Genie Hydraulic and Mechanical Jibs Operator's Manual [is]

Page 1
Stjórnandahandbók
2500 kg FASTUR KRÓKUR á PLÖTU
Raðnúmer
5000 kg FASTUR KRÓKUR á PLÖTU
4000 mm/900kg Vélknúin BÓMA
4000 mm/900 kg Vökvaknúin BÓMA
2000 mm/2000 kg Vélknúin BÓMA
4000 kg VINDA 5000 kg VINDA
Úr s/n: FXHOOKDL15B-1001
Úr s/n: MJ4/9DL15B-1001
Úr s/n: HYJ4/9DL15B-1001
Úr s/n: MJ2/2DL15B-1001
Úr s/n: HYW4DL15B-1001
Úr s/n: HYW5DL15B-1001
Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum Fyrsta útgáfa Önnur prentun Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 2
Desember 2015 Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Efni
Inngangur ............................................................1
Skilgreiningar á tákn- og hættumyndum .............. 5
Öryggi á vinnustað...............................................6
Varúðarráðstafanir .............................................13
Myndskýring ......................................................15
Lýsing aukabúnaðar .......................................... 16
Notkunarsvið aukabúnaðar................................18
Skoðanir ............................................................19
Notkunarleiðbeiningar........................................23
Geymslustaða og geymsla ................................ 37
Leiðbeiningar um flutning og lyftingu ................. 38
Viðhald...............................................................39
Tæknilýsing .......................................................45
Hleðslutöflur.......................................................49
Beaufort vindstyrkur...........................................67
EB-samræmisyfirlýsing ...................................... 68
TEREX Global GmbH
Bleicheplatz 2 8200 Schaffhausen Sviss
Tæknileg þjónusta
Sími: +39 075 9418129 +39 075 9418175
netfang: UMB.Service@terex.com
II Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Höfundarréttur © 2015 Terex Corporation
Fyrsta útgáfa: Önnur prentun, desember 2015
Genie er skrásett vörumerki Terex South Dakota, Inc. í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum. „GTH“ er vörumerki Terex South Dakota, Inc.
Page 3
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Inngangur
Um þessa handbók
Genie kann að meta val þitt á tæki fyrir notkun þína. Öryggi notenda er í forgangi hjá okkur en slíkt ávinnst best í sameiningu. Þetta rit er stjórnanda- og dagleg viðhaldshandbók fyrir notanda eða stjórnanda Genie vélar.
Líta ætti á handbók þessa sem varanlegan hluta af vélinni þinni og hún ætti alltaf að fylgja vélinni. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við Genie.
Í þessari handbók getur hugtakið „vél“ vísað bæði til aukabúnaðarins eða lyftarans. Slíkt veltur á samhenginu. Þessa handbók skal nota með notandahandbók fjarbúnaðarins.
Auðkenni vöru
Raðnúmer aukabúnaðarins er staðsett á raðnúmeraplötunni.
• 2500 kg Fastur krókur á plötu 59.0700.9012GT
• 5000 kg Fastur krókur á plötu 59.0700.9013GT
• 4000 mm/900 kg vökvaknúin bóma 59.0802.3029GT
• 4000 mm/900 kg vélknúin bóma 59.0802.3028GT
• 2000 mm/2000 kg vélknúin bóma 59.0802.3027GT
• 4000 kg vinda 59.0901.9015GT
• 5000 kg vinda 59.0901.9008GT
Fyrirhuguð notkun
Vindunni, bómunni og króknum á plötunni er ætlað að lyfta byrðum og lækka lárétt með því að notast við burðarólar, kapla, reipi eða keðjur.
Notkun á þessari vöru á nokkurn annan hátt er bönnuð og stríðir gegn ætlaðri notkun hennar.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 1
Page 4
Desember 2015
Inngangur
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Dreifing tilkynninga og fylgni
Öryggi vöru fyrir notenda skiptir mestu máli fyrir Genie. Ýmis konar tilkynningar eru notaðar af Genie til að miðla mikilvægum öryggis- og vöruupplýsingum til söluaðila og vélaeigenda.
Upplýsingarnar sem er að finna í tilkynningunum tengjast ákveðnum vélum með vélategund og raðnúmeri.
Dreifing tilkynninga byggist á núverandi skráða eiganda ásamt tengdum söluaðila hans/hennar. Því er mikilvægt að skrá vél þína og viðhalda samskiptaupplýsingum þínum.
Fylgdu þeirri aðgerð sem gefin er til kynna í viðkomandi tilkynningu til að tryggja öryggi starfsfólks og áreiðanlega áframhaldandi notkun á vél þinni.
Samskipti við framleiðandann
Öðru hverju kann það að reynast nauðsynlegt að hafa samband við Genie.
Þegar þú gerir það skaltu vera viðbúin/n að gefa upp tegundar- og raðnúmer þitt ásamt nafni þínu og samskiptaupplýsingum. Hafa ætti samband við Genie að lágmarki vegna eftirfarandi:
Slysatilkynning
Spurningar varðandi vörunotkun og öryggi
Upplýsingar um fylgni er varða staðla og reglur
Uppfærslur á núverandi eiganda, til dæmis breytingar á eignarhaldi vélar eða breytingar á samskiptaupplýsingum þínum. Sjá Flutningur á eignarhaldi að neðan.
Flutningur á eignarhaldi vélar
Ef gefinn er tími til að uppfæra upplýsingar eiganda tryggir það að þú fáir mikilvægar öryggis-, viðhalds- og stjórnandaupplýsingar sem eiga við þína vél.
Vinsamlegast skráðu vél þína með því að fara inn á vefsvæðið www.genielift.co.uk.
2 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 5
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Inngangur
Hætta
Misbrestur á að hlýða leiðbeiningunum og öryggisreglunum í þessari handbók mun leiða til dauða eða alvarlegra meiðsla.
Ekki nota nema:
5 Þú lærir og iðkir meginreglur um örugga
stjórnun aukabúnaðar sem finna má í þessari stjórnandahandbók.
1. Forðastu hættulegar aðstæður. Þekktu og skildu öryggisreglurnar áður en þú snýrð þér að næsta hluta.
2. Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
3. Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
4. Kannaðu vinnustaðinn.
5. Notaðu einungis vélina eins og henni var
ætlað.
5 Þú lesir, skiljir og hlýðir leiðbeiningum
framleiðanda og öryggisreglum, öryggis- og stjórnandahandbókum og límmiðum á vélinni.
5 Þú lesir, skiljir og hlýðir öryggisreglum
vinnuveitanda og reglum vinnusvæðisins.
5 Þú lesir, skiljir og hlýðir öllum viðeigandi
stjórnarreglugerðum.
5 Þú hafir rétta þjálfun til að nota vélina á öruggan
hátt.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 3
Page 6
Desember 2015
HÆTTA
HÆTTA
AÐVÖRUN
HÆTTA
VARÚÐ
AÐVÖRUN
HÆTTA
VARÚÐ
TILKYNNING
AÐVÖRUN
Inngangur
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Hættuflokkun
Öryggisviðvörunartákn - notað til að vara starfsfólk við hugsanlegri hættu á líkamsmeiðslum. Hlýddu öllum öryggisskilaboðum sem fylgja þessu tákni til að forðast möguleg meiðsli eða dauða
Gefur til kynna hættuástand sem leiðir til dauða eða alvarlegra meiðsla ef ekki er brugðist við því.
Gefur til kynna hættuástand
sem kann að leiða til dauða eða alvarlegra meiðsla ef ekki er brugðist við því.
Gefur til kynna hættuástand
sem kann að leiða til minniháttar eða miðlungs meiðsla ef ekki er brugðist við því.
Staðlar
Eftirfarandi staðlar og/eða reglugerðir eiga við þessa vél:
Tilskipun 2006/42/EB Vélatilskipun
Viðhald á öryggisskiltum
Endurnýjaðu öryggisskilti sem hafa týnst eða eru skemmd. Hafðu öryggi stjórnanda í huga á öllum stundum. Notaðu milda sápu og vatn til að þrífa öryggisskilti. Ekki nota hreinsiefni með leysi því þau kunna að skemma efni öryggisskiltisins.
Gefur til kynna tilkynningu um eignatjón.
4 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 7
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
60mm
4mm 4mm
Skilgreiningar á tákn- og hættumyndum
Flækjuhætta
Snerting við heitar rafrásir eða rafrásir með spennu gæti leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla.
Haltu höndum fjarri vindu og byrðislínu á hreyfingu.
Lestu stjórnandahandbókina
Almennt öryggi
09.4618.1847
09.4618.1847
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 5
Page 8
Desember 2015
Öryggi á vinnustað
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Almennt öryggi
Ekki lyfta upphengdri byrði án þess að skilja fyrst staðbundnar, ríkis-, alríkis- eða héraðsreglur, staðla og reglugerðir er tengjast slíkri athöfn. Frekari reglur, staðlar og reglugerðir kunna að eiga við. Þörf kann að vera á viðbótarþjálfun.
Ef nota þarf fjarbúnað til að flytja byrði þarf að grípa til eftirfarandi varúðarráðstafana til að vernda stjórnandann.
Lestu, skildu og fylgdu öllum viðeigandi varúðarorðum og leiðbeiningum sem fylgja aukabúnaðinum og viðurkenndar eru fyrir upphenda byrði.
Aðeins ætti að nota aukabúnað sem er með viðeigandi hönnun, hefur verið prófaður og viðurkenndur til að bera upphengda byrði.
Burðartöflur fjarbúnaðarins eru hannaðar fyrir byrði þar sem burðarmiðjan er kyrrstæð. Þar sem upphengd byrði hreyfist getur burðarmiðjan breyst. Þess vegna þarf að fylgjast vel með byrðinni og sýna varúð við flutning og lyftingu til að lágmarka möguleikann á að hún hreyfist.
Veltihætta
Ekki lyfta upphengdri byrði án viðeigandi og læsilegri burðartöflu fyrir þá samsetningu aukabúnaðar/fjarbúnaðar sem þú notar.
Ekki leyfa byrðinni
að sveiflast frjálslega. Ávallt skal tjóðra byrði á viðeigandi máta til að takmarka hreyfingu. Til viðbótar við starfsmenn á jörðu má einnig nota tvo lyftipunkta á undirvagninum framan á vélinni tl að koma stöðugleika á byrðina. Ávallt skal krossa tjóðrun á gagnstæðum hliðum til að lágmarka hreyfingu byrðar. Ef ekið er yfir halla, farið er skyndilega af stað, stöðvað og beygt getur það valdið því að byrðin fer að sveiflast og þannig verður til hætta ef stöðugleiki kemst ekki á.
Hafðu bómuna inndregna eins mikið og hægt er.
Ekki lyfta upphengdri byrði þegar vindhraði getur skapað hættulegar aðstæður.
6 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 9
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Öryggi á vinnustað
Allar hreyfingar byrðar þarf að minnka smám saman og við hægasta hraða til að hindra frekari sveiflur.
Hafðu þyngsta hluta byrðarinnar næst aukabúnaðinum.
Aldrei skal draga eða toga byrðina til hliðar.
Aðeins skal lyfta byrðinni lóðrétt; ekki skal toga byrðina lárétt þar sem slíkt getur valdið því að hún sveiflist of mikið.
Þyngd alls búnaðar (burðaróla, hengsla. o.sfrv.) þarf að vera innifalinn í byrðinni.
Berðu kennsl á viðeigandi lyftipunkta byrðarinnar, taktu tillit til þungamiðju og stöðugleika byrðar.
Ekki reyna að nota jöfnun fjarbúnaðarins til að koma í stað byrðar sem sveiflast eða til að stilla byrði af eftir að henni hefur verið lyft.
Ekki reyna að færa fasta eða hindraða byrði.
Ekki láta fjarbúnaðinn vera eftirlitslausan með upphengdri byrði.
Hafðu bómuna og byrðina eins lágt og hægt er á meðan þú sérð vel út.
Ekki fara hraðar en gönguhraði (2 mílur / 3,2 km/ klst.) með upphengdri byrði.
Ekki leggja í brekku.
Þegar ekið er upp með byrði skal setja í gír áfram og aka með byrðina í lægstu mögulegu stöðu.
Þegar ekið er niður með byrði skal fara í bakkgír
Ekki heimila upphengdri byrði að sveiflast.
Ekki draga byrði þegar hún er krækt upp.
Upphengd byrði er með breytileg, og þar með ófyrirsjáanleg áhrif á stöðugleika vélar, sýndu varúð.
Fasti krókurinn hefur verið hannaður til að styðja við yfirlýsta hlið byrðar. Hámarksfarmþungi samræmis nafnrúmtaki þess sem það er uppsett á eins og sýnt er á burðartöflunum sem fylgja búnaðinum.
Fallhætta
Ekki lyfta eða hengja starfsmenn upp.
Flækjuhætta
Snerting við byrðislínu á hreyfingu getur leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla. Haltu höndum fjarri vindu og byrðislínu á hreyfingu.
Farðu af stað, aktu, beygðu og stöðvaðu hægt til að hindra að byrðin verði óstöðug eða sveiflist.
Ekki nota nein tæki til að endurstaðsetja byrðina á ferð. Hægðu smám saman áður og stoppaðu áður en þú reynir að endurstaðsetja byrðina.
Ekki gera tilraun til þess að fara í ská í halla þar sem burðarmiðjan færist þá í átt á veltilínunni og þannig er dregið úr stöðugleika.
Aðeins skal fara upp eða niður halla með ýtrustu varúð þar sem burðarmiðjan færist þá í átt á veltilínunni og þannig er dregið úr stöðugleika.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 7
Page 10
Desember 2015
Öryggi á vinnustað
Árekstrarhætta
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Tryggðu að byrðin sé laus við allar hindranir í kring áður en lyfting fer fram.
Þegar skyggni er eða gæti verið óhindrað, nálægt eða við niðurlögn byrðar, skal stjórnandinn nota aðrar leiðir til að lyfta byrðinni á öruggan máta, til dæmis hæfan aðila sem gefur merki.
Aðilar sem gefa merki verða að vera í stöðugum samskiptum (munnleg eða með höndum) og þarf stjórnandinn einnig að sjá viðkomandi á öllum stundum.
Hætta á að kremjast
Aldrei skal leyfa þeim sem gefur merki að vera á milli upphengdrar byrðar og annars hlutar (til dæmis fjarbúnaðarins).
Hætta vegna fallandi hluta
Ekki lyfta byrði á það fallsvæði
sem sýnt er.
Forðastu að lyfta byrðum á tveim hæðum.
Þegar kringlóttum hlutum er komið fyrir (bensíntunnur, o.s.frv.) skal binda þá með ólum og reiðum og aka á minni hraða.
Notaðu vélina á hraða þar sem hægt er að hafa stjórn á byrðinni. Ræsing og stöðvun skal vera greiðleg.
Haldið fólki, búnaði og efni fjarri vinnusvæði. Notið ekki vélina þegar fólk er undir eða nálægt hækkaðri bómu, hvort sem hún er með byrði eður ei.
Tryggið að byrðin sé tryggileg áður en henni er lyft.
Ekki nota vélina þegar fólk er undir byrðinni eða á fallsvæðinu.
Veldu rétta burðaról fyrir hverja byrði með því að notast við burðaróltöflur
Rannsakaðu hvern hluta lyftubúnaðar fyrir og eftir notkun
Verndaðu burðarólar fyrir skemmdum frá skörpum brúnum með hornhlífum, fóðrun eða tréblökkum Ekki hengja byrði upp með burðarólum eða keðjum frá göfflum eða undirvagninum.
8 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 11
Lyfta upphengdri byrði
Tryggðu að lendingarpunktur sé láréttur og getir stutt við byrðina á öruggan máta.
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Öryggi á vinnustað
Ekki nota heimagerðar keðjur eða strengi.
Ekki meðhöndla með hita eða sjóða saman keðjuhlekki.
Komdu aukabúnaðinum tryggilega fyrir á fjarbúnaðinum.
Réttu grindina við á fjarbúnaðinum.
Tjóðraði byrðina til að hamla hreyfingu.
Fáðu aðstoð frá þeim sem gefur merki með lyftingu byrðarinnar ef útsýni er hindrað við notkun.
Tryggðu að sá sem gefur merki sé í stöðugum samskiptum og sjónrænu sambandi á öllum stundum.
Lyftu bómunni og byrðinni hægt og smám saman á meðan bóman er inndreginn eins mikið og mögulegt er. Tryggðu að bóman og byrðin sé eins nálægt jörðu og hægt er.
Tryggðu að allar hreyfingar bómu og aukabúnaðar séu framkvæmdar eins hægt og hægt er til að forðast það að byrðin sveiflist.
Ekki fara fram yfir afkastagetu burðaróla.
Ekki snúa eða binda hnúta á burðarólum eða nota bolta, nagla eða vírhluta til að stytta burðarólar.
Ekki útsetja keðjuhlekki fyrir efnum.
Akstur
Tryggðu að akstursleiðin sé á jafnsléttu og standi undir fjarbúnaðinum og byrði hans.
Hafðu bómuna og byrðina eins lágt og hægt er á meðan þú sérð vel út.
Fáðu aðstoð frá þeim sem gefur merki með akstur ef útsýni er hindrað við akstur.
Hætta á að kremjast eða árekstrarhætta Tryggðu að sá sem gefur merki sé í stöðugum samskiptum og sjónrænu sambandi á öllum stundum.
Gerðu aðeins breytingar á byrðinni eftir að fjarbúnaðurinn hefur verið stöðvaður að fullu.
Farðu af stað, stoppaðu, aktu og beygðu hægt til að hindra að byrðin verði óstöðug eða sveiflist.
Ekki aka hraðar en á gönguhraða (<2 mílur / 3,2 km/klst.).
Ekki skeyta saman slitnum burðarólum.
Ekki bera byrði með því að setja enda króks í hlekk keðjunnar.
Ekki skilja við ónotaðar burðarólar, aukabúnað eða blokkir á jörðinni. Hengið á rekkum eða geymið á viðeigandi stað.
Ekki nota burðaról til að draga hleðslu.
Ekki stytta keðju með hnútum eða með því að snúa á annan máta en með innbyggðu keðjutaki.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 9
Page 12
Desember 2015
Öryggi á vinnustað
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Byrðinni komið fyrir
Fáðu aðstoð frá þeim sem gefur merki við að koma byrðinni fyrir ef útsýni er hindrað við notkun.
Tryggðu að sá sem gefur merki sé í stöðugum samskiptum og sjónrænu sambandi á öllum stundum.
Stöðvaðu að fullu nálægt lendingarstaðnum.
Settu í handbremsu og settu skiptinguna í hlutlausan.
Hægt og smám saman skaltu setja byrðina yfir lendingarstaðinn og lækka byrðina þar til hún nýtur stuðnings.
Þegar byrðin er komin niður skaltu halda áfram að lækka bómuna þar til hægt er að fjarlægja festingar og tjóður.
Sá sem gefur merki
Mælt er með einhverjum sem gefur merki þegar:
Stjórnandi er ekki með fullt útsýni yfir notkunarstað, eða byrði og svæðið þar sem byrðinni er komið fyrir.
Þegar búnaðurinn er á ferð er útsýnið hindrað.
Sökum öryggisáhyggjuefna á starfsstað ákvarðar annað hvort stjórnandinn eða sá sem sér um byrðina að slíkt sé nauðsynlegt.
Aðilar sem gefa merki verða að vera í stöðugum samskiptum (munnleg eða með höndum) og þarf stjórnandinn einnig að sjá viðkomandi á öllum stundum.
Handmerkjatöfluna á næstu síðu má nota sem tilvísun.
10 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 13
STOPPA. Handleggur er út lárétt til hliðar, lófar niður, handleggur sveiflast fram og aftur.
NEYÐARSTÖÐVUN. Báðir handleggir eru út lárétt til hliðar, lófar niður, handleggir sveiflast fram og aftur.
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Öryggi á vinnustað
LYFTA. Upphandleggur út til hliðar, framhandleggur og vísifingur benda beint upp, hönd og fingur búa til litla hringi.
HÆKKA BÓMU. Handleggir lárétt út til hliðar, þumall bendir upp en aðrir fingur eru lokaðir.
SVEIFLA. Handleggur teygður út lárétt, vísifingur bendir í þá átt sem bóman sveiflast.
LÆKKA BÓMU. Handleggir lárétt út til hliðar, þumall bendir niður en aðrir fingur eru lokaðir.
DRAGA BÓMU INN. Hendur fyrir framan í mjaðmarhæð, þumalfingur benda hvorn á annan en aðrir fingur eru lokaðir.
SETJA BÓMU ÚT. Hendur fyrir framan í mjaðmarhæð, þumalfingur út en aðrir fingur eru lokaðir.
HÆKKA BÓMUNA OG LÆKKA BYRÐINA. Handleggur er út lárétt til hliðar og þumall bendir upp, fingur opna og loka þegar burðarhreyfing er kosin.
AKA/DRAGA. Allir fingur benda upp, handleggur er lárétt út og til baka sem skapar hreyfingu í akstursátt.
HUNSA ALLT. Hendur saman við í mjaðmarhæð.
LÆKKA BÓMUNA OG HÆKKA BYRÐINA. Handleggur er út lárétt til hliðar og þumall bendir niður, fingur opna og loka þegar burðarhreyfing er kosin.
LÆGRA. Hönd og vísifingur benda niður, hönd og fingur búa til litla hringi.
FARA HÆGT. Hönd er sett fyrir framan hönd sem veitir aðgerðamerki.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 11
Page 14
Desember 2015
Öryggi á vinnustað
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Hætta vegna aukabúnaðar sem
hefur orðið fyrir skemmdum
Ekki nota skemmdan eða bilaðan aukabúnað.
Framkvæmdu vandlega skoðun á aukabúnaðinum fyrir notkun og prófaðu allar aðgerðir fyrir hver vaktaskipti. Merktu samstundis skemmdan eða bilaðan aukabúnað og taktu hann úr notkun.
Vertu viss um að allt viðhald hafi verið framkvæmt eins og tiltekið er í þessari handbók og viðeigandi þjónustuhandbók Genie.
Vertu viss um að allir límmiðar séu á sínum stað og læsilegir.
Vertu viss um að stjórnanda- og öryggishandbækur séu heilar, læsilegar og í geymsluílátinu sem staðsett er í stýrishúsinu.
Hætta á að kremjast
Ábyrgð vinnuveitanda
Starfsmenn bera ábyrgð á að veita öruggt starfsumhverfi og að fylgja staðbundnum og innlendum reglugerðum yfirvalda.
Persónulegt öryggi
Tryggðu að allir sem vinna á eða nálægt þessari vél þekki viðeigandi varúðarráðstafanir.
Aðeins skal nota vinduna þegar starfsmenn eru fjarri tunnunni, burðarlínunni og króknum.
12 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 15
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Varúðarráðstafanir
Kröfur fyrir vélastjórnendur
Stjórnendur sem nota vélina reglulega eða öðru hverju (þ.e. til flutninga) skulu búa yfir eftirfarandi forsendum:
Heilsa:
Fyrir og á meðan notkun stendur ættu stjórnendur ekki að neyta áfengra drykkja, lyfja eða annarra efna sem kunna að hafa áhrif á sálfræðilegt og líkamlegt ástand þeirra og þar með vinnufærni þeirra.
Líkamlegar:
Góð sjón, góð heyrn, góð samhæfing og færni til að framkvæma allar nauðsynlegar aðgerðir á öruggan hátt, í samræmi við leiðbeiningarnar í þessari handbók.
Andlegar:
Færni til að skilja og beita framfylgdum reglum, reglugerðum og varúðarráðstöfunum. Þeir skulu sína gætni og varúð fyrir sínu eigin öryggi, sem og annarra, og skulu framkvæma vinnu sína á réttan og ábyrgan máta.
Tilfinningalegar:
Þeir skulu vera rólegir og geta ávallt metið sitt eigið sálfræðileg og andlegt ástand.
Þjálfun:
Þeir skulu lesa og þekkja þessa handbók, myndritin og skýringarmyndirnar sem þar er að finna. auðkennis- og viðvörunarplötur. Þeir skulu hafa færni og þjálfun varðandi notkun vélarinnar.
Kröfur fyrir
viðhaldsstarfsmenn
Starfsmenn sem bera ábyrgð á viðhaldi vélarinnar skulu vera fagaðilar, sérhæfðir í viðhaldi fjarbúnaðar, og búa yfir eftirfarandi forsendum: Líkamlegar: Góð sjón, góð heyrn, góð samhæfing og færni til að framkvæma allar nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á öruggan hátt, í samræmi við þessa handbók. Andlegar: Færni til að skilja og beita framfylgdum reglum, reglugerðum og varúðarráðstöfunum. Þeir skulu sína gætni og varúð fyrir sínu eigin öryggi, sem og annarra, og skulu framkvæma vinnu sína á réttan og ábyrgan máta. Þjálfun: Þeir skulu lesa og þekkja þessa handbók, myndritin og skýringarmyndirnar sem þar er að finna. auðkennis- og viðvörunarplötur. Þeir skulu hafa færni og þjálfun varðandi virkni vélarinnar.
Frá tæknilegu sjónarhorni er reglubundið viðhald á vélinni ekki flókið og getur stjórnandi hennar framkvæmt það, með því skilyrði að viðkomandi búi yfir grunnþekkingu í vélum.
Stjórnandinn skal hafa réttindi (eða ökuskírteini) þegar slíkt er nauðsynlegt lögum samkvæmt í
því landi sem vélin er notuð í. Vinsamlegast leitið upplýsinga hjá lögbærum aðilum. Á Ítalíu þarf stjórnandinn að hafa náð 18 ára aldri.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 13
Page 16
Desember 2015
Varúðarráðstafanir
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Vinnufatnaður
Við vinnu, og einkum við viðhald og viðgerð á vélinni, verða stjórnendur að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði:
Vinnugalla eða öðrum þægilegum fatnaði. Stjórnendur ættu ekki að vera í fötum með löngum ermum eða hlutum sem geta fest í hreyfanlegum hlutum vélarinnar.
Öryggishjálmur.
Hlífðarhanskar.
Vinnuskór.
Persónuhlífar
Undir sérstökum vinnuaðstæðum ætti að notast við eftirfarandi persónuhlífar:
• Öndunarbúnað (eða rykgrímu).
• Heyrnarhlífar eða álíka búnaður.
• Öryggisgleraugu eða andlitsgrímur.
Aðeins skal nota viðurkenndan öryggisfatnað sem er í góðu ástandi.
14 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 17
Aðalhlutar bómu og vindu
1. Flýtitengi (ef til staðar er)
2. Krókur
3. Tengigrind
4. Vinda
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Myndskýring
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 15
Page 18
Desember 2015
Lýsing á aukabúnaði
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Vinda
Þessi aukabúnaður er notaður til að meðhöndla
farmþunga sem er upphengdur með reipakerfi.
Hann samanstendur að mestu af stálsoðinni
smíði sem er með tvo hliðarkraga sem tengjast hefðbundinni tengirás fyrir GTH fjarbúnað.
Soðna smíðin er löguð þannig að hún er með, á
lægri enda sínum, tvo snúningsstoðfætur sem styðja við aukabúnaðinn þegar hann er á jörðinni og ekki uppsettur á fjarbúnaðinum.
Vökvaknúna lyftan er uppsett framan á soðnu
smíðina. Lyftan er vökvaknúin í gegnum aukalínu sem finna má á enda skotbómunnar í gegnum tvö vökvaknúin flýtitengi.
Stálreipið er tengt í gegnum stáltrissu við krók og
með því er hægt að lyfta þeim farmþunga sem tilgreindur er fyrir þennan aukabúnað (styrkleiki hans uppfyllir eða fer fram yfir hámarks farmþunga sem skilgreindur er fyrir allan aukabúnaðinn).
Sérstakir vökvaknúnir rofar eru uppsettir nálægt
smíðinni sem afvirkja vinuna þegar króknum er lyft að fullu eða lækkaður að fullu.
Ekki ofhlaða bómusmíðina þegar vindan er afvirkjuð.
Bóma
Þessi aukabúnaður er notaður til að meðhöndla
farmþunga sem er upphengdur með reipakerfi.
Hann samanstendur að mestu af stálgrindarbómu
sem er með tvo hliðarkraga sem tengjast hefðbundinni tengirás fyrir GTH fjarbúnað.
Soðna smíðin er löguð þannig að hún er með, á lægri
enda sínum, þrjá snúningsstoðfætur sem styðja við aukabúnaðinn þegar hann er á jörðinni og ekki uppsettur á fjarbúnaðinum.
Soðna stálgrindarbóman er löguð þannig að hún
er með, að framan, vélknúna tengingu sem tengist stálkrók.
Með króknum er hægt að meðhöndla þann farmþunga
sem tilgreindur er fyrir þennan aukabúnað (styrkleiki hans uppfyllir eða fer fram yfir hámarks farmþunga sem skilgreindur er fyrir allan aukabúnaðinn).
Vökvaknúna útgáfa þessa aukabúnaðar er með
uppsettri vökvaknúinni lyftu inni í stálbitabómunni beint á undan stálplötunni fyrir miðju.
Lyftan er vökvaknúin í gegnum aukalínu sem finna
má á enda skotbómunnar í gegnum tvö vökvaknúin flýtitengi.
Endi stálreipisins er tengdur viðurkenndum króki við
enda stálbitabómunnar.
Sérstakir vökvaknúnir rofar eru uppsettir nálægt
smíðinni sem afvirkja vinuna þegar króknum er lyft
að fullu eða lækkaður að fullu. Ekki ofhlaða bómusmíðina þegar vindan er afvirkjuð. Þegar króknum er lyft upp að fullu er engum
vökvaþrýstingi beitt á lyftuna til að forðast
ónauðsynlega ofhleðslu á bómusmíðina.
16 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 19
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Lýsing á aukabúnaði
Aðalhlutar króks
1. Krókur
2. Tengigrind
Krókur
Þessi aukabúnaður er notaður til að meðhöndla
farmþunga sem er upphengdur með reipakerfi. Hann samanstendur að mestu af stálsoðinni
smíði sem er með tvo hliðarkraga sem tengjast
hefðbundinni tengirás fyrir GTH fjarbúnað. Soðna smíðin er löguð þannig að hún er með, á
lægri enda sínum, tvo snúningsfætur sem styðja
við aukabúnaðinn þegar hann er á jörðinni og ekki
uppsettur á fjarbúnaðinum. Soðna smíðin er löguð þannig að hún er með, fyrir
miðju, bita sem skagar út að framan og vélknúna
tengingu að framan sem tengist stálkrók. Með króknum er hægt að meðhöndla þann farmþunga
sem tilgreindur er fyrir þennan aukabúnað (styrkleiki
hans uppfyllir eða fer fram yfir hámarks farmþunga
sem skilgreindur er fyrir allan aukabúnaðinn).
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 17
Page 20
Desember 2015
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Notkunarsvið aukabúnaðar
Eftirfarandi tafla lýsir notkunarsviði búnaðar sem uppsettur er á Genie fjarbúnaði
GTH-2506 GTH-4014 GTH-4018 GTH-4016R GTH-4018R GTH-5021R
2500 kg
FASTUR
KRÓKUR á
PLÖTU
5000 kg
FASTUR
KRÓKUR á
PLÖTU
4000 mm/900 kg Handvirk BÓMA
4000 mm/900 kg
Vökvaknúin
bóma
2000 mm/2000 kg
Handvirk bóma
4000 kg VINDA
5000 kg VINDA
18 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 21
Ekki nota nema:
5 Þú lærir og iðkir meginreglur um örugga
vélarstjórnun sem finna má í þessari stjórnandahandbók og í handbók fjarbúnaðar.
1. Forðastu hættulegar aðstæður.
2. Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Skoðun
Undirstöðuatriði skoðunar fyrir notkun
Það er á ábyrgð stjórnanda að framkvæma skoðun fyrir notkun og hefðbundið viðhald.
Skoðun fyrir notkun er sjónræn skoðun, framkvæmd af stjórnandanum fyrir hver vaktaskipti. Skoðuninni er ætlað að hjálpa stjórnandanum að uppgötva hvort eitthvað er sýnilega að vélinni áður en hann framkvæmir virkniprófin.
Skoðun fyrir notkun þjónar einnig þeim tilgangi að ákvarða hvort þörf sé á hefðbundnu viðhaldsferli. Stjórnandi getur aðeins framkvæmt hefðbundin viðhaldsatriði sem tilgreind eru í þessari handbók.
Þekktu og skildu skoðun fyrir notkun áður en þú snýrð þér að næsta hluta.
3. Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
4. Kannaðu vinnustaðinn.
5. Notaðu einungis vélina eins og henni var ætlað.
Sjáðu listann á næstu síðu og athugaðu hvert atriði.
Ef skemmdir eða önnur óheimil frávik frá verksmiðjuafhentu ástandi uppgötvast verður að merkja vélina og fjarlægja hana úr vinnu.
Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknistaðal framleiðanda. Eftir að viðgerð er lokið verður stjórnandinn að framkvæma skoðun fyrir notkun aftur áður en hann fer í virkniprófin.
Viðurkenndir þjónustutæknimenn skulu framkvæma reglubundna viðhaldsskoðun, í samræmi við tæknistaðal framleiðanda og kröfurnar sem taldar eru upp í ábyrgðarhandbókinni.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 19
Page 22
Desember 2015
Skoðun
Skoðun fyrir notkun
 Gakktu úr skugga um að stjórnandahandbókin
sé í heilu lagi, læsileg og inni í fjarbúnaðinum.
 Vertu viss um að allir límmiðar séu á sínum stað
og læsilegir.
 Athugaðu með leka á vökvakerfisolíu.
Athugaðu með skemmdir, ranglega uppsetta hluti eða hluti sem vantar og óheimilar breytingar á eftirfarandi íhlutum eða svæðum:
 Vökvaslöngum og -útbúnaði
 Krókur
 Reipi
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
 Trissur
 Takmörkunarrofum
 Róm, boltum og öðrum festingum
Athugaðu allan aukabúnaðinn með tilliti til:
 Sprungna í suðu eða íhlutum samsetningar
 Dælda eða skemmda á vél
 Óhóflegt ryð, tæring eða oxun
20 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 23
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Skoðun
Undirstöðuatriði virkniprófana
Virkniprófunum er ætlað að hjálpa stjórnandanum að uppgötva allar bilanir áður en vélin er tekin í notkun. Stjórnandinn verður að fylgja leiðbeiningunum skref fyrir skref til að prófa alla virkni vélarinnar.
Ekki nota nema:
5 Þú lærir og iðkir meginreglur um örugga
vélarstjórnun sem finna má í þessari stjórnandahandbók og í handbók fjarbúnaðar.
1. Forðastu hættulegar aðstæður.
2. Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
3. Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir
notkun.
Þekktu og skildu virkniprófin áður en þú snýrð þér að næsta hluta.
4. Kannaðu vinnustaðinn.
5.
Notaðu einungis vélina eins og henni var ætlað.
Aldrei má nota bilaða vél. Ef bilanir uppgötvast verður að merkja vélina og fjarlægja hana úr vinnu. Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknistaðal framleiðanda.
Eftir að viðgerðum er lokið verður stjórnandinn að framkvæma skoðun fyrir notkun og virknipróf aftur áður en vélin er tekin í notkun.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 21
Page 24
Desember 2015
Skoðun
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Virknipróf
Þú skalt kynna þér stjórnandahandbók fjarbúnaðar áður en hafist er handa.
Prófa Læsa/Aflæsa fyrir vökvahraðtengi (ef fylgir)
Á meðan þrýst er á rofann skal þrýsta og halda inni hvíta rofanum og nota stjórnhandfangið, þannig læsir/aflæsir maður í stutta stund vökvahraðtengið.
~ Niðurstaða: Allar aðgerðir ættu að virka vel.
Prófa stjórntæki
(við hverja notkun)
Aðgerðastýripinninn stjórnar vindunni.
Virkni þess kannaður:
Færðu aðgerðastýripinnann til hægri, haltu áfram að þrýsta á hvíta þumal- og rauða rofann.
Útkoma: reipið lækkar
Færðu aðgerðastýripinnann til vinstri, haltu áfram að þrýsta á hvíta þumal- og rauða rofann.
Útkoma: reipið fer aftur upp
Kynntu þér stjórnhlutann í notkunarleiðbeiningum þessarar handbókar.
Prófa burðarvarkerfi
Kynntu þér stjórnandahandbók fjarbúnaðarins.
Athugun á bremsukerfi vindunnar
(við hverja notkun) Þessi búnaður stoppar tunnuna þegar byrði er upphengd. Virkni þess kannaður:
lyftu þyngd
færðu stjórnstöngina til að lækka reipið
settu stöngina í hlutlausa stöðu: ~ Útkoma: þyngdin verður að stoppa.
Athugaðu takmörkunarrofa vindunnar
(við hverja notkun) Þessi búnaður verður að viðhalda hreyfingasviði byrðarinnar innan forstilltum mörkum. Virkni þess kannaður:
lyftu þyngd
færðu stjórnstöngina rólega til að hækka reipið
aftur.
~ Útkoma: þyngdin ætti að stoppa þegar krókurinn
hefur náð föstum mörkum sínum.
Athugun á takmörkunarbúnaði lyftu í vindunni
(við hverja notkun) Þessi búnaður verður að hindra að vindan lyfti þyngd
sem er þyngri en hámarksmörk hans. Virkni þess kannaður:
lyftu þyngd sem er þyngri en farmþungi búnaðarins
færðu stjórnstöngina til að hækka reipið aftur. ~ Útkoma: vindan ætti að stoppa um leið og
þyngdinni er lyft frá jörðinni. Vindan ætti að stoppa um leið og fullnægjandi strekking er á burðarlínunni. Þyngdin ætti ekki að fara frá jörðinni.
22 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 25
Ekki nota nema:
5 Þú lærir og iðkir meginreglur um örugga
vélarstjórnun sem finna má í þessari stjórnandahandbók og í handbók fjarbúnaðar.
1 Forðastu hættulegar aðstæður.
2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Notkunarleiðbeiningar
Undirstöðuatriði
Hlutinn Notkunarleiðbeiningar veitir leiðbeiningar um öll atriði sem lúta að notkunar vélarinnar. Það er á ábyrgð stjórnandans að fylgja öllum öryggisreglum og leiðbeiningum í stjórnanda-, öryggis- og ábyrgðarhandbókunum.
Aðeins sérþjálfað og viðurkennt starfsfólk ætti að fá leyfi til að nota þessa vél. Ef ætlast er til að fleiri en einn stjórnandi noti vélina á mismunandi tímum á sömu vakt verða þeir allir að vera viðurkenndir stjórnendur og er ætlast til þess að þeir fylgi allir öllum öryggisreglum og leiðbeiningum í stjórnanda-, öryggis- og ábyrgðarhandbókunum. Það þýðir að hver nýr stjórnandi ætti að framkvæma skoðun fyrir notkun, virknipróf og könnun vinnustaðar áður en hann notar vélina.
4 Kannaðu vinnustaðinn.
5 Notið ávallt sætisbelti fyrir notkun vélarinnar.
6 Notaðu einungis vélina eins og henni var
ætlað.
Allir sem vinna á eða nálægt vörunni þurfa einnig að þekkja viðeigandi varúðarráðstafanir.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 23
Page 26
Desember 2015
Notkunarleiðbeiningar
Leiðbeiningar fyrir hraðtengi
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Útgáfa með vélrænum læsibúnaði
1 Aktu á þann stað þar sem þú mun losa uppsetta
aukabúnaðinn (ef hægt er á traustan, yfirbyggðan stað).
2 Losaðu hraðtengi aukabúnaðarins (ef til staðar
eru).
3 Togaðu út vélræna pinnann sem læsir
aukabúnaðinn eftir að öryggispinninn er
fjarlægður af enda hans. 4 Láttu aukabúnaðinn liggja flatann á jörðunni. 5 Hallaðu festigrind aukabúnaðarins áfram
og lækkaðu bómuna til að losa efri lás
aukabúnaðarins. 6 Færðu þig til baka með vélinni og aktu að nýja
aukabúnaðinum sem á að tengja. 7 Haltu grindinni þannig að hún halli áfram og festu
efri lásinn við nýja aukabúnaðinn. 8 Dragðu til baka og lyftu aukabúnaðinum örlítið.
Hann mun sjálfkrafa fara fyrir miðju á grind
hraðtengisins. 9 Komdu aftur vélræna læsipinnanum fyrir og festu
hann við öryggispinnann. 10 Festu aftur tengin við aukabúnaðinn (ef til staðar
eru).
Útgáfa með vökvalæsibúnaði (valfrjálst)
1. Aktu á þann stað þar sem þú mun losa uppsetta aukabúnaðinn (ef hægt er á traustan, yfirbyggðan stað).
2. Losaðu hraðtengi aukabúnaðarins (ef til staðar eru).
3. Láttu aukabúnaðinn liggja flatann á jörðunni.
4. Þrýstu á Læsa/Aflæsa aðgerðarofann og haltu því áfram til loka skrefs 5.
5. Losaðu aukabúnaðinn með því að hreyfa aðgerðastýripinnann.
6. Hallaðu festigrind aukabúnaðarins áfram og lækkaðu bómuna til að losa efri lás aukabúnaðarins.
7. Færðu þig til baka með vélinni og aktu að nýja aukabúnaðinum sem á að tengja.
8. Haltu grindinni þannig að hún halli áfram og festu efri lásinn við nýja aukabúnaðinn.
9. Dragðu til baka og lyftu aukabúnaðinum örlítið. Hann mun sjálfkrafa fara fyrir miðju á grind hraðtengisins.
10. Tengdu aukabúnaðinn með því að hreyfa aðgerðastýripinnann með Læsa/Aflæsa aðgerðarofanum.
11. Festu aftur tengin við aukabúnaðinn (ef til staðar eru).
24 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 27
Notkun
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Notkunarleiðbeiningar
Fastur krókur á plötu
2500 kg Fastur krókur á plötu 59.0700.9012GT 5000 kg Fastur krókur á plötu 59.0700.9013GT
Tengdu krókinn og haltu honum á sínum stað með því að notfæra þér læsikerfi aukabúnaðarins (vélrænt eða vökvaknúið).
Settu stoðir aukabúnaðar í vinnustöðu 1 með því að nota viðeigandi pinna A.
Allar byrðir verða að beislaðar með sérstökum textílburðarólum eða -keðjum sem uppfylla skilyrði allra viðeigandi reglugerða.
Til að meðhöndla byrðina, lyftu og snúðu skotbómu fjarbúnaðarins.
Til að fjarlægja aukabúnað, stilltu stoðir við hvíldarstöðu 2 með því að nota viðkomandi pinna A, fjarlægðu læsikerfi aukabúnaðar (vélrænt eða vökvaknúið) og hallaðu síðan aukabúnaðinum varlega áfram, lækkar bómuna þannig að aukabúnaðurinn hvílir á jörðunni og dregur bómuna síðan inn.
2000 KG Framlengingarbóma
2000 mm/2000 kg vélknúin Bóma
59.0802.3027GT
Tengdu bómuna og haltu henni á sínum stað með því að notfæra þér læsikerfi aukabúnaðarins (vélrænt eða vökvaknúið).
Settu stoðir aukabúnaðar í vinnustöðu 1 með því að nota viðeigandi pinna A.
Til að fjarlægja aukabúnað, stilltu stoðir við hvíldarstöðu 2 með því að nota viðkomandi pinna A, fjarlægðu læsikerfi aukabúnaðar (vélrænt eða vökvaknúið) og hallaðu síðan aukabúnaðinum varlega áfram, lækkar bómuna þannig að aukabúnaðurinn hvílir á jörðunni og dregur bómuna síðan inn.
Fasti krókurinn hefur verið hannaður til að styðja við hámarks farmþunga. Hámarksfarmþungi samræmis nafnrúmtaki þess sem það er uppsett á eins og sýnt er á burðartöflunum sem fylgja búnaðinum.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 25
Page 28
Desember 2015
Notkunarleiðbeiningar
900 kg Vökvaknúin framlengingarbóma
4000 mm/900 kg vökvaknúin bóma
59.0802.3029GT
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Tryggðu að aukabúnaðurinn virki ávallt í láréttri stöðu.
Tengdu bómuna og haltu henni á sínum stað með því að notfæra þér læsikerfi aukabúnaðarins (vélrænt eða vökvaknúið).
Settu stoðir aukabúnaðar í vinnustöðu 1 með því að nota viðeigandi pinna A.
Lyftu stoð 3 á aukabúnaðinum og læstu honum í vinnustöðu með því að notast við viðkomandi pinna B, fjarlægðu krókinn úr hvíldarstöðu sinni.
Allar byrðir verða að beislaðar með sérstökum textílburðarólum eða -keðjum sem uppfylla skilyrði allra viðeigandi reglugerða.
Til að meðhöndla byrðina, lyftu og snúðu skotbómu fjarbúnaðarins.
Til að fjarlægja aukabúnað, settu krókinn í hvíldarstöðu: tryggðu að þú skiljir eftir fullnægjandi hluta af reipi til að forðast álag á neina hluta, settu stoðirnar í hvíldarstöðu 2 með því að nota viðkomandi pinna A, lækkaðu stoð 3 á aukabúnaðinum og læstu í hvíldarstöðu með því að notast við viðkomand pinna B; fjarlægðu læsikerfi aukabúnaðarins (vélknúið eða vökvaknúið), hallaðu varlega aukabúnaðinum áfram, lækkaðu bómuna þannig að aukabúnaðurinn hvílir á hörðinni, dragðu síðan bómuna aftur inn.
Þegar búið hefur verið að aftengja flýtitengi aukabúnaðarins frá bómutengjum skal endurtengja þau við viðeigandi stoðtengi sem til staða eru á bómunni, til að hindra það að óhreinindi fari inn í rásina. Verndaðu stoðtengin vandlega með viðeigandi töppum sem fylgja þegar þau eru ekki í notkun.
Hafðu ávallt línuþyngd tengd við enda reipis til að halda strekkingu á reipinu. Slíkt hindrar það að það vindist ofan af reipinu eða að tunnan losni.
26 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 29
900 kg vélknúin framlengingarbóma
4000 mm/900 kg vélknúin Bóma
59.0802.3028GT
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Notkunarleiðbeiningar
Tengdu bómuna og haltu henni á sínum stað með því að notfæra þér læsikerfi aukabúnaðarins (vélrænt eða vökvaknúið).
Settu stoðir aukabúnaðar í vinnustöðu 1 með því að nota viðeigandi pinna A.
Lyftu stoð 3 á aukabúnaðinum og læstu honum í vinnustöðu með því að notast við viðkomandi pinna B.
Allar byrðir verða að beislaðar með sérstökum textílburðarólum eða -keðjum sem uppfylla skilyrði allra viðeigandi reglugerða.
Til að meðhöndla byrðina, lyftu og snúðu skotbómu fjarbúnaðarins.
Til að fjarlægja aukabúnað, settu stoðirnar í hvíldarstöðu 2 með því að nota viðkomandi pinna A, lækkaðu stoð 3 á aukabúnaðinum og læstu í hvíldarstöðu með því að notast við viðkomand pinna B, fjarlægðu læsikerfi aukabúnaðarins (vélknúið eða vökvaknúið), hallaðu varlega aukabúnaðinum áfram, lækkaðu bómuna þannig að aukabúnaðurinn hvílir á hörðinni, dragðu síðan bómuna aftur inn.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 27
Page 30
Desember 2015
Notkunarleiðbeiningar
Vökvaknúin vinda
4000 kg vinda 59.0901.9015GT 5000 kg vinda 59.0901.9008GT
Tengdu vinduna og haltu henni á sínum stað með því að notfæra þér læsikerfi aukabúnaðarins (vélrænt eða vökvaknúið).
Settu stoðir aukabúnaðar í vinnustöðu 1 með því að nota viðeigandi pinna A.
Allar byrðir verða að beislaðar með sérstökum textílburðarólum eða -keðjum sem uppfylla skilyrði allra viðeigandi reglugerða.
Til að meðhöndla byrðina, lyftu og snúðu skotbómu fjarbúnaðarins.
Til að fjarlægja aukabúnað, stilltu krókinn í hvíldarstöðu: tryggðu að þú skiljir eftir fullnægjandi hluta af reipi til að forðast álag á neina hluta, settu stoðir við hvíldarstöðu 2 með því að nota viðkomandi pinna A, fjarlægðu læsikerfi aukabúnaðar (vélrænt eða vökvaknúið) og hallaðu síðan aukabúnaðinum varlega áfram, lækkar bómuna þannig að aukabúnaðurinn hvílir á jörðunni og dregur bómuna síðan inn.
Þegar búið hefur verið að aftengja flýtitengi aukabúnaðarins frá bómutengjum skal endurtengja þau við viðeigandi stoðtengi sem til staða eru á vindunni, til að hindra það að óhreinindi fari inn í rásina. Verndaðu stoðtengin vandlega með viðeigandi töppum sem fylgja þegar þau eru ekki í notkun.
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Tryggðu að aukabúnaðurinn virki ávallt í láréttri stöðu.
Hafðu ávallt línuþyngd tengd við enda reipis til að halda strekkingu á reipinu. Slíkt hindrar að það vindist ofan af reipinu eða að tunnan losni.
28 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 31
Stjórnborð fyrir burðarvarkerfi
Kynntu þér stjórnandahandbók fjarbúnaðarins.
Viðvörunarljós fyrir burðarmörk (ef fylgir)
Þessi búnaður, uppsettur á þaki stýrishússins, er
tengdur burðarvarkernu og sýnir sömu led röð og birtist á skjá burðarmarka.
Þegar hann fer í rautt hljómar hljóðviðvörun.
Burðartöflurnar notaðar
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Notkunarleiðbeiningar
Uppsettu burðartöflurnar í stýrishúsinu gefa til kynna heimilaða hámarksbyrði í samræmi við framlengingu bómu, notkun stoðfóta og tegund aukabúnaðar. Kynntu þér alltaf þessar töflur svo hægt sé að nota vélina undir öruggra marka. Framlengingarstig bómunnar má kanna með hjálp tölustafanna (A, B, C, D, E) sem málaðir eru á sömu bómu, raunveruleg halli bómunnar er sýndu við hornvísinn.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 29
Page 32
Desember 2015
Notkunarleiðbeiningar
Tilfærsla stýribúnaðar - Aðgerðastýripinni GTH 2506 - GTH 4014 - GTH 4018
Kynntu þér stjórnandahandbók fjarbúnaðarins
C
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
( )
Aðgerðastýripinni með virkjunarrofa (B) og hvítum
þumalrofa (A)
( )
30 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 33
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
( )
( )
Notkunarleiðbeiningar
Tilfærsla stýribúnaðar - Einfaldur aðgerðastýripinni GTH 4016R - GTH 4018R - GTH 5021R
( )
Aðgerðastýripinni með virkjunarrofa (B)
og hvítum þumalrofa (A)
Tilfærsla stýribúnaðar - Tvöfaldur aðgerðastýripinni GTH 4016R - GTH 4018R - GTH 5021R
( )
( )
( )
Aðgerðastýripinni með virkjunarrofa (B)
og hvítum þumalrofa (A)
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 31
Page 34
Desember 2015
Notkunarleiðbeiningar
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Tenging við byrði
Athugaðu hvort krókur burðarólarinnar sé festur á viðeigandi máta við króksskál A eins og sýnt er á myndinni.
Hleðsla sett niður
Áður en hleðsla er lyft skal undirbúa staðinn þar sem leggja á hana niður. Eðli byrðarinnar ræður þeim undirbúningi sem nauðsynlegur er en flestar byrðar ætti að setja niður á þvertré. Þannig má á auðveldan máta draga burðarólina aftur inn. Aldrei ætti að setja byrðina beint á keðjuna.
32 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 35
Lyfting byrðar og henni komið fyrir
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Notkunarleiðbeiningar
Áður en lyfting hefst og upphengdri byrði er komið fyrir:
1. Þekktu eða ákvarðaðu þyngd byrðarinnar, þar á meðal þyngd alls búnaðar (t.d. burðarólar, hengsli) og staðsetningu burðarmiðjunnar.
2. Staðfestu getu yfirborðsins áður en byrði er komið fyrir á því.
3. Tryggðu að grindin sé lárétt bæði lárétt bæði á lengdina og þversum áður en bómunni er lyft, með og án byrðar, og/eða með hjálp aðstoðarmanns.
4. Berðu kennsl á viðeigandi lyftipunkta byrðarinnar, taktu tillit til þungamiðju og stöðugleika byrðar.
5. Ekki hengja byrði upp með burðarólum eða keðjum frá göfflum eða undirvagninum.
6. Til að hindra óviljandi sveiflu, tjóðraðu upphengdu byrðina til að takmarka hreyfingu.
7. Forðastu að lyfta byrðum á tveim hæðum.
Burðartaflan í stýrishúsinu sýnir notkunarmörk vélar sem hlýtur viðeigandi viðhald. Stjórnandinn verður að þekkja þyngd byrðarinnar til að nota burðartöfluna, burðamiðju og hve langt og hátt koma eigi henni fyrir.
Þessi vél hefur fleiri en eina burðartöflu. Tryggðu að þú notir burðartöflu sem er í samræmi við aukabúnað vélarinnar og við uppsetningu stoðfóta, ef uppsettir eru.
Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að ekki er hægt að koma fyrir þyngd byrðarinnar í þeirri hæð og horni sem þú vilt má notfæra þessa valkosti:
Ef stoðfætur eru uppsettir
1. Ef þú hefur ekki lækkað stoðfætur, lækkaðu stoðfætur og notaðu burðartöfluna fyrir stoðfætur niðri.
Ef stoðfætur eru niðri eða ekki uppsettir:
2. Færðu vélina nær hleðslu- eða upptökustað þannig að þyngd byrðarinnar uppfylli tæknilýsingu burðartöflunnar.
3. Skiptu byrðinni í smærri hluta þannig að hver hluti uppfylli tæknilýsingu burðartöflunnar.
4. Vertu þér úti um stærri vél sem ræður við byrðina innan tæknilýsinga. Mælt er með stoðfótum við meðhöndlun á upphengdri byrði.
Notkun á aukabúnaði til að meðhöndla upphengda byrði
1. Tryggðu að aukabúnaðurinn sé tryggilega festur og að allur lokunarbúnaður sé virkur
2. Sýndu varúð við tryggingu, meðhöndlun, staðsetningu og tilfærslu byrðarinnar
3. Notaðu lyftara sem búinn er aukabúnaði sem lyftur með byrði að hluta þegar hann meðhöndlar ekki byrði
4. Sýndu ýtrustu varúð þegar byrðinni er hallað fram eða aftur, einkum þegar raðað er í hæð, og ekki halla fram þegar byrðarmeðhöndlun er hækkuð, nema þegar byrði er sótt eða sett á rekka eða stafla
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 33
Page 36
Desember 2015
Notkunarleiðbeiningar
Byrðinni komið fyrir
Vélknúin bóma eða fastur krókur á plötu notaður. Eigðu samvinnu við merkjaaðila ef nauðsyn krefur.
1 Farðu á viðkomandi stað og stöðvaðu vélina
með varúð.
2 Settu skiptinguna í hlutlausan.
3 Settu handbremsuna á.
4 Lækkaðu stoðfætur, ef uppsetning þín gerir
kröfu um slíkt. (Ráðlagt fyrir upphengda byrði)
5 Lækkaðu grindina vinstri til hægri í samræmi
við hallamálið í stýrishúsinu. Á stoðfótum skal tryggja að framhjól séu af jörð.
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
6 Færðu krók aukabúnaðarins beint fyrir
ofan byrðina. Festu krókinn við byrðina á réttan máta við viðurkennd efni þannig að burðarmiðjan sé undir króknum.
7 Láttu aukabúnaðinn flútta (með augunum).
8 Auktu við snúninga vélarinnar á mínútu til að
tryggja betri stjórn og lengri líftíma á síukerfi pústsins.
9 Færðu smám saman stýribúnaðinn til að lyfta
og setja bómuna út í viðkomandi hæð.
10 Færðu stýribúnaðinn smám saman til að
lyfta og lækka bómuna í lokastöðu. Lækkaðu byrðina þar til þyngd hennar er að fullu af króknum.
11 Ekki snerta stýribúnaðinn þar til þú hefur
fengið rétt merki um að færa bómuna í tilfærslustöðuna.
12 Færðu smám saman stýribúnaðinn til að lyfta
og draga bómuna inn.
13 Þegar aukabúnaðurinn er laus við allar
hindranir má lækka bómuna og draga hana inn.
34 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 37
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Notkunarleiðbeiningar
Vinda eða vökvaknúin bóma notuð: Eigðu samvinnu við merkjaaðila ef nauðsyn krefur.
1 Farðu á viðkomandi stað og stöðvaðu vélina
með varúð.
2 Settu skiptinguna í hlutlausan.
3 Settu handbremsuna á.
4 Lækkaðu stoðfætur, ef uppsetning þín gerir
kröfu um slíkt. (Ráðlagt fyrir upphengda byrði.)
5 Lækkaðu grindina vinstri til hægri í samræmi
við hallamálið í stýrishúsinu. Á stoðfótum skal tryggja að framhjól séu af jörð.
6 Færðu vindu aukabúnaðarins beint fyrir
ofan byrðina. Festu krókinn við byrðina á réttan máta við viðurkennd efni þannig að burðarmiðjan sé undir króknum.
7 Láttu aukabúnaðinn flútta (með augunum).
8 Auktu við snúninga vélarinnar á mínútu til að
tryggja betri stjórn og lengri líftíma á síukerfi pústsins.
9 Færðu smám saman stýribúnaðinn til að lyfta
og setja bómuna út í viðkomandi hæð.
10 Færðu stýribúnaðinn smám saman til að setja
bómuna út í lokastöðu sína en á meðan skal halda byrðinni eins lágt og mögulegt er með því að nota aukalækkun (vinda niður)
11 Lækkaðu byrðina (vinda niður) með því
að nota aukaniðurhreyfingu þar til þyngd byrðarinnar er að fullu af króknum.
12 Ekki snerta stýribúnaðinn þar til þú hefur
fengið rétt merki um að færa bómuna í tilfærslustöðuna.
13 Færðu stýribúnaðinn smám saman með
því að nota aukabúnað og snúa reipinu að fullu upp á vinduna. Dragðu inn og lækkaðu bómuna ef engar hindranir eru fyrir hendi.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 35
Page 38
Desember 2015
Notkunarleiðbeiningar
Flutningur á upphengdri byrði
Aktu á litlum hraða.
Byrði eins lágt og mögulegt er frá jörðinni, eins nálægt og mögulegt er við vélina án þess að hún geti slegist í undirvagninn.
Akstur í halla þýðir að byrðin stefnir alltaf upp á móti.
Aldrei skal aka til hliðar í halla.
Tilfærsla á upphengdri hleðslu er ekki ráðlögð. Aksturskerfið er ekki virkjað í LMI öryggiskerfinu.
Þegar byrðin hefur verið fest gerir þú eftirfarandi:
lyftu byrðinni og athugaðu hvort hún sé sett út rétt: vírinn skal vera strekktur og ekki í slakka þegar byrðarhreyfing hefst
Dragðu bómuna inn eins mikið og hægt er til að forðast að hún sláist í undirvagninn eða aðra hluta lyftarans.
lyftir henni aftur í 300-500 mm flutningshæð frá jörðunni;
tryggir að byrðin sé nógu hátt uppi til að losa allar hindranir áður en tilfærsla hefst;
berð kennsl á þær hættur sem til staðar eru á þeirri leið sem ekin er;
forðastu rykkjóttan akstur
ekki nota upphengda byrði á halla
veltu fyrir þér áhrifum vinds á byrði.
Hefðu hreyfingu byrðar hægt til að viðhalda stjórn á henni.
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
36 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 39
Stutt óvirkni og geymsla á aukabúnaði
Aukabúnaðurinn losaður af fjarbúnaðinum:
Nálgastu þann stað þar sem þú ætlar að losa búnaðinn.
Lækkaðu búnaðinn niður á jörðina.
Stöðvaðu vél fjarbúnaðarins.
Aftengdu vökvaslöngur búnaðarins frá bómuútbúnaðinum.
Endurræstu vélina.
Notaðu aðgerðastýripinnann til að losa búnaðinn af flýtitengiplötunni.
Hallaðu tengiplötunni áfram og lækkaðu bómuna til að losa efri krók búnaðarins.
Færðu fjarbúnaðinn til baka.
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Geymslustaða og geymsla
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 37
Page 40
Desember 2015
1,34 mt /
52,70 in
Leiðbeiningar um flutning og lyftingu
Tilfærsla á búnaði
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Þegar færa á búnaðinn úr skal skal aðeins nota úrræði sem eru með viðeigandi burðargetu. Ítarlegar upplýsingar um slíkt má finna í viðeigandi kafla í þessari handbók og á auðkenniplötunni.
Samkvæmt búnaðinum gerir þú eftirfarandi fyrir tilfærslu:
900 kg bóma, settu gafflana í viðeigandi fjóra kraga 1.
Vinda, settu gafflana í viðeigandi kraga 3.
26 cm / 10,23 in
Krókur, settu tvær burðarólar í gegnum
grindargötin eins og sýnt er á myndinni að neðan
2000 kg bóma, settu gafflana í viðeigandi tvo kraga 2.
49 cm / 19,29 in
38 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
180 cm/ 70,8 in
Page 41
Virða og hlýða:
5 Stjórnandi skal aðeins framkvæma hefðbundin
viðhaldsatriði sem tilgreind eru í þessari handbók.
5 Viðurkenndir þjónustutæknimenn skulu ljúka
við reglubundna viðhaldsskoðun, í samræmi við tæknistaðal framleiðanda og kröfurnar sem tilgreindar eru í ábyrgðarhandbókinni.
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Viðhald
Myndskýringar viðhaldstákna
Eftirfarandi tákn hafa verið notuð í þessari handbók til að skýra tilgang leiðbeininganna. Þegar eitt eða fleiri þessara tákna birtast við upphaf viðhaldsferlis gefur það til kynna merkinguna að neðan.
Gefur til kynna að þörf sé á verkfærum til að framkvæma þetta verklag.
Gefur til kynna að þörf sé á nýjum hlutum til að framkvæma þetta verklag.
Gefur til kynna að þörf sé á kaldri vél til að framkvæma þetta verklag.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 39
Page 42
Desember 2015
Viðhald
Reglubundið viðhald
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Fara verður fram ársfjórðungsleg skoðun á vélum sem hafa staðið ónotaðar í meira en þrjá mánuði áður en þær eru teknar aftur í notkun.
Gerð
Raðnúmer
Dagsetning
Klukkustundamælir
Eigandi vélar
Skoðað af (með prentstöfum)
Undirritun skoðunarmanns
Titill skoðunarmanns
Fyrirtæki skoðunarmanns
Leiðbeiningar
· Gerðu afrit af þessari skýrslu sem notuð er við
hverja skoðun.
· Veldu viðeigandi gátlista fyrir þá tegund skoðunar sem framkvæma á.
Daglega eða átta klukkustundir
Skoðun: A
· Hakaðu í viðeigandi reit eftir að skoðun er lokið.
· Notaðu nákvæmu leiðbeiningarnar í þessum hluta til að fá upplýsingar um hvernig skoðanir eru framkvæmdar.
· Ef að skoðun hlýtur merkið „N“ skal taka vélina úr notkun, gera við hana og skoða hana að nýju. Eftir viðgerð skal haka „R“ í reitinn.
Gátlisti A Y N R
A-1 Handbækur og límmiðar
A-2 Skoðun fyrir notkun
A-3 Virknipróf
A-4 Athugun á sliti á reipi
A-5 Athugun á króki
A-6 Athugun á öryggisbúnaði
40 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 43
A-1 Skoða handbækur og límmiða
Tæknilýsing Genie gerir kröfu um að þetta sé framkvæmt með átta klukkustunda fresti eða daglega, hvort sem á undan kemur.
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Viðhald
3 Opnaðu hlutann límmiðaskoðun í
stjórnandahandbókinni. Farðu vandlega yfir alla límmiða á vélina til að kanna hvort þeir séu læsilegir og lausir við skemmdir.
Mikilvægt er að halda stjórnanda- og öryggishandbókum í góðu ástandi til að tryggja örugga notkun vélarinnar. Handbækur fylgja með öllum vélum og ætti að geyma þær í ílátinu sem finna má í hólfi stjórnandans. Ólæsileg eða týnd handbók veitir ekki þær öryggis­og notkunarupplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir örugga notkun.
Einnig er mikilvægt að halda öryggis- og leiðbeiningalímmiðum í góðu ástandi til að tryggja örugga notkun vélarinnar. Límmiðar láta stjórnendur og starfsmenn vita af mörgum hugsanlegum hættum sem tengjast notkun á þessari vél. Einnig veita þeir notendum notkunar- og viðhaldsupplýsingar. Ólæsilegur límmiði lætur ekki starfsmenn vita af notkun eða hættu sem getur leitt til ótryggra notkunaraðstæðna.
1 Vertu viss um að stjórnanda- og öryggishandbækur
séu til staðar og heilar í geymsluílátinu sem staðsett er í stýrishúsinu.
2 Skoðaðu síðurnar á síðum hverrar handbækur til
að tryggja að þær séu læsilegar og í góðu ástandi.
~ Niðurstaða: Vélin er búin öllum nauðsynlegum
límmiðum og allir límmiðar eru læsilegir og í góðu ástandi.
9 Niðurstaða: Vélin er ekki búin öllum nauðsynlegum
límmiðum og einn eða fleiri límmiðar eru ólæsilegir eða í slæmu ástandi. Fjarlægðu vélina úr þjónustu þar til búið er að skipta um límmiðana.
4 Settu ávallt handbækurnar í geymsluílátið eftir
notkun.
Ath.: Hafðu samband við viðurkenndan Genie dreifingaraðila eða Genie Industries ef þörf er á nýjum handbókum eða límmiðum.
~ Niðurstaða: Stjórnandahandbókin er viðeigandi
fyrir vélina og allar handbækur eru læsilegar og í góðu ástandi.
9 Niðurstaða: Stjórnandahandbókin er ekki
viðeigandi fyrir vélina og allar handbækur eru ekki í góðu ástandi eða eru ólæsilegar. Fjarlægðu vélina úr þjónustu þar til búið er að skipta um handbókina.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 41
Page 44
Desember 2015
Viðhald
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
A-2 Framkvæma skoðun fyrir notkun
Tæknilýsing Genie gerir kröfu um að þetta sé framkvæmt með átta klukkustunda fresti eða daglega, hvort sem á undan kemur.
Skoðun fyrir notkun er nauðsynleg til að tryggja örugga notkun á vélinni. Skoðun fyrir notkun er sjónræn skoðun, framkvæmd af stjórnandanum fyrir hver vaktaskipti. Skoðuninni er ætlað að hjálpa stjórnandanum að uppgötva hvort eitthvað er sýnilega að vélinni áður en hann framkvæmir virkniprófin. Skoðun fyrir notkun þjónar einnig þeim tilgangi að ákvarða hvort þörf sé á hefðbundnu viðhaldsferli.
A-3 Framkvæma virknipróf
Tæknilýsing Genie gerir kröfu um að þetta sé framkvæmt með átta klukkustunda fresti eða daglega, hvort sem á undan kemur.
Virknipróf eru nauðsynleg til að tryggja örugga notkun á vélinni. Virkniprófunum er ætlað að hjálpa stjórnandanum að uppgötva allar bilanir áður en vélin er tekin í notkun. Aldrei má nota bilaða vél. Ef bilanir uppgötvast verður að merkja vélina og fjarlægja hana úr vinnu.
42 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 45
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Viðhald
A-4 Athugun á sliti á reipi
Vinna með vísvitandi slitnum og/eða skemmdum reipum getur verið mjög hættuleg. Samstundis skal skipta um slitin og/eða skemmd reipi. GENIE afsalar sér allri ábyrgð á líkamstjóni og/eða eignatjóni sem hlýst af því að þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt.
Athugaðu reipin daglega og finndu og lagaðu galla ef nauðsyn krefur. Skipta þarf um reipi þegar
eftirfarandi merki um rýrnun finnast:
Þegar heildarþvermál reipisins minnkar um 10% hvað upprunalegt þvermál varðar, jafnvel þó það sé á einum stað
Þegar á reipinu eru dældir, snúningar eða varanlegar sveigjur sem skemmdir eða skarpar brúnir hafa orsakað
Þegar þráður er slitinn að fullu eða þegar hann hefur orðið fyrir skemmtum á þann máta að notanlegur hluti hans hefur minnkað um 40% á sumum svæðum
Þegar miðhluti reipisins (kjarni) fer út á einum stað
Þegar, jafnvel þegar reipið er strekkt, einn eða fleiri þræðir slakna eða koma út úr reipinu
Þegar greinilegar skemmdir eru til staðar vegna hita (logskeri, rafsuða, o.s.frv.).
A-5 Athugun á króki
Í hvert sinn sem þú notar krókinn skaltu athuga krókinn A til að tryggja að hann sé í góðu vinnuástandi.
Gerð
4000 mm/900 kg
Bóma
Þvermál
reipis
Lengd
8 mm 30 m
4000 kg lyfta 12 mm 62 m 5000 kg lyfta 13 mm 62 m
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 43
Page 46
Desember 2015
Viðhald
A-6 Athugun á öryggisbúnaði
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Athugaðu takmörkunarkerfi fjarbúnaðarins (við hverja notkun) Kynntu þér stjórandahandbók fjarbúnaðarins.
Athugaðu vökvaknúnu lásloku vindunnar (við hverja notkun) Þessi búnaður stöðvar hreyfingu byrðinnar, hindrar vélarhreyfingu, hindrar rör ef bilun á sér stað. Virkni þess kannaður:
lyftu þyngd
færðu stjórnstöngina til að hækka reipið aftur
settu stöngina í hlutlausa stöðu: þyngdin verður að stoppa. Ef ekki skal hafa samband við tækniþjónustu Genie.
Athugaðu stöðuhemil vindunnar (við hverja notkun) Þessi búnaður stoppar tunnuna þegar byrði er upphengd. Virkni þess kannaður:
lyftu þyngd
færðu stjórnstöngina til að lækka reipið
settu stöngina í hlutlausa stöðu: þyngdin verður að stoppa. Ef ekki skal hafa samband við tækniþjónustu Genie.
Athugun á takmörkunarbúnaði lyftu í vindunni (við hverja notkun) Þessi búnaður verður að hindra að vindan lyfti þyngd sem er þyngri en hámarksmörk hans. Virkni þess kannaður:
lyftu þyngd sem er þyngri en farmþungi búnaðarins
færðu stjórnstöngina til að draga reipið aftur inn: vindan ætti að stoppa um leið og þyngdinni er lyft af jörðinni. Ef ekki skal hafa samband við tækniþjónustu Genie.
Athugaðu takmörkunarrofa vindunnar (við hverja notkun) Þessi búnaður verður að viðhalda hreyfingasviði byrðarinnar innan forstilltum mörkum. Virkni þess kannaður:
lyftu þyngd
færðu stjórnstöngina rólega til að draga reipið aftur inn: þyngdin ætti að stoppa þegar föst mörk nást. Ef ekki skal stöðva og hafa samband við tækniþjónustu Genie.
44 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 47
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Tæknilýsing
Fastur krókur á plötu 2500 kg
hlutanúmer 59.0700.9012GT fyrir GTH-2506
Fastur krókur á plötu 5000 kg.
hlutanúmer 59.0700.9013GT fyrir allt vörusvið nema GTH-2506
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Breidd 1335 mm
Hæð í hvíldarstöðu 1110 mm
Lengd 830 mm
Hæð í vinnustöðu 910 mm
Þyngd 120 kg Farmþungi 2500 kg COG 150 mm
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 45
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Breidd 1335 mm
Hæð í hvíldarstöðu 1110 mm
Lengd 830 mm
Hæð í vinnustöðu 1070 mm
Þyngd 160 kg Farmþungi 5000 kg COG 180 mm
Page 48
Desember 2015
Tæknilýsing
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
4000 MM/900 KG vökvaknúin bóma
hlutanúmer 59.0802.3029GT fyrir: GTH-4014, GTH-4018, GTH-4016R, GTH-4018R, GTH-5021R
4000 MM/900 KG vélknúin bóma
hlutanúmer 59.0802.3028GT fyrir: GTH-4014, GTH-4018, GTH-4016R, GTH-4018R, GTH-5021R
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Breidd 1190 mm
Hæð í hvíldarstöðu 1220 mm
Lengd 4485 mm
Hæð í vinnustöðu 1610 mm
Þyngd 320 kg Farmþungi 900 kg
COG 1400 mm
46 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
   
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Breidd 1190 mm Hæð í hvíldarstöðu 1220 mm Lengd 4450 mm Hæð í vinnustöðu 980 mm
Þyngd 245 kg Farmþungi 900 kg
COG 1340 mm
Page 49
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Tæknilýsing
2000 MM/2000 kg BÓMA
hlutanúmer 59.0802.3027GT fyrir allt vörusvið.
4000 kg VINDA
hlutanúmer 59.0901.9015GT fyrir allt vörusvið nema GTH-2506
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Breidd 1335 mm
Hæð í hvíldarstöðu 1080 mm
Lengd 2290 mm
Hæð í vinnustöðu 800 mm
Þyngd 255 kg Farmþungi 2000 kg
CoG 490 mm
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Breidd 1335 mm
Hæð í hvíldarstöðu 1260 mm
Lengd 830 mm
Hæð í vinnustöðu 1840 mm
Þyngd 380 kg Farmþungi 4000 kg
CoG 260 mm
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 47
Page 50
Desember 2015
Tæknilýsing
5000 kg VINDA
hlutanúmer 59.0901.9008GT fyrir GTH-5021R
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Breidd 1335 mm
Hæð í hvíldarstöðu 1265 mm
Lengd 835 mm
Hæð í vinnustöðu 2050 mm
Þyngd 470 kg Farmþungi 5000 kg
CoG 325 mm
48 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 51
GTH-2506 Fastur Krókur á plötu 2500 kg
GTH-2506
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
6
5
4
3
20°
2
10°
1
0
4
50°
40°
g
30°
k 0
0 0 1
g k 0 0 9
2
70°
60°
0
0
2
g k
0 0 5 1
E
D
g
k
0
C
g
B
k
0
0
5
2
A
5.78 m
013
2.90 m
09.4618.0835
GTH-2506, 2000 mm/2000 kg BÓMA
GTH-2506
6
5
4
3
2
10°
1
20°
30°
40°
g k
0 5 5
50°
g k
0 5 6
60°
g k
0 5 8
70°
E
D
C
B
A
g k
0 5 2 1
5.78 m
0
45
4.51 m
2
013
09.4618.0837
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 49
Page 52
Desember 2015
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4014, Vélknúin/Vökvaknúin Bóma 4000 mm/900 kg
GTH-4014
09.4618.1745
GTH-4014, 2000 mm/2000 kg Vélknúin Bóma
GTH-4014
GTH-4014
09.4618.1746
GTH-4014
09.4618.1747
09.4618.1748
50 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 53
GTH-4014, 5000 kg Fastur krókur á plötu
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4014
GTH-4014, 4000 kg Vinda
GTH-4014
09.4618.1743
GTH-4014
09.4618.1744
GTH-4014
09.4618.1749
09.4618.1750
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 51
Page 54
Desember 2015
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4018, 4000 mm/900 kg Vélknúin/Vökvaknúin BÓMA
GTH-4018
09.4618.1718
GTH-4018, 2000 mm/2000 kg Vélknúin Bóma
GTH-4018
GTH-4018
09.4618.1719
GTH-4018
09.4618.1720
09.4618.1721
52 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 55
GTH-4018, Fastur krókur á plötu 5000 kg
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4018
GTH-4018, 4000 kg Vinda
GTH-4018
09.4618.1716
GTH-4018
09.4618.1717
GTH-4018
09.4618.1722
09.4618.1723
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 53
Page 56
Desember 2015
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4016 R, 4000 mm/900 kg Vélknúin/Vökvaknúin Bóma
GTH-4016 R
GTH-4016 R
09.4618.1937
180°
180°
GTH-4016 R
GTH-4016 R
±90°°°°
09.4618.1938
±90°°°°
09.4618.1935
09.4618.1936
54 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 57
GTH-4016 R, 2000 mm/2000 kg Vélknúin Bóma
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4016 R
GTH-4016 R
09.4618.1933
180°
180°
GTH-4016 R
GTH-4016 R
±90°°°°
09.4618.1934
±90°°°°
09.4618.1931
09.4618.1932
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 55
Page 58
Desember 2015
Burðartöflur
GTH-4016 R, Fastur Krókur á plötu 5000 kg
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
16
15
14
13
12
11
GTH-4016 R
70°
60°
50°
40°
10
9
30°
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
1
0
-1
500 kg
2000 kg
1500 kg
1000 kg
3000 kg
350 kg
-3.7°
13 0
12.91 m
17
16
15
14
13
12
11
10
9
30°
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
900 kg
1
0
-3.7°
-1 13 0
GTH-4016 R
70°
60°
50°
40°
2000 kg
1500 kg
1000 kg
3000 kg
12.91 m
GTH-4016 R
75°
E
180°
D
C
B
A
g
k
0
0
0
4
15.79 m
12345678910111214
09.4618.1929
75°
E
D
C
B
A
g
k
0
0
0
4
12345678910111214
180°
15.94 m
09.4618.1927
16
15
14
13
12
11
10
9
30°
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
1
0
-3.7°
-1 13 0
17
16
15
14
13
12
11
10
9
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
1
0
-3.7°
-1 13
50°
40°
0 kg
500 kg
300 kg
GTH-4016 R
50°
40°
30°
750 kg
1000 kg
1500 kg
600 kg
60°
750 kg
1000 kg
12.91 m
60°
2000 kg
12.91 m
70°
1
70°
3000 kg
75°
E
D
C
B
g
k
0
0
5
2
2
4
A
g
k
0
0
0
g
k
0
0
5
12345678910111214
75°
E
D
C
B
A
g
k
0
0
0
12345678910111214
0
±90°°°°
15.79 m
09.4618.1930
±90°°°°
15.94 m
09.4618.1928
56 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 59
GTH-4016 R, 4000 kg Vinda
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4016 R
16
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6
20°
5
4
3
10°
2
1
0
-1
-3.7°
-2
50°
40°
30°
600 kg
250 kg
1000 kg
60°
1500 kg
12.80 m
70°
75°
E
D
C
B
A
g
k
0
0
0
g
3
0 k
0
40
2000 kg
1234567891011121314
0
15.13 m
09.4618.1968
180°
16
15
14
13
12
11
10
9
8
30°
7
6
20°
5
4
3
10°
2
1
0
-1
-3.7°
-2
GTH-4016 R
16
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6
20°
5
4
10°
3
2
1
0
-1
-3.7°
-2
50°
40°
30°
750 kg
1000 kg
1500 kg
2000 kg
12.80 m
70°
75°
60°
3000 kg
2500 kg
E
D
C
B
A
g
k
0
0
0
4
01234567891011121314
15.27 m
09.4618.1970
180°
16
15
14
13
12
11
10
9
30°
8
7
6
20°
5
4
10°
3
450 kg
2
1
0
-1
-3.7°
-2
GTH-4016 R
70°
75°
60°
50°
40°
0 kg
250 kg
600 kg
1000 kg
12.80 m
E
D
C
B
A
2000 kg
1500 kg
01234567891011121314
±90°°°°
15.13 m
09.4618.1969
GTH-4016 R
70°
75°
60°
50°
40°
5
2
750 kg
2000 kg
1500 kg
1000 kg
12.80 m
E
D
C
g
k
0
0
0
0
0
3
B
A
g
k
g
k
0
0
0
4
01234567891011121314
±90°°°°
15.27 m
09.4618.1971
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 57
Page 60
Desember 2015
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4018 R, 4000 mm/900 kg Vélknúin/Vökvaknúin Bóma
GTH-4018 R
180°
±90°°°°
GTH-4018 R
09.4618.1861
09.4618.1862
±90°°°°
GTH-4018 R
09.4618.1863
180°
58 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 61
GTH-4018 R, 2000 mm/2000 kg Vélknúin Bóma
GTH-4018 R
180°
±90°°°°
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-4018 R
09.4618.1858
09.4618.1859
180°
GTH-4018 R
±90°°°°
09.4618.1860
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 59
Page 62
Desember 2015
Burðartöflur
GTH-4018 R, Fastur Krókur á plötu 5000 kg
GTH-4018 R
180°
±90°°°°
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
GTH-4018 R
09.4618.1855
09.4618.1856
180°
GTH-4018 R
±90°°°°
09.4618.1857
60 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 63
GTH-4018 R, 4000 kg Vinda
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
19
GTH-4018 R
18
17
16
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
-1
-2 16
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6
5
4
10°
3
2
1
0
-1
-2 16
10°
-2.60°
20°
-2.60°
40°
30°
20°
750 kg
500 kg
1000 kg
40°
30°
0 kg
250 kg
50°
500 kg
50°
1250 kg
1500 kg
GTH-4018 R
750 kg
1000 kg
14.98 m
60°
14.98 m
60°
1500 kg
75.8°
70°
E
D
C
B
A
4000 kg
3000 kg
2000 kg
0123456789101112131415
75.8°
70°
E
D
C
B
A
2000 kg
4000 kg
3000 kg
0123456789101112131415
17.45 m
09.4618.1864
17.30 m
09.4618.1865
±90°°°°
180°
180°
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
9
30°
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
1
0
-1
-2.60°
-2 16
GTH-4018 R
75.8°
70°
60°
50°
40°
0 kg
500 kg
750 kg
250 kg
1000 kg
14.98 m
E
D
C
B
A
3000 kg
1500 kg
2000 kg
0123456789101112131415
±90°°°°
17.30 m
09.4618.1866
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 61
Page 64
Desember 2015
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-5021R, 4000 mm/900 kg Vélknúin/Vökvaknúin Bóma
GTH-5021 R
GTH-5021 R
180°
09.4618.1700
±90°°°°
GTH-5021 R
180°
±90°°°°
09.4618.1699
09.4618.1701
62 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 65
GTH-5021R, 2000 mm/2000 kg Vélknúin Bóma
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-5021 R
GTH-5021 R
180°
09.4618.1703
±90°°°°
GTH-5021 R
±90°°°°
09.4618.1702
180°
09.4618.1704
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 63
Page 66
Desember 2015
Burðartöflur
GTH-5021R, Fastur Krókur á plötu 5000 kg
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
GTH-5021 R
GTH-5021 R
180°
09.4618.1697
±90°°°°
GTH-5021 R
180°
±90°°°°
09.4618.1696
09.4618.1698
64 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 67
GTH-5021R, 4000 kg Vinda
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Burðartöflur
GTH-5021 R
GTH-5021 R
180°
09.4618.1706
±90°°°°
GTH-5021 R
180°
±90°°°°
09.4618.1705
09.4618.1707
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 65
Page 68
Desember 2015
Burðartöflur
GTH-5021R, 5000 kg Vinda
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
40°
750 kg
500 kg
5000Kg
GTH-5021 R
60°
50°
1500 kg
2000 kg
2500 kg
1000 kg
77.50°
70°
3000 kg
E
D
C
B
5000 kg
4000 kg
180°
±90°°°°
A
012345678910111213141516171819
09.4618.1891
5000Kg
22
21
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
30°
9
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
1
0
-1
-3.50°
-2
22
21
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
30°
9
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
1
0
-1
-3.50°
-2
GTH-5021 R
50°
40°
0 kg
250 kg
5000Kg
GTH-5021 R
50°
40°
0 kg
A
012345678910111213141516171819
B
A
012345678910111213141516171819
180°
19.45 m
09.4618.1889
±90°°°°
09.4618.1890
77.50°
70°
60°
500 kg
750 kg
1500 kg
1000 kg
2000 kg
17.72 m
60°
250 kg
500 kg
E
D
C
B
3000 kg
4000 kg
77.50°
70°
1000 kg
E
D
C
1500 kg
2500 kg
22
21
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
30°
9
8
7
20°
6
5
4
10°
3
2
1
475 kg
0
-1
-3.50°
-2
66 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 69
Desember 2015Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Beaufort-vindstigakvarðinn
Beaufort-
númer
0 Logn < 0,3. Logn. Reyk leggur beint upp. 1 Andvari 0,3 - 1,5 Vindstefnu má sjá af reyk. 2 Kul 1,6 - 3,4 Vindblær finnst á andlit. Skrjáfar í laufi.
3 Gola 3,5 - 5,4
4 Stinningsgola 5,5 - 7,9
5 Kaldi 8,0 - 10,7
6 Stinningskaldi 10,8 - 13,8
7
8 Hvassviðri 17,2 - 20,7
9 Stormur 20,8 - 24,4
10 Rok 24,5 - 28,4
11 Ofsaveður 28,5 - 32,6
12 Fárviðri 32,7 >
Lýsing
Allhvass
vindur
Vindhraði
m/s
13,9 - 17,1
Aðstæður á landi
Breiðir úr léttum flöggum, lauf og smágreinar titra.
Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka. Litlar trjágreinar bærast.
Lítil lauftré taka að sveigjast. Lausamjöll hreyfist.
Stórar greinar svigna. Hvín í línum. Erfitt að nota regnhlífar. Lágarenningur viðvarandi.
Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga á móti vindi. Skyggni slæmt í snjókomu.
Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vin­dinum. Menn baksa á móti vindi.
Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum. Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Glórulaus bylur ef snjóar.
Tré rifna upp með rótum. Talsverðar skemmdir á mannvirkjum.
Miklar skemmdir á mannvirkjum. Útivera á bersvæði hættuleg. Rýfur hjarn, lyftir möl og grjóti.
Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri.
Hlutanúmer 57.0303.5243 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði 67
Page 70
Desember 2015
Fyrsta útgáfa - Önnur prentun
Efnisatriði EB-samræmisyfirlýsingar
TEREX Global GmbH lýsir því hér með yfir að vélabúnaðinum sem lýst er að neðan uppfyllir ákvæði
eftirfarandi tilskipana:
1. EB tilskipun 2006/42/EB, vélatilskipun. Vélin sem lýst er að neðan hentar fyrir Genie fjarbúnað, gerðum sem tilgreindar eru í notandahandbókinni. Gerð/tegund: Lýsing: Raðnúmer: Framleiðsludagur: Framleiðsluland: Framleiðandi: TEREX Global GmbH Bleicheplatz 2 8200 Schaffhausen Sviss Fulltrúi í Evrópu: Genie UK LTD Maltings Wharf Road, Grantham, Lincolnshire NG31 6BH Bretland Umboðsundirritandi: Útgáfustaður: Útgáfudagur:
68 Aukabúnaður fyrir upphengda byrði Hlutanúmer 57.0303.5243
Page 71
Dreifingaraðili:
Loading...