KITCHENAID 5KPM5EWH User Manual [is]

Íslenska
MIXERINSTRUCTIES MIXER I
NSTRUCTIONS
ROBOTS DE CUISINE : MODE DEMPLOI KÜCHENMASCHINEN-ANWEISUNGEN MIXER - ISTRUZIONI INSTRUCCIONES DE BATIDORA BRUKSANVISNING KÖKSMASKIN B
RUKSANVISNING KJOKKENMASKINER
Y
LEISKONEEN KÄYTTÖOHJEET
B
RUGSANVISNING KØKKENMASKINE
I
NSTRUÇÕES DA BATEDEIRA MULTIFUNÇÕES
HRÆRIVÉL - LEIDBEININGAR
Ο∆ΗΓΙΕΣ ΧΡΗΣΗΣ
H
RÆRIVÉLAR FYRIR STÓRELDHÚS
O
21
4
6
81
O
Íslenska
Öryggi þitt og annarra er mjög mikilvægt.
Í þessum bæklingi og á vélinni eru margar mikilvægar öryggisleiðbeiningar. Lesið þessar leiðbeiningar og farið eftir þeim.
Þetta er viðvörunartákn. Táknið merkir að hætta geti verið á ferðum. Allar öryggisleiðbeiningar innihalda þetta tákn og annaðhvort orðið
“HÆTTA” eða “VAÐ.” þauða:
Ef ekki er farið strax
eftir leiðbeiningunum getur það valdið alvarlegu slysi eða dauða.
Ef ekki er farið eftir leiðbeiningunum getur það valdið alvarlegu slysi eða dauða.
Í öllum öryggisleiðbeiningum kemur fram hvers konar hætta geti verið á ferðum, hvernig hægt sé að draga úr henni og hvað geti gerst ef ekki er farið eftir leiðbeiningunum.
Efnisyfirlit
Mikilvæg öryggisatriði .......................................................................................1
Raftenging ........................................................................................................1
Helstu hlutar ......................................................................................................2
Uppsetning hrærivélar .......................................................................................3
Ásetning hveitibrautar .......................................................................................4
Notkun KitchenAid®aukahluta ..........................................................................5
Bilið á milli hrærara og skálar .............................................................................5
Viðhald og hreinsun ..........................................................................................6
Hreyfimynstur ...................................................................................................6
Notkun hrærivélarinnar .....................................................................................6
Notkun hraðastillingar - 10-þrepa vélar .............................................................7
Ábendingar .......................................................................................................8
Vinnsla gerdeigs ................................................................................................9
Eggjahvítur ......................................................................................................10
Þeyttur rjómi ...................................................................................................10
Aukahlutir - almennar leiðbeiningar .................................................................11
Ef vandamál koma upp ....................................................................................12
Ábyrgð á vélinni ..............................................................................................13
HÆTTA
VIDVÖRUN
1
Íslenska
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Við notkun rafmagnstækja á alltaf að gera grundvallar varúðarráðstafanir þ.á.m. eftirfarandi:
1. Lesið allar leiðbeiningar.
2. Aldrei má setja hrærivélina í vatn eða annan vökva því það getur valdið raflosti.
3. Alltaf á að sýna aðgát þegar börn nota eða eru nálægt raftæki.
4. Takið hrærivélina alltaf úr sambandi þegar hún er ekki í notkun, þegar aukahlutir eru settir á eða teknir af henni og áður en hún er hreinsuð.
5. Forðist að snerta hluti sem hreyfast. Til að koma í veg fyrir slys eða skemmdir á vélinni á að halda höndum, hári og fatnaði, sem og sleifum og öðrum áhöldum, frá hræraranum þegar vélin er í gangi.
6. Notið ekki hrærivélina ef snúran eða innstungan er skemmd, eftir að vélin bilar eða hún hefur dottið eða skemmst á einhvern hátt. Látið viðurkenndan þjónustuaðila yfirfara vélina áður en hún er aftur tekin í notkun.
7. Notkun aukabúnaðar sem KitchenAid hvorki mælir með né selur getur valdið eldsvoða, raflosti eða slysi.
8. Notið hrærivélina ekki utanhúss.
9. Látið snúruna ekki hanga yfir borðkant.
10. Takið hrærarann, þeytarann eða deigkrókinn af vélinni fyrir hreinsun.
11. Ekki er ætlast til að börn eða veikburða einstaklingar noti vélina eftirlitslaust.
12. Sjáið til þess að börn noti ekki vélina sem leikfang.
Hrærivélin notar venjulegt heimilisrafmagn, 220-240V A.C., 50/60 rið. Hámarks aflnotkun er prentuð á gerðarskiltið. Hún er miðað við þann aukahlut sem notar mesta aflið en aðrir aukahlutir kunna að nota mun minna afl.
Notið ekki framlengingarsnúru. Ef snúran er of stutt látið þá rafvirkja koma fyrir innstungu nær vélinni.
GEYMIÐ LEIÐBEININGARNAR
Raftenging
VIDVÖRUN
Hætta á raflosti.
Notið jarðtengda innstungu. Ekki fjarlægja jarðtenginguna. Notið ekki millistykki. Notið ekki framlengingarsnúru. Ef ekki er farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það valdið dauða, eldsvoða eða raflosti.
2
Íslenska
Helstu hlutar
Mótorlok
Hæðarstil­lingarskrúfa
Lyftihandfang (sést ekki)
Tengishnappur
Tengi (sjá bls. 11)
Staðsetningar­pinnar
Þeytari
Hrærari
PowerKnead™ deigkrókur
Hraðastilling
Skálarhaldari
Snúningsskaft
Skál úr ryðfríu stáli
Skálarhandfang
Spring Latch and Bowl Pin (not shown)
O
21
4
6
81
O
3
Íslenska
Uppsetning hrærivélar
Skálin sett á
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni.
3. Setjið lyftihandfangið í neðstu stillingu.
4. Setjið skálarhaldarana yfir staðsetningarpinnana.
5. Ýtið skálinni niður þar til pinnarnir læsast.
6. Lyftið skálinni fyrir notkun.
7. Setjið vélina aftur í samband.
Skálinni lyft
1. Snúið lyftihandfanginu í efstu stöðu.
2. Skálin verður alltaf að vera í læstri efstu stöðu þegar hrærivélin er notuð.
Skálin lækkuð
1. Snúið lyftihandfanginu í neðstu stöðu.
Skálin tekin úr
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni.
3. Setjið lyftihandfangið í neðstu stöðu.
4. Fjarlægið hrærara, þeytara eða deigkrók.
5. Takið í skálarhandfangið og lyftið skálinni beint upp af staðsetningarpinnunum.
Hrærari, þeytari eða deigkrókur settur á
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni.
3. Setjið hrærarann á snúningsskaftið.
4. Snúið hræraranum til hægri og yfir pinnann á snúningsskaftinu.
5. Setjið vélina aftur í samband.
Hrærari, þeytari eða deigkrókur tekinn af
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni.
3. Ýtið hræraranum upp og snúið til hægri.
4. Togið hrærarann af snúningsskaftinu.
Hraðastilling
Soft Start™ lágmarkar skvettur þegar hrærivélin er sett í gang. Vélin fer hægt af stað og eykur svo hraðann upp í þann hraða sem stillt er á. Til að draga enn frekar úr skvettum á alltaf að byrja á minnsta hraða (BLÖNDUN) og auka hann svo eftir þörfum. Sjá bls. 7 “Notkun hraðastillingar”.
Sjálfvirk mótorvörn
Setjið hraðastillinguna á OFF ef vélin stöðvast vegna of mikils álags. Vélin endurstillist þá eftir nokkrar mínútur. Setjið hraðastillinguna svo á þann hraða sem óskað er og vélin heldur áfram að vinna. Sjá bls. 12 “Ef vandamál koma upp” ef hún fer ekki aftur af stað.
Pinni
Lyftið
21
O
4
10
6
8
Loading...
+ 10 hidden pages