Nokia 6700 CLASSIC User Manual

Notandahandbók Nokia 6700 classic
Útgáfa 3.1
2Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 4
Almennar upplýsingar 5
Um tækið 5 Sérþjónusta 5 Lykilorð 5 Stillingaþjónusta 6 My Nokia (Nokia tækið mitt) 6 Niðurhal efnis 6 Gagnlegar ábendingar 7 Hugbúnaðaruppfærslur 7 Þjónusta Nokia 7 Stafræn réttindi 8
Tækið tekið í notkun 8
SIM-korti og rafhlöðum komið fyrir 8 microSD-korti komið fyrir 9 microSD-kort fjarlægt 10 Rafhlaðan hlaðin 10 Loftnet 11 Band 11 Takkar og hlutar 12 Kveikt og slökkt á símanum 13 Biðstaða 13 Flugsnið 15 Bank 16 Takkalás 16 Aðgerðir án SIM-korts 17
Símtöl 17
Hringja 17 Símtali svarað og því slitið 17 Flýtivísar símtala 17 Raddstýrð hringing 17 Valkostir í símtali 18
Skilaboð 18
Texta- og margmiðlunarskilaboð 18 Leifturboð 21 Nokia Xpress hljóðskilaboð 21
Upplýsingaboð, SIM-skilaboð og þjónustuskipanir 21 Talskilaboð 21 Skilaboðastillingar 22 Póstur og spjall 22
Tengiliðir 27
Skipuleggja tengiliði 27 Nafnspjöld 28 Velja flýtivísa símtala 28
Símtalaskrá 28
Staðsetningarskrá 28
Tengimöguleikar 29
Þráðlaus Bluetooth-tækni 29 Pakkagögn 30 USB-gagnasnúra 30 Samstilling og öryggisafrit 30 Nokia PC Suite 31
Stillingar 31
Snið 31 Þemu 31 Tónar 31 Ljós 32 Skjár 32 Dagsetning og tími 32 Eigin flýtivísar 32 Hringja 33 Sími 33 Raddskipanir 34 Aukabúnaður 34 Stillingar 35 Hugbúnaðaruppfærsla með ljósvakaboðum 35 Öryggi 36 Upprunalegar stillingar 36
Valmynd símafyrirtækis 37
Gallerí 37
Möppur og skrár 37 Prentun mynda 37
Samnýting mynda og hreyfimynda á netinu 37 Minniskort 38
Miðlar 38
Myndavél & myndupptaka 38 Hljóð- og myndspilari 39 Útvarp 41 Raddupptaka 42 Tónjafnari 42
Vefur 42
Tengst við þjónustu 43 Upphleðsla á vef 43 Útlitsstillingar 43 Skyndiminni 43 Öryggi vafra 44
Kort 44
Kort sótt og uppfærð 45 Kort og GPS 45 Leiðsögn 45
Skipuleggjari 46
Vekjaraklukka 46 Dagbók 46 Verkefnalisti 47 Minnismiðar 47 Reiknivél 47 Niðurteljari 47 Skeiðklukka 48
Efnisyfirlit 3
Forrit 48
Opnaðu forrit 48 Forriti hlaðið niður 49
SIM-þjónusta 49
Vöru- og öryggisupplýsingar 49
Atriðaskrá 56
4 Öryggi

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Almennar upplýsingar 5

Almennar upplýsingar

Um tækið

Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 850, 900, 1800, 1900 og WCDMA 900, 1900 og 2100 MHz kerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem gætu gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu huga að öryggi og efni.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í notendahandbókinni.

Sérþjónusta

T il a ð h æ gt s é a ð n o ta t æk i ð verða notendur að ver a áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og tákn.

Lykilorð

Veldu Valmynd > Stillingar > Öryggi > Aðgangslyklar til að stilla hvernig síminn notar aðgangslyklana og öryggisstillingarnar.
6 Almennar upplýsingar
Öryggisnúmerið hindrar að síminn sé notaður í leyfisleysi. Forstillta númerið er
12345. Hægt er að breyta númerinu og láta símann biðja um númerið. Beðið er um öryggisnúmerið í sumum aðgerðum, burtséð frá stillingum, t.d. ef setja á aftur upp upphaflegar stillingar framleiðanda. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir númerinu og síminn er læstur mun síminn þarfnast viðgerðar og því getur fylgt aukakostnaður. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða seljanda símans.
PIN-númerið (UPIN) sem fylgir með SIM-kortinu (USIM) kemur í veg fyrir að SIM­kortið sé notað í leyfisleysi.
PIN2-númerið (UPIN2-númerið), sem fylgir sumum SIM-kortum (USIM-kortum), er nauðsynlegt til að hafa aðgang að tiltekinni þjónustu.
PUK- (UPUK-) og PUK2-númer (UPUK2-númer) kunna að fylgja SIM-kortinu (USIM­kortinu). Ef þú slærð inn rangt PIN-númer þrisvar sinnum í röð ertu beðinn um PUK­númerið. Hafa skal samband við þjónustuveituna ef þessi númer fylgja ekki með símanum.
Þegar útilokunarþjónusta er notuð til að takmarka símtöl í og úr símanum (sérþjónusta) er lykilorðs útilokunar krafist.
Til að skoða eða breyta stillingum öryggiseiningar fyrir vafrann velurðu
Valmynd > Stillingar > Öryggi > Still. öryggiseiningar.

Stillingaþjónusta

Síminn þarf að vera rétt stilltur til að hægt sé að nota tiltekna sérþjónustu, líkt og internetþjónustu, MMS, Nokia Xpress hljóðskilaboð eða samstillingu við netþjón. Til að fá nánari upplýsingar, hafðu þá samband við símafyrirtækið þitt eða viðurkenndan söluaðila Nokia, eða skoðaðu þjónustusvæði Nokia-vefsvæðisins.
Nokia“, bls. 7.
Þegar stillingarnar hafa borist í stillingaboðum birtist textinn Samskipunarstillingar
mótteknar ef stillingarnar eru ekki vistaðar sjálfkrafa.
Stillingarnar eru vistaðar með því að velja Sýna > Vista. Ef það er nauðsynlegt skaltu slá inn PIN-númerið sem þú fékkst hjá þjónustuveitunni.
Sjá „Þjónusta

My Nokia (Nokia tækið mitt)

Fáðu ókeypis ábendingar og stuðning fyrir Nokia símann auk ókeypis efnis til reynslu, gagnvirkra kynninga, sérsniðinnar vefsíðu og frétta um nýjustu vörur og þjónustu frá Nokia.
Fáðu sem mest út úr Nokia símanum þínum og skráðu þig hjá My Nokia strax í dag! Skoðaðu www.nokia.com/mynokia fyrir frekari upplýsingar um það sem er í boði á þínu svæði.

Niðurhal efnis

Hægt er að hlaða nýju efni (t.d. þemum) niður í símann (sérþjónusta).
Almennar upplýsingar 7
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi og
vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu og verð fást hjá þjónustuveitunni.

Gagnlegar ábendingar

Upplýsingar um símann og hvernig hann virkar er að finna í notendahandbókinni. Ef það dugar ekki geturðu reynt eftirfarandi:
Endurstilla símann: slökktu á símanum og fjarlægðu rafhlöðuna. Eftir nokkrar sekúndur skaltu setja rafhlöðuna í og kveikja á símanum.
Endurvekja upphaflegar stillingarnar.
Þú getur uppfært hugbúnað símans með forritinu Nokia Software Updater, ef það
er í boði.
Farðu á vefsvæði Nokia eða hafðu samband við Nokia Care þjónustuver.
„Þjónusta Nokia“, bls. 7.
Ef ekki er hægt að leysa fyrirspurnina skaltu hafa samband við næsta Nokia Care þjónustuver varðandi hugsanlega viðgerð. Alltaf skal taka öryggisafrit eða búa til skrá yfir þau gögn sem eru í símanum áður en hann er sendur í viðgerð.

Hugbúnaðaruppfærslur

Nokia kann að framleiða hugbúnaðaruppfærslur með nýjum möguleikum, bættum aðgerðum eða aukinni virkni. Þú getur hugsanlega nálgast þessar uppfærslur með forritinu Nokia Software Updater PC. Til að uppfæra hugbúnað tækisins þarftu að hafa Nokia Software Updater forritið og samhæfa tölvu með Microsoft Windows 2000, XP eða Vista stýrikerfi, háhraðatengingu og samhæfa gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Nánari upplýsingar um Nokia Software Updater forritið er að finna á www.nokia.com/ softwareupdate eða á vefsíðu Nokia í þínu landi.
Ef símkerfið styður hugbúnaðaruppfærslur með ljósvakaboðum kanntu einnig að geta beðið um uppfærslur með símanum.
ljósvakaboðum“, bls. 35.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Sjá „Hugbúnaðaruppfærslur“, bls. 7.
Sjá „Upprunalegar stillingar“, bls. 36.
Sjá
Sjá „Hugbúnaðaruppfærsla með

Þjónusta Nokia

Á www.nokia.com/support eða heimasíðu Nokia í þínu landi er að finna nýjustu handbækurnar, viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu fyrir Nokia-vöruna þína.
Stillingaþjónusta
Þú getur einnig sótt ókeypis stillingar, t.d. fyrir MMS, GPRS, tölvupóst og aðra þjónustu, fyrir símann þinn á www.nokia.com/support.
8 Tækið tekið í notkun
Nokia PC Suite
Þú getur einnig sótt PC Suite og tengdar upplýsingar á vefsíðu Nokia á www.nokia.com/ support.
Nokia Care þjónusta
Ef þú þarft að hafa samband við Nokia Care þjónustuna skaltu skoða lista yfir Nokia Care þjónustuver á þínu svæði á www.nokia.com/customerservice.
Viðhald
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næstu þjónustuver Nokia Care á www.nokia.com/repair.

Stafræn réttindi

Eigendur efnis kunna að nota mismunandi gerðir stafrænnar réttindatækni (DRM) til að vernda hugverkarétt sinn, þ.m.t. höfundarrétt. Þetta tæki notar mismunandi gerðir stafrænnar tækni til að opna stafrænt varið efni. Með þessu tæki er hægt að opna efni sem er verndað með WMDRM 10, OMA DRM 1.0, OMA DRM 1.0 framsendum lás og OMA DRM 2.0. Ef tiltekinn stafrænn hugbúnaður nær ekki að verja efni kunna efniseigendur að biðja um að geta slíks hugbúnaðar til að opna nýtt efni sem er varið með stafrænum réttindum sé endurvakin. Slíkt kann einnig að hindra endurnýjun þess stafræns varins efnis sem er þegar í tækinu. Endurvakning slíks hugbúnaðar hefur ekki áhrif á notkun efnis sem er verndað með öðrum gerðum stafrænna réttinda eða notkun efnis sem ekki er verndað með stafrænum réttindum.
Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir opnunarlykill sem tilgreinir hvernig hægt er að nota efnið.
Ef tækið er með OMA DRM-varið efni skal nota öryggisafritunaraðgerðina í Nokia PC Suite til að taka öryggisafrit af bæði opnunarlyklunum og efninu.
Ef tækið inniheldur WMDRM-varið efni glatast það efni ásamt opnunarlyklum þess ef minni tækisins er forsniðið. Einnig gætu opnunarlyklarnir og efnið glatast ef skrár í tækinu skemmast. Glatist opnunarlyklarnir eða efnið getur það takmarkað möguleikann á að nota efnið aftur. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.

Tækið tekið í notkun

SIM-korti og rafhlöðum komið fyrir

Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Þessi sími er ætlaður til notkunar með BL-6Q rafhlöðu. Notið alltaf rafhlöður frá Nokia.
Sjá „Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia“, bls. 50.
Tækið tekið í notkun 9
SIM-kortið og innihald þess getur hæglega orðið fyrir skemmdum ef það er rispað eða beygt svo fara skal varlega þegar það er meðhöndlað, sett inn og tekið út.
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Settu SIM-kortið þannig í raufina að snerturnar snúi niður.
3 Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í.
4 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað.

microSD-korti komið fyrir

Aðeins skal nota samhæft microSD-minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Síminn þinn styður microSD-minniskort upp að 8 GB.
10 Tækið tekið í notkun
1 Fjarlægðu bakhliðina. 2 Settu minniskortið í microSD™ raufina þannig að snerturnar snúi niður.
3 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað.

microSD-kort fjarlægt

1 Fjarlægðu bakhlið tækisins. 2 Dragðu kortið út.

Rafhlaðan hlaðin

Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið. 3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr
sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Einnig er hægt að hlaða rafhlöðuna með USB-snúru sem tengd er við tölvu.
1 Tengdu USB-snúruna við USB-tengi tölvunnar og einnig við tækið. 2 Fjarlægðu USB-snúruna þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Tækið tekið í notkun 11
Ef síminn er settur í hleðslu meðan kveikt er á útvarpinu geta gæði merkisins minnkað.

Loftnet

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
Myndin sýnir loftnetssvæðið merkt með gráu.

Band

1 Fjarlægðu bakhliðina. 2 Festu bandið og hertu á því. 3 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað.
12 Tækið tekið í notkun

Takkar og hlutar

1 Eyrnatól 2 Skjár 3 Vinstri og hægri valtakkar 4 Hringitakki 5 Hætta-takki/rofi 6 Navi™ takki (hér eftir kallaður skruntakki) 7 Takkaborð
Tækið tekið í notkun 13
8 Hljóðstyrkstakkar 9 Flass 10 Myndavélarlinsa 11 Myndatökutakki 12 Hátalari 13 Tengi fyrir hleðslutæki 14 Rauf fyrir úlnliðsband 15 Hljóðnemi 16 USB-tengi

Kveikt og slökkt á símanum

Kveikt og slökkt er á símanum með því að halda rofanum inni.
Ef beðið er um PIN-númer skaltu slá það inn (birtist sem ****).
Ef beðið er um tíma og dagsetningu skaltu slá inn staðartímann, velja tímabeltið út frá staðartíma Greenwich (GMT) og slá inn dagsetninguna.
Sjá „Dagsetning og
tími“, bls. 32.
Þegar þú kveikir á símanum í fyrsta skipti kann að birtast spurning um hvort þú viljir sækja stillingarnar frá þjónustuveitunni (sérþjónusta).

Biðstaða

Síminn er í biðstöðu þegar hann er tilbúinn til notkunar en engir stafir eða tölur hafa verið slegnar inn.
14 Tækið tekið í notkun

Skjár

1 Sýnir sendistyrk farsímakerfisins 2 Hleðslustaða rafhlöðu 3 Vísar 4 Klukka 5 Heiti farsímakerfisins eða skjátákn símafyrirtækisins 6 Dagsetning 7 Skjár 8 Valkostur vinstri valtakka 9 Virkni flettitakkans 10 Valkostur hægri valtakka
Hægt er að breyta valkostum vinstri og hægri valtakkanna.
valtakkar “, bls. 32.

Heimaskjár

Heimaskjárinn birtir lista yfir tilteknar símaaðgerðir og upplýsingar sem hægt er að fara í.
Veldu Valmynd > Stillingar > Skjástillingar > Heimaskjár.
Til að gera heimaskjáinn virkan velurðu Heimaskjár.
Til að skipuleggja og breyta heimaskjánum velurðu Sérsníða.
Til að velja takkann sem er notaður til að gera heimaskjáinn virkan skaltu velurðu Takki
heimaskjás.
Flettu upp eða niður á heimaskjánum, samkvæmt stillingum hans, til að skoða listann og veldu Velja, Skoða eða Breyta. Örvarnar gefa til kynna að nánari upplýsingar séu í boði. Leiðsögn er stöðvuð með því að velja Hætta.
Sjá „ Vinstri og hægri
Tækið tekið í notkun 15

Flýtivísar

Þegar tækið er í biðstöðu eða heimaskjár þess er virkur er hægt að nota eftirfarandi flýtivísa.
Hringingar sem ekki er svarað, móttekin símtöl og númer sem hringt er í
Ýttu á hringitakkann. Veldu númer eða nafn og ýttu á hringitakkann til að hringja.
Ræstu vafrann Haltu 0 inni.
Hringt í talhólf Haltu 1 inni.
Aðrir takkar notaðir sem flýtivísar
Sjá „Flýtivísar símtala“, bls. 17.

Vísar

Þú átt ólesin skilaboð. Þú átt ósend skilaboð, skilaboð sem hefur verið hætt við eða sem hafa
mistekist. Takkar símans eru læstir.
Síminn gefur ekki frá sér hljóð ef hringt er í hann eða hann tekur við textaskilaboðum. Áminning er stillt.
/
/
/
GPRS- eða EGPRS-tenging er virk. Það er opin GPRS- eða EGPRS-tenging í símanum. GPRS- eða EGPRS-tenging er í bið. Kveikt er á Bluetooth. Ef þú notar tvær símalínur er símalína 2 valin. Öllum símtölum er beint í annað númer. Aðeins er hægt að hringja í lokaðan notendahóp. Sniðið sem er í notkun hefur verið tímastillt.

Flugsnið

Nota skal flugsniðið á stöðum sem eru viðkvæmir fyrir útvarpsbylgjum til að útiloka að útvarpstíðni hafi áhrif á tækið. Þú hefur samt sem áður möguleika á því að spila leiki og opna dagbókina og símaskrána. Þegar flugsniðið er virk birtist
Flugsniðið gert virkt
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið > Flug > Virkja eða Eigið val.
Flugsniðið gert óvirkt
Veldu eitthvert annað snið.
á skjánum.
16 Tækið tekið í notkun
Viðvörun:
Í flugsniðinu er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið.
Ef hringja þarf neyðarsímtal meðan tækið er læst og flugsniðið er virkt kann einnig að vera hægt að slá inn neyðarnúmerið sem er forritað í tækið í reitinn fyrir lykilnúmerið og velja 'Hringja'. Tækið staðfestir að verið sé að gera flugstillinguna óvirka til að hefja neyðarsímtal.

Bank

Bankstillingin gerir þér kleift að slökkva á hljóði og hafna símtölum og hringitónum og kalla fram klukku með því einu að banka tvisvar á fram- eða afturhlið símans.
Veldu Valmynd > Stillingar > Símastillingar > Stillingar Sensor til að kveikja á bankaðgerðum og svörun með titringi.
Slökkva á hringitóni eða vekjara
Bankaðu tvisvar á símann.
Hafna símtali eða stilla vekjara á blund eftir að hafa slökkt á hljóði
Bankaðu tvisvar til viðbótar á símann.
Birta klukku
Bankaðu tvisvar á símann.
Ef ósvöruð símtöl eða ný skilaboð eru til staðar þarf að skoða þau fyrst áður en hægt er að sjá tímann.

Takkalás

Til að koma í veg fyrir að ýtt sé á takkana í ógáti velurðu Valmynd og ýtir síðan á * innan 3,5 sekúndna til að læsa tökkum símans (takkaborðinu).
Takkaborðið er opnað aftur með því að velja Úr lás og ýta á * innan 1,5 sekúndna. Sláðu inn lykilnúmerið ef beðið er um það.
Þegar takkarnir eru læstir er símtali svarað með því að ýta á hringitakkann. Takkarnir læsast sjálfkrafa þegar lagt er á eða símtali er hafnað.
Frekari eiginleikar eru sjálfvirkur takkavari og öryggistakkavari.
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Sjá „Sími“, bls. 33.
Símtöl 17

Aðgerðir án SIM-korts

Sumar aðgerðir símans má nota án þess að SIM-kort sé í símanum, eins og Organiser og leiki. Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki hægt að nota.

Símtöl

Hringja

Hægt er að hringja á nokkra vegu:
Sláðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, og ýttu á hringitakkann.
Til að hringja á milli landa skaltu ýta tvisvar sinnum á takkann * til að hringja úr landinu (táknið + kemur í stað 00), velja landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef þess er þörf) og síðan símanúmerið.
Símtalaskráin er opnuð með því að ýta einu sinni á hringitakkann í stillingum heimaskjásins. Veldu númer eða nafn og ýttu á hringitakkann.
Leita að nafni eða símanúmeri sem þú vistaðir í tengiliðalistanum.
tengiliði“, bls. 27.
Til að stilla hljóðstyrk símtals ýtirðu hljóðstyrkstakkanum upp eða niður.

Símtali svarað og því slitið

Ýttu á hringitakkann til að svara símtali. Til að slíta símtali ýtirðu á hætta-takkann.
Ýttu á hætta-takkann til að hafna símtali. Til að slökkva á hringitóninum skaltu velja
Hljóð af.

Flýtivísar símtala

Þú getur tengt símanúmer við hraðvalstakka 2 til -9.
símtala“, bls. 28.
Notaðu flýtivísa símtala á einhvern eftirfarandi máta til að hringja símtal:
Ýttu á tölutakka og síðan á hringitakkann.
Ef Valmynd > Stillingar > Símtals-stillingar > Hraðval > Virkt er valið heldurðu
inni talnatakka.
Sjá „Velja flýtivísa
Sjá „Skipuleggja

Raddstýrð hringing

Hringdu með því að segja það nafn sem er vistað í Tengiliðir.
Þar sem raddskipanir eru háðar tungumáli verður þú að velja Valmynd > Stillingar >
Símastillingar > Stillingar tungumáls > Tungumál síma og tungumálið áður en þú
hringir.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
18 Skilaboð
1 Á stillingum heimaskjásins er hægri valtakkanum haldið inni.Stutt hljóðmerki
heyrist og Talaðu eftir tóninn birtist.
2 Segðu nafn tengiliðarins sem þú ætlar að hringja í. Ef raddskipunin tekst birtist listi
með þeim færslum sem passa við hana. Síminn spilar raddskipun þeirrar færslu sem er efst á listanum. Ef það er ekki rétta skipunin skaltu fletta að annarri færslu.

Valkostir í símtali

Margir þeirra valkosta sem hægt er að velja meðan á símtali stendur flokkast undir sérþjónustu. Upplýsingar um framboð fást hjá þjónustuveitunni.
Meðan á símtali stendur skaltu velja Valkostir og svo úr eftirfarandi valkostum.

Skilaboð

Hægt er að skrifa, senda og vista textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, tölvupóst og hljóð- og leifturboð. Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustu ef símafyrirtækið eða þjónustuveitan styðja hana.

Texta- og margmiðlunarskilaboð

Þú getur skrifað skilaboð og hengt, til dæmis, mynd við. Síminn breytir textaskilaboðum sjálfkrafa í margmiðlunarskilaboð þegar þau innihalda viðhengi.

Textaskilaboð

Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða valkosti sumra tungumála taka meira pláss og takmarka þann stafafjölda sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Stafafjöldi sem eftir er og fjöldi skilaboða sem þarf til sendingar birtist.
Til að hægt sé að senda skilaboð þarf rétta skilaboðamiðstöðvarnúmerið að vera vistað í tækinu. Venjulega er þetta númer sett sjálfkrafa inn með SIM-kortinu. Til að setja númerið handvirkt inn velurðu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. >
Textaboð > Skilaboðamiðstöðvar > Bæta við miðstöð, og slærð inn nafn og númer
frá þjónustuveitunni.
Textaritun Textastillingar
Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn hátt eða með flýtiritun.
Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda inni Valkostir til að skipta á milli venjulegs textainnsláttar, táknaður með flýtiritun á öllum tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er táknað með
, og flýtiritunar, táknuð með . Síminn styður ekki
, eða .
Loading...
+ 39 hidden pages