Nokia 701 User Manual

Notandahandbók Nokia 701
Útgáfa 1.1
2 Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 5
Tækið tekið í notkun 7
Takkar og hlutar 7 SIM-kort og rafhlaða sett í 9 Minniskorti komið fyrir 11 Hleð 12 Slökkt eða kveikt á símanum 14 Síminn tekinn í notkun í fyrsta sinn 14 Afritun tengiliða eða mynda frá eldri síma 15 Læsa eða opna takka og skjá 16 Staðsetning loftneta 16 Breyta hljóðstyrk símtals, lags eða myndskeiðs 17 Úlnliðsbandið fest 17 Höfuðtól 18 Nokia-verslunin skoðuð 18 Notkun notendahandbókarinnar 19
Settu Nokia Ovi Suite upp á tölvunni 19
Grunnnotkun 20
Notkun á tækjastikunni 20 Aðgerðir á snertiskjá 21 Notkun flýtivísa 23 Skipt milli opinna forrita 23 Textaritun 24 Skjávísar 27 Tilkynningaljósið stillt svo það blikki þegar þú færð skilaboð eða hefur ekki svarað símtali 29 Leitað í símanum og á internetinu 29 Notkun símans án tengingar 30 Lengri líftími rafhlöðu 30 Upphaflegar stillingar 32
Sérstillingar 32
Snið 32
Skiptu um þema 33 Heimaskjár 34 Skipulag forritanna 36 Niðurhal á leik, forriti eða öðru atriði 37
Sími 38
Hringt í símanúmer 38 Símtali svarað 38 Kveikt á hátalaranum meðan á símtali stendur 38 Leita að tengilið með númeravali 38 Símtali hafnað 39 Hljóð af með snúningi 40 Hringt í tengilið 40 Hljóð tekið af símtali 40 Svaraðu símtali í bið 41 Myndsímtali komið á 41 Myndsímtali svarað 42 Myndsímtali hafnað 42 Símafundi komið á 43 Hringdu í númerin sem þú notar mest 43 Notaðu röddina til að hringja í tengilið 44 Netsímtöl 45 Hringt í síðasta númerið sem var valið 46 Símtal hljóðritað 46 Skoða ósvöruð símtöl 46 Hringt í talhólfið 46 Innhringingar fluttar í talhólf eða annað símanúmer 47 Lokað fyrir móttekin eða hringd símtöl 47 Símtöl aðeins leyfð í tiltekin númer 48 Samnýting hreyfimynda 48
Tengiliðir 50
Um Tengiliði 50 Vista símanúmer og tölvupóstföng 50 Vista númer frá mótteknu símtali eða skilaboðum 51
Efnisyfirlit 3
Hafðu fljótt samband við fólkið sem er þér mikilvægast 51 Bættu mikilvægum tengiliðum við heimaskjáinn 51 Hringitónn valinn fyrir tengilið 52 Bæta mynd við tengilið 52 Sendu upplýsingar um tengiliði þína með Kortinu mínu 52 Tengiliðahópur búinn til 53 Senda hópi fólks skilaboð 53 Afritun tengiliða af SIM-kortinu yfir í símann. 53 Afritaðu tengiliðina þína á Nokia Services 54
Skilaboð 54
Um skilaboð 54 Skilaboð send 54 Sendu skilaboð til tengiliðar 55 Senda hljóðskilaboð 55 Lesa móttekin skilaboð 56 Samtöl skoðuð 56 Hlustað á textaskilaboð 57 Tungumálinu breytt 57
Póstur 58
Um póstforritið 58 Fáðu ókeypis pósthólf hjá Nokia 58 Um Exchange ActiveSync 58 Bæta við pósthólfi 59 Móttekinn póstur lesinn 59 Póstur sendur 60 Fundarboði svarað 60 Póstur opnaður á heimaskjánum 61
Internet 61
Um vafrann 61 Vafrað á vefnum 61 Bókamerki bætt við 62 Áskrift að vefstraumum 62
Netsamfélög 63
Um Netsamfél. 63 Skoða stöðuuppfærslur vina á einum skjá 64 Birtu stöðu þína á netsamfélögum 64 Tengja nettengda vini við tengiliðaupplýsingar þeirra 64 Sjáðu stöðuuppfærslur vina þinna á heimaskjánum 64 Hlaða upp mynd eða myndskeiði á þjónustu 65 Sýndu staðsetningu þína í stöðuuppfærslunni 65 Hafðu samband við vin gegnum netsamfélag 66 Viðburði bætt við dagbók símans 66
Myndavél 66
Um myndavélina 66 Myndataka 66 Vista staðsetningargögn í myndum og myndskeiðum 67 Myndataka í myrkri 68 Ábendingar um myndir og myndskeið 68 Upptaka myndskeiða 69 Mynd eða myndskeið send 69 Mynd eða myndskeið samnýtt beint úr myndavélinni 70
Myndir og myndskeið 71
Gallerí 71 Breyta myndum sem þú hefur tekið 74 Klippiforrit 74 Myndir og myndskeið skoðuð í sjónvarpi 75
Myndskeið og sjónvarp 76
Myndskeið 76
Tónlist og hljóð 77
Tónlistarspilari 77 Um Nokia Music 79
4 Efnisyfirlit
Verndað efni 80 Hljóð tekið upp 80 Tónlist spiluð gegnum útvarp 80 FM-útvarp 81
Kort 83
Um kortaforrit 83 Leiðsögn á áfangastað 84 Staðir fundnir og skoðaðir 88 Staðir vistaðir og samnýttir 92 Tilkynnt um rangar upplýsingar á korti 94
Tímastjórnun 95
Klukka 95 Dagbók 97
Skrifstofa 100
Quickoffice 100 Lesa PDF-skjöl 101 Reiknivélin notuð 101 Innkaupalisti búinn til 101 Þýða orð 101 Opna eða búa til zip-skrár 102
Símastjórnun 102
Uppfærðu hugbúnað og forrit símans reglulega 102 Unnið með skrár 104 Losaðu um minni í símanum 106 Unnið með forrit 106 Samstilling efnis 107 Afritun tengiliða eða mynda milli síma 107 Síminn varinn 108 Undirbúningur símans fyrir endurvinnslu 109
Loka tengingu við símkerfi 113 NFC 114 Bluetooth 116 USB-gagnasnúra 119
Meiri hjálp 121
Þjónusta 121
Lykilorð 121
Umhverfisvernd 122
Orkusparnaður 122 Endurvinnsla 122
Vöru- og öryggisupplýsingar 123
Atriðaskrá 130
Tengingar 110
Nettengingar 110 Þráðlaust 111 VPN-tengingar 113
Öryggi 5

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu, til dæmis um borð í flugvélum, á sjúkrahúsum eða nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja. Farðu eftir leiðbeiningum á afmörkuðum svæðum.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

RAFHLÖÐUR, HLEÐSLUTÆKI OG ANNAR AUKABÚNAÐUR

Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og annan aukabúnað sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessu tæki. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.

GLERHLUTAR

Framhlið tækisins er gerð úr gleri. Þetta gler getur brotnað ef tækið fellur niður á harðan flöt eða verður fyrir miklu höggi. Ef glerið brotnar má ekki koma við glerhluta tækisins eða reyna að fjarlægja brotna glerið af tækinu. Taka skal tækið úr notkun þar til fagmaður hefur skipt um glerið.
ryggi

VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA

Hlusta skal á höfuðtól á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er á hátölurunum.

Tækið tekið í notkun

Takkar og hlutar Ofan á tæki
1 Micro-USB-tengi 2 Stöðuljós hleðslutækis 3 Nokia AV-tengi (3,5 mm) 4 Rofi

Framan á tæki

1 Hlust 2 Hringitakki 3 Hljóðnemi 4 Valmyndartakki 5 Hætta-takki 6 Fremri myndavél
Tækið tekið í notkun 7
8 Tækið tekið í notkun

Á hliðum tækis

1 Tengi fyrir hleðslutæki 2 Auka hljóðstyrk/aðdrátt 3 Raddtakki 4 Minnka hljóðstyrk/aðdrátt 5 Takkalás 6 Myndavélartakki

Til baka

1 Hátalari 2 Aftari myndavél 3 Myndavélarflass 4 Bakhliðarkrækja 5 Festing fyrir úlnliðsband
Tækið tekið í notkun 9

Snertiskjár

Stjórnaðu símanum með því að snerta skjáinn með fingurgómunum. Ekkert gerist þegar ýtt er á skjáinn með nöglunum.
Ef þér er kalt á fingurgómunum getur verið að skjárinn nemi ekki snertinguna.
Mikilvægt: Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna, blýant eða
aðra oddhvassa hluti á snertiskjánum.

Hávaðasía

Ef þú hringir úr hávaðasömu umhverfi síar síminn út bakgrunnshljóð til þess að rödd þín hljómi skýrar á hinum enda línunnar.
Hávaðasía er ekki tiltæk þegar hátalarinn eða höfuðtól eru notuð.
Til að útiloka hávaða sem best skaltu halda símanum með hlustina við eyrað og aðalhljóðnemann við munninn. Ekki halda fyrir aukahljóðnemann aftan á símanum.

SIM-kort og rafhlaða sett í

Mikilvægt: Þetta tæki er aðeins ætlað til notkunar með venjulegu SIM-korti (sjá
mynd). Ef ósamhæf SIM-kort eru notuð gæti það skaðað kortið eða tækið og gæti skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu. Fáðu upplýsingar hjá símafyrirtækinu um notkun SIM-korta með mini-UICC straumloka.
Farðu nákvæmlega eftir leiðbeiningunum til að skemma ekki bakhliðina.
1 Dragðu krækjuna á bakhliðinni að neðri hluta símans og fjarlægðu bakhliðina.
10 Tækið tekið í notkun
2 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.
3 Setja inn SIM-kort. Gakktu úr skugga um að snertiflötur kortsins snúi upp.
Ýttu kortinu inn þar til það læsist á sínum stað.
4 Láttu snerta rafhlöðunnar nema við rafhlöðuhólfið og settu rafhlöðuna í.
5 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu læsihökunum að raufunum
og ýta henni niður þar til hún smellur á sinn stað.
Tækið tekið í notkun 11

Minniskorti komið fyrir

Aðeins skal nota samhæf microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það kann
að skemma minniskortið og tækið og spilla gögnum sem vistuð eru á kortinu.
Geyma skal öll minniskort þar sem börn ná ekki til.
1 Slökktu á símanum. 2 Dragðu krækjuna á bakhliðinni að neðri hluta símans og fjarlægðu bakhliðina.
3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.
4 Settu samhæft minniskort í raufina. Gakktu úr skugga um að snertiflötur kortsins
snúi niður.
12 Tækið tekið í notkun
5 Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað. 6 Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn stað. Gættu þess að vel sé lokað.
Þú getur tekið upp myndskeið í háskerpu. Ef þú ert að taka upp myndskeið á minniskort skaltu nota hraðvirkt, hágæða microSD-minniskort frá þekktum framleiðendum til að ná fram sem mestum gæðum. Mælt er með að notuð séu microSD-minniskort í flokki 4 (32Mbit/s (4MB/s)) eða hærri flokki.
Fjarlægja minniskort
1 Slökktu á símanum. 2 Fjarlægðu bakhlið símans. 3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu. 4 Ýttu kortinu inn þar til það losnar og dragðu það svo út.
Hleð Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda, en ef til vill þarf að endurhlaða hana áður en hægt er að kveikja á símanum í fyrsta skipti.
Ef síminn sýnir að rafhlaðan sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1
Tækið tekið í notkun 13
2
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað símann á meðan hann er í hleðslu.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist eða þar til hægt er að hringja.
Ábending: Þú getur líka notað samhæft USB-hleðslutæki til að hlaða rafhlöðuna.

Rafhlaðan hlaðin gegnum USB

Er lítil hleðsla á rafhlöðunni og þú ert ekki með hleðslutækið með þér? Hægt er að nota samhæfa USB-snúru til að tengja símann við samhæft tæki, svo sem tölvu.
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er ekki til staðar. Hægt er að flytja gögn meðan tækið er í hleðslu. Afkastageta USB-hleðsluorku er mjög mismunandi og það getur liðið langur tími þar til hleðsla hefst og tækið verður nothæft.
Hægt er að nota símann meðan hann er í hleðslu.
Farðu varlega þegar þú tengir eða aftengir snúru hleðslutækis til að brjóta ekki hleðslutengið.
14 Tækið tekið í notkun

Slökkt eða kveikt á símanum

Kveikt
Haltu rofanum
inni þar til síminn titrar.
Slökkt
Haltu rofanum inni
.

Síminn tekinn í notkun í fyrsta sinn

Síminn leiðbeinir þér í gegnum einfaldar aðgerðir þegar þú kemur SIM-kortinu fyrir og kveikir á honum í fyrsta skipti. Stofnaðu Nokia-áskrift til að nota Nokia-þjónustu. Þú getur einnig afritað tengiliði og annað efni úr eldra símanum þínum. Þú getur einnig gerst áskrifandi að My Nokia þjónustunni til að fá gagnlegar ábendingar og ráð um það hvernig þú getur nýtt þér símann sem best.
Til að hefja aðgerð velurðu táknið
. Veldu táknið til að sleppa aðgerð.
Til að geta stofnað Nokia-áskrift þarftu að vera með nettengingu. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá upplýsingar um hugsanlegan kostnað. Ef þú getur ekki tengst netinu geturðu stofnað áskrift síðar.
Ef þú ert nú þegar með Nokia-áskrift skaltu slá inn notandanafnið þitt og lykilorð og
.
velja
Tækið tekið í notkun 15
Ábending: Ertu búinn að gleyma lykilorðinu? Þú getur beðið um að fá það sent í
tölvupósti eða í textaskilaboðum.
Notaðu Símaflutningur-forritið til að afrita efni, svo sem:
Tengiliðir
Skilaboð
Myndir og myndskeið
Einkastillingar
Þegar þú setur upp pósthólf geturðu látið innhólfið birtast á heimaskjánum svo auðveldara sé fyrir þig að fylgjast með póstinum.
Ef þú þarft að hringja í neyðarnúmer meðan uppsetning fer fram ýtirðu á hringitakkann.

Afritun tengiliða eða mynda frá eldri síma

Viltu afrita mikilvægar upplýsingar frá eldri samhæfum Nokia-síma og byrja að nota nýja símann þitt fljótt? Notaðu forritið Símaflutningur til að afrita á nýja símann ókeypis, til dæmis tengiliði, dagbókarfærslur og myndir.
Eldri síminn þarf að styðja Bluetooth.
Veldu > Stillingar > Tengingar > Gagnaflutningur > Símaflutningur.
1 Veldu úr eftirfarandi:
— Afrita efni úr öðrum síma. — Afrita efni í annan síma. — Gögn samstillt milli tveggja síma.
2 Veldu símann sem þú vilt tengjast við og paraðu símana. Kveikja þarf á Bluetooth
í báðum símunum.
16 Tækið tekið í notkun
3 Sláðu inn lykilorð ef hinn síminn krefst þess. Lykilorðið, sem þú getur valið sjálfur,
þarf að slá inn í báða símana. Lykilorð er fyrirfram skilgreint í sumum símum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók hins símans.
Lykilorðið er aðeins gilt fyrir þá tengingu sem er virk.
4 Veldu efnið og Í lagi.
Ef eldri Nokia-síminn þinn er ekki með forritið Símaflutningur sendir nýi síminn það í skilaboðum um Bluetooth. Opnaðu skilaboðin í gamla símanum til að setja forritið upp og farðu eftir leiðbeiningunum.
Ábending: Einnig er hægt að afrita efni úr öðrum símum síðar með Símaflutningur forritinu.

Læsa eða opna takka og skjá

Til að koma í veg fyrir að þú hringir óviljandi þegar síminn er í vasa eða tösku skaltu læsa tökkum hans og skjá.
Renndu takkalásnum til.
Ábending: Einnig er hægt að opna með því að ýta á valmyndartakkann og velja
Opna.
Takkar og skjár stilltir á sjálfvirka læsingu
1Veldu 2 Tilgreindu tímann sem á að líða þar til takkarnir og skjárinn læsast sjálfkrafa.
> Stillingar og Sími > Skjár > Tími skjás/takkaláss.

Staðsetning loftneta

Forðast skal snertingu við loftnetssvæðið þegar loftnetið er í notkun. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og kann að minnka líftíma rafhlöðu tækisins þar sem orkuþörf tækisins eykst þegar það er í notkun.
Tækið tekið í notkun 17
Loftnetssvæðið er auðkennt.

Breyta hljóðstyrk símtals, lags eða myndskeiðs

Notaðu hljóðstyrkstakkana.
Þú getur breytt hljóðstyrk á meðan á símtali stendur eða þegar forrit er virkt.
Með innbyggða hátalaranum geturðu hlustað og talað í símann úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda honum að eyranu.
Kveikt eða slökkt á hátalara í símtali
Veldu
eða .

Úlnliðsbandið fest

Þræddu úlnliðsbandið og hertu að.
18 Tækið tekið í notkun

Höfuðtól

Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf heyrnartól við símann.

Nokia-verslunin skoðuð

Veldu > Verslun.
Úr Nokia-versluninni er hægt að hlaða niður:
Forritum
Þemum, veggfóðri, myndum og myndskeiðum
Hringitónum
Leikjum
Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra þarftu að kaupa og greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á símareikninginn. Það fer eftir landi og þjónustuveitu hvaða greiðslumáta er boðið upp á. Í Nokia-versluninni er efni sem er samhæft við símann þinn og í samræmi við smekk þinn og staðsetningu.
Nánari upplýsingar er að finna á www.nokia.com.
Settu Nokia Ovi Suite upp á tölvunni 19

Notkun notendahandbókarinnar

Notendahandbók er í símanum. Hún er alltaf við höndina þegar nauðsyn krefur.
Veldu
Notendahandbókin opnuð í forriti
Veldu táknið
Leit í notendahandbók
Þegar notendahandbókin er opin velurðu táknið orð í leitarreitinn.
Forrit opnað í notendahandbókinni
Veldu tengil forritsins í efnisatriði. Ýttu á og haltu inni valmyndartakkanum, strjúktu til vinstri eða hægri og veldu
notendahandbókina til að fara aftur í hana.
Tenglar í viðeigandi efnisatriði kunna að vera aftast í leiðbeiningunum.
Ábending: Þú færð einnig textaskilaboð og ábendingar sem veita gagnlegar upplýsingar um notkun símans. Til að skoða ábendingarnar síðar velurðu
Nokia.
> Handbók.
> Notendahandbók. Þetta er ekki hægt í öllum forritum.
> Leita og slærð inn bókstaf eða
> My

Settu Nokia Ovi Suite upp á tölvunni

Með forritinu Nokia Ovi Suite getur þú skipulagt efni í símanum þínum og samstillt það við samhæfa tölvu. Þú getur líka uppfært nýjasta hugbúnaðinn í símanum þínum og hlaðið niður kortum.
Tenging við internetið kann að vera nauðsynleg. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitunni.
Þú getur hlaðið niður nýjustu útgáfunni af Nokia Ovi Suite í tölvuna þína á www.nokia.com/support.
Nýjasta útgáfan af Nokia Ovi Suite heitir Nokia Suite.
Notaðu símann til að setja upp Nokia Ovi Suite
1 Notaðu samhæfa USB-snúru til að tengja símann við tölvu.
Ef þú ert að nota Windows XP eða Windows Vista skaltu breyta USB-stillingu símans yfir í Gagnaflutningur. Til að kveikja á USB-stillingu símans skaltu strjúka niður frá tilkynningasvæðinu og velja táknið
Gagnageymsla símans og minniskortið birtast sem færanlegir diskar á tölvunni.
> Gagnaflutningur.
20 Grunnnotkun
2 Á tölvunni velurðu Opna möppu til að sjá skrár og tvísmellir á Nokia Ovi Suite
uppsetningarskrána.
Ef uppsetningarglugginn opnast sjálfkrafa velurðu Setja upp Nokia Ovi Suite.
3 Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast. 4 Þegar uppsetningu er lokið og ef þú notar Windows XP eða Windows Vista skaltu
gæta þess að USB-stilling tækisins sé Nokia Ovi Suite.
Frekari upplýsingar um Nokia Ovi Suite, ásamt upplýsingum um það í hvaða stýrikerfum hægt er að nota Nokia Ovi Suite, er að finna á www.nokia.com/support.

Grunnnotkun

Notkun á tækjastikunni

Tækjastikan neðst á skjánum aðstoðar þig við að fletta í gegnum tækið á auðveldan hátt.
Grunnnotkun 21
Opnaðu aðalvalmyndina. Hringja símtal. Fara til baka í fyrri skjámynd. Leita að forritum. Opnaðu valmynd með valkostum.

Aðgerðir á snertiskjá

Til að nota notendaviðmótið bankarðu á eða pikkar og heldur snertiskjánum.
Mikilvægt: Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna, blýant eða
aðra oddhvassa hluti á snertiskjánum.
Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu
Pikkaðu á forritið eða eininguna.
Skjótur aðgangur að aðgerðum
Pikka í og halda atriði. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem eru í boði.
Dæmi: Til að senda mynd eða eyða vekjara smellirðu á myndina eða vekjarann í stutta stund og velur viðeigandi valkost í sprettivalmyndinni.
Draga atriði
Haltu inni hlut og renndu fingri yfir skjáinn.
22 Grunnnotkun
Dæmi: Hægt er að draga hluti á heimaskjáinn.
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu honum ákveðið í tiltekna átt.
Dæmi: Til að skipta yfir í annan heimaskjá strýkurðu til vinstri eða hægri.
Til að fletta í gegnum lista eða valmynd rennirðu fingrinum hratt upp eða niður á skjánum og sleppir svo. Smelltu síðan á skjáinn til að hætta að fletta.
Notaðu aðdrátt
Settu tvo fingur á atriði, til dæmis kort, mynd eða vefsíðu, og færðu fingurna í sundur eða saman.
Ábending: Einnig er hægt að smella tvisvar á hlutinn.
Grunnnotkun 23

Notkun flýtivísa

Þú þarft ekki að fara löngu leiðina til að tengjast netinu, slíta nettengingu eða slökkva til dæmis á hljóði símans. Þú getur farið beint í þessar stillingar í stöðuvalmyndinni, sama hvaða forrit eða skjár er uppi.
Strjúktu niður frá tilkynningasvæðinu.
Meðan á símtali stendur geturðu gert eftirfarandi í stöðuvalmyndinni:
Skoðað tilkynningar um ósvöruð símtöl eða ólesin skilaboð
Tekið hljóðið af símanum
Breytt tengistillingum
Séð tiltækar þráðlausar staðarnetstengingar og tengst þráðlausu staðarneti
Komið á Bluetooth-tengingu
Ábending: Hægt er að komast fljótt í tónlistarspilarann af stöðusvæðinu þegar hlustað er á tónlist.

Skipt milli opinna forrita

Þú getur séð hvaða forrit og verkefni eru opin í bakgrunni og skipt á milli þeirra.
Ýttu á og haltu valmyndartakkanum, strjúktu til vinstri eða hægri og veldu forritið.
24 Grunnnotkun
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og notar minni. Forriti er lokað með því að velja táknið .
Ábending: Til að loka öllum opnum forritum skaltu halda verkefnarofanum inni og velja Loka öllu í sprettivalmyndinni.
Textaritun Texti sleginn inn með sýndarlyklaborðinu
Notkun skjályklaborðs
Veldu einhvern innsláttarreit til að birta skjályklaborðið. Hægt er að nota skjályklaborðið bæði í langsniði og skammsniði.
Skjályklaborð í skammsniði er ef til vill ekki í boði fyrir öll innsláttartungumál.
1 Sýndarlyklaborð 2 Takkinn Loka - Loka sýndarlyklaborðinu. 3 Skiptitakki og hástafalás - Til að slá inn hástaf þegar skrifað er með lágstöfum,
eða öfugt, skaltu velja takkann áður en stafurinn er sleginn inn. Til að stilla á hástafalás skaltu velja takkann tvisvar.
4 Stafasvið - Veldu stafasvið, t.d. tölur eða stafi með kommu eða sérstafi. 5 Örvatakkar - Til að færa bendilinn til vinstri eða hægri. 6 Bilstika - Til að setja inn bil. 7 Innsláttarvalmynd - Kveikja á flýtiritun eða breyta tungumáli texta.
Grunnnotkun 25
8 Færslutakki - Til að færa bendilinn yfir í næstu línu eða innsláttarreit.
Viðbótaraðgerðir fara eftir því hvað er verið að gera. Í veffangsreit vafrans er bendillinn til dæmis notaður til að opna.
9 Bakktakki - Eyða staf.
Skiptu milli skjályklaborðsins og takkaborðsins í andlitsstillingu
Veldu
Settu kommu fyrir ofan staf
Veldu stafinn og haltu honum inni.
Flýtiritun með sýndarlyklaborðinu virkjuð
Flýtiritun er ekki í boði á öllum tungumálum.
1Veldu táknið 2 Byrjaðu að skrifa orð. Síminn stingur upp á mögulegum orðum á meðan þú skrifar.
3 Ef orðið er ekki í orðabókinni stingur síminn upp á öðru orði úr orðabókinni. Veldu
Slökkt á flýtiritun
Veldu táknið
Breyta stillingum innsláttar texta.
Veldu táknið
Texti sleginn inn með skjátakkaborðinu Notkun skjátakkaborðs
Ef þú vilt heldur nota bók- og tölustafaborð þegar þú skrifar í andlitsstillingu þá geturðu skipt úr skjályklaborði yfir í skjátakkaborð.
1 Veldu textainnsláttarreit. 2Veldu
> Bók- og tölustafir eða QWERTY-lyklaborð.
> Valkostir innsláttar > Kveikja á flý tiritun. táknið birtist.
Þegar rétt orð birtist skaltu velja það orð.
orðið sem þú hefur skrifað til að bæta nýja orðinu í orðabókina.
> Valkostir innsláttar > Slökkva á flýtiritun.
> Valkostir innsláttar > Stillingar.
> Bók- og tölustafir.
26 Grunnnotkun
1 Talnatakkar 2* - Sláðu inn sérstaf, eða rúllaðu í gegnum möguleg orð þegar flýtiritun er virkjuð
og orðið undirstrikað.
3 Skiptitakki - Skipta milli hástafa og lágstafa. Til að kveikja eða slökkva á sjálfvirkri
textainnritun skaltu velja takkann hratt tvisvar. Skipt er á milli tölustafa og bókstafa með því að styðja á takkann og halda honum inni.
4 Takkinn Loka -– Loka skjátakkaborðinu. 5 Örvatakkar - Færa bendilinn til vinstri eða hægri. 6 Innsláttarvalmynd – Til að virkja flýtiritun, breyta tungumáli texta eða skipta yfir
í skjályklaborð.
7 Bakktakki – Eyða staf. 8 Vísir fyrir textainnslátt (ef til staðar) - Gefur til kynna há- eða lágstafi, stafa- eða
tölustafastillingu og hvort kveikt er á flýtiritun.
Virkjaðu venjulegan innslátt með sýndarlyklaborðinu. Ýttu tvisvar sinnum á # með stuttu millibili.
Sláðu inn staf
1 Ýtt er á tölutakka, 1-9, þar til viðkomandi bókstafur birtist. Hver takki inniheldur
fleiri stafi en þá sem eru prentaðir á hann.
2 Ef næsti stafur er á sama takka skaltu bíða þar til bendillinn birtist eða færðu
bendilinn áfram og veldu síðan takkann aftur.
Bil sett inn Veldu 0.
Færðu bendilinn í næstu línu Veldu 0.þrisvar.
Grunnnotkun 27
Flýtiritun með skjátakkaborðinu virkjuð
Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í. Flýtiritun er ekki í boði fyrir öll tungumál.
1Veldu 2 Til að skrifa orð notarðu takkana 2-9. Veldu hvern takka aðeins einu sinni til að
slá inn einn staf. Veldu t.d. 6 fyrir N, 6 fyrir o, 5 fyrir k, 4 fyrir i og 2 fyrir a til að skrifa Nokia þegar enska orðabókin er valin.
Orðið sem stungið er upp á breytist eftir hvern staf sem er valinn.
3 Ef ekki kemur upp rétt orð velurðu * endurtekið þar til rétt niðurstaða birtist. Ef
orðið er ekki í orðabókinni velurðu Stafa, slærð það inn á hefðbundinn hátt og velur Í lagi.
Ef? birtist fyrir aftan orðið er það ekki að finna í orðabókinni. Orði er bætt inn í orðabókina með því að velja *, slá orðið inn á venjulegan hátt og velja síðan Í
lagi.
4 Til að setja inn bil skaltu velja 0 . Til að setja inn algengt greinarmerki velurðu 1
og velur síðan * endurtekið þar til rétt greinarmerki birtist.
5 Byrjaðu að skrifa næsta orð.
Slökkt á flýtiritun Ýttu tvisvar sinnum á # með stuttu millibili.

Ritunartungumál tilgreint

Veldu
Skiptu um tungumál á meðan þú ert að skrifa
Veldu táknið
> Kveikja á flýtiritun.
> Stillingar og Sími > Snertiskjár > Tungumál texta.
> Tungumál texta.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Skjávísar Almennir vísar á skjá
28 Grunnnotkun
Snertiskjár og takkar eru læstir. Einhver reyndi að hringja í þig. Þú átt ólesin skilaboð. Ef skilaboðavísirinn blikkar kann innhólfsmappan að vera full. Þú hefur misst af dagbókaratburði. Áminning er stillt. Það eru ósend skilaboð í úthólfsmöppunni. Þú ert að nota símalínu númer tvö (sérþjónusta). Mótteknum símtölum er beint í annað númer (sérþjónusta). Ef notaðar eru
tvær símalínur sýnir númer hvaða lína er í notkun. Hægt er að nota símann fyrir netsímtöl.
Gagnasímtal er virkt (sérþjónusta).

Tengingarvísar

Bluetooth er virkt. Ef vísirinn blikkar er síminn að reyna að tengjast við annað tæki. Síminn er að senda gögn um Bluetooth. USB-snúra er tengd við símann. Samstilling er í gangi. Kveikt er á FM-sendinum. FM-sendir sendir út. Samhæft höfuðtól er tengt við símann. Samhæfur bílbúnaður er tengdur við símann.
Grunnnotkun 29

Netkerfisvísar

Síminn er tengdur við GSM-símkerfið (sérþjónusta). Síminn er tengdur við 3G-símkerfið (sérþjónusta). Verið er að opna GPRS-gagnatengingu (sérþjónusta). GPRS-gagnatenging er opin. GPRS-gagnatenging er í bið. Verið er að opna eða loka EGPRS-gagnatengingu (sérþjónusta). EGPRS-pakkagagnatenging er opin. EGPRS-pakkagagnatenging er í bið. Verið er að opna eða loka 3G-gagnatengingu (sérþjónusta). 3G-gagnatenging er opin. 3G-gagnatenging er í bið. HSPA-gagnatenging er opin. Þráðlaus staðarnetstenging er opin.

Tilkynningaljósið stillt svo það blikki þegar þú færð skilaboð eða hefur ekki svarað símtali

Þegar tilkynningaljós símans blikkar hefur þú misst af símtali eða fengið skilaboð.
Veldu
> Stillingar og Sími > Tilkynningaljós > Viðburðaljós.

Leitað í símanum og á internetinu

Leitaðu í símanum og á internetinu. Hægt er að leita að pósti, tengiliðum,
myndum, tónlist eða forritum í símanum og á netinu.
Veldu
1 Byrjaðu að slá inn leitarorð og veldu svo úr niðurstöðunum.
> Leit.
30 Grunnnotkun
2 Til að leita á netinu velurðu netleitartengilinn í lok leitarniðurstaðanna. Nettenging
þarf að vera virk.
Ábending: Þú getur bætt leitargræju við heimaskjáinn. Haltu inni auðu svæði á heimaskjánum, veldu Bæta við græju og veldu því næst leitargræju af listanum.

Notkun símans án tengingar

Á stöðum þar sem þú vilt ekki hringja eða svara símtölum geturðu samt opnað dagbók, tengiliðalista og leiki án nettengingar ef þú virkjar ótengt snið. Slökktu á símanum þegar notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
Ýttu á rofann
Þegar ótengda sniðið er virkt er lokað á tengingu þína við farsímakerfið. Lokað er á allar sendingar útvarpsmerkja á milli símans og farsímakerfisins. Ef þú reynir að senda skilaboð er það geymt í möppunni úthólf og er einungis sent þegar kveikt er á öðru sniði.
Hægt er að nota símann án SIM-korts. Slökktu á símanum og fjarlægðu SIM-kortið. Þegar kveikt er aftur á tækinu verður ótengt snið virkt.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja, svara símtölum eða nota aðra
valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Hugsanlega er hægt að hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að skipta um snið.
Þegar ótengda sniðið hefur verið valið er áfram hægt að nota tengjast um Wi-Fi, t.d. til þess að lesa tölvupóst eða vafra á netinu. Einnig er hægt að nota Bluetooth.
Ef kveikt er á NFC er einnig kveikt á því í ótengdu sniði. Slökkt er á NFC með því að
> Stillingar og Tengingar > NFC > NFC > Slökkt.
velja
Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum.
og veldu Án tengingar.

Lengri líftími rafhlöðu

Ef svo virðist sem stöðugt þurfi að hlaða rafhlöðuna er hægt að gera ráðstafanir til að draga úr orkunotkun símans.
Alltaf skal hlaða rafhlöðuna að fullu.
Þegar orkusparnarðarstillingin er gerð virk eru stillingar eins og Símkerfi og
skjávari fínstilltar.
Orkusparnaðarstilling gerð virk
Ýttu á rofann ýta á rofann
og veldu Virkja orkusparnað. Til að gera orkusparnað óvirkan skaltu
og velja Óvirkja orkusparnað.
Loading...
+ 104 hidden pages