Nokia 7020 User Manual

Notandahandbók Nokia 7020
Útgáfa 2.0
2 www.nokia.com/support

Efnisyfirlit

Öryggi 4
Almennar upplýsingar 6
Um tækið 6 Sérþjónusta 7 Samnýtt minni 8 Lykilorð 8 Þjónusta 9 Uppfærsla á hugbúnaði um netið 10
Tækið tekið í notkun 10
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir 10 Hleðsla rafhlöðunnar 11 Loftnet 12 Höfuðtól 13 Takkar og hlutar 14 Kveikt og slökkt á símanum 15 Bank 15
Skjár 16
Símtöl 17
Símtöl – hringt og svarað 17 Hátalari 17 Flýtivísar símtala 18
Textaritun 18
Textastillingar 18 Venjulegur innsláttur texta 19 Flýtiritun 19
Notkun valmyndarinnar 20
Skilaboð 20
Texta- og margmiðlunarskilabo ð21 Leifturboð 23 Nokia Xpress hljóðskilaboð 24 Nokia Mail 24 Talskilaboð 27
www.nokia.com/support 3
Skilaboðastillingar 27
Tengiliðir 28
Símtalaskrá 29
Stillingar 30
Snið 30 Tónar 30 Skjár 30 Dagsetning og tími 31 Flýtivísar 31 Samstilling og varaafrit 32 Tengimöguleikar 32 Símtal og síminn 35 Aukabúnaður 36 Stillingar 36 Upprunalegar stillingar 37
Gallerí 37
Forrit 38
Vekjaraklukka 38 Dagbók og verkefni 39
Aðrar aðgerðir 39 Myndavél & myndupptaka 40 FM útvarp 42 Raddupptaka 43 Margmiðlunarspilari 44 Kort 45
Vefur eða Internet 51
Tengjast vefþjónustu 51
SIM-þjónusta 52
Græn ráð 52
Orkusparnaður 52 Endurvinnsla 53 Lærðu meira 53
Vöru- og öryggisupplýsingar 54
Atriðaskrá 67
4 Öryggi

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Öryggi 5
6 Almennar upplýsingar

Almennar upplýsingar

Um tækið

Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt
til notkunar í GSM 850, 900, 1800, 1900 MHz símkerfi.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem gætu gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu huga að öryggi og efni.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Almennar upplýsingar 7
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að lít a öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í notendahandbókinni.

Sérþjónusta

Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum netkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota tiltekna eiginleika tækisins og krefjast netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna tækni eins og WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem fara eftir TCP/IP samskiptareglum og ýmsum sérstöfum í tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í
8 Almennar upplýsingar
tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.

Samnýtt minni

Eftirfarandi aðgerðir í þessu tæki geta samnýtt minni:
margmiðlunarskilaboð (MMS), póstforrit, spjallskilaboð, ytri. Notkun einnar eða fleiri af þessum aðgerðum getur minnkað tiltækt minni fyrir aðrar aðgerðir. Ef tækið sýnir boð um að minnið sé fullt skaltu eyða einhverjum upplýsingum úr samnýtta minninu.

Lykilorð

Öryggisnúmerinu er ætlað að hindra að síminn þinn sé notaður í leyfisleysi. Þú getur búið til og breytt númerinu og stillt símann á að biðja um númerið. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir númerinu og síminn þinn er læstur mun hann þarfnast þjónustu og getur það haft viðbótargjald í för með sér. Frekari upplýsingar fást hjá Nokia Care eða söluaðila símans.
PIN-númerið, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir notkun án heimildar. PIN2-númerið, sem fylgir sumum símum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú slærð inn rangt PIN- eða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða PUK2-númerið. Ef þau fylgja ekki SIM­kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
Almennar upplýsingar 9
PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að fá aðgang að upplýsingum í öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt til að nota stafrænu undirskriftina. Slá þarf inn lykilorð útilokunar þegar útilokunarþjónustan er notuð.
Hægt er að velja hvernig síminn notar aðgangsnúmer og öryggisstillingar í Valmynd > Stillingar > Öryggi.

Þjónusta

Ef þú vilt læra meira um hvernig nota á vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig tækið virkar finnurðu nánari upplýsingar í notendahandbókinni eða á slóðinni www.nokia.com/support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu eða með farsíma á www.nokia.mobi/ support.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
Endurræstu tækið: slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
Settu aftur upp upprunalegu stillingarnar eins og lýst er í notendahandbókinni.
Uppfærðu hugbúnað tækisins reglulega eins og útskýrt er í notandahandbókinni til að fá bestu afköst og nýja eiginleika.
10 Tækið tekið í notkun
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Sjá www.nokia.com/repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.

Uppfærsla á hugbúnaði um netið

Ef símkerfið styður hugbúnaðaruppfærslur með ljósvakaboðum kannt þú einnig að geta beðið um uppfærslur úr tækinu.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.

Tækið tekið í notkun

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
SIM-kortið og innihald þess getur hæglega orðið fyrir skemmdum ef það er rispað eða beygt svo fara skal varlega þegar það er meðhöndlað, sett inn og tekið út.
Tækið tekið í notkun 11
1 Snúðu bakhlið tækisins að þér, lyftu bakhliðinni og
taktu hana af (1).
2 Ef rafhlaðan er í skaltu taka hana úr (2). 3 Ýttu festingu SIM-kortsins til að taka hana úr lás (3) og
opnaðu hana svo (4).
4 Settu SIM-kortið í festinguna þannig að snertiflöturinn
snúi niður (5) og lokaðu henni svo (6).
5 Ýttu festingunni aftur til að læsa henni (7). 6 Komdu rafhlöðunni fyrir (8) og settu bakhliðina á sinn
stað (9).

Hleðsla rafhlöðunnar

Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
12 Tækið tekið í notkun
1 Tengdu hleðslutækið við innstungu. 2 Tengdu hleðslutækið við tækið. 3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka
hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.

Loftnet

Tækið tekið í notkun 13
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
Myndin sýnir loftnetssvæðið merkt með gráu.

Höfuðtól

Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
14 Tækið tekið í notkun

Takkar og hlutar

1
Eyrnatól 2 Skjár 3 Valtakkar 4 Hringitakki 5 Navi™-takki (skruntakki) 6 Hljóðnemi 7 Miðvaltakki 8 Hætta-takki/rofi 9 Takkaborð
Tækið tekið í notkun 15
10 USB-tengi
símans 11 Tengi fyrir
hleðslutæki 12 Aukaskjár 13 Úlnliðsband
sfesting 14 Myndavél 15 Tengi fyrir
höfuðtól

Kveikt og slökkt á símanum

Kveikt og slökkt er á símanum með því að halda rofanum inni.

Bank

Bankstillingin gerir þér kleift að kalla hratt fram tilkynningar og klukku með því að banka tvisvar á aukaskjáinn þegar síminn er lokaður.
16 Tækið tekið í notkun
Veldu Valmynd > Stillingar > Símastillingar >
Stillingar Sensor til að gera bankstillingu og titring virk
eða óvirk.
Ef ósvöruð símtöl eða ný skilaboð eru til staðar þarf að skoða þau fyrst áður en hægt er að sjá klukkuna.

Skjár

1 Sýnir sendistyrk farsímakerfisins 2 Hleðslustaða rafhlöðu 3 Vísar 4 Heiti farsímakerfisins eða skjátákn símafyrirtækisins 5 Klukka
Símtöl 17
6 Dagsetning (aðeins ef heimaskjárinn er óvirkur) 7 Skjár 8 Valkostur vinstri valtakka 9 Virkni flettitakkans 10 Valkostur hægri valtakka
Hægt er að breyta valkostum vinstri og hægri valtakkanna.
Sjá „Flýtivísar“, bls. 31.

Símtöl

Símtöl – hringt og svarað

Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt lands- og svæðisnúmeri, ef þess þarf með. Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið. Flettu upp til að auka hljóðstyrk heyrnar­eða höfuðtólsins meðan á símtali stendur og niður til að minnka hann.
Ýttu á hringitakkann til að svara mótteknu símtali. Ýtt er á hætta-takkann til að hafna símtali.

Hátalari

Hægt er að velja Hátalari eða Símtól til að nota hátalara eða heyrnartól símans meðan talað er í hann, sé um slíkt að ræða.
18 Textaritun

Flýtivísar símtala

Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum (2 til 9) velurðu Valmynd > Tengiliðir > Hraðvals-númer, flettir að númeri og velur Velja. Sláðu inn símanúmer eða veldu Leita og svo vistaðan tengil.
Kveikt er á hraðvali með því að velja Valmynd >
Stillingar > Símtals-stillingar > Hraðval > Virkt.
Hringt er með hraðvali með því að halda númeratakka inni í biðstöðu.

Textaritun

Textastillingar

Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn hátt eða með flýtiritun.
Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda inni Valkostir til að skipta á milli venjulegs textainnsláttar, táknaður með
, og flýtiritunar, táknuð með . Síminn styður ekki
flýtiritun á öllum tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er táknað með
, eða .
Textaritun 19
Skipt er á milli há- og lágstafa með #. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi, táknað með velja Talnahamur. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi með því að halda takkanum # inni.
Veldu Valkostir > Tungumál texta til að velja ritunartungumálið.

Venjulegur innsláttur texta

Ýtt er á tölutakka, 2-9, þar til viðkomandi bókstafur birtist. Það hvaða tungumál er valið hefur áhrif á það hvaða bókstafir birtast.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist og slá svo inn stafinn.
Til að fá aðgang að algengustu greinarmerkjum og sértáknum ýtirðu á 1. Listi yfir sérstafi er opnaður með því að ýta á *.

Flýtiritun

Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í.
1 Byrjaðu að skrifa orð með tökkunum 2 til 9. Ýt tu aðeins
einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf.
2 Til að staðfesta orð flettirðu til hægri eða bætir við bili.
, með því að halda inni # og
20 Notkun valmyndarinnar
Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * og
velja orðið af listanum.
Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki að finna í orðabókinni. Orðinu er bætt inn í orðabókina með því að velja
Stafa. Sláðu inn orðið á venjulegan hátt og veldu Vista.
Til að rita samsett orð færirðu inn fyrsta hluta orðsins og flettir til hægri til að staðfesta. Svo slærðu inn síðari hluta orðsins og staðfestir það.
3 Byrjaðu að skrifa næsta orð.

Notkun valmyndarinnar

Símaaðgerðirnar eru flokkaðar í valmyndir. Ekki er öllum aðgerðum eða valkostum lýst hér.
Í biðstöðu velurðu Valmynd og síðan viðkomandi valmynd og undirvalmynd. Veldu Hætta eða Til baka til að fara út úr valmynd. Styddu á hætta-takkann til að fara beint í biðstöðu. Til að breyta útliti valmyndarinnar velurðu
Valmynd > Valkostir > Aðalskjár valmynd..

Skilaboð

Með tækinu er hægt að búa til og taka á móti skilaboðum á borð við texta- og margmiðlunarskilaboð. Aðeins er hægt
Skilaboð 21
að nota skilaboðaþjónustuna ef símkerfið eða þjónustuveitan styðja hana.

Texta- og margmiðlunarskilaboð

Hægt er að búa til skilaboð og hengja hluti, líkt og myndir, við þau. Síminn breytir textaskilaboðum sjálfkrafa í myndskilaboð þegar skrá er hengd við skilaboðin.

Textaskilaboð

Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða valkosti sumra tungumála taka meira pláss og takmarka þann stafafjölda sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Stafafjöldi sem eftir er og fjöldi skilaboða sem þarf til sendingar birtist.
Til að hægt sé að senda skilaboð þarf rétta skilaboðamiðstöðvarnúmerið að vera vistað í tækinu. Venjulega er þetta númer sett sjálfkrafa inn með SIM­kortinu.
Til að setja númerið inn handvirkt þarftu að gera eftirfarandi:
Loading...
+ 48 hidden pages