3
Íslenska
Uppsetning hrærivélar
Skálin sett á
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða
slökkvið á innstungunni.
3. Setjið lyftihandfangið í neðstu
stillingu.
4. Setjið skálarhaldarana yfir
staðsetningarpinnana.
5. Ýtið skálinni niður þar til pinnarnir
læsast.
6. Lyftið skálinni fyrir notkun.
7. Setjið vélina aftur í samband.
Skálinni lyft
1. Snúið lyftihandfanginu í efstu
stöðu.
2. Skálin verður alltaf að vera í læstri
efstu stöðu þegar hrærivélin er
notuð.
Skálin lækkuð
1. Snúið lyftihandfanginu í neðstu
stöðu.
Skálin tekin úr
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða
slökkvið á innstungunni.
3. Setjið lyftihandfangið í neðstu
stöðu.
4. Fjarlægið hrærara, þeytara eða
deigkrók.
5. Takið í skálarhandfangið og lyftið
skálinni beint upp af
staðsetningarpinnunum.
Hrærari, þeytari eða
deigkrókur settur á
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða
slökkvið á innstungunni.
3. Setjið hrærarann á snúningsskaftið.
4. Snúið hræraranum til hægri og yfir
pinnann á snúningsskaftinu.
5. Setjið vélina aftur í samband.
Hrærari, þeytari eða
deigkrókur tekinn af
1. Setjið hraðastillinguna á OFF.
2. Takið vélina úr sambandi eða
slökkvið á innstungunni.
3. Ýtið hræraranum upp og snúið til
hægri.
4. Togið hrærarann af
snúningsskaftinu.
Hraðastilling
Soft Start™ lágmarkar skvettur þegar
hrærivélin er sett í gang. Vélin fer
hægt af stað og eykur svo hraðann
upp í þann hraða sem stillt er á. Til að
draga enn frekar úr skvettum á alltaf
að byrja á minnsta hraða (BLÖNDUN)
og auka hann svo eftir þörfum. Sjá
bls. 7 “Notkun hraðastillingar”.
Sjálfvirk mótorvörn
Setjið hraðastillinguna á OFF ef vélin
stöðvast vegna of mikils álags. Vélin
endurstillist þá eftir nokkrar mínútur.
Setjið hraðastillinguna svo á þann
hraða sem óskað er og vélin heldur
áfram að vinna. Sjá bls. 12 “Ef
vandamál koma upp” ef hún fer ekki
aftur af stað.
Pinni