistuð eru á minniskortinu eða á SIM-korti er ekki eytt.

Græn ráð

Orkusparnaður

Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna eins oft ef þú gerir eftirfarandi (ef tækið býður upp á það):
Lokaðu forritum og gagnatengingum, t.d. Bluetooth-tengingu, þegar þær eru ekki í notkun.
Minnkaðu birtustig skjásins.
Stilltu tækið þannig að það fari í orkusparnaðarstillingu eftir lágmarkstíma af
aðgerðaleysi, ef tækið býður upp á það.
Slökktu á ónauðsynlegum hljóðum, eins og takkatónum.

Vöru- og öryggisupplýsingar

Rafhlaða Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-5CT endurhlaðanlegri rafhlöðu. Hugsanlega verður hægt að fá aðrar gerðir rafhlaðna frá Nokia fyrir þetta tæki. Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia.
Tækið er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið með eftirfarandi hleðslutækjum: AC-8, AC-15, AC-3, AC-11. Númer hleðslutækisins getur verið mismunandi eftir klónni sem er notuð. Gerð klóarinnar er auðkennd með einu af eftirfarand i: E, X, AR, U, A, C , K eða B.
Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími er orðinn mun styttri en eðlilegt er þarf að skipta um rafhlöðu.

Öryggisatriði

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð. Þegar hleðslutæki eða aukabúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Þegar hleðslutækið er ekki í notkun skal taka það úr sambandi við rafmagnsinnstunguna og tækið. Ekki má hafa fullhlaðna rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt og smátt ef hún er ekki í notkun.
Rafhlaðan skal alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (frá 59°F að 77°F). Of mikill hiti eða kuldi draga úr endingu og líftíma rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri rafhlöðu kann að hætta að starfa tímabundið.
Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur kemst í snertingu við málmrendurnar á rafhlöðunni, til dæmis þegar vararafhlaða er höfð í vasa. Skammhlaup getur valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Page 54
54 Vöru- og öryggisupplýsingar
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir. Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim með heimilisúrgangi.
Ekki skal taka sundur, skera, opna, merja, beygja, gata eða tæta rafhlöður. Fari rafhlaðan að leka má vökvinn ekki komast í snertingu við húð eða augu. Gerist það skal þegar í stað hreinsa svæði sem komast í snertingu við rafhlöðuna með vatni eða leita læknisaðstoðar.
Ekki skal breyta, endurhanna, reyna að setja hluti í rafhlöðuna sem ekki eiga að vera þar, dýfa rafhlöðunni í vatn eða aðra vökva, eða bleyta hana. Rafhlöður geta sprungið ef þær skemmast.
Aðeins skal nota rafhlöðuna og hleðslutækið til þess sem þau eru ætluð. Röng notkun eða notkun ósamþykktra rafhlaða eða hleðslutækja getur valdið eldhættu, sprengingu eða haft aðra áhættu í för með sér og öll ábyrgð og samþykktir kunna þá að falla niður. Ef þú telur að rafhlaðan eða hleðslutækið hafi skemmst, skaltu fara með það til þjónustuvers til skoðunar áður en þú heldur áfram að nota það. Aldrei skal nota skemmda rafhlöðu eða hleðslutæki. Hleðslutækið skal aðeins nota innandyra.

Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia

Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia til að tryggja öryggi þitt. Til að tryggja að þú fáir rafhlöður frá Nokia skaltu kaupa þær hjá viðurkenndum söluaðila Nokia og skoða heilmyndarmiðann.
Sannvottun heilmyndar
1 Horfðu á heilmyndina. Þú ættir að sjá Nokia-handabandstáknið frá einu sjónarhorni og 'Nokia Original Accessories' táknið
frá öðru.
2 Hallaðu heilmyndinni til vinstri, hægri, niður og upp. Þá ættirðu að sjá 1, 2, 3 og 4 punkta til hliðar í sömu röð og þú hallar
myndinni.
Þetta er þó ekki fullkomin trygging fyrir því að rafhlaðan sé ósvikin. Ef þú getur ekki staðfest að svo sé eða hafir þú minnstu ástæðu til að ætla að rafhlaðan með heilmyndinni sé ekki ósvikin Nokia-rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur fara með hana til viðurkenndrar þjónustumiðstöðvar eða söluaðila Nokia.
Nánari upplýsingar um ósviknar Nokia-rafhlöður er að finna á www.nokia.com/battery.
Page 55
Vöru- og öryggisupplýsingar 55

Meðferð tækisins

Fara skal gætilega með tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið og allan aukabúnað. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda tækinu í ábyrgð.
Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið blotnar skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna.
Hvorki skal nota tækið á rykugum eða óhreinum stöðum né geyma það þar. Hreyfanlegir hlutir og rafrænir hlutar þess geta skemmst.
Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu tækisins, skemmt rafhlöðuna og undið eða brætt plastefni.
Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því og hann getur skemmt rafrásir.
Ekki skal reyna að opna tækið öðruvísi en tilgreint er í notendahandbókinni.
Óleyfilegar breytingar geta skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásaspjöld og búnað.
Aðeins skal nota mjúkan, hreinan og þurran klút til að hreinsa yfirborð tækisins.
Ekki skal mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
Af og til skal slökkva skal á tækinu og fjarlægja rafhlöðuna til að það virki sem best.
Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.
Til að tryggja öryggi mikilvægra gagna skal vista þau á minnst tveimur stöðum, svo sem í tækinu, á minniskorti eða tölvu,
eða skrifa niður mikilvægar upplýsingar.
Við lengri aðgerðir getur tækið hitnað. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef grunur leikur á að tæki vinni ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Endurvinnsla

Skilaðu alltaf notuðum raftækjum, rafhlöðum og umbúðum á viðeigandi sorp- og endurvinnslustöð. Þannig geturðu dregið úr óflokkaðri sorplosun og stuðlað að endurvinnslu. Skoðaðu upplýsingar um umhverfisatriði og endurvinnslu á Nokia-vörum á www.nokia.com/werecycle eða með farsíma á nokia.mobi/werecycle.

Merki sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu

Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu og er á vörunni, rafhlöðunni, bæklingnum eða umbúðunum táknar að fara verður með allan rafbúnað og rafeindabúnað, rafhlöður og rafgeyma á sérstaka staði til förgunar að líftíma vörunnar liðnum. Þessi krafa á við innan Evrópusambandsins. Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar um umhverfiseiginleika tækisins eru á www.nokia.com/ecodeclaration.

Um stafræn réttindi

Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning mynda, tónlistar og annars efnis.
Eigendur efnis kunna að nota mismunandi gerðir stafrænnar réttindatækni (DRM) til að vernda hugverkarétt sinn, þ.m.t. höfundarrétt. Þetta tæki notar mismunandi gerðir stafrænnar tækni til að opna stafrænt varið efni. Í þessu tæki er hægt að opna efni sem er varið með WMDRM 10, OMA DRM 1.0, OMA DRM 1.0 forward lock og OMA DRM 2.0. Ef tiltekinn stafrænn hugbúnaður nær ekki að verja efni geta efniseigendur beðið um að hæfni slíks hugbúnaðar til að opna nýtt efni sem er varið með stafrænni réttindatækni sé afturkölluð. Með afturköllun er einnig hægt að hindra endurnýjun á þannig vernduðu efni sem
Page 56
56 Vöru- og öryggisupplýsingar
þegar er í tækinu. Afturköllun slíks hugbúnaðar hefur ekki áhrif á notkun efnis sem er varið með öðrum gerðum stafrænna réttinda eða notkun efnis sem ekki er varið með stafrænum réttindum.
Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir leyfi sem tilgreinir hvernig hægt er að nota efnið.
Ef t ækið er m eð OM A DRM -var ið e fni s kal n ota ö rygg isaf ritu nara ðger ðina í No kia O vi Su ite t il að taka öryg gisa fri t af b æði l eyfu m og efninu.
Ekki er víst að aðrar flutningsaðferðir flytji leyfin sem þarf að endurstilla með OMA DRM-vörðu efni, til þess að hægt sé að nota það eftir að minni tækisins hefur verið forsniðið. Einnig gæti þurft að endurstilla leyfin ef skrár í tækinu skemmast.
Ef tækið inniheldur WMDRM-varið efni glatast það efni ásamt leyfum þess ef minni tækisins er forsniðið. Einnig gætu leyfin og efnið glatast ef skrár í tækinu skemmast. Glatist leyfin eða efnið getur það takmarkað möguleikann á að nota efnið aftur. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Sum leyfi kunna að vera tengd tilteknu SIM-korti og aðeins er hægt að fá aðgang að varða efninu ef SIM-kortið er í tækinu.
Viðbótaröryggisupplýsingar Lítil börn
Tækið, rafhlaða þess og aukabúnaður eru ekki leikföng. Í þeim geta verið litlir hlutir. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.

Vinnuumhverfi

Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun í hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar það er haft að minnsta kosti 1,5 sentímetra (5/8 úr tommu) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar tækið er borið á líkamanum við notkun ætti slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu að minnsta kosti í þeirri fjarlægð frá líkamanum sem nefnd var hér á undan.
Til að hægt sé að senda gagnaskrár eða skilaboð þarf góða tengingu við símkerfið. Sending gagnaskráa eða skilaboða getur tafist þar til slík tenging er tiltæk. Fylgið ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum þar til sendingu er lokið.

Lækningatæki

Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun þráðlausra síma, kann að trufla virkni lækningatækja sem ekki eru nægilega vel varin. Hafið samband við lækni eða framleiðanda lækningatækisins til að fá upplýsingar um hvort það sé nægilega varið fyrir útvarpsbylgjum. Slökktu á tækinu þar sem reglur kveða á um slíkt, t.d. á sjúkrahúsum.

Ígrædd lækningatæki

Framleiðendur lækningatækja mæla með því að 15,3 sentímetra (6 tommu) lágmarksbil sé haft á milli þráðlauss tækis og ígrædds lækningabúnaðar, eins og gangráðs eða ígrædds hjartarafstuðstækis til þess að komist sé hjá hugsanlegri truflun í lækningabúnaðinum. Einstaklingar með slíkan búnað ættu:
Alltaf að halda tækinu í meira en 15,3 sentímetra (6 tommu) fjarlægð frá lækningatækinu.
Ekki að bera tækið í brjóstvasa.
Halda þráðlausa tækinu að eyranu sem er fjær lækningatækinu.
Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á þráðlausa tækinu.
Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda lækningatækisins.
Ef þú hefur spurningar um notkun þráðlausa tækisins með ígræddum lækningabúnaði skaltu hafa samband við heilbrigðisstarf sfólk.
Page 57
Vöru- og öryggisupplýsingar 57

Heyrn

Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Tiltekin þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki.

Ökutæki

Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki nægilega varin, svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf, rafeindastýrð hemlakerfi (með læsivörn), rafeindastýrða hraðastýringu og loftpúðakerfi. Frekari upplýsingar er að finna hjá framleiðanda bílsins eða tækjabúnaðarins.
Aðeins á að fela fagmönnum að setja tækið upp í ökutæki. Röng uppsetning eða viðgerð kann að valda hættu og ógilda ábyrgðina. Ganga skal reglulega úr skugga um að allur þráðlaus tækjabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur og vinni rétt. Ekki má geyma eða flytja eldfima vökva, lofttegundir eða sprengifim efni í sama rými og tækið, hluta úr því eða aukabúnað með því. Hafa skal í huga að loftbúðar blásast upp af miklu afli. Ekki koma tækinu eða fylgihlutum fyrir á lofpúðasvæðinu.
Slökkva skal á tækinu áður en gengið er um borð í flugvél. Notkun þráðlausra tækja í flugvél getur skapað hættu við stjórn flugvélarinnar og kann að vera ólögleg.

Sprengifimt umhverf i

Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem kann að vera sprengihætta. Farðu eftir leiðbeiningum sem gilda hverju sinni. Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll. Slökkva skal á tækinu á eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir í eldsneytisgeymslum, svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða þar sem verið er að sprengja. Svæði þar sem kann að vera sprengihætta eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal eru svæði þar sem ráð gæti verið að slökkva á vél bifreiðar, í farrýmum skipa, í efnageymslum eða við efnaflutninga og þar sem efni eða agnir, s.s. ryk, sót eða málduft gæti verið í lofti. Þú ættir að leita upplýsinga hjá framleiðendum farartækja sem nota jarðgas (líkt og própan eða bútan) til að ákvarða hvort hægt sé að nota þetta tæki á öruggan hátt nálægt þeim.

Neyðarhringingar

Mikilvægt: Kveikja skal bæði á hringingum um farsímakerfið og internetið, ef tækið styður símtöl um internetið.
Tækið reynir bæði að koma á neyðarsímtölum í farsímakerfinu og um þjónustuveitu netsímtala. Ekki er hægt að tryggja tengingu við allar aðstæður. Aldrei skal treysta eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í bráðatilvikum.

Vernda skal tækið gegn skaðlegu efni

Vírusar og annað skaðlegt efni hafa áhrif á tækið. Gera skal eftirfarandi varúðarráðstafanir:
Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Þau geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tækið eða tölvuna á einhvern annan hátt.
Fara skal með gát þegar tengibeiðnir eru samþykktar, vafrað er á netinu eða efni er hlaðið niður. Ekki skal samþykkja Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki er treyst.
Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbúnað frá aðilum sem er treyst og sem veita nægilegt öryggi og vörn.
Setja skal upp vírusvarnarhugbúnað og annan öryggishugbúnað í tækinu og tölvum sem tengjast við það. Aðeins skal
nota eitt vírusvarnarforrit í einu. Ef fleiri eru notuð getur það haft áhrif á afkastagetu og virkni tækisins og/eða tölvunnar.
Ef opnuð eru foruppsett bókamerki eða tenglar að netsíðum þriðju aðila skal gera viðeigandi varúðarráðstafanir. Nokia leggur hvorki stuðning sinn við né tekur ábyrgð á slíkum síðum.
Page 58
58 Höfundarréttur og önnur ákvæði
Upplýsingar um vottun (SAR) Þetta farsímatæki uppfyllir viðmiðunarreglur um áhrif af útvarpsbylgjum.
Þráðlausa tækið er útvarpssendir og móttökutæki. Það er hannað með tilliti til leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum sem alþjóðlegar viðmiðunarreglur mæla með. Þessar viðmiðunarreglur voru þróaðar af óháðu vísindastofnuninni ICNIRP og innihalda öryggismörk sem ætlað er að tryggja öryggi allra, óháð aldri og heilsufari.
Í viðmiðunarreglum um útvarpsbylgjur þráðlausra tækja er notuð mælieiningin SAR (Specific Absorption Rate). Efri mörk SAR, samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP, eru 2,0 vött/kílógramm (W/kg) að meðaltali á hver 10 grömm af líkamsvef. Mælingar á SAR eru gerðar í hefðbundnum notkunarstöðum þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á öllum mældum tíðnisviðum. Raunverulegur SAR-styrkur tækis í notkun getur verið lægri en hámarksgildið, þar sem tækið er hannað til að nota aðeins þann styrk sem þarf til að ná sambandi við símkerfið. Fjöldi þátta hafa áhrif á styrkinn, t.d. hversu langt notandinn er frá grunnstöð.
Samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP er hæsta SAR-gildi fyrir notkun tækisins við eyra 1,18 W/kg .
Notkun aukahluta og aukabúnaðar getur valdið því að SAR-gildið sé annað. SAR-gildi kunna að vera breytileg milli landa sökum mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og tíðnisviðs. Viðbótarupplýsingar um SAR má finna í upplýsingum um vörur á www.nokia.com.

Höfundarréttur og önnur ákvæði

YFIRLÝSING UM SAMKVÆMNI
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-640 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar eru í tilskipun 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/ declaration_of_conformity/.
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
Nokia, Nokia Connecting People, Ovi, Nokia Xpress print, Nokia Xpress audio messaging, og Navi eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er tónmerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að fyrirfram fengnu skriflegu samþykki Nokia. Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
Includes RSA BSAFE cryptographic or security protocol software from RSA Security.
Java and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc.
Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent Portfolio Licens e (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kóðaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án
Page 59
Höfundarréttur og önnur ákvæði 59
viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, sem varða til dæmis notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
Að því marki sem viðeigandi lög ley fa ber Nokia eða einhverjir af leyfisveitendum þess, undir engum kringumstæðum, ábyrgð á tapi gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði, tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum sem tjón kann að vera.
Inntak þessa skjals er afhent „eins og það kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum né undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða inntaki þessa skjals. Á það meðal annars, en ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð á að varan henti tiltekinni notkun. Nokia áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða draga það til baka hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar. Framboð á vörum, aðgerðum, forritum og þjónustu getur verið breytilegt eftir svæðum. Söluaðili Nokia eða þjónustuveitan gefa nánari upplýsingar. Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar. Nokia veitir hvorki ábyrgð á forritum frá þriðja aðila sem fylgja með tækinu né ábyrgist virkni slíkra forrita, efni þeirra eða stuðning við notendur. Með notkun sinni viðurkennir notandinn að forritið sé afhent eins og það kemur fyrir. Nokia er ekki í fyrirsvari og ber ekki ábyrgð á forritum frá þri ðja aðila sem fylgja með tækin u né ábyrgist virkni slíkra for rita, efni eða stuðning við notendur.
TILKYNNING FRÁ FCC/INDUSTRY CANADA Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar sími er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry
Canada geta krafist þess að þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa samband við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Tæki þetta fylgir 15. hluta FFC-reglnanna. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum, og (2) tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, einnig truflunum sem geta valdið óæskilegum áhrifum. Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt berum orðum geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Gerð: C3–01
/Útgáfa 1.1 IS
Page 60
60 Atriðaskrá

Atriðaskrá

A
afmælisdagafærslur 41 afmælisfærslur 41
Á
áskriftir 28, 29
B
band 9 Bluetooth 32, 33, 34, 35
D
dagbók 33 Dagbók 40, 41 dagsetning og tími 39
E
efni afritað 13, 35, 44 efni flutt 13, 35
F
félagsnet 50 flugsnið 14 flutningur efnis 35, 44 flýtiritun 24 flýtivísar 12, 30, 31 FM útvarp 47 FM-útvarp 46, 47 forrit 49 fundarfærslur 40 fært milli síma 13
G
gagnatengingar
Bluetooth 32, 33þráðlaust staðarnet 36
gögn afrituð 18 gögn endurheimt 18
H
hátalari 13, 45 heimaskjár 12, 30, 31 hljóðmerki 39, 40 hljóðstyrkur 13 hraðval 22 hreyfimyndir
afrita 13, 35afritun 35upptaka 42
hringingar skrá 18 hringitónar 32 hugbúnaðar-uppfærslur 17
I
IM (instant messaging) 28 innhólf, skilaboð 26 innsláttur texta 23, 24 internet 48 internetsímtöl 20
K
klukka 39 kveikt/slökkt á tækinu 10
L
leikir 49 leit útvarpsstöðvar 47 ljósmyndir
Sjá
myndir
loftnet 9 lykilorð 10 læsing
skjár 10takkar 10tæki 51
M
margmiðlunarskilaboð 25
Page 61
Atriðaskrá 61
minni 52 minniskort 7, 52 Minnismiðar 41 MMS (multimedia message service) 25 myndavél
hreyfimyndir teknar upp 42myndir og hreyfimyndir sendar 42myndir teknar 41
myndir
afrita 13, 35afritun 35lagfæra 43prenta 43raða 43senda 33, 42skoða 43taka 41
Sjá
myndir
myndir teknar
Sjá
myndavél
myndskeið
senda 33, 42spila 43, 44
My Nokia 15
N
nafnspjöld 22, 33 netsímtöl 19 netvafri 48
fótspor 49skyndiminni 49vafra á síðum 48
niðurhal
forrit 49leikir 49
niðurtalning 40 Nokia Messaging póstur 27 Nokia Ovi Suite 38 Nokia-skilaboð spjallþjónusta (IM) 28
númer fyrir læsingu 10, 51
O
Ovi by Nokia 38 Ovi-póstur 38 Ovi-samskipti 38 Ovi-spilari 39 Ovi Suite
Sjá
Nokia Ovi Suite
Ovi-verslun 38 Ovi-þjónusta Nokia 38
P
PIN2-númer 10 PIN-númer 10 pósthólf tal 27 póstur 27, 38
áskriftir 28búa til 28lesa og svara 28senda 28uppsetning 28
prenta 43 PUK-númer 10
R
rafhlaða
hlaða 8ísetning 6
rafhlaðan hlaðin 8 reiknivél 50
S
samstilling 17 SIM-kort 14 ísetning 6 símtöl
framsenda 19hringja 18internetsímtöl 20
Page 62
62 Atriðaskrá
netsímtöl 19símafundur 20skrá 18, 19takmarkanir 21
skeiðklukka 40 skilaboð 26
hljóð 27senda 25, 26viðhengi 26
skráastjórn 52 skráastjórnun 17 skyndiminni 49 SMS (short message service) 25 snertiskjár 11, 12 snið
búa til 32sérsníða 32
snið án tengingar 14 spjall 26 Spjall 29 spjallþjónusta (IM) 28 spjallþjónustur 29 stillingar endurheimta 17 stillingar endurheimtar 17 stuðningur 15
T
takkar og hlutar 5 takkavari 10 talskilaboð 27 tengiliðir
afrita 13, 23bæta við 22hópar 23, 26senda 22smáforrit 30vista 19, 22, 23
tenging 32, 36 tengingu um snúru 35 textaskilaboð 25
tími og dagsetning 39 tónar 32 tónjafnari 45 tónlist 44, 45 afritun 44 tæki kveikja/slökkva 10 tækið sérsniðið 30, 31, 32 tölvupóstur
Sjá
póstur
U
umreiknari 50, 51 uppfærsla hugbúnaðar 16 uppfærslur
hugbúnaðarútgáfa tækis 17hugbúnaður tækis 16
upphaflegar stillingar, endurheimta 17 upptaka
hljóð 48hreyfimyndir 42símtöl 48
USB-hleðsla 8 USB-tenging 35
Ú
útvarp 46, 47
V
vafri 48
Sjá
netvafri
vasaljós 15 vefur 48 vekjaraklukka 39 vekjaratónar 39 verkefni 41 vísar 13
Þ
þemu 31
Page 63
þjónustuupplýsingar Nokia 15 þráðlaust staðarnet (WLAN) 36 Þráðlaust staðarnet (WLAN) 36, 37
Ö
öryggisnúmer 10, 51
Atriðaskrá 63
Loading...